Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur fimmtudaginn 14. október 2021 Mál nr. S - 1826/2021: Ákæruvaldið (Fanney Björk Frostadóttir aðstoðarsaksóknari) gegn A (Gísli Kr. Björnsson lögmaður) Dómur I. Ákæra, dómkröfur o.fl.: Mál þetta, sem dómtekið var 27. september 2021 , var höfðað með ákæru héraðs - saksóknara 25. mars sama ár, á hendur A , kennitala [ 000000 - 0000 ] , [ --- ] , [ --- ] , kynferðisbrot með því að hafa aðfara nótt þriðjudagsins 9. apríl 2019 í herbergi á Fosshótel Lind að Rauðarárstíg 18 í Reykjavík, áreitt [B] , kennitala [000000 - 0000] , kynferðislega með því að taka um hendi hennar þar sem hún lá sofandi til hliðar við ákærðu, og strokið nakin lík ama sinn með hendi hennar og þegar [B] kippti hendinni til baka og gaf til kynna að hún vildi ekki strjúka ákærðu, þá strokið [B] utanklæða frá brjóstum og niður á læri. Í fram haldinu, eftir að [B] færði sig út á brún rúmsins og vafði utan um sig sæng, fært sig þétt upp að [B] , strokið lí kama hennar yfir sængina, lagt andlit sitt upp að and liti hennar og sagt: [ Við skulum bara hafa kósý ] , [ Er þetta ekki gott og Er þetta ekki bara kósý ] , en til vara fyrir brot gegn blygðunarsemi enda var framangreind hátt semi til þess fallin að særa blygðunarsemi [B] . Telst þetta varða við 199. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 en til vara við 209. gr. sömu laga. Þess er krafist að ákærða verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. 2 Einkaréttarkrafa : Af hálfu [B] , kennitala [000000 - 0000] , er þess krafist að ákærðu verði gert að greiða henni bætur að fjárhæð [700.000 krónur], auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá tjónsdegi til þess dags er mánuður er lið inn frá dag setningu bótakröfunnar og dráttarvaxta [samkvæmt] 9. gr. sömu laga frá [þing festingardegi] til Ákæruvaldið gerir sömu dómkröfur og greinir í ákæru. Endanleg einkaréttarkrafa [B] , hér eftir nefnd brota þoli, auk vaxta og dráttarvaxta, er með þeim hætti sem að framan greinir. Þá er gerð krafa um að skipuðum réttargæslu manni brotaþola verði ákvörðuð hæfileg þóknun úr ríkis sjóði vegna vinnu á rann sóknar stigi og fyrir dómi, sbr. tímaskýrslu. Ákærða neit ar sök og krefst þess aðallega að hún verði sýknuð af öllum kröfu ákæruvaldsins, en til vara að hún verði dæmd til væg ustu refsingar sem lög leyfa. Ákærða krefst þess aðallega að einka réttarkröfu verði vísað frá dómi en til vara að bætur verði stórlega l ækkaðar. Þá krefst ákærða þess að allur sakarkostnaður verði greiddur úr ríkis sjóði, þar með talin hæfi leg máls varnar laun skipaðs verjanda vegna vinnu á rann - sóknar stigi og fyrir dómi, sbr. tíma skýrslu. Hvað varðar kröfu um málsvarnarlaun þá hefur ve rjandi ákærðu lýst því yfir undir rekstri málsins að hann afsali sér helmingi af máls varnarlaunum komi til sakfellingar ákærðu. Þá mót mælir ákærða því sérstaklega að ferðakostnaður vitna verði lagður á hana sem hluti af sakar kostn aði málsins. II. Málavextir: Ákærða og brotaþoli voru í vinnuferð í Reykjavík sem stóð yfir dagana 7. - 9. apríl 2019 og voru fleiri konur með í för. Þær voru sjö talsins og dvöldu á hóteli við Rauðarár stíg og var ákærða með herbergi á hótelinu seinni nóttina. Að kvöldi mán udagsins 8. apríl fór hópurinn saman á veitingastað í miðborginni og var áfengi haft um hönd. Hluti hópsins sneri til baka á hótelið eftir að borðhaldi lauk en fjórar úr hópnum, ákærða, brotaþoli, [D] og [D] , fóru á fleiri nálæga veitingastaði. Komu þær til baka á hótelið eftir miðnætti en héldu samverunni áfram inni á herbergi [D] . Eftir því sem leið á nóttina kastaðist í kekki á milli ákærðu og brotaþola um vinnu tengd málefni og í framhaldi tóku þær á sig náðir, hver í sínu herbergi. Síðar um nótt ina kom ákærða til brotaþola eftir að hafa gert vart við sig og hleypti brotaþoli henni inn á herbergið til sín. Áttu þær sam tal uns þær lögðust báðar til hvílu í herberginu, hlið við hlið í tveimur samliggjandi rúmum. Að sögn brota - þola vakn aði hún síðar um nótt ina við það að ákærða var að leita á hana kynferðislega með snertingum og orðum, eins og nánar greinir í ákæru. Ákærða hefur hins vegar alfarið neitað því að það hafi gerst og hefur hún lýst samskiptum þeirra og atvikum í rúminu 3 með öðrum hætti. Um þessi meintu atvik og samskipti þeirra að öðru leyti greinir nánar í reifunum á fram burð um fyrir dómi, auk reifana á lögreglu skýrsl um. Brotaþoli leitaði umrædda nótt til [D] sem var í nálægu herbergi og greindi henni frá meintum atvikum. Þá hélt hún að mestu til hjá [D] það sem eftir var nætur ef frá er talið að hún sótti farsíma sinn og annan hlut sem orðið hafði eftir inni á herbergi brota þola. Að sögn brotaþola var ákærða sofandi þar inni á þeim tíma og engin samskipti þeirra á milli. Næsta morgun kom meðal annars til sam skipta á milli brota þola og annarra í hópn - um þar sem atvik næturinnar bar að einhverju leyti á góma. Þá reyndi ákærða að hringja í hana og senda henni skeyti án þess að brotaþoli sv araði. Frá þessu greinir nánar í tengslum við reifanir á framburðum fyrir dómi. Brotaþoli leitaði sama morgun til vinkonu sinnar, [F] , og greindi henni frá hvað hefði gerst. Þá var hún einnig í símasamskiptum sama dag við aðra vin konu sína, [G] , um hið sama. Leiddi þetta til þess að brotaþoli leit aði téðan dag til neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis þar sem hjúkrunarfræðingur veitti henni aðhlynningu. Brotaþoli leitaði eftir þetta til lögreglu, fyrst með því að ræða símleiðis við yfirmann rann sóknar deildar 12. apríl 2019 og í framhaldi með bréfi dagsettu næsta dag á eftir þar sem fram kom saman tekt um meint atvik eins og þau horfðu við brotaþola. Þá var þessu fylgt eftir af hálfu brotaþola 15. sama mánaðar með að komu réttar gæslu manns. Í fram - haldi hófst rannsókn máls ins hjá lög reglu. Fóru fram skýrslutökur af ákærðu, brotaþola og öðrum vitnum, meðal annars þeim sem höfðu tekið þátt í umræddri ferð. Einnig var aflað ann arra gagna, þar með talið ljósmyndar af SMS - skeyti frá ákærðu í símtæki brota - þola, myndupptöku úr eftir lits mynda vélakerfi téðs hótels og ljós mynda af hótel húsnæði. Að auki var aflað mót töku skýrslu téðs hjúkrunar fræð ings og vott orðs sál fræð ings á veg - um Land spít alans sem komið ha fði að meðferð brotaþola eftir á. Lögreglu rann sókn inni var lokið 9. júní 2020 þegar máls gögn voru send til héraðs saksókn ara. Í fyrrgreindu bréfi brotaþola til lögreglu greinir meðal annars að ákærða hafi komið inn á herbergið til brotaþola t éða nótt og lagst þar til hvílu eins og áður greinir. Þá greinir í bréfinu: Ég lagðist svo bara uppí og vissi ekki af mér (líklegast verið sofnuð) fyrr en ég finn að hún hélt um höndina á mér og var að stýra lófanum mínum eftir berum líkama sín um. Ég kip pti til mín hendinni og segist ekki vilja þetta, í miklu uppnámi og flýti. Í pan ikki pakkaði mér vel inn í sængina og færi mig nær brúninni. Hún færði sig þá nær og [lá] þéttingsfast upp við mig, þar sem ég [lá] með vakið í hana á brúninni. Þá tók hún upp 4 hverja frasa í þeim dúr. Í skýrslu fyrrgreinds hjúkrunar fræðings greinir meðal annars að vi ðtal á neyðarmóttöku hafi byrjað klukkan 14:30 fyrrgreindan dag. Brotaþoli hafi greint frá atvikum umrædda nótt eins og þau horfðu við henni. Fram hafi komið að hún hafi vaknað við það að bankað var á dyrnar hjá henni á hótelherbergi. Brotaþoli hafi verið búin að drekka og verið mjög þreytt og farið hálfsvefndrukkin til dyra. Vinnufélagi hennar, síðar nefnd ger andi í skýrsl - unni, hafi staðið fyrir utan. Gerandi hafi komið inn á herbergið, sest á rúm stokkinn og beðið um að fá að gista. Gerandi hafi áður ve rið búin að gefa í skyn að hún væri hrifin af kon um. Gerandi hafi fengið að gista hjá henni, sem vinkona, en ekki að neitt kynferðis - legt væri að fara gerast milli þeirra. Þær hafi síðan sofnað hvor á sínum helmingi tvíbreiðs rúms. Brotaþoli hafi svo vakn að við það að gerandi var að taka höndina á brotaþola og láta hana káfa á geranda. Brotaþoli hafi tekið höndina að sér og fært sig nær brúninni á rúminu. Ger andi hafi fært sig nær henni og verið að strjúka henni en ekki farið inn á kyn færa svæðið. Brota þoli hafi verið alveg frosin og gat ekkert gert, er mjög miður sín yfir þessu að hafa ekki gert eitthvað. Einnig greinir að brotaþoli hafi verið komin í glas og verið þreytt og henni fundist vont að muna ekki allt 100% þar sem hún var sofnuð. Þá hafi brota þoli greint frá tengslum téðs ger anda við yfir mann brota þola, auk þess sem hún hafi greint frá erfiðri stöðu sinni vegna þess starfs sem hún gegndi, starfs tengsla við ger - anda, ná lægðar í búsetu o.fl. Í staðl aðri útfyll ingu um andlegt ástand greinir að brotaþoli hafi verið [...] . Þessu til við bótar greinir meðal annars í samantekt að brotaþoli hafi verið miður sín yfir því sem gerð ist og hún hafi ekki vitað hvernig hún gæti mætt aftur til vinnu. Á fyrrgreindri myndupptöku frá téðu hóteli sést ógreinilega þar sem manneskja fór klukkan 02:24 úr hótelherbergi með sæng yfir sér sem leið lá eftir gangi á hótelinu. Ágrein ingslaust er að upptakan sýnir ákærðu fara í áttina að herbergi brotaþola. Sam - kvæmt upp lýsingaskýrslu lögreglu reyndist ekki u nnt að afla annarra myndupptaka af hótel inu umrædda nótt. Á ljósmyndum sem lögregla aflaði eftir á og sýnir téð hótelher bergi brota þola voru tvö stór rúm þar inni með tveimur þykkum dýnum ofan á tveimur rúmbotnum, tveimur sæng - um og koddum, auk bólstr aðs höfða gafls festum þvert yfir á að liggjandi vegg. Annað rúmið var glugga megin en hitt nær vegg inn af litlu skoti og hurð þar sem gengið var inn á her bergið. Þá voru rúmin samliggjandi eins og tvíbreitt hjónarúm. 5 Meðal málsgagna er skjáskot ú r síma brotaþola sem sýna tvö SMS - skeyti frá ákærðu sem bárust á þriðjudegi, klukkan 14:28. Hið fyrra þar sem ákærða spurðist fyrir um hjólastól í bifreið brotaþola. Hið síðara svohljóðandi: Ég er ekki með á hreinu hvernig ég endaði sofandi í þínu herbergi og þætti vænt um að heyra frá þér með það . Í framburðarskýrslu brotaþola hjá lögreglu 18. apríl 2019 kom meðal annars fram lýsing hennar á atvikum umræddrar nætur. Lýsti hún ferðum sínum fyrr um daginn og fram á nótt, að draganda meints brots, hvern ig það atvikaðist að ákærða kom inn á herbergið til hennar, líkamsstöðu og skipan í rúm þegar hún lagðist til svefns, meintu broti ákærðu þegar brotaþoli vaknaði upp um nóttina með ákærðu undir sænginni hjá sér, þar með talið meintum snertingum hennar og t ali gagnvart brotaþola, auk viðbragða og líðan brota þola á þeim tíma. Þá greindi hún frá helstu atvikum eftir meint brot, þar með talið samskiptum við [...] , auk annarra sam skipta og vanlíðan. Einnig gerði hún grein fyrir öðrum sam - skiptum sínum og tengs lum við ákærðu frá því fyrr um árið. Hvað ölvunarástand varðar greindi brotaþoli frá því að hún hefði fundið til áfengis áhrifa umrædda nótt í herberginu og sofnað strax þegar ákærða var henni við hlið. Kvaðst hún eiga erfitt með að segja til um hversu mik ið ölvuð hún var á þeim tíma þar sem hún var sof andi þegar hún vaknaði upp við meint brot ákærðu. Þá hefði hún verið illa áttuð um nóttina vegna mikillar þreytu. Hvað ákærðu varðaði þá hefði hún verið mjög drukkin téða nótt inni á her bergi brotaþola í að draganda þess að hún lagð ist til hvílu þar inni. Í fyrri framburðarskýrslu ákærðu hjá lögreglu 13. maí 2019 kom meðal annars fram að hún hefði um rædda nótt verið leið yfir því að hafa verið að þræta við brotaþola fyrr um nótt ina inni á herberg i [...] . Kvaðst hún telja út frá skrásetningu upplýsinga í sím anum sínum að hún hefði hringt og viljað ræða við brotaþola klukkan 04:13 um nóttina. Það hefði síðan leitt til þess að hún fór yfir í herbergi til brotaþola. Þar hefðu þær rætt saman og lýsti hún nánar samskiptum þeirra og líðan sinni uns þær lögðust til hvílu í herberginu. Þá greindi hún frá tiltekinni snertingu og hvað hún sagði þegar hún lognaðist út af og sofnaði og í hvaða líkamsstöðu hún var á þeim tíma. Að auki lýsti hún því hvenær hún v akn aði í herbergi brota þola, fótaferð og hvað hún gerði síðar um morguninn og fram eftir degi, þar með talið að hún hefði reynt að senda brotaþola skeyti á Messenger en ekki fengið svar. Hún hafi síðan eða einhverjum dögum seinna sent SMS - skeyti og spurs t fyrir um hjólastól og síðan sent henni fyrrgreint SMS - skeyti um að hún myndi ekki atvik nætur innar. Þá greindi ákærða frá því við téða skýrslu töku hjá lög reglu að hún hefði fundið fyrir áhrifum áfengis téða nótt og þá kann aðist hún við gloppur eða e yður í minni sínu frá því um nóttina. Átti það bæði við um ferðir hennar um nóttina en einnig þegar hún var í her berg inu og lagðist til svefns hjá brotaþola. Greindi hún frá því að ekki væri samhengi á milli þeirrar líðanar sinnar og þess áfengis sem hún neytti og að hún hefði 6 ekki skýringu á því. Ákærða kvaðst hins vegar muna greinilega það sem hún myndi eftir um nóttina og í minn ingunni væri alveg skýrt hvað hefði gerst þegar hún sofnaði við hlið brota þola. Þá vísaði hún framburði brota þola hjá lögr eglu alfarið á bug um meint brot ákærðu. Í síðari framburðarskýrslu ákærðu hjá lögreglu 3. mars 2020 var meðal annars farið betur yfir tímasetningar atvika umrædda nótt út frá fyrrgreindu símtali klukkan 04:13 úr síma ákærðu í síma brotaþola og upp töku úr eftirlitsmyndavél klukkan 02:24. Kvaðst ákærða telja að hún hefði ekki munað þau atvik rétt við hina fyrri skýrslutöku og henni hefði alltaf fund ist tímalínan af atvikum næturinnar vera skrýtin. Kvaðst hún telja að hún hefði vaknað ein í herbergi brota þola og því hringt klukkan 04:13 í brotaþola sem ekki hefði svarað. Meðal málsgagna er vottorð [H] sálfræðings, dags. 16. október 2019. Þar greinir meðal annars að brota þola hafi verið vísað í sál fræðilegt mat og áfallahjálp vegna meints kynferðisbrots 9. apríl sama ár. Brota þoli hafi mætt í tvö viðtöl dagana 23. apríl og 21. maí það sama ár. Áhersla hafi verið lögð á að veita áfallahjálp og sálrænan stuðning, ásamt því að meta afleiðingar meints kyn ferðis brots. Brotaþoli hafi greint fr á [...] . Sálræn ein kenni hennar í kjölfar áfallsins hafi samsvarað einkennum sem þekkt væru hjá fólki sem upplifað hefði alvarleg áföll. Niðurstöður sjálfsmatskvarða hafi sam svarað vel frá - sögn um brotaþola í viðtölum og hún virst vera trúverðug og samkv æm sjálfri sér. [...] hafi enn verið alvarleg í seinna viðtalinu, þegar um sex vikur voru liðnar frá meintu kynferðisbroti. Brotaþoli hafi ekki nýtt frekari viðtöl og því ekki verið ljóst um þróun þeirra einkenna og þörf fyrir meðferð. Þessu til viðbótar er meðal gagna málsins vottorð [I] sál fræðings, dags. 21. september 2021, sem aflað var eftir útgáfu ákæru. Í vottorðinu greinir meðal annars að [...] . Niðurstaða klínísks mats hafi verið á þá leið að brotaþoli var greind með [...] og að sú [...] tengdis t hinu meinta broti frá því í apríl 2019. Þá hafi brotaþoli verið [...]. III. Skýrslur fyrir dómi: 1. Í framburði ákærðu kom meðal annars fram að hún og brotaþoli hefðu frá byrjun árs 2019 þekkst í tengslum við vinnu en þær hefðu báðar starfað sem stjó rnendur hvor á sínum vinnustaðnum staðsettum innan sama sveitarfélags. Þær hefðu meðal annars unnið 7 saman í nánar til greindum starfshópi um málefni varðandi vinnustaði þeirra. Þá hefðu þær verið bú settar í sama fjölbýlishúsi og þekkst sem nágrannar. Sam skipti þeirra hefðu að mestu verið vinnutengd og þau verið góð. Ákærða greindi einnig frá persónu legum sam skiptum við brotaþola í tengslum við stórt þorrablót sem haldið var í lok janúar eða byrjun febrúar fyrr greint ár í umræddu sveitarfélagi. Þær hefð u verið í samskiptum á þorrablótinu en einnig hist ásamt fleira fólki á heimili ákærðu síðar um nótt ina eftir blótið. Þau samskipti hefðu leitt til þess að þær hefðu rætt mjög innilega saman og trúað hvor annarri fyrir persónulegum mál efnum. Vinnutengd m ál hefði meðal annars borið á góma í þeim sam tölum og brotaþoli virst hafa áhyggjur af því hvað yrði um starf hennar vegna skipulags breytinga. Þá hefði ákærða téða nótt trúað brota þola fyrir [...] . Hún hefði viljað ræða það við hana [...] . Í samtali þei rra hefði komið fram að [...] . Ákærða hefði téða nótt upp lifað samskipti þeirra af nán um toga og henni fund ist eins og einlægt vina - samband væri að myndast á milli þeirra. Hún hefði engan kynferðis legan áhuga haft á brotaþola, hvorki þá né síðar. Hvað varðar umrædd atvik í apríl 2019 bar ákærða um að hafa tekið þátt í téðri ferð. Um hefði verið að ræða skipulagða dagskrá og hópurinn gist á hóteli við Rauðar ár stíg. Ákærða hefði í tengslum við ferðina einnig verið að sinna erindi varðandi hjó la stól sem var í viðgerð og fengið að geyma stólinn í bifreið brotaþola. Að lokinni dag skrá mánu - dag inn 8. apríl hefði hópurinn farið saman á veitingastað í miðborginni. Áfengi hefði verið haft um hönd og hópurinn náð vel saman. Þegar leið á kvöldið h efði hluti hóps ins farið til baka á hótelið en ákærða, brotaþoli, og tvær aðrar úr hópnum, [D] og [E] , hefðu farið á fleiri nálæga veitingastaði. Í þeim sam skipt um hefði meðal annars borið á góma að brota þoli væri búin að segja upp störfum. Það hefðu v erið óvænt tíðindi fyrir ákærðu. Þær fjórar hefðu síðan komið til baka á hótelið eftir miðnætti og haldið áfram að tala saman inni á her bergi hjá [D] . Brotaþoli og [E] hefðu um stund vikið úr herberginu og ákærða þá verið ein með [D] . Þegar leið á nótt ina hefðu vinnu tengd málefni borið á góma milli ákærðu og brotaþola og uppsögn brota þola. Það hefði leitt til þess að þær hefðu farið að kýta um þessi mál. Þá hefði [D] um þetta leyti verið við það að sofna og ákærða farið úr herberginu og yfir í sitt h er bergi rétt á undan brota þola og [E] . Ákærða hefði, eftir að hún var komin inn á herbergið sitt, verið leið yfir því að hafa verið að þræta við brotaþola og viljað leita sátta. Ákærða hefði því farið til baka að her bergi brotaþola og bankað upp á. Br otaþoli hefði komið til dyra, hleypt henni inn og sagst hafa verið lögst til hvílu eða á leiðinni að fara að sofa. Ákærða hefði borið upp erindi sitt og hún upplifað á samskiptum þeirra að þær hefðu náð sáttum. Líkamleg vanlíðan hefði á þessum tíma hellst yfir ákærðu af tilteknum ástæðum og hún greint brota þola frá því. Hún hefði jafnan þurft að leggjast niður þegar svo var ástatt hjá henni. Hún hefði því 8 spurt brotaþola hvort hún mætti leggjast hjá henni og fara að sofa og að þær myndu klára að tala saman um morguninn. Brotaþoli hefði leyft það en tekið fram að hún hefði haldið trúnað við ákærðu í tengslum við fyrrgreint samtal þeirra eftir þorra blótið og minnt hana á að hún væri gagnkynhneigð. Brotaþoli hefði sagt henni að liggja hægra megin í her - berg i nu, nær hurðinni, og að hún ætti að halda sig þar. Brotaþoli hefði lagst til hvílu vinstra megin, nær glugganum. Ákærða hefði lagst upp í sín megin í rúminu og legið á vinstri hliðinni og horft á herbergisdyrnar. Hún hefði á þeim tíma fundið að henni var m jög heitt og stuttu síðar klætt sig úr bol en verið í nærbuxum og brjósta haldara er hún lagðist til hvílu. Brotaþoli hefði á sama tíma verið í nærbol og nærbuxum en ákærða hefði ekki mikið verið að taka eftir því. Hún hefði á þessum tíma hugsað að hún vær i ánægð að þær skyldu hafa náð sáttum. Hún hefði litið yfir til brota þola, og minnug þess sem áður var hafði komið fram um að brotaþoli væri gagn kyn hneigð, þá hefði hún haldið um hægri hönd brotaþola á utanverðri sænginni og lagt hana ofan á hægri mjöðm sína. Á sama tíma hefði hún haft á orði hvað það væri [ gott að kúra ] . Engin viðbrögð hefðu komið frá brotaþola og hún ekkert sagt á þessum tíma. Ákærða hefði verið ánægð að þær skyldu hafa endað á þessum nótum og hún sofnað sæl út frá því. Ákærða kvaðst hafa drukkið helst til of mikið áfengi um nóttina og fundið greinilega fyrir áfengisáhrifum þegar hún fór inn á herbergið sitt. Hún myndi engu að síður allt sem gerst hefði téða nótt. Ákærða kvaðst ekki kannast við lýsingu brotaþola um snertingar og orðas kipti með þeim hætti sem greinir í ákæru. Eina snertingin og einu orðaskiptin hefðu verið með þeim hætti sem hún hefði greint frá. Þá kvaðst hún ekki kannast við að brota - þoli hefði haft á orði að hún vildi ekki snertingu frá ákærðu né heldur að brotaþoli hefði í greint skipti nefnt við hana að hún væri ekki samkynhneigð. Ákærða hefði aldrei haft neinn kynferðis legan áhuga á brota þola né heldur vakið fyrir henni að kanna hug hennar til slíkra samskipta. Þá hefði ásetn ingur hennar aldrei staðið til þess að brjóta gegn henni á neinn hátt. Ákærða kvaðst telja að það gæti verið að hún hefði rumskað um nóttina. Hún kvað sig ráma í, eða vera með óljósa minningu um, að hún hefði um nóttina hringt í síma númer brotaþola. Klukkan gæti þá hafa verið 04:13. Hún hefði verið með símann með sér þegar hún sofnaði inni á herberginu. Hún hefði verið í vafa um þetta atriði þegar hún gaf skýrslu við rannsókn málsins og viljað að lögregla kannaði það nánar með athugun á síma - gögnum. Hún hefði hins vegar ekki fengið undir tektir með það hjá lög reglu. Þá hefði henni sjálfri ekki orðið ágengt með að afla slíkra gagna frá símafyrirtæki. Upplýsingar hefðu ekki lengur verið varðveittar. Hún hefði því í raun aldrei fengið stað fest ingu á því að hún myndi þetta rétt. 9 Ákærða k vaðst hafa vaknað næsta morgun um klukkan sjö. Brotaþoli hefði á þeim tíma ekki verið í herberginu og ákærða farið á fætur og fært sig yfir í herbergi sitt. Hún hefði sleppt því að fara í morgunmat og lagt sig um stund. Hún hefði einhverju síðar farið á fæ tur. Hún hefði ekki orðið vör við samferðafólk sitt í anddyrinu eða þar í kring. Hún hefði næst farið upp á herbergisganginn hjá brotaþola og séð að opið var inn til hennar en enginn verið þar inni. Hún hefði orðið þess áskynja að tölvutaska brotaþola lá þ ar inni og hún tekið hana í sínar vörslur. Þá hefði hún séð að opið var inn á nálægt herbergi hjá [D] og hún verið þar inni. Ákærða hefði átt stutt orðaskipti við [D] og það leitt til þess að hún fór aftur niður og í morgunverðarsal hótelsins. Þar hefði hú n hitt brota þola fyrir ásamt fleirum og rétt henni tösk una. Þær hefðu ekki rætt neitt saman og ákærða einskis orðið vör um að eitthvað væri að. Þá hefði ákærða sagt þeim að hún ætlaði að fara að drífa sig á næsta áfangastað í ferð inni. Hún hefði í fr amhaldi lagt af stað á bifreið og verið ein á ferð. Á leiðinni hefði hún reynt að ná sambandi við brota þola með því að hringja og senda henni skeyti á sam skipta - forritinu Messenger, án árangurs. Tilgangur inn hefði verið að ganga úr skugga um hvort brota þoli kæmi ekki örugg lega á sinni bifreið þar sem hjólastóllinn frá því deg inum á undan hafði orðið eftir í bifreið inni. Mikilvægt hefði verið að koma stólnum á réttan stað. Ákærða hefði á þeim tíma áttað sig á því að eitthvað var breytt í samskiptum þei rra en henni ekki verið ljóst að brota þoli var búin að loka á hana á Mess enger. Hún hefði brugðið á það ráð að senda henni SMS - skeyti og spyrja hana um hjólastólinn. Þá hefði hún sent annað skeyti í beinu framhaldi þess efnis að hún væri að leita eftir u pplýsingum frá brotaþola hvernig það kom til að hún endaði sofandi í herberginu hjá henni. Þá kvaðst ákærða nánar spurð um síðara skeytið í raun hafa vitað á þessum tíma hvernig það kom til að hún sofnaði í her berginu. Þetta hefði verið hennar leið til að opna á samtal við brota þola um þau atvik. Engin svör hefðu hins vegar borist frá brota þola, hvorki þá né síðar. Þá hefði ákærða fengið þær fregnir síðar um morguninn frá öðru samferðafólki að brotaþoli hefði þurft að sinna öðrum erindum og að hún myndi ekki klára ferðina með þeim. Í lok sömu viku hefði ákærða frétt af því frá systur sinni, yfirmanni á vinnustað brotaþola, að brotaþoli hefði í hyggju að kæra hana fyrir kyn ferðislega áreitni. Lögmaður hefði þá verið kominn að málinu fyrir hönd brotaþola. Ákærða hefði tekið þetta mjög nærri sér og ekki áttað sig á því hvernig stæði á því að hún væri borin slíkum sökum. Þá hefði hún í framhaldi gefið skýrslu hjá lögreglu og þá fyrst í raun fengið að vita um þær sakir sem bornar voru á hana. Hún hefði verið m iður sín við skýrslutökuna og málið tekið mjög á hana andlega eftir það. 2. 10 Brotaþoli bar meðal annars um að hafa starfað sem stjórnandi á nánar tilgreindum vinnu - stað. Hún hefði í tengslum við vinnu sína verið í faglegum samskiptum við ákærðu sem hefði einnig starfað sem stjórnandi á öðrum vinnustað sem var staðsettur í sama sveitar - félagi. Hún hefði ekki litið svo á að þær væru vinkonur en þær hefðu hins vegar verið í samskiptum í janúar eða febrúar 2019 í tengslum við þorrablót þar sem ákærða hefði [ ...] . Brota þoli hefði í því sam bandi meðal annars tjáð ákærðu [...] . Hvað varðar meint brot og önnur atvik í apríl sama ár þá hefðu ákærða, brotaþoli og fleiri verið saman í vinnu ferð í Reykjavík umrædda daga í apríl. Að kvöldi mánudagsins 8. apríl he fði hópurinn farið saman á veitingastað í miðborginni, áfengi verið haft um hönd en engin af þeim verið ofurölvi. Hluti hópsins hefði snúið til baka á hótelið eftir matinn en hluti hópsins, þ.e. ákærða, brotaþoli, [D] og [E] , hefðu hins vegar verið lengur í bænum og farið á fleiri staði. Þær hefðu síðan komið til baka á hótelið og verið að tala saman inni á herbergi hjá [D] fram eftir nóttu. Á þessum tíma hefði ákærðu og brotaþola greint á um vinnutengd málefni og að brotaþoli væri búin að segja upp störf u m. Þau samskipti hefðu síðan lognast út af og þær ekki verið ósáttar hvor við aðra. Eftir það hefðu þær farið að sofa, hvor í sínu herbergi, og klukkan þá verið tæplega tvö. Hún hefði verið mjög þreytt og fundið fyrir áfengisáhrifum. Brotaþoli kvaðs t ekki vita hversu lengi hún hefði sofið þegar hún vaknaði við það að bankað var á hurðina. Hún hefði farið til dyra, klædd í bol og nærbuxur, og ákærða þá staðið fyrir utan með einhvers konar ábreiðu yfir sér. Ljósin hefðu verið slökkt. Ákærðu hefði verið eitthvað niðri fyrir, beðið um að fá að koma inn og verið leið yfir því að þær hefði greint á. Brotaþoli hefði verið þreytt og ennþá undir áhrifum áfengis og því ekki alveg áttuð á þessum tíma. Hún hefði hleypt ákærðu inn á herbergið og í sam skipt um þei rra hefði komið fram að brotaþoli væri ekkert leið út af því sem gerðist áður í her - berginu hjá [D] . Ákærða hefði talað um að hún væri mjög þreytt og hvort hún mætti leggja sig hjá brotaþola. Hún hefði virst vera ölvuð, setið á rúmstokknum og verið eins og hún væri iðandi. Brota þola hefði fundist ósk ákærðu undarleg. Hún hefði sjálf verið mjög þreytt og viljað fara að sofa og leyft ákærðu að vera í herberginu. Hún hefði bent ákærðu á hvar hún ætti að vera í rúm inu og gert henni ljóst að hún ætti að liggja þannig að aðgreint væri á milli þeirra. Brotaþoli hefði næst lagst til hvílu, snúið baki í ákærðu og sofnað. Brotaþoli kvaðst ekki vita hvað hún hafði sofið lengi þegar hún vaknaði upp við það að það hafði verið tekið um höndina á henni. Ákærða hefði ve rið að stýra hendinni á henni yfir líkama sinn. Brotaþoli hefði verið smátíma að átta sig á því hvað var að gerast, hvar hún var stödd, hver var hjá henni og við hvað hún var að koma. Hún hefði síðan áttað sig 11 á því að það var verið að nudda hendinni á hen ni fram og til baka með hendi ákærðu þannig að hún straukst við bert hold ákærðu. Brotaþola hefði brugðið mjög, spurt hvað væri í gangi, kippt hendinni til sín og sagt að hún vildi þetta ekki. Ákærða hefði hins vegar verið undir sænginni hjá brotaþola og h aldið áfram að strjúka henni og brotaþoli þá fært sig frá henni út á brún rúmsins. Hún hefði samhliða troðið sæng inni undir aðra hliðina svo ákærða kæmist ekki aftur að henni undir sænginni. Ákærða hefði þá fært sig alveg liggjandi þétt upp við brotaþola og verið í óða önn að strjúka henni upp og niður eftir lík amanum, niður allan líkamann, niður fyrir mjaðmir og upp, utan sængur, og á sama tíma að hvísla upp við eyrað á henni [ við skulum bara hafa það kósý og er þetta ekki gott svona ] . Þetta hefði hún ge rt þrátt fyrir að brotaþoli væri búin að færa sig og segja henni að hún vildi þetta ekki og auk þess sem hún hefði áður verið búin að segja henni að hún væri ekki samkynhneigð. Ljóst hefði verið að ákærða var nakin og búin að fara yfir mörk sem brotaþoli h afði sett henni og brotaþoli hafi upplifað hegðun ákærðu sem kynferðislega. Með þessu hefði ákærða bæði brotið gegn henni kynferðis lega og gegn kynvitund hennar. Brotaþoli hefði gjörsam lega frosið , líðan hennar hefði verið skelfi leg og hún vart getað an dað á meðan þetta gekk yfir. Þá hefði hún reynt að halda sér rólegri og láta ekki bera á andardrættinum svo ákærða sofnaði fyrr. Einhver tími hefði síðan liðið uns hún heyrði á andardrætti ákærðu að hún var sofnuð og nánar aðspurð kvaðst hún ekki geta sagt til um hversu langur tími leið þarna á milli. Brotaþoli hefði síðan farið á fætur og úr herberginu. Brotaþoli hefði bankað hjá [D] sem var í nálægu herbergi og vakið hana. Brotaþoli hefði á þessum tíma verið í miklu áfalli og kvaðst hún ekki muna mikið e ftir því hvað þeim fór á milli. Hún hefði setið inni hjá [D] í rúminu eins og lítið barn og grátið og [D] haldið utan um hana og verið að hugga hana. Eftir smástund hefði brotaþoli áttað sig á því að síminn hennar hefði orðið eftir í herberginu þegar hún f ór frá ákærðu. Hún hefði því sótt símann og annan hlut til viðbótar og þá orðið vör við að ákærða var eitthvað að vakna eða muldra í herberginu. Brotaþoli hefði því hrað að sér úr herberginu og verið hjá [D] um nóttina. Nánar aðspurð kvaðst brota þoli te lja að klukkan gæti þá hafa verið 04:13. Þá kvaðst hún síðar um morguninn hafa séð skráninguna missed call frá ákærðu í símanum sínum frá því um nóttina en ekki orðið vör við það þegar símtalið barst. Næsti dagur, þriðjudagur, hefði verið mjög erfiður fyrir brotaþola. Hún hefði vaknað og farið í morgun mat á hótelinu. Klukkan hefði þá verið um átta. Hún hefði sest hjá [E] og annarri samferðakonu, [Í] , en ekki haft matarlyst. [Í] hefði brugðið sér frá og brotaþoli á meðan sagt við [E] að hún hefði verið hjá [D] um nóttina. [E] hefði orðið hissa og fært þetta í tal við [Í] á léttum nótum. Brotaþoli hefði þá orðið reið og fundið að því við [E] að hún væri að tala um þetta. Ákærða hefði um líkt leyti komið til þeirra og fært brotaþola 12 töl vutösku sem hún kvaðst hafa tekið úr mannlausu herberginu eftir að hafa komið þar við. Önnur sam skipti hefðu ekki verið á milli þeirra og brotaþoli fundið að henni var óglatt og liðið illa að sjá og heyra í ákærðu. Hún hefði síðan farið upp á herbergið si tt og í framhaldi afsakað sig úr ferðinni og fært það í tal við [D] og [E] . Þá hefði hún samhliða í stuttu máli greint [E] frá því hvað hefði gerst um nóttina. Í framhaldi sama morgun hefði hún hringt í og verið hjá vinkonu sinni, [F] , og greint henni frá hvað hefði gerst. Einnig hefði hún sama dag hringt í aðra vinkonu sína, [G] , vegna hins sama og þegið hjá henni ráð um að leita til neyðarmóttöku Land spítalans og Bjarkar hlíðar. Í framhaldi hefði hún notið aðstoðar sálfræðings neyðarmóttöku og annarra fa gaðila. Brotaþoli greindi frá því að ákærða hefði téðan þriðjudag og næstu daga á eftir ítrekað reynt að ná sambandi við hana. Brotaþoli hefði lokað á hana á samfélagsmiðlum. Ákærða hefði meðal annars sent henni SMS - skeyti klukkan 14:28 á þrið judegi þar sem hún spurð - ist fyrir um hjóla stól í hennar fórum, auk þess sem hún sendi annað skeyti mínútu síðar um að hún myndi ekki eftir atvik um næturinnar. Nánar aðspurð kvaðst brotaþoli telja að hið síðara skeyti gæti samrýmst ölvunarástandi ákærðu eins og það birtist brota þola téða nótt í herberginu. Hún hefði ekki virst vera áttuð á stað og stund þegar hún kom til hennar í herbergið án þess þó að brota þoli vissi það alveg. Ákærða hefði ítrekað næstu daga á eftir með sama hætti og verið að spyrj a st fyrir um hjólastólinn. Það hefði birst brotaþola eins og tylli ástæða. Hjólastólnum hefði hún skilað með aðstoð sam starfs manns á föstu - deginum í sömu viku sam hliða því að hún þurfti að sinna tilteknum persónulegum málum í sveitar félaginu þar sem hún bjó. Hún hefði neytt færis til að sinna þeim erindum þegar vitað var að ákærða var ekki í bænum. Brotaþoli hefði ekki snúið til baka á vinnustað sinn eftir þetta og hún í framhaldi flutt úr sveitarfélaginu. Hún hefði verið í veikindaleyfi vegna [...] út af því sem á undan var gengið með ákærðu. Hún hefði á sama tíma mætt takmörkuðum skilningi vinnu veitanda og sífellt verið haft samband við hana út af vinnutengdum mál efnum, þar á meðal af yfirmanni hennar sem tengdist ákærðu fjölskyldu bönd um. Mikil pr essa hefði verið sett á hana að koma aftur til vinnu. Brotaþoli hefði síðar fund að í Reykja vík með stað gengli fyrrgreinds yfir manns og samkomulag orðið um að hún ynni upp sagnar frest út maí í fjarvinnu. Á þeim tíma hefði hún verið komin með annað star f en það hefði verið frágengið áður en meint brot ákærðu átti sér stað. Eftir þetta hefði brotaþoli reynt að halda áfram með daglegt líf og vinnu en hún hefði síðar farið að finna fyrir andlegri van líðan vegna þess sem á undan var gengið og hún í fram hal di leitað sér að stoðar með það hjá [...] . 3. 13 Vitnið [D] greindi meðal annars frá því að hafa verið undirmaður brotaþola á þeirra vinnustað. Þær hefðu náð vel saman, samstarf þeirra verið gott og vin átta myndast milli þeirra. Vitnið kvaðst hafa te kið þátt í umræddri ferð til Reykjavíkur og farið út að borða með hópnum að kvöldi mánudagsins. Hópurinn hefði skemmt sér vel og góður andi hjá öllum. Þegar leið á kvöldið hefði hluti hópsins snúið til baka á hótelið en vitnið, brotaþoli, ákærða og [E] hef ðu verið lengur í miðborginni og farið á tvo bari áður en þær komu til baka á hótelið. Klukkan hefði þá verið um eitt um nóttina og þær vakað lengur og verið að tala saman inni á herbergi hjá [D] . [E] og brotaþoli hefðu á því tímabili brugðið sér stuttlega frá og farið niður í móttöku til að kaupa drykk. Þegar leið á nótt ina hefði ákærðu og brota þola greint á inni á her berg inu um vinnutengd málefni og þá hefði brotaþoli verið búin að greina frá því að hún væri búin að segja upp störfum. Vitnið hefði up p frá þessu lagt til að þær færu að sofa. Ákærða, brotaþoli og [E] hefðu síðan farið saman úr herberginu og klukkan þá verið milli tvö og hálfþrjú. Vitnið hefði síðan lagst til hvílu um klukkan þrjú. Vitnið hefði sofnað en vaknað upp um þremur stundarfjór ðungum síðar. Lamið hefði verið af ákafa á hurðina hjá henni, hún heyrt að kallað var á hana með nafni og hún beðin um að opna. Hún hefði komið til dyra og brotaþoli verið frammi. Brotaþoli hefði verið í miklu áfalli, hágrátandi og ekki getað greint frá þv í strax hvað hefði gerst. Þetta hefði birst vitninu eins og eitthvað alvarlegt hefði átt sér stað. Vitnið hefði reynt að hug hreysta brota þola og fengið að vita hvað hefði gerst. Brotaþoli hefði ekki átt gott með að segja frá en það skýrst betur eftir því sem leið á samtalið. Um hálftíma síðar hefði brotaþoli áttað sig á því að síminn hennar og annar hlutur hefðu orðið eftir á herberginu. Brotaþoli hefði brugðið sér frá og sótt þá muni en ákærða verið sofandi þar inni. Þetta hefði tekið hana örstutta stund og vitnið beðið á meðan inni á sínu herberginu. Brotaþoli hefði verið óstöðvandi í tali þegar hún kom til baka um hvað hefði gerst í herberginu. Hún hefði lýst því aftur og neikvæðri upplifun sinni af því sem og hvað henni fannst um ákærðu með nánar tilgr eindum hætti og hún virst vera reið. Þá hefði hún einnig greint frá ýmsu öðru erfiðu sem hefði hent hana á lífs leið inni. Nánar um frásögn brotaþola umrædda nótt bar vitnið meðal annars að hún hefði greint frá því að ákærða hefði verið að snerta hana á brjóstum og einkasvæði og hún notað það orð. Brotaþoli hefði greint frá því að ákærða hefði strokið henni niður á hliðinni og brota - þoli þá verið hálfsofandi. Hún hefði síðan orðið vör við að ákærða var að taka um höndina á henni og láta hana strjúka sér. Brotaþoli hefði sagst hafa vaknað við það og farið á fætur og spurt hvað væri að gerast. Þá hefði verið eins og hún áttaði sig og va knaði og hún síðan hraðað sér yfir til vitnisins. Þá hefði einnig komið fram í frásögn brotaþola að 14 ákærða hefði sagt við hana í herberginu hvort þær ættu ekki að hafa það kósý og með nánar tilgreindu orðalagi spurt hvort hún mætti vera hjá henni. Nóttin hefði verið mjög erfið fyrir vitnið og hún og brotaþoli lítið náð að sofa. Um morgun inn hefði brotaþola ennþá liðið mjög illa. Hún hefði farið yfir í herbergið sitt til að pakka niður farangrinum og vitnið farið að gera hið sama. Vitnið hefði ekk i fylgt brota þola yfir í herbergið þá um morguninn en fengið að vita það frá henni að ákærða væri þar ekki lengur. Vitnið hefði ekki farið niður í morgunmat en hitt brotaþola og [E] einhverju síðar í and dyr i hótelsins. Brota þoli hefði ekki treyst sér til að klára ferð ina með hópnum og þurft að sinna nánar tilgreindu einkaerindi. Vitnið hefði verið samferða [E] í bifreið á næsta við komu stað í nálægu sveitarfélagi og þær rætt saman á leiðinni um hvað hefði gerst um nóttina. Vitnið hefði hitt ákærðu u m morguninn og verið í sam skiptum við hana vegna ferðar innar en þær ekki rætt saman um atvik nætur innar. Ákærða hefði hins vegar hringt ítrekað í vitnið eftir að þær voru komnar heim og beðið um skýringar á því hvað hefði gerst. Ákærða hefði í þeim sí mtölum greint vitninu frá því að hún hefði engar minningar af atvikum téða nótt í tengslum við samskipti hennar og brotaþola á hótel inu um nóttina og hún verið að grennslast fyrir um það. Vitnið hefði sagt við ákærðu að hún gæti ekki rætt þau mál við hana og hún útskýrt það nánar og beðið hana um að virða það. Vitnið hefði hins vegar rætt þessi mál við [...] og fyrrgreinda [G] , sem síðar gáfu skýrslu vitnis við rannsókn málsins, auk þess að ræða þessi mál við [E] og brota þola. 4. Vitnið [E] greindi meða l annars frá því að hún og ákærðu hefðu þekkst í tengslum við skólagöngu. Samskipti þeirra hefðu hins vegar orðið meiri að loknu námi en þær hefðu báðar verið búsettar í sama sveitarfélagi vegna vinnu. Vitnið hefði verið meðal hópsins sem fór í téða vinnus taðaferð og var saman á hótelinu. Hópurinn hefði farið út að borða á mánudags kvöldinu. Áfengi hefði verið haft um hönd og allir skemmt sér vel. Vitnið hefði ásamt ákærðu, brotaþola og [D] farið á fleiri staði eftir að hafa verið á veitingastaðnum. Þær hef ðu síðan komið til baka á hótelið og haldið áfram að tala saman inni á herbergi hjá [D] . Ákærða og brotaþoli hefðu farið að rífast inni á herberginu út af vinnutengdum málum. Þá hefði einnig komið fram að brota þoli væri búin að segja upp stöfum. Þegar klu kkan hefði verið milli tvö og hálfþrjú um nóttina hefðu þær gengið til náða, hver á sínu herbergi. Vitnið kvaðst ekki hafa orðið vör við neitt sérstakt sem hefði gerst eftir það um nóttina. Vitnið hefði hitt brotaþola næsta morgun í tengslum við morgun ve rð á hótelinu. Brotaþoli hefði á þeim tíma verið mjög ólík sjálfri sér og hún virst vera í hálfgerðri geðshræringu og augljóslega í miklu upp námi. Brotaþoli hefði verið mjög hvöss í orðum við vitnið og hún orðið að gæta sín hvað hún sagði. Í sam tali þei rra tveggja á þessum tíma hefði komið fram að brotaþoli hefði gist hjá [D] um nóttina. 15 Vitnið hefði stuttu síðar borið það í tal á léttum nótum við [Í] sem kom til þeirra við borðið. Brotaþoli hefði þá orðið mjög reið og þetta síðan ekki verið rætt meira. Brotaþoli hefði ekki komið aftur til vinnu eftir þessi atvik. Vitnið kvaðst hafa verið í för í bifreið með [D] síðar sama morgun þar sem atvik nætur innar voru að einhverju leyti rædd. [D] hefði einnig verið í áfalli og þurft að tala um hvað hefði gerst. Þ á hefði vitnið næst rætt við brotaþola ein hverjum vikum eftir um ræddan morgun. Brotaþoli hefði þá greint vitninu frá því að ákærða hefði komið til hennar á hótelherbergið um nóttina og viljað klára að ræða saman um það sem þær áður greindi á um í herber ginu hjá [D] . Brotaþoli hefði sagst hafa sofnað og vaknað við ákærðu við hliðina á sér í rúm inu og ákærða á þeim tíma haldið um hönd ina á brota þola og verið að hreyfa hana þannig að snerti einka - svæði brotaþola. Þá kvaðst vitnið telja að hið sama hefði líka verið búið að koma fram hjá [...] þegar þær töluðu saman í fyrr greint skipti í bifreiðinni. 5. Vitnið [Í] greindi meðal annars frá því að hún hefði verið meðal hópsins sem fór í téða vinnustaðaferð og var saman á hótelinu. Hópurinn hefði farið út að borða á mánudagskvöldinu og allir skemmt sér vel. Vitnið hefði farið til baka á hótelið eftir að hafa verið á veitingastaðnum og á einum öðrum stað eftir það en hluti hópsins hefði haldið áfram að skemmta sér. Vitnið hefði vaknað síðar um nóttina við það að bankað var á hurð nálægs herbergis en her bergið hennar hefði verið við hliðina á herbergi [D] . Vitnið kvaðst hafa hitt brotaþola morguninn eftir í tengslum við morgunverð og brotaþoli þá afsakað sig þar sem hún gæti ekki tekið þátt í dagskrá hópsi ns þann daginn. Það hefði verið sagt vera vegna tiltekins einkaerindis. Þá kvaðst vitnið, nánar aðspurð út frá lög - reglu skýrslu, kannast við það að brotaþoli hefði virst taka því illa þegar [E] , sem einnig var við morgunverðarborðið, færði það í tal á lét tum nótum að brotaþoli hefði gist hjá [D] um nóttina. Vitnið kvaðst ekki hafa verið í samskiptum við ákærðu téðan morgun á hótelinu. Þær hefðu hins vegar hist síðar sama dag í tengslum við dagskrá hóps ins. Vitnið kvaðst ein hverju síðar hafa heyrt af mei ntu broti um nóttina og það hefði verið í tengslum við það þegar hún var kölluð til skýrslu töku hjá lögreglu. Þá hefði [E] hringt í hana dag - inn fyrir skýrslu tökuna út af því sama og þær rætt saman. 6. Vitnið [J] gaf skýrslu í fjarfundarbúnaði og kvað st hafa verið þátttakandi í umræddri ferð. Hún hefði farið út að borða með hópnum á mánudagskvöldinu. Áfengi hefði verið haft um hönd en enginn verið ofurölvi. Hún og fleiri hefðu snúið til baka á hótelið um klukkan 23:00 en aðrar úr hópnum haldið áfram að skemmta sér. Vitnið kvaðst hafa heyrt einhver læti síðar um nóttina. Vitnið kvaðst ekkert hafa séð eða heyrt af meintu broti umrædda 16 nótt en fundist einkennilegt morguninn eftir að brotaþoli skyldi ekki klára ferðina með hópnum. Hún hefði spurt út í það o g fengið þau svör frá [D] umræddan dag að brotaþoli þyrfti að sinna tilteknu einkaerindi. Vitnið kvaðst síðar hafa leitað til [D] og gengið á hana með hvað hefði gerst og [D] þá greint henni frá því. 7. Vitnið [K] gaf skýrslu í fjarfundarbúnaði og greindi meðal annars frá því að hún hefði verið í hópnum sem dvaldi á hótelinu. Þær hefðu farið saman á veit ingastað og áfengi verið haft um hönd. Ákærða og fleiri hefðu verið undir áhrifum áfengis. Vitnið hefði farið sn emma til baka á hótelið en aðrar úr hópnum verið lengur í bænum. Vitnið hefði ekki orðið vör við neitt í samskiptum ákærðu og brota þola um kvöldið. Þá hefði hún ekki orðið vör við neitt sérstakt um nóttina. Vitnið kvaðst hvorki hafa hitt brotaþola né ákær ðu morguninn eftir þegar þær voru á hótelinu. Hún hefði hins vegar hitt ákærðu síðar sama morgun í tengsl um við dagskrá hópsins. Brotaþola hefði vantað í hópinn á þeim tíma. Vitnið hefði fregnað síðar um meint atvik um nóttina þegar lögregla hafði samband við hana. Þá hefði vitnið einnig um líkt leyti rætt við [E] um hvað hefði gerst. Vitnið kvaðst kannast við að hafa heyrt af því að ákærða og brota þoli hefðu verið að rífast téða nótt. Þá kvaðst vitnið hafa heyrt að ákærða og brotaþoli væru vinkonur en tó k jafnframt fram að þær sem hefðu verið í ferðinni hefðu allar verið vin konur eða málkunnugar hver annarri. 8. Vitnið [F] , vinkona brotaþola, bar meðal annars um að brotaþoli hefði hringt í hana upp úr klukkan níu að morgni umrædds þriðjudags og verið í miklu uppnámi. Brotaþoli hefði sagst þurfa að koma til vitnisins og ljóst hefði verið á því sem fram kom í símtalinu að eitthvað mikið hefði gengið á. Vitnið hefði verið á leið til vinnu og hún snúið við og þær hist síðar um morguninn á heimili vitnisins. Brotaþoli hefði verið miður sín, grátandi, skjálfandi og mjög ólík sjálfri sér. Brotaþoli hefði greint vitninu frá því sem hefði gerst og þá hefði henni verið tíðrætt um meint atvik á meðan hún dvaldi hjá henni þennan dag og næstu daga á eftir. Það hefði verið eins og hún væri í taugaáfalli og hún meðal annars fært talið að því hvort það gæti verið að hún sjálf hefði gert eitthvað sem varð þess valdandi að ákærða kom til hennar umrædda nótt. Hvað varðar frásögn brotaþola af meintum atvikum þá hefði meðal annars komið fram hjá henni að ákærða hefði bankað hjá henni á hótelinu um nóttina þegar hún var nýsofnuð og henni verið nokkuð brugðið. Ákærða hefði verið með slopp eða teppi yfir sér og spurt hvort hún mætti koma inn og brotaþoli leyft það. Eitthvað hefð i farið þeim á milli í her - berginu uns ákærða bað um að fá að gista þar inni. Brotaþoli hefði leyft það en lagt fyrir ákærðu að halda sig sín megin í rúminu. Brotaþoli hefði sofnað en vaknað upp við að 17 ákærða var búin að taka í höndina á henni og stýra hen ni að síðu ákærðu. Ákærða hefði verið nakin á þeim tíma. Brotaþola hefði brugðið mikið og gert ákærðu grein fyrir að hún væri ekki samkynhneigð en fundið að ákærða var eitthvað að strjúka sér. Brotaþoli hefði frosið og ekki vitað hvað hún ætti að gera en v onast til að hún sofn aði sem fyrst. Það hefði síðan gengið eftir og brotaþoli þá hraðað sér úr herberginu og farið til [...] og verið þar fram á morgun. Vitnið kvaðst vita til þess að brotaþoli hefði leitað sér aðstoðar hjá [...] eftir á og verið að klj ást við tiltekinn vanda sem ekki hefði verið áður. Þá væri greini legt að meint atvik sætu enn í brotaþola en að hún ræddi þau ekki eins mikið og áður. 9. Vitnið [G] , vinkona brotaþola, bar meðal annars um að brotaþoli hefði hringt í hana um ellefuleyti ð að morgni umrædds þriðjudags. Brotaþoli hefði verið í miklu uppnámi, grátandi og tal hennar samhengislaust á meðan þær ræddu saman. Brota þoli hefði greint frá því að ákærða hefði káfað á henni um nóttina. Vitnið hefði ráð lagt brota þola að leita ti l neyðar móttöku Land spítalans. Brota þoli hefði farið að ráðum hennar og þær síðan verið í endurteknum síma sam skiptum yfir dag inn, þar með talið fyrir og eftir komu brotaþola á neyðar móttöku. Þær hefðu hins vegar ekki hist téðan dag. Brota þo li hefði í sím tölunum verið mjög miður sín, ólík sjálfri sér, grátandi, auk þess á tímabili að vera við það að kasta upp. Þá hefði hún meðal annars verið með hugann við það hvort hún hefði sagt eða gert eitthvað sjálf sem skýrði það sem gerst hefði milli hennar og ákærðu. Van líðan brotaþola hefði verið eins og ætti við um fólk sem lent hefði í áföllum en vitnið kvaðst hafa nánar til greinda þekkingu og reynslu á því sviði. Í huga vitnisins væri enginn vafi á því að van líðan brotaþola umræddan dag skýrð i st af meintu broti ákærðu téða nótt. Vitnið hefði verið í símasamskiptum við brota þola næstu daga á eftir, sem og öðrum sam skiptum síðar. Þá hefði brotaþoli á tímabili, einhverju eftir á, ekki viljað ræða meint atvik eða umrætt sveitar félag þar sem hú n var búsett og starfandi á þeim tíma. Brotaþoli hefði í samskipum þeirra ekki rætt um nein önnur áföll í lífinu. Þá kvaðst vitnið telja að vinnuveitandi brotaþola hefði ekki brugðist við sem skyldi varðandi það sem gerðist. Brotaþoli hefði að lokum leitað sér aðstoðar vegna van líð anar. Um frásögn brotaþola af meintu broti greindi vitnið meðal annars frá því að brotaþoli hefði greint frá því að hafa verið undir áhrifum áfengis og svefndrukkin um nóttina. Ákærða hefði komið í herbergið og lagst við hliðina á brotaþola. Brota þoli hefði vaknað upp við snert ingar þar sem hendi hennar var látin snerta lík ama ákærðu. Þá hefði einnig komið fram að brotaþoli hefði rúllað sér inn í sæng ina, eftir að hún varð vör við ákærðu, 18 og fært sig nær brúninni en ák ærða velt sér yfir hana og henni fundist eins og hún væri að slefa yfir andlitið á henni, auk þess að segja er þetta ekki gott eða eitthvað í þá veru. Brotaþola hefði liðið mjög illa á meðan ákærða leitaði á hana og verið að velta fyrir sér af hverju hún h efði frosið. Hún hefði beðið þangað til ákærða var sofnuð og þá farið úr herberginu og yfir til [D] . Vitnið kvaðst hins vegar ekki vita eða muna nákvæm lega hvað brota þoli sagði um meintar snertingar og tal ákærðu. Vitnið kvaðst vera marg búin að hlusta á frásögn brotaþola um hin meintu atvik. Hún hefði hins vegar verið búin að fá nokkuð góða mynd á meint atvik fyrst eftir að hafa talað við brotaþola í síma og síðan eftir því sem leið á daginn. Þá kvaðst vitnið einnig hafa verið í samskiptum við [...] efti r á, og þær rætt saman um hvað hefði gerst 10. Vitnið [L] hjúkrunarfræðingur greindi meðal annars frá því að hún hefði verið við störf 9. apríl 2019 á neyðarmóttöku Landspítalans. Hún hefði tekið við símtali frá brotaþola sem leitt hefði til þess að hún hefði komið í viðtal sama dag klukkan 14:30. Frásögn brotaþola af meintum atvikum hefði ekki gefið tilefni til réttar læknis fræðilegrar skoðunar. Frásögnin hefði verið skráð niður eftir brotaþola í skýrslu hjúkrunar fræðings og hún lesin yfir með henni á ður en gengið var frá skýrslunni sama dag. Greindi vitnið nánar frá frásögn og líðan brotaþola út frá téðri skýrslu, sbr. það sem áður greinir í málavaxtalýsingu. Líðan brotaþola hefði ekki verið góð í viðtalinu, hún hefði verið mjög miður sín og ekki trey st sér til að snúa aftur til vinnu. 11. Vitnið [ M ] fjármálastjóri gaf skýrslu í fjarfundarbúnaði og greindi meðal annars frá því að í fram haldi af umræddri ferð hefði borist veikindatilkynning frá brota þola, sem starfsmanni. Vitninu hefði verið falið að sinna málinu af hálfu vinnu veit anda gagnvart brotaþola. Til að byrja með hefði ekki verið ljóst hvað hefði gerst og ekki hefði náðst samband við brotaþola. Það hefði skýrst betur síðar eftir samtal vitnisins við sam starfs - mann brotaþola, auk þess se m lögmaður brotaþola hefði sett sig í sam band við vitnið. Vitnið og brotaþoli hefðu að lokum náð að tala saman sím leiðis en tvær vikur hefðu þá verið liðnar frá því umrædd atvik komu upp. Þetta hefði leitt til þess að þær mæltu sér mót um mán aðamót in apríl maí. Þær hefðu hist í Reykjavík en vitnið hefði ekki verið að krefja brota þola um nákvæmar upplýsingar um hvað hefði gerst. Ljóst hefði verið að brota þola leið illa með það og þær fyrst og fremst verið að ræða um starfslok brota þola. Brota þoli hefði lýst því yfir að hún vildi láta af störfum og að hún treysti sér ekki til að koma til baka í um rætt sveitar félag. Niður staðan hefði því orðið sú að hún ynni í upp - sagnar fresti í fjar vinnu út maí sama ár. Vitnið hefði ekki haft vitneskju á þeim tíma um 19 að brota þoli væri búin að fá starf í Reykja vík en hana hefði hins vegar verið farið að gruna það og hún síðan frétt það ein hverju síðar. Í samskiptum vitnisins og brota þola hefði stjórn sýslu úttekt borið á góma sem laut meðal annars að s tarfi brotaþola. Brota þoli hefði verið með áhyggjur af því að breyting yrði á starfi hennar, sem stjórn anda, og að ákærða yrði valin sem nýr stjórnandi. Það hefði hins vegar aldrei staðið til og engin áform verið uppi um slíkt af hálfu vinnuveitanda bro taþola. 12. Vitnið [H] sálfræðingur staðfesti og gerði grein fyrir fyrrgreindu vott orði og viðtölum sínum við brotaþola. Í framburði vitnisins kom meðal annars fram að brota þola hefði verið vísað til hennar af neyðarmóttöku. Vitnið hefði byrjað á því að ræða við brotaþola í síma, veitt henni áfallahjálp og bókað hana í viðtal. Vitnið hefði í fram haldi hitt brotaþola í tvö skipti í apríl og maí 2019. Brotaþoli hefði í báðum við tölunum verið með [...] . Hún hefði verið [...] . Það hefði á þeim tíma verið vísbending um að hún myndi síðar vera greind með [...] . Vitnið hefði í viðtölunum að mestu verið að hjálpa brotaþola með [...] sem hún var að upplifa á þeim tíma. Brota þoli hefði í tvígang eftir það ekki mætt í bókuð viðtöl. Í fyrra skiptið í tengs lum við þá fjarveru hefði brotaþoli haft samband við vitnið eftir á og borið fyrir sig að hafa ekki mætt vegna vanlíðanar. Í seinna skiptið hefði ekki heyrst frá henni og hún hvorki svarað símtölum né heldur bréfi vitnis ins. Að því virtu hefði verið litið svo á að hún væri að afþakka frekari þjónustu. Það að brota þoli mætti ekki í viðtöl hefði ekki verið óvanalegt í almennu tilliti og það hefði auk þess samrýmst því að brotaþoli var í viðtölum áður búin að greina frá [...] . Í viðtölum hefði brotaþoli gr eint frá [...] . Brotaþoli hefði greint frá atvikum í téðum viðtölum en vitnið kvaðst ekki muna ná kvæmlega hvað kom fram í þeim efnum og tilgangur viðtala ekki verið að fá fram ná kvæmar upplýsingar um hvað hefði gerst. Brotaþoli hefði hins vegar verið tr úverðug í frásögn um hvað gerðist. Brotaþoli hefði einnig greint frá [...] . 13. Vitnið [I] sálfræðingur gaf skýrslu símleiðis og gerði nánar grein fyrir fyrr greindu vottorði og viðtölum við brotaþola. Í skýrslu vitnisins kom meðal annars fram að helstu sálrænu einkenni brotaþola samrýmdust því sem almennt þekktist hjá fólki sem lent hefði í alvarlegum streituvaldandi atburði eins og til að mynda kyn ferðis ofbeldi. Brotaþoli hefði greint frá [...] . Brotaþoli hefði verið sam kvæm sjálfri sér í viðtölum og líðan hennar verið í samræmi við frásögn um hvað hefði gerst. 20 Vitnið greindi nánar frá greiningarmati brotaþola en samkvæmt niðurstöðu þess hefði hún uppfyllt [...] og að þau einkenni tengdust þeim atburði sem hún hefði greint frá. Hún hefði því veri ð greind með [...] . Vitnið kvaðst í téðum viðtölum hafa [...] . Brota þoli hefði í viðtölunum lýst umræddum atburði á nokkuð greinargóðan hátt með nánar tilgreindum hætti. Þá hefði komið fram í fyrsta viðtali með brotaþola að [...] . Brotaþoli hefði í viðt ölum greint frá [...] . Greinilegt hefði verið í viðtölum með brotaþola að umrætt áfall frá því í apríl 2019 var að hafa mikil áhrif á hana. Þá hefði fyrrgreint greiningarmat verið útfært með þeim hætti að spurt hefði verið út í tiltekin [...] í tengslum vi ð tiltekinn atburð og það gert alveg skýrt hvaða atburð væri um að ræða og það verið endurtekið í gegnum greiningarferlið. Það hefði miðast við umrætt áfall í apríl 2019. Einnig greindi vitnið frá því að [...] . 14. Vitnið [N] hjúkrunarfræðingur staðfes ti vottorð og greindi meðal annars frá því að ákærða hefði í þrjú skipti leitað til hennar til að fá [...] . 15. Rannsóknarlögreglumenn nr. 0814 og 0228 gáfu skýrslur um atriði sem lutu að rannsókn málsins en ekki eru efni til reifunar á þeim framburðum. IV. Niðurstöður: Við meðferð málsins hefur komið fram að verjandi ákærðu hafi ekki fengið aðgang að rann sókna rgögnum málsins á meðan það var til meðferðar hjá lögreglustjóranum á [...] og héraðssaksóknara. Engar hald bærar skýringar hafa komið fram hjá ákæru valdinu á því hverju þetta sætir. Er um að ræða ágalla á meðferð málsins á rannsóknarstigi og ekki í nægja nlegu samræmi við 37. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Ákærða neitar sök. Samkvæmt 1. mgr. 111. gr. laga nr. 88/2008 gildir sú grundvallar regla almennt að dómur skuli reistur á sönnunargögnum sem færð eru fram við meðferð máls fyrir dómi. Sam k væmt 108. gr. sömu laga hvílir sönnunar byrði um sekt ákærðu og atvik sem telja má henni í óhag á ákæruvaldinu og verður hún því aðeins sakfelld að nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rök um, teljist fram komin um hvert 21 það atriði er va rðar sekt, sbr. 1. mgr. 109. gr. téðra laga. Þá metur dómurinn hvert sönn - unar gildi þær staðhæfingar hafa sem varða ekki bein línis það atriði sem sanna skal en álykt anir má leiða um það, sbr. 2. mgr. sömu laga greinar. Ákærðu er gefið að sök meint kynf erðisbrot, eins og greinir í ákæru. Hún neitar sök og hefur vísað alfarið á bug framburði brotaþola um meint brot. Ákærðu og brotaþola ber að mestu saman um samskipti þeirra á milli framan af kvöldi og fram á umrædda nótt, allt fram að því að þær yfirgáfu herbergi [D] . Framburður þeirra um þau atvik er einnig að mestu í samræmi við fram burði vitnanna [D] og [E] . Þá verður ráðið af framburði brotaþola, [D] og [E] að klukkan hafi verið um tvö þegar þær fóru úr herbergi [D] en ekki reyndist unnt að afla upptö ku frá téðu hóteli um þau atvik. Einnig ber ákærðu og brotaþola í aðalatriðum saman um atvik þegar ákærða gerði vart við sig og kom inn á herbergi brota þola síðar um nóttina, sem var einhverju eftir klukkan 02:24 sam kvæmt mynd upptöku, og allt fram að þv í að þær lögðust til hvílu þar inni. Þær greinir hins vegar á um hvað gerðist í herberginu eftir það. Sam kvæmt fram burðum þeirra beggja voru þær báðar undir áhrifum áfengis og talsvert þreyttar þegar þær lögðust til hvílu. Að auki hefur ákærða borið um a ðra van líðan sem hafi hellst yfir hana á þeim tíma. Að þessu virtu er ljóst að ástand þeirra, og þá ekki síst ákærðu, var ekki með besta móti þegar þarna var komið við sögu. Verður að líta til þessa við úrlausn máls ins. Þá ber ákærðu og brotaþola saman u m helstu atvik næsta morgun og fram eftir þeim degi, þar með talið að ákærða hafi ítrekað reynt að setja sig í sam band við brota þola. Þegar farið er nánar yfir framburð ákærðu og brotaþola varðandi meint atvik í téðu her - bergi brotaþola þá liggur fyri r að í aðalatriðum var þar verið að lýsa tveimur náskyldum atvik um. Ann ars vegar í tengslum við það þegar ákærða og brotaþoli sofnuðu og hins vegar í tengslum við það þegar brota þoli vakn aði einhverju síðar. Nákvæmar tímasetn - ingar um þetta liggja ekki fyrir og hvort eða hversu langur tími leið á milli. Hvað hið fyrr nefnda varðar hefur ákærða borið um að hafa tekið um hönd brotaþola, lagt hana sér við hlið, utan sængur, þegar hún lagðist til hvílu, auk þess sem hún hafi haft á orði að gott væri að kúra. Hún hafi síðan sofnað sæl eftir að hafa náð sáttum við brota - þola. Þá hafi hún á þeim tíma ekki orðið vör við nein viðbrögð frá brota þola. Brota þoli hefur borið um að hafa sofnað nánast strax og hún lagðist til hvílu með ákærðu sér við hlið. Þá verður ekki ráðið af framburði brotaþola að hún hafi verið vakandi þegar ákærða sofnaði. Hvað hið síðar nefnda varðar, sem sakarmatið í raun hverfist um, þá liggur fyrir að brota - þoli hefur borið um fyrir dómi að hafa vaknað upp við snert ingar og tal ákærðu sem 22 sam rýmist í öllum meginatriðum verkn aðar lýsingu ákærunnar. Þá hefur hún borið um að hafa verið vakandi í einhvern tíma á meðan ákærða braut gegn henni uns ákærða sofn aði og brotaþoli fór á fætur og leitaði til [D] . Framburður brotaþola er í öllum aðal atrið um í samræmi við bréf hennar og skýrslu hjá lögreglu. Ekki liggur fyrir nákvæm tíma setn ing á því hvenær brotaþoli gerði vart við sig hjá [D] og ekki reyndist unnt að afla mynd - upptöku frá téðu hóteli um þau atvik. Af fram burði [D] ver ður hins vegar ráðið að klukkan hafi á þess um tíma verið um 03:45. Sam rýmist sú tímasetning einnig því að þeim báðum ber þeim saman um að brotaþoli hafi sótt síma í herbergi sitt um hálftíma síðar. Sú tíma setn ing getur sam rýmst sím hringingu um líkt l eyti úr síma ákærðu í síma brotaþola en þeim tveimur virðist bera saman um að það geti hafa átt sér stað þegar klukkan var 04:13. Samkvæmt því sem fram hefur komið hjá ákærðu kannast hún ekki við að hafa haft í frammi háttsemi sem greinir í ákæru og hefu r hún vísað fram burði brotaþola um það alfarið á bug. Verður ráðið af framburði ákærðu að hún hafi einskis orðið vör um nóttina og hún hafi vaknað ein næsta morgun í her berginu, ef frá er talið það sem áður greinir um að hún hafi rumskað og hringt í bro taþola klukkan 04:13. Við úrlausn á því hvað er rétt og sannað í þessum efn um verður að líta til tilfinningalegs ástands brotaþola fyrst eftir meintan atburð og fyrstu frá sagnar hennar af því sem gerðist. Það að brotaþoli hafi farið úr her berg inu u m miðja nótt í miklu uppnámi og leitað á náðir samstarfskonu sinnar, [D] , sem var í nálægu her bergi, bendir eindregið til þess að hún hafi upplifað að alvar legt atvik hafi hent hana á þeim tíma. Vitnið [D] greindi frá því að brota þoli hefði verið í mj ög miklu til finn inga legu uppnámi um nóttina og hún meðal annars greint frá því að ákærða hefði verið að snerta hana á líkamanum með hendinni og að hún hefði leitað á einka staðina á henni. Af framburði [D] verður ráðið að brotaþola hafi á þess um tíma verið mjög mis boðið og það hafi verið af völdum kynferðislegrar háttsemi ákærðu stuttu áður. Fram burður [D] um þessi atvik var greinar góður og rennir stoð um undir framburð brota þola um meint brot. Vitnið [E] bar um að brotaþoli hefði um morg un inn verið mjög ólík sjálfri sér og virst vera í hálf gerðri geðs hræringu og í miklu upp námi. Þá hefði hún tekið því illa þegar það barst í tal að hún hefði verið hjá [D] um nótt ina. Samrýmist hið síðastnefnda einnig fram - burði vitnisins [Í] um atvik té ðan morgun. Að mati dómsins er ljóst að framburðir þessara vitna styðja það sem brotaþoli hefur borið um að henni hafi liðið mjög illa andlega um morguninn vegna meints brots ákærðu um nóttina. Jafnframt liggur fyrir að vitnin [F] og [G] báru báðar um mikið tilfinninga legt ójafn vægi brota þola síðar sama dag samhliða frásögnum brotaþola af meintu broti ákærðu þar sem 23 fram komu lýsingar hennar á snert ingum og tali ákærðu. Vætti [F] og [G] um þær frásagnir samrýmast í öllum aðal atrið um fram burði brota þola fyrir dómi og hjá lög reglu um hið meinta brot. Hið sama kom fram í vætti [L] hjúkrunarfræðings sem sinnti brotaþola síðar um dag inn á neyðarmóttöku samhliða því sem hún skráði skýrslu um frásögn brota þola af meint um atvikum og líðan í því viðtali. Sú skráning, sem er sam - tíma heimild heilbrigðis starfs manns um það sem fram fór, samrýmist í megin atriðum fram burði brotaþola um hið meinta brot og því sem fram hefur komið um andlega van - líðan hennar á þeim tíma. Þá verður ráð ið af framburði vitnisins [M] að andleg van líðan brotaþola hafi enn verið til staðar um tveimur vikum síðar þegar þær hittust í Reykja vík til að fara yfir vinnutengd mál efni. Að mati dómsins styður því allt framan greint framburð brota þola um það a ð ákærða hafi brotið kyn ferðislega gegn henni umrædda nótt með þeim hætti sem hún hefur greint frá. Þá verður við sönnunarmatið ekki litið fram hjá því að ákærða hafði nokkrum vikum fyrir meint brot fært í tal við brotaþola [...] . Er þetta óumdeilt í málinu. Að mati dómsins bendir þetta til þess að hugar far ákærðu hafi [...] . Skal þá einnig haft í huga að ákærða bar um það fyrir dómi að brotaþoli hefði minnt hana á [...] þegar þær lögðust til hvílu téða nótt á hótel herberg inu. Þessu til viðbótar l iggur fyrir í málinu að brotaþoli hefur leitað sér aðstoðar hjá sál fræð - ingum í framhaldi af hinu meinta broti. Samkvæmt vottorði og framburði vitnisins [H] var brotaþoli með [...] . Þá virðist allt benda til þess, samkvæmt vætti H , að hin mikla [...] brot aþola stafi beinlínis af hinu meinta kyn ferðis broti ákærðu. Að þessu virtu styður allt framan greint framburð brotaþola um meint kyn ferðisbrot sam kvæmt ákæru. Við úrlausn málsins verður einnig að líta til þess að ákærða sendi SMS - skeyti til brota - þola eftir meint brot þar sem meðal annars kom fram að hún vissi ekki hvað hefði gerst í herberginu umrædda nótt. Að mati dómsins er nokkuð á reiki í gögnum málsins hvenær skeytið var sent. Ljósmynd af skeytinu í síma brotaþola sýnir ekki nákvæman sendinga r - tíma að öðru leyti en að það var sent á þriðjudegi, Tuesday , klukkan 14:28. Sam kvæmt hand ritaðri athugasemd lögreglumanns á umrædda ljósmynd var skeytinu fram vísað hjá lög reglu fimmtudaginn 18. apríl 2019. Aðrar upp lýsingar um skeytið liggja ekki fy rir í málsgögnum. Framburður ákærðu og brota þola er ekki alveg skýr um send ingartíma skeytisins. Þá verður ráðið að umrætt skeyti hafi verið hluti af stærra mengi annarra raf - rænna skeyta og símtala sem bárust frá ákærðu á nokkurra daga tímabili eftir me int brot. Hefur þetta valdið nokkrum óskýrleika við skýrslugjöf þeirra fyrir dómi um þessi atvik. Verður því ráðið af framangreindu, og atvikum málsins að öðru leyti, að ákærða hafi annað hvort sent umrætt skeyti þriðju dag inn 9. apríl 2019 eða þriðjudagi nn 16. apríl 24 2019. Hin síðari dagsetning virðist frekar geta átt við þegar litið er til fyrri framburðar - skýrslu ákærðu hjá lög reglu. Hið sama á við þegar litið er til tímasetningar innar 14:28 sem fer ekki alveg saman við tíma setningar á öðrum samskiptu m að morgni þriðju dags - ins 9. apríl 2019. Þá ber einnig í þessu sambandi að líta til þess, almennt séð, að myndrænt viðmót í snjallsímum er oft með þeim hætti að vísað er til vikudags í stað dagsetningar þegar stuttur tími hefur liðið frá móttöku skeytis og þegar það er skoðað í hólfi fyrir mót tekin skeyti. Hvað sem þessu líður þá hefur ákærða fyrir dómi borið um að efni skeytis ins hafi ekki verið alls kostar rétt. Hún hafi í raun munað betur eftir því sem gerðist um nóttina en þetta hafi verið hennar le ið til að opna á samtal við brota þola þegar hún varð þess vör að eitt hvað var breytt í þeirra samskiptum. Skýring ákærðu með þessum hætti á SMS - skeyt inu kom fyrst fram við með ferð máls ins fyrir dómi. Að mati dómsins getur þessi skýring komið sem við b ót og samrýmst öðru af sama toga sem áður var búið að koma fram hjá ákærðu um þau atvik, þar með talið skýrslugjöf hennar hjá lög reglu. Þessar skýringar ákærðu sam rýmast hins vegar ekki nægjan lega framburði vitnisins [D] fyrir dómi sem bar um það að ákæ rða hefði í fram haldi af meintu broti, eftir að heim var komið, endurtekið hringt og viljað ræða við vitnið um hvað gerðist. Í þeim sam tölum hefði komið fram að ákærða hafði ekki minningar um samskipti við brotaþola um nóttina. Fram burður [D] var alve g skýr um þetta atriði en kom hins vegar ekki fram í skýrslu hennar hjá lögreglu. Í því sambandi verður hins vegar að líta til þess að [D] var sú fyrsta sem gaf skýrslu hjá lög reglu við upphaf rannsóknar máls ins, sem var talsvert áður en ákærða og önnur vitni gáfu skýrslu hjá lögreglu. Af samhengi þeirra atvika verður ráðið að umrædd símtöl [D] og ákærðu hafi átt sér stað eftir að [D] gaf skýrslu hjá lögreglu. Eru ekki efni til að draga í efa áreiðanleika framburðar [D] um þetta enda samrýmist það öðru í málinu, sbr. síðari umfjöllun. Að mati dóms ins eru skýringar ákærðu á téðu SMS - skeyti ekki í nægjanlegu samræmi við efni skeytisins eins og það birtist viðtakanda samkvæmt orðanna hljóðan. Þvert á móti verður helst ráðið af skeytinu að ákærða hafi í rau n ekki, þegar skeytið var sent, haft skýra vitneskju um hvað gerðist inni á téðu hótelherbergi umrædda nótt. Skeytið sam - rýmist betur fyrr greind um framburði [D] um að ákærða hafi borið fyrir sig óminni um það sem gerðist. Þá kvaðst brotaþoli við skýrslug jöf fyrir dómi telja að efni skeytisins gæti vel samrýmst því hvernig ástand ákærðu birtist henni inni á herberginu um nóttina. Einnig verður að líta til þess að við meðferð málsins á rannsóknarstigi kom fram misræmi hjá ákærðu um hvenær hún hefði hringt í brotaþola um nóttina. Við fyrri skýrslutöku hjá lög reglu taldi hún það hafa gerst áður en hún fór á herbergi brotaþola. Við síðari skýrslu - töku hjá lögreglu taldi hún það geta hafa gerst eftir að hún vaknaði ein í herbergi brota - þola. Þá kom hið síðarnef nda fram hjá ákærðu við skýrslugjöf fyrir dómi. Að öðru leyti verður ráðið af fram burði hennar fyrir dómi að þessi atvik séu henni í raun enn mjög 25 óljós um það hvort, hvenær, og hvers vegna hún hringdi í brotaþola, og að sá óskýrleiki stafi af ölvunar ás tandi hennar téða nótt. Þessu til viðbótar hefur ákærða borið um það að hafa drukkið of mikið áfengi umrætt kvöld og að hún hafi verið töluvert ölvuð þegar leið á nóttina. Hið sama kom fram hjá henni við skýrslugjöf hjá lögreglu en þá bar hún með skýr ari hætti en fyrir dómi um að það væru gloppur í minni hennar um einstök atvik næt ur innar. Samkvæmt framangreindu er það mat dómsins að allt bendi til þess að ákærða hafi í raun verið í mjög annarlegu ástandi vegna áfengisvímu umrædda nótt og að minn i hennar af atvikum í tengslum við meint brot sé með þeim hætti að varhugavert sé að byggja á fram burði hennar um þau atriði. Ekki er sérstakt misræmi í framburði brotaþola fyrir dómi miðað við skýrslu hennar og bréf hjá lögreglu, sem og miðað við skýrs lu hjúkrunar - fræðings neyðar móttöku. Framburður brotaþola hefur verið einlægur, skýr og hún hefur í öllum megin atriðum verið sam kvæm sjálfri sér í frásögn, að því marki sem hún man eftir atvikum. Þá eru ekki uppi vís bend ingar um að hún hafi verið að g eta í eyð urnar og er framburður hennar í meginatriðum studdur vætti ann arra vitna, eins og áður greinir. Framburður brota þola um meint brot er því heilt á litið trúverðugri en fram burður ákærðu og verður þar með lagður til grund vallar við sönn unarm atið svo úrslitum ráði í málinu. Sam kvæmt öllu framan greindu þykir, gegn neitun ákærðu, komin fram lögfull sönnun um að ákærða hafi sýnt af sér hátt semi gagnvart brotaþola sem greinir í ákæru. Samkvæmt ákæru er ákærða með háttseminni aðallega talin hafa brotið gegn 199. gr. almennra hegningar laga, en til vara er brotið talið varða við 209. gr. sömu laga. Ljóst er að fyrr greindar snertingar samkvæmt verkn aðarlýsingu ákæru beindust í fyrsta lagi að nöktum líkama ákærðu með því að taka um hönd brota þola og láta hana strjúka nakinn líkamann. Í annan stað með því að strjúka brotaþola utan frá frá brjóstum og niður á læri, og í þriðja lagi með því að færa sig þétt upp við líkama brotaþola og strjúka líkama hennar utan sængur. Ljóst er af öllu að framan greindar snertingar voru af kynferðis leg um toga, í óþökk brota þola og ekki til þess fallnar að veita ákærðu kynferðis lega full næg ingu. Þá voru þær jafnframt and stæðar góðum siðum og samskipta hátt um. Að þessu virtu, sbr. greinargerð með frum varpi sem varð að lög um nr. 61/2007, verður fallist á það með ákæru vald inu að framangreind háttsemi falli hlutrænt séð undir 199. gr. almennra hegn - ingar laga, sem kynferðisleg áreitni. Er um að ræða samhverft brot og verður að telja út frá eðli verknaðar og verknaðaraðstæðum, eins og því hefur áður verið lýst, að ákærða hafi mátt hafa vitund um refsinæmi hegðunar sinnar. Eru sak næmis skilyrði 18. gr. almennra hegningar laga því nægjanlega uppfyllt, eins og hér stendur á. Að öllu þessu 26 virtu verður hún sak felld fyrir brot gegn 199. gr. almennra hegn ingarlaga. Sá hluti verkn - aðar lýs ingar ákæru sem varðar það að ákærða hafi lagt andlit sitt upp að andliti brota þola og viðhaft þau ummæli sem greinir í ákæru getur hins vegar ekki, hlutrænt séð, talist ve ra af þeim toga að eigi nægjanlega undir 199. gr. almennra hegningarlaga. Hið sama á við um 209. gr. sömu laga. Er í því sam bandi lagt til grundvallar að um rædd andlitssnerting geti hvorki talist vera nægjan lega kynferðis leg eða lostug, eins og ber að túlka refsi - ákvæðin, sbr. fyrr greinda greinar gerð og æðri dómaframkvæmd. Þá geta téð ummæli hvorki talist vera orð bragð sem var mjög meið andi, ítrekað eða til þess fallið að valda ótta í merk ingu 199. gr. laganna. Né heldur að það hafi verið klúrt í merk ingu 209. gr. sömu laga. Verður ákærða því sýknuð af þeim hlutum ákærunnar. Við ákvörðun refsingar ber að líta til þess að um var að ræða brot sem beindist gegn kyn frelsi brotaþola. Einnig ber að líta til þess að brot af þessum toga er til þes s fallið að valda andlegu tjóni og liggja auk þess fyrir gögn og vætti sálfræðinga sem renna stoðum undir það að svo sé í raun staðan hjá brotaþola. Horfir allt framan greint til refsi þyngingar. Ákærða hefur ekki áður gerst brot leg við refsilög og horfir það til málsbóta. Það að hún hafi verið undir miklum áhrifum áfengis á verknaðarstundu leysir hana ekki undan refsi - ábyrgð, sbr. 17. gr. almennra hegningarlaga, þó slá megi því föstu að vegna annarlegs ástands hennar hafi ásetningur verið af lægri toga og þokukenndur. Verður tekið tillit til þess við refsi ákvörðun, til mild unar. Þá verður einnig tekið tillit til þess, til mildunar, að ákærða hefur átt erfitt and lega frá því mál þetta hófst og er það stutt vætti sérfræðings. Sam kvæmt öllu framan sögðu , og með vísan til 1., 2., 5. og 6. tölul. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga, verður refsing ákærðu ákveðin fang elsi í tvo mán uði en rétt þykir að fresta fullnustu refs ingar innar og skal hún falla niður að liðnum tveimur ár um frá upp kvaðn ingu dómsins að telja, haldi ákærða almennt skilorð 57. gr. sömu laga. Það leiðir af sakfellingu ákærðu að hún verður jafnframt dæmd til að greiða brotaþola miska bætur samkvæmt b - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, sbr. 13. gr. laga nr. 37/1999. Tjón brotaþola er í meira lagi og er það stutt gögnum og vætti sérfræðinga. Að þessu virtu og að teknu tilliti til eðlis brots og dóm venju þykir fjár hæð miska bóta hæfi lega ákveðin 450.000 krónur, auk vaxta og dráttarvaxta, eins og nánar greinir í dóm s - orði. Upp hafs tími dráttar vaxta miðast við þingfestingardag málsins, 10. maí 2021. Með hliðsjón af framan greindum máls úrslit um og með vísan til 1. mgr. 235. gr., sbr. 233. gr., laga nr. 88/2008, ber að dæma ákærðu til greiðslu sakarkostnaðar. Til þess kostn aðar teljast málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærðu, Gísla Kr. Björns sonar lögmanns, vegna vinnu á rannsóknarstigi og fyrir dómi, sem ráðast að mestu af tímaskýrslu, 1.450.000 krónur, að með töldum virðis aukaskatti. Þá telst til sakarkostnaða r þóknun til skip aðs 27 réttar gæslu manns brotaþola, Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns, vegna vinnu á rann sóknarstigi og fyrir dómi, sem ræðst að mestu af tíma skýrslu, 750.000 krónur, að með töld um virðis auka skatti. Til sakarkost naðar teljast einnig önnur útgjöld samkvæmt yfirliti ákæru valds ins 25. mars 2021, að fjárhæð 143.400 krónur. Þessu til viðbótar teljast til sakar kostnaðar önnur útgjöld samkvæmt viðbótaryfirliti ákæruvaldsins 27. september 2021, að fjárhæð 329.133 krónu r, þar með talið ferðakostnaður vitna sem þurftu að koma fyrir dóm inn frá öðrum lands hluta. Hvorki símaskýrslur né heldur tíma bundin sérheimild í lögum um notkun fjar fundar bún aðar vegna sóttvarna gat átt við um þau vitni, eins og hér stendur á. Ákærð a hefur ekki fært fram hald bær rök fyrir hinu gagn stæða. Vegna máls úr s lita og fyrrgreinds ágalla á afhendingu gagna til verjanda, sem var til þess fallið að auka á vinnu hans fyrir dómi, verður ákærða dæmd til að greiða helming alls framan - greinds sakar kostn aðar til ríkissjóðs, eða samtals 1.336.267 krónur, en helmingur kostn - aðarins sem út af stendur greið ist úr ríkissjóði. Þarf því ekki að koma til skerðingar á málsvarnar laun um verjanda samkvæmt fyrrgreindri yfirlýsingu hans um afsal á hlu ta þeirra launa og dæmist sú skerðing því ekki. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Fanney Björk Frostadóttir aðstoðarsaksóknari. Daði Kristjánsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D ó m s o r ð : Ákærða, A , sæti fangelsi í tvo mánuði en fresta skal fullnustu refsingar innar og fellur hún niður að liðnum tveimur árum frá deginum í dag að telja, haldi ákærða almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Ákærða greiði [B] 450.000 krónur í miskabætur, auk vaxta sam kvæmt 1. mgr. 8. gr. lag a nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, frá 9. apríl 2019 til 10. maí 2021, en með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr., sömu laga, frá þeim degi til greiðsludags. Ákærða greiði samtals 1.336.267 krónur í sakarkostnað til ríkissjóðs, og er þar innifalinn helmingur málsvarnarlauna skipaðs verjanda hennar, Gísla Kr. Björnssonar lögmanns, sem í heild nema 1.450.000 krónum með virðisaukaskatti, helmingur af þóknun skip aðs réttar gæslu manns brotaþola, Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns, sem í heild nemur 750.000 krónum með virðisaukaskatti, og helmingur af útgjöldum ákæru valdsins sem í 28 heild nema 472.533 krónum samkvæmt yfirlitum. Að öðru leyti greið ist sakarkostnaður úr ríkis sjóði. Daði Kristjánsson