ÚRSKURÐUR 8. júlí 2020 Mál nr. E - 7441 /2019 Stefnandi : Bjarni Sverrisson ( Ómar Örn Bjarnþórsson lögmaður ) Stefndi: íslenska ríkið (Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir lögmaður) Dómar ar : Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari 2 Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 8 . jú l í 2020 í máli nr. E - 7441 /2019 Bjarni Sverrisson (Ómar Örn Bjarnþórsson lögmaður) gegn íslenska ríkinu ( Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir lögmaður) I. Kröfur Málið sem hér um ræðir var þingfest 1 9 . desember 2019 en tekið til dóms 10. júní sl. að lokinni aðalmeðferð. Stefnandi málsins er Bjarni Sverrisson, [...] í Reykjavík en stefndi íslenska ríkið. Stefnandi krefst þess að ákvörðun Póst - og fjarskiptastofnunn ar frá 29. október 2019 í máli nr. 24/2019 verði ógilt með dómi . Jafnframt krefst stefnandi þess að stefnda verði gert að greiða honum kostnað af rekstri málsins. Stefndi krefst þess að verða sýknaður af kröfu stefnanda, auk málskostnaðar. II. Atvik málsins. Af gögnum málsins verður ráðið að Póst - og fjarskiptastofnun barst kvörtun, dags. 27. maí 2019, frá [B] vegna truflana á fjarskiptum að heimili hans að [...] . Í erindi [B] kom fram að nágranni hans , stefnandi í þessu máli, væri radíóáhugamaður og að talstöðvarnotkun hans truflaði sjónvarpsmóttöku og gæði nettengingar hjá [B] . Í kvörtuninni lýsti [B] truflunum líkt og að högg skylli á sjónvarpstækjum sem bryti bæði mynd og hljóð. Truflanirnar væru afleitar á kvöldin og kæmu alltaf fram þegar stefnandi væri virkur. Óskaði [B] eftir því að framkvæmd yrði úttekt og lausn yrði fundin á málinu. Í tilefni af kvörtun inni fóru starfsmenn Póst - og fjarskiptastofnunar á vettvang þann 31. maí 2019 og framkvæmdu prófanir. Í þessari vettvangsat hugun tóku einnig þátt fulltrúi af tæknisviði Mílu ehf. og tæknilegur ráðgjafi P óst - og fjarskiptastofnunarinnar um starfsemi radíóáhugamanna. Ekki hafa verið lögð fyrir dómin n gögn um niðurstöður þessara prófana. Í ákvörðun Póst - og fjarskiptastofnunar fr á 29. október 2019 sem ógildingarkrafa stefnanda beinist að er lagt til grundvallar a ð prófa n irnar hafi leitt í ljós að sendingar undir 144 MHz úr radíótækjabúnaði yllu truflunum á fjarskiptasambandi [B] . Prófanir hafi síðan gerðar 3 með ferrit perlum á teng ingum en þegar stefnandi sendi út voru truflanir enn til staðar þótt þær væru minni en áður. Á meðan aðrir þættir voru skoðaðir og yfirfarnir, s.s. fastlínusamband, tengingar og tækjabúnaður kvartanda, óskaði Póst - og fjarskiptastofnun eftir að stefnandi hefði slökkt á búnaði sínum og sendi ekki frekar út. Aðspurður taldi starfsmaður tæknideildar Póst - og fjarskiptastofnunar að slík skoðun gæti tekið um viku. Stefnandi samþykkti að hafa slökkt á tækjum sínum á meðan. Dagana 31. maí til 2. júní 2019 bárust Póst - og fjarskiptastofnun nokkrar tilkynningar frá nágranna stefnanda um áframhaldandi truflanir á fjarskiptasambandi. Einni tilkynningunni fylgdu nokkrar ljósmyndir af truflaðri sjónvarpsútsendingu Með tölvuskeyti t il fulltrúa Mílu 3. júní 2019 kom Póst - og fjarskiptastofnun þeirri afstöðu á framfæri við félagið að þær breytingar sem gerðar voru 31. maí 2019 hefðu ekki tekist. Þá óskaði stofnunin þess að Míla skoðaði fastlínusambandið þar sem prófanir hefðu leitt í l jós að orsakir truflunar gætu hugsanlega verið bæði bilun á línu og útsendingar stefnanda . Míla svaraði erindi Póst - og fjarskiptastofnunar með tölvuskeyti 4. júní 2019 . Kom þar fram línan sem um ræddi hefði verið skoðuð og þá komið í ljós að léleg tenging var í götuskáp og að hún hefði verið lagfærð. Mæling línunnar hafi orðið betri í kjölfarið, bæði meiri hraði og engar truflanir en starsmaðurinn tók fram að slíkt væri ef til vill ekki marktækt. Míla ætlaði að halda áfram mælingu og upplý sa Póst - og fjarskiptastofnun um þróun mála . Stefnandi sendi Póst - og fjarskiptastofnun tölvupóst 7 . júní 2019 þar sem gerðar voru athugasemdir við málshraða stofnunarinnar og að engin niðurstaða væri komin í málið. Í tölvupósti stefnanda var ekki tekið f yrir að merki frá honum gætu verið að trufla sjónvarpið hjá nágrannanum en að það þyrfti ekki að vera vegna þess að tækin hjá honum væru í ólagi. Hann tók fram að þráspurðir hefðu starfsmenn Póst - og fjarskiptastofnunar ekki bent á neitt eftir miklar mælin gar. Þá hefði hvorki rekstraraðili fjarskiptanets né þjónustuveitandi [B] rætt við sig um málið. V akti stefnandi athygli á því að [B] hefði tilkynnt sér um truflun á sjónvarpi eftir að starfsmenn Póst - og fjarskiptastofnunar hefðu farið af vettvangi og eftir að slökkt hefði verið á tækjabúnaði hans. Því ætti sú truflun ekki uppruna sinn hjá honum. Undir lok bréfsins sagði stefnandi að þar sem vika væri liðin og engin beiðni hefði borist frá Póst - og fjarskiptastofnu n um að le ngja fjarskiptahlé þá teldi hann 4 samkomulagið útrunnið og mætti búast við honum í loftinu eftir miðnætti föstudaginn þann 7. júní 2019. Að lokum óskaði stefnandi eftir því að fá að sjá niðurstöður mælinga Póst - og fjarskiptastofnunar , sem og að beiðnir frá aðilum málsins, um aðgerðir eða annað, yrðu framvegis skriflegar. Póst - og fjarskiptastofnun svaraði erindi stefnanda samdægurs með tölvupósti. Ítrekaði stofnunin þar afstöðu sína að við útsendingar úr tækjabúnaði stefnanda yrðu truflanir á sjónvarpi nág ranna hans . Stofnunin hefði því rætt við hann um að stöðva útsendingar á meðan stofnunin skoðaði hvaða möguleikar væru fyrir hendi. Sú vinna væri enn í gangi. Þá var tiltekið í tölvuskeytinu að starfsmenn stofnunarinnar hefðu beðið stefnanda um hætta sendi ngum sérstaklega undir 144 MHz og eftir þetta samtal hefði það verið skilningur starfsmanna stofnunarinnar að slökkt yrði á búnaði á meðan lausnir væru skoðaðar og reynt væri að leysa málin. Í tölvuskeytinu var rakið að í 13. gr. reglugerðar nr. 348/2004 , um radíóáhugamenn , kæmi fram að eftirlitsmönnum Póst - og fjarskiptastofnunar skyldi heimilaður aðgangur að búnaði radíóáhugamanna sem félli undir reglugerðina í því skyni að kanna hvort hann samræmdist henni. Léki grunur á að búnaður radíóáhugamanns ylli truflunum á annarri fjarskiptastarfsemi skyldi hann veita eftirlitsmönnum Póst - og fjarskiptastofnunar aðstoð við að stöðva truflanirnar. Í tölvuskeytinu var einnig vísað til þess að stofnunin gæti látið innsigla fjarskipt avirki og rafföng eða hluta þeirra eða bannað notkun þeirra og eftir atvikum fyrirskipað að þau skyldu afhent til geymslu undir innsigli ef fjarskiptavirkin eða rafföngin yllu skaðlegum truflunum á fjarskiptum eða hætta væri á að öryggi fjarskipta sé raska ð, sbr. 64. gr. laga um fjarskipti nr. 81/2003. Þá kæmi fram í 2. mgr. ákvæðisins að ef lægi fyrir að rafföng, tæki, raflagnir, pípur, leiðslur eða því um líkt yllu skaðlegri truflun á rekstri fjarskiptavirkis , væri Póst - og fjarskiptastofnun heimilt að be ina fyrirmælum til eiganda slíks hlutar um að hann grípi á eigin kostnað til viðeigandi úrbóta án tafar, taki t.d. niður, fær ð i eða fjarlæg ð i viðkomandi hlut sem ylli skaðlegri truflun. Stefnanda ætti því að vera ljóst að notkun búnaðarins væri ekki heimil þar sem sendingarnar yll u truflunum á sjónvarpi kvartanda. Stefnandi sendi Póst - og fjarskiptastofnun tölvupóst 9. júní 2019 þar sem hann ítrekaði að starfsmenn stofnunarinnar hefðu talað um fjarskiptahlé í viku þegar þeir voru á vettvangi 31. maí 2019 o g að hann hefði ekki kveikt á tækjum sínum síðan. Lýsti stefnandi því að honum fyndist hann eiga rétt á því að vita hvort einhverjar truflanir hefðu orðið frá því að slökkt hefði verið á tækjum hans þann daginn og fram að því að 5 tölvupóstur hans væri ritað ur. Honum fannst að með tilvísun Póst - og fjarskiptastofnunar til 13. gr. reglugerðar um radíóáhugamenn væri ýjað að því hann væri ósamvinnuþýður við mælingar á sínum tækjum. Tók stefnandi fram að hann hefði einmitt hvatt starfsmenn Póst - og fjarskiptastof nunar til að mæla, skoða og benda á ef eitthvað mætti vera öðruvísi. Hann myndi þá gera ráðstafanir til lagfæringa. Ekkert svar hefði hann þó fengið um að hann þyrfti að grípa til slíka ráðstafana. Því fyndist honum tilvitnun í 64. gr. laga nr. 81/2003 ver a marklaus hvað varðaði hans tæki. Þá nefndi stefnandi að truflanir á sjónvarpinu hjá nágranna hans hefðu komið fram þegar sent var út á 3,5 og 7 MHz og á 14, 21 og 28 MHz. Við prófanir hafði hann aðeins verið beðinn um að senda út sítón, CW, og 100 W, aðr ar mótanir voru ekki prófaðar og hann var ekki beðinn um að minnka aflið, sem þó var hægt að gera. Að lokum tók hann fram að beiðnir frá aðilum þessa máls um aðgerðir af hans hálfu, þyrftu að vera skriflegar og rökstuddar. Í tölvu bréfi Póst - og fjarskiptastofnunar til stefnanda 14. júní 2019 var bent á að fjarskipti nytu verndar gegn skaðlegum truflunum samkvæmt lögum nr. 81/2003 , um fjarskipti , en eitt meginmarkmið laganna væri að tryggja örugg fjarskipti hér á landi. Af þeim sökum væru sérstök ákvæði í lögum er fjölluðu um fjarskiptatruflanir, vernd fjarskiptainnviða, forgang fjarskipta þegar um væri að ræða truflanir frá öðrum mannvirkjum og stjórnsýsluleg úrræði stofnunarinnar til þess að bregðast við og koma í veg fyrir fjarskiptatruflanir. S tofnunin vísaði þar til 1. mgr. 64. gr. laga nr. 81/2003 sem fjallar um þau tilvik þegar önnur mannvirki eða rafföng trufla fjarskipti en samkvæmt ákvæðinu gæti Póst - og fjarskiptastofnun bannað notkun fjarskiptavirkja ef þau yllu truflunum eða hætta væri á að öryggi fjarskipta væri raskað. Gæti þá komið til þess að notkun væri bönnuð þar til ráðin hefði verið bót á trufluninni eða ekki væri lengur hætta á að öryggi fjarskipta væri raskað. Þetta sjónarmið endurspeglaðist í reglugerð nr. 348/2004 , um starfse mi radíóáhugamanna. Í tölvubréfi Póst - og fjarskiptastofnunar er einnig rakið að í 12. gr. reglugerðarinnar kæmi fram að radíóáhugamenn ættu eftir mætti að aðstoða eftirlitsmenn stofnunarinnar við leit að truflunum sem taldar væru stafa frá stöðvum þeirra , m.a. með því að aðstoða við miðun á truflanavaldi. Í 13. gr. reglugerðarinnar væri síðan fjallað um aðgengi eftirlitsmanna að búnaði radíóáhugamanna í því skyni að kanna hvort hann samræmdist reglugerðinni . E r síðan rakið að þar sem málið væri tæknilegs eðlis þá væri að mati Póst - og fjarskiptastofnunar ekki óeðlilegt að ætla að öflun viðeigandi gagna/mælinga, sem hefðu þýðingu við úrlausn máls, gæti tekið nokkurn tíma, sér í lagi þegar slíkt væri gert 6 í samráði við nokkra aðila, s.s. rekstraraðila fjarsk iptanets og þjónustuveitanda kvartanda. Þá vísaði stofnunin til þess að hún ætti ekki einungis að taka ákvarðanir í málum eins fljótt og unnt væri , heldur skyldi hún einnig sjá til þess að mál væru nægjanlega upplýst áður en ákvörðun væri tekin í því, sbr. 9. og 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 . Í tölvubréfi Póst - og fjarskiptastofnunar var einnig vísað til þess að stofnunin hefði komið með þá tillögu að stefnandi gerði breytingar á loftnetum. Stefnandi hefði þó talið að eingöngu væri hægt að gera litla r breytingar á loftnetum og að þær myndu að öllum líkindum ekki vera vænlegar til árangurs. Með vísan til þessa benti stofnunin á að í 4. gr. reglugerðar innar sem áður væri vitnað til kæmi fram að P óst - og fjarskiptastofnun gæti sett takmarkanir á stefnumö gnun loftneta eða útgeislað afl ef ljóst væri að hætta væri á að annar fjarskiptabúnaður, þ.m.t. útvarpsviðtæki, yfirstýr ð ist af sendingu radíóáhugamanns. Loks greindi Póst - og fjarskiptastofnun frá því í tölvubréfinu að þegar prófanir voru gerðar þann 31. maí 2019 hefðu hvorki verið prófaðar breytingar á sendiafli né mótun. Stofnunin taldi því þörf að gera frekari prófanir á afli og mótun til að sjá hversu mikið útgeislað afl þyrfti til valda truflunum á fjarskiptasambandi að heimili nágranna stef nanda . Póst - og fjarskiptastofnun lagði til að þær prófanir yrðu gerðar á radíótækjabúnaði stefnanda þann 18. júní 2019 og að stefnandi myndi skoða til hvaða aðgerða væri hægt að grípa til að heimili hans til að minnka líkur á truflunum. Ef þörf væri á fre kari frest i til undirbúnings eða breytinga þá mætti stefnandi láta stofnunina vita hvaða tím i hentaði frekar. S tarfsmenn Póst - og fjarskiptastofnunar fóru aftur á vettvang 18. júní 2019 til að framkvæma prófanir með mismunandi mótun og afli. Niðurstöður þ essara prófana hafa ekki verið lagðar fyrir dóminn frekari en þær prófanir sem gerðar voru 31. maí 2019. Í ákvörðun Póst - og fjarskiptastofnunar frá 29. október 2019 er því aftur móti lýst að prófaðar hafi verið mismunandi tíðnir og afl til sjá hvort trufl anir væru bundnar við ákveðnar tíðnir. Fram kom að þegar prófað var 100 W sendiafli á tíðnisviðinu 3,5 - 3,8 MHz og 7,0 - 7,1 MHz komu fram truflanir á sjónvarpssendingu að [...] . Truflanir birtust þannig að á sjónvarpsútsendingu komu fram óskýrar línur á myn dmerki. Hins vegar komu ekki fram truflanir þegar sent var út á 20W á umræddum tíðnum. Í lýsingu málsatvika í ákvörðun Póst - og fjarskiptastofnunar kemur einnig fram að v öktunarkerfi Mílu hafi einnig sýn t truflanir á sama tíma og prófanir áttu sér stað, og 7 minnkaðan bitahrað a á línu. Kerfi Mílu hafi náð að leiðrétta sumar af þessum truflunum , en hluta þeirra ekki og birtust þær sem truflanir á mynd hjá nágranna stefnanda eða óskýrar línur á sjónvarpsmynd. Segir jafnframt í ákvörðuninni að starfsmenn Póst - og fjarskiptastofnunar hafi rætt við stefnanda um niðurstöður nar og mæltust þeir til þess að hann sendi út á minna sendiafli í ákveðinn tíma til að sjá hvort að truflanirnar kæmu nokkuð fram. Stefnandi hafn aði þeirri ósk og óskaði eftir skriflegri niðurstöðu stofnunarinnar og tilmæl um. Með tölvupó sti 19. júní 2019 kom stefnandi því á framfæri við Póst - og fjarskiptastofnun að hann hefði mælt afl stöðvarinnar út í gerviálag. Fullt afl hefði verið 100W, LOW 20 W og það lægsta 1W. Útgeislað afl við prófanir stofnunarinnar deginum áður hefð i því verið 20W en ekki 40W líkt og talið var. Hann taldi því að aðgerðir í húseign nágrannans og í götuskáp hefðu verið til einskis unnar og að hans mati væri eitthvað verulegt í ólagi ef 20W í afli stöðvar dygði til að fram kæmu truflanir á sjónvarpi . B únaður nágrannans sem kvartaði væri bersýnilega í ólagi. Stefnan d i tók j afnframt fram að dóttir hans byggi á neðri hæðinni og væri með netþjónustu frá sama þjónustuveitanda og k vartandi. Sjónvarp hennar væri á inniloftneti sem væri staðsett á efri hæð til að fá betra merki. Merkið væri leitt með koaxkapli í sjónvarp hennar. Við þessa tiltekn u uppsetningu yrði hún ekki vör við útsendingar ha ns. Stefnandi taldi það ekki sannað að tækjabúnaður hans væri bilaður og ef jafnræðis væri gætt þá væri það nágranna hans sem kvartaði að sjá til þess að búnaður hans næmi ekki merkin frá honum. Útsendingar hans væru innan þeirra tíðnisviða sem honum væru heimilaðar samkvæmt leyfisbréfi. Með vísan til þessa ítrekaði stefnandi beiðni sína um að starfrækja sendistöð sína samkvæmt leyfisbréfi og mælti m.a. fyrir því að kvartandi kæmi búnaði sínum í lag. Með bráðabirgða ákvörðun Póst - og fjarskiptastofnun ar nr. 17/2019, dags. 16. júlí 2019, var stefnanda gert að takmarka útgeislað afl sendistöðvar sinnar á tíðnisviðunum 3,5 - 3,8 MHz og 7,0 - 7,1 MHz við 20 W að hámarki. Þessi fyrirmæli byggðu m.a. á prófunum stofnunarinnar, sem framkvæmdar voru dagana 31. maí og 18. júní 2019, en þá u rðu starfsmenn Póst - og fjarskiptastofnun ekki varir við truflanir hjá nágranna stefnanda þegar sent var út á fyrrgreindu afli og á þessum tilteknu tíðnisvið um. Heimild stefnanda til útsendinga var því takmörkuð til samræmis við þessar mælingar . Með tilliti til meðalhófs þótti stofnuninni rétt að láta fyrirmælin gilda tímabundið eða til 2. mars 8 2020. Þar með gæfist stefnanda ráðrúm til að nota sendibúnaðinn, með fyrrnefndum takmörkunum, þar til hann hefði gert varanlegar ráðstafanir til úrbóta. Í bráðabirgð a ákvörðuninni var einnig tiltekið að ef ekki yrðu gerðar úrbætur til að fyrirbyggja fjarskiptatruflanir frá búnaðinum fyrir þann tíma eða þær skiluðu ekki árangri væri óhjákvæmilegt fyrir Póst - og fjarskiptastofnun að grípa til frekari aðgerða til að leysa truflanavanda nn. Af gögnum málsins verður ráðið að stefnandi hafi tilkynnt Póst - og fjarskiptastofnun með tölvupósti 18. júlí 20 19 að hann hefði móttekið bráðabirgðaákvörðun nr. 17/2019 og að hann myndi hlíta þeim fyrirmælum er kæmu fram í henni. Póst - og fjarskiptastofnun mun hafa tilkynnt stefnanda samdægurs að efnislegri meðferð stjórnsýslumálsins yrði haldið áfram , sbr. 2. mgr. 11. gr. laga nr. 69/2003 um Póst - og fjarskiptastofnun. Óskaði stofnunin því eftir að stefnandi legði fram tillögur um hvern ig mætti framkvæma úrbætur á sendabúnaðinum eða staðsetningu hans, svo heimilt yrði að nýju að starfrækja búnaðinn án takmarkana, án þess að hann ylli truflunum fjarskiptabúnaði að heimili nágranna stefnanda . Tillögurnar áttu berast stofnuninni eigi síðar en 15. ágúst 2019. Í s varbréf i sínu , dags. 29. júlí 2019 , mun stefnandi hafa lýst þeirri afstöðu að sendibúnaður hans væri í lagi . Byggði hann það m.a. á því að starfsmenn tæknideildar Póst - og fjarskiptastofnun ar hefðu ekki gert athugasemdir við búnaðinn, hvorki uppsetningu eða útgeislun. Þá væri uppsetning búnaðarins lík því sem gerðist hjá flestum radíóáhugamönnum. Stefnandi mun einnig hafa tekið fram í bréfinu að hann hefði verið virkur radíóáhugamaður um árabil og á því tímabili hefði hann sett upp all s konar loftnet og notað alls konar senda og búnað, bæði verksmiðjuframleiddan og heimasmíðaðan. Staðsetning búnaðar og loftneta væri afleiðing af langtímaþróun sem miðaðist við að vera ekki með neitt utan lóðarmarka, til dæmis ef loftnet félli niður, en e innig með hámarksnýtni í huga. Af tillitsemi við aðra hefði hámarksafl útsendinga alla tíð verið rétt um 100w. Núverandi búnaður hans væri nánast allur innan við fjögurra ára gamall, sem teldist nánast nýtt. Stefnandi tiltók einnig að ú tsendingar hans hef ðu aldrei truflað útvarp, sjónvarp, síma né internettengingu á hans heimili né annarra, þar til nú. Þess vegna teldi hann að búnaður sinn væri í lagi, hann væri að mestu CE - merktur og hefði í engu verið breytt. Að mati stefnanda gæ ti hann ekki gert frekari ráðstafanir varðandi búnaðinn. Þá greindi stefnandi frá því að hann hefði orðið var við mikla truflun, sérstaklega á 3,551 MHz en einnig á 7 9 MHz og 14 MHz böndunum. Hann hefði gert sér ferð um hverfið með útvarpsviðtæki til að staðsetja uppruna truflunari nnar. Við heimili nágrannans sem kvartaði hefði truflunin verið mjög sterk fyrir miðju húsi og einnig í kringum rafmagnsgötukassa og ljósastaur austan við húsið. Styrkur merkisins/truflunarinnar væri S9 í stöðinni innanhúss hjá stefnanda en örugglega enn m eiri innandyra hjá nágrannanum . Stefnanda datt í hug að svona sterkt merki gæti verið að trufla önnur tæki í hús kvartanda s.s. netbeini eða sjónvarpsviðtæki. Ekki bætti það úr skák þegar merki frá honum bættust við, jafnvel á lágafli. Það gæti því orðið t il einhvers konar samlegðaráhrif. Það þyrfti hins vegar að finna tækið sem byggi til truflunina innanhúss hjá nágrannanum . Stefnandi taldi að ef grunur hans reyndist réttur þá gæti truflunarvandinn hugsanlega verið úr sögunni. Stefnandi benti á enginn ann ar nágranni hefði kvartað við hann vegna truflana. Sumir nágranna hans væru með ljósleiðara og einn notaði örbylgjuloftnet. Stefnanda væri einnig kunnugt um radíóáhugamenn sem væru sjálfir með sams konar lagnir og uppsetningu til móttöku á sjónvarpi og int erneti, líkt og nágranni hans , en þeir yrðu ekki fyrir truflunum þegar sent væri út. Hugsanlega væri þar munur á frágangi innanhúss og í tengikössum. Að lokum tók stefnandi fram að á tímabilinu 31. maí til 17. júlí 2019 hefði ekkert verið sent úr sendistö ð hans nema að viðstöddum starfsmönnum Póst - og fjarskiptastofnun ar . Ef kvartað væri undan truflunum á því tímabili sem taldar væru frá honum komnar ætti það ekki við rök að styðjast. Að lokum ítrekaði stef n andi að hann myndi fara eftir ákvörðunarorðum brá ðabirgðaákvörðunar Póst - og fjarskiptastofnun ar nr. 17/2019. Gildistími hennar væri til 2. mars 2020. Engin reynsla væri komin á framkvæmd ákvörðunarinnar og lagði hann til að hún yrði látin renna sitt skeið. Þann 3. september 2019 mun Póst - og fjarskiptastofnun hafa borist tilkynning frá nágranna stefnanda um að truflanir á fjarskiptum væru enn til staðar. Með einni tilkynningunni fylgdu nokkrar ljósmyndir af truflaðri sjónvarpsútsendingu. Samkvæmt nágrannanum áttu truflanirnar sér stað dagana 27. ágúst milli kl. 22.00 og miðnættis , 31. ágúst kl. 22.05 og 00.03 , 1. september frá kl. 22.14 og 2. september 2019 frá kl. 22.33 . Nágranninn tók fram að ástandið hefði verið gott fram að því. Með tölvupósti, dags. 4. sept. 2019, óskaði Póst - og fjarskiptastofnun eftir upplýsingum frá stefnanda um hvort hann hefði verið að senda út á kvöldin, dagana 27. ágúst , 31. ágúst milli , 1. september og 2. september 2019, og , ef svo væri , á hvaða tíðni 10 og afli. Þá bað Póst - og fjarskiptastofnun hann um að hæt ta sendingum á meðan stofnunin væri að athuga hvort eitthvað annað gæti verið að valda truflun. Stefnandi svaraði þessari fyrirspurn með tölvupósti þar sem hann tiltók tímasetningar útsendinga sinna en tók fram að það væri óskrifuð regla að vera ekki í lo ftinu á milli 18:30 og 21:00 a.m.k. og oft væri byrjað seinna. Þá greindi hann frá því að hann hefði notað u.þ.b. 20W á 80m og 40m, en mest 50 - 60W á öðrum böndum, þar sem um digital mótanir væri að ræða. Þær mótanir væru dálítið þungar og ekki ráðlegt að n ota meira afl til að vernda útganginn í stöðinni . Sama dag sendi Póst - og fjarskiptastofnun einnig fyrirspurn á Mílu um hvort að fyrirtækið hefði orðið vart við truflanir á tengingu nágranna stefnanda umrædda daga. Svar barst samdægurs með tölvupósti um að ekkert athugavert hefði komið samkvæmt mælingum og að línan hefði verið stöðug. Fyrirtækið ætlaði þó að setja línuna í nákvæmara eftirlit svo betur væri hægt að fylgjast með henni. Með tölvupósti , 18. september 2019, barst Póst - og fjarskiptastofnun erin di frá stefnanda þar sem fram kom að stofnunin hefði ekki svarað vikugamalli fyrirspurn hans og að liðið hefðu tvær vikur frá því að stofnunin hefði óskað eftir upplýsingum um virkni hans tiltekna daga og hann beðinn um að hætta sendingum á meðan málið vær i skoðað. Stefnandi hefði þá ekki fengið að vita hvað olli því að hann hafi verið sviptur fjarskiptafrelsi í annað sinn. Hann gerði þá athugasemdir varðandi gildi þess að gefa út bráðabirgðaákvörðun með gildistíma og að ætla sér ekki að standa við þá dagsetningu. Auk þess ben ti hann á að hann hefði greint frá sterkri truflun þann 29. júlí 2019 sem kæmi frá húsi nágranna hans . Póst - og fjarskiptastofnun virtist ekkert ætla að gera varðandi þá truflun en hún eyðilegði móttöku á dágóðum hluta Morsebandsins á 80 m. Þá óskaði stefna ndi eftir skýringum á því hvers vegna afltakmarkanir sem mælt var fyrir í bráðabirgðaákvörðun hefðu ekki skilað árangri. Þá velti hann einnig því fyrir sér hvort að búnaður nágranna hans og uppsetning stæðist ekki lágmarkskröfur um rafsegulsamhæfi. Stefna ndi spurði Póst - og fjarskiptastofnun einnig hvort bráðabirgðaákvörðunin væri enn í gildi og hvenær hann mætti eiga von á að njóta fjarskiptafrelsis aftur. Hann óskaði eftir svari stofnunarinnar fyrir þann 26. september. Með tölvupósti Póst - og fjarskiptast ofnunar til stefnanda , dags. 26. sept. 2019, tók stofnunin fram að við samanburð á tímasetningum á útsendingum hjá honum og truflunum að [...] hefðu komið fram tengsl sem stofnuninni þætti rétt að skoða. Til að 11 meta hvort eitthvað annað væri að valda þessu m truflunum var stefnandi beðinn um að hætta öllum sendingum á meðan. Næsta skref stofnunarinnar væri að gera aftur prófanir til að sjá hvort að eitthvað hefði breyst sem gæti skýrt hvers vegna þessar truflanir komu fram. Póst - og fjarskiptastofnun stefndi á að framkvæma þær prófanir þann 3. október 2019. Með samkomulagi við stefnanda og nágranna hans var ákveðið að þriðja vettvangsathugunin og mælingar færi fram þann 3. október 2019. Að ósk stefnanda voru tveir radíóáhugamenn frá félagi radíóáhugamanna st addir að heimili hans þegar athugun og mælingar starfsmanna Póst - og fjarskiptastofnunar fóru fram. Þá afhenti stefnandi starfsmanni Póst - og fjarskiptastofnunar yfirlýsingu, dags. 2. október 2019 , undirrit a ð a af öðrum nágrönnum hans í götunni, þess efnis að þeir hefðu ekki orðið varir við truflanir á sjónvarpi né interneti sem mætti rekja til hans. Gögn um þær mælingar sem fóru fram 3. október 2019 hafa ekki verið lögð fyrir dóminn. Í ákvörðun Póst - og fjarskiptastofnunar 29. október 2019 sem ógildingarkraf a stefnanda beinist að er hins vegar lagt til grundvallar að við mælingar á tíðnisviðunum 3,5 MHz til 3,8 MHz og 7 - 7,2 MHz hafi komið fram truflanir þegar sent var á 100W og 50W (Morse). Sérstaklega hafi orðið vart við truflanir ef standbylgja var á tækjum stefnanda en standbylgja mun vera það hlutfall milli útsendrar orku frá sendi og þess sem endurkastast til baka frá loftneti til sendis. Segir í ákvörðuninni að stefnandi sé með búnað til að minnka slíka standbylgju en til þurfi nokkrar sendingar til að draga úr henni. Í ákvörðuninni er einnig lagt til grundvallar að t ruflanir hafi komið fram við mælingar ef útgeislað afl var 100W og 50W ef standbylgja var á tækjunum. Þá er þar einnig lagt til grundvallar að truflanir hefðu komið fram á tíðnisviðunum 14 - 14,350 MHz þegar útgeislað afl var 100W og standbylgja var á netinu sem notað var. Þegar standbylgjan náðist niður var hægt að senda út án truflana. Loftnetið sem stefnandi notar fyrir 14 - 14,350 MHz væri staðsett lengra frá heimili kvartanda en loftnetið sem notað fyrir 3,5 - 3,8 MHz og 7 - 7,2 MHz. Í ákvörðuninni er einnig rakið að með tilliti til athugasemda stefnanda um sterka truflun sem kæmi að öllum líkindum frá húsi nágrannans þá hafi starfsmenn Póst - og fjarskiptastofnunar gert mælingar innan - og utandyra að [...] . Mælingar Póst - og fjarskiptastofnunar hefðu ekki leitt ljós þá truflun sem stefnandi hafði lýst í erindum sínum, dags. 29. júní og 18. sept. 2019. Í ákvörðuninni er því enn fremur lýst að samkvæmt mati eftirlitsmanna Pó st - og fjarskiptastofnunar mætti hugsanlega minnka 12 þessa hættu af truflunum með því að stilla senditæki stefnanda alltaf á minna afl til að fyrirbyggja að standbylgjan yrði öflug og auka svo aflið eftir að stilling hefði farið fram. Óvissan um að ekki einun gis standbylgjan valdi truflun væri þó enn fyrir hendi en það gætu einnig verið nokkrir samverkandi þættir sem valda truflunum frá starfsemi stefnanda , t.a.m. sú tíðni sem notuð er, tækjabúnaður aðila, staðsetning loftneta, fyrrnefnd standbylgja og jafnvel sendabúnaðurinn. Það væru því líkur á að öryggi fjarskipta að [...] yrði áfram í hættu ef sending um frá stefnanda yrði [...] verði haldið áfram á tíðnunum 3,5 - 3,8 MHz, 7 - 7,2 MHz og 14 - 14,350 MHz. Eins og áður er fram komið tók P óst - og fjarskiptastofnun þá ákvörðun sem stefnandi krefst ógildingar á 29. október 2019. Með ákvörðuninni var stefnanda gert að hætta útsendingum úr sendistöð sinni á tíðnisviðunum 3,5 - 3,8 MHz, 7,0 - 7,2 MHz og 14,0 - 14,35 MHz. Í ákvörðuninni var jafnframt kveðið á um að þessi fyrirmæli tækju gildi 1. desember 2019 og yrðu í gildi þar til nauðsynlegar úrbætur hefðu verið gerðar á viðkomandi fjarskiptabúnaði. Í forsendum ákvörðunarinnar segir annars svo: ,, (6 6 ) Með bráðabirgðaákvörðun Póst - og fjarskiptastofnunar nr. 17/2019 var [stefnanda] gert að takmarka útgeislað afl sendistöðvar sinnar á tíðnisviðinu 3,5 - 3,8 MHz og 7,0 - 7,1 MHz við 20W að hámarki. Sú ráðstöfun byggði á prófunum Póst - og fjarskiptastofnunar sem framkvæmdar voru þann 18. júní 2019 en þann dag komu ekki fram truflanir á sjónvarpstækjum kvartanda þegar sent var úr búnaði [stefnanda] á 20W afli á fyrrnefndum tíðnisviðum. (6 7 ) Ákvörðunin tók gildi þann 16. júlí 2019 og átti hún að gilda tímabundið til 2. mars 2020. Fyriræ tlun Póst - og fjarskiptastofnunar með því að hafa bráðabirgðaákvörðunina tímabundna var sú að hægt væri að kanna hvort að þessi ráðstöfun væri til þess fallin, að fenginni hæfilegri reynslu, að fyrirbyggja fjarskiptatruflanir frá sendabúnaði [stefnanda] . Í niðurstöðukafla hennar sagði að sú ráðstöfun gæti orðið varanleg lausn á málinu, þ.e.a.s. ef [stefnandi] gerði ekki aðrar ráðstafanir til úrbóta á gildistíma ákvörðunarinnar eða þær skiluðu ekki árangri, annars væri óhjákvæmilegt fyrir stofnunina að grípa til frekari aðgerða. (6 8 ) Eftir gildistöku ákvörðunarinnar bárust Póst - og fjarskiptastofnun tilkynningar frá kvartanda um frekari fjarskiptatruflanir, sem mælingar Póst - og fjarskiptastofnunar þann 3. október 2019 staðfestu. Fleiri tilkynningar um trufl anir bárust frá kvartanda undir rekstri málsins og eftir að framangreindar mælingar áttu sér stað. Það er því mat Póst - og fjarskiptastofnunar að ráðstafanirnar sem bráðabirgðaákvörðun nr. 17/2019 mæltu fyrir um hafi ekki skilað árangri og að ekki sé búið að ráða bót á fjarskiptatruflunum að [...]. (69) Póst - og fjarskiptastofnun hefur aflað upplýsinga frá aðilum málsins, sem og rekstraraðila fjarskiptanets kvartanda og þjónustuveitanda vegna þeirra fjarskiptatruflana sem hér um ræðir. Starfsmenn stofnunar innar hafa í þrígang farið í vettvangsathuganir, dagana 31. maí, 18. júní og 3. október 2019, og framkvæmt mælingar á fjarskiptum og tækjum í og við heimili aðila málsins. Það er álit Póst - og fjarskiptastofnunar , út frá framangreindum gögnum og prófunum, 13 að komin sé fram full sönnun þess að orsök umræddra truflana að [...] megi rekja til radíóútsendinga úr sendistöð stefnanda sem staðsett er að [...] . (70) Í málinu hefur [stefnandi] aðstoðað Póst - og fjarskiptastofnun eftir megni við greiningu á truflanav andanum. Í samskiptum hans við stofnunina hafa hins vegar ekki komið fram tillögur um hvernig mætti framkvæma úrbætur á sendabúnaði hans eða staðsetningu, svo að hann ylli ekki truflunum að heimili kvartanda. Fram hefur komið í máli [stefnanda] að tækjabún aður hans sé í góðu lagi og erfitt sé að gera frekari ráðstafanir varðandi hann. Jafnframt hefur hann tjáð stofnuninni að staðsetning búnaðarins og loftneta sé afurð langtímaþróunar og að útsendingar hans virðast ekki trufla aðra nágranna sína en hann fram vísaði undirritaðri yfirlýsingu þess efnis. Í erindum sínum til stofnunarinnar hefur hann margoft bent á að tækjabúnaður eða innanhússlagnir kvartanda gætu verið í ólagi eða að önnur tæki í húsi kvartanda gætu verið að valda sterkum truflunum og gætu mögul ega skýrt truflanavandann. (71) Með tilliti til þessara athugasemda [stefnanda um truflanir frá heimili kvartanda gerðu starfsmenn Póst - og fjarskiptastofnunar mælingar bæði innan - og utandyra ] heimili kvartanda, þann 3. október 2019, en þær mælingar leid du ekki í ljós þessar sterku truflanir sem [stefnandi[ hafði vísað til í erindum sínum. Aftur á móti voru truflanir á myndmerki í sjónvarpstækjum kvartanda ótvírætt merkjanlegar þegar sent var úr sendistöð [stefnanda] á ákveðnum tíðnisviðum. [...] (72) Tr uflanirnar birtust einungis við útsendingar úr stöðinni en það var staðreynt með endurteknum prófunum. Að mælingum loknum var það mat eftirlitsmanna að líklega væri þetta vegna standbylgju í tækjum [stefnanda] og að hún ylli fjarskiptatruflunum að heimili kvartanda. Truflanirnar gætu þó einnig skýrst af öðrum samverkandi þáttum, t.a.m. sú tíðni sem notuð væri hverju sinni, tækjabúnaði beggja aðila, staðsetning loftneta, standbylgja og jafnvel sendastöðin sjálf. (73) Að framangreindu virtu er það niðurstaða Póst - og fjarskiptastofnunar að truflanirnar séu skaðlegar fjarskiptum í skilningi 64. gr. fjarskiptalaga en samkvæmt ákvæðinu, ef um skaðlega truflun er að ræða, ber að gera viðeigandi ráðstafanir varðandi truflunarvaldinn, þannig að honum sé breytt, han n færður úr stað eða fjarlægður. Í 13. gr. reglugerðar um starfsemi radíóáhugamanna segir einnig að leiki á grunur um að búnaður radíóáhugamanna valdi truflunum á annarri fjarskiptastarfsemi skal hann veita eftirlitsmönnum Póst - og fjarskiptastofnunar aðst oð við að stöðva truflanirnar. (74) Póst - og fjarskiptastofnun lítur svo á að fjarskipti að heimili kvartanda að [...] verði áfram í hættu ef sending um frá [stefnanda] að [...] verði áframhaldið á eftirfarandi tíðnisviðum 3,5 - 3,8 MHz, 7,0 - 7,2 MHz og 14 - 1 4,35 MHz. Svo að komið sé í veg fyrir frekari skaðlegar truflanir á fjarskiptum að heimili kvartanda þá er að mati Póst - og fjarskiptastofnunar nauðsynlegt að setja takmörkun á heimild [stefnanda] við útsendingar úr sendistöð sinni. Póst - og fjarskiptastof nun beinir þeim fyrirmælum til hans að stöðva útsendingar á ofangreindum tíðnisviðum eða allt þar til að gerðar hafa verið varanlegar ráðstafanir á búnaðinum, sem koma í veg fyrir truflanir á fjarskiptum að heimili kvartanda. (75) Með hliðsjón af meðalhófs reglu stjórnsýsluréttar, sbr. 12. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, þykir Póst - og fjarskiptastofnun rétt að láta þessi fyrirmæli taka gildi frá og með 1. desember 2019 en með því gefst [stefnanda] hæfilegt ráðrúm til að gera nauðsynlegar úrbætur á tækjabún aði sínum og koma 14 í veg fyrir frekari fjarskiptatruflanir. Slíkar ráðstafanir skal bera undir [stefnanda] til samþykktar áður en útsendingar mega hefjast aftur á fyrrnefndum tíðnisviðum. III. Málsástæður aðila Málsástæður stefnenda Stefnandi krefst þess að ákvörðun stefnda frá 29. október 2019 í máli nr. 24/2019 verði ógilt með dómi. Krafa stefnanda byggir í fyrsta lagi á því að stefnda skorti lagaheimild til að taka ákvörðun í ágreiningi milli stefnanda og nágranna hans. Krafa stef nanda byggir í öðru lagi á því að verulegur annmarki hafi verið á meðferð málsins hjá stefnda þar sem ekki var gætt nægilega að skráðum og óskráðum málsmeðferðarreglum stjórnsýsluréttarins. Í því sambandi telur s tefnandi að rannsókn málsins hafa verið ábót avant auk þess sem ekki hefur verið gætt að jafnræðisreglunni við rannsóknina, sbr. 10. og 11. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Þá telur stefnandi að ákvörðun stefnda brjóti gegn meðalhófi, sbr. 12. gr. stjórnsýslulaga, þar sem unnt hefði verið að beita væ gari úrræðum til að leysa málið. Enn fremur telur stefnandi að ekki hafi verið gætt nægilega að andmæla - og upplýsingarétti hans, sbr. 13. og 15. gr. stjórnsýslulaga. Samkvæmt 10. gr. laga um Póst - og fjarskiptastofnun nr. 69/2003 skal stefndi láta kvörtun neytenda til sín taka ef fjarskiptafyrirtæki eða póstrekandi brýtur gegn skyldum sínum samkvæmt lögum um fjarskipti eða gegn skilyrðum sem mælt er fyrir um í almennum heimildum, réttindum eða rekstrarleyfi. Í 2. mgr. 10. gr. er stefnda veitt heimild til a ð skera úr slíkum ágreiningi með ákvörðun. Samkvæmt þessu leysir stefndi aðeins úr ágreiningi neytenda við fjarskiptafyrirtæki eða póstrekendur með ákvörðun, en fyrir liggur að stefnandi þessa máls er hvorki fjarskiptafyrirtæki né póstrekandi. Telur stefna ndi því skorta lagaheimild fyrir því að stefndi geti tekið ákvörðun sem leggur bann við notkun hans á þeim búnaði sem hann hefur leyfi fyrir. Stefnandi telur að rannsókn málsins hafi verið ábótavant þar sem verulega hafi hallað á stefnanda allan þann tíma sem málið var til meðferðar hjá stefnda. Rannsókn stefnda einskorðaðist alla tíð við athugun á áhrifum stefndanda á fjarskipti nágrannans, þrátt fyrir að stefnandi hafi margsinnis bent á að truflanirnar megi að öllum líkindum rekja að hluta til uppsetninga r og/eða gallaðra tækja innan heimilis nágrannans, sem geri útsendingar innan heimilis nágrannans, t.d. í gegnum sjónvarpstæki, veikari fyrir búnaði stefnanda en ella. Fulltrúar stefnda hafi skoðað tækjabúnað stefnanda en ekki getað bent 15 á neitt athugavert við hann. Í ljósi þessa sæti það furðu að í ákvörðun stefnda kemur m.a. varpa allri ábyrgð á herðar stefnanda án þess að kanna til hlítar búnað og tengingar nágrannans. Stefnandi telur að stefndi hafi stokkið á fyrstu hugsanlegu skýringuna fyrir truflunum kvartanda og rannsókn málsins hafi þar af leiðandi aðallega beinst að stefnanda og b únaði hans, án þess að kanna til hlítar aðrar skýringar. Stefnandi hafi ávallt stillt tæki sín á lágt afl og haldið sig innan þeirra tíðnisviða sem honum standa til boða samkvæmt leyfisbréfi til þess að hafa ekki áhrif á útsendingar nánasta umhverfis. Engi r aðrir nágrannar stefnanda haf i orðið varir við truflanir auk þess sem sjónvarp og internet stefnanda hafi aldrei orðið fyrir áhrifum af útsendingum hans, þrátt fyrir að allur búnaður sé innanhúss og á þaki húss stefnanda . Stefnanda þykir það verulega ót rúlegt að truflun hjá nágrannanum sé vegna útsendinga stefnanda , enda h afi hann sent þaðan út vandkvæðalaust í rúm 30 ár. Núverandi búnaður stefnanda sé mjög nýlegur, CE vottaður og öll uppsetning hans í samræmi við þær reglur sem radíóáhugamönnum ber að f ara eftir, sbr. reglugerð nr. 348/2004 , um starfsemi radíóáhugamanna. Stefnandi hafi sjálfur farið ítarlega yfir búnaðinn eftir að mál þetta kom upp en ekki fundið neitt athugavert. Allt framangreint bendir til þess að ekki sé allt með felldu í tækjum nágr anna hans sem verði fyrir truflunum. Stefnandi heyri sjálfur truflanir koma frá húsi nágrannans þegar hann er í loftinu en líklega skap i þessar truflanir einhvers konar samlegðaráhrif þegar merki stefnanda bætist við, þó tt það sé á lágu afli. Á þetta h afi stefnandi bent en stefndi ekki rannsakað til hlítar. Stefnandi telur ljóst að stefndi veit ekki nákvæmlega hvað það er sem veldur truflunum hjá nágranna hans enda hafi málið ekki verið kannað nægilega vel. Ákvörðun stefnda nr. 24/2019 ber i þess skýr merki þar sem m.a. segir berum orðum að það geti verið nokkrir samverkandi þættir sem valdi truflunum . Með öðrum orðum hafi stefndi ekki kannað nægilega vel hvað það er sem orsakar fjarskiptatruflanir á heimili nágranna stefnand a. Stefnandi ger ir einnig verulegar athugasemdir við það að hafa ekki fengið að sjá niðurstöður mælinga og prófa stefnda þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þess efnis. Þá hafi stefnandi ekki fengið að vera sjálfur viðstaddur þessar mælingar, eða einhver fyrir hans 16 hönd eins og farið var fram á. S tefnandi gat því ekki gætt réttar síns sem skyldi undir meðferð málsins. Stefnandi vísar til þess að hann hafi eftir fremsta megni reynt að veita liðsinni við athugun stefnda og svarað öllum spurningum sem stefndi hafi beint til hans e ftir bestu getu. Hann hafi á hinn bóginn ekki fengið að koma fram athugasemdum við þau gögn sem liggja fyrir í málinu með sjálfstæðum hætti þar sem hann hefur aldrei fengið að sjá þau. Stefnandi vísar til þess að hann hafi oft kallað eftir afriti af gögnum í málinu en með því að verða ekki við beiðnum stefnanda hafi stefndi einnig brotið gegn andmælarétti, enda sé aðgangur að upplýsingum málsins forsenda þess að aðili geti komið að andmælum sínum. Þó tt stefnandi hafi verið í miklum samskiptum við Póst - og f jarskiptastofnun á meðan málið var til meðferðar beri að hafa í huga að þau samskipti voru nánast að öllu leyti að frumkvæði stefnanda. Stefnandi telur allt sem framan er rakið enn fremur vera til marks um hversu mjög hallaði á hans hlut er málið var til s koðunar hjá Póst - og fjarskiptastofnun . Rannsókn málsins hafi alla tíð beinst að honum og áhrifum búnaðar hans á hús nágranna síns. Póst - og fjarskiptastofnun hafi látið eftir stefnanda að gera mælingar á húsi nágranna hans en ekki hafi verið settur eins m ikill þungi í þá rannsókn. Þá hafi stefnanda ekki verið veittur kostur á að fylgjast með mælingum eða framgangi mála og telur stefnandi málsmeðferð stefnda í heild sinni hafi brotið gegn óskráðri jafnræðisreglu stjórnsýsluréttarins, sbr. einnig 11. gr. stj órnsýslulaga. Í ákvörðun Póst - og fjarskiptastofnunar sé því lýst að stofnunin skuli láta kvörtun neytenda taka til sín ef fjarskiptafyrirtæki eða póstrekandi brýtur gegn skyldum sínum samkvæmt lögum um fjarskipti eða gegn skilyrðum sem mælt er fyrir um í almennum heimildum, réttindum eða rekstrarleyfi, sbr. 10. gr. laga um Póst - og fjarskiptastofnun nr. 69/2003. Er því í framhaldinu lýst að stofnunin hafi einnig tekið til meðferðar kvartanir um brot á fjarskiptalögum óháð því hver á í hlut og að þessi fram kvæmd helgist af almennu eftirlitsvaldi stofnunarinnar, sbr. 2. mgr. 2. gr. laga um fjarskipti nr. 81/2003. Þó tt þessi túlkun standist hugsanlega skoðun þá telur stefnandi að stofnunin sé bundin við ákvæði 10. gr. laga nr. 69/2003 hvað varðar málsmeðferð þegar kvörtun kemur fram, hvort sem um er að ræða fjarskiptafyrirtæki, póstþjónustu eða almenna borgara. Samkvæmt 2. mgr. 10. gr. laga nr. 69/2003 skuli stefndi leita álits viðkomandi á kvörtuninni og freista þess að jafna ágreining á skjótan hátt áður en skorið er úr ágreiningi með ákvörðun. Þessum fyrirmælum hafi ekki verið fylgt í máli þessu, heldur 17 vaðið af stað í að framkvæma úttekt í samræmi við kvö rtun í stað þess að finna sameiginlega lausn á málinu. Stefnandi vísar til þess að hann hafi stundað áhugamál sitt frá árinu 1988 og lagt mikla vinnu í að bæta færni sína og þekkingu á sviði þráðlausra fjarskipta og rafeindatækni. Með þeim takmörkunum sem kveðið er á um í ákvörðun stefnda er stefnanda í raun gert ómögulegt að stunda áhugamál sitt áfram þar sem þau tíðnisvið sem standa honum til boða henta ekki til útsendinga. Til þess að framfylgja ákvörðun Póst - og fjarskiptastofnun ar sé lítið annað í boði fyrir stefnanda en að slökkva á öllum tækjum. Í ljósi þessa hefur ákvörðun stefnda reynst stefnanda verulega þungbær þar sem hún þvingar stefnanda í raun til að leggja niður aðaláhugamál sitt, áhugamál sem hann hefur sinnt af enn meiri festu eftir að hann fór á eftirlaun. Ákvörðun Póst - og fjarskiptastofnun ar sé verulega íþyngjandi fyrir stefanda og telur stefnandi að hún brjóti gegn meðlhófi, sbr. 12. gr. stjórnsýslulaga, enda telur stefnandi hægt að koma í veg fyrir truflanir í húsi nágranna síns án þess að loka nær alfarið á útsendingar sínar. Stefnandi hefur frá upphafi verið viljugur til samstarfs með það fyrir augum að finna lausn á vandanum og því ekki nauðsynlegt að ganga eins langt og gert hefur verið með ákvörðun stefnda. Málsástæður stefnd a Sj ónarmið um frávísun málsins Stefndi telur að málið megi rekja til kvörtunar nágranna stefnanda , [B] , dags. 27. maí 2019, þess efnis að radíóbúnaður stefnanda væri að valda truflunum á sjónvarpi á heimili hans. Niðurstaða stefnda í ákvörðun nr. 24/2019 sem hér er krafist ógildingar hafi verið sú að búnaður stefnanda væri að valda fjarskiptatruflunum og var honum gert að hætta not tkun á tilteknum tíðnisviðum. Stefndi telur ljóst að [B] , upphaflegur aðili að stjórnsýslumálinu sem ley st var úr með ákvörðun stefnda , hafi umtalsverða og lögvarða hagsmuni af niðurstöðu ógildingarmáls fyrir dómstólum og hefði því stefnanda því borið að stefna honum ásamt stefnda. Ef ákvörðun stefnda verður felld úr gildi er ljóst að [B] gæti sem upphaflegur kvartandi orðið fyrir hagsmunaskerðingu, þ.e. hann fái ekki að njóta þeirra gæða alþjónustu sem hann á rétt á samkvæmt fjarskiptalögum og ákvörðun stefnda var ætlað að tryggja honum. Stefndi standi þá hugsanlega uppi úrræðalaus um hvernig bregð ast 18 eigi við umræddri fjarskiptatruflun til skaða fyrir [B] og án þess að [B] hafi gefist tækifæri til að koma að vörnum fyrir dómstólnum. Stefndi bendir á að hefðu lyktir málsins hjá stofnuninni orðið á annan veg, [B] í óhag, hefði hann haft heimild til a ð leita réttar síns fyrir dómstólum. Því verði að telja að rétt hefði verið að stefna honum til varnar þegar krafist er ógildingar ákvörðunar sem er honum í vil. Stefndi leggur það í mat dómara hvort vísa beri málinu frá án kröfu, sbr. 1. mgr. 100. gr. lag a nr. 91/1991 , um meðferð einkamála. Sýknukrafa stefnda Stefndi mótmælir því að ekki hafi verið fyrir hendi lagaheimild til að taka ákvörðun í ágreiningi milli stefnanda og nágranna hans sem legði bann við notkun á búnaði stefnanda sem hann hefur leyfi fyrir . Bendir stefndi í því samhengi á að ákvörðun nr. 24/2019 felur ekki í sér bann við notkun búnaðarins heldur aðeins takmörkun á heimildum stefnanda til að senda út á tilteknum tíðnisviðum. Að öðru leyti sé stefnanda heimilt að nota búnaðinn að vild. Þ á skal þess getið að Póst - og fjarskiptastofnun hefur með lögum verið falið að annast framkvæmd laga um fjarskipti og hafa eftirlit með fjarskiptum, sbr. 1. gr. og 1. tl. 1. mgr. 3. gr. laga, nr. 69/2003, um Póst - og fjarskiptastofnun. Samkvæmt 10. gr. söm u laga skal stofnunin láta kvörtun neytenda til sín taka ef fjarskiptafyrirtæki brýtur gegn skyldum sínum samkvæmt lögum um fjarskipti eða gegn skilyrðum sem mælt er fyrir um í almennum heimildum, réttindum eða í rekstrarleyfi. Í IV. kafla laga, nr. 81/200 3, um fjarskipti sé kveðið á um úthlutun tíðna og númera þar sem fram kemur að stefndi skuli úthluta réttindum til einstakra fyrirtækja sem og setja skilyrði fyrir notkun þeirra. Þá ber stofnuninni einnig að vernda fjarskipti og gæta að öryggi fjarskipta s é ekki raskað, sbr. 64. gr. fjarskiptalaga. Stefndi kveður það vera viðurkennt sjónarmið í stjórnskipunarrétti að löggjafinn geti sett eignar - og atvinnuréttindum skorður sem takmarkar slík réttindi með almennum hætti. Slíkar takmarkanir á grundvallarrétti ndum eiga það sammerkt að þjóna almannahagsmunum með einhverjum hætti. Stefndi telur ákvæði 64. gr. í laga nr. 81/2003 um fjarskiptatruflanir vera af þessum meiði . Ákvæðið hafi að geyma reglur og úrræði sem eru nauðsynlegar til þess að fyrirbyggja og uppræ ta fjarskiptatruflanir þannig að allur almenningur hafi aðgang að öruggum fjarskiptum. Úrræðin fela m.a. í sér dæmigerðar þvingunaraðgerðir af hendi hins opinbera sé ekki farið eftir lögmætum 19 fyrirmælum yfirvalda, en sem dæmi má nefna að gera búnað upptæka n, innsigla hann, eða að eigandi búnaðar þurfi að grípa til fyrirskipaðra aðgerða, eftir atvikum, með beitingu lögregluvalds. Slíkar inngripsheimildir stjórnvalda í þágu almannahagsmuna séu alþekktar og fullkomlega samrýmanlegar ákvæðum stjórnarskrárinnar. Af hálfu stefnda er vísað til þess að Póst - og fjarskiptastofnun gefi út leyfi til radíóáhugamanna, sbr. 5. mgr. 68. gr. fjarskiptalaga, sbr. 1. mgr. 3. gr. rgl. nr. 348/2004 um starfsemi radíóáhugamanna. Reglugerðin nái til starfsemi radíóáhugamanna á sv iði þráðlausra fjarskipta og kveði á um réttindi þeirra og skyldur, sbr. 1. gr. reglugerðarinnar. Radíóáhugamenn eig i eftir mætti að aðstoða eftirlitsmenn stefnda við leit að truflunum sem taldar eru stafa frá stöðvum radíóáhugamanna, m.a. með því að aðst oða við miðun á truflanavaldi. Leiki grunur á að búnaður radíóáhugamann s valdi truflunum á annarri fjarskiptastarfsemi skuli hann veita eftirlitsmönnum Póst - og fjarskiptastofnunar aðstoð við að stöðva truflanirnar, sbr. 12. og 13. gr. reglugerðarinnar. Af framangreindu má ráða að það falli skýrlega innan valdheimilda Póst - og fjarskiptastofnunar að mæla fyrir um að stefnandi skuli ráðast í þær úrbætur á sendastöðinni sem stofnunin hefur mælt fyrir um. Málsmeðferðarreglur stjórnsýsluréttarins S tefndi mótmælir því að verulegur annmarki hafi verið á meðferð málsins þar sem ekki hafi verið gætt að skráðum og óskráðum málsmeðferðarreglum stjórnsýsluréttarins. Stefndi mótmælir því að rannsókn málsins hafi verið ábótavant . S tarfsmenn Póst - og fjarskiptastof nunar hafi þrívegis farið á vettvang við rannnsókn málsins , tveir til þrír talsins, til að skoða aðstæður, reyna að miða út truflun og vinna bót á vandanum. Í fyrstu vettvangsathuguninni, föstudaginn 31. maí 2019, voru aðstæður skoðaðar á staðnum. Með sta rfsmönnum tæknideildar stefnda fór með til ráðgjafar tengiliður félags íslenskra radíóamatöra (ÍRA). Sá er lektor við rafmagns - og tölvuverkfræðideild Háskóla Íslands. Hann hafi einnig kennt á námskeiði til amatörprófs um t.d. truflanir, yfirsveiflur, sník jusveiflur, RF - afturverkun frá loftneti, yfirstýringu tækja sem truflast og rétt notkun við truflað tæki eða sendi. Þá nutu starfsmenn stefnda einnig liðsinnis Mílu, þjónustuaðila nágranna stefnanda en starfsmaður fyrirtækisins var fenginn til að leggja ma t á VDSL - línur til nágranna stefnanda og kanna hvort að einhver bilun gæti verið til staðar. 20 Stefnd i kveður m ælingar og prófanir Póst - og fjarskiptastofnunar hafa leitt til þess að unnt var að staðfesta að sendingar úr sendistöð stefnanda væru að valda f jarskiptatruflunum á tækjabúnaði nágrannans . Tilraunir til að lagfæra vandann á staðnum báru ekki tilsk i ldan árangur. Ef stefnandi sendi út á tilteknu tíðnisviði kom upp vandamál svo sem nánar er lýst í málsatvikalýsingu. Þá er því mótmælt sem fram kemur í stefnu að rannsókn stefnda hafi einskorðast við athugun á áhrifum hans á fjarskipti nágrannans. Líkt og að framan greinir, og fram kemur í bæði bráðabirgðaákvörðun stefnda nr. 17/2019 og ákvörðun stefnda nr. 24/2019, var fenginn tæknimaður frá Mílu til a ð leggja mat á hvort að bilun væri að finna á VDSL - línu til nágranna stefnanda auk þess sem Míla var, að beiðni stefnda, með línuna í vöktun til að fylgjast með hvort og hvenær truflanir kæmu fram. Var það gert til að bera saman tímasetningar truflana við útsendingar úr sendastöð stefnanda og svo hægt væri að staðfesta eða útiloka að sendabúnað ur stefnanda væri truflanavaldur. Tilkynningar nágrannans um truflanir stemmdu við tímasetningar útsendinga úr sendabúnaði stefnanda og mælingar Mílu á línunni staðfe stu truflanir í nær öllum tilvikum. Það staðreyndu starfsmenn stefnda í öllum þremur vettvangsathugunum einnig með því að fylgjast með sjónvarpsviðtækjum nágrannans og einnig stefnanda þegar hann sendi út úr sendabúnaði sínum. Voru starfsmenn stefnda staðs ettir á báðum heimilum og í símasambandi á meðan prófunum stóð. Einn starfsmaður tæknideildar stefnda var þá með mælitæki til að miða út truflun þegar sent var út. Starfsmenn stefnda fóru aftur á vettvang þann 18. júní 2019 til að framkvæma prófanir með mismunandi mótun og afli. Prófaðar voru mismunandi tíðnir og afl til sjá hvort truflanir væru bundnar við ákveðnar tíðnir. Var að niðurstaðan sú sem nánar er lýst í málsatvikalýsingu. Bráðabirgðaákvörðun stefnda nr. 17/2019 byggir á þessum prófunum sto fnunarinnar dagana 31. maí og 18. júní 2019. Stefnda bárust síðan tilkynningar um truflanir frá nágranna stefnanda þann 3. september 2019. Eftir samanburð stefnda á tímasetningum á útsendingum hjá stefnanda og tímasetningu truflana komu fram tengsl sem ré tt þótti að skoða. Var því farið í þriðju vettvangskönnunina en líkt og áður framkvæmdu starfsmenn mælingar og prófanir á viðkomandi tækjabúnaði með aðstoð stefnanda. Sú athugun leiddi í ljós að truflanir komu fram hjá nágranna stefnanda þegar sent var út á tilteknum tíðnisviðum og tilteknu afli. Sérstaklega var vart við truflanir ef standbylgja var á tækjum stefnanda. 21 Stefndi tók við rannsókn sína jafnframt tillit til athugasemda stefnanda um sterka truflun sem kæmi að öllum líkindum frá húsi nágrannans . F ramkvæmdu starfsmenn stefnda mælingar innan - og utandyra að heimili nágrannans en þær leiddu ekki ljós þá truflun sem stefnandi hafði lýst í erindum sínum, dags. 29. júní og 18. sept. 2019, og vísað er til í stefnu. Stefndi bendir á að undir rekstri stjórnsýslumálsins hafi stefnandi ekki tekið fyrir að merki frá sér gætu verið að trufla sjónvarpið hjá nágrannann. Hann hafi fremur vísað til þess að það bendi ekki til að tækin hjá sér væru í ólagi og haldið því sjónarmi ði á lofti að líklega mætti rekja vandann til uppsetningar/og eða gallaðra tækja nágrannans . Varðandi það sjónarmið má benda á að nágranninn varð var við truflanir á bæði netsambandi og mismunandi sjónvarpstækjum á heimilinu, sem eru staðsett á mismunandi stöðum í húsinu. Að mati tæknideildar stefnda er ólíklegt að öll sjónvarpstæki nágrannans séu gölluð. Þá er vert að benda á að í bréfi nágrannans , dags. 1. nóvember 2019, eftir að ákvörðun var tekin og birt aðilum málsins, kemur fram að hann hafi orðið var við truflanir allt frá árinu 2004 þegar flutt var inn í húseignina. Ýmsir sérfræðingar hafi verið kallaðir til og öllum helsta tækjabúnaði hafi verið skipt út á tæpu 15 ára tímabili. Þá hafi tækjabúnaður og loftnet nágrannans verið færð til til að leysa v andann en án árangurs. Fullyrðingum í stefnu um að ekki hafi verið rannsakað til hlítar hvað það væri sem orsakar fjarskiptatruflanir að heimili nágranna stefnanda er mótmælt af hálfu stefnda. Stefndi telur sig þvert á móti hafa gengið eins langt og raunh æft er að ætlast til til að upplýsa vandann. Starfsmenn stofnunarinnar fóru í þrjár vettvangsathuganir, ásamt sérstökum ráðgjafa og starfsmönnum Mílu, til að reyna að afmarka og leysa úr vandamálinu. Líkt og fram kemur í ákvörðun Póst - og fjarskiptastofnun ar (72. mgr.) var það mat tæknimanna stofnunarinnar að líklega mætti rekja vandann til standbylgju sem myndast í tækjum stefnanda en þó væri ekki hægt að útiloka að aðrir samverkandi þætti hefðu einnig áhrif. Stefndi bendir á að Póst - og fjarskiptastofn un hafa ekki borist frekari tilkynningar um truflanir frá nágrönnum stefnanda eftir að ákvörðun stefnda tók gildi og má því segja að bæði prófanir/mælingar og reynsla af lausninni staðfesti að fyrirmæli ákvörðunarinnar séu til þess fallin að leysa truflana vandann sem fyrir hendi er. Ákvörðun stefnda miðast þó eingöngu við það að vera tímabundin lausn eða þar til að stefnandi hefði ráðið bót á 22 truflanavaldinum. Stefnanda var með ákvörðunarorðum veitt hæfilegt ráðrúm til að gera nauðsynlegar úrbætur á tækjabú naði sínum og koma í veg fyrir frekari fjarskiptatruflanir. Frá því að stefndi tók þetta mál til skoðunar hefur stefnandi ekki tilkynnt til stefnda að hann hygðist gera ráðstafanir á sínum sendabúnaði sem gætu mögulega leyst úr vandanum, hvorki eftir bráð abirgðaákvörðun nr. 17/2019 né eftir þá ákvörðun sem nú er krafist ógildingar á. Í máli hans hefur aðeins komið fram að hann hafi farið ítarlega yfir búnað sinn og ekki fundið neitt athugavert. Athugasemdir hans hafa því beinst að því að tæki nágrannans sé u gölluð eða uppsetning þeirra sé röng. Stefndi áréttar því að ákvæði 64. gr. fjarskiptalaga beinist að rót vandans, þ.e. frá hverju fjarskiptatruflunin stafar, og leggur skylduna til úrbóta og kostnað á þann aðila sem ber ábyrgð á fjarskiptatrufluninni, þ .e. eiganda þess búnaðar, tækis eða hlutar sem veldur trufluninni. Á kvæðið sé alveg skýrt um þetta atriði og engin tilefni til að túlka það á annan hátt. Sú túlkun sem stefnandi leggur til, að ábyrgð á truflun liggi hjá nágranna en ekki hjá honum sem eiga nda búnaðarins, myndi draga úr vægi og skilvirkni ákvæðisins og stefna öryggi fjarskipta í mikla óvissu þegar upp koma fjarskiptatruflanir. Ef slík sjónarmið hefðu átt að koma til skoðunar við ákvarðanatöku um úrbætur vegna fjarskiptatruflana hefði löggjaf inn þurft að vera skýr um það. Slík regla væri til þess fallin að ógna mjög öryggi og heilstæði fjarskiptaneta almennt, en það eru innviðir sem almenningur þarf að geta treyst á og njóta því eðli sínu ákveðins forgangs. Andmælaréttur Stefndi getur tekið u ndir það að stefnandi hafi liðsinnt starfsmönnum stofnunarinnar við rannsókn málsins. Stefndi hafnar því hins vegar alfarið að stefnandi hafi ekki getað gætt réttar síns sem skyldi við málsmeðferðina. Stefndi vísar til þess að stefnandi var í stöðugum samskiptum við starfsmenn tæknideildar stefnda undir meðferð málsins og kom hann á framfæri við stofnunina ýmsum athugasemdum sem teknar voru til skoðunar ef talin væri þörf á. Í því sambandi má benda á athugasemdir stefnanda um sterka truf lun frá húsi nágrannans. Starfsmenn stefnda reyndu með mælitækjum að staðreyna þá truflun sem stefnandi hafði lýst í erindum sínum, dags. 29. júlí 2019. Mælingar þeirra leiddu ekki slíka truflun í ljós. Því er hafnað að brotið hafi verið á andmælarétti s tefnanda. Stefndi tók bráðabirgðaákvörðun, sbr. 11. gr. laga nr. 69/2003, um Póst - og fjarskiptastofnun, enda 23 taldi stofnunin hagsmuni nágrannans kalla á það, m.t.t. sjónarmiða um vernd og öryggi fjarskipta. Sú bráðabirgðaákvörðun hafði að geyma öll þau he lstu gögn sem lágu fyrir í málinu. Með bréfi Póst - og fjarskiptastofnunar , dags. 18. júlí 2019, var stefnanda tilkynnt um að efnislegri meðferð stjórnsýslumálsins yrði áfram haldið og óskaði stofnunin þess að stefnandi kæmi með tillögur að úrbótum eða ti lfærslu búnaðar svo að ekki truflaði sjónvarpsmóttöku nágranna stefnanda . Með bréfi stefnanda, dags. 29. júlí 2019, kemur m.a. fram sú afstaða stefnanda að búnaður hans sé í lagi og að hann telji að hann geti ekki gert frekari ráðstafanir við hann. Hvað v arðar að stefnandi fengi að vera viðstaddur mælingar hjá nágrannans þá var það ekki á færi stefnda að heimila slíka viðveru í óþökk nágrannans . Það verður hins vegar ekki talinn grundvöllur þess að ekki hafi verið gætt að andmælarétti stefnanda. Meðalhófs regla stjórnsýsluréttar Stefndi mótmælir því að Póst - og fjarskiptastofnun hafi í ákvörðun sinni ekki valið vægasta úrræðið sem völ var á til að ná því lögmæta markmiði sem stefnt var að. Stefndi telur einsýnt að með aðgerðum sínum hafi stofnunin starfað í samræmi við meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar, sbr. 12. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Við blasi að stefndi hafi valið vægasta úrræðið sem völ var á til að tryggja örugg fjarskipti án truflana, sem er lögmætt markmið. Í ákvörðun Póst - og fjarskiptastofn unar sé ítarlega farið yfir þær aðgerðir og ráðstafanir sem stofnunin greip til til að leitast við að leysa vandann. Má þar m.a. nefna utanaðkomandi sérfræðiráðgjöf, athugun á fastlínusambandi til nágrannans og mælingar og prófanir á helstu tækjum. Þar kem ur fram að eftir fyrstu tvær vettvangsathuganirnar hafi það verið niðurstaða stefnda að nauðsynlegt væri að setja takmörkun á heimild stefnanda við útsendingar sínar. Sé litið til inngripsheimilda stefnda, samkvæmt 64. gr. fjarskiptalaga, til að koma í veg fyrir og uppræta fjarskiptatruflanir, s.s. að banna notkun á umræddum hlut, gera hann upptækan eða innsigla, verður ekki annað séð en að með bráðabirgðaákvörðun nr. 17/2019 hafi stefndi valið vægasta úrræðið sem völ var á. Í ofangreindri ákvörðun var sér staklega tekið fram að svo að meðalhófs væri gætt gerði stofnunin stefnanda aðeins að takmarka sendiafl (útgeislað afl) við 20W að hámarki á tilteknum tíðnisviðunum eða 3,5 - 3,8 Mhz og 7,0 - 7,1 Mhz. Enn fremur, með tilliti til sjónarmiða um meðalhóf, þótti stefnda rétt að láta þessi fyrirmælin gilda tímabundið eða 24 til 2. mars 2020. Með þessu var stefnanda gefið ráðrúm til að nota sendibúnaðinn og sinna áhugamáli sínu, með umræddum takmörkunum, þar til að hann hefði gert varanlegar ráðstafanir til að fyrirbyg gja fjarskiptatruflanir frá búnaðinum. Þegar stefnda var ljóst að fyrirmæli bráðabi r gðaákvörðunar báru ekki þann árangur sem leitast var eftir var óhjákvæmilegt fyrir stefnda að grípa til frekari aðgerða til að leysa vandann, sbr. ákvörðun nr. 24/2019. Með henni var stefnanda gert að hætta útsendingum úr sendistöð sinni á tíðnisviðunum 3, 5 - 3,8 MHz, 7,0 - 7,2 MHz og 14,0 - 14,35 MHz. Sú ákvörðun var einnig látin gilda tímabundið, eða þar til að nauðsynlegar úrbætur hefðu verið gerðar. Taka má fram að samkvæmt viðauka með reglugerð um starfsemi radíóáhugamanna eru tíðnisvið radíóáhugamanna þrj átíu talsins. Stefndi mótmælir því þeirri fullyrðingu að hann hafi með ákvörðun sinni gert stefnanda ómögulegt að stunda áhugamál sitt áfram. Það verður vart séð að stefnanda sé gert það ómögulegt að stunda áhugamál sitt áfram þó að hann geti aðeins sent ú t á 27 tíðnisviðum af 30 mögulegum. IV. Niðurstaða dómsins Stefndi hefur teflt fram þeim sjónarmiðum í málinu að stefnanda hafi verið nauðsynlegt að stefnda nágranna sínum [B] þar sem hann hafi verið upphaflegur aðili að stjórnsýslumálinu sem leyst var úr með ákvörðun Póst - og fjarskiptastofnunar , dags. 29. október 2019 . Vísar stefndi þá til þess að nágranninn hafi umtalsverða og lögvarða hagsmuni af niðurstöðu ógildingarmáls fyrir dómstólum og því hefði stefnanda borið að stefna honum ásamt stefnda. Eins o g rakið er í lýsingu málsatvika í kafla II hér að framan voru tildrög afskipta Póst - og fjarskiptastofnunar af útsendingum stefnanda þau að [B] nágranni stefnanda sendi stofnuninni erindi 27. maí 2019 , þar sem hann lýsti því að talstöðvarnotkun stefnenda t ruflaði sjónvarpsmóttöku og gæði nettengingar heima hjá honum . Í kvörtuninni lýsti [B] truflunum líkt og að högg skylli á sjónvarpstækjum sem bryti bæði mynd og hljóð. Truflanirnar væru afleitar á kvöldin og kæmu alltaf fram þegar stefnandi væri virkur. Ós kaði nágranninn efir því í erindinu að framkvæmd yrði úttekt og lausn yrði fundin á málinu. Af gögnum málsins verður ráðið að starfsmenn Póst - og fjarskiptastofnunar hafi gert athuganir við heimili nágranna stefnanda 31. maí og 18. júní. Á grundvelli þeir ra athugana hafi stofnunin síðan tekið bráðabirgðaákvörðun, dags. 16. júlí 2019, þar sem 25 stefnanda var gert að takmarka útgeislað afl sendistöðvar sinnar á tíðnisviðunum 3,5 - 3,8 MHz og 7,0 - 7,1 MHz við 20 W að hámarki. Þann 3. september 2019 barst Póst - og fjarskiptastofnun síðan aftur tilkynning frá nágranna stefnanda um að truflanir á fjarskiptum væru enn til staðar. Með einni tilkynningunni fylgdu nokkrar ljósmyndir af truflaðri sjónvarpsútsendingu. Samkvæmt nágrannanum áttu truflanirnar sér stað dagan a 27. ágúst milli kl. 22.00 og miðnættis, 31. ágúst kl. 22.05 og 00.03, 1. september frá kl. 22.14 og 2. september 2019 frá kl. 22.33. Nágranninn tók fram að ástandið hefði verið gott fram að því. Í kjölfarið fór fram önnur vettvangsathugun og mælingar við heimili stefnanda og nágranna hans 3. október 2019 . Í ákvörðun Póst - og fjarskiptastofnunar 29. október 2019 sem ógildingarkrafa stefnanda beinist að er lagt til grundvallar að við mælingar á tíðnisviðunum 3,5 MHz til 3,8 MHz og 7 - 7,2 MHz hafi komið fram truflanir þegar sent var á 100W og 50W (Morse). Af ofangreindu er ljóst að erindi nágranna stefnanda varð Póst - og fjarskiptastofnun tilefni þess að taka til athugunar hvort útsendingar stefnanda yllu skaðlegum truflunum á fjarskiptum að heimili nágrannans í skilningi 1. mgr. 64. gr. laga nr. 81/2003, um fjarskipti, og hvort ástæða væri til þess að stofnunin gripi til íhlutunar af þeim sökum á grundvelli heimilda sinna samkvæmt sömu lögum . Er jafnframt ljóst að ákvörðun Póst - og fjarskiptastofnunar frá 29. október 2019 byggist á því að útsendingar stefnanda hafi valdið truflunum á fjarskiptum á heimili nágrannans. Verður því ekki annað séð af gögnum málsins en að nágranni stefnanda hafi átt verulegra, einstaklingslegra og lögvarinna hagsmuna að gæta af úrlau sn málsins á stjórnsýslustigi . Í ljósi þessa er það niðurstaða dómsins að stefnandi hafi þurft að gefa nágranna sínum kost á því að taka til varna í dómsmálinu sem hér er til meðferðar. Þar sem þetta var ekki gert er óhjákvæmilegt að vísa málinu frá dómi á n kr öfu, sbr. 2. mgr. 18. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Rétt þykir að hvor aðili beri sinn málskostnað í þessum þætti málsins Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómar i, kveður upp þennan úrskurð . Úrskurðarorð : Máli þessu er vísað frá dómi. Málskostnaður fellur niður. Kjartan Bjarni Björgvinsson