Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 28 . maí 2020 Mál nr. E - 6400/2019: A (Björn Þorri Viktorsson lögmaður) gegn ÍL - sjóði (Áslaug Árnadóttir lögmaður) Dómur Mál þetta, sem var dómtekið 18. maí sl., er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur af A , [...] , [...], á hendur ÍL - sjóði, [...] , [...] , með stefnu birtri 12. nóvember 2019. Stefnandi krefst þess: - að viðurkennt verði með dómi að skilmáli nr. 6 á ÍLS - veðbréfi nr. [...] , undirrituðu af stefnanda þann 21. júlí 2008, sé ógildur. - að viðurkennt verði með dómi að skilmáli nr. 5 á ÍLS - veðbréfi nr. [...] , undirrituðu af stefnanda þann 21. júlí 2008, sé ógildur. - að viðurkennd verði skaðabótaskylda stefnda gagnvart stefn anda á grundvelli 15. gr. laga um neytendalán nr. 121/1994. - að stefnda verði gert að greiða stefnanda 4.385.083 krónur, þar af 3.076.563 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr . laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, frá 9. maí 2019 til greið sludags og 1.308.520 krónur, með vöxtum skv. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, frá 9. maí 2019 til greiðsludags. Þá er í öllum tilvikum krafist málskostnaðar úr hendi stefnda. Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda og má lskostnaðar úr hendi stefnanda. I Hinn 8. maí 2008 sótti stefnandi um lán hjá stefnda til 40 ára án heimildar til uppgreiðslu nema gegn sérstakri þóknun í tengslum við fasteignakaup hans. Degi síðar , hinn 9. maí 2008 , sendi stefndi tö l vupóst á stefnanda og fasteignasala hans þar sem fram kom að lánsskjöl væru tilbúin í afgreiðslu sjóðsins, ÍSL - veðbréf nr. [...] með yfirskriftinni 2 án heimildar til uppgreiðslu nema gegn sérstakri þóknun samkvæmt lögum nr. 50/2004, um breytingu á lögum nr. 44/1998, um húsnæð ismál. Var í 5. og 6. tölul. í skilmálum bréfsins gerð nánari grein fyrir inntaki uppgreiðslugjaldsins. Stefnandi undirritaði framangreint veðbréf 21. júlí 2008 og var lánsfjárhæðin, 18 milljónir króna, greidd stefnanda 24. júlí 2008. Lánið var jafngreiðs lulán (annuitet), verðtryggt með vísitölu neysluverðs, með grunnvísitöluna 290,4 stig, og bar 5,2% ársvexti sem reiknuðust frá 14. maí 2008. Hinn 29. mars 2019 fór stefnandi fram á það við stefnda að honum yrði heimilað að greiða lánið upp fyrir gjalddaga án þess að greiða sérstakt uppgreiðslugjald. Var beiðni stefnanda hafnað af stefnda 5. apríl 2019. Ítrekaði stefnandi þá kröfu sína 11. apríl 2019 en stefndi hafnaði henni endanlega með bréfi 15. apríl 2019. Hinn 8. maí 2019 greiddi stefnandi upp framangre int lán og greiddi 3.076.563 krónur í sérstakt uppgreiðslugjald. Var greiðslan innt af hendi með fyrirvara um betri rétt stefnanda sem taldi sér óskylt að greiða umrædda þóknun þar sem hann hefði aldrei verið upplýstur um það af hálfu stefnda að umrætt lán ið væri án heimildar til uppgreiðslu nema gegn sérstakri greiðslu. Hinn 12. nóvember 2019 birti stefnandi stefnu í máli þessu fyrir stefnda þar sem stefnandi krefst þess að 5. og 6. tölul. í skilmálum bréfsins um uppgreiðsluþóknun verði dæmdir ógildir á g rundvelli 36. gr. laga nr. 7/1936. Þá krefst stefnandi viðurkenningar á skaðabótaskyldu stefnda gagnvart stefnanda vegna ófullnægjandi upplýsinga um inntak og eðli uppgreiðsluþóknunar og endurgreiðslu á þeirri þóknun sem stefnanda var gert að greiða við up pgreiðslu lánsins, að fjárhæð 3.076.563 krónur, auk áfallinna vaxta og verðbóta sem féllu á lánið frá 14. maí 2008 til 21. júlí 2008. II Stefnandi byggir kröfu sína um viðurkenningu á ógildingu skilmála nr. 5 og 6 í ÍSL - veðbréfi nr. [...] , gefnu út af stefnanda 21. júlí 2008, á því að ósanngjarnt sé að láta þá standa með vísan til ógildingarreglna samningaréttar, sbr. 36. gr. og 36. gr. a c í lögum nr. 7/1936, um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. Stefnandi byggir einnig á því að stefndi hafi ek ki sinnt lögbundinni upplýsingaskyldu sinni samkvæmt lögum nr. 121/1994, um neytendalán, með því að gera stefnanda grein fyrir raunverulegu inntaki, eðli og áhættu skilmála nr. 5 og 6 í framangreindu veðskuldabréfi nr. [...] . Auk þess 3 byggist krafa stefnan da á því að skilmáli nr. 6 í veðskuldabréfinu hafi beinlínis verið andstæður lögum nr. 121/1994 og lögum nr. 44/1998. Hluti af fjárkröfu stefnanda, nánar tiltekið 3.076.563 krónur með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr . laga nr. 38/2001, um vexti og verðtry ggingu, frá 9. maí 2019 til greiðsludags , byggist á því að stefnda verði gert að endurgreiða þá fjárhæð sem hann hafi innheimt hjá stefnanda á grundvelli skilmála nr. 5 og 6, sem krafist sé ógildingar á. Krafa stefnanda um viðurkenningu á skaðabótaskyldu s tefnda á grundvelli 15. gr. laga nr. 121/1994, um neytendalán, byggist á því að stefndi hafi vanrækt lögbundna upplýsingaskyldu sína gagnvart stefnanda við lánveitinguna með þeim afleiðingum að stefnandi hafi talið lánskjör mun hagstæðari en síðar hafi kom ið í ljós. Stefnandi byggi á því að hann hafi ekki getað áttað sig á því við undirritun lánssamningsins að á lánið hefðu fallið verðbætur að fjárhæð 856.036 krónur. Krafa stefnanda um greiðslu skaðabóta að fjárhæð 1.326.385 krónur byggi st á þeirri fjárhæð sem lán stefnanda hafi hækkað um á líftíma þess vegna þessa og á því að stefnanda hafi verið gert að greiða uppgreiðslugjald þegar hann greiddi upp lánið í maímánuði 2019. Stefnandi telji að stefndi hafi bakað sér skaðabótaábyrgð vegna ófullnægjandi upplýs ingagjafar við lánveitinguna á grundvelli 15. gr. laga nr. 121/1994. Í því sambandi bendi stefnandi á að þurft hafi að gera flókna útreikninga vegna vaxta á lánstímanum þar sem hin umþrætta fjárhæð hafi verið vísitölubundin og því flóknara en ella að láta reikna allt tjónið endanlega út. Stefnandi krefst þess að skilmáli nr. 6 í veðskuldabréfi nr. [...] verði dæmdur ógildur með vísan til þess að samningsákvæðið eitt og sér sé svo ósanngjarnt að ekki sé unnt að byggja á því. Ákvæðið leggi alla áhættu af viðs kiptunum á herðar stefnanda með afar íþyngjandi hætti og sé þess eðlis að það skerði möguleika stefnanda til að skipta um lánveitanda þar sem skilmálinn neyði stefnanda til að greiða upp í einu lagi hluta vaxta sem hefðu átt að falla til á öllum lánstíma l ánsins. Í tilviki stefnanda sé um að ræða eingreiðslu vaxta sem greiðast hefðu átt á u.þ.b. 30 ára tímabili í alls 349 greiðslum. Ákvæðið sé jafnframt svo ógagnsætt að stefnda sé ekki heimilt að byggja á því gagnvart stefnanda þar sem stefndi hafi ekki ger t stefnanda grein fyrir þýðingu þess og inntaki. Stefnanda hafi ekki verið ljós sú kvöð sem hann gekkst við þegar hann undirritaði lánssamninginn, öfugt við stefnda, en stefndi hafi mátt vita að meðaluppgreiðslutími 40 ára íbúðalána sé á bilinu 7 10 ár. Þá byggi stefnandi á því að 6. tölul. í skilmálum bréfsins sé jafnframt ósanngjarn með vísan til þess að það sé í höndum stefnda sjálfs að stýra 4 sambærilegra lána. Einhliða ákvarð anir stefnda sjálfs geti því leitt til þess að gjaldið sé 0 krónur eða 3.076.563 krónur, eins og í tilviki stefnanda. Stefndi hafi það því alfarið í hendi sér að stýra uppgreiðslugjaldi stefnanda án þess að stefnandi fái þar nokkra rönd við reist. Þá sé ek ki getið neinna takmarkana á fjárhæð uppgreiðsluþóknunar í skilmálunum mörgum tugum prósenta af upphaflegri lánsfjárhæð. Í tilviki stefnanda hafi gjaldið numið 17%. Með vísan til framangreinds verði að telja 5. og 6. skilmála bréfsins vera svo ósanngjarna, áhættusama og íþyngjandi að það verði talið ósanngjarnt og andstætt góðri viðskiptavenju að bera þá fyrir sig. Stefnandi vísi til þess að við mat á ósanngirni efni s samnings samkvæmt 36. gr. laga nr. 7/1936 beri að leggja til grundvallar almennt sanngirnismat. Til að meta sanngirni skilmála nr. 6 um veðskuldabréf nr. [...] verði að líta til þess sem hér að framan sé rakið en einnig til þess að bréfið hafi borið 5,2% ársvexti auk þess sem það skyldi hækka í s amræmi við vísitölu neysluverðs. Stefndi hafi því verið tryggður fyrir verðhækkunum yfir lánstímann auk þess að innheimta 5,2% vexti af láninu á ári ofan á verðtrygginguna. Þá verði einnig að líta til þess að stefndi hafi innheimt vexti af láninu og verðbæ tur í tvo mánuði áður en til þess kom að stefnanda væri greidd út lánsfjárhæðin. Þannig megi sjá af skilagrein vegna útborgunar lánsfjárhæðarinnar að á þeim tímapunkti sem stefnandi hafi fengið greitt út lánið frá stefnanda , 24. júlí 2008 , hafði skuld stefnanda hækkað í tæpar 19 milljónir króna , eins og fyrstu greiðsluseðlar lánsins hafi borið með sér. Við mat á ógildingu skilmálanna með vísan til efnis samnings beri einnig að líta til þess að orðalag þeirra sé svo ógagnsætt og flókið að v enjulegum einstaklingi hafi verið ómögulegt að átta sig á inntaki þeirra og raunverulegri þýðingu. Ákvæðið hafi falið í sér gríðarlega flókna reiknireglu sem gefi misháa niðurstöðu enda hafi endanleg útkoma hennar ráðist af forsendum sem séu breytilegar og ráðist af ófyrirséðum framtíðarþáttum , svo sem breyttum höfuðstól láns vegna verðbólgu og framtíðarákvarðana stefnda um markaðsvexti nýrra sambærilegra lána. Ljóst sé að afburðaþekkingu á stærðfræði þurfi til, auk ríks skilnings á verkan verðtryggingar lá na , þekkingar á því hvernig ákvarðanir um vexti séu teknar hjá stefnda auk þekkingar á breytingu vaxtaumhverfis hér á landi. Stefnandi hafi ekki áttað sig á því hversu íþyngjandi og áhættusaman skilmála hann hafi ritað undir enda hefði hann aldrei ritað un dir bréfið hefði hann verið upplýstur um 5 og til þess fallið að gefa almennum neytendum hugmyndir um mögulega upphæð í tugum þúsunda króna, en ekki upphæð sem gæti hlaupið á milljónum króna. Stefnandi telji einnig ljóst að verulega hafi hallað á stefnanda við undirritun veðskuldabréfsins. Stefndi sé opinber lánastofnun sem starfi á grundvelli laga nr. 44/1998, um húsnæðislán, og hafi yfir að ráða fjölda sérfræðinga en stef nandi sé almennur neytandi í skilningi a - liðar 4. gr. laga nr. 121/1994, um neytendalán, og búi ekki yfir sérþekkingu á sviði starfsemi stefnda. Því verði að gera ríkar kröfur til stefnda um að starfsemi hans samræmist lögum. Stefnandi hafi mátt treysta á að hann yrði upplýstur af hálfu stefnda um inntak skilmála nr. 6 í bréfinu og einkum hvernig lögbundinn réttur hans til að greiða upp lánið án kostnaðar væri takmarkaður. Stefnandi itt af sér kröfu upp á margar milljónir króna, án þess að vera upplýstur um það sérstaklega. Að mati stefnanda hafi stefnda mátt vera ljós rík upplýsingaskylda sjóðsins til neytenda eftir lögum nr. 121/1994, um neytendalán, þar sem um hafi verið að ræða íþ yngjandi, staðlaðan og einhliða skilmála sem yrði neytanda gífurlega áhættusamur kæmi til breytinga á vaxtaumhverfi á lánstíma. Í ljósi aðstöðumunar aðila verði stefndi að bera hallann af ófullnægjandi upplýsingagjöf til stefnanda um skilmála um uppgreiðsl ugjald enda hafi stefnda átt að vera ljóst að skilmáli nr. 6 í bréfinu væri svo flókinn að hann krefðist nánari útskýringar. Hafi stefndi sjálfur viðurkennt það og talið sér skylt að afhenda sérstakt upplýsingablað um uppgreiðslugjald, sem stefnanda hafi þ ó aldrei verið afhent. Stefnandi krefst þess að skilmáli nr. 6. í veðskuldabréfinu verði ógiltur þar sem ósanngjarnt sé að bera hann fyrir sig vegna ófullnægjandi upplýsingagjafar stefnda til stefnanda við útgáfu og undirritun bréfsins. Um veðskuldabréf þ að sem stefnandi hafi gefið út til stefnda 21. júlí 2008 hafi gilt lög nr. 121/1994, um neytendalán, með síðari breytingum. Tilgangur laganna hafi verið að fullnægja skilyrðum EB - tilskipana nr. 87/102/EBE og nr. 90/88/EBE með íslenskri löggjöf og m.a. að b æta möguleika lántakenda til að bera saman mismunandi tilboð lánveitenda og auðvelda lántakanda að meta það hvort hann æ t ti að taka lán. Einnig hafi lögunum verið ætlað að ná fram jafnari stöðu lánveitenda og tryggja neytendum sem mesta vernd. Vegna þess g eri lögin ríkar kröfur til upplýsingagjafar lánveitanda til neytenda við lántöku , þá einkum hvað kostnað og gjöld varðar. Á grundvelli laga nr. 121/1994 og tilskipana 87/102/EBE og 93/13/EBE hafi hvílt rík skylda á stefnda til að veita stefnanda fullnægjan di upplýsingar um inntak 6 skilmála lánsins. Stefnda hafi borið að upplýsa stefnanda um skilyrði uppsagnar lánssamningsins á skýru og skiljanlegu máli, hvaða gjöld myndu falla á lánið og við hvaða aðstæður breytingar gætu orðið, sbr. 8. tölul. 1. mgr. og 2. mgr. 6. gr. laga nr. 121/1994. Stefndi hafi ekki sinnt þessari upplýsingaskyldu sinni gagnvart stefnanda. Þær upplýsingar sem fram hafi komið í skilmála 6 geti ekki talist fullnægjandi enda sé hann svo flókinn að stefnandi hafi með engu móti getað gert sér grein fyrir því hvað fælist í umdeildu uppgreiðslugjaldi. Þar sem orðalag skilmálans hafi verið svo flókið og þar sem skilmálinn sé mjög íþyngjandi gagnvart lántakanda hafi stefndi mátt vita að honum bæri að tryggja að stefnandi hefði kynnt sér og skilið skilmála bréfsins við lántökuna. Stefnandi hafi með engu móti getað séð fyrir fjárhagslegar afleiðingar umrædds ákvæðis í ljósi skorts á upplýsingagjöf frá stefnda. Stefnandi bendi á að stefndi hafi viðurkennt að skilmáli 6 í veðskuldabréfinu sé svo flókin n að það hafi þurft að láta sérstakt upplýsingablað fylgja með lánsskjölum til frekari útskýringar á inntaki skilmálans og virkni hans. Í raun megi telja að afhending ítarlegs upplýsingablaðs með útskýringum á skilmálanum og virkni hans hafi verið nauðsynl eg til að fullnægja upplýsingaskyldu laga nr. 121/1994 og tilskipunar 93/13/EBE enda verði ekki séð hvernig almennur neytandi geti með góðu móti gert sér grein fyrir inntaki slíks skilmála án ítarlegra útskýringa og framsetningar á dæmum um virkni reiknire glunnar. Stefnandi bendi á að það upplýsingablað sem stefndi haldi fram að hafi almennt verið afhent við veitingu sambærilegra lána og þess sem hér um ræðir geti ekki talist gefa fullnægjandi skýring u á virkni og áhættu skilmálans enda sé það fremur villan di hvað það varðar. Annars vegar miði st útskýringar á téðu upplýsingablaði aðeins við örlitla lækkun á vöxtum sambærilegra lána, þ.e. 0 0,3% lækkun, og sé því hæsta dæmi um uppgreiðslugjald þar tiltekið aðeins 3 , 84% miðað við að 35 ár standi eftir af upphaflegum lánstíma. Hins vegar sé því haldið fram á blaðinu, án fyrirvara, að uppgreiðslugjald lækki í samræmi við lánstíma en það sé fullyrðing sem standist enga skoðun. Upplýsingablaðið sé þannig mjög villandi um þá áhættu sem felist í því að gangast undir skilmála um uppgreiðsluþóknun. Hvað sem því líði kannist stefnandi ekki við að hafa fengið slíkt blað afhent við lántökuna eða að honum hafi verið gerð grein fyrir inntaki og virkni skilmála nr. 5 og 6 með öðrum hætti. Þrátt fyrir að stefnandi hafi ritað undir veðbréfið þar sem standi í haus bréfsins að það sé án heimildar til uppgreiðslu eða aukaafborgana nema gegn sérstakri þóknun hafi hann þá ekki með nokkru móti getað órað fyrir því ið á milljónum króna og numið hátt á annan 7 tug prósenta af upphaflegum höfuðstól lánsins, án þess að honum væri gerð sérstaklega grein fyrir því af hálfu stefnda. Stefnandi bendi jafnframt á það að við mat á gildi skilmála nr. 6 beri að líta til þess sem r akið sé hér að framan um að stefndi hafi vanrækt lögbundna upplýsingaskyldu sem á honum hafi hvílt gagnvart stefnanda. Með sömu rökum og hér að framan geti um ógildingarástæður skilmála bréfsins nr. 6 beri að ógilda skilmála bréfsins nr. 5. Sá skilmáli get i enda ekki staðið einn án þess að stefnanda væru gefnar upplýsingar um fjárhæð umræddar þóknunar í samræmi við II. kafla laga nr. 121/1994, um neytendalán, um upplýsingaskyldu lánveitenda. Stefndi verði að bera hallann af vanrækslu á upplýsingaskyldu sinn i og geti , með vísan til laga nr. 121/1994 , ekki krafið stefnda um greiðslu umfram það sem kveðið sé á um í lánssamningi þeirra á milli. Stefnandi bendi enn fremur á að reglugerðarheimild sú sem kveðið sé á um í 3. mgr. 23. gr. laga nr. 44/1998, um húsnæði smál, og stefndi hafi vísað til sem réttarheimild ar fyrir uppgreiðslugjaldi sem um sé deilt í málinu, hljóði svo: Þrátt fyrir ákvæði 1. og 2. mgr. getur ráðherra heimilað Íbúðalánasjóði með reglugerð, í samræmi við almennar lagaheimildir á hverjum tíma, að bjóða skuldurum ÍLS - veðbréfa að afsala sér rétti til þess að greiða án þóknunar upp lán eða greiða aukaafborganir, gegn lægra vaxtaálagi. Jafnframt skal í reglugerðinni kveðið á um hlutfall þóknunar sem Íbúðalánasjóður getur áskilið sér ef lántaki, sem a fsalar sér umræddum rétti, hyggst greiða upp lán fyrir lok lánstíma. Slík þóknun skal aldrei nema hærri fjárhæð en nemur kostnaði Íbúðalánasjóðs vegna uppgreiðslu viðkomandi láns. Stefnandi bendi á að á kvæði 3. mgr. 23. gr. laga nr. 44/1998 hafi orðið að l ögum með 5. gr. laga um breyting u á lögum um húsnæðismál nr. 120/2004. Við þá lagasetningu hafi það legið fyrir að lög nr. 121/1994, um neytendalán, hafi gilt um lánveitingar stefnda til stefnanda. Stefnandi telji að miða eigi réttarstöðu sína við 16. gr. laga nr. 121/1994 sem hafi gilt er ÍLS - veðbréf nr. [...] hafi tekið að hafa réttarverkan 14. maí 2008, þegar vextir hófu að reiknast á lánsfjárhæðina. Ákvæði 16. gr. laga nr. 121/1994 hljóði svo: Neytanda skal heimilt að standa skil á skuldbindingum sínum samkvæmt lánssamningi fyrir þann tíma sem umsaminn er. Notfæri neytandi sér heimild þessa á hann rétt á lækkun á heildarlántökukostnaði sem nemur þeim vöxtum og öðrum gjöldum sem greiða átti eftir greiðsludag. Ekki er hægt að krefjast endurgreiðslu eða læ kkunar á gjöldum sem eru óháð því hvenær greiðsla er innt af hendi. Ákvæði 1. mgr. á ekki við um greiðslu sem innt er af hendi fyrir gjalddaga þegar hún tengist ekki uppgreiðslu láns fyrir umsaminn 8 lokagjalddaga eða annarri breytingu á umsömdum afborgunum láns. Samkvæmt 16. gr. laga nr. 121/1994 sé að finna heimild neytenda til að greiða lán sín upp fyrir þann tíma sem umsaminn er. Ákvæðið kveði á um ótvíræðan rétt lántakanda til lækkunar á heildarlántökukostnaði sem nemi þeim vöxtum og öðrum gjöldum sem greiða átti eftir greiðsludag. Leggi ákvæðið því í raun bann við því að lánv eitendur krefjist ógreiddra Uppgreiðslugjald það sem um er deilt grundvallast á reiknireglu saminni af ráðherra og það sem stefndi áskilji sér samkvæmt 6. skilmála ÍL S - veðbréfs nr. [...] sé í raun innheimta ógreiddra vaxta sem falla hefðu átt til á síðari tímum, sem óheimilt sé að innheimta samkvæmt 16. gr. laga nr. 121/1994. Með öðrum orðum sé um að ræða gjald sem sé samtala framreiknaðra vaxta sem falla hefðu átt til á gjalddögum allt fram til loka upphaflegs lánstíma. Það liggi því fyrir að reikniaðferð sú sem ráðherra kveði á um í reglugerð nr. 1016/2005, um gjaldskrá stefnda, feli í sér að greiðendum sambærilegra lána hjá stefnda sem greiði þau upp fyrir umsaminn t íma sé gert að greiða stefnda kostnað sem lántakandi á skýran rétt á að falli niður samkvæmt 16. gr. laga nr. 121/1994. Með öðrum orðum sé hún andstæð lögum. Reglugerðarheimild 3. mgr. 23. gr. laga nr. 44/1998 mæli fyrir um heimild ráðherra til að kveða á áskilið sér. Ákvæðið mæli hvorki fyrir um að víkja skuli frá 16. gr. laga nr. 121/1994 né sé að finna vísbendingar um það í lögskýringargögnum að baki 3. mgr. 23. gr. laga nr. 44/1998. Texti reglugerðarheimildar 3. m gr. 23. gr. laga nr. 44/1998 kveði þvert á móti á um það að reglugerðin skuli vera og sé sá skilningur staðfestur af lögskýringargögnum. Í nefndaráliti félagsmálanefndar sem hafi verið lagt fram á Alþin gi 30. nóvember 2004, þar sem tillaga 5. gr. laga nr. 120/2004 hafi verið lögð fram , segi orðrétt: Með þessari breytingu getur félagsmálaráðherra heimilað Íbúðalánasjóði sama svigrúm við lánveitingar og aðrar fjármálastofnanir njóta samkvæmt almennum lögum á hverjum tíma, nú lög um neytendalán, nr. 121/1994, með síðari breytingum. Það sé því skýrt að við lánveitingu til stefnanda hafi stefnda borið að fara að ákvæðum laga nr. 121/1994 varðandi uppgreiðsluþóknun og hann hafi ekki haft annað eða frekara svigr úm en aðrar lánastofnanir til að fara gegn ákvæðum laga nr. 121/1994. Ákvæði 3. mgr. 23. gr. laga nr. 44/1998 veiti aðeins heimild til ráðherra til að segja til um hlutfall þóknunar vegna uppgreiðslu í reglugerð og verði reglugerðarheimildinni ekki gefin m erking í andstöðu við ákvæði laga nr. 121/1994. Túlka verði umrætt ákvæði með hliðsjón af lögum um 9 neytendalán nr. 121/1994, einkum 16. gr. laganna og 24. gr. sömu laga , þar sem segi: Eigi má með samningi víkja frá ákvæðum laga þessara né reglugerða, sem s ettar kunna að verða samkvæmt lögunum, neytanda í óhag. Í aðfaraorðum EB - tilskipunar nr. 87/102/EBE sé jafnframt lögð áhersla á að ekki megi setja samningsákvæði þannig fram að farið sé í kringum ákvæði tilskipunarinnar. Með vísan til framangreinds sé ljós t að og komi fram í 6. skilmála ÍLS - veðbréfs nr. [...] eigi sér ekki lagastoð enda stangist hún á við skýran rétt neytenda samkvæmt 16. gr. laga nr. 121/1994. Í samræmi við almenn lögskýringarsjónarmið og með vísan til rétthæðar réttarheimilda víki 7. gr. reglugerðar nr. 1016/2005 fyrir settu lagaákvæði 16. gr. laga nr. 121/1994, um neytendalán. Reglugerð sú sem stefndi byggi uppgreiðslugjald sitt á sé því ekki í samræmi við sett lö g og geti stefndi því ekki krafið stefnanda um uppgreiðslugjald samkvæmt 6. skilmála bréfsins. Skilmáli bréfsins nr. 5 geti ekki staðið einn og sér enda uppfylli hann ekki lögbundin skilyrði um að getið sé um hlutfall þóknunar eða hvernig hún sé ákveðin. S amkvæmt framangreindu beri að ógilda með dómi skilmála nr. 5 og 6 á ÍLS - veðbréfi nr. [...] . Komi til þess að dómurinn fallist ekki á framangreint , að miða skuli við lög nr. 121/1994 eins og þau hafi verið 14. maí 2008 þegar ÍLS veðbréf nr. [...] hafi byrja ð að hafa réttarverkan , þannig að dómurinn telji að 16. gr. a í lögum nr. 121/1994 taki til veðskuldabréfsins, byggi stefnandi á því að skilmálar ÍLS - veðbréfsins nr. 5 og 6 hafi ekki átt sér lagastoð með vísan til þess að ekki hafi verið heimilt að krefjas t uppgreiðslugjalds af láni hans með vísan til 16. gr. a í lögum nr. 121/1994, sbr. 3. gr. laga nr. 63/2008 , og þess sem rakið hafi verið hér að framan, að reglugerð sem sett hafi verið með stoð í 3. mgr. 23. gr. laga nr. 44/1998 skuli samræmast almennum l ögum á hverjum tíma. Upphaflegur höfuðstóll láns stefnanda hafi verið lægri en 50 milljón ir króna , vextir þess hafi verið breytilegir og þar af leiðandi hafi verið óheimilt með vísan til 16. gr. a í lögum nr. 121/1994 að krefja stefnanda um greiðslu uppgre iðslugjalds. Þrátt fyrir að skilmáli nr. 3 í ÍLS - þá sé ekki hægt að líta fram hjá því að skuldin og þar með greiðsla vaxta hennar taki breytingum í samræmi við breytingar á vísitölu neysluverðs. Orðalag bréfsins um að vextir séu óbreytanlegir allan lánstímann sé því beinlínis rangt og villandi enda taki vaxtagreiðslurnar bersýnilega breytingum út lánstímann svo sem sjá megi af greiðsluyfirliti lánsins þar sem greiðslur vaxta taki breytingum frá mánuði til mánaðar 10 vegna þess að álag falli á þá í samræmi við verðbólgustig hverju sinni. Þá segi jafnframt í 4. mgr. 16. gr. a í lögum nr. 121/1994 að uppgreiðslugjald megi að hámarki vera það tjón sem lánveitandi verði fyrir vegna uppgreiðslu fyrir þann tíma sem umsaminn sé. Í sömu málsgrein sé kveðið á um skyldu ráðherra til að setja nánari reglur um útreikning á tjóni vegna uppgreiðslu. Sl ík reglugerð hafi ekki verið sett og sé því ekki fyrir fara heimild lánveitenda til að krefjast uppgreiðslugjalds á grundvelli útreikninga sem vísi til í lögum nr. 121/1994 skuli gilda almennar reglur um útreik , og verði ekki séð að lánveitanda sé heimilt að ákveða einhliða hvernig slíkum útreikningi skuli hagað. Reglugerðir um starfsemi stefnda, þ.á.m. reglugerð nr. 1016/2005, um gjaldskrá stefnda, sé sett af félagsmálaráðh erra. Ljóst sé að félagsmálaráðherra hafi ekki notið heimildar til að setja reglugerð um framkvæmd laga nr. 121/1994, sbr. C - lið 4. gr. reglugerðar nr. 177/2007 um Stjórnarráð Íslands, sbr. 15. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Ísland nr. 33/1944, enda hafi þ að verið á höndum viðskiptaráðherra. Þá bendi stefnandi á að útreikningur sá sem lagður sé til grundvallar í skilmála nr. 6 í ÍLS - uppgreiðslu enda gæti allt eins farið að vextir sam bærilegra lána tækju að hækka aftur eða lækka, innan skamms tíma , svo dæmi sé tekið. Þar sem lagaákvæði 16. gr. a í lögum nr. 121/1994 geri ráð fyrir því að uppgreiðslugjaldið megi reikna í samræmi við ætlað tjón þá byggi stefnandi einnig á því að stefndi hafi ekki sýnt fram á ætlað tjón eins og almennt sé krafist þegar um skaðabætur sé að ræða. Að auki byggir stefnandi á því að stefndi hafi ekki takmarkað tjón sitt með þeim hætti sem almennt megi ætlast til samkvæmt reglum skaðabótaréttar. Stefnda hefði ve rið í lófa lagið að tryggja sér einhver slík ákvæði í fjármögnun eða endurfjármögnun sem hefðu gert honum kleift að losa sig undan vöxtum á lánstíma. Engin þörf hafi verið á því að leggja alla áhættu af breyttum vaxtakjörum á markaði einhliða á stefnanda, til næstu 40 ára , eins og gert hafi verið. Stefnda hafi verið í lófa lagið að bregðast við og takmarka tjón sitt ef til uppgreiðslu kæmi en hafi ákveðið að gera það ekki. Með vísan til þess sem áður sagði sé það ljóst að reglugerð sem sett sé á grundvelli reglugerðarheimildar 3. mgr. 23. gr. laga nr. 44/1998 megi ekki vera í andstöðu við lög um neytendalán nr. 121/1994, enda hafi ákvæði 3. mgr. 23. gr. verið ætlað að veita stefnda sömu heimildir og öðrum lánveitendum á almennum markaði til þess að krefjast uppgreiðslugjalds í lánasamningum. Hér hafi ekki verið fyrir að fara heimild í lögum til að krefjast uppgreiðslugjalds með þeim hætti sem stefndi gerði 11 í skilmálum nr. 5 og 6 í ÍLS - veðskuldabréfi stefnanda. Því beri að ógilda skilmála nr. 5 og 6 á ÍLS - veðb réfi nr. [...] með vísan til þess sem að framan greinir. Krafa stefnanda um greiðslu að fjárhæð 3.076.563 krónur auk dráttarvaxta frá 9. maí 2019, sbr. 1. mgr. 6. gr . laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, til greiðsludags byggi st á því að stefnda ha fi verið óheimilt að beita skilmálum 5 og 6 við uppgreiðslu lánsins með vísan til þess sem hefur komið fram hér að framan um ógildingu þeirra. Stefnandi hafi greitt upphæðina með fyrirvara um réttmæti gjaldsins. Gjaldtaka stefnda hafi verið ólögmæt og bygg i st endurgreiðslukrafa stefnanda á meginreglum kröfuréttar um endurheimt ofgreidds fjár. Krafa stefnanda um dráttarvexti af 3.076.563 krónum miðist við daginn sem stefnandi greiddi stefnda uppgreiðslugjald að framangreindri fjárhæð, 3.076.563 krónur, en þá hafði stefnandi þegar krafist þess að gjaldið yrði fellt niður og lýst því yfir að það yrði greitt með fyrirvara. Stefnandi fari enn fremur fram á að viðurkennd verði skaðabótaskylda stefnda sem byggi st á 15. gr. laga nr. 121/1994, vegna ófullnægjandi upplýsingagjafar stefnda við lánveitinguna , og að stefnda beri því að greiða stefnanda 1.308.520 krónur í skaðabætur. Byggi stefnandi kröfuna á því að með því að upplýsa stefnanda ekki við samningsgerðina 2 1. júlí 2008 þegar stefnandi undirritaði umrætt ÍLS - veðskuldabréf, um að grunnvísitala bréfsins miðaði st við þá dagsetningu þegar stefnandi sótti um lánið , maímánuð 2008 , en ekki við júlí 2008 þegar samningurinn var gerður og undirritaður , hafi stefndi bak að sér bótaábyrgð á grundvelli 15. og 27. gr. laga nr. 121/1994, um neytendalán. Framangreint hafi leitt til þess að lán að fjárhæð 18.000.000 krónur hafi staðið í 18.856.036 krónum við undirritun og útborgun þess. Stefnanda hafi ekki verið gerð grein fyri r því að lánið gæti tekið slíkum hækkunum áður en til útborgunar þess kæmi. Stefnandi hafi mátt treysta því að við undirritun veðskuldabréfsins væri lánið verðtryggt í samræmi við ákvæði laga nr. 38/2001, um vexti og verðbætur, sem kveði á um það að verðtr yggja skuli lánsfjárhæðir með gildandi vísitölu þarsíðasta mánaðar , en í 2. skilmála bréfsins segi að skuldin sé bundin vísistölu neysluverðs, sbr. VI. kafla laga nr . 38/2001. Stefnandi telji stefnda ekki hafa haft heimild til að ganga gegn lögum nr. 38/20 01 og áskilja sér rétt til að verðtryggja fé sem hafi ekki verið lánað og krefja stefnanda um greiðslu verðbóta af fjármunum í langan tíma áður en hann veitti þeim viðtöku. Í 2. mgr. 21. gr. laga nr. 44/1998 megi greina skyldu stefnda til að greiða út höf uðstól keypts ÍLS - veðbréfs 5 dögum eftir að bréf sé tilbúið til afhendingar. Stefnandi 12 telji framangreinda háttsemi stefnda við lánveitinguna enn fremur andstæða lögum nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, þar sem kveðið sé á um heimild til verðtryggin g a r almennri orðanotkun geti fé vart talist lánsfé hafi lánveitandi ekki afhent fé til lántakanda. Í greinargerð með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 38/2001 segir en da orðrétt að: [...] opinberar reglur um verðtryggingu fjárskuldbindinga þjónuðu fyrst og fremst þeim tilgangi að verja almennt sparifé og lánsfé landsmanna fyrir rýrnun af völdum innlendrar verðbólgu eins og hún er venjulega mæld, þ.e. sem meðaltalsbreyti ng á verði í stóru úrtaki vöru og þjónustu. Verðtryggingu sparifjár sé því ætlað að verja lánveitanda fyrir þeirri verðrýrnun sem verði á upphaflegri lánsfjárhæð, með tilliti til breytinga á verðlagi. Ljóst sé að áður en nokkurt lánsfé hafi verið greitt út hafi stefndi áskilið sér hækkun um 856.036 krónur sem hafi bæst ofan á höfuðstól lánsins vegna hækkunar á vísitölu neysluverðs á tímabili sem hafi verið láninu óviðkomandi auk 1 22.000 króna í vexti þrátt fyrir að umræddir fjármunir hafi enn þá verið í vörslum stefnda og þeir því um vexti og verðtryggingu, svo sem orðalag skilmála ÍLS - veðskuldabréf s nr. [...] kvað á um. Samkvæmt framangreindu telji stefnandi ljóst að lán stefnanda hafi verið langt um óhagstæðara en hann hefði mátt gera sér grein fyrir vegna þess að stefndi hafi vanrækt upplýsingaskyldu sína. Stefnandi hafi mátt treysta því að stefnd i , sem starfar sem opinber lánastofnun , myndi ekki útbúa skuldabréf þar sem stefndi áskildi sér vexti og verðbætur á fjármuni sem hefðu ekki verið lánaðir , í ósamræmi við sett ákvæði laga nr. 38/2001, sem vísað hafi verið til í skilmálum bréfsins. Stefnda hafi verið í lófa lagi að upplýsa stefnanda um þetta við undirritun , eins og honum hafi borið lögbundin skylda til , og bjóða þá stefnanda annaðhvort að falla frá lántökunni og sækja um að nýju eða rita upp nýtt veðskuldabréf með vísitölu sem hefði samræmst undirritun og útgreiðsludegi lánsins og gildandi lögum um verðtryggingu. Í öllu falli hefði stefndi átt að vekja sérstak leg a athygli stefnanda á þýðingu þeirrar grunnvísitölu sem tilgreind hafi verið í veðskuldabréfinu við undirritun þess. Framangreinda h ækkun vegna verðtryggingar lánsins hafi stefnda borið að upplýsa stefnanda um við undirritun veðskuldabréfsins og tilgreina í upplýsingum um heildarlántökukostnað samkvæmt 7. gr. laga nr. 121/1994, um neytendalán, enda hafi umræddur kostnaður legið fyrir á þeim tímapunkti, sbr. dóm EFTA dómstólsins 24. nóvember 2014 í máli nr. E - 27/13, þar sem dómstóllinn hafi 13 komist að þeirri niðurstöðu að verðbætur teljist til lántökukostnaðar í skilningi tilskipunar nr. 87/102/EBE. Með vísan til framangreinds sé ljóst að stefndi hafi vanrækt upplýsingaskyldu sína á grundvelli 5., 6. og 8. gr. laga nr. 121/1994, með þeim afleiðingum sem mælt sé fyrir um í 15. gr. laganna og hafi stefndi því bakað sér bótaábyrgð gagnvart stefnanda. Skaðabótakröfu að fjárhæð 1.308.520 krónur byggi stefnandi á því að við uppgreiðslu lánsins hinn 9. maí 2019 hafi stefnda verið gert að greiða samtals 1.308.520 krónur sem hafi stafað beint af hinni umdeildu hækkun á láninu vegna þess að veðskuldabréfið ha fi borið grunnvísitölu til verðtryggingar fyrir maímánuð 2008 í stað grunnvísitölu til verðtryggingar fyrir júlímánuð 2008. K rafa um greiðslu að fjárhæð 1.308.520 krónur taki mið af 856.036 krónum uppreiknuðum frá 1. júlí 2008 til 8. maí 2019 með verðbótum . Vísitala til verðtryggingar 1. júlí 2008 hafi verið 304,4 stig þegar umrædd fjárhæð bættist ofan á lán stefnanda og vísitala til verðtryggingar við uppgreiðslu lánsins hafi verið 465,3 stig 8. maí 2019. Krafa um vexti af 1.308.520 krónum frá 9. maí 2019 til greiðsludags byggi st á ákvæði 2. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, þar sem skaðabótakrafan sé miðuð við verðlag þegar lánið hafi verið greitt upp og stefnandi hafi orðið fyrir tjóni að sömu fjárhæð og krafan tilgreini. Til viðbó tar framangreindu tjóni stefnanda liggi fyrir að stefnandi hafi greitt 5,2% vexti af áföllnum verðbótum að fjárhæð 856.036 krónur yfir mörg ár auk þess sem þær hafi myndað nýjan stofn höfuðstóls og vaxta árlega. Beri að viðurkenna skaðabótaskyldu stefnda g agnvart stefnanda á grundvelli 15. gr. laga nr. 121/1994, um neytendalán, með vísan til þess sem hér að framan greindi um vanrækta upplýsingaskyldu við lánveitingu svo stefnandi megi sækja tjón sitt að fullu til stefnda af þessum sökum. Í þessu sambandi te lji stefnandi rétt að vekja athygli á því að verulega flókið og kostnaðarsamt kunni að reynast að reikna allt tjón samkvæmt þessu og sundurliða það yfir lánstímann þar sem vextir hafi í reynd verið breytilegir og greiðst af breytilegri fjárhæð, vegna of há s og ólögmæts höfuðstóls. Stefnandi vilji láta reyna á málatilbúnað sinn hvað þennan þátt tjóns hans varðar í þessu máli án þess að eyða miklum fjármunum í slíka útreikninga eða láta dómkveðja matsmenn með tilheyrandi kostnaði, fari svo ólíklega að ekki ve rði fallist á kröfur hans í máli þessu. Nauðsynlegt sé að fá dóm um viðurkenningu á skaðabótaskyldu tjóni vegna vanræktrar upplýsingaskyldu stefnda sem stefnandi telji augljóslega liggja fyrir en ekki hafi verið útlistað sérstaklega þar sem stefnandi hafi ekki fullnægjandi kunnáttu til slíkra útreikninga. 14 III Stefndi krefst sýknu af kröfu stefnanda um að ógilda beri 5. og 6. tölul. skilmála ÍLS - veðbréfs nr. [...] . Sýknukrafan byggist í fyrsta lagi á því að skilyrðum sé ekki fullnægt til ógildingar á skilmálum sem fram koma í 5. og 6. tölul. skuldabréfsins. Stefndi mótmæli því að framangreindir skilmálar séu ósanngjarnir í skilningi 36. gr. laga nr. 7/1936 sem leiði til ógildingar á grundvelli lagaákvæðisins og telji að ekki séu forsendur til að ógilda skilmála þá sem fram koma í 5. og 6. tölul í skilmálum bréfsins. Stefndi byggi í fyrsta lagi á því að stefnandi hafi ekki sýnt fram á að skilyrðum 36. gr. samningalaga sé fullnægt en slíkt sé nauðsynlegt til að unnt sé að víkja samningsákvæði til hliðar á grundvelli greinarinnar. Stefndi vísi til þess að stefnandi fjalli ekki um það í stefnu hvort skilyrði 36. gr. eða 36. gr. a c í lögum nr. 7/1936, til að víkja samningsákvæðinu til hliðar, séu uppfyllt og sýni ekki fram á að það stafi af einhverjum eða ö llum þeim tilvikum sem tilgreind séu í 2. mgr. 36. gr. laganna, sem séu grundvöllur ósanngirnismatsins. Þótt fram komi í stefnu að stefnandi telji að ákvæðið sé ósanngjarnt og óskýrt og að aðstöðumunur hafi verið á málsaðilum nægi það ekki til að sýna fram á að skilyrðum 36. gr. laganna sé fullnægt, sbr. Hrd. 213/2012. Því sé ekki hægt að fallast á kröfur stefnanda um ógildingu skilmála skuldabréfsins. Í öðru lagi byggi stefndi á því að lánskjör stefnda hafi nær alfarið verið lögbundin. Á þeim tíma sem umrætt skuldabréf hafi verið gefið út hafi verið kveðið á um það í 15. gr. laga nr. 44/1998, um húsnæðismál, að stefndi annaðist lánveitingar samkvæmt þre mur lánaflokkum, m.a. almenn lán skv. VI. kafla laganna til endurbóta, byggingar eða kaupa á íbúðarhúsnæði. Í 19. gr. laganna hafi verið kveðið á um það að lán stefnda væru greidd út í peningum en áður en til útborgunar láns kæmi skyldi lántaki gefa út ÍLS - veðbréf og þinglýsa því. Þá sagði í 1. mgr. 19. gr. laganna að ÍLS - veðbréf skyldi vera verðtryggt með vísitölu neysluverðs, sbr. lög um vísitölu neysluverðs, og bera vexti skv. 21. gr. laganna. Í 21. gr. laganna hafi verið fjallað um lánstíma og lánskjör. Sagði í 1. mgr. að lánstími almennra lána gæti verið allt að 40 ár. Í 2. mgr. sagði að fyrsti vaxtadagur ÍLS - veðbréfs væri fimm dögum eftir að bréfið væri tilbúið til afhendingar hjá stefnda. Frá og með þeim degi greiddi sjóðurinn út höfuðstól keypts ÍLS - veðbréfs án vaxta og verðbóta og að frádregnu lántökugjaldi. Í 3. mgr. sagði að stjórn stefnda ákvarðaði vexti ÍLS - veðbréfa með hliðsjón af fjármögnunarkostnaði í reglulegum útboðum íbúðabréfa og fjármagnskostnaði vegna uppgreiddra lána skv. 23. gr. að við bættu vaxtaálagi skv. 28. 15 gr. Í 4. mgr. sagði að vextir skyldu vera óbreytanlegir allan lánstímann. Ákvæði 23. gr. laganna hafi svo mælt fyrir um greiðslu lána. Í 1. mgr. hafi verið kveðið á um að stefndi innheimti afborganir, verðbætur og vexti af ÍLS - veð bréfum og ráðstafaði því fé sem þannig innheimtist til endurgreiðslu fjármögnunarbréfa sjóðsins. Þá sagði að skuldurum ÍLS - veðbréfa væri heimilt að greiða aukaafborganir af skuldabréfum sínum eða að endurgreiða skuldina að fullu fyrir gjalddaga. Í 2. og 3. mgr. voru undantekningar frá heimild til endurgreiðslu fyrir gjalddaga en ákvæði 2. mgr. 23. gr. laganna var lögfest með lögum nr. 57/2004 og ákvæði 3. mgr. með lögum 120/2004. Í 2. mgr. var kveðið á um heimild ráðherra, við sérstakar aðstæður og að fengi nni umsögn stjórnar Íbúðalánasjóðs, til að ákveða að aukaafborganir og uppgreiðsla ÍLS - veðbréfa yrðu aðeins heimilar gegn greiðslu þóknunar sem jafn að i út að hluta eða að öllu leyti muninn á uppgreiðsluverði ÍLS - veðbréfs og markaðskjörum sambærilegs íbúðab réfs. Í 3. mgr. 23. gr. laganna sé svohljóðandi ákvæði: Þrátt fyrir ákvæði 1. og 2. mgr. getur félagsmálaráðherra heimilað Íbúðalánasjóði með reglugerð, í samræmi við almennar lagaheimildir á hverjum tíma, að bjóða skuldurum ÍLS - veðbréfa að afsala sér rét ti til þess að greiða án þóknunar upp lán eða greiða aukaafborganir, gegn lægra vaxtaálagi. Jafnframt skal í reglugerðinni kveðið á um hlutfall þóknunar sem Íbúðalánasjóður getur áskilið sér ef lántaki, sem afsalar sér umræddum rétti, hyggst greiða upp lán fyrir lok lánstíma. Slík þóknun skal aldrei nema hærri fjárhæð en nemur kostnaði Íbúðalánasjóðs vegna uppgreiðslu viðkomandi láns. Ákvæði 3. mgr. 23. gr. laga nr. 44/1998 hafi verið lögfest að tillögu félagsmálanefndar Alþingis. Rökin fyrir breytingunni h afi verið þau að þar með hefði stefndi sama svigrúm við lánveitinga r og aðrar fjármálastofnanir nytu samkvæmt almennum lögum á hverjum tíma. Lán það sem deilt sé um í máli þessu hafi verið veitt á grundvelli þessa ákvæðis. Stefndi vísi til þess að regluge rð nr. 522/2004, um ÍLS - veðbréf og íbúðabréf, hafi verið sett í kjölfar þeirra breytinga sem hafi verið gerðar á lögum um húsnæðismál með fyrrgreindum lögum nr. 57/2004. Með reglugerð nr. 1017/2005, um breytingu á reglugerð nr. 522/2004, hafi verið bætt vi ð 15. gr. reglugerðarinnar ákvæðum þess efnis að að fenginni ákvörðun ráðherra samkvæmt 3. mgr. 23. gr. laga nr. 44/1998, um húsnæðismál, gæti stefndi boðið þeim lántakendum sem undirrituðu yfirlýsingu um að þeir afsöluðu sér heimild til að greiða aukaafbo rganir af skuldabréfum sínum eða endurgreiða skuldina að fullu fyrir gjalddaga, sbr. 1. mgr. 15. gr., lægra vaxtaálag sem næmi allt að þeim hluta álagsins sem væri ætlað að mæta vaxtaáhættu sjóðsins. Þá segir 16 að óski lántaki sem hafi tekið lán með lægra va xtaálagi en ella býðst eftir því að greiða af láni aukaafborganir eða greiða skuldabréfið upp að fullu fyrir lok lánstímans skuli hann greiða sérstaka þóknun til stefnda samkvæmt gjaldskrá sjóðsins. Reglugerðin hafi verið sett með heimild í lögum nr. 44/19 98, um húsnæðismál. Sambærilegt ákvæði sé nú í 13. gr. reglugerðar nr. 970/2016. Í reglugerð nr. 1016/2005, um gjaldskrá Íbúðalánasjóðs, segi í 7. gr. að þóknun vegna uppgreiðslu lána og aukaafborgana skuli reiknast af mismun á vaxtastigi láns sem greitt s é og markaðsvaxta sambærilegra nýrra lána hjá Íbúðalánasjóði ef þeir eru lægri, miðað við uppreiknaðar eftirstöðvar lánsins, núvirt frá uppgreiðsludegi til lokagjalddaga eða miðað við innborgaða fjárhæð ef um aukaafborgun er að ræða. Að mati stefnda sé ljó st að skilmálar skuldabréfsins séu í fullu samræmi við framangreindar reglur og að 6. tölul. skuldabréfsins sé samhljóða reiknireglu sem fram komi í reglugerð nr. 1016/2005. Stefndi mótmæli því að hið umdeilda skuldabréf falli undir ákvæði 36. gr. a c í lö gum nr. 7/1936 , um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. Ákvæði þessi taki ekki til samningsskilmála sem endurspegli lög og bindandi stjórnsýsluákvæði. Verði ákvæðunum því ekki beitt gagnvart ÍLS - veðbréfinu, þar sem skilmálar þess séu ákveðnir í lögum og reglum og séu ekki umsemjanlegir. Samkvæmt tilskipun nr. 93/13/EBE um óréttmæta skilmála í neytendasamningum , sem ákvæði 36. gr. a d í lögum nr. 7/1936 innleiddu í íslenskan rétt, taki tilskipunin ekki til samningsskilmála sem endurspegli lög og bindandi stjórnsýsluákvæði og ákvæði eða meginreglur í alþjóðasamningum sem aðildarríkin eða bandalagið eigi aðild að , sbr. 2. mgr. 1. gr. tilskipunarinnar. Komi fram í formála hennar að talið sé að lög og stjórnsýsluákvæði aðildarríkjanna, sem beint eða ó beint ákvarði skilmála neytendasamninga, feli ekki í sér óréttmæta skilmála. Séu rökin fyrir þessu þau að ekki sé með sama hætti þörf á að tryggja hagsmuni neytenda á sviðum þar sem löggjafinn og opinberir aðilar hafi sett reglur, þar sem gengið sé út frá því að með reglusetningunni hafi jafnræði aðila verið tryggt. Ef ekki verður fallist á framangreint sé því jafnframt alfarið hafnað að ákvæði fasteignaveðbréfsins um verðtryggingu geti varðað ógildi þess samkvæmt 36. gr., sbr. 36. gr. a c í lögum nr. 7/193 6. Það sé skilyrði fyrir því að samningsákvæðum verði vikið til hliðar á grundvelli 36. gr. laganna að ákvæði samnings sé talið ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju. Talið sé að dómstólum beri að leggja til grundvallar almennt sanngirnismat við be itingu reglunnar. Einnig hafi verið talið að dómstólar gætu sótt leiðbeiningar við sanngirnismat sitt til efnis réttarreglna, þar sem lög séu mælikvarði 17 á afstöðu löggjafans til þess hvað sé eðlilegt og sanngjarnt á því sviði sem þau taki til. Því telur st efndi ljóst að ákvæði skuldabréfs sem eru að öllu leyti í samræmi við ákvæði laga og reglugerða geti ekki talist ósanngjörn í skilningi 36. gr. laga nr. 7/1936. Stefndi hafni því jafnframt alfarið að skilmálar veðbréfsins séu svo ógagnsæir að stefnda sé e kki heimilt að byggja á þeim . S tefnandi hafi ekki bent á neitt í orðalagi ÍLS - veðbréfsins eða lögum nr. 44/1998, um húsnæðismál, eða reglum settum samkvæmt þeim lögum, sem sé óskýrt. Ljóst sé að stefnandi samdi frá upphafi um að fá lægri vexti gegn því að hann þyrfti að greiða uppgreiðslugjald ef hann myndi greiða upp lánið eða greiddi aukaafborganir inn á það fyrir gjalddaga. Hlaut honum sem almennum neytanda að vera ljóst að þessu gæti fylgt kostnaður ef vextir lækkuðu, enda komi það skýrt fram í 6. tölul ið skuldabréfsins hvernig þóknun vegna uppgreiðslu skuldar og aukaafborgana sé reiknuð út. Er fullyrðingu í stefnu um að stefndi hafi mátt vita að meðaluppgreiðslutími 40 ára íbúðalána sé á bilinu 7 10 ár mótmælt sem órökstuddri. Þá sé því mótmælt að ákvæ ði 6. tölul. skuldabréfsins sé ósanngjarnt þar sem það um nýtt vaxtastig sambærilegra lána. Stefnda sé ekki í sjálfsvald sett hvernig vextir ÍLS - veðbréfa séu ákvarðað ir heldur sé stjórn sjóðsins bundin af ákvæðum 3. mgr. 21. gr. laga nr. 44/1998, um húsnæðismál, við ákvörðun vaxta en þar segi að stjórnin skuli ákvarða vexti með hliðsjón af fjármagnskostnaði vegna uppgreiddra lána skv. 23. gr. að viðbættu vaxtaálagi skv. 28. Í því sambandi sé rétt að geta þess að síðasta útboð íbúðabréfa hafi farið fram árið 2012 og hafi það útboð gefið vexti sem hafi leitt til 4,2% útlánavaxta. Þeir hafi verið 4,2% frá þeim t íma. Þá mótmæli stefndi því að það séu rök fyrir ógildingu 6. tölul. skuldabréfsins að stefndi hafi innheimt vexti af láninu og á það hafi fallið verðbætur í samræmi við efni þess þótt útgáfa þess hafi dregist vegna atvika er vörðuðu stefnanda. Með hliðsjó n af framangreindu verði ekki séð að skilmálar þeir sem fram komi í 6. tölul. skuldabréfsins raski til muna jafnvægi milli réttinda og skyldna aðila, neytanda í óhag, sbr. 36. gr. c í lögum nr. 7/1936, og því ekki ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptave nju að bera umræddan löggerning fyrir sig. Í 2. mgr. 36. gr. laganna segi að við mat á því hvað telst ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju skuli líta til efnis samnings, stöðu samningsaðila, atvika við samningsgerðina og atvika sem síðar komu til. Efni skuldabréfsins sé skýrt og að mestu leyti ákvarðað af lögum og reglugerðum og séu 18 skilmálar þess að öllu leyti í samræmi við lög og reglugerðir. Hvað atvik við samningsgerð varði þá liggi það fyrir að stefnandi hafi sjálfur kosið að taka lán sem hafi borið lægri vexti en hafi verið með uppgreiðslugjaldi, en honum hafi einnig staðið til boða að taka lán án uppgreiðslugjalds. Báru slík lán á þeim tíma 5,7% vexti. Verði að telja eðlilegt að lántaki sem ákveði að nýta sér samningsbundinn rétt til uppgreið slu bæti lánveitanda það tjón sem hann verði fyrir vegna þess að lánið sé greitt upp fyrir gjalddaga. Þá liggi fyrir að við lántökuna hafi stefnandi fengið ítarlegar upplýsingar í samræmi við ákvæði laga um neytendalán. Auk þess hafi stefnandi fengið afhen t sérstakt upplýsingablað en slík upplýsingagjöf sé umfram þá upplýsingaskyldu sem lögð sé á lánveitendur í lögum nr. 121/1994, um neytendalán. Loks bendi stefndi á að á heimasíðu stefnda hafi á þeim tíma sem lánið var veitt verið að finna ítarlegar upplýs ingar um uppgreiðsluþóknunina og jafnframt verið birtar upplýsingar þar sem sjá mátti hver hugsanleg uppgreiðsluþóknun yrði út frá mismunandi vöxtum láns og mismunandi eftirstöðvum lánstíma. Um þau atvik sem síðar komu til sé nauðsynlegt að hafa í huga að við lántökuna hafi enginn getað vitað í hvaða átt vextir myndu þróast, hvorki stefnandi né stefndi. Lækkun vaxta á lánum stefnda hafi með engu móti getað leitt til þess að stefnandi myndi losni undan þeirri skyldu að greiða uppgreiðslugjald enda geti það a lmennt ekki talist óvenjulegt, ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju að stefndi krefjist þess að stefnandi inni af hendi greiðslu í samræmi við skilmála veðbréfsins. Í ljósi alls framangreinds verði ekki talið að ákvæði 6. tölul. ÍLS - veðbréfsins sé u ósanngjörn eða andstæð góðri viðskiptavenju. Stefndi vísi til þess að í stefnu fjalli stefnandi nokkuð um það að hallað hafi á stöðu stefnanda við undirritun veðskuldabréfsins og að í ljósi aðstöðumunar verði stefndi að bera hallan n af meintri ófullnægja ndi upplýsingagjöf um skilmála uppgreiðslugjalds. Í þessum kafla stefnunnar sé þó ekki vísað til þess hvort eða hvernig framangreindur aðstöðumunur eigi að leiða til ógildingar 6. tölul. skilmála skuldabréfsins. Vísi stefnandi ekki til 36. gr. eða 36. gr. a c í lögum nr. 7/1936 eða sýni fram á að skilyrðum þess að beita megi greinunum sé fullnægt. Þannig sé ekki byggt á því að það sé ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju að stefndi beri fyrir sig umrædda skilmála og ekki á neinn hátt fjallað um að s kilyrðum þeim sem tilgreind séu í 2. mgr. 36. gr. laganna sé fullnægt. Því sé ekki hægt að fallast á kröfur um ógildingu skilmálanna. Stefndi telji að ekki séu rök fyrir því að aðstöðumunur milli aðila geti leitt til ógildingar 6. tölul. skilmála skuldabré fsins. Í því sambandi bendi stefndi á að hann hafi á engan hátt getað beitt 19 meintum aðstöðumun, enda skilmálar ÍLS - veðbréfa nær algjörlega lögbundnir og öll skjöl í samræmi við ákvæði laga og reglugerða. Byggir stefndi á því að ekki verði séð að meintur að stöðumunur geti leitt til þess að ákvæði 6. tölul. ÍLS - veðbréfsins séu talin ósanngjörn eða andstæð góðri viðskiptavenju. Stefndi mótmælir því að ósanngjarnt sé að bera skilmála bréfsins fyrir sig vegna ófullnægjandi upplýsingagjafar stefnda við útgáfu og undirritun bréfsins. Virðist stefnandi telja að stefndi hafi ekki sinnt upplýsingaskyldu sinni á grundvelli laga nr. 121/1994, um neytendalán. Stefndi byggi á því að ekki sé fullnægt skilyrðum til ógildingar á umræddum skilmálum. Í fyrsta lagi byggi stefn di á því að í lögum nr. 121/1994 séu engar reglur sem mæli fyrir um ógildi skilmála eða lánasamnings í heild sinni vegna ófullnægjandi upplýsingagjafar. Því verði að finna ógildingu stoð í reglum samningaréttar ef leysa ætti stefnanda undan skyldum samkvæm t skuldabréfinu. Í þeim kafla stefnu þar sem fjallað sé um málsástæður sem snúi að upplýsingagjöf stefnda á grundvelli laga nr. 121/1994 sé ekki byggt á því að víkja eigi skilmálum skuldabréfsins til hliðar á grundvelli 36. gr. laga nr. 7/1936. Þá hafi ste fnandi heldur ekki á neinn hátt leitast við að sýna fram á að skilyrðum þess að beita megi greininni sé fullnægt. Þegar af þessari ástæðu sé ekki hægt að fallast á kröfur stefnanda um ógildingu skilmálanna. Stefndi byggi í öðru lagi á því að upplýsingagjöf hans hafi að öllu leyti verið í samræmi við ákvæði laga nr. 121/1994. Í II. kafla laga nr. 121/1994 sé fjallað um upplýsingaskyldu lánveitanda. Í 5. gr. laganna segi að lánssamningur skuli fela í sér upplýsingar sem tilgreindar séu í 6. og 8. gr. laganna og skuli neytandi fá í hendur eintak af lánssamningnum. Í 6. gr. laganna segi að við gerð lánssamnings skuli lánveitandi gefa neytanda upplýsingar um höfuðstól, fjárhæð útborgunar, vexti, heildarlántökukostnað í krónum, árlega hlutfallstölu kostnaðar, heil darupphæð þá sem greiða skuli , fjölda einstakra greiðslna, fjárhæð þeirra og gjalddaga, gildistíma lánssamnings og skilyrði uppsagnar hans og heimild til að greiða fyrir lokagjalddaga. Stefndi veitti stefnanda allar framangreindar upplýsingar. Í lögum nr. 121/1994 séu ekki sérstök ákvæði um uppgreiðslugjald. Þegar stefndi samþykkti lánsumsókn stefnanda og útbjó ÍLS - veðbréfið í maí 2008 var í 16. gr. laga nr. 121/1994 ákvæði sem fjallað i um greiðslur lána fyrir gjalddaga. Hafi það ákvæði ekki verið talið fel a í sér bann við uppgreiðslugjaldi og sé mótmælt ummælum í stefnu um að fyrir hendi hafi verið lögbundinn réttur til að greiða lán upp án kostnaðar. Þá sé rétt að árétta að það hafi komið skýrt fram í fyrirsögn skuldabréfsins og í 5. og 6. tölul. skilmála þess að lánið hafi verið með 20 uppgreiðsluþóknun og hvernig reikna ætti hana út. Að mati stefnda hafi stefnanda mátt vera það ljóst að uppgreiðslugjald væri á láninu en gera verði ráð fyrir því að lántaki kynni sér efni þeirra fjárhagsskuldbindinga sem hann gengst undir. Stefndi vísi til þess að 12. júní 2008 hafi tekið gildi lög nr. 63/2008 , um breytingar á lögum um neytendalán nr. 121/1994. Hafi þá m.a. nýrri grein, 16. gr. a , verið bætt við lögin. Í greininni hafi verið kveðið á um að lánveitanda væri óhe imilt að krefjast greiðslu uppgreiðslugjalds af láni í íslenskum krónum með breytilegum vöxtum sem greitt væri upp fyrir umsaminn tíma, ef upphaflegur höfuðstóll lánsins væri að jafnvirði 50 milljónir króna eða minna. Þá sagði í lögunum að í þeim tilvikum sem heimilt væri að semja um uppgreiðslugjald mætti fjárhæð gjaldsins að hámarki vera það tjón sem lánveitandi yrði fyrir vegna uppgreiðslunnar fyrir þann tíma sem umsaminn var. Í 3. mgr. 16. gr. a hafi verið kveðið á um það að í þeim tilvikum sem heimilt væri að semja um uppgreiðslugjald skyldi kveðið á um slíkt í lánssamningi. Tilgreina skyldi upplýsingar um hvernig uppgreiðslugjald væri reiknað út og hvenær slíkur kostnaður félli á. Þegar ákvæðið hafi tekið gildi haf ð i stefndi þegar veitt stefnanda allar upplýsingar um lánið og afhent honum ÍLS - veðbréfið. Hafði stefndi enga frekari aðkomu að málinu fyrr en stefnandi hafði gefið skuldabréfið út og komið því til sjóðsins að lokinni þinglýsingu. Af öllu framangreindu sé ljóst að á gildistíma laga nr. 121/199 4, um neytendalán, hafi verið heimilt að semja um uppgreiðslugjald á neytendalánum með föstum vöxtum. Þá sé einnig ljóst að stefndi hafi sinnt upplýsingaskyldu sinni á grundvelli laga nr. 121/1994. Þ ví sé mótmælt sem fram komi í stefnu að stefnandi hafi vi ðurkennt að 6. tölul. skilmála ÍLS - veðbréfsins hafi verið svo flókinn að afhenda hafi þurft frekari upplýsingar um hann. Samkvæmt innri verklagsreglum stefnda hafi lántökum sem tóku lán með uppgreiðslugjaldi ávallt verið afhent upplýsingablað um uppgreiðsl uþóknun og fékk stefnandi slíkt blað einnig afhent með ÍLS - veðbréfinu. Stefndi mótmæli því að ógilda beri 6. tölul. skilmála skuldabréfsins þar sem ákvæði hans séu andstæð lögum. Stefndi byggir á því að ekki séu fyrir hendi skilyrði til ógildingar umrædds skilmála. Byggi stefndi í fyrsta lagi á því að í stefnu komi ekkert fram um það á hvaða grundvelli eigi að ógilda skilmálana og því sé ekki hægt að fallast á kröfur stefnanda um ógildinguna. Þá byggi stefndi á því að 6. tölul. skilmála ÍLS - veðbréfsins sem deilt sé um í málinu hafi ekki verið í andstöðu við 16. gr. laga nr. 121/1994. Ákvæði 16. gr. laganna hafi ekki fjallað um uppgreiðslugjald og hafi engin ákvæði um uppgreiðslugjald verið í lögum nr. 121/1994 til 12. júní 2008 þegar 16. gr. a 21 í lögunum hafi öðlast lagagildi. Ákvæði 16. gr. mælti einungis fyrir um það að neytandi mætti standa skil á skuldbindingum sínum samkvæmt lánssamningi fyrir umsaminn tíma og að í slíkum tilvikum þyrfti hann ekki að greiða vexti og þau gjöld sem greiða átti eftir greiðsl udag. Uppgreiðsla stefnanda hafi að öllu leyti verið í samræmi við ákvæði 16. gr. laganna. Samkvæmt skilmálum skuldabréfsins hafi honum verið heimilt að greiða skuldina upp fyrir gjalddaga. Hafi hann þá ekki þurft að greiða vexti eða verðbætur af láninu ef tir að það haf ð i verið greitt upp í samræmi við fyrirmæli 16. gr. laga nr. 121/1994. Sé því mótmælt að í uppgreiðslugjaldi felist innheimta ógreiddra vaxta sem fallið hefðu til á síðari tímum , eins og haldið sé fram í stefnu. Eins og fram komi í lögum nr. 44/1998 , um húsnæðismál , sé uppgreiðslugjald þóknun sem stefnda sé heimilt að innheimta vegna kostnaðar stefnda af uppgreiðslu lánsins. Í samræmi við ákvæði reglugerðar sé þóknunin greidd samkvæmt gjaldskrá stefnda en gjaldskráin sé í reglugerð nr. 1016/20 05 og skuli samkvæmt 7. gr. hennar þóknun vegna uppgreiðslu lána reiknast af mismun á vaxtastigi láns sem greitt sé og markaðsvaxta sambærilegra nýrra lána hjá stefnda ef þeir eru lægri, miðað við uppreiknaðar eftirstöðvar lánsins, núvirt frá uppgreiðslude gi til lokagjalddaga. Uppgreiðslugjaldi sé því ætlað að bæta tjón sem lánveitandi verði fyrir vegna uppgreiðslunnar og hafi m.a. Fjármálaeftirlitið talið slíkt nauðsynlegt til að lánveitendur geti stýrt áhættu í rekstri, m.a. áhættu af því að miklar uppgre iðslur eigi sér stað fyrir lok samningstíma og lánveitendur geti ekki endurlánað þá fjármuni nema gegn lægri vöxtum þannig að vaxtamunurinn verði neikvæður, en slíkt geti haft veruleg áhrif á eigið fé lánveitanda. Í þessu sambandi bendi stefndi á að þegar frumvarp til laga um neytendalán hafi verið lagt fram á Alþingi á árinu 1992 hafi verið lagt til að bann yrði lagt við álagningu uppgreiðslugjalds. Í meðförum þingsins hafi verið fellt brott ákvæði um að lánveitanda væri óheimilt að krefjast bóta úr hendi neytenda fyrir greiðslu fyrir gjalddaga og ákvæði 16. gr. þess í stað orðað með svipuðum hætti og í lögum nr. 121/1994. Í nefndaráliti efnahags - og viðskiptanefndar um greinina segi að nægilegt sé að styðjast við almenna reglu kröfuréttar í þessum efnum. Þ ví sé ljóst að vilji löggjafans hafi ekki staðið til að leggja bann við uppgreiðslugjaldi. Í ljósi alls framangreinds telji stefndi ljóst að ákvæði það sem fram komi í 6. tölul. skilmála hins umþrætta skuldabréfs sé ekki í andstöðu við ákvæði 16. gr. laga nr. 121/1994. Þá byggi stefndi á því að 5. og 6. tölul. skilmála umrædds ÍLS - veðbréfs séu ekki í andstöðu við 16. gr. a í lögum nr. 121/1994, ef talið verður að ákvæðið eigi við um umrætt lán , en í því sambandi bendi stefndi á að öll upplýsingagjöf hans og aðkoma að 22 lánveitingunni hafði farið fram áður en ákvæðið öðlaðist gildi í júní 2008. Í 16. gr. a í lögum nr. 121/1994 hafi verið kveðið á um það að lánveitanda væri óheimilt að krefjast grei ðslu uppgreiðslugjalds af láni í íslenskum krónum með breytilegum vöxtum sem greitt væri upp fyrir umsaminn tíma, ef upphaflegur höfuðstóll lánsins væri að jafnvirði 50 milljónir króna eða minna. Af orðalagi ákvæðisins sé ljóst að það geti aldrei átt við Í LS - veðbréf það sem deilt er um í máli þessu enda hafi það verið með föstum ársvöxtum. Komi þetta mjög skýrt fram í 3. tölul. skilmála skuldabréfsins þar sem segi að vextir séu óbreytanlegir allan lánstímann. Þá sé einnig bent á að samkvæmt 4. mgr. 21. gr. laga nr. 44/1998, um húsnæðismál, eins og hún hafi verið við lánveitinguna þá hafi stefnda einungis verið heimilt að veita lán þar sem vextir væru óbreytanlegir allan lánstímann. Því sé fullyrðingum í stefnu um að vextir skuldabréfsins hafi verið breytileg ir mótmælt. Þá sé því mótmælt sem fram komi í stefnu að lánveitanda hafi ekki verið heimilt að krefjast uppgreiðslugjalds eftir gildistöku 16. gr. a í lögum nr. 121/1994 á grundvelli útreikninga sem vísi til tjóns vegna uppgreiðslu þar sem ekki hafi verið sett reglugerð á grundvelli reglugerðarheimildar í 4. mgr. 16. gr. a í lögunum . Sé fráleitt að halda því fram að skýr fyrirmæli laga um fjárhæð uppgreiðslugjalds hafi ekki gildi þar sem ekki hafi verið sett stjórnvaldsfyrirmæli um fyllingu laganna, enda s éu reglugerðir réttlægri réttarheimildir en sett lög. Þá sé mótmælt ummælum í stefnu um að reglugerð nr. 1016/2005 um gjaldskrá stefnda sé reglugerð um framkvæmd laga nr. 121/1994. Því fer fjarri enda komi skýrt fram í 8. gr. reglugerðarinnar að hún sé set t með heimild í 49. og 50. gr. laga nr. 44/1998, um húsnæðismál. Þá sé því mótmælt að sú reglugerð sé í andstöðu við lög um neytendalán nr. 121/1994. Þá byggi stefndi á því að ef talið verður að ekki sé fullt samræmi milli laga nr. 44/1998 og laga nr. 121/ 1994 teljist lög nr. 44/1998 vera sérlög sem gangi framar almennum lögum um neytendalán og lögskýringasjónarmiðum, sbr. Hrd. 243/2015. Loks sé mótmælt ummælum í stefnu um að stefnda hafi borið að sýna fram á ætlað tjón og að hann hafi ekki takmarkað tjón s itt , og bendi stefndi á að lánveitingar og lánskjör stefnda séu nær alfarið lögbundin og útreikningur á uppgreiðslugjaldi í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 1016/2005. Þá sé uppgreiðsluvandi stefnda vel þekktur en hann helgist einmitt af því að sjóðurinn hafi haft takmarkaða möguleika á að ávaxta fé sem stafi af uppgreiðslum lána. Stefndi mótmæli endurgreiðslukröfu stefnanda og vísi til þess að jafnvel þótt niðurstaðan yrði sú að umræddir töluliðir skilmála hins umdeilda veðskuldabréfs nr. [...] 23 yrðu dæmd ir ólögmætir sé alls óvíst að það myndi leiða til þess að stefnda yrði gert að endurgreiða uppgreiðslugjaldið í heild sinni. Ljóst sé að stefnandi hafi fengið hagstæðari vaxtakjör vegna þess að hann kaus að greiða uppgreiðslugjald ef hann greiddi lánið upp fyrir gjalddaga og komi það skýrt fram í fyrirsögn skuldabréfsins að það sé án heimildar til uppgreiðslu eða aukaafborgana nema gegn sérstakri þóknun. Í ljósi þessa telji stefndi að jafnvel þótt skilmálar í 5. og 6. tölul. skuldabréfsins yrðu ógiltir bæri stefnanda allt að einu að greiða eitthvert uppgreiðslugjald, sbr. Hrd. 471/2010. Þá byggi stefndi á því að upphafsdagur dráttarvaxta geti aldrei verið 9. maí 2019. Samkvæmt 3. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu , sé heimilt að reikna d ráttarvexti frá og með þeim degi þegar liðinn er mánuður frá því að kröfuhafi sannanlega krafði skuldara með réttu um greiðslu. Í 4. mgr. komi svo fram að ætíð sé heimilt að reikna dráttarvexti frá og með þeim degi þegar dómsmál er höfðað um kröfu. Ekkert liggi fyrir um það í gögnum málsins að stefnandi hafi gert kröfu um endurgreiðslu uppgreiðslugjaldsins fyrr en mál þetta var höfðað og hljóti upphafsdagur dráttarvaxta því að eiga að miðast við málshöfðunina verði fallist á kröfur stefnanda. Stefndi mótmæl i einnig kröfu stefnanda um að viðurkennd verði skaðabótaskylda stefnda gagnvart stefnanda á grundvelli 15. gr. laga nr. 121/1994. Stefndi vísi til þess að 15. gr. laganna geti ekki átt við í málinu þar sem lögin féllu úr gildi við gildistöku nýrra laga um neytendalán 1. nóvember 2013. Í nýjum lögum um neytendalán nr. 33/2013 sé ekki kveðið á um að nein ákvæði eldri laganna haldi gildi sínu eftir gildistöku yngri laganna. Þvert á móti sé skýrt kveðið á um það að lög nr. 121/1994 falli úr gildi við gildistök u nýrra laga. Það hafi almennt verið talið að við mat á því hvernig marka skuli tímaskil milli laga eigi að miða við að nýjum lögum skuli eftir gildistöku beitt um öll lögskipti sem undir ákvæði þeirra falla þótt til hafi stofnast áður en lögin tóku gildi. Sama eigi við um réttarstöðu manna að öðru leyti. Því sé meginreglan sú að réttarstaða manna ákvarðast af lögum eins og þau eru hverju sinni, þótt upphaf megi rekja til eldri laga. Með nýju lögunum sé ekki hróflað við mótunarferlinu í tíð eldri laga, held ur eingöngu þeirri skipan mála sem komið hafi verið á með stoð í þeim lögum og ætlað sé að standa til frambúðar. Menn verði að sætta sig við að ný lög raski að einhverju leyti þeirri réttarstöðu sem þeir nutu samkvæmt eldri lögum, þar með talið það að ákvæði 15. gr. laga nr. 121/1994 sé fallið úr gildi og því ekki hægt að byggja á því , en eins og áður sagði féll 15. gr. laga nr. 121/1994 úr gildi 1. nóvember 2013. Í lögum um neytendalán nr. 33/2013 og lögum um fasteignalán til neytenda nr. 118/2016 s é ekki að finna sambærilegt 24 ákvæði. Ef talið verður þrátt fyrir framangreint að ákvæðið eigi við í málinu byggi stefndi á því að ekki séu fyrir hendi skilyrði til að fallast á skaðabótaskyldu stefnda á grundvelli 15. gr. laga nr. 121/1994. Í ákvæðinu sagði að hefði lánveitandi ekki veitt þær upplýsingar sem mælt sé fyrir um í 6. gr., sbr. 5. gr. laganna, gæti það skapað honum bótaábyrgð, enda hefði neytandi mátt ætla að lánskjör væru hagstæðari en þau síðar reyndust vera. Eins og áður hafi komið fram miðaði 5. gr. laganna við að þær upplýsingar sem tilgreindar voru í 6. gr. skyldu koma fram í lánssamningi. Sýni gögn málsins að upplýsingar um grunnvísitölu og upphafsdag vaxta koma skýrt fram í ÍLS - veðbréfinu. Í 6. gr. sagði að lánveitandi skyldi gefa neytanda nánar tilgreindar upplýsingar við gerð lánssamnings. Sé óumdeilt í málinu að stefndi veitti stefnanda allar þær upplýsingar sem veita átti samkvæmt 6. gr. í umsóknarferlinu og í ÍLS - veðbréfinu. Verði því ekki séð að skilyrði 15. gr. laga nr. 121/1994 séu uppfyllt. Í stefnu virðist gæta misskilnings um aðkomu stefnda að útgáfu skuldabréfsins og sé ítrekað vísað til þess að stefndi hefði átt að upplýsa stefnanda um eitt og annað við undirritun veðskuldabréfsins. Vegna þessa sé rétt að benda á að hið umdeild a skuldabréf var tilbúið 9. maí 2008 og fengu stefnandi og fasteignasali hans tilkynningu um að unnt væri að sækja lánsskjöl í afgreiðslu stefnda þann dag. Stefndi hafði síðan enga aðkomu að útgáfu skuldabréfsins enda sé það einhliða undirritað af útgefand a. Stefndi hafi engar upplýsingar um undirritun skuldabréfa og viti ekki að undirritunin hafi farið fram fyrr en búið sé að þinglýsa bréfunum.Vegna athugasemda stefnanda við upphafsdag vaxta sé rétt að benda á að samkvæmt 2. mgr. 21. gr. laga nr. 44/1998, um húsnæðismál, hafi stefnda borið að reikna vexti frá fimmta degi frá því að bréfið var tilbúið til afhendingar, óháð því hvenær það var greitt út. Ef talið verður að framangreint ákvæði sé í andstöðu við ákvæði laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu , byggi stefndi á því að lög um húsnæðismál séu sérlög sem gangi framar almennum ákvæðum vaxtalaga nr. 38/2001. Varðandi grunnvísitölu skuldabréfsins segir í 14. gr. laga nr. 38/2001að vísitala sem reiknuð sé og birt í tilteknum mánuði gildi um verðtryggin gu sparifjár og lánsfjár frá fyrsta degi þarnæsta mánaðar. Því hafi verið eðlilegt að í skuldabréfi sem tilbúið var til útgáfu í maí 2008 væri miðað við vísitölu marsmánaðar 2008. Loks byggi stefndi á því að krafa stefnanda um skaðabætur vegna upplýsingag jafar á árinu 2008 sé fyrnd en samkvæmt 9. gr. laga nr. 150/2007, um fyrningu kröfuréttinda, fyrnist krafa um skaðabætur á fjórum árum frá þeim degi er tjónþoli fékk nauðsynlegar upplýsingar um tjónið og þann sem ábyrgð ber á því eða bar 25 að afla sér slíkra upplýsinga. Í þessu tilviki lá fyrir frá því að stefnandi fékk skuldabréfið afhent á árinu 2008 hver grunnvísitala þess og upphafsdagur vaxta væri og hafði hann því allar upplýsingar sem krafa hans er byggð á strax á árinu 2008. IV Mál þetta varðar veðbr éf að fjárhæð 18.000.000 króna , sem stefnandi gaf út 21. júlí 2008 til stefnda, og greiða átti með 480 jöfnum afborgunum (annuitet). Höfuðstóll lánsins átti að taka breytingum eftir vísitölu neysluverðs frá grunntölunni 290,4 stig og bera 5,2% fasta ársvex ti og skyldu vextir reiknast frá 14. maí 2008. Þá var fyrsti gjalddagi 1. júlí 2008. Bar veðbréfið yfirskriftina ÍSL - veðbréf og var tekið fram að bréfið væri án heimildar til uppgreiðslu eða aukaafborgana nema gegn sérstakri þóknun samkvæmt lögum nr. 57/20 04, um breytingu á lögum nr. 44/1998, um húsnæðismál. Um uppgreiðsluþóknun bréfsins sagði eftirfarandi í 5. tölul. í skilmálum bréfsins: Skuldari afsalar sér með undirritun ÍSL - veðbréfsins heimild til að greiða aukaafborganir af skuldabréfum sínum eða endu rgreiða skuldina að fullu fyrir gjalddaga nema gegn sérstakri þóknun. Um fjárhæð uppgreiðsluþóknunar sagði í 6. tölul. skilmálanna: Þóknun vegna uppgreiðslu skuldar og vegna aukaafborgana reiknast af mismunun á vaxtastigi ÍSL - veðbréfsins sem greitt er og m arkaðsvaxta sambærilegra nýrra lána hjá Íbúðalánasjóði ef þeir eru lægri, miðað við uppreiknaðar eftirstöðvar lánsins, núvirt frá uppgreiðsludegi til lokagjalddaga eða miðað við innborgaða fjárhæð ef um aukaafborgun er að ræða. Stefnandi greiddi upp lánið fyrir gjalddaga í maí 2019 og var þá gert að greiða 3.076.563 krónur í sérstakt uppgreiðslugjald á grundvelli framangreindra skilmála í bréfinu sem stefnandi greiddi með fyrirvara um betri rétt sinn sem stefndi hefur hafnað. Stefnandi krefst þess að viðurkennt verði með dómi að 5. og 6. tölul. í skilmálum bréfsins séu ógildir með vísan til 36. gr. og 36. gr. a c í lögum nr. 7/1936, þar sem þeir séu svo ósanngjarnir, íþyngjandi og áhættusamir fyrir stefnanda að ósanngjarnt sé og andstætt góðri viðskipt avenju að bera þá fyrir sig. Einnig byggir stefnandi á því að ógilda eigi framangreinda skilmála bréfsins þar sem stefndi hafi ekki sinnt lögbundinni upplýsingaskyldu sinni samkvæmt lögum nr. 121/1994, um neytendalán. Stefnandi krefst þess jafnframt að viðurkennd verði skaðabótaskylda stefnda gagnvart stefnanda og krefst endurgreiðslu á 4.385.083 krónum. Stefndi hafnar öllum kröfum stefnanda og krefst 26 sýknu. Hvorki er ágreiningur milli aðila um málsatvik né er fyrir hendi tölulegur ágreiningur í málin u. Í málinu verður að leggja til grundvallar að stefnda hafi samkvæmt lögum nr. 44/1998 , um húsnæðismál , og reglugerðum settum á grundvelli þeirra laga af félagsmálaráðherra , verið skylt að haga lánveitingu sinni til stefnanda á þann veg sem hið umdeilda v eðbréf kveður á um. Í því sambandi liggur fyrir að starfsemi stefnda er reist á almennum fyrirmælum laga nr. 44/1998 , um húsnæðismál. Samkvæmt 19. gr. laganna sk al Í SL - veðbréf vera greitt út í peningum en áður en að því k emur b e r lántaka að gefa út ÍSL - veð bréf og þinglýsa því. ÍSL - veðbréfið á að vera verðtryggt með vísitölu neysluverðs og bera vexti , sbr. 21. gr. laga nr. 44/1998. Samkvæmt 21. gr. laganna g etur lánstími verið allt að 40 ár, sbr. þó 48. gr. Fyrsti vaxtadagur ÍSL - veðbréfa er fimm dögum eftir að bréfið er tilbúið til afhendingar hjá stefnda . Frá og með þeim degi greiðir stefndi út höfuðstól keypts ÍSL - veðbréfs án vaxta og verðbóta , að frádregnu lántökugjaldi. Samkvæmt 21. gr. laganna skal stjórn stefnda ákvarða vexti ÍSL - veðbréfa með hliðsjón af fjármögnunarkostnaði í reglulegum útboðum íbúðabréfa og fjármagnskostnaði vegna uppgreiddra lána samkvæmt 23. gr. laganna, að viðbættu vaxtaálagi s amkvæmt 28. gr. Samkvæmt 4. mgr. 21. gr. laga nna sk ulu vextir vera óbreytanlegir allan lánstímann. Þá segir í 3. mgr. 23. gr. laganna að félagsmálaráðherra heimili stefnda með reglugerð í samræmi við almennar lagaheimildir á hverjum tíma að bjóða skuldurum ÍSL - veðbréfa að afsala sér rétti til þess að greið a lán upp fyrir gjalddaga án þóknunar eða greiða aukaafborganir gegn lægra vaxtaálagi. Síðan segir í ákvæðinu að í reglugerðinni skuli kveðið á um hlutfall þóknunar sem sjóðurinn geti áskilið sér ef lántaki afsalar sér framangreindum rétti til uppgreiðslu láns fyrir lok lánstíma. Slík þóknun skuli aldrei nema hærri fjárhæð en sem nemur kostnaði sjóðsins vegna uppgreiðslu viðkomandi láns. Fyrir liggur að kveðið er á um framangreinda þóknun stefnda í 7. gr. reglugerðar nr. 1016/2005, um gjaldskrá stefnda. Í 2 9. gr. laganna er síðan að finna reglugerðarheimild fyrir ráðherra. Hin ir umþrættu skilmálar sem deilt er um í málinu, þ.e. 5. og 6. t ölul . í skilmálum ÍSL - veðbréfsins , eru nánast orðrétt eins og annars vegar 3. mgr. 23. gr. laga nr . 44/1998 og hins vegar 7. gr. reglugerðar nr. 1016/2005 , um gjaldskrá stefnda. Fyrir liggur að það lán sem deilt er um í máli þessu var veitt á grundvelli 3. mgr. 23. gr. laga nr. 44/1998, um húsnæðismál, sem fól það í sér að stefnandi afs a laði sér heimild til að greiða lánið upp fyrir gjalddaga nema g reiða sérstaka þóknun gegn því að fá betri lánskjör, lægri vexti, út lánstímann. Með hliðsjón af framangreindu 27 og þeirri staðreynd að hinir umdeild u skilmálar bréfsins eru lögbundnir og í fullu samræmi við þær lagareglur og stjórn valdsfyrirmæli sem um þá gilda er ekki fallist á með stefnanda að skilmálarnir séu svo ósanngjarnir, íþyngjandi og áhættusamir að það sé andstætt góðri viðskiptavenju að bera þá fyrir sig. Tilvísun stefnanda til 36. gr. og 36. gr. a c í samningalögum nr. 7 /1936 á því ekki við eins og mál þetta liggur fyrir enda taka ákvæðin ekki til skilmála sem endurspegla lög og stjórnvaldsfyrirmæli . Stefnandi krefst þess jafnframt að skilmálar veðbréfsins verði ógiltir þar sem stefndi hafi ekki veitt stefnanda fullnægjandi upplýsingar við útgáfu og undirritun bréfsins sem kveðið sé á um í lögum nr. 121/1994, um neytendalán. Í II. kafla laga nr. 121/1994 er fjallað um upplýsingaskyldu lánveitanda en í 5. gr. segir að láns samningur skuli fela í sér upplýsingar sem tilgreindar séu í 6. og 8. gr. laganna og að lántaki skuli fá í hendur eintak af lánssamningi. Í 6. gr. laganna segir að við gerð lánssamnings skuli lánveitandi gefa lántaka upplýsingar um höfuðstól, fjárhæð útbor gunar, vexti, heildarlántökukostnað í krónum, árlega hlutfallstölu kostnaðar, heildarupphæð þá sem greiða eigi, fjölda einstakra greiðslna, fjárhæð þeirra og gjalddaga, gildistíma lánssamnings, skilyrði uppsagnar og heimild til að greiða lán upp fyrir loka gjalddaga. Að mati dómsins liggur fyrir að stefndi veitti stefnanda allar framangreindar upplýsingar en þær koma m.a. fram í veðbréfinu sem stefnandi undirritaði. Stefnandi heldur því jafnframt fram að hann hafi ekki fengið upplýsingar um að lánið væri án heimildar til uppgreiðslu nema gegn greiðslu þóknunar. Þá séu skilmálar bréfsins það óskýrir að hann hafi ekki getað áttað sig á að sú þóknun gæti numið þeirri fjárhæð sem honum hafi verið gert að greiða við uppgreiðslu, 3.076.563 krónum . Að áliti dómsins gat stefnanda ekki dulist að það lán sem hann tók hjá stefnda var án heimildar til uppgreiðslu nema gegn sérstakri þóknun enda kemur það skýrt fram í yfirskrift bréfsins. Á framhlið þess er jafnframt vísað til þeirra skilmála sem gilda um lánið. Í þeim er skýrt og greinilega tekið fram að með undirritun sinni afsali stefnandi sér heimild til að greiða upp lánið fyrir gjalddaga nema gegn því að greiða sérstaka þóknun og er inntak og reikniregla þóknunarinnar skýrð frekar í 6. tölul. skilmálanna. Umræddir sk ilmálar eru skýrir og alvanalegir á lánamarkaði hjá stefnda auk þess sem þeir eru lögbundnir. Verður enn fremur að g era þá kröfu til stefnanda að hann hafi kynnt sér rækilega efni bréfsins og skilmála þess fyrir undirritun. 28 Ágreiningur er um það hvort ste fndi hafi afhent stefnand a s taðlað upplýsingablað um uppgreiðsluþóknun . Stefnandi fullyrðir að hann hafi aldrei fengið umrætt upplýsingablað frá stefnda en stefndi segir það hafa verið fasta verklags r eglu hjá stefnda að afhenda slíkt upplýsinga blað samhliða lánsskjölum . Fyrir niðurstöðu málsins skiptir það eitt og sér ekki máli þar sem fyrir liggur að stefndi veitti stefnanda allar þær upplýsingar sem honum bar lögum samkvæmt, sbr. framangreint . Þá er litið til þess að ítarlegar upplýsingar var að fi nna á heimasíðu stefnda um þau lán sem sjóðurinn veitti , en það voru lán með og án uppgreiðsluþóknun ar , sem stefnandi gat nálgast þegar hann sótti um umrætt lán á heim a síðu stefnda . S kortur á afhendingu upplýsinga blaðs þegar lánsskjöl voru sótt , sem var ti l viðbótar við þær upplýsingar sem fram koma í bréfinu sjálfu og skilmálum þess og á heimasíðu stefnda , getur því að mat i dómsins ekki valdið ó gildingu skilmálanna. Með hliðsjón af öllu framangreindu hafnar dómurinn þeirri málsástæðu stefnanda að upplýsing askyldu stefnda í tengslum við lántökuna hafi verið áfátt. Þá er því hafnað að skilmál ar veðbréfsins sé u andstæð ir lögum nr. 121/1994 , um neytendalán . Hér að framan hefur verið r akið að uppgreiðsluþóknunin byggist á settum lögum um húsnæðismál nr. 44/1998 sem eru sérlög sem ganga framar almennum lögum um neytendalán. Þá er einnig til þes s að líta að í þágildandi 16. gr. laga nr. 121/1994, um neytendalán , sem féll úr gildi 2 8. maí 2008 , var ekki að finna bann við því að hafa uppgreiðsluþóknun á lánum en ekk i var kveðið á um uppgreiðsluþóknun í ákvæðinu . Þá n áði þágildandi 1 6. gr. a í lögum nr. 121/1994, sem tók gildi 28. maí 2008 en féll úr gildi með lögum nr. 33/2013 , aðeins yfir l án með breytilegum vöxtum , sem á ekki við í málinu enda er um þ rætt lán með föstum ársvöxtum út lánstímann samkvæmt skilmálum bréfsins , sem er u í samræmi við 21. gr. laga nr. 44/1998 , um húsnæðismál. Þá er því hafnað að viðurkennt sé að stefndi sé skaðabótaskyldur vegna veitingar lánsins á grundvelli 15. gr. laga nr. 121/1994 , þar sem stefndi hafi ekki veitt stefnanda þær upplýsingar sem kveðið er á um í 6. gr. laganna . Fyrir liggur að ákvæðið féll úr gildi við gildistöku nýrri laga nr. 33/2013, um neytendalán, 1. nóvember 2013, en í þeim lögum er ekki að finna sambærilegt ákvæði og skortir kröfuna því lagastoð . Stefnandi byggir einnig á því að hann eigi rétt til skaðabóta úr hendi stefnda að fjárhæð 856.056 krónur þar sem það haf i verið ólögmætt að innheimta vexti og ver ð bætur af lán inu þann tíma sem leið f rá því að stefndi samþykkti í maí 2008 þar til stefnandi undirritaði lánsskjöl og fékk lánið greitt í júlí 2008 . Eins og að framan greinir er það mat 29 dómsins að s kilmálar veðbréfsins séu í fullu samræmi við þau laga - og reglugerð ar ákvæði sem gilda um bréfið. Í skilmálum þess er sérstaklega tilgreint að lánið sé bundið vísitölu neysluverðs sem Hagstofa Íslands reiknar út samkvæmt lögum nr. 12/1995 og að stefnandi greiði vexti af láninu frá tilteknum upphafsdegi. S amkvæmt 2. mgr. 21 . gr. laga nr. 44/1998 er upphafsdagur vaxta af lánum stefnda fimm dögum eftir að lán er tilbúið til afhendingar , óháð því hvenær það er greitt út . Fyrir liggur að lá n stefnanda var tilbúið 9 . maí 2008 og skyldi lánið því samkvæmt framangreindu bera vexti frá 14. maí 2008. Samkvæmt 1. mgr. 19. gr. laga nr. 44/1998 skulu ÍLS - veðbréf vera verðtryggt með vísitölu neysluverðs en að mati dómsins var grunnvísitala bréfsins , 290,4 stig , í samræmi við 14. gr. laga nr. 38/2001 , um vexti og verðtryggingu . Þá er einnig litið til þess að s tefnandi samþykkti með undirritun sinni að upphafsdagur vaxta væri 14. maí 2008 og að skuldin væri bundin vísitölu neysluverðs miðað við grunnvísitöluna 290,4 stig . Þar sem skilmálar bréfsins um vexti og verðbætur eru í samræmi v ið lög er ekki unnt að fallast á skaðabóta kröfu stefnanda enda verður að gera þá kröfu að stefnandi hafi kynnt sér ákvæði b réfsins um upphafsdag vaxta og verðtryggingu þess fyrir undirritun. Þá verður ekki séð að sá dráttur sem varð á útgáfu bréfsins sé á ábyrgð stefnda enda ljóst af gögnum málsins að stefndi samþykkt i lánsumsókn stefnanda, afgrei ddi lánið og aflétt i áhvílandi veðum í maí 2008. Að mati dómsins liggur jafnframt fyrir að stefnandi fékk veðbréfið afhent á árinu 2008 þar sem skýrt er kveðið á u m vexti og grunnvísitölu þess. Hafði stefnandi því frá þeim tíma allar þær upplýsingar sem skaðabótakrafa hans byggist á og er krafan því fyrnd samkvæmt 9. gr. laga nr. 150/2007, um fyrningu kröfuréttinda. Með vísan til þess sem að framan greinir hafnar d ómurinn öllum kröfum stefnanda og er stefndi því sýknaður í máli þessu . Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður falli niður. Sigrún Guðmundsdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, ÍL - sjóður, er sýknaður af kröfum stefnanda, A . Málskostnaður fellur niður. Sigrún Guðmundsdóttir