Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 2 5 . mars 2020 Mál nr. S - 1380/2020 : Lögreglustjórinn á höfuðborgars væðinu ( Guðmundur Þórir Steinþórsson aðstoðarsaksóknari ) g egn Jón i Birki Jóns syni ( Guðmundur St. Ragnarsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag, er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 25. febrúar 2020, á hendur J ón i Birki Jónss yni, kt. [...] , [...] , [...] , fyrir fjársvik abrot, framin á árinu 2018 , með því að hafa: 1. Miðvikudaginn 12. september, svikið kr. 20.000 af A , [...] , með því að telja A trú um að ákærði myndi afhenda honum felgur, sem A hafði áður auglýst eftir, og þannig blekkt hann til að millifæra fjárhæðina á bankareikning nr. [...] , sem ákærði ráðstafaði í eigin þágu án þess að geta eða hafa getað afhent felgurnar. 2. Laugardaginn 24. nóvember, svikið kr. 35.000 af B , kt. [...] , með því að telja B trú um að ákærði myndi afhenda vél í bifreið, sem B hafði áð ur auglýst eftir, og þannig blekkt hann til að millifæra fjárhæðina á bankareikning nr. [...] í eigu C , kt. [...] , sem ákærði hafði aðgang að, og ráðstafaði í eigin þágu án þess að geta eða hafa getað afhent vélina. 3. Sunnudaginn 23. september, svikið kr. 25.000 af D , kt. [...] , með því að telja D trú um að ákærði myndi afhenda Iphone X síma, sem ákærði hafði áður auglýst til sölu á vefsíðunni Bland.is, og þannig blekkt hana til millifæra fjárhæðina á bankareikning nr. [...] , sem ákærði ráðstafaði í eigin þágu án þess að geta eða hafa getað afhent símann. 2 Telst framangreind háttsemi varða við 1. mgr. 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Vegna ákæruliðar nr. 2 gerir B , kt. [...] , kröfu um að ákærði greiði kr. 35.000, auk vaxta skv. 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá 24. nóvember 2018 þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar, en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga, frá þeim degi til greiðsludags. Verjandi ákærða krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og hæfilegrar þóknunar sér til handa. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð s akamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Ákærði hefur skýlaust játað brot sín. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum m álsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði er fæddur í [...] . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 19. febrúar 2020 , á ákærði að baki sakaferil sem nær aftur allt til ársins 2006 og hefur hann margoft verið dæmdur til refsingar fyrir auðgunarbrot . S íðast var hann dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir fjársvik með dómi sem kveðinn var upp þann 25. október 2019 . Brot þau sem ákærði er sakfelldur fyrir nú voru framin fyri r uppsögu ofangreinds dóms og verður ákærða því nú dæmdur hegningarauki í samræmi við 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með hliðsjón af framangreindu, sakarefni þessa máls, dómvenju og 77. gr. almennra hegningarlaga þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 2 mánuði . Af hálfu Erlends Arnar Ingvasonar er krafist skaðabóta samtals að fjárhæð 35.000 krónur auk vaxta og dráttarvaxta. Verður bótakrafan tekin til greina ásamt vöxtum eins og og nánar greinir í dómsorði. Ekki verður séð að bótakrafan hafi verið kynnt ákærða fyrr en við þingfestingu málsins í dag og reiknast því dráttarvextir frá því að mánuður er liðinn frá því tímamarki. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns , 316 . 200 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti . Engan sakarkostnað leiddi af meðferð málsins. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Kristín Jónsdóttir aðstoðarsaksóknari. Benedikt Smári Skúlason , aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn. 3 D Ó M S O R Ð: Ákærði, Jón Birkir Jónsson , sæti fangelsi í 2 mánuði. Ákærði greiði B, 35.000 krónur ásamt vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, frá 24. nóvember 2018 til 25. apríl 2020 , en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns , 316 . 2 00 krónur . Benedikt Smári Skúlason