Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 1 . des ember 2021 Mál nr. S - 4890/2021 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ( Lína Ágústsdóttir aðstoðarsaksóknari ) g egn Axel Frey Kára syni ( Ómar R. Valdimarsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 10. nóvember sl. , er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 19. október 2021, á hendur Axel Frey Kárasyni , kt. [...] , [...] , Reykjavík , fyrir eftirtalin hegningar - og umferðarlagabrot: 1. Gripdeild með því að hafa, laugardaginn 20. mars 2021, í verslun 66° Norður í Kringlunni 4 - 12 í Reykjavík, tekið ófrjálsri hendi þrjár úlpur að verðmæti samtals 495.000 krónur og hlaupið með þær út úr versluninn i án þess að greiða fyrir. Telst brot þetta varða við 245. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 2. Nytjastuld og umferðarlagabrot með því að hafa, föstudaginn 26. mars 2021, í heimildarleysi tekið bifreiðina [...] þar sem að hún stóð við Freyjugötu í Re ykjavík, og ekið bifreiðinni sviptur ökuréttindum og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði ákærða mældist amfetamín 295 ng/ml og tetrahýdrókannabínól 1,1 ng/ml), um Ánanaust í Reykjavík, að Olís, þar sem lögregla s töðvaði aksturinn. Telst brot þetta varða við 1. mgr. 259. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., allt sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 3. Þjófnað með því að hafa, fimmtudaginn 16. apríl 2021, í ve rslun NOVA í Kringlunni 4 - 12 í Reykjavík, stolið vöru að verðmæti 3.990 krónur. Telst brot þetta varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 2 4. Þjófnað með því að hafa, miðvikudaginn 21. apríl 2021, brotist inn í bifreiðina [...] þar sem hún stóð við [...] í Reykjavík, og stolið þaðan verkfærum að áætluðu verðmæti samtals 100.000 krónur. Telst brot þetta varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 5. Þjófnað með því að hafa, fimmtudaginn 10. júní 2021, í verslun Nettó að Þönglabakka 1 í Reykjavík, stolið vörum að verðmæti samtals 1.602 krónur. Telst brot þetta varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 6. Þjófnað með því að hafa, á tímabilinu 18. 20. júní 2021, keypt vörur og bensín að verðmæti samtals 79.912 krónur, með dælulykli í eigu A , kt. [...] . Tilvik Dags. og tími Vettvangur Fjárhæð 1 18.06.2021, kl. 12:47 Kvikk Bústaðavegi 25.866 kr. 2 19.06.2021, kl. 18:23 Olís Ánanaust 6.169 kr. 3 19.06.2021, kl. 18:58 Olís Ánanaust 8.509 kr. 4 19.06.2021, kl. 21:54 Olís Ánanaust 11.581 kr. 5 20.06.2021, kl. 04:31 OB Bílshöfða 13.383 kr. 6 20.06.2021, kl. 04:54 Olís Ánanaust 14.404 kr. Telst brot þetta varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 7. Þjófnað með því að hafa, mánudaginn 21. júní 2021, í verslun Nettó að Fiskislóð 3 í Reykjavík, stolið vörum að verðmæti samtals 2.697 krónur. Telst brot þetta varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar skv. 101. gr. laga nr. 77/2019. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Verjandi ákærða krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og hæfilegrar þóknunar sér til handa. 3 Ákærði hefur skýlaus t játað brot sín. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði er fæddur í [...] . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagset tu 13. október 2021, hlaut ákærði tvo dóma í Kaupmannahöfn árið 2019 fyrir þjófnað. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 5. febrúar 2020 var ákærði dæmdur í sex mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir ýmis umferðarlagabrot, þjófnað og nytjastuld. Ákærði hlaut 18 mánaða með dóm i Héraðsdóms Reykjavíkur 23. júní 2020, fyrir ýmis afbrot, meðal annars þjófnað, fjársvik, peningaþvætti og nytjastuld. Með dóminum, sem var að hluta til hegningarauki, var einnig dæmdur upp skilorðsdómurinn sem ákærði hlaut 5. febrúar 2020. Nú síðast hlaut ákærði 30 daga fangelsi með dómi Héraðsdómi Reykjavíkur 10. febrúar 2021 fyrir fjársvik og þjófnað , en dómurinn var hegningarauki við fyrri dóma. Þann 9. mars 2021 var ákærða veitt reynslulausn í 2 ár af eftirstöðvum refsin gar framangreindra dóma, alls 231 dagar. Við ákvörðun refsingar í máli þessu er litið til þess ákærði hefur ítrekað gerst sekur um brot gegn 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og verður því litið til 255. gr. sömu laga og refsing ákærða ákvörðuð í samræmi við það. Til refsimildunar er litið til þess að ákærði hefur játað skýlaust sök fyrir dómi. Líkt og að framan greinir er ákærði nú sakfelldur fyrir ýmiss brot, þ. á m. ítrekaðan þjófnað, en með brotunum rauf ákærði skilyrði reynslulausnar sem að honum hafði verið veitt á afplánun eldri dóma, sbr. framangreint. Verða eftirstöðvarnar því teknar upp og dæmdar með í máli þessu, sbr. 1. mgr. 82. gr. laga nr. 15/2016, um fullnustu refsinga, og ákærðu ákveðin refsing í einu lagi, einnig sbr. 60. gr., sbr. 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með hliðsjón af framangreindu , sakarefni málsins, 60. og 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og að því virtu að ákærði hefur gengist greiðlega við broti sínu þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangel si í 1 0 mánuði . Með vísan til lagaákvæða í ákæru er ákærði sviptur ökurétti í þrjú ár frá 4 . desember 2021. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Ómars R. Valdimarssonar lögmanns , 95.000 krón ur, að meðtöldum virðisa ukaskatti, og 140 .512 krónur í annan sakarkostnað. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Júlí Karlsson saksóknarfulltrúi fyrir Línu Ágústsdóttur aðstoðarsaksóknara. Samúel Gunnarsson , aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: 4 Ákærði, Axel Freyr Kárason , sæti fangelsi í 1 0 m ánuði . Ákærði er sviptur ökurétti í þrjú ár f rá 4 . desember 2021. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Ómars R. Valdimarssonar lögmanns , 95.000 krónur og 140 .512 krónur í annan sakarkostnað. Samúel Gunnarsson