Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 28. apríl 2021 Mál nr. E - 5126/2020: Guðmundur Baldvin Ólason (Orri Sigurðsson lögmaður) gegn Skarðseyri ehf. og Bjarna Jónssyni (Einar Þór Sverrisson lögmaður) Dómur Mál þetta var höfðað 23. júlí 2020 og dómtekið 7. apríl sl. Stefnandi er Guðmundur Baldvin Ólason, búsettur í Noregi. Stefnt er Skarðseyri ehf., [...] , og Bjarna Jónssyni, til heimilis að sama stað. Dómkröfur stefnanda eru þær að viðurkennt verði að stefnandi sé eigandi 250.000 hluta í stefnda, Skarðseyri ehf., sem stefnandi eignaðist með afsali 12. febrúar 2009. Þá krefst stefnandi þess að stefndu verði dæmdir til greiðslu málskostnaðar. Stefndi kre fst sýknu og málskostnaðar úr hendi stefnanda. I. Málsókn þessa grundvallar stefnandi á afsali sem undirritað var 12. febrúar 2009 þar sem Már Jóhannsson afsalaði öllum hlutabréfum sínum í einkahlutafélaginu Skarðseyri ehf., að nafnvirði 500.000 krónur, t il Bjarna Jónssonar og Guðmundar B. Ólafssonar, þannig að hvor þeirra um sig fékk 250.000 kr. hlut í félaginu. Fundargerð hluthafafundar sem rituð var samhliða þessum gerningi hefur verið lögð fram ásamt afsalinu, auk tilkynningar til Hlutafélagaskrár sem einnig er dagsett 12. febrúar 2009 þar sem stefndi, Bjarni Jónsson, er tilgreindur sem formaður stjórnar en stefnandi, Guðmundur B. Ólafsson, tilgreindur sem framkvæmdastjóri og varamaður í stjórn. Þess má jafnframt geta að samþykktir félagsins, sem dagset tar eru 10. mars 2014 og áritaðar um móttöku sala byggingarefnis og skyldra vörutegunda, innflutningur, útflutningur, lánastarfsemi, eignaumsýsla, útleiga og rekstur Í samhengi þess ágreinings sem hér er kominn til úrlausnar héraðsdóms skal og nefnt að með afsali 30. júní 2009 eignaðist stefndi Skarðseyri ehf. fasteignina nr. 40 við Heiðarbraut 40 á Akranesi (fastanúmer 210 - 1540), sem áður mun hafa hýst bókasafn 2 Akraneskaupstaðar. Undir rekstri málsins hefur komið fram að húsnæði þessu hafi á síðari stigum verið breytt í íbúðir og að afsalsgjafi, Virkjun ehf., hafi séð um þær framkvæmdir að miklu leyti. Meðal annarra málsgagna eru ársreikningar stefnda S karðseyrar ehf. fyrir árin 2011 og 2012. Þar má sjá þá breytingu milli ára að 50% eignarhlutdeild stefnanda er tilgreind árið 2011, en stefndi Bjarni einn nafngreindur sem 100% eigandi félagsins árið 2012. Báðir ársreikningarnir voru áritaðir af Má Jóhanns syni, viðurkenndum bókara, sem kom fyrir dóm við aðalmeðferð málsins og gaf vitnaskýrslu. Við það tækifæri staðfesti Már undirritun sína á framlagða yfirlýsingu þar sem fram kemur að Már hafi breytt upplýsingum um eignarhald félagsins í góðri trú og treyst orðum stefnda Bjarna fyrir því að hann væri orðinn eini eigandi félagsins. Í skýrslu sinni fyrir dómi greindi Már frá því að stefndi Bjarni hefði ekki afhent honum skjöl til staðfestingar á því að stefnandi hefði selt stefnda Bjarna 50% hlut sinn í félagi nu. Tilgreining Bjarna sem eiganda alls hlutafjárins sé því röng og ekki liggi annað fyrir en að stefnandi sé enn 50% eigandi að félaginu. Með bréfi 27. júní 2017 til stefnda Skarðseyrar ehf. krafðist stefnandi þess, sem eigandi 50% hlutafjár, að boðað y rði til hluthafafundar í félaginu innan lögbundins frests samkvæmt 60. gr. laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög. Erindinu var hafnað með bréfi lögmanns stefndu 2. nóvember 2017. Málaleitan stefnanda til atvinnuvega - og nýsköpunarráðuneytisins af þessu tile fni var hafnað með bréfi ráðuneytisins 25. september 2018. Að þeirri niðurstöðu fenginni höfðaði stefnandi viðurkenningarmál þetta. Við aðalmeðferð málsins gáfu aðilaskýrslur þeir Guðmundur Baldvin Ólason og Bjarni Jónsson. Vitnaskýrslur gáfu Már Jóhanns son og Haukur Þór Adolfsson. II. Stefnandi byggir kröfu sína um viðurkenningu eignarréttar á því að hann sé réttur og lögmætur eigandi 250.000 hluta í stefnda, Skarðseyri ehf., og hafi verið það óslitið síðan 12. febrúar 2009 þegar stefnandi fékk hlutafén u afsalað til sín að fullu án allra fyrirvara, kvaða eða skuldbindinga. Stefnandi hafi síðan þá aldrei selt eða afsalað hlutafé sínu í hinu stefnda félagi á neinn hátt, hvorki til stefnda Bjarna né annarra aðila. Hefði stefnandi í raun selt hlutafé sitt á einhverjum tímapunkti hlyti að liggja fyrir um það einhver skjöl eða staðfesting. Ef stefndi, Bjarni, hefði í raun keypt eða fengið afsalað til sín hlut stefnanda í hinu stefnda félagi þá gæti stefndi, Bjarni, með einföldum og óv e fengjanlegum hætti sýnt fr am á staðfestingu þess. Slíkt hafi stefndi, Bjarni, á engan hátt gert þrátt fyrir áskoranir og tilmæli stefnanda til ráðuneytisins um að það væri nauðsynlegt til þess að stefndi, Bjarni, 3 gæti talist raunverulegur eigandi þess hlutafjár sem hann heldur fram að stefnandi hafi afsalað til sín. Stefnandi byggir á því að stefndi, Bjarni, geti ekki með réttu borið fyrir sig að hann hafi fengið hlutum stefnanda afsalað til sín með vísan til þess að Már hafi gengið frá slíku. Haldlaust sé að halda því fram. Í fyrst a lagi liggi fyrir að Már hafi staðfest að fyrir þessari breyttu skráningu á eignarhaldi hafi ekkert legið fyrir nema orð stefnda, Bjarna. Már hafi treyst stefnda, Bjarna, og gert þau mistök að hafa ekki fengið staðfestingu stefnanda fyrir þessu. Ljóst meg i vera að Bjarni hafi vitað að hann hafði ekki eignast hlutafé stefnanda í hinu stefnda félagi og því á engan hátt getað verið í góðri trú um slíkt. Stefndi, Bjarni, hafi því á ótilhlýðilegan hátt notfært sér traust Más til þess að fá hann til að breyta sk ráningu á eignarhaldi hins stefnda félags í ársreikningum þess. Stefnandi geti ekki borið ábyrgð á því að Már hafi treyst orðum Bjarna og skráð þessa breytingu í ársreikning félags án nokkurs samráðs eða samþykkis stefnanda. Í öðru lagi þá feli skráning á eignarhaldi í ársreikningum félags ekki á nokkurn hátt í sér lögfulla staðfestingu á raunverulegu eignarhaldi hlutfjár. Fyrst og fremst sé um að ræða formreglu sem þurfi að uppfylla þegar ársreikningi er skilað, sbr. 65. gr. laga um ársreikninga, nr. 3/20 06. Engin skilyrði sé þó að finna í fyrrgreindri lagagrein, eða lögunum að öðru leyti, um það að skráningu hluthafa í ársreikningum verði að fylgja afsal eða annars konar staðfesting á breytingum á eignahaldi á hlutafé, heldur virðist vera gengið út frá þv í að þær upplýsingar um hluthafa sem þar koma fram endurspegli raunverulega eign þeirra í viðkomandi félagi. Fátítt sé þó, og sennilega óþekkt, að menn komi því til leiðar að þeir séu skráðir eigendur að hlutafé í ársreikningum sem þeir eiga ekki og hafa a ldrei raunverulega átt. Þá hafi stefnandi, sem framkvæmdastjóri félags, aldrei undirritað þessa skýrslu stjórnar eða samþykkt ársreikninga félagsins að öðru leyti. Að þessu virtu sé því ljóst að skráð eignarhald í ársreikningum geti á engan hátt verið full nægjandi sönnun fyrir raunverulegri hlutafjáreign. Ef slíkt yrði raunin þá væri leikur einn fyrir aðila að sölsa undir sig hlutafé í félögum sem þeir eiga ásamt fleiri aðilum með því að koma því til leiðar að bókarar eða skoðunarmenn, sem sjá um bókhald og ársreikningaskil félaganna, breyti eignarhaldi í ársreikningum eða jafnvel skili inn ársreikningum sjálfir og skrái sig sem eigendur hlutfjár sem aðrir raunverulega eiga. Þá byggir stefnandi á því að hlutaskrá félagsins geti á engan hátt verið fullnægjan di staðfesting á raunverulegu eignarhaldi á hlutafé félagsins líkt og stefndi, Bjarni, hefur byggt á. Stefndi, Bjarni, sé eini stjórnarmaður hins stefnda félags og hafi verið frá því að stefnandi og stefndu eignuðust það árið 2009. Ljóst sé því að hlutask rá félagsins sé með öllu marklaus í þessu tilviki og geti á engan hátt verið lögð til grundvallar um raunverulegt eignarhald þess. Engin sönnun sé fram komin fyrir því að stefnandi hafi selt eða afsalað hlutum sínum í félaginu. 4 Máli sínu til stuðnings vís ar stefnandi til þess að eignarrétturinn sé friðhelgur og mönnum sé heimilt að framselja og ráðstafa eignum sínum að vild svo framarlega sem lög, reglur eða samningar setja því ekki skorður. Eignarréttindi geti stofnast með margvíslegum hætti en ljóst sé a f atvikum þessa máls að eignarhlutir hafi ekki skipt um hendur með lögmætum hætti. Stefnandi hafi þegar sýnt fram á með óv e fengjanlegum hætti að hann hafi eignast 250.000 hluti í hinu stefnda félagi með afsali 12. febrúar 2009. Ekkert liggur fyrir um að s tefndi, Bjarni, geti stutt neinum gögnum eignarrétt sinn að þeim 250.000 hlutum sem hann heldur fram að stefnandi hafi afsalað honum með milligöngu Más eða fært sönnur á það með neinum hætti. III. Varnir stefnda eru á því byggðar að stefnandi sé ekki hluthafi í félaginu og hafi ekki verið það, aldrei við síðara tímamark en 26. ágúst 2013, þegar ársreikningur hafi verið undirritaður og Már Jóhannsson staðfest 100% eignarhald stefnda, Bjarna, á félaginu. Allar kröfur til hlutafjárins séu fyrndar skv. ákvæðum laga nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda. Í lögunum er ekki vikið beinum orðum að hlutafé. Stefndu byggja á því að miða eigi við hinn almenna fyrningarfrest laganna, sbr. 3. gr. þeirra, sem er fjögur ár. Verði ekki fallist á o fangreind rök um fyrningu er byggt á því að stefnandi hafi sýnt af sér svo verulegt tómlæti að kröfur hans verði ekki teknar til greina. Aðalatriði sé þó að stefnandi hafi ekki lagt fram neina sönnun þess efnis að hann sé eigandi hlutanna. Þó að fyrir lig gi í málinu gögn þess efnis að stefnandi hafi í öndverðu verið hluthafi, þá hafi engin frekari gögn verið lögð fram því til stuðnings að svo hafi verið áfram. Stefnandi hafi ekki talið hlutina fram til skatts eins og hann hafi átt að gera, sbr. ákvæði laga um tekjuskatt nr. 90/2003. Þá hafi engin frekari gögn verið lögð fram, s.s. hlutafjármiðar, samskipti né nokkuð annað sem mögulega gæti byggt undir kröfu stefnanda um að hann sé réttur og lögmætur eigandi helmings hluta í félaginu. Því beri að taka kröfu stefndu um sýknu til greina. Stefndu hafna því sérstaklega að leggja beri yfirlýsingu Más Jóhannssonar til grundvallar við úrlausn málsins. Stefndu byggja á því að stefndi Bjarni hafi frá og með ágústmánuði 2013 átt alla hluti Skarðseyrar og talið þá fram til skatts. Hlutafjármiðar hafi verið sendir þess efnis. Þau gögn og algjört fálæti stefnanda um málefni félagsins vegi mun þyngra heldur en stofnskjöl félagsins, sem augljóslega hafi ekki verið farið eftir í mörg ár. Það hafi ekki verið fyrr en með bréfi 27. júní 2017, frá lögmanni fyrrum viðskiptafélaga stefnda Bjarna, að nafn stefnanda hafi verið sett fram í tengslum við hlutafjáreign í félaginu. Á því tímamarki hafi stefndi Bjarni þegar gert alvarlegar 5 athugasemdir við meðferð Hauks Þórs á hlu tafjáreign hans í Þyrluþjónustunni ehf. og þetta hafi verið andsvar hans. Stefndu vísa til þess að yfirfærsla hlutafjár þurfi ekki endilega að fara fram með skriflegum hætti. Því skipti engu að einu skriflegu gögnin milli aðila séu síðan 2009. Munnleg y firfærsla og svo eftirfarandi háttsemi í framhaldinu, líkt og á við í þessu máli, sé nægjanleg til þess að stefndi Bjarni verði talinn eiga alla hluti félagsins. Þar gildi sú regla að munnlegir samningar séu jafngildir og skriflegir. Stefnandi hafi ekki sa nnað hið gagnstæða og því beri að taka kröfur stefndu til greina. Þeirri framsetningu að stefndi Bjarni hafi einhvern veginn vélað Má Jóhannsson til að breyta skráningu hlutafjárins er alfarið mótmælt. Gögn málsins sýni að Már Jóhannsson hafi verið vel inn i í málefnum félagsins frá upphafi. Jafnframt vísa stefndu til þess að stefnandi hafi um skeið verið skráður framkvæmdastjóri félagsins án þess að sinna í neinu skyldum sínum sem slíkur, líkt og lög mæli fyrir um, sbr. einkum ákvæði laga nr. 138/1994 um ei nkahlutafélög. IV. Viðurkenningarkröfu sína byggir stefnandi, sem fyrr segir, á afsali sem útgefið var 12. febrúar 2009. Þar er stefnandi tilgreindur sem eigandi helmings hlutafjár í stefnda, Skarðseyri ehf., til jafns við stefnda, Bjarna Jónsson. Deilt er um hvort Bjarni hafi með lögmætum hætti einn orðið eigandi félagsins svo sem fram hefur komið í ársreikningum félagsins á síðari stigum. Í málinu liggur ekki fyrir að stefnandi hafi á síðari stigum selt eða afsalað sér eignarhlut sínum í félaginu sem hé r um ræðir. Af hálfu stefndu hefur heldur ekkert verið fært fram því til sönnunar að stefndi Bjarni hafi eignast hlut stefnanda með greiðslu eða kaupsamningi. Í skýrslu sinni hér fyrir dómi við aðalmeðferð málsins staðfesti Már Jóhannesson framlagða yfirlý singu sína 31. janúar 2018 þess efnis að hann hefði fyrir mistök og án skriflegs kaupsamnings eða annarra tilskilinna staðfestinga skráð stefnda Bjarna sem eiganda alls hlutafjár í stefnda Skarðseyri ehf. Ágreiningslaust er að Már annaðist um bókhald títtn efnds félags og sá um gerð ársreikninga þess. Fyrir dómi staðfesti Már að hann hefði treyst því að stefndi Bjarni myndi afhenda honum skjöl til staðfestingar á því að hann hefði eignast hlut stefnanda í félaginu. Slík skjöl hafi þó aldrei borist og Má láðs t að ganga eftir því eða hafa beint samband við stefnanda. Í ljósi þessa framburðar Más og með vísan til almennra lagareglna um yfirfærslu eignarréttar og sönnun, sbr. m.a. ákvæði 4. mgr. 19. gr. laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög, verður ekki á það fall ist að einhliða tilgreining í ársreikningum Skarðseyrar ehf. hafi sérstakt vægi við mat á því hvernig eignarhaldi telst í reynd hafa verið háttað. Með því að stefndu hafa hvorki á fyrri né síðari stigum málsins reitt fram skjallegar sannanir fyrir því að e ignarhlutur stefnanda hafi í reynd verið framseldur, stendur áðurnefnt afsal óhaggað sem eignarheimildarskjal stefnanda. Krafa stefnanda varðar eignarréttindi hans , sem lög nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda taka ekki til. Með hliðsjón af atvikum málsi ns 6 verður heldur ekki á það fallist með stefndu að sjónarmið um tómlæti eigi hér við. Viðurkenningarkrafa stefnanda verður samkvæmt þessu tekin til greina, enda telst eignarréttur hans að 50% hlut í Skarðseyri ehf. sannaður. Í samræmi við þau úrslit málsin s, sbr. 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, verður stefndu gert að greiða stefnanda málskostnað sem, með hliðsjón af umfangi málsins, telst hæfilega ákveðinn 900.000 krónur að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Arnar Þór Jónsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Viðurkennt er að Guðmundur Baldvin Ólason telst eigandi 250.000 hluta í stefnda Skarðseyri ehf., sem stefnandi eignaðist með afsali 12. febrúar 2009. Stefndu, Skarðseyri ehf. og Bjarni Jónsson, greiði stefnanda 900.000 krónur í málskostnað. Arnar Þór Jónsson