Héraðsdómur Reykjavíkur Ú rskurður 30 . nóvember 2020 Mál nr. E - 2567/2020: EC - Clear ehf. ( Jóhannes Ingi Kolbeinson ólöglærður ) gegn Arion bank a hf. (Dóra Sif Tynes lögmaður) Borgun hf . (Stefán A Svensson lögmaður) Íslandsbank a hf. (Hörður Felix Harðarson lögmaður) Landsbank anum hf. (Gunnar Viðar lögmaður) Valitor hf. ( Halldór Brynjar Halldórsson lögmaður) Úrskurður 1. Mál þetta, sem var þingfest 21. apríl sl., var tekið til úrskurðar að loknum munnlegum málflutningi 5. nóvember sl. 2. Stefnandi er EC Clear ehf., Dvergholti 1 í Mosfellsbæ. Stefndu eru Arion banki hf., Borgartúni 19, Reykjavík, Borgun hf., Ármúla 30, Reykjavík, Íslandsbanki hf., Hagasmára 3, Kópavogi, Landsbankinn hf., Austurs træti 11, Reykjavík, og Valitor hf., Dalshrauni 3, Hafnarfirði. 3. Stefnandi krefst þess aðallega að stefndu greiði honum óskipt 922.921.239 kr. með dráttarvöxtum, samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, frá 30. júní 2016 til greiðsludags. Til vara gerir st efndi fjórar kröfur: Fyrsta varakrafa er að stefndu greiði 2 stefnanda óskipt skaðabætur auk vaxta og dráttarvaxta að mati dómsins. Önnur varakrafa er að hver hinna stefndu greiði stefnanda skaðabætur auk vaxta og dráttarvaxta að mati dómsins. Þriðja varakra fa er að viðurkennd verði óskipt skaðabótaábyrgð stefndu gagnvart K orta hf., kt. 430602 - 3650, vegna brota gegn 10. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993 og nr. 44/2005 og 53. gr. samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög nr. 2/1993, með verðsamráði sem fóls t í einhliða ákvörðun stefndu Borgunar hf. og Valitors hf., bæði sameiginlega með krossfærsluhirðingu og í sitthvoru lagi, á samræmdum milligjöldum fyrir debetkort á tímabilinu 2003 2015, eða yfir skemmra tímabil að mati dómsins. Fjórða varakrafa er annars vegar að viðurkennd verði skaðabótaábyrgð stefndu Borgunar hf. og Valitor s hf. gagnvart K orta hf. vegna brota gegn 12. gr., sbr. 10. gr., samkeppnislaga nr. 8/1993 og nr. 44/2005 og 53. gr. samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög nr. 2/1993, með verðsamráði sem fólst í einhliða ákvörðun stefndu Borgunar hf. og Valitors hf., bæði sameiginlega með krossfærsluhirðingu og í sitthvoru lagi, á samræmdum milligjöldum fyrir debetkort á tímabilinu 2003 2015, eða yfir skemmra tímabil að mati dómsins. Hins v egar er fjórða varakrafa að viðurkennd verði skaðabótaábyrgð stefndu Arion banka hf., Íslandsbanka hf. og Landsbankans hf. gagnvart K orta hf. vegna brota á 10. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993 og nr. 44/2005 og 53. gr. samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög nr. 2/1993, með verðsamráði sem fólst í einhliða ákvörðun stefnu Borgunar hf. og Valitors hf., bæði sameiginlega með krossfærsluhirðingu og í sitthvoru lagi, á samræmdum milligjöldum fyrir debetkort á tímabilinu 2003 2015, eða yfir skemmra tímabil að mati dómsins. 4. Stefndu krefjast frávísunar málsins frá dómi og hafa allir kosið að leggja einungis fram greinargerð um þá kröfu , sbr. 2. mgr. 99. gr. laga nr. 91/1991. 5. Framangreindar frávísunarkröfur stefndu er u til úrlausnar í þessum úrskurði. Stefnan di krefst þess að þeim verði hafnað. I. 6. Mál þetta á rætur að rekja til samkeppnislagabrota og ætlaðra samkeppnislagabrota stefndu á greiðslukortamarkaði. Stefnandi krefst í máli þessu skaðabóta úr hendi stefndu vegna ætlaðs tjóns félagsins vegna tiltekinna r starfsemi stefndu. 7. Seinni hluta árs 2002 hóf Kortaþjónustan hf. í samstarfi við PBS/ Tell e r a ð veita þjónustu hér á landi á sviði færsluhirðingar fyrir greiðslukort. Kortaþjónustan fékk síðar nafnið Korta hf . 3 8. Samkeppniseftirlitið hóf á árinu 2006 rannsókn á samkeppnislagabrotum stefnda Valitors hf., sem þá hét Greiðslumiðlun hf., stefnda Borgunar hf., sem þá hét Kreditkort hf. og Fjölgreiðslumiðlunar hf., síðar Greiðsluveitan hf., í greiðslukortaviðskiptum, ein kum á árunum 2002 til 2006. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins laut að ólögmætu samráði allra fyrirtækjanna og misnotkun Valitors á markaðsráðandi aðstöðu. Með sáttum við Samkeppniseftirlitið viðurkenndu þessi fyrirtæk i ýmis samkeppnislagabrot og féllu st á gr eiðslu sektar og að hlíta ýmsum skilmálum í því skyni að stuðla að virk r i samkeppni á greiðslukortamarkaði. Greint var frá þ essari niðurstöðu 10. janúar 2008 í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 4/2008. Er þar nánar rakið til hvaða brot a ákvörðun in tekur. Hvað Valitor varðaði fól ust brot þess í margvíslegum ólögmætum aðgerðum til að hrekja stefnanda og samstarfsaðila hans út af markaði, s.s . með því að nýta upplýsingar um viðskiptavini stefnanda og bjóða þeim sérstök kjör í því skyni að fá þá til að hætta í viðskiptum við stefnanda og ýmsum tæknilegum hindrunum til að gera stefnanda erfiðara um vik að framkvæma viðskipti . Þá er í ákvörðuninni rakið að stefndu Valitor og Borgun hafi haft með sér margvíslegt ólögmætt samráð, m.a. með skiptingu markaða, samkom ulagi þessara tveggja stefndu við Kaupmannasamtökin um þóknun söluaðila vegna debetkorta gegn lækkun á þóknun vega kreditkorta, samráð um þóknun söluaðila vegna debetkorta, samráð um markaðs - og kynningarstarf og samningu ýmis s konar skilmála sem höfðu áhrif á rekstur söluaðila og hagsmuni korthafa og reglubundið samráð þessara stefndu og Fjölgreiðslumiðlunar um reglubundin upplýsingaskipti um viðskiptaleg málefni, m.a. um verð og verðlagningaráform Valitors og Borgunar. 9. K ortaþ jónustan hf. höfðaði mál gegn framangreindum þremur fyrirtækjum með stefnu 16. desember 2014 og krafðist skaðabóta vegna þeirra samkeppnislagabrota sem fjallað var um í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 4/2008. Málinu lauk með dómsátt 3. mars 2015 en sam kvæmt henni skyldu fyrirtækin greiða Kortaþjónustunni hf. samtals 250.250.000 krónur. Með sáttinni lýs ti stefnandi því yfir , skilyrðislaust og óafturkræft, að í henni f æ list fullnaðaruppgjör vegna þeirra brota sem lýst er í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 4/2008 og í því felist m.a. að stefnandi geti ekki krafist frekari bóta fyrir mögulegt tjón sem framangreind brot kunni að hafa valdið honum eftir það rannsóknartímabil sem ákvörðunin tók til. Jafnframt kemur fram að sáttin takmarki ekki rétt stefnanda til að hafa uppi skaðabótakröfu vegna annarra meintra brota en þeirra sem rakin eru í framangreindri ákvörðun, þ. á m.vegna meintrar samræmingar milligjalda sem rakin séu í andmælaskjali Samkeppniseftirlitsins frá 8. mars 2013, og annarra meintra 4 brota se m þar séu rakin , að því gættu að stefnandi hafi orðið fyrir tjóni vegna þeirra til viðbótar því tjóni sem leiddi af háttsemi sem lýst er í ákvörðuninni og/eða krafist var bóta fyrir í stefnu þess máls. Enn fremur er vísað til matsgerðar sem lá fyrir í máli nu, dags. 29. október 2013 , og segir að tjón sem metið er í þeirri matsgerð teljist uppgert með sáttinni. 10. Samkeppniseftirlitið hóf aðra rannsókn á meintum samkeppnislagabrotum allra stefndu á greiðslukortamarkaði í kjölfar erindis Kortaþjónustunnar hf. 3. apríl 2009. Rannsóknin náði meðal annars til ætlaðs ólögmæts samráðs útgefenda greiðslukorta í tengslum við ákvörðun milligjalda og meintrar samtvinnunar á færsluhirðingu og vildarkjörum VISA - korthafa. Samkeppniseftirlitið gaf ú t andmælaskjal vegna rannsók narinnar 8. mars 2013. Þar er lýst því frummati Samkeppniseftirlitsins að stefn d u hafi með margvíslegum hætti brotið samkeppnislög, m.a. með óbeinu verðsamráði hin na stefndu banka og beinu verðsamráði Valitors og Borgunar tengdu ákvörðun um milligjöld , þ. á m. gjöld fyrir krossfærsluhirðingu og með því að hinir stefndu bankar , sem séu í markaðsráðandi stöðu, hafi mismunað Kortu og samstarfsaðila hans í samanburði við Valitor og Borgun í sams konar viðskiptum og með því brotið gegn ákvæðum 11. gr. samkeppnis laga. 11. Framangreindri r annsókn Samkeppniseftirlitsins lauk 30. apríl 2015 með ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 8/2015 sem byggðist á sáttum sem stefndu gerðu við eftirlitið vegna málsins 9. júlí, 20. ágúst og 15. desember 2014. Í ákvörðuninni kom meðal annars fram að fyrirkomulag um ákvörðun milligjalda hefði falið í sér óbeina samvinnu um verð milli útgefenda á greiðslukortum á því tímabili sem rannsóknin beindist að , 1. janúar 2007 til 31. desember 2009. Þetta óbeina samstarf hafi falist í því að útgef endur, sem voru stóru bankarnir þrír, hafi með samningum falið annars vegar Borgun hf. og hins vegar Valitor hf. að ákvarða í verðskrám milligjöld vegna notkunar VISA - og MasterCard - greiðslukorta. Í framkvæmd hafi umrædd milligjöld verið ákvörðuð með samræ mdum hætti. Jafnframt hafi þetta fyrirkomulag falið í sér að á vettvangi samtaka stefndu tveggja, Borgunar hf. og Valitors hf., hafi átt sér stað samvinna og framkvæmd sem ekki hafi verið í samræmi við 12. gr. samkeppnislaga. Þá segir í ákvörðuninni að þar sé ekki f jallað sérstaklega um ýmsa háttsemi stefndu sem greint er frá í andmælaskjalinu og vísar Samkeppniseftirlitið til þess að það hafi heimild , samkvæmt 3. mgr. 8. gr. samkeppnislaga , til þess að ákveða að einungis hluti mál s ljúki með efnislegri nið urstöðu, enda sé það mat eftirlitsins að stefndu hafi fallist á umfangsmikil skilyrði sem ætlað sé að eyða mögulegum samkeppnishindrunum. 5 12. Kortaþjónustan hf. höfðaði mál á hendur stefndu með stefnu 13. janúar 2015 til greiðslu skaðabóta vegna framangreinds samráðs stefndu, einkum vegna ákvörðunar þeirra um milligjöldin, þ.e. greiðslu færsluhirða til kortaútgefenda. Til grundvallar málatilbúnaði stefnanda lá m.a. áðurnefnt andmælaskjal Samkeppniseftirlitsins frá 8. mars 2013 auk matsgerðar dómkvaddra matsmanna á ætluðu tjóni stefnanda. Í matsbeiðni var óskað eftir því að metið yrði umfang missis hagnaðar stefnanda og annað tjón sem leitt hafi af þeirri háttsemi stefndu sem lýst er í andmælaskjalinu, en síðar var á kveðið að efni matsgerðar skyldi takmarkast við mat á tjóni vegna ákvörðunar milligjalda á debetkortamarkaði . Með dómi Hæstaréttar 1. júní 2017 , í máli nr. 239/2017 , var staðfestur úrskurður héraðsdóms um frávísun málsins frá dómi vegna vanreifunar á aðild stefnanda. Taldi dómurinn að verulega skorti á fullnægjandi upplýsingar um aðkomu og hlutdeild Teller A/S í viðskiptum Kortaþjónustunnar hf. á því tímabili sem um ræddi . 13. Kortaþjónustan hf. höfðaði mál að nýju á hendur stefndu 28. september 2017 og kvaðst þá hafa lagfært þá ágalla á fyrri málatilbúnaði sínum sem leiddu til frávísunar fyrra málsins. Með úrskurði Landsréttar 9. maí 2018 , í máli nr. 289/2018 , var staðfestur úrskurður héraðsdóms um frávísun málsins frá dómi vegna vanreifunar. 14. Stefnandi höfðað i mál að nýju á hendur stefndu með stefnu birtri 8. nóvember 2018 en með kröfuframsali, dagsettu 7. nóvember s.á., framseldi Kortaþjónustan hf. allar bótakröfur sínar á hendur stefndu , vegna samkeppnislagabrota þeirra , til stefnanda. Með úrskurði Landsrétt ar 15. apríl 2019 í máli nr. 167/2019 var úrskurður héraðsdóms um frávísun málsins staðfestur vegna vanreifunar á aðild, bæði til sóknar og varnar . A uk þess sem stefnandi þótti hvorki hafa leitt nægilegar líkur að því að hann hefði orðið fyrir tjóni né gert viðhlítandi grein fyrir tengslum ætlaðs tjóns síns við þau samkeppnisbrot stefndu sem hann vísaði til og þannig ekki bætt úr fyrri ágöllum á málatilbúnaði Kortaþjónustunnar hf. 15. Mál þetta var höfðað í fjórða sinn með stefnu þingfestri 24. október 2019. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E - 5863/2019, sem kveðinn var upp hinn 15. nóvember 2019, var stefnanda gert að leggja fram málskostnaðartryggingu i nnan fjögurra vikna frá uppk vaðningu úrskurðarins . Af því varð ekki og var málið því fellt niður. 16. Nú hefur stefnandi höfðað málið að nýju . Sakarefnið er það sama og í fyrri úrlausnum dómsins. Stefndu telja enn að annmarkar séu á málatilbúnaði stefnanda sem leiða eigi til 6 frávísunar málsins frá dómi. Stefnandi byggir á hinu gagnstæða og kveðst hafa lagfært kröfugerð sína og málatilbúnað allan. I I. 17. Málsástæður og lagarök stefndu fyrir frávísun málsins frá dómi eru í meginatriðum þær sömu og verða raktar í einu lagi. Stefndu byggja í fy rsta lagi á því að aðild til sóknar og varnar sé vanreifuð. Annars vegar sé kröfugerð stefnanda mun víðtækari en framsalssamningur stefnanda og Kortaþjónustunnar ehf. heimili. Þannig vísi framsalssamningurinn til krafna vegna þeirra samkeppnisbrota sem lýs t sé í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 8/2015, þar sem fjallað hafi verið um brot á tímabilinu 1. janúar 2007 til 31. desember 2009, en kröfugerð stefnanda taki til skaðabótaábyrgðar vegna brota yfir mun lengra tímabil. Framsalið varði auk þess sakaref ni sem hafi áður verið vísað frá dómi. Hins vegar sé aðild til varnar vanreifuð að því leyti að engin grein sé gerð fyrir því hvernig til óskiptrar ábyrgðar stefndu ætti að geta komið eða að skilyrði samlagsaðildar séu uppfyllt. Í því sambandi leggja stefn du áherslu á að samkvæmt umræddri ákvörðun Samkeppniseftirlitsins hafi verið um að ræða ólögmætt samráð á vettvangi stefnda Borgunar hf. annars vegar og Valitors hf. hins vegar. Það fái ekki staðist að líta á þetta tvenns konar samráð sem eitt brot sem lei ða eigi til óskiptrar ábyrgðar. 18. Í annan stað telja stefndu að málatilbúnaður stefnanda sé í heild sinni slíkum annmörkum háður að ekki verði úr bætt undir rekstri málsins og beri því að vísa málinu enn á ný frá dómi með vísan til 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Stefndu vísa til þess að ekki verði skýrlega ráðið af málatilbúnaði stefnanda hvort hann reki málið á þeim grundvelli að niðurstaða samkeppnisyfirvalda hafi falið í sér lögfulla sönnun um ólögmæta háttsemi eða hvort stefnandi hyggist færa sönnur á brot stefndu með sjálfstæðri sönnunarfærslu í málinu. Stefnandi byggi þannig málatilbúnað sinn ekki eingöngu á ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 8/2015 heldur einnig andmælaskjali sömu stofnunar 8. mars 2013. Í þessu sambandi vísa s tefndu til þess að endanleg niðurstaða Samkeppniseftirlitsins hafi verið sú að stefndu hefðu með samráði brotið gegn 10. gr. samkeppnislaga og 53. gr. EES - samningsins. Í málinu reyni stefnandi hins vegar enn á ný að byggja málatilbúnað sinn á 11. gr. samke ppnislaga, sem varði misnotkun á markaðsráðandi stöðu, með því að halda því fram að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins hafi falið í sér sönnun fyrir því að Kortaþjónustan ehf. hafi orðið fyrir tjóni vegna 7 aðgangshindrana. Þannig vísi stefnandi til þess að Kor taþjónustan ehf. hafi ekki haft aðgang að innlendu greiðslumiðlunarkerfi á þeim tíma sem hér um ræðir, gagnstætt stefndu Borgun hf. og Valitor hf., og hafi síðarnefnda félagið nýtt sér markaðsráðandi stöðu sína sem færsluhirðir til þess að bjóða söluaðilum sérstök kjör í því skyni að hindra að þeir færðu viðskipti sín til Kortaþjónustunnar ehf. 19. Til stuðnings málsástæðu sinni um vanreifun benda stefndu á það að málinu hafi áður verið vísað frá dómi með vísan til þess að ekki hefði verið sýnt fram á orsakasam hengi milli þeirra samkeppnisbrota sem stefnandi grundvalli málssókn sína á og þess tjóns sem hann krefjist að verði viðurkennt. Stefnandi hafi ekki bætt úr þessum annmörkum á málatilbúnaði sínum. Stefndu vísa einnig til þess að matsgerðin sem stefnandi by ggi á um sönnun tjóns síns sé ekki studd viðhlítandi gögnum um það þóknanahlutfall sem stefnandi telur sig hafa átt tilkall til. Stefndu gera athugasemd við einhliða tölvupóstsamskipt i stefnanda við hina dómkvöddu matsmenn sem nú séu lögð fram. Slík einhli ða samskipti matsmanna við annan aðila máls brjóti í bága við ákvæði kafla IX í l ögum nr. 91/1991, um meðferð einkamála , og hafi enga þýðingu í málinu. Stefndu hafi ekki haft neina aðkomu að samskiptunum og þannig ekki geta ð gætt réttar síns, auk þess sem stefndu telja að samskiptin bæti með engu úr fyrri annmörkum á málatilbúnaði stefnanda. Þá telja stefndu enn skorta gögn um samningssamband Kortaþjónustunnar ehf. og hins danska móðurfélags fyrirtækisins, en upplýsingar um það atriði séu í raun forsenda fy rir því að stefnandi geti átt nokkra kröfu í málinu. Af þessu leiði að ekki liggi fyrir að stefnandi eigi lögvarða hagsmuni samkvæmt 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 til þess að fá úrlausn um viðurkenningarkröfu sína um skaðabótaábyrgð. Hafi stefnandi þann ig ekki leitt nægilegar líkur að því að tjón hafi orðið, í hverju tjónið felist og hver tengsl þess séu við brot stefndu. 20. Í þriðja lagi vísa stefndu til þess að kröfugerð stefnanda sé óskýr. Stefnandi krefjist viðurkenningar á skaðabótaábyrgð stefndu vegna brota á tímabilinu 2003 - 2015, eða yfir skemmra tímabil að mati dómsins. Slík valkvæð kröfugerð sé ekki nægjanlega skýr. Þá sé aðalkrafa og fyrsta varakrafa stefnanda ekki afmörkuð við ákveðið tímabil. Stefndu telja auk þess enga lagaheimild fyrir því að k refjast skaðabóta að mati dómsins eins og stefnandi gerir í fyrstu og annar r i varakröfu sinni. Stefndu benda einnig á að önnur varakrafa stefnanda virðist vera byggð á pro rata grundvelli, án þess að stefnandi geri grein fyrir skiptingu tjónsins. Þá geti o rðalag þriðju og fjórðu varakröfu stefnanda ekki verið svo skýrt að hægt sé að taka hana upp sem dómsorð. Stefndu telja ekki fært að 8 krefjast viðurkenningar á óskiptri bótaábyrgð með vísan til háttsemi aðila hv ers í sínu lagi. 21. Að lokum vísa stefndu til þes s að málssókn stefnanda brjóti gegn meginreglunni um hraða og skilvirka málsmeðferð, en málarekstri stefnanda hafi ítrekað verið vísað frá dómi án þess að hann hafi gert nauðsynlegar lagfæringar á málatilbúnaði sínum. Hér hafi því verið brotið gegn 70. gr. stjórnarskrár og 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. samnefnd lög nr. 62/1994. I I I. 22. Stefnandi krefst þess að frávísunarkröfu stefndu verði hafnað og byggir á því að engir þeir annarmarkar séu á málatilbúnað hans að leitt geti til frávísunar málsins frá dómi. Bætt hafi verið úr öllum þeim annmörkum málatilbúnaðar hans, sem fyrri úrskurðir dómstóla um frávísun málsins frá dómi , hafi byggt á. 23. Stefnandi byggir á því að grundvöllur kröfugerðar hans sé skýr og felist í þeirri ólögmæt u framkvæmd við ákvörðu n milligjalda, sem ítarlega sé rökstu dd í stefnu. Þannig sé einungis byggt á þeirri háttsemi sem ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 8/2015 hafi beinst að. Ekki sé vísað til tjóns vegna aðgangshindrana, eins og haldið sé fram af stefndu. Í þessu sambandi s kipt a þóknunartekjur hins danska móðurfélags Kortaþjónustunnar ehf. engu máli en það liggi nægilega fyrir að síðargreinda félagið geti átt sjálfstæða kröfu. 24. Í málinu sé með skýrum hætti greint á milli afleiðinga þeirra samkeppnisbrota sem þegar hafi verið bætt með dómsátt stefnanda við stefndu Valitor og Borgun frá 3. mars 2015 og brota vegna ólögmætrar framkvæmdar við ákvörðun milligjalda. D ómsátt in hafi ekki falið í sér bætur vegna síðargreindra brota og skýrlega hafi verið tekið fram í 3. gr. sáttarinnar að Kortaþjónustan ehf. áski lji sér rétt til að sækja um frekari bætur af þeim sökum. T jón stefnanda vegna samræmingar milligjalda sem rakið sé í andmælaskjali Samkeppniseftirlitsins frá 8. mars 2013 hafi ekki fallið undir sáttina. 25. Stefnandi byggir á því a ð það sé grundvallarmunur á því tjóni sem bætt var með framangreindri dómsátt í máli E - 86/2015 og því tjóni sem nú sé krafist bóta fyrir. Munurinn felist í því, svo sem greint sé frá víða í stefnu og gögnum málsins, að tjónið sem bætt var með dómsátt inni b yggi alfarið á tekjum af kreditkortaviðskiptum en tjón það sem mál þetta lúti að snúi st eingöngu um ólögmæta ákvörðun milligj alda vegna færsluhirðingar á debetkortum. Þetta komi skýrt fram í stefnu og gögnum máls og engin 9 skörun sé á milli tjóna af þessum mismunandi brotum . Þá mótmæli stefnandi því eindregið að málið sé byggt á brotum stefndu gegn 11. gr. samkeppnislaga. Ekki sé byggt á því að aðgangshindranir hafi valdið stefnanda tjóni heldur hin ólögmæt a verðlagning milligjalda vegna færsluhir ðingar á deb e tkortum. Þá vísar stefnandi jafnframt til þess að aðilar að framangreindri dómsátt séu ekki þeir sömu og stefndu þessa máls. 26. S tefnandi mótmælir því að hann hafi ekki leitt nægilegar líkur að tjóni Kortaþjónustunnar ehf. þannig að hann skorti lögvarða hagsmuni til að hafa uppi viðurkenningarkröfu um bótaábyrgð, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991. Úr annmörkum á málatilbúnaði hans hafi nú verið bætt með því að í stefnu sé ítarlega fjallað um hina bótaskyldu háttsemi og hvernig hún leiddi til tjóns. Ljóst sé að samráð stefndu hafi leitt til verri samkeppnisstöðu Kortaþjónustunnar ehf. og valdið fyrirtækinu tjóni. Þá vísar stefnandi til niðurstöðu dómkvaddra matsmanna um að minni velta sökum minni markaðshlutdeildar hafi leitt til tjóns fyrir fy rirtækið, auk þess sem samráðið hafi einnig hamlað vexti þess. 27. Stefnandi mótmælir sem haldlausum málsástæðum stefndu um að stefnandi sé ekki réttur aðili að málinu til sóknar, að ekki sé nægileg grein gerð fyrir aðild málsins til varnar og að brotið hafi v erið gegn meginreglu réttarfars um hraða og skilvirka málsmeðferð undir rekstri málsins þannig að varði frávísun þess. IV. 28. Svo sem að framan er rakið er þetta í fimmta sinn sem mál er höfðað gegn stefndu vegna sama sakarefnis. Dómkröfur málsins eru í grunn inn þær sömu og þær sem vísað var frá með úrskurðum Héraðsdóms Reykjavíkur 2. mars 2018 og 15. febrúar 2019 og staðfest ar voru með úrskurðum Landsréttar 9. maí 2018 , í máli nr. 289/2018 , og 15. apríl 2019 , í máli nr. 167/2019. Nánar tiltekið er aðalkrafa s tefnanda samhljóða aðalkröfunni sem var gerð í máli nr. 289/2018. Þá er fyrsta og önnur varakrafa stefnanda samhljóða fyrstu og annarr i varakröfu í máli nr. 289/2018. Þriðja varakrafa stefnanda er sambærileg varakröfu í máli nr. 167/2019. Að lokum er fjórða varakrafa stefnanda sambærileg liðum I og II í þriðju varakröfu í máli nr. 289/2018. Í þriðju og fjórðu varakröfu stefnanda eru einung is gerðar smávægilegar breytingar á orðalagi fyrri varakrafna. Bætt hefur verið í lýsingu á bótaskyldri háttsemi , að hún taki ekki einungis til samning a um einhliða ákvörðun Borgunar hf. og Valitor s hf. á samræmdum milligjöldum fyrir greiðslukort , heldur j afnframt til ákvörðunar gjalda fyrir s.k. krossfærsluhirðingu. Í þriðju varakröfu 10 óskiptri skaðabótaábyrgð stefndu. 29. Svo sem fram kemur í d - lið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91 /1991 er áskilið að kröfugerð mál a sé skýr. Aðalkrafa og 1. og 2. varakrafa uppfyll a áskilnað ákvæðisins um skýrleika . Aðrar varakröfur fela í sér viðurkenningu á skaðabótaskyldu stefndu vegna tiltekinnar háttsemi á árunum 2003 - 2015 eða á öðru og skemmra t ímabili að mati dómsins. Kröfugerð af þessu tagi er svo óákveðin að það varðar frávísun þeirra frá dómi, þegar af þessari ástæðu . 30. Hvað aðild til sóknar varðar þá byggja stefndu á því að stefnandi hafi ekki gert fullnægjandi grein fyrir aðild sinni. Vísa þ au til þess að framsalssamningur krafna Kortaþjónustunnar hf. til stefnanda, sem gerður var 7. nóvember 2018, feli ekki í sér framsal allra þeirra krafna sem hafðar eru uppi í máli þessu. Á þetta felst dómurinn ekki. Í framangreindum framsalssamningi er framseldum kröfum m.a. lýst þannig að um sé að ræða allar sömu kröfur og vísað hafi verið frá dómi með dómi Landsréttar í máli L - 289/2018 og dómum Hæstaréttar í málum 15/2018 og 239/2017. Svo sem áður hefur verið gerð g rein fyrir snúast þessi mál um sömu kröfurnar og sömu ætluðu bótaskyldu háttsemi stefndu. Felur framsal þetta í sér fullnægjandi sönnun þess að stefnandi er réttur aðili að þessu máli. Þá hefur áður verið leyst úr því álitaefni hvort stefnandi hafi gert næ gilega grein fyrir sjálfstæðri aðild sinni með hliðsjón af samstarfi hans við PBS/ Teller um færsluhirðingu, sbr. áðurnefndan dóm Landsréttar í máli nr. L - 289/2018 , þar sem fallist var á það með stefnanda að hann hefði með fullnægjandi hætti gert grein fyri r aðild sinni . Verður málinu ekki vísað frá dómi vegna vanreifunar á aðild stefnanda til sóknar. 31. Þá er því jafnframt hafnað að vísa beri málinu frá dómi vegna vanreifunar á aðild stefndu til varnar. Í því efni vísast til þess að málatilbúnað stefnanda ver ður að skilja á þann veg að hann byggi á því að hver hinna stefndu hafi átt þátt í því að valda honum ætluðu tjóni . Þá hefur áður verið leyst úr því í áðurnefndum dómi Landsréttar í máli nr. L - 289/2018, sbr. málsgrein 15 , að málatilbúnaður stefnanda sé rei faður með fullnægjandi hætti hvað varði aðild til varnar . Verður ekki séð að kröfugerð stefnanda , eða málatilbúnaður hans að öðru leyti , sé í neinu svo frábrugðin því sem uppi var í áðurnefndu máli að úrslausn hér geti orðið á annan veg 32. Kemur þá til skoðunar hvort málatilbúnaður stefnanda sé að öðru leyti svo vanreifaður að leiði til frávísunar málsins frá dómi. Í þessu efni er þess fyrst að geta að málatilbúnaður 11 stefnanda hvílir í meginatriðum enn á öllum sö mu gögnum og lögð hafa verið fram í fyrri málum um sakarefnið. 33. Kröfur þær sem hér eru til úrlausnar, að teknu tilliti til niðurstöðu dómsins um frávísun hluta krafna stefnanda , eru samhljóða aðalkröfu og 1. og 2. varakröfu í máli L - 289/2018. Með dómi Landsréttar var þeim vísað frá dómi vegna vanreifunar. Við úrslausn málsins verður því að taka afstöðu til þeirrar staðhæfingar stefnanda að bætt hafi verið úr öllum þeim ágöllum sem tal dar voru vera á málatilbúnaði hans í því máli. 34. Að mati dómsins er enn uppi sami óskýrleiki hvað varðar afmörkun bótagrundvallar kröfu málsins og lýst er í nefndum dómi Landsréttar . Er fyrst til þess að líta að stefna málsins er 39 blaðsíður að lengd og á köflum erfitt að henda reiður á því í hverju ætluð bótaskyld háttsemi felist. Í kröfugerðinni er háttsemi stefndu lýst þannig að hún hafi falist krossfærsluhirðingu og í sitth . Á hinn bóginn er víða í stefndu að finna mun víðtækari og óljósar i lýsingu á háttsemi stefndu. S egir t.d. í almennri umfjöllun um sakarefnið að um sé að ræða alvarleg og og vísað m.a. til efnis andmælaskjals Sa m keppniseftirlitsins til stuðnings þeirri staðhæfingu. Þá er í umfjöllun um ákvörðun milligjalda vísað til þess að hinir stefndu bankar hafi synja ð Kortu um gerð tvíhliða samnings. Auk þess er í stefnu að finna ítarlega umfjöllun um efni andmælaskjalsins, m.a. um ætluð brot hinna stefndu banka á markaðsráðandi stöðu sinni, í andstöðu við 11. gr. samkeppnislaga , og með hvaða hætti þeir séu taldir haf a mismunað stef n anda í samanburði við stefndu Borgun og Valitor. Í kaflanum um málsástæður stefnanda er á ný vísað til andmælaskjalsins og ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins nr. 8/2015 varðandi ætlaða ólögmæta og saknæma háttsemi stefndu. Svo sem rakið hefu r verið framar, og jafnframt er vísað til í áðurnefndum dómi Landsréttar, var upphaflegt rannsóknarefni Samkeppniseftirlitsins, svo sem lýst er í andmælaskjalinu, mun víðtækara en þau brot sem stefndu gengust við að hafa framið með sátt við eftirlitið sem lýst er í ákvörðun þess nr. 8/2015. Af þeim sökum verður málatilbúnaður stefnanda síst gleggri en áður með því að tíund að sé ítarlega efni andmælaskjal sins . G etur slík umfjöllun ekki stutt niðurstöðu um ætluð brot, sem viðurkennd voru með framangreindri ák vörðun, nema að því leyti sem umfjöllunin varðar sömu háttsemi . Enga slíka aðgreiningu er að finna í umfjöllun í stefnu. Umfjöllun matsmanna um ætlaða ólögmæta háttsemi stefndu er sama marki brennd. 12 35. Þá er óljóst hvort og þá hvaða áhrif breytingar á starfsemi stefnanda á árinu 2012 hafa á forsendur og útreikninga tjóns hans. Svo sem áður er rakið hætti stefnandi samstarfi við PBS/Teller á því ári og bauð sjálfur upp á færsluhirðingu frá þeim tíma. Hvorki í stefnu n é matsgerð er vikið að áhrifum þessa á útreikninga um ætlað tjón stefnanda . 36. Með dómsátt sem stefnandi gerði 3. desember 2015, í máli gegn stefndu Valitor og Borgun, og Greiðsluveitunni , fékk stefnandi greiddar bætur vegna brota stefndu sem virðast að stærstum hluta hafa átt sér stað á sama tí mabili og sú háttsemi sem krafist er bóta fyrir í þessu máli. Sú dómsátt byggir á því að stefnandi geti ekki krafist frekari bóta vegna háttsemi sem er sakarefni þess máls. Af þessum sökum ber nauðsyn til þess að í stefnu og matsgerð sé gerðu ský r greinarm un ur á afleiðingum brota sem bætt voru með dómsáttinni og afleiðinga háttsemi sem kröfugerð þessa máls lýtur að. Stefnandi byggir á því að þessi munur sé skýr. Felist hann í því að brot stefndu Borgunar og Valitors , sem ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 4/2008 laut að og sáttin frá 3. mars 2015 byggir á, lúti að brotum á kreditkortamarkaði en þau brot sem hann krefjist bóta fyrir í þessu máli, og byggi á ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 8/2015, lúti að debetkortamarkaði. 37. Framangreind staðhæfing stefna nda fær ekki staðist. Í fyrsta lagi er í málsgögnum hvergi gerð skýr grein fyrir því hvernig markaðir með þess ar mismunandi tegundir greiðslukort a skiptist og hvað sé átt við, í stefnu og víðar í málatilbúnaði stefnanda, þegar vísað er til færsluhirðingarm arkaðar eða kortaþjónustu. Verður ekki betur séð en þar sé átt við viðskipti með færsluhirðingu beggja kortategunda , nema annað sé tekið fram . Í öðru lagi er með engu móti unnt að fallast á það með stefnanda að fyrri ákvörðun Samkeppniseftirlitsins hafi ei nvörðungu lotið að brotum á kreditkortamarkaði. Í ákvörðuninni nr. 4/2008 er fjallað um margvíslegar markaðshindranir til að torvelda stefnanda og samstarfsfyrirtæki hans að komast inn á markaðinn sem virðast , a.m.k. sumar þeirra, hafa átt jafnt við um deb et - og kreditkort . Sem dæmi um slíkar aðgerðir sem ákvörðun in tekur til eru sérstak ir samninga r um lægri þóknun og fría posa , aðgerðir stefnda Valitors og Borgunar, í samstarfi við Fjölgreiðslumiðlun hf. til að torvelda aðgang að RÁS - kerfinu fyrir debetkor tafærslur , markaðsskipting Valitors og Borgunar á posaleigu , samninga þessara stefndu við þjónustuaðila um þóknun fyrir debetkort gegn lækkun á kreditkortaþjónustu , samráð í kynningarstarfi og samráð um ýmis s konar skilmála sem, a.m.k. að hluta til , gátu varðað bæði debet - og kreditkort . 13 38. Af framangreindu leiðir að jafnvel þótt stefnandi leitist við að afmarka málatilbúnað sinn við ætlað tjón vegna brota stefndu á debetkortamarkaði leiðir sú afmörkun ekki til þess að greint sé á milli krafna þessa má ls og tjóns sem telja verður að fullu bætt með fyrirliggjandi dómsátt . Þá varpar tölvupóstur matsmann s til stefnanda, frá 3. júlí 2019, ekki frekara ljósi á þetta atriði. 39. Þegar allt framangreint er virt er það niðurstaða dómsins að allir meginágallar á má latilbúnaði stefnanda , sem leitt h afa til frávísunar málsins frá dómi á fyrri stigum , séu enn til staðar. E nn skortir á að í stefnu og málsgögnum sé gerð fullnægjandi grein fyrir bótagrundvelli kr afna og útskýr t hvernig greint er á milli tjóns sem þegar telst bætt á grundvelli dómsáttar frá 3. mars 201 5 og ætlað u tjóni sem krafist er bóta fyrir í þessu máli. Af þe ssum sökum hefur stefnandi ekki sýnt fram á það með fullnægjandi hætti nú , frekar en í fyrri málatilbúnaði sínum , hvert orsakasamhengið er á mil li háttsemi stefndu sem hann kveður vera grundvöll bótakröfu sinnar og þess tjóns sem hann byggir á að sé afleiðing þeirra r háttsemi . Aðalkrafa stefnanda er því vanreifuð skv. d - og e - lið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991. Af sömu ástæðu er heldur ekki unnt að taka varakröfu r hans, um bætur að álitum, til skoðunar. Verður ekki hjá því komist að vísa málinu í heild frá dómi enn á ný. 40. Í samræmi við niðurstöðu málsins verður stefnanda gert að greiða stefndu , hverjum um sig, málkostnað , sbr. 2. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 , sem er hæfilega ákveðinn 500.000 krónur. Ekki er nægjanlegt tilefni til að taka til greina kröfu stefndu um álag á málskostnað á grundvelli 2. mgr. sbr. 1. mgr. 131. gr. sömu laga . 41. Mál þetta flutti Jóhannes Ingi Ko lbeinsson , framkvæmdastjóri stefnanda. Af hálfu stefnda Arion banka flutti málið Dóra Sif Tynes lögmaður, af hálfu Borgunar hf., Stefán A. Svensson lögmaður, af hálfur Íslandsbanka hf. , Hildur Leifsdóttir lögmaður, af hálfu Landsbankans , Gunnar Viðar lögma ður og af hálfu Valitor s hf. , Halldór Brynjar Halldórsson lögmaður. 42. Ingibjörg Þorsteinsdóttir héraðsdómari kveður upp þennan úrskurð. 14 Úrskurðarorð : Máli þessu er vísað frá dómi. Stefnandi , EC - Clear ehf., greiði hverjum stefndu, Arion banka hf., Borgun hf ., Íslandsbanka hf., Landsbankanum hf. og Valitor hf., 500 .000 krón a í málskostnað. Ingibjörg Þorsteinsdóttir