Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 2. júní 2020 Mál nr. S - 2910/2020 : Lögreglustjórinn á höfuðborgars væðinu (Auðbjörg Lísa Gústafsdóttir aðstoðarsaksóknari) g egn Bartlomiej Garbowski ( Skarphéðinn Pétursson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag, var höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 28. apríl 2020, á hendur: fyrir umferðar - og fíknefnalagabrot með því að hafa mánudaginn 20. ágúst 2018, ekið bifreiðinni , sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 45 ng/ml og tetrahýdrókannabínól 1,9 ng/ml) suður Breiðholtsbraut í Rey kjavík og að bifreiðastæði við , þar sem lögregla hafði afskipti af ákærða og jafnframt á sama tíma haft í vörslum sínum 3,95 g af maríhúana, sem lögregla fann við öryggisleit á ákærða. Telst brot þetta varða við 1., sbr. 2. mgr., 50. gr. og 1. mgr. 5 8. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr., umferðarlaga nr. 77/2019 og 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. Þess er krafist að ákærða verði dæmd til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar skv. 101. gr. laga nr. 77/2019. Jafnframt er krafist upptöku á 3,95 g af maríhúana, sem hald var lagt á, samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 2 Verjandi ákærða krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og hæfilegrar þóknunar sér til handa. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um með ferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Ákærði hefur skýlaust játað brot sín. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gög num málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði er fæddur 1991. Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 28. apríl 2020 , á ákærði nokkurn sakaferil að baki. Ákærði gekkst undir sekt samkvæmt lögreglustjórasátt 16. október 2012 , m.a. fyrir akstur undir áhrifum áfengis . Ákærði gekkst aftur undir slíka sekt 21. janúar 2014, en þá fyrir akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna og sviptur ökuréttindum. Með dómi Héraðsdóm s Reykjavíkur 26. júní 2014 var ákærði dæmdur í 45 daga fangelsi fyrir akstur sviptur ökuréttindum og undir áhrifum áfengis og ávana - og fíkniefna. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 6. mars 2019 var ákærði dæmdur í 4 mánaða fangelsi fyrir akstur sviptur ökur éttindum og undir áhrifum áfengis og ávana - og fíkniefna, en auk þess fyrir vörslur ávana - og fíkniefna. Að öðru leyti hefur sakaferill ákærða ekki áhrif við úrlausn þessa máls. Brot þa u sem ákærða er u gefi n að sök í máli þessu voru drýgð áður en síðastgreindur dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 6. mars 2019 var kveðinn upp . Ve rður ákærða því gerður hegningarauki nú, sbr. 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Við ákvörðun refsingar í máli þessu verður við það miðað að ákærða sé nú í f jórða sinn gerð refsing fyrir akstur undir áhrifum áfengis eða ávana - og fíkniefna og í þriðja sinn fyrir akstur sviptur ökuréttindum, allt innan ítrekunartíma í skilningi 71. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með hliðsjón af sakarefni málsins og dóm venju þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 4 5 daga . Með vísan til lagaákvæða í ákæru er á réttuð ævilöng ökuréttarsvipting ákærða. Með vísan til lagaákvæða í ákæru sæti ákærði upptöku á 3 , 95 grömmum af maríjúana , sem lögregla lagði hald á við r annsókn málsins. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Skarphéðins Péturssonar lögmanns, 114.700 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti, og 144.398 krónur í annan sakarkostnað. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Kristín Jónsdóttir aðstoðar saksóknari fyrir Auðbjörgu L ísu G ústafsdóttur aðstoðarsaksóknara. Björg Valgeirsdóttir, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn. 3 D Ó M S O R Ð: Ákærði, Bartlomiej Garbowski , sæti fangelsi í 4 5 daga . Áréttuð er ævilöng ökuréttarsvipting ákærða. Ákærði sæti upptöku á 3 , 95 grömmum af maríjúana. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Skarphéðins Péturssonar lögmanns, 114.700 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti, og 144.398 krónur í annan sakarkostnað. Björg Valgeirsdóttir