Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur fimmtudaginn 25. febrúar 2021 Mál nr. S - 8541/2020: Ákæruvaldið (Vilhjálmur Reyr Þórhallsson aðstoðarsaksóknari) gegn Guðmundi Halldóri Karlssyni (Guðni Jósep Einarsson lögmaður) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 10. febrúar 2021, var höfðað með ákæru lög reglu stjórans á höfuð borgarsvæðinu, dags. 29 . desember 2020, á hendur Guðmundi Halldóri Karlssyni, kt. [...] , [...] , [...] , fyrir líkamsárás með því að hafa, laugar daginn 23. febrúar 2019, veist með ofbeldi að A , kt. [...] , við [...] , [...] , með þeim afleiðingum að þeir féllu í jörð ina. Í framhaldinu slegið hann nokkrum sinnum í andlitið og gert tilraun til að taka A hálstaki og bí ta hann þar sem þeir tókust á í jörðinni með þeim afleiðingum að A hlaut bólgu og áverka í kringum hægra hné, rispur og mar við vinstra eyra, eymsl og stífleika í hálsi, eymsli í öxlum, mar á upp - og framhandleggjum, rispur á fingrum auk annarra yfirborðsá verka. Telst háttsemi þessi varða við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa: Vegna málsins gerir Kári Valtýsson lögmaður, f.h. Ag nars Þórs Guðmundssonar lög - manns þá kröfu að ákærða verði [gert að] greiða A , kt. [...] , skaða - og miskabætur samtals að fjárhæð kr. 700.000, - með vöxtum skv. 8. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 frá [23. febrúar 2019] en síðan með dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. vaxtalaga frá þeim degi er mánuður er liðinn frá þeim degi er ákærða er sannarlega kynnt krafan til greiðsludags. Þá er þess jafnframt krafist að ákærða verði gert að greiða A , kt. [...] , málskostnað að skaðlausu, skv. síðar framlögðum máls kostnaðarreikningi eða að mati réttarins, að 2 Ákærði hefur játað ský laust fyrir dómi þá háttsemi sem honum er gefin að sök sam kvæmt ákæru og er játn ingin studd sakar gögnum. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viður - laga. Ákæruvaldið gerir sömu dómkröfur o g greinir í ákæru. Bótakrefjandi krefst endan - lega 200.000 króna í miskabætur, auk vaxta sem greinir í ákæru. Þá krefst bótakrefjandi málskostnaðar að mati dómsins að viðbættum virðisaukaskatti. Ákærði krefst vægustu refs ingar sem lög leyfa. Ákærði viðurk ennir bótaskyldu og samþykkir að greiða 200.000 krónur í miska bætur, auk vaxta sem greinir í ákæru og málskostnaðar að mati dómsins. Þá er krafist hæfilegrar þóknunar til verjanda sem greiðist úr ríkissjóði. Sam kvæmt því sem að framan greinir verður ák ærði sak felldur fyrir brot sam kvæmt ákæru og er það réttilega fært til refsiákvæðis í ákæru. Ákærði er fæddur í janúar 1991 og samkvæmt sakavottorði, dags. 21. desember 2020, hefur hann tvívegis gengist undir sektargerð hjá lögreglustjóra 18. febrúar sam a ár vegna umferðarlagabrota. Brot það sem ákærði er nú sakfelldur fyrir var framið áður en hann gekkst undir fyrrgreindar sektar - gerðir og er því um að ræða hegningarauka, sbr. 78. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði hefur skýlaust játað brot sitt fyrir dó mi og náð samkomulagi við brotaþola um fjárhæð miskabóta. Horfir þetta til málsbóta, sbr. 8. tölul. 1. mgr. 70. gr. almennra hegn ingar laga. Til refsi þyng ingar horfir að verkið beindist gegn mikil vægum verndar hags munum brota - þola og tjón varð af ve rkinu, sbr. 1. og 2. tölul. 1. mgr. 70. gr. almennra hegn ingar laga. Þá beindist verkið að höfuð svæði brotaþola en slíkt er almennt hættulegt, auk þess sem grófleiki verksins var í meira lagi. Þá verður ráðið af gögnum að tilviljun hafi í raun ráðið þ ví að verkið beindist að brotaþola sem virðist hafa leitast við að verjast ágangi ákærða og þeir þekktust ekki fyrir. Horfir allt þetta til refsiþyngingar , sbr. 3. tölul. 1. mgr. sömu lagagreinar. Að auki ber að taka tillit til þess að t afir hafa orðið á m eðferð máls ins sem eru ákærða óvið komandi. Að öllu framan greindu virtu þykir refsing ákærða hæfi lega ákveðin fang elsi í þrjátíu daga en fresta skal fullnustu refs ingar innar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Með vísan til framangreinds á brotaþoli rétt á miskabótum úr hendi ákærða á grund velli a - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, sbr. síðari breyt ingar. Ákærði hefur sam þykkt miskabótakröfu brotaþola, eins og hún liggur endanlega fyrir. Að þessu virtu verður ákærða gert að greiða brotaþola miskabætur með vöxtum, eins og nánar greinir í dómsorði. Upphafstími dráttarvaxta miðast við 27. febrúar 2021 en þá er liði nn mánuður 3 frá því ákærða var sannanlega kynnt bóta krafan við birtingu ákæru og fyrirkalls. Bóta - krefjandi á tilkall til máls kostnaðar úr hendi ákærða vegna bóta kröf unnar, sbr. 3. mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008. Þykir sá kostnaður hæfi lega ákveðinn 25 0.000 krónur að meðtöldum virðis auka skatti. Ákærði greiði allan sakarkostnað málsins til ríkissjóðs, þar með talda þóknun skipaðs verjanda síns, Guðna Jóseps Einarssonar lögmanns, vegna málsvarnar fyrir dómi, sem þykir með hliðsjón af eðli og umfangi m áls, hæfilega ákveðin 200.000 krónur, að með - töld um virðisaukaskatti. Þá greiði ákærði 42.300 krónur í annan sakar kostnað sam kvæmt yfirliti ákæru valds ins. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Vilhjálmur Reyr Þórhallsson aðstoðarsaksóknari. Af hál fu bótakrefjanda flutti málið Kári Valtýsson lögmaður. Daði Kristjánsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D ó m s o r ð : Ákærði, Guðmundur Halldór Karlsson, sæti fangelsi í þrjátíu daga en fresta skal fullnustu refs ingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá deginum í dag að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði greiði A 200.000 krónur með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðbætur frá 2 3. febrúar 2019 til 27. febrúar 2021, en með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags, auk 250.000 króna í málskostnað. Ákærði greiði allan sakarkostnað málsins til ríkissjóðs, þar með talda þóknun skipað s verjanda síns, Guðna Jóseps Einarssonar lög manns, 200.000 krónur, og 42.300 krónur í annan sakar kostnað. Daði Kristjánsson