Héraðsdómur Reykjaness Dómur 16. mars 2022 Mál nr. S - 16/2022 : Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ( Daníel Reynisson aðstoðarsaksóknari ) g egn Damian Karol Jatczak ( enginn ) Dómur : I Mál þetta, sem dómtekið var í dag , er höfðað af lögreglustjóranum á Suðurnesjum með ákæru útgefinni 29. desember 202 1 á hendur Damian Karol Jatczak, kt. 000000 - 0000 , ríkisborgara Póllands. Ákærða er gefið að sök brot gegn lögum um ávana - og fíkniefni, me ð því að hafa, laugardaginn 20. nóvember 2021, staðið að innflutningi á 1.980 töflum af ávana - og fíknilyfinu OxyContin (virkt efni: Oxycodonum), sem ákærði flutti ólöglega til landsins með flugi nr. W61167 frá Katowice, Póllandi og tollverðir fundu í þrem ur pokum í vasa á vesti sem ákærði klæddist, við leit á honum við komuna til landsins. Telst þessi háttsemi ákærða varða við 1. sbr. 4 . mgr. 3. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga nr. 65/1974, sbr. lög nr. 60/1980, lög nr. 13/1985, lög nr. 10/1997 og lög nr. 68 /2001 og 2., 3. og 6. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 105/2021. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er kraf ist upptöku á ofangreindum 1.980 OxyContin töflum, með vísan til 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974, sbr. 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001. II Lögreglustjórinn á Suðurnesjum tók ákvörðun um að ákærði skyldi halda sig innan marka höfuðborgarsvæðisin s í sex vikur frá 26. nóvember 2021 til 7. janúar 2022. Þá skyldi ákærði tilkynna sig þrisvar í viku þ.e. á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum á milli kl. 09:00 og 16:00 á næstu lögreglustöð. Ákvörðunin var birt ákærða 26. nóvember 2021. Þegar málið bar st dóminum 4. janúar sl. var reynt að hafa upp á ákærða í því skyni að fá hann fyrir dóminn en án árangurs. Fyrirkall var gefið út 2. febrúar sl. og það ásamt ákæru birt í Lögbirtingablaðinu 7. sama mánaðar. Samkvæmt fyrirkallinu yrði málið þingfest í dag og þá var það jafnframt skýrlega tekið fram að ef ákærði myndi ekki sækja þing yrði fjarvist hans metin til jafns 2 við það að hann viðurkenndi að hafa framið það brot sem hann er ákærður fyrir og dómur yrði lagður á málið að honum fjarstöddum. Ákærði sót ti ekki þing við þingfestingu málsins og boðaði ekki forföll. Verður því lagður dómur á málið samkvæmt heimild í a. lið 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála enda var þess getið í fyrirkalli eins og fram er komið að þannig yrði farið með málið myndi ákærði ekki sækja þing. Með vísan til framanritaðs og rannsóknargagna málsins telst sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og þar er réttilega heimfærð til refsiákvæða. Ákærði hefur þannig gerst brotlegur gegn 1. sbr. 4. mgr. 3. gr. laga nr. 65/1974 um ávana - og fíkniefni og 1. mgr. 2. gr., 3. gr. og 6. gr. reglugerðar nr. 233/2001 um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni. Ákærði hefur unnið sér til refsingar samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 1. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001. Samkvæmt sakavottorði ákærða hefur hann ekki áður sætt refsingu. Með hliðsjón af því og atvikum málsins þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í sex mánuði en til frádráttar refsingunni komi með fullri dagatölu gæsluvarðhaldsvist sem ákærði sætti frá 21. til 26. nóvember 2021. Ekki þykir fært að skilorðsbinda refsinguna. Ákærði sæti upptöku til ríkissjóðs á 1.980 OxyContin töflum, sbr. 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. reglugerðar nr. 233/2001 um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitssk yld efni. Ákærði greiði málsvarnarlaun verjanda síns á rannsóknarstigi málsins, Halldóru Aðalsteinsdóttur lögmanns, 350.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti og aksturkostnað verjandans 20.184 krónur. Ákærði greiði annan sakarkostnað 95.190 krónur. Ingi Tryggvason héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D ó m s o r ð: Ákærð i , Damian Karol Jatczak, s æti fangelsi í sex mánuði en til frádráttar refsingunni komi með fullri dagatölu gæsluvarðhaldsvist sem ákærði sætti frá 21. til 26. nóvember 2021. Ákærð i sæti upptöku til ríkissjóðs á 1.980 OxyContin töflum. Ákærði greiði málsvarnarlaun verjanda síns , Halldóru Aðalsteinsdóttur lögmanns, 350.000 krónur og aksturskostnað verjandans 20.184. Ákærð i greiði annan sakarkostnað 95.190 krónur. Ingi Try ggvason