Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 26. mars 2020 Mál nr. S - 6174/2019: Héraðssaksóknari ( Pétur Hrafn Hafstein saksóknarfulltrúi) g egn Emanúel Aron i F . Þórunnars yni ( Guðmundur St. Ragnarsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 10. mars 2020, var höfðað með ákæru héraðssaksóknara, dags. 31. október 2019 , á hendur: [...] , [...] , Reykjavík, fyrir eftirgreindar sérstaklega hættulegar líkamsárásir: I. [...] Með því að hafa að kvöldi [...] nóvember 2017, á skemmtistaðnum M við [...] , Reykjavík, slegið A , kennitala [...] , með glerglasi í andlitið, svo glasið brotnaði við höggið, og í beinu framhaldi slegið hann tveimur til þremur hnefah öggum í andlitið svo hann féll í gólfið. Af árásinni hlaut A marga skurði í andlit sem sauma þurfti með tuttugu og einu spori, það er þriggja sentímetra skurð hægra megin á enni, eins sentímetra skurð vinstra megin á enni, eins sentímetra skurð á nefi og þ riggja sentímetra skurð yfir efri vör vinstra megin við miðlínu sem klauf vörina, þrjá litla skurði yfir handarbaki á hægri hönd og innkýlt nefbrot vinstra megin sem gera þurfti að með nefréttingu. Telst þetta varða við 2. mgr. 218. gr. almennra hegningar laga nr. 19/1940. II. 2 [...] Með því að hafa aðfaranótt [...] apríl 2018, að [...] , slegið B , kennitala [...] , með flötum lófa í andlitið, og skömmu síðar, slegið hann með glerflösku aftan á höfuðið. Af árásinni hlaut B þriggja sentímetra langan og þriggja til fjögurra millimetra djúpan skurð á hnakka sem sauma þurfti með fjórum sporum. Telst þetta varða við 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkröfur: Af hálfu A , kennitala [...] , vegna ákæruliðar I, er þess krafist að ákærði verði dæmdur til að greiða honum 2.429.075 kr. ásamt 4,5% vöxtum frá [...] nóvember 2017 til þess dags er mánuður er liðinn frá birtingu bótakröfu þessarar en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Jafnframt er krafist málskostnaðar eða þóknunar réttargæslumanns verði hann skipaður. Af hálfu B , kennitala [...] , vegna ákæruliðar II, er þess krafist að ákærði verði dæmdur til að greiða honum 830.000 kr. ásamt 4,5% vöxtum frá [...] apríl 2018 til þess dags er mánuður er liðinn frá birtingu bótakröfu þessarar en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Jafnframt er krafist málskostnaðar eða þóknunar réttargæslumanns verði hann Verjandi ákærða gerir þær kröfur að ákærði verði sýknaður af ákærulið I og bótakröfu brotaþola vísað frá dómi. Til vara krefst hann vægustu refsingar er lög leyfa og lækkunar bótakröfu. Þá krefst hann vægustu refsingar er lög leyfa hvað varðar ákærulið II og lækkunar bótakröfu. Þá krefst hann hæfilegra málsvarnarlauna að mati dómsins sem greiðist úr ríkissjóði. I. Ákæruliður I Samkvæmt því sem fram kemur í frumskýrslu lögreglu frá [...] nóvember 2017 var tilkynnt um stórfellda líkamsárás á M kl. [...] . Á vettvangi var mikill mannfjöldi og var brotaþoli inni á staðnum. Ákærði var fyrir utan og ræddi við lögregluna. Segir í skýrslunni að hann hafi verið rólegur og ekki virst vera undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Kvaðst hann hafa átt í orðaskiptum við brotaþola að frumkvæði þess síðarnefnda. Þeir hafi farið að ýta hvor öðrum og allt í einu hafi brotaþoli skallað hann 3 í andlitið. Kvaðst ákærði þá hafa varið sig og kýlt brotaþola í andlitið en áttað sig á því að hann hefði verið með glas í hendinni sem b rotnaði við höggið. Þá kvaðst ákærði - Rætt var við þrjú vitni á staðnum sem lýstu atburðarásinni að hluta til. Ekki var unnt að ræða við brotaþola á staðnum sökum ástan ds hans en hann var fluttur á bráðamóttökuna. Segir í frumskýrslu að tilraun hafi verið gerð til að ræða við brotaþola þegar þangað var komið en hann hafi ekki munað eftir atvikinu. Ákærði var yfirheyrður á lögreglustöð í kjölfar handtöku og lýsti atvikum í meginatriðum á sama veg og á vettvangi. Í skýrslunni kom fram að brotaþoli hefði skallað hann í andlitið og þegar ákærði hefði ýtt honum í burtu hefði hann slegið hann í höfuðið með glasi. Brotaþoli kom á lögreglustöðina [...] nóvember 2017 til þess a ð leggja fram kæru á hendur ákærða fyrir framangreinda líkamsárás. Brotaþoli tók fram að hann hefði verið talsvert ölvaður og myndi atvik ekki vel. Kvaðst hann hafa lent í útistöðum við mann sem hann lýsti og það hafi endað með því að hann skallaði manninn í höfuðið. Hafi hann vankast við höggið og fallið aftur fyrir sig á pallinn og misst meðvitund. Aðspurður kvaðst hann muna eftir því að hafa verið sleginn einu sinni eða tvisvar í andlitið. Þá minnti hann að árásarmaðurinn hefði stungið hann með glerbrotu m í andlitið. Meðal gagna máls er læknisvottorð dagsett [...] desember 2017 vegna komu brotaþola á bráðamóttöku þann [...] nóvember 2017. Segir í vottorðinu að brotaþoli hafi verið mjög ölvaður og ekkert munað eftir atvikum. Hafi lögregla upplýst lækni um það sem gerst hafði. Við skoðun kom í ljós 3 cm skurður hægra megin á enni, 1 cm skurður vinstra megin á enni, 1 cm skurður á nefi og töluvert stór skurður , um 3 cm að lengd , yfir efri vör vinstra megin við miðlínu sem klauf vörina upp. Einnig var brotaþo li með þrjá litla skurði á handa r baki á hægri hendi . Tölvusneiðmynd sýndi merki um blæðingu undir húð að framanverðu við enni vinstra megin sem mældist 6x30 mm að stærð auk þess sem innkýlt nefbrot sást vinstra megin en einnig sást vökvafyllt rými, líklega af blóði, við ennisholu. Voru áverkarnir meðhöndlaðir svo að saumaðir voru skurðir í andliti ð með alls 21 spori, þar af var stærsti skurðurinn yfir vör brotaþola. Í samráði við sérfræðing á háls - , nef - og eyrnadeild var ákveðið að rétta nefbrotið viku síð ar. Í vottorði sérfræðings á háls - , nef - og eyrnadeild kemur fram að brotaþoli hafi verið meðhöndlaður [...] nóvember 2017 vegna nefbrotsins. Var brotið rétt í staðdeyfingu og gekk það vel. 4 Verður nú gerð grein fyrir framburði ákærða, brotaþola og anna rra vitna við aðalmeðferð málsins, að því marki sem nauðsynlegt þykir til úrlausnar þess. Ákærði kvaðst hafa verið á M í röð við salernið. Þá hafi komið að honum maður og sagt við hann eitthvað á þá leið að dömurnar ættu að ganga fyrir. Kvaðst ákærði hafa neitað því og hefði maðurinn þá skallað hann í andlitið. Aðspurður kvað hann manninn hafa skallað hann af ásettu ráði en hann hefði starað á hann áður en hann vaðst ákærði ekki hafa hlotið áverka við það. Í framhaldinu kvaðst ákærði hafa tekið í manninn með annarri hendinni og kýlt hann með hinni tvisvar eða þrisvar sinnum. Hafi hann verið með bjórglas í hendi sem hafi brotnað eftir fyrsta höggið. Kvaðst ákærði hafa séð blóð í andliti mannsins en við það hefði honum brugðið og hætt. Maðurinn hafi svo fallið í gólfið og kvaðst ákærði hafa gengið í burtu. Hafi þetta allt gerst mjög hratt. Spurður hvort maður inn hefði slegið hann með glasi kvað ákærði svo vera. Eftir að hann skallaði hann hefði ákærði ýtt honum frá sér og hefði hann hafi rispast á eyranu. Ákærði kvaðst hafa leitað aðhlynn ingar en verið vísað frá slysadeild enda ekki um alvarlegan áverka að ræða. Hafi honum verið vísað á læknavaktina. Ákærði kvaðst nánast hafa verið allsgáður en hann hefði bara fengið sér eitt til tvö bjórglös. Maðurinn hefði hins vegar verið mjög ölvaður e n ákærði kvaðst hafa séð það á augum hans auk þess sem hann hefði Brotaþoli kvaðst hafa verið að skemmta sér. Kvaðst hann hafa verið talsvert ölvaður. Hann hafi gengið í átt að salerninu en þar hafi verið röð. Vitnið kvaðst hafa séð ákærða þar og bent honum á að snyrtingin væri fyrir konur. Kvaðst hann hafa tekið aðeins í föt ákærða. Í framhaldinu hafi þeir tekist á og ákærði hafi hálfpartinn rotað hann. Hafi hann svimað og allt hringsnúist en hann hafi lent í gólfinu. Hafi ákærði kýlt hann í andlitið í framhaldinu en hann hafi sett hendurnar fyrir sig og fengið gler í þær. Hafi höggin verið fleiri en eitt eftir að hann lenti í gólfinu. Brotaþoli kvaðst lítið muna eftir sér eftir það. Hafi hann lítið munað í nokkra daga eftir atvik ið en síðan hafi það smám saman komið. Aðspurður kvaðst brotaþoli hvorki muna eftir því að hafa skallað ákærða í aðdraganda þess er síðar gerðist né slegið hann með glasi. Borinn var undir hann framburður hans í kæruskýrslu þar sem hann kvaðst hafa skallað ákærða að fyrra bragði. Kvaðst brotaþoli ekki muna eftir því að hafa sagt það sem þar er haft eftir honum. Þá lýsti brotaþoli áverkum sínum eftir árásina. C kvaðst hafa staðið við barinn á M og hafa þá séð mjög drukkinn mann við röð á salernið. Hann hafi vaggað til og frá. Annar maður hafi staðið andspænis honum. Kvaðst hún hafa séð þegar sá drukkni virtist detta fram fyrir sig á hinn en sá hafi brugðist við með því að slá glasi í höfuðið á honum. Mikil læti hafi orðið í kjölfarið. Brotaþoli hafi farið ut an í vegg við salernið. Borinn var undir vitnið framburður hennar hjá lögreglu þar sem hún kvaðst hafa heyrt brothljóð og gert ráð fyrir að 5 brotaþolinn hefði verið sleginn með glasi. Kvað vitnið rétt eftir sér haft en í minningunni fyndist henni sem hún he fði séð brotaþola sleginn með glasinu. Þá sé það tilfinning hennar að skallinn hafi verið óviljaverk án þess að hún geti fullyrt um það. Vitnið kvaðst ekki hafa séð aðdraganda þess sem gerðist og aðeins hafa orðið vör við þetta eina högg. Hafi henni fundis t sem ákærði bakkaði eftir það hál f partinn og segði , eins og honum hefði brugðið eftir að hafa slegið brotaþola í reiðikasti. Vitnið kvaðst hafa séð eitthvert blóð á brotaþola en kvaðst ekki geta lýst því frekar. D kvaðst hafa staðið í biðröð á sa lernið. Á staðnum hafi verið fjöldi fólks. Eldri maður hafi verið að spyrja einhverra spurninga varðandi það en salerni þetta hafi verið fyrir bæði kynin. Kvaðst vitnið hafa séð þegar maðurinn skallaði yngri mann sem var beint fyrir framan hann. Eftir það hefðu brotist út áflog og sá yngri hefði ráðist að manninum. Kvaðst vitnið hafa forðað sér út og því ekki séð hvað gerðist eftir þetta. Aðspurð kvað hún ekki hafa verið um óviljaverk að ræða þegar eldri maðurinn skallaði þann yngri. Hún hefði séð þegar hann reigði höfuðið aftur og skallaði. Hafi hún gefið sig fram við lögreglu til þess að bera um það sem hún sá. Vitnið kvað eldri manninn hafa verið talsvert ölvaðan en sá yngri hefði ekki virst vera ölvaður. E kvaðst hafa verið að panta bjór á i salernin. Hafi hann séð mann slá annan með glerglasi og fylgja því eftir með tveimur höggum. Hafi hann séð glerbrot þeytast um. Taldi vitnið að glasið hefði brotnað við fyrsta höggið. Þá hafi brotaþolinn lent í gólfinu. Hafi hann séð skurð í andliti brotaþolans eftir það. Vitnið kvaðst ekki hafa séð aðdragandann en kvað einhverjar stimpingar hafa verið á milli mannanna. Kvaðst hann hafa veitt brotaþolanum athygli fyrr um kvöldið og hann hefði verið ölvaður. II. Niðurstaða Ákærði hefur viðurkennt að hafa slegið brotaþola tvisvar til þrisvar sinnum í andlit með glerglas í hendi en glasið hafi brotnað við fyrsta höggið. Ákærði kvaðst hafa hætt þegar brotaþoli hefði verið kominn í gólfið. Kvaðst hann hafa tekið eft ir því að blæddi úr brotaþola og brugðið við það. Ákærði reisir varnir sínar á því að hann hafi ekki haft ásetning til að skaða brotaþola heldur hafi viðbrögð hans verið ósjálfráð. Þessu hafnar dómurinn enda var ákærði vel meðvitaður um aðstæður allar og brást ákveðið við. Er það í samræmi við framburð vitna. Frá þessu greindi hann sjálfur á trúverðugan hátt. Mátti honum vera ljóst að það að slá mann sem var í návígi við hann, með glerglasi í andlit, var stórhættuleg aðferð og til þess fallin að valda mik lu líkamstjóni. Bar ákærði að glasið hefði brotnað við fyrsta höggið en engu að síður hélt hann barsmíðunum áfram. Ber 6 það vott um einbeittan ásetning. Verður brot hans því heimfært undir 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði reisir varnir sínar jafnframt á því að um neyðarvörn hafi verið að ræða og sé háttsemi hans því refsilaus samkvæmt 1. mgr. 12. gr. almennra hegningarlaga. Hafi brotaþoli ráðist á hann að fyrra bragði og skallað fyrirvaralaust og slegið með glasi. Í kjölfarið hafi hann gripið til varna með þeim hætti er áður greinir. Brotaþoli kvaðst ekki muna eftir því að hafa skallað ákærða í aðdraganda þess er síðar gerðist og rak ekki minni til að hafa borið um slíkt í skýrslu lögreglu. Skýrsla brotaþola var ekki hljóðrituð. Á hinn bóginn fær framburður ákærða um að brotaþoli hafi skallað hann af ásettu ráði stoð í afdráttarlausum og trúverðugum framburði vitnisins D . Telst þessi háttsemi brotaþola sönnuð. Ákærði hefur hins vegar einn borið um að brotaþoli hafi einnig lamið hann með glasi sem hafi brotnað við höggið. Þrátt fyrir að getið sé um sjáanlega áverka á ákærða í skýrslu lögreglu sem geta samræmst frásögn hans um skalla og högg liggur ekki fyrir sönnun þess að áverkar brotaþola á eyra verði raktir til slíks höggs . Eins og áður greinir réðst ákærði í kjölfarið á brotaþola og s ló hann ítrekað. Linnti hann ekki látum þrátt fyrir að hann yrði þess áskynja að glasið brotnaði við barsmíðarnar. Verður árás hans ekki réttlætt með neyðarvörn sem nauðsynleg hafi verið til þess að afstýra yfirvofandi árás enda var árásin afstaðin. Því er ekki fallist á að skilyrði 1. mgr. 12. gr. almennra hegningarlaga séu uppfyllt. Af sömu ástæðum kemur 2. mgr. 12. gr. ekki til álita í málinu. Verður ákærði sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru. Eins og atvikum er háttað eru ekki efni til að líta til 1. tl. 1. mgr. 74. gr. almennra hegningarlaga. Ákæruliður II. Ákærði hefur skýlaust játað brot sitt samkvæmt þessum ákærulið. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og er brot hans rétt heimfær t til refsiákvæða í ákæru. II. Ákærði hefur ekki áður hlotið refsingu fyrir ofbeldisbrot. Hann hefur nú verið sakfelldur fyrir tvær sérlega hættulegar líkamsárásir. Samkvæmt sakavottorði gekkst hann undir sátt þann [...] apríl 2018 vegna fíkniefnalagabrots. Brot hans nú eru framin fyrir þann tíma og verður honum því dæmdur hegningarauki við sáttina, sbr. 78. gr. almennra hegningarlaga. Við ákvörðun refsingar horfir til þyngingar að um hættulegar árásir var að ræða m.t.t. verknaðaraðferðar. Í hvorugu tilvikinu skeytti ákærði um afleiðingar háttsemi sinnar og linnti ekki látum. Var mildi að ekki fór verr , en áverkar brotaþola í I. kafla 7 ákæru voru þó verulegir. Vísast í þessu sambandi til 1., 3. og 6. tl. 1. mgr. 70. gr. alm ennra hegningarlaga. Dómurinn lítur til atvika í aðdraganda þess að ákærði réðst á brotaþola en komist var að þeirri niðurstöðu að sá síðarnefndi hefði átt upptökin að því sem gerðist með óforsvaranlegri og tilefnislausri árás. Þrátt fyrir að framgreint ré ttlæti ekki viðbrögð ákærða verður þó litið til sérreglu 3. mgr. 218. gr. c í almennum hegningarl ögum við ákvörðun refsingar . Að öllu framangreindu virtu þykir hæfileg refsing ákærða vera fangelsi í átta mánuði Meðferð málanna dróst verulega hjá lögreglu e n ekkert var aðhafst vegna máls samkvæmt I. kafla ákæru í rétt rúmt ár áður en það var sent Héraðssaksóknara 20. febrúar 2019. Þá var ekkert aðhafst vegna máls samkvæmt II. kafla ákæru í tæpt ár áður en það var sent Héraðssaksóknara 4. september 2019. Ákær a máls var gefin út 31. október 2019. Að framangreindu virtu og þegar litið er sakaferils ákærða þykir rétt að fresta fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Af hálfu A er krafist skaðabóta að fjárhæð 831.100 krónur krónur , en í fyrirtöku 18. desember sl. var fallið frá þeim hluta skaðabótakröfu er laut að varanlegum miska . Krafa brotaþola vegna útlagðs kostnaðar er studd gögnum og tekin til greina. Brotaþoli á rétt á miskabótum með vísan til 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Við ákvörðun miskabóta er litið til þess að brotaþoli hlaut talsverða áverka og mun að öllum líkin dum bera varanleg ör í andliti. Eins og mál þetta er vaxið þykir ekki efni til að láta brotaþola bera hluta tjóns síns sjálfur. Þykja miskabætur hæfilega ákveðnar 5 00.000 krónur. Þá er af hálfu B krafist skaðabóta að fjárhæð 830.000 kr. Ákærði játaði brot sitt skýlaust og viðurkenndi bótaskyldu. Krafa um útlagðan kostnað vegna sjúkrakostnaðar er ekki studd gögnum. Á hinn bóginn liggur fyrir læknisvottorð þar sem fram kemur að brotaþoli hafi verið fluttur á slysadeild í sjúkrabíl og saumuð fjögur spor í höf uð hans. Ákærði mótmælti ekki greiðslu kostnaðar vegna þessa og verður því á hann fallist. Brotaþoli á rétt á miskabótum með vísan til 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Í þessum efnum er litið til áverka hans sem var ekki verulegur. Þykja miskabætur hæfil ega ákveðnar 250 .000 krónur . Þá ber ákærða að greiða brotaþola 180.000 krónur í málskostnað í tengslum við einkaréttarkröfu brotaþola hvora um sig. Í greinargerð með einkaréttarkröfum er krafist vaxta með vísan til 16. gr. skaðabótalaga en sú lagatilvísun á ekki við. Krafan uppfyllir ekki skilyrði d - liðar 1. 8 mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og er vísað frá dómi án kröfu. Krafa um dráttarvexti er tekin til greina og er upphafstími þeirra mánuði eftir þingfestingu málsins. Með vísan til 1. mgr. 235. gr. laga um meðferð sakamála ber að dæma ákærða til að greiða allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, þóknun réttargæslumanns brotaþola og annan sakarkostnað samkvæmt framlögðum yfirlitum, allt eins og nánar grei nir í dómsorði. Sigríður Hjaltested héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D ó m s o r ð : Ákærði, Emanúel Aron F. Þórunnarson, sæti fangelsi í átta mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 . Ákærði greiði A 531 . 1 00 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. , laga nr. 38/2001 frá 2. janúar 2020 til greiðsludags og 180.000 krónur í málskostnað . Kröfu um vexti er vísað frá dómi án kröfu. Ákærði greiði B 2 8 0 .000 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. , laga nr. 38/2001 frá 2. janúar 2020 til greiðsludags og 180.000 krónur í málskostnað . Kröfu um vexti er vísað fr á dómi án kröfu. Ákærði greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns , Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns, 400.520 krónur og 67.533 krónur í annan sakarkostnað. Sigríður Hjaltested (sign.)