Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 23. september 2020 Mál nr. E - 6706/2019: Jóhanna Kristjánsdóttir, Röskvi ehf . , Sigrún Birna Kristjánsdóttir og Guðni Nikulásson ( Bjarni G. Björgvinsson lögmaður ) g egn Rarik ohf. (Bjarni Aðalgeirsson lögmaður ) og Orkus ölunni ehf. , til réttargæslu. Dómur Mál þetta, sem var dómtekið 15. september sl., er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur af Jóhönnu Fjólu Kristjánsdóttur , Stóra - Sandfelli III, Fljótsdalshéraði, persónulega og fyrir hönd Röskva ehf. , s.st., Sigrúnu Birnu Kristjánsdóttur , Álfhólsvegi 19, Kópavogi, og Guðna Nikulássyni , Grófargerði, Fljótsdalshéraði, á hendur Rarik ohf., Dvergshöfða 7, Reykjavík og til réttar gæslu, Orkusölunni ehf., Dvergshöfða 7, Reykjavík . Stefnendur krefjast dóms til viðurkenningar á því að stefndi, Rarik ohf., sé ekki réttmætur eigandi vatnsréttinda lögbýlisins Stóra - Sandfells II, í Grímsá á Fljótsdalshéraði og að vatnsréttindin tilheyri l ögbýlinu. Þá er krafist málskostnaðar. Stefndi krefst sýknu af kröfum stefnenda og málskostnaðar. Orkusalan ehf. hefur ekki látið málið til sín taka. I Með 1. tl. 1. gr. laga nr. 65/1956 var Rafmagnsveitum ríkisins heimilað að virkja Grímsá á Fljótsdalsh éraði. Helmingur vatnsréttinda virkjunarinnar er fyrir landi jarðanna Stóra - Sandfells I og Stóra - Sandfells II sem liggja austan Grímsár í Skriðdal. Hinn 10. júní 1955 gáfu bræðurnir Björn og Kristján Guðnasyni, eigendur Stóra - Sandfells II, út yfirlýsingu þar sem fram kom að þeir teldu sig og eigendur Stóra - Sandfells I eiga að jöfnu hálf vatnsréttindi í Grímsársfossi á móti Kirkjujarðasjóði, sem sé eigandi Sauðhagalands. Þá lýsa þeir því yfir að þeir afsali til Rafmagnsveitna ríkisins þeim vatnsréttindum í Grímsá sem séu fyrir landi Stóra - Sandfells II, gegn því að fá 2 ókeypis sex kW rafmagns yfir sjö vetrarmánuði (okt. til apríl) og níu kW rafmagns yfir fimm sumarmánuði (maí til september). Að loknum virkjunarframkvæmdum átti að flytja rafmagnið heim að húsve gg Stóra - Sandfells II. Þá segir að hlunnindin skuli þó aðeins standa meðan vatnsorkuver sé starfrækt við Grímsárfoss. Í lok yfirlýsingarinnar kemur fram að þeir muni ekki hafa uppi nein mótmæli við undirbúning að virkjuninni við Grímsárfoss rðir eru samningar um vatnsréttindi og land til Hinn 15. júní 1958 hófst r aforkuframleiðsla í Grímsárvirkjun og voru báðar jarðirnar, Stóra - Sandfell I og Stóra - Sandfell II tengdar, við dreifiveitu og hófu Rafmagnsveiturnar hinn 8. ágúst 1 958 afhendingu á rafmagni til beggja jarðanna án endurgjalds. Hinn 3. ágúst 1960 afsöluðu þeir bræður Björn og Kristján, eigendur Stóra - Sandfells II, til Rafmagnsveitna ríkisins lóð undir stíflumannvirki og hús virkjunarinnar og fengu greiddar 24.200 kr. fyrir landspilduna. Þá segir að í þeirri upphæð séu innifaldar bætur fyrir 0,36 ha lands sem lent hafi undir vatni vegna stíflugerðarinnar, einnig bætur fyrir grjóttöku, fyrir malarnám og fleira. Síðan segir innan sviga að um vatnsréttindi verði samið sér í lagi. Hinn 1. ágúst 2006 var stefnda, Rarik ohf., komið á laggirnar, en það er opinbert hlutafélag í eigu ríkisins. Tók það við öllum skyldum og réttindum Rafmagnsveitna ríkisins vegna Grímsárvirkjunar og leiðir eignarrétt sinn að vatnsréttindum Stóra - S andfells II í Grímsá frá Rafmagnsveitum ríkisins. Hinn 17. desember 2008 gerði réttargæslustefndi stefnanda, Jóhönnu Fjólu, tilboð vegna rafmagnsnotkunar á Stóra - Sandfelli II og bauð réttargæslustefndi eigendum Stóra - Sandfells II eingreiðslu að fjárhæð 1. 776.756 og var þá haft í huga ætlað samkomulag um raforkuhlunnindi annarra landeigenda frá 1955. Fram kom að ef ekki yrði fallist á tilboðið myndi Orkusalan afhenda Stóra - Sandfelli II árlega 36.975 kWst án greiðslu en innheimta gjöld af landeigendum samkvæ mt gildandi gjaldskrá fyrir alla notkun umfram þau mörk. Tilboði þessu var ekki svarað og hinn 6. maí 2009 tilkynnti Orkusalan að hún myndi innheimta gjöld af landeigendum samkvæmt gjaldskrá fyrir alla rafmagnsnotkun umfram nefnd mörk. Mótmæltu stefnendur strax gjaldtökunni, en án árangurs, og hefur Orkusalan innheimt fyrir raforku á jörðinni Stóra - Sandfelli II og einnig Stóra - Sandfelli III, sem er íbúðarhús núverandi ábúenda á u.þ.b. 1 ha. lóð sem stendur spölkorn frá gamla íbúðarhúsinu að Stóra - Sandfelli II. Hinn 17. september 2009 gera Rarik ohf. og Orkusalan samning þar sem Grímsárvirkjun er meðal annars afsalað til Orkusölunnar ehf. Í samningnum kemur fram að Orkusalan ehf. hafi tekið við rekstri virkjananna 1. janúar 2007. Í 2. gr. samningsins kemur fr am að Rarik ohf. sé eigandi vatnsréttinda sem virkjanir nýta. Stefnendur kveða að þeim hafi ekki verið kunnugt um þennan samning fyrr en 4. september 2019. 3 Á árunum 2015 og 2016 fóru fram bréfaskipti milli málsaðila vegna innheimtu stefnda á gjöldum vegna rafmagnsnotkunarinnar, en áður hafði innheimta vegna Stóra - Sandfells I ratað fyrir Héraðsdóm Austurlands, samanber úrskurð í málinu nr. Y - 1/2012. Miðað við fyrirliggjandi bréfaskipti var það fyrst með stefnu í júní 2019 að krafa um eignarréttindi að vatnsr éttindunum var höfð uppi, en það mál var fellt niður og mál þetta höfðað í nóvember 2019. II Stefnendur byggja á því að það liggi fyrir skjalfest, undirritað og þinglýst f.h. Rafmagnsveitna ríkisins í afsali fyrir landi undir Grímsárvirkjun frá 3. ágúst 1960 að á þeim tíma hafi enn verið ósamið við eigendur Stóra - Sandfells II um vatnsréttindi jarð arinnar. Stefndi hafi ekki sýnt fram á að síðar hafi verið samið um vatnsréttindi jarðarinnar eða þeim afsalað til Rafmagnsveitna ríkisins eða stefnda, Rarik ohf. Stefnendur byggja á því að yfirlýsing bræðranna Björns og Kristjáns frá 10. júní 1955 sé í ra un framkvæmdaleyfi til handa Rafmagnsveitum ríkisins vegna Grímsárvirkjunar í landi Stóra - Sandfells II, og þess sé sérstaklega getið í yfirlýsingunni og land til virkjuna Því sé mótmælt sem röngu og ósönnuðu að afsal eða varanleg afhending vatnsréttinda Stóra - Sandfells II hafi átt sér stað til Rafmagnsveitna ríkisins á sínum tíma. Stefnendur telja ágreiningslaust að Rafmagnsveitum ríkisins hafi skriflega, á árunum 1955 og 1960 af hálfu landeigenda, verið heimilað að nýta vatnsréttindi jarðarinnar meðan ósamið væri um þau, en vatnsréttindin hafi ekki verið afhent eða þeim afsalað til fyrirtækisins. Fráleitt sé að ætla að slíkt afsal eða afhending hefði farið fram án formlegs samnings um endurgjald fyrir vatnsréttindin. Stefndi og forverar hans hafi engan reka gert að því í 50 ár að ganga með formlegum hætti frá samningum um vatnsréttindin, enda megi ætla að það hafi verið hagstætt fyrir Rafmagnsveitur ríkisins að af henda án endurgjalds nokkur kW til lítils sauðfjárbýlis, hafandi án annars endurgjalds heimild til að nýta vatnsréttindi jarðarinnar. Því megi líta á endurgjaldslausa afhendingu rafmagns til Stóra - Sandfells II sem ígildi leigugreiðslu eða greiðslu fyrir af not vatnsréttindanna, meðan ólokið væri samningum um þau, sem síðan hafi dregist að gera í yfir hálfa öld þar til réttargæslustefndi Orkusalan ehf. hafi ákveðið einhliða og í heimildarleysi að hefja gjaldtöku fyrir rafmagnsnotkun að Stóra - Sandfelli II. St efnendur byggja á því að samningur sé samkomulag sem byggist á gagnkvæmum viljayfirlýsingum tveggja eða fleiri aðila. Viljayfirlýsing þurfi að vera gagnkvæm/samþykkt til þess að samningur teljist vera kominn á milli aðila. Yfirlýsing eigenda Stóra - Sandfell s II frá 10. júní 1955 sé einhliða yfirlýsing og lýsi einungis vilja 4 til samninga um vatnsréttindi jarðarinnar í Grímsá. Hinn raunverulegi tilgangur yfirlýsingarinnar frá 10. júní 1955 hafi verið sá að veita Rafmagnsveitum ríkisins framkvæmdaleyfi fyrir vi rkjuninni. Undir lok yfirlýsingarinnar sé sérstaklega tekið fram að ósamið sé um vatnsréttindin. Því sé ljóst að samningur um vatnsréttindin hafi ekki verið kominn á milli aðila fyrir upphaf virkjunarframkvæmda. Þremur árum síðar, eða í ágúst 1958, hafi ra forkuframleiðsla í Grímsárvirkjun hafist. Þá hafi Rafmagnsveitur ríkisins hafið hagnýtingu vatnsréttindanna til orkuframleiðslu og skapað sér með því fjárhagslegan ávinning af starfseminni. Jafnframt hafi Rafmagnsveiturnar afhent jörðinni Stóra - Sandfelli I I (og einnig Stóra - Sandfelli I) raforku án endurgjalds, sem sýni að Rafmagnsveiturnar hafi ekki byggt afhendingu rafmagnsins til jarðarinnar á viljayfirlýsingu eigendanna frá 10. júní 1955. Hinn 3. ágúst 1960 hafi eigendur Stóra - Sandfells II selt Rafmagns veitunum 8,8 ha. landspildu úr landi jarðarinnar við Grímsárfoss undir virkjanamannvirki og sé afsalið undirritað af landeigendum og umboðsmanni Rafmagnsveitna ríkisins. Í afsalinu sé sérstaklega áréttað að ekki hafi enn verið samið um vatnsréttindi jarðar innar og tekið fram að um þau verði samið Samkvæmt framansögðu og af gögnum málsins megi ljóst vera að ekki hafi verið að ræða milli aðila og engin gögn styðji það að vatnsréttindin hafi verið framseld Rafmagnsveitum rí kisins, hvorki tímabundið né varanlega, formlega né óformlega, heldur hafi Rafmagnsveitunum verið heimiluð nýting vatnsréttindanna þar til samið yrði um þau. Afhending endurgjaldslausrar raforku til jarðarinnar frá árinu 1958 hafi hvorki verið í samræmi vi ð texta yfirlýsingarinnar frá 10. júní 1955 né heldur afsalsins frá 3. ágúst 1960 þar sem segir að um vatnsréttindin verði samið sérstaklega. Það sé í andstöðu við grundvallarreglur samningaréttar að halda því fram að einhliða yfirlýsing landeigenda frá 10 . júní 1955, um vilja til samninga um vatnsréttindin, sem Rafmagnsveiturnar hafi auk þess ekki farið eftir, geti talist vera eins konar um afhendingu vatnsréttinda jarðarinnar. III Varnir stefnda byggjast meðal annars á því að stefndi hafi fengið vatnsréttindi Grímsárvirkjunar afhent og fyrirrennarar stefnenda hafi samþykkt það með yfirlýsingum og háttsemi í gegnum tíðina síðastliðin 65 ár. Enn fremur byggir stefndi á því að greitt hafi verið fyrir vatnsréttindin langt umfram eðlilegt e ndurgjald sem stefnendur og fyrri landeigendur hafa tekið við athugasemdalaust. Stefndi byggir á því að fyrri landeigendur sem stefnendur leiði rétt sinn frá hafi með yfirlýsingu 10. júní 1955 lýst því yfir með skuldbindandi hætti að þeir myndu afsala vat nsréttindum jarðarinnar í Grímsá fyrir landi Stóra - Sandfells II gegn því að fá afhent ókeypis sex kW rafmagns yfir sjö sumarmánuði og níu kW yfir fimm vetrarmánuði. Þessi 5 yfirlýsing sé enn í gildi og hafi ekki verið afturkölluð og telji stefndi hana vera b indandi fyrir stefnendur. Stefndi hafi alla tíð nýtt vatnsréttindin án athugasemda af hálfu stefnenda eða fyrirrennara þeirra en á síðustu árum hafi komið upp ágreiningur um eðlilegt endurgjald fyrir réttindin sem stefnendur hafi talið vera umfram framangr einda yfirlýsingu. Þá hafi stefnendur, og fyrirrennarar þeirra, á sama tímabili þegið orkuafnot án endurgjalds sem stefndi hafi álitið endurgjald fyrir vatnsréttindin, og á hluta tímabilsins umfram skyldu. Fram að birtingu stefnu í máli þessu hafi ágreinin gur aðila, eftir því sem stefndi hefur álitið, lotið að því hvert væri réttmætt endurgjald fyrir vatnsréttindin en ekki yfirráðum stefnda yfir vatnsréttindunum. Stefndi hafi þannig talið að réttmætt endurgjald sé sex kW rafmagns yfir sjö sumarmánuði og níu kW yfir fimm vetrarmánuði eða 36.975 kWst á ári. Í samræmi við það hafi stefndi leitað eftir samningum við stefnendur um að ljúka framangreindri raforkuafhendingu með uppgjöri í formi eingreiðslu. Stefnendur hafi hins vegar fram að málshöfðun krafist umta lsvert hærri greiðslu, eða ótakmarkaðrar notkunar raforku. Með stefnukröfunni sé hins vegar krafist viðurkenningar á því að stefndi sé ekki réttmætur eigandi vatnsréttindanna þrátt fyrir notkun undanfarin 62 ár sem landeigendur hafi þegið umtalsverðar grei ðslur fyrir. Stefndi byggir á því að stefnendur og þeir sem stefnendur leiða rétt sinn frá sem eigendur Stóra - Sandfells II hafi með skuldbindandi hætti framselt stefnda vatnsréttindi sem stefnukrafan lúti að eða til vara a.m.k. veitt stefnda varanleg afnot vatnsréttindanna á meðan Grímsárvirkjun sé starfrækt. Því beri að sýkna stefnda af kröfum stefnenda enda geti ágreiningur um endurgjald fyrir réttindin ekki breytt rétti stefnda til yfirráða yfir vatnsréttindunum. Stefndi byggir enn fremur á því að í afs ali dags. 3. ágúst 1960 komi fram að samið verði um vatnsréttindi sér í lagi og í því felist árétting á því að vatnsréttindi séu einnig framseld stefnda en um endurgjald fyrir þau sé samið sérstaklega og þær greiðslur sem afsalið tilgreini séu því ekki end anleg greiðsla vegna þeirra. Með umræddu afsali hafi landeigendur selt Rafmagnsveitum ríkisins land undir virkjun og það rask sem henni fylgdi. Í þessu hafi falist að mati stefnda að landeigendur samþykktu byggingu virkjunarinnar og þar með framsal á þeim vatnsréttindum sem virkjunin nýtir til Rafmagnsveitna ríkisins, nú stefnda. Í þessu felist að eingöngu geti verið álitamál hvert endurgjaldið hafi átt að vera fyrir vatnsréttindin en ekki hvort vatnsréttindin sem slík hafi verið framseld stefnda. Stefndi h efur byggt á því að endurgjaldið geti ekki orðið meira en sem nemi afhendingu 36.975 kWst á ári. Telji stefnendur að þeir eigi rétt til annars og frekara endurgjalds verði dómkrafa þeirra að fela í sér slíka kröfu en stefndi telur að þeir geti ekki krafist Stefndi byggir einnig á því að stefnendur, og þeir sem stefnendur leiða rétt sinn frá hafi með háttsemi sinni undanfarin 60 ár fallist á réttindi stefnda yfir 6 vatnsréttindunum. Stefndi byggir á því að hafna beri kröfum stefnenda vegna verulegs tómlætis. Hafi stefnendur talið sig eiga vatnsréttindin og ekki fallist á yfirráð og afnot þeirra hafi þeim borið að gera athugasemd strax árið 1958, þegar rekstur virkjunarinnar hófst. Stefnendur, og fyrirrennarar þeirra, hafi á sama tímabili þegið greiðslur í formi raforkuafhendingar og þar með fallist á rétt stefnda yfir vatnsréttindunum en samtals hafi á þe ssu tímabili verið afhent raforka að andvirði a.m.k. 40.747.604 kr. á verðlagi dagsins í dag. Sá ágreiningur sem uppi hefur verið undanfarin ár um magn raforkuafhendingar eða greiðslu breyti ekki þeirri staðreynd að stefndi hafi fengið eignarhald vatnsrétt indanna í hendur. Stefnendur geti ekki nú, 65 árum síðar, hafnað þeirri staðreynd. Stefndi hafi reiknað virði vatnsréttinda að teknu tilliti til fyrri fordæma um mat á vatnsréttindum. Sé tekið mið af mati á vatnsréttindum vegna Kárahnjúkavirkjunar hafi vir ði 25% hlutdeildar í Grímsárvirkjun numið 2.625.000 kr. á verðlagi ársins 2016, sbr. dóm Hæstaréttar í máli nr. 233/2011 og útreikninga sem lagðir séu fram með greinargerð þessari. Stefndi byggir á því að greiðslur sem greiddar hafi verið landeigendum í fo rmi raforkuafhendingar séu langt umfram virði vatnsréttindanna. Verði talið að ekki hafi verið samið um vatnsréttindi, eins og stefnendur byggja á í málatilbúnaði sínum og verði málatilbúnaði stefnda hafnað, byggir stefndi til vara á því að stefnendur hafi með tómlæti sínu afhent stefnda vatnsréttindin og greitt hafi verið fyrir þau að fullu með framangreindum greiðslum. Þá byggir stefndi enn fremur á því til vara að hafa unnið réttindi yfir vatnsréttindum við Grímsá fyrir hefð. IV Ágreiningur málsins l ýtur að því hver sé réttmætur eigandi vatnsréttinda í Grímsá, fyrir landi Stóra - Sandfells II í Skriðdal. Stefnendur halda því fram að með því að ekki liggi fyrir samningur eða afsal frá fyrri eigendum Stóra - Sandfells II til Rafmagnsveitna ríkisins vegna va tnsréttindanna, þá beri dóminum að viðurkenna að vatnsréttindin tilheyri lögbýlinu Stóra - Sandfelli II. Stefndi telur sig eiganda að vatnsréttindunum þrátt fyrir að hvorki liggi fyrir sérstakur samningur né afsal til Rafmagnveitna ríkisins sem stefndi leiði rétt sinn frá. Upphaf málsins er að rekja til yfirlýsingar sem bræðurnir Björn og Kristján Guðnasynir, eigendur Stóra - Sandfells II, gáfu 10. júní 1955, eða um það leyti er byrjað var að huga að gerð Grímsárvirkjunar. Um er að ræða einhliða yfirlýsingu þ eirra bræðra og er ekki ritað á hana af hálfu Rafmagnsveitnanna. Í yfirlýsingunni segir m.a. Við tjáum okkur fúsa að semja við Rafmagnsveitur ríkisins um að afsala þeim vatnsréttindum í Grímsá fyrir landi Stóra - Sandfells II gegn því að fá ókey pis 6 kw rafmagns yfir 7 vetramánuði (október til apríl) 7 Þetta rafmagn skal flutt okkur að kostnaðarlausu heim að húsvegg á Stóra - Sandfelli II. strax og virkjunarframkvæmdum er lokið. Hlunnindi þessi skulu þó aðeins standa meðan vatnsorkuver er starfrækt við Grímsársfoss. Við tjáum okkur fúsa að láta af hendi nauðsynlegt land undir virkjunarframkvæmdir og veg frá þjóðvegi að virkjunarstað, enda verði okkur greitt fyrir landið eftir sa mkomulagi, er við gerum við Rafmagnsveitur ríkisins eða eftir mati dómkvaddra manna, sem meta það eftir eðli þess og gildi til notkunar sem bújörð í sveit. Við lýsum yfir því, að við munum ekki hafa uppi nein mótmæli gegn því, að hafinn verði undu rbúningur virkjunarframkvæmda við Grímsárfoss áður en fullgerðir eru samningar um vatnsréttindi og land til virkjunarinnar, ef þess verður vandlega gætt að Um það bil þremur árum síðar, eða á árinu 1958, hefst raforkuframleiðsla og Rafmagnsveitur ríkisins afhenda þeim bræðrum rafmagn í samræmi við yfirlýsingu þeirra og án þess að sérstakur samningur hafi verið gerður um vatnsréttindin. Tveimur árum seinna, eða 3. ágúst 1960, afsala þeir bræður, Björn og Kristján, 8,8 ha landspildu umhverfis og í nágrenni virkjunarinnar fyrir 24.200 kr. Sérstaklega er tekið fram að í fjárhæðinni séu undir vatni vegna stíflugerðar í Grímsá, bætur fyrir grjóttöku, malarnám og allt annað sem við höfum talið okkur eiga kröfur á hendur Rafmagnsveitum ríkisins fyrir vegna mannvirkjagerðar í sambandi við Grímsárvirkjun (um vatnsréttindi verður samið sér í lagi) Í yfirlit i Rafmagnsveitna ríkisins yfir raforkunotkun að Stóra - Sandfelli II, sem dagsett er 8. maí 1968, kemur fram að samningur um vatnsréttindi hafi ekki verið undirritaður. Í málinu liggja ekki fyrir önnur skjöl er varpað geti frekari ljósi á málið. Það er ágrei ningslaust í málinu að samningur vegna vatnsréttinda hefur ekki verið undirritaður og það er einnig ágreiningslaust að Rafmagnsveitur ríkisins og síðar Rarik ohf. og Orkusalan hafa afhent eigendum Stóra - Sandfells II að minnsta kosti það rafmagn sem kveðið er á um í yfirlýsingunni, allt frá árinu 1958. Hafa stefndi og fyrirrennarar hans því fullnægt þeim kröfum sem bræðurnir Björn og Kristján settu fram í yfirlýsingunni frá 1955. Stefnendur halda því fram að með yfirlýsingunni frá 10. júní 1955 hafi þeir bræ ður í raun verið að gefa Rafmagnsveitunum framkvæmdaleyfi fyrir virkjuninni. Rafmagnveitunum hafi verið heimilt að nýta vatnsréttindin, meðan ósamið væri um þau, 8 en vatnsréttindunum hafi aldrei verið afsalað til Rafmagnsveitnanna. Afhending rafmagns til St óra - Sandfells II hafi verið ígildi leigugreiðslna eða greiðslna fyrir afnot vatnsréttinda meðan samningsgerð væri ólokið. Að mati dómsins er yfirlýsingin frá 10. júní 1955 skýr um það að þeir bræður væru fúsir að afsala sér vatnsréttindum gegn því að fá ókeypis rafmagn. Þannig er ekki hægt að fallast á að hugur þeirra hafi staðið til þess að gefa út framkvæmdaleyfi eða verið væri að leyfa nýtingu vatnsréttindanna, eins og stefnendur halda fram. Það má einnig líta til þess að ekki er líklegt að Rafmagnsve itur ríkisins leggi í þá miklu fjárfestingu að reisa virkjun; hafandi ekki í höndum traustari grunn en yfirlýsingu um ætlað Í lok yfirlýsingarinnar frá 1955 er sérstaklega gert ráð fyri r að gerðir verði samningar um vatnsréttindi og land til virkjunarinnar. Það gekk eftir varðandi landið en afsal þess fór fram 3. ágúst 1960. Í afsalinu kemur fram að í þeirri fjárhæð sem þeir fengu greidda samkvæmt því hafi falist bætur fyrir allt annað s em þeir töldu að þeir ættu rétt á bótum fyrir. Með orðunum um vatnsréttindi verður samið sér í lagi telur dómurinn að um áréttingu sé að ræða á því að samið sé sérstaklega um vatnsréttindin, en ekki í þessu afsali, en í yfirlýsingunni frá 1955 er bæði gert ráð fyrir samningum um landið og vatnsréttindin. Ætlunin hafi verið að gera sérsamning um vatnsréttindin, en af því varð ekki. Líta verður til þess að Rafmagnsveiturnar höfðu þá þegar fengið vatnsréttindin og greitt fyrir þau það endurgjald sem bræðurnir kröfðust og vantaði því einungis skriflega samning um það sem þegar hafði komið til framkvæmda. Ætla verður að hefði hugur þeirra bræðra staðið til annars en að þeir hefðu þá þegar afsalað vatnsréttindum, þá hefði samningur verið gerður á þessum tímapunkti því að með afsalinu frá 1960 var lokið þeim greiðslum sem eigendur Stóra - Sandfells II gátu fengið í formi bóta og sölu lands vegna virkjunarinnar. Þegar litið er heildstætt á þessa atburðarrás sem og gögn málsins telur dómurinn að þeir bræður hafi afsa lað Rafmagnsveitum ríkisins vatnsréttindunum og fengið það endurgjald sem þeir óskuðu eftir. Ekki liggur fyrir að þeir hafi hreyft andmælum eða gert kröfu um eignarhald að vatnsréttindunum á meðan þeir lifðu, en Kristján andaðist 1970 og Björn árið 1976. E ngar athugasemdir virðast hafa verið hafðar uppi um eignarhald á vatnsréttindunum fyrir en á árinu 2019 er mál var fyrst höfðað, sem síðar var fellt niður og mál þetta höfðað. Samskipti málsaðila og Orkusölunnar er hófust á árinu 2008 sneru að endurgjaldi fyrir raforku. Því er einnig um verulegt tómlæti að ræða hjá stefnendum. Með vísan til alls þess sem að framan greinir hafnar dómurinn kröfum stefnenda í málinu. Með vísan til 130. gr. laga um meðferð einkamála ber stefnendum að greiða stefnda málskostna ð, svo sem greinir í dómsorði. Sigrún Guðmundsdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. 9 Dómsorð: Hafnað er kröfu stefnenda, Jóhönnu Kristjánsdóttur, Röskva ehf., Sigrúnar Birnu Kr istjánsdóttur og Guðna Nikulássonar, um viðurkenningu á því að stefndi, Rarik ohf., sé ekki réttmætur eigandi vatnsréttinda lögbýlisins Stóra - Sandfells II, í Grímsá á Fljótsdalshéraði og að vatnsréttindin tilheyri lögbýlinu. Stefnendur greiði stefnda, Rarik ohf., 850.000 krónur í málskostnað. Sigrún Guðmundsdóttir (sign.)