Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 19. febrúar 2020 Mál nr. S - 647/2020 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu (Kristmundur Stefán Einarsson aðstoðarsaksóknari) g egn Þorstein i Heiðar i Jónss yni Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag, var höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 28. janúar 2020, á hendur: Þorsteini Heiðari Jónssyni, fyrir eftirtalda þjófnaði með því að hafa : 1. Þriðjudaginn 28. nóvember 2017, stolið úr verslun Elko, í Skeifunni 7 í Reykjavík, tveimur Bose Quietcomfort heyrnartólum og JBL heyrnartólum, að samtals söluverðmæti 116.985 kr. [...] 2. Laugardaginn 2. desember 2017, stolið úr verslun Vínbúðarinnar, í Skeifunni 5 í Reykjavík, Vodka Life Club pela að söluverðmæti 1.744 kr., Finlandia Vodka pela að söluverðmæti 1.799 kr. og Label 5 classic black pela að söluverðmæti 1.898 kr., allt að samtals söluverðmæti 5.441 kr. [...] 3. Laugardaginn 2. desember 201 7, stolið úr verslun Iceland, að Álfheimum 74 í Reykjavík, matvörum að söluverðmæti 21.364 kr. [...] Teljast brot þessi varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls saka rkostnaðar. 2 Einkaréttarkröfur: Vegna ákæruliðar nr. 1 gerir Halldór Breiðfjörð, , fyrir hönd Elko, , kröfu um skaðabætur þannig að ákærða verði gert að greiða Elko, , kr. 116.985 auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 28.11.17 til 16.01.18 og skv. 9. gr., 1. mgr. 6. gr. sömu laga að liðnum mánuði frá 19.01.18 til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar fyrir héraðsdómi að mati dómsi ns eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi komi til málflutnings í málinu skv. 176. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Vegna ákæruliðar nr. 2 krefst Erla Skúladóttir, lögmaður, fyrir hönd Áfengis - og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR), [ , þess að ákærði verði dæmdur til að greiða kröfuhafa skaðabætur að fjárhæð kr. 5.441 auk vaxta skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 af þeirri fjárhæð frá 2. desember 2017 til 9. janúar 2018. Eftir það er krafist dráttarvaxta skv. 1. mgr. 6. gr. sbr. 9. gr. laga nna til greiðsludags. Að auki er krafist lögmannskostnaðar að mati dómsins eða samkvæmt málskostnaðarreikningi, sem Ákærði sótti ekki þing við þingfestingu málsins og hafði ekki boðað forföll en hafði verið birt ákæra og fyrirkall. Verður málið dæmt samkvæmt heimild í a - lið 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála enda var þess getið í fyrirkallinu að þanni g gæti farið um meðferð málsins. Með vísan til framanritaðs og til rannsóknargagna málsins telst framangreind háttsemi sönnuð og er hún rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði er fæddur 1993. Samkvæmt sakavottorði, dags. 21. janúar 2020, á hann að baki nokkurn sakaferil. Með dómi Héraðsdóms Reykjaness 6. nóvember 2019 var hann dæmdur til 60 daga fangelsisrefsingar fyrir akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna og sviptur ökuréttindum. Brot þau sem ákærði er í máli þessu sakfelldur fyrir voru drý gð áður en framangreindur dómur var kveðinn upp og verður honum því gerður hegningarauki vegna þeirra nú, sbr. 77. og 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Að öðru leyti hefur sakaferill ákærða ekki áhrif við úrlausn máls þessa. Við ákvörðun refsinga r verður litið til þess tíma sem liðinn er frá brotum ákærða og uns ákæra í málinu var gefin út, eða rúm tvö ár. Sú töf á meðferð málsins er óútskýrð og ljóst að ákærða verður ekki kennt um hana. Horfir það til refsimildunar. Með hliðsjón af sakarefni máls ins þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 30 daga, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. lag a nr. 22/1955. 3 Í málinu eru hafðar uppi tvær skaðabótakröfur, annars vegar af hálfu Elko vegna fyrsta ákæruliðar og hins vegar af hálfu ÁTVR vegna annars ákæruliðar. Þykja bótakröfur nægjanlega rökstuddar og verða teknar til greina, ásamt vöxtum sem í dóms orði greinir. Upphafsdagur dráttarvaxta er miðaður við þann dag er liðnir voru 30 dagar frá birtingu ákæru, sbr. og 1. mgr. 9. gr. vaxtalaga nr. 38/2001. Engan sakarkostnað leiddi af meðferð málsins. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Elín Hrafnsdóttir aðstoðarsaksóknari fyrir Kristmund Stefán Einarsson aðstoðarsaksóknara. Björg Valgeirsdóttir, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Þorsteinn Heiðar Jónsson, sæti fangelsi í 30 daga , en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940. Ákærði greiði Elko 116 .985 krónur, ásamt vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um v exti og verðtryggingu frá 28 . nóvember 201 7 til 1 3 . mars 2020 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laganna frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði Áfengis - og tóbaksverslun ríkisins 5.441 krónur í skaðabætur, ásamt vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 2. desember 2017 til 13. mars 2020 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laganna frá þeim degi til greiðsludags. Björg Valgeirsdóttir