Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 14. janúar 2021 Mál nr. S - 7189/2020 : Lögreglustjórinn á höfuðborgars væðinu (Elín Hrafnsdóttir aðstoðarsaksóknari) g egn Sturl u Rúnar i Sigurðss yni ( Stefán Karl Kristjánsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag, er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 27. október 2020, á hendur Sturl u Rúnari Sigurðssyni, [...] , [...] , [...] , fyrir eftirtalin umferðarlagabrot , með því að hafa: 1. Mánudaginn 20. júlí 2020 ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti suður Snorrabraut í Reykjavík, við gat n amót Bústaðavegar. [...] 2. Laugardaginn 25. júlí 2020 ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti um Bíldshöfða í Reykja vík, við Bílasölur.is. [...] Teljast brot í báðum liðum varða við 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar . Verjandi ákærða krefst vægustu refsingar sem lög leyfa . Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. 2 Ákærði hefur skýlaust játað brot sín. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði er fæddur í [...] . S amkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 20 . október 2020, gekkst ákærði undir lögreglustjórasátt 18. febrúar 2016 vegna aksturs sviptur ökurétti og aftur 24. apríl 2017 vegna samskonar brota. Þá var ákærði dæmdur í þrjátíu daga fangelsi með dómi 29. júní 2020 fyrir að aka sviptur ökurétti. Sakaferill ákærða kemur ekki til skoðunar að öðru leyti. Við ákvörðun refsingar verður því við það miðað að ákærði hafi nú í fjórða sinn innan ítrekunartíma í skilningi 71. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, unnið sér til refsingar fyrir að aka sviptur ökurétti . Með hliðsjón af sakarefni þessa máls dómvenju og 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 90 daga. Verjandi ákærða fór ekki fram á málsvarnarþóknun og anna n sakarkostnað leiddi ekki af meðferð málsins. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Kristín Einarsdóttir saksóknarfulltrú i fyrir Elín u Hrafnsdótt u r aðstoðarsaksóknar a . Arna Sigurjónsdóttir, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Sturla Rúnar Sigurðsson , sæti fangelsi í 90 daga Arna Sigurjónsdóttir