Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 8. júlí 2020 Mál nr. S - 3221/2020: Ákæruvaldið (Anna Barbara Andradóttir settur saksóknari) gegn Bartlomiej Szelengiewicz, (Jón Bjarni Kristjánsson lögmaður) Dawid Stanislaw Dolecki, (Stefán Karl Kristjánsson lögmaður) Grzegorz Marcin Krzton, (Steinbergur Finnbogason lögmaður) Jakub Pawel Rzasa, (Ólafur Valur Guðjónsson lögmaður) Jaroslövu Davíðsson og (Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður) Krzysztof Sieracki og (Páll Kristjánsson lögmaður) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 6. júlí sl. er höfðað með ákæru, útgefinni af Héraðssaksóknara 20. maí 2020 á hendur: Bartlomiej Szelengiewicz, pólskum ríkisborgara, dvst. fangelsið Litla - Hrauni, Dawid Stanislaw Dolecki, pólskum ríkisborgara, dvst. fangelsið Litla - Hrauni, Grzegorz Marcin Krzton, Naustabryggju 54, Reykjavík, Jakub Pawel Rzasa, 2 pólskum ríkisborgara, dvst. fangelsið Litla - Hrauni, Jarislövu Davíðsson, Melaheiði 3, Kópavogi og Krzysztof Sieracki, f pólskum ríkisborgara, dvst. fangelsið Litla - Hrauni, fyrir eftirtalin brot: I. Gegn ákærðu öllum fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og þátttöku í skipulagðri brotastarfsemi, með því að hafa dagana 27. til 29. febrúar 2020 í félagi haft í vörslum sínum í sölu - og dreifingarskyni og jafnframt staðið að framleiðslu á samtals 1.896,50 g af amfetamíni, sem hafði á bilinu 34 - 66 % styrkleika og samtals 1.071,15 g af amfetamíni, sem hafði á bilinu 1,7 - 3,2 % styrkl eika, en framleiðslan átti sér stað í sumarhúsinu G og fundust fíkniefnin í BMW bifreið ákærðu Jarislövu, með einkanúmerinu JARA, er hún var að aka frá sumarhúsinu til Reykjavíkur laugardaginn 29. febrúar, en lögreglan stöðvaði bifreiðina sunnan megin við Hvalfjarðargöngin. Telst brot þetta varða við 173. gr. a. og 175. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 5. gr. laga nr. 149/2009. II. Gegn ákærðu Bartlomiej, Dawid og Krzysztof fyrir meiriháttar brot gegn lagaákvæðum um verndun umhverfis, með því að hafa á sama tíma og greinir í ákærulið I. losað skaðleg efni sem notuð voru til framleiðslu fíkniefnanna í umhverfið kringum sumarhúsin við ... og valdið þannig yfirvofandi hættu á verulegu tjóni á umhverfinu. Telst brot þetta varða við 2. tl. 179 . gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. gr. laga nr. 122/1999, sbr. 19. gr., sbr. 1. mgr. 66. gr. efnalaga nr. 61/2013, sbr. 9. gr. 3 laga nr. 57/2019 og 4. mgr. 9. gr., sbr. 68. gr. laga um meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003, sbr. 5. og 30. gr. laga n r. 63/2014. III. Gegn ákærða Jakub, fyrir fíkniefnalagabrot, með því að hafa haft í vörslum sínum samtals 5,58 g af maríhúana og samtals 57,17 g af amfetamíni, sem lögregla fann við leit á ákærða er hann var handtekinn í bifreið meðákærði Jarislövu sunna n megin við Hvalfjarðargöngin og á dvalarstöðum hans að Melaheiði 3 í Kópavogi og Norðurbrún í Reykjavík. Telst brot þetta varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001, og 2. gr., sb r. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. IV. Gegn ákærða Jakub, fyrir vopnalagabrot, með því að hafa á dvalarstað sínum að Norðurbrún í Reykjavík, haft í vörslum sínum úðavopn og tvær rafbyssur, sem lögregla fann við leit. Telst brot þetta varða við c. lið 2. mgr. og 4. mgr. 30. gr., sbr. 1. mgr. 3 6. gr. vopnalaga nr. 16/1998. Þess er krafist að ákærðu verði dæmd til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Krafist er upptöku á framangreindum fíkniefnum í ákæruliðum I. og III. samtals 3.024,82 g af amfetamíni og 5,58 g af maríhúana, samkvæmt heimild í 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. Þá er krafist upptöku á 25 lítra tunnu, 50 lítra tunnu, fittings, 20 lítra brúsa ( munaskrá 145323), 6 60 lítra tunnum, 25 lítra tunnu, einu skefti, 1 25 lítra brúsa, 3 pokum með sorpi ásamt öllu því sem í þeim er, 4 5 lítra brúsum, 5 þykkum gúmmíhönskum, blönduðu sorpi í poka, 25 lítra brúsa, leðurhönskum, mælikönnu, klæði, koddaveri, p lastkassa, 10 kg plastkassa, 3 fittings, áldós, notuðum hönskum, 8 4 brúsum (munaskrá 144503), PH strimlum, lofttæmingavél, lofttæmingapokum, 2 5 lítra brúsum merkt Aseton, 2 5 lítra White Sprit brúsum, 5 lítra Steinolíu brúsa, 5 lítra saltsýrubrúsi, glerkru kku með grænu loki, glerkrukku merkt súrum gúrkum, kolum, 25 kg poka merktum Vítissóda, vog, 2 mælikönnum, trekt, poka með munum í, 4 rörum, loki, slöngu, 2 hvítum heilgöllum, 3 plastyfirbreiðslum, 2 þykkum gúmmíhönskum, 53 lítra skiljunarsílói (munir 5148 32, 514837, 514838, 514845 - 514872, sbr. munaskrá 14498), barka, 25 kg poka merktum Caustic Soda, 5 umbúðum af Bobo Vita barnamat, 4 plastbrúsum (munaskrá 144501), 25 lítra tunnu, 5 steinolíubrúsum (munaskrá 144502), 9 glerflöskum (munaskrá 144507), plastfi lmu (munaskrá 144567), 5 pökkum af vakúm pokum, 2 pökkum af PH strimlum (munir 514681 - 514683, sbr. munaskrá 144458), 25 lítra tunnu með Ísóprópanól (munur 514767, sbr. munaskrá 144483), turntölvu (munur 514823, sbr. munaskrá 144483), Iphone 6s snjallsíma ( munur 514904, sbr. munaskrá 144505), Huawei farsíma (munur nr. 514962, sbr. munaskrá 144525), Iphone 8 snjallsíma (munur 514959, sbr. munaskrá 144523), Kiano farsíma (munur 515077, sbr. munaskrá 144568), Iphone 8 (munur 514968, sbr. munaskrá 144526) sem lö gregla lagði hald á í tengslum við ákærulið I., samkvæmt heimild í 7. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974, 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001 , sbr. reglugerð nr. 808/2018 og samkvæmt 1. og 3. tl. 1. mgr. 69. gr. a. almennra hegningarlaga, sbr. 2. gr. laga n r. 140/2009. Einnig er þess krafist að BMW bifreið með einkanúmerinu JARA sem notuð var til að flytja muni og efni til og frá sumarhúsinu þar sem framleiðslan fór fram samkvæmt ákærulið I., verði gerð upptæk samkvæmt heimild í 1 tl. 1. mgr. 69. gr. a almen nra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 2. gr. laga nr. 149/2009. Jafnframt er krafist upptöku á policy JNY úðavopni og tveimur rafbyssum (munaskrá 144460) sem voru í eigu ákærða Jakub og lögregla lagði hald á í tengslum við ákærulið IV., með vísan til 1. mgr. 37. gr. vopnalaga nr. 16/1998. Loks er þess krafist að haldlagðir fjármunir, kr. 5.050.000 í eigu ákærðu Jarislövu verði gerðir upptækir með vísan til 1. mgr. 69. gr. b. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Samkvæmt upplýsingaskýrslu lögreglu frá lauga rdeginum 29. febrúar 2020 kl. 12.45 kemur fram að lögregla hafði fylgst með ferðum ákærðu dagana á undan og fylgt þeim eftir í sumarhús í G . Fram kemur að ákærðu hafi farið þangað á tveim bifreiðum, 5 með skráningarnúmerin JAVA og ... að kvöldi fimmtudagsins 27. febrúar 2020 en þangað hafi ákærðu verið komnir um kl. 20.00. Stuttu síðar hafi ökutæki með skráningarnúmerið JAVA verið ekið í burtu og aftur til Reykjavíkur. Eftir á vettvangi hafi verið hitt ökutækið og þrír ákærðu, allir frá Póllandi. Hafi lögregl u borist upplýsingar um að þessir einstaklingar hafi verið viðriðnir fíkniefnalagabrot í Póllandi, m.a. framleiðslu á amfetamíni. Áður hafi lögregla séð þegar einhverjir ákærðu hafi keypt ýmiskonar efni, búnað og fleira sem nota hafi mátt til framleiðslu á hörðum fíkniefnum. Hafi verið uppi grunsemdir um að mennirnir sem komið hafi frá Póllandi hafi ætlað að framleiða fíkniefni. Ákærði Jakub hafi komið frá Póllandi 17. febrúar 2020. Ákærði Krzysztof hafi komið til landsins 25. febrúar 2020. Ákærði Jakub haf i sótt ákærða í Leifsstöð á bifreið með skráningarnúmerið JARA. Ákærðu Bartlomiej og Dawid hafi komið til landsins aðfaranótt 27. febrúar 2020 og ákærði Jakub sótt þá í Leifsstöð á bifreiðinni JARA. Fram kemur í skýrslunni að helstu tengingar ákærða Jakub á Íslandi virðist vera við ákærða Grzegorz, sem sé eigandi bónstöðvarinnar Carwash að Malarhöfða í Reykjavík. Hafi ákærði Jakub notað bifreiðar í eigu ákærða Grzegorz og verið talsvert á bónstöðinni. Einnig hafi mátt sjá að ákærði Jakub hafi geymt í bónstö ðinni hluti sem nota hafi átt við framleiðslu fíkniefna. Um hafi verið að ræða efnið í sóprópanól og tvo poka af vítissóda, sem hvor um sig hafi líklega verið 25 kg. Grzegorz hafi farið af landi brott 27. febrúar 2020, sama dag og framleiðsla fíkniefnanna h afi byrjað. Föstudaginn 28. febrúar 2020 hafi lögregla fylgst með ferðum ákærða Jakub. Hafi hann þann dag verið með ákærðu Jarislövu í bifreiðinni JARA. Hafi þau meðal annars farið í verslun Bauhaus og keypt þar vörur. Í framhaldi hafi þau farið í versla nir Olís og N1 þar sem ákærði Jakub hafi keypt meðal annars 4 brúsa, hvorn um sig 5 lítra af White Sprit. Þennan varning hafi ákærðu flutt að sumarhúsinu við G . Er þau hafi komið að G hafi ákærði Jakub farið út úr bifreiðinni á meðan ákærða Jarislava hafi beðið í bifreiðinni. Ákærði Jakub hafi borið brúsana inn í bústaðinn ásamt matvöru og stórri rúllu af plastfilmu. Þá hafi hann sótt í húsið tvo svarta ruslapoka með einhverju innihaldi. Hafi hann sett pokana í bifreiðina. Ákærðu hafi í framhaldi ekið aftur til Reykjavíkur og að heimili þeirra við Melheiði í Reykjavík. Þá hafi pokarnir enn verið í bifreiðinni. Þaðan hafi bifreiðinni verið ekið að skemmtistaðnum Goldfinger í Kópavogi og pokarnir enn verið í bifreiðinni. Þessir pokar hafi fundist í ruslagámi v ið Goldfinger laugardaginn 29. febrúar. Í poka hafi reynst vera 25 lítra stáltunna utan af í sóprópanóli og í hinum 6 pokanum barkar sem borið hafi mikla kemíska lykt. Hafi það verið grunur lögreglu að um hafi verið að ræða pokana sem teknir hafi verið úr sum arhúsinu. Að kvöldi föstudagsins 28. febrúar hafi ákærðu Bartlomiej, Dawid og Krzysztof, sem verið hafi í sumarhúsinu að G , virst halda áfram að framleiða fíkniefni, en við eftirlit hafi þeir sést þrífa búnað sem og að ganga að minnsta kosti tvívegis út úr húsinu með stórar tunnur og hella úr þeim á víðavangi, við klettabelti, líklega spilliefnum sem til hafi fallið við framleiðsluna. Hafi þeir haldið áfram framleiðslunni inn í nóttina. Hafi lögregla veitt því eftirtekt að þeir hafi verið mjög varir um sig og fylgst vel með öllu í kringum bústaðinn. Að morgni laugardagsins 29. febrúar 2020 hafi ákærðu Jakub og Jarislava ekið í bifreiðinni JARA í Borgarfjörð og að sumarhúsinu. Skömmu áður hafi þeir ákærðu sem voru í sumarhúsinu byrjað að færa dót í bifreiðina ... . Um hafi verið að ræða töskur o.fl. Þegar ákærðu Jakub og Jarislava hafi komið að húsinu hafi búnaður og möguleg fíkniefni verið færð í bifreið ákærðu. Ákærði Jakub hafi farið út úr bifreiðinni en ákærða Jarislava beðið inni í bifreiðinni. Þau hafi st oppað stutt og ekið í burtu frá bústaðnum. Skömmu síðar hafi aðrir ákærðu á staðnum ekið í burtu frá sumarhúsinu á bifreiðinni ... . Báðum bifreiðunum hafi verið fylgt eftir allt að Hvalfjarðargöngum þar sem ákærðu hafi öll verið handtekin í þágu rannsóknar málsins. Þá hafi sumarbústaðurinn verið verndaður þar til leit hafi farið fram. Í annarri upplýsingaskýrslu lögreglu, sem rituð er sama dag, kemur meðal annars fram að lögreglu hafi fyrir handtöku ákærðu borist upplýsingar um að ákærði Jakub væri að und irbúa framleiðslu á amfetamíni. Hafi lögregla af þeim ástæðum fylgst með ferðum ákærða. Þá hafi verið notast við staðsetningarbúnað og símhlustun. Þeir sem grunaðir séu í málinu hafi dagana á undan sést kaupa og skoða ýmis efni sem þekkt séu til framleiðsl u á sterkum fíkniefnum. Ákærði Jakub hafi keypt 10 lítra af a ceton í verslun Bauhaus 21. febrúar 2020. Efnið megi nota við framleiðslu á amfetamíni. Þá hafi ákærði Jakub keypt 5 lítra af steinolíu í Olís 24. febrúar 2020. Efnið megi nota til framleiðslu á amfetamíni. Þá hafi ákærði Jakub fengið tilboð í tvær stórar tunnur af Tolune, samtals 200 lítra. Tilboðið hafi verið gert í gegnum fyrirtækið Carwash 21. febrúar 2020, en óvíst sé hvort gengið hafi verið að tilboðinu. Efnið megi nota við framleiðslu á amf etamíni. A , frændi ákærða Jakub hafi komið til landsins 21. febrúar 2020 og haft meðferðis 3 kg af álstrimlum, sem sést hafi við leit Tollgæslunnar við komu til landsins. Ákærði Jakub hafi sótt A á flugvöllinn og tekið við þessum álstrimlum. A hafi yfirgef ið landið síðar sama dag. Álstrimlana megi nota til framleiðslu á amfetamíni. Ákærðu Jakub og Krzysztof 7 hafi keypt 5 kg af salti í Byko 26. febrúar 2020. Salt megi nota við framleiðslu á amfetamíni og sé þekkt aðferð þegar notast sé við ál í framleiðslunni . Ákærðu Jakub og Krzysztof hafi keypt 12 plastbrúsa í Byko 26. febrúar 2020. Í sömu ferð hafi þeir skoðað innihaldslýsingu terpentínu og aceton brúsa. Ákærðu Jakob og Krzysztof hafi keypt í verslun Ámunnar 26. febrúar 2020 ýmis ílát. Tvær tunnur, líklega 80 lítra og 50 lítra, hafi verið keyptar á sama stað næsta dag af ákærðu Jakub og Dawid. Í gegnum fyrirtækið Carwash hafi 27. febrúar 2020 verið keyptir 25 lítrar af ísóprópanól í verslun Kemi. Greitt hafi verið fyrir með seðlum. Aðrir 25 lítrar hafi verið keyptir tveim vikum fyrr. Ákærðu Jakub og Dawid hafi keypt efnið. Þann 27. febrúar 2020 hafi ákærðu Jakub og Bartlomiej sótt hina tunnuna af ísóprópanól í Carwash og fært inn í bifreið ásamt 50 kg af vítissóda. Þann 27. febrúar 2020 hafi ákærðu Jakub og D awid keypt 10 lítra af aceton. Þann 27. febrúar 2020 hafi ákærðu Jakub og Dawid keypt 5 lítra af saltsýru. Ákærði Jakub hafi sótt 25 lítra af ediksýru inn í F í Hafnarfirði þennan dag. Ákærðu Jakub og Dawid hafi keypt þennan sama dag í Ámunni 53 lítra af 1 4G Fastferment Síló, sem ætlað hafi verið til skolunar. Þá hafi ákærðu Jakub, Dawid og Krzysztof keypt plastslöngur, fittings, sleggjuskefti og fleira í verslun Bauhaus þennan dag. Í skýrslunni kemur fram að ákærði Jakub hafi dvalið í íbúð að Norðurbrún frá því hann hafi komið til landsins 17. febrúar 2020. Ákærðu Bartlomiej, Dawid og Krzysztof hafi einnig dvalið í íbúðinni. Hluti efna hafi verið borinn inn í íbúðina og geymdur þar. Íbúi í íbúðinni hafi verið skráð fyrir tilgreindu ökutæki sem ákærðu Jaku b og Krzysztof hafi notað. Ákærði Jakub hafi dvalið talsvert í íbúð ákærðu Jarislövu að Melheiði. Þá sé ákærða skráður eigandi bifreiðarinnar JARA sem ákærði Jakub hafi notað talsvert frá komu til landsins. Þá sé ákærða Jarislava skráður eigandi að húsnæði Goldfinger í Kópavogi. Ákærði Jakub hafi verið talsvert í sambandi við ákærða Grzegorz, eiganda Carwash, frá komu til landsins. Ákærðu hafi meðal annars farið saman í verslun Bauhaus þar sem keyptar hafi verið vörur sem líklegt sé að nota eigi við framlei ðslu efna. Ákærðu Jakub og Bartlomiej hafi 27. febrúar 2020 sótt þangað 25 lítra af ísóprópanól og pappakassa með talsverðu magni af koffein dufti. Þá hafi ákærði Jakub talsvert notað bifreiðar frá ákærða Grzegorz frá komu til landsins. Á meðal ranns óknargagna málsins eru myndir sem lögregla tók í bónstöðinni Carwash 27. febrúar 2020 og myndaskýrsla um skoðun á öryggismyndavélum bónstöðvarinnar. Þá eru myndir af því þegar ákærðu Jakub og Jarislava fóru að sumarhúsinu 28. febrúar 2020. Eins eru myndir sem sýna tvo einstaklinga hella vökva úr 8 fötum uppi við sumarhúsið 28. febrúar 2020. Þá er ljósmyndaskýrsla um atburðarásina að morgni 29. febrúar 2020. Lögregla hefur ritað skýrslu um húsleit í sumarhúsinu G sem fram fór eftir að ákærðu yfirgáfu húsið 29 . febrúar 2020. Fram kemur að mikla kemíska lykt hafi mátt finna í bústaðnum kl. 09.16 þennan morgun. Sólpallur framan við húsið hafi allur verið útataður í einhverjum efnum og hafi mátt sjá við hlið pallsins að vökva hafi verið sturtað niður í jarðveginn. Einnig hafi mátt sjá hvítar slettur á vegg bústaðarins. Tæknideild hafi komið á staðinn kl. 11.50 og leit hafist kl. 13.00. Mikil bleyta hafi verið á gólfi bústaðarins. Fyrir utan bústaðinn hafi víðsvegar verið hellt niður efnum. Mikla kemíska lykt hafi l agt frá efnunum sem hafi bæði verið í vökva og föstu formi. Samkvæmt skýrslu lögreglu fór leit fram í bifreið ákærðu Jarislövu 29. febrúar 2020. Fram kemur að bifreiðin hafi angað af kemískri lykt. Á gólfi fyrir aftan farþegasæti hafi verið ruslapoki sem hafi innihaldið hvítt efni. Í pokanum hafi verið níu kúlur sem pakkaðar hafi verið inn í sellofan plast sem tæknideild lögreglu hafi staðfest að hafi verið amfetamín. Í aftursæti og í skotti bifreiðarinnar hafi verið mikið magn af búnaði sem notaður hafi verið við framleiðslu fíkniefna. Hafi búnaðurinn verið útataður í kemískum efnaleyfum. Samkvæmt efnaskýrslu lögreglu lagði lögregla hald á 1.896,50 g af efni við leitina í bifreiðinni sem lögregla ætlaði að væri amfetamín. Samkvæmt matsgerð Rannsóknarstofu í lyfja - og eiturefnafræði frá 12. mars 2020 rannsakaði rannsóknarstofan 9 sýni sem lögregla hafði sent, og innihéldu sýnin á bilinu 34% til 66% af amfetamínbasa sem samsvaraði 46% til 90% af amfetamínsúlfati. Samkvæmt annarri matsgerð rannsóknarstofunnar frá 6. maí 2020, um útreikning á því hversu mikið magn amfetamíns í neyslustyrkleika mætti vinna úr 1.896,50 g af efnasýnum, kemur fram að rúmlega 3,6 kg af efni að 16% styrkleika mætti framleiða úr efninu. Þá væri gengið út frá því að efnið væri þynnt út með óvirku dufti eins og laktósa og að ekkert efni færi til spillis. Samkvæmt munaskrá lagði lögregla jafnframt hald á efnaklump vafinn inn í koddaver í bifreiðinni og reyndist klumpurinn og efni skrapað innan úr fötu vera 1.071,15 g að þyngd. Samkvæmt ma tsgerð Rannsóknarstofu í lyfja - og eiturefnafræði rannsakaði rannsóknarstofan sýni sem lögregla hafði sent úr þessum efnum, og innihéldu sýnin á bilinu 1,7% til 3,2% af amfetamínbasa Samkvæmt skýrslu lögreglu fór fram leit í bifreiðinni ... í framhaldi af handtöku ákærðu. Fram kemur að bifreiðin hafi angað af kemískri lykt. Í bifreiðinni hafi verið 9 mikið magn af búnaði sem notaður hafi verið við framleiðslu fíkniefna. Í bifreiðinni hafi einnig verið ferðatöskur og aðrir persónulegur búnaður ákærðu. Samkvæ mt skýrslu lögreglu fór 29. febrúar 2020 fram húsleit á heimili ákærðu Jarislövu að Melheiði. Við húsleitina var lagt hald á tölvur og fleira. Við leitina fannst ætlað amfetamín. Þá var lagt hald á 50.000 krónur í seðlum er fundust í svefnherbergi ákærðu. Á meðal gagna málsins eru ljósmyndir fyrir utan og innan skemmtistaðarins Goldfinger í Kópavogi sem teknar voru við húsleit á staðnum 29. febrúar 2020. Þá fundust í gámi fyrir utan staðinn tveir svartir ruslapokar með áhöldum til fíkniefnaframleiðslu en fr am kemur að mikil kemísk lykt hafi verið í pokanum. Rituð hefur verið skýrsla um húsleit sem fram fór á heimili ákærða Jakub að Norðurbrún í Reykjavík 29. febrúar 2020. Var lagt hald á ýmsan varning, þ.á m. rafbyssu og úðavopn. Þá fundust ætluð fíkniefni o g hvítar efnaleifar í plastboxi. Samkvæmt skýrslu lögreglu frá 3. mars 2020 fór lögregla þess á leit við ákærðu Jarislövu að hún myndi heimila leit í bankahólfi sínu, en lyklar að hólfinu hafi fundist við handtöku ákærðu og annar við húsleit á heimili henn ar. Fram kemur að ákærða hafi heimilað húsleitina. Í skýrslunni kemur fram að í hólfinu hafi fundist skartgripir í tveim öskjum og 5 milljónir og 50 þúsund krónur seðlum. Peningarnir hafi verið haldlagðir. Lögregla hefur ritað skýrslu vegna hlustunar á sí ma ákærða Jakub. Samkvæmt skýrslunni ræða ákærðu Jakub og Grzegorz saman 20. febrúar 2020. Spyr ákærði Grzegorz hvenær frændinn komi og svarar ákærði Jakub því til að hann komi næsta dag. Í símtali sama dag spyr ákærði Grzegorz hvort ákærði Jakub sé búinn að kaupa allt sem þurfi. Ákærði Jakub svarar að ekki hafi verið til það sem hann hafi ætlað að kaupa í Kemi og hvort ekki sé hægt að panta það símleiðis frá Olís. Segist ákærði Grzegorz ætla að gera það þegar hann komi til baka. Næsta dag ræða ákærðu aftur saman í síma. Ákærði Jakub spyr ákærða Grzegorz hvort hann sé laus um kl. 22 til 23 til að skutla aðila upp á flugvöll í flug til Varsjár. Ákærði Grzegorz segist ná því en spyr ákærða Jakub hvort hann hafi ekki verið uppi á flugvelli áðan. Ákærði Jakub se gist hafa verið þar og sótt einstakling sem eigi flugið til baka. Ákærðu ræða saman í síma 25. febrúar 2020. Samkvæmt skýrslunni hafi skygging verið í gangi og ákærði Jakub verið með ákærða Krzysztof sér við hlið. Lögregla hefur ritað samantekt um ólögleg ar amfetamínframleiðslur, sem er á meðal gagna málsins. Meðal annars er svokölluð nitrostyrene aðferð kynnt, sem sé ein aðferð við framleiðslu á amfetamíni. Sé það mat lögreglu að sú aðferð hafi verið notuð 10 við framleiðsluna í G . Sú aðferð sé þekkt meðal P ólverja og því einnig kölluð pólska aðferðin. Aðferðin sé almennt lítið notuð vegna þess hve skítugur úrgangur komi úr henni. Þrátt fyrir það sé þetta næst algengasta aðferðin við framleiðslu amfetamíns. Skipulagðir brotahópar hafi notað nitrostyrene aðfer ðina vegna þess að þau kemísku efni og leysiefni sem notuð séu við framleiðsluna séu ekki á lista yfir ólögleg efni í lögum og reglugerðum. Mörg þeirra séu þó eftirlitsskyld. Í framleiðsluna sé meðal annars notað nitrostyrene, ísópopyal alcohol, ediksýra, álstrimlar, kvikasilfursnítrat og vítissódi. Við framleiðsluna sé meðal annars notaðar plastfötur eða glerílát, trekt til aðskilnaðar, blöndunartæki og ýmsar glervörur. Sé það ætlun lögreglu að nitrostyrene aðferðin hafi verið notuð við framleiðsluna í G . Þar hafi fundist umbúðir utan af 19 pokum af pólskum barnamat. Starfsmenn Tollstjóra hafi efnagreint innihald umbúðanna. Við þá greiningu hafi komið í ljós að umbúðirnar hafi innihaldið efnið Trans - Methyl - Nitrostyrene CAS, sem sé annað heiti yfir nitrostyr ene. Í málinu hafi verið lagt hald á ísóprópanól sem sé notað við nitrostyrene aðferðina, sem og ediksýru, sem einnig sé notuð. Þá hafi verið lagt hald á vítissóda, sem sé notaður, en til viðbótar hafi Tollstjóri greint álstrimla sem komið hafi til landsin s með A 22. febrúar 2020 og farið af landi brott sama dag. Á meðal gagna málsins er skyggingarskýrsla um eftirlit með ákærða Jakub. Þá eru á meðal gagna málsins skýrslur um rannsókn á haldlögðum gögnum í málinu. Við rannsókn á turntölvu er haldlögð var í bónstöðinni Carwash 29. febrúar 2020 kom í ljós að 13. febrúar 2020 hafi verið leitað eftir aceton Bauhaus í leitarvél. Við skoðun úr eftirlitsmyndavélakerfi megi sjá að ákærðu Jakub og Grzegorz sitji þá saman við tölvuna. Þann 24. febrúar 2020 sé leitað e ftir steinolíu Bauhaus en þá sitji við tölvuna ákærðu báðir. Þann 4. og 5. desember 2019 sé leitað eftir ediksýru. Engar upptökur séu til staðar um hver þá hafi setið við tölvuna. Rituð hefur verið skýrsla 13. maí 2020 um skoðun á Huawei farsíma sem hald h afi verið lagt á í bifreiðinni ... þann 29. febrúar 2020. Eigandi símans hafi verið ákærði Bartlomiej. Við skoðun á tölvupósti hafi sést að í gegnum símann hafi sumarhúsið að G verið bókað. Við skoðun á Telegram samskiptum hafi komið í ljós að þann 29. feb rúar 2020 kl. 07.42 hafi verið send skilaboðin við bíðum, það er allt tilbúið, andskotans það var ekki mikið sem kom út úr þessu en erum tilbúnir að fara. Í framhaldi hafi verið send skilaboðin P2pm lá of lengi og ekki nema tæmt 50 í afköst. En klárum umræ ðuefnið, komdu erum að loka draslinu. Ákærðu voru öll, fyrir utan ákærði Grzegorz, vistuð í gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknar málsins. 11 Ákærði Bartlomiej gaf fyrst skýrslu hjá lögreglu í framhaldi af handtöku. Tjáði hann sig ekki um sakargiftir í málinu en neitaði sök. Hann var aftur yfirheyrður af lögreglu 10. mars 2020. Neitaði ákærði eftir sem áður sök en tjáði sig ekki um ætlaða fíkniefnaframleiðslu. Ákærði kaus að tjá sig ekki fyrir dóminum. Ákærði Dawid gaf skýrslu í framhaldi af handtöku. Ákærði ka us að tjá sig ekki um ætlaða fíkniefnaframleiðslu. Ákærði var á ný yfirheyrður af lögreglu 10. mars 2020 og kaus hann aftur að tjá sig ekki um ætlaða fíkniefnaframleiðslu, en kvaðst neita sakargiftum. Ákærði kaus að tjá sig ekki fyrir dóminum. Ákærði Krzysztof gaf skýrslu hjá lögreglu í framhaldi af handtöku. Tjáði hann sig ekki um grun lögreglu um fíkniefnalagabrot. Ákærði var aftur yfirheyrður 10. mars 2020. Tjáði hann sig þá ekki heldur um ætlun lögreglu um fíkniefnalagabrot. Við meðferð málsins fyr ir dómi kaus ákærði að tjá sig ekki. Ákærði Grzegorz gaf skýrslu hjá lögreglu 12. mars 2020. Hann gaf síðan skýrslu við meðferð málsins fyrir dómi. Ákærði hefur greint svo frá að hann hafi verið búsettur á Íslandi frá árinu 2006. Væri hann skráður eigand i bónstöðvarinnar Carwash, en bónstöðina hafi hann átt og rekið í 10 ár. Væri hann eini eigandi þess fyrirtækis. Ákærði kvaðst ferðast mikið til Póllands, en fjölskylda hans væri búsett þar úti. Ákærði kvaðst síðast hafa farið til Póllands 27. febrúar sl. en tilgangurinn hafi verið að hitta fjölskyldu sína. Eiginkona og börn ákærða hafi verið farin út á undan ákærða. Ákærði kvaðst yfirleitt kaupa flugmiða með skömmum fyrirvara, en ferðir færu oft eftir því hve hægstæð verð væru á fluginu. Ákærði kvaðst í sí ðustu ferðinni ekki hafa verið búinn að kaupa flugmiðann heim, en hann færi yfirleitt eins að við kaup á miða heim eins og vegna miða út. Ákærði kvaðst þekkja meðákærða Jakub, en þeir væru æskuvinir. Hefðu þeir verið búsettir í sama hverfi í Póllandi. Ákær ði kvaðst ekki hafa þekkt meðákærðu Jarislövu fyrr en hann hafi kynnst henni í gegnum meðákærða Jakub. Hafi það sennilega verið í nóvember 2019 sem hann hafi fyrst kynnst meðákærðu Jarislövu. Ákærði kvaðst ekki þekkja meðákærðu Bartlomiej, Dawid eða Krzysz tof. Ákærði kvaðst kannast við að meðákærði Jakub hafi oft verið á starfstöðinni Carwash. Kvaðst ákærði muna eftir að hafa afhent meðákærða Jakub miða á starfstöðinni 11. febrúar sl., en mynd af því atviki væri til í eftirlitsmyndavélakerfi bónstöðvarinnar . Sennilega hafi kennitala fyrirtækisins verið á miðanum. Hafi meðákærði verið að kaupa einhvern varning og fengið leyfi ákærða til að kaupa það í gegnum fyrirtækið. Með því hafi meðákærði getað fengið afslátt sem fyrirtækið hafi verið með. Fyrirtækið hafi á endanum ekki borgað fyrir efnið heldur 12 meðákærði Jakub. Gæti verið að meðákærði hafi af þeim sökum látið ákærða fá reiðufé fyrir einhverjum kaupum. Ekki hafi ákærði vitað um tilganginn að baki einstaka kaupum. Gæti vel passað að meðákærði hafi keypt ísó própanól hjá Olís í gegnum kennitölu fyrirtækisins. Væri ákærði með mikinn aflátt hjá Olís. Kvaðst ákærði sjálfur nota ísóprópanól á bónstöðinni við þrif bifreiða. Ekki hafi ákærði vitað í hvaða tilgangi meðákærði Jakub hafi ætlað efnið. Ekki myndi ákærði hvort meðákærði hafi komið með efnið inn í bónstöðina, en það geti vel verið og sé í samræmi við myndir úr eftirlitsmyndavélakerfi bónstöðvarinnar. Þá geti vel verið að meðákærði hafi komið með vítissóda til að geyma í bónstöðinni. Ákærði kvaðst sjálfur no ta vítissóda til að hreinsa niðurföll í bónstöðinni. Ákærði kvaðst ekki muna sérstaklega eftir því að hafa verið að skoða leitarsíður í bónstöðinni í tölvu ásamt meðákærða. Geti það samt vel verið. Geti verið að ákærðu hafi í sameiningu leitað eftir steino líu í Bauhaus. Hafi ákærði ekki séð neitt slæmt við þá leit og ekki muna af hvaða tilefni ákærðu hafi leitað. Þá myndi ákærði ekki sérstaklega eftir því þegar meðákærði Jakub kom með meðákærða Krzysztof í bónstöðina 26. febrúar sl. Meðákærði Jakub hafi ge ymt ísóprópanól og vítissóta í bónstöðinni og sennilega brennisteinssýru. Í símtali 20. og 21. febrúar sl. við meðákærða hafi ákærði nefnt hvort meðákærði hafi fengið allt sem hann hafi þurft. Hafi ákærði orðað þetta þannig því meðákærði hafi beðið ákærða um að kaupa eitthvað og meðákærði keypt annað. Hafi ákærði því einfaldlega verið að athuga hvort meðákærði hafi náð að græja hlutina. Þessa daga hafi kona og börn ákærða verið farin til Póllands og ákærði skemmt sér hressilega með meðákærða Jakub. Hafi það verið flest kvöld. Ákærði kvaðst muna eftir því að frændi meðákærða Jakub, A hafi komið til landsins 21. febrúar sl. Hafi A komið til að hitta meðákærða Jakub. Hafi ákærði ekið A til baka á flugvellin við brottför. Hafi þeir ekki rætt neitt sérstaklega um tilganginn með komunni til landsins. Ákærði kvaðst ekki hafa vitað neitt um framleiðslu fíkniefna hér á landi í febrúar 2020. Hafi hann ekki þekkt framleiðsluferli amfetamíns og aldrei búið til slíkt fíkniefni. Ákærði Jakub gaf skýrslu hjá lögreglu í fra mhaldi af handtöku. Ákærði var aftur yfirheyrður 12. mars 2020. Ákærði gaf skýrslu fyrir dómi. Ákærði hefur greint svo frá að hann hafi komið til landsins í lok janúar 2020 og hefði hann búið í íbúð í Norðurbrún í Reykjavík þar sem hann hafi ásamt stúlku l eigt íbúð. Væri hann að leita sér að vinnu á Íslandi, en væri atvinnulaus um þessar mundir. Væru áform hans þau að búa áfram á Íslandi. Ákærði hafi verið á Íslandi fyrir einhverjum árum síðan. Þá hafi hann verið sakfelldur fyrir fíkniefnalagabrot og honum verið brottvísað. Ákærði kvaðst hafa verið 13 handtekinn af lögreglu að morgni sunnudagsins 29. febrúar sl. en þá hafi ákærði verið að koma úr sumarhúsinu G . Hafi ákærði farið í sumarhúsið til að sækja tæplega 1.9 kg af amfetamíni og rusl í poka. Hafi ákærði átt þetta efni. Í sumarbústaðnum hafi verið meðákærðu Bartlomiej, Dawid og Krzysztof, sem allir væru vinir ákærða. Ekki hafi ákærði vitað hvað meðákærðu hafi verið að gera í bústaðnum. Hafi hann ekki vitað af hverju fíkniefnin hafi verið í bústaðnum eða hv ort amfetamínið hafi verið framleitt þar. Ekki hafi ákærði greitt neitt fyrir efnin. Hafi ákærði verið á leið heim til sín í Norðurbrún þegar hann hafi verið handtekinn. Ekki myndi ákærði hvernig hann hafi kynnst meðákærðu fyrir utan meðákærða Grzegorz, se m ákærði hafi þekkt síðan ákærði var lítill. Meðákærðu Jarislövu hafi ákærði þekkt um skeið, en hann hafi kynnst henni á skemmtistaðnum Goldfinger á árinu 2019. Hafi ákærði varið einhverjum tíma á heimili hennar að Melheiði undanfarnar vikur. Hafi hann mei ra og minna búið þar vikuna fyrir handtöku en þau hafi verið að draga sig saman. Ákærði kvaðst oft hafa farið að bónstöðinni Carwash til að hitta vin sinn meðákærða Grzegorz. Ekki myndi ákærði sérstaklega eftir því hvort meðákærði hafi einhverju sinni rétt ákærða miða þar. Gæti vel verið að það hafi verið rétt áður en ákærði hafi keypt ísóprópanól. Gæti verið að ákærði hafi geymt það í bónstöðinni og sótt það 27. febrúar sl. ásamt meðákærða Dawid. Þá kvaðst ákærði hafa keypt vítissóda í Olís og notað kennit ölu fyrirtækisins Carwash við kaupin. Hafi meðákærði Grzegorz aðstoðað ákærða við kaupin en meðákærði ekki vitað af hverju ákærði hafi verið að kaupa efnið. Efnin hafi ákærði geymt á bónstöðinni. Fyrir kaupin hafi ákærði verið búinn að leita að þeim á neti nu og notað til þess tölvu í Carwash. Hafi ákærði keypt öll þau efni sem rannsóknin snérist um og greitt fyrir þau einn. Í einhverjum tilvikum hafi meðákærðu verið með í för þegar ákærði hafi sótt efnin en þeir ekki aðstoðað ákærða á neinn hátt. Ákærði kva ðst ekki vilja svara því í hvaða tilgangi hann hafi keypt efnin. Ákærði kvað A vera frænda sinn. Hafi A komið til landsins 25. febrúar sl. og stoppað stutt. Hafi A komið til landsins til að hitta ákærða. Hafi ákærði greitt fyrir flugið. A hafi komið með álstrimla til ákærða. Ákærði myndi ekki svara í hvaða tilgangi álið hafi verið keypt. A væri úr sama hverfi í Póllandi og ákærði og meðákærði Grzegorz. Ákærði kvaðst hafa notað mikið bifreið meðákærðu Jarislövu dagana fyrir handtöku. Ákærði kvaðst hafa sótt meðákærða Krzysztof á flugvöllinn í bifreið meðákærðu. Meðákærða Jarislava hafi verið með í för. Hafi ákærði sagt meðákærðu að hann væri að sækja vin. Við komuna heim hafi ákærði og meðákærði Krzysztof borðað heima hjá meðákærðu Jarislövu og í framhaldi af því farið í ferðalag. 14 Ekki myndi ákærði hvort hann hafi látið meðákærða Krzysztof fá síma við komuna til landsins. Þeir hafi skoðað Geysi og fleiri staði. Ákærði hafi sótt meðákærðu Bartlomiej og Dawid á flugvöllinn, en ákærði hafi greit t fyrir flug þeirra. Ákærði hafi farið í sumarhúsið að G 27. febrúar sl. og með ákærða í bifreið meðákærðu Jarislövu verið meðákærði Krzysztof. Meðákærðu Bartlomiej og Dawid hafi farið í bústaðinn og verið á annarri bifreið. Ákærði kvaðst ekki vilja svara því hvað þeir hafi verið að gera í bústaðnum. Næsta dag, eða 28. febrúar, hafi ákærði, ásamt meðákærðu Jarislövu, farið aftur í bústaðinn. Hafi ákærði verið að fara með mat til þeirra sem hafi verið í sumarhúsinu því þeir sem þar hafi verið hafi ekki getað farið í verslun sjálfir þar sem þeir hafi verið undir áhrifum áfengis. Meðákærða Jarislava hafi ekki vitað um tilgang ferðarinnar. Ákærði hafi ekki getað ekið bifreiðinni umrætt sinn sökum þess að hafa drukkið áfengi og því hafi meðákærða Jarislava ekið b ifreiðinni. Á leiðinni í bústaðinn hafi ákærði komið við í verslun Bauhaus og keypt plastfilmu, sem hann hafi farið með í bústaðinn. Ekki vildi ákærði svara því í hvaða tilgangi filman hafi verið keypt. Ákærði hafi keypt 5 lítra af white spritt á bensínstö ð á leiðinni uppeftir. Eftir að í bústaðinn kom hafi ákærði tekið þaðan tvo svarta ruslapoka með rusli í. Ákærði kvaðst ekki vilja svara því hvað hafi verið í pokunum. Ákærði hafi hent umræddum pokum fyrir utan skemmtistaðinn Goldfinger í Kópavogi. Ákærði hafi enn á ný farið í bústaðinn að morgni sunnudagsins 29. febrúar. Meðákærða Jarislava hafi enn verið með í för og ekið bifreiðinni þar sem ákærði hafi ekki verið í standi til að aka. Hafi hann drukkið áfengi um nóttina. Ákærði hafi farið í bústaðinn í þe im tilgangi að sækja amfetamínið. Ákærði kvaðst ekki svara því hvort einhver hafi beðið hann um að koma í bústaðinn. Ákærði hafi tekið amfetamínið og rusl í bústaðnum og sett í bifreið meðákærðu Jarislövu. Engin lykt hafi verið af efninu eða ruslinu. Ákærð i kvaðst viðurkenna að hafa átt fíkniefni sem fundist hafi við leit á heimili ákærða að Norðurbrún og Melheiði. Þá kvaðst ákærði kannast við vopn sem hafi fundist við leit á Norðurbrún. Ákærði kvaðst hafa átt strimla og vakumpoka sem fundist hafi að Norður brún. Ákærði kvaðst ekki svara því hvað hann hafi ætlað að gera með þessa hluti. Ákærði kvaðst ekki svara því hvort hann hafi notað Telegram samskiptamiðil í samskiptum við meðákærðu. Ákærða Jarislava gaf skýrslu hjá lögreglu í framhaldi af handtöku. Ákæ rða gaf aftur skýrslu hjá lögreglu 10. mars 2020. Þá gaf hún skýrslu fyrir dómi. Ákærða hefur greint svo frá að hún og meðákærði Jakub hafi verið handtekin við komu úr sumarhúsinu G að morgni laugardagsins 29. febrúar 2020. Ákærðu hafi dregið sig saman í f ebrúar 15 2020, en þau hafi kynnst á skemmtistaðnum Goldfinger, sem ákærða ræki. Hafi meðákærði verið farinn að vera mikið heima hjá ákærðu að Melheiði. Meðákærði Jakub hafi notað bifreið ákærðu talsvert vikurnar fyrir handtöku ákærðu. Ákærða kvaðst hafa veri ð með í för þegar meðákærði Jakub hafi sótt meðákærðu Bartlomiej, Dawid og Krzysztof á flugvöll. Hafi hún þá ekki neitt þekkt meðákærðu. Ekki hafi hún vitað um tilgang ferðar meðákærðu til landsins en kvaðst hafa reiknað með að þeir væru að skoða landið. Á kærða kvað meðákærða Jakub hafa beðið sig um að stoð við að leigja sumarhúsið að G því meðákærði talaði ekki íslensku. Ákærða kvaðst hafa farið með meðákærða Jakub í sumarhúsið 28. febrúar. Meðákærði hafi komið við í verslun Bauhaus og keypt plastfilmu. Ha fi ákærða ekki spurt í hvaða tilgangi það hafi verið. Í verslun Olís hafi meðákærði komið með brúsa í bílinn. Hafi hún ekki spurt í hvaða tilgangi meðákærði hafi keypt þá. Meðákærði hafi einnig keypt mat til að fara með í sumarhúsið fyrir meðákærðu sem haf i verið þar. Ákærða hafi ekki farið inn í sumarhúsið í ferðinni 28. febrúar. Ekki myndi ákærða eftir því hvort meðákærði Jakub hafi komið með rusl úr sumarhúsinu út í bíl í þessari ferð. Hún hafi enga lykt fundið í bifreiðinni. Meðákærði hafi beðið ákærðu um að aka sér að G 29. febrúar 2020 því ákærði hafi ekki verið í standi til að aka. Hafi ákærða fallist á það. Hafi hún enga vitneskju haft um tilgang ferðarinnar. Eitthvað hafi komið í bifreiðina við sumarhúsið en ákærða hafi ekki farið út úr bifreiðinni. Hún hafi enga lykt fundið í bílnum. Þá hafi ákærða einskis spurt. Ákærðu hafi verið handtekin á leið til Reykjavíkur aftur. Hafi komið ákærðu í opna skjöldu er lögregla hafi lagt hald á fíkniefni í bifreið ákærðu. Hafi meðákærði Jakub brugðist því trausti sem ákærða hafi lagt á hann og meðákærði nýtt sér góðvild ákærðu. Ákærða hafi lagt sig fram um að vera samstarfsfús við lögreglu og upplýst um allt sem hafi nýst. Þannig hafi hún samþykkt leitarkröfur, gefið upp aðgangsorð að tölvum og símum og greint frá því að það væru fjármunir í bankahólfi ákærðu. Um hafi verið að ræða ríflega 5 milljónir króna, sem hafi verið fjármunir er eiginmaður ákærðu, B , hafi lagt til hliðar. B hafi fallið frá árið 2012. Hafi verið um að ræða arf eiginmannsins gagnvart dóttur ák ærðu og B , sem hún hafi átt að fá þegar hún hæfi skólagöngu í háskóla. Hafi dótturinni ekki verið greint frá þessum fjármunum. Ákærða kvaðst ekki hafa brotið neitt af sér og ekki vera viðriðin alþjóðleg glæpasamtök. Hafi hún enga vitneskju haft um hvað með ákærði Jakub hafi verið að aðhafast. 16 Dóttir ákærðu Jarislövu kvaðst ekki kannast við að hafa átt peninga í bankahólfi móður sinnar. Hafi hún fengið arf eftir lát föður síns og ekki vitað um meiri arf. Hafi hún flutt út af heimili móður sinnar fyrir um tv eim árum síðan. Leigjandi að Norðurbrún lýsti því að ákærði Jakub hafi búið með vitninu að Norðurbrún í Reykjavík. Einhverju sinni hafi ákærði Jakub komið með ákærða Krzysztof í Norðurbrúnina. Hafi hann gist þar eina nótt. Þangað hafi einnig komið ákærðu Bartlomiej og Dawid og hafi þeir einnig gist. Hafi vitnið ekki haft hugmynd um hvað vitnin hafi verið að gera. Vitnið lýsti því að ákærðu hafi fengið bifreið vitnisins lánaða á meðan þeir hafi dvalið hér. Ákærði Jakub hafi verið farinn að dvelja minna í í búðinni undir lokin, sennilega vegna þess að hann hafi verið kominn með kærustu. Landeigandi að G kvaðst hafa leigt út tvö sumarhús við G . Í febrúar 2020 hafi hann leigt eitt sumarhúsið út. Á laugardeginum 29. febrúar 2020 hafi lögregla haft samband og h afi vitnið séð lögreglubifreið koma upp að sumarhúsinu. Seinna þennan dag hafi vitnið fengið þær upplýsingar að fíkniefnaframleiðsla hafi farið fram í sumarhúsinu. Hafi vitnið farið á staðinn. Aðkoman hafi verið hræðileg. Efni og salt hafi verið um allt í sumarhúsinu. Hafi verið augljóst að einhver ker hafi verið kæld niður með snjó. Þá hafi úrgangi verið hellt niður víða í kringum bústaðinn. Bæði framan af palli og víðar. Hafi verið álflögur í þessum úrgangi. Miklar efnaleifar hafi verið í jarðveginum. Haf i vitnið þrifið upp eins og kostur var. Gróður hafi dáið á þessu svæði. Vitnið hafi fargað úrganginum en síðar fengið skilaboð frá um að grafa hann aftur upp og fara með til Reykjavíkur þar sem honum hafi verið fargað. Fulltrúi heilbrigðiseftirlits Vestur lands greindi frá því að landeigandi að G hafi haft samband og lýst því sem fyrir hafi komið. Hafi fjórir fulltrúar heilbrigðiseftirlitsins farið á svæðið og skoðað vegsummerki. Hafi verið augljóst að efnaleifum hafi verið hellt niður á nokkrum stöðum. Haf i útfellingar verið augljósar. Mest hafi verið við rotþró. Útfellingarefnið hafi verið gulleitt. Hætta hafi verið á umhverfisspjöllum, auk þess sem börnum að leik hafi verið hætta búin af efnunum. Hafi verið haft samband við umhverfisstofnun og rannsóknars tofu í lyfja - og eiturefnafræði og eftir það verið ákveðið að fjarlægja jarðveg til að minnka skaðann. Ekki hafi verið tekin sýni en frá lögreglu hafi fengist upplýsingar um að um væri að ræða niturbasa, sem væru spilliefni. Verkefnastjóri á rannsóknarsto fu í lyfja - og eiturefnafræði staðfesti matsgerðir frá rannsóknarstofunni og greindi nánar frá einstökum atriðum þeim tengt. Hluti haldlagðra efna hafi verið á styrkleikabilinu 34 - 66% og því í sterkari kantinum. 17 Hinn hlutinn af þeim sýnum sem hafi verið te kin hafi verið með minni styrkleika, eða á bilinu 1,7 3,2% Lögreglumaður sem stjórnaði rannsókn málsins gerði grein fyrir framvindu rannsóknarinnar. Fram kom að lögreglu hafi borist upplýsingar um að hugsanlega ætti að framleiða fíkniefni á Íslandi og ha fi nafn ákærða Jakub komið upp í því sambandi. Af þeim ástæðum hafi lögregla hafist handa við að skyggja ákærða og afla heimilda fyrir símhlustun og öðrum nauðsynlegum rannsóknaraðgerðum. Inn í skyggingu ákærða hafi síðan aðrir ákærðu komið. Lögreglu hafi borist upplýsingar um að frændi ákærða Jakub, A , væri á leið til landsins. Ákærði Jakub hafi sótt A út á flugvöll en Tollgæsla hafi staðreynt að A var með álstrimla í farangrinum umrætt sinn. A hafi farið aftur til Póllands sama kvöld. Ákærðu hafi sést kau pa ýmis efni og búnað til framleiðslu fíkniefna. Hafi því öllu verið fylgt eftir og vera þeirra í sumarhúsinu G skyggð. Ákærðu hafi síðan verið handtekin á leið til Reykjavíkur. Á heimili ákærða Jakub að Norðurbrún hafi fundist koffín og efni í barnamat se m hafi verið ætlað í framleiðsluna. Lögreglufulltrúi sem fór fyrir hópi lögreglumanna í skyggingum lögreglu lýsti því að lögreglu hafi borist upplýsingar um að ákærði Jakub áformaði framleiðslu fíkniefna. Í kjölfarið hafi skygging farið fram á ákærða. Mál ið hafi þróast og fleiri dottið inn í skygginguna. Þá hafi lögregla fylgst með sumarhúsinu G helgina 27. til 29. febrúar þegar framleiðsla fíkniefna hafi farið þar fram. Þeirri skyggingu hafi verið stýrt úr Reykjavík. Rannsóknarlögreglumaður sem framkvæmd i leit í sumarhúsinu G lýsti því að rannsóknarlögregla hafi komið á vettvang stuttu eftir að ákærðu hafi farið úr sumarhúsinu og áður en þau hafi verið handtekin. Bústaðurinn hafi þá verið mannlaus. Mjög mikil amfetamínlykt hafi verið í sumarhúsinu sem haf i leitt til þess að lögreglumenn hafi farið strax út og sett á sig andlitsgrímur. Pallur sumarhússins hafi allur verið út úr efnum úr framleiðslunni. Eftir nokkra stund hafi náðst að lofta þannig út úr sumarhúsinu að unnt hafi að vera þar inni án þess að v era með grímur. Búið hafi verið að hella niður efnum víðsvegar. Ummerki hafi greinilega sést í snjónum og mikil lykt verið þar. Hrati hafi verið hellt niður við rotþró. Um hafi verið að ræða drulluefni með álstrimlum í. Tekin hafi verið sýni úr flestum hrú gunum. Rannsóknarlögreglumaður sem framkvæmdi leit í bíl ákærðu Jarislövu í framhaldi af handtöku lýsti því að bifreið ákærðu hafi verið full af búnaði úr framleiðslu og kemísk lykt í bifreiðinni. Ætluð fíkniefni hafi verið í ruslapokum í skotti bifreiða rinnar 18 sem og í aftursæti. Þar hafi verið mikil kemísk lykt. Hafi lögreglumenn þurft að nota öndunargrímur við að skoða búnaðinn og efnin. Fíkniefnum hafi verið pakkað í sellófan og sett í svartan ruslapoka sem hafi verið á gólfi aftur í bifreiðinni. Efnin hafi verið send til tæknideildar lögreglu, en lögreglumenn úr tæknideild hafi tekið þátt í aðgerðinni. Hafi verið rituð munaskýrsla um allt sem fundist hafi í bifreiðinni. Rannsóknarlögreglumaður sem hlustaði síma ákærða Jakub kvað skýrslu vegna hlustuna rinnar hafa verið ritaða upp jafn óðum. Einungis hafi verið ritaður upp hluti samtala ákærða og ákærða Grzegorz sem þýðingu hafi haft fyrir málið. Hafi vitnið verið þátttakandi í rannsókn málsins og því þekkt atvik þess. Væri vitnið talandi á pólsku og hef ðu hún þýtt yfir á íslensku á þann hátt að setningar væru skiljanlegar og í samhengi. Vitnið hafi skoðað tölvur á bónstöðinni Carwash og borið leit saman við myndir úr eftirlitsmyndavélakerfi. Hafi komið fram í leitinni efni sem komið hafi fram í rannsókn málsins. Símar hafi verið skoðaðir. Hafi verið talið að ákærði Jakub og ákærði Krzysztof væru að ræða saman, en ákærði Krzysztof hafi fengið símkort frá ákærða Jakub. Þá hafi sími ákærða Bartlomiej verið haldlagður og skoðaður. Virst hafi sem ákærði hafi v erið í sambandi við ákærða Jakub þegar framleiðslunni hafi verið lokið. Rannsóknarlögreglumaður sem ritaði samantekt vegna ólögmætrar amfetamínframleiðslu gerði grein fyrir niðurstöðum sínum. Fram kom að efni það sem lagt hafi verið hald á hafi komið heim og saman við að nitrostyrene aðferðin hafi verið notuð við framleiðsluna í sumarhúsinu G . Efnið nitrostyrene hafi fundist í barnamatsumbúðum. Rannsóknin hafi gefið til kynna að basi hafi verið búinn til í sumarhúsinu. Öll áhöld sem lagt hafi verið hald á komi heim og saman við að þessi tiltekna aðferð hafi verið notuð. Miðað við magn efna megi gera ráð fyrir að ætlunin hafi verið að meira en lagt hafi verið hald á af amfetamíni hafi átt að koma út úr framleiðslunni. Klumpur í koddaveri, sem lagt hafi verið hald á í bifreið ákærðu Jarislövu, bendi til að framleiða hafi átt meira efni. Þá þyki Telegram samskipti í málinu staðfesta hið sama. Vitnið kvaðst telja að losun efnanna í jarðveginn við G hafi haft umhverfisáhrif. Niðurstaða: Ákærðu er öllum í I. ka fla ákæru gefið að sök stórfellt fíkniefnalagabrot og þátttaka í skipulagðri brotastarfsemi með því að hafa dagana 27. til 29. febrúar 2020 í félagi haft í vörslum sínum í sölu - og dreifingarskyni og jafnframt staðið að framleiðslu 19 á samtals 1.896,50 g af amfetamíni, sem hafði á bilinu 34 - 66 % styrkleika og samtals 1.071,15 g af amfetamíni, sem hafði á bilinu 1,7 - 3,2 % styrkleika, en framleiðslan eigi að hafa átt sér stað í sumarhúsinu G og fíkniefnin fundist í BMW bifreið ákærðu Jarislövu, me ð einkanúmerinu JARA, er hún var að aka frá sumarhúsinu til Reykjavíkur laugardaginn 29. febrúar, en samkvæmt ákæru stöðvaði lögreglan bifreiðina sunnan megin við Hvalfjarðargöngin. Eru brot þessi talin varða við 173. gr. a. og 175. gr. a. almennra hegning arlaga nr. 19/1940. Ákærðu neita öll sök samkvæmt I. kafla ákæru. Samkvæmt 173. gr. a laga nr. 19/1940 varðar það fangelsi allt að 12 árum að láta, andstætt ákvæðum laga um ávana - og fíkniefni, mörgum mönnum í té ávana - og fíkniefni eða afhenda þau gegn v erulegu gjaldi eða á annan sérstaklega saknæman hátt. Sömu refsingu skal sá sæta, sem gegn ákvæðum nefndra laga framleiðir, býr til, flytur inn, flytur út, kaupir, lætur af hendi, tekur við eða hefur í vörslum sínum ávana - og fíkniefni í því skyni að afhe nda þau á þann hátt, sem greint er í 1. mgr. Samkvæmt 175. gr. a laganna skal sá sæta fangelsi allt að 4 árum, nema brot hans varði þyngri refsingu samkvæmt öðrum ákvæðum laga nr. 19/1940 eða öðrum lögum, er sammælist við annan mann um að fremja verknað se m varðar að minnsta kosti 4 ára fangelsi og framkvæmd hans er liður í starfsemi skipulagðra brotasamtaka. Með skipulögðum brotasamtökum er átt við félagsskap þriggja eða fleiri manna sem hefur það að meginmarkmiði, beint eða óbeint í ávinningsskyni, að fre mja með skipulegum hætti refsiverðan verknað sem varðar að minnsta kosti 4 ára fangelsi, eða þegar verulegur þáttur í starfseminni felst í því að fremja slíkan verknað. Upphaf þessa máls má rekja til þess að lögreglu bárust upplýsingar um að ákærði Jakub v æri að undirbúa framleiðslu sterkra fíkniefna hér á landi. Í kjölfarið var ákærði skyggður af lögreglu, auk þess sem sími ákærða var hlustaður og öðrum rannsóknaraðgerðum beitt. Sú rannsókn lögreglu leiddi í ljós að ákærðu Jakub og Grzegorz keyptu vítissód a 11. febrúar 2020 í gegnum bónþjónustuna Carwash, auk þess sem ákærði Jakub keypti ísóprópanól, en efni þessi voru geymd í bónþjónustunni. Tveim dögum síðar, eða 13. febrúar 2020 leituðu ákærðu að efninu acetone í versluninni Bauhaus í tölvu á bónstöðinni . Upplýsingar þessar þóttu styðja grunsemdir lögreglu um að ákærðu áformuðu framleiðslu á amfetamíni. Þann 20. febrúar ræddu ákærðu saman í síma og var nefndur til sögunnar frænda ákærða Jakub og spyr ákærði Grzegorz hvort ákærði Jakub hafi keypt allt. 20 Næ sta dag, eða 14. febrúar 2020, kom til landsins nefndur frændi, A . Ákærði Jakub greiddi fyrir flugfar A til landsins. Við komu varð Tollgæsla þess áskynja að A var með 3 kg af álstrimlum í farangri. Ákærði Jakub sótti A út á flugvöll, en ákærði Grzegorz sk utlaði honum aftur suður á flugvöll þetta sama kvöld. Ákærði Krzysztof kom til landsins 24. febrúar 2020, en ákærðu Jakub greiddi fyrir flugfar ákærða. Ákærðu Jakob og Jarislava sóttu hann suður á flugvöll. Sama dag leituðu ákærðu Jakub og Grzegorz að ste inolíu í verslun Bauhaus í tölvu á Carwash. Ákærði Jakub keypti steinolíu skömmu síðar í Olís. Þann 26. febrúar 2020 sóttu ákærðu Jakub og Krzysztof ofangreindan varning í bónstöðina Carwash. Næsta dag, eða 27. febrúar 2020, komu ákærðu Bartlomiej og Dawi d til landsins, en ákærði Jakub greiddi fyrir flugfar ákærðu til landsins. Ákærðu keyptu við komuna ýmsa muni ætlaða til amfetamínframleiðslu. Ákærðu Jakub, Bartlomiej, Dawid og Krzysztof fóru þennan sama dag upp í sumarhúsið að G . Ákærði Jakub fór einn ti l baka til Reykjavíkur skömmu síðar, en þennan sama dag fór ákærði Grzegorz af landi brott til Póllands. Þann 28. febrúar fóru ákærðu Jakub og Jarislava í sumarhúsið. Á leið þangað komu þau við í verslun Bauhaus þar sem ákærði Jakub festi kaup á plastfilmu . Í kjölfarið keypti ákærði Jakub white sprit í verslun Olís. Þegar í sumarhúsið kom fór ákærði Jakub inn í sumarhúsið og kom út með tvo svarta ruslapoka sem hann setti aftur í bifreiðina. Ákærða Jarislava beið í bifreiðinni á meðan. Að því loknu óku ákærð u Jakub og Jarislava aftur til Reykjavíkur. Ákærði Jakub losaði sig síðar við þessa ruslapoka í ruslagám við skemmtistaðinn Goldfinger í Kópavogi. Síðar, þegar lögregla lagði hald á pokann, angaði hann af kemískri lykt, en í honum var ýmis varningur ætlaðu r til fíkniefnaframleiðslu. Næsta dag, eða 29. febrúar 2020, er ákærða Jakub árla dags send skilaboð í gegnum Telegram um að þetta sé tilbúið og að verið sé loka og ganga frá. Minna hafi komið út en ráðgert var. Ákærðu Jakub og Jarislava fóru rakleitt í su marhúsið í kjölfarið. Er þau komu þangað voru ákærðu Bartlomiej, Dawid og Krzysztof að tæma sumarhúsið og setja muni í bifreið er þeir komu á. Svartir pokar voru settir í bíl ákærðu Jakub og Jarislövu. Ákærði Jakub aðstoðaði við að setja varninginn í bifre iðina en ákærða Jarislava beið í bifreiðinni. Ákærðu yfirgáfu síðan sumarhúsið og voru öll handtekin við Hvalfjarðargöngin. Við handtöku ákærðu kom í ljós að í bifreið ákærðu Jakub og Jarislövu voru 1.896,50 g af amfetamíni, sem voru á styrkleikabilinu 34 til 66%. Að auki var lagt hald 21 á 1.017,15 g af amfetamíni á styrkleikabilinu 1,7 til 3,2%. Um var að ræða klump, sem vafinn var inn í lak og síðan skaf úr fötu sem notuð hafði verið við framleiðsluna. Samkvæmt gögnum málsins sannreyndi lögregla að efnum úr framleiðslunni hafði verið hellt niður á víð og dreif í kringum sumarhúsið að G . Í því voru meðal annars álflögur sem notaðar höfðu verið. Voru myndir meðal annars teknar af ákærðu Bartlomiej og Dawid við að hella úr stórum tunnum nærri sumarhúsinu. Ák ærðu hafa takmarkað tjáð sig um atvik þessa máls. Ákærði Jakub hefur viðurkennt að eiga þau fíkniefni er lagt var hald á. Hann hefur hins vegar ekki viljað tjá sig um framleiðslu efnanna. Ákærðu Bartlomiej, Dawid og Krzysztof tjá sig ekki um atvik en neita þó sök. Ákærðu Grzegorz og Jarislava neita sök og hafa lýst því að þau hafi engan þátt tekið í framleiðslu efnanna og ekki verið um hana kunnugt. Þegar virt eru þau atvik sem hér hefur verið gerð grein fyrir er hafið yfir allan vafa að ákærðu Bartlomie j, Dawid, Jakub og Krzysztof stóðu saman að framleiðslu þeirra efna sem ákært er fyrir. Verður slegið föstu og talið sannað að ákærðu Bartlomiej, Dawid og Krzysztof hafi komið til landsins gagngert í þeim tilgangi, en ákærði Jakub keypti flugmiða fyrir þá alla. Framleiðsla þessara fíkniefna varðar við 173. gr. a laga nr. 19/1940, sbr. 2. mgr. ákvæðisins. Amfetamínið var framleitt með svokallaðri nitrostyrene aðferð, sem er þekkt aðferð í Póllandi við framleiðslu á amfetamíni. Svo sem fyrr greinir komu ákærð u Bartlomiej, Dawid og Krzysztof til landsins gagngert í þeim tilgangi að framleiða þessi efni. Er því um skipulagða brotastarfsemi að ræða í skipulögum brotasamtökum. Varðar háttsemin því einnig við 175. gr. a laga nr. 19/1940. Verða þeir því allir sakfel ldir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og þátttöku í skipulagðri brotastarfsemi. Er háttsemi þeirra rétt heimfærð til refsiákvæða í I. kafla ákæru. Ákærði Grzegorz kom að máli þessi. Þannig hafði ákærði Jakub mikið samband við ákærða áður en ákærðu Jakub, Bartlomiej, Dawid og Krzysztof fóru í sumarhúsið gagngert í þeim tilgangi að framleiða amfetamínið. Saman leituðu þeir að efnum á netinu, sem notuð eru til framleiðslu á amfetamíni eftir nitrostyrene aðferðinni. Þá keypti ákærði Jakub ísóprópanól og vítissóda í gegnum fyrirtæki ákærða Grzegorz og geymdi í fyrirtækinu. Um það var ákærða Grzegorz kunnugt. Ákærði Grzegorz spurði ákærða Jakub um frændann A og hvort ákærði Jakub hefði fengið allt. Loks skutlaði ákærði Grzegorz frændanum A út á flugvöll, eftir að A kom til landsins með álflögur til að nota við fíkniefnaframleiðsluna. Þegar þessi atriði málsins eru virt telur dómurinn hafið yfir vafa að ákærð i hafi frá upphafi vitað um að til stæði að framleiða amfetamínið og þá um 22 leið verið þátttakandi í framleiðslunni. Verður hann því sakfelldur fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og þátttöku í skipulagðri brotastarfsemi. Er brot ákærða rétt heimfært til refs iákvæða í I. kafla ákæru. Ákærða Jarislava kom einnig að máli þessu. Hún fór í tvígang upp í sumarhúsið að G með ákærða Jakub. Í fyrra skiptið var varningur í bifreið ákærðu sem tengdist framleiðslunni og sannreyndu lögreglumenn að kemísk lykt var af p okum sem varningurinn var í. Gat ákærðu því ekki dulist að á þeirri stundu væri verið að framleiða amfetamín í sumarhúsinu. Í seinna skiptið er ákærða fór í sumarhúsið var fíkniefni það sem lögregla lagði hald á sett í bifreið ákærðu sem leiddi til þess að mikil kemísk lykt var í bifreiðinni. Þá er til þess að líta að ákærða fór í tvígang út á flugvöll, með ákærða Jakub, að sækja ákærðu, sem hingað komu gagngert til að framleiða fíkniefni. Ákærða Jarislava veitti með þess ákærða Jakub kost á því að undirbúa brotið með því að nota bifreið hennar töluvert. Þegar þessi atriði málsins eru virt tekur dómurinn hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærðu hafi frá upphafi verið um áformin um framleiðsluna kunnugt. Var hún þar með þátttakandi í framleiðslunni. Verður hún því einnig sakfelld fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og þátttöku í skipulagðri brotastarfsemi. Er brot ákærðu rétt heimfært til refsiákvæða í I. kafla ákæru. Í II. kafla ákæru er ákærðu Bartlomiej, Dawid og Krzysztof gefið að sök meiriháttar brot gegn lagaákvæðum um verndun umhverfis, með því að hafa á sama tíma og greinir í ákærulið I. losað skaðleg efni sem notuð voru til framleiðslu fíkniefnanna í umhverfið kringum sumarhúsin við ... og valdið þannig yfirvofandi hættu á verulegu tjóni á umhverfinu. Eru brot þeirra talin varða við 2. tl. 179. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 1. mgr. 66. gr. efnalaga nr. 61/2013 og 4. mgr. 9. gr., sbr. 68. gr. laga um meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003. Samkvæmt 2. tl. 179. gr. laga nr. 19/1940 skal sá sæta f angelsi allt að 4 á rum sem gerist sekur um meiri háttar brot gegn lagaákvæðum um verndun umhverfis með því að geyma eða losa úrgang eða skaðleg efni þannig að af hljótist verulegt tjón á umhverfi eða veldur yfirvofandi hættu á slíku tjóni. Samkvæmt 4. mgr. 9. gr. laga nr. 55 /2003 er óheimilt að losa úrgang annars staðar en á móttökustöð eða í sorpílát, þ.m.t. grenndargáma. Við flutning og geymslu úrgangs skal handhafi úrgangs gæta þess að ekki hljótist af mengun eða annar skaði fyrir umhverfi. Þó svo einungis hafi verið teki n mynd af ákærðu Bartlomiej og Dawid við losun úrgangsins úr framleiðslunni er óhætt að slá föstu og telja sannað að ákærði Krzysztof 23 hafi einnig tekið þátt í þeim verknaði. Hafði úrgangi úr framleiðslunni verið hellt niður það víða í kringum sumarhúsið. Slegið er föstu að efni úr framleiðslunni voru úrgangur í skilningi laga nr. 19/1940 og 55/2003 og þar með skaðlegt efni. Verða ákærðu því sakfelldir samkvæmt II. kafla ákæru og er háttsemi þeirra þar rétt heimfærð til refsiákvæða. Ákærði Jakub játar sök samkvæmt III. kafla ákæru. Með vísan til þeirrar játningar ákærða, sem samrýmist gögnum málsins, verður ákærði Jakub sakfelldur samkvæmt III. kafla ákæru og er háttsemi ákærða þar rétt heimfærð til refsiákvæða. Ákærði Bartlomiej er fæddur í apríl 1991. Í slenskt sakavottorð fyrir ákærða var lagt fram undir meðförum málsins en samkvæmt því hefur ákærði ekki gerst sekur um refsiverða háttsemi svo kunnugt sé. Undir meðförum málsins var aflað sakavottorðs fyrir ákærða frá Póllandi. Samkvæmt því var ákærði dæmd ur í Póllandi á árinu 2018 fyrir fíkniefnalagabrot og meðal annars dæmdur í 8 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Ákærði Dawid er fæddur í nóvember 1987. Íslenskt sakavottorð fyrir ákærða var lagt fram undir meðförum málsins en samkvæmt því hefur ákærði ekki gerst sekur um refsiverða háttsemi svo kunnugt sé. Undir meðförum málsins var aflað sakavottorðs fyrir ákærða frá Póllandi. Samkvæmt því á ákærði að baki nokkurn sakaferil í Póllandi allt frá árinu 2011. Þar kemur meðal annars fram að á árinu 2012 var ákær ði dæmdur fyrir brot gegn 258. gr. pólsku hegningarlagana sem varðar skipulagða brotastarfsemi. Síðast var ákærði dæmdur á árinu 2018 er hann var dæmdur í 4 ára fangelsi. Ekki verður ráðið af vottorðinu fyrir hvaða brot ákærði var þá dæmdur. Ákærði Grzgeo rz er fæddur í október 1985. Hann hefur ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi svo kunnugt sé. Ákærði Jakub er fæddur í júní 1987. Íslenskt sakavottorð fyrir ákærða var lagt fram undir meðförum málsins en samkvæmt því var ákærði dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur 25. júní 2009 fyrir meiri háttar brot gegn lögum um ávana - og fíkniefni. Þeim dómi var áfrýjað en með dómi Hæstaréttar 21. janúar 2010 var staðfestur dómur yfir ákærða og hann dæmdur í 12 mánaða fangelsi. Ákærði var á ný dæmdur 11. febrúar 2010 og þá í 60 daga fangelsi fyrir brot gegn 1. mgr. 218. gr. laga nr. 19/1940. Um hegningarauka var að ræða. Loks gekkst ákærði undir sátt 13. mars 2020 fyrir umferðarlagabrot. Undir meðförum málsins var aflað sakavottorðs fyrir ákærða frá Póllandi. Samkvæmt því var ákærði dæmdur í Póllandi á árinu 2016 meðal annars fyrir 24 brot gegn greindri 258. gr. pólsku hegningarlaganna um skipulagða brotastarfsemi. Var hann dæmdur í 3 ára fangelsi. Ákærða Jarislava er fædd í apríl 1971. Hún hefur einungis gerst sek um um ferðarlagabrot sem ekki hafa áhrif á refsingu í þessu máli. Ákærði Krzysztof er fæddur í ágúst 1985. Íslenskt sakavottorð fyrir ákærða var lagt fram undir meðförum málsins en samkvæmt því hefur ákærði ekki gerst sekur um refsiverða háttsemi svo kunnugt sé. Undir meðförum málsins var aflað sakavottorðs fyrir ákærða frá Póllandi. Samkvæmt því á ákærði talsverðan sakaferil að baki í Póllandi allt frá árinu 2012. Á árinu 2015 var hann dæmdur í 6 mánaða fangelsi skilorðsbundið fyrir fíkniefnalagabrot. Á árinu 2017 var hann dæmdur í 3 ára fangelsi. Á árinu 2018 var hann dæmdur í 4 ára fangelsi fyrir fíkniefnalagabrot. Loks var hann dæmdur á árinu 2019 í 5 ára fangelsi. Ekki verður ráðið af sakavottorðinu fyrir hvaða refsilagabrot. Við ákvörðun refsingar ákærð u er til þess að líta að um er að ræða þaulskipulagða ákvörðun um framleiðslu á umtalsvert miklu magni af sterku fíkniefni. Ákærði Jakub var aðalmaðurinn að baki skipulagningunni, en hann fékk til landsins þrjá einstaklinga sem höfðu yfir að ráða þekkingu til að búa til amfetamín eftir nitrostyrene aðferð. Ákærði Jakub greiddi fyrir ferð þessara manna til landsins og kom í hendur þeirra nauðsynlegum búnaði og efnum. Þá er til þess að líta að sumir ákærðu eiga sakaferil að baki, sem ákvörðun hefur á refsingu . Þá er einnig til þess að líta að þáttur allra er ekki jafn í brotinu, þó svo þau hafi hvert verið með sitt hlutverk, sem einkennir brotastarfsemi af þessum toga. Verður refsing ákveðin sem hér segir. Ákærði Bartlomiej Szelengiewicz sæti fangelsi í 4 ár. Frá refsingu dregst óslitið gæsluvarðhald frá 29. febrúar 2020. Ákærði Dawid Stanislaw Dolecki sæti fangelsi í 4 ár. Frá refsingu dregst óslitið gæsluvarðhald frá 29. febrúar 2020. Ákærði Grzegorz Marcin Krzton sæti fangelsi í 3 ár. Ákærði Jakub Pawel Rzasa sæti fangelsi í 4 ár. Frá refsingu dregst óslitið gæsluvarðhald frá 29. febrúar 2020. Ákærða Jarislava Davíðsson sæti fangelsi í 3 ár. Frá refsingu dregst gæsluvarðhald frá 29. febrúar 2020 til 13. mars 2020. Ákærði Krzystof Sieracki sæti fangelsi í 4 ár. Frá refsingu dregst óslitið gæsluvarðhald frá 29. febrúar 2020. 25 Í málinu er krafist upptöku samkvæmt ákæru. Um heimild er vísað til 6. og 7. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001. Jafnframt er vísað til 1. og 3. tl . 1. mgr. 69. gr. a og 1. mgr. 69. gr. b laga nr. 19/1940 og 1. mgr. 37. gr. laga nr. 16/1998. Með vísan til greindra lagaákvæða fer upptaka fram með þeim hætti sem í dómsorði nánar greinir. Í þeim efnum er áréttað að samkvæmt 1. tl. 69. gr. a laga nr. 19/ 1940 má gera upptæka með dómi hluti sem hafa verið notaðir við framningu brots. Gildir það um bifreið ákærðu Jarislövu sem notuð var við að flytja fíkniefnin. Þá má samkvæmt 1. mgr. 69. gr. b sömu laga gera upptækt með dómi verðmæti sem tilheyra einstaklin gi sem hefur gerst sekur um brot þegar brotið er til þess fallið að hafa í för með sér verulegan ávinning og getur varðað að minnsta kosti 6 ára fangelsi. Gildir það um haldlagða fjármuni í eigu ákærðu Jarislövu, en báðum skilyrðum þessa ákvæðis er fullnæg t. Ákærðu greiði sakarkostnað samkvæmt sakarkostnaðaryfirliti og málsvarnarlaun skipaðra verjenda sinna, svo sem í dómsorði greinir. Við ákvörðun málsvarnarlauna hefur verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Mál þetta flutti af ákæruvaldsins hálfu Anna B arbara Andradóttir settur saksóknari. Dóm þennan kveður upp Símon Sigvaldason héraðsdómari. Dómsorð: Ákærði, Bartlomiej Szelengiewicz, sæti fangelsi í 4 ár. Frá refsingu dregst óslitið gæsluvarðhald ákærða frá 29. febrúar 2020. Ákærði, Dawid Stanislaw Dolecki, sæti fangelsi í 4 ár. Frá refsingu dregst óslitið gæsluvarðhald ákærða frá 29. febrúar 2020. Ákærði, Grzegorz Marcin Krzton, sæti fangelsi í 3 ár. Ákærði, Jakub Pawel Rzasa, sæti fangelsi í 4 ár. Frá refsingu dregst óslitið gæsluvarðhald ákærða f rá 29. febrúar 2020. Ákærða, Jarislava Davíðsson, sæti fangelsi í 3 ár. Frá refsingu dregst gæsluvarðhald ákærðu frá 29. febrúar 2020 til 13. mars 2020. Ákærði, Krzystof Sieracki, sæti fangelsi í 4 ár. Frá refsingu dregst óslitið gæsluvarðhald ákærða frá 2 9. febrúar 2020. Upptækt er gert til ríkissjóðs 3.024,82 g af amfetamíni og 5,58 g af maríhúana, 25 lítra tunna, 50 lítra tunna, fittings, 20 lítra brúsi (munaskrá 145323), 6 60 lítra tunnur, 26 25 lítra tunna, eitt skefti, 1 25 lítra brúsi, 3 pokar blandað sorp ásamt öllu því sem í þeim er, 4 5 lítra brúsar, 5 þykkir gúmmíhanskar, blandað sorpi í poka, 25 lítra brúsi, leðurhanskar, mælikanna, klæði, koddaveri, plastkassi, 10 kg plastkassi, 3 fittings, áldós, notaðir hanskar, 8 brúsar (munaskrá 144503), PH st rimlar, lofttæmingavél, lofttæmingapokar, 2 5 lítra brúsar merkt Aseton, 2 5 lítra White Sprit brúsar, 5 lítra Steinolíu brúsi, 5 lítra saltsýrubrúsi, glerkrukka með grænu loki, glerkrukka merkt súrum gúrkum, kol, 25 kg poki merktur Vítissódi, vog, 2 mælik önnur, trekt, poki með munum í, 4 rör, loki, slanga, 2 hvítir heilgallar, 3 plastyfirbreiðslur, 2 þykkir gúmmíhanskar, 53 lítra skiljunarsíló (munir 514832, 514837, 514838, 514845 - 514872, sbr. munaskrá 14498), barki, 25 kg poki merktur Caustic Soda, 5 umbú ðir af Bobo Vita barnamat, 4 plastbrúsar (munaskrá 144501), 25 lítra tunna, 5 steinolíubrúsar (munaskrá 144502), 9 glerflöskur (munaskrá 144507), plastfilma (munaskrá 144567), 5 pakkar af vakúm pokum, 2 pakkar af PH strimlum (munir 514681 - 514683, sbr. muna skrá 144458), 25 lítra tunna með Ísóprópanól (munur 514767, sbr. munaskrá 144483), turntölva (munur 514823, sbr. munaskrá 144483), Iphone 6s snjallsími (munur 514904, sbr. munaskrá 144505), Huawei farsími (munur nr. 514962, sbr. munaskrá 144525), Iphone 8 snjallsími (munur 514959, sbr. munaskrá 144523), Kiano farsími (munur 515077, sbr. munaskrá 144568), Iphone 8 (munur 514968, sbr. munaskrá 144526), BMW bifreið með einkanúmerinu JARA, policy JNY úðavopn og tvær rafbyssur (munaskrá 144460) og haldlagðir fjá rmunir, 5.050.000 krónur í eigu ákærðu Jarislövu. Ákærðu greiði sameiginlega 3.591.195 krónur í sakarkostnað. Ákærði Bartlomiej greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Jóns Bjarna Kristjánssonar lögmanns, 3.028.080 krónur. Ákærði Dawid greiði málsv arnarlaun skipaðs verjanda síns Stefáns Karls Kristjánssonar lögmanns, 3.188.660 krónur og 6.270 krónur í annan sakarkostnað. Ákærði Grzegorz greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Steinbergs Finnbogasonar lögmanns, 2.051.890 krónur. Ákærði Jakub gre iði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Ólafs Guðjónssonar lögmanns, 853.120 krónur og 13.200 í annan sakarkostnað. Ákærða Jarislava greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Vilhjálms H. Vilhjálmssonar lögmanns, 4.473.300 krónur. Ákærði Krzystof gr eiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Páls Kristjánssonar lögmanns, 2.936.320 krónur og 6.270 krónur í annan sakarkostnað. 27 Símon Sigvaldason