Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 9. júní 2021 Mál nr. S - 1766/2021 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu (Kári Ólafsson aðstoðarsaksóknari) g egn Antonio Tarllamishi Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag, er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 23. mars 2021, á hendur Antonio Tarllamishi, kt. [...] , [...] , fyrir eftirfarandi hegningar - og sérrefsilagabrot: I. Fíkniefnalagabrot með því að haf a, þann 21. mars 2019, haft í vörslum sínum í sölu - og dreifingarskyni, á og við dvalarstað ákærða að [...] í Reykjavík, 120,33 grömm af maríhúana en búið var að koma mestum hluta efnanna fyrir í söluumbúðum. Við leit hjá ákærða fannst jafnframt fjöldi farsíma og sölutengdra muna en einnig fjármunir sem nánar er getið í neðangreindum ákærukafla II. en allt framangreint var haldlagt vegna málsins. Telst þetta varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 13/198 5 og lög nr. 68/2001, og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. II. P eningaþvætti með því að hafa um nokkurt skeið fram til 21. mars 2019 tekið við, aflað sér o g/eða umbreytt ávinningi með sölu - og dreifingu ótiltekins magns fíkniefna og eftir atvikum með öðrum ólögmætum og refsiverðum hætti, samtals fjárhæð kr. 18.000. Lögregla lagði hald á framangreinda fjármuni við afskipti af ákærða þann 21. mars 2019, sbr. á kærukafla I. 2 Telst þetta varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 5. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er krafist upptöku á 120,33 grömm af maríhúana, 28,17 grömm af óþekktu efni, vogum, smellulásapokum, vegabréfi og farsímum, sbr. munaskýrslur 136570 og 136571, auk þess sem krafist er upptöku til ríkissjóðs á kr. 18.000, sbr. munaskýrslu 136570, en allt framangreint var haldlagt við leit lögreglu hjá hinum ákærðu líkt og að ofan er rakið, skv. 6. og 7. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974, sbr. 2. mgr. 14. gr. reglugerðar n r. 233/2001 með síðar breytingum og 69. gr., 69. gr. a., 69. gr. b., 69. gr. c., 69. gr. d. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði sótti ekki þing við þingfestingu málsins og hafði ekki boðað forföll en hafði verið birt ákæra og fyrirkall í Lögbirtin gablaði með lögmætum hætti . Verður málið dæmt samkvæmt heimild í a - lið 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála enda var þess getið í fyrirkallinu að þannig gæti farið um meðferð málsins. Með vísan til framanritaðs og til rannsóknargagna málsi ns telst framangreind háttsemi sönnuð og er hún rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði er fæddur í [...] . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 18. mars 2020, hefur ákærði ekki áður sætt refsingu. Brot ákærða er réttilega heimfært til refsiák væða en brot gegn ákvæðum laga nr. 65/1974 um ávana - og fíkniefni geta varðað allt að 6 ára fangelsi, sbr. 5. gr. laganna. Við ákvörðun refsingar er litið til þess að ákærði hefur ekki áður sætt refsingu . Á hinn bóginn er litið til eðlis og umfangs brots ákærða. Brotið var vel skipulagt og ásetningur ákærða einbeittur en hann var búinn að koma mestum hluta efnanna fyrir í umbúðum til sölu og dreifingar . V erður það metið ákærða til r efsiþyngingar, sbr. 6. tölul. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19 /1940. Með hliðsjón af framangreindum atriðum, sakarefni málsins og að virtum sakarferli ákærða , þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 6 0 daga en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu d óms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Með vísan til lagaákvæða í ákæru eru gerð upptæk til ríkissjóðs 120,33 grömm af maríhúana, 28,17 grömm af óþekktu efni, vogum, smellulásapokum, vegabréf, farsím ar og 18.000 krónur í reiðufé, sem lögregla la gði hald á við rannsókn málsins , allt sam k væmt munaskýrslum lögreglu nr. 136570 og 136571 . Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Árni Bergur Sigurðsson aðstoðarsaksóknari fyrir Kára Ólafsson aðstoðarsaksóknara. 3 Sigríður Dagmar Jóhannsdóttir, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Antonio Tarllamishi , sæti fangelsi í 6 0 daga en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Upptæk eru gerð til ríkissjóðs 120,33 grömm af maríhú ana, 28,17 grömm af óþekktu efni, vog, smellulásapokar, vegabréf, farsímar og 18.000 krónur í reiðufé, sem lögregla la gði hald á við rannsókn málsins, allt sam k væmt munaskýrslum lögreglu nr. 136570 og 136571. Sigríður Dagmar Jóhannsdóttir