D Ó M U R 15. apríl 2 02 1 Mál nr. E - 7316 /20 20 : Stefnandi: Ingvi Þór Sæmundsson ( Karl Ó. Karlsson lögmaður) Stefnd i : Torg e hf. ( Jón Rúnar Pálsson lögmaður) Dóma ri : Arnaldur Hjartarson héraðsdómari 1 D Ó M U R Héraðsdóms Reykjavíkur 15 . apríl 202 1 í máli nr. E - 7316 /20 20 : Ingvi Þór Sæmundsson ( Karl Ó. Karlsson lögmaður) gegn Torgi eh f. ( Jón Rúnar Pálsson lögmaður) Mál þetta, sem var dómtekið 1 9 . mars sl., var höfðað 2 . nóvember 2020 . Stefnandi er Ingvi Þór Sæmundsson , . Stefndi er Torg ehf. , Kalkofnsvegi 2 í Reykjavík. Stefnandi krefst þess að stefnda verði gert að greiða stefnanda 249.321 krónu ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 1. mars 2019 til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar. Stefndi krefst aðallega sýknu og málskostnaðar en til vara verulegrar lækkunar á stefnufjárhæð ása mt málskostnaði en til þrautavara að málskostnaður verði felldur niður . I Málsatvik eru óumdeild. Í lok nóvember 2018 var s tefnand a sagt upp störfum sem blaðamaður hjá Fréttablaðinu, sem er fjölmiðill í eigu stefnda, en stefnandi hafði starfað hjá félaginu frá 1. ágúst 2017. Ágreiningur reis í kjölfarið um uppgjör launa þar sem stefnandi byggir á því að samkvæmt grein 4.3 í kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins og Blaðamannafélags Íslands, sem gilti frá 1. maí 2015 til 31. desember 2018, eigi hann eigi rétt ti l greiðslu sem svari til sérstaks leyfis í hlutfalli við starfstíma sinn hjá stefnda. Við aðalmeðferð málsins gáfu skýrslu fyrir dómi Fríða Björnsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands, Lúðvík Geirsson, fyrrverandi forma ður og framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands, Hjálmar Jónsson, núverandi formaður og framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands, og Svanhvít Ljósbjörg Gígja , fyrrverandi mannauðsstjóri Árvakurs. II Stefnandi byggir dómkröfu sína á fyrrgreindri grein 4.3 í kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins og Blaðamannafélags Íslands . Hann hafi við uppsögn starfað hjá stefnda í eitt ár og átta mánuði og krefjist áunnins leyfis í hlutfalli við starfstíma sinn . Þeirri 2 túlkun stefnda að réttur stefn anda til uppgjörs stofnist ekki fyrr en eftir 5 ára starf í fyrsta að lesa þau með hliðsjón af orðalagi gr einar við orlof samkvæmt nefndu ákvæði og lögum nr. 35/1987 um orlof. Því beri að túlka ákvæðið með þeim hætti að sé blaðamanni sagt upp starfi af hálfu atvinnurekanda beri að gera upp hlutfall Löng framkvæmd styðji einnig þá túlkun. Starfslok stefnanda hafi auk þess ekki verið valkvæð. Einnig sé vísað til laga nr. 35/1987 um orlof og laga nr. 55/1 980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda. Við útreikning á kröfu stefnanda sé lagt til grundvallar að óskert þriggja mánaða leyfi feli í sér rétt til 65 daga (21,67*3 mánuðir). Heildarréttur stefnanda til orlofs miðað við fullt orlof hafi numið 27 dögum, sem komi til frádráttar samkvæmt 1. málslið gr. 4.3 í kjarasamningi, og standi þá eftir 38 dagar. Óskert þriggja mánaða leyfi öðlist stefnandi að liðnum fimm árum, eða 60 mánuðum. Stefnandi hafi starfað hjá stefnda í alls 20 mánu ði og því teljist hlutfallslegur réttur hans nema 12,67 dögum (38/60*20). Mánaðarlaun stefnanda hafi numið 489.250 krónum eða 22.577 krónum á dag (489.250 kr./21,67). Réttur stefnanda til þriggja mánaða leyfis teljist því vera 286.051 kr. (22.577 kr.*12,67 ). Með hliðsjón af öllu framangreindu sundurliðist stefnukrafa svo: 286.051 kr. frádráttur (hluti orlofsuppgjörs 1.4.2019) - 36.730 kr. stefnukrafa 249.321 kr. Stefnandi hafi verið félagsmaður í Blaðamannafélagi Íslands á umræddu tímabili. Vísað sé til meginreglu vinnu - , kröfu - og samningaréttar um að laun beri að greiða í samræmi við umsamda launataxta samkvæmt gildandi ráðningar - og/eða kjarasamningi . III Stefndi byggir á því að laun hafi verið gerð upp að fu llu við stefnanda og því séu engin laun ógreidd. Stefnukrafan eigi ekki stoð í ráðningarsamningi aðila, kjarasamningi eða lögum. Óumdeilt sé að stefnandi hafi starfað skemur en í tvö ár hjá stefnda. Ákvæði greinar 4.3 í kjarasamningi um starfstíma séu fo rtakslaus. Einungis þeir blaðamenn, sem unnið hafi óslitið í fimm ár eða lengur hjá sama blaði eiga að loknu fimm ára starfi rétt á að fá þriggja mánaða frí á fullum launum, og þá skuli innifalið sumar - og vetrarleyfi 3 ársins. Rétturinn til þriggja mánaða l eyfis endurnýist svo eftir 10 ár og síðan hverju sinni eftir fjögur ár. Þriggja mánaða leyfi feli þannig ekki í sér rétt til sjálfstæðrar launagreiðslu, heldur sé þetta réttur til töku launaðs leyfis, launað s frí s til endurmenntunar þegar tilgreindum st arfstíma kjarasamningsins sé náð. Blaðamenn haldi þannig launum til endurmenntunar og skrifa. Blaðamenn eigi að nota leyfið til utanfarar eða á annan hátt í samráði við útgefendur í því skyni að auka hæfni sína í starfi, og skrifa greinar í blöð sín eftir samkomulagi. Samkomulag við útgefendur ráði því hvenær á árinu slík frí séu tekin og sé útgefendum ekki skylt að veita nema einum blaðamanni frá hverju blaði slíkt leyfi samtímis. Samkomulag skuli einnig ráða um það hvenær sumars venjuleg sumarleyfi séu te kin. Tilgangur ákvæðis ins sé því ekki launagreiðsla án nokkur r a skilyrða og hámarki sé bundið hve margir blaðamenn geta í einu verið frá störfum á grundvelli þessa ákvæðis. Réttur til frísins stofnist aldrei fyrr en eftir fimm ára starf. Þá verði rétturi nn virkur og sé starfsmanni þá sagt upp fái viðkomandi áunninn rétt sinn greiddan út eins og orlof. Þetta sé eðlilegt því enginn fari í þriggja mánaða leyfi án samþykkis útgefenda og aðeins takmarkaður fjöldi í einu. Fullyrðingar stefnanda um og að stefndi hafi breytt framkvæmd sinni séu bæði rangar og ósannaðar. Sá aðili kjarasamnings , sem hyggist byggja rétt sinn á venju s amkvæmt kjarasamningi , þurfi að sýna fram á tilvist hennar, að venjan hafi verið þekkt og almennt viður kennd . IV Eins og áður segir eru málsatvik óumdeild. Þá er enginn tölulegur ágreiningur fyrir hendi. Málsaðila greinir á um túlkun greinar 4.3 í kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins og Blaðamannafélags Íslands , sem í gildi var á umræddum tíma. Í ákvæðinu er meðal annars kveðið á um það að blaðamenn sem unnið hafi óslitið í fimm ár eða lengur hjá sama blaði, skul i að loknu fimm ára starfi fá þriggja mánaða frí á fullum launum, og skuli þá innifalið sumar - og vet rarleyfi ársins. Því næst segir að b laðamenn fá i þetta frí aftur eftir 10 ára starf, síðan hverju sinni eftir fjögur ár. Blaðamenn noti leyfið til utanfarar eða á annan hátt í samráði við útgefendur í því skyni að auka hæfni sína í starfi, og skrifi þeir g reinar í blöð sín eftir samkomulagi. Samkomulag við útgefendur skuli ráða, hvenær árs slík frí séu tekin og sé útgefendum ekki skylt að veita nema einum blaðamanni frá hverju blaði slíkt leyfi samtímis . Samkomulag sk uli einnig ráða um það hvenær sumars venjuleg sumarleyfi séu tekin. Segi blaðamaður upp starfi falli niður réttur hans til þriggja mánaða leyfis. Sé blaðamanni hins vegar sagt upp starfi ber i blaðinu að greiða honum það, sem hann eigi 4 inni af umræddu fríi. Þá segir í ákvæðinu að r áði útgefandi til starfa blaðamann frá öðru blaði, sem þar hafi starfað í samfellt a.m.k. fimm ár, skuli hann þó halda áunnum rétti sínum til þriggja mánaða frís og hljóta það hjá hinum nýja útgefanda, eins og hann hefði starfað samfe llt hjá honum. Loks segir í ákvæðinu að s é réttur blaðamanns til þriggja mánaða frís óljós ger i útgefandi og viðkomandi blaðamaður sérsamning um þriggja mánaða frí. Þegar litið er til orðalags ákvæðisins verður ekki annað ráðið en að forsenda greiðslu umr ædds leyfis sé háð því fortakslausa skilyrði, sem rakið er í upphafi ákvæðisins, að blaðamaður hafi áður unnið óslitið í fimm ár á sama blaði eða í þann tíma á öðru blaði, sbr. 1. og 8. málslið ákvæðisins. Sú túlkun fær jafnframt stoð í dómi Hæstaréttar 16 . nóvember 1990 í máli nr. 351/1989 þar sem efnislega samhljóða ákvæði eldri kjarasamnings var túlkað með þessum hætti. Eins og áður segir er ágreiningslaust að stefnandi hafði starfað skemur en fimm ár sem blaðamaður við uppsögn. Stefnandi byggir á því a ð hvað sem líði hinum eldri dómi teljist hann í öllu falli hafa fært sönnur á venju sem skapast hafi með langri framkvæmd um túlkun ákvæðisins í samræmi við málatilbúnað sinn. Sú venja eigi að leiða til þess að dómkröfur stefnanda verði teknar til greina. Í þeim efnum leiddi stefnandi fyrir dóminn formann og framkvæmdastjóra Blaðamannafélags Íslands ásamt tveimur fyrrum forsvarsmönnum félagsins. Þá leggur stefnandi fram innri skjöl Blaðamannafélags Íslands sem endurspegla afstöðu félagsins til túlkunar ákvæ ðisins auk yfirlýsingar Haraldar Sveinssonar, þáverandi framkvæmdastjóra Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, dags. 4. desember 1992, um rétt til þriggja mánaða leyfis. Loks leggur stefnandi fram yfirlýsingu Auðar Ingólfsdóttur, fyrrum starfsmannastjóra Árvakurs, um að ekki hafi komið til ágreinings um fjárhagsuppgjör við blaðamenn við starfslok þeirra. Þau innri skjöl sem stafa frá Blaðamannafélagi Íslands ásamt framburði forsvarsmanna félagsins um tiltekna framkvæmd nægja ekki að mati dómsins, gegn an dmælum stefnda, til sönnunar á þeirri venju sem stefnandi ber fyrir sig. Hvað varðar yfirlýsingu Auðar Ingólfsdóttur þá er hún almennt orðuð og verða ekki dregnar afdráttarlausar ályktanir af henni um túlkun þess ákvæðis sem hér er til umfjöllunar. Hvað va rðar yfirlýsingu Haraldar Sveinssonar þá verður ekki fram hjá því litið að stefndi hefur leitt fyrir dóminn S vanhvít i Ljósbjörg u Gígju , fyrrverandi mannauðsstjór a Árvakurs , en hún bar að á því tímabili sem hún gegndi því starfi, þ.e. á tímabilinu 2010 til 2019, hafi framkvæmdin verið með þeim hætti sem stefndi byggir á. Loks hefur stefnandi engin gögn lagt fram í málinu um uppgjör við einstaka blaðamenn sem gefa til kynna að túlkun hans hafi verið viðhöfð í framkvæmd . Samkvæmt 2. mgr. 44. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála verður sá sem ber fyrir sig venju að leiða tilvist og efni hennar í ljós. Að öllu framangreindu virtu hefur stefnanda ekki tekist sú sönnun. Er því ekki unnt að le ggja til grundvallar við 5 úrlausn málsins að fyrir hendi sé venja sem leitt g æ ti til þess að litið y rði fram hjá orðalagi umrædds kjarasamnings eins og það ákvæði hefur verið túlkað hér að framan , sbr. einnig fyrrgreindan dóm Hæstaréttar í máli nr. 351/1989 um efnislega sambærilegt ákvæði eldri kjarasamnings . Af þessu leiðir að sýkna ber stefnda af kröfum stefnanda. Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður falli niður. Af hálfu stefnanda flutti málið Karl Ó. Karlsson lögmaður. Af hálfu stefnda flutti má lið Jón Rúnar Pálsson lögmaður. Arnaldur Hjartarson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Stefndi, Torg ehf., er sýkn af kröfum stefnanda, Ingva Þórs Sæmundssonar. Málskostnaður fellur niður. Arnaldur Hjartarson