Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 19. nóvember 2019 Mál nr. E - 4080/2017 : Zuism trúfélag ( Gunnar Egill Egilsson lögmaður ) g egn Ríkissjóð i Íslands ( Eiríkur Áki Eggertsson lögmaður ) Dómur 1. Mál þetta var höfðað 15. desember 2017. Stefnandi er Zuism trúfélag, Nethyl 2b í Reykjavík , og stefndi er íslenska ríkið, Stjórnarráðinu við Lækj ar götu í Reykjavík. Málið var tekið til úrskurðar um frávísunarkröfu stefnda 22. maí 2018 , og með úrsk urði héraðsdóms Reykjavíkur 29. júní 2018 var málinu vísað frá dómi . M eð úrskurði Landsréttar 17. september 2018 var úrskurður héraðsdóms staðfestur að því er varðaði frávísun á kröfu stefnanda um viðurkenningu á skaðabótaskyldu , en úrskurður héraðs dóms a ð því er varðaði kröfu stefnanda um greiðslu dráttarvaxta úr hendi stefnda var felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka þá kröfu til efnis með ferðar. Stefnandi höfðaði að nýju mál um viðurkenningu á skaða bóta skyldu stefnda 12. nóvember 2018, mál E - 3898/2018. Stefndi krafðist frá vísunar þess máls og var málið flutt munnlega um frávísunarkröfu stefnda 12. apríl 2019. Með úrskurði héraðsdóms 2. maí 2019 var kröfu stefnda um að málinu yrði vísað frá dómi hafnað og málið E - 3898/2018 sameinað mál i nr . E - 4080/2017. Aðalmeðferð málsins fór fram 22. október 2019 og var málið dómtekið að henni lokinni. 2. Dómkröfur stefnanda eru að stefnda verði gert að greiða honum dráttarvexti, skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 , af 2.670.652 krónum frá 15. janúar 2016 til 15. febrúar 2016, af 5.341.304 krónum frá 15. febrúar 2016 til 15. mars 2016, af 8.011.956 krónum frá 15. mars 2016 til 15. apríl 2016, af 10.682.608 2 krónum frá 15. apríl 2016 til 15. maí 2016, af 13.353.260 krónum frá 15. maí 2016 til 15. júní 2016, a f 16.023.912 krón um frá 15. júní 2016 til 15. júlí 2016, af 18.694.564 krónum frá 15. júlí 2016 til 15. ágúst 2016, af 21.365.216 krónum frá 15. ágúst 2016 til 15. september 2016, af 24.035.868 krónum frá 15. september 2016 til 15. okt óber 2016, af 26.70 6.520 krónum frá 15. október 2016 til 15. nóv ember 2016, af 29.377.172 krónum frá 15. nóvember 2016 til 15. desember 2016, af 32.047.824 krónum frá 15. desember 2016 til 15. janúar 2017, af 34.670.744 krónum frá 15. janúar 2017 til 15. febrúar 2017, af 37 .293.664 krónum frá 15. febrúar 2017 til 15. mars 2017, af 39.916.584 krónum frá 15. mars 2017 til 15. maí 2017, af 42.539.504 krónum frá 15. maí 2017 til 15. júní 2017, af 45.162.424 krónum frá 15. júní 2017 til 15. júlí 2017, af 47.785.344 krónum frá 15. júlí 2017 til 15. ágúst 2017, af 50.408.264 krón um frá 15. ágúst 2017 til 15. september 2017 og af 53.031.184 krónum frá 15. september 2017 til 9. október 2017. Þá krefst stefn an di þess að viður kenn d verði með dómi skaðabótaskyld a stefnda vegna þess tjóns sem hlotist hefur af ólögmætum aðgerðum , eða eftir atvikum aðgerðarleysi, stefnda gegn stefnanda. Stefnandi krefst þess að stefndi verði dæmdur til að greiða sér málskostnað að skaðlausu, að teknu tilliti til virðisaukaskatts, sam kvæmt mati dómsins , auk álags samkvæmt 131. gr. einkamálalaga nr. 91/1991 vegna ómálefnalegrar meðferðar málsins af hálfu ríkis lög manns og brota á hlutlægniskyldu . Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda og að stefnanda verði gert að greiða stefnd a málskostnað sam kvæmt mati dómsins. 3. Stefnandi er félag sem var stofnað árið 2013 og skráð hjá fyrirtækjaskrá. Félagið fékk skráningu sem trúfélag hjá innanríkisráðuneytinu, sem annaðist skráningu trúfélaga samkvæmt þágildandi lögum nr. 108/1999 um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög. Frá 1. febrúar 2014 var það í höndum sýslumannsins á Siglufirði að sjá um skráninguna en þann 1. janúar 2015 tók sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra við því hlutverki. Við stofnun stefnanda var stjórn félagsins skipuð Ólafi H elga Þorgrímssyni, Einari Ágústssyni og Ágústi Arnari Ágústssyni , en Ólafur Helgi var skráður forstöðumaður, sbr. 7. gr. laga nr. 108/1999. Á aðalfundi 20. desember 2013 var sú breyting gerð 3 á stjórn félagsins að Ágúst Arnar Ágústsson varð formaður stjórna r en meðstjórnendur þau Einar Ágústsson og Sóley Rut Magnúsdóttir. Þá var ákveðið að Ágúst Arnar Ágústsson skyldi veita stefnanda forstöðu en Einar Ágústsson skyldi sinna því hlutverki þar til Ágúst hefði aldur til, sbr. 1. mgr. 7. gr. laga nr. 108/1999. T ilkynning um stjórn var send fyrirtækjaskrá og móttekin þar 23. desember 2013. Sýslumaðurinn á Siglufirði sendi Ólafi Helga Þorgrímssyni bréf , dags ett 27. febrúar 2014 , og minnti á skil árlegrar skýrslu stefnanda, sbr. 5. gr. laga nr. 108/1999. Mun Ólafur Helgi hafa haft samband við embættið símleiðis nokkru síðar og upplýst að hann væri hættur sem forstöðumaður félagsins. Sýslumaður taldi að svo komnu að félagið uppfyllti ekki lengur skilyrði til þess að vera skráð trúfélag. Þann 15. apríl 2015 setti sýslu maðurinn á Norðurlandi eystra auglýsingu í Lögbirtingablaðið þar sem fram kom að ekki væri vitað um neina starfsemi á vegum félagsins og hvorki væri kunnugt um hver væri forstöðumaður þess né hverjir skipuðu stjórn þess. Skoraði hann á þá er teldu sig veit a félaginu forstöðu eða sitja í stjórn þess að gefa sig fram innan tiltekins frests. Í kjölfar auglýsingarinnar gaf Ísak Andri Ólafsson sig fram við sýslumann. Hann kvaðst fara fyrir hópi manna sem hefðu reynt að starfa í félaginu og vildu halda starfsemi þess áfram. Svo fór að Ísak Andri var skráður forstöðumaður félagsins þann 1. júní 2015, eftir að hann hafði sent sýslumanni gögn þar að lútandi. Stefnandi sendi erindi til sýslumannsembættisins á Norðurlandi eystra 16. desember 2015 og krafðist þess að sk ráning forstöðumanns félagsins yrði leiðrétt þannig að Ágúst Arnar Ágústsson yrði skráður forstöðumaður. Með tilkynningunni fylgdi yfirlýsing, sbr. 2. mgr. 7. gr. laga nr. 108/1999. Þann 5. febrúar 2016 sendi Ísak Andri, fyrir hönd stefnanda, bréf til Fjár sýslu ríkisins þar sem hann bað um að greiðslu sóknargjalda til stefnanda yrði frestað þar til skrifleg ósk þar að lútandi bærist frá félaginu. Kvað hann ástæðu beiðninnar vera þá að ekki hefði tekist að greiða úr málum er vörðuðu rekstrarfélag trúfélagsin s. Stjórnarmenn í stefnanda tengdust ekki lengur stjórn hins viðurkennda trúfélags Zuism. Þann 12. febrúar 2016 sendi stefnandi Fjársýslu ríkisins tölvupóst og krafðist þess að fá sóknargjöldin greidd. Erindinu var hafnað með tölvupósti 15. sama mánaðar þa r sem skráður forstöðumaður félagsins hefði óskað eftir að gjöldin yrðu ekki 4 greidd. Með stjórnsýslukæru 16. febrúar 2016 kærði stefnandi ákvörðun sýslumannsins á Norðurlandi eystra um að skrá Ísak Andra Ólafsson forstöðumann stefnanda. Var þess krafist að ákvörðunin yrði felld úr gildi og Ágúst Arnar Ágústsson yrði skráður forstöðumaður stefnanda. Með úrskurði ráðuneytisins þann 12. janúar 2017 var ákvörðun sýslumanns um að skrá Ísak Andra sem forstöðumann felld úr gildi , en kröfu stefnanda um að skrá Ágús t Arnar sem forstöðumann var vísað frá ráðuneytinu og til umfjöllunar hjá sýslumanni. Byggði niðurstaða ráðuneytisins á því að málið hefði ekki verið nægjanlega upplýst þegar sýslumaður tók ákvörðun um að skrá Ísak Andra sem forstöðumann þar sem hann hefði ekki leitað upplýsinga hjá skráðum stjórnarmönnum félagsins áður en hann tók ákvörðun um að birta auglýsinguna í Lögbirtingablaðinu. Það var svo loks hinn 28. september 2017 sem sýslu maður féllst á að Ágúst Arnar Ágústsson yrði skráður sem forstöðumaður félagsins. Stefnandi höfðaði mál á hendur stefnda 16. mars 2016 og krafðist þess að stefnda yrði gert að greiða honum 5.341.304 krónur , ásamt nánar tilgreindum dráttarvöxtum , vegna þess sem stefnandi taldi vera vangoldin sóknargjöld til sín. Með dómi Hérað sdóms Reykjavíkur 7. febrúar 2017 var stefndi, íslenska ríkið, sýknað af kröfu stefnanda. Dómnum var ekki áfrýjað. Þann 9. október 2017 greiddi Fjársýsla ríkisins stefnanda það sem stofnunin taldi vera ógreidd sóknargjöld stefnanda fyrir tímabilið frá janú ar 2016 til og með september 2017 , alls 53.031.184 krónur. Stefnandi höfðaði svo þann 15. desember 2017 mál það sem hér er til úrlausnar til heimtu vangoldinna dráttarvaxta sem félagið telur að sér beri úr hendi stefnda . A uk þessa gerir stefnandi , eins og fyrr greinir , kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu stefnda vegna þess tjóns sem stefnandi telur að hafi hlotist af ólögmætum aðgerðum gegn starfsemi sinni. 4. Stefnandi byggir kröfu sína um greiðslu dráttarvaxta vegna greiðsludráttar stefnda á sóknargjöldum til sín á því að engum vafa sé undirorpið að sóknargjöldin hafi verið eign stefnanda í skilningi 72. gr. stjórnarskrár. Stefnandi eigi því lögvarða hagsmuni af því að fá dóm um rétt sinn til dráttarvaxta af kröfum sínum vegna þess tíma sem le ið frá því að lögbundið var að sóknargjöldin skyldu berast stefnanda þar til greiðsla var loks innt af 5 hendi. Þá vísar stefnandi til 1. ml. 1. mgr. 2. gr. laga um sóknargjöld nr. 91/1987 þar sem segir að r íkissjóður sk u l i skila 15. hvers mánaðar, af óskipt um tekjuskatti, fjárhæð sem renn i til þjóðkirkjusafnaða og skráðra trúfélaga og lífsskoðunarfélaga . Í ljósi þessa telur stefnandi ljóst að sú lagaskyldi hvíli á stefnda að skila umræddum gjöldum á þeim degi sem lög áskilja og sé það ekki gert eigi viðkoman di trúfélag skýlausan rétt á dráttarvöxtum af vangoldinni fjárhæð. Þá telur stefnandi að s kýringar stefnda á greiðsludrætti séu hald lausar . 5. Stefnandi byggir kröfu sína um viðurkenningu á bótaskyldu stefnda á því að stefndi hafi með ólögmætum aðgerðum , og eftir atvikum aðgerðarleysi, valdið sér tjóni. A tvik in sem stefnandi vísar til séu inngrip í starfsemi stefnanda sem hann telur starfsmann sýslumannsins á Norðurlandi eystra, Halldór Þormar Halldórsson , hafa staðið fyrir . Þ annig telur stefnan di að ákvörðun Halldórs Þormars um að skrá Ísak Andra Ólafsson sem forstöðumann stefnanda hafi valdið sér tjón i . Sú a ðgerð hafi ekki bygg t á lögum og br o t ið freklega gegn öllum meginsjónarmiðum stjórnsýsluréttar. Þá hafi áðurnefndur starfsmaður um langt skeið látið hjá líða að lagfæra skráningu forstöðumanns e ftir að úrskurðað hafði verið um ólögmæti skráningarinnar með úrskurð i innanríkisráðuneytisins, þrátt fyrir fjölda ítrekana og ítrekaðra fyrirspurna umboðsmanns Alþingis sem stefnandi hafði leitað til . 6. Stefnandi by ggir á því að ákvörðun um að birta fyrrnefnda áskorun í Lögbirtingablaði hafi verið stjórnvaldsákvörðun og að um hana hafi gilt málsmeðferðarreglur stjórnsýslulaga nr. 37/1993 en þeim hafi stefndi ekki fylgt við meðferð málsins. Þá telur stefnandi að sýslu maður hafi verið í valdþurrð þegar hann birti áskorun sína með því að lög hafi mæl t fyrir um í hvaða tilgangi sýslumaður gæti gripið inn í starfsemi stefnanda og með hvaða hætti slíkt inngrip g æti orðið. Ljóst er að mati stefnanda að þau lagafyrirmæli hafi verið virt að vettugi. Auk þess telur stefnandi að áskorunin hafi í öllum efnisatriðum verið röng og sett fram gegn betri vitund þar sem s ýslumaður hafi haft allar upplýsingar um heimilisfang stefnanda, stjórnarmenn hans og 6 heimilisfang þeirra. Þrátt fyri r þ etta hafi sýslumaður látið hjá líða að beina erindi að félaginu, stjórn eða einst ö k um stjórnarmönnum. Með þessu hafi sýslumaður brotið gegn rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga. 7. Stefnandi telur því skýrt orsakasamhengi milli ólögmætra athafna starfsmanns sýslumanns og þess lögmannskostnaðar sem hann hafi þurft að leggja í til að gæta réttinda sinna. Ljóst sé að stefnandi hefði ekki orðið fyrir þeim kostnaði ef ekki hefðu komið til ólögmæt ar ath a fn ir sýslumanns. Inngrip hans hafi í senn verið ófyrirleitið og ólögmætt og valdið stefnanda tjóni með saknæmum og bótaskyldum hætti. Stefnandi krefst þess að stefnda verði gert að greiða honum málskostnað , auk álags samkvæmt 131. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991 . Byggir stefnandi á því að stefndi hafi eftir fremsta megni reynt að koma í veg fyrir að efnisdómur yrði kveðinn upp í máli þessu með því a ð bregða fæti fyrir stefnanda og hindra efnislega umfjöllun um kröfur hans. 8. Stefndi vísar til þess að með dómi héraðsdóms Reykjavíkur 7. febrúar 2017 í máli nr. E - 969 /2016 hafi kröfu stefnanda um greiðslu sóknargjalda fyrir janúar og febrúar 2016 , ásamt dráttarvöxtum , verið hafnað á þeirri forsendu að ekki hefðu verið færðar sönnur á að stefnandi hefði uppfyllt lagaskilyrði til að eiga rétt á greiðslum sóknargjalda árið 2016. Dómnum hafi ekki verið áfrýjað af hálfu stefnanda og hafi hann því samkvæmt 4. mgr. 116. gr. einkamálalaga fullt sönnunargildi um þau málsatvik sem í honum greini r þ ar til hið gagnstæða verði sannað. Þá telur stefnandi að það að sóknargjöld stefnanda fyrir janúar 2016 og fram í september 2017 hafi ekki verið greidd fyrr en 9. október 2017 verði í ljósi atvika og niðurstöðu héraðsdóms í máli nr. E - 969 /2016 ekki virt se m vanefnd eða sem saknæm háttsemi á grundvelli sakarreglunnar. Þannig hafi tilefni þess að greiðslur til stefnanda voru stöðvaðar verið vanræksla stefnanda á lögbundnum skyldum sínum samkvæmt lögum um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög. Sú vanræksla hafi gefið sýslumanni fullt tilefni til að afla upplýsinga um hverjir færu með f y r ir svar fyrir félagið , og þótt ráðuneytið hafi í úrskurði sínum frá 12. janúar 7 2017 talið að sýslumaður hefði ekki í öllu gætt réttra aðferða í því efni verði það ekki virt honum t il sakar. 9. Stefndi vísar til þess að þegar fulltrúi sýslumanns fór að grafast fyrir um málefni stefnanda í upphafi árs 2014 hafi sá sem þá var skráður forstöðumaður félagsins upplýst að hann væri hættur afskiptum af félaginu. Í því sambandi verði að hafa í huga að það sé á ábyrgð skráðs forstöðumanns trúfélags að sjá til þess að félagið starfi samkvæmt lögum og að sýslumaður beri ábyrgð á því að hafa eftirlit með því að þessum skyldum sé fullnægt. Þannig hafi stefnanda borið að tilkynna sýslumanni þegar í s tað um starfslok forstöðumanns og um tilnefningu nýs forstöðumanns. Meðan óvissa var um hver sá aðili væri sem veitti stefnanda forstöðu hefði verið óhjákvæmilegt að stöðva greiðslur til stefnanda. Þá hafnar stefndi þeim málatilbúnaði stefnanda að sá tími sem leið frá því að úrskurður innanríkisráðuneytis lá fyrir í janúar 2017 og þar til viðurkenning sýslumanns á nýjum forstöðumanni lá fyrir í september 2017 hafi verið óeðlilega langur eða geti orðið grundvöllur að bótaskyldu stefnda. Telur stefndi að sá m álsmeðferðartími hafi ekki verið óeðlilegur , ekki síst í ljósi þess a ð uppi hafi verið rökstuddar efasemdir um að raunveruleg starfsemi færi fram í félaginu. Þá hafi embættinu borist tilkynning frá sérstökum saksóknara í apríl 2017 um að þeir sem stæðu að félaginu væru til rannsóknar vegna víðtækra fjársvika og annarra fjármunabrota. Þannig megi jafnvel álykta að greiðsla ríkissjóðs til stefnanda á útistandandi sóknargjöldum þann 9. október 2017 hafi verið umfram lagaskyldu. Því sé með vísan til allra málavaxta ekki forsendur til frekari greiðslna úr ríkissjóði, hvorki í formi dráttarvaxta né annarra bóta. 10. Í 3. gr. laga nr. 108/1999 eru tilgreind skilyrði fyrir skráning u trúfélags. Eru það meðal annars skilyrði skráningar að félagið hafi náð fótfestu, starfsemi þess sé virk og stöðug, tilgangur þess stríði ekki gegn lögum, góðu siðferði eða allsherjarreglu og að í félaginu sé kjarni félagsmanna sem taki þátt í starfsemi þess og styðji lífsgildi félagsins í samræmi við kenningar þær sem félagið er stofna ð um og eig i til sóknar að gjalda hér á landi samkvæmt lögum nr. 91/1987 um sóknargjöld o.fl. Þá er það skilyrði að félagið sjái um tilteknar 8 athafnir, svo sem útfarir, giftingar, skírnir eða nafngjafir og fermingar eða aðrar hliðstæðar athafnir. Til þess að félagið geti sinnt þessu hlutverki ber því að hafa forstöðumann sem uppfyllir tiltekin skilyrði, sbr. 1. mgr. 7. gr. laga nr. 108/1999. Samkvæmt 2. mgr. 7. gr. ber forstöðumanninum að senda sýslumanni skriflega yfirlýsingu um að hann muni vinna af samvi skusemi þau störf sem honum eru í því starfi falin samkvæmt lögum. Þegar stefnandi vanrækti að tilkynna sýslumanni um nýjan forstöðumann eftir starfslok Ólafs Helga Þorgrímssonar, eins og honum bar að gera, sbr. 4. og 5. gr. laga nr. 108/1999 , verður að fa llast á það með stefnd a að fullt tilefni hafi verið til þess stöðva greiðslur til stefnanda eins og gert var frá ársbyrjun 2016 . Með dómi héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E - 969/2016 var talið að stefnandi hefði ekki fært sönnur fyrir því að hann uppfyll t i skilyrði laga nr. 108/1999 um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög og ætti rétt á greiðslum sóknargjalda á grundvelli laga nr. 91/1987 um sóknargjöld o.fl. fyrir árið 2016. V a r stefndi því sýknaður af kröfu stefnanda í málinu. Þ eim dómi var ekki áfrýjað. M eð því var staðfest að tilefni var til þess af hálfu stefnda að stöðva greiðslur sóknargjalda til stefnanda . Með úrskurði innan r íkisr áðuneytisins 12. janúar 2017 var skráning Ísaks Andra Ólafssonar sem forstöðumanns stefnanda felld úr gildi , eins og stefnandi hafði krafist , en kröfu félagsins um skráningu nýs forstöðumanns vísa til umfjöllunar sýslumanns. Í forsendum úrskurðarins var til þess vísað að af hálfu sýslumanns væri fullt tilefni til að kanna sérstaklega hvort stefnandi uppfyllti en n skilyrði til að vera skráð trúfélag. Þeirri könnun sýslumanns lauk að sinni að minnsta kosti með viðurkenningu sýslumanns á skráningu nýs forstöðumanns stefnanda 28. september 2017. Greiðsla útistandandi sóknargjalda var innt af hendi í beinu framhaldi a f því að viðurkenning sýslumanns á skráðum forstöðumanni lá fyrir 9. október 2017. Þótt taka megi undir það með stefnanda að skoðun sýslumanns hafi dregist mjög á langin n er til þess að líta að atvik sem vörðuðu opinberar yfirlýsingar um tilgang stefnanda gáfu tilefni til að efast um réttmæti skráningar stefnanda sem trúfélags . Þá er einnig ljóst að upplýsingar sem sýslumanni bárust um rannsókn á meintum fjársvikum fyrirsvarsmanna stefnanda gáfu einnig tilefni til sérstakrar varfærni af hálfu sýslumanns. Sa mkvæmt þessu verður talið að rétt hafi verið af hálfu stefnda 9 að halda aftur af greiðslum til stefnanda í skilningi 7. gr. laga nr. 38/2001 , án þess að réttur til dráttarvaxta hafi stofnast til handa stefnanda. Sömuleiðis er ekki fallist á að stefnanda haf i tekist að sanna að stefndi eða starfsmenn stefnda hafi sýnt af sér saknæma og ólögmæta háttsemi við afgreiðslu málefna stefnanda. Í ljósi þessa verður ekki fallist á að stefnandi eigi rétt á dráttarvöxtum eða öðrum skaðabótum úr hendi stefnda. Þrátt fyri r þessa niðurstöðu þykir rétt , með hliðsjón af málsatvikum, að málskostnaður milli aðila falli niður. Af hálfu stefnanda flutti málið Gunnar Egill Egilsson lögmaður. Af hálfu stefnda flutti málið Eiríkur Áki Eggertsson lögmaður. Málið dæmdi Ástráður Harald sson héraðsdómari. Dóms orð : Stefndi, íslenska ríkið, er sýkn af kröfu stefnanda , Zuism trúfélag s . Málskostnaður fellur niður. Ástráður Haraldsson Rétt endurrit staðfestir : Héraðsdómur Reykjavíkur 19 . nóvember 2019 Gjald 1.500 kr.