Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 2 5 . september 2020 Mál nr. E - 989/2020 : A (Hrefna Björk Rafnsdóttir lögmaður) g egn íslenska ríkinu ( Óskar Thorarensen lögmaður ) M álsmeðferð og dómkröfur aðila M ál þetta höfðað i A 3. febrúar 2020 gegn íslenska ríkinu , Arnarhvoli, 101 Reykjavík , til heimtu skaðabóta og málskostnaðar. Málið var dómtekið 15. september 2020 eftir aðalmeðferð þess þann dag. Stefnandi krefst þess að stefndi verði dæmdu r til að greiða stefnanda skaðabætur að fjárhæð 1.500.000 krónur ásamt almennum vöxtum frá 24. september 2017 til 30. febrúar 2019, sbr. 1. mgr. 8. gr., sbr. 1. málslið 4. gr., laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, og með dráttarv öxtum skv. 9. gr. , s br. 1. mgr. 6. gr. , sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá er þess krafist að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað eins og málið væri eigi gjafsóknarmál. Stefndi krefst aðallega sýknu og málskostnaðar úr hendi stefnanda. Til va ra krefst hann þess að stefnukrafa stefnanda verði lækkuð verulega og málskostnaður þá felldur niður. 2 Málsatvik Mál þetta er höfðað vegna aðgerða lögreglu og tollyfirvalda gagnvart stefnanda, sem áttu sér stað 24. september 2017 í tengslum við rannsókn máls nr. 008 - 2017 - 014149. Þann 24. september 2017 , kl. 4:20 , lenti flug WW617 frá Alicante á Spáni á Keflavíku r flugvelli. Meðal farþega voru A og þeir B og C . Við komu til lan dsins munu stefnandi og samferðamenn hennar hafa ætlað í gegnum grænt hlið merkt munu hafa verið stöðvuð þar og færð til hliðar af tollverði til nánara tolleftirlits. Óskað var eftir því að þau settu farangur í röntgentæki tollgæslu og urðu þau við því. Við skoðun fundust samkvæmt framlögðum skýrslum í mittistösku eins samferðamanna stefnanda fjórar gular pakkningar sem vógu rúmlega 91 gr amm . Við nánari skoðun með efnagreininga r tæki reyndust pakkningarnar innihalda meint fíkniefni , en tækið gaf jákvæða sv örun fyrir kókaíni. Við leit í sameiginlegri ferðatösku stefnanda og samferðamanna fannst önnur gul pakkning og lítið box sem reyndist innihalda poka með hvítu efni og vó það með pakkningum rúmlega 20 g. Efnagreininga r tæki tollgæslu gaf aftur jákvæða svörun á kókaín. Stefnandi kveður tösku þá sem talið hafi verið að innihéldi kókaín hafa verið í eigu C . Því mótmælir stefndi og kveður gögn og framburði benda til þess að taska sem hafi innihaldið meint kókaín hafi verið í sam eiginlegri eigu allra framangreindra samferðamanna. Í kjölfarið voru stefnandi og samferðamenn hennar færð hvert í sinn leitarklefa tollgæslunnar til líkamsleitar. Stefnandi mun hafa afþakkað að hafa vitni við líkamsleitina. Í leitarklefa ræddi tollvörður að sögn stefnda við stefnanda og spur ði út í dvölina á Alicante, og nánar um ferðalag stefnanda. Tollgæslan fékk þær upplýsingar að þau h efðu dvalið á Spáni í sjö daga, en þau hefðu farið saman út 1 6. september 2017. Upphaflega hafi stefnandi ætlað að kom a heim 20. september sama ár, en ákveðið að lengja ferðina um fjóra daga . Ekkert saknæmt fannst við líkamsleit í leitarklefa og var í kjölfarið haft samband við lögregluna á Suðurnesjum og tilkynnt um málið. Lögreglan kom á vettvang og tók við stefnanda og samferðamönnum hennar , meintum fíkniefnum og farangri til frekari skoðunar. Þar með var málinu að sögn stefnda lokið af hálfu tollgæslustjóra . 3 Í framhaldi mun stefnandi hafa verið vistuð í fangaklefa á lögreglustöðinni í Keflavík þar sem tekin var af henni skýrsla vegna málsins . Samkvæmt vistunarskýrslu er stefnandi sögð handtekin klukkan 7:27 að morgni sunnudagsins og látin laus þann sama dag kl. 14:55. Stefnandi var á meðan vistun stóð færð til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í röntgen myndatöku til a ð kanna hvort hún geymdi fíkniefni innvortis en ekkert fannst við þá skoðun. Stefnandi kveðst frá upphafi hafa lýst yfir sakleysi sínu og leitast eftir fremsta megni við að vinna með lögreglunni að því markmiði að upplýsa málið og samþykkt m.a. í því skyni að undirgangast framangreinda röntgenskoðun. Með tölvu skeyti 28. janúar 2019 staðfesti lögreglan á Suðurnesjum við lögmann stefnanda að rannsókn á aðild stefnanda að málinu hefði verið hætt og málalok væru skráð 24. janúar 2019 . M eð bréfi til Ríkislögman ns 30. janúar 2019 krafðist stefnandi þess að í slenska ríkið greiddi sér miskabætur vegna málsins. Embætti ríkislögmanns mótt ók bréfið 5. febrúar 2019. Síðan þá hefur bótakrafan að sögn stefnanda verið ítrekuð átta sinnum en ekkert efnislegt svar hafi bori st frá embætti Ríkislögmanns vegna kröfunnar áður en kom að útgáfu stefnu málsins . Við aðalmeðferð málsins gaf A aðilaskýrslu. Þá gáfu vitnaskýrslu C , D rannsóknarlögreglumaður, E lögreglumaður, F tollvörður og G tollvörður. Framburðar verður getið eftir því sem þurfa þykir í úrlausninni. M álsástæður og helstu lagarök stefnanda Stefnandi telur aðgerðir tollyfirvalda og lögreglu í málinu g egn sér hafa verið að ósekju og telur sig eiga rétt á miskabótum vegna þeir ra. Stefnandi telur sig aðallega eiga rétt á miskabótum frá stefnda skv. hlutlægri bótareglu 1. og 2. mgr. 246. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 . Af ákvæðinu leiði a ð maður, sem borinn hefur verið sökum í sakamáli og beittur þvingunarráðstöfunum, eigi rétt til bóta ef mál hans hefur verið fellt niður án þess að það hafi verið gert vegna ósakhæfi s . Stefnandi hafi legið undir grun um fíkniefnalagabrot, þ.e. innflutning og vörslu fíkniefna. Hún hafi fyrir engar sakir verið 4 beitt þvingunarráðstöfunum, þ.e. handtöku og vistun í fangaklefa , í um 10 klst. H enni hafi verið haldið í tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli í um þrjár klukkustundir áður en hún var handtekin af lögreglu og færð í fangaklefa. Stefnandi hafi svo í framhaldi verið svipt frelsi í haldi lögreglu í um sjö og hálfa k lst . Þá hafi stefnandi þurft að sæta líkamsleit á Keflavíkurflugvell i , farangur hennar v erið skoðaður, hún þurft að gefa fingrafarasýni og henni verið gert að undirgangast röntgenskoðun. Stefnandi hafi sætt rannsókn lögreglu og n otið réttarstöðu sakbornings í hátt í eitt og hálft ár. Málið hafi síðan verið fellt niður, án þess að það hefði verið gert vegna ósakhæfi s . Hún eigi því skýran rétt á bótum skv. 1. og 2. mgr. 246. gr. Sá hluti bótakröfu stefnanda sem eigi rætur sínar að rekja til þriggja klst. frelsissvipting ar , líkamsleit ar og leit ar tollyfirvalda í farangri hennar á Keflavíkurflugvelli sé einnig studd ur við 246. g r . laganna , enda komi fram í 1. mgr. 163. gr. tollalaga nr. 88/2005 að ákvæði laga um meðfer ð sakamála gildi um þvingunarráðstafanir tollgæslu , að því leyti sem ekki sé kveðið öðruvísi á um í tollalögum. Gildi því 246. gr. einnig um þær þvingunarráðstafanir sem stefnandi þurfti að sæta af hendi tollgæslunnar . Stefnandi áréttar að bætur skv. 246. gr. sé u ákveðnar á hlutlægum grundvelli og skipti því ekki máli hvort fullt tilefni hafi verið til aðgerða lögreglu og tollgæslu eins og málið horfði við þeim á sínum tíma. M.ö.o. skipti engu máli um bótagrundvöllinn hvort aðgerðir lögreglu og tollsins ha fi verið réttmætar, hvort fullt tilefni hafi verið til þeirra á sínum tíma eða hvort lagaskilyrði sakamálalaga voru uppfyllt eða ekki. Að sama skapi h afi það ekki áhrif á bótarétt stefnanda þótt hún hafi samþykkt aðgerðir lögreglu að hluta. Í 2. málslið 2. mgr. 246. gr. laganna komi fram sú undantekningarregla að fella megi niður bætur eða lækka þær ef sakborningur hefur valdið eða stuðlað að þeim aðgerðum sem hann reisir kröfu sína á. Stefnandi hafi ekkert gert til að valda eða stuðla að þeim aðgerðum se m hér um ræðir enda hafi hún verið grunlaus um það að ferðafélagi hennar hefði verið með fíkniefni meðferðis. Þá sé vakin athygli á því að ekki sé unnt að samsama stefnanda ferðafélaga sínum á þann veg að það leiði til brottfalls bótaréttar stefnanda að ferðafélagi hennar hafi stuðlað að aðgerðunum. Því sé ljóst að 5 undantekningarregl an eigi ekki við í málinu. Um leið sé ljóst að komi til þess að stef ndi byggi á undantekningu þessari fyrir dómi, þá ber i stefndi alla sönnunarbyrði fyrir því að undantekningin eigi við. Þar verð i að gera strangar sönnunarkröfur til stefnda því um sé að ræða undantekningu frá hlutlægri bótareglu. Stefnandi telur b ótarétt sinn einnig eiga s toð í 5. mgr. 67. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, en þar k omi fram að hver sá sem hafi verið sviptur frelsi að ósekju skuli eiga rétt á bótum. Stefnandi hafi verið svipt frelsi sínu að ósekju, þ.e. án þess að hafa stu ðlað að því og án þess að hafa gerst sek um refsiverðan verknað. Styð ji því 5. mgr. 67. gr. einnig við bótagrundvöll stefnanda. Miskabótakrafa stefnanda er til vara reist á b - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Verði miski stefnanda að einhve rju leyti ekki talinn bótaskyldur á grundvelli 246. gr. laga nr. 88/2008 og eða 6 7. gr. s tjórnarskrárinnar sé þannig byggt á því til vara að sá miski sé engu að síður bótaskyldur samkvæmt téðu ákvæði skaðabótalaga. Stefnandi byggir á því að athafnir opinbe rra starfsmanna umrætt sinn hafi falið í sér ólögmæta meingerð gegn frelsi hennar, friði og æru. ------- Það hafi í fyrsta lagi valdið stefnanda miklum miska að þurfa að sæta nauðsynjalausri handtöku, vera svipt frelsi sínu og vera vistuð í fangaklefa. H afi þetta valdið henni niðurlægingu, miklu hugarangri, ónotum og hræðslu. Hún hafi verið óttaslegin yfir þessari frelsissviptingu og henni hafi l iði ð mjög illa í haldi lögreglu og tollgæslu . Sérstaklega hafi það valdið henni miska að v era læst inni í fangaklefa. Í öðru lagi hafi röntgenrannsókn og líkams - og farangursleit valdið stefnanda miklum miska. Hún hafi upplif að sig berskjaldaða og með þessu hafi verið gengið harkalega nærri friðhelgi einkalífs hennar og henni gerður miski. Loks ha fi það valdið stefnanda talsverðum áhyggjum, kvíða og miska að hafa réttarstöðu sakbornings svo lengi sem raun varð. Miskabætur í málum sem þessum séu jafnan metnar að álitum og heildarmati beitt. Við slíkt heildarmat á miska stefnanda verð i auk framangre inds að líta til þess að með 6 aðgerðunum hafi verið brotið gegn skráðum og óskráðum meðalhófsreglum , sbr. m.a. 3. mgr. 53. gr. sml . og 2. mgr. 13. gr. lögreglulaga nr. 90/1996. Í því sambandi vísar stefnandi annars vegar til þess að ekki hafi verið nauðsynl egt að handtaka hana vegna málsins enda hún verið til fullrar samvinnu. Vel hefði verið unnt að taka af henni skýrslu og viðhafa aðrar aðgerðir án þess að til handtöku kæmi. Hins vegar vísar stefnandi til þess að þótt talið h af i ver ið að nauðsynlegt væri a ð handtaka hana vegna málsins þá hafi ekki verið nauðsynlegt að svipta hana frelsi svo lengi sem raun in varð . Sérstaklega sé vakin athygli á því að hún hafi verið í haldi tollgæslu í þrjár klukkustundir áður en lögreglan handtók hana. Eðlilegt hefði verið að lögreglan hefði vitjað stefnanda fyrr á Leifsstöð í því skyni að hefja án tafar rannsókn málsins. Einnig hafi frelsissvipting stefnanda , er hún var í haldi lögreglu , falið í sér skýrt brot á meðalhófsreglu. Stefnandi hafi verið handtekin kl. 7 : 27 en ek ki færð í röntgen skoðun fyrr en tveimur klst. síðar. Yfirheyrsla hafi ekki hafist fyrr en tveimur klst. eftir að hún var færð í röntgen skoðun og fingrafar asýni ekki tekið fyrr en þremur klst. eftir að skýrslutöku lauk. Stefnanda hafi svo í kjölfarið verið sleppt. Sökum þ e ssa dráttar lögreglu á rannsókn málsins hafi frelsissvipting stefnanda staðið lengur en nauðsyn krafði og verið til þess fallin að auka á miska hennar. Þá hafi lögregla einnig brotið gegn málshraðareglu en rannsókn málsins hafi ekki lokið gagnvart stefnanda fyrr en undir lok janúar 2019, hátt í einu og hálfu ári eftir að hið meinta brot átt i sér stað, þrátt fyrir að takmörkuð vinnsla virðist hafa átt sér stað í málinu á þessum tíma hvað varðar stefnanda . Það hafi verið íþyngjand i fyrir stefnanda að hafa réttarstöðu sakbornings svo lengi , með tilheyrandi óvissu f yrir hana um framtíð sína. Loks verð i að líta til þess að með aðgerðunum hafi verið brotið á grundvallarréttindum stefnanda sem bundin sé u í stjórnarskrá nr. 33/1944 og m annréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994 , þ.e. rétt hennar til að vera ekki svipt frelsi, sbr. 67. gr. stj órnarskrárinnar og 5. gr. sáttmálans. Einnig hafi líkamsleit, leit í farangri, röntgenmyndataka og fingrafarataka falið í sér brot á friðh elgi einkalífs hennar sem varin sé af 71. gr. stj órnarskrár og 8. gr. m annréttindasáttmálans. Miski stefnanda sé eðlilega í hlutfalli við það að gengið hafi verið á slík grundvallarréttindi. 7 Loks ber i að vekja athygli á því að eftir handtöku hafi stefnand i verið fús til samvinnu við að upplýsa málið með sem skjótustum hætti. Hafi hún þannig l eitast við að takmarka tjón sitt eins og unnt hafi verið . Með vísan til alls þessa telur stefnandi kröfu sína um miskabætur að fjárhæð 1.500.000 krónur bæði hóflega og sanngjarna. Stefnandi gerir kröfu um almenna vexti frá og með þeim degi er hið bótaskylda atvik átti sér stað, þ.e. frá 24. september 2017 til 30. febrúar 2019, sbr. 1. mgr. 8. gr., sbr. 1. málslið 4. gr., laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, o g gerir kröfu um dráttarvexti skv. 9. gr. , sbr. 1. mgr. 6. gr. , sömu laga frá þeim degi, þ.e. mánuði frá því að stefnandi sendi kröfubréf til stefnda , til greiðsludags. Stefnandi krefst málskostnaðar úr hendi stefnda, eins og mál þetta væri eigi gjafsóknarmál. Krafan er studd við lög um meðferð einkamála nr. 91/1991, sérstaklega 1. mgr. 130. gr. laganna . Stefnandi vísar til meginreglna skaðabóta - og refsiréttar auk meginreglna opinbers réttarfars og stjórnarskrárinnar um þvingunaraðgerðir til stu ðnings kröfum sínum. Vísað er og til laga um meðferð sakamála nr. 88/2008, einkum til 246. gr . og 53. gr. laganna. Einnig er vísað til skaðabótalaga nr. 50/1993, sérstaklega 26. gr. Þá er vísað til tollalaga nr. 88/2005, einkum 163. gr. Vísað er t il lögreg lulaga nr. 90/1996 , aðallega 13. gr. laganna. Loks er vísað til mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994 , sérstaklega 5. gr. og 8. gr., sem og til stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, sérstaklega 67. gr. og 71. gr. K afa um dráttarvext i er studd við III. og IV. kafla vaxtalaga nr. 38/2001 með síðari breytingum. Um virðisaukaskatt er vísað til laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt. 8 Málsástæður og helstu lagarök stefnda Í 71. gr. stjórnarskrárinnar þar sem fjallað sé um friðhelgi einkalífs komi fram að ekki megi gera leit á manni nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Í 2. mgr. k omi fram að þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. megi með sérstakri lagaheimild takmarka á annan hátt friðhelgi einkalífs, heimilis eða fjölskyldu ef brýna nauðsyn ber til vegna réttinda annarra. Löggjafinn h afi metið það svo að brýna þörf beri til þess að heimila tollgæslu leit á mönnum án dómsúrskurðar enda væri tolleftirlit ekki framkvæmanlegt ef dómsúrskurð þyrfti til hverrar leitar. Heimildin a sem tollgæslunni h afi verði falin sé að finna í 159. gr. tollalaga nr. 88/2005. Samkvæmt 1. mgr. 159. gr. sé tollgæslu heimilt að leita á mönnum sem eru í farartækjum, húsum eða á svæðum eða á leið frá farartækjum, förum, húsum eða svæðum þar sem tollvörðum e r heimil rannsókn og skoðun á vörum. Í 2. mgr. kemur fram að leit á manni megi aðeins framkvæma samkvæmt skipun æðsta tollvarðar sem er viðstaddur þegar leitarinnar er þörf. Einnig kemur þar fram að leitina skuli framkvæma af svo mikilli tillitssemi sem un nt er og að hún megi aldrei verða víðtækari en nauðsynlegt sé vegna tolleftirlitsins. Í 3. mgr. kemur fram að sá sem leita skal á eigi rétt á því að ákveðið vitni sé tilkvatt til að vera viðstatt þegar leit fer fram ef þess er kostur og tollverði beri að b enda viðkomandi ótvírætt á þennan rétt. Í 4. mgr. er loks kveðið á um að nákvæm leit á manni skuli framkvæmd af persónu af sama kyni. Frekari leiðbeiningar um framkvæmd leitar á mönnum sé ekki að finna í tollalögum. Á því er byggt af hálfu stefnda að fulln ægt hafi verið skilyrðum laga til aðgerða tollgæslu. Ekki hafi verið brotið gegn 71. gr. stjórnarskrár eða öðrum réttarheimildum við aðgerðir yfirvalda. Tolleftirlit sé í grunninn byggt annars vegar upp á handahófskenndu eftirliti og hins vegar á áhættumati, sbr. 8. tl. 40. gr. tollalaga. Í 159. gr. sé ekki vikið að því að rökstuddur grunur þurfi að vera fyrir hendi til þess að leit á manni megi fara fram. Í leit utan kl æða fel i st ekki mikil skerðing á friðhelgi einkalífs og f ari slík leit fram við ákveðnar aðstæður án þess að rökstuddur grunur þurfi að vera fyrir hendi eða að dómsúrskurður þurfi að liggja fyrir. Eigi þetta t.d. við um vopnaleit öryggisvarða á flugvöllum og einnig um tolleftirlit. Hins vegar fel i st mun meiri skerðing á friðhelgi einkalífs í nákvæmari líkamsleit þar sem einstaklingurinn afklæðist og sé slík leit ekki 9 framkvæmd af starfsmönnum Tollgæslustjóra án þess að grunur sé um að viðkomandi einstakling ur hafi gerst sekur um alvarlegt brot á tollalöggjöf eða annarri löggjöf sem tollyfirvöldum ber i að framfylgja. Stefndi byggir á því að um rökstuddan grun hafi verið að ræða í máli stefnanda , eins og nánar verður rakið , og því hafi öllum fyrirmælum laga og stjórnarskrár verið framfylgt. Upphaf afskipt a tollgæslu af stefnanda hafi verið venjubundið tolleftirlit við rautt og grænt hlið á Keflavíkurflugvelli. Stefnandi hafi verið stöðvuð við komu til landsins og eins og áður sé rakið þá hafi fund i st meint fíkniefni í sameiginlegri ferðatösku stefnanda og samferðamanna hennar. Þær upplýsingar að um væri að ræða sameiginlega ferðatösku hafi byggst á samtali við stefnanda og samferðamenn hennar. Í viðtali við stefnanda hafi komið í ljós að upphafleg h eimkoma hefði átt að vera þann 20. september 2017 en ákveðið hefði verið að lengja ferðina og koma heim 24. september 2017. Þá hafi komið f ram að þau hefðu gist á nokkrum hótelum í ferðinni. Eftir heildstætt mat á málinu og öllum framangreindum upplýsingum tók æðsti tollvörður á vettvangi ákvörðun um að gerð yrði líkamsleit, enda hafi verið talið , í ljósi þess sem að framan er rakið , að rökstuddur grunur væri fyrir hendi um að stefnandi kynni að vera með fíkniefni á sér. Þ ví hafi líkamsleit verið nauðsynleg og í samræmi við eftirlitsskyldur tollgæslustjóra . Samkvæmt því sem að framan er rakið sé l jóst að rökstuddur grunur um að stefnandi hefði gerst sek um brot hafi legið fyrir og full ástæða f yrir tollgæslu að grípa til viðeigandi aðgerða, þar á meðal líka msleit ar . Rökum stefnanda um að aðgerðir tollyfirvalda hafi verið að ósekju er alfarið hafnað. Tollgæslan hefði ekki sinnt starfi sínu með eðlilegum hætti hefði hún ekki fylgt máli stefnanda eftir með þeim aðgerðum sem viðhafðar voru enda hafi grunur um sa knæmt athæfi stefnanda verið sterkur. Stefnandi vek i sérstaka athygli á því í stefnu að hún hafi verið í haldi hjá tollyfirvöldum í þrjár klukkustundir áður en lögregla hafi handtekið ha na og telur að eðlilegt hefði verið að lögregla vitjað i hennar fyrr á Leifsstöð í því skyni að hefja án tafar rannsókn málsins. Stefndi hafnar þessum rökum alfarið. Samkvæmt gögnum málsins m egi sjá að flugvélin sem stefnandi var í lenti á Keflavíkurflugvelli kl. 04:20. Skráð tímasetning handtöku er kl. 07:27. Í fyrsta lagi sé ljóst að stefnandi hafi ekki 10 komið til tollskoðunar fyrr en í fyrsta lagi að liðnum einhverjum tíma frá lendingu flugvélarinnar, enda tekur það eðli máls samkvæmt tíma að yfirgefa vélina og afferma hana. Samkvæmt upplýsingum tollyfirvalda á Keflavíkurfl ugvelli m egi áætla að að minnsta kosti hálftími líði frá lendingu vélar þar til farþegi kemur að græn u hlið i . Í þessu máli hafi auk stefnanda tv eir aðrir aðilar verið til rannsóknar og allt t aki þetta tíma. Þ eim fullyrðing um í stefnu að stefnandi hafi verið í haldi tollyfirvalda í þrjár klst. sé alfarið hafnað af hálfu stefnda, enda standist það ekki skoðun . Þrátt fyrir það þá m egi vekja athygli á því að vélin lenti hér á landi að nóttu til eða mjög snemma morguns. Þegar tolly firvöld ger i lögreglu viðvart þ urfi að kalla til rannsóknarlögreglumann á bakvakt sem þ urfi að gera viðeigandi ráðstafanir. Að öllu framangreindu virtu sé ekki hægt að fallast á að óeðlilega langur tími hafi liðið frá því að stefnandi var tekin í tollskoðu n þar til lögregla kom á vettvang og handtók hana. Stefndi byggir á því að tollverðir sem að málinu komu hafi rækt skyldur sínar af kostgæfni og samviskusemi, með hlutlægni og réttsýni að leiðarljósi. Stefndi telur að unnið hafi verið að málinu samkvæmt l ögum og reglum og í fullu samræmi við alvarleik a þes s. Stefndi byggir á því að aðgerðir tollvarða hafi verið í fullu samræmi við tollalög nr. 88/2005, m.a. 148. gr. Engin gögn ligg i fyrir um að stefnandi hafi orðið fyrir nokkurs konar miska vegna aðgerða tollgæslunnar en um meint tjón sitt ber i stefnandi sönnunarbyrðina og sé kröfunni hafnað. Aðgerðir tollstjóra hafi verið f ullkomlega eðlilegar með hliðsjón af fundi fíkniefnanna bæði í farangri stefnanda o.fl. og á öðrum samferðamanni stefnanda. Stefnd i byggi og á því að 246. gr. sakamálalaga taki ekki til starfa tollstjóra. Verði ekki á það fallist sé á því byggt að s kilyrðum ákvæðisins sé ekki fullnægt . Um afskipti lögreglunnar bendir stefndi á að stefnandi hafi verið handtekin kl. 07 : 27 þann 24. september 2017 og látin laus kl. 14:55 sama dag. 11 Stefndi mótmælir þ ví að aðgerðir lögreglu sem hafi beinst að stefnanda hafi verið að ósekju. Það sé grundvallaratriði að í farangri stefnanda hafi fundi st fíkniefni og útilokað hafi v erið fyrir tollverði e ða lögreglu að geta metið það á vettvangi hver væri eigandi fíkniefnanna enda hafi umrædd ferðataska verið sameiginleg taska stefnanda og samferðamanna hennar . Í stefnunni sé því haldið fram að handtaka stefnanda hafi verið ónauðsynleg og að vel hefði ver ið hægt að taka af henni skýrslu og framkvæma aðgerðir án þess að til handtöku kæmi. Stefndi hafnar þessu. Stefndi bendi á að á þessu stigi málsins hafi stefnandi verið sakborningur og lögreglu borið að handtaka hana sem sakborning og hafi hún því ekki haf t val um það hvort hún kæmi á lögreglustöð vegna rannsóknar málsins. Rétt og eðlilegt sé að handtaka ætlaða sakborninga í tilvikum sem í þessu máli , þar sem um gríðarlega rann s óknarhagsmuni sé að ræða. Handtakan hafi átt sér stað eftir að ljóst hafi verið að frekari rannsókna r væri þörf og að tryggja þ yrfti návist sakborninga , enda miklir rannsóknarhagsmunir í h ú fi . Þessu til rökstuðnings m egi benda á þau réttindi handtekinna að þeir séu færðir fyrir dómara að meginreglu innan 24 klst. frá handtöku. Allar þvingunaraðgerðir lögreglu hafi verið nauðsynlegar og réttmætar og fullnægt hafi verið skilyrðum lagaákvæða um þær þvingunarráðstafanir sem beitt var. Fullt tilefni hafi verið til aðgerða tollgæslu og lögreglu í málinu. Stefndi bendir á að í stefnu séu gerðar athugasemdir við þann tíma sem stefnandi var handtekin , eða frá kl. 7:27 til 14:55 sama dag. Stefndi byggir á því að tími frelsissviptingar stefnanda hafi verið skammur miðað við eðli málsins og þær rannsóknaraðgerðir sem fram fóru á umræddu tímabi li. Ljóst sé að á þeim tíma sem stefnandi var handtekin hafi eftirfarandi aðgerðir lögreglu farið fram : Stefnandi og samferðamenn hennar hafi verið færð hvert í sínu lagi á lögreglustöðina í Keflavík. Tekin hafi verið fingraför, en slíkt sé eingöngu gert a f sérfræðingum. Stefnandi og samferðarmenn hennar hafi verið færð á sjúkrahús og undirgeng i st þar röntgenskoðun 12 og niðurstöður fengnar. Stefnandi og tveir samferðamenn hennar hafi verið yfirheyrð af lögreglu með tilheyrandi undirbúningi. Að þessu sögðu te lur stefndi að frelsissvipting stefnanda hafi verið stutt og vel hafi gengið að rannsaka málið á fyrstu stigum , með eins lítilli frelsissviptingu og mögulega hafi verið unnt með hliðsjón af rannsóknaraðgerðum lögreglu á vettvangi , sem hafi verið algerlega nauðsynlegar. Ljóst sé að stefnandi var handtekin vegna þess að í farangri hennar o.fl. fundust fíkniefni. Enginn annar kostur hafi verið í boði en sá að handtaka stefnanda á frumstigum rannsóknar og beita viðeigandi rannsóknaraðgerðum í samræmi við lagas kyldu lögreglu til að upplýsa sakamál. Stefnandi ber i sönnunarbyrði fyrir öllu sem bótakröfu hennar viðkemur. Með vísan til gagna málsins er það mat stefnda að stefnandi hafi valdið og stuðlað að þeim aðgerðum sem hún byggi bótakröfu sína á , sbr. 2. ml. 2. mgr. 246. gr. laga nr. 88/2008 , og eigi því að fella niður bætur þar sem hún hafi borið ábyrgð á þeim farangri sem hún flutti . Það sé bæði rétt og eðlilegt að hún hafi verið handtekin þar sem hún hirti ekki um að gæta farangurs síns þannig að fíkniefni voru flutt í honum. Ekk i séu heldur skilyrði til að dæma stefnanda bætur samkvæmt öðrum réttarheimildum sem stefnandi vís i til í stefnu, m.a. 67. gr. stjórnarskrárinnar og 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Stefndi tekur fram varðandi síðargr einda ákvæðið að því er mótmælt að athafnir opinberra starfsmanna umrætt sinn hafi falið í sér ólögmæta meingerð gegn frelsi, frið i og æru stefnanda , eins og haldið sé fram í stefnu. Stefndi mótmælir því að handtaka hafi verið að nauðsynjalaus u og sjónarm iðum um að meintar alvarlegar aflei ðingar aðgerða yfirvalda hafi valdið stefnanda því mikla hugarangri sem lýst sé í stefnu málsins. Stefndi mótmælir því að með aðgerðum hafi verið brotið gegn skráðum og óskráðum meðalhófsreglum, sbr. m.a. 3. mgr. 53. gr . sakamálalaga og 13. gr. lögreglulaga. 13 Þá mótmælir s tefndi því að lögregla hafi gerst brotleg við málshraðareglu varðandi lok á rannsókn málsins. Stefndi bendir á að 246. gr. sakamálalaga t aki til þvingunarráðstafana sem þar er lýst, en ekki annars. Alme nn rannsókn mála og vinnsla mála hjá ákæruvaldi fall i ekki þar undir. Stefndi byggi á því að tollgæsla og lögregla hafi staðið löglega og eðlilega að öllum sínum athöfnum. Því er mótmælt að brotið hafi verið gegn málshraðareglu og verði rannsóknartími held ur ekki felldur undir aðrar réttarheimildir en 246. gr. sakamálalaga , svo sem b - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalag a og aðrar sem stefnandi byggi mál sitt á. Stefndi mótmælir því að með aðgerðunum hafi verið brotið á grundvallarmannréttindum stefnanda samkvæmt stjórnarskrá og m annréttindasáttmála Evrópu , sbr. 67. gr. stjórnarskrár og 5. gr. sáttmálans , eða gegn 71. gr. stjórnarskrár og 8. gr. sáttmálans. Stefnd i bendir á að á upphafsstigum rannsóknarinnar hafi öll hin handteknu neitað vörslum á fíknief nunum. Þá vil ji stefndi ítreka að uppi hafi verið rökstuddur grunur um að aðilar hefðu fíkniefni falin innvortis og hafi þau m.a. undirgengist rannsókn vegna þess gruns . Um málskostnaðarkröfu vísast til 130. gr. laga nr. 91/1991. Varakröfu sína um lækkun styður stefndi við þær málsástæður og sjónarmið sem fram koma í umfjöllun um aðalkröfu stefnanda . Stefnukröfu sé mótmælt sem allt of hárri. Stefndi geri kröfu um verulega lækkun kröfu nnar . Samkvæmt 2. ml. 2. mgr. 246. gr. laga nr. 88/2008 sé heimilt að lækka bætur ef sakborningur hefur valdið eða stuðlað að þeim aðgerðum sem hann reisir kröfu sína á. Stefndi byggir á því að lækka eigi bætur á þessum grunni. 14 Niðurstaða Á kvæð i XXXIX . kafla laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála geyma sérstakar re glur um bætur vegna meðferðar sakamála. Þær mæla fyrir um hlutlæga ábyrgð en eru í vissu samspil i við almennar reglur í skaðabótarétti. Þótt þannig sé ekki krafist sakar, þá gilda önnur almenn skilyrði skaðabóta, þ. á m. s vokölluð frumskilyrði skaðabótaábyrgðar, eins og skilyrði um tjón, orsakatengsl, sennilega afleiðingu og reglur um sönnun og því koma áhrif eigin sakar eða meðábyrgð tjónþola einnig til álita við beitingu reglnanna. Í 1. og 2. mgr. 246. gr. er mælt fyrir um bætur til sakborninga að tveimur skil yrðum uppfylltum. Í fyrsta lagi er það skilyrði að sá sem bóta krefst hafi verið borinn sökum í sakamáli sem fellt hafi verið niður eða hann sýknaður. Í öðru lagi er skilyrði að krafan sé vegna þeirra aðgerða sem fram koma í IX. XIV. kafla, eins og símahlu stunar, handtöku og gæsluvarðhalds, en í ákvæðinu felst að allar þvingunarráðstafanir sem gripið er til í þágu rannsóknar eða meðferðar máls geti bakað ríkinu bótaskyldu. Ekki eru sett frekari skilyrði fyrir hinni hlutlægu bótaábyrgð samkvæmt ákvæðinu og s kiptir ekki máli í því sambandi hvort lögmæt skilyrði hefur brostið til aðgerða sem hafa haft í för með sér tjón eða ekki hefur verið nægilegt tilefni til að grípa til þeirra eða þær verið framkvæmdar á óþarflega hættulegan, særandi eða móðgandi hátt. Þe gar þeim þvingunarúrræðum sem beitt var umrætt sin n var beitt, voru ákvæði XXXIX kafla laganna á öðrum stað í lögum nr. 88/2008, en eftir lagabreytingu varð þáverandi 228 gr. laganna að 246. g r . líkt og er í dag. Verður því látið sitja við að vísa í þá gre in líkt og lögmenn aðila gera enda ákvæðið nákvæmlega eins og fyrirrennari þess . Samkvæmt 2. málslið 2. mgr. 246. gr. laganna má fella bætur niður eða lækka þær ef sakborningur hefur valdið eða stuðlað að þeim aðgerðum sem hann reisir kröfur sínar á. D ómurinn telur að aðkoma toll gæslumanna í málinu , þ.e. handhafa tollgæs l uvalds , í þessu tilviki starfsmanna tollsins í Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli , eigi undir 246. gr. 15 og önnur ákvæði XXXIX. kafla laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála , sbr. 1. mgr. 163. gr. tollalaga nr. 88/2005. Þannig verði ekki litið öð r uvísi á en að einstaklingar sem handteknir eru, sæta leit , haldi á munum eða annarri málsmeðferð á grundvelli heimilda í t ollalögum til þvingunaraðgerð a geti byggt kröfu um bætur á þe ssum ákvæðum laga um meðferð sakamála að uppfylltum öðrum skilyrðum . Þá verður að mati dómsins að líta svo á að aðkoma tollsins að málinu umrætt sinn hafi falið í sér eða megi að minnsta kosti jafna til handtöku í þeim skilningi að stefnanda var á meðan má l hennar var til skoð un ar hjá tollgæslu meinað að yfirgefa bygginguna, enda væntanlega gert ráð fyrir því að hún yrði tiltæk þegar lögregla kæmi til að sækja hana, sbr. bókun um að lögregla hafi handtekið hana kl. 7:27 um morguninn, eftir að tollurinn hafð i gert lögreglu viðvart um stöðu mála. Eftir að fíkniefni fundust í farangri þremenninganna hafi stefnandi , samkvæmt þeim skilningi sem leggja verður í hugtakið þegar metin eru skilyrði þess hvort bótaskylda hafi eftir atvikum stofnast, því talist hafa ver ið handtekin , og ferðafrelsi hennar takmarkað . Breytir þar engu að stefnandi samþykkti að gangast undir líkamsleit og setti sig að því er virðist ekki með neinu móti gegn aðgerðum tollvarða. Eins og málum var háttað verður a.m.k. litið svo á að sönnunarbyr ðin um að stefnandi hafi ekki verið handtekin frá þeirri stundu er fíkniefnin fundust verði að hvíla á stefnda , en hann hefur ekki axlað hana. Sama byrði um sönnun verður lögð á stefnda um það hvenær stefnandi og ferðafél agar hennar voru stöðvuð í tollh liði. Af gögnum málsins og framburði fyrir dómi verður ráðið að líkur standi til þess að stefnandi hafi verið handtekin af tollyfirvöldum um klukkan fimm um morguninn . Vélin lenti kl. 4:20 og samkvæmt gögnum málsins er áætlað að það taki 30 til 60 mínútur að komast frá vél og að tollhliði. Vitnið F varðstjóri hjá tollinum umrætt sinn , bar m.a. um þetta og jafnframt að vaktin þar sem málið hafi komið upp hafi byrjað kl. 18:00 kvöldið áður og átt að standa til kl. 6:00 um morguninn. Vitni ð var viðstaddur þegar málið kom upp, heimilaði leit á hinum grunuðu og skrifaði skýrslu um málið kl. 6:22 um morguninn . Vitnið sagði að ferli sem þetta gæti kannski tekið um eina og hálfa klukkustund . Ekki er , miðað við framangreint , óvarlegt að áætla að frá og með klukkan fimm eða um það bil um morguninn hafi tollyfirvöld stöðvað för stefnanda og ferðafélaga hennar en það samræmist framburði stefnanda . Samkvæmt vistunarskýrslu lögreglu nna r á Suðurnesjum voru hin grunuðu handtekin af lögreglu klukkan 7:27 þann dag. 16 Stefnandi var færð til yfirheyrslu kl. 11:25 og til baka kl. 11:36. Áður , eða kl. 9:41 , var stefnandi flutt á sjúkrahús til læknis vegna röntgenrannsóknar. Stefnandi var látin la us kl. 14:55 þennan sama dag. Samkvæmt framangreindu telur dómurinn ekki óvarlegt að slá því föstu að frelsi stefnanda hafi verið skert í alls um tíu klukkustundir , eins og hún byggir á. Dómurinn sér ekki að ágreiningur sé í sjálfu sér uppi um lögmæti þeirra rannsóknaraðgerða sem ráðist var í gagnvart stefnanda þótt stefnandi telji að meðalhófs hafi ekki verið gætt. Það ætti enda að vera ágreiningslaust í ljósi fjölmargra fordæma Hæstaréttar að lögmæti rannsóknaraðgerða skiptir ekki máli þegar metið er hvort bótaskylda sé fyrir hendi samkvæmt ákvæði 246. gr. laga nr. 88/2008 , eða öllu heldur fyrirrennara þess í 228. gr. laganna , og að samþykki þess er fyrir verður hafi hér ekki áhrif . Umfjöllun um þetta atriði í greinargerð stefnda hefur því takmarkað a þýðingu fyrir úrlausn málsins enda er í engu byggt á því af hálfu stefnanda að framganga tollvarða eða lögreglu hafi verið óþarflega særandi eða einhverju offorsi verið beitt. Þannig er því t.a.m. ekki haldið fram af stefnanda að tollverðir hafi ekki geng ið fram í samræmi við ákvæði 148. gr. tollalaga nr. 88/2005. E r því fallist á að stefndi , íslenska ríkið , beri bótaábyrgð gagnvart stefnanda eftir 1 . og 2. mgr. 2 46 . gr. laga nr. 88/2008 (sbr. þáverandi 228. gr. laganna) , sbr. 5. mgr. 67. gr. stjórnarskrárinnar , enda hafi stefnandi verið borin sökum í sakamáli , og hafi talist sakborningur samkvæmt ákvæðinu , sbr. umfjöllun í greinargerð stefnda. M ál á hendur henni hafi síðan verið fellt niður án þess að sú ákvörðun hafi bygg s t á ósakhæfi. ------- Kemur því til skoðunar hvort fella beri niður bætur eða lækka þær sökum þess að stefnandi hafi valdið eða stuðlað að þeim aðgerðum sem hún reisir kröfu sína á , sbr. síðari málslið 2. mgr. 246. gr. Stefndi byggir á því að þessi hafi verið raunin og fella eigi niður bætur með öllu eða lækka þær , sbr. varakröfu, á grundvelli ákvæðisins. Ekki verður annað ráðið af 17 málatilbúnaði stefnda en að það eina sem í þessum efnum skipti máli sé sú ályktun tollvarða að tas k a sú sem innihélt hluta efnanna hafi ve rið í eigu stefnand a , eða öllu heldur , sameiginleg eign stefnanda og ferðafélaga hennar. Samkvæmt gögnum málsins var þarna um að ræða 20 grömm (með pakkningum) af alls 111 grömmum sem fundust í fórum fólksins sé miðað við framlögð gögn . Stefndi fullyrðir að ferðataskan sem geymdi þessi 20 g r. af meintu kókaíni hafi ekki eingöngu verið ferðataska C , samferðamanns stefnanda , heldur verið einnig í eigu stefnanda. Þessu til stuðnings vísar stefndi til þess að í tollskýrslu Tollstjóra segi að við leit í sameig inlegri tösku stefnanda og samferðamanna hennar hafi efnið fundist. Ekki verður betur séð en að ágreiningslaust sé að s tefnandi hafi allan tíma n n frá því að hún var stöðvuð ásamt samferðamönnum í tollhliði og þar til hún var látin laus verið til góðrar samvinnu við réttarvö r sluað ila . Hún hafi hin s vegar neitað sök allan tíman n og ekkert fundist á henni við líkamsleit eða röntg e nrannsókn. Kvaðst hún enga vitneskju hafa um fíkniefnin. Engin ástæða er til að rekja gögn málsins hvað það varðar eða öllu held ur vöntun á gögnum um eitthvað slíkt, en samandregið þá er einfaldlega ekkert að mati dómsins sem tengir stefnanda við þessa tilraun til að smygla inn til landsins ólöglegum fíkniefnum , nema það eitt að hafa ferðast með umræddum aðilum , og þá einkum C . Ekk ert bendir til þess að umrædd taska hafi verið í eigu stefnanda, hvort sem er að hluta eða öllu leyti , þótt hún hafi strax gengist greiðlega við því að hafa fengið að geyma einhvern farangur í töskunni þar sem hún hafði ekki pláss í sinni. Samkvæmt gögnum málsins og framburði fyrir dómi afhenti hún C poka með fötum í og kom þ eim því ekki sjálf fyrir í töskunni. Því hefur ekki verið hnekkt sem aðilar hafa sagt , að C hafi átt töskuna og greitt fyrir flutning á henni. Dómurinn telur með vísan til framangreinds enga leið til að halda því fram að stefnandi hafi með einhverjum hætti stuðlað að því að hún var beitt þvingunarúrræðum umrætt sinn. Eins og málum var háttað yrði öndverð niðurstaða í raun ávísun á það að löggæslu aðilar gætu gripið á lofti og haldið fram grunsemdum í málum sem þessum án þess að fyrir þeim væri nokkur fótur og með því svipt fólk rétti sem því í þeim aðstæðum sem hér um ræðir er tryggður nokkuð afdráttarlaus t með ákvæðum XXXIX. k afla laga nr. 88/2008 . 18 Stefnandi á því að mati dómsins rétt á fullum bótum vegna þeirrar frelsissviptingar sem hún sætti og þeirra aðgerða sem gripið var til á meðan hún var í vörslu löggæsluaðila. Því kemur ekki til skoðunar hvort meintur skortur á meðalhófi hafi einhver áhr if á bótarétt stefnanda. Þar athugist að ekki verður séð að það eigi að hafa áhrif á fjárhæð bóta til hækkunar hvort frelsissvipting hafi staðið lengur en nauðsynlegt var, sem verður reyndar ekki fallist á, ef á annað borð er samþykkt að sakborningi beri bætur vegna alls þessa . Dómurinn telur að ekki séu uppfyllt skilyrði í málinu til að dæma stefnanda bætur á grundvelli sakarreglunnar, eða 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, eða annarra réttarheimilda sem stefnandi hefur tilgreint , þ egar af þeirri ástæðu að skilyrði um saknæmi og ólögmæti skortir. Dómurinn lítur svo á að það tímabil sem til grundvallar bótaákvörðun liggi geti í málum sem þessum að jafnaði e kki verið lengra en sem markast af þeim þvingunarráðstöfunum sem kveðið er á um í þeim lagaákvæðum sem vísað er til í 2. m gr. 246. g r. laga um meðferð sakamála, hvort sem er með samþykki sakbornings eða eftir atvikum með dómsúrskurðum sem heimil að hafa hina bótaskyldu háttsemi. Ekki er þannig fallist á að það hafi sjálf stæða þýðingu í málinu að það dróst bersýnilega að ganga formlega frá málinu, þ.e. að leggja það upp ef þannig má að orði komast. Slíkt getur eftir atvikum kallað á aðfinnslur og athugasemdir en hefur ekki þýðingu varðandi bótagrundvöll eða bótafjárhæð í m áli sem þessu . Dómurinn telur að bótaskylda á þessum grunni verði ekki ákveðin á grundvelli hlutlægrar ábyrgðar heldur komi eingöngu til álita ef sönnun tekst eftir atvikum um saknæm a og ólögmæt a háttsemi sem hafi leitt til bótaskylds tjóns , og um bætur fari þá eftir öðrum lagaákvæðum . Því verður þannig hafnað að dráttur á málinu sem stefnandi telur óhæfilegan eigi að leiða til bótaskyldu en slíkur dráttur getur á hinn bóginn haft áhrif á viðurlagaákvörðun sé máli haldið áfram , samanber dómaf ordæmi. Það athugist og að á því tímabili sem hér um ræðir bendir ekkert til þess að lögregla sé í skilningi þeirra bótaákvæða sem hér eru til skoðunar að rannsaka viðkomandi einstakling eða skerða með beinum hætti friðhelgi hans. Bótafjárhæð verður því að mati dómsins ákvörðuð út frá því að stefnandi verður tali n hafa verið svipt frelsi í um tíu 19 klukkustundir og verið látin gangast undir líkamsskoðun og rannsókn á sjúkhúsi á þeim tíma. ------- Burtséð frá því hvort líta beri yfirhöfuð til slíkra þátta þe gar tekin er ákvörðun um fjárhæð bóta í málum sem þessum , þar sem bótaskylda er reist á 1. og 2. mgr. 2 46 . gr. laga nr. 88/2008 , liggur fyrir, að mati dómsins, að engar aðgerðir réttarvörsluaðila hafi verið slíkar í þessu máli að þær hafi valdið stefnanda óþarfa miska eða tjóni umfram það sem óhjákvæmilega hlýst jafnan af aðgerðum sem þessum og ekki er deilt um. Ekki er gerð krafa vegna fjártjóns heldur einvörðungu krafist miskabóta. Engin gögn hafa verið lögð fram sem staðreyna hvaða áhrif framangreind a tvik og hin bótaskylda háttsemi hafði á stefnanda, utan þeirrar skýrslu sem stefnandi sjálf gaf fyrir dómi . Stefnandi greindi frá því að dóttir h ennar hefði verið komin til að sækja hana og því upplifað þessa atburðarás og það hefði valdið stefnanda hugara ngri. Jafnframt lýsti hún því að hafa sætt leit þegar hún kom heim frá Svíþjóð um áramót frá því að heimsækja dóttur sína og rekur hún það til fyrra málsins. Þá bendir hún á að um handtökuna hafi verið fjallað í útvarpi og dagblaði. Stefnandi kveðst hafa f engið kvíðastillandi lyf vegna áhrifa málsins en ekki gengist undir neins konar meðferð vegna þessa. Þar sem engum gögnum er til að dreifa, sbr. framangreint, um áhrif handtökunnar og leitarinnar á hag og heilsu stefnanda, verða bætur dæmdar að álitum með hliðsjón af dómaframkvæmd og framangreindum sjónarmiðum . Þykja þær hæfilegar 25 0.000 krónur. Það athugist að engin grein er gerð fyrir því á hvaða grundvelli fjárhæð stefnukr öfu málsins er byggð eða það rökstutt í stefnu málsins eða málflutningi fyrir dóm i h vers vegna rétt sé að mati stefnanda að dæma í málinu mun hærri bætur en tíð k ast hefur til þessa í sambærilegum málum. Til viðbótar höfuðstól ber stefnda að greiða stefnanda almen na vexti af þeirri fjárhæð f rá 24. september 2017 til 28. febrúar 2019, s br. 1. mgr. 8. gr., sbr. 1. málslið 4. gr., laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, og með dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr. 1. 20 mgr. 6. gr., sömu laga frá þeim degi t il greiðsludags. Vextir eru ákveðnir með hliðsjón af því að 30. febrúar 2019 var aldrei til og með vísan til 3. mgr. 5. gr. laganna. Stefnandi nýtur gjafsóknar í málinu samkvæmt gjafsóknarleyfi, útgefnu 4. desember 2019 , og eru því ekki efni til að dæma stefnda til greiðslu málskostnaðar. Verður hann því felldur niður. Gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hennar sem telst , miðað við umfang málsins og rekstur þess, hæfilega ákveðin 60 0.000 krónur. Af hálfu stefnanda flutti málið Hrefna Björk Rafnsdóttir lögmaður og af hálfu stefnda Óskar Thorar ensen lögmaður. Lárentsínus Kristjánsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð Stefndi, íslenska ríkið, greiði stefnanda, A , 25 0.000 krónur auk almen nra vaxta af þeirri fjárhæð f rá 24. september 2017 til 28. febrúar 2019, sbr. 1. mgr. 8. gr., sbr. 1. málslið 4. gr., laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, og með dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr., sömu laga frá þeim degi t il greiðsludags . Málskostnaður fellur niður. Gjafsóknarkostnaður stefnanda , þar með talin þóknun lögmanns hennar, 600 .000 krónur, greiðist úr ríkissjóði. Lárentsínus Kristjánsson