Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 22. september 2021 Mál nr. S - 3725/2021 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ( Kristín Einarsdóttir saksóknarfulltrúi ) g egn Virginij u Genutiene Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag, er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 13. júlí 2021, á hendur Virginiju Genutiene, kt. [...] , [...] , [...] , fyrir eftirtalin umferðarlagabrot með því að hafa: 1. Föstudaginn 15. janúar 2021, ekið bifreiðinni [...] svipt ökurétti , undir áhrifum áfengis og óhæf til að stjórna henni vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóðsýni mældist vínandamagn 1,89 og amfetamín 65 ng/ml) um Kaplaskjólsveg í Reykjavík, við hús nr. [...] , þar sem hún án nægilegrar aðgæslu og varúðar ók á bifreiðina [...] þannig að árekstur varð og í kjölfarið ekki sinnt skyldum sínum við umferðaróhapp heldur farið á brott frá vettvangi uns hún var stöðvuð af lögreglu við Eiðistorg á Seltjarnarnesi, v ið Hagkaup. Telst brot þetta varða við e. lið 1. mgr. 14. gr., 1., sbr. 3. mgr. 49. gr., 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 94. gr. og 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 2. Föstudaginn 19. febrúar 2021, ekið bifreiðinni [...] svipt ökurétti og undir áhrifum áfengis (í blóðsýni mældist vínandamagn 1,11 ) um Ánanaust í Reykjavík, við Olís, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Telst brot þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 49. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarl aga nr. 77/2019. 2 3. Fimmtudaginn 18. mars 2021, ekið bifreiðinni [...] svipt ökurétti, með 73 km hraða á klukkustund um Hringbraut í Reykjavík, við Njarðargötu, þar sem leyfður hámarkshraði var 60 km á klukkustund. Telst brot þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 37. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 4. Þriðjudaginn 13. apríl 2021, ekið bifreiðinni [...] svipt ökurétti og óhæf til að stjórna henni vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í bló ðsýni mældist amfetamín 60 ng/ml) um Snorrabraut í Reykjavík, við Vífilsgötu, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Telst brot þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 5. Laugardaginn 29. ma í 2021, ekið bifreiðinni [...] , vanrækt að gefa stefnumerki, svipt ökuréttindum og óhæf að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóðsýni mældist amfetamín 250 ng/ml) um Fellsmúla í Reykjavík, við Síðumúla, þar sem lögregla stöðvaði a ksturinn. Telst brot þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 33. gr., 1., sbr. 2. mgr. 50. gr., 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 94. gr. og 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þess er krafist að ákærða verði dæmd til refsingar, sviptingu ökuréttar og til greiðslu alls sakarkostnaðar . Ákærða sótti ekki þing við þingfestingu málsins og hafði ekki boðað forföll en hafði verið birt ákæra og fyrirkall. Verður málið dæmt samkvæmt heimild í a - lið 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála enda var þess getið í fyrirkallinu að þannig gæti farið um meðferð málsins. Með vísan til framanritaðs og til rannsóknargagna málsins telst framangreind háttsemi sönnuð og er hún rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærða er fædd í [...] . Samkvæmt framlögðu s akavottorði, dagsettu 8. júlí 2021, hefur ákærð u tvisvar sinnum áður verið gerð refsing. Annars vegar var ákærðu gert að greiða sekt með lögreglustjórasátt 13. a príl 2021 og hún svipt ökuréttindum í þrjú ár frá 22. mars 2021 fyrir ölvunarakstur, akstur und ir áhrifum ávana - og fíkniefna og akstur án gildra ökuréttinda. Hins vegar var ákærðu gert að greiða sekt með lögreglustjórasátt 22. 3 nóvember 2020 og hún svipt ökuréttindum í 4 mánuði frá 22. nóvember 2020 fyrir ölvunarakstur og akstur án gildra ökuréttind a. Brot þa u sem ákærð a er nú sakfelld fyrir samkvæmt 1 ., 2., 3. og 4. tölul . ákæru voru frami n áður en ákærð a undirritaði framangreinda lögreglustjórasátt , dags. 13. apríl 2021, og verður henni því dæmdur hegningarauki nú, sbr. 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Við ákvörðun refsingar verður samkvæmt framangreindu við það miðað að ákærða sé nú í þriðja sinn gerð refsing fyrir akstur undir áhrifum áfengis eða ávana - og fíkniefna innan ítrekunartíma í skilningi 3. mgr. 71. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með vísan til þess sem að ofan er rakið, sakarefni málsins , dómvenju og 77. o g 78. g r. almennra hegningarlaga nr. 19/ 1940 þykir refsing ákærð u hæfilega ákveðin fangelsi í 7 0 da ga. Með vísan til lagaákvæða í ákæru er ákærða svipt ökurétti ævilangt frá birtingu dóms þessa að telja. Ákærða greiði 357.145 krónur í sakarkostnað. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Baldvin Einarsson aðstoðarsaksóknari fyrir Kristínu Einarsdóttur saksóknarfulltrúa. Samúel Gunnarsson, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærða, Virginija Genutiene , sæti fangelsi í 7 0 daga. Ákærða er svipt ökurétti ævilangt frá birtingu dómsins að telja. Ákærða greiði 357.145 krónur í s akarkostnað. Samúel Gunnarsson