Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 26. mars 2020 Mál nr. E - 3211/2019: Guðjón Skarphéðinsson (Ragnar Aðalsteinsson lögmaður) gegn íslenska ríkinu (Andri Árnason lögmaður) Dómur Mál þetta, sem var dómtekið 17. mars 2020, er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur af Guðjóni Skarphéðinssyni, [...] , [...] , á hendur íslenska ríkinu með stefnu birtri 25. júní 2019. Stefnandi krefst þess aðallega að stefndi, íslenska ríkið, verði dæmt til að greiða honum 1.305.780.170 kr. með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 22. janúar 2019 til greiðsludags, en til vara til að greiða stefnanda aðra lægri fjárhæð að mati dómsins með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu. nr. 38/2001 frá 22. janúar 2019 til greiðsludags, allt að frádregnum 145.000.000 kr. er stefndi greiddi upp í kröfuna 29. janúar 2020. Jafnframt krefst stefnandi málskostnaðar eins og mál þetta væri ekki gjafsóknarmál . Stefndi gerir þær dómkröfur, að virtum þeim 145.000.000 kr., sem stefnanda hafa þegar verið greiddar úr ríkissjóði á grundvelli laga nr. 128/2019, að stefndi verði sýknaður af öllum frekari dómkröfum stefnanda. Til vara er þess krafist að dómkröfur stefn anda verði stórlega lækkaðar. Að auki er þess krafist, aðallega, að stefnandi greiði stefnda málskostnað að skaðlausu, en til vara að málskostnaður verði felldur niður. Þá er þess krafist að við ákvörðun málskostnaðar, þ.m.t. gjafsóknarkostnaðar til stefna nda, verði tekið tillit til þess að stefnanda hafi verið greiddar 7.250.000 kr., þ.m.t. virðisaukaskattur, sem koma skuli til frádráttar, sbr. yfirlýsingu dags. 17. janúar 2020. I 1 Upphaf málsins er að rekja til hvarfs Geirfinns Einarssonar hinn 19. nóve mber 1974. Tveimur árum seinna, eða 12. nóvember 1976, var stefnandi málsins handtekinn. Við húsleit hjá honum fundust minnisgreinar, er hann hafði skrifað um ýmislegt er birst hafði í blöðum um rannsóknina á hvarfi Geirfinns Einarssonar og gang hennar. Va r stefnandi 2 síðan yfirheyrður hjá rannsóknarlögreglu, en yfirheyrsla hófst kl. 07:30 og mun hafa lokið kl. 13:10. Stefnandi var því næst færður í fangageymslu í Síðumúlafangelsi kl. 13:44. Sama dag, um kl. 17:35, var farið með stefnanda í Sakadóm Reykjavík ur til yfirheyrslu, sem lauk kl. 19:45. Var komið með stefnanda til baka kl. 20:10. Fyrir liggur að kl. 23:45 sama dag var dómþing sakadóms háð í fangelsinu og stefnandi yfirheyrður til kl. 01:30 hinn 13. nóvember. Klukkan 02:00 var stefnandi á ný færður f yrir dóminn og kveðinn upp yfir honum gæsluvarðhaldsúrskurður til 20 daga. Óskaði stefnandi eftir því að Haraldur Blöndal yrði skipaður réttargæslumaður sinn og tók hann sér jafnframt frest til að taka ákvörðun um kæru til Hæstaréttar. Var Haraldur upplýst ur um skipun sína kl. 09:00 morguninn eftir. Þann dag, kl. 11:58, var stefnandi yfirheyrður, og lauk þeirri yfirheyrslu kl. 12:50. Síðar sama dag, kl. 15:45, átti stefnandi viðtal við réttargæslumann, til kl. 16:20, svo og aftur kl. 19:05. Var fulltrúi sak adóms viðstaddur umrædd viðtöl. Í framhaldi var þess óskað að gæsluvarðhaldsúrskurðurinn yrði kærður til Hæstaréttar. Hinn 14. nóvember mun stefnandi hafa hitt réttargæslumann sinn. Fyrir liggur að stefnandi ræddi við rannsóknarlögreglumann á tímabilinu fr á kl. 21:40 til 00:10, en rannsóknargögn munu ekki liggja fyrir. Um kl. 14 hinn 15. nóvember mun réttargæslumaður hafa komið og hitt stefnanda. Klukkan 16:15 var stefnandi síðan tekinn til yfirheyrslu sem lauk kl. 17:45, og liggur fyrir samantektarskýrsla um yfirheyrsluna. Hinn 16. nóvember er bókað að stefnandi hafi verið tekinn til viðtals við rannsóknarlögreglumenn, sem hafi staðið í fimm mínútur. Aftur var stefnandi yfirheyrður þennan dag kl. 21:30 til kl. 23:42 og liggur skýrsla fyrir um yfirheyrsluna. Stefnandi var á ný yfirheyrður hinn 17. nóvember milli kl. 19:08 og 20:45, en skv. skýrslu var þar fjallað um hlut stefnanda í fíkniefnainnflutningi. Bókað var af því tilefni að ástæða þess að stefnandi væri spurður um nefnt hass - í því máli kæmi fram ástæða hjá Sævari til að ljúga sökum á [stefnanda] í Geirfinnsmálinu, enda 18. nóvember kom stefnandi fyrir sakadómsfulltrúa, frá kl. 13:35 til 13:5 0, þar sem staðfest mun hafa verið ný skipan réttargæslumanns. Stefnandi var einnig yfirheyrður nefndan dag frá kl. 15:43 til 16:45. Hinn 19. nóvember mun stefnandi hafa verið tekinn til yfirheyrslu kl. 11:30 sem hafi lokið kl. 11:45. Síðar sama dag, eða k l. 14:15, var stefnandi færður fyrir sakadómsfulltrúa og var réttargæslumaður hans viðstaddur, og ræddi stefnandi einslega við hann í umrætt sinn. Þá var einnig kveðinn upp úrskurður um öflun upplýsinga um símanotkun stefnanda á tilteknu tímabili. Mun stef nandi hafa komið á ný í Síðumúla kl. 15:30. Hinn 21. nóvember átti stefnandi í einrúmi 15 mín. samtal við Jón Bjarman fangelsisprest. Hinn 23. nóvember var stefnandi yfirheyrður frá kl. 14:20 og mun hafa komið til baka kl. 16:22. Hinn 24. nóvember mun stef nandi hafa hitt verjanda sinn ásamt sakadómsfulltrúa, frá kl. 16:35 til 17:10. Þennan dag mun stefnandi einnig hafa gengið frá skriflegri greinargerð um samskipti við Sævar Marinó, níu bls. að 3 lengd. Þar er m.a. greint frá aðdraganda að ferð til Keflavíkur og fjallað nokkuð um aðstæður við komu þangað. Hinn 25. nóvember mun rannsóknarlögreglumaður hafa hitt stefnanda, frá kl. 11:35 til kl. 12:10. Mun stefnandi þá hafa ámálgað að farið yrði með hann til Keflavíkur í vettvangsferð. Sama dag mun Jón Bjarman ha fa hitt stefnanda kl. 16:15, en samkvæmt bókun mun tímalengd viðtalsins ekki hafa verið takmörkuð. Lauk því kl. 16:45. Hinn 27. nóvember átti stefnandi viðtal við lækni, auk þess sem stefnandi mun hafa hitt Jón Bjarman frá kl. 14:35 til 15:00. Hinn 28. nóv ember var stefnandi tekinn til yfirheyrslu, sem hófst kl. 16:25, og kl. 16:45 mun stefnandi ásamt rannsakendum hafa farið í ferð til Keflavíkur, sem lauk kl. 19:30. Í þeirri ferð var bókað í rannsóknarskýrslu ýmislegt sem fram mun hafa komið af hálfu stefn anda varðandi einstök atriði sem lutu að rannsókninni. Hinn 29. nóvember er bókað að stefnandi hafi verið yfirheyrður kl. 15:30 og hafi verið færður í klefa sinn aftur kl. 18:45. Hafi yfirheyrsla hafist á ný kl. 19:55 og staðið til kl. 22:55. Í rannsóknars kýrslu vegna fyrri yfirheyrslunnar kemur fram að stefnandi hafi tjáð sig um aðdraganda ferðar til Keflavíkur hinn 19. nóvember 1974. verið framið. Fyrir liggur að h inn 30. nóvember hafi farið fram sakbending þar sem hafa verið færður í Sakadóm Reykjavíkur og hann yfirheyrður frá kl. 15:00 til 18:30. Þar kom fram á ný umfjöllun um ferð til Keflavíkur, aðdraganda hennar og nokkur atvik í sjá þau, enda mun hafa verið myrku er komið hefði verið til baka úr umræddri ferð. Hinn 1. desember, kl. 15:45, mun stefnandi hafa hitt réttargæslumann sinn og sakadómsfulltrúa, þar sem rætt hafi verið um fyrirhugaða fyrirtöku daginn ef tir, en fjalla átti þar um framlengingarkröfu vegna gæsluvarðhalds. Lauk þessum viðtölum kl. 16:40. Kom stefnandi síðan fyrir sakadóm hinn 2. desember kl. 14:10, ásamt réttargæslumanni, Hákoni Árnasyni lögmanni. Lýsti hann þar ferð til Keflavíkur . Lauk yfi rheyrslu kl. 16:15. Síðar sama dag mun stefnandi hafa átt viðtal við lögreglumann, sem stóð frá kl. 17:45 til 20:00. Kl. 21:00 hitti stefnandi síðan verjanda sinn ásamt öðrum lögmanni, og dómarafulltrúa. Var þar sett þing í sakadómi og kveðinn upp úrskurðu r um áframhaldandi gæsluvarðhald stefnanda, til 60 daga. Óskaði stefnandi ekki eftir að kæra þann úrskurð til Hæstaréttar. Hinn 3. desember hitti stefnandi lögreglumann, frá kl. 15:00 til 16:30. Hinn 4. desember hitti stefnandi prest, frá kl. 12:55 til 14: 15. Hinn 5. desember kl. 14:20 var tekið viðtal við stefnanda, sem lauk kl. 15:40. Fyrirliggjandi eru gögn um það viðtal. Fram kom m.a. að rannsakandi hefði mælt með viðtali stefnanda við geðlækni. Kl. 22:20 átti stefnandi viðtal við rannsakanda, sem lauk kl. 01:50. Fyrir liggja punktar um þetta viðtal. Hinn 7. desember var farið með stefnanda í ferð, sem hófst kl. 15:30 og lauk kl. 18:30. Hinn 8. desember 4 var stefnandi færður til yfirheyrslu kl. 15:00 sem lauk kl. 19:25. Rannsóknargögn munu ekki liggja fyr ir varðandi þá yfirheyrslu. Stefnandi var á ný tekinn til yfirheyrslu sem mun hafa hafist kl. 22:30 og lokið kl. 04:10. Í upphafi skýrslu er bókað eftir stefnanda: atriði Kvaðst stefnandi geta fullyrt að tilgreindir fjórmenningar, það er svokallaðir Klúbbmenn, stefn andi nú nokkuð skilmerkilega frá atvikum varðandi ferð til Keflavíkur, aðdraganda hennar, tildrögum þess að hann tók þátt í ferðinni, samskiptum við mann þar sem talinn var hafa verið Geirfinnur, og hvernig til átaka hefði komið sem leitt hefðu til dauða h ans. Þá lýsti hann ferð til baka til Reykjavíkur og að rætt hefði verið um hvað gera ætti við lík hans. Nánar er vísað um málavexti þessa til úrskurðar endurupptökunefndar í máli stefnanda nr. 8/2014, mgr. 400 og áfram. 2 Hinn 16. mars 1977 var ákæra gef in út á hendur stefnanda, Kristjáni Viðari Viðarssyni og Sævari Marinó Ciesielski þar sem þeim var gefið að sök að hafa aðfaranótt miðvikudagsins 20. nóvember 1974 í félagi ráðist á Geirfinn Einarsson í Dráttarbrautinni í Keflavík og misþyrmt honum þar svo að hann hlaut bana af og flutt síðan lík hans um nóttina í bifreið er stefnandi ók að heimili Kristjáns Viðars. Hinn 19. desember 1977 dæmdi Sakadómur Reykjavíkur stefnanda í 12 ára fangelsi. Með dómi Hæstaréttar hinn 22. febrúar 1980, í máli nr. 214/19 78, var stefnandi dæmdur, ásamt öðrum, fyrir að hafa í ferð til Keflavíkur að kveldi 19. nóvember 1974 orðið Geirfinni Einarssyni að bana í Dráttarbrautinni í Keflavík. Með sama dómi var stefnandi einnig dæmdur fyrir fíkniefnabrot og hlaut hann samanlagt 1 0 ára fangelsi, óskilorðsbundið. Í dómi Hæstaréttar var lagt til grundvallar, að því er varðar sakfellingu á grundvelli 218. og 215. gr. alm. hgl., að atlaga að Geirfinni, sem stefnandi hefði átt þátt í, hefði verið ofsafengin líkamsárás, og að afleiðingun a, bana Geirfinns, yrði að virða stefnanda og samverkamönnum til stórfellds gáleysis. Að því er varðaði málavexti nánar, sbr. dóm réttarins, lið C.3, bls. 110 o.áfr., rakti dómurinn að stefnandi hefði fyrst verið yfirheyrður um málið hjá rannsóknarlögreglu hinn 14. maí 1976. Stefnandi hefði síðan verið handtekinn hinn 12. nóvember s.á., og við handtökuna hefði farið fram húsleit, þar sem fundist hefðu minnisgreinar um ýmislegt sem fram hafði komið í dagblöðum um hvarf nefnds Geirfinns, sbr. skýrslu rannsókn arnefndar dags. 12. nóvember 1976. Var stefnandi úrskurðaður til að sæta gæsluvarðhaldi frá 13. nóvember. Í dómi réttarins er rakið að við yfirheyrslu hinn 29. nóvember 1976 hafi stefnandi viðurkennt að hafa ekið með öðrum til Keflavíkur í Volkswagen - bifre 5 eftir, eða hinn 30. nóvember, haf i stefnandi skýrt nánar frá samskiptum við Sævar Marinó Ciesielski og tildrögum nefndrar ferðar. Þá hafi stefnandi greint frekar frá atvikum er vörðuðu ferðina í yfirheyrslu hinn 2. desember s.á. Hinn 8. desember, sbr. dóm réttarins, bls. 111, hafi stefnan di síðan skýrt frá vitneskju sinni um ferð til Keflavíkur hinn 19. nóvember 1974 í alllöngum framburði. Hafi stefnandi, ásamt fleirum, þar hitt nefndan Geirfinn, og hafi komið til átaka sem hann hafi átt þátt í. Í skýrslu hinn 14. desember s.á. hafi stefna ndi viðurkennt að hafa orðið samsekur Sævari Marinó og Kristjáni Viðari svokallaða heildarskýrslu hjá lögreglu, sem hann hafi síðan staðfest hinn 31. janúar, sbr. úrskur ð sakadóms 31. janúar 1977. Þá hafi stefnandi einnig komið fyrir dóm 29. og 30. júní s.á., og staðfest lögregluskýrsluna að nýju. Mun hann hafa haft fyrirvara á ýmsum atriðum sem áður höfðu komið fram, en talið sig muna að hafa átt samskipti við nefndan Ge irfinn, freistað að stöðva för þess síðarnefnda af vettvangi í Dráttarbrautinni í Keflavík en þá lent í tuski við hann og náð á honum hálstaki. Hafi hann skynjað að Geirfinnur hefði legið hreyfingarlaus á jörðinni, og talið hann látinn. Hafi stefnanda ekki verið ljós bls. 112). Þá er og rakið að stefnandi hafi verið samprófaður við Sævar Marinó hinn 11. júlí 1977. Á dómþingi hinn 27. september s.á. hafi framburður stefnanda verið dómnum er og rakið að framburður stefnanda hafi hinn 12. júlí 1977 verið samprófaður við framburð Erlu Bolladóttur, og mun ferð til Keflavíkur nefnt kvöld þ á hafa verið staðfest, en ekki virðist hafa verið samhljómur um nokkur atriði varðandi atburðarásina sem slíka, sbr. bls. 117. Í dómnum er lýst ferð sendibifreiðar til Keflavíkur umrætt kvöld, og skýrslum sem [ X ] hafi gefið í því sambandi hinn 13. og 14. desember 1976, 24. og 25. janúar 1977, og fyrir dómi 25. maí s.á. Þá er rakið, sbr. bls. 121, að við sviðsetningu atvika í nefndri dráttarbraut hafi stefnandi lýst hálstaki sem Geirfinnur hafi verið tekinn og hann hafi átt þátt í. Við vettvangsferðina kom m.a. fram að stefnandi hefði ekki og skrásetningar merkið væri ekki rétt. Játningar meintra samverkamanna, Sævars Marinós og Kristjáns Viðars, svo og framburður Erlu, varðandi umrædda ferð, mannslátið, og atvik í kjölfar ferðarinnar, á tímabilinu frá 1976 og fram á mitt ár 1977, eru enn fremur ítarlega rak tar í dómi Hæstaréttar. Voru þær játningar taldar geta samræmst játningum stefnanda. Í D - lið dóms Hæstaréttar er síðan rakið að hinn 6. júlí því, að rannsóknarmenn og fangaverðir hafi beitt þá ólögmætri harðneskju, leitt þá til 6 ákveðinna frásagna, samræmt sögur þeirra og enda viðhaft óhæfilegar og ólögmætar þeirra á fyrri framburðum er þess að geta, að þeir höfðu margsinnis endurtekið játningar sínar, bæði fyrir rannsóknarlögreglumönnum og dómurum, stundum að viðstöddum verjendum. Hurfu þeir ekki frá játningum sínum, fyrr en langt var liðið á rannsókn ýmis gögn önnur benda ótvírætt t il, að ákærðu hafi verið í Dráttarbrautinni umrætt þá niðurstöðu héraðsdóms, að sannað sé, að Geirfinnur hafi beðið bana af völdum ákærðu [stefnanda], Kristjáns og Sævars í átökum þessum, en ekki verður fullyrt nánar um þátt hvers einstaks þeirra í þessu voðaverki. Eru þeir allir samvaldir að bana Geirfinns Einarssonar og eiga refs 3 Samkvæmt dómi Hæstaréttar í máli nr. 214/1978 var stefnandi, ásamt Sævari Marinó, jafnframt fundinn sekur um brot gegn lögum um ávana - og fíkniefni. Málið var höfðað með ákæru, birtri 17. ja núar 1977, er hann sætti gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að hvarfi Geirfinns. Í ákærunni var stefnandi ákærður fyrir að hafa sent bifreið sína, R Bifreiðin kom til landsins hinn 12. desember 1975. Um var að ræða 3,75 kg. Sjá nánar héraðsdóm, kafla VI, bls. 317 o.áfr. Var stefnandi handtekinn vegna þessa máls sama dag, og sætti síðan gæsluvarðhaldi til 18. desember s.á. Í dómi héraðsdóms, sem staðfestur var í Hæs tarétti, kom m.a. fram, varðandi sakfellingu stefnanda, að hann hefði við fyrstu yfirheyrslu hjá lögreglu og fyrir sakadómi í ávana - og fíkniefnamálum viðurkennt að hafa haft vitneskju um tilvist fíkniefna í bifreið sinni, áður en hún var send erlendis frá komið til landsins. Taldi héraðsdómur sannað að stefnandi hefði staðið að flutningi bifreiðar sinnar þrátt fyrir að honum hefði verið ljóst að í bifreiðinni væru fíkniefni. Brot stefnanda var fellt undir 2. gr., sbr. 5. gr. og 6. gr., laga nr. 65/1974 um ávana - og fíkniefni og 2. gr., sbr. 10. gr., rgl. nr. 390/1974 um sölu og meðferð ávana - og fí kniefna. Brot gegn nefndum lögum vörðuðu sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að tveimur árum. Brot stefnanda voru dæmd saman og refsing ákveðin til samræmis við 70. gr., sbr. 77. gr. alm. hgl. Ekki var neytt heimildar niðurlagsákvæðis 77. gr. til að dæma e inungis sekt vegna fíkniefnabrotsins, samhliða fangelsisdómi. Samverkamaður stefnanda var dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi í óáfrýjuðum dómi í héraðsdómi. 7 4 Hinn 26. júní 2014 fór stefnandi fram á að Hæstaréttarmálið nr. 214/1978 yrði endurupptekið og flutt að nýju og stefnandi sýknaður af ákæruatriðum. Með úrskurði sínum í máli nr. 8/2014 féllst endurupptökunefnd á beiðni stefnanda um endurupptöku að varðar sakfellingu hans fyrir brot á 218. og 215. gr. almennra hegningarlaga, með því að verða, ásamt tveimur öðrum mönnum, Geirfinni Einarssyni Hinn 27. september 2017, sbr. dóm Hæstaréttar í málinu nr. 521/201 7, var stefnandi sýknaður af kröfum samkvæmt ákæru frá 16. mars 1977. Í málinu var hins vegar ekki tekin afstaða til efnisatriða málsins, svo sem nánar er gerð grein fyrir hér á eftir. Samkvæmt lögum nr. 128/2019 um heimild til að greiða bætur vegna dóms Hæstaréttar í máli nr. 521/2017 greiddi stefndi stefnanda samtals 145.000.000 kr. hinn 23. janúar 2020. II Í upphafi tekur stefnandi fram að hann hafi setið í gæsluvarðhaldi í 1202 daga, þar af 412 daga í einangrunargæslu í Síðumúlafangelsi. (EUN, mgr. 1413). Hann hafi verið í afplánun frá 22. febrúar 1980 til 23. október 1981. Hann hafi því verið sviptur frelsi samfellt frá 12. nóvember 1976 til 12. október 1981 eða í tæp fimm ár eða 1792 daga. Stefnandi byggir á því að meðan hann hafi setið í gæsluvar ðhaldi hafi verið brotin á honum nánast öll þau réttindi sem honum hafi verið áskilin í lögum þess tíma. Sama eigi við um meðferðina fyrir Sakadómi Reykjavíkur eftir útgáfu ákæru og þegar dómsrannsókn hafi hafist. Stefnandi og skipaður verjandi hans hafi v erið útilokaðir frá þinghöldum í málinu þegar aðrir ákærðu og vitni hafi verið yfirheyrð. Þinghöld hafi verið lokuð í andstöðu við lög. Réttur ákærða til að vera viðstaddur dómþing með verjanda sínum og til að spyrja vitni og aðra ákærðu og gagnspyrja hafi því verið tekinn af stefnanda. Honum hafi ekki gefist kostur á skilvirkri vörn eins og lög hafi áskilið honum og því hafi verið útilokað að dómstólar kæmust að réttri niðurstöðu. Vistun stefnanda í einangrun í Síðumúlafangelsi og áhrif hennar. Stefnandi byggir á því að Hæstiréttur hafi fjallað um aðstæður í Síðumúlafangelsi á þessum tíma, þ.e. árið 1976, m.a. í dómi í málinu nr. 127/1980 en þar hafi maður sem setið hafði að ósekju í gæsluvarðhaldi í Síðumúlafangelsi í 105 daga krafist bóta úr hendi ríkis sjóðs. Í dómi Hæstaréttar segi m.a. um fangelsið: 8 Hér lýsi Hæstiréttur aðstæðum í sama fangelsi og stefnandi hafi verið vistaður í til miklu len gri vistunar. Telja verði þessa umsögn Hæstaréttar fullnægjandi sönnun um óforsvaranlegar og skaðlegar aðstæður í Síðumúlafangelsi á þeim tíma er stefnandi hafi verið vistaður þar, eða frá nóvember 1976. Í sama dómi Hæstaréttar sé fjallað um þá raun sem v istunin reyndist bótakrefjandanum. Gæsluvarðhaldsvistinni sé lýst í dómi Hæstaréttar sem óvenju langvinnri og hún sögð fáheyrð andleg og líkamleg raun. Þess sé hvorki getið í hinum áfrýjaða héraðsdómi né í dómi Hæstaréttar hvort bótakrefjandinn var í einan grun eða í almennu gæsluvarðhaldi. Stefnandi hafi verið vistaður u.þ.b. fjórum sinnum lengur en bótakrefjandinn í einangrun í Síðumúlafangelsi og í heild hafi hann verið vistaður næstum tólf sinnum lengur í gæsluvarðhaldi. Vistun stefnanda hafi því verið miklum mun langvinnari og andleg og líkamleg raun margföld. Það sem einkenni mál stefnanda sé hin óvenju langvinna gæsluvarðhaldsvist í 1202 daga eða á fjórða ár, en tímabilið skiptist þannig, sem fyrr segir, að fyrstu 412 dagana sat hann í einangrun í Síð umúla. Svo langur gæsluvarðhaldstími, og ekki síst hin langvinna einangrun, hafi með öllu verið óþekktur meðal siðaðra þjóða og óforsvaranlegur. Stefnandi verði ekki sakaður um handtökuna, gæsluvarðhaldið eða lengd þess. Hann hafi ekkert tilefni gefið til þeirra aðgerða. Enda þótt hann hafi ekkert vitað um hvarf Geirfinns Einarssonar og væri saklaus af því hvarfi hafi hann leitast við að hjálpa rannsóknarlögreglunni með því að setja fram tilgátur um atburði þá sem lögreglan kvaðst vera að rannsaka. Í áfelli sdómum sakadóms og Hæstaréttar virðist á því byggt að stefnandi hafi játað á sig sakir. Þá byggir stefnandi á því að í sönnunargögnum hæstaréttarmálsins frá 1980 sé hvergi að finna fyrirvaralausa játningu hans þess efnis að hann beri ábyrgð á hvarfi Geirfinns Einarssonar og sé ályktun Hæstaréttar þar um (dómasafn HR 1980, bls. 113) með öllu ó heimil og röng. Í lokaskýrslu Rannsóknarnefndar Reykjavíkur (dskj. 18) segi í Keflavík 19. nóvember 1974 og hafði ekkert að játa. Stefnandi tekur fram að eftir því sem liðið hafi á einangrunarvistina og rannsóknaraðilar hafi þrengt meira að honum hafi minnisvafaheilkenni (sbr. Skýrslu starfshóps, dskj. nr. 16) tekið að sækja að honu m og hann hafi að hluta farið að trúa frásögnum lögreglu um atburði. Hann hafi þó aldrei verið sannfærður um réttmæti frásagna lögreglunnar og hafi aldrei viðurkennt fyrirvaralaust að hann bæri ábyrgð á hvarfi Geirfinns Einarssonar. Túlkanir Sakadóms Reykj avíkur og Hæstaréttar séu að 9 þessu leyti rangar og ekki byggðar á réttri túlkun á sönnunargögnum sakamálsins. Meintar játningar hans hafa reynst falskar. Skipting frelsissviptingar stefnanda í tímabil Stefnandi telur að skipta megi frelsissviptingu hans í eftirtalin tímabil, það er einangrun í gæsluvarðhaldi í 412 daga, gæsluvarðhald í 790 daga og afplánun í 590 daga. Á meðan stefnandi hafi verið í gæsluvarðhaldi hafi hann verið borinn sökum um refsive rða háttsemi en saklaus talinn að lögum þar sem dómur var ekki genginn. Á því tímabili hafi ríkt alger óvissa í lífi stefnanda um það hversu lengi honum yrði haldið í gæsluvarðhaldi og hvort hann yrði fundinn saklaus eða sekur. Stefnandi hafi verið rangleg a sakfelldur í dómi Hæstaréttar og hafi hann saklaus afplánað 590 daga í fangelsi. Síðan hafi hann búið við reynslulausn í fjögur ár. Hin bótaskylda háttsemi stefnda Réttur stefnanda til bóta úr hendi stefnda er í fyrsta lagi vegna frelsissviptingar í tæp fimm ár. Réttur stefnanda til bóta takmarkist ekki við handtöku og frelsissviptinguna. Vísast um það til 246. gr. sakamálalaga, sem mælir fyrir um að dæma skuli bætur vegna aðgerða skv. IX. XIV. kafla laganna. Stefnandi eigi því samkvæmt fyrirmælum sakamá lalaganna einnig lögvarinn rétt á bótum úr hendi stefnda, m.a. skv. reglunni um hlutlæga bótabyrgð, fyrir eftirfarandi: a) Ólöglega handtöku skv. XIII. kafla sml. (EUN mgr. 400, 1455 og 2018) b) Ólöglegt gæsluvarðhald skv. XIV. kafla sml. (EUN mgr. 400, 1902 o g 2019) c) Ranga dóma sakadóms Reykjavíkur og Hæstaréttar. d) Ólöglega afplánun skv. 4. mgr. 246. gr. sml. e) Ólöglegt skilorð í fjögur ár, sem er hluti/framhald afplánunar. f) Ólöglega leit skv. X. kafla sml. (EUN mgr. 400 og 2018) g) Ólöglega haldlagningu á munum skv. IX. kafla sml. (EUN mgr. 2018) h) Ólöglega símahlustun skv. XI. kafla sml. (EUN mgr. 448) i) Ólöglega læknisskoðun skv. XII. kafla sml. (EUN mgr. 916) Hin hlutlæga ábyrgð stefnda taki einnig til þátta sem ekki verði skildir frá frelsissviptingunni, svo sem j) Hinnar andlegu og líkamlegu raunar á frelsissviptingartímanum og í framhaldi af honum (EUN mgr. 1814 - 1819 og dskj. nr. 15) k) Óforsvaranlegra húsakynna, þar sem stefnandi sætti ómannúðlegri og vanvirðandi meðferð andstætt þeirri meginreglu sem nú er í 68. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. og 3. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. (sjá Hrd. nr. 345/2016 og EUN mgr. 1811 - 1813) 10 l) Brota á rétti stefnanda til réttlátrar málsmeðferðar (t.d. EUN 1856 - 1865) m) Opinberrar yfirlýsingar stefnda um sekt stefnanda á rannsóknartíma. (EU N mgr. 116 - 117, 144, 1960, 2096 og 2366 og dskj. nr. 9.5 - 9.7) n) Brots stefnda gegn mannlegri reisn stefnanda m.a. með notkun hugbreytingalyfja. (EUN mgr. 1823) o) Afleiðinga frelsissviptingarinnar og meðferðarinnar í heild á andlega og líkamlega heilsu stefnand a. (EUN. mgr. 587, 787, 796, 814 og 2227 og dskj. nr. 15). p) Ranglegrar brennimerkingar um sekt stefnanda allt frá handtöku 1976 og síðan frá sakfellingu 1980 til sýknudóms 2018. q) Óbókaðra lögregluyfirheyrslna, samprófana og vettvangsferða, en ekki er upplýs t hvað gerðist við þær aðstæður. ( EUN mgr. 1824 - 1833) r) Skýrslugjafar stefnanda þar sem ekki var gætt lagafyrirmæla um framkvæmdina og að auki voru spurningar lögreglu leiðandi andstæðar lögum. (EUN mgr. 2245, 2254, 2299, 2301 og 2386). s) Alltof langs tíma vi ð rannsókn málsins hjá lögreglu og fyrir dómi andstætt lagafyrirmælum og án þess að stefnandi verði sakaður um dráttinn. t) Óhlutlægni ákæruvaldsins, sem tók beinan þátt í rannsókn málsins og skorti því ásk y lda hlutlægni við útgáfu ákæru, dómsrannsókn og flut ning málsins fyrir dómstólum. Verði ekki fallist á að síðasttaldir þættir, allir eða flestir, falli undir hina hlutlægu bótaábyrgðarreglu sakamálalaganna, þá sé jafnframt byggt á sakarreglunni og reglunni um húsbóndaábyrgð ríkisins á ólögmætum, saknæmum o g bótaskyldum verkum lögreglu, ákæruvalds og dómstóla. (Sjá Hrd. nr. 345/2016). Nánar um bótaskylda háttsemi Um lið a) Fyrir handtökunni hafi þegar verið gerð grein hér að framan. Eins og gæsluvarðhaldsúrskurður sakadóms í framhaldi af handtökunni og dómu r Hæstaréttar 20. nóvember 1976 (Hrd. nr. 218/1976) bera með sér hafi ekki verið fyrir hendi rökstuddur grunur um refsivert athæfi. Rannsókn hafi beinst að því hvort stefnandi þekkti Sævar Marinó Ciesielski. Um b) Þegar hafi verið fjallað um hið tilefnisla usa og langvarandi gæsluvarðhald og einangrun í fangelsinu í Síðumúla sem jafngilti pyntingum, ómannúðlegri og vanvirðandi meðferð. Öll sök og ábyrgð á hinni langvarandi einangrun og almennu gæsluvarðhaldi sé hjá stefnda. Um c) Með sýknudómi í málinu í sep tember 2018 sé staðfest að umræddir refsidómar voru rangir. Um d) Þar sem refsdómarnir hafi verið rangir hafi afplánunin verið andstæð lögum. Um e) Skilorðið hafi einnig verið ólöglegt. 11 Um f) Leit hafi verið gerð hjá stefnanda er hann var handtekinn. Sú l eit hafi verið löglaus og bótaskyld, sbr. IX. kafla sml. Um g) Ólögleg haldlagning hafi verið gerð hjá stefnanda við handtökuna andstætt lögum. Um h) Á rannsóknartímanum hafi verið aflað gagna um símtöl stefnanda og hafi sú gagnaöflum verið andstæð friðhel gi einkalífs stefnanda og ólögleg. (EUN mgr. 448) Um i) Stefnandi hafi sætt geðrannsókn meðan hann hafi verið í gæsluvarðhaldi og hafi það verið tilefnislaust og andstætt lögum. (EUN mgr. 916) Um j) Hæstiréttur hafi í dómi 1983 lýst því hvílík andleg og líkamleg raun það hafi verið fyrir fjóra menn sem vistaðir hafi verið í gæsluvarðhaldi ýmist í 90 eða 105 daga í Síðumúlafangelsi 1976 fyrir sömu sakir og stefnandi. Sú niðurstaða Hæstaréttar eigi enn frekar við um stefnanda, sem hafi setið í sama fangelsi á sama tíma margfalt lengur. Leggja verði þessa ályktun Hæstaréttar til grundvallar dómi í máli þessu um bótakröfu stefnanda, enda sé ályktunin óumdeild og því ekki nauðsynlegt að stefnandi leggi fra m sönnunargögn um hina andlegu og líkamlegu raun með vottorði eða umsögn fagaðila, sem hann þó hafi gert (dskj. nr. 15). Við mat á umræddri raun beri að hafa í huga hversu miklu lengur stefnandi hafi verið hafður í haldi og þar af langtímum saman í einangr un. Enn fremur að á gæsluvarðhaldstíma stefnanda hafi hann ranglega verið dæmdur sekur af Sakadómi Reykjavíkur og því hafi síðan lokið með dómi Hæstarétti um sök á manndrápi. Til öryggis er lagt fram læknisvottorð (dskj. nr. 15). Um k) Stefnandi hafi veri ð vistaður í húsakynnum sem Hæstiréttur hafi í dóminum 1983 lýst óforsvaranleg til 90 105 daga vistunar, hvað þá þeirrar langvarandi vistunar sem stefnandi sætti í einangrun í Síðumúlafangelsi. Á því sé byggt að leggja beri ályktun Hæstaréttar til grundval lar í máli þessu og ekki þurfi að leggja fram frekari gögn þessu til staðfestingar. Vistunin við þessar aðstæður hafi því verið andstæð lögum. Um l) Brotið hafi verið með margvíslegum hætti á réttindum sem stefnanda sem sakborningi hafi verið tryggð í þei m lögum sem hafi gilt á þeim tíma sem hér er um fjallað, þar á meðal þannig að stefnandi hafi ekki notið lögbundinnar réttargæslu á rannsóknarstigi og verjanda hans hafi verið haldið frá yfirheyrslum yfir honum af ásetningi. (EUN mgr. 1873 og 1889). Verjan di hafi ekki haft aðgang að rannsóknargögnum. Að auki sé byggt á eftirfarandi misgjörðum, sem stefndi ber fébótaábyrgð á, í garð stefnanda: Stefnandi hafi verið yfirheyrður í tugi skipta án þess að skýrslur finnist um efni þeirra yfirheyrslna (EUN mgr. 1 824 - 1826). Á tímabilum hafi sakadómur bannað öll samskipti milli stefnanda og verjanda hans og skerti þar með rétt hans til að undirbúa skilvirka vörn. (EUN. mgr. 1873 og 1890 - 1895). 12 Stefnandi hafi verið yfirheyrður heimildarlaust af útlendum lögreglumanni sem stjórnað hafi rannsókninni eða leitt hana án þekkingar á íslensku máli og íslenskum lögum, m.a. um réttindi sakborninga. Hann hafi ekki uppfyllti skilyrði 33., 35., 39. og 40. gr . oml. nr. 74/1974. (EUN mgr. 1866 - 1872 og 1985). Brotið hafi verið á réttindum stefnanda sem gæsluvarðhaldsfanga með langvarandi heilsuspillandi einangrun og fáheyrðri og andlegri og líkamlegri raun í húsakynnum sem voru óforsvaranleg. (EUN mgr. 1902). St efnandi hafi stundum verið yfirheyrður lengur en lög heimila.(EUN mgr. 2229 og EUN mgr. 1455). Hvorki stefnandi né verjandi hans hafi átt þess kost að spyrja vitni og meðákærðu fyrir lögreglu/dómi. Verjandinn hafi ekki boðaður til dómþinga þegar málið hafi verið tekið fyrir nema verið væri að yfirheyra stefnanda sjálfan. (EUN mgr. 2182 - 2190) Brotið hafi verið gegn jafnstöðu (e. equality of arms) stefnanda og ákæruvalds þar sem fulltrúa ákæruvalds hafi gefist kostur á að vera viðstaddur lögregluyfirheyrslur og öll dómþing og spyrja þar aðila og vitni. Dómþing hafi verið lokuð að undanskildu því dómþingi er málið hafi verið munnlega flutt í héraði (EUN mgr. 2183). Stefnanda og verjanda hans hafi verið meinuð viðvera, en saksóknari yfirheyrði með dómurum. (EUN mgr. 1875 - 1877). Stefnandi hafi því ekki getað haldið uppi vörnum sem hann hafi þó átt rétt á lögum samkvæmt (EUN mgr. 2187). Dómararnir í héraði hafi orðið vanhæfir þar sem þeir höguðu málsmeðferð eins og þeir færu með ákæruvald í málinu. (EUN mgr. 2102 - 2 103) Stefnandi hafi ekki verið talin saklaus á málsmeðferðartímanum, sbr. blaðamannafund sakadóms Reykjavíkur undir stjórn erlends lögreglumanns (dskj. nr. 9.5) og yfirlýsingu dómsmálaráðherra um að þungu fargi væri létt af þjóðinni (dskj. nr. 9.6). Hæstir éttur hafi staðfest í Hæstaréttarmálunum nr. 218/1976 og 219/1978 gæsluvarðhaldsúrskurði sakadóms yfir stefnanda. Þrír af fimm dómurum sem kváðu upp refsidóminn í máli nr. 214/1978 hafi átt aðild að gæsluvarðhaldsdómunum, sem gerði dómurum ókleift síðar að taka hlutlæga afstöðu til sakarefnisins. Hlutlægnireglu dómara hafi ekki gætt. Stefnandi hafi ekki notið ekki réttlátrar málsmeðferðar. Málsmeðferðin hafi varað óhóflega lengi og þar með gæsluvarðhaldið í andstöðu við 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu (sjá hrd. nr. 338/2002). Um m) Á blaðamannfundi sem haldinn hafi verið af Sakadómi Reykjavíkur áður en ákæra var gefin út hafi stefnandi verið lýstur sekur og dómsmálaráðherra tekið undir það (dskj. nr. 9.5 - 9.6). Um n) Mannleg reisn stefnanda hafi notið stjórnskipulegrar verndar, en gegn henni hafi verið brotið, m.a. með pyntingum, ómannúðlegri og vanvirðandi meðferð, svo og lyfjagjöf. 13 Um o) Hæstiréttur hafi lýst því í fyrrnefndum dómum 1983 hvílík andleg og líkamleg ra un það teldist að halda sakborningi í gæsluvarðhaldi á sama tíma í sama fangelsi út af sama sakarefni í 105 daga. Raun stefnanda hafi verið margfalt meiri. Um p) Stefndi beri að mestu eða öllu ábyrgð á þeirri neikvæðu umræðu sem hafi verið um stefnanda í f jölmiðlum frá handtöku 1976 til dómsáfellingar 1980 (EUN mgr. 116 - 121 og 800) og enn frekar á áhrifum af röngum dómum sakadóms og Hæstaréttar allt til sýknudómsins 2018. Umræðan verði rakin til lögreglu og Sakadóms Reykjavíkur. Brennimerkingin sem í þessu hafi falist hafi því varað í u.þ.b. 42 ár. Um q) Óumdeilt sé að stefnandi hafi verið yfirheyrður af lögreglu og tekið þátt í samprófunum miklu oftar en lögboðnar skriflegar skýrslur eru til um (EUN mgr.1827 - 1829). Einnig hafi verið farið með hann í vettvan gsferðir án þess að um þær ferðir væru gerðar skýrslur, svo sem lög buðu (EUN mgr. 2198). Þannig hafi lögreglan undir stjórn sakadóms brotið réttindi á stefnanda, sem honum hafi verið áskilin í lögum. Telja megi víst, þannig að jaðrar við fullvissu, að ekk i hefði komið til sakfellingar stefnanda ef sakadómur og lögregla hefðu farið að lögum, einkum um réttindi sakborninga og ákærðra. Um r) Í þeim tilvikum sem skýrslur hafi verið skriflegar hafi þess ekki ætíð verið gætt að lesa stefnanda réttindi hans sem sakbornings (EUN mgr. 2198) né að gæta laga um hvernig haga skyldi spurningum EUN mgr. 2198). Skýrslur beri með sér að lögreglan hafði fyrir fram mótaða afstöðu til atvika og spurði leiðandi spurninga í samræm við það (EUN mgr. 1825, 2018, 2245, 2299, 2301 og 2386). Um s) Stefnandi hafi verið handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald í nóvember 1976 ( hrd. nr. 218/1976) og lokadómur gekk í febrúar 1980 eða 40 mánuðum síðar. Um t) Ákæruvaldið hafi tekið beinan þátt í rannsókn málsins á lögreglurannsóknarstig i og hafi því skort hlutlægni við útgáfu ákæru og flutning málsins fyrir dómstólum. (Sjá t.d. EUN mgr. 131, 134 136, 138, 150, 154, 156, 171, 194, 209, 214 o.fl.) Á því sé byggt að allir framangreindir þættir skuli hafa hækkunaráhrif á fjárhæð miskabóta til stefnanda úr hendi stefnda á grundvelli hinnar lögbundnu hlutlægu bótaábyrgðar ríkisins og eftir atvikum á grundvelli sakarreglunnar og húsbóndaábyrgðarreglunnar telji dómurinn að einhver þáttanna falli ekki undir hlutlæga ábyrgð stefnda samkvæmt sakam álalögunum. Ásetningur lögreglu og dómstóla. Refsiverð háttsemi lögreglu, ákæruvalds og dómstóla Á þeim tíma sem hér er fjallað um hafi lagareglur um réttarstöðu sakbornings verið afar skýrar, ekki síst um lögregluyfirheyrslur og skráningu þeirra. Sama ei gi við 14 um lagareglur um réttindi og skyldur verjanda og rétt stefnanda sem sakbornings og síðar ákærða til skilvirkrar varnar á öllum stigum. Verjendur skyldu eiga þess kost að vera viðstaddir lögregluyfirheyrslur. Réttarhöld í sakamálum skyldu vera opin o g ákærðu og verjendur þeirra áttu rétt á að spyrja aðra ákærða og vitni fyrir dómi. Brot á réttindum stefnanda á þessum sviðum og öðrum hafi verið framin af ásetningi af lögreglu og sakadómi og auki það á alvarleika hinar röngu niðurstöðu dómstólanna um se kt stefnanda og leiði til hærri miskabóta honum til handa en ella. (EUN mgr. 1873 og 1877) Byggt sé á því að háttsemi hinna opinberu starfsmanna sem að rannsókn málsins komu á öllum stigum hafi verið refsiverð. Sakfelling stefnanda hafi þar með verið fengi n fyrir óráðvandlegt athæfi og hafi það áhrif á ákvörðun miskabóta til hækkunar, svo og það að stefnandi hafi verið borinn sökum um alvarlegasta glæp sem getið er í lögum. Stefnandi sé ósammála þeirri órökstuddu ályktun endurupptökunefndar að um refsilausa háttsemi lögreglu og dómara hafi verið að ræða (EUN mgr. 2205). Um tímamörk Í ljósi þess hve langt sé síðan þeir atburðir sem hér um ræðir hafi átt sér stað sé rétt að árétta að kröfur stefnanda séu ekki fyrndar, enda sé upphaf fyrningarfrestsins uppkvaðning sýknudóms Hæstaréttar í september 2018. Stefnandi hafi ekki átt þess kost að krefja stefnda um skaðabætur vegna handtöku, frelsissviptingar og annarra réttindaskerðinga og illrar meðferðar fyrr en hann var lýstur sýkn af ákæru um manndráp. Fari svo að dómurinn telji að bótaskylda stefnda vegna einhverra ofangreindra þátta verð i einungis byggð á öðrum bótagrundvelli en reglunni um hlutlæga bótaábyrgð, þá sé því haldið fram að þeir kröfuliðir séu einnig ófyrndir. Skýringin sé m.a. sú að ekki sé unnt að aðskilja þá frá þeim þáttum sem beinlínis eru nefndir í köflum IX XIV í sakamá lalögunum. Sem dæmi megi nefna að ekki sé unnt að skilja frá kröfunni um bætur fyrir gæsluvarðhald í einangrun kröfuna um bætur vegna þeirra pyntinga og vanvirðandi meðferðar sem fólust í einangruninni í rúmlega 400 daga. Sama sé að segja um þá óréttlátu m álsmeðferð sem stefnandi hafi sætt að því leyti að sú meðferð verði ekki aðskilin frá hinni ógnarlöngu frelsissviptingu stefnanda og hinni andlegu og líkamlegu raun. Telja megi víst að rannsókn málsins gagnvart stefnanda hefði verið felld niður eða hann sý knaður ef hann hefði notið réttlátrar málsmeðferðar í samræmi við þá gildandi réttarreglur . Réttarreglur Meðal réttareglna sem vísað sé til eru: Stjórnarskráin, gr. 68 72; mannréttindasáttmáli Evrópu, gr. 3, 5, 6, 8, 13, og 3. gr. samningsviðauka nr. 7; alþjóðasamningur um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, gr. 7, 9, 10, 14 og, 17; samningur gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannúðlegri eða vanvirðandi 15 meðferð eða refsingu; lög nr. 144/2018 um refsingar fyrir hópmorð, glæpi gegn mannkyni, stríðsglæpi og glæpi gegn friði, gr. 2 og 9; sakamálalög nr. 88/2008, kaflar IX XIV og XXXIX; lög um meðferð opinb erra mála nr. 74/1974 (fallin úr gildi); ályktun Evrópuráðsins (73)5 Standard Minimum Rules for the Treatment of Prisoners frá 9. janúar 1973; Body of Principles for the Protection of All Persons under any Form of Detention or Imprisonment, sbr. ályktun al lsherjarþings SÞ nr. 43/173 frá 9. desember 1988; grundvallareglan um vernd mannlegrar reisnar; 26. gr. skaðabótalaga; sakarreglan (almenna skaðabótareglan); húsbóndaábyrgðarreglan; almenn hegningarlög, gr. 130, 131 og 132, 1. mgr. 225. gr. og XXV. kafli; 1. mgr. 6. gr. og 9. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 Málskostnaður Stefnandi hefur lögbundinn rétt til gjafsóknar í málinu samkvæmt sakamálalögum og hefur sótt um gjafsókn. Í samræmi við það sé gerð krafa um málskostnað eins og málið væri e igi gjafsóknaramál. Stefnandi á rétt á að honum verði tildæmdur málskostnaður að skaðlausu, þ.e. að hann þurfi ekki að bera hluta kostnaðarins sjálfur. Undirbúningur málsóknar þessarar hófst í október 2018 með tilkynningu til stefnda um bótakröfur. Formleg ar bótakröfur voru gerðar hinn 22. desember 2018. Stefndi boðaði sættir í málinu og fól sáttanefnd og settum ríkislögmanni að annast sáttaviðræður. Kröfugerðin og sáttaumleitanir reyndust tímafrekar og lauk ekki fyrr en eftir rúmt hálft ár, og þá án árangu rs. Tafði það málsókn þessa. Þess sé krafist að við ákvörðum málskostnaðar verði tekið tillit til undirbúnings kröfugerðar og sáttaumleitana við ákvörðum málskostnaðar þannig að stefnandi verði skaðlaus. Með skaðleysi er hér átt við að dómari ákveði þóknun talsmanns sjálfstætt og annan kostnað án tillits til fyrirmæla eða leiðbeininga frá framkvæmdarvaldinu og þannig að stefnandi þurfi ekki að bera hluta af kostnaðinum sjálfur. III Stefndi hafnar öllum málatilbúnaði stefnanda. Skilja verði málatilbúnað stefnanda svo að réttur til bóta sé reistur á hlutlægri bótaábyrgð 246. gr. laga nr. 88/2008, hvort tveggja vegna frelsissviptingar og vegna þeirra þátta sem tilteknir séu í liðum a) - i) lið í VII. kafla stefnunnar, og raunar einnig í liðum j) t) í henni, svo og almennum skaðabótareglum, þ.m.t. reglum um húsbóndaábyrgð, sbr. og 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Í 4. mgr. 246. gr. laga nr. 88/2008 sé kveðið á um að maður sem hlotið hafi saklaus dóm í sakamáli, þolað refsingu eða refsikennd viðurlög, eigi ré tt til bóta. Í 2. ml. 4. mgr. sé kveðið á um að lækka megi bætur ef hann hefur átt sök á því að hann hafi ranglega verið dæmdur. Þá sé einnig kveðið á um það í 2. mgr. að dæma skuli bætur fyrir aðgerðir skv. IX. XIV. kafla hafi viðkomandi verið sýknaður me ð endanlegum dómi. Í 16 niðurlagi 2. mgr. 246. gr. sé kveðið á um að fella megi niður bætur eða lækka þær ef sakborningur hefur valdið eða stuðlað að þeim aðgerðum sem hann reisir kröfu sína á. Lagaskilin Samkvæmt lögum nr. 88/2008, ákvæði til bráðabirgða V I, 2. mgr., gildi fyrirmæli jast bóta vegna atvika sem áttu sér stað í gildistíð laga nr. 74/1974 um meðferð opinberra mála, þ.e. vegna meintrar óheimillar frelsissviptingar, óheimilla rannsóknaraðgerða o.fl. Verði því að líta þannig á að um rétt stefnanda til bóta, sem slíkan, fari eftir fyrirmælum laga nr. 74/1974. Í lögum nr. 74/1974 hafi verið kveðið á um bætur til handa sökuðum mönnum o.fl. í XVIII. kafla. Í 153. gr. hafi verið kveðið á um að hefði saklaus maður hlotið refsidóm og þolað refsingu bæri að dæma honum bætur fyrir mi ska og fjártjón, þ. á m. fyrir stöðu - og atvinnumissi, jafnvel þó hann hefði valdið þeim aðgerðum, sem hann reisti kröfu sína á, með vísv i tandi eða stórvægilega gáleysislegu framferði, en lækka mætti þó bætur eftir sök aðila á því að hann var ranglega dæmdur. Í 152. gr. hafi verið kveðið á um bætur fyrir gæsluvarðhald, en um það hafi farið, eins og hér stóð á, eftir 150. gr., sbr. 2. mgr. 15 2. gr. Í 150. gr. hafi m.a. verið kveðið á um að kröfu um bætur skyldi því aðeins taka til greina, að sökunautur hefði ekki með vísvitandi eða stórvægilega gáleysislegu ólögmætu framferði valdið þeim aðgerðum sem hann reisti kröfu sína á, sbr. nánar 1. tl. , og, hann hefði verið sýkn dæmdur, með óáfrýjanlegum dómi, þar sem sönnun hefði ekki tekist, enda hefði fremur mátt telja hann hafa verið líklegan til að vera sýknan en sekan, sbr. 2. tl. Í 151. gr. hafi verið kveðið á um bætur fyrir handtöku, leit, líkam srannsóknir o.fl., ef lögmæt skilyrði hefði brostið til slíkra aðgerða, sbr. 1. tl., eða ef ekki hefði verið nægilegt tilefni til aðgerðanna, eins og staðið hafi á, eða þær framkvæmdar á óþarflega hættulegan, særandi eða móðgandi hátt, sbr. 2. tl. Verði ek ki fallist á framangreind lagaskil sé til vara á því byggt að um bætur fari samkvæmt lögum nr. 88/2008. Um sönnunargildi dóma o.fl. Í 1. mgr. 186. gr. laga nr. 88/2008 sé kveðið á um að dómur í sakamáli sé bindandi um úrslit sakarefnis um þau atriði sem 74/1974, sbr. 2. mgr. 168. gr., og þau sé einnig að finna í 4. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. og 196. gr. eldri laga nr. 85/1936. Í dómi Hæstaréttar í máli nr. 214/1978, sbr. dóm Sakadóms Reykjavíkur í málum nr. 544 550/1977, hafi verið fjallað ítarlega um málsatvik s em talin hafi verið skipta máli varðandi aðdraganda atvika 17 hinn 19. 20. nóvember 1974. Teljast þau málsatvik hafa sönnunargildi í samræmi við tilvísað ákvæði 4. mgr. 186. gr. laga nr. 88/2008, sbr. lög nr. 74/1974, nema að talið sé í máli nr. 521/2017, þar sem stefnandi máls þessa hafi verið sýknaður af sakargiftum samkvæmt I. kafla ákæru frá 16. mars 1977, um brot sem þar voru greind, teljist bindandi séu dæmd að efni til. Í dómi réttarins hafi á hinn bóginn ekki, með vísan til kröfugerðar ákæruvaldsins, verið fjallað um málsatvik, en af því leiði að dómurinn teljist ekki hafa sö nnunargildi í skilningi 4. mgr. sömu greinar um þau sérstaklega. Að því er málsatvik varðar beri því að líta til fyrrnefnds dóms Hæstaréttar í máli nr. 214/1978, nema að því Í 108. gr. laga nr. 88/2008 sé fjallað um sö nnunarbyrði í sakamálum og sé þar kveðið á um að sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik, sem telja megi honum í óhag, hvíli á ákæruvaldinu. Í 1. mgr. 44. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála sé hins vegar kveðið á um að dómari skeri úr um það, eftir ma ti á þeim gögnum sem fram hafa komið, hvort tiltekið atriði teljist sannað, enda bindi fyrirmæli laga hann ekki að því leyti. Af þessu leiði að í einkamáli þessu gildi almennar sönnunarreglur, þ.m.t. að því er varðar málsatvik sem hér skipta máli og við ma t á því hvort sá sem saklaus hafi hlotið dóm hafi átt sök á að hann var ranglega dæmdur. Í 45. gr. laga nr. 91/1991 teljist yfirlýsing aðila fyrir dómi, sem feli í sér ráðstöfun sakarefnis, binda hendur hans eftir reglum um gildi loforða. Sérstaklega sé á réttað að álitum, sem fram komu í skýrslu starfshóps um Guðmundar - og Geirfinnsmál til innanríkisráðherra, verði ekki jafnað til matsgerðar dómkvaddra matsmanna eða sambærilegrar sönnunar í einkamáli. Sé þá ekki hvað síst litið til ætlaðs vanhæfis sálfræði ráðgjafa, sem þar hafi verið vísað til, sbr. úrskurð endurupptökunefndar nr. 8/2014, mgr. 1937 1948. Með sama hætti verði ekki talið að úrskurður endurupptökunefndar teljist sönnunargagn að því er varðar málsatvik, sem gangi framar dómi í máli í skilningi 4. mgr. 186. gr. laga nr. 88/2008, sbr. og 4. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991. Um fyrningu Samkvæmt 2. tl. 4. gr. laga nr. 14/1905 um fyrningu skulda og annarra kröfuréttinda fyrnast skaðabótakröfur, sem falla undir lögin, á tíu árum. Samkvæmt 5. gr. laganna hefst fyrningarfrestur er krafa varð gjaldkræf. Af hálfu stefnda sé á því byggt að kröfu liðir í stefnu, sem hafi orðið gjaldkræfir án tillits til niðurstöðu dóms Hæstaréttar í máli nr. 521/2017, teljist vera fyrndir. Hafi fyrningarfrestur slíkra krafna hafist í síðasta lagi er stefnandi lauk afplánun sinni hinn 12. október 1981, eða eftir atv ikum á árinu 1985, er reynslulausn lauk. Af þessum ástæðum teljist hvers konar fjárkröfur, sem raktar 18 séu í stefnu, og tengjast ólöglegri handtöku (a - liður); ólöglegu gæsluvarðhaldi (b - liður); ólöglegri leit (f - liður); ólöglegri haldlagningu á munum (g - lið ur); ólöglegri símahlustun (h - liður); ólöglegri læknisskoðun (i - - liður); broti á rétti stefnanda til réttlátrar málsmeðferðar (l - irlýsingar stefnda um sekt - - lögregluyfirheyrslna, samprófana og vettvangsferða (q - stefnanda þar sem ekki var gætt lagafyrirmæla um framkvæmdina og vegna leiðandi spurninga - liður); allt of langs tíma við rannsókn málsins hjá lögreglu og fyrir dómi, andstætt lagafyrirmælum (s - m hafi tekið - liður), fyrndar. Af hálfu stefnanda sé á því byggt að framangreindir þættir i) fjárhæð miskabóta til stefnanda úr hendi stefnda á grundvelli hinn ar lögbundnu hlutlægu bótaábyrgðar og eftir atvikum á grundvelli sakarreglunnar og hefði verið gegn stefnanda með þeim hætti sem greinir í nefndum liðum, að stefnandi hefði getað krafist bóta vegna þeirra í síðasta lagi miðað við ofangreind tímamörk, óháð því hvort hann síðar væri saklaus talinn. Af því leiði að hvers kyns ætlaðar fjárkröfur og til þess vísað að kröfur sem reistar séu á reglum mannréttindasáttmála Evrópu sérstaklega, eða öðrum alþjóðlegum skuldbindingum sem íslenska ríkið kunni að hafa undirgengist, að því marki sem slíkar reglur giltu við úrlausn málsins á sínum tíma, teljis t einnig fyrndar, en sáttmálinn hafi verið leiddur í íslensk lög á árinu 1994, sbr. lög nr. 62/1994, og beri því í síðasta lagi að miða við það tímamark. Að því marki sem nefndir kröfuliðir teljist ekki fyrndir sé þeim með öllu hafnað sem ósönnuðum og órök studdum. Um stafliði j), o) og p) verði fjallað síðar í tengslum við umfjöllun um frelsissviptingu stefnanda, en þessum liðum sé og alfarið hafnað. Nánar um einstaka kröfuliði stefnanda Sýknukrafa stefnda byggist á XVIII. kafla laga nr. 74/1974 þar sem fjallað sé um bótarétt sakaðra manna o.fl., enda teljist atvik, sem bótaréttur sé reistur á, hafa orðið á árunum 1976 til 1985. Stefndi byggir á því að stefnandi hafi átt sök á því að hann hafi verið ranglega dæmdur og með vísan til atvika hafi hann glatað rétti til bóta í skilningi ákvæðis 153. gr. laga nr. 74/1974. Ákvæðið verði skilið svo að vísað sé til eigin sakar þess sem dæmdur er, þ.e. að viðkomandi hafi sýnt af sér sök, þ.e. háttsemi, sem valdið hafi og/eða stuðlað að því að hann hafi verið rangleg a dæmdur. Hafi stefnandi vitað eða mátt vita að svo væri. 19 Við mat á því hvort og að hvaða marki aðili eigi sök á því að vera ranglega dæmdur verði að líta til atvika og aðstæðna í viðkomandi tilviki. Telja verði hafið yfir vafa að niðurstaða Sakadóms Reyk javíkur 19. desember 1977 hafi verið reist á því að ákærðu í þessum þætti málsins höfðu játað að hafa farið saman til Keflavíkur að kvöldi 19. nóvember 1974, hitt þar Geirfinn Einarsson og komið hafi til átaka milli Sævars Marinós, Kristjáns Viðars og stef nanda annars vegar og nefnds Geirfinns hins vegar. Hafi sá síðastnefndi beðið bana í átökunum. Þó var tekið fram (bls. 624), varðandi framburð hófust og meira og mi Kristján Viðar h . Að öðru leyti mun stefn andi ekki hafa dregið framburði sína, um þátttöku í nefndri ferð, þar sem til átaka hafi komið, sem leitt hafi til dauða nefnds Geirfinns, til baka, sbr. og niðurstöðu héraðsdóms, bls. 624 630. Við áfrýjun varð það niðurstaða Hæstaréttar að leggja til grun dvallar játningar Sævars Marinós og Kristjáns Viðars, auk stefnanda, en stefnandi hans um atvik, ekki hvað síst með tilliti til aðstæðna, þ.m.t. eftir að nefndir tvím enningar höfðu dregið framburði sína til baka, kynni að verða lögð til grundvallar hvort tveggja við sakfellingu hans sjálfs og jafnframt gagnvart öðrum sakborningum. Sjá hér og úrskurð endurupptökunefndar, mgr. 2406. Ljóst sé að það hafi verið upplýst ákv örðun stefnanda að draga ekki framburð sinn um meginatriði málsins, a.m.k. um nefnda ferð, átök og mannslát, til baka. Hafi hann því átt sök að máli, í skilningi 153. gr. laga nr. 74/1974, sbr. og 2. ml. 4. mgr. 246. gr. laga nr. 88/2008, a.m.k. svo að han n hafi glatað rétti til skaðabóta úr hendi stefnda. Sama gildi einnig að því er varði meintan bótarétt á grundvelli almennra skaðabótareglna og reglna um húsbóndaábyrgð, sbr. og 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, enda gilda þar sömu, eða sambærileg sjónarm ið, um eigin sök. Hér beri sérstaklega að hafa í huga að stefnandi hefði ekki, með breytingu framburðar síns, eftir atvikum, verið að fella á sig sök, heldur að firra sig og aðra sök. Hér beri og að hafa í huga að stefnandi bar um mikilsverð atriði þeirrar atburðarásar sem hér um ræðir þegar í lok nóvember 1976, þ.m.t. um nefnda ferð til Keflavíkur hinn 19. nóvember 1974, sbr. úrskurð endurupptökunefndar, mgr. 492 og 496, en þá hafi skammt verið liðið á rannsóknina gagnvart honum. Sjá hér og sérstaka skýrsl u stefnanda sem hann hafi ritað 14. desember 1976. Hafi stefnanda því mátt verið ljóst að framangreindir framburðir hans hlutu að styrkja rannsóknaraðila í vissu um að rannsóknaraðgerðir væru nauðsynlegar og raunar óhjákvæmilegar með tilliti til alvarleika málsins, og síðar 20 dómendur í vissu um að réttir dómar væru kveðnir upp. Sjá hér og lýsingu stefnanda á atvikum sem fram komu við geðrannsókn frá desember 1976 til mars 1977. Þá verði að telja að síðari skýringar stefnanda á því af hvaða ástæðum hann ákvað að draga ekki játningar sínar til baka, séu hvort tveggja ótrúverðugar og með ólíkindablæ, sbr. skýrslu starfshóps innanríkisráðuneytis, dskj. nr. 27, bls. 443, og dskj. nr. 26. Þá beri og að líta til þess að í yfirheyrslu hjá lögreglu hinn 8. desember 19 76 fullyrti stefnandi að nefndir hlaut að gefa framburði stefnanda, um atvik sem hann hafði þá lýst við yfirheyrslur að öðru leyti, verulegt vægi, enda hefði stefnandi ljóslega ekki getað fullyrt um sakleysi nefndra aðila nema að hafa um það beina vitneskju. Hafi þetta hlotið að styrkja bæði rannsóknaraðila og síðar dómendur í vissu um að framburður stefnanda þar að lútandi væri raunréttur á nefndu tímamarki. Af framangreindu teljist stefnandi bera allan halla. Verði og að líta svo á að umrædd takmörkun á bótarétti taki til hvorra tveggja, sakfellingarinnar sem slíkrar, sbr. lið c) í st efnu, og allrar frelsissviptingarinnar, hvort sem er vegna afplánunar dóms, sbr. lið d) í stefnu, eða á meðan reynslulausn stóð, sbr. lið e) í henni. Af hálfu stefnanda sé einnig gerð krafa um bætur fyrir frelsissviptingu á gæsluvarðhaldstíma, sbr. lið b) í stefnu. Með vísan til framangreindra sjónarmiða um lagaskil sé á því byggt af hálfu stefnda að um bótarétt vegna atvika máls þessa, að því er varðar rannsóknaraðgerðir, fari samkvæmt XVIII. kafla laga nr. 74/1974, sbr. 152. gr. og 150. gr., en þar sé kve ðið á um að kröfu um bætur skuli því aðeins taka til greina, að sökunautur hafi ekki með vísvitandi eða stórvægilega gáleysislegu ólögmætu framferði valdið þeim aðgerðum sem hann reisir kröfu sína, sbr. nánar 1. tl., og hann hafi verið sýkn dæmdur, með óáf rýjanlegum dómi, þar sem sönnun hafi ekki tekist, enda hafi fremur mátt telja hann hafa verið líklegan til að vera sýkn en sekur, sbr. 2. tl. Til vara sé á því byggt að um bótarétt vegna gæsluvarðhalds fari samkvæmt lögum nr. 88/2008, en þar er í 2. ml. 2. mgr. 246. gr. kveðið á um að fella megi niður bætur vegna Af hálfu stefnda sé á því byggt að við rannsókn málsins hafi fl jótlega komið fram vísbendingar um mögulega aðkomu stefnanda að málinu og hafi hann fyrst verið yfirheyrður um málið hjá rannsóknarlögreglu hinn 14. maí 1976. Erla, Kristján Viðar, og Sævar, sem hafi setið á þessum tíma í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs Geirfi nns, höfðu jafnframt staðhæft í yfirheyrslum við lögreglu að stefnandi hefði ásamt fleiri mönnum veitt Geirfinni Einarssyni áverka þetta kvöld, svo að leitt hefði til bana. Verði að telja að þær upplýsingar sem lágu til grundvallar á þeim tíma hafi gefið n ægilegt tilefni til gæsluvarðhalds samkvæmt 1. tl. 67. gr. laga nr. 74/1974, sbr. nánar forsendur Hæstaréttar 21 í máli nr. 218/1976. Þá hafi í húsleit við handtöku stefnanda hinn 12. nóvember 1976 fundist minnisgreinar um ýmislegt sem fram hafði komið í dagb löðum um hvarf nefnds Geirfinns, og þóttu eðlilega grunsamlegar, eins og hér stóð á. Skömmu eftir að stefnandi hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald 13. nóvember hafi hann gefið lýsingu á atvikum, þ.m.t. á aðkomu af sinni hálfu, sem hafi ekki getað leitt til annars, miðað við alvarleika málsins, en gruns um aðild að andláti manns. Lýsingar hans og framburðir, fljótlega eftir upphaf rannsóknar, hafi því stuðlað að því að hann sætti áfram gæsluvarðhaldi, m.a. skv. úrskurði héraðsdóms 6. desember það ár. Verð i því að telja að gæsluvarðhaldsúrskurðir sem stefnandi sætti, þ.m.t. m.t.t. lengdar þeirra, hafi verið lögmætir á grundvelli laga nr. 74/1974. Stefnandi sætti formlegri einangrun á hluta gæsluvarðhaldstímans, eða í 412 daga (13. nóvember 1976 til 29. dese mber 1977). Ljóst sé að beiting einangrunar, fyrir og eftir að stefnandi gaf skýrslu sem hann staðfesti fyrir dómi 31. janúar 1977, hafi verið í beinum tengslum við upplýsingar sem stefnandi hafði veitt fram að þeim tíma. Hafi stefnandi vitað eða mátt vita að þær upplýsingar kölluðu á nánari rannsókn lögreglu, og að nauðsynlegt væri að hann ætti ekki bein samskipti við utanaðkomandi aðila m.t.t. brýnna rannsóknarhagsmuna. Hafi stefnandi því sýnt af sér háttsemi sem falli undir 1. tl. 150. gr. laga nr. 74/19 74 auk þess sem framferði hans teljist hafa falið í sér verulega eigin sök samkvæmt almennum reglum skaðabótaréttar sem leiði til, eins og hér stendur á, niðurfellingar eða a.m.k. verulegrar lækkunar bóta vegna gæsluvarðhalds sem hann sætti fram að dómi í málinu. Fjárkröfur fyrir gæsluvarðhald, sem eftir atvikum telst hafa verið óheimilt, þ.m.t vegna óheimillar einangrunar, teljist hins vegar fyrndar hvað sem öðru líði. Þá krefjist stefnandi bóta fyrir tilteknar rannsóknaraðgerðir, auk frelsissviptingar, sb r. liði a), f), g), h), og i) í VII. kafla stefnu. Er þar vísað til ólögmætrar handtöku, leitar, haldlagningar, öflunar símaupplýsinga og læknisskoðunar. Með vísan til 151. gr. laga nr. 74/1974 komi slíkar bætur einungis til ef lögmæt skilyrði hefur brosti ð til slíkra aðgerða, tilefni ekki nægt, eða þær hafi verið framkvæmdar á óþarflega hættulegan, særandi eða móðgandi hátt. Er á því byggt að nefndar aðgerðir hafi ekki verið óheimilar og þær ekki framkvæmdar með þeim hætti sem lýst er hér að framan. Teljis t stefnandi ekki hafa sýnt fram á að svo hafi verið. Samkvæmt lögum nr. 88/2008 er bótaréttur takmarkaður hafi sakborningur valdið eða stuðlað að nefndum aðgerðum. Að því leyti sé á því byggt að stefnandi hafi stuðlað að því að grípa þurfti til nefndra aðg erða við rannsókn málsins, sbr. og umfjöllun hér að framan. Af hálfu stefnda sé einnig á því byggt að stefnandi eigi ekki rétt á bótum vegna þessa skv. almennum skaðabótareglum eða skv. 26. gr. laga nr. 50/1993. Loks sé og á því byggt, hvað sem öðru líði, að kröfur vegna aðgerða sem stefnandi kunni að hafa átt rétt á, óháð sekt, teljist fyrndar. Loks sé til þess vísað að stefnandi samþykkti sérstaklega að leit færi fram, samhliða handtöku, og á hann því ekki rétt til bóta vegna hennar. 22 Með vísan til framan greinds er áréttað að því sé alfarið hafnað að bótaábyrgð stefnda verði reist á almennum skaðabótareglum, þ.m.t. reglum um húsbóndaábyrgð, eða 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, sem raunar tók gildi eftir atvik máls þessa. Þannig verði ekki fallist á, eins og atvikum er háttað, að aðilar sem stefndi ber ábyrgð á hafi sýnt af sér saknæma og ólögmæta háttsemi. Þá sé því hafnað að önnur skilyrði almennrar skaðabótaábyrgðar séu uppfyllt, svo sem um orsakatengsl og sennilega afleiðingu. Þá er og vísað til framan greindra sjónarmiða varðandi eigin sök stefnanda. Af hálfu stefnda er öllum ávirðingum gagnvart lögreglu og dómstólum, svo og ásökunum um ætlaða refsiverða háttsemi lögreglu, ákæruvalds og dómstóla, hafnað, enda ósannaðar með öllu. Ályktanir endurupptökun efndar, mgr. 1873 og 1877, varðandi rétt verjanda og samskipti við sakadóm, séu heldur ekki svo afdráttarlausar að réttlæti ásakanir stefnanda skv. þessum liðum, eða að þær teljist sannaðar. Fæst ekki staðist að verjendum hafi verið meinaður aðgangur að fy rirtökum, eða viðeigandi gögnum, sem þeir áttu að gildandi lögum rétt á, enda hefðu þeir þá átt þess kost að krefjast úrskurðar þar að lútandi, svo sem lög buðu, hafi verið ágreiningur um nefndan aðgang. Sjá og niðurstöðu endurupptökunefndar, mgr. 2205, og yfirlýsingu stefnanda í viðtali í Mbl. um að hann hafi ekki sætt harðræði í varðhaldi. IV 1 Mál þetta var höfðað með stefnu birtri 25. júní 2019. Hinn 23. janúar 2020 greiddi stefndi stefnanda svokallaðar sanngirnisbætur að fjárhæð 145.000.000 kr. á g rundvelli laga nr. 128/2019. Í athugasemdum með frumvarpi sem varð að lögum nr. 128/2019 segir: frumvarpinu er lagt til að Alþingi heimili greiðslu bóta til aðila. Þeim er ætlað að bæta fyrir sama tjón og bætur sem aðilar kunna að eiga lögvarinn ré tt til. Jafnframt er kveðið á um að dómstólar skuli draga verðmæti bóta, sem greiddar hafa verið, frá við ákvörðun bótafjárhæðar ef aðilar láta á reyna á rétt sinn. Af þessu má ljóst vera að frumvarpið er fyrst og fremst ívilnandi fyrir aðila máls. Réttur þeirra til að fara með kröfur sínar fyrir dóm er ekki á neinn hátt fyrir borð borinn, jafnvel þótt þeir taki við greiðslum á grundvelli laganna. Líta má á frumvarpið, ef það verður að lögum, sem heimild til að greiða bætur til aðila með sanngirnissjónarmið að leiðarljósi. Það verður svo að vera mat dómstóla, ef á reynir, hvort krafan hafi verið greidd að fullu eða að hluta. Frumvarpið er enn fremur ívilnandi að því leyti að gert er ráð fyrir bótagreiðslum á grundvelli þess óháð niðurstöðu Í yf irlýsingu um greiðslu bótanna frá 17. janúar 2020, sem lögmaður stefnanda mögulegu fjártjóni, hvers kyns miska og öðru tjóni sem hinn sýknaði kann að hafa orðið 23 fyri r vegna dóms Hæstaréttar í máli nr. 214/1978, þ.m.t. rannsóknaraðgerða og/eða þvingunarráðstafana í aðdraganda hans. Sama á við um vaxtakröfur og hvers kyns annan kostnað. 12% af fjárhæð greiðslunnar telst vera vegna meints beins fjártjóns (meintra tapaðra í greiðslunni felist ekki afstaða íslenska ríkisins til mögulegra varna í slíku dómsmáli. Telja verður að stefndi hafi með greiðslu þessari viðurkennt skaðabótaábyrgð í málinu. Með greiðslunni er verið að bæta hugsanlegt fjártjón, miska og annað tjón. Samkvæmt frumvarpinu er hér um að ræða fullnaðarbætur af hálfu stefnda. Greiðslan bindur ekki hendur stefnanda til að fara með málið fyrir dóm svo sem hann gerir hér, og hún bindur ekki heldur hendur stefnda til að halda upp i vörnum í málinu. Hér er um að ræða ívilnandi úrræði fyrir stefnanda. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að greiðslan komi til frádráttar verði bætur dæmdar í máli þessu og verði stefndi sýknaður hefur það ekki áhrif á þá greiðslu sem stefnandi hefur þegar þe gið, samanber lög nr. 128/2019. Eftir að bótagreiðslan var innt af hendi breyttu málsaðilar dómkröfum sínum í það horf sem getið er upphafi dómsins. Stefnandi ber sönnunarbyrði fyrir því að hann eigi rétt til hærri bóta en hann hefur þegar þegið. Sýknukraf a stefnda byggist aðallega á eigin sök stefnanda, sbr. ákvæði XVIII. kafla laga nr. 74/1974 og 246. gr. laga nr. 88/2008 sem leiða til brottfalls bótaréttar eða skerðinga á bótum. Sem og er byggt á því að krafan sé fyrnd. 2 Stefnandi gerir kröfur um bætur vegna ólöglegrar handtöku, ólöglegs gæsluvarðhalds, rangra dóma og fleira svo sem rakið er hér að framan í kafla II. Háttsemi sú er stefnandi telur bótaskylda af hálfu stefnda átti sér stað á síðustu öld eða nánar tiltekið frá 12. nóvember 1976 er st efnandi var handtekinn og allt til haustsins 1985 er afplánun og tíma reynslulausnar var lokið. Stefnandi byggir kröfur sínar á 246. gr. sakamálalaga nr. 88/2008, sem er í XXXIX. kafla laganna, og mælir fyrir um að greiða skuli bætur vegna aðgerða skv. IX. - XIV. kafla laganna. Stefnandi vísar til þess að það hafi fyrst verið með dómi Hæstaréttar í máli nr. 521/2017 sem stefnandi hafi verið sýknaður og fyrr hafi ekki verið unnt að setja fram bótakröfu. Stefndi byggir hins vegar aðallega á því að um ágreining þennan fari eftir eldri lögum nr. 74/1974 um meðferð opinberra mála. Samkvæmt 2. mgr. ákvæðis til bráðabirgða VI í sakamálalögum nr. 88/2008 gilda fyrirmæli XXXIX. kafla um skaðabætur vegna atvika sem gerast eftir gildistöku laganna. Reglum eldri laga sku li beitt um bætur fyrir það sem gerist fyrir þann tíma og miðað er við 1. janúar 2009. Við ákvörðun lagaskila ber því að miða við það hvenær hinir ætluðu bótaskyldu atburðir áttu sér stað, samanber einnig Hrd. í máli nr. 496/2010 og 445/2012. Hefur því ekk i þýðingu varðandi lagaskilin að miða við það hvenær sýknudómur Hæstaréttar í málinu nr. 521/2017 hafi verið kveðinn upp. Við mat á því hvort stefnandi 24 eigi rétt til bóta ber því að leggja til grundvallar ákvæði XVIII. kafla laga nr. 74/1974 um meðferð opi nberra mála en þar er kveðið á um bætur handa sökuðum mönnum. Þær réttarreglur sem stefnandi vísar til í stefnu gefa stefnanda ekki ríkari rétt til skaðabóta en mælt er fyrir um í framangreindum ákvæðum. Þá verður eðli máls samkvæmt ekki byggt á lögum sem tóku gildi eftir að atvik málsins áttu sér stað. 3 Samkvæmt 28. gr. laga nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda gilda þau lög eingöngu um þær kröfur sem stofnast eftir gildistöku þeirra laga, sem var 1. janúar 2008. Eldri fyrningarlög nr. 14/1905 gil da um kröfur sem stofnast fyrir þann tíma. Samkvæmt 5. gr. laga nr. 14/1905 telst fyrningarfrestur frá þeim degi er krafan varð gjaldkræf. Samkvæmt meginreglum skaðabótaréttar stofnast skaðabótakrafa þegar hin bótaskylda háttsemi átti sér stað og miðast gj alddagi kröfunnar við sama tímamark. Fyrningarfrestur skaðabótakrafna er tíu ár samkvæmt 2. mgr. 4. gr. fyrningarlaga nr. 14/1905 frá því að hinn bótaskyldi atburður átti sér stað. Jafnvel þótt miðað væri við uppkvaðningu dóms Hæstaréttar í málinu nr. 214/ 1978 eða þegar stefnandi lauk afplánun að fullu árið 1985 þá eru allar hugsanlegar kröfur fyrndar. Dómur Hæstaréttar í málinu nr. 521/2017 breytir engu um það hvenær málsatvikin áttu sér stað. Þar fyrir utan er ekki í dóminum fjallað um málsatvikin. Dómuri nn hefur því ekki þýðingu við mat á því hvenær upphaf fyrningarfrests atvika málsins var. 4 Stefnandi byggir málatilbúnað sinn á dómi Hæstaréttar í málinu nr. 521/2017 þar sem hann var sýknaður af I. kafla ákæru dags. 16. mars 1977 svo sem greini í dómsor ði. Í V. kafla forsendna dóms Hæstaréttar er umfjöllum um úrskurð endurupptökunefndar né mati hennar á þýðingu nýrra gagna. Var því þegar af þeirri ástæðu fullnægt skilyrðum þ ágildandi a. liðar 211. gr. laga nr. 88/2008 fyrir endurupptöku málsins að hluta. Eru því ekki efni til að taka afstöðu til þess hvort uppfyllt Endurupptökunefnd er stjórnsýslunefnd og með ummælum sí num er Hæstiréttur einungis að taka afstöðu til þess að ekki hafi verið stjórnsýsluannmarkar á málsmeðferð endurupptökunefndar eða mati hennar á þýðingu nýrra gagna. Hæstiréttur taldi svo ekki vera. Þess vegna taldi Hæstiréttur að fullnægt væri skilyrðum þ ágildandi 211. gr. laga nr. 88/2008 til þess að endurupptaka málið að hluta. Í forsendum Hæstaréttar er hvorki tekið undir né hafnað efnislegri niðurstöðu endurupptökunefndar. Málið fór ekki svo langt hjá réttinum að tekin væri efnisleg afstaða til málsatv ika. Helgast það af kröfugerð setts ríkissaksóknara sem krafðist sýknu í málinu, eins og segir í 2. mgr. VI. kafla dómsins: 25 sem þeir voru sakfelldir fyrir í áðurnefndu hæstaréttarmáli og endurupptaka málsins tekur til. Leiðir af lögum að dómfelldu verða þegar á grundvelli kröfugerðar ákæruvaldsins Fyrir Hæstarétti krafðist ákæruvaldið þess að stefnandi y rði sýknaður af sakargiftum samkvæmt I. kafla ákæru 16. mars 1977 fyrir brot gegn 211. gr. almennra hegningarlaga. Stefnandi krafðist einnig sýknu af þeirri háttsemi sem honum var gefin að sök í ákæru. Með því að báðir málsaðilar kröfðust sýknu eru hendur Hæstaréttar bundnar og Hæstarétt skortir lagaheimild til þess að fjalla efnislega um málið. Af þessu leiðir að Hæstiréttur hefur hvorki fjallað um málsatvikin né heldur sönnunarfærsluna eða önnur atriði í hinum fyrri dómi réttarins í málinu nr. 214/1978. Vegna kröfugerðar ákæruvaldsins í málinu þykir rétt að benda á ummæli í greinargerð setts ríkissaksóknara til Hæstaréttar á bls. 76, sem skýra að nokkru kröfugerð hans, en þar segir: endurupptökunefnd telur að vísbending ar séu um að játningar Sævars Marinós, Kristjáns Viðars, Tryggva Rúnars og Alberts Klahn sem lúta að því að þeir hafi átt saknæman þátt í hvarfi Guðmundar Einarssonar annars vegar og þeir tveir fyrstnefndu, ásamt Guðjóni, í hvarfi Geirfinns Einarssonar hin s vegar, hafi átt við rök að styðjast. Ætla mætti að til undantekninga heyri að svo margir einstaklingar játi ranglega aðild að atlögu að manni eða mönnum sem leitt hafi hann eða þá til dauða og einnig að vitni styðji við þær játningar. Fyrir liggur að sak fellingin í báðum þáttum málsins var fyrst og fremst studd við játningar dómfelldu sem og annan framburð hvers þeirra um sig, um þátt hinna í atlögu að mönnum þessum. Framburðir vitna styðja einnig út af fyrir sig með beinum eða óbeinum hætti við þá atburð arás sem lögð var til grundvallar sakfellingu. Á hinn bóginn hafa lík hinna horfnu manna aldrei fundist, ekkert er vitað um dánarorsök, engin ummerki fundust um átök eða mannslát á meintum brotavattvangi og engum áþreifanlegum sönnunargögnum er til að drei fa um að mönnum þessum hafi yfirhöfuð verið ráðinn bani. Þá er þess að geta að dómfelldu þeir Sævar Marinó, Kristján Viðar og Tryggvi Rúnar afturkölluðu játningar sínar eftir að dómsmeðferð málsins hófst, sem og lykilvitni í Geirfinnsmálinu, en ekki þótti Af þessu má ráða að kröfu ákæruvaldsins í málinu sé að rekja til þess að hlutlæg sönnunargögn skorti í málinu. Það hafa engin lík fundist og engin áþreifanleg sönnunargögn um að þeim hafi verið ráðinn bani. Þá hefi eng in ummerki fundist um átök eða mannslát á ætluðum brotavettvangi. Því lágu einungis fyrir játningar og á þeim var dómur Hæstaréttar í málinu nr. 214/1978 byggður. 26 5 Samkvæmt 1. mgr. 186. gr. sakamálalaga nr. 88/2008 er dómur bindandi um úrslit sakarefn is fyrir ákærða, ákæruvaldið og aðra um þau atriði sem þar eru dæmd að efni til. Samkvæmt 4. mgr. 186. gr. sömu laga hefur dómur fullt sönnunargildi um þau málsatvik sem í honum greinir þar til það gagnstæða er sannað. Samkvæmt dómsorði í Hæstaréttardómi í málinu nr. 521/2017 var stefnandi sýknaður af I. kafla ákæru 16. mars 1977. Er dómurinn bindandi um úrslit sakarefnis fyrir stefnanda í skilningi 1. mgr. 186. gr. um þau atriði sem þar voru dæmd að efni til. Vegna kröfugerðar setts ríkissaksóknara var ek ki fjallað efnislega um málsatvik. Af því leiðir að dómurinn telst ekki hafa sönnunargildi í skilningi 4. mgr. 186. gr. um málsatvikin. Um málsatvik var hins vegar dæmt í dómi Hæstaréttar í málin nr. 214/1978 og ber því að líta til þess dóms varðandi málsa 6 Í bótamáli þessu fer um sönnun eftir 44. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991 og sker dómari úr því hverju sinni eftir mati á þeim gögnum sem hafa komið fram í máli hvort staðhæfing um umdeild atvik teljist sönnuð. Það hvílir á stefnanda að sanna að hann eigi rétt til bóta. Í málatilbúnaði sínum hefur stefnandi vísað til úrskurðar endurupptökunefndar í málinu nr. 8/2014 um beiðni stefnanda um endurupptöku Hæstaréttarmálsins nr. 214/1978. Er það gert til sönnunar því að stefnandi eigi rétt til bóta. Í úrskurðinum er gerð ítarleg grein fyrir málinu. Tilgangurinn með úrskurðinum var að leggja mat á það hvort uppfyllt væru þágildandi lagaskilyrði 1. mgr. 211. gr. sakamálalaga nr. 88/2008 um e ndurupptöku málsins. Væri svo var veitt leyfi á grundvelli þágildandi 1. mgr. 215. gr. sömu laga til þess að málið væri tekið til meðferðar og dómsuppsögu að nýju í Hæstarétti. Eins og að framan greinir komst Hæstiréttur að því að hvorki væru annmarkar á m álsmeðferð hjá endurupptökunefnd né á mati hennar á þýðingu nýrra gagna. Hins vegar fjallaði Hæstiréttur aldrei efnislega um málsatvikin. Úrskurði endurupptökunefndar verður ekki jafnað til matsgerðar dómkvaddra matsmanna. Þá verður ekki talið að úrskurður inn teljist sönnunargagn að því er varðar málsatvik, sem gangi framar dómi í máli í skilningi 4. mgr. 186. gr. laga nr. 88/2008 . Þá liggur fyrir skýrsla starfshóps innanríkisráðuneytisins um Guðmundar - og Geirfinnsmál. Skýrslunnar var aflað utan réttar o g skiptir ekki máli hvor aðili hafði forgöngu um skipun starf s hópsins. Ekki er um matsgerð að ræða sem samin er af dómkvöddum matsmönnum og ekki verður sálfræðimatinu, sem er hluti skýrslunnar, jafnað til álitsgerðar dómkvaddra matsmanna. Þar fyrir utan ha fði annar höfunda sálfræðimatsins komið áður að Geirfinnsmálinu, sem gefur tilefni til að draga í efa að 27 hann teljist uppfylla sérstök hæfisskilyrði til að vera dómkvaddur sem matsmaður ef á það hefði reynt. Að þessu virtu og samkvæmt dómvenju hafa sérfræð ivitni ekki þýðingu þegar svona stendur á. Niðurstaða dóms verður því ekki byggð á álitsgerðum sérfræðinga eða svokölluðum sérfræðivitnum. Þá er í stefnu málsins vísað til dskj. 18 sem er ódagsett lokaskýrsl a Rannsóknarnefndar Reykjavíkur sem tiltekur um stefnanda að e kki sé hægt að líta svo á að stefnandi hafi lagt fram endanlega játningu. Engin grein hefur verið gerð fyrir skýrslu þessari svo sem höfunda og einungis lagðar fram tvær blaðsíður úr henni. Skýrsla þessi er því þýðingarlaus í málinu. 7 Þrát t fyrir að komist hafi verið að þeirri niðurstöðu að allar hugsanlegar kröfur stefnanda séu fyrndar þar sem svo langt sé umliðið frá málsatvikum er rétt, eins og hér stendur á, að gera grein fyrir sjónarmiðum 150. gr. og 153. gr. laga nr. 74/1974 um eigin sök og afleiðingu eigin sakar á bótarétt stefnanda. Samkvæmt nefndum ákvæðum má því aðeins taka kröfur um bætur til greina að sökunautur hafi ekki með vísvitandi eða stórvægilegu, gáleysislegu, ólögmætu framferði tilraunum til að torvelda rannsókn o.s.frv. Samkvæmt ákvæðinu er því heimilt að lækka bætur eða eftir atvikum að fella niður bætur sé fyrir hendi eigin sök hjá sakborningi. Þá segir í 153. gr. sömu laga að dæma me gi manni bætur ef hann hefur saklaus hlotið refsidóm og þolað refsingu en það megi lækka bætur eftir sök aðila á því að hann hafi verið ranglega dæmdur. Í dómi Sakadóms Reykjavíkur frá 19. desember 1977 í máli stefnanda og fleiri, á blaðsíðu 625, í segir úr þátttöku sinni í átökunum, er Geirfinnur Einarsson beið bana. Ákærði hefur ekki heldur fært fram haldbær rök fyrir breytingum þessum, og verður því framburður hans í dómi 31. janúar sl., þar sem hann staðfesti rannsóknarlögregluskýrsluna frá 25. janúar sl. um þátt sinn í átökunum við Geirfinn, lagður til grundvallar við mat á sönnun um sök ákærða á dauða Geirfinns, en einnig er litið til annarra skýrslna, er ákærði hefur gefið í dómi og fyrir ákærði Guðjón hefur haldið fast við framburð sinn, og ýmis gögn önnur benda ótvírætt Í ofan nefndum dómum er játning stefnanda lögð til grundvallar mati á sekt hans. í dómi Hæstaréttar. Með játningunni viðurkennir stefnandi að eiga sök á dauða Geirfinns. Eigin sök stefn anda sviptir hann því að geta átt rétt til skaðabóta samkvæmt 150. og 153. gr. laga nr. 74/1974. Hafi þessi játning stefnanda og þeir framburðir sem hann gaf við 28 rannsókn málsins og fyrir dómi ekki verið sannleikanum samkvæmt, þá skiptir það í raun ekki má li varðandi rétt stefnanda til bóta. Með því að gefa rangan framburð við rannsókn máls er rannsóknin afvegaleidd, sem leiðir til lengri rannsóknartíma sem og þess að kveðinn verður upp rangur dómur. Auk þess getur það verið refsivert, samanber 142. gr. alm ennra hegningarlaga, að skýra rangt frá fyrir dómi og að taka á sig sök. Með vísan til framburða þeirra sem stefnandi gaf fyrir dómi hefur hann sjálfur valdið þeim aðgerðum sem hann reisir kröfur sínar á. Því hefur stefnandi fyrirgert rétti sínum til bóta vegna handtöku, gæsluvarðhalds, ætlaðs rangs dóms, afplánunar dómsins og skilorðsins/reynslulausnarinnar. Öllum kröfum um ætlaðar ólöglegar rannsóknaraðgerðir, svo sem ætlaða ólöglega handtöku, ætlaða ólöglega leit, ætlaða ólöglega haldlagningu á munum, ætlaða ólöglega símahlustun og ætlaða ólöglega læknisskoðun, er einnig hafnað. Með vísan til 151. gr. laga nr. 74/1974 koma bætur einungis til ef lögmæt skilyrði eru ekki til slíkra aðgerða, tilefni ekki nægt, eða þær framkvæmdar á óþarflega hættulegan, sæ randi eða móðgandi hátt. Allar þessar rannsóknaraðgerðir eru hluti af rannsókn málsins sem endaði með því að stefnandi var talinn sekur. Hins vegar hefði stefnandi getað haft uppi kröfur vegna einstakra rannsóknargerða í kjölfar þeirra ef hann hefði talið á sér brotið. Það gerði hann ekki og hefur stefnandi ekki sýnt fram á að skilyrði ákvæðisins um greiðslu bóta sé uppfyllt. Þá gerir stefnandi kröfur til þátta sem tilgreindir eru í liðum j) til t) en erfitt er að henda reiður á kröfuliðum þessum þar sem langt er um liðið frá atburðunum og þeim eru ekki gerð nægjanleg skil í stefnu. Í úrskurði endurupptökunefndar, mgr. 2399, segir að takmarkanir á möguleikum stefnanda og annarra sakborninga til að halda uppi vörnum, sem meðal annars hafi falist í takmörk un á aðgengi þeirra að réttagæslumönnum algeru samskiptabanni milli þeirra og verjenda síðustu tvo mánuði fyrir síðari dómtöku málsins í héraði, raunverulegri skerðingu á rétti til að gagnspyrja vitni svo og skorti á upplýsingum um afturhvarf annarra dómfe lldu frá játningu, séu eitt þeirra atriða sem skipti máli við mat á því hvort verulegar líkur séu á að sönnunargögn í málinu hafi verið rangt metin svo áhrif hafi haft á niðurstöðu málsins, eins og segir í úrskurðinum. Atriði þessi komu ekki til skoðunar í Hæstaréttardómi í máli nr. 521/2017 og telur dómurinn ekki unnt, einungis á grundvelli úrskurðar endurupptökunefndar, að telja að um lögfulla sönnun sé að ræða sem leiða eigi til bótagreiðslu. Þá segir einnig í mgr. 2402 í úrskurðinum að endurupptökunefnd telji verulegar líkur á því að við sönnunarmat í málinu hafi ranglega verið litið fram hjá áhrifum langrar einangrunarvistar á trúverðugleika framburða dómfelldu en fyrir liggur að þær meintu játningar sem sakfelling endurupptökubeiðanda og dómfelldu Kristjáns Viðars og 29 Sævars voru byggðar á komu ekki fram fyrr en þeir dómfelldu Kristján Viðar og Sævar Í kafla I hér að framan er atburðarás fyrstu vikna stefna nda í gæsluvarðhaldinu reifuð. Þar kemur meðal annars fram að á fyrstu vikum gæsluvarðhaldsins hafi framburður stefnanda verið þannig að hann tengdist málinu og 14. desember 1976 viðurkenndi stefnandi að vera samsekur Sævari og Kristjáni um um dauða Geirfi nns, sbr. bls. 112 í dómi Hæstaréttar í máli nr. 214/1978. Játning stefnanda kom því fram á fyrstu vikum gæsluvarðhalds hans. Það verður ekki ráðið að stefnandi hafi verið beittur ólögmætri þvingun eða einhvers konar harðræði svo sem stefnandi byggir nú á. Í viðtali stefnanda við Þá verður ekki ráðið af dagbókarfærslum stefnanda að hann h afi sérstaklega gert athugasemdir við húsnæðið í Síðumúla sem slíkt á nefndu tímabili, en þó virðast hafa á tímabili verið vandamál með loftræstingu. Hæstiréttur hefur í dómunum í bótamálum Klúbbsmanna frá 1983 dæmt þeim bætur vegna óviðunandi vistunar í f angelsinu. Hins vegar eru kröfur vegna ástands Síðumúlafangelsisins löngu fyrndar. rannsókn málsins komu á öllum stigum hafi verið refsiverð. Sakfelling stefnanda hafi þar með verið f engin fyrir óráðvandlegt athæfi og hafi það áhrif á ákvörðun miskabóta til hækkunar, svo og það að stefnandi hafi verið borinn sökum um alvarlegasta glæp sem getið er í lögum. Stefnandi sé ósammála þeirri órökstuddu ályktun endurupptökunefndar að um refsil komist að þeirri niðurstöðu að gögn málsins gefi ekki tilefni til að ætla að lögregla, ákærandi, dómari eða að rir hafi haft í frammi refsiverða háttsemi í því skyni að fá fram Þessi málsástæða stefnanda er með öllu haldlaus og telur dómurinn þennan málflutning lögmanns stefnanda aðfinnsluverðan, þar sem vegið er að æru opinberra star fsmanna, lifandi sem látinna, og þeir sakaðir um refsiverða háttsemi í störfum sínum. Niðurstaða málsins er því sú að sýkna beri stefnda af öllum kröfum stefnanda þar sem hann á ekki lögvarinn rétt til skaðabóta vegna atvika þeirra er áttu sér stað á tímabilinu 12. nóvember 1976 og þar til reynslulausn lauk haustið 1985. Með vísan til e - liðar 1. mgr. 114. gr. laga um meðferð einkamála skal í dómi geta um helstu málsástæður aðila og réttarheimildir sem dómar byggja á, þó aðeins að því leyti sem þörf kre fur til úrlausnar máli. Því er sleppt að gera grein fyrir málsástæðum er liggja að baki fjárhæð bótakröfunnar. 30 Samkvæmt 1. mgr. 130. gr. laga um meðferð einkamála ber stefnanda að greiða stefnda málskostnað sem þykir hæfileg ákveðinn 1.500.000 kr. Stefnand i er með gjafsókn í máli þessu, samanber gjafsóknarleyfi dags. 19. júní 2019. Allur kostnaður greiðist því úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns stefnanda, svo sem greinir í dómsorði. Við ákvörðun gjafsóknarkostnaðar verður að taka tilli t til þess að við greiðslu sanngirnisbótanna hinn 23. janúar sl. fékk lögmaðurinn greiddar 7.250.000 kr. í þóknun og við málsmeðferðina hjá endurupptökunefnd fékk lögmaðurinn greiddar 6.138.000 kr. Þetta er nefnt til að sýna að lögmaðurinn gjörþekkir málið og ætti það að kalla á minna vinnuframlag af hans hálfu í þessu máli. Sigrún Guðmundsdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan Dómsorð: Stefndi, íslenska ríkið er sýknað af öllum kröfum stefnanda, Guðjóns Skarphéðinssonar. Stefnandi greiði stefnda, íslenska ríkinu, 1.500.000 krónur í málskostnað. Allur gjafsóknarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þ.m.t. málflutningsþóknun lögmanns stefnanda, Ragnars Aðalsteinssonar, 1.500.000 krón ur Sigrún Guðmundsdóttir