Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 8. júlí 2020 Mál nr. E - 3426/2012 : Glitnir HoldCo e hf. ( Ragnar Björgvinsson lögmaður ) g egn Orkuveitu Reykjavíkur ( Jónas A. Aðalsteinsson lögmaður) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 12. júní 2020, var höfðað 15. október 2012 af hálfu Glitnis hf., nú Glitnir HoldCo ehf., Sóltúni 26 Reykjavík á hendur Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, Reykjavík, til greiðslu skuldar. Dómkröfur stefnanda eru þær að st efnandi krefst þess að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda skuld að fjárhæð 747.341.624 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 189.229.200 krónum frá 20. október 2008 til 27. október 2008, og frá þeim degi af 406.631.600 krónum til 28. október 2008, og frá þeim degi af 407.259.119 krónum til 29. desember 2008, og frá þeim degi af 681.688.319 krónum til 16. mars 2012, og frá þeim degi af 819.519.585 krónum til greiðsludags, allt að frádregnum innborgunum á 5.193.302 krónum þann 16. mars 2009, 1.592.930 krónum þann 28. apríl 2009, 2.168.343 krónum þann 16. september 2009, 1.854.674 krónum þann 28. október 2009, 841.662 krónum þann 16. mars 2010, 11.821.991 krónu þann 28. apríl 2010, 754.671 kró nu þann 16. september 2010, 10.198.782 krónum þann 28. október 2010, 932.543 krónum þann 16. mars 2011, 12.407.295 krónum þann 28. apríl 2011, 1.802.699 krónum þann 16. september 2011, 12.760.162 krónum þann 28. október 2011 og 9.848.908 krónum þann 30. ap ríl 2012. Þá krefst stefnandi þess að stefndi verði dæmdur til að greiða honum málskostnað að skaðlausu að mati réttarins. Stefndi krefst þess aðallega að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda. Til vara krefst stefndi þess að dómkröfur stefnanda ve rði lækkaðar verulega. Þá krefst stefndi þess í annarri varakröfu að málinu verði vísað frá dómi. Verði aðalkrafa stefnda tekin til greina eða fallist á kröfu um frávísun málsins krefst stefndi þess að stefnandi verði dæmdur til að greiða stefnda málskostn að að skaðlausu samkvæmt mati dómsins. Verði fyrsta varakrafa stefnda tekin til greina krefst stefndi þess að málskostnaður verði felldur niður. 2 Yfirlit um málsatvik og ágreiningsefni Stefndi og stefnandi (áður Íslandsbanki hf., síðar Glitnir banki hf. og Glitnir hf.) gerðu frá árinu 2002 þar til í október 2008 með sér fjölmarga afleiðusamninga. Allir þeir samningar eru uppgerðir ef frá eru taldir þeir átta samningar sem krafa stefnanda í málinu byggist á og nánar er lýst í stefnu, greinargerð og skjölum m álsins og nánar verður gerð grein fyrir í umfjöllun um málatilbúnað aðila hér á eftir. Í fyrsta lagi er um að ræða þrjá samninga um gjaldmiðlaskipti, þar af eru tveir þeirra um gjaldmiðla - og framvirk gjaldmiðlaviðskipti, annar með samningsdag 27. ágúst 20 08 og afhendingardag 27. október s.á. og hinn með samningsdag 13. október 2008 og afhendingardag 20. október s.á., og sá þriðji er samningur um framvirk gjaldmiðlaviðskipti með samningsdag 25. mars 2008 og afhendingardag 29. desember s.á. Í öðru lagi er um að ræða fimm vaxtaskiptasamninga, fjórir þeirra voru gerðir 15. mars 2007 og voru með lokadag 16. mars 2012 og sá fimmti var gerður 25. október 2004 með lokadag 28. október 2019. Aðild að vaxtaskiptasamningunum fluttist eftir gerð þeirra til stefnda annar s vegar frá Reykjavíkurborg og hins vegar frá Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar. Um viðskipti þessi giltu almennir skilmálar um markaðsviðskipti stefnanda og þar sem þeim sleppti giltu almennir skilmálar um framvirk gjaldmiðlaviðskipti og skiptasamninga, útgefnir af Sambandi íslenskra viðskiptabanka og Sambandi íslenskra sparisjóða, 1. útgáfa, febrúar 1998. Stefndi hlaut flokkun hjá stefnanda sem viðurkenndur gagnaðili, í skilningi laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, þann 28. október 2007. Með ákvörðun 7. október 2008 tók Fjármálaeftirlitið yfir vald hluthafafundar stefnanda, þá Glitnis banka hf., vék stjórn félagsins frá og skipaði skilanefnd sem tók við stjórn þess. Í tilkynningu sem stefnandi sendi til stefnda og fleiri viðskiptamanna í aflei ðuviðskiptum þann 27. október 2008 kom fram að afleiðuviðskiptin hefðu ekki verið færð í nýjan banka og yrðu því gerð upp við stefnanda. Fram kom í tilkynningunni að unnið væri að því að loka og gera upp útistandandi samninga og jafnframt áréttað að viðski ptamenn sem ekki kysu að flýta uppgjöri í samkomulagi við stefnanda yrðu krafðir um greiðslur í samræmi við samningana. Kröfur stefnanda á hendur stefnda samkvæmt afleiðusamningunum átta byggjast í meginatriðum á þ eirri meginreglu samningaréttar að gerða s amninga beri að halda. S amrættar peningakröfur samkvæmt gagnkvæmum samningum aðila hafi orðið hæfar til að mætast á gjalddögum þeirra og hafi skuldajöfnuður þá orðið virkur. S tefn an di kveður stefnda ver a í skuld við sig, vanefnd stefnda liggi fyrir og nemi skuldin stefnukröfum, en stefnandi hafi efnt sinn hluta allra samninganna á gjalddaga og hafi að engu leyti vanefnt þá. Aðilar hafi árangurslaust leitað leiða til að jafna ágreining um uppgjör samninganna . Stefnandi sendi stefnda innheimtubréf 15. júlí 20 09, ítrekun innheimtubréfs 11. nóvember 2009 og kröfubréf 4. mars 2010. Í svarbréfi lögmanns stefnda 30. mars 2010 3 var staðfest að samningarnir væru óuppgerðir en stefndi mótmælti uppgjöri miðað við lokadag þeirra. Stefnandi sendi stefnda innheimtuviðvörun 20. september 2012, en stefndi hafnaði greiðsluskyldu með bréfi dags. 5. október 2012 . H öfðaði stefnandi mál þetta í kjölfarið til innheimtu skuldar samkvæmt stefnukröfunum . Stefndi byggir sýknukröfu sína einkum á því að við gerð samninga aðila um gjaldm iðlaskipti og á meðan þeir samningar hafi verið í gildi hafi stefnandi ekki hegðað sér í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti og venjur í verðbréfaviðskiptum og á fjármálamarkaði. Telur s tefndi því að ógilda beri þá samninga á grundvelli 30. g r., 33. gr. eða 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. Einnig beri að ógilda vaxtaskiptasamninga aðila á grundvelli sömu lagaákvæða, þar sem stefnandi hafi orðið ófær um að efna aðalskyldu samninganna þegar hann varð í raun ó gjaldfær. Til þess að renna stoðum undir þessa málsástæðu hefur stefndi við meðferð málsins aflað matsgerðar, sem lögð var fram í þinghaldi 13. desember 2018. Matið var unnið af tveimur matsmönnum, sem hvor um sig hafði verið dómkvaddur til verksins í kjöl far þess að tveir aðrir matsmenn, sem upphaflega voru dómkvaddir til þess þann 15. maí 2014, höfðu verið leystir frá starfanum. Tilgangur matsbeiðni stefnda var að færa sönnur á að stefnandi hefði veitt rangar upplýsingar um fjárhagsstöðu sína og að raunsö nn fjárhagsleg staða hans hefði nokkru fyrir samningsgerð aðila, við samningsgerð og allt til 7. október 2008 verið miklu verri en opinberar upplýsingar hafi gefið til kynna. Stefndi telur matsgerðina bæði staðfesta brot stefnanda á lögum sem gilda á fjárm agnsmarkaði og það hvenær stefnandi varð í síðasta lagi ógjaldfær. Fram komi í matsgerð að í síðasta lagi þann 29. janúar 2008 hafi stefnandi ekki getað staðið í fullum skilum við lánardrottna sína þegar kröfur þeirra féllu í gjalddaga og ekki hafi verið s ennilegt að greiðsluörðugleikar stefnanda myndu líða hjá innan skamms tíma. Af því leiði að vaxtaskiptasamningar aðila séu ógildir í síðasta lagi frá þeim degi og að aðrir samningar, sem málið snýst um og gerðir hafi verið eftir þann dag, séu ógildir frá u pphafi. Stefnandi hafnar málsástæðum stefnda um ógildi samninganna á grundvelli laga nr. 7/1936 og vísar einkum til stöðu stefnda sem viðurkennds gagnaðila og til þess að ákvarðanir stefnda um að gera samningana hafi byggst á upplýstum ákvörðunum í áhættun efnd stefnda, sem einnig hafi notið utanaðkomandi ráðgjafar. Þá byggir stefndi sýknukröfu sína öðrum þræði á því að stefnandi hafi sagt öllum afleiðuviðskiptum við stefnda upp með tilkynningu hinn 27. október 2008. Stefndi hafi samþykkt uppsögnina og aðilar í kjölfarið átt samskipti um lokun viðskiptanna. Við aðalmeðferð málsins byggði stefndi aðallega á því að miða bæri uppgjör samninganna við 29. janúar 2008, en þann dag hefði stefnandi samkvæmt niðurstöðu matsgerðar í raun verið orðinn ógjaldfær og þá hefði stefnandi staðið í skuld við stefnda. Annars beri að miða uppgjör samninganna við 2. september 2008, en þá hafi stefndi ekkert skuldað stefnanda. Telur stefndi að þann dag hafi stefnandi í síðasta lagi verið orðinn ófær um að 4 efna sínar skyldur og samkvæmt því hafi vaxtaskiptasamningarnir verið lýstir ógildir frá 2. september 2008 í kröfulýsingu á grundvelli þeirra við slitameðferð stefnanda. Til stuðnings varakröfu um lækkun dómkröfu stefnanda telur stefndi að miða beri uppgjör samninganna í fyrst a lagi við 23. september 2008, þá við 26. september s.á. eða loks við 7. október s.á. Sem fyrr segir krefst stefnandi uppgjörs miðað við gjalddaga samkvæmt samningunum. Loks byggði stefndi við aðalmeðferð málsins sýknukröfu sína á aðildarskorti stefnanda, en stefndi telur að stefnandi hafi framselt kröfur sínar á hendur honum til ríkissjóðs í samningi við Seðlabanka Íslands um stöðugleikaframlag. Hann byggir einnig á því að stefnandi hafi þegar fengið kröfur sínar á hendur stefnda greiddar í heild eða að hl uta með bótum frá endurskoðunarfélögum PricewaterhouseCoopers (hér eftir PwC) í sáttargerð tengdri dómsmálum milli stefnanda og félaganna. Báðum þessum málsástæðum stefnda mótmælir stefnandi sem of seint fram komnum. Hann hafnar því að skuld stefnda hafi v erið greidd með bótum samkvæmt sátt við PwC og mótmælir því að kröfurnar hafi verið framseldar íslenska ríkinu. Kröfu sína um að málinu verði vísað frá dómi styður stefndi við d - og e - liði 1. mgr. 80. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991 með þeim röku m að lýsingu málsatvika sem stefnandi byggi málssókn sína á sé ábótavant og einkennist hún af leyndarhyggju stefnanda um raunverulegan fjárhag sinn fyrir og við samningsgerð, leynd um kröfur hans á hendur endurskoðunarfyrirtækjum PwC og fleirum og leynd um efni samnings hans við Seðlabanka Íslands. Einnig er krafa um frávísun byggð á því að greining hins tölulega þáttar í kröfugerð sé óljós. Krafa stefnda um frávísun málsins kom fyrst fram við aðalmeðferð þess og hafði dómurinn því ekki fyrir dómtöku málsin s tekið afstöðu til hennar með úrskurði, en stefnandi mótmælir kröfunni. Við meðferð málsins fyrir dóminum komu ítrekað til úrlausnar ágreiningsefni aðila um aðgang matsmanna að gögnum í vörslu stefnanda, sem leyst var úr með úrskurðum dómsformanns og í d ómum Hæstaréttar, sbr. dóma réttarins í málum nr. 336/2015 frá 5. júní 2015, nr. 787/2015 frá 7. janúar 2016 og nr. 147/2017 frá 21. mars 2017. Þegar matsgerð lá fyrir kom upp ágreiningur aðila um hæfi matsmanna, sem tekin var afstaða til með úrskurði 3. m aí 2019, en sá úrskurður var felldur úr gildi með úrskurði Landsréttar í máli nr. 357/2019 þann 21. júní 2019. Í kjölfarið var með úrskurði dómsformanns 13. september 2019 hafnað kröfu um að umræddir matsmenn yrðu dómkvaddir að nýju og undu aðilar þeim úrs kurði. Þá var kröfu stefnda um að sérfróður meðdómsmaður viki sæti hafnað 30. október 2019 með úrskurði sem ekki var kærður til Landsréttar. Dómkvaddir matsmenn, þeir Jón Arnar Baldurs og Ingvar Garðarsson, báðir löggiltir endurskoðendur, staðfestu matsger ð sína og gáfu skýrslur fyrir fjölskipuðum dómi 12. desember 2019. Með úrskurði 25. mars 2020, sem aðilar undu, var ákveðið að meðdómsmaður sem valinn hafði verið úr hópi héraðsdómara skyldi víkja sæti í 5 dóminum og var nýr meðdómsmaður tilnefndur af dómstj óra í kjölfar þess. Komu matsmenn að nýju fyrir dóm við aðalmeðferð málsins og þar bar vitni Friðgeir Sigurðsson, forstjóri PwC á Íslandi. Málsástæður og lagarök stefnanda Óuppgerðir afleiðusamningar Stefnandi kveður kröfu sína á hendur stefnda bygg ð a á átta afleiðusamningum, sem óumdeilt sé að komist hafi á milli aðila, t veimur samningum um gjaldmiðla - og framvirk gjaldmiðlaviðskipti, einum samningi um framvirk gjaldmiðlaviðskipti og fimm vaxtaskiptasamningum. Það sé meginregla samningaréttar að samn inga skuli halda og beri stefnda því að greiða skuld samkvæmt þeim samningum sem hann hafi gert. Óumdeilt sé hvaða skilmálar gildi um viðskiptin. Skuldajafnaðarréttur stefnanda sé skýr, hann hafi efnt sína greiðsluskuldbindingu og eftir standi skuld stefnd a. Vaxtaskiptasamningar feli í sér gagnkvæmar greiðslur höfuðstóls og vaxta í tveimur gjaldmiðlum eða gagnkvæmar greiðslur vaxta af höfuðstól í sama gjaldmiðli. Samningar aðila um gjaldmiðla - og framvirk gjaldmiðlaviðskipti séu skiptasamningar, sem feli í sér að hvor samningsaðili greiði hinum fjárhæð sem taki mið af breytingum á hvoru viðmiði fyrir sig á samningstímanum. Þeir hafi falið það í sér að annar aðili samningsins veiti hinum greiðslufrest/lán í einni mynt og fái á móti greiðslufrest/lán í annarr i mynt , og með þeim hafi aðilarnir tryggt sér tiltekin kjör. Einkenni afleiðusamninga af þeim toga sé að með þeim gangist annar samningsaðili undir að kaupa og hinn að selja (afhenda) tiltekin verðmæti, í þessu tilviki gjaldmiðla eða vísitölueiningar gjald miðla, á fyrirfram ákveðnu verði og tíma, annaðhvort til að eyða áhættu í viðskiptum eða til spákaupmennsku, þar sem veðjað sé á tiltekna þróun fram að gjalddaga. Í afleiðusamningum aðila feli samningur í sér tap fyrir annan aðilann og samsvarandi hagnað f yrir hinn við uppgjörið og séu þeir í eðli sínu áhættuskiptagerningar. Með samþykkt samninganna hafi aðilar samþykkt að taka alla áhættu af gengisþróun umræddra gjaldmiðla/gengisvísitölu fram að gjalddaga. Sveiflur á virði gjaldmiðla stafi af margs konar á stæðum og séu alkunnar, hvort sem markaði með viðkomandi gjaldmiðla sé haldið úti með skipulegum hætti af opinberum aðilum eða ekki. Þetta hafi stefnda verið að fullu ljóst þegar hann hafi kosið að gera umrædda afleiðusamninga við stefnanda. Stefndi hafi h lotið flokkun sem viðurkenndur gagnaðili í skilningi laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007 í kerfum stefnanda 28. október 2007 , en aðilar hafi á árunum 2002 2008 gert með sér alls 596 afleiðusamninga . Engar athugasemdir hafi borist frá stefnda um flokkun hans sem viðurkenndur gagnaðili , sbr. 3. mgr. 22. gr. laga nr. 108/2007, meðan á viðskiptasambandi aðila hafi staði ð. Hjá stefnda hafi samkvæmt ársskýrslum hans verið starfandi sérstök áhættunefnd um ákvarðanatöku og eftirlit með 6 framkvæmd áhættustýringar . Samþykkt hafi verið stefna hjá stefnda um markmið og framkvæmd áhættustýringar og sé meginmarkmið hennar að stuðla að stöðugri afkomu og lágmarka fjármagnskostnað með því að lágmarka sveiflur í gengi og stuðla að lágu vaxtastigi. Meginviðfangsefni stýrin garinnar hafi lotið að erlendum skuldum, vöxtum og gengi gjaldmiðla. Við lántökur hafi stefndi nýtt sér sveigjanleika um val mynta til að ná hagfelldri samsetningu erlendra skulda og hafi stefndi gert samninga um framvirk gjaldeyrisviðskipti með það að mar kmiði að takmarka gengisáhættu. Stefndi hafi gert samningana um gjaldmiðla - og framvirk gjaldmiðlaviðskipti í því skyni að veðja á að íslenska krónan ætti eftir að styrkjast gagnvart erlendum gjaldmiðlum. Í skýrslu úttektarnefndar um stefnda sé vísað til þ ess að í fundargerð áhættunefndar stefnda 5. maí 2007 hafi verið rætt um framvirka gjaldeyrissölu stefnda og þróun vísitölu. Þá komi fram í fundargerð áhættunefndar í mars 2008 að gjaldeyrir hafi verið seldur framvirkt og fundarmenn hafi virst telja kauptæ kifæri í krónunni, enda hefði hún veikst talsvert gagnvart erlendum gjaldmiðlum . Í fundargerðinni segi m.a.: Upplýst að í gær voru seldar 12 milljónir GVT, til 3, 6 og 9 mánaða, spot gengi var um 151.75 til 151.50, framvirkt gengi var slakt, skást hjá Glit ni, slæmt hjá Kaupþingi og Landsbanki gaf ekki verð fyrir framvirkt. Í skýrslunni komi fram að áhættunefnd stefnda hafi þá virst telja að krónan ætti alveg örugglega eftir að styrkjast hratt á ný og að gengistap stefnda ætti því að ganga til baka. Um efna hagsumhverfi á samningstíma vísar stefnandi í stefnu til fjölmargra birtra tilkynninga og opinberra upplýsinga á tímabilinu frá 15. mars 2007 til og með 7. október 2008 . Stefndi hafi kosið að auka við gjaldmiðlavarnir sínar þó að efnahagsumhverfið á Ísland i færi versnandi og hafi hann þekkt eðli og virkni þeirra afleiðusamninga sem stefna málsins byggi st á . Sannað sé að stefndi hafi um áraraðir nýtt slíka afleiðusamninga til að stýra gjaldeyris - og vaxtaáhættu í rekstri sínum. Að teknu tilliti til (i) starf semi og umfangs starfsemi stefnda, (ii) reynslu og þekking ar stefnda á fjárfestingarstarfsemi sem og stýringu eigna, (iii) reynslu stefnda af afleiðuviðskiptum og áhættustýringu og (iv) reynslu og menntun forsvarsmanna stefnda sé ljóst að stefndi hafi búið yfir reynslu, þekkingu og sérfræðikunnáttu sem hafi gert honum fært að taka upplýstar ákvarðanir í viðskiptum hans og stefnanda og að meta þá áhættu sem þeim viðskiptum fylgdi. Stefnandi lýsir umræddum viðskiptum aðila nánar með eftirfarandi hætti. Krafa á grundvelli samninga um gjaldmiðla - og framvirk gjaldmiðlaviðskipti Krafa stefnanda á hendur stefnda vegna samninga um gjaldmiðla - og framvirk gjaldmiðlaviðskipti byggist á tveimur samningum. Annar þeirra sé samningur auðkenndur með númeri nu SW0000067392 , samningsdagur 27. ágúst 2008 og afhendingardagur 27. október 2008. Stefndi hafi skuldað stefnanda á gjalddaga (afhendingardegi) 217.402.400 krónur vegna samningsins, sem sé mismunurinn á þeim fjárhæðum er aðilar hafi átt að skiptast á á afhendingardegi h ans. 7 Fyrri hluti samningsins feli í sér stundarviðskipti og samkvæmt þeim hafi stefndi selt (afhent) 606.640.000 íslenskar krónur gegn afhendingu stefnanda á 4.000.000 gengisvísitölueining a (GVT), sem jafngildi gengi GVT á 151,66 (606.640.000 / 4.000.000) . Bankayfirlit yf ir reikning stefnda sýni að stefndi hafi afhent stefnanda 606.640.000 krónur vegna samningsins og yfirlit yfir skuldajafnaðarreikning stefnanda sýni að hann hafi afhent skuldbindingu sína. Fyrri hluti viðskiptanna hafi því verið gerður upp . Síðari hluti samningsins hafi falið í sér loforð stefnda um að selja (afhenda) og loforð stefnanda um að kaupa á afhendingardegi, 27. október 2008, jafngildi 4.000.000 GVT - eininga gegn greiðslu (afhendingu) stefnanda á 605.360.000 krónum, sem jafngildi g engi GVT 151,34 (605.360.000/4.000.000). Á afhendingardegi þann 27. október 2008 hafi gengi GVT hjá Seðlabanka Íslands verið 205,6906 og hafi skylda stefnda til afhending ar á jafnvirði 4.000.000 GVT - eininga þ á numið jafnvirði 822.762.400 króna (4.000.00 0 * 205,6906). Afhendingarskyldu stefnanda á 605.360.000 krónum sem jafngildi 2.943.061 GVT - einingum (605.360.000 / 205,6906) hafi verið skuldajafnað við afhendingarskyldu stefnda og eftir standi skuld stefnda að fjárhæð 1.056.939 GVT (2.943.061 4.000.000) , eða jafnvirði 217.402.400 króna (605.360.000 822.762.400). Skuldajöfnuður hafi átt sér stað á gjalddaga þar sem um samrættar kröfur hafi verið að ræða. Þessi samningur, með auðkennið SW0000067392, hafi átt sér forvera, sem hafi verið einn af þeim þremu r samningu m er stefndi hafi gert 25. mars 2008 í því skyni að veðja á að íslenska krónan ætti eftir að styrkjast. Stefnandi og stefndi hafi þá gert með sér samning með auðkennið TE0000018605, samningsdagur 25. mars 2008 og afhendingardagur 27. júní 2008, u m afhendingu á 4.000.000 GVT - eining a með framvirka genginu 152,95 (þar af álag/frádrag 1,2). Á lokadegi þess samnings þann 27. júní 2008 hafi samningurinn ekki verið gerður upp, heldur hafi skuldbinding ar hans verið framleng dar í nýjum samning i með auðkennið SW0000062971, samningsdagur 27. júní 2008 og afhendingardagur 27. ágúst 2008. Í stað uppgjörs á lokadegi þ ess samnings hafi skuldbindingar samningsins verið framleng dar í þeim samning i er krafa stefnanda byggist á, með auðkennið SW0000067392 . Hinn samningurinn um gjaldmiðla - og framvirk gjaldmiðlaviðskipti sem krafa stefnanda byggist á sé auðkenndur með númeri SW0000071881 , samningsdagur 13. október 2008 og afhendingardagur 20. október 2008. Stefndi hafi skuldað stefnanda á gjalddaga (afhendi ngardegi) 189.229.200 krónur vegna samningsins, sem sé mismunurinn á þeim fjárhæðum sem aðilar hafi átt að s kiptast á þann dag . Fyrri hluti samningsins feli í sér stundarviðskipti og samkvæmt þeim hafi stefndi selt (afhent) 614.480.000 íslenskar krónur geg n afhendingu stefnanda á 4.000.000 GVT, sem jafngildi GVT á 153,62. Bankayfirlit yf ir reikning stefnda sýni að stefndi hafi afhent stefnanda 614.480.000 krónur vegna samningsins og yfirlit yfir skuldajafnaðarreikning 8 stefnanda sýni að hann hafi afhent sinn hluta. Fyrri hluti viðskiptanna hafi því verið gerður upp. Síðari hluti samningsins hafi falið í sér loforð stefnda um að selja (afhenda) og loforð stefnanda um að kaupa á afhendingardegi, 20. október 2008, jafngildi 4.000.000 GVT - eininga gegn greiðslu (a fhendingu) stefnanda á 613.040.000 krónum, sem jafngildi GVT - gildi 153,26 (613.040.000/4.000.000 ). Á afhendingardegi þann 20. október 2008 hafi gengi GVT hjá Seðlabanka Íslands verið 200,5673 og hafi sk ylda stefnda til afhending ar á jafnvirði 4.000.000 GVT - eininga þ á numið jafnvirði 802.269.200 króna (4.000.000 * 200,5673). Afhendingarskyld u stefnanda á 613.040.000 krónum , sem jafngildi 3.056.530 GVT - einingum (613.040.000/200,5673) , hafi þá verið skuldajafnað við afhend ingarskyldu stefnda, þar sem um samræt tar kröfur hafi verið að ræða , og eftir standi skuld stefnda að f járhæð 943.470 GVT (3.056.530 4.000.000) eða jafngildi 189.229.200 króna (613.040.000 802.269.200). Þessi samningur hafi einnig átt sér forvera, sem hafi verið einn af þeim þremur samnin gu m sem stefnandi og stefndi hafi gert með sér 25. mars 2008. Hann hafi haft auðkennið TE0000018606, með s amningsdag 25. mars 2008 og afhendingardag 29. september 2008 , og verið um afhendingu á 4.000.000 GVT - einingum með framvirka genginu 155,66 (þar af ál ag/frádrag 4,01). Á lokadegi þess samnings þann 29. september 2008 hafi samningurinn ekki verið gerður upp, heldur hafi skuldbindingar hans framleng s t í nýjum samningi með auðkennið SW0000070373, samningsdagur 29. september 2008 og afhendingardagur 6. októ ber 2008. Í stað uppgjörs á lokadegi þess samnings hafi skuldbinding ar hans verið framleng dar í nýj um samning i með auðkennið SW0000071455, samningsdagur 6. október 2008 og afhendingardagur 13. október 2008. Á lokadegi þess samnings, þann 13. október 2008 , hafi hann ekki verið gerður upp, heldur skuldbinding ar hans framlengdar í þeim samningi sem krafa stefnanda byggist á, með auðkennið SW0000071881 . Þegar um sé að ræða endurnýjaða samninga þá endurspegli gengi gjaldmiðla í þeim samningum ekki markaðsgengi á samningstíma vegna þess að hverjum endurnýjuðum samningi hafi verið lokað á gjalddaga og nýr sjálfstæður samningur stofnaður bæði að formi og efni . Nýr samningur hefjist í nettó tapstöðu fyrir stefnda, sem nemi nettun (uppgjöri) skuldbindinga fyrri samnings. Um sé að ræða sömu aðferð við nettun/skuldajöfnun og liggi til grundvallar kröfugerð stefnanda, nema greiðsla eigi sér stað með opnun nýs samni ngs í skuld. Þetta skýri hvers vegna gengi gjaldmiðla í samningum aðila á samningsdegi endurspegli ekki nauðsynlega markaðsgengi viðkomandi gjaldmiðla á þeim degi. Við endurnýjun afleiðusamnings hafi stefndi viðurkennt að hann væri tilbúinn til þess að gre iða tap af viðskiptunum í hvert sinn, þó svo að greiðslan hafi verið í öðru formi en greiðslu reiðufjár. Stefndi hafi þurft að greiða stefnanda mismuninn á framvirku virði gjaldmiðla/gengisvísitölu og markaðsverði á hverjum gjalddaga til þess að fá samþykk ta endurnýjun. Framlengingar aðila hafi átt sér 9 stoð í 4. gr. markaðsskilmála stefnanda , með heimild í V. kafla laga nr. 108/2007 . Þá séu með tvíhliða samning i aðila um skuldskeytingu gagnkvæmar kröfur og skuldbindingar sjálfkrafa sameinaðar á þann hátt að fastsett sé ein ákveðin nettófjárhæð í hvert sinn sem skuldskeyting eigi sér stað og þannig skapaður einn nýr lagalega bindandi samningur sem geri upp eldri samninga aðila. Sérhver afleiðusamningur aðila beri sjálfstætt auðkenni óháð fyrri samningum og st andi hver samningur sjálfstæður í þeim skilningi að skuldbinding samkvæmt honum ráðist að fullu af texta hans sjálfs án tilvísana til fyrri samninga. Í hverjum samningi sé skuldbinding um að efna hann á gjalddaga með greiðslu. Stefnandi hafi efnt samninga aðila á afhendingardegi með skuldajöfnuði eins og honum hafi verið heimilt. Krafa á grundvelli samnings um framvirk gjaldmiðlaviðskipti Krafa stefnanda á hendur stefnda vegna samnings um framvirk gjaldmiðlaviðskipti byggist á þriðja samning num sem aðilar h afi gert 25. mars 2008. Hann sé auðkenndur með númeri nu TE0000018612 , samningsdagur sé 25. mars 2008 og afhendingardagur 29. desember 2008. Á afhendingardegi hafi stefndi skuldað stefnanda 274.429.200 krónur , þ.e. mismun þei rra fjárhæð a sem aðilar hafi átt að skiptast á þann dag. Samningurinn hafi falið í sér loforð stefnda um að selja (afhenda) og loforð stefnanda um að kaupa á afhendingardegi, 25. mars 2008 , jafngildi 4.000.000 GVT - eininga gegn greiðslu (afhendingu) stefnanda á 634.600.000 krónum, sem jaf ngildi GVT - gildi 158,65 í hinum framvirku viðskiptum. Á afhendingardegi 29. desember 2008 hafi gengi GVT hjá Seðlabanka Íslands verið 227,2573. Þá hafi skylda stefnda til afhendingar á jafnvirði 4.000.000 GVT - eininga numið jafnvirði 909.029.200 króna (4.00 0.000* 227,2573). Afhendingarskyld u stefnanda á 634.600.000 krónum , sem jafngildi 2.792.430 GV T - einingum (634.600.000 /227,2573) , hafi verið skuldajafnað við afhendingarskyldu stefnda á gjalddaga, þar sem um samrættar kröfur hafi verið að ræða, og eftir standi skuld stefnda að fjárhæð 1.207.570 GVT - einingar (2.792.430 4.000.000) eða jafnvirði 274.429.200 króna (634.600.000 909.0 29.000). Krafa á grundvelli vaxtaskiptasamninga Stefnandi eigi kröfu á hendur stefnda vegna fimm vaxtaskiptasamninga. Þeim hafi verið ætlað að skipta og dreifa gjaldeyrisáhættu stefnda vegna lána í einni erlendri mynt yfir í nokkrar erlendar myntir. Fjór ir þessara samninga, sem stefndi hafi tekið við aðild að í ársbyrjun 2010 , hafi upphaflega verið gerðir 15. mars 2007 við Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar (HAB), samhliða lántöku HAB hjá Lánasjóði sveitarfélaga , að fjárhæð 1.200.000 bandaríkjadollara r o g 5.700.000 evrur. Til að dreifa áhættu evruhluta lánsins hafi verið gerðir fjórir vaxtaskiptasamningar við stefnanda, þar sem greiðsluskylda á höfuðstóli og vöxtum í evrum hafi verið færð yfir í k anadadollara (CAD), sterlingspund (GBP), svissneska franka (CHF) og japönsk jen (JPY). Upplýst hefði verið að evruhluta lánsins 10 yrði skipt upp þannig að CAD - hluti lánsins yrði 11,60% , samsvarandi 661.405 evrum, GBP - hluti 5.80% , eða 330.702 evrur, CHF - hluti 25,61% , eða 1.459.854 evrur, JPY - hluti 11,60% , eða 661.405 evrur og EUR - hluti yrði 45,38% eða 2.586.634 evrur. Gert væri ráð fyrir því að lánið yrð i greitt út 16. mars og vær u gjalddagar því 16. mars og 16. september. Höfuðstólar þessara fjögurra samninga séu í samræmi við þessa skiptingu og hafi samningarnir ger t það að verkum að skylda stefnda til að greiða afborganir í evrum til lánasjóðs sveitarfélaga hafi numið sömu fjárhæð og sú fjárhæð í evrum er stefnanda hafi borið að afhenda stefnda undir þessum vaxtaskiptasamningum. Hér sé um að ræða eftirtalda fjóra sa mninga. Samkvæmt samning i, auðkenndu m CIRS 2193 , með samningsdag 15. mars 2007 og lokadag 16. mars 2012 , hafi höfuðstólaskipti átt að eiga sér stað við upphaf og lok samnings. Í upphafi samnings, 16. mars 2007, hafi stefnandi afhent 1.031.461,10 k anadadoll ara (CAD) gegn afhendingu á 661.405,00 evrum. Í lok samnings, þann 16. mars 2012, hafi stefnda borið að greiða 1.031.461,10 CAD gegn afhendingu stefnanda á 661.405 evrum. Aðilum hafi borið að greiða vaxtagreiðslur yfir samningstímann, 16. september og 16. mars ár hvert. Stefnanda hafi borið að greiða stefnda sex mánaða Euribor - vexti af 661.405 evrum en stefnda borið að greiða stefnanda sex mánaða CAD Libor - millibankavexti auk 0,07% álags af 1.031.461,10 CAD. Fyrir liggi að allar afborganir til þeirrar sem f éll í gjalddaga 16. mars 2009 hafi verið gerðar upp. Frá þeim degi hafi aðilum borið að greiða á hverjum gjalddaga fjárhæðir , nánar sundurliðaðar í stefnu í erlendu gjaldmiðlunum og íslenskum krónum. Samkvæmt því hafi samanlögð afhendingarskylda stefnanda samkvæmt samningnum numið 705.980 evrum eða jafngildi 117.130.950 króna m iðað við miðgengi Seðlabanka Íslands á hverjum gjalddaga. Samanlögð afhendingarskylda stefnda samkvæmt samningnum hafi numið samtals 1.090.938 k anadadollurum eða jafngildi 138.828.245 króna , m iðað við miðgengi Seðlabanka Íslands á hverjum gjalddaga. Afhendingarskyldu stefnanda hafi verið skuldajafnað við afhendingarskyldu stefnda á hverjum og einum gjalddaga , þar sem um samrættar kröfur hafi verið að ræða og eftir standi skuld stefnda að fjárhæð 21.697.295 krónur (138.828.245 117.130.950). Samkvæmt samning i, auðkenndu m CIRS 2194, samningsdagur 15. mars 2007 og lokadagur 16. mars 2012 , hafi höfuðstólaskipti átt að eiga sér stað við upphaf og lok samnings. Í upphafi samnings, 16. mars 2007, hafi stefnandi afhent 226.233,24 sterlingspund (GBP) gegn afhendingu á 330.702 evrum. Í lok samnings, þann 16. mars 2012, hafi stefnda borið að greiða 226.233,24 GBP gegn a fhendingu stefnanda á 330.702 evrum. Aðilum hafi borið að greiða vaxtagreiðslur yfir samningstímann, 16. september og 16. mars ár hvert. Stefnanda hafi borið að greiða sex mánaða Euribor - vexti af 330.702 evrum og stefnda að greiða sex mánaða GBP Libor - vext i auk 0,07% álags af 226.233,24 GBP. Fyrir liggi að allar afborganir til þeirrar sem féll á gjalddaga 16. mars 2009 hafa 11 verið gerðar upp. Frá þeim degi hafi aðilum borið að greiða á hverjum gjalddaga fjárhæðir , nánar sundurliðaðar í stefnu í erlendu gjald miðlunum og íslenskum krónum. Samkvæmt því hafi samanlögð afhendingarskylda stefnanda samkvæmt samning num numið samtals 352.990 evrum eða jafngildi 58.565.387 króna m iðað við miðgengi Seðlabanka Íslands á hverjum gjalddaga. Samanlögð afhendingarskylda stef nda samkvæmt samningnum hafi numið samtals 241.398 sterlingspundum eða jafngildi 48.050.239 króna m iðað við miðgengi Seðlabanka Íslands á hverjum gjalddaga. Afhendingarskyldu stefnanda hafi verið skuldajafnað við afhendingarskyldu stefnda á hverjum og einu m gjalddaga , þar sem um samrættar kröfur hafi verið að ræða , og eftir standi skuld stefnda að fjárhæð 10.515.148 krónur (58.565.387 48.050.239). Samkvæmt samning i, auðkenndu m CIRS 2195, samningsdagur 15. mars 2007 og lokadagur 16. mars 2012 , hafi höfuðs tólaskipti átt að eiga sér stað við upphaf og lok samnings. Í upphafi samnings, 16. mars 2007, hafi stefnandi afhent 2.353.284,65 svissneska franka (CHF) gegn afhendingu á 1.459.854 evrum. Í lok samnings, þann 16. mars 2012, hafi stefnda borið að greiða 2. 353.284,65 CHF gegn afhendingu stefnanda á 1.459.854 evrum. Aðilum hafi borið að greiða vaxtagreiðslur yfir samningstímann, 16. september og 16. mars ár hvert. Stefnanda hafi borið að greiða sex mánaða Euribor - millibankavexti af 1.459.854 evrum og stefnda að greiða sex mánaða CHF Libor - millibankavexti auk 0,04% álags af 2.353.284,65 CHF. Fyrir liggi að allar afborganir til þeirrar sem féll á gjalddaga 16. mars 2009 hafi verið gerðar upp. Frá þeim degi hafi aðilum borið að greiða á hverjum gjalddaga fjárhæði r , nánar sundurliðaðar í stefnu í erlendu gjaldmiðlunum og íslenskum krónum. Samkvæmt því hafi samanlögð afhendingarskylda stefnanda numið samtals 1.558.242 evrum eða jafngildi 258.531.592 króna m iðað við miðgengi Seðlabanka Íslands á hverjum gjalddaga. Sa manlögð afhendingarskylda stefnda samkvæmt samningnum hafi numið samtals 2.413.209 svissneskum frönkum eða jafngildi 330.619.300 króna m iðað við miðgengi Seðlabanka Íslands á hverjum gjalddaga. Afhendingarskyldu stefnanda hafi verið skuldajafnað við afhend ingarskyldu stefnda á hverjum og einum gjalddaga , þar sem um samrættar kröfur hafi verið að ræða og eftir standi skuld stefnda að fjárhæð 72.087.708 krónur (258.531.592 330.619.300). Samkvæmt samning i, auðkenndu m CIRS 2196, samningsdagur 15. mars 2007 o g lokadagur 16. mars 2012 , hafi höfuðstólaskipti átt að eiga sér stað við upphaf og lok samnings. Stefnandi hafi í upphafi samnings, 16. mars 2007, afhent 103.027.057 japönsk jen (JPY) gegn afhendingu á 661.405 evrum. Í lok samnings, þann 16. mars 2012, ha fi stefnda borið að greiða 103.027.057 JPY gegn afhendingu stefnanda á 661.405 evrum. Aðilum hafi borið að greiða vaxtagreiðslur yfir samningstímann, 16. september og 16. mars ár hvert. Stefnanda hafi borið að greiða sex mánaða Euribor - millibankavexti af 6 61.405 evrum og stefnda að greiða sex mánaða JPY Libor - millibankavexti auk 0,09% 12 álags af 103.027.057 JPY. Fyrir liggi að allar afborganir til þeirrar sem féll á gjalddaga 16. mars 2009 hafi verið gerðar upp. Frá þeim degi hafi aðilum borið að greiða á hve rjum gjalddaga fjárhæðir , nánar sundurliðaðar í stefnu í erlendu gjaldmiðlunum og íslenskum krónum. Samkvæmt því hafi samanlögð afhendingarskylda stefnanda samkvæmt samningnum numið samtals 705.980 evrum eða jafngildi 117.130.950 króna m iðað við miðgengi S eðlabanka Íslands á hverjum gjalddaga. Samanlögð afhendingarskylda stefnda samkvæmt samningnum hafi numið samtals 105.390.185 japönsk um jen um eða jafngildi 159.999.142 króna m iðað við miðgengi Seðlabanka Íslands á hverjum gjalddaga. Afhendingarskyldu stefnanda hafi verið skuldajafnað við afhendingarskyldu stefnda á hverjum og einum gjalddaga , þar sem um samrættar kröfur hafi verið að ræða , og eftir standi skuld stefnda að fjárhæð 42.86 8.192 krónur (117.130.950 159.999.142). Fimmti vaxtaskiptasamningurinn sem krafa stefnanda byggist á sé samningur með auðkennið 0503/GM/04102501/IRS_0568 , samningsdagur 25. október 2004 og lokadagur 28. október 2019. Samningurinn hafi upprunalega verið gerður milli stefnanda og Reykjavíkurborgar, en með viðauka við hann, dags. 6. mars 2007 , hafi stefndi yfirtekið réttindi og skyldur Reykjavíkur borgar vegna ha ns. Samkvæmt samningnum áttu höfuðstólaskipti að eiga sér stað í upphafi samningsins og þann sama höfuðstól bæri aðilum að greiða til baka með 20 jöfnum afborgununum á fyrir fram ákveðnum dagsetningum, í fyrsta sinn 28. apríl 2010. Stefnandi hafi í upphafi samningsins, 25. október 2004, afhent samtals 3.943.849 sterlingspund (GBP) og gagnaðili hafi af hent 5.674.603 evrur. Þá höfuðstóla hafi aðilum borið að greiða til baka, stefnda 5.674.603 evrur og stefnand a 3.943.849 GBP , með tuttugu jöfnum afborgunum, fyrst 28. apríl 2010. Auk þeirra greiðslna hafi aðilum borið að greiða vexti yfir samningstímann. Þ annig hafi stefnda borið að greiða sex mánaða GBP Libor - millibankavexti auk álags en stefnanda hafi borið að greiða sex mánaða Euribor - millibankavexti. Fyrir liggi að allar afborganir til þeirrar sem féll í gjalddaga 28. október 2008 hafi verið gerðar upp. Frá þeim degi hafi aðilum borið að greiða fjárhæðir , nánar sundurliðaðar í stefnu í erlendu gjaldmiðlunum og íslenskum krónum. Samkvæmt því hafi samanlögð afhendingarskylda stefnanda samkvæmt samningnum numið 1.917.837 evrum eða jafngildi 313.743.147 krón a, m iðað við miðgengi Seðlabanka Íslands á hverjum gjalddaga. Samanlögð afhendingarskylda stefnda samkvæmt samningnum hafi verið 1.337.248 GBP eða jafngildi 253.885.925 króna m iðað við miðgengi Seðlabanka Íslands á hverjum gjalddaga. Afhendingarskyldu stef nanda hafi verið skuldajafnað við afhendingarskyldu stefnda á hverjum og einum gjalddaga , til 30. apríl 2012, þar sem um samrættar kröfur hafi verið að ræða , og eftir standi skuld stefnda að fjárhæð 59.857.222 krónur (313.743.147 253.885.925). Skuldajöf nuður stefnanda og krafa hans um dráttarvexti Stefnandi byggi heimild sína til skuldajafnaðar annars vegar á almennum reglum um skuldajöfnuð samrættra krafna, eins og hér eigi við, og hins vegar á sérstöku 13 samningsákvæði, sbr. 4. gr. markaðsskilmála stefna nda, sbr. V. kafla laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007. Samningsskilmálar aðila geri ráð fyrir því að séu afleiðuviðskipti ekki gerð upp samkvæmt efni sínu á gjalddaga skul i skyldur aðila samkvæmt hverri afleiðu jafnast hv o r á móti annarri með skuldajöfnuði til uppgjörs , og sé uppgjör stefnanda í samræmi við þá framkvæmd. Stefnandi jafni skuldbindingum aðila saman, samkvæmt hverjum samningi á gjalddaga hans, þannig að eftir standi ein krafa (nettun). Þá sé nettó skuldbindingum allra samninga jaf nað saman í samræmi við 40. gr. laga nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti , og sé dómkrafa stefnanda í samræmi við þá framkvæmd. Krafa stefnanda og greiðsluskylda stefnda sé umreiknuð í íslenskar krónur á gjalddaga samkv æmt heimild í 4. og 7. gr. (d) í m arka ðsskilmál um stefnanda, sbr. 2. gr. SFF - skilmálanna vegna framvirkra gjaldmiðlaviðskipta og 8. gr. SFF - skilmálanna vegna vaxtaskipta samninga. Við umreikning fjárhæða í íslenskar krónur sé notað skráð gengi og gengisvísit ala Seðlabanka Íslands , sem samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands skuli notað til viðmiðuna r í samningum og dómsmálum sé önnur gengisviðmiðun ekki sérstaklega tiltekin. Beri gjalddaga ekki upp á bankadegi sé miðað við næsta bankadag á eftir fyrir viðkomandi mynt. Afleiðusamningarnir átta beri það skýrlega með sér , og hafi stefnda frá upphafi mátt vera það ljóst , að gagnaðili stefnda í umræddum viðskiptum var stefnandi og að frá og með samþykkt samnings bæri stefndi alla áhættu af gengissveiflum viðkomandi gjaldmiðla fram að gjalddaga, sem hafi verið gagnstæð þeirri áhættu sem stefnandi hafi tekið. Einnig hafi mátt vera ljóst að áhætta sem stefnandi og stefndi tækju væri ekki takmörkuð við að hagnaður eða tap yrði innan einhverra marka eða greiðsluskylda við þá forsendu að samningar í tapstöðu yr ðu framlengdir. Ekkert í samningum eða skilmálum aðila geri ráð fyrir því að greiðsluskylda falli niður. Höfuðstóll skuldar stefnda vegna samninga um gjaldmiðla - og framvirk gjaldmiðlaviðskipti sé s amtals 406.631.600 krónu r , höfuðstóll skuldar vegna samnin gs um framvirk gjaldmiðlaviðskipti sé 274.429.200 krónu r og höfuðstóll skuldar vegna vaxtaskiptasamninga sé 66.280.824 krónu r . Samtals hafi höfuðstól l skuldar stefnda við stefnanda í íslenskum krónum samkvæmt þess um afleiðusamningum, eftir skuldajöfnuð (n ettun) á gjalddögum, verið þann 20. október 2008 189.229.200 krónur , þann 27. október 2008 406.631.600 krónur , þann 28. október 2008 407.259.119 krónur , þann 29. desember 2008 681.688.319 krónur , þann 16. mars 2009 676.495.016 krónur , þann 28. apríl 2009 6 74.902.087 krónur , þann 16. september 2009 672.733.744 krónur , þann 28. október 2009 670.879.070 krónur , þann 16. mars 2010 670.037.408 krónur , þann 28. apríl 2010 658.215.417 krónur , þann 16. september 2010 657.460.746 krónur , þann 28. október 2010 647.261.964 krónur , þann 16. mars 2011 646.329.421 króna , þann 28. apríl 2011 633.922.126 krónur , þann 14 16. september 2011 632.119.427 krónur , þann 28. október 2011 619.359.265 krónur , þann 16. mars 2012 757.190.531 króna og þann 30. apríl 2012 747.341.624 krónur. Við skuld stefnda bæt i st dráttarvextir frá hverjum gjalddaga til greiðsludags. Dráttarvaxtakrafa n sé skýr og sé hún reiknuð frá hverjum afhendingardegi , sem jafnframt sé gjalddagi hverrar greiðslu. Dráttarvaxtakrafa n byggist á 1. mgr. 5. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, s b r . heimild í markaðsskilm álum stefnanda, 2. gr. SFF - skilmálanna um framvirk gjaldmiðlaviðskipti og 8. gr. SFF - skilmálanna um vaxta skiptasamninga. Innborganir í dómkröfu miðist við þ að að greiðsluskuldbinding stefnan da samkvæmt hverjum samningi komi fyrst til skuldajafnaðar gagnvart áföllnum dráttarvöxtum skuldar stefnda og síðar til greiðslu höfuðstóls. Greiðsla stefnanda og vanefnd stefnda Réttindi og skyldur aðila samkvæmt afleiðusamningum séu gagnkvæmar og feli u ppgjör slíkra samninga í sér tap fyrir annan aðilann og samsvarandi hagnað fyrir hinn. Kröfur aðila samkvæmt afleiðusamningunum átta séu samrættar í skilningi 27. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Um sé að ræða kröfur um greiðslu peninga hjá báðum aðilum og því sé skilyrðinu um sambærileika krafna fullnægt. Kröfur aðila hafi verið gildar og til þeirra hafi stofnast með lögmætum hætti. Skuldajöfnuður hafi orðið virkur á þeirri stundu sem kröfurnar urðu hæfar til að mætast, það er á hverjum gjalddaga . Stefnandi hafi efnt sinn hluta allra framangreindra afleiðusamninga á gjalddaga og hafi því að engu leyti vanefnt samningana. Vanefnd stefnda liggi fyrir og nemi að höfuðstólsfjárhæð 747.341.624 krónum, auk dráttarvaxta frá hverjum gjalddaga til greiðslu dags. Tilgangur stefnda með gerð þeirra samninga sem krafa stefnanda byggist á liggi fyrir. Stefndi hafi veðjað á að íslenska krónan myndi styrkjast gagnvart erlendum gjaldmiðlum með þeim samningum um gjaldmiðla - o g framvirk gjaldmiðlaviðskipti og fr amvir k gjaldmiðlaviðskipti sem krafa stefnanda byggist á. Þá hafi stefndi gert þá vaxtaskiptasamninga sem krafa stefnanda byggist á til að dreifa áhættu skulda sinn a í einni erlendri mynt yfir á nokkrar erlendar myntir. Stefndi hafi því tekið áhættu með gerð sa mningan n a, áhættu sem honum hafi mátt vera ljós frá upphafi. Stefnandi og stefndi hafa leitað leiða til að jafna ágreining sinn og átt í þeim tilgangi fundi sín á milli, en þær viðræður hafi ekki skilað árangri. Til stuðnings kröfum sínum vís i stefnandi meðal annars til almennra reglna samninga - og kröfuréttar um efndir fjárskuldbindinga, laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, þá sérstaklega V. kafla laganna, meginreglu 19. gr. laga um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001 og 27. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Kröfu sína um dráttarvexti styður stefnandi við reglur III. kafla vaxtalaga nr. 38/2001, einkum 5. gr. og 1. mgr. 6. gr. Krafa um málskostnað byggist á XXI. kafla laga um meðferð einkamála , einkum 1. mgr. 130. gr. , og v arðandi varna rþing vísist til 33. gr. sömu laga . 15 Málsástæður og lagarök stefnda Um g rundvöll dómkröfu stefnanda. Stefndi kveðst ekkert skulda stefnanda á grundvelli þeirra átta afleiðusamninga sem hann byggi dómkröfu sína á og kveðst hann ekki fallast á lýsingu í stefnu á samningum aðila nema að hluta til . Stefndi lýsir þó í greinargerð efni samninganna með líkum hætti og stefnandi, en g erir að öðru leyti sjálfstætt grein fyrir viðskiptum aðila sem hér segir. Vanefndir á greiðslum vaxtaskiptasamnings, sem upphafleg a hafi verið gerður við Reykjavíkurborg 25. október 2004, auðkenndur 0503/GM/04102501/IRS 0568 með lokadegi 28. október 2019 , frá og með 28. október 2008 hafi f yrst og síðast komið til vegna ógjaldfærni stefnanda . H vorki höfuðstól né vaxtagreiðslum aðila hafi nokkru sinni verið umbreytt í íslenskar krónur eins og stefnandi virðist ganga út frá í greiðs luyfirliti í stefnu . Stefndi hafi lýst almennri kröfu við slitameðferð stefnanda vegna þessa samnings að höfuðstólsfjárhæð 101.485.092 kr ónur . S tefndi hafi þ á lýst samning i nn ógildan frá og með 2. september 2008 og hafi sú dagsetning miðast við þ að að þann dag hafi stefnandi í síðasta lagi verið orðinn ófær um að efna sína aðalskyldu þegar gagnaðili, þ.e. stefndi, hagnaðist af samningnum. Vaxtagreiðslur sem að ilar skyldu greiða tvisvar á ári, 16. september og 16. mars , samkvæmt fjórum vaxtaskiptasamningum, sem stefnandi hafi upphaflega gert við Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar (HAB) 15. mars 2007, hafi verið gerðar upp í erlendum gjaldmiðlum . Samkvæmt samnin gi með auðkennið CIRS 2193 hafi aðilar í upphafi skipst á evrum og k anadadollurum (CAD), samkvæmt samningi með auðkennið CIRS 2194 hafi verið skipst á evrum og sterlingspundum (GBP) , samkvæmt samningi með auðkennið CIRS 2195 á evrum og svissneskum frönkum (CHF) og samkvæmt samningi með auðkennið CIRS 2196 hafi verið skipst á evrum og japönskum jenum (JPY). Þegar vaxtagreiðslur hafi farið fr am hafi greiðslu verið þannig háttað að stefnandi hafi grei tt evrur inn á EUR - reikning HAB og HAB hafi greitt inn á rei kning stefnanda vegna hvers samnings um sig í viðeigandi gjaldmiðli samningsins, þ.e. í CAD, GBP, CHF og JPY. Vaxtagreiðslum hafi aldrei verið umbreytt í íslenskar krónur og greiðslur þessar hafi aldrei verið nettaðar, eins og stefnandi virðist ganga út fr á í vaxtagreiðsluyfirliti í stefnu. Vaxtagreiðslur hafi verið gerðar upp allt þar til kom ið hafi að greiðslu hinn 16. mars 2009 , en á þeim gjalddaga hafi hvorki stefnandi né HAB innt samningsbundnar vaxtagreiðslur af hendi . HAB hafi lýst almennri kröfu við slitameðferð stefnanda vegna þessara samninga, alls að höfuðstólsfjárhæð 10.645.350 krónur , og hafi krafan jafnframt bygg s t á því að samningar nir væru ógildir frá 2. september 2008. S tefnandi og stefndi hafi gert þrjá afl eiðusamninga 25. mars 2008 ; tvo samninga um gjaldmiðla - og framvirk gjaldmiðlaviðskipti og einn samning um framvirk gjaldmiðlaviðskipti. Með samningi með auðkenninu TE18612 hafi aðilar samið með 16 framvirkum hætti um afhendingu stefnda á 4.000.000 GVT hinn 2 9. desember 2008 gegn greiðslu stefnanda á 634.600.000 kr ónum , þ.e. jafngildi 158,65 GVT. Samningur þessi hafi ekki verið gerður upp 29. desember 2008. Samkvæmt síðari hluta samnings , sem í upphafi hafi verið auðkenndur með númerinu TE18605, hafi aðilar sa mið um að 27. október 2008 skyldi stefndi afhenda jafnvirði 4.000.000 GVT gegn greiðslu stefnanda á 605.360.000 kr ónum . Samningur þessi hafi ekki verið gerður upp hinn 27. október 2008. Þann 13. október 2008 hafi fyrr i samningur með auðkenninu TE18606 veri ð gerður upp með því að aðilar undirrituðu nýjan samning, auðkennd an með númerinu SW0000071881. M eð fyrri hluta samnings hafi eldri samningur verið gerður upp og í síðari hluta ha ns hafi verið samið um framvirk kaup á GVT þar sem afhendingardagur skyldi ve ra 20. október 2008. Aðilar hafi átt í samskiptum um þennan samning, en hann hafi ekki verið gerður upp hinn 20. október 2008. Töluleg niðurstaða þessara afleiðusamninga, miðað við skuldajöfnuð þeirra samkvæmt útreikningi stefnda, hafi verið sú að 2. september 2008 hafi stefnandi skuldað stefnda 54.434.107 krónur. H inn 23. september 2008 hafi stefndi skuldað stefnanda 210.360.804 krónur , hinn 26. september 2008 hafi stefndi skuldað stefnanda 255.256.676 krónur og hinn 7. október 2008 hafi stefn di sk uldað stefn an da 259.285.814 krónur . Matsgerð in sem stefndi leggi fram í málinu sýni að stefnandi hafi verið orðinn ógjaldfær eigi síðar en 29. janúar 2008. Þá hafi töluleg niðurstaða þá gildandi afleiðusamninga málsaðila verið sú að stefnandi hafi skuldað s tefnda 33.886.416 krónur . Tölulegur mismunur á útreikningi stefnanda á dómkröfu nni og framangreindum útreikningi stefnda fel i st í því að stefnandi byggi útreikninga sína á höfuðstól dómkröfu sinnar á lokastöðu hvers einstaks samnings , eins og þeir hefðu h aldið gildi sínu til lokadags eða til útgáfudags stefnu . Ú treikningar stefnda bygg i st á stöðu samninganna á tilteknum dögum, sá fyrsti sé í ljósi niðurstöðu matsgerðarinnar 29. janúar 2008 , en hafi upphaflega verið 2. september 2008. Einnig valdi krafa ste fnda um að loka samningunum eigi síðar en þann 13. október 2008 tölulegum mismun. Stefnandi hafi á þeim tíma neitað því að það væri mögulegt, borið við tylliástæðum og sagt eina möguleikann vera þann að gera nýja samninga. Málsástæður fyrir sýknukröfu stef nda Fyrir aðalkröfu um sýknu sé í fyrsta lagi á því byggt að ef stefnandi teldist hafa átt einhverja eign í afleiðusamningum þessa máls þá eig i hann þá samninga ekki lengur og eigi hann því ekki lengur aðild að máli nu . S tefnandi hafi framsel t kröfu na sem hann byggi mál ið á til íslenska ríkisins með samningi 10. desember 2015. Ríkisendurskoðun hafi staðfest í tölvuskeytum til lögmanns stefnda að afleiðusamningar stefnanda í máli þessu hefðu allir verið framseldir ríkissjóði í desember 2015 sem greiðsla stefnanda á stöðuleikaframlagi hans til ríkissjóðs, þeir hefðu allir verið metnir og færðir til eignar í ríkisreikningi árið 2016. Gagnstæðar hugleiðingar starfsmanns fjármálaráðuneytisins 17 byggist greinilega á misskilningi hans og séu augljóslega ekki rét tar í ljósi upplýsinga embættis Ríkisendurskoðanda. Framsal allra afleiðusamninga stefnanda til íslenska ríkisins í desember 2015 komi einnig fram og sé nákvæmlega lýst í endurskoðuðum ársreikningi stefnanda árið 2015, einkum skýrslu stjórnar ; ársreikningi sem stefnandi hafi sen t til embættis Ríkisskattstjóra og ligg i fyrir í málinu . Við það framsal samninganna og dómkröfu stefnanda hefði ríkissjóður átt að taka við aðild stefnanda að málinu samkvæmt ákvæðum 1. mgr. 22. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einka mála. Bæði stefnandi og talsmaður fjármálaráðuneytisins hafi hafnað því að framsal ið hafi átt sér stað og hafnað því að íslenska ríkið hafi tekið við aðild að málinu . Stefnandi haldi því fram að framsal afleiðusamninganna hefði ekki getað farið fram í des ember 2015 án skr iflegs samþykkis stefnda og vísi í því sambandi til ákvæða SFF - skilmálanna. Slitastjórn stefnanda hafi g reinilega enga þörf talið á sérstöku skriflegu samþykki stefnda við gerð samningsins, sem verið hafi eitt af síðustu embættisverkum hen nar áður en hún hafi verið leyst frá störfum 29. janúar 2016 , en hefði eftir því verið leitað hefði stefndi veitt það samþykki. Stefnan di h aldi því fram að ársreikningur stefnanda árið 2015 staðfesti ekki að stefnandi hafi framselt samninga na og byggi á því að u mræddar kröfur hafi ekki verið framseldar, og að vísað sé til þess í ársreikningnum að ágreiningur sé á milli stefnanda og stefnda. Þessi málsástæða stefnanda sé efnislega röng þar sem umfjöllun in í skýringakafla ársreikningsins um almennar kröfur á stefnanda sé um þær kröfur sem stefndi hafi lýst í þrotabú s tefnanda með kröfulýsingum 26. nóvember 2009 en ekki þá afleiðusamninga sem t alist hafi til eigna stefnanda . Andmæli stefnanda í bókun, sem lögð hafi verið fram eftir að eignarhald og stjórn ste fnanda hafi komist í hendur erlendra aðila, séu ómarktæk. L jóst sé að stefnandi eigi ekki lengur þá kröfu sem mál þetta byggi st á, sem leiði til aðildarskorts stefnanda og því sé krafist sýknu á grundvelli 2. mgr. 16. gr. l aga um meðferð einkamála. Ástæða þess að þessi málsástæða sé ekki fyrr fram komin sé sú að fyrst á dómþingi hinn 22. október 2019 hafi lögmaður stefnanda upplýst dóminn og lögmann stefnda um það að ríkissjóður ætti það fé sem stefnandi myndi fá dæmt í máli þessu og að það fé yrði greitt t il ríkissjóðs þegar þar að kæmi . Verði ekki fallist á fyrstu málsástæðu stefnda fyrir sýknukröfu byggi hann á því í öðru lagi að teljist stefnandi hafa átt einhverja eign í afleiðusamningum þessa máls h afi hann þegið fébætur fyrir þá eign í nóvember 2013 frá endurskoðunarsamsteypunni PwC . S tefnandi eigi þá eign þar af leiðandi ekki lengur og hann eigi því ek ki lengur aðild að þessu máli. Í fréttatilkynningu slitastjórnar stefnanda um þá greiðslu k omi fram að slitastjórn stefnanda staðfesti a bótagreiðslu frá endurskoðunarfyrirtækjunum. Stefnandi h afi ekki orðið við áskorun stefnda um að leggja staðfestingarskjal um greiðslu þessa fram í málinu, áskorun sem stefndi hafi sett fram á grundvelli 2. mgr. 67. gr. laga nr. 91/1991 , og vænti þess að dómur í máli nu samþykki 18 frásögn stefnda um efni skjalsins, sbr. ákvæði 1. mgr. 68. gr. sömu laga , þess efnis að stefnandi hafi fengið kröfu sína í máli þessu greidda að fullu. Af því leiði að stefnandi eigi ekki le ngur þ á hagsmuni sem hann krefji stefnda um , en það leiði til aðildarskorts stefnanda og sýknu stefnda samkvæmt 2. mgr. 16. gr. l aga nr. 91/1991 . Stefndi hafi þann 19. nóvember 2019 fengið staðfestingu frá forstjóra PwC um að samkomulagsbætur PwC frá 13. nóvemb er 2013 hefðu verið inntar af hendi án nokkurrar tilgreiningar á því að þær væru vegna tiltekinna eða afmarkaðra atburða eða tjónsatvika. B ókun stefnanda um að sú bótagreiðsla hafi ekki verið vegna afleiðusamninga stefnanda sé því ekki rétt , hún hafi ekki verið vegna neinna tilgreindra tjónstilvika. Teldi dómurinn að stefnandi hefði aðeins fengið kröfu sína greidda að einhverjum ótilteknum hluta , eða að þessi málatilbúnaður stefnanda f æ li í sér vanreifun málsins á grundvelli ákvæða d - og e - liða 80. gr. laga um meðfe r ð einkamála , lei dd i það til þess að málinu y rði vísað frá dómi sjálfkrafa eða samkvæmt annarri varakröfu stefnda. Verði ekki fallist á framangreindar sýknuástæður stefnda byggi hann í þriðja lagi á því að ógilda beri gjaldmiðlaskiptasamninga og v axtaskiptasamninga aðila með vísan til brota stefnanda á lögum sem gilda á fjármagnsmarkaði og vegna þess að stefnandi hafi verið ófær um að efna samningana þegar hann hafi verið orðinn ógjaldfær. Framlögð m atsgerð staðfesti bæði brot stefnanda á lögum sem gilda á fjármagnsmarkaði og það hvenær stefnandi hafi í síðasta lagi orðið ógjaldfær. Í matsgerð inni segi að í síðasta lagi þann 29. janúar 2008 hafi stefnandi ekki getað staðið í fullum skilum við lánardrottna sína þegar k röfur þeirra féllu í gjalddaga og að ekki hafi verið sennilegt að greiðsluörðugleikar stefnanda myndu líða hjá innan skamms tíma. Því sé miðað við það tímamark um það hvenær samningarnir hafi orðið ógildir og hvenær forsendur hafi brostið fyrir gerð þeirra . Gjaldmiðlaskipta samninga rnir hafi verið ógildir frá upphafi , enda gerðir eftir 29. janúar 2008 , og vaxtaskiptasamningarnir hafi orðið ógildir eigi síðar en þann 29. janúar 2008. B rot stefnanda gegn lögum á fjármagnsmarkaði á árunum 2007 og 2008 leiði til þess að ógilda beri gjaldmiðlaskipta samninga aðila á grundvelli 30. gr. , 33. gr. eða 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. V axtaskiptasamninga aðila beri að ó gilda á grundvelli sömu lagaákvæða, þar sem stefnandi hafi orðið ófær um að efna aðalskyldu samninganna þegar hann hafi í raun og veru orðið ógjaldfær. Fullyrðingar stefnanda um að hann hafi staðið skil á umræddum samningum gagnvart stefnda í formi skuldajöfnunar á síðari stigum séu ótækar enda hefðu samningarnir gjald fallið þann 29. janúar 2008 vegna ógjaldfærni stefnanda um ófyrirsjáanlegan tíma. Þá hafi stefnandi skuldað stefnda vegna umræddra skuldbindinga samkvæmt fjármálagerningum, sem allir falli undir ákvæði laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti. Starfsemi ste fnanda falli undir lög nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og hafi hann brotið gegn 5. gr., 3. mgr. 8. gr., 18. gr. og 22. gr. laga nr. 108/2007, 19. gr. 19 laga nr. 161/2002, 19. 21. gr. reglugerðar nr. 995/2007 um fjárfestavernd og viðskiptahætti fjármálafyri rtækja og gegn ákvæðum 3.1, 3.2, 4, 4.2.2 og 4.3 í sérstökum reglum stefnanda sjálfs um hagsmunaárekstra. Þessi ákvæði byggist á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2004/39/EB og á tilskipun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2006/73/EB og verði því að líta t il þeirra við skýringu ákvæðanna, sbr. 3. gr. laga nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið. Einnig skuli líta til reglugerðar nr. 160/2009 um viðskiptahætti sem teljist ólögmætir, sbr. I. viðauka tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2005/29/EB frá 11. m aí 2005, um óréttmæta viðskiptahætti gagnvart neytendum á innri markaðnum o.fl., þá sérstaklega innleidd hér á landi. Þar sem ekki séu í lögum nr. 108/2007 og lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, óg ildingarákvæði gagnvart viðskiptasamningum , sem komis t á milli fjármálafyrirtækis og viðskiptamanns , sé um þetta einkum bygg t á 30. gr. , 33. gr. og 36. gr. laga um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga nr. 7/1936 . Stjórnendum stefnanda hafi samkvæmt matsgerð í síðasta lagi átt að hafa verið orðið það ljó st 29. janúar 2008 að stefnandi gæti ekki staðið í fullum skilum við lánardrottna sína þegar kröfur þeirra féllu í gjalddaga og að ekki væri sennilegt að greiðsluörðugleikar hans myndu líða hjá innan skamms tíma. Samkvæmt 1. mgr. 86. gr. laga nr. 161/2002 hefði stjórnendum borið að gera viðeigandi ráðstafanir samkvæmt því lagaákvæði þá þegar. Þar með hafi brostið sú grundvallarforsenda gagnkvæms samningssambands við gerð gjaldmiðlaskipta samninganna þriggja sem gerðir hafi verið þann 25. mars 2008, að gagnaðili g æ ti staðið við samningsskuldbindingar sínar á gjalddaga. S tefnandi hafi verið orðinn ógjaldfær við gerð þeirra og fyrirsjáanlegt að hann gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt samningunum. Þei r samningar hafi því verið ógildir og óskuldbindandi fyrir stefnda strax við gerð þeirra. Því skuli ógilda þá samninga og forvera þeirra þegar á þeim grundvelli að grundvallarforsendur til samningagerðarinnar hafi brostið. Jafnframt sk uli sá forsendubrestur leiða til þess að vaxtaskiptasamningar aðila teljist ógildir frá 29. janúar 2008. Þ egar aðili ber i það fyrir sig að loforð sitt sé óskuldbindandi eigi gagnaðili almennt rétt á því að ganga frá loforði sínu, án tillits til þess hvort hann hafi verið grandsamur um þetta at riði þegar hann gaf sitt loforð. Þegar af þessari ástæðu sé u vaxtaskiptasamningar aðila óskuldbindandi fyrir stefnda á þeim grundvelli að forsendur séu brostnar fyrir samningunum miðað við 29. janúar 2008. V egna blekkinga stefnanda um raunverulega fjárhags stöðu sína og þeirra áhrifa sem þessar blekkingar h afi haft t.d. á markaði á Íslandi hafi stefnda verið gert ómögulegt að verja hagsmuni sína gagnvart stefnanda og taka ákvarðanir byggðar á réttum forsendum. Hefði stefnandi upplýst um raunverulega stöðu sí na frá áramótum 2007/2008 sé ljóst að stefndi hefði engar forsendur haft til þess að gera frekari samninga við stefnanda, auk þess sem stefnanda hafi skort heimildir til þess að ráðstafa eignum sínum 20 með þessum hætti í ljósi ógjaldfærninnar. Einnig hefði s tefndi haft tækifæri til þess að verja hagsmuni sína vegna annarra samninga þá þegar. Líta verði á það sem almenna grundvallarforsendu fyrir því að gera gagnkvæman samning við nokkurn aðila að sá aðili beiti ekki viljandi blekkingum um fjárhagsstöðu sína o g hafi viljandi slík áhrif á íslenska markaðinn með háttsemi sinni að hún hylji enn frekar þá stöðu sem raunverulega sé fyrir hendi. Því sé lýst í matsgerð hvernig stefnandi hafi haldið upplýsingum leyndum og hvaða áhrif það hafi haft á íslenska markaðinn og íslenskt efnahagslíf. Það verði að telja ósanngjarnt og andstætt góðri viðskiptavenju að stefnandi geti borið fyrir sig ákvæði samninganna og innheimt greiðslur samkvæmt þeim án tillits til þessa. Verði talið að vaxtaskiptasamninga rnir séu skuldbindandi fyrir stefnda sé sýknukr afa hans í fjórða lagi á því byggð að stefnandi eigi engar fjárkröfur á hendur stefnda. Þegar stefnandi hafi í síðasta lagi verið orðinn ógjaldfær , hinn 29. janúar 2008 samkvæmt niðurstöðu matsgerðar, hafi stefndi ekki skuldað stef nanda neitt . Þ vert á móti hafi stefnandi þá skuldað stefnda vegna þeirra samninga sem þá höfðu verið gerðir. Þann 31. desember 2007 hafi eiginfjárhlutfall stefnanda verið komið undir 8%, sem verið hafi hið lögbundna l ágmark, og einungis verið 6,88%. S tefnandi hafi ranglega tilgreint að ei ginfjárhlutfall bankans væri 11,18% í ársreikningi s ínum fyrir árið 2007 . Ársuppgjör stefnanda hafi verið kynnt á stjórnarfundi 2 9. janúar 2008 og þá hefði stefnandi átt að taka viðeigandi ákvörðun og tilkynna Fjármála eftirlitinu um það að eiginfjárhlutfall bankans væri verulega undir lögboðnu lágmarki og að hann gæti ekki staðið í fullum skilum við lánardrottna sína þegar kröfur þeirra féllu í gjalddaga og ekki væri líklegt að greiðsluörðugleikar hans myndu líða hjá in nan skamms tíma. Óumdeilt sé að almennir skilmálar um framvirk gjaldmiðlaviðskipti og skiptasamninga, SFF - skilmálarnir, gildi um umrædd afleiðuviðskipti. Áhrifum þess að stefnandi hafi verið orðinn ógjaldfær þann 29. janúar 2008 sé lýst í 3. og 4. gr. þeir ra skilmála , efnislega samhljóða 9. og 10. gr. skilmál a SFF um skiptasamninga, þar sem lýst sé ákveðnum afbrigðum af vanefndum og þeim réttaráhrif um sem slíkar vanefndir hafi í för með sér. Megininntak 3. og 9. gr. skilmála SFF sé að tryggja rétt gagnaðila þess sem vanefnir samningsskyldur sínar til að neyta réttarúrræða sé aðili samnings ekki fær um að efna sinn hluta samningsins. Með vísan til þeirra ákvæð a sé stefndi laus undan skuldbindingum sínum við stefnanda samkvæmt þeim samningum sem verið hafi úti standandi þann 29. janúar 2008, eða eftir því sem við eigi s amkvæmt öðrum varakröfum stefnda. Framvirkir gjaldmiðlasamningar og skiptasamningar feli í sér skyldu af beggja hálfu, og því sé grunnforsenda samnings að báðir aðilar geti efnt s amningsskyldu sí na. Stefnandi hafi ekki getað efnt samningsskyldu sína en e ngin vanefnd hafi orðið af hálfu stefnda. Þrátt fyrir að stefnandi hafi ekki tilkynnt Fjármálaeftirlitinu um stöðu eiginfjárhlutfallsins og ógjaldfærni, eða gefið bú sitt upp til gjaldþrotaskipta í samræmi við 1. og 2. mgr. 64. gr. g jaldþrotaskiptalaga , hafi samningar aðila fallið í gjalddaga við 21 ógjaldfærni stefnanda, sbr. ákvæði 3.4 í SFF - skilmál unum , enda ljóst að stefnandi hafi sannanlega verið orðinn ógjaldfær þann 29. janúar 2008. Samkvæmt því ákvæði gjaldfalli allir samningar aðila um framvirk gjaldmiðlaviðskipti við gjaldþrot (ógjaldfærni) samningsaðila án sérstakrar tilkynningar þar um og því hafi þágildandi samningar aðila allir fallið í gjalddaga hinn 29. janúar 2008 . Þann dag hafi stefnan di skuldað stefnda 33.886.416 krónur vegna gildandi samninga. Í 4. gr. markaðsskilmála stefnanda um skuldajöfnun samninga (nettun) segi að samningar skuli halda gildi sínu að fullu þrátt fyrir ákvæði 91. og 100. gr. laga nr. 21/1991, en í ákvæði 3.4 og 9.4 í SFF - skilmál unum segi að samningar skuli falla niður við gjaldþrot samningsaðila án sérstakrar tilkynningar. Þetta ó samræmi sé alfarið á ábyrgð stefnanda og verði að skýra vafa um túlkun ákvæðanna stefnda í hag. L ögskýringum stefnanda og málsástæðum í st efnu um þýðingu SFF - skilmálanna fyrir þetta mál sé andmælt sem röngum. Fallist dómurinn ekki á það að stefnandi hafi verið orðinn ógjaldfær í síðasta lagi þann 29. janúar 2008 sé á því byggt að í síðasta lagi hinn 2. september 2008 hafi stefnandi verið orð inn ógjaldfær. Fyrir liggi að þann dag hafi Beyerische Landesbank (BL) veitt ríkissjóði lán. Við þá ákvörðun hafi orðið ljóst að frekari lánveitingar til stefnanda væru útilokaðar af hálfu BL. Þ ann dag hafi stefnandi því orðið ógjaldfær þar sem ljóst hafi verið að stefnandi gæti ekki staðið við skuldbindingar láns frá BL þegar það félli í gjalddaga . Þann dag hafi stefndi ekki skuldað stefnanda neitt. Málsástæður fyrir fyrstu varakröfu stefnda um lækkun dómkrafna Fyrsta varakrafa stefnda um verulega lækkun kröfu stefnanda byggist, auk alls framangreinds, á því að samningar aðila hafi gjaldfallið á síðara tímamarki en miðað sé við í sýknukröfu. Þá sé í fyrsta lagi byggt á því að samningarnir hafi gjaldfallið 23. september 2008. Þann dag hafi v erið tilkynnt a ð ekkert yrði af sölu eigna stefnanda í Noregi, auk þess sem BL hafi hafnað því að lán yrðu framlengd . Af þessu leiði að í síðasta lagi 23. september 2008 hafi verið orðið ljóst að stefnandi væri ógjaldfær en þann dag hafi skuld stefnda við stefnanda verið 210.360.804 krónur. Stefnandi hafi þó orðið ógjaldfær mun fyrr og engu breyti þar um þó að fyrrgreindar leiðir til að bæta fjárhag stefnanda hefðu gengið eftir. Í öðru lagi sé byggt á því að samningar aðila hafi gjaldfallið í síðasta lagi þann 26. septemb er 2008 , en þann dag hafi verið orðið ljóst að íslenska bankakerfið væri hrunið og engar aðgerðir hefðu getað komið í veg fyrir gjaldþrot stefnanda samkvæmt því sem greini í Rannsóknarskýrslu Alþingis og fleiri heimildum. Af því leiði að lækka beri dómkröf ur stefnanda þannig að stefnda verði gert að greiða honum alls 255.256.676 kr ónur . Verði ekki fallist á að samningar aðila hafi gjal dfallið í fyrrgreindum tilvikum sé í þriðja lagi á því byggt að samningar aðila hafi gjaldfallið hinn 7. október 2008 , tel dust þeir enn hafa verið í gildi þá. Þess sé krafist að d ómkröfur stefnanda verði lækkaðar á þann veg að stefnda verði gert að greiða stefnanda alls 259.285.814 kr ónur og miðist sú 22 fjárhæð við stöðu samninga aðila þann dag . Þá hafi allar rekstrarforsendur stefnanda verið brostnar og stjórn stefnanda því ekki átt annan kost en að upplýsa F jármálaeftirlitið um þá stöðu í erindi hinn 7. október 2008, sem síðar hafi leitt til yfirtöku FME. Stefnandi hafi eftir það ekki haft heimild til þeirrar ráðstöfunar að ge ra nýjan afleiðusamning, og stofna þannig til skuldbindingar á hendur sér með samningi SW71881, dags. 13. október 2008. Sá samningur geti ekki talist vera nauðsynleg ráðstöfun við þessar aðstæður, hvorki í skilningi laga nr. 161/2002 né laga nr. 21/1991. S á samningur sé sjálfstæður en hvorki framlenging eldri samninga né hluti af eldra réttarsambandi, sbr. dóm Hæstaréttar Íslands í máli nr. 15/2012. Verði ekki fallist á að samningar aðila hafi gjaldfallið í framangreindum tilvikum hefði í öllu falli átt að loka samningum aðila í samræmi við beiðni stefnda þar um eigi síðar en 13. október 2008, og miða eigi uppgjör við þann dag. Stefndi hafi viljað og reynt að loka gjaldmiðlaskiptasamningunum 13. október 2008 þegar samningur nr. SW71455 (síðar SW71881) hafi v erið á gjalddaga. Starfsmaður stefnanda hafi gefið þau svör að þannig að honum hafi verið lokað og stefnda gert að gera nýjan samning, nr. SW71881, á þeim forsendum að eina leiðin væri að framlengja. Ástæða þess að öðrum samningum aðila hafi ekki verið lokað 13. október 2008 byggist á sömu forsendum. Þann 27. október 2008 hafi stefnandi sent út tilkynningu til viðskiptavina sinna um að bankinn ynni að því að loka og gera up p þá afleiðusamninga sem væru útistandandi. Viðskiptavinir væru jafnframt hvattir til að hafa samband við sinn tengilið í bankanum og finna leiðir til að ljúka samningunum. Sama dag hafi samningur SW67392 verið á gjalddaga. Stefndi hafi því haft samband vi ð stefnanda skömmu síðar í því skyni að loka samningunum, sbr. samskipti aðila 3. og 4. nóvember 2008, og hafi málsaðilar verið sammála um lokun samninganna og að flýta ætti uppgjöri þeirra. Hafi þeim verið það ljóst að samningarnir skyldu ekki efndir samk væmt efni sínu og að fullnaðaruppgjör þeirra skyldi fara fram. Útreikningur stefnanda á höfuðstól dómkröfu hans byggist á því að stefndi hafi ekki óskað eftir því að samningunum yrði lokað og þess vegna sé kröfufjárhæðin reiknuð eins og samningarnir hafi á tt að halda gildi sínu til lokadags þeirra. Þeirri aðferð við útreikning kröfu stefnanda sé mómælt sem rangri og málsástæðum stefnanda á þeim grundvelli alfarið mótmælt. Dráttarvaxtakröfu stefnanda sé sérstaklega mótmælt . Hvorugur aðila málsins hafi innt af hendi aðalskyldu sína samkvæmt samningu nu m á umsömdum gjalddögum. Ástæður þess verð i eingöngu raktar til stefnanda sem hafi verið orðinn ógjaldfær á gjalddögum vaxtagreiðslna. Vanefnd stefnanda sjálfs get i ekki leitt til þess að hann eigi dráttarvaxtakr öfu á hendur stefnda, sem engin heimild sé til í samningsskilmálum aðila, sbr. 2 . gr. almennra skilmála . Verði stefnda gert að greiða dráttarvexti sk uli um slíkar greiðslur fara samkvæmt 7. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Líta ber i til 23 þess að verulegur dráttur h afi orðið á rekstri málsins vegna atvika sem eingöngu varð i stefnanda, með höfnun hans á afhending u gagna til dómkvaddra matsmanna og höfnun á framlagning u skriflegra s önnunargagna sem stefnandi hafi undir höndum. Ekkert styðji það að stefnandi eigi að njóta þess að meintar kröfur beri dráttarvexti allt frá árinu 2008. Nái dómkröfur stefnanda fram að ganga að einhverju leyti eigi að reikna dráttarvexti samkvæmt lögum nr. 38/2001 einum mánuði eftir dómsuppkvaðningu, en til vara mánuði eftir að stefnda barst fyrst rökstutt innheimtubréf, sem hafi verið 20. september 2012. Málsástæður fyrir annarri varakröfu stefnda um að málinu verði vísað frá dómi Samkvæmt ákvæðum d - og e - liða 80 gr. laga u m meðferð einkamála ber i st efnanda máls að greina svo glöggt sem verða m egi í stefnu hver sé efnislegur grundvöllur máls. Í málavaxtalýsing u í stefnu hafi ákveðin leyndarhyggja stefnanda hafist um ákveðin atvik málsins hjá slitastjórn stefnanda. Þau atvik sem slitastjórnin t aki ekki með séu atvik sem hún hafi byggt á stefnur sínar gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og viðskiptafélögum hans og gegn endurskoðunarfyrirtækjum PwC , en má lsatvik í þeim málum f alli að og styð ji málsástæður stefnda í þessu máli. Stefndi hafi óskað eftir því 13. febrúar 2014 að tveir sérf r óðir menn yrðu dóm kvaddir til þess að varpa ljósi á og sanna rétta atburðarás í málinu og fallist hafi verið á þá matsbeiðni . Leyndarhyggja stefnanda hafi haldið áfram í matsmálinu og torveldað afhendingu gagna til matsmanna. Ste fnanda hafi ekki fallið niðurstaða matsgerðarinnar , en í stað þess að óska eftir yfirmati á grundvelli ákvæða 64. gr. laga um meðferð einkamála , sem sé réttarúrræði óánægðra aðila í þeim tilvikum, hafi stefnandi hafið aðgerðir til að rýra sönnuna r gi l di matsgerðarinnar með ýmsum hætti. Í október árið 2019 hafi þ ýðingarmikið atriði verið upplýst í málinu varða ndi samning sem slita stjórn stefnanda hafi gert við Seðlabanka Íslands 10 . desember 2015. Ríkisendurskoðun hafi gefið greinargóðar upplýsingar um e fni þess samnings , sem stefnandi sé ósammála, en stefnandi hafni því alfarið að leggja þann samning fram í málinu til stuðnings fullyrðingum sínum . Leyndarhyggja stefnanda komi einnig skýrt fram í því að neita, þrátt fyrir áskorun, að gefa upplýsingar um f járhæð og sundu r liðun bóta sem hún hafi fengið frá endurskoðunarsamsteypunni PwC í nóvember 2013 , en stefndi hafi ástæðu til þess að ætla að þessar skaða bætur hafi verið greiddar stefnanda fyrir kröfu hans í þessu máli, að hluta til eða að öllu leyti. Þý ðingarmikilli lýsingu þeirra málsatvika sem stefnandi byggi málssókn sína á sé mjög ábótavant og greining hins tölulega þáttar sé óljós. Stefnandi hafi markvisst leynt og leyni enn þýðingarmiklum gögnum og atvikum sem greina þyrfti til þess að ekki fari á milli mála hvert sakarefnið sé í raun. S tefnanda beri að virða ákvæði d - og e - liða 80. greinar laga nr. 91/1991 , um meðferð einkamála , en það hafi e kki verið gert í þessu máli. Því beri að vísa máli þessu frá dómi á grundvelli þessara lagaákvæða , að kröfu stefnda eða sjálfkrafa að mati dómsins, ef kröfugerð stefnda þar að lútandi yrði andmælt. 24 Um lagarök sé byggt á almennum reglum kröfuréttar, ákvæðum 30. gr., 33. gr. og 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, ákvæðum laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, og laga nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti, auk annarra ákvæða laga og reglugerða og reglna Fjármálaeftirlitsins. M álskostnaðarkr afa byggist á XXI. kafla laga nr. 91/1991 , um meðferð einkamála, aðallega 1. mgr. 129. gr . og 1. 3. mgr. 130. gr. laganna. Niðurstaða Stefnandi hefur höfðað mál þetta til innheimtu krafna sem styðjast við átta afleiðusamninga aðila sem fyrir liggja í málinu. Efni þeirra samninga er óumdeilt, svo og að um þá hafi átt að gilda þeir skilmálar sem báð ir aðilar vísa til. Enn fremur er ágreiningslaust að milli aðila hefur uppgjör samninganna ekki farið fram. Að nokkru er deilt um ástæður þess, hvenær samningarnir hafi gjaldfallið og þá hvernig uppgjöri skuli haga með hliðsjón af því. Þá telur stefndi að samningarnir séu ógildir af ýmsum ástæðum auk þess sem hann ber fyrir sig aðildarskort stefnanda. A Svo sem áður greinir telur stefndi einnig að vísa eigi málinu frá dómi, einkum þar sem leiddar hafi verið líkur að því að stefnandi hafi þegar fengið kröfu r sínar, a.m.k. að nokkru, greiddar með skaðabótum frá endurskoðunarfélögum PwC og skorti því á að hann hafi gert viðhlítandi grein fyrir fjárhæð kröfu sinnar. Leggja verður til grundvallar að hér sé um að ræða atriði sem dóminum ber að gæta að af sjálfsdá ðum og verður þessari málsástæðu stefnda þar af leiðandi ekki hafnað með vísan til til þess að hún sé of seint fram komin. Það athugast þó að stefndi bar þessa málsástæðu fram í bókun í þinghaldi 12. desember 2019 og hafði hreyft henni áður með áskorun í þ inghaldi 4. desember 2013, í tilefni af fréttaflutningi um að samkomulag hefði náðst í tveimur dómsmálum milli PwC og stefnanda. Hefur stefnanda því gefist nægt tóm til að bregðast við umræddri málsástæðu. Af stefnu í öðru þessara mála, máli stefnanda gegn félögum PwC, sem lögð hefur verið fram í máli þessu, verður ráðið að um var að ræða mál til viðurkenningar á skaðabótaskyldu vegna tjóns sem stefnandi taldi að félögin hefðu valdið sér með vanrækslu í endurskoðunarstörfum árin 2007 og 2008. Hvorki af stef nunni né öðrum gögnum verður dregin sú ályktun að stefnandi hafi í því máli byggt á því að kröfur hans í þessu máli væru niður fallnar af völdum starfsmanna endurskoðunarfyrirtækjanna þannig að þær teldust til fjártjóns sem þeim bæri að greiða stefnanda sk aðabætur fyrir. Því síður hefur stefndi leitt að því líkur að sátt stefnanda við téð endurskoðunarfyrirtæki hafi falið það í sér að þau greiddu í reynd með einhverjum hætti umræddar kröfur. Eins og atvik málsins liggja fyrir samkvæmt þessu er haldlaus sú málsástæða stefnda að vísa beri málinu frá dómi án kröfu vegna þess að stefnandi hafi ekki gert 25 viðhlítandi grein fyrir fjárhæð kröfu sinnar með vísan til lykta umræddrar málshöfðunar, og gildir þá einu þótt ekki liggi fyrir efni þeirrar sáttar sem leiddi til niðurfellingar máls stefnanda gegn téðum endurskoðunarfyrirtækjum. Þá er hafnað sjónarmiðum stefnda á þá leið að málsatvikalýsing og töluleg útlistun krafna stefnanda fullnægi ekki d - og e - liðum 1. mgr. 80. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. B Við aðalmeðferð málsins byggði stefndi efnisvarnir sínar m.a. á því að stefnandi ætti ekki lengur kröfur þær sem hann leitast við að innheimta með málssókninni og því beri að sýkna vegna aðildarskorts stefnanda, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga um meðferð einkamá la nr. 91/1991. Stefnandi telur þessa málsástæðu of seint fram komna og þegar af þeirri ástæðu beri, með vísan til 5. mgr. 101. gr. laganna, að hafna henni. Lögmaður stefnda kveðst fyrst hafa heyrt af samningi stefnanda og Seðlabanka Íslands frá 10. desemb er 2015 um svonefnt stöðugleikaframlag í þinghaldi í máli þessu 22. október 2019. Í kjölfar þess mun hann þegar hafa hafist handa við að afla upplýsinga um efni þess samnings, frá stefnanda og með erindum til Ríkisendurskoðunar og til fjármálaráðuneytisins , sem veitti þau svör að kröfurnar á hendur stefnda hefðu ekki verið framseldar til ríkissjóðs, en synjaði um afhendingu samningsins. Þá liggur fyrir að stefndi leitaði til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sem hefur með úrskurði synjað stefnda um aðgang að samningnum á þeim grundvelli að bankaleynd ríki um hann. Ekkert er fram komið um að stefndi hafi mátt vita um þennan samning fyrr en hann heldur fram og verður málsástæðan samkvæmt öllu framangreindu talin hafa komið fram jafnskjótt og tilefni varð til. Stefnandi kveðst ekki hafa framselt kröfur sínar gegn stefnda og hefur lagt fram því til stuðnings bréf Seðlabanka Íslands, dags. 9. janúar 2020, þar sem staðfest er að þeir samningar sem kröfur þessa máls byggjast á hafi ekki verið framseldir Seðlabanka Íslands á grundvelli samnings um stöðuleikaframlag stefnanda frá 10. desember 2015. Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál 8. júní 2020 kemur fram að í téðum samningi hafi verið settir fram skilmálar fyrir framsali þeirra eigna sem stöðugleikaframla g þrotabúsins taki til og um skyldur aðila í tengslum við það. Lögmaður stefnanda staðfesti í fyrrgreindu þinghaldi 22. október 2019 að samið hefði verið um að afrakstur innheimtu kröfu stefnanda í málinu mundi renna í ríkissjóð og samræmist það því sem fr am kemur í umfjöllun um kröfur þessar í ársreikningum stefnanda frá árinu 2015 og fært er í síðari ársreikninga hans. Einnig samræmist það þeim upplýsingum sem stefndi hefur aflað frá Ríkisendurskoðun og lagt fram í málinu um að ríkisreikningur endurspegli það að ríkissjóður eigi tilkall til afraksturs innheimtu umræddra verðmæta, sem hafi verið metin, en þar kemur jafnframt fram að stefnandi fari með umsýslu þessara krafna og innheimti þær í eigin nafni. Fyrir liggur að stefnandi var gagnaðili stefnda í u mræddum samningum um framvirk gjaldmiðlaviðskipti og skiptasamningum. Samkvæmt grein 6.1 í fyrri hluta 26 svonefndra SFF - skilmála og grein 12.1 í síðari hluta þeirra getur aðili að slíkum samningi ekki framselt réttindi sín eða skyldur samkvæmt honum nema með skriflegu samþykki hins samningsaðilans, en óumdeilt er að stefnandi leitaði ekki samþykkis stefnda fyrir framsali krafnanna. Verða svör starfsmanns Ríkisendurskoðunar til lögmanns stefnda ekki skilin með öðrum hætti en þeim að í svonefndu framsali stefna nda til ríkisins á eftirstæðum eignum hafi falist það eitt að ríkið eignaðist kröfu gegn stefnanda til afraksturs innheimtu í máli þessu án þess að um formleg aðilaskipti að kröfunni væri að ræða, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar í máli nr. 633/2016. Er því ekki fram komið að krafa samkvæmt samningum þeim sem um ræðir í máli þessu hafi verið framseld þriðja aðila þannig að leitt geti til sýknu stefnda á grundvelli 2. mgr. 16. gr. laga um meðferð einkamála vegna aðildarskorts stefnanda. Þá leiðir af því s em áður greinir um málshöfðun stefnanda gegn félögum PwC að því er einnig hafnað að þau atvik geti leitt til aðildarskorts stefnanda þannig að sýkna beri stefnda á þeim grundvelli með vísan til sömu lagagreinar. Er öllum málsástæðum stefnda tengdum aðildar skorti þ ví hafnað. C Stefndi reisir sýknukröfu sína einnig á því að þeir samningar sem kröfur stefnanda byggjast á séu ógildir eða að þá beri að ógilda á grundvelli 30. gr., 33. gr. eða 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga með síðari breytingum. Svo sem vikið er að í kafla um málsatvik hér að framan hafði stefndi átt veruleg viðskipti við stefnanda með erlenda gjaldmiðla árum saman . Fólust þau m.a. í framvirkum skiptasamningum, en það liggur í eðli slíkra samninga að þeir e ru áhættusamir . Stefndi, sem hafði stöðu viðurkennds gagnaðila í skilningi laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007 í viðskiptum aðila, var í starfsemi sinni með starfandi áhættunefnd. Fundargerðir nefndarinnar frá tímabilinu frá 5. desember 2007 til og með 15. október 2008 liggja fyrir í málinu. Í áhættunefndinni áttu sæti forstjóri, framkvæmdastjóri, fjármálastjóri, sviðstjóri fjár - og áhættustýringar og sviðstjóri fjármálasviðs stefnda, en auk þess kemur fram í gögnum að áhættunefndin naut utanaðkomandi r áðgjafar frá félaginu Askar Capital. Bera fundargerðir áhættunefndarinnar með sér að hún hafi verið virk á árinu 2008 og hafi fylgst vel með framvindu efnahagsmála. Í fundargerð áhættunefndar stefnda frá 26. mars 2008, en þar var ráðgjafi frá Askar Capita l meðal fundarmanna, var m.a. rætt um þá þrjá framvirku samninga sem gerðir höfðu verið daginn áður og áður greinir. Þ au viðskipti sem samningarnir lúta að , um samtals 12 milljónir GVT til þriggja, sex og níu mánaða, virðast hafa haft þann tilgang að stýra gjaldeyrisáhættu stefnda með því að verja félagið fyrir gengisbreytingum með sambærilegum hætti og stefndi mun hafa tíðkað um langt skeið. Slík áhættuvörn hafi átt, ef hún var rétt skipulögð, að leiða til þess að félagið væri jafnsett og ef það væri með ö ll sín viðskipti, eignir og skuldir í íslenskum krónum. Með umræddum samningum 27 tók stefndi stöðu með íslensku krónunni, en hún styrktist ekki í framhaldinu og tapaði stefndi því á samningunum ef litið var til gengis helstu erlendu gjaldmiðla. Í ljósi þess að tilgangur viðskiptanna var að verja stefnda gengisáhættu telur dómurinn að ekki skipti máli þó að stefnandi kynni að hafa haft aðra hagsmuni af gengisþróun krónunnar en stefndi, sem gat mögulega einnig hagnast af neikvæðri þróun gengis krónu vegna tekn a sinna í erlendri mynt. Ljóst er af fyrrnefndri fundargerð áhættunefndar stefnda að ákvörðun um gerð samninganna með þeirri áhættu sem þeim fylgdi var tekin að virtum upplýsingum um efnahagsumhverfið á þeim tíma. S tefndi hefur ekki gefið sannfærandi skýri ngar á því með hvaða hætti rangar upplýsingar eða önnur óforsvaranl e g háttsemi af hálfu stefnanda hafi leitt til þess að hann gerði samningana og framlengdi síðar tvo þeirra þó að þeir leiddu ítrekað til taps í krónum. Að því er varðar samning, sem gerður var með endurnýjun eins þessara þriggja samninga þann 13. október 2008, með nýjan gjalddaga 20. október s.á., hefur stefndi haldið því fram að hann hafi ekki átt annars kost en að samþykkja framlengingu þar sem stefnanda hafi verið ómögulegt að gera hann upp með vísan til þess að hann hefði ekki vísitölu til að selja stefnda. Það fær ekki stoð í gögnum málsins að s tefndi hafi við þetta tækifæri krafist uppgjörs samningsins, sem þann dag var á gjalddaga og mun þá hafa staðið í tapi fyrir stefnda, eða að hann hafi óskað eftir uppgjöri annarra samninga aðila þann dag. Fyrir liggur að stefndi kaus þvert á móti þá framlengingu sem t il boða stóð og greip ekki til riftunar samningsins með vísan til fyrirsjáanlegra vanefnda stefnanda, og neytti stefndi aldrei slíkra úrræða vegna samninga aðila. D Fyrir liggur í málinu matsgerð dómkvaddra matsmanna, sem ekki hefur verið hnekkt með yfirm ati, og vísar stefndi einkum til hennar til stuðnings þeirri málsástæðu að fjárhagsstaða stefnanda hafi verið orðin þannig þegar áðurlýstir samningar um gjaldmiðlaskipti voru gerðir að honum hafi verið fyrirsjáanlega ómögulegt að efna þá. Að mati dómsins v erður að horfa til þess að h vernig svo sem raunverulegri fjárhagsstöðu stefnanda var háttað við téða samningsgerð tókst hann með sama hætti og stefndi á hendur að efna skyldur sínar samkvæmt samningunum. Niðurstöður matsgerðarinnar geta þar af leiðandi eng in sjálfstæð áhrif haft á skuldbindingargildi þeirra samninga sem mál þetta snýst um, hvorki við gerð þeirra né síðar. Svo sem áður greinir er það álit dómsins að starfsmönnum stefnda hafi verið vel ljóst eðli umræddra viðskipta og sú áhætta sem óhjákvæmi lega leiddi af breytingum á gengi gjaldmiðla. Í ljósi reynslu og þekkingar hjá stefnda á gjaldeyrisviðskiptum var það fyrst og fremst á forræði hans að taka afstöðu til þess hvort hann tæki þá áhættu sem fólst í gerð einstakra gjaldmiðlaskiptasamninga, svo og hvernig hann leitaðist við að dreifa eða takmarka áhættu sína vegna þessara samninga. Í málinu hefur ekkert komið fram sem bendir til sviksemi eða saknæmrar háttsemi starfsmanna stefnanda við gerð þeirra fimm 28 vaxtaskiptasamninga sem aðilar deila um upp gjör á og stefndi tók við aðild að, af annars vegar Reykjavíkurborg og hins vegar HAB, en þar var um að ræða venjulega vaxtaskiptasamninga sem gerðir eru í því skyni að lækka vaxtakostnað erlendra lána . Að framangreindu virtu er það niðurstaða dómsins að ekki hafi verið sýnt fram á að efni samning anna , aðdragandi að gerð þeirra eða staða samningsaðila valdi því að ósanngjarnt sé eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera þá fyrir sig, sbr. 36. gr. laga nr. 7/1936 . Ekki er heldur á það fallist að atvik, sem urðu eftir samningsgerðina, geti út af fyrir sig leitt til þeirrar niðurstöðu. Þá hefur ekki verið sýnt fram á að aðrar ógildingarreglur samningaréttar geti haggað gildi umræddra samninga . Samkvæmt þessu er því h afnað að samningarnir séu ógildir eða að þá beri að ógilda og teljast þeir skuldbindandi fyrir báða málsaðila. E Hér að framan hefur verið komist að þeirri niðurstöðu að umræddir samningar séu skuldbindandi fyrir aðila og stefnandi sé réttur aðili að málinu til sóknar . Óumdeilt er að uppgjör samninga aðila hefur ekki farið fram, en aðila greinir á um við hvaða uppgjörsdag skuli miða. Krafa stefnanda er á því byggð að samningarnir hafi haldið gildi sínu til umsaminna gjalddaga, á þeim dögum hafi stefnandi staðið við sín ar skuldbindingar, en stefndi hafi vanefnt sínar. Krefst stefnandi efnda á vangoldnum greiðslum stefnda miðað við stöðu samninga á umsömdum gjalddögum, en að því er varðar vaxtaskiptasamning með lokadag 28. október 2019 er krafist greiðslu á gjalddögum til og með 30. apríl 2012. Stefndi mótmælir útreikningi sem byggi st á því að samningarnir hefðu átt að halda gildi sínu til lokadaga þeirra. Í þessu sambandi t elur stefndi að í tilkynningu stefnanda 27. október 2008, um að afleiðuviðskipti skyldu gerð upp vi ð stefnanda og að unnið væri að því að loka og gera upp útistandandi samninga, hafi falist uppsögn samninganna, sem stefndi hafi samþykkt. Á þetta verður ekki fallist , m.a. með hliðsjón af dómi Hæstaréttar 11. september 2014 í máli nr. 11/2014, og ekki v er ður séð í gögnum málsins að samskipti aðila í framhaldi af þess ari tilkynningu hafi falið í sér ákvörðun um uppgjör á þessum tíma, en þá stóð stefndi í skuld við stefnanda. Í tilkynningu stefnanda kom fram að þeir viðskiptamenn sem ekki kysu að flýta uppgj öri með samkomulagi við stefnanda yrðu krafðir um greiðslur í samræmi við samningana. Stefndi lýsti hvorki yfir riftun af sinni hálfu né óskaði með skýrum hætti eftir uppgjöri samninganna í tilefni af tilkynningunni og mátti stefndi því gera ráð fyrir því að vera krafinn um greiðslur í samræmi við efni þeirra . Stefndi grundvallar málatilbúnað sinn einnig á því að uppgjörsdag ur taki mið af fjárhagsstöðu stefnanda eða horfu m í þeim efnum , á tilteknum dagsetningum. Þar styðst stefndi í fyrsta lagi við efni mat sgerðar að því er varðar daginn 29. janúar 2008, í öðru lagi við utanaðkomandi atvik á þremur dagsetningum í september 2008, sem áhrif hafi haft á fjárhagsstöðu stefnanda , og loks í þriðja lagi við það þegar F jármálaeftirlitið ákvað 29 að taka yfir vald hluth afafundar stefnanda 7. október 2008. Þessar málsástæður eru í meginatriðum studdar því að á þessum dögum hafi stefnanda skort gjaldfærni til þess að standa skil á skuldbindingum sínum samkvæmt samningunum. Í því sambandi vísar stefndi til ákvæða svonefndra SFF - skilmála um réttarúrræði sem ætlað sé að tryggja rétt gagnaðila þess aðila sem ekki er fær um að efna sinn hluta samnings og telur stefndi þ ær heimildir sjálfkrafa leiða til þess að hann sé laus undan skuldbindingum sínum samkvæmt samningum aðila . Á þ að verður ekki fallist, en stefndi greip aldrei til úrræða sem voru samkvæmt skilmálum eða almennum reglum tæk þeim aðila sem teldi að gagnaðili hefði vanefnt samning eða væri fyrirsjáanlega ófær um að efna samning. Með vísan til fyrrgreinds dóms Hæstaréttar 11. september 2014 verður við það að miða að ákvörðun Fjármálaeftirlitsins 7. október 2008 um að skipa stefnanda skilanefnd jafngilti ekki gjaldþroti hans eða réttlætti vanefndaúrræði viðsemjenda, og að heimild stefnanda til gjaldfellingar og u ppgjörs á grundvelli skuldajafnaðar hafi staðið óhögguð án tillits til hennar. E kki er annað í ljós leitt með hliðsjón af gögnum málsins en að stefnandi hafi með skuldajöfnuði staðið skil á sínum skuldbindingum samkvæmt samningunum á gjalddögum þeirra. Er þar af leiðandi hafnað málsástæð um stefnda um að stefnandi hafi verið ófær um að efna samningana fyrir sitt leyti eða að stefnandi hafi með einhverjum hætti vanefnt samningana . Stefndi hefur á hinn bóginn ekki staðið skil á samsvarandi greiðslum, svo sem r ækilega er gerð grein fyrir í málatilbúnaði stefnanda. Samkvæmt skilmálum sem giltu um samningana skyldi það meðal annars skoðast sem veruleg vanefnd ef viðskiptamaður væri í einhverjum vanskilum við stefnanda og hefði ekki bætt úr því innan sjö daga frá því að vanskil hófust. Vanefnd stefnda er í þeim skilningi veruleg og við þær aðstæður var stefnand a heimilt, en undir engum Fyrir liggur að stefnandi gjaldfelldi ekki áðurlýsta samninga í beinu framhaldi af gjalddaga þeirra og hafði hann þannig hvorki uppi tafarlausar kröfur í íslenskum krónum á g rundvelli skuldajafnaðar (nettunar) né kröfu um skipti gjaldeyris samkvæmt efni þeirra. Stefndi hefur mótmælt þeirri uppgjörsaðferð stefnanda , að beita skuldajöfnuði og umreikna kröfur í krónur, með vísan til þess að greiðslur á grundvelli vaxtaskipta samni nga aðila hafi áður í r eynd farið fram á gjalddögum með skiptum á erlendum gjaldmiðlum. Það hvernig greiðslum var hagað áður en vanskil hófust getur engin áhrif haft til takmörkunar á kostum stefnanda til uppgjörs með öðrum hætti samkvæmt heimildum sem lei ð ir af vanefndum stefnda og breytir þá engu þótt ekki hafi verið gerðar kröfur samkvæmt þeim heimildum tafarlaust við vanskil. M eð vísun til þess sem að framan er rakið um skuldbindingargildi samninganna samkvæmt efni þeirra v erður fallist á það með stefnanda að uppgjör skuli miðað við umsamda gjalddaga þeirra eða, í tilviki vaxtaskiptasamnings með lokadag 28. október 2019 , við síðasta gjalddaga fyrir málshöfðun. 30 Stefnandi byggir heimild sína til skuldajafnaðar annars vegar á a lmennum reglum um skuldajöfnuð samrættra krafna og hins vegar á ákvæði 4. gr. almennra skilmála vegna markaðsviðskipta Glitnis banka hf. (markaðsskilmálar) og grein 1.4.2 í fyrrnefndum SFF - skilmálum. Samkvæmt framlögðum yfirlitum fór uppgjör stefnanda þann ig fram að skuldbindingum aðila var jafnað saman samkvæmt hverjum samningi á gjalddaga hans þannig að eftir stóð ein krafa. Heimild stefnanda til skuldajafnaðar leiddi auk ákvæða skilmálanna einnig af almennum reglum kröfuréttar, eins og ráðið verður af 40 . gr. laga nr. 108/2007, sbr. einnig dóm Hæstaréttar 26. apríl 2012 í máli nr. 212/2012, enda var ekki að finna sérstaka takmörkun viðvíkjandi skuldajöfnun í samningi aðila. Með vísan til dóms Hæstaréttar 11. september 2014 í máli nr. 11/2014 verður einnig að líta svo á að kröfur aðila hafi verið samrættar og hafi slíkur skuldajöfnuður haft afturvirk áhrif frá því að kröfurnar gátu mæst á gjalddaga. St efnanda var því heim ilt að beita skuldajöfnuði milli allra samninga sem féllu undir skilmálana þannig að h agnaður og tap hvors aðila um sig væri gert upp í einu lagi . V ið slíka skuldajöfnun var jafnframt heimilt að umreikna allar skuldbindingar í íslenskar krónur og nota til þess skráð gengi og gengisvísit ölu Seðlabanka Íslands, í samræmi við þágildandi 19. gr . laga nr. 36/2001 , sbr. nú 29. gr. laga nr. 92/2019, um Seðlabanka Íslands . H efur krafa stefnanda og greiðsluskylda stefnda verið umreiknuð í íslenskar krónur á gjalddaga samkvæmt 4. og 7. gr. (d) í m arkaðsskilmál um stefnanda, sbr. 2. gr. SFF - skilmálanna um framvirk gjaldmiðlaviðskipt i og 8. gr. SFF - skilmála nna um skiptasamninga. Dráttarvaxtakrafa stefnanda er reiknuð frá hverjum afhendingardegi en það er jafnframt gjalddagi hverrar greiðslu, og byggist krafan á 1. mgr. 5. gr. laga um vexti og verðtrygging u nr. 38/2001 . Er stefnanda það heimilt samkvæmt 7. gr. (c) í markaðsskilmál um stefnanda , 2. gr. SFF - skilmálanna um framvirk gjaldmiðlaviðskipti og 8. gr. SFF - skilmálanna um skiptasamninga. Stefndi hefur ekki borið fram haldbærar mótbárur gegn því að reikna beri dráttarvexti á kröfurnar í samræmi við ákvæði laga nr. 38/2001 og samkvæmt skýrum heimildum í skilmálum sem giltu um viðskiptin. Að mati dómsins hefur stefndi ekki borið fram rökstudd andmæli gegn töluleg ri framse tningu kröfugerðar stefnanda . K röfur stefnanda eins og þær eru fram settar í stefnu og nánar er lýst hér að framan eru studdar viðhlítandi gögnum og lagarökum og verður að öllu framangreindu virtu fallist á þær svo sem nánar greinir í dómsorði . Að virtum úrslitum málsins og með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991 verður stefnda gert að greiða stefnanda málskostnað, sem hæfilegur er ákveðinn 15.000.000 króna. 31 Kristrún Kristinsdóttir héraðsdómari og dómsformaður kveður upp dóm þennan. Meðdómendur voru Skúli Magnússon héraðsdómari og Margret G. Flóvenz, löggiltur endurskoðandi. Dómso r ð: Stefndi, Orkuveita Reykjavíkur, greiði stefnanda, Glitni HoldCo ehf., 747.341.624 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 189.229.200 krónum frá 20. október 2008 til 27. október 2008, og frá þeim degi af 406.631.600 krónum til 28. október 2008, og frá þeim degi af 407.259.119 kró num til 29. desember 2008, og frá þeim degi af 681.688.319 krónum til 16. mars 2012, og frá þeim degi af 819.519.585 krónum til greiðsludags, allt að frádregnum innborgunum á 5.193.302 krónum þann 16. mars 2009, 1.592.930 krónum þann 28. apríl 2009, 2.168. 343 krónum þann 16. september 2009, 1.854.674 krónum þann 28. október 2009, 841.662 krónum þann 16. mars 2010, 11.821.991 krónu þann 28. apríl 2010, 754.671 krónu þann 16. september 2010, 10.198.782 krónum þann 28. október 2010, 932.543 krónum þann 16. mar s 2011, 12.407.295 krónum þann 28. apríl 2011, 1.802.699 krónum þann 16. september 2011, 12.760.162 krónum þann 28. október 2011 og 9.848.908 krónum þann 30. apríl 2012. Stefndi greiði stefnanda 15.000.000 króna í málskostnað. Kristrún Kristinsdóttir Skúl i Magnússon Margret G. Flóvenz