Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 2 2 . október 2019 Mál nr. E - 2761/2019 : Viðar Már Friðfinnsson ( Ólafur Valur Guðjónsson lögmaður ) g egn í slenska ríki nu ( Óskar Thorarensen lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem höfðað var með stefnu birtri 14. júní 2019, var dómtekið að lokinni aðalmeðferð þann 13. október sl. Stefnandi er Viðar Már Friðfinnsson, . Stefndi er íslenska ríkið. Stefnandi krefst þess aðallega að stefndi greiði honum 16.013.806 krónur með vöxtum skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 26. október 2013 til 2. mars 2018, en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. frá þeim degi til greiðsludags. Til vara krefst stefnandi g reiðslu 5.354.398 króna úr hendi stefnda, með vöxtum skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 26. október 2013 til 2. mars 2018, en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. frá þeim degi til greiðsludags. Til þrautarvara er þess krafist að stefndi verði dæmdu r til að greiða stefnanda skaðabætur að álitum dómsins með vöxtum skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 26. október 2013 til 2. mars 2018, en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. frá þeim degi til greiðsludags. Í öllum tilvikum krefst stefnandi greiðsl u málskostnaðar úr hendi stefnda eins og mál þetta væri ekki gjafsóknarmál. Stefndi krefst aðallega sýknu af öllum kröfum stefnanda og greiðslu málskostnaðar úr hendi hans en til vara að krafa hans verði lækkuð verulega og málskostnaður verði felldur niðu r. I. Mál þetta lýtur að kröfu stefnanda um skaðabætur vegna tjóns sem hann kveðst hafa orðið fyrir sökum þess að lögregla hafi glatað haldlögðum munum í hans eigu. Upphaf málsins er að rekja til þess að þann 26. október 2013 gerði lögregla húsleit að h eimili stefnanda þar sem haldlagðir voru peningar, bókhaldsgögn og ýmsir munir. Meðal þeirra muna sem lagt var hald á voru skartgripir og úr sem fundust í 2 peningaskáp í bílskúr. Í munaskrá nr. 100.734, sem dagsett er 23. ágúst 2019 , er u munirnir skráði r nr. 385973 og lýst þannig: Ýmsir s kartgripir , hringir, Rolex úr, hálskeðjur og bindisnælur. Fannst í svörtu veski í peningaskáp inn í bílskúr . Framleiðendur munanna eru sagðir óþekktir og hvorki getið um raðnúmer né verðmæti munanna. Í skránni kemur fr am að munirnir hafi upphaflega verið skráðir af Þóri Rúnar i Geirssyni lögreglumanni 26. október 2013 . Í stefnu segir að meðal haldlagðra muna hafi verið ábyrgðarskírteini og skráningarvottorð munanna. Að lokinni rannsókn málsins var gefin út ákæra á hendu r stefnanda. Með dómi Landsréttar í máli nr. 69/2018, kveðnum upp 21. september 2018, var stefnandi sakfelldur fyrir meiri háttar brot á skattalögum og almennum hegningarlögum og dæmdur til að sæta fangelsi í 18 mánuði, skilorðsbundið í tvö ár , og jafnfram t dæmdur til að greiða 242.000.000 króna í sekt, að hluta til óskipt með einkahlutafélaginu Lækur, sem einnig var ákært í málinu. Þá var með dómi Landsréttar fallist á kröfu ákæruvaldsins um upptöku eigna í eigu framangreinds einkahlutafélags og Artist ehf . Í ákæru var í öndverðu krafist upptöku þeirra muna sem mál þetta lýtur að, en undir rekstri málsins fyrir héraðsdómi féll ákæruvaldið frá þeirri kröfu. Í bréfi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til héraðssaksóknar a , dagsettu 6. september 2016, er greint frá því að ekki sé að finna neinar frekari færslur um ráðstöfun umdeildra muna, umfram það sem áður er rakið úr munaskýrslunni , og þrátt fyrir ítarlega leit og samtöl við þá lögreglumenn sem að húsleitinni og haldlagningunni stóðu hafi þessir munir ekki f undist í fórum lögreglunnar. Þremur dögum seinna, eða 9. september s.á., lagði stefnandi fram kæru á hendur l ögreglunni á höfuðborgarsvæðinu til héraðssaksóknara vegna hvarfs munanna. Kemur fram í kærunni að stefnandi kveði þessa muni vera verðmæta erfðagr ipi sem hann ætli að lögreglumenn hafi slegið eign sinn á. Af þessu tilefni var málið rannsakað hjá lögreglu og m.a. teknar skýrslur af átta lögreglumönnum, þ. á m. Þóri Rúnari Geirssyni sem kvaðst hafa tekið þátt í húsleit á heimili stefnanda og haldlagningu muna, þar á með al umdeildra muna sem fundust í skáp í bílskúrnum. Hann kvaðst hafa ritað munaskýrslu og gengið frá haldlögðum munum í innsiglaða n poka og strikamerkt þá, en að öðru leyti ekki komið frekar að rannsókn málsins. Þá kom fram í ský rslu Alberts Arnar Sigurðssonar lögreglumanns að hann teldi víst að stefnanda hefðu verið afhentir munir sem haldlagðir voru við húsleitina við lok sem geymt hefði veri ð í veski en hann vissi þó ekki hvort um hefði verið að ræða sama armbandsúr og stefnandi vísi til í kæru sinni. Þá kvað Albert Örn að stefnandi hefði gefið til kynna, þegar honum voru afhentir munirnir, að um væri að ræða ódýrt drasl. Kvað hann víst að lö greglumenn hefðu verið sama sinnis því ef um verðmæta muni hefði verið að ræða hefðu þeir verið skráðir með nákvæmari hætti. Loks segir í skýrslu Alberts Arnar að hann minni að Jens Gunnarsson rannsóknarlögreglumaður og lögmaður stefnanda, 3 Páll Kristjánsso n, hafi verið viðstaddir þegar stefnanda voru afhentir munirnir og kvaðst hann nokkuð viss um að stefnandi hefði kvittað fyrir móttöku þeirra. Rannsókn héraðssaksóknara á afdrifum munanna var endanlega hætt 17. maí 2018 með vísan til 2. málsliðar 4. mgr. 52. gr. laga nr. 88/2008, en áður hafði ríkissaksóknari fellt ákvörðun héraðssaksóknara sama efni s úr gildi og lagt fyrir hann að rannsaka málið frekar, m.a. með því að taka skýrslu af stefnanda, nafngreindum starfsmanni í munavörslu lögreglunnar og mögule ga verjanda stefnanda. Ríkissaksóknari staðfesti hins vegar síðari ákvörðun um að hætta rannsókn málsins þann 27. júlí 2018. Í málinu liggja fyrir skýrslur héraðssaksóknara með samantekt framburðar Þóris Rúnars Geirssonar og Alberts Arnar Sigurðssonar . Með bréfi lögmanns stefnanda til ríkislögmanns 2. febrúar 2018 krafðist hann viðurkenningar á bótaskyldu stefnda vegna hinna horfnu muna. Þeirri kröfu var hafnað bréflega 28. september s.á. Er mál þetta höfðað í kjölfar þessara málalykta utan réttar. Við aðal meðferð málsins gáfu skýrslu eftirfarandi vitni : Ævar Pálmi Pálmason aðstoðaryfirlögregluþjónn, Kristinn Sigurðsson lögreglufulltrúi, Arndís Sveinsdóttir rannsóknarlögreglumaður, Hafliði Þórðarson lögreglufulltrúi, Þórir Rúnar Geirsson lögreglumaður og Alb ert Örn Sigurðsson rannsóknarlögreglumaður. Framburður vitna er rakinn í niðu r stöðukafla dómsins eftir því sem tilefni er til. II. Stefnandi byggir kröfur sínar á því að hann hafi orðið fyrir tjóni vegna ólögmætrar framkvæmdar rannsóknaraðgerða lögreglu á heimili hans 26. október 2013. Kref s t hann bóta vegna munatjóns þar sem hann hafi ekki fengið afhenta muni, merkta nr. 387953 í munaskýrslu lögreglunnar , þrátt fyrir skýra lagaskyldu til þess . Stefnandi byggir kröfu sína aðallega á reglum XXXIX. kafla l aga um meðferð sakamála nr. 88/2008, en til vara á sakarreglunni og reglunni um vinnuveitandaábyrgð. Stefndi , íslenska ríkið , beri bótaábyrgð á ólögmætum rannsóknaraðgerðum lögreglu samkvæmt 1. mgr. 248. gr. laga nr. 88/2008. Jafnframt beri stefndi ábyrgð á saknæmri og ólögmætri háttsemi starfsmanna lögreglunnar, sbr. einkum 1. mgr. 1. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 , og á grundvelli hinnar almennu reglu skaðabótaréttar um vinnuveitandaábyrgð. Stefnandi eigi rétt til bóta á grundvelli hlutlægrar bótareglu 246. gr. laga nr. 88/2008. Ákæruvaldið hafi fallið frá upptökukröfu vegna þeirra muna sem töpuðust í vörslum lögreglu en upptökukrafan hafi verið hluti af ákæru. Með þessu hafi sakarefni málsins að hluta verið fellt niður í skilningi 1. mgr. 246. gr. nefndra l aga en húsleit og haldlagning muna sé meðal þeirra aðgerða sem 2. mgr. greinarinnar vísi til. Bæta skuli fjártjón og miska ef því er að skipta, sbr. 3. mgr. sömu greinar. Stefnandi hafi með engu móti stuðlað að aðgerðum sem hann reisi kröfu sína á, enda sé framkvæmd rannsóknaraðgerða og 4 meðferð haldlagðra muna alfarið á forræði lögreglu. Því sé ekki tilefni til að beita heimild lokamálsliðar 2. mgr. greinarinnar til að fella niður eða lækka bætur til stefnanda. Til vara reisi stefnandi bótakröfu sína á alm ennum reglum skaðabótaréttarins, þ.e. sakarreglunni og reglunni um vinnuveitandaábyrgð. Framkvæmd húsleitar og haldlagningar muna á heimili hans þann 26. október 2013 hafi verið saknæm og ólögmæt. Rannsóknaraðgerðirnar hafi verið framkvæmdar af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og beri stefndi ábyrgð á því tjóni sem af því hlaust. Haldlagningu muna hafi ekki verið aflétt í samræmi við skyldu skv. 72. gr. laga nr. 88/2008 og skýrslugerð við haldlagningu hafi verið ábótavant , en það brjóti í bága við 1. mgr. 5 6. gr. sömu laga. Auk þess hafi haldlagningin ekki samrýmst gildandi verklagsreglum lögreglu á þeim tíma þegar hún hafi farið fram . Á byrgðarskírteini og/eða skráningarvottorð munanna , sem hafi legið meðal haldlagðra muna, sýni af hvaða tegund og undirgerð armbandsúrin hafi verið. Stefnandi telur ljóst að starfsmenn lögreglunar hafi af ásetningi eða gáleysi brotið þær reglur sem gilda um framkvæmd haldlagningar og meðferð lögreglunnar á mununum hafi því bæði verið saknæm og ólögmæt. Við sakarmat verði að ger a strangar kröfur til lögreglunnar um að hún starfi eftir settum lögum og verklagsreglum við rannsóknir sakamála, enda séu þar undir hagsmunir og réttindi sakborninga, sem verndaðir séu með lögum um meðferð sakamála nr. 88/2008, stjórnarskránni og mannrétt indasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Orsakatengsl séu augljós milli þess tjóns sem stefnandi hafi orðið fyrir og framangreindrar saknæmrar og ólögmætrar háttsemi starfsmanna lögreglu. Munir sem haldlagðir séu við rannsókn sakamála verði aðeins gerðir upptækir með dómi, sbr. 1. tl. 1. mgr. 69. gr. a í almennum hegningarlögum nr. 19/1940. Því sé haldlaus sú staðhæfing, sem komi fram í bréfi ríkislögmanns frá 28. september 2018, að fallist hefði verið á kröfu ákæruvaldsins um upptöku munanna ef þeir hefð u enn þá verið fyrir hendi þegar dómur féll í máli ákæruvaldsins gegn stefnanda. Stefnandi byggir á því að umdeildir munir hafi að mestu verið erfðagripir frá föður stefnanda og látinni eiginkonu hans, sem hafi verið vel efnuð. Um sé að ræða fjögur Rolex - ú r og ýmis s konar skartgripi, alls 15 muni. Er á því byggt að verðmæti þeirra, miðað við endurkaupaverð notaðra muna af sömu tegund á ebay.com , eins og það hafi verið í bandaríkjadölum þann 10. maí 2018, miðað við gengi íslensku krónunnar 28. október 2013, sé samtals 16.013.806 krónur, sem sé stefnufjárhæð aðalkröfunnar. Í stefnu er því nánar lýst hvaða tegund úra og skartgripa um sé að ræða og verðmæti hvers munar tiltekið. Krafist sé vaxta skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá því að munirnir hafi verið haldlagðir, 26. október 2013, og dráttarvaxta frá þeim degi þegar mánuður var liðinn frá því að krafist var bóta. 5 Fjárhæð varakröfu byggist á því að sannað sé að að minnsta kosti tvö Rolex - úr hafi verið haldlögð og vísar stefnandi í því efni til munaskýrslu lögreglunnar og framburðar Þóris Rúnars Geirssonar. Rannsóknargögn málsins beri hins vegar ekki með sér um hvaða undirgerð Rolex - ú ra sé að ræða . Því sé varakrafan byggð á meðalverði samkvæmt verðlista Rolex - úra árið 2013 í evrum, miðað við gengi íslenskrar krónu 28. október 2013. Verðmæti hvors úrs, miðað við framangreint, sé 2.677.199 krónur og varakrafan sé því 5. 354.398 krónur , með sömu vöxtum og aðalkrafan. Loks byggir stefnandi á því að m eð hliðsjón af sök stefnda og atvik um máls beri að snúa sönnunarbyrði við í málinu, m.a. um umfang ætlaðs tjóns stefnanda . III. Sýknukrafa stefnda er í fyrsta lagi á því reis t að skilyrði hin n ar hlutlægu bótareglu í 246. gr. laga nr. 88/2008 séu ekki fyrir hendi í málinu. Málið hafi ekki verið fellt niður að hluta í skilningi ákvæðisins, svo sem stefnandi byggi á, heldur hafi stefnandi þvert á móti verið sakfelldur með dómi La ndsréttar. Sakarefnið hafi verið brot gegn skatta - og bókhaldslögum, krafist hafi verið upptöku fjármuna í eigu stefnanda og fyrirtækis hans. Ákæruvaldið hafi fallið frá kröfu um upptöku umdeildra muna þar sem þeir fundust ekki. Ákveðinn ómöguleiki hafi þv í legið að baki þeirri ákvörðun. Verði fallist á það að fullnægt sé skilyrðum 246. gr. laga nr. 88/2008 sé á því byggt að fella eigi niður bætur þar sem stefnandi hafi valdið og stuðlað að aðgerðum gegn sér og vísast í því efni til dóms Landsréttar í máli nr. 69/2018 og dóms héraðsdóms í sama máli, sbr. 2. málsl. 2. mgr. nefndrar greinar. Ítarleg rannsókn hafi farið fram í kjölfar kæru stefnanda. Gripið hafi verið til þeirra rannsóknarúrræða sem frekast hafi verið unnt til að varpa ljósi á það hvað orðið hefði um umdeilda muni. Gerð hafi verið viðamikil rannsókn innanhúss hjá lögreglu auk þess sem héraðssaksóknari hafi rannsakað málið, m.a. í því skyni að meta hvort tilefni væri til að varpa sök á eða gruna tiltekinn starfsmann lögreglu um ásetningsbrot eð a refsiverða háttsemi. Ekkert hafi komið fram við rannsókn málsins sem bent hafi til þess að lögreglum aður hefði slegið eign sinni á hina haldlögðu muni og hafi niðurstaðan verið sú að hvarf munanna væri óupplýst. Ekki hafi verið talinn grundvöllur til áfr amhaldandi og frekari rannsóknar málsins. Að mati stefnda hafi rannsóknin ekki leitt neitt saknæmt í ljós. Þá byggir stefndi á því að ekki sé fullnægt skilyrðum almennu sakarreglunnar, reglunnar um vinnuveitandaábyrgð eða annarra þeirra réttarheimilda sem stefnandi reisir kröfur sínar á. Ósannað sé að stefnandi hafi orðið fyrir tjóni eða hvert umfang ætlaðs tjóns sé eða að orsakatengsl séu milli ætlaðs tjóns og aðgerða lögreglu. Stefnandi beri hallann af skorti á sönnun um þessi atriði og mótmælt sé þeirri málsástæðu stefnanda að snúa beri sönnunarbyrði við að einhverju eða öllu leyti. 6 Þótt meðferð, skráning u og vörslu muna með munanúmeri 385973 kunni að hafa verið ábótavant að einhverju leyti sé því mótmælt að hún hafi verið saknæm og ólögmæt. Eins og atvi kum sé háttað leiði það ekki til skaðabótaskyldu stefnda. Sömuleiðis sé því mótmælt að húsleit og haldlagning á heimili stefnanda hafi verið saknæm og ólögmæt eða að vikið hafi verið frá lagafyrirmælum um framkvæmd slíkra rannsóknaraðgerða, þ. á m. sé því mótmælt að lögregla hafi ekki sinnt skyldu sinni til skýrslugerðar skv. 1. mgr. 56. gr. laga nr. 88/2008. Þá sé því jafnframt mótmælt að sannað sé að lögreglan hafi glatað þeim munum sem tilgreindir eru í munaskrá undir númerinu 385973 og voru haldlagðir í húsleit. Þvert á móti hafi stefnandi ekki sýnt fram á að þessir munir hafi verið til og í hans eigu eða að þeir munir hafi verið haldlagðir sem getið er í stefnu. Þá sé því mótmælt að ábyrgðarskírteini og/eða skráningarvottorð hafi verið meðal þeirra gagn a sem haldlögð voru. Jafnframt sé ósönnuð og vanreifuð sú staðhæfing stefnanda að um sé að ræða verðmæta erfðagripi sem hafi verið í eigu föður hans og látinnar eiginkonu. Engin gögn liggi fyrir um að tilgreinir aðilar hafi átt slíka muni og að stefnandi h afi eignast þá sem arf og að þeir hafi verið í eigu hans þegar húsleit og haldlagning fór fram. málsins, að munir sem haldlagðir voru við húsleit í tengslum við rannsókn ofang reinds orðalagi sé átt við að munir séu ekki lengur í vörslum lögreglunnar. Í því felist ekki viðurkenning á saknæmri, ólögmætri eða skaðabótaskyldri háttsemi. Líkleg skýring s é sú að um hafi verið að ræða verðlitla eða verðlausa muni sem engu máli hafi skipt og stefnandi hafi þegar fengið þá afhenta, sbr. framburð Alberts Arnar lögreglumanns. Þá telur stefndi verulegar líkur á því að munirnir hefðu verið gerðir upptækir í saka málinu hefðu þeir verið fyrir hendi , og m.a. þess vegna séu ekki uppfyllt skilyrði um orsakatengsl og sennilega afleiðingu. Gerð hafi verið krafa um upptöku umdeildra muna en síðar fallið frá þeirri kröfu þar sem munirnir hafi ekki fundist. Því hafi verið færð fyrir því rök að stefnandi eigi ekki réttmæta kröfu um að fá meint andvirði þeirra bætt, enda hafi öll lagaskilyrði verið uppfyllt til upptöku, en aðeins ómöguleiki hafi komið í veg fyrir að sú krafa gengi eftir. Stefndi mótmælir því sem ósönnuðu að þ eir munir sem aðalkrafan byggi st á hafi verið haldlagðir sem og staðhæfin g u um verðmæti þeirra og fjölda. Jafnframt sé fjárhæð kröfunnar mótmælt, þ. á m. aðferð við verðmat munanna, gengisgrundvelli og útreikningum. Sé fjárhæð aðalkröfu verulega vanreifuð . Stefndi hafnar alfarið bótakröfu stefnanda. Stefnandi hafi ekki sýnt fram á að meintir munir sem tilgreindir séu í stefnu hafi verið í hans eigu eða yfirhöfuð til. Útilokað sé að túlka orðalag munaskrár vegna muna með númerið 385973 með þeim hætti sem stefnandi Ýmislegt, Ekki vitað, Ýmsir skartgripir, 7 hringir, Rolex úr, háls keðjur og bindisnælur. Fannst í svörtu veski í peningaskáp inn í svari til þeirra muna sem aðalkrafan byggi st á. Langlíklegast sé að lögregla hefði skráð nánar slík verðmæ ti, hefðu þau fundist. Miðað við nákvæmni skráningar í öðrum liðum í framangreindum skýrslum séu yfirgnæfandi líkur á því að skráning hefði verið nákvæm ef lögregla hefði talið verðmæti í því svarta veski sem um er fjallað í þessu máli. Vísast í þessu samb andi einnig til framburðar Alberts Arnar lögreglumanns í skýrslu hans hjá héraðssaksóknara, sem fyrr er getið. Stefndi hafnar varakröfu stefnanda og mótmælir þeirri málsástæðu að gögn málsins sýni fram á að a.m.k. tvö Rolex - úr hafi verið haldlögð í húsleit inni. Öllu sem útreikningi bótakröfunnar viðkemur sé mótmælt, m.a. fjárhæðum, tegundum, undirgerðum, verðum, sínar á. Varakröfu sína um lækkun styður stefndi við þær má lsástæður og sjónarmið sem fram komi í umfjöllun um aðalkröfu hér að framan. Engin gögn sanni þann fjölda úra af Rolex - gerð og annarra muna sem stefnandi byggir aðalkröfu sína á né heldur fjölda úra og annars sem varakrafa hans er byggð á. Stefndi mótmælir vaxtakröfu stefnanda og upphafsdegi vaxta. Vextir eldri en fjögurra ára frá birtingardegi stefnu að telja séu fyrndir , sbr. 3. gr. laga nr. 150/2007. Fjárhæð bótakröfu hafi fyrst komið fram í stefnu. Verði fallist á dráttarvaxtakröfu stefnanda komi þeir f yrst til álita frá dómsuppsögudegi eða í öllu falli ekki fyrr en mánuði eftir birtingu stefnu. IV. Í málinu krefur stefnandi stefnda um bætur vegna tjóns sem hann kveðst hafa orðið fyrir vegna aðgerða lögreglu í október 2016 í tengslum við rannsókn á refs iverðri háttsemi stefnan da. Lögregla gerði m.a. húsleit á heimili stefnanda í tengslum við rannsóknina og haldlagði ýmsa muni. Að rannsókn lokinni var stefnandi ákærður og sakfelldur fyrir meiri háttar brot á skattalögum og hegningarlögum , sbr. dóm Landsré ttar í máli nr. 69/2018, kveðinn upp 21. september 2018. Í dóminum var fallist á kröfu ákæruvalds ins um upptöku tiltekinna eigna félaga sem tengjast stefnanda. Svo sem greinir í atvikalýsingu dómsins haldlagði lögregla m.a. muni sem fundust í læstum skáp í bílskúr á heimili stefnanda. Þessir munir hafa ekki fundist í fórum lögreglu og ekki liggur fyrir hver afdrif þeirra urðu. Ágreiningur málsins snýst um það hvort og þá hve miklu tjóni þ etta hefur valdið stefnanda. Í munaskrá lögreglu er umdeildum munum Ýmsir s kartgripir , hringir, Rolex úr, hálskeðjur og bindisnælur. Fannst í svörtu veski í peningaskáp inn í bílskúr . Þar sem munir þessir fundust ekki eftir að ákæra var gefin út 8 var fallið frá kröfu um upptöku þeirra og af sömu ástæðu hefur ekki reynst unnt að skila þeim til stefnanda með sannanlegum hætti . Stefnandi byggir kröfur sínar á því að með þessu hafi hann orðið fyrir tjóni og krefur stefnda um skaðabætur vegna þess. Stefnandi byggir kröfur sína í fyrsta lagi á ábyrgðarreglum XXXIX. kafla laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála. Þar er mælt fyrir um hlutlæga ábyrgð stefnda vegna tiltekinna rannsóknaraðgerða lögreglu, þar á meðal hald lagning u eigna , að uppfylltum tilteknum skilyrðum, sbr. 2. mgr. 246. gr. laganna. Skilyrði þess að bætur komi til greina samkvæmt þessu ákvæði eru þau að mál manns hafi verið fellt niður eða hann hafi verið sýknaður með endanlegum dómi, enda hafi það ekki verið gert vegna ósakhæfis sakbornings, sbr. 1. mgr. sömu greinar. Í máli þessu li ggur fyrir að stefnandi var fundinn sekur um þá háttsemi sem var grundvöllur rannsóknaraðgerða lögreglu, sbr. áðurnefndan dóm Landsréttar í máli nr. 69/2018 . Krafa um haldlagningu muna felur í sér kröfu um viðurlög. Að falla frá slíkri kröfu að hluta felur ekki í sér niðurfellingu máls. Er þeirri málsástæðu stefnanda hafnað. Með því brestur skilyrði til bóta á grundvelli þeirrar bótareglu sem 246. gr. sakamálalaga nr. 88/2008 mælir fyrir um. Verður því ekki fjallað nánar um önnur skilyrði ákvæðisins. Eftir stendur að taka afstöðu til kröfu stefnanda um bætur á grundvelli almennu sakar r eglunnar og reglunnar um ábyrgð vinnuveitanda á tjóni sem starfsmenn hans valda. Samkvæmt ne fndum reglum ber tjónþoli sönnunarbyrði fyrir því að skilyrði bótaskyldu séu fyrir hendi, þar á meðal um að tjón hafi orðið og hvert umfang þess er. Hafnað er þeirri málsástæðu stefnanda að snúa beri sönnunarbyrði við að hluta eða öllu leyti . Ekki er ágreiningur um að lögregla lagði hald á tiltekna muni og lýsti þeim í munaskrá með áður greindum hætti. Vitnið Þórir Rúnar Geirsson lögreglumaður lýsti því í skýrslu fyrir dómi að hann hefði tekið þátt í húsleit hjá stefnanda. Hann kvaðst hafa fundið svart veski í læstum skáp í bílskúr á heimili stefnanda. S ig minnti að í veskinu hefðu verið fleiri en eitt úr og einhver jir skartgrip ir. Hann kvaðst hafa haft efasemdir um verðmæti þessara muna en þar sem þeir hefðu fundist í læstum skáp hefðu þeir verið haldlagðir. Hann bar jafnframt að hann hefði ekki séð skráningarskírteini eða ábyrgðarskírteini þessara muna og kvað þau skj öl sem fundist hefðu ekki hafa tengst þessum skartgripum. Vitnið kvaðst einnig hafa komið að skráningu þessara muna í munaskrá. Önnur vitni báru um að læstur skápur hefði verið í bílskúr þar sem fundist hefðu vopn en annaðhvort mundu ekki eða höfðu ekki verið vitni að haldlagningu umdeildra úra og skartgripa. Skráning u umdeildra muna í munaskrá lögreglu hefur verið lýst að framan. Ó umdeilt er að þessari skráningu var ábótavant auk þess sem engin gögn liggja fyrir um afdrif munanna eftir að þeir voru haldlagðir. Af þessum sökum er fyrir að fara sök , í skilningi sakarreglu nnar , hjá starfmönnum sem stefndi ber ábyrgð á sem bakað getur stefnda bótaábyrgð að uppfylltum öðr um skilyrðum sakarreglunnar. 9 Ítarleg rannsókn á afdrifum umdeildra muna fór fram hjá lögreglu og af hálfu héraðssaksóknara. Hvorki niðurstaða þeirra rannsókna né nokkuð annað sem fram er komið í málinu veitir vísbendingu um að hvarf þessara muna sé að rekj a til þess að einhver sem stefndi beri ábyrgð á hafi slegið eign sinni á þá eða önnur saknæm háttsemi skýri hvarf þeirra. Er því engin stoð fyrir staðhæfingum stefnanda í þessa veru. Vitnið Albert Örn Sigurðsson rannsóknarlögreglumaður kom fyrir dóm og sta ðfesti efni skýrslu sinnar hjá héraðssaksóknara. Í henni kemur fram að stefnanda hafi verið afhentir munir við lok yfirheyrslu og hann minni að það hafi verið armbandsúr og fleiri verðlitlir munir. Jafnframt er haft eftir vitninu í skýrslu héraðssaksóknara að stefnandi sjálfur h efði lýst því yfir þegar hann tók við þessum munum að þeir væru verðlitlir . Enn fremur er vikið að því að verjandi stefnanda hafi verið viðstaddur þegar munirnir voru afhenti r . Fyrir dómi kvaðst hann ekki geta fullyrt að um sömu muni væri að ræða og skráðir væru í munaskrá undir númerinu 100.734 en sagði að stefnanda hefði verið afhent Fyrir liggur að héraðssaksóknari tók skýrslu af stefnanda í þágu rannsóknar á afdrifum umdeildra muna en sú skýrsla er ekki meðal framlagðra gagna og stefnandi gaf ekki aðilaskýrslu fyrir dómi. Þá liggur fyrir í gögnum málsins að haft var samband við verja nda stefnanda sem kveður það rangt að hann hafi verið viðstaddur afhendingu einhverra muna til stefnanda. Ekki liggja fyrir í málinu önnur gögn eða vitnisburður sem varpa frekara ljósi á verðmæti umdeildra muna sem haldlagðir voru og afdrif þeirra í fórum lögreglu. Gögn þessi og vitnisburður vitna styðja ekki staðhæfingar stefnanda um það að haldlagðir munir hafi verið þeir munir sem aðal - og varakrafa hans byggja st á. Þvert á móti eru í framangreindum gögnum vísbendingar um að haldlagðir munir hafi verið verðlitlir og þeir hafi verið afhentir stefnanda áður en sakamálarannsókn á hendur honum lauk. Málatilbúnaður stefnanda er á því reistur að haldlagðir hafi verið verðmætir munir og hann hafi ekki fengið þeim skilað þegar haldlagningu var aflétt. Aðalkrafan er byggð á því að um hafi verið að ræða fjögur Rolex - úr af tiltekinni undir gerð, þrjár gullkeðjur, sex gullhringar og tvær bindisnælur og verðmæti hvers munar hafi verið allt að 3,6 milljónir króna. Varakrafan byggist á því að haldlögð hafi verið a.m.k. t vö Rolex - úr af ótilgreindri undirgerð. Samkvæmt almennum sönnunarreglum einkamálaréttarfars ber stefnandi sönnunarbyrði fyrir staðhæfingu sinni um að tjón hafi orðið og hvert umfang þess er. Jafnvel þótt unnt sé að fallast á það með stefnanda að í ljósi at vika málsins kunni að vera rétt að slaka á sönnunarbyrði hans um umfang tjónsins verður hann engu að síður að leiða einhverjar líkur að því að það tjón hafi orðið sem hann byggir málatilbúnað sinn á, svo sem með því að leggja fram tiltæk gögn , leiða vitni fyrir dóminn eða með öðrum hætti leitast við að sanna eða gera sennilegt að hann hafi átt þá muni sem hann kveðst hafa 10 tapað í meðförum lögreglu. Það hefur stefnandi ekki gert. Engin gögn hafa verið lögð fram í málinu sem veita vísbendingu um að stefnandi hafi átt eða haft í fórum sínum þá muni sem hann byggir á að hafi tapast í meðförum lögreglu. Þá hefur engum stoðum verið rennt undir þá staðhæfingu að hann hafi erft slíka muni frá föður sínum og efnaðri eiginkonu hans. Þá voru engin vitni leidd fyrir dóminn af hálfu stefnanda til að bera um þetta atriði og stefnandi sjálfur kom heldur ekki fyrir dóminn. Er því ósönnuð með öllu staðhæfing stefnanda um að hann hafi orðið fyrir tjóni sem nemi fjárhæð aðal - e ða varakröfu hans . Skortir því á það óhjákvæmilega skilyrði bótaréttar stefn an da á grundvelli sakarreglunnar að sannað sé að hann hafi orðið fyrir tjóni og hvert umfang þess hafi verið . Þegar af þeirri ástæðu verður stefndi sýknaður af aðal - og varakröfu s tefnanda. Þá er því með sömu rökum hafnað að lagarök standi til þess að taka til greina þrautavarakröfu stefnanda , um að ákveða honum bætur að álitum , enda kemur því aðeins til álita að fallast á slíka kröfu að fyrir liggi að tjón hafi orðið þótt örðugt ku nni að vera að sanna umfang þess . Með vísan til þess sem að framan er rakið verður stefndi sýknaður af öllum kröfum stefnanda. Í ljósi atvika máls er rétt að málkostnaður falli niður. Stefnandi nýtur gjafsóknar, sbr. gjafsóknarleyfi dag s ett 19. júní 2019. Allur gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist því úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hans, Ólafs Vals Guðjónssonar, sem er hæfilega ákveðin 950.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti . Ingibjörg Þorsteinsdóttir héraðsdómari kveður upp þennan dóm . Dómso r ð: Stefndi, íslenska ríkið, er sýkn af kröfum stefnanda, Viðars Más Friðfinn s sonar. Málskostnaður fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun Ólafs Vals Guðjónssonar lögmanns, 950.000 krónur . Ingibjörg Þorsteinsdóttir