Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 23. september 2020 Mál nr. E - 260/2019: X , Y og dánarbú Z (Tómas Hrafn Sveinsson lögmaður) gegn í slenska ríkinu (Einar Karl Hallvarðsson lögmaður) Dómur Mál þetta, sem höfðað var 9. janúar 2019, var dómtekið 2. september sl. að lokinni aðalmeðferð. Stefnendur eru X , [...] , Reykjavík, Y , [...] , Reykjavík, og dánarbú Z , [...] , Reykjavík. Stefndi er fjármálaráðherra, auk heilbrigðismálaráðherra, fyrir h önd íslenska ríkisins, Arnarhváli, Reykjavík. Þess er í fyrsta lagi krafist að stefndi greiði stefnanda X 5.260.000 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 5.000.000 króna frá 25. júlí 2014 til 18. júní 2015 , með sömu vöxtum af 5.260.000 krónum frá 18. júní 2015 til 23. febrúar 2017, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laganna af þeirri fjárhæð frá þeim degi til greiðsludags. Í öðru lagi er þess krafist að stefndi greiði stefnanda Y 5.000.000 króna m eð vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 25. júlí 2014 til 23. febrúar 2017, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laganna af þeirri fjárhæð frá þeim degi til greiðsludags. Í þriðja lagi er þess krafist að stefndi greiði stefnanda dána rbúinu 1.421.734 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 10. október 2014 til 23. febrúar 2017, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laganna af þeirri fjárhæð frá þeim degi til greiðsludags. Stefnendur krefjast einnig málskos tnaðar. Stefndi krefst sýknu auk málskostnaðar. Helstu ágreiningsefni og yfirlit málsatvika Í málinu er deilt um kröfur stefnenda um greiðslu útfararkostnaðar og miskabóta vegna dauða Z á Landspítala Íslands Háskólasjúkrahúsi (LSH) 25. júlí 2014. Með aðilum er verulegur ágreiningur um ýmis nánari atvik málsins, einkum þau sem lúta að 2 málsástæðum stefnenda um að dauða Z megi rekja til stórkostlegs gáleysis starfsmanna LSH. Þá mótmælir stefndi öllum fjárhæðum í kröfugerð stefnenda. Svo sem nánar greinir síðar hafa stefnendur ekki fengið aðgang að sjúkraskrám Z og er því takmörkuðum gögnum til að dreifa um atvik málsins. Deila aðilar einnig um það hvernig þessi skortur á gögnum horfi við sönnunarbyrði þeirra svo og hvort málið teljist af þessum ástæðum svo vanreifað að vísa beri því sjálfkrafa frá dómi. Nánari atvik málsins eru þau að í lok júní 2014 uppgötvaðist krabbamein í ristli Z heitins, en samkvæmt gögnum málsins hafði hann sögu um arfgenga segahneigð og var á blóðþynningarmeðferð. Hinn 3. júlí þess árs fór Z í innskriftarviðtal hjá LSH og mánudaginn 14. sama mánaðar gekkst hann undir skurðaðgerð. Sunnudaginn 20. sama mánaðar fó r Z í hjartastopp en var endurlífgaður. Var í framhaldinu gerð skurðaðgerð á Z og fannst þá mikið blóð í kviðarholi og rof á samtengingu á ristli frá aðgerð 14. júlí. Z komst aldrei til meðvitundar eftir síðari aðgerðina og lést á gjörgæslu föstudaginn 25. sama mánaðar. Fundur var haldinn með aðstandendum Z á LSH í október 2014 og voru þeir við það tækifæri beðnir afsökunar á mistökum sem orðið hefðu við meðferð Z . Samkvæmt greinargerð stefnda var andlátið tilkynnt embætti landlæknis og lögreglu auk þess se m ákveðið var að svonefnd rótargreining, þ.e. kerfisbundin rannsókn á orsökum andláts, færi fram. Tilkynning til lögreglu mun þó hafa verið afturkölluð og liggja ekki nein gögn fyrir í málinu frá lögreglu. Hins vegar liggur fyrir í málinu bréf LSH til embæ ttis landlæknis 31. mars 2015 þar sem gerð er grein fyrir niðurstöðum rótargreiningar. Er nánar vikið að bréfinu í niðurstöðum dómsins. Einnig liggur fyrir í málinu bréf landlæknis frá 14. janúar 2016 til stefnanda, X , þar sem segir meðal annars eftirfaran viðbrögð við einkennum um versnandi ástand sjúklings hafi verið ófullnægjandi og fálmkennd. Mönnun starfsfólks deildarinnar, einkum lækna, hafi verið ófullnægjandi, m.a. vegna sumarlo kana. Skráning sérfræðilækna í sjúkraskrá sjúklingsins er ekki fyrir hendi. Þá liggur fyrir að umönnun sjúklingsins var að verulegu leyti í höndum óreynds Með tölvubréfi 31. október 2014 óskuðu aðstandendur Z eftir aðgangi að sjúkraskrá hans hjá LSH en var hafnað með tölvubréfi sama dag. Með bréfi 28. febrúar 2015 báru stefnendur, X og Y , synjun LSH undir embætti landlæknis með vísan til 15. gr. a í lögum nr. 55/2009 um sj úkraskrár, með síðari breytingum. Með bréfi 10. febrúar 2016 var þeim tilkynnt um þá ákvörðun landlæknis að synja þeim aðgangs með vísan til 3 þess að hagsmunir þeirra væru fjárhagslegs eðlis, þ.e. hugsanleg krafa um miskabætur gegn stefnda, og hefðu stefnen dur þegar fengið skriflegar upplýsingar sem gerðu þeim kleift að taka afstöðu til þess hvort þau teldu sig eiga möguleika til miskabóta. Við aðalmeðferð málsins gaf stefnandi X aðilaskýrslu. Þá komu fyrir dóminn sem vitni A , aðstandandi Z heitins, B , [...] hjá LSH, og C , [...] hjá LSH. Helstu málsástæður og lagarök stefnenda Stefnendur byggja dómkröfur sínar á reglunni um vinnuveitendaábyrgð, reglu skaðabótaréttar um sérfræðiábyrgð og 2. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Þá krefjast stefnendur, X og dánarbúið, útfararkostnaðar samkvæmt 1. mgr. 12. laganna. Þau leggja áherslu á að stefndi verði að bera hallann af hvers kyns skorti á gögnum í málinu, enda hafi hann, þ.e. LSH, synjað um aðgang að sjúkraskrá þótt ljóst væri að skilyrði 15. gr. laga nr. 55 /2009 um sjúkraskrá væri fullnægt. Stefnendur vísa til þess að regla skaðabótaréttar um nafnlaus mistök eigi við um stórfelld brot ótilgreindra starfsmanna stefndu á skyldum sínum. Beita eigi ströngu sakarmati þegar háttsemi starfsmanna stefndu, sem séu s érfræðingar í heilbrigðisþjónustu, sé metin. Einnig er vísað til þess að þegar sannað er að sérfræðingur hafi gert mistök og líkur standa til þess að tjónið sé vegna þeirra, þá sé sönnunarbyrði um afleiðingar snúið við. Stefnendur líta einnig svo á að fyri r liggi viðurkenning sem sé bindandi fyrir stefnda á því að starfsmenn LSH hafi með alvarlegum hætti gert mistök. Stefnendur byggja málatilbúnað sinn einnig á því að starfsmenn stefnda hafi brugðist skyldum sínum samkvæmt mannréttindasáttmála Evrópu, en 2. gr. sáttmálans hafi verulega þýðingu fyrir heilbrigðisþjónustu. Svo hægt sé að rétta hlut stefnenda með skaðabótum sé grundvallaratriði að stefnendur og dómstólar fái fullnægjandi upplýsingar um dánarorsakir Z . Með því að neita stefnendum um gögnin hafi s tefndi brotið gegn 2. gr. mannréttindasáttmálans. Starfsmenn stefnda hafi einnig brugðist skyldum sínum samkvæmt lögum nr. 40/2007 um heilbrigðisþjónustu með því að Z heitinn hafi ekki fengið þá meðferð sem hann átti rétt á. Í þessu sambandi er einnig vísa ð til laga nr. 74/1997 um réttindi sjúklinga. Þá er vísað til þess að starfsmenn stefnda hafi brugðist skyldum sínum samkvæmt lögum nr. 55/2009 um sjúkraskrár, sbr. einkum 4. til 6. gr. laganna, og samkvæmt lögum nr. 53/1988 um heilbrigðisstarfsmenn, sbr. 1. mgr. 13. gr. laganna. Stefnendur telja að áðurgreind brot hafi verið mörg og alvarleg og sé því um að ræða stórfellt gáleysi í skilningi skaðabótaréttar. 4 Miskabótakrafa stefnenda X og Y er reist á 2. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Stefnendur te lja kröfuna hóflega þegar litið er til háttsemi starfsmanna LSH. Um afleiðingar andláts Z fyrir stefnendur benda þeir á að tengsl stefnenda við hinn látna hafi verið afar náin. Andlát hans og orsök þess hafi haft mikil áhrif á líf þeirra og beri að taka ti llit til þess við ákvörðun bóta. Kröfur um útfararkostnað byggjast á 1. mgr. 12. gr. laganna. Í fyrsta lagi geri stefnandi, X , kröfu um greiðslu 260.000 króna vegna kostnaðar við legstein. Í öðru lagi geri stefnandi, dánarbúið, kröfu um greiðslu útfararkos tnaðar sem dánarbúið hafi þurft að endurgreiða nafngreindum aðstandanda Z . Helstu málsástæður og lagarök stefnda Stefndi vísar til þess að ágreiningur aðila lúti einkum að því hvort fyrir hendi séu skilyrði 2. mgr. 26. gr. laga nr. 50/1993 til greiðslu mi skabóta til barna Z heitins. Því er mótmælt að stefnendur hafi átt rétt á aðgangi að sjúkraskrá Z eða að starfsmenn stefnda hafi með einhverjum hætti reynt að koma í veg fyrir slíkan aðgang. Þvert á móti hafi stefnendum verið leiðbeint um það hvaða ríku ás tæður þyrftu að vera fyrir hendi svo að heimilt væri að lögum að afhenda þeim afrit sjúkraskrár. Ákvörðun landlæknis 10. febrúar 2016 um að synja stefnendum aðgangs að sjúkraskrá hafi verið endanleg. Stefnendur hafi ekki borið þá ákvörðun undir dómstóla og eigi þar af leiðandi ekki lögvarinn rétt til aðgangs að sjúkraskránni. Stefndi geti þar af leiðandi ekki orðið við áskorun stefnenda um að leggja þessi gögn fram fyrir dómi og séu skilyrði 2. mgr. 67. gr. laga nr. 91/1991 ekki uppfyllt. Þar af leiðandi ei gi sú regla 1. mgr. 68. gr. laganna ekki við að stefndi eigi að bera hallann af skorti á sönnun í málinu. Þvert á móti sé það stefnenda að sanna tjón sitt og það að skilyrði 2. mgr. 26. gr. laga nr. 50/1993 séu að öðru leyti uppfyllt. Stefndi hafnar öllum málsástæðum stefnenda um að snúa eigi sönnunarbyrði við. Stefnendur verði að bera hallann af því að í málinu liggi fyrir mjög takmörkuð gögn um atvik málsins. Hafi því verið hreyft af hálfu stefnda við aðalmeðferð málsins að skortur á gögnum væri í raun þ vílíkur að varðaði sjálfkrafa frávísun málsins. Stefndi mótmælir því sérstaklega að starfsmenn LSH hafi með einhverjum hætti brugðist lögbundnum skyldum sínum eða brotið gegn réttindum Z samkvæmt þeim lögum sem stefnendur hafa vísað til. Því er sérstaklega mótmælt að sumarlokanir hafi skipt máli fyrir atvik málsins. Hvað sem líði viðvarandi skorti á heilbrigðisstarfsmönnum verði fárveiku fólki ekki vísað frá spítalanum, en verkefnum forgangsraðað eins og hægt er. 5 Stefndi leggur áherslu á að sú rannsókn sem LSH hafi átt forgöngu um, svo og athugun embættis landlæknis, hafi ekki haft það að markmiði að slá fastri sök eða fjalla um skilyrði skaðabótaábyrgðar. Þótt í þessum gögnum sé komist að þeirri niðurstöðu að nokkur atriði hafi mátt betur fara við meðferð Z felist ekki í því nein viðurkenning á sök, hvað þá stórkostlegri sök. Er á því byggt að hafi um sök verið að ræða hafi hún verið minni háttar. Þá telur stefndi enga sönnun fram komna um að dauða Z megi rekja til slíkra ætlaðra mistaka eða hann teljist sen nileg afleiðing þeirra. Fjárhæðum miskabótakrafna er sérstaklega mótmælt sem ósönnuðum og órökstuddum. Öðrum kröfum er einnig mótmælt á sama grundvelli. Verði fallist á einhverjar kröfur stefnenda er vísað til þess að lækka eigi fjárhæðir. Að lokum er á þa ð bent að vextir sem fallið hafi til fyrir 9. janúar 2015 séu fyrndir. Niðurstaða Í málinu er ágreiningslaust að Z heitinn gekkst undir skurðaðgerð vegna krabbameins í ristli mánudaginn 14. júlí 2014. Að lokinni aðgerð var Z færður á lungnadeild sem vegna sumarleyfa mun á þessum tíma einnig hafa þjónað legu meltingarfærasjúklinga. Samkvæmt framburði A , sem heimsótti Z reglulega og fylgdist náið með líðan hans þessa daga, bar hann sig vel fyrstu dagana eftir aðgerðina, en vers naði þegar kom fram á fimmtudag. Laugardaginn 19. júlí leið yfir Z en enginn læknir var kallaður til að skoða hann og engar rannsóknir voru gerðar. Óskaði A eftir að læknir kæmi og skoðaði Z en enginn læknir kom. Samrýmist lýsing A á versnandi ástandi Z niðurstöðu rótargreiningar samkvæmt bréfi LSH til embættis landlæknis 31. mars 2015. Svo sem áður greinir er ekki um það deilt að á sunnudeginum 20. júlí 2014 fór Z í hjartastopp og fannst mikið blóð í kviði og rof á samtengingu ristils við aðgerð sem ger ð var í framhaldi af endurlífgun hans úr hjartastoppi. Að mati dómsins bendir þetta til þess að rof á tengingu ristils hafi orðið eftir aðgerðina 14. júlí 2014 og ristillinn hafi þar af leiðandi lekið. Verður einnig að ganga út frá því að þessi leki og sam farandi sýking hafi valdið hjartastoppi 20. sama mánaðar og dregið Z að lokum til dauða föstudaginn 25. sama mánaðar. Af þeim gögnum sem fyrir liggja í málinu verður dregin ályktun um að sá læknir sem framkvæmdi aðgerðina 14. júlí 2014 hafi ekki sinnt eft irfylgni með Z , en nánari ástæður þess, sem ekki liggja fyllilega fyrir, hafa ekki þýðingu fyrir sakarefnið. Samkvæmt framburði B , [...] LSH, fór þó ekki á milli mála að sá læknir, sem 6 framkvæmdi aðgerðina, bar að öðru óbreyttu meginábyrgð á eftirfarandi m eðferð hans. Þar sem fyrir lá að sá læknir sem gerði skurðaðgerðina á Z var fjarverandi bar ótvírætt að fela öðrum lækni meginábyrgð á meðferð Z og jafnframt bar að tilkynna honum um það, sbr. 2. mgr. 22. gr. laga nr. 74/1997 um réttindi sjúklinga. Verður ekki önnur ályktun dregin af atvikum málsins en að brotið hafi verið á þessum rétti Z . Verður og helst ráðið af gögnum málsins að læknanemi hafi sinnt eftirfylgni í fjarveru meðferðarlæknisins og þá án þess að njóta viðhlítandi stuðnings reyndra lækna. Dóm urinn telur trúverðugan þann framburð A að hún hafi, vegna versnandi líðanar Z , ítrekað beðið starfsfólk LSH um að kallaður yrði til læknir. Samkvæmt bréfi landlæknis til stefnanda, X , 14. janúar 2016 var skráning sérfræðilækna ekki fyrir hendi og samræmis t það þeirri niðurstöðu, sem áður greinir, að í reynd hafi enginn ákveðinn læknir borið meginábyrgð á meðferð Z . Við þessar aðstæður var það þar af leiðandi í höndum vaktahafandi hjúkrunarfræðinga að hafa samband við viðeigandi lækni eða lækna. Ágreiningsl aust er að þrátt fyrir þetta skoðaði læknir ekki Z fyrr en hann fór í hjartastopp sunnudaginn 20. júlí 2014. Verður ekki önnur ályktun dregin af þessu en sú að annaðhvort hafi misfarist hjá hjúkrunarfræðingum á legudeild Z að kalla til lækni eða læknir haf i ekki svarað kalli þeirra. Samræmist þetta niðurstöðu rótargreiningar LSH á e Hvað sem líður fyrrnefndum framburði A mátti þeim sem sáu um daglega umönnun Z einnig vera ljós þörfin á að meðferðarlæknir hans, eða annar viðeigandi sérfræðingur, væri kallað ur til. Samkvæmt niðurstöðum fyrrnefndrar rótargreiningar LSH voru lífsmörk Z þó ekki mæld með nægilega markvissum hætti (öndun var t.d. aldrei mæld) og ekki var notað svonefnt SBS - mat (stigun bráðveikra sjúklinga) þótt það hefði verið innleitt á spítalanu m árið 2007. Ekki var heldur stuðst við staðlað verkjamat. Telur dómurinn að þessi mistök hafi verið samverkandi orsök þess að ekki var brugðist við versnandi ástandi Z eða kallaður til læknir þegar tilefni varð til þess. Að mati dómsins fólu framangreind atriði, hvort sem litið er á þau heildstætt eða hvert fyrir sig, í sér alvarlega annmarka á meðferð Z eftir skurðaðgerðina og stuðluðu að því að ekki var brugðist nægilega fljótt og með viðeigandi hætti við versnandi líðan hans eftir skurðaðgerðina 14. júl í 2014. Hafa stefnendur, með framlögðum gögnum, leitt að því verulegar líkur að þessir annmarkar hafi leitt til dauða Z 25. sama mánaðar og verður 7 stefndi, við þessar aðstæður, að bera hallann af skorti á sönnun um hið gagnstæða. Er það enn fremur niðursta ða dómsins að téð mistök starfsmanna LSH og brot gegn réttindum Z sem sjúklings hafi falið í sér stórfellt gáleysi við meðferð hans. Ber stefndi því fébótaábyrgð á tjóni stefnenda vegna andláts Z bæði samkvæmt 1. mgr. 12. og 2. mgr. 26. gr. skaðabótalaga n r. 50/1993. Samkvæmt framangreindu, og að öðru leyti með vísan til málsástæðna og gagna stefnenda, verður að fullu fallist á kröfu stefnenda um greiðslu útfararkostnaðar með vísan til 1. mgr. 12. gr. laga nr. 50/1993, þó þannig að vextir eldri en fjögurra ára fyrir höfðun málsins teljast fyrndir. Við mat á miska stefnenda, X og Y , samkvæmt 2. mgr. 26. gr. laga nr. 50/1993 ber að hafa í huga í huga að þau mistök sem urðu við læknismeðferð föður þeirra voru alvarleg og ósamrýmanleg réttindum hans sem sjúklin gs. Á hinn bóginn verður einnig að líta til þess að af hálfu LSH voru stefnendur, sem voru uppkomin börn hins látna, beðin afsökunar fyrir hönd spítalans og þeirri afsökunarbeiðni var fylgt eftir með rannsókn og aðgerðum innan spítalans sjálfs. Það athugas t að lögmæti ákvörðunar LSH og embættis landlæknis um að synja stefnendum um aðgang að sjúkraskrá Z er ekki til úrlausnar í máli þessu og verður þá einnig að leggja til grundvallar að hugsanleg skaðabótaskylda stefnda vegna þeirrar ákvörðunar falli utan sa karefnis málsins. Að þessu virtu þykja miskabætur til stefnenda, X og Y , hvors um sig, hæfilega metnar 1.000.000 króna. Með vísan til 2. mgr. 8. gr. og 1. mgr. 9. gr. laga nr. 38/2001 verða dráttarvextir dæmdir frá 23. febrúar 2017 eða mánuði eftir að stef nendur settu fram ákveðna kröfu vegna málsins, en vaxtakröfu stefnenda vegna miskabóta er að öðru leyti hafnað. Eftir úrslitum málsins verður stefndi dæmdur til að greiða stefnendum sameiginlega málskostnað samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi þeirr a, samtals 1.611.630 krónur að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Af hálfu stefnenda flutti málið Tómas Hrafn Sveinsson lögmaður. Af hálfu stefnda flutti málið Einar Karl Hallvarðsson lögmaður. Skúli Magnússon héraðsdómari kveður upp dóm þennan ásamt Ing ibjörgu Þorsteinsdóttur héraðsdómara og Önnu Sverrisdóttur ristilskurðlækni. Dómsorð: Stefndi, íslenska ríkið, greiði stefnanda, X , 1.260.000 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 260.000 krónum frá 9. janú ar 8 2015 til 23. febrúar 2017, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 af 1.260.000 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Stefndi greiði stefnanda, Y , 1.000.000 króna með dráttarvöxtum frá 23. febrúar 2017 til greiðsludags. Stefndi greiði stefnanda, dánarbúi Z , 1.421.734 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 9. janúar 2015 til 23. febrúar 2017, en frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 af 1.421.734 krónum til greiðsludags. Stefndi greiði stefnendum sameiginlega 1.611.630 krónur í málskostnað. Skúli Magnússon (sign.) Ingibjörg Þorsteinsdóttir (sign.) Anna Sver r isdóttir (sign.