Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur miðvikudaginn 15. janúar 2020 Mál nr. S - 426/2019: Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu (Sigurður Pétur Ólafsson aðstoðarsaksóknari) gegn A , (Magnús Davíð Norðdahl lögmaður) B og (Ómar R. Valdimarsson lögmaður) C (Auður Tinna Aðalbjarnardóttir lögmaður) Dómur I. Ákærur og dómkröfur: Mál þetta, sem dómtekið var 19. desember 2019, var höfðað með tveimur ákær um lögreglu stjórans á höfuðborgarsvæðinu. Sú fyrri er dagsett 21. maí sama ár á hendur A , kt. [...] , [...] , [...] , B , kt. [...] , [...] , [...] , og C , kt. [...] , [...] , [...] , þar sem þeim er gefin að sök dagsins 4. nóvember 2017 í Reykjavík veist með of beldi að D , kt. [...] , sem hafði skömmu áður veist með ofbeldi að þeim A og B , uns þeir náðu að fella D sem þá sat á jörðinni þar sem B sló hann ítrekað í höfuð á meðan A lamdi hann ítrekað í búk uns þeir náðu honum á bakið og héldu föstum og C sparkaði í búk hans við klof, allt með þeim af leið ing um að D hlaut áverka. Telst þetta varða við 1. mgr. 217. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 2 Þess er krafist að ákærðu verði dæmd til refsingar og til greiðslu alls s akar kostn - Síðari ákæran er dagsett 2. september 2019, á hendur fyrrgreindum A, eftirtalin brot: 1. [...] 2. Umferðarlagabrot með því að hafa aðfaranótt þriðjudagsins 4. júní 2019 ekið bifreiðinni [...] , sviptur ökurétti um Breiðholtsbraut v ið Stekkjarbakka í Reykja - vík. Telst þetta varða við 1. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakar kostn aðar og að [...] 0,72 g af [maríjúana], sem hald var lagt á, verði gerð upptæk sam kvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. Ákæruvaldið féll frá 1. lið í hinni síðari ákæru í þinghaldi 11. september 2019. Ákæru valdið gerir sömu dómkröfur og greinir í ákærum og krefst þess að auki að frá - vísunar kröfu ákærðu C verði hrundið. Ákærðu A og B krefjast aðallega sýknu, til vara að þeim verði ekki gerð refsing og til þrautavara að þeim verði gerð vægasta refsing er lög leyfa. Þá krefjast þeir að skipuðum verjendum þeirra verði ákvörðuð hæfileg málsvarnarlaun sem greiðist úr ríkissjóði og tekið verði tillit til hjá lagðra tímaskýrslna. Ákærða C gerir þá kröfu aðallega að þeim hluta fyrri ákærunnar sem hana varðar verði vísað frá dómi, til vara að hún verði sýknuð af ákæru og til þrautavara að henni verði gerð væg asta refsing er lög leyfa. Þá krefst hún hæfilegra málsvarnarlauna til handa skipuðum verjanda sínum sem greiðist úr ríkissjóði, auk út lagðs kostnaðar, og að tekið verð i tillit til hjá lagðrar tímaskýrslu. 3 II. Málsatvik: 1. Í frumskýrslu lögreglu, dags. 4. nóvember 2017, kemur fram að til kynning hafi bor ist eftir miðnætti þann sama dag, klukkan 00:12, um ölvaðan og ósjálfbjarga ein - stakling liggjandi á götu í Gnoðarvogi við Engjaveg í Reykjavík. Lögregla hafi komið á stað inn og maður þá setið á miðri götunni. Vegfarendur hafi staðið hjá og gætt að honum. Enginn þeirra sem voru á staðnum hafi séð eða vitað hvað hefði komið fyrir mann inn. Lög regla hafi rætt við tvo nærstadda vegfarendur og þeir hafi greint frá því að hafa komið að manninum þar sem hann lá við götuna og hann virst vera rotaður og ölvaður. Erfiðlega hafi gengið að ná sam bandi við manninn, sem hafi reynst vera D , tæplega sautján ára gamall, o g fékk hann réttarstöðu brotaþola við frekari rann sókn málsins. Fram kemur að brotaþoli hafi átt erfitt með gang og þurft stuðn ing. Áverkar á andliti hans hafi verið sjáanlegir og sár sem blætt hafi lítillega úr verið aftan á hnakka. Hann hafi verið stud dur inn í lögreglu bifreið ina til frekari skoðunar og sam tals. Þar hafi sést bólgur og áverkar á kinnbeinum beggja hliða, áberandi meiri á hægri vanga. Sár á hnakka hafi virst vera hrufla sem blæddi lítil lega úr, áverki hafi verið á hálsi brota þola og hann verið með blóð ugar varir og bólginn í munn viki. Einnig hafi fingur hans verið blóðugir og hann kvart að yfir eymslum í sköflungum, sérstaklega hægri sköfl ungi. Brota þoli hafi virst afar sljór, augu fljótandi og hann muldrað er hann var spurður sp urn inga. Ákveðið hafi verið að fara með hann á slysadeild til frek ari skoðunar, en áverkar þóttu ekki benda til þess að hann hefði dottið á jörðina heldur hefði hann orðið fyrir líkams árás. Í skýrslu lög reglu síðar sama dag kemur fram að rannsóknir hafi sýnt að brotaþoli hefði ekki verið undir neinum áhrifum áfengis við komu á slysa deild. Í skýrslu lögreglu greinir að móðir brotaþola hafi upplýst að pilturinn hafi búið við verulega þroska skerðingu o.fl. Þá hafi honum verið hætt við því að upplif a umhverfi sitt sem ógn ef ekki væri farið rétt að honum. Þessu til viðbótar hafi brotaþoli verið í slæmum félags skap og mögulega verið byrjaður að neyta fíkniefna. 2. Við upphaf rannsóknar var óljóst hvað hefði gerst. Þá lýsti móðir brotaþola eftir vit n um á samfélagsmiðli. Í framhaldi höfðu tvö möguleg vitni samband við hana með 4 upplýsingar og reyndist lögreglu unnt að ræða við annað þeirra, starfsmann á veitinga - staðnum Saffran í Glæsibæ. Starfsmaðurinn greindi frá atvikum að kvöldi 3. nóvember 2017, á milli klukkan 22:00 og 22:30. Nánar tiltekið hefði starfsmaðurinn orðið var við leigu bifreið sem stansaði við inngang verslunar innar Iceland í Glæsibæ og maður á aldrinum 50 60 ára hefði komið út úr bifreiðinni. Þar hefði einnig verið ungur maður og þ eir virst vera reiðir hvor út í annan. Sá eldri hefði ýtt við þeim yngri og þeir átt einhver orða skipti. Sá yngri hefði reynt að kýla þann eldri en höggið geigað og hinn yngri fallið niður í götuna. Sá eldri hefði hörfað eða bakkað frá en sá yngri sótt a ð honum aftur. Þeir hefðu þá eitthvað snerst en engin högg gengið á milli. Eldri maður inn hefði síðan forð að sér inn í leigubifreiðina sem var ekið nokkuð hratt í burtu. Yngri maður inn hefði slegið á eftir bif reiðinni og haldið á úlpu. Hann hefði ver ið í annarlegu ástandi. Starfs maður vitnis ins hefði ætlað að hringja á lögreglu en atvik hefðu hins vegar gerst mjög hratt og þau verið yfirstaðin mjög fljótt. Framkomnar upplýsingar leiddu til þess að lögregla grennslaðist fyrir um fyrr - greinda leigu bifreið og farþega hennar. Fengust upplýsingar um bifreiðina frá leigu - bifreiða stöð sem komu heim við framangreinda tímasetningu, nánar tiltekið að bifreiðin hefði verið pöntuð að veitingastaðnum Ölveri í Glæsibæ klukkan 22:28 og hún verið komin á stað inn klukkan 22:36. Þá hefði ferðinni verið lokið klukkan 22:53. Í framhaldi var haft samband við við kom andi leigu bifreiða stjóra, sem fékk réttarstöðu vitnis, og kann aðist hann við að hafa sótt farþega á Öl ver. Far þegi hefði sest inn í leigu bifreið ina og sagt frá því að hann hefði skömmu áður, við innganginn hjá Ölveri, verið sleginn í hnakk ann af ung um manni. Farþeginn hefði kennt sér meins vegna þessa. Leigu bifreiða - stjórinn hefði ekið af stað en stöðvað bifreiðina stuttu síðar við Ice land í Glæsibæ. Far - þeginn hefði rokið út úr bifreiðinni og ýtt við pilti sem þar stóð. Ein hver orða skipti hefðu átt sér stað og piltur inn rifið sig úr úlpu og öskrað að hann væri með hníf með ferðis. Þeim hefði verið nokkuð brugðið. Um leið og far þeg inn k om aftur inn í bif reið ina hefði leigu - bifreiða stjórinn ekið á brott. Pilturinn hefði slegið í bif reiðina þegar henni var ekið á brott en ekkert tjón hefði orðið vegna þess. Þessu til viðbótar reyndist lögreglu unnt að afla upplýsinga um hver hefði pa ntað leigu bifreið ina. Reyndist það vera E , sem fékk réttarstöðu vitnis, og aflaði lög regla upp - lýsinga frá honum um málsatvik. Við þá upplýsingaöflun kom meðal annars fram að ungur maður hefði umrætt kvöld veist með ofbeldi að vinnufélaga E , F , fyrir ut an Ölver, og að F hefði verið með E í leigu bifreiðinni. Þá hefði komið til ryskinga o.fl. milli unga 5 mannsins og F stuttu síðar fyrir utan fyrr greinda Iceland - verslun. E hefði þá verið inni í leigu bifreið inni. E og F hefðu stuttu síðar haldið áfram fö r sinni með bifreið inni en E hringt á lögreglu og tilkynnt um unga manninn þar sem þeir töldu hann vera hættu legan öðrum og að hann væri í annarlegu ástandi. Að fengnum þessum upplýsingum var aflað upplýsinga frá F um málsatvik og fékk hann einnig ré ttarstöðu vitnis. F greindi frá atvikum eins og þau horfðu við honum og var frásögn hans um atvik við fyrrgreinda Iceland - verslun í samræmi við annað sem fram var komið. Því til viðbótar greindi F frá atvikum stuttu áður í húsa sundi fyrir utan Ölver. Í þe irri frásögn kom meðal annars fram að ungi maður inn hefði veist að F með ofbeldi þegar hann var að bíða eftir leigubifreiðinni en að E hefði þá verið inni á Ölveri. Þá hefði ungi maðurinn virst vera undir áhrifum vímu efna og í annar legu ástandi. Samkv æmt upplýsingum sem lögregla aflaði frá Neyðarlínu barst fyrrgreint símtal frá E umrætt kvöld klukkan 22:38. 3. Rannsókn lögreglu beindist að því að afla gagna um ferðir brotaþola umrætt kvöld við verslunarmiðstöðina Glæsibæ og bílastæðakjallara þess húss. Í því skyni var aflað mynd efnis úr eftirlitsmyndavélum vegna tíma bilsins frá kl. 20:00 til 23:58 að kvöldi 3. nóvember 2017. Upptökurnar eru í lit, án hljóðs og eru mynd gæði nokkuð mikil hvað varðar skerpu. Sjónsvið eru á ská ofan frá og eru dagsetning og klukkustillingar á upp tök um. Á myndskeiði kl. 20:19 og áfram sést þegar brotaþoli gengur inn í stigagang bíla - stæða húss ins. Brotaþoli er reikull í spori og gengur á vegg en heldur svo áfram. Strax í kjöl farið sést hann úr annarri mynd avél inni í stiga húsi hlaupa upp stiga en detta utan í vegg á stiga palli. Brotaþoli rís síðan upp og gengur upp næstu þrep. Á næsta myndskeiði kl. 20:21 og áfram sést brotaþoli ganga um bílastæða húsið. Á myndskeiði kl. 20:24 og áfram sjást tveir pil tar koma inn í stigagang bíla stæða - hússins, en annar þeirra er G . Þeir ræða saman í stiganum og fara svo á neðsta stigapallinn við hæð K2 í bíla stæðahúsinu. Þeir virðast halda á einhverju. Því næst sést brotaþoli ganga inn í stiga ganginn og til piltan na tveggja. Virðist hann ræða við þá og klæða sig úr úlpu. Sést hann síðan slá G , ofar lega hægra megin á bringuna, og taka af honum það sem hann heldur á. Síðan forða pilt arnir sér en brotaþoli er eftir. Sést hann þá halda á því sem virðist vera hvítt umslag eða bréf og klæða sig aftur í úlpuna. Skömmu síðar gengur brotaþoli upp stigann og nánast dettur en heldur sér í handrið og virðist hann vera í 6 annarlegu ástandi. Hann sést í kjölfarið á nokkrum myndskeiðum, eða til kl. 22:12, ráfa reikull í spori u m bílastæðahúsið og stigaganga þess. Brotaþoli sést skella utan í veggi og sést hann á upp töku kl. 22:07 kýla í tvígang í steinvegg í stigahúsinu með krepptum hnefa og aftur einu sinni á upptöku kl. 22:08 áður en hann gengur upp stig ann. Á myndskeiði k l. 22:14 og áfram sjást fjögur ungmenni koma í bílastæðahúsið, tveir piltar og tvær stúlkur, og eru þau á Skoda - bifreið, [...] . Eru þetta ákærðu og H . Á myndskeiði kl. 22:15 og áfram sést brotaþoli ganga fram hjá bif reiðinni án þess að veita henni gaum , að því er virðist. Á myndskeiði kl. 22:16 og áfram sjást ákærðu og H stíga úr bifreið inni. Úr bíl - stjórasætinu stígur ákærða C . Úr farþegasætinu stígur ákærði B . Úr aftur sætinu bíl stjóra - megin stígur ákærði A og er hann með bakpoka með sér. Ú r aftursætinu far þega megin stígur H . Þau sjást hópa sig saman aftan við bifreiðina áður en þau ganga frá henni á upptöku kl. 22:17. Á myndskeiði kl. 22:18 og áfram sjást ákærðu og H ganga inn í stigahúsið og ganga niður á hæð K2. Í framhaldi fá þau sér sæti í bílastæðahúsinu. Á myndskeiði kl. 22:26 og áfram sést brotaþoli vera ráf andi um bílastæðahúsið og ganga til ákærðu og H . Fer brotaþoli að ákærða A , sem er með bakpoka hjá sér, og virðist ætla að taka eitthvað af honum. Því næst sést brotaþoli tak a aftan á ákærða A og stuttu síðar sést ákærði B stökkva til og ná brotaþola frá ákærða A . Ákærði A og B sjást þá taka á brotaþola, kýla hann og sparka í hann og verða átök á milli þeirra þriggja. Brotaþoli stendur svo upp og setur sig í stell ingar með kr eppta hnefa, hoppar um, snýr sér í hringi og sparkar út í loftið. Svo sést hann kýla og sparka í áttina að ákærða B en hann nær að koma sér undan. Brotaþoli sést svo fara að ákærða B og berja hann í búkinn að minnsta kosti í eitt skipti. Ákærðu A og B taka þá á honum aftur, ná honum niður og virðist hann fá ítrekuð högg frá þeim báðum í andlit og líkama og berst hann um á meðan. Þá fær hann einnig spark um sig miðjan frá ákærðu C . Síðan virðast ákærðu A og B halda brotaþola niðri. Á myndskeiði kl. 22:28 og áfram byrja ákærða C og H að taka saman dót sem þau eru með á staðnum. Ákærði A fer þá og hjálpar þeim við það o.fl. Á upptöku kl. 22:30 sjást ákærðu A og C og H ganga í áttina að stigahúsinu. Nokkrum sekúndum síðar sleppir ákærði B takinu á brotaþola og gengur því næst í burtu frá honum. Brotaþoli stendur fljótlega upp, gengur um og handleikur úlpuna sína og heldur síðan áfram að ráfa um bílastæðahúsið. 7 Á myndskeiði kl. 22:31 og áfram sjást ákærðu og H ganga upp stigann í stiga hús inu og athugar ákærði B ennið á ákærða A og tekur svo um öxl hans. Þau ganga svo úr stigahúsinu að fyrrgreindri bifreið og aka á brott. Á myndskeiði kl. 22:34 og áfram er myndskeið þar sem brotaþoli sést ráfa um bílastæðahúsið, koma úr stigahúsi og ganga fram hjá inngangi að Ölveri. Á móti honum gengur fyrrgreindur F . Á myndskeiði kl. 22:35 og áfram sést brotaþoli snúa við og elta F og slá hann svo í hnakkann. Gengur brotaþoli ógnandi að F , en hann er búinn að koma sér undan. F virðist vera hræddur og fer hann inn á Ölver. B rotaþoli fer þá aftur inn í bílastæðahúsið og sést þar á mynd kl. 22:41. Fer hann þá úr úlpunni og heldur á henni. Á myndskeiði kl. 23:23 og áfram sést brotaþoli, klæddur úlpunni, ganga fram hjá Ölveri og falast eftir sígarettu af manni þar fyrir utan. Á myndskeiði kl. 23:57 og áfram sést brotaþoli, enn í úlpunni sinni, ganga um bíla stæðahúsið. Sést hann svo ganga upp stigann af hæð K2 í bílastæðakjallaranum og er þá sýnilegur áverki neðan við vinstra auga hans. 4. Á meðal gagna málsins eru skjáskot úr framangreindum myndskeiðum. Þá kemur fram í skýrslu lögreglu, dags. 16. nóvember 2017, að við skoðun á upptöku úr öryggis - myndavélum að kvöldi 3. sama mánaðar megi sjá brotaþola lenda í átökum sem hefjast klukkan 22:26. Truflun hafi hins vegar verið í upptöku og hún skilið eftir níu sek úndur í upphafi átakanna, nánar tiltekið frá klukkan 22:26:36 til 22:26:43. Lögregla hafi haft samband við umsjónarmann mynda vél anna og að hans sögn hafi virst sem um ræddar níu sekúndur hefðu ekki náðst á upptökuna. U m sjónarmaðurinn hafi talið ástæðuna vera þá að myndavélin væri í talsverðri fjarlægð frá þeim stað sem átökin voru. Still ing vélar - innar hafi almennt verið með þeim hætti að hún byrjaði að taka upp við það að nema hreyf ingu. Fjarlægðin í umrætt skipti hafi hins vegar verið of mikil til að hún næmi hreyf - ingu vegna um ræddra atvika. Er þarna jafnframt að finna skjáskot af númeri Skoda - bifreiðar, [...] , skráð á til - tekna konu með tiltekið heimilisfang. Leiddu þessar upplýsingar til þess að rannsókn bei nd ist að hinum þremur ákærðu og H . 8 5. Samkvæmt áverkavottorði nafngreinds yfirlæknis á Barnaspítala Hrings ins, dags. 14. nóvember 2017, kom brotaþoli á slysa - og bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi skömmu eftir miðnætti aðfaranótt 4. sama mánaðar. S amkvæmt lýsingu I læknis hafi brotaþoli við komu verið rænulítill og með aug ljósa höfuð áverka, kúlu og sár á hnakka, glóðarauga á báðum augum, bólginn yfir hægri kinn með roða eða rák hægra megin á hálsi og marbletti á handlegg. Röntgengreiningar og tölv u sneiðmyndir hafi ekki sýnt fram á brot eða innri blæðingar. Í vottorði er vísað til læknanótu Í læknis síðar sama sólarhring þar sem fram komi að brota þoli hafi verið með skurð aftan á hnakka og hrufl á hægri kinn og á hálsi. Nánari lýsing er á þá lei ð að roði eða hrufl hafi verið á hægra kinnbeini og svolítið glóðarauga í kringum hægra augað. Brotaþoli hafi einnig verið með roðablett við hægra kjálkabarð og hliðlægt hægra megin á hálsi. Þá hafi hann verið með greini legan marblett ofarlega aftan á hæg ri framhandlegg. Brotaþoli hafi einnig verið með hrufl á handar baki og löngutöng hægri handar og svolítið hrufl verið á fingurliðum á hægri litla fingri. Þá hafi brotaþoli verið með svolítinn bjúg á hægri rist. Brotaþoli hafi verið með nokkra rispu utanve rt á vinstri mjöðminni og loks hafi verið nokkuð storknað blóð á vör um og örlítið fleiður á neðri vör. Þá komi fram í nótu slysadeildar frá 5. nóvember 2017 að brotaþoli hafi verið með línulaga merki hægra megin framan á hálsi sem litu út eins og fingurm erki. Jafnframt hafi verið bólga og mar á hægri hendi og línulegt mar niður eftir sköflungi. Þá greinir í vottorði að við komu á Barnaspítala Hringsins 6. nóvember 2017 hafi brotaþoli greinilega verið með áberandi glóðaraugu á báðum augum og nokkuð hrufl aður í andliti og á hálsi. Á slysadeild hafi brotaþoli verið órólegur og illa áttaður í upphafi. Við skoðun á Barna spítala Hringsins hafi hann verið áttaður en nokkuð órór, endurtekið spurn ingar og munað lítið eða ekkert eftir atviki. Nánar tilgreindur sérfræðingur í tauga - sjúk dómum barna hafi skoðað brotaþola með tilliti til heilahristings. Brotaþoli hafi borið aug ljós merki þess að hafa fengið heilahristing en ekki annan skaða á taugakerfi. Niður - staða tauga sérfræðingsins hafi verið sú að brotaþoli hefði fengið heilahristing sem gæti haft í för með sér mikla þreytu, minnis - og einbeitingartruflun. Hafi honum því verið ráð lagt að hvíla sig næstu vikuna. Brotaþoli hafi fengið að fara heim af spítalanum 7. nóv ember 2017 og hann verið útskrifaður þ aðan daginn eftir. Þessu til viðbótar eru meðal málsgagna ljósmyndir sem voru teknar af áverkum brota þola í fyrrgreint skipti á Barnaspítalanum. 9 6. Við rannsókn málsins var leitað til J réttarmeinafræðings vegna áverka á brota þola og er meðal gagna sérfræðiálit hans, dags. 22. nóv ember 2017, sem er byggt á líkams - skoðun á brotaþola 6. sama mánaðar, sbr. og fyrr greindar ljós myndir á Barnaspítalanum. Í álitinu greinir að á hvirfilbeini höfuðs hafi verið um 1,5 sentimetra langur áverki á hörundi sem saumaður hafi verið saman með tveimur sporum. Kringum hann á um 3 sentimetra svæði hafi verið væg bólga í vef en einnig hafi mátt greina rauð brúnt hrúður. Efra og neðra augnlok hægra megin hafi greinilega verið bólgin. Á hörundi hafi verið dökk rauðar/pu rpuralitaðar út í purpura lit aðar/fjólubláar litabreyt ingar með væg um græn - leit um undirtóni á neðri hægri jöðrum. Litabreytingin hafi náð yfir um 5 x 2,5 sentimetra svæði. Við skoðun á slímhúð augans hafi sést óreglulega löguð blettótt blæðing í jaðri hvít unnar og hún mælst um 2 x 1 sentimetri að stærð. Efra og neðra augn lok vinstra megin hafi einnig verið bólgin en minna en hægra megin. Efra og neðra augn lok vinstra megin hafi verið blárauð og fjólublá með mettun í átt að hliðinni og hafi þetta þak ið svæði sem var 2,5 x 1 sentimetra stórt. Við skoðun á slímhúð augans hafi sést óreglu lega löguð blettótt blæðing í jaðri hvítunnar og hún mælst um 1 x 0,3 sentimetrar að stærð. Vinstra megin á efri vör hafi verið rispa á yfir borði húðar sem mældist u m 2 milli metrar. Bandlaga grunn skráma hafi verið neðar lega til hægri á höku og hún náð lá rétt yfir um 2,5 x 0,5 sentimetra og hafi hörundið verið dökk rautt/purpuralitað á því svæði. Hægra megin á framanverðum hálsi brotaþola hafi verið óreglulega laga ður roði á hör undi sem mældist um 5 x 2 sentimetrar. Hnúar á 2. 5. fingri hafi greinilega verið bólgnir og með lítillega þróuðum grænbláum lit. Að auki hafi sést grunnar rispur á 3. 5. fingri. Hnúar vinstri handar hafi verið lítillega bólgnir og í mið lið um 2. 5. fingurs hafi verið væg bólga með mjög daufri grænleitri litabreytingu. Við hnúa þriðja fingurs hafi tvær blettóttar rispur verið greinanlegar. Á báðum hnjá svæðum hafi verið óreglulega lag aðar grunnar skrámur sem mælst hafi um 3 sentimetrar í þv ermál hægra megin og 3,5 sentimetrar í þvermál vinstra megin. Að auki hafi verið á hægri fótlegg framanverðum greinan legar tvær band laga lóðréttar skrámur, um 3 x 2,5 sentimetrar og 5 x 2 senti metrar. Þær hafi staðið saman af mörgum blettóttum húðskrámu m og verið þaktar rauð brúnu hrúðri. Að auki hafi á hægri fótlegg framanverðum á neðsta þriðjungi verið blettótt og um 3 sentimetra löng bláleit litabreyting á hörundi. Rétt fyrir neðan vinstra hné hafi verið lita - breyting á hörundi sem hafi verið blettótt og um 5 sentimetrar í þvermál og blábrún á lit. 10 Í neðri þriðjungi hennar hafi verið skráma greinanleg sem mælst hafi um 1,5 sentimetrar í þvermál. Niðurstaða sneiðmyndatöku 4. nóvember 2017 var dregin saman í álitinu. Þar greinir að engin blæðing hafi v erið í höfuðkúpu brotaþola og ekkert brot í höfuðkúpu. Mar gúll hafi verið undir húð á hvirfli með blæðingu umhverfis. Þá hafi undirhúðar - margúll verið á hálsi og kinnbeinum. Í samantekt áverka í álitinu greinir að brotaþoli hafi verið með tætingu afta n á höfði og mar gúla á báðum augnsvæðum, hægra megin á hálsi að framan og á báðum höndum. Hann hafi verið með blæð ingar í hvítu beggja augna, skrámumerki á hægri kinn og á báðum fótleggjum og klórför á efri vör og fingrum beggja handa. Niðurstaða á litsins til greinir að samkvæmt líkamsskoðun á brotaþola hafi hann borið merki um marga högg - áverka á mörgum svæðum líkamans, einkum á hvirfilsvæði, andliti og á báðum höndum. Stað setning, ákefð og formfræði áverkanna benti sérstaklega til aðkomu annars a ðila. Áverka mynstrið benti ekki til sjálfsáverka. Brotaþoli hafi verið með tætingu á hvirfil - svæði höfuðs sem sé vegna höggs eða afls aftur á bak á harðan flöt. Engin undir liggjandi brot eða blæðingar í höfuðkúpu hafi sést á sneiðmyndatöku. Á báðum augn svæð um hafi sést margúlar og blæðingar. Þessir áverkar stafi af höggum lík lega á augun. Skráma á hægri kinn hafi verið vegna höggs með skálægum hlut og hafi líklegast orðið við snert - ingu við harðan ójafnan flöt. Áverkar á báðum hönd um hafi einku m verið á hnúunum. Ákefð, staðsetning og formfræði þeirra hafi verið dæmi gerð fyrir snertingu við harðan flöt, hlut eða líkamshluta. Slíkir áverkar verði yfir leitt við hnefahögg og frekar á harðan líkamshluta, svo sem andlit. Áverkarnir á báðum fót le ggjum hafi verið frekar ódæmi - gerðir að sjá og tilkomnir vegna margra högga, eink um með skálægum hlut. Ein möguleg skýring á þeim gæti verið spörk í báða fótleggi. Saman dregið hafi brotaþoli verið með marga höggáverka sem gefi til kynna líkamleg átök v ið annan aðila. Öll valdbeiting hafi verið með hóflegri ákefð og án lífshættulegra ein kenna eða áverka. 7. Við rannsókn málsins, á tímabili frá 8. til 14. nóvember 2017, voru teknar skýrslur af ákærðu, auk H , öllum með réttarstöðu sakbornings. Þá var tekin skýrsla af brota þola 23. nóvember sama ár á meðan hann dvaldi á meðferðarstöð ríkisins að Stuðlum. Rannsókn málsins var hætt með ákvörðun lögreglustjóra, dags. 27. febrúar 2018, sbr. 4. mgr. 52. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Með afstö ðu ríkissaksóknara 11 sam kvæmt 6. mgr. 52. gr. sömu laga, dags. 12. júlí sama ár, var sú ákvörðun felld úr gildi varð andi hin þrjú ákærðu en ákvörðunin hins vegar staðfest hvað varðar H . Að feng inni afstöðu ríkissaksóknara fór fram frekari rannsókn og var tekin skýrsla af vitni, fyrr - greindum G , þann 22. nóvember 2018. Þessu til viðbótar voru teknar skýrslur 26. nóv - em ber 2018 af fyrrgreindum E og F , báðum með réttar stöðu vitnis. Ákærði A hefur játað sök samkvæmt 2. lið í ákæru, dags. 2. september 2019. Að því virtu verður látið nægja að skírskota til ákærunnar um þau málsatvik, sbr. 4. mgr. 183. gr. laga nr. 88/2008 . III. Skýrslur fyrir dómi: 1. Ákærði A neitar sök samkvæmt hinni fyrri ákæru. Í framburði hans kom meðal annars fram að hann hefði ásamt meðákærðu og H komið á bifreið í umrætt bíla stæða hús við Glæsibæ. Þau hefðu í byrjun orðið vör við brotaþola á gangi í hús inu og séð að hann var undir áhr ifum vímuefna. Þau hefðu í fyrstu beðið í bif reið inni þar til hann var farinn í burtu. Síðan hefðu þau yfir gefið bifreiðina og farið í kjall ara hússins og farið að útbúa kannabisefni til neyslu. Brota þoli hefði síðan komið til þeirra og staðið yfir þeim. Augnsvipurinn og líkamsfas brota þola hefði gefið til kynna að nærvera hans myndi ekki leiða af sér neitt gott. Hann hefði endurtekið skip að þeim að afhenda sér kanna bis efnin en ákærði hefði neitað því. Ákærði hefði setið á jörðinni en brotaþoli s taðið yfir honum klofvega og vaggað til með hendur í vös um. Ákærði hefði hætt að tala við hann og litið niður en brotaþoli þá skyndi lega kýlt hann þungu hnefahöggi hægra megin í andlitið með krepptum hnefa og það lent nálægt gagn auga við kinn bein. Ákær ði hefði verið hissa á því að fá á sig höggið og hann setið í smástund eftir og verið að átta sig á því hvað hefði gerst og verið vankaður. Með ákærði B hefði hins vegar staðið upp og ýtt brota þola frá. Ákærði hefði í framhaldi staðið á fætur og til að by rja með staðið hjá dótinu þeirra og íhugað hvort brota þoli væri að koma aftur að honum og hvað væri eiginlega í gangi. Hann hefði síðan farið að hjálpa með ákærða B . Þeir hefðu reynt að róa brotaþola niður með orðum en átök orðið á milli þeirra og þeir náð að koma honum niður á jörðina. Þeir hefðu reynt að tala við hann, beðið hann 12 að vera rólegur og sagt honum að þeir vildu ekki slást við hann. Brotaþoli hefði á sama tíma öskrað á þá að um leið og hann væri búinn að ná yfirhöndinni gagnvart þeim með því að stúta þeim ætlaði hann að gera það sama við H og með ákærðu C . Þau ummæli hefðu komið illa við ákærða. Brotaþoli hefði verið rosa lega æstur og spriklað og sparkað í allar áttir og muldrað eitthvað. Ákærði hefði haldið um fæt urna á honum en hann he fði haft áhygg j ur af því að hann myndi sparka með hnénu í með ákærða B og hann myndi slasast. Á meðan hefði með ákærði B náð að halda brotaþola og högg frá honum hefðu verið nauð synleg vegna sparka og mót þróa brotaþola. Þá hefði ákærði færst nokkrum sin num af fótum brota þola þegar hann sparkaði frá sér en í því sambandi tók ákærði fram að það sæist ekki nægjan lega vel á myndupptökunni. Allan tímann hefðu þeir verið að reyna að róa brota þola niður með orðum en hann hefði öskrað á þá á móti. Að lokum he fðu þeir náð yfirhöndinni þegar brota þoli róaðist niður. Aldrei hefði vakað fyrir þeim að meiða brotaþola. Ákærði hefði síðan staðið upp og náð að ganga frá dótinu þeirra og sagt stelpunum að færa sig nær út ganginum. Á meðan hefði meðákærði B haldið brot aþola og ákærði hefði tekið trefil og húfu af honum svo brotaþoli næði ekki að grípa í það. Síðan hefði meðákærði B staðið upp, sleppt takinu á brotaþola og þau farið. Ákærði kvaðst ekki hafa litið aftur fyrir sig og ekki vitað hvað varð um brota þola. Á kærði kvaðst hafa verið mjög hræddur um líf sitt og velferð H , kærustu sinnar, og annarra nærstaddra. Hann hefði óttast að hann væri að fara að missa einhvern og ekki viljað að það gerðist. Hann hefði aldrei ráðið við brotaþola einn og kvaðst ákærði telja að það hefði verið heppni að meðákærði B var með honum. Brotaþoli hefði verið þeim ókunnugur og mikill stærðarmunur verið á milli þeirra, auk þess sem hann hefði virst vera eldri. Þá hefði hann verið mjög ógnandi. Ekki hefði verið hægt að róa hann niður og ákærði verið hræddur um að þeir myndu ekki ráða við hann. Hann hefði því talið sig þurfa að halda um fætur hans. Þá hefði hann óttast um líf sitt kæmist brotaþoli aftur á fætur. Brotaþoli hefði virst vera á vökunni þar sem hann hefði verið æstur og mjög ö r. 2. Ákærði B neitar sök. Í framburði hans kom meðal annars fram að hann hefði ásamt meðákærðu og H komið umrætt kvöld á bifreið í fyrrgreint bílastæðahús. Þau hefðu tekið eftir brotaþola á gangi í húsinu, hrasandi og í annarlegu ástandi, eins og han n væri undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Þau hefðu ekki þekkt til brotaþola og beðið í bif reiðinni þar til hann var farinn en síðan fært sig úr bifreiðinni á annan stað í kjall ara í hús inu til 13 að neyta þar fíkniefna. Þegar þangað var komið hefði ákæ rði heyrt í hurð lok ast og hann síðan orðið var við brotaþola nálgast þau frá hlið en ákærði hefði þá verið í símanum. Brotaþoli hefði staðið yfir meðákærða A , sem var með fíkniefnin. Hann hefði verið illa til reika, þvoglumæltur og erfitt að skilja hvað hann sagði. Hann hefði beðið um og heimtað að fá efnin afhent, einnig verið með ásakanir um að þau hefðu stolið þeim frá honum og verið með hótanir. Þau hefðu hins vegar ekkert sagt við hann sem hefði getað reitt hann til reiði. Ákærði hefði verið mjög hræ ddur og skynjað það að eitt hvað væri að fara að gerast án þess þó að hann gerði sér grein fyrir því hvað það gæti verið. Ákærði hefði síðan séð út undan sér að brotaþoli kýldi meðákærða A , sem hefði gripið um andlitið á sér við höggið. Höggið hefði verið reitt með krepptum hnefa, það hefði ákærði heyrt á hljóðinu þegar það lenti á andlitinu. Ákærði hefði staðið upp og það fyrsta sem hann hefði hugsað hefði verið að verja vini sína. Hann hafi því tekið til varna og hrint brotaþola frá. Þá hafi hann beðið hann um að láta af hegðun sinni og spurt hvað væri að honum. Brota þoli hefði hins vegar verið þvoglu mæltur, skrýtinn og ör og ekki verið hægt að ná sambandi við hann eða skilja hvað hann sagði. Þá hefði brotaþoli lyft höndunum eins og hann væri að fara að ráðast á ákærða. Ákærði hefði áttað sig á því að brotaþoli væri að fara að meiða þau og því lyft höndunum upp á móti. Til frekari átaka hefði komið og brotaþoli veist að þeim og ekki sinnt því að hætta þrátt fyrir að hann hefði ítrekað verið beðinn um það. Ákærði og meðákærði A hefðu komið brota þola niður á jörðina. Ákærði hefði verið ofan á honum og haldið um handleggina á honum en meðákærði A verið á bak við ákærða. Ákærði hefði haldið áfram að biðja brotaþola að hætta og vera rólegur en hann h efði streist á móti og haldið áfram að slást við þá og sparkað frá sér. Ákærði hefði þurft að taka á móti en hann hefði ekki beitt brotaþola meira valdi en til þurfti. Ákærði hefði reynt að koma brotaþola niður og halda honum liggjandi á bakinu eins fljótt og hann gat og þau högg sem hann veitti brotaþola hefðu verið liður í því að reyna að stöðva hann. Brotaþoli hefði einnig verið með hótanir um að ganga fyrst frá ákærða og með ákærða A með því að stúta þeim en síðan að hann ætlað i að gera það sama við H og með ákærðu C . Ákærði hefði verið mjög hræddur og upplifað ógn stafa af brotaþola og að eitthvað myndi koma fyrir vini hans og kærustu. Ákærði hefði ekki vitað hvað væri að fara að ger ast. Hann hefði haldið að brotaþoli væri sprautufíkill. Erfitt hef ði verið að skilja hvað hann sagði, hreyfingar hans hefðu verið sérkennilegar, hann hefði verið ör og allur á iði, 14 augun verið sokkin og fljótandi en samt hefði svipurinn verið reiðilegur. Þá hefði brota - þoli verið með aðra höndina í vasanum og ákærði ótta st að hann ætlaði að draga upp sprautu nál eða hníf og stinga þau. Þetta hefði allt verið mjög óþægilegt og hann talið sig vera í stórhættu og verið mjög hræddur. Þá hefði hann ekki talið að hægt væri að flýja frá brota þola þar sem hann myndi elta þau og ná honum, meðákærðu A og C eða H . Hurð inn í nálægt stigahús hefði verið þung og stíf og erfitt hefði verið að opna hana með skjótum hætti. Þá hefði hann verið smeykur við að hringja á lögreglu út af kannabisefnunum sem þau voru með. Hann hefði talið a ð það eina sem hægt væri að gera í þessum aðstæðum væri að verjast. Ákærði hefði ekki ráðið við eða honum verið unnt að verjast brotaþola einn síns liðs. Brotaþoli hefði verið töluvert stærri en hann auk þess sem hann hefði virst vera eldri. Ákærði hefði s jálfur ekki hlotið neina áverka og ekki orðið var við nein högg frá brota þola. Þegar átökin hefðu verið búin hefði ákærði beðið meðákærða A og hin sem voru með þeim að fara, og beðið A að taka fötin sín, húfu og trefil. Þau hefðu síðan farið á undan honum og hann staðið upp en haft varann á sér og heyrt í brotaþola standa upp eða hreyfa sig. Þá kvaðst ákærði enga áverka hafa séð á brotaþola í upphafi þegar hann kom til þeirra. Hið sama hefði verið þegar hann vék frá brotaþola í lokin en hann hefði þó verið dálítið rjóður í andliti. 3. Ákærða C neitar sök. Í framburði hennar kom meðal annars fram að hún hefði, ásamt H og meðákærðu A og B , komið umrætt kvöld í bifreið í fyrr greint bílastæðahús. Þau hefðu séð brotaþola á gangi í húsinu og hún orðið mjög hrædd við hann. Ákærða tók fram að hún væri hrædd við stráka almennt, og sérstaklega ef þeir væru undir áhrifum fíkniefna. Þau hefðu beðið í bifreiðinni þar til hann var farinn í bur tu en síðan farið úr bifreiðinni og fært sig á annan stað í kjallara hússins til að neyta þar fíkni efna. Brotaþoli hefði síðan komið að þeim en ákærða ekki þorað að horfa framan í hann eða sýna honum að hún væri að horfa á hann. Hún hefði skynjað það að e itthvað slæmt væri að fara að gerast. Brotaþoli hefði staðið yfir meðákærða A og beðið hann að fá afhent fíkniefnin. Meðákærði A hefði hins vegar neitað því og verið kurteis við brotaþola. Hún hefði síðan séð þegar brotaþoli kýldi með ákærða A með krepptum hnefa öðrum megin í andlitið. Í framhaldi hefði komið til átaka milli brotaþola og meðákærðu A og B . Brota þoli hefði ekki virst ætla að láta þau í friði heldur halda áfram að veitast að þeim og hann 15 hefði öðru hvoru gengið nálægt ákærðu og H . Hann hefð i verið ógnandi áfram eftir að hann var kominn niður á jörðina. Þá hefði hann verið með hótanir í þeirra garð, en ákærða kvaðst ekki muna nákvæm orðaskipti í því sambandi. Tal brotaþola hefði verið skrýtið og erfitt að skilja hann. Þá hefði hann ekki virst finna fyrir einu einasta höggi, aldrei kippst til við högg og það hefði verið eins og vímuefni væru þess valdandi. Allt þetta hefði valdið því að það hefði þurft að ganga svo hart að brotaþola til að láta hann hætta. Í því sambandi hefði ákærða reynt að h jálpa til en hún hefði ekki vitað hvað hún ætti að gera. Hún hefði verið mjög hrædd og sparkað í brotaþola þar sem hann var liggjandi á jörðinni. Sparkið hefði verið neðarlega í kviðinn eða annars staðar neðarlega í líkamann, án þess að hún myndi ná kvæm l ega hvar það lenti. Brotaþoli hefði þá enn verið að streitast á móti með með ákærðu A og B ofan á sér. Það hefði ekki litið vel út og hún hefði talið mikla ógn stafa af honum. Til gangurinn með sparkinu hefði verið að fá brota þola til að liggja niðri svo þau kæm ust ósködduð frá honum. Hún hefði talið að sparkið myndi hafa þau áhrif að brota þoli léti staðar numið en svo hefði ekki reynst vera. Hún hefði síðan fært sig aftur til H . Ákærða hefði á meðan á þessu stóð frosið af hræðslu og henni fundist se m með - ákærðu A og B væru í hættu. Brotaþoli hefði komið henni fyrir sjónir sem ofbeldis fullur strákur að leita að átökum eða að hann ætlaði að ræna þau og lemja. Þá hefði brotaþoli verið stærri og sterkari en þau og andlit hans og augnaráð verið þann ig að hann hefði virst vera í miklu vímuástandi. Í hennar huga hefði ekki komið til greina að fara, hún hefði verið hrædd um sitt eigið öryggi og vina sinna. Hún hefði ekki verið viss um hvað myndi gerast, hvort hann myndi standa upp og ráðast á þau, og hú n hefði óttast að ekki væri unnt að yfirbuga hann. Þá hefði hún ekki viljað skilja meðákærðu A og B eftir í þessum aðstæðum. Þegar brotaþoli hefði verið orðinn rólegur hefðu þau tekið saman dótið og farið. Ákærða kvaðst sjálf enga áverka hafa hlotið af þ essu en atvikin tekið mjög á hana andlega og valdið henni kvíða og and legri vanlíðan. Þá kvaðst ákærða hvorki hafa séð hvort brota þoli var meiddur þegar hann kom til þeirra á staðinn né heldur þegar þau skildu við hann. 4. Vitnið H bar meðal annar s um að hún og ákærðu hefðu séð til ferða brotaþola í bílastæðahúsinu þegar þau komu þangað á bifreið. Þau hefðu gert sér grein fyrir því að 16 hann væri í annarlegu ástand i og beðið í bifreiðinni þar til hann væri far inn frá þeim. Þau hefðu síðan farið úr bifreiðinni og gengið á annan stað í húsinu. Þar hefðu þau setið saman á gólfinu þegar brotaþoli kom að þeim. Hann hefði verið með ásak anir um að þau hefðu stolið frá honum fíkniefnum. Brotaþoli hefði staðið yfir henni og ákærða A þegar hann hefði allt í einu fært sig nær A og kýlt hann í höfuðið. Höggið hefði verið fast og hún heyrt dynk. Þá hefði hann staðið yfir hon um eins og hann ætlaði að halda áfram að veitast að honum. Atvik hefðu síðan gerst mjög hratt. Brotaþoli hefði allan tímann verið með aðra höndina í vasa eða hann haldið henni fyrir aftan bak, eins og hann væri með eitt hvað á sér, svo sem sprautu eða hníf. Hann hefði verið upp stökkur og augljóslega verið undir mjög miklum áhrifum fíkniefna. Hann hefði ekki getað verið kyrr, erfitt hefði ve rið að skilja hvað hann sagði og hann verið sljór. H kvaðst hafa verið mjög hrædd við brota þola og hún og meðákærða C hefðu vikið til hliðar. Ákærðu A og B hefðu tekið brotaþola niður af því að hann hefði byrjað að lemja frá sér og haldið því áfram. H ún hefði tekið eftir höggum þegar það gerðist. Þeir hefðu beðið hann að róa sig niður og hætta, auk þess sem þeir hefðu sagt hon um að þeir vildu engin vandræði og að þeir vildu ekki slást við hann. Ákærði B hefði til að mynda margoft beðið brotaþola að sl aka á og hætta, en án árangurs. Brotaþoli hefði ekki látið sér segjast og viðhaft þau ummæli að þegar hann væri búinn að yfirbuga strák ana þá ætlaði hann að lemja þær stelpurnar. Þá hefði hann verið brosandi allan tímann á meðan hann lét þessi um mæli fal la. Ógn hefði stafað af brotaþola allan tímann og hún óttast að þau myndu meiðast mjög mikið og að hann ætlaði þeim eitthvað illt. H kvaðst hafa upplifað sig í mikilli hættu; brotaþoli hefði verið stór í vexti og hann hefði virst vera eldri en þau og í ann arlegu ástandi. Þá hefði hann ekki hætt þótt hann væri tekinn niður. Að spurð kvaðst H ekki muna eftir því hvort ákærða C hefði veist að brotaþola eða hvort hún hefði sparkað í hann. Þá hefði hún ekki séð neina áverka á brotaþola. H kvaðst hafa frosið og v erið mjög hrædd og óttast að eitthvað verra gerðist ef hún færi. Þá kvaðst hún gera ráð fyrir svipaðri líðan hjá ákærðu C . Hún hefði haft áhyggjur af ákærða A og ekki þorað að fara án þess að hann væri með henni og ekki hefði hvarflað að henni að hringja á lögreglu. Eftir nokkurn tíma hefði verið unnt að róa brotaþola aðeins niður og þau þá tekið dótið saman og fært sig yfir í bifreiðina og keyrt í burtu. 17 5. Vitnið G bar meðal annars um það að hafa ásamt vini sínum verið staddur í fyrr - greindu bílastæðahúsi umrætt kvöld. Ókunnugur maður hefði komið til þeirra og G talað stuttlega við hann á rólegum nótum. Maðurinn hefði skyndilega kýlt G einu höggi með krepptum hnefa og haldið honum uppi við vegg. Höggið hefði verið óvænt og án tilefnis. Maðurinn hefði verið ógnandi og í annarlegu ástandi og hann hefði verið töluvert stærri en G og vinur hans, auk þess sem hann hefði virst vera eldri en þeir. G hefði brugðið dálítið en hann hefði ekki hlotið áverka af högg inu né heldur leitað sér læknis aðstoðar. Hann hefði hins vegar fundið fyrir óþæg indum eftir á í kjálka þegar hann mataðist. Þessu til viðbótar hefði maðurinn verið með hótanir ef hann kærði atvikið til lögreglu. G hefði ekki talið ástæðu til að leita til lög reglu vegna þess sem gerð ist. Hann hefði síðar frétt frá öðrum hver maðurinn væri og séð mynd af honum. 6. Vitnið F bar meðal annars um það að hafa verið ásamt vinnu félögum á Ölveri í Glæsibæ að fylgjast með knattspyrnuleik. Hann hefði verið fyrir utan stað inn um klukkan 22:00 að bíða eftir leigubifreið sem búið var að panta. Þegar bif reiðin hefði verið komin hefði F farið að sækja vinnufélaga sinn, E , inn á Ölver en þeir hefðu ætlað að fara saman með bif reið inni. Á leiðinni inn á stað inn, í húsasundi þar fyrir framan , hefði ókunnugur maður skyndi lega veist að honum með hönd reidda til höggs og reynt að koma á hann höggi. Ein hver stjarfi hefði verið í andliti manns ins og hann verið skrýtinn til munnsins en hann hefði ekki sagt neitt við F . F hefði orðið hræddur, n áð að víkja sér undan og reynt að ná athygli leigubifreiða stjórans án árangurs. Hann hefði síðan komist inn á veit - inga staðinn. Atvik þessi hefðu gerst mjög fljótt. Hann hefði greint E frá því sem hefði gerst og þeir farið saman út og í leigubifreiðina. F hefði spurt leigu bifreiða stjórann hvort hann hefði séð hvað hefði gerst en svo hefði ekki verið nema að hann hefði séð mann ganga fram hjá bifreið inni og í áttina að nálægri Iceland - verslun. Leigu bifreiða stjórinn hefði ekið að Iceland - versluni nni þar sem maðurinn hefði verið staddur fyrir utan og verið að áreita fólk. F hefði farið út úr bifreiðinni og reynt að ræða við manninn. Það hefði hins vegar verið van hugsað af hans hálfu. Til gangs laust hefði verið að reyna að ræða við manninn og h ann veist að honum aftur í æðis kasti. Hann hefði því flýtt sér aftur inn í leigubifreiðina en maður inn komið á eftir honum og slæmt 18 hend inni utan í bifreiðina. Þeir hefðu ekið frá staðn um en síðan stansað stutta stund í nágrenninu. E hefði viljað ti lkynna um mann inn og hann hefði hringt í lögreglu. Lög regla hefði hins vegar ekki komið á staðinn og þeir í fram haldi haldið áfram för sinni heim. Aðspurður kvaðst F telja að maðurinn hefði verið um þrítugt og fremur stór. Hann hefði virst vera í annar legu ástandi og vera að ögra fólki. Nær stödd um hefði stafað ógn af manninum og fyrrgreind atvik hefðu verið áfall fyrir sig og þau setið í sér lengi á eftir. 7. Vitnið E bar meðal annars um það að F hefði verið mikið niðri fyrir þegar hann kom inn á Ölver og sagði honum frá því að maður hefði ráðist á sig fyrir utan. Þeir hefðu í framhaldi farið með leigubifreiðinni og byrjað á því að stoppa fyrir utan nálæga Iceland - verslun þar sem maðurinn hefði verið fyrir utan. Maðurinn hefði látið ófriðlega og f leira fólk verið á staðnum. Aðspurður kvaðst E ekki geta lýst útliti mannsins. F hefði farið úr leigubifreiðinni og eitthvað ekki mjög alvarlegt hefði gerst milli hans og manns ins. F hefði síðan komið inn í bifreiðina aftur og þeir ekið í burtu. Þá hefði E tilkynnt um manninn símleiðis til lögreglu. 8. Vitnið I læknir gaf skýrslu símleiðis. Í framburði hans kom meðal annars fram að hann hefði fengið brotaþola til skoðunar á slysa - og bráða móttöku skömmu eftir miðnætti aðfaranótt 4. nóvember 2017. I h efði verið á nætur vakt og brotaþoli komið í fylgd lög - reglu. Brotaþoli hefði verið með skerta með vitund og sýnilega áverka. Hann hefði verið metinn óáttaður og ómögulegt hefði verið að skoða hann fullkomlega. Ekki hefðu feng ist svör um hver hann væ ri, hvað hefði gerst, hvar hann væri o.fl. Hann hefði verið sofandi en brugðist illa við þegar hann var vakinn. Hann hefði verið órólegur og van sæll, forðast það að vilja snertingu og ekki viljað láta skoða sig. Í fyrstu hefði verið óljóst hvort ástand br ota þola skýrðist af áfengis - og lyfja neyslu eða hvort um væri að ræða höfuð áverka. Grun semdir hefðu verið uppi um bland aða neyslu örvandi og slævandi efna. Hegðun hans hefði komið jafnt heim við neyslu efna og heilaáverka. Hann hefði verið sendur í sn eið myndatöku en ekki hefði reynst unnt að taka þvagsýni. Brotaþoli hefði verið með yfir borðs áverka, nánar tiltekið kúlu aftan á höfði með sári, glóðaraugu beggja vegna, skrámur og mar á kinn og aðra minni áverka á lík ama. 19 Aðspurður kvaðst I telja að áverkar gætu samrýmst mögulegum höggum í and lit o.fl. en hins vegar væri erfitt að vera viss um það án þess að hafa upplýsingar um sögu eða lýsingar á atburðum. Brotaþoli hefði verið með áverka bæði að framan og aftan og það hefði samrýmst líkamsárás. Erf itt væri að útiloka önnur atvik sem gætu skýrt áverka og hið sama ætti við um það hvort þeir stöfuðu af meintri líkamsárás. Ólíklegra væri að þeir hefðu komið við eitt högg og oftast þegar fólk dytti, þá væri það annaðhvort fram eða aftur fyrir sig. Aðspur ður kvaðst I telja að hluti áverkanna gæti skýrst af því að brota - þoli hefði kýlt og rekist utan í veggi, og til þess hefðu meðal annars bent skrámur á hendi. Hins vegar væri tæplega hægt að fá glóðaraugu á báðum augum nema um væri að ræða nefbrot eða mikl a blæðingu í höfði vegna margra áverka. Þá kvaðst I að spurður ekki muna eftir því hvort hann hefði séð áverka á búk brotaþola. Hann hefði skoð að kvið og brjóstkassa innan klæða en minntist ekki slíkrar skoðunar á öðrum líkams hlutum. 9. Vitnið Í lækni r gaf skýrslu símleiðis. Í framburði hans kom meðal annars fram að hann hefði komið að læknisskoðun brotaþola síðar, að morgni 4. nóv ember. Brotaþoli hefði verið með höfuð - og andlitsáverka og dreifða yfirborðs áverka, ásamt sári á hnakka, sem nánar væri getið í læknisvottorði. Aðspurður kvaðst Í telja hugsanlegt að áverkarnir væru af völdum hnefahögga, ásamt því a ð stafa af ein hverjum byltum. Ekki væri hins vegar hægt að greina á milli áverka í því sambandi og læknisskoðun hefði ekki tekið sérstaklega m ið af því. Almennt mætti hins vegar gera ráð fyrir mari og hrufli af völdum högga en upplýsingar hefðu hins vegar ekki legið fyrir um það hvað hefði komið fyrir brotaþola. Þá kvaðst Í aðspurður ekki hafa séð áverka á búk brota þola, nánar tiltekið á baki, maga og brjósti. Brota þoli hefði verið viðkvæmur á þess um tíma, verið að jafna sig eftir höfuðhögg og heilahristing og verið óöruggur með sig. Hann hefði átt erfitt með að átta sig og reiði köst og árásargirni hefðu komið fram af þeim ástæðum. Þá hefði hann á þessum tíma ekki verið talinn vera í ölvunar ástandi. 10. Vitnið J réttarmeinafræðingur gaf skýrslu símleiðis og staðfesti og gerði grein fyrir niðurstöðum álits, dags. 22. nóvember 2017. Í framburði réttarmeina fræðings ins kom meðal annars fram að hann hefði framkvæmt læknisskoðun á brotaþola 6. sama mánaðar. Brota þoli hefði verið með áverka aftan á höfði sem hefði verið til kom inn af þungu höggi, 20 lík lega við það að falla aftur fyrir sig á hart og ójafnt yfirborð. Einnig hefðu verið blæðingar við bæði augu brotaþola en formfræði þeirra áverka leiddi líkum að því að þeir hefðu orðið til við þung högg, væntanlega með hnefahöggum á augnsvæði. Jafnframt hefði brotaþoli verið með áverka á vinstra kinnbeini en þann áverka hefði hann hlotið sem aflei ðingu af þungu höggi. Þessu til viðbótar hefðu verið áverkar á báðum hönd um brota þola, nánar tiltekið litlar blæðingar og klórmerki. Þessir áverkar hefðu verið á hnúum beggja handa en í því sambandi mætti gefa sér að brotaþoli hefði slegið í eitthvað ha rt. Áverk arnir í heild sinni hefðu bent til þess að brotaþoli hefði lent í átökum við ein hvern annan. Þá hefðu áverkarnir ekki verið lífshættulegir. Nánar aðspurður staðfesti réttarmeinafræðingurinn að um væri að ræða tæmandi upp talningu á áverkum í á litinu. Þá kvaðst réttarmeinafræðingurinn hafa skoðað neðan - verðan kviðinn á brotaþola, en þar hefðu ekki verið áverkar. Brotaþoli hefði hins vegar verið æstur og árásar gjarn við læknisskoðunina og því hefði þurft að hætta skoðun inni á ákveðnum tímapunkti. Að því virtu væri ekki útilokað að eitthvað kynni að hafa farið fram hjá réttarmeinafræðingnum við rannsóknina. Engin merki hefðu verið um áverka fyrir neðan mitti og þar af leiðandi hefðu þeir líkamshlutar ekki verið rannsakaðir frekar. Lækni s skoðunin hefði tekið til alls líkama brotaþola en ekki hefði verið athugað með líkams hluta fyrir innan nærbuxur. Nánar aðspurður um áverka á augn svæði brota þola, þá bar réttarmeinafræðingurinn um að það væri hans mat að þeir áverkar stöfuðu líklegast af höggum með krepptum hnefa. Ýmislegt annað gæti þó valdið slíkum skaða, til dæmis þegar augnlok, efra og neðra, kæmist í snertingu við hart yfirborð. Þetta ætti hins vegar ekki við þegar maður dytti niður. Þegar þannig háttaði til væru við kvæm ustu svæ ðin fyrst og fremst augnumgjörðin en ekki augað sjálft þar sem það sæti innar. IV. Niðurstöður: 1. Ákærða C krefst þess aðallega í málinu að þeim hluta ákærunnar sem hana varðar verði vísað frá dómi. Reisir hún frávísunarkröfuna á því að hún verði ek ki sak felld í málinu nema ótvírætt liggi fyrir að lýsing í ákæru samræmist því sem raunverulegu átti sér stað. Til frekari rökstuðnings vísar ákærða til þess að óvíst sé í gögnum málsins hvar 21 meint spark hennar, sem henni er gefið að sök samkvæmt verkn að ar lýsingu í ákæru, lenti á líkama brotaþola. Myndupptaka sýni ekki staðsetn ingu sparksins , ákærða viti ekki hvar það lenti og viðbrögð brotaþola við sparkinu sam rýmist ekki við brögðum við klof sparki. Þá styðji hvorki framburður brotaþola hjá lög reglu né heldur læknis fræði leg gögn verknaðarlýsingu ákæru um meinta hátt semi ákærðu. Þessu til við bótar sé það rangt sem fram komi í ákæru að brotaþoli hafi hlotið áverka þarna, en fyrir liggi að engir áverkar hafi verið á honum nálægt þeim stað þar s em spark hennar lenti á brota þola. Hvorki álit réttar meina fræðings styðji það né heldur áverka vottorð. Hið sama eigi við um fram burði þeirra sérfræðinga fyrir dómi sem komu að gerð fyrrgreindra læknis fræðilegu gagna. Allt framangreint te lur ákærða að eigi að leiða til þess að ekki sé unnt að sak fella hana fyrir spark sem enginn viti hvar hafi lent og fyrir að hafa valdið áverk um sem séu í ósam ræmi við gögn málsins. Um lagarök vísar ákærða til 1. mgr. 69. gr. stjórnar skrár lýð veldis ins Íslands nr. 33/1944, sbr. 7. gr. laga nr. 97/1995, c - lið 1. mgr. 152. gr. og 1. mgr. 180. gr. laga nr. 88/2008 um með ferð sakamála og a - lið 3. mgr. 6. gr. mann réttinda sáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Þá vísar ákærða meðal annars til dóma Hæstaréttar Íslands í málum nr. 117/1985, 142/2004 og 70 3 /2012. Samkvæmt c - lið 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008 skal meðal annars greina í ákæru, svo glöggt sem verða má, hver sú háttsemi er, sem ákært er út af, hvar og hvenær brotið er talið framið, he iti þess að lögum og aðra skilgreiningu og loks heimfærslu þess til laga og stjórnvaldsfyrirmæla. Ákæra verður að leggja fullnægjandi grundvöll að máli svo fella megi dóm á það samkvæmt því sem í henni greinir, enda verður sá sem sætir ákæru ekki dæmdur fy rir aðra hegðun en þá sem í ákæru greinir, sbr. 1. mgr. 180. gr. laga nr. 88/2008. Tilgangur með ákæru er að gera sakborningi grein fyrir eðli og orsök sakargifta á hendur honum svo hann geti tekið til varna o.fl., sbr. meðal annars a - lið 3. mgr. 6. gr. ma nn réttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Þá leiðir af 1. mgr. 53. gr., 1. mgr. 54. gr., 1. mgr. 57. gr. og 145. gr. laga nr. 88/2008 að efni ákæru verður að eiga sér stoð í rannsóknargögnum máls. Almennt séð getur ófullkomin verkn aðar lýsing í ákæru leitt til frávísunar máls, sýknu eða aðfinnslna. Hið sama á við ef málatilbúnaður ákæru valds - ins samkvæmt ákæru sam rýmist ekki rannsóknargögnum máls eða lögreglu rannsókn er haldin verulegum ágöllum. Af dóma framkvæmd verður almennt ráðið að he lst komi til greina að vísa máli frá dómi þegar þannig standi á sem að framan greinir að ágallar séu svo verulegir að þeir leiði til þess að sakborningi sé ekki unnt að taka til varna í máli eða 22 dómara sé ekki unnt að leggja dóm á mál. Ef málatilbúnaður er hins vegar ekki svo ófull - kominn, en þó ekki gallalaus, eigi fremur að taka mál til efnislegrar meðferðar. Ágallar á málatilbúnaði ákæru valdsins geti hins vegar leitt til sýknu eða að finnsla eftir því sem við eigi hverju sinni. Í máli þessu er ákærða C , auk meðákærðu A og B , sótt til saka í einu lagi fyrir þátttöku í sama verknaði gagnvart brotaþola, sbr. 2. mgr. 143. gr. laga nr. 88/2008. Verknaðarlýsing ákæru lýsir tilteknum verknaðarþáttum eða verka skipt ingu ákærðu í meintri líkamsárás svo af h lutust áverkar hjá brotaþola án frekari skil greiningar. Hátt semi ákærðu er samkvæmt ákæru talin varða við 1. mgr. 217. gr. almennra hegn ingar laga. Verknaðarlýsing ákæru er ekki gallalaus. Lýsing á því hvar meint brot var framið er ófullkomin þar sem aðeins er vísað til sveitarfélags en ekki jafnframt til götu heitis. Þetta hefur hins vegar ekki leitt til þess að vörn um ákærðu hafi verið áfátt og er um að ræða aukaatriði í verknaðarlýsingu í skilningi 1. mgr. 180. gr. laga nr. 88/2008. Þá er ekki í ve rkn aðar lýsingu gerð nánari grein fyrir þeim líkam legu áverk um sem hlutust af meintri líkamsárás þó að fyrir liggi ítarleg læknis fræðileg gögn um áverka sem brota þoli var með umrædda nótt þegar honum var komið undir læknis hendur. Að mati dóms ins er þessi fram setning úr takti við almenna fram kvæmd í mál um af þessum toga en virð ist þó skýrast af því að atvik máls þessa eru í raun margþætt umrætt kvöld og fleiri en eitt atvik, sem vitað er um, getur að einhverju leyti skýrt áverka á brotaþola, eða hluta af þeim. Við mat á því hvort þetta leiði til þess að vísa eigi máli frá dómi verður hins vegar ekki litið fram hjá því að dæmi eru um það úr dóma framkvæmd að líkamsárásarmál hafi fengið efnis lega um fjöllun og end að með sak fell ingu þótt ósannað hafi verið um líkam legar afleiðingar af hátt semi ef brot er talið varða við 1. mgr. 217. gr. almennra hegn ingarlaga, sbr. dóma Hæsta réttar nr. 424/2007 og 657/2011. Af framan greindu leiðir að það hefur ekki úrslitaáhrif í máli þótt ósannað sé um lí k am legar afleiðingar af háttsemi ef hún er talin varða við 1. mgr. 217. gr. almennra hegn ingar laga. Er því ekki um að ræða úrslitaatriði í vörnum þess sem sætir ákæru vegna slíks meints brots. Í máli þessu hefur ákæruvaldið meðal annars lagt fram myndupptökur og lög reglu - skýrslur til grundvallar málshöfðun. Í meginatriðum styðja þau gögn nægjan lega verkn - aðar lýsingu ákæru hvað varðar öll ákærðu, en myndupptökur virðast meðal annars sýna ákærðu C sparka neðarlega í líkama brotaþola. Samkvæ mt lögregluskýrslu liggur fyrir að brota þoli virðist muna lítið sem ekkert eftir umræddum atvikum. Læknis fræði leg gögn og skýrslur af vitnum benda til þess að hann hafi verið í mjög annarlegu ástandi um rætt 23 kvöld og því er í raun lítið sem hann hefur getað lagt til málsins til þess að upplýsa um atvik þess. Þá liggur fyrir að horfið var frá því af hálfu ákæruvaldsins að leiða brota þola fyrir dóminn af fyrrgreindum ástæðum og vegna andlegs ástands hans. Ákærða hefur sjálf borið um það hjá lög reglu að hún hafi sparkað í magann eða neðarlega í lík ama brotaþola. Fram burður hennar fyrir dómi var á svipuðum nótum. Þá voru framburðir með ákærðu A og B hjá lögreglu af sama toga. Hið sama á við um framburð H með réttarstöðu sakborn ings hjá lögreglu, en fyr ir dómi með réttarstöðu vitnis kvaðst hún hins vegar ekki muna þessi atvik vel. Að mati dómsins er ekkert við meðferð málsins sem bendir til þess að ákærða C hafi ekki átt þess kost að taka til eðli legra varna í málinu þrátt fyrir að vafi kunni að vera á því hvar spark frá henni lenti í brotaþola. Það að ákærða telji að gögn málsins, þar með talin mynd upptaka og læknis fræðileg gögn, styðji það ekki nægjan lega að hún hafi spark að í klof brotaþola, eins og henni er gefið að sök í ákæru, á fyrst og fre mst undir efnishlið en ekki formhlið málsins, enda hefur jafn framt komið fram hjá verjanda hennar að sýknu krafa n sé meðal annars reist á sömu máls ástæðum og hún hefur teflt fram til stuðnings frá vísunarkröfu. Að öllu framangreindu virtu verður frávísunarkröfu ákærðu C hafnað. 2. Ákærði A hefur við meðferð málsins fyrir dómi gert athugasemdir við það að ríkis - saksóknari hafi með afstöðu til kæru, dags. 12. júlí 2018, á grundvelli 6. mgr. 52. gr. laga nr. 88/2008 fjallað um ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgar svæðinu, dags. 27. febrúar sama ár, um að hætta rannsókn málsins. Ríkissaksóknari hafi fjallað efnislega um málið þrátt fyrir að liðinn væri eins mánaðar lögbundinn kærufrestur, sbr. 1 . málsl. 6. mgr. fyrrgreindrar lagagreinar. Afstaða ríkissaksóknara hafi leitt til frekari rann sóknar og síðar málshöfðunar af hálfu ákæruvaldsins á hendur ákærðu. Í máli þessu háttar svo til að lögreglustjóri hætti rannsókn málsins með ákvörðun 27. feb rúar 2018 og sendi bréflega tilkynningu þess efnis sama dag til sakborninga. Lög - reglu stjóri gætti þess hins vegar ekki að senda samsvarandi tilkynningu á sama tíma til brota þola og/eða þáverandi lögmanns hans, sem honum var þó skylt að gera samkvæmt 5. mgr. 52. gr. laga nr. 88/2008, sbr. og almenn fyrirmæli ríkissaksóknara nr. 11/2017. Sú til kynning var fyrst send til brotaþola og lögmanns hans 11. apríl sama ár, ásamt leið - bein ingum um kæru frest og var miðað við að sá frestur væri frá og með þeim t íma. Af máls gögnum verður ráðið að það hafi verið gert í framhaldi af því að lögmaðurinn fór að 24 spyrjast fyrir um afdrif málsins hjá lögreglu. Þá greinir í af stöðu ríkissaksóknara að kæra frá lög manninum vegna umræddrar ákvörð unar hafi borist embættin u 11. maí 2018 og verður ráðið að það hafi verið með tölvu skeyti en frumrit kærunnar borist nokkrum dög - um síðar með bréfpósti. Að því virtu hafi ríkis saksóknari lagt til grundvallar að kæran hafi borist innan kærufrests ef miðað er við dag setn ingu á f yrr greindri tilkynningu 11. apríl 2018. Ríkissaksóknari hafi því talið sér fært að fjalla efnislega um kæruna með fyrr greindri niðurstöðu. Ríkissaksóknari er æðsti handhafi ákæruvaldsins og hann hefur sem æðra stjórn - vald fulla heimild til endurs koðunar á kærðri ákvörðun lögreglustjóra um að hætta rann - sókn máls, sbr. 4. og 6. mgr. 52. gr. laga nr. 88/2008. Ákvörðun um að hætta rann sókn á máli leiðir til þess að það er fellt niður og er ákvörðunin í eðli sínu íþyngjandi gagnvart brota þola en í viln andi gagnvart sak borningi. Hið sama á við um ákvörðun um niður fell - ingu máls sam kvæmt 145. gr. sömu laga. Ákvörðun um lok máls með niður fellingu er ætlað að vera endanleg í þeirri merkingu að almennt er girt fyrir að henni verði breytt sak bornin gi í óhag eftir að hún hefur öðlast réttaráhrif að liðnum kærufresti nema skilyrði séu uppfyllt til endur upptöku sam kvæmt 3. mgr. 57. gr. fyrrgreindra laga. Af dóma fram - kvæmd Hæsta réttar verður meðal annars ráðið að til greina komi að vísa mál i af sjálfs - dáðum frá dómi, eða sam kvæmt kröfu, hafi ákæruvaldið gefið út ákæru í máli sem áður var fellt niður, hafi ekki verið upp fyllt fyrrgreind endur upptöku skilyrði, sbr. dóma réttar - ins í mál um nr. 74/1995, 228/1997, 221/1998, 216/2005 og 673/20 14. Samkvæmt því sem að framan er rakið, þá liggur fyrir að mál ákærðu var á fyrri stigum fellt niður hjá ákæruvaldinu en þeirri ákvörðun var síðan breytt þegar liðinn var almennur kæru frestur, eins og staða málsins horfði við ákærðu á þeim tíma. Að þv í virtu má færa fyrir því gild rök að þau hafi mátt hafa réttmætar væntingar til þess að málinu væri endanlega lokið þegar liðinn var mánaðar kæru frestur frá og með dagsetningu til - kynn ingar lögreglustjóra sem beindist að þeim, enda voru hvorki á þeim tí ma eða síðar komin fram ný sakargögn í skilningi 3. mgr. 57. gr. laga nr. 88/2008. Í málinu liggur hins vegar fyrir að brotaþola og lögmanni hans var ekki tilkynnt um ákvörðunina fyrr en 11. apríl 2018, sem var talsvert seinna en samsvarandi tilkynning til ákærðu og andstætt því sem til var ætlast, eins og áður greinir. Þá ber samkvæmt orða lagi 6. mgr. 52. gr. laga nr. 88/2008 að miða kæru frest við það tímamark þegar þeim sem á hags muna að gæta var til kynnt um ákvörðun eða hann fékk vitneskju um hana me ð öðrum hætti. Er sú lagaregla einnig í samræmi við almennar meginreglur stjórnsýslu réttar um réttar áhrif birtingar á 25 stjórn valdsákvörðun og upp haf kærufrests, sbr. 2. málsl. 1. mgr. 20. gr. og 1. mgr. 27. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Að framangrei ndu virtu og þar sem þeir ann markar á máls - meðferð ákæruvaldsins sem voru til umfjöllunar í fyrr greindum Hæstaréttardómum voru ekki alveg sambærilegir því sem er uppi í þessu máli, þá er ekki nægjanlegt tilefni til þess að beina máli þessu í farveg samkv æmt 1. mgr. 159. gr. laga nr. 88/2008. 3. Ákærðu neita sök. Sam kvæmt 108. gr. laga nr. 88/2008 hvílir á ákæruvaldinu sönn - unar byrði um sekt ákærðu og atvik sem telja má þeim í óhag. Gerð hefur verið grein fyrir framburði ákærðu og vitna fyrir dómi, sbr. III. kafla. Þá hefur verið gerð grein fyrir lögreglurannsókn og sakargögnum, sbr. II. kafla. Í málinu er uppi ágreiningur að hluta um verknaðarlýsingu í ákæru. Ákærðu reisa öll sýknukröfu meðal annars á því að ósannað sé að þau hafi orðið völd að áve rkum á brota þola. Ákærðu A og B kannast hins vegar við að hafa veist að brotaþola með þeim hætti sem greinir í verknaðarlýsingu í ákæru en ákærða C byggir á því að það sé ósannað að hún hafi sparkað á þann stað á líkama brotaþola sem greinir í ákæru, sbr. það sem áður greinir um frá vísunarkröfu. Í málinu er ekki ágreiningur um hverjir það eru sem sjást á mynd upptök um sem lög regla aflaði undir rannsókn málsins, sbr. fyrrgreinda umfjöllun í lið I I/3. Að mati dómsins telst sannað út frá framburði ákærð u A og B , sem sam rýmist myndupptöku í málinu , sbr. og framburði meðákærðu C og vitnisins H , að þeir hafi veist með ofbeldi að brotaþola með þeim hætti sem greinir í ákæru. Hvað ákærðu C varðar, þá liggur fyrir samkvæmt skýrslu hennar fyrir dómi að hún k annast við að hafa sparkað í líkama brotaþola á meðan hann var liggjandi á jörð inni og að sparkið hafi verið neðar lega í kviðinn eða annars staðar neðar lega í líkam a brota þola, án þess að hún myndi nákvæmlega hvar það lenti. Þá var fram burður he nnar hjá lögreglu á sömu nótum. Framburður hennar hefur því verið stöð ugur frá upphafi við með ferð máls ins. Að þessu virtu verður ráðið að hún hafi ekki fulla vissu fyrir því hvar sparkið lenti á brotaþola. Sam kvæmt læknisfræðilegum gögnum var brota þoli ekki með áverka á klofi eða klofsvæði og bendir það því síður til þess að ákærða hafi sparkað á þann stað. Þegar farið er yfir myndupptöku af um rædd um átökum, þá er ekki með nægjan lega skýr - um hætti unnt að greina hvort sparkið lenti við eða á klofi eða annars staðar nálægt klof - svæði brotaþola. Framburður meðákærðu A og B fyrir dómi varpar ekki ljósi á það hvar sparkið frá ákærðu C lenti á líkama brota þola. Hið sama á við um framburð vitnisins H 26 fyrir dómi en framburður hennar var með svip uðum hætti hjá lögreglu. Þegar hins vegar er farið yfir lög reglu skýrslur af ákærðu A og B um þetta atriði, sem voru teknar upp í hljóði og mynd, þá var fram burður þeirra á þá leið að ákærða C hefði sparkað í klof eða á klofsvæði brotaþola. Lög reglu skýrslur nar af þeim eru hins vegar því marki brenndar að spurn ingar rannsóknar lög reglu manns voru óþarf lega leið andi um þetta atriði. Er því óvar legt að byggja á þeim skýrslum við sönn unarmatið. Að öllu framan greindu virtu er það mat dóms ins að lög full sönnun hafi aðeins tekist um það að ákærða C hafi veist með ofbeldi að brota þola með því að sparka í búk hans. Ósannað er hins vegar að sparkið hafi verið við klof, eins og greinir í ákæru. Samkvæmt áliti og fram burði vitnisins J réttarme inafræðings var brotaþoli með yfir borðsáverka á höfði og líkama, nánar tiltekið tætingu aftan á höfði, margúla á báðum augnsvæðum, hægra megin á hálsi að framan og á báðum höndum, blæð ingar í hvítu beggja augna, skrámu merki á hægri kinn og á báðum f ótleggjum, klór för á efri vör og á fingrum beggja handa. Hið sama verður ráðið af læknisvottorði Barna spítala Hringsins og framburðum vitnanna I og Í . Eins og greinir í lið I I/3 liggja fyrir myndupptökur málinu sem varpa ljósi á atvik og ferðir brota þola umrætt kvöld í umræddu bílastæðahúsi o.fl., fyrir og eftir meint brot, auk fyrrgreind r ar myndupptöku af meintu broti ákærðu. Myndupptökurnar benda til þess að brotaþoli hafi verið í mjög annarlegu ástandi, ógnandi og líklegur til að beita aðra ofbeldi umrætt kvöld, eins og fram hefur komið í framburðum ákærðu fyrir dómi og vitnis ins H . Þá bendir allt til þess að vitnin G , F og E hafi verið að bera um persónu ákærða þegar þau lýstu háttsemi og annarlegu ástandi manns, eins og áður greinir, enda samrým ist það mynd upptökum. Þrátt fyrir að ákveðin óvissa sé uppi um nákvæmar tímasetningar á upptök unum, þá gefa þær engu að síður mikil væga yfir sýn í tímaröð um ferðir ákærða, ástand og samskipti við annað fólk umrætt kvöld á tímabili á milli klukkan 20:19 og 23:57. Ljóst er af myndupptökum að brotaþoli átti fyrir meint brot ákærðu í líkamlegum átök um við vitnið G og félaga hans og samrýmist það einnig framburði G fyrir dómi. Einnig er ljóst af upptökunum að brotaþoli var á ráfi um bílastæðahúsið áðu r en hann hitti ákærðu og sést hann meðal annars skella utan í vegg og kýla vegg áður en hann hitti þau. Þá sýnir mynd upptaka einnig þegar brota þoli veittist að vitninu F fyrir utan Ölver stuttu eftir meint brot ákærðu og sam rýmist það framburði F og vi tnisins E . Einnig verður ráðið af framburði F og E að til einhvers konar ryskinga hafi komið milli hins fyrrgreinda 27 og brotaþola fyrir utan verslun ina Iceland stuttu eftir fyrr greind atvik við Ölver, auk þess sem þeir báru um að brotaþoli hefði á svipuðu m tíma virst eiga í sam skiptum eða útistöðum við annað fólk við fyrr greinda verslun , sbr. fyrr greinda tilkynningu E til Neyðarlínu klukkan 22:38. Þessu til viðbótar skal haft í huga að á fyrrgreindu tímabili mynd upptaka eru fjöl - margar eyður þar sem e kkert er vitað um ferðir brotaþola, hvað hann var að gera og mögu leg sam skipti, rysk ingar eða átök við aðra sem kunna að hafa orðið á vegi hans. Þá er ekki vitað hvað varð þess valdandi að brotaþoli var liggjandi á götu í Gnoðarvogi við Engjaveg þegar tilkynning barst til lögreglu klukkan 00:12. Að öllu framangreindu virtu er ljóst að fjölmargir aðrir þættir , ótengdir ákærðu , hafa getað valdið áverk um á brotaþola. Þegar að þessu virtu er uppi skynsamlegur vafi um það hvort eða hvaða áverkar það voru sem hlutust af háttsemi ákærðu. Rétt þykir að þau njóti þess vafa við sönn unarmatið, sbr. 108. gr. og 1. og 2. mgr. 109. gr. laga nr. 88/2008. Að þessu virtu og með hliðsjón af því hvernig verknaðarlýsing ákæru er úr garði gerð varðandi afleiðin g arnar þá er það mat dóms ins að ósannað sé að ákærðu hafi valdið brotaþola áverkum um rætt kvöld. Þetta getur hins vegar ekki leitt til þess að fallist verði á kröfu þeirra um sýknu þótt ósannað sé með líkamlegar afleið ingar af háttseminni . Sakar efni málsins varðar við 1. mgr. 217. gr. almennra hegn ingarlaga en unnt er að sak - fella fyrir slíkt brot þótt ósannað sé með afleið ingar, sbr. dóma Hæsta réttar nr. 424/2007 og 657/2011. 4. Ákærðu reisa kröfu um sýknu einnig á neyðarvörn. Neyðarvörn er sa mkvæmt 12. gr. almennra hegningarlaga lögmæt réttarvörslu athöfn einstaklings, sem felur í sér nauð - syn lega beina valdbeitingu gegn manni til þess að verjast eða afstýra ólögmætri árás á þann sem neyðarvörninni beitir, eða á einhvern annan mann. Þá ber vi ð neyðar varnar verk að gæta þess að beita ekki vörnum sem séu augsýnilega hættulegri en árásin og tjón það sem af henni mátti vænta gaf ástæðu til. Gagnstætt fyrrgreindri sönn unar reglu sam kvæmt 108. gr. laga nr. 88/2008 hvílir ekki á ákæruvaldinu að h nekkja stað hæfingu ákærðu um atvik sem gætu horft þeim til refsileysis, sbr. dóm Hæstaréttar í máli nr. 248/2000. Stendur þannig upp á ákærðu við úrlausn málsins að sýna fram á að skilyrði neyðarvarnar séu uppfyllt svo leiði til sýknu. 28 Brotaþoli gaf ekki skýrslu vitnis við meðferð málsins fyrir dómi af ástæðum sem áður greinir og verður ákæru valdið látið bera hallann af því. Í máli þessu er nægjanlega sannað samkvæmt fram burð um ákærðu og vitnis ins H , auk mynd upptöku , að brota þoli átti upptökin og v eitt ist með ofbeldi að ákærða A með því að slá hann í and litið. Þá sýnir myndupptaka að brota þoli veittist næst með ofbeldi að ákærða B og gerði sig líklegan til frekara ofbeldis gagnvart honum og ákærða A . Samrýmist það einnig framburði allra ákærðu og vitnisins H . Þá ber þeim öll um saman um að brota þoli hafi verið mjög ógnandi í framkomu og haft á orði að hann ætlaði að skaða þau öll og vitnið H . Að mati dóms ins telst því sannað að brotaþoli hafi veist með ofbeldi og hótunum um ofbeldi að ákærðu og vitninu H og er ekki ástæða til að gera greinar mun á þeim fjór um inn byrðis í því sambandi. Að þessu virtu var háttsemi brota þola ólög mæt árás á þau fjögur. Við mat á háttsemi ákærðu verður fallist á það að þeim hafi verið nauðsynlegt að ákveðnu marki að grípa til líkam legrar valdbeitingar til að verjast eða af stýra yfir - standandi árás frá brotaþola. Í því sambandi fellst dómurinn á það með ákærðu A og B að það hafi rúmast innan marka neyðar varnar og það verið forsvaranlegt að þeir felldu brot a þola og héldu honum á bakinu á jörðinni. Dómurinn fellst hins vegar ekki á að sýnt hafi verið fram á það að sú háttsemi ákærða B að slá brotaþola ítrekað í höfuðið hafi verið forsvaranleg aðferð við beitingu neyðar varnar, eins og atvikum var háttað. Hið sama á við um þá háttsemi ákærða A að lemja brota þola ítrekað í búk, sem og háttsemi ákærðu C að sparka í búk brotaþola á meðan hann var liggjandi. Þær varnar athafnir voru óþarflega hættu legar fyrir líf og heilsu brotaþola og ekki í nægjan legu sam ræ mi við það sem á undan var gengið. Þessu tengt þá er það mat dómsins að mynd upptaka eða skýrslur ákærðu og vitnisins H sýni ekki fram á það að fullreynt hafi verið með vægari að ferðir gagnvart brotaþola til að varna yfir stand andi árás frá honum, svo sem með því að halda um handleggi og/eða fótleggi hans, liggja á honum og reyna að róa hann niður með því að ræða við hann. Verður því ekki fallist á það með ákærðu að sýnt sé fram á það að skil yrði 1. mgr. 12. gr. almennra hegn ingar laga séu nægjanleg a uppfyllt svo leiði til sýknu. Við skýrslutökur af ákærðu og vitninu H kom fram að þau öll voru mjög hrædd við brotaþola og óttuðust mjög um líf sitt. Framburður ákærðu og fyrrgreinds vitnis um þetta getur samrýmst mynd upptöku af umræddum atvikum. Þeim ber öllum saman um að brota þoli hafi verið mjög ógnandi og í annar legu ástandi og að hann hafi á tímabili verið 29 með aðra höndina í vas anum eða fyrir aftan bak og þau óttast að hann væri með sprautu - nál eða vopn sem hann gæti skaðað þau með. Framburður þeirra um fyrrgreint ástand brota þola og að hann hafi verið ógnandi og til alls líklegur samrýmist fyllilega því sem fram hefur komið um önnur atvik fyrir og eftir meint brot, eins og áður greinir. Atvik máls áttu sér stað í bílastæðakjallara seint að kv öldi fjarri umferð annarra og þar sem út ganga var ekki með besta móti. Þá skal einnig tekið tillit til þess að þau áttu erfitt um vik að leita eftir aðstoð hjá lögreglu þar sem þau voru með fíkniefni í fórum sínum umrætt skipti. Að mati dóms ins bendir a l lt til þess að ákærðu hafi farið út fyrir takmörk leyfi - legrar neyðarvarnar af þeirri ástæðu að þau voru mjög hrædd við brotaþola og gátu ekki gætt sín fullkomlega. Verða þau því á grundvelli 2. mgr. 12. gr. almennra hegn ingarlaga sýknuð af ákæru, dags. 2 1. maí 2019, fyrir brot gegn 1. mgr. 217. gr. sömu laga. 5. Ákærði A hefur skýlaust játað sök samkvæmt 2. tölulið ákæru, dags. 2. sept ember 2019, og er sú játning studd sakar gög n um. Verður hann því sakfelldur fyrir þá hátt semi, en brot hans varðar við 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr., umferðarlaga nr. 77/2019, sbr. áður 1. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr., laga nr. 50/1987. Ákærði A er fæddur í [...] . Samkvæmt sakavottorði, dags. 15. maí 2019, á hann nokkurn sakaferil að baki, allt aftur til ársins 2009. Það sem hér skiptir máli er að ákærði hlaut þriggja mánaða fangelsisrefsingu með dómi Héraðsdóms Suður lands 22. nóvember 2012, þar af tvo mánuði skilorðsbundið, auk þess sem honum var gert að greiða sekt, meðal annars fyrir akstur sviptur öku rétti. Ákærði var þá jafnframt sviptur öku rétti ævilangt, en með dóminum var dæmdur upp eldri skilorðsdómur frá 21. des ember 2009. Ákærði gekkst undir sekt með lögreglu stjóra sátt 1. júlí 2014 fyrir akstur sviptur ökurétti. Þá var ákærði með dómi Héraðs dóms Reykjavíkur 12. október 2016 dæmdur í 45 daga fangelsi fyrir akstur sviptur ökurétti. Að öðru leyti hefur saka ferill ákærða ekki áhrif á refsiákvörðun . Við ákvörðun refsingar ber að miða við að akstur ákærða sviptur ökurétti sé nú ítrekaður í þriðja sinn (4. brot) innan ítrekunartíma, sbr. 71. gr. almennra hegningar - laga. Að því virtu og með hliðsjón af dómvenju þykir refsing ákærða A hæfilega ákveðin fangelsi í tvo mánuði. Með vísan til 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 848/2002, verður fallist á kröfu ákæruvaldsins um upptöku á 0,72 g af maríjúana. 30 6. Fyrir liggur að varnir ákærða A hafa fyrst og fremst hverfst um hina fyrri ákæru þar sem hann hefur verið sýknaður. Þá hafa ákærðu B og C verið sýknuð af þeirri ákæru. Að þessu virtu og með vísan til 2. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 þykir rétt að allur sakarkostnaður málsins greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða A , Magnúsar D. Norðdahl lögmanns, vegn a vinnu á rann sóknar stigi og fyrir dómi, sem þykja hæfilega ákveðin 1. 300 . 00 0 krónur að með töld um virðisaukaskatti, málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða B , Ómars R. Valdi mars sonar lögmanns, vegna vinnu á rannsóknarstigi og fyrir dómi, sem þykja h æfi lega ákveðin 1. 2 0 0 . 000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti, og málsvarnarlaun skip aðs verjanda ákærðu C , Auðar Tinnu Aðalbjarnardóttur lögmanns, vegna vinnu á rann sóknarstigi og fyrir dómi, sem þykja hæfilega ákveðin 1.000 .000 krón a að með töld um virðis aukaskatti, auk útlagðs kostn aðar hins síðast greinda verjanda vegna öflunar sál fræðivottorðs, 28.000 krónur. Við ákvörðun málsvarnarlauna hefur verið litið til um fangs máls, tímaskýrslna verjenda , áætlaða vinnu verjenda í ten gslum við upp kvaðn ingu dóms og þóknunar sem lögreglustjóri greiddi annars vegar til verjanda ákærða B og hins vegar til verjanda ákærðu C vegna vinnu þeirra á rann sóknarstigi málsins, sbr. yfirlit og gögn ákæruvaldsins um sakarkostnað. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Sigurður Pétur Ólafsson aðstoðarsaksóknari. Daði Kristjánsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómarinn tók við með - ferð málsins 23. ágúst 2019 en hafði fram til þess engin afskipti haft af meðferð þess. 31 D ó m s o r ð : Ákærði, A , sæti fangelsi í tvo mánuði. Ákærðu B og C eru sýkn af kröfum ákæruvaldsins. Gerð eru upptæk 0,72 g af maríjúana. Allur sakarkostnaður málsins greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða A , Magnúsar D. Norðdahl lögmanns, 1. 30 0 . 000 krónur, máls - varnarlaun skipaðs verjanda ákærða B , Ómars R. Valdimarssonar lög manns, 1. 2 0 0.000 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærðu C , Auðar Tinnu Aðal bjarnardóttur lögmanns, 1.000 .000 krón a , og útl agðan kostnað Auðar Tinnu Aðalbjarnardóttur lögmanns, 28.000 krónur . Daði Kristjánsson