Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 21. október 2020 Mál nr. S - 5423/2020 : Lögreglustjórinn á höfuðborgars væðinu (Einar Laxness aðstoðarsaksóknari) g egn Sunnev u Isis Hoffmann ( Ingólfur Vignir Guðmundsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag, er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 8. september 2020, á hendur Sunnevu Isis Hoffmann, kt. [...] , [...] , [...] , fyrir eftirtalin brot framin á höfuðborgarsvæðinu á árinu 2019 og 2020, nema annað sé tekið fram: 1. Fyrir umferðalagabrot, með því að hafa miðvikudaginn 12. ágúst 2019, ekið bifreiðinni [...] suður Suðurlandsveg við Bolöldu, Ölfushreppi, á 116 km á vegarkafla þar sem leyfður hámarks hraði er 90 km á klst. og svipt ökurétti, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Telst brot þetta varða við 1., sbr. 3. mgr., 37. gr. og 1. mgr. 58. gr., allt, sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 2. Fyrir umferðalag a brot, með því að hafa la ugardaginn 3. september 2019 ekið bifreiðinni [...] svipt ökurétti, frá bifreiðastæði við meðferðastöðina Vog við Grafarvog í Reykavík, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Telst brot þetta varða við 1. mgr. 58. gr. sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr . 77/2019. 3. Fyrir umferða - og fíkniefnalagbrot, með því að hafa þriðjudaginn 15. október 2019 ekið bifreiðinni [...] , undir áhrifum ávana - og fíkniefna, og slævandi lyfja óhæf til að stjórna henni örugglega (í blóði mældist amfetamín 745 ng/ml, kókaín 110 ng/ml, 2 tetrahýdrókannabínól 3,1 ng/ml og alprazólam 13 ng/ml) og svipt ökurétti vestur Skógarsel í Reykjavík, við Þverársel, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn jafnframt á sama tíma haft í vörslum sínum 0,28 g af kókaíni sem ákærða framvísaði til ti l lögreglu. Telst brot þetta varða við 1., sbr. 2. mgr., 50. gr. og 1. mgr. 58. gr. allt, sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 og 2., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/ 2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. 4. Fyrir umferðalagbrot, með því að hafa að kvöldi föstudagsins 19. júní 2020 ekið bifreiðinni [...] svipt ökurétti, V í filstaðaveg í Garðabæ við Sunnuflöt, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Telst brot þetta varða við 1. mgr. 58. gr. sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þess er krafist að ákærða verði dæmd til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar skv. 101. laga nr. 77/2019. Þá er krafist upptöku á 0,28 g kókaín, sem lagt var hald á, samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/ 1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og verjanda ákærð u hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatr iði og ákvörðun viðurlaga. Ákærð a krefst vægustu refsingar sem lög leyfa.Verjandi ákærð u krefst vægustu refsningar sem lög leyfa og hæfilegrar þóknunar sér til handa. Ákærða hefur skýlaust játað brot sín. Sannað er með játningu ákærðu og öðrum gögnum máls ins að ákærða er sek um þá háttsemi sem henni er gefin að sök og eru brot hennar rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærð a er fædd í [...] . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 3. september 2020, hefur ákærðu fimm sinnum áður verið gerð refsing f yrir brot gegn umferðarlögum. Ákærðu var gert að greiða sekt með lögreglustjórasátt 13. ágúst 2013 fyrir akstur undir áhrifum áfengis og ávana - og fíkniefna og svipt ökuréttindum í 12 mánuði frá þeim degi að telja. Þá var ákærðu gerð sektarrefsing með lögr eglustjórasátt 17. janúar 2014 fyrir akstur undir áhrifum lyfja, áfengis og ávana - og fíkniefna og fyrir akstur svipt ökurétti . Var ákærða svipt ökuréttindum í 3 ár frá 13. ágúst 2014 að telja . Með dómi 19. september 2016 var ákærðu gert að sæta fangelsi í 30 daga fyrir akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna og fyrir akstur svipt ökurétti . Var ákærða einnig svipt ökuréttindum ævilangt. 3 Þá var ákærð u gert að sæta fangelsi í 30 daga með dómi 15. maí 2017 fyrir akstur svipt ökurétti. Nú síðast var ákærð u ge rt að sæta fangelsi í 9 0 daga með dómi 30. október 2019 fyrir akstur svipt ökurétti. Þau brot sem ákærða er nú sakfelld fyrir og lýst er í 1. 3. tölulið í ákæru , akstur svipt ökurétti, v oru framin fyrir uppsögu framangreinds dóms frá 30. október 2019 . V erður ákærðu því gerður hegningarauki vegna þeirra brota samkvæmt 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Við ákvörðun refsingar í máli þessu er miðað við að ákærða gerist nú í fjórða sinn sek um akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna og eftir upps ögu dóms frá 30. október 2019 í f immta sinn sek um að aka svipt ökuréttindum , allt innan ítrekunartíma í skilningi 71. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 . Með hliðsjón af framangreindu, sakarefni máls ins , játningu ákærðu og að teknu tilliti til 77. og 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og dómvenju, þykir refsing ákærð u hæfilega ákveðin fangelsi í 6 mánuði . Með vísan til lagaákvæða í ákæru er áréttuð ævil öng ökuréttarsvipting ákærðu frá uppkvaðningu dóms þessa að telja. Með vísan til lagaá kvæða í ákæru eru gerð upptæk til ríkissjóðs 0,28 grömm af kókaíni , sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins. Engan sakarkostnað leiddi af meðferð málsins. Með vísan til 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 , um meðferð sakamála, ber ákærðu að greið a málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Ingólfs Vignis Guðmundssonar lögmanns , 91.760 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti , og 246.346 krónur í annan sakarkostnað. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Vilhjálmur Reyr Þórhallsson aðstoðarsaksóknari fyrir Einar Laxness aðstoðarsaksóknara. Sigríður Dagmar Jóhannsdóttir, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærð a , Sunneva Isis Hoffmann, sæti fangelsi í 6 mánuði. Á réttuð er ævilöng ökurétt arsvipting ákærðu fr á uppkvaðningu dómsins að telja. Upptæk eru gerð til ríkissjóðs 0,28 grömm af kókaíni. Ákærð a greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Ingólfs Vignis Guðmundssonar lögmanns , 91.760 krónur , og 246.346 krónur í annan sakarkostnað . Sigríður Dagmar Jóhannsdótti r