Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 14. janúar 2021 Mál nr. S - 7188/2020 : Lögreglustjórinn á höfuðborgars væðinu ( Elín Hrafnsdóttir aðstoðarsaksóknari ) g egn Nerijus Sipcenko Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag , er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 27. október 2020, á hendur Nerijus Sipcenko, [...] , [...] , [...] , fyrir eftirtalin umferðarlagabrot, með því að hafa: 1. Föstudaginn 21. ágúst 2020 ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti um Höfðabakka í Reykjavík, við Árbæjarsafnið. [...] 2. Mánudaginn 24. ágúst 2020 ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti og undir áhrifum Sogaveg í Reykjavík, við hús nr. 127A, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. [...] Tel jast brot í báðum liðum varða við 1. mgr. 58. gr. og brot í lið 2 einnig við 1., sbr. 2. mgr. 49. gr. og sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 . Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar skv. 101. gr. laga nr. 77/2019 . Ákærð i krefst vægustu refsingar sem lög leyfa . Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. 2 Ákærði hefur skýlaust játað brot sín. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði er fæddur í [...] . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 20 . október 2020, gekkst ákærði undir lögreglustjórasátt 12. des ember 2018 vegna ölvunaraksturs og var jafnframt sviptur ökurétti í 18 mánuði frá þeim degi að telja . Þá gekkst ákærði undir sektargreiðslur með tveimur lögreglustjórasáttum 4. júní 2020 , meðal annars vegna ölvunaraksturs og aksturs s viptur ökurétti. Ákærð i var jafnframt sviptur ökurétti í fimm ár frá 11. júní 2020 að telja. Við ákvörðun refsingar í máli þessu verður því miðað við að ákærði hafi nú í annað sinn gerst sekur um akstur sviptur ökurétti og í þriðja sinn sekur um ölvunarakstur, allt innan ítrek unartíma í skilningi almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með hliðsjón af dómvenju og 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 45 daga . Með vísan til lagaákvæða í ákæru er ákærði sviptur ökurétti ævilangt frá uppkvaðningu d óms þessa að telja. Ákærði greiði 25.407 krónur í sakarkostnað. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Sonja H. Berndsen aðstoðarsaksóknari fyrir Elín u Hrafnsdótt u r aðstoðarsaksóknar a . Arna Sigurjónsdóttir, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Nerijus Sipcenko , sæti fangelsi í 45 daga . Ákærði er sviptur ökurétti ævilangt frá uppkvaðningu dómsins að telja. Ákærði greiði 25.407 krónur í sakarkostnað . Arna Sigurjónsdóttir