Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 1. desember 2021 Mál nr. S - 4272/2021 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ( Baldvin Einarsson aðstoðarsaksóknari ) g egn Eydís i Hönnu Ívarsdótt u r ( Guðmundur Njáll Guðmundsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 27. október sl. , er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 14. september 2021, á hendur Eydísi Hönnu Ívarsdóttur, kt. 000000 - 0000 , [ --- ] , Reykjavík, fyrir eftirtalin brot: 1. U mferðarlagabrot með því að hafa, sunnudaginn 2. febrúar 2020, ekið bifreiðinni [ --- ] án þess að hafa öðlast ökuréttindi og óhæf til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 235 ng/ml, m etamfetamín 45 ng/ml og metýlfenidat 10 ng/ml) um Reykjanesbraut í Reykjavík, Bústaðaveg og Stjörnugróf þar sem lögregla stöðvaði aksturinn . Telst þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 . 2. Umferðarlagabrot með því að hafa, þriðjudaginn 17. mars 2020, ekið bifreiðinni [ --- ] án þess að hafa öðlast ökuréttindi og óhæf til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 205 ng/ml og metamfetamín 60 ng/ml ) um bifreiðastæði við [ --- ] í Reykjavík þar sem lögregla stöðvaði aksturinn . Telst þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 . 3. Umferðarlagabrot með því að hafa, sunnudaginn 27. mars 2020, ekið bifreiðinni [ --- ] án þess að hafa öðlast ökuréttindi og óhæf til að stjórna henni örugglega 2 vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 965 ng/ml og metamfetamín 55 ng/ml) um Miklubraut í Reykjavík þar sem lögregla stöðvaði aksturinn skammt vestan við Skeiðarvog . Telst þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 . 4. Nytjastuld, með því að hafa, föstudaginn 17. apríl 2020, í félagi við A og B , tekið til eigin nota í heimilda rleysi bifreiðina [ --- ] , sem var í eigu C , þar sem hún var stödd í Gufudal í Reykhólasveit, og ekið henni áleiðs til Reykjavíkur, suður Vestfjarðarveg að Klofningsvegi, þar sem lögregla hafði afskipti af henni. Telst þetta varða við 1. mgr. 259. gr. almen nra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. lög nr. 20/1956. 5. Umferðarlagabrot, með því að hafa föstudaginn 17. apríl 2020, ekið bifreiðinni [ - -- ] , án ökuréttinda, frá Gufudal í Reykhólasveit, ófær um að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 130 ng/ml) áleiðis til Reykjavíkur, suður Vestfjarðarveg að Klofningsvegi, þar sem ákærða stöðvaði bifreiðina. Telst þetta varða við 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. sbr. 2. mgr. 50. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 6. Umferðarlagabrot með því að hafa, mánudaginn 20. apríl 2020, ekið bifreiðinni [ --- ] án þess að hafa öðlast ökuréttindi og óhæf til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 300 ng/ml, MDMA 495 ng/ml og metýlfeni dat 150 ng/ml) um Móaveg í Reykjavík þar sem lögregla stöðvaði aksturinn . Telst þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 . 7. Umferðarlagabrot með því að hafa, laugardaginn 13. júní 2020, ek ið bifreiðinni [ --- ] án þess að hafa öðlast ökuréttindi og óhæf til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 90 ng/ml og metýlfenidat 20 ng/ml) um Bíldshöfða í Reykjavík þar sem lögregla stöðvaði 3 aksturinn við hús númer 20 , og að hafa notað farsíma án handfrjáls búnaðar við aksturinn. Telst þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. , 1. mgr. 58. gr. og 1. mgr. 57. gr., sbr. 1. mgr. 94. gr. og 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 8. Þjófnað með því að hafa, su nnu daginn 26. júlí 2020 , stolið iPhone 11 í svörtu hulstri sem innihélt debet - og kreditkort frá Íslandsbanka og Costco - kort, í verslun inni Álfheimar, Álfheimum 2 í Reykjavík . Telst þetta varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 9. Þj ófnað með því að hafa, föstu daginn 16. október 2020, stolið farsíma, veski og lyklaveski D , kt. 000000 - 0000 , á heimili hennar að [ --- ] í Reykjavík, og notað í gegnum símann aðgang að Netgíró - reikningi D í alls 12 skipti við kaup á varningi í Reykjavík og þ annig stolið samtals 793.679 krónum með nánar tilgreindum hætti: Dags.: Tími: Verslun: Staður: Fjárhæð: 1 16.10.2020 21:35 Hagkaup Skeifunni 52.229 kr. 2 16.10.2020 21:30 Hagkaup Skeifunni 61.995 kr. 3 16.10.2020 21:38 Hagkaup Skeifunni 84.571 kr. 4 16.10.2020 21:43 Hagkaup Skeifunni 28.980 kr. 5 17.10.2020 12:49 Gallerí Sautján Kringlunni 184.445 kr. 6 17.10.2020 12:55 Gallerí Sautján Kringlunni 84.100 kr. 7 17.10.2020 13:54 Kaupfélagið Kringlunni 51.785 kr. 8 17.10.2020 14:49 Nova Kringlunni 195.372 kr. 9 18.10.2020 01:36 Hagkaup Skeifunni 40.233 kr. 10 19.10.2020 23:59 Hagkaup Skeifunni 4.821 kr. 11 18.10.2020 01:38 Hagkaup Skeifunni 1.449 kr. 12 17.10.2020 14:24 Hagkaup Kringlunni 3.699 kr. Samtals 793.679 . Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 10. Umferðarlagabrot með því að hafa, þriðjudaginn 8. desember 2020, ekið bifreiðinni [ --- ] án þess að hafa öðlast ökuréttindi og óhæf til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna og slævandi lyfja (í blóði mældist 4 metýlfenidat 80 ng/ml og alprazólam 27 ng/ml) um Skeifuna í Reykjavík, þar sem lögregla hafði afskipti af henni á bifreiðastæði við verslun Hagkaups. Telst þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 48. gr., 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., allt sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. M: 007 - 2020 - 73356 Þess er krafist að ákærð a verði dæmd til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar skv. 101. gr. laga nr. 77/2019. Einkaréttarkröfur: Í ákærulið 9 gerir D , kt. 000000 - 0000 , þá kröfu að ákærðu verði gert að greiða henni 660.000 krónur í skaðabæ tur auk vaxta skv. 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá tjónsdegi þann 16. október 2020 þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar, en síðan dráttarvexti skv. 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga, frá þeim degi til greiðslu dags. Ákærða hefur játað skýlaust fyrir dómi þá háttsemi sem henni er gefið að sök samkvæmt ákæru og samþykkt bótakröfu vegna ákæruliðar nr. 9 í ákæru. Sannað er með játningu ákærðu og öðrum gögnum málsins að ákærða er sek um þá háttsemi sem henni er gefi n að sök og eru brot hennar rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda, verjanda ákærðu og ákærðu hafði verið gefi n n kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Ákæruvaldið gerir sömu dómkröfur og greinir í ákæru. Ákærða krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og að svipting ökuréttar verði til eins skamm s tím a og hægt er eða felld niður. Þá er krafist hæf ilegrar þóknunar til handa verjanda. Ákærða er fædd í desember 2000 . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 9 . september 2021, hefur ákærða einu sinni áður sætt refsingu en sakaferill hennar hefur ekki áhrif á ákvörðun refsingar í þessu máli. Við ák vörðun refsingar verður litið til þess að ákærða hefur skýlaust játað fyrir dómi þá háttsemi sem henni er gefi n að sök samkvæmt ákæru og samþykkt bótakröfu vegna ákæruliðar nr. 9 í ákæru. Sömuleiðis verður litið til þess að á sakavottorði ákærðu er aðeins eitt brot en það brot hefur ekki áhrif á refsingu í þessu máli. Þá verður einnig litið til þess sem fram kom í máli verjanda ákærðu að ákærða sé ung að árum, hún iðrist, hafi tekið á sínum vímu efnavanda, farið í langtíma 5 vím uefnameðferð , sæki AA fundi og sé virk í því starfi og sé að leggja sig alla fram við að snúa lífinu sínu til betri vegar . Þá taki hún nú þátt í endurhæfingarúrræði Grettistaks og stefnir á nám eftir áramót . Er þetta stutt gögnum. Þá kom einnig fram í máli verjanda að ákærða hafi ekki gerst brotleg við lög síðan hún drýgði síðasta brotið í ákærunni. Verður framangreint metið ákærðu til refsimildunar sbr. 4., 5. og 8. tölulið 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Á hinn bóginn horfir til refsiþ yngingar að ákærða er nú sakfelld fyrir að aka ítrekað undir árifum ávana - og fíkniefna , fyrir ítrekuð þjófnaðarbrot og nytjastuld . Sömuleiðis horfir til refsiþyngingar að brot samkvæmt 4. ákærulið var framið í félagi við tilgreinda aðila , sbr. 2. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með hliðsjón af framangreindu, sakarefni þessa máls og ákvæðum 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 þykir refsing ákærðu hæfilega ákveðin fangelsi í 3 mánuði , en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærð a almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Með vísan til lagaákvæða í ákæru er ákærða svipt ökurétti í fjögur ár og sex mánuði á r frá birtingu dóms þessa að telja. Líkt og að framan greinir liggur fyrir bótakrafa í málinu vegna ákæruliðar nr. 9 í ákæru. Gerð er sú krafa að ákærðu verði gert að greiða D , 660.000 krónur í skaðabætur auk vaxta skv. 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verð tryggingu nr. 38/2001, frá tjónsdegi þann 16. október 2020 þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar, en síðan dráttarvexti skv. 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga, frá þeim degi til greiðsludags. Í þinghaldi 27. október sl. féllst ákærða á bótak röfuna. Bótakrafan var fyrst kynnt ákærðu þegar henni var birt fyrirkall málsins þann 13. október 2021 og reiknast því dráttarvextir af kröfunni þegar mánuður er liðinn frá því tímamarki. Ákærða greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Guðmundar Njá ls Guðmundssonar lögmanns , 270.940 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti, og 825.599 krónur í annan sakarkostnað. Dómsuppkvaðning hefur dregist fram yfir frest samkvæmt 1. mgr. 184. gr. laga nr. 88/2008. Dómari og málflytjendur töldu ekki þörf á því að mál ið yrði flutt að nýju. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Haukur Gunnarsson aðstoðarsaksóknari fyrir Baldvin Einarsson aðstoðarsaksóknar a . Snorri Örn Clausen , aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærða, Eydís Hanna Ívarsdóttir , sæti fangelsi í 3 mánuði, e n fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu 6 dóms þessa, haldi ákærð a almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærða er svipt ökurétti í fjögur ár og sex mánuði frá birtingu dómsins að telja. Ákærða greiði D , 660.000 krónur auk vaxta skv. 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá 16. október 2020 til 13. nóvember 2021 en með dráttarv öxtum skv. 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga, frá þeim degi til greiðsludags. Ákærða greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Guðmundar Njáls Guðmundssonar , 270.940 krónur og 825.599 krónur í annan sakarkostnað. Snorri Örn Clausen ------------ --------- --------------------- --------------------- Rétt endurrit staðfestir, Héraðsdómi Reykjavíkur , 1 . desember 2021.