Héraðsdómur Reykjavíkur Ú rskurður 4 . desember 2019 Mál nr. E - 4133/2019 : A ( Friðbjörn Eiríkur Garðarsson lögmaður) gegn B ( Sveinn Andri Sveinsson lögmaður) Úrskurður Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar um kröfu stefnda um frávísun málsins eftir munnlega n málflutning þann 28. nóvember sl. , er höfðað af A, [..., ...] H éraðsdómi Reykjavíkur á hendur B , [..., ...] . I. Stefnandi krefst þess: 1. Að stefndi v erði dæmdur til að greiða stefnanda 540.075.000 krónur með dráttarvöxtum , skv. 1. mgr. 6. gr. vaxtalaga nr. 38/2001, frá 2. júlí 2019 til greiðsludags. 2. Að staðfest verði kyrrsetningargerð sú, sem Sýslumaðurinn á h öfuðborgarsvæðinu gerði þann 2. júlí 2019 í kröfu stefnda á hendur C , að fjárhæð 540.075.000 krónur og innt var af hendi sama dag inn á bankareikning Sýslumannsins á h öfuðborgarsvæðinu nr. 0133 - 26 - 390099. 3. Þá krefst stefnandi málskostnaðar að skaðlausu úr h endi stefnda, eftir atvikum samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi . Stefndi krefst þess að máli þessu verði vísað frá dómi og að stefnanda verði gert að greiða málskostnað að skaðlausu , skv. síðar framlögðu málskostnaðaryfirliti eða að m ati dómsins. 2 II. Málsatvik Helstu atvik varðandi þann ágreining sem hér er til umfjöllunar er að þann 2. j úlí 2019 féllst Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu á beiðni stefnanda , hér eftir nefndur varnaraðili, um kyrrsetningu kröfu stefnda , hér eftir nefndur sóknaraðil i, á hendur C að fjárhæð 540.075.000 krónur, en þessa fjárhæð átti að inna af hendi þann sama dag. Sýslumaður tók þann 2. ágúst 2019 fyrir kröfu sóknaraðila og D um endurupptöku gerðarinnar og var málinu þá frestað til 8. ágúst 2019 . Þá féllst sýslumaður á endurupptökubeiðni sóknaraðila og D . Í niðurstöðum sýslumanns segir að beiðni um endurupptöku hafi verið beint til sýslumanns með vísan til 5. gr. 22. gr. kyrrsetningarlaga . Hvað varðar endurupptökubeiðnina þá samþykki sýsl umaður að málið skuli endurupptekið þar sem krafa gerðarþola var ve ð sett 3ja manni (veðhafa) sem átti þess ekki kost að koma fram mótmælum gegn kyrrsetningunni meðan á henni stóð. Því hafi brostið heimild til að kyrrsetja eign gerðarþola með vísan til 4. m gr. 22. gr. kyrrsetningarlaga. Af þeirri ástæðu samþykki sýslumaður endurupptöku kyrrsetningarinnar. Fyrirsvarsmaður gerðarbeiðanda, varnaraðili í máli þessu, lýsti því yfir að hann myndi fara með þessa ákvörðun sýslumanns fyrir dómstóla, sbr. 2. g r. 33. gr. kyrrsetningarlaga nr. 31/1990 o g krafðist þess að gerðin frestaðist ekki. Sýslumaður féllst ekki á þetta og stöðvaði gerðina. Varnaraðili fór með málið fyrir héraðsdóm og krafðist þess aðallega að ákvörðun Sýslumannsins á höfuðborgarsvæð inu frá 8. ágúst 2019 um að kyrrsetingargerð nr. 2019 - 0216109 sk yldi endurupptekin og ómerkt. Varakrafa varnaraðila var að yrði aðalkröfunni hafnað staðfesti dómurinn með úrskurði sínum að kæra til æðri dóms frestað r i endurupptöku gerðar nr. [...] . Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur var máli þessu vísað frá dómi með þeim rökum að í málinu skorti verulega á skýrleika þess hvað f æ list í ákvörðun sýslumannsins í því máli sem til úrlausnar væri og hvaða áhrif sú ákvörðun h efði á þá kyrrsetningar gerð sem staðfestingarmál sé rekið út af. Þá sagði jafnframt að telja yrði óhjákvæmilegt að krafa sóknaraðila yrði einnig að taka til B , sóknaraðila í þessu máli. Því væri óhjákvæmilegt að vísa málinu frá dómi. Varnaraðili skaut niðurstöðu framang reinds úrskurðar héraðsdóms til Landsréttar en niðurstaða þar liggur ekki fyrir. 3 Eins og rakið hefur verið var niðurstaða sýslumanns fortakslaus um að af þeim ástæðum sem hann rakti að brostið hafi heimild til að kyrrsetja eign gerðarþola með vísan til 4. mgr. 22. gr. kyrrsetningarlaga nr. 31/1990 og af þeirri ástæðu samþykki sýslumaður endurupptöku kyrrsetningarinnar. Dómurinn telur í ljósi þess að kyrrsetningargerðin hefur verið endurupptekin sé gerðinni ekki lokið. Telja verður því með v ísan til þessa að um sé að ræða réttindi sem ekki séu orðin til í skilningi 26. gr. laga nr. 91/1991 og því ekki lögvarða hagsmuni varnaraðila um að fá staðfesta kyrrsetningu na þar sem henni er ekki lokið samkvæmt framansögðu, sbr. 25. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Þegar af þessum sökum verður ekki komist hjá því að vísa málinu frá dómi. Að fenginni þessari niðurstöðu og með vísan til 130. gr. laga nr. 91/1991 ber að dæma varnaraðila til að greiða sóknaraðila málskostnað sem telst hæfil ega ákveðin eins og nánar er kveðið á um í úrskurðarorði. Þórður Clausen Þórðarson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð : Máli þessu er vísað frá dómi. Varnaraðili, A, greiði sóknaraðila, B 500.000 krónur í málskostnað. Þórður Clausen Þórðarson