1 Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 26. mars 2020 Mál nr. E - 2968 /2019 : X ( Gísli G. Hall lögmaður) gegn I ohf. ( Ólafur Örn Svansson lögmaður) Mál þetta, sem var dómtekið 9 . mars 2020, var höfðað 8 . apríl 201 9 af X , [...] , gegn I ohf., [...] . Stefnandi krefst þess að stefnda verði gert að greiða honum 7.522.702 krónur með dráttar vöxtum samkvæmt 1. mgr. 6 . gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þingfestingardegi til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar úr hendi stefnda. Stefnd i krefst sýknu og málskostnaðar úr hendi stefnanda. I Helstu málsatvik Stefnandi hóf störf hjá stefnda sem flugvallarvörður á Akureyrarflugvelli hinn 1. september 2014. Sumarið 2015 var auglýst staða vaktstjóra sem stefnandi sótti um og fékk. Hann gegndi stöðu vaktstjór a frá og með 1. september 2015. Hann var félagsmaður í Félagi flugmálastarfsmanna ríkisins (FFR) og fóru laun hans eftir kjarasamningi stéttarfélagsins við s amtök atvinnulífsins f yrir hönd stefnda. Hinn 4. janúar 2017 kallaði A , umdæm isstjóri Akureyrarflugvallar, stefnanda til sín. Hún kvað svo mikið hafa verið kvartað undan stefnanda að ekki yrði við unað og yrði hún að segja honum upp sem vaktstjóra. Hann yrði færður til í starfi og yrði e ftirleiðis almennur starfsmaður. Á fundi num bauð hún stefnanda að hætta sem vaktstjóri, en hann afþakkaði það . Með al gagna málsins er bréf, dagsett 25. janúar 201 7 , sem umdæmisstjórinn afhenti stefnanda og er undirritað af honum samtali okkar þann 4. janúar sl. var ákveðið að þú myndir færast til í starfi, þ.e. myndir hætta sem vaktstjóri og taka við starfi sem flugvallarstarfsmaður. Þessi breyting tók strax gildi, en þú heldur óbreyttum launum í 3 mánuði, eins og uppsagnarfrestur í kjarasamningi segir til u Síðar mun hafa verið ákveðið að stefnandi héldi óbreyttum launum í fimm mánuði í stað þriggja, en eftir það tóku laun hans mið af starfi almenns flugvallarstarfsmanns. Það liggur fyrir að vak t stjórar á Akureyrarflugvelli boðuðu til fundar starfsmanna stefnda 15. mars 2018 og var þar meðal annars rætt um umgengni og að ganga þyrfti frá 2 eða skila verkfærum í eigu stefnda á sinn stað. Yfirstjórn á flugvellinum var ekki boðuð til fundarins. Mæting á fundinn var valkvæð og stefnandi var ekki viðstaddur. Stefnanda var sagt upp störfum á fundi 28. mars 2018. Þar voru A umdæmi s stjóri og B framkvæmdastjóri mannauðssviðs stefnda . Jafnframt var viðstaddur D , trúnaðarmaður FFR , en A hafði boðað hann til fundarins . Á fundinum var stefnda afhent bréf vegna uppsagn arinnar og segir þar: I ohf. með samningsbundnum þriggja mánaða fyrirvara. Ákveðið hefur veri ð að leysa þig undan vinnuskyldu á uppsagnarfresti og lýkur þú því störfum nú þegar. Starfstengdar greiðslur s.s. orlof verða gerðar upp samhliða lokauppgjöri launa í lok uppsagnarfrests. Minnt er á að þagnar - stefnda skrifaði B , framkvæmdastjóri mannauðssviðs , undir bréfið og var það jafnframt undirritað af stefn an da. Stefnanda voru greidd laun í þriggja mánaða uppsagnarfresti. II Helstu m álsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi byggir á því að uppsögn han s hafi verið byggð á efnislega rangri forsendu. Á fundi num 28. mars 2018 hafi stefnanda verið tjáð að ætlunin væri að segja honum upp störfum . Hafi A , yfirmaður stefnanda, sagt ástæðuna vera að verkfæri og efni hefðu horfið af vinnustaðnum. Hún hefði fylgst með þessu í lengri tíma og það væri greinilegt að stefnandi hefði tekið með sér bæði verkfæri og efni. Hún hafi spur t hvort hann vildi tjá sig um þetta, en stefnandi kveður þetta hafa komið svo flatt upp á sig að hann hafi ekki treyst sér til þess á þeirri stundu. Hafi honum þá verið gert að kvitta fyrir móttöku á uppsagnarbréfi. Því næst hafi honum v erið fylgt til að ná í eigur sínar og svo út í bíl þar sem yfirhöfn hans merkt I ohf. hafi verið tekin af honum. Samdægurs hafi A hringt í samstarfsmenn stefnanda og látið þá vita a f uppsögninni. Síðar sama dag hafi samstarfsmaður stefnanda látið hann vita af því að trúnaðarmaðurinn D , hefði hringt í hann eftir fundinn og skýrt frá uppsögninni með þeim orðum að þar sem stefnandi hefði ekki tjáð sig um ásakanirnar á fundinum væri hann augljóslega sekur. Þessi sami samstarfsmaður hafi einnig upplýst stefnanda um að nokkru áður, nánar tiltekið 15. mars 2018, h efði verið haldinn starfsmannafundur án vitneskju stefnanda, þar sem það h efð i verið rætt að stefnandi hefði stolið verkfærum. Á þennan fund hafi verið boðaðir allir aðrir starfsmenn en stefnandi. Tekið e r fram að stefnandi hafi sinnt starfi vaktstjóra af mikilli alúð og áhuga. Hann hafi ekki fengið athugasemd við störf sín fyrr en honum hafi verið sagt upp vaktstjórastarfinu. Eftir það hafi hann fundið fyrir miklum kvíða þar sem hann hafi óttast um starfs öryggi sitt og f undist eins og verið væri að leita uppi ástæður til þess að segja honum alfarið upp störfum. Hafi hann því lagt sig allan fram í starfi . Hinn 23. febrúar 2018 hafi A ritað öllum starfsmönnum öðrum en stefnanda tölvupóst vegna árshátíðar og boðið í fordrykk hjá flugvallarsviðinu á Reykjavíkurflugvelli. Hafi þetta 3 styrkt þá tilfinningu stefnanda að hann nyti ekki jafnræðis á við aðra. Hafi uppsögnin 28. mars 2018 verið meiðandi fyrir stefnanda þar sem hann hafi verið ranglega borinn sök um þjófnað á vinnustað , en ekkert sé hæft í þeirri ásökun. Þjófnaður sé bæði refsiverð og siðferðislega ámælisverð háttsemi og sé uppsögn á þeim grundvelli álitshnekkir fyrir stefnanda, valdi tjóni á orðspori og skað i stöðu hans við leit að nýju starfi. Stefn di beri bótaábyrgð á því tjóni samkvæmt almennu skaðabótareglunni eins og henni h afi verið beitt í málum vegna ólögmætra uppsagna starfsmann a , sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar í máli nr. 192/1999. Stefnandi krefst annars vegar skaðabóta vegna fjártjó ns að fjárhæð 6.722.702 krónur. Meta verð i tjónið að álitum , en f járhæðin jafngildi níu mánaða launum s tefnanda samkvæmt launaseðli fyrir mars 2018 sem var síðasti starfsmánuður hans hjá stefnda, að viðbættu 11,5% mótframlagi í lífeyrissjóð. Stefnandi hafi verið í góðu starfi hjá stefnda með öruggar tekjur. Hann hafði sótt nokkur námskeið sem tengdust starfinu en sé annars ófaglærður. Hins vegar krefst stefnandi miskabóta að fj árhæð 8 00.000 krónur vegna sömu atvika, þ að er uppsagnarinnar og aðdraganda henna r . Í ljósi ástæðu uppsagnarinnar og aðdraganda hafi verið vegið að æru og pers ónu stefnanda og fái krafan stoð í b - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 . Við mat á fjártjóni og miska stefnanda beri að líta til þess að stefndi sé opinbert hlutafélag alfarið í eigu íslenska ríkisins. Dómstólar haf i hvorki talið lög nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins né stjórnsýslulög nr. 37/1993 eða almennar meginreglur stjórnsýsluréttar gild a um starfsemi þeirra. Þrátt fyrir það byggi s tefnandi á því að þar sem stjórnendur I ohf. gæti opinberra hagsmuna og beri trúnaðarskyldur sem slíkir geti fyrirtækið ekki tekið hreinar geðþóttaákvarðanir um atriði eins og uppsagnir starfsfólks. Uppsögn af ástæðu eins og h ér um ræðir feli því í s ér sér staklega mikinn álitshnekki og meiri en þegar uppsagnir á almennum vinnumarkaði séu annars vegar. III Helstu málsástæður og lagarök stefnda Stefndi leggur áherslu á að uppsögn stefnanda hafi átt sér nokkuð langan aðdraganda , en eins og málatilbúnaður s tefnanda ber i með sér hafi verið óánægja með störf hans. Ástæða uppsagnar stefnanda hafi ekki verið hinn meinti þjófnaður heldur skortur á árangri í starfi. Það sé staðreynd að mikið af verkfærum hafi á tilteknu tímabili horfið af vinnusvæðinu og hafi grun ur vaknað um að starfmenn ætt u hlut að máli, þar með talið stefnandi. Sá grunur hafi ekki tengst uppsögninni og sé rangt að stefnandi hafi verið boðaður á fund þar sem honum hafi verið sagt upp störfum vegna gruns um þjófnað. Stefndi geti ekki borið ábyrgð á því að stefnandi kjósi að spyrða þetta tvenn t saman. Stefnandi hafi allt frá janúar 2017 vitað að óánægja væri með störf hans , en í stað þess að segja honum upp hafi hann verið færðu r að nýju í fyrra starf. Uppsögnin í 4 mars 2018 hafi ekki átt að koma stefnanda á óvart, enda hafi hann alls ekki sinnt starfi sínu með fullnægjandi hætti þrátt fyrir þá áminningu sem fólst í tilfærslu innan fyrirtækisins í upphafi árs 2017. Lögð er áhersla á að stefnda sé heimilt að segja up p starfsmönnum og að um störf stefnanda gildi ekki ákvæði laga nr. 70/1996 . H efð i stefnandi verið grunaður um þjófnað hefði stefndi haft fulla heimild til þess að segja honum upp . Aftur á móti hafi ástæða uppsagnarinnar v erið uppsafnaður frammistöðuvandi o g skortur á árangri í starfi , en stefnandi hafi raunar viðurkennt að óánægja væri með störf hans í upphafi árs 2017. Því er alfarið hafnað að stefnandi hafi orðið fyrir einelti af hálfu stefnda. S tefndi kann i st ekki við að boðað hafi verið til fordrykk jar með tölvupósti til starfsmanna , eins og stefnandi h aldi fram. Hins vegar hafi y firmaður stefnda hengt auglýsingu um fordrykkinn upp á kaffistofunni og hafi einhverjir fengið tölvupóst m egi ætla að það hafi verið starfsmenn sem voru í fríi. Fordrykkurinn he fði átt að vera á vitorði allra sem voru í vinnu enda um fremur líti nn vinnustað að ræða . Því er mótmælt að uppsögnin geti leitt til bótaskyldu stefnda gagnvart stefnanda. Jafnvel þó stefnandi upplifi vanlíðan og nái hugsanlega illa að fóta sig á vinnumar kaði eftir uppsögnina staf i það ekki af saknæmri og ólögmætri háttsemi stefnda , sem sé skilyrði bótaskyldu samkvæmt almennu sakarreglunni. Þá skorti orsakasamband á milli uppsagnarinnar og ætlaðs skorts á árangri í nýju starfi. Að sama skapi hafnar stefndi því að skilyrði b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga séu uppfyllt enda hafi stefndi ekki gerst sekur um ólögmæt a meingerð gegn frelsi, friði, æru eða persónu stefnanda. Hvað sem öðru líður gæti stefnandi aðeins átt rétt á miskabótum en ekki kröfu sem t æki mið af launagreiðslum. Fjárhæð kröfu stefnanda er sérstaklega mótmælt. Stefnandi krefjist fjárhæðar sem nemur launum í níu mánuði enda þótt hann hafi fengið greidd laun frá stefnda án vinnuskyldu. Þá horfi stefnandi ekki til þess að hann hafi verið með laun frá eigin einkahlutafélagi á því níu mánaða tímabili sem hann vís i til. Beri að draga frá bótakröfunni framangreindar greiðslur miðað við þá forsendu sem stefnandi gef i sér , sem og allar greiðslur sem stefnandi fékk á þessu níu mánaða tímabili. Sk orað er á stefnanda að leggja fr am staðgreiðsluyfirlit vegna ársins 2018 , en hann hafi samtals fengið 2.921.899 krónur grei ddar frá stefnda á tímabilinu apríl til júlí 2018. Þá ber i að líta til þess að laun stefnanda hafi v erið 336.389 krónur á mánuði. Aðr ar greiðslur á þeim launaseðli sem stefnandi byggi kröfu sína á séu vegna yfirvinnu, vaktaálags, bakvakta, bifreiðastyrks og orlofs , en ekki sé unnt að byggja kröfuna á þessum liðum. Þá verð i ekki annað séð en að fjárhæðin samkvæmt stefnu sé rangt reiknuð miðað við forsendur stefnanda sjálfs. Stefndi mótmælir jafnframt fjárhæð kröfu stefnanda um miskabætur og kröfu um dráttarvexti. I V 5 Niðurstaða Aðila greinir á um hvort stefnandi eigi rétt á bótum úr hendi stefnda vegna uppsagnar úr starfi 28. mars 201 8 . Krafan er reist á því að uppsögnin hafi bygg st á efnislega rangri forsendu þar sem stefnandi hafi verið ranglega borinn sök um að hafa stolið verkfærum og efni af vinnustað, en þetta hafi verið meiðandi fyrir hann og beri stefndi bótaábyrgð á tjóni hans samkvæmt almennu skaðabótareglunni og b - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga . Stefnandi var starfsmaður stefnda á Akureyrarflugvelli frá 1. september 2014 þar til honum var sagt upp störfum 28. mars 2018 . Eins og áður greinir var stefnandi vakstjóri frá 1. september 2015 til janúar 201 7 , en almennur starf s maður frá þeim tíma . Stefndi er opinbert hlutafélag sem var stofnað með lögum nr. 76/2008 um stofnun opinbers hlutafélags um rekstur Keflavíkurflugvallar o.fl. Það er óumdeilt að lög nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins eiga ekki við um stefn anda, sem og að stefnda bar ekki að fylgja stjórnsýslulögum nr. 37/1993 eða almennum reglum stjórnsýsluréttar við uppsögnina. Þá liggur fyrir að s tefnanda voru greidd laun í þriggja mánaða uppsagnarfresti líkt og gert va r ráð fyrir í kjarasamningi . Eins og rakið hefur verið þá var stefnanda gerð grein fyrir uppsögninni á fundi með A , umdæmisstjóra á Akureyrarflugvelli , B , framkvæmdastjóra mannauðssviðs stefnda , og trúnaðarmanni num D . Þar va r honum jafnframt afhent uppsagnarbréf sem hann skrifaði undir, en þar er ekki gerð grein fyrir ástæðu uppsagnarinnar. Aðila greinir á um hvað fór fram á fundinum , þar með talið hvort og þá með hvaða hætti fjallað hafi verið um ástæðu uppsagnarinnar. Stefn andi heldur því fram að vísað hafi verið til gruns um að hann hefði stolið verkfærum af vinnusvæðinu og telur það hafa verið ástæðu uppsagnarinnar. Hann skýrði nánar svo frá í aðilaskýrslu sinni fyrir dómi að á fundinum hefði komið fram að efni og verkfæri tekið þau. Þá hefði hann ekki komið að andmælum þar sem hann teldi það ekki hafa þýðingu að reyna að mótmæla A . Aðrir sem voru viðstaddir fundinn gáfu jafnframt skýrslu fyrir dómi. Í skýrslu A kom fram að hún hefði sagt stefnanda upp störfum á fundinum. Hún hefði tekið fram að ástandið væri orðið slíkt að hún treysti stefnanda ekki lengur og þyrfti að segja honum upp. Stefnanda h efði verið boðið að fá nánari skýringar á því hvers vegna hún treysti honum ekk i, en hann ekki viljað spyrja nánar út í ástæður uppsagnarinnar og hafi fundurinn teki ð skamma stund. Hún skýrði nánar að eftir að stefnandi hætti sem vakstjóri hefði hann sýnt starfinu minni áhuga, samstarfsmönnum hefði reynst erfitt að vinna með honum og samskipti við vak t stjóra hefðu reynst erfið. Aðspurð kvaðst hún kannast við að það hefði verið óvissa um hvar verkfæri í eigu stefnda væru á ákveðnum tím a og hvernig menn gengju frá eftir sig, þar með talið hvort menn væru að fá verkfæri lánuð heim . H efði meðal annars verið rætt á vakstjórafundum að starfsmenn þyrftu að 6 vera dugleg ir að ganga frá verkfærum og þyrftu að skila þeim. Hún kvaðst ekki hafa vitað hvort einhver hefði í reynd tekið verkfæri eða ekki. Hún áréttaði að hún hefði ekki treyst stefnanda sem starfsmanni og vísaði til erfiðleika í samskiptum , sem og þess að hann hefði ekki sýnt starfinu áhuga eftir að hann hætti sem vakstjóri og til að mynda ekki mætt á valkvæða starfsmannafundi . Fram kom í skýrslu B fyrir dómi að hann hefði verið á fundin um þar sem hann hefði , í ljósi stöðu sinnar hjá stefnda , einn haft umboð til að undirrita bréf þar sem bundinn væri endir á ráðningarsamband . Hann m y ndi atvik með þeim hætti að A hefði sagt stefnanda að sig skorti það traust sem til þyrfti til að hann starfaði áfram hjá stefnda og yrði því að slíta ráðningarsambandinu. Þá minntist hann þess að s tefnanda hefði verið gefið færi á að óska eftir skýringum en hann ekki viljað það. Aðsp urður kvaðst hann ekki kannast við að rætt hef ð i verið um þjófnað á verkfærum eða neitt sem því tengdist á fundinum. Í skýrslu trúnaðarmannsins D kom fram að hefði það ekki verið s kýrt nánar. Stefnanda hefði verið gefinn kostur á að spyrja nánar um ástæðu uppsagnarinnar, en hann ekki viljað óska eftir skýringum. Hann kannaðist við að það hefðu verið sögusagnir um að verkfæri og efni væru að hverfa af svæðinu . Rætt hefði verið um að stefnanda. Fram kom að va k t stjórar hef ð u boðað til fundar 15. mars 2018 þar sem ræða átti umgengni á vinnustað og að starfsmenn ættu ekki að fá hluti í eigu stefnda lánaða heim. F undurinn hefði ve rið fyrir almenna starfsmenn og vakstjóra , en yfirstjórn stefnda hefði ekki verið boðuð . Umræddum fundi var einnig lýst í skýrslu vitnisins E , sem var samstarfmaður stefnanda, og kvað hann þar meðal annars hafa verið rætt um verkfæri sem hefðu horfið og ve rklag til að halda betur utan um verkfærin. Hann tók fram að það hefði verið grunur um þjófnað á vinnustað og að spjótin hefðu fremur b einst að stefnanda þar sem hann hefði ekki verið viðstaddur fundinn . Samkvæmt framangreindu liggur ekkert fyrir sem styður framburð stefnanda um að á fundinum 28. mars 2018 hafi uppsögn hans verið tengd við grun semdir um aðkomu hans að þjófnaði verkfæra eða efnis af vinnustað. Þvert á móti er framburður þeirra þriggja annarra sem voru viðstödd fundin n samhljóða um að þj ófnaður verkfæra og atriði því tengd hefðu ekki verið rædd á fundinum. Þá liggur ekkert fyrir sem styður að yfirmaður stefnanda eða yfirstjórn stefnda hafi talið hann bera ábyrgð á því að verkfæri eða efni í eigu félagsins hefðu ekki skilað sér á réttan st að. Gildir þar einu þó að það sé óumdeilt að verkfæri h öfðu horfið af vinnusvæðinu á ákveðnu tímabili og að grunur hefði vaknað um að starfsmenn ættu þar hlut að máli. Að sama skapi getur það ekki haft þýðingu þó að sögusagnir hafi verið uppi meðal starfsm anna um aðkomu stefnanda að málinu og að það kunni að hafa verið rætt á fundi sem starfsm enn héldu 15. mars 2018 . Umræddur fundur var ekki haldinn af yfirstjórn stefnda heldur að frumkvæði vakstjóra og var mæting almennra starfsmanna á fundinn valkvæð. Þá liggur fyrir að hvorki 7 fyrrgreindur umdæmisstjóri né aðrir sem gátu tekið ákvörðun um uppsögn stefnanda voru viðstaddir fundinn. Hvers kyns v angaveltur á meðal starfsmanna geta þannig, hvað sem öðru líður, ekki rennt stoðum undir að uppsögn stefn an da hafi tengst grunsemdum um aðkomu hans að þjófnaði á vinnustað . Þá er ekkert fram komið í málinu sem styður að stefnandi hafi sætt einelti af hálfu yfirmanna, en sú málsástæða fær hvorki stoð í gögnum málsins né skýrslum vitna. Að sama skapi verður ekki séð að s ú staðreynd að umdæmisstjóri stefnda boðaði trúnaðarmann á fundinn þar sem stefnanda var sagt upp störfum hafi verið í ósamræmi við þær reglur og venjur sem gilda, en við munnlegan málflutning lagði lögmaður stefnanda áherslu á að þessi framkvæmd stæðist e kki. Að mati dómsins verður hvorki ráðið af atvikum, gögnum málsins né af skýrslum fyrir dómi að uppsögn stefnanda hafi átt rætur að rekja til gruns um aðild hans að þjófnaði á verkfærum eða efni og því byggst á efnislega rangri forsendu. Leggja verður til grundvallar að stefnandi hafi ekki fengið nákvæmar skýringar á uppsögninni á fundinum, en þ að er þó óumdeilt að honum hafi staðið það til boða. Þá v ar nánar útskýrt í skýrslu umdæmisstjóra stefnda fyrir dómi að skortur á trausti til stefn anda , sem hún vísaði til á fundinum , hafi verið vegna samstarfs - og samskiptaörðugleika, sem og vegna áhugaleysis hans. Samkvæmt framangreindu og að virtum þeim reglum sem giltu um ráðningarsamband aðila hefur stefnandi ekki fært sönnur á að uppsögn hans h afi verið ólögmæt. Þá verður ekki séð að aðdragandi uppsagnarinnar eða framkvæmd hennar hafi verið með því móti að leitt geti til miska stefnanda þannig að hann eigi rétt á miskabótum samkvæmt b - lið 1. mgr. 26. gr. sk að abótalaga . Verður því ekki fallist á að stefndi eigi rétt á skaða bótum vegna umræddrar uppsagnar, hvort sem er á grundvelli almennu sakarreglunnar eða með vísan til fyrrgreinds ákvæðis skaðabótalaga. Stefndi verður því sýknaður af kröfum stefnanda. Að virtum atvikum þykir þó rétt að hvor aðil i beri sinn kostnað af málinu. Ásgerður Ragnarsdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Stefndi, I ohf., er sýkn af kröfum stefnanda, X . Málskostnaður milli aðila fellur niður. Ásgerður Ragnarsdóttir