Héraðsdómur Reykjavíkur Úrskurður 10 . des ember 2019 Mál nr. E - 2433/2019: Bocciafélag Akureyrar Benedikt Ólafsson lögmaður gegn Íþróttabandalag i Akureyrar og Íþrótta - og Ólympíusamband i Ísl ands Guðmundur Birgir Ólafsson lögmaður Úrskurður Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar um frávísunarkröfu stefndu 25. nóvember 2019, var höfðað 14. maí s.á. af hálfu Bocciafélags Akureyrar, Óseyri 4, Akureyri, á hendur Íþróttabandalagi Akureyrar, Íþróttahöllinni , Skólastíg 4, Akureyri , og Íþrótta - og Ólympíusambandi Íslands, Íþróttamiðstöði n ni Laugardal, Engjavegi 6, Reykjavík , til viðurkenningar á félagsaðild stefnanda . Stefnandi gerir þær dómkröfur að viðurkennd verði með dómi full félagsaðild stefnanda að Íþróttabandalagi Akureyrar með öllum réttindum og skyldum samkvæmt lögum félagsins , samþykktum 25. apríl 2012 , með síðari breytingum. Þá er þess krafist að viðurkennd verði full félagsaðild að Íþrótta - og Ólympíusamba ndi Íslands með öllum réttindum og skyldum samkvæmt lögum sambandsins , samþykktum 6. maí 2017 , með síðari breytingum. Loks er krafist málskostnaðar úr hendi stefndu óskipt að skaðlausu. Dómkröfur stefnd u eru aðallega þær að málinu verði vísað frá dómi. Til vara er krafist sýknu af öllum kröfum stefnanda. Málskostnaðar er krafist að mati dómsins . Í þessum þætti málsins er til úrlausnar aðalkrafa stefndu um að málinu verði vísað frá dómi. Eru stefndu hér sóknaraðilar og krefjast auk frávísunar málskostnaðar úr hendi stefnanda. Stefnandi er varnaraðili í þessum þætti málsins og krefst þess að kröfu stefndu um að málinu verði vísað frá dómi verði hafnað. Yfirlit málsatvika og ágreiningsefna Stefnandi er félag stofnað 10. mars 2017 og er tilgangur félagsins sa mkvæmt lögum þess að stuðla að aukinni þátttöku fatlaðra til almennrar íþróttaiðkunar og félagsstarfa . Forsvarsmenn stefnanda sóttu um félagsaðild að stefnda Íþróttabandalagi Akureyrar (ÍBA) 24. mars 2017 . Lögmaður stefnanda ítrekaði umsókn stefnanda til s tefnda ÍBA 2 fyrst 27. september 2017, þá 14. nóvember s.á. og loks 18. desember s.á. Með tölvuskeyti formanns stefnda ÍBA til lögmannsins 21. desember 2017 var honum send bókun stjórnar stefnda ÍBA frá 4. september s.á. Þar segir að ákveðið hefði verið að þ að væri sameiginlegur skilningur bæjaryfirvalda og stefnda ÍBA að taka ekki ný íþróttafélög inn í ÍBA meðan stefnumótunarvinna, sem nánar var lýst, færi fram. Þá segir í bókuninni: skeytinu til lögmannsins var jafnframt upplýst að stefnanda hefðu þann 5. desember s.á. verið sendar með formlegum hætti þessar upplýsingar. Með bréfi lögmanns stefnanda til stefnda Íþrótta - og Ólympíusamband s Íslands (ÍSÍ) 12. janúar 2018 var, með tilvís un til 6. gr. laga stefnda ÍSÍ, synjun stjórnar stefnda ÍBA á aðildarumsókn stefnanda skotið til úrskurðar framkvæmdastjórnar ÍSÍ með kröfu um tafarlausa heimild til fullrar félagsaðildar stefnanda að stefnda ÍBA, og þar með að stefnda ÍSÍ. Með tölvuskeyti skrifstofustjóra stefnda ÍSÍ til lögmanns stefnanda 21. mars 2018 var upplýst að framkvæmdastjórn stefnda ÍSÍ hefði óskað eftir áliti l aganefndar ÍSÍ og tekið var fram að úrskurður ætti að geta legið fyrir eftir næsta fund framkvæmdastjórnarinnar sem yrði 26. apríl s.á. Lögmaður stefnanda sendi bréf til dómstóla stefnda ÍSÍ 10. desember 2018. Þar er því lýst að stefnanda hafi verið synjað um að fá aðild að stefnda ÍBA og að beiðni stefnanda til framkvæmdastjórnar ÍSÍ um úrskurð samkvæmt 6. gr. laga ÍSÍ ha fi ekki verið sinnt eða erindinu svarað þrátt fyrir ítrekaða eftirgangsmuni. Með vísan til þess að dómstólar ÍSÍ hafi fullnaðarlögsögu yfir málefnum íþróttahreyfingarinnar samkvæmt 20. gr. laga ÍSÍ og til að tæma hugsanlegar kæruleiðir væri málið hér kært til dómstóla ÍSÍ til þóknanlegrar meðferðar með kröfu um tafarlausa heimild til fullrar félagsaðildar stefnanda að stefnda ÍBA og þar með að stefnda ÍSÍ. Með úrskurði dómstóls ÍSÍ 19. desember 2018 var máli stefnanda vísað frá dómi án kröfu með þeim rökum að í kærubréfi væri ekki nægilega tilgreint hver eða hverjir séu kærðir og hvaða atvik eða ástand grundvalli kæru og fullnægi kærubréfið því ekki kröfum greinar 26.2 í lögum ÍSÍ. Var stefnanda jafnframt bent á að hann geti innan þriggja daga frá því honum berist frávísunin skotið málinu að nýju til dómstólsins. Það gerði stefnandi ekki heldur höfðaði mál þetta með kröfu um viðurkenningu á félagsaðild sinni að stefnda ÍBA og að stefnda ÍSÍ. Stefnandi telur að með synjun á aðild hans að ÍBA og ÍSÍ sé brotinn réttur á honum, m.a. þar sem ekki sé gætt jafnræðis s amkvæmt 1. mgr. 65. gr. stjórnarskrár Íslands nr. 33/1944. Stefndu vísa til stuðnings frávísunarkröfu sinni einkum til sjálfstæði s íþróttahreyfingarinnar og þess að íþróttahreyfingin hafi fullnaðarlögsö gu yfir málefnum sem upp koma innan hennar vébanda . Stefndu telja að t ilheyri félag hreyfingunni eða sækist eftir stöðu innan hreyfingarinnar sé það bundið af réttarreglum þeim sem um íþróttahreyfinguna gilda , m.a. 20. gr. laga ÍSÍ u m fullnaðarlögsögu dóms tóla ÍSÍ. Stefndu 3 telja að stefnandi geti því ekki borið kröfur sínar undir almenna dómstóla, í það minnsta ekki að svo stöddu. Snýst ágreiningur aðila í þessum þætti málsins einkum um þetta, en stefndu tiltaka jafnframt fleiri málsástæður til stuðnings kr öfu um frávísun. Helstu m álsástæður og lagarök stefnanda fyrir dómkröfum sínum Stefnandi kveðst byggja á þeirri meginreglu stjórnarskrár lýðveldisins að allir skuli vera jafnir fyrir lögum, sbr. 65. gr. l aga nr. 33/1944. F ramkvæmd íþróttamála á Íslandi sé bundin í í þróttalög um nr. 64/1998 , þar sem staðfest sé að ÍSÍ skuli vera æðsti aðili frjálsrar íþróttastarfsemi í landinu og í erlendum samskiptum íþróttahreyfingarinnar. Samkvæmt þeim reglum sem ÍSÍ set ji , lögum ÍSÍ, get i enginn iðkað íþróttir og keppt í þeim á íþróttamótum á vegum sambandsins nema vera í íþ r óttafélagi sem eigi aðild að íþróttabandalagi á heimasvæði íþróttafélagsins , sem síðan eigi aðild að ÍSÍ. Í 5. gr. l aga ÍSÍ sé áskilið að íþrótta félag verði aðeins aði li að ÍSÍ með inngöngu í hlutaðeigandi héraðssamband/íþróttabandalag. Í greininni séu talin upp skilyrði fyrir inngöngu íþróttafélags í héraðssamband eða íþróttabandalag og telji s tefnandi s ig uppfylla allar þær kröfur sem þar séu gerðar . Í 3. gr. l aga ste fnda ÍBA segi að öll félög á Akureyri sem haf i íþróttir að meginmarkmiði eig i rétt á að gerast aðilar að ÍBA, enda fullnægi þau þeim skilyrðum sem á hverjum tíma gild i í lögum ÍBA og ÍSÍ. Stefnandi tel ji sig uppfylla allar kröfur sem lög stefnda ÍBA ger i t il félagsaðildar. Bocciafélag Akureyrar sé löglega stofnað íþróttafélag af 68 einstaklingum sem h afi þann tilgang að stuðla að aukinni þátt t öku fatlaðra einstaklinga til almennrar íþróttaiðkunar og félagsstarfa. Þessir félagar haf i allir áhuga á b occia - íþr óttinni, æf i hana og haf i flestir tekið þátt í íþróttamótum og stefn i á að keppa fyrir félagsins hönd á íþróttamótum innan ÍSÍ, bæði hér heima og erlendis. Með synjun á aðild stefnanda að stefnda ÍBA sé félagið útilokað frá almennri íþróttastarfsemi og þei m einstaklingum sem þar sé u félagsmenn gert ókle i ft að taka þátt í íþróttamótum fyrir hönd félags síns. F élagið uppfylli öll skilyrði 5. gr. laga ÍSÍ og skilyrði 3. gr. laga ÍBA til aðildar að ÍBA og þar með að ÍSÍ. Stefnandi hafi sótt um aðild að ÍBA samk væmt þeim reglum sem ÍBA set ji í 4. gr. , um félagsumsókn, en verið synjað. Með synjun á aðild s tefnanda að stefndu ÍBA og ÍSÍ sé brotinn réttur á honum, m.a. þar sem ekki sé gætt jafnræðis svo sem boðið sé í 1. mgr. 65. gr. stjórnarskrár . Stefnandi vís i því til laga nr. 33/1944, 1. mgr. 65. gr. og 1. mgr. 74. gr. , einnig til laga nr. 64/1998, einkum 2. mgr. 5. gr. , og til sérlaga Íþrótta - og Ólympíusambands Íslands og Íþróttabandalags Akureyrar. Krafa um málskostnað bygg ist á 130. gr. l aga nr. 91/1991. Málsástæður og lagarök stefnd u fyrir kröfu um frávísun Kröfu um frávísun styðja stefndu í fyrsta lagi við 1. mgr. 24. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. B yggt sé á því að úrlausn málsins eigi ekki undir almenna 4 dómstóla heldur dómstóla ÍSÍ. M eð aði ldarumsókn sinni að ÍBA og ÍSÍ hafi stefnandi gengist undir lög sambandanna og sé þannig bundinn af því að fara með mál sín þá leið sem kveðið sé á um í lögum viðkomandi sambands. Meðferð málsins heyri því undir dómstól ÍSÍ og sé ekki undir almenna dómstól a komi n, enda skorti þá lögsögu á sakarefninu , sbr. 1. mgr. 24. gr. um meðferð einkamála. Í lögum ÍSÍ sé u ákvæði um málsmeðferð og dómsúrlausn fyrir þau sambönd og félög sem ekki haf i sett sér eigið dómskerfi. Stefndi ÍBA h a f i ekki slíkt réttarkerfi innan sinna vébanda og fylgi lögum meðstefnda ÍSÍ, sbr. 1. gr. laga ÍBA. Íþróttahreyfingar og - sambönd sé u í eðli sínu sjálfstæð og bygg i á félagaréttarlegum grunni. Aðild, sem og ákvörðun um aðild að félagi eða sambandi, sé sjálfstæð ákvörðun þess sambands sem um ræði. Í lögum sínum h afi stefndi ÍBA viðurkennt að reglur meðstefnda ÍSÍ standi þeim til fyllingar þegar lögum ÍBA sleppi. Umsókn stefnanda og afgreiðsla hennar hafi heyrt undir ÍBA og h afi félagið forræði á þeim skilyrðum sem þurf i að vera fyrir hendi til þess að öðlast aðild , sbr. 3. gr. laga ÍBA. Þá þ urfi ÍSÍ að kanna hvort lög félagsins uppfylli þær kröfu r sem gerðar sé u til laga innan hreyfingarinnar. Fyrir ligg i að slík könnun h afi ekki farið fram og alls óljóst sé hvort lög stefnanda uppfylli þær kröfur, bæði um form og tilgang félagsins. Þá h afi stefndi ÍBA vísað til laga ÍSÍ um innbyrðis ferla sem fylgja ber i ef upp komi ágreiningur um málefni félagsins , sbr. 1. gr. laga ÍBA. Dómstólar ÍSÍ haf i þannig lögsögu í innbyrðis málum hreyfingarinnar og sé sakarefni máls þessa því augljóslega undanþegið lögsögu almennra dómstóla , sbr. grein 20. laga ÍSÍ. Sambandið h afi í lögum sínum komið á fót dómstólakerfi sem h afi fullnaðarlögsögu í þeim málum sem upp kom i innan vébanda sambandsins og aðildarfélaga , s em ekki haf i sett á fót eigin dómstólakerfi með dómstól og áfrýjunardómstól, en stefn an di hafi borið mál sitt undir dómstól ÍSÍ. V ísa beri málinu frá dómi á grundvelli 1. mgr. 24. gr. laga um meðferð einkamála , þar sem sakarefnið heyri ekki undir lögsögu a lmennra dómstóla. Almennir dómstólar haf i ekki lögsögu til þess að endurmeta ákvörðun sambanda eða dómstóla ÍSÍ. Lögsaga dómstóla sn úi einvörðungu að því hvort málsmeðferð innan sambandanna hafi verið haldin annmörkum sem réttlæti ógildingu á niðurstöðu sa mbandsins og geti þannig knúið fram endurupptöku á málinu. Viðurkenningarkrafa stefnanda sé því ótæk til dóms . Verði ekki fallist á frávísun málsins beri að sýkna stefndu, svo sem m.a. hafi verið viðurkennt í norrænum rétti , sbr. dómur í undirrétti í Árósu m frá 3. september 2010 , nr. BS - 10 - 1528/2008. Í öðru lagi byggist krafa um frávísun á því að stefnandi hafi ekki tæmt kæruleiðir innan vébanda ÍSÍ og málið eigi því ekki undir almenna dómstóla að svo stöddu , sbr. ákvæði 1. mgr. 2 6 . gr. laga um meðferð ein kamála, sbr. einnig dóm Hæstaréttar 2002, bls. 1291 , í máli nr. 154/2002 , þar sem niðurstaða Hæstaréttar hafi verið sú að vísa máli frá dómi þar sem ekki hefðu verið tæmdar allar þær leiðir sem færar væru innan 5 íþróttahreyfingarinnar. Ö ll sömu sjónarmið eigi við um mál þetta. S tefnandi hafi ekki tæmt þau réttarfarslegu úrræði sem fyrir hendi hafi verið samkvæmt lögum ÍSÍ og get i því ekki haft uppi þær kröfur fyrir almennum dómstólum sem hann geri nú. Í þriðja lagi byggist krafa um frávísun á því að skily rði 80. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991, sbr. 18. gr. laganna, sé ekki fyrir hendi. Dómkröfur stefnanda sé u þær að viðurkennd verði með dómi full félagsaðild stefnanda að Íþróttabandalagi Akureyrar með öllum réttindum og skyldum samkvæmt lögum fé lagsins , samþykktum 25. apríl 2012 , með síðari breytingum. Þá sé þess krafist að viðurkennd verði full félagsaðild að Íþrótta - og Ólympíusambandi Íslands me ð öllum réttindum og skyldum samkvæmt lögum sambandsins , samþykktum 6. maí 2017 , með síðari breyting um. Þessar dómkröfur séu með öllu ódómtækar. Óskilgreint sé hvað fel i st í þeim og ótækt sé að leggja það á stefndu að verjast óskilgreindri félagsaðildarkröfu án þess að stefnandi geri reka að því að útskýra hvort , og þá að hvaða leyti , hann uppfylli skil yrði aðildar annars vegar að stefnda ÍBA og hins vegar að stefnda ÍSÍ. Krafan fullnægi því ekki skilyrðum 80. gr. laga um meðferð einkamála og beri að vísa henni frá dómi. Au k þess fari það gegn almennum reglum um félagafrelsi , sem og grundvallarreglum um sjálfsákvörðunarrétt íþróttahreyfingarinnar , að skylda stefndu með þeim hætti sem krafist sé til að samþykkja aðild stefnanda, án nokkurra skilyrða , sbr. dóm Hæstaréttar í máli nr. 282/2006, þar sem vísað hafi verið frá dómi kröfu af svipuðum meiði . Kröfu stefnanda virðist beint sameiginlega að ÍSÍ og ÍBA, án þess að gerð sé nánar grein fyrir því hvort skilyrði 18. gr. laga um meðferð einkamála séu uppfyllt, þar á meðal um hvort skyldan til að samþykkja stefnanda sem félag hvíli sameiginlega á stefndu. Sú s é ekki reyndin . A uk þess s é ekki ljóst hvort stefnandi eigi rétt til að starfa innan vébanda íþróttahreyfingarinnar, en boccia sé ekki viðurkennd íþrótt innan ÍSÍ. Skilyrðislaus krafa stefnanda um viðurkenningu félagsaðildar , án þess að gefa stefndu færi á að taka efnislega afstöðu til þess hvort umsókn uppfylli form og efniskröfur s amkvæmt lögum ÍSÍ , eigi að leiða til þess að vísa beri málinu frá dómi. Helstu málsástæður stefndu fyrir varakröfu um sýknu eru studdar við meginreglur félagaréttar og lög stefn da ÍSÍ og stefnda ÍBA , og mótmæla stefndu sérstaklega þeirri málsástæðu stefnanda að brotið hafi verið gegn jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944 . Aðild að stefndu sé háð skilyrðum sem stefnandi uppfylli ekki, m.a. vegna þess að boccia sé a lmenningsíþrótt sem hafi ekki verið samþykkt af framkvæmdastjórn ÍSÍ. Einnig því að ýmis önnur atriði í lögum stefnanda fái ekki samrýmst lögum ÍS Í og kröfu um aðild hefði því verið synjað ef hún hefði verið tekin til efnislegrar umfjöllunar á vettvangi ÍS Í . Ákvörðun stefnda ÍBA hafi verið lögmæt og heimilt hafi verið að neita stefnanda um inngöngu í ÍBA meðan á viðræðum við Akureyrabæ st æði. 6 Um lagarök vísi stefndu til laga um meðferð einkamála nr. 91/199, í þróttal aga nr. 64/1998, laga ÍSÍ , síðast samþykk t 4. maí 2019, s iðaregl na ÍSÍ, laga ÍBA , með síðari breytingum , síðast samþykkt 25 . apríl 2012, og til meginreglna félagaréttar. Málsástæður stefnanda gegn kröfu stefndu um frávísun Við málflutning um kröfu stefndu um frávísun kom fram af hálfu lögmanns stefnanda að hann teldi stjórnarskrárvarinn rétt stefnanda til að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur með réttlátri málsmeðferð innan hæfislegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómst óli, sbr. 70. gr. stjórnarskrár, leiða til þess að hafna beri kröfu stefndu um að málinu verði vísað frá dómi. Þessi réttur sé jafnframt tryggður í 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 69/1994. Þá styðji 1. mgr. 24. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991, um að dómstólar hafi vald til að dæma um hvert það sakarefni sem lög og landsréttur nái til, einnig þá niðurstöðu. Stefnandi hafi ekki enn samið um annað, eða undirgengist reglur ÍSÍ, en hafi þó leitað til dómstóls stefnda ÍSÍ með kæ ru á meðferð máls stefnanda. Stefnandi hafi lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins sem snúist um kröfu íþróttafélags til að fá aðild að samböndum, en það sé skilyrði til þátttöku í keppnum í íþróttinni. Málið snúist um viðbrögð gegn þeim athöfnum íþróttahre yfingarinnar sem ætlað sé að halda hópi manna utan réttar til þátttöku í íþrótt sem þeir stundi. Dómkröfur stefnanda séu skýrar, krafist sé sömu heimildar og aðrir njóti til þess að fá að taka þátt í félögum og íþróttakeppnum. Niðurstaða Málsatvik eru ra kin í sérstökum kafla hér að framan og vísast til þess sem þar kemur fram. Í 5. gr. laga nr. 64/1998 , íþróttalögum, segir að Íþrótta - og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) sé æðsti aðili frjálsrar íþróttastarfsemi í landinu og í erlendum samskiptum íþróttahreyfi ngarinnar. Stefndi ÍSÍ hefur sett sér sérstök lög og segir í 44. gr. laga nna að í hverju íþróttahéraði skuli vera eitt héraðssamband/íþróttabandalag allra íþróttafélaga í héraðinu til að vinna að hinum ýmsu hagsmunamálum þeirra. Stefndi Íþróttabandalag Aku reyrar (ÍBA ) er héraðssamband íþróttafélaga á Akureyri og starfar það s amkvæmt lögum ÍSÍ og í þróttalögum nr. 64/1998. Í grein 5.1. í lögum ÍSÍ kemur fram að félag verði aðili að ÍSÍ með inngöngu í hlutaðeigandi héraðssamband/íþróttabandalag , sem í tilviki stefnanda er stefndi ÍBA . Til þess að félag geti orðið aðili að héraðssambandi og þar með aðili að ÍSÍ þarf staðfestingu framkvæmdastjórnar ÍSÍ. Til þess að stefnandi geti átt þá aðild að stefndu ÍBA og ÍSÍ, sem krafist er viðurkenningar á í málinu, þarf þ ví samþykki þessara aðila. Fyrir liggur að stefndi ÍBA hefur hafnað aðildarumsókn stefnanda að svo komnu og að stefndi ÍSÍ hefur ekki tekið umsóknina eða meðferð hennar til efnislegrar umfjöllunar þar sem dómstóll ÍSÍ vísaði frá dómi erindi stefnanda varða ndi 7 aðildarumsóknina. Stefnandi neytti ekki heimildar til að bera umsókn sína undir dómstól ÍSÍ að nýju í kjölfar frávísunar en krefst í máli þessu efnisúrlausnar um viðurkenningu á aðild sinni að báðum stefndu. Til stuðnings kröfu sinni um að hafnað verð i kröfu stefndu um frávísun byggir stefnandi á því að hann eigi rétt til málsmeðferðar fyrir almennum dómstólum hér á landi á grundvelli 70. gr. stjórnarskrár og samkvæmt 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Í úrlausnum Mannréttindadómstóls Evrópu h efur lögsaga sérstakra dómstóla á vettvangi íþróttahreyfingarinnar, þar á meðal gerðardóma, til efnislegra og endanlegra úrlausna ágreiningsefna á þessu sviði ekki sætt gagnrýni. Almennir dómstólar í aðildarríkjunum hafa verið taldir eiga lögsögu um úrlaus n atriða sem lúta að formi og málsmeðferð. Stefndu hafa í þessu sambandi vísað til dóms í Danmörku þar sem úrskurðaraðilar innan íþróttahreyfingarinnar töldust eiga hið efnislega mat um rétt viðkomandi aðila til aðildar að tilteknu íþróttafélagi. Mannrétti ndadómstóllinn hefur á hinn bóginn tekið til skoðunar hvort þeir dómstólar og gerðardómar, sem um mál fjalla efnislega, fullnægi kröfum 6. gr. sáttmálans um sjálfstæði og óhlutdrægni og hvort lögsaga þeirra hafi verið samþykkt í reynd af viðkomandi. Á þett a reyndi til dæmis í dómi frá 2. október 2018 í málum nr. 40575/10 og 67474/10, Mutu og Pechstein gegn Sviss, en málin sem voru borin undir áfrýjunardómstól í Sviss höfðu efnislega verið leidd til lykta af gerðardómum. Í slíkum tilvikum hefur ekki verið ta lið að um brot gegn 6. gr. sáttmálans sé að ræða sé grundvallarskilyrðum um lögmæta skipan dómstóls fullnægt og málsmeðferð réttlát. Stefnandi hefur ekki haldið því fram að dómstólar ÍSÍ fullnægi ekki þeim kröfum sem mannréttindasáttmálinn eða íslensk stjó rnarskrá gera til þess að dómstóll teljist óháður og óhlutdrægur. Í 20. gr. laga ÍSÍ kemur fram að d ómstólar ÍSÍ haf i fullnaðarlögsögu yfir þeim málefnum sem upp koma innan íþróttahreyfingarinnar og sem varða lög og reglur Í þrótta - og Ó lympíusambandsins, sérsambanda, héraðssambanda, íþróttabandalaga, aðildarfélaga eða einst akra iðkenda eftir því sem við eigi . Kröfur stefnanda í máli þessu lúta ekki að ógildingu á málsmeðferð á umsókn hans á vettvangi íþróttahreyfingarinnar, heldur eru gerðar kröfur um efni slega úrlausn umsóknar stefnanda um aðild að stefndu. Fallist er á það með stefndu að það úrlausnarefni sé í höndum dómstóla ÍSÍ og á sú skipan stoð í ákvæðum íþróttalaga um stöðu ÍSÍ sem æðsta aðila frjálsrar íþróttahreyfingar í landinu. Kröfugerð stefnan da um viðurkenningu þessa dóms á fullri félagsaðild hans að stefndu er því ekki tæk. Í aðildarumsókn stefnanda og í kjölfarið málskoti til dómstóls ÍSÍ verður talin felast viljayfirlýsing hans til þess að hlíta lögum ÍSÍ og virða fullnaðarlögsögu dómstóla ÍSÍ um málefni íþróttahreyfingarinnar. Hefur stefnandi þar með í raun samþykkt að sakarefni málsins sé undanskilið lögsögu almennra dómstóla í skilningi 1. mgr. 24. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Þegar svo hagar til ber að vísa máli frá dómi. 8 Fyrir liggur að hvorki dómstólar ÍSÍ né framkvæmdarstjórn ÍSÍ hafa enn fjallað efnislega um eða komist að niðurstöðu um aðildarumsókn stefnanda að stefndu. Samkvæmt 1. mgr. 26. gr. laga um meðferð einkamála skal vísa frá dómi máli þegar sýnt er að réttur eða skylda sem úrlausnar er krafist um er enn ekki til orðin. Telja verður í ljósi þess sem upplýst er um málsatvik að viðskilnaður stefnanda við málsmeðferð á vettvangi ÍSÍ, fyrir framkvæmdastjórn og dómstóli, hafi verið með þeim hætti að enn hafi stefnan da ekki verið synjað um aðild af þeim dómstóli innan ÍSÍ sem málið getur heyrt undir. Þá er og til þess að líta að í synjun stefnda ÍBA á umsókn stefnanda um aðild kemur fram að synjunin byggist á því að ekki verði tekin inn ný félög meðan á tiltekinni ste fnumótunarvinnu standi. Kröfur stefnanda hér fyrir dómi um viðurkenningu á félagsaðild eru því settar fram áður en útséð er um hvort hann fái þá úrlausn sem sóst er eftir hjá stefnda ÍBA eða á vettvangi stefnda ÍSÍ, sem eru réttir úrlausnaraðilar að kröfum hans. Leiðir þetta til frávísunar, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar í máli nr. 154/2002. Þegar af þeim ástæðum sem hér hafa verið raktar er óhjákvæmilegt að fallast á aðalkröfu stefndu og vísa máli þessu frá dómi. Með vísun til 2. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála ber að gera stefnanda að greiða stefndu málskostnað , sem ákveðinn er samtals 400.000 krónur . Með því að stefnandi hefur í engu útskýrt hvernig uppfyllt sé til fyrirliggjandi kröfugerðar skilyrði 18. gr. laga um meðferð ein kamála um óskipta aðild , sem stefndu hafa mótmælt, verður málskostnaður ekki ákveðinn eftir meginreglu 132. gr. einkamálalaga. V erður stefnanda því gert að greiða hvorum stefnda um sig 200.000 krónur í málskostnað . Kristrún Kristinsdóttir héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Máli þessu er vísað frá dómi. Stefnandi, Bocciafélag Akureyrar , greiði stefndu, Íþróttabandalagi Akureyrar og Íþrótta - og Ólympíusambandi Íslands , hvorum um sig 2 00.000 krónur í málskostnað. Kristrún Kristinsdóttir Rétt endurrit staðfestir: Héraðsdómur Reykjavíkur, dags. 10 .1 2 .2019 .