Héraðsdómur Reykjavíkur Dómu r fimmtudaginn 26. mars 20 20 Mál nr. S - 5301/2019 : Ákæruvaldið ( Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir aðstoðarsaksóknari ) g egn X ( Unnsteinn Örn Elvarsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 3. mars sl., er höfðað með ákæru útgefinni af héraðssaksóknara 3. október 2019 á hendur X , fyrir nauðgun, frelsissviptingu og stórfellt brot í nánu sambandi, með því að hafa, föstudagskvöldið 29. júní og aðfaranótt laugardagsins 30. júní 2018, í og við bifreiðina ... , á ...vegi og á malarplani við veginn, móts við .. , skammt utan ... , ráðist að fyrrverandi kærustu sinni, A , , með ofbeldi, haft samræði og önnur kynferðismök við hana án hennar samþykkis með því að beita hana ofbeldi og hótunum og svipt hana frelsi í að minnsta kosti 2 4 klukkustundir, en ákærði X , meðal annars , sló A að minnsta kos ti einu sinni í andlitið, hótaði henni og fyrrverandi eiginmanni hennar ítrekað lífláti, greip og hélt í fatnað hennar og hendur, henti henni í og dró hana eftir jörðinni, tók hana ítrekað kverkataki og herti að þannig hún átti erfitt með andardrátt, þar a f þrýsti hann í eitt skipti að auki hnjám sínum í bringu hennar þar sem hún lá í jörðinni, ýtti henni og sparkaði í hana, þvingaði hana í tvígang inn í bifreiðina eftir hún reyndi að komast undan, hélt henni þannig hún komst ekki út úr bifreiðinni, klæddi hana úr buxunum, þvingaði fótleggi hennar í sundur, sleikti kynfæri hennar, lét hana hana hafa við sig munnmök, hafði samfarir við hana um leggöng og reyndi að setja getnaðarlim sinn í endaþarm hennar. Með þessari atlögu var lífi, heilsu og velferð A ógnað á alvarlegan, sársaukafullan og meiðandi hátt. Af þessu hlaut A rauð og æðasprungin augu og mar og/eða rispur víðs vegar um líkamann, einkum á hægri úlnlið og upphandlegg, vinstri þumli, vinstri fram - og upphandlegg og öxl og fótleggjum. 2 Er þetta talið va rða við 1. mgr. 194. gr., 1. mgr. , sbr. 2. mgr. , 218. gr. b, og 1. mgr. 226. gr. í almennum hegningarlögum nr. 19/1940 en til vara við 1. mgr. 194. gr., 2. mgr. 218. gr. og 1. mgr. 226. gr. sömu laga. E r þess krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Af hálfu brotaþola er gerð krafa um að ákærða verði gert að greiða henni miskabætur að fjárhæð 2.500.000 kr ónur . Gerð er krafa um vexti samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 30. júní 2018 til greiðsludags af framangreindri fjárhæð. Ef greitt er síðar en 2. nóvember 2018 er gerð krafa um dráttarvexti, samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. , laga nr. 38/2001, frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist þóknunar til handa réttargæslumanni vegna réttargæslustarfa . Samkvæmt skýrslu lögreglu frá sunnudeginum 1. júlí 2018 hafði félagsmálafulltrúi á ... símleiðis samband við lögregluna á ... og tilkynnti að brotaþoli hefði haft samband og óskað aðstoðar hennar. Væri félagsmálafulltrúinn á leið að heimili brotaþola. H afi félagsmálastjóra skilist að fyrrverandi kærasti hefði lagt hendur á brotaþola. Í skýrslu lögreglu kemur fram að orðið hafi að ráði á milli félagsmálafulltrúa og lögreglu að félagsmálafulltrúinn færi og ræddi við brotaþola . Eftir komu félagsmálafulltrúa á heimili brotaþola hafi lögregla aftur haft samband símleiðis við félagsmálafulltrúann. Þá hafi komið fram hjá brotaþola að ákærði hefði ráðist á hana . Hafi lögregla rætt við brotaþola í síma og hún greint frá því að ákærði hefði ráðist á hana og veitt h enni áverka. Einnig hafi komið fram að ákærði hefði nauðgað brotaþola. Hafi brotaþoli lýst því að atvik hefðu átt sér stað í bifreið er ákærði hefði haft til umráða. Fram kom að brotaþoli vildi kæra atvikið til lögreglu. Í skýrslu lögreglu kemur fram að br otaþoli hafi verið flutt á lögreglustöð þar sem hún hafi veitt frekari upplýsingar um atvik, þ. á m. um þá bifreið er ákærði hefði haft til umráða. Hafi lögregla á ... í kjölfarið haft samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu sem farið hafi að heimili á kærða og handtekið hann. Þá hafi bifreið sú er ákærði hafði til umráða verið færð til tæknideildar lögreglu. Tekin hafi verið frambu r ðarskýrsla af ákærða og hann látinn undirgangast réttarlæknisfræðilega skoðun. Fram kemur að lögregla hafi farið að heimili brotaþola og lagt hald á fatnað er hún klæddist nóttina áður. Brotaþoli hafi vísað lögreglu á vettvang hins ætlaða brots. Um hafi verið að ræða malarplan neðan við ...veg nr. ... á móts við ... . Svæðið sé skógi vaxið og sjáist ekki 3 inn á malarplanið frá ...vegi . Fram kemur að brotaþoli hafi verið flutt á ... þar sem heilbrigðisstarfsmaður hafi framkvæmt réttarlæknisfræðilega skoðun. Samkvæmt frumskýrslu lögreglu er atvikið sagt hafa átt sér stað frá kl. 22 : 00 föstudags kvöldið 29. júní 2018 til 04.00 aðfar anótt laugardagsins 30. júní 2018. Á meðal gagna málsins er lögregluskýrsla frá 16. júlí 2018 sem er uppritun af hlustun á hljóðupptöku úr farsíma ákærða. Fram kemur að ákærði hafi heimilað lögreglu hlustun og afritun á símanum. Samkvæmt skýrslunni hring ir ákærði í vin sinn 28. júní 2018 kl. 10 : 12 og segist hafa ákveðið að taka smá bíltúr því annars myndi hann . Hann a þetta fífl. Hann eigi eftir að fara brosandi í fangelsi fyrir að myrða þetta , kl. 20 : 32 , talar ákærði aftur í síma við þennan vin sinn og segist ákærð i bara vera með konuna í bílnum. Þau séu að aka um og séu að fara í ... eða eitthvað. Aðfaranótt laugardagsins 30. júní 2018 , kl. 04 : 42 , hringir ákærði í hjálparsíma Rauða krossins. Ræðir ákærði mál sín og brotaþola og segir að brotaþoli hafi slegið hann um daginn og hafi ákærði slegið í gegnum hurð. Hafi það verið betra en að slá brotaþola. Þá ræðir ákærði um fyrrverandi eiginmann brotaþola og er pirraður út í hann. Talar hann um að hennar fyrrverandi hafi farið illa með brotaþola, haldið fram hjá henni og nauðga ð hen ni en samt vilji hún alltaf fara til baka til hans . Sé ákærði reiður yfir því að þurfa að eiga við þetta aftur og aftur. Sama dag , kl. 04 : 56 , hringir ákærði í vin sinn og segir : Shit Ég bara snappað Ákærði segir að hann hafi farið með brotaþola að skoða einhverja fossa en síðan hafi hennar fyrrverandi ekki getað passað börnin þannig að hann hafi þurft að aka brotaþola heim. Ákærði hafi þurft að bíða lengi eftir brotaþola á meðan hún eldaði fyrir s inn fyrrverandi og þ etta hafi endað með því að ákærði hafi brotaþola. Hafi ákærði og hún átt þetta skilið . Sé ákærði á leiðinni að austan. Hann haldi að það sjáist ekkert á brotaþola þannig að hann haldi að hann sé alveg góður . Sama dag , kl. 10 : 41 , ræða ákærði og brotaþoli saman í síma. Sakar brotaþoli ákærða um að vera ofbeldisfullur og segir að hann hafi farið yfir strikið. Hún hafi sagst þurfa að fara heim til barnan n a sinna en þá hafi ákærði farið að öskra á hana og e kið með hana sem leið hafi legið til ... . Ákærði og brotaþoli ræða um fyrrverandi eiginmann brotaþola og segist ákærði ekki vilja vera í öðru sæti. Brotaþoli segir við 4 ákærða að hún hafi ekki beðið hann að koma austur, heldur hafi hann viljað koma og ákærð i jánkar því . Brotaþoli svarar því til að hún hafi sagt honum að koma ekki. Sama dag , kl. 13 : 30 , les ákærði skilaboð inn á talhólf í síma brotaþola. Segist ákærði elska hana svo mikið og hann biðjist fyrirgefningar. Sama dag , kl. 16 : 45 , hringir ákærði í vi n sinn og segist óvart hafa lamið konuna sína. Brotaþoli hafi öskrað á ákærða og slegið hann og hann orðið svo pirraður að hann hafi slegið brotaþola utan undir og hafi brotaþoli bitið ákærða. Hafi ákærði slegið hana aftur og hent henni í jörðina , haldið höndum hennar og sagt henni að slaka á. Ákærði á símtal við brotaþola þennan dag kl. 15 : 59 þar sem hann margbiðst fyrirgefningar á hegðun sinni. Á meðal gagna málsins eru ljósmyndir teknar af brotaþola við læknisskoðun á ... 30. júní 2018. Þá er á meðal gagna málsins skýrsla um réttarlæknisfræðilega skoðun á brotaþola. Samkvæmt skýrslunni fór skoðunin fram laugardaginn 30. júní 2018 , kl. 20 : 20. Í frásögn brotaþola kemur fram að ákærði hafi óskað eftir því að brotaþoli hitti hann persónulega að kv öldi föstudagsins 29. júní 2018. Þau hafi verið búin að vera í ástarsambandi en brotaþoli reynt að slíta sambandinu. Hafi þau hist í bíl ákærða. Þau hafi ekið um og brotaþoli síðan viljað fara heim. Þá hafi ákærði ráðist á brotaþola og farið með hana út í skóg fyrir utan ... og haldið þar ofbeldinu áfram. Hafi ákærði gripið hana, lagst ofan á hana, tekið hana kverkataki og sett hnén yfir bringu hennar . Hafi hann fjórum sinnum reynt að taka hana hálstaki en brotaþoli hafi getað barist um og varið sig. Á kærði hafi haft samræði við brotaþola um leggöng gegn vilja hennar og reynt að þvinga hana til endaþarmsmaka og munnmaka. Hafi hann stungið fingri í leggöng og káfað á brjóstum, kynfærum og rassi brotaþola. Á kærði hafi haft sáðlát. Um ástand við skoðun kemur fr am að brotaþoli virðist í ágætu jafnvægi og að hún gefi góða sögu. Við skoðun á kynfærum skjálfi brotaþoli og kvarti um hroll. Um áverka kemur fram að brotaþoli sé með marbletti og rispur á hægri úlnlið og hægri upphandlegg. Þá sé brotaþoli með mar á vinst ri þumli, vinstri framhandlegg, vinstri upphandlegg og vinstri öxl. Bæði augu séu mjög æðasprungin. Mar sé á vinstri fótlegg neðan hnéskeljar. Eymsli séu á hægri sköflungi og geti mar átt eftir að koma þar fram. Í niðurstöðu kemur fram að mar á víð og drei f , sérstaklega um efri hluta líkamans, báðum handleggjum og vinstri öxl bendi til þess að brotaþola hafi verið haldið með afli. Rauða í báðum augum og þau æðasprungin samrýmist því að þrengt hafi ver i ð að öndunarvegi. Ekki sé sjáanlegt mar á hálsi. Marblet tir á fótleggjum samrýmist því að brotaþoli hafi barist um og reynt að verja sig. Kynfæri líti eðlilega út. 5 Á meðal gagna málsins er réttarlæknisfræðileg skoðun á ákærða. Fór skoðunin fram laugardaginn 30. júní 2018 kl. 20 : 05. Þá kemur fram að bifreið sú er ákærði var á hafi verið rannsökuð með tilliti til líf s ýna. Einnig voru teknar ljósmyndir af ákærða og úr umræddri bifreið. Samkvæmt þeim myndum er voru teknar má sjá skófar í hægra framsæti bifreiðarinnar eftir grófan og skítugan skósóla. S kófar eftir sams konar skítugan skó var einnig á hurð og í hurðarfalsi. Eins voru skóför framan við farþegasæti eftir sömu skó, sem og annars konar skó. Við skoðun á ákærða kom fram að ákærði væri með tvö klórför , um 3 cm löng , vinstra megin á kinn og niður að skeggi. Vinstra megin á hálsi væri rautt merki , um 2 cm sinnum 0,5 cm. Á hægra handarbaki væri bitmerki og bólga þar undir. Á úlnlið um væru klórmerki , um 0,5 cm löng. Sálfræðingur hefur ritað vottorð um sálfræðiþjónustu vegna brotaþola. Fram kemur að sálfræðingn um hafi borist tilvísun frá ljósmóður 2. júlí 2018 en brotaþoli hafi komið til ljósmóðurinnar í kjölfar ofbeldis . Fram kemur að sálfræðingurinn hafi hringt samdægurs í brotaþola og boðið henni að koma í inntökuviðtal 17. júlí 2018. Hafi brotaþoli þegið það . Hún hafi hins vegar ekki komið þann dag þar sem hún hafi þá verið stödd í Reykjavík. Hafi sálfræðingurinn verið í símasamband i við brotaþola í ágúst og september 2018. Illa hafi gengið að koma á viðtali þar sem brotaþoli hafi verið mikið í Reykjavík. Í s eptember hafi brotaþoli spurt um þunglyndislyf vegna mikillar vanlíðanar . Í desember 2018 hafi félagsþjónustan haft samband til að kanna hvort hægt væri að fá annað viðtal bókað fyrir brotaþola og h afi brotaþoli mætt í viðtal 20. desember 2018. Í vottorðin u kemur fram að sjá hafi mátt mikla vanlíðan í viðtalinu og brotaþoli hafi grátið mikið. Fram kemur að brotaþoli hafi lýst því að ákærði hefði beitt hana alvarlegu kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi sem hafi verið ástæða fyrir tilvísun í sálfræðiþjónustu. Ljóst sé að brotaþoli hafi glímt við mikla vanlíðan í kjölfar líkamlegs og kynferðislegs ofbeldis af hálfu ákærða og eftir langvarandi andlegt ofbeldi af hans hálfu. Brotaþoli hafi lýst því að hún væri brotin og óörugg og æ tti erfitt með að treysta fólki. Hún reyni að halda friðinn, forðast átök , og e fist um sjálfa sig. Eftir viðtalið 20. desember 2018 hafi gengið illa að bóka annað viðtal. Brotaþoli hafi mætt í viðtal 13. febrúar 2019 og þá lýst andlegu og líkamlegu ofbeldi af hálfu ákærða í millitíðinni. 6 Ákærði hefur skýrt svo frá atvikum að þau brotaþoli hafi átt í sambandi í um tvö ár. Þau hafi byrjað samband sitt í lok árs 2017, en þau hafi kynnst í gegnum Facebook. Sambandið hafi stundum verið stormasamt og þau hafi af og til slitið því þar sem ýmsir erfiðleikar hafi verið , t.d. tengdir tungumálaerfiðleikum. Hafi brotaþoli átt erfitt með að treysta fólki. Ákærði hafi farið frá Reykjavík austur á land föstudaginn 29. júní 2018 til að hitta brotaþola. Þessum degi hafi þau varið saman. Þau hafi ekið um fyrir austan og m.a. skoðað fossa og dagurinn hafi verið góður. Þau hafi haft kynmök í bifreiðinni um daginn. Á kærði hafi talið að brotaþoli ætlaði að koma með sér í bæinn í framhaldi, það hafi þau eitthvað verið búin að ræða um. Ósætti hafi komið upp milli þeirra vegna fyrrverandi eiginmanns brotaþola. Sú þræta hafi endað með rifrildi ákærða og brotaþola. Hafi ákærði átt erfitt með að sætta sig við að fyrrverandi eiginmaður brotaþola væri kominn inn í líf hennar á nýjan leik. B rotaþoli hafi síðan þurft að fara heim til sín að elda mat fyrir fyrrverandi eiginmann sinn, sem hafi verið heima hjá börnum þeirra . Hafi brotaþoli búið þar ásamt börnum sínum í húsnæði er fyrrverandi eiginmaðurinn átti . Að þessu loknu hafi brotaþoli komið til baka í bifreið ákærð a. Þau hafi ekið áfram um og m.a. stansað á veitingastað og borðað. Þau hafi stansað á mörgum stöðum þetta kvöld. Af og til hafi þau verið að kyssast og knúsast og þetta kvöld hafi þau einnig haft kynmök í aftursæti bifreið arinnar . Um venjulegar samfarir h afi verið að ræða með forleik. Þetta hafi ekki verið munnmök og ákærði hafi ekki stungið fingri í leggöng brotaþola. Ákærði kvaðst hafa fengið sáðlát við samfarirnar , sem hefðu verið með vilja beggja. Um tvö eða þrjú um nóttina hafi þau ætlað heim , en þett a hafi endað me ð því að brotaþoli hafi slegið til ákærða á meðan hann var að aka bifreiðinni. Ákærði hafi brugðist þannig við að hann hafi slegið frá sér og höndin komið í kinn brotaþola . Brotaþoli hafi þá brjálast og bitið í hönd ákærða. Ákærði hafi slegið aftur til brotaþola og m ikið rifrildi hafi þá farið af stað á milli þeirra. Hafi þau bæði verið grátandi. Ákærði hafi stöðvað bifreiðina rétt fyrir utan ... . Brotaþoli hafi farið út úr bifreiðinni og ákærði fylgt á eftir og þau svo fari ð aftur inn í bifreiðina. Þetta hafi gerst nokkrum sinnum. Inni í bifreiðinni kvaðst ákærði hafa gripið um h önd brotaþola svo að hún slægi hann ekki aftur . Hann hafi svo gripið um báða úlnliði brotaþola. Þau hafi aftur getað talað saman og málin sjatlast o g ákærði ekið brotaþola heim. Ákærði hafi síðan ekið rakleitt til Reykjavíkur um nóttina. Hafi hann m.a. hringt í vin sinn á leiðinni. Eins hafi hann hringt í brotaþola til að biðjast afsökunar á hegðun sinni . Hafi hann viljað upplýsa allt um málið og láti ð lögreglu vita 7 af því samtali. Sé uppritun á því samtali á meðal gagna málsins. Þau hafi slitið sambandinu eftir þetta en tekið það upp aftur síðar. Fyrir þetta atvik hafi ekkert alvarlegt komið upp í sambandi ákærða og brotaþola. Einhverju sinni hafi ákæ rði þó slegið í gegnum hurð. Á kærða hafi stundum fundist eins og brotaþoli væri að misnota hann . Hún hafi fengið pening a frá ákærða og látið fyrrverandi eiginmann sinn fá þá . Ákærði kvaðst eftir þetta atvik ekki hafa beitt brotaþola neinu ofbeldi og ekki h afa beitt hana því ofbeldi er hann væri sakaður um. Hann kvaðst ekki vi t a ástæður þess að brotaþoli hefði verið með rispur á fótleggjum. Þær kynnu að hafa komið við klifur yfir daginn er þau voru að skoða fossa. Ákærði kva ð st hafa verið meira og minna í samb a ndi með brotaþola eftir að hún flutt ist til Reykjavíkur. Hann ætlaði að enda sambandið núna því brotaþoli væri ekki tilbúin að draga kæru sína á hendur ákærða til baka. Hún væri ólétt núna eftir ákærða. Brotaþoli hefur lýst atvikum þannig að þau ákærði hafi fyrst hist á ... í mars 2018. Í upphafi hafi allt gengið vel í sambandi þeirra og ákærði verið góður við brotaþola og börn hennar. Um tveim vikum eftir að þau byrjuðu saman hafi brotaþoli verið með ákærða í íbúð á ... . Hafi ákærði verið þar ta lsverðan tíma áður en hann fór aftur suður til Reykjavíkur. Hafi ákærði öðru hvoru þurft að vera í Reykjavík vegna atvinnuleysisbóta sem hann hafi þegið. Í sambandinu hafi komið fyrir að þau rifust en ákærði hafi verið öfundsjúkur vegna sambands brotaþola við fyrrverandi eiginmann sinn . Hafi hann m.a. talið að brotaþoli væri að halda framhjá sér . Í einu slíku rifrildi hafi ákærði slegið í gegnum hurð á heimili brotaþola og þá hafi þau hætt saman. Ákærði hafi séð eftir þessu og reynt að bæta fyrir skaðann. F yrrverandi eiginmaður brotaþola hafi átt húsnæðið sem brotaþoli bjó í. Hafi hann krafist þess að ákærði lagfærði hurðina , ellegar yrði brotaþola vísað út úr húsnæðinu. Nokkru eftir þetta hafi brotaþoli og ákærði byrjað aftur saman. Á kærði hafi komið austur með nýja hurð, en ekki sett hana í , og farið suður aftur. Síðar hafi brotaþoli sagt ákærða að hann gæti ekki komið nema hann lagfærði hurðina. Ákærði hafi viljað koma og brotaþoli spurt fyrrverandi eiginmann sinn hvort það væri í lagi. Hann h afi þver tekið fyrir það að ákærði kæmi inn á heimilið. Ákærði hafi þrátt fyrir þetta komið austur og brotaþoli leyft honum að dvelja eina nótt í íbúðinni án þess að fyrrverandi eiginmaður brotaþola fengi vitneskju um það. B rotaþoli hafi síðan spurt fyrrver andi eiginmann sinn hvort það væri í lagi að ákærði svæfi í sófanum í stofunni en þ að hafi ekki gengið. Ákærði hafi farið og verið á bíl. H ann hafi komið aftur og aftur að húsi brotaþola en hún ekki 8 viljað að hann kæmi. Á þessum tímapunkti hafi brotaþoli v erið hætt með ákærða og ekki viljað að hann kæmi til ... þessa helgi. Samskiptin við ákærða hafi verið erfið föstudaginn 30. júní 2018. Hann hafi hringt og sagt að hann væri til í að fara suður ef brotaþoli kæmi til að ræða við hann. Hafi hann viljað að þa u ræddu saman í bifreið ákærða og brotaþoli hafi látið til leiðast. Klukkan hafi þá sennilega verið um 18 : 00. Áður en brotaþoli fór með ákærða hafi hún verið búin að útbúa kvöldmat fyrir börn sín. Ákærði hafi ekið af stað og til ... og boðið brotaþola að b orða. Hann hafi sagt að eftir matinn myndi hann aka brotaþola heim. Er þau hafi verið að koma til ... hafi ákærði hins vegar ekið til ... . Hafi brotaþoli þá sagt að hún vildi fara heim en ákærði sagt að hann vildi ekki láta hana fara heim til fyrrverandi e iginmanns síns. Þá hafi ákærði sagt að þau myndu bæði deyja , hann ætlaði að brotaþoli fengi að hitta börn sín. Hafi brotaþoli reynt að útskýra að hún væri ekki í neinu sambandi með fyrrverandi eiginmanni sínum og sagt að ákærði hegðaði sér kjánalega. Hann hafi þá slegið brotaþola í höfuðið og tekið hana kverkataki. Hafi hann sagt að hann ætlaði að skilja hana eftir úti í óbyggðum og taka síma hennar og klæðnað . E f brotaþoli færi frá ákærða myndi hún deyja. Henni h afi liðið mjög illa í þessum aðstæðum og óttast um líf sitt en ekki getað farið út úr bifreiðinni því að hún hafi verið á ferð. Hafi klukkan sennilega verið um 21 : 00 þegar þarna var komið. Til að halda ákærða góðum hafi brotaþoli sagt að hún myndi ekki far a frá honum og á kærði hafi þá snúið bifreiðinni við. Þegar ákærði hafi verið kominn í námunda við ... hafi hann beygt út af veginum og ekið eftir malarslóða að trjálundi. Þar hafi ákærði stöðvað bifreiðina. Hafi brotaþoli þá sagt að hún vildi fara heim en ákærði hafi læst bifreiðinni og gripið hana kverkataki. Brotaþoli hafi skriðið aftur í aftursæti bifreiðarinnar og þá hafi ákærði ýtt henni ofan í sætið . Hafi brotaþoli öskrað en ákærði viljað að hún þagnaði og hafi hann farið úr ökumannssæti bifreiðarinna r og inn í bifreiðina að aftan. Hafi brotaþoli opnað bifreiðina og náð að komast út og hlaupa af stað en ákærði náð henni. Á kærði hafi svo hent brotaþola í jörðina, tekið hana kverkataki og sett hné í bringu hennar . B rotaþoli hafi reynt að berjast á móti, en ekki getað það þar sem ákærði hafi haldið henni fast með báðum höndum. Hún hafi reynt að sparka í ákærða og komast á fætur , náð í sand og hent í andlit hans . Hún hafi ekki getað klórað ákærða í framan þar sem hann sé með svo lan ga handleggi. Á kærði hafi sparkað í bak brotaþola og búk er hún reyndi að flýja eftir að hafa hent sandinum í andlit hans . Ákærði hafi komið aftan að brotaþola og sett hendur yfir brjóstkassa 9 hennar og þrýst að svo að hún hafi ekki getað hreyft sig. Hafi á kærði síðan neytt brotaþola á ný inn í bílinn og þvingað hana inn en hún hafi reynt að halda í hurðarkarm bifreiðarinnar og barist á móti. Við þetta hafi hún meiðst á fingri. Ákærði hafi náð brotaþola inn í bifreiðina og slegið hana í andlitið og eins hafi hann gripið um háls hennar og haldið henni fastri. Þegar brotaþoli hafi sagt að hún vildi heim hafi ákærði meitt hana . Hún hafi reynt að róa ákærða og það tekist og hafi hún þá reynt að komast út en ákærði aftur ráðist á hana , rifið hana úr buxum og sagt að hann ætlaði að hafa samfarir við hana . Hafi ákærði sleikt kynfæri brotaþola og sett fingur inn í kynfæri hennar . Einnig hafi hann sett lim sinn í leggöng hennar . Hafi hann sagt að enginn annar fengi að gera þetta við brotaþola. Hann hafi reynt að koma g etnaðarlim sínum inn í endaþarm brotaþola en það ekki tekist. Samræðið hafi ekki verið með samþykki brotaþola , heldur hafi hún sagt ákærða að hún vildi þetta ekki og streist á móti. Ákærða hafi síðan orðið sáðlát. Brotaþola hafi liðið hræðilega á meðan á þ essu stóð og talið að hún myndi deyja. Ákærði hafi orðið þreyttur og verið við það að sofna og hafi brotaþoli beðið um að fá buxur sínar og í framhaldi tekist að flýja úr bifreiðinni. Ákærði hafi elt hana en ekki náð henni þar sem hann hafi átt erfitt með að komast í buxurnar. Ákærði hafi síðan farið til baka að bifreiðinni en brotaþoli hafi hlaupið upp á veg og með fram veginum. Ákærði hafi komið á eftir á bifreiðinni og sag s t myndu aka brotaþola heim. Brotaþola hafi tekist að stytta sér leið heim og þannig komist undan ákærða þar sem hann hafi ekki getað elt hana á bifreiðinni. Ákærði hafi hringt og sagt að hann elskaði brotaþola og að hann myndi hringja úr Reykjavík. Hún hafi komist heim til sín og verið komin þangað á mil li kl. fjögur og fimm um nóttina. Hún hafi bankað á dyr heima hjá sér en fyrrverandi eiginmaður inn ekki opnað fyrir henni svo að hún hafi orðið að klifra inn um glugga. Hafi hún tjáð fyrrverandi eiginmanni sínum hvað hefði gerst og hann sagt að þetta væri henni sjálfri að kenna. H ún hafi síðan farið í sturtu. Fyrrverandi eiginmaður hennar hafi sagt henni að segja engum frá þessu og hafa ekki samband við lögregluna. Brotaþoli kvaðst hafa sent sms - skilaboð til félagsmálafulltrúa í bænum, hún hafi óttast að ei tthvað meira kæmi fyrir. Hafi hún beðið félagsmálafulltrúann að hringja ekki á lögregluna því ákærði hefði sagt að hann myndi drepa hana ef hún segði frá þessu. Nokkru síðar hafi félagsmálafulltrúinn komið heim til brotaþola og einnig lögregla. Hafi fyrrve randi eiginmaður brotaþola orðið mjög reiður og sagt þetta hræða börnin. B rotaþoli hafi farið með lögreglu á lögre g lustöð og í framhaldi hafi hún farið í rannsókn. Brotaþoli kvaðst hafa farið að 10 glíma við þunglyndi eftir þetta atvik , sér hefði liðið mjög i lla bæði andlega og líkamlega. Væri líðanin ekki orðin góð enn þann dag í dag. Hafi brotaþoli orðið að fara frá ... eftir þetta atvik og um tíma dvalið í Kvennaathvarfinu. Eftir veru þar hafi hún leigt herbergi í höfuðborginni. Ákærði hafi frétt af veru br otaþola þar og farið að venja komur sínar þangað. Hafi ákærði hótað því að brjóta hurð að íbúðinni ef brotaþoli opnaði ekki. Hún hafi ekki átt annars kostar völ en opna fyrir honum. Þá hafi ákærði hótað því að senda einhvern til að lemja brotaþola ef hún vildi ekki hitta hann. Hafi brotaþoli farið með ákærða í kvikmyndahús og út að borða. Ef hún hefði ekki orðið við því hefði eitthva ð getað gerst. Af ótta við ákærða hafi hún gert það sem hann hafi viljað. Þá hafi spilað inn í ótti við félagsþjónustuna , en ástandið hefði getað leitt til þess að brotaþoli missti börn sín frá sér. Hafi ákærði reynt að fá brotaþola til að byrja aftur með sér en hún kveðst ekki hafa tekið upp samband við ákærða á nýjan leik. Síðar hafi brotaþoli flutt aftur til ... . Á árinu 2019 hafi ákærði beitt brotaþola líkamlegu ofbeldi og hafi hún beint kæru til lögreglu vegna þess. Félagsmálafulltrúi kvaðst hafa kynnst brotaþola á ... vegna b arnaverndarmála. Helgina 30. júní 2018 hafi brotaþoli sent félagsmálafulltrúan um sms - skilaboð og lýst því hvernig hún hefði orðið fyrir líkamlegu ofbeldi. Kvaðst félagsmálafulltrúinn hafa farið heim til brotaþola og í kjölfarið haft símleiðis samband við l ögreglu. Lögreglumaður hafi spurt hvort um kynferðislegt ofbeldi hefði verið að ræða og brotaþoli svarað því játandi. Lögreglumenn hafi þá komið og sótt brotaþola. Að beiðni brotaþola hafi félagsmálafulltrúinn farið með brotaþola á lögreglustöðina. Einnig hafi félagsmálafulltrúinn farið með hana á sjúkrastofnun þar sem framkvæmd hafi verið réttarlæknisfræðileg skoðun. Hafi félagsmálafulltrúinn beðið frammi á meðan. Þaðan hafi brotaþoli farið á lögreglustöð til skýrslugjafar en þá hafi féla g smálafulltrúinn f arið til síns heima. Brotaþola hafi liðið mjög illa þennan dag. Hafi hún verið óörugg og stressuð og í mikilli geðshræringu og strax viljað leggja fram kæru. Hafi brotaþoli sagt að hún hefði verið að slíta sambandinu við ákærða. Félagsmálafulltrúinn kvaðst hafa varðveitt sms - skilaboðin frá brotaþola og eiga þau í síma sínum. Ljósmóðir sem framkvæmdi réttarlæknisfræðilega skoðun á brotaþola kom fyrir dóminn og gerði grein fyrir rannsókninni. Kvað hún áverka þá er brotaþoli hefði verið með ekki hafa samrýmst því að hún hefði stundað venjulegt kynlíf. Hafi brotaþoli verið trúverðug í frásögn sinni og frásögn in samrýmst þeim áverkum sem brotaþoli hafi greinst með. Áverkarnir hafi virst nýlegir. A ugu hafi verið rauðsprungin, og það 11 hafi verið óeðlilegt. Læknir hafi ekki komið að skoðuninni þar sem enginn læknir hafi verið á svæðinu. Læknir sem framkvæmdi réttarlæknisfræðilega skoðun á ákærða kom fyrir dóminn og greindi frá helstu niðurstöðum. Áv erkar á ákærða hafi verið nýlegir og engar skýringar komið fram á þeim. Sálfræðingur er ritaði vottorð vegna brotaþola greindi frá helstu niðurstöðum. Greinileg áfallastreitueinkenni hafi komið í ljós í þeim viðtölum sem sálfræðingurinn hafi átt við brot aþola. Hafi brotaþoli verið í mikilli meðferðarþörf. Mjög eðlilegt væri í ofbeldissambandi að viðkomandi hitti áfram geranda. Brotaþoli hafi ekki haft neitt stuðningsnet hér á landi. Lögreglumenn sem unnu að rannsókn málsins staðfestu þátt sinn í rannsókninni. Lýsti lögreglumaður sem kom að heimili brotaþola því að brotaþoli hefði verið niðurbrotin og ekki treyst sér á lögreglustöð nema í fylgd félagsmálafulltrúa. Hún hafi verið í miklu uppnámi og hrædd. Foreldrar ákærða lýstu því að brotaþoli hefði umgengist ákærða talsvert eftir atvikið og m.a. leitað til þeirra með aðstoð við barnapössun. Niðurstaða: Ákærða er gefin að sök nauðgun, frelsissvipting og stórfellt brot í nánu sambandi. Í ákæru er miðað við að ákærði hafi ráðist á brotaþola með ofbeldi og haft við hana samræði og önnur kynferðismök án samþykkis hennar með því að beita hana ofbeldi og hótunum , og að hafa svipt hana frelsi sínu í að minnsta kosti tvær til fjórar klukkustundir. Er ákærða m.a. gefið að sök að hafa slegið brotaþola, hótað henni og fyrrverandi eiginmanni hennar lífláti, afklætt hana , tekið hana ítrekað kverkataki, þrýst hnjám í bringu hennar , sparkað í hana, klætt hana úr buxum, sleikt kynfæri hennar , látið hana hafa v ið sig munnmök, haft samfarir við hana um leggöng og reynt að koma getnaðarlim sínum í endaþarm hennar . Er háttsemin talin varða við 1. mgr. 194. gr., 1. mgr. , sbr. 2. mgr. , 218. gr. b og 1. mgr. 226. gr. í almennum hegningarlögum nr. 19/1940 , en til vara við 1. mgr. 194. gr., 2. mgr. 218. gr. og 1. mgr. 226. gr. sömu laga. Ákærði neitar sök. Hefur hann viðurkennt að hafa slegið til brotaþola þannig að hönd hafi komið í höfuð hennar . Þá hefur hann lýst því að hann hafi haldið um hendur brotaþola til að ver jast árás he nna r . Einhverjir áverkar hafi getað komið af þessu . Að 12 öðru leyti hafi ákærði ekki valdið brotaþola áverkum samkvæmt ákæru. Ákærði kveður sig og brotaþola hafa haft samræði þennan dag og hafi samræðið verið með samþykki beggja. Brotaþoli hef ur lýst atvikum í ítarlegum skýrslum hjá lögreglu og hér fyrir dómi. Er samræmi á milli þessara framburða um aðalatriði málsins. Að mati dómsins hefur brotaþoli verið trúverðug í frásögn sinni. Samrýmist frásögn hennar þeim áverkum er læknisskoðun hefur le itt í ljós. Þá sækir framburður hennar stoð í önnur gögn málsins , eins og uppritun símtala er ákærði átti við vin sinn og brota þ ola eftir atvik . Brotaþoli lýsti því hér fyrir dómi að ákærði hefði ekki þvingað hana til munnmaka við sig . Væri ákæran ekki rétt að því leyti. Ákærði er hins vegar ekki trúverðugur að mati dómsins. Hann hefur frá upphafi gert lítið úr þessu atviki en það samrýmist ekki gögnum málsins. Þannig ber uppritun á símtali ákærða við vin sinn eftir atvikið með sér að ákærði hefur gengið harkalega fram gagnvart brotaþola þessa nótt. Lýsir símtalið verulegu ofbeldi. Þá var á kærði sjálfur með nokkra áverka eftir atvikið. Samrýmist það því að brotaþoli hafi verið að verjast ákærða því klór í andlit og bitför á hendi eru d æmigerðir varnar áverkar. Til þess er að líta að brotaþoli er smágerð. Hún var með nýlega áverka víðs vegar um líkamann eftir árásina , e inkum á handleggjum, öxl og fótleggjum. Samrýmist það frásögn brotaþola um það þegar hún reyndi að flýja frá ákærða, en á kærða tókst að handsama hana aftur og fella hana í jörðina. Ákærði kvað ekkert slíkt hafa gerst. Þá var brotaþoli með rauðspr ungin augu, sem gefur vísbendingar um að hún hafi verið beitt kverkataki, svo sem hún sjálf hefur staðhæft. Uppritun á símtali ákær ða við vin sinn og við brotaþola leiðir einnig í ljós að ákærði var mjög öfundsjúkur í garð fyrrverandi eiginmanns brotaþola. Lýsti hann því ítrekað hvernig hann ætlaði að myrða brotaþola og fyrrverandi eiginmann hennar . Mikil reiði var því af hálfu ákærða í garð fyrrverandi eiginmanns brotaþola og í garð hennar fyrir að slíta ekki sambandinu við fyrrverandi eiginmann sinn. Úr öllu þessu hefur ákærði gert lítið, og eykur það á ótrúverðugleika hans. Þá er til þess að líta að brotaþoli kallaði strax eftir aðstoð eftir að heim var komið og vildi leggja fram kæru á hendur ákærða . Félagsmálafulltrúi sem kom á heimili brotaþola, sem og lögreglumaður er þangað kom, báru bæði um að brotaþoli hefði átt erfitt. Hafi hún verið í mikilli geðshræringu, verið í uppnámi og hrædd. Þá tengir 13 sálfræðingur sem tók viðtöl við brotaþola áfallastreitueinkenni hjá henni við þennan atburð. Þegar þessi atriði , sem hér að framan eru rakin, eru virt verður trúverðugur framburður brotaþola, sem stoð sækir í gögn málsins, lagður til grundvallar niðurstöðu. Að því gættu að ákærði verður ekki sakfelldur fyrir að hafa látið brotaþola hafa við sig munnmök v erður hann sakfelldur fyrir nauðgun og frelsissviptingu brotaþola, svo sem í ákæru greinir. Á milli ákærða og brotaþola og barna hen nar höfðu myndast töluvert náin tengsl. Höfðu þau verið í sambandi meira og minna í fjóra mánuði þegar þarna var komið. Þau höfðu rætt um að brotaþoli myndi flytja suður til ákærða. Um það eru brotaþoli og ákærði sammála. Viðbrögð ákærða við sambandi brota þola og fyrrverandi eiginman n s hennar höfðu leitt til þess að brotaþoli óttaðist ákærða. Var þar um ógnar - og óttaástand að ræða, sem hafði í för með sér andlegu þjáningu fyrir brotaþola og kúgun í hennar garð. Þegar þessi atriði eru virt er fullnægt skily rðum 218. gr. b í lögum nr. 19/1940 fyrir því að um stórfellt brot í nánu sambandi sé að ræða. Með hliðsjón af þessu verður ákærði sakfelldur samkvæmt ákæru og eru brotin rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Á kærði er fæddur í nóvember 1993. Sakaferill hans hefur ekki áhrif á ákvörðun refsingar. Ákærði hefur verið sakfelldur fyrir alvarlegt kynferðisbrot, frelsissviptingu og stórfellt brot í nánu sambandi. Á hann sér engar málsbætur. Með hliðsjón af 1., 2., 3., 6. og 7. tl. 1. mgr. 70. gr., sb r. 3. mgr. 70. gr. og b - og c - lið 195. gr. sömu laga er refsing ákærða ákveðin fangelsi í fjögur ár og sex mánuði. Af hálfu brotaþola er krafist miskabóta að fjárhæð 2. 5 00.000 krón ur auk vaxta. Í bótakröfunni er vísað til þess að ákærði hafi gerst sekur um ólögmæta meingerð gegn persónu brotaþola. Séu brot ákærða til þess fallin að valda brotaþola andlegri vanlíðan, auk þess sem líkamlegar afleiðingar hafi verið til staðar. Um bótagrundvöll er vísað til 26. gr. laga nr. 50/1993. Ákærði hefur með saknæmri og ólögmætri háttsemi sinni valdið brotaþola miskatjóni. Með vísan til brota ákærða, sem voru alvarleg , og þeirra afleiðinga sem þau hafa haft fyrir líf brotaþola, eru miskabætur hæfilega ákveðnar 2.000.000 króna. Um vexti fer sem í dómsorði greinir. Ákær ði greiði sakarkostnað samkvæmt yfirliti , málsvarnarlaun verjanda síns og þóknun réttargæslumanns brotaþola, sem nánar greinir í dómsorði. Við ákvörðun málsvarnarlauna og þóknunar réttargæslumanns hefur verið tekið tillit til 14 virðisaukaskatts. Að auki greiði ákærði útlagðan kostnað réttargæslumanns sem í dómsorði greinir , en um er að ræða flugfar og kostnað vegna bílaleigubíls . Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir aðstoðarsaksóknari. Símon Sigvaldason héraðsdómari kveður u pp þennan dóm. D ó m s o r ð : Ákærði, X , sæti fangelsi í fjögur ár og sex mánuði. Ákærði greiði A 2.000.000 krón a í miskabætur, ásamt vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001, frá 30. júní 2018 til 22. október 2019, en með dráttar vöxtum samkvæmt 1. m gr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði 2.045.727 krónur í sakarkostnað, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Unnsteins Arna r Elvarssonar lögmanns, 1.106.080 krónur , þóknun Magnús ar Jónsson ar lögmanns, 152.830 krónur , þóknun réttargæslumanns brotaþola , Evu Dísar Pálmadóttur lögmanns , 590.240 krónur , og útlagð an kostnað réttargæslumanns að fjárhæð 31 . 8 00 krónur . Símon Sigvaldason