Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 24. janúar 2022 Mál nr. E - 491/2021: Þórður Þórðarson (Kristján B Thorlacius lögmaður) gegn íslenska ríkinu (Ólafur Helgi Árnason lögmaður) Dómur Mál þetta, sem var dómtekið 6. janúar 2022, var höfðað 27. janúar 2021 af Þórði Þórðarsyni, [...] á hendur íslenska ríkinu. Dómkröfur stefnanda eru aðallega að stefnda verði gert að greiða honum 140.736.845 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga n r. 38/2001 frá 1. apríl 2020 til 17. desember 2020 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Til vara krefst stefnandi þess að stefnda verði gert að greiða honum 65.384.278 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 1. apríl 2020 til 17. desember 2020 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst stefnandi þess að stefnda verði gert að greiða honum miskabætur að fjárhæð 4.000.000 króna með v öxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 21. júní 2019 til 17. desember 2020 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Loks krefst stefnandi þess að stefnda verði gert að greiða honum málskostnað. St efndi krefst þess aðallega að vera sýknaður af kröfum stefnanda og að stefnandi verði dæmdur til greiðslu málskostnaðar. Til vara krefst stefndi verulegrar lækkunar á dómkröfum stefnda og í því tilviki verði málskostnaður látinn niður falla. I Málsatvik Mál þetta snýst um þá ákvörðun lögreglustjórans í Vesturlandi að auglýsa embætti stefnanda laust til umsóknar. Var stefnanda tilkynnt þessi ákvörðun með bréfi dagsettu 21. júní 2019. 2 Stefnandi hóf störf sem lögreglumaður árið 1985. Eftir endurskipulagning u lögregluumdæma árið 2012 var hann starfandi við embætti lögreglustjórans á Vesturlandi. Framlengdist skipunartími hans sjálfkrafa um fimm ár frá 1. apríl 2015. Í mars 2015 átti yfirlögregluþjónn embættisins samtal við stefnanda. Var tilefnið samtalsins kvartanir sem honum höfðu borist vegna framkomu stefnanda. Í nóvember 2018 áttu þáverandi lögreglustjóri embættisins og yfirlögregluþjónn samtal við stefnanda vegna sams konar kvartana. Var honum þar tilkynnt að samstarfsfólk hans hefðu ítrekað kvartað yfi r framkomu hans. Var honum þá kynnt að vegna þessara samstarfsörðugleika kæmi til greina að auglýsa stöðu hans lausa til umsóknar. Í maí 2019 átti yfirlögregluþjónn samtal við tvær lögreglukonur og lýstu þær þar báðar yfir mikilli þreytu yfir ástandinu og kváðust íhuga að hætta störfum vegna þessa. Hinn 6. júní 2019 barst fagráði lögreglu kvörtun fimm samstarfsmanna stefnanda yfir einelti hans í sinn garð. Fagráð gaf álit sitt 6. ágúst 2019. Með bréfi dagsettu 21. júní 2019 tilkynnti lögreglustjórinn á Ve sturlandi stefnanda að ákveðið hefði verið að auglýsa það embætti sem hann hafði gegnt laust til umsóknar, sbr. 2. mgr. 23. gr. laga nr. 70/1996. Afhenti lögreglustjóri stefnanda bréfið persónulega á skrifstofu stefnanda. Stefnandi óskaði skýringa á ákvör ðun lögreglustjóra og var þá sagt að ástæða þessa væru samskiptaörðugleikar hans og annarra starfsmanna embættisins. Stefnandi gaf aðilaskýrslu við aðalmeðferð málsins. Þá gáfu skýrslu vitnin Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri og Jón S. Ólafsson, yfirlögre gluþjónn. II Málsástæður stefnanda Stefnandi byggir á því að sú ákvörðun lögreglustjóra að auglýsa stöðu stefnanda lausa til umsóknar, og þar með framlengja ekki skipunartíma hans, sé ólögmæt. Stefnandi telur ljóst að lögreglustjóri teljist stjórnvald í skilningi stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og að ákvörðunin um að auglýsa stöðu stefnanda til umsóknar teljist stjórnvaldsákvörðun, enda snúist hún um réttindi og skyldur stefnanda sem embættismanns. Telur stefnandi því að lögreglustjóri hafi verið bundinn af ákvæðum stjórnsýslulaga sem og meginreglum stjórnsýsluréttar við töku ákvörðunarinnar, en þeim hafi hann ekki fylgt. Þá telur stefnandi að jafnvel þótt niðurstaðan yrði sú að ekki væri um að ræða eiginlega stjórnvaldsákvörðun hefði lögreglustjóra borið að fylgja ólögfestum meginreglum stjórnsýsluréttar við meðferð málsins. Stefnandi byggir einkum á því að lögreglustjóri hafi við ákvörðunartökuna brotið gegn réttmætisreglunni, meginreglu stjórnsýsluréttar um að óheimilt sé að undirbúningur og úrlausn máls miði að því að komast hjá því að fylgja lögboðinni málsmeðferð, meðalhófsreglunni og rannsóknarreglunni. 3 Hvað varðar þá málsástæðu að brotið hafi verið gegn réttmætisreglunni bendir stefnandi á að lögreglumenn teljist embættismenn í skilningi laga nr. 70/ 1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Réttarstaða embættismanna sé önnur en annarra ríkisstarfsmanna, m.a. vegna þess að þeir njóti meira öryggis í starfi og beri á móti aðrar og meiri skyldur. Samkvæmt 1. mgr. 23. gr. laga nr. 70/1996 skuli em bættismenn skipaðir tímabundið til fimm ára í senn, nema annað sé tekið fram í lögum. Ef ekki er tekin sérstök ákvörðun um að auglýsa embættið laust til umsóknar eigi síðar en sex mánuðum fyrir lok skipunartímans framlengist skipunartíminn sjálfkrafa um fi mm ár, sbr. 2. mgr. 23. gr. laganna. Komi fram í lögskýringargögnum með umræddri 2. mgr. 23. gr. laganna að ákvæðinu sé ætlað að stuðla að stöðugleika í röðum embættismanna. Hafi framkvæmdin almennt verið sú að embætti hafi ekki verið auglýst þrátt fyrir a ð skipunartími renni út. Séu mjög fá dæmi um að stöður lögreglumanna sem vilji vera áfram í embætti hafi verið auglýstar. Af hálfu stefnanda er á því byggt að veitingarvaldshafar, líkt og lögreglustjórinn á Vesturlandi, hafi ekki fullt og óskorað svigrúm til að auglýsa embætti laus að loknum tímabundnum skipunartíma. Í samræmi við réttmætisregluna þurfi að leggja til grundvallar málefnaleg sjónarmið. Við mat á því hvort sjónarmið að baki ákvörðun lögreglustjóra í máli þessu verði talin málefnaleg verði að horfa til þess hvort þau byggi á almennri afstöðu eða hvort þau beinist eingöngu að embætti tiltekins manns. Teljist öll persónuleg sjónarmið yfirleitt ómálefnaleg. Þá hafi jafnræðisregla stjórnsýsluréttarins, sbr. einnig 11. gr. stjórnsýslulaga, áhrif á á kvörðunartökuna þar sem almennt beri að leysa úr sambærilegum málum á grundvelli sömu sjónarmiða. Stefnandi telur að miðað við þær upplýsingar sem liggi fyrir um ástæður fyrir ákvörðun lögreglustjóra í máli þessu þá hafi þær ekki byggt á almennri afstöðu h ans um að auglýsa bæri embætti laus til umsóknar að loknum skipunartíma eða sambærilegum sjónarmiðum. Sé ákvörðunin einsdæmi og hafi beinst gegn stefnanda vegna persónulegra aðstæðna sem hann varða. Stefnandi byggir á því að málsmeðferð hjá lögreglustjóra hafi verið ólögmæt og ómálefnaleg þar sem hann hafi ekki fylgt lögboðnum reglum mála af þessu tagi. Samkvæmt 21. gr. laga nr. 70/1996 skuli forstöðumaður ríkisstofnunar veita starfsmanni skriflega áminningu ef hann sýnir í starfi sínu óstundvísi eða aðra v anrækslu, óhlýðni við löglegt boð eða bann yfirmanns síns, vankunnáttu eða óvandvirkni í starfi, hefur ekki náð fullnægjandi árangri í starfi, hefur verið ölvaður að starfi eða framkoma hans eða athafnir í því eða utan þess þykja að öðru leyti ósæmilegar, óhæfilegar eða ósamrýmanlegar starfinu. Er byggt á því af hálfu stefnanda að umrædd ákvæði 21. gr. feli í sér skyldu, sbr. einnig 44. gr. laganna þar sem fram kemur að skylt sé að veita starfsmanni áminningu samkvæmt 21. gr. og gefa honum tækifæri til að b æta ráð sitt áður en honum er sagt upp 4 störfum, ef uppsögn er vegna atriða sem þar eru rakin. Þá beri að veita starfsmanni andmælarétt. Stefnandi telur að miðað við gögn málsins megi rekja ákvörðun lögreglustjóra til þess að aðrir starfsmenn embættisins hö fðu kvartað undan stefnanda. Telur stefnandi að veita hefði átt stefnanda andmælarétt áður en honum var vikið úr embætti. Stefnandi telur að í stað þess að fara eftir lögboðinni málsmeðferð hafi lögreglustjóri sætt færis og beðið eftir að skipunartími stef nanda rynni út og þá tilkynnt að embætti hans yrði auglýst laust til umsóknar. Sé að mati stefnanda ólögmæt málsmeðferð að leita leiða til að komast hjá því að beita þeim lögformlegu úrræðum sem við eiga hverju sinni. Stefnandi byggir einnig á því að lögr eglustjóri hafi ekki gætt að meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar, sbr. 12. gr. stjórnsýslulaga, við töku ákvörðunarinnar. Bendir stefnandi einkum á það að hann hefði getað valið önnur og vægari úrræði en að framlengja ekki skipunartíma stefnanda. Þá hafi lögr eglustjóri ekki fallist á að halda fund með stefnanda og samstarfsfólki hans til að fara yfir málin. Stefandi bendir á að fagráð ríkislögreglustjóra hafi ekki gert kröfu um að stefnanda yrði vikið frá störfum. Fagráðið hafi hins vegar lagt til að gripið yr ði til tiltekinna úrbóta vegna málsins. Stefnandi byggir á því að lögreglustjóri hafi brotið gegn rannsóknarreglu stjórnsýsluréttarins við undirbúning ákvörðunarinnar. Felist í henni að stjórnvald skuli sjá til þess að mál sé nægjanlega upplýst áður en ákv örðun er tekin í því. Hún tengist mjög náið andmælarétti og oft verði mál ekki nægjanlega upplýst nema aðila hafi verið gefinn kostur á að kynna sér gögn máls og koma að frekari upplýsingum. Stefnandi byggir á því að reglan um andmælarétt taki til ákvörðun ar lögreglustjóra um að auglýsa stöðu hans lausa til umsóknar vegna framkominna kvartana í garð stefnanda. Hafi lögreglustjóra því borið að gefa stefnanda kost á að tjá sig um framkomnar kvartanir og koma að sjónarmiðum sínum áður en ákvörðun var tekin. St efnandi bendir á að lögreglustjóri tók ákvörðun um framhald starfs stefnanda áður en álit fagráðs lá fyrir. Virðist því lögreglustjórinn hafa byggt ákvörðun sína á fyrir fram gefinni niðurstöðu sem hafi falið í sér gróft brot á rannsóknarreglunni. Stefnand i byggir á því að þar sem embætti lögreglustjórans á Vesturlandi sé ríkisstofnun beri íslenska ríkið ábyrgð á háttsemi lögreglustjóra, á grundvelli meginreglu skaðabótaréttar um vinnuveitendaábyrgð, sbr. og 1. mgr. 1. gr. og 4. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 . Varðandi fjártjón þá byggir stefnandi á því að stefnandi hafi verið svipur ævistarfi sínu með ákvörðun lögreglustjórans. Eini aðilinn sem ráðið geti lögreglumenn til starfa sé íslenska ríkið. 5 Stefnandi telur ljóst að hann eigi ekki afturkvæmt til starfa hjá embætti lögreglunnar á Vesturlandi. Þá séu möguleikar hans á að fá nýja stöðu innan lögreglunnar takmarkaðir. Þá telur hann óvíst hvaða launakjör standi honum til boða í framtíðinni. Varðandi aðal - og varakröfu vísar stefnandi til niðurstöðu tryggingas tærðfræðings sem reiknaði út tekju - og réttindatap stefnanda út frá tilteknum forendum. Varðandi kröfu um miskabætur vísar stefnandi til þess að háttsemi lögreglustjóra gagnvart honum hafi falið í sér ólögmæta meingerð gegn æru og persónu hans. Hafi ákvörð unin falið í sér mikinn álitshnekki fyrir stefnanda og verið niðurlægjandi í hans garð. Stefnandi telur að horfa verði til þess við ákvörðun miskabóta að lögreglustjóri hafi tekið ákveðna stöðu gegn sér og farið fram hjá lögboðnum málsmeðferðarreglum til a ð losna við sig úr embætti. Þá hafi hann sýnt sér virðingarleysi, til dæmis þegar hann tilkynnti um ákvörðunina. Þá verði að líta til þess að ákvörðunin hafi valdið stefnanda álitshnekki. Samfélagið sé lítið og sögur um menn og málefni fljót að berast á mi lli. Loks hafi það verið stefnanda mikið áfall að fá afhent bréfið um ákvörðun lögreglustjórans í málinu. Málsástæður stefnda Stefndi telur þá ákvörðun lögreglustjóra að auglýsa stöðu stefnanda, ekki hafa getað komið honum á óvart í ljósi þess að samstarf sörðugleikar hans við samstarfsfólk hafi ítrekað komið til umfjöllunar. Stefndi kveður að fljótlega eftir að embætti lögreglustjórans á Vesturlandi hafi tekið til starfa hafi komið fram samstarfsörðugleikar stefnanda og annarra starfsmanna embættisins. H afi lögreglustjóri átt samtal við stefnanda vegna þessa hinn 26. mars 2015. Ástandið hafi þó breyst lítið og samstarfsmenn ítrekað rætt við yfirstjórn um framkomu stefnanda. Hinn 21. nóvember 2018 hafi þáverandi lögreglustjóri og yfirlögregluþjónn átt viðt al við stefnanda þar sem honum hafi verið tilkynnt að samstarfsmenn hans kvörtuðu ítrekað undan framkomu hans. Hafi honum jafnframt verið tilkynnt í hverju þessar kvartanir væru fólgnar. Hafi stefnandi ekki kannast við að hafa heyrt neitt af þessu og sagt sumt beinlínis rangt. Hafi stefnandi verið minntur á að breytingar hefðu verið gerðar á vaktaskipan á Snæfellsnesi þar sem tveir lögreglumenn hafi ekki getað hugsað sér að starfa áfram með stefnanda. Var stefnanda síðan tilkynnt á þessum fundi að til grein a kæmi að auglýsa stöðu hans lausa til umsóknar þegar skipunartími hans rynni út. Stefndi kveður ekki hafa ræst úr umræddum samstarfsörðugleikum og hafi tvær lögreglukonur átt samtal við yfirlögregluþjón 24. maí 2019 þar sem þær hafi lýst mikilli þreytu y fir ástandinu. Kváðust þær báðar hafa íhugað að hætta störfum vegna samstarfsörðugleika við stefnanda. 6 Hinn 6. júní 2019 hafi fagráði lögreglu síðan borist kvörtun fimm samstarfsmanna stefnanda vegna eineltis af hans hálfu í þeirra garð. Hafi þar með legi ð fyrir að allir samstarfsmenn stefnanda á báðum vöktum á Snæfellsnesi hafi kvartað með formlegum hætti til fagráðs vegna framkomu stefnanda. Stefndi kveður ákvörðun um að auglýsa stöðu stefnanda lausa til umsóknar hafa byggst á skýrri lagaheimild í 2. m gr. 23. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996. Með setningu starfsmannalaga nr. 70/1996 hafi verið horfið frá þeirri meginreglu að embættismenn væru skipaðir ótímabundið og lögfest ný meginregla um tímabundna skipun embættismanna til fimm ára í senn með heimild til að auglýsa embætti laust til umsóknar undir lok skipunartímans. Embættismenn eigi því ekki lögvarinn rétt til að gegna stöðu umfram skipunartíma og geti ekki gert ráð fyrir því að gegna embætti uns starfsferli lýkur. Ha fi stefnandi ekki haft réttmætar væntingar um að skipunartími yrði framlengdur. Liggi fyrir að stefnanda hafi verið tilkynnt um þetta löngu fyrir þann sex mánaða frest sem tilskilinn sé samkvæmt 2. mgr. 23. gr. starfsmannalaga. Hafi hvorki jafnræðisregla n é réttmætisregla verið brotin á stefnanda í þessu ferli. Stefndi kveður lögreglustjóra hafa haft vald til að ákveða að auglýsa umrædda stöðu lausa til umsóknar. Komi fram í dómi Landsréttar í máli nr. 829/2019 að ekki sé um að ræða stjórnvaldsákvörðun í slíkum tilvikum en ákvörðun þurfi þó að vera reist á málefnalegum rökum. Í máli þessu hafi ákvörðun lögreglustjóra um að auglýsa starfið verið tekin með hliðsjón af hagsmunum margra starfsmanna g þörfum embættisins. Stefndi bendir á að stefnanda var ekki sagt upp störfum heldur hafi verið ákveðið að auglýsa embætti hans laust til umsóknar með stoð í fyrrnefndum lagaákvæðum. Stefnandi hafi því getað sótt um stöðuna á ný. Hann hafi því ekki verið sviptur stöðu sinni heldur hafi skipunartími hans runnið út. E kki hafi verið þörf á að setja af stað formlegt áminningarferli og stefnandi hafi ekki átt einhvers konar rétt á að fá áminningu. Stefndi kveður staðfest í dómi Landsréttar í máli nr. 829/2019 að ekki þurfi að veita starfsmanni sjálfstæðan andmælarétt við ákvörðun um að auglýsa stöðu lausa til umsóknar. Það þurfi að vera málefnaleg rök að baki ákvörðun og í þessu tilviki hafi stefnandi notið allra upplýsinga um kvartanir og athugasemdir samstarfsmanna sinna og hefði því getað komið á framfæri andmælum og g ögnum auk þess sem hann hefði getað bætt ráð sitt. Það hafi stefnandi hins vegar ekki gert. Stefndi telur að lögreglustjóra hafi ekki borið að bíða eftir niðurstöðu fagráðs lögreglu enda hafi það ekkert stjórnunarvald. Stefndi byggir á því að ákvörðun lö greglustjóra um að auglýsa starfið hafi verið tekin með tilliti til upplýsinga sem stefnanda hafi verið vel kunnar og hann hefði haft tækifæri til að tjá sig um. Hafi málefnaleg sjónarmið ráðið för og ákvörðunin verið tekin með lögformlegum hætti á grundve lli heilstæðs mats og málefnalegra sjónarmiða með hagsmuni lögregluembættisins í huga. 7 Varðandi vísun stefnanda til 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 telur stefndi að stefnandi hafi ekki sýnt fram á að í ákvörðun um að auglýsa umrædda stöðu hafi falist ól ögmæt meingerð gegn frelsi, friði, æru eða persónu hans í skilningi ákvæðisins. III Niðurstaða Mál þetta snýst um þá ákvörðun lögreglustjórans á Vesturlandi að auglýsa embætti lögreglumanns á Vesturlandi laust til umsóknar frá og með 1. apríl 2020, en ski pun stefnanda í umrætt embætti hafði framlengst um fimm ár frá og með 1. apríl 2015. Í II. hluta laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, er að finna sérstök ákvæði um embættismenn. Í V. kafla laganna eru ákvæði um skipun eða setning u þeirra í embætti. Þar kemur fram sú meginregla í 1. mgr. 23. gr. að þeir skuli skipaðir tímabundið til fimm ára í senn, nema annað sé tekið fram í lögum. Þá kemur fram í 6. tölulið 25. gr. laganna að skipunartími embættismanns renni út samkvæmt 23. gr. l aganna nema embætti hans sé ekki auglýst laust til umsóknar í samræmi við 2. mgr. 23. gr. og skipunartími framlengist þá sjálfkrafa. Af þessi leiðir að embættismaður getur ekki haft réttmætar væntingar um að skipun hans standi lengur en segir í skipunarbr éfi enda er unnt að auglýsa embætti hans laust til umsóknar að loknum skipunartíma eins og áður var lýst. Þeirri ákvörðun verður hvorki jafnað til uppsagnar starfsmanns né áminningar. Með hliðsjón af þessu er þeirri málsástæðu stefnanda, að um hafi verið a ð ræða stjórnvaldsákvörðun lögreglustjórans, hafnað. Í dómi Landsréttar í máli nr. 829/2019 var því slegið föstu að ákvæði 2. mgr. 23. gr. laga nr. 70/1996 veiti því stjórnvaldi er skipar embættismann hverju sinni talsvert svigrúm til að auglýsa stöðuna l ausa til umsóknar. Þó verði að gera þá kröfu að sú ákvörðun sé reist á málefnalegum sjónarmiðum og uppfylli þannig áskilnað sem felst í réttmætisreglu stjórnsýsluréttar. Með hliðsjón af þessu koma því hér til skoðunar þau sjónarmið sem lögreglustjóri reist i ákvörðun sína á í máli þessu. Fyrir liggur að umrædd ákvörðun átti sér langan aðdraganda og byggði á samskiptaörðugleikum stefnanda og annarra starfsmanna embættis lögreglustjórans á Vesturlandi. Höfðu yfirmenn embættisins átt samtöl við stefnanda vegna þessa sem gögn liggja fyrir um í málinu. Liggur fyrir að yfirlögregluþjónn embættisins átti samtal við stefnanda 26. mars 2015 þar sem þeir ræddu meðal annars kvartanir annarra starfsmanna vegna framkomu stefnanda. Þá liggur fyrir minnisblað vegna starfsm annaviðtals 21. nóvember 2018 þar sem kvartanir samstarfsmanna stefnanda vegna framkomu hans í garð þeirra voru ræddar. Þá liggur fyrir minnisblað yfirlögregluþjóns frá 24. maí 2019 vegna samtala hans við tvær lögreglukonur við embættið, þar sem þær kvörtu ðu yfir framkomu stefnanda. Sögðu þær hann meðal annars gera lítið úr þeim og tala niður til 8 þeirra. Þá liggur fyrir í málinu að allir samstarfsmenn stefnanda við embætti lögreglustjórans á Vesturlandi kvörtuðu til fagráðs lögreglu, í byrjun júní 2019, veg na framkomu stefnanda í þeirra garð. Loks liggur fyrir minnisblað um starfsmannasamtal sem fór fram eftir að umrætt embætti lögreglumanns hafði verið auglýst laust til umsóknar þar sem umræddar kvartanir starfsmanna embættisins voru enn ræddar. Í ljósi þe ss sem að framan er rakið verður ekki annað séð en að málefnaleg sjónarmið hafi legið að baki þeirri ákvörðun lögreglustjórans á Vesturlandi að auglýsa umrætt embætti lögreglumanns laust til umsóknar. Lá að baki henni löng saga samstarfsörðugleika stefnand a við samstarfsmenn sína sem yfirmenn embættisins höfðu rætt ítrekað við stefnanda yfir langt tímabil og gert honum grein fyrir. Ekkert liggur fyrir um að lögreglustjórinn hafi reynt að koma sér hjá því að fylgja lögboðinni málsmeðferð við meðferð málsins eða að málið hafi ekki verið nægjanlega upplýst er ákvörðun var tekin. Þá er því hafnað, í ljósi þess sem að framan er rakið, að lögreglustjóri hafi ekki gætt meðalhófs við töku umræddrar ákvörðunar. Er því einnig hafnað að stefnandi hafi átt sjálfstæðan r étt til að koma að andmælum áður en ákvörðunin var tekin, enda ekki um að ræða stjórnvaldsákvörðun í skilningi stjórnsýslaga, eins og áður var rakið. Loks er því hafnað að lögreglustjóra hafi borið að bíða niðurstöðu fagráðs lögreglu áður en hann tók ákvör ðun sína, enda var málið að mati dómsins nægjanlega vel upplýst er ákvörðunin var tekin. Með hliðsjón af öllu því sem að framan er rakið er það niðurstaða dómsins að sú ákvörðun lögreglustjórans á Vesturlandi, að auglýsa það embætti sem stefnandi hafði geg nt laust til umsóknar, sem hann tilkynnti stefnanda 21. júní 2019, hafi verið tekin á grundvelli skýrrar lagaheimildar og ekki liggi annað fyrir um það í málinu en að hún hafi verið byggð á málefnalegum sjónarmiðum. Stefndi er því sýknaður af kröfum stefna nda. Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður milli aðila falli niður. Björn Þorvaldsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, íslenska ríkið, er sýkn af kröfum stefnanda, Þórðar Þórðarsonar. Málskostnaður fellur niður. Björn Þorvaldsson (sign.)