Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur þriðjudaginn 12. júlí 2022 Mál nr. S - 4574/2021: Ákæruvaldið (Kristín Ingileifsdóttir saksóknari) gegn X , (Inga Lillý Brynjólfsdóttir lögmaður) Y , (Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður) Z , (Arnar Heimir Lárusson lögmaður) Þ , (Arnar Kormákur Friðriksson lögmaður) Æ , ( Ómar Örn Bjarnþórsson lögmaður) Ö (Sveinn Andri Sveinsson lögmaður) og XX (Þyrí Halla Steingrímsdóttir lögmaður) Dómur A. Ákæra, dómkröfur o.fl.: Mál þetta, sem var þingfest 25. október 2021 og tekið til dóms 22. júní 2022 , var höfðað með ákæru héraðs saksóknara 23. september 2021 á hendur X , kt. [...] , [...] , Y , kt. [...] , [...] , Z , kt. [...] , [...] , Þ , kt. [...] , [...] , Æ , kt. [...] , [...] , og Ö , kt. [...] , [...] , og til upptöku ávinnings á hendur XX , kt. [...] , [...] , eins og hér greinir: Á hendur ákærðu Æ , Ö , Y , Z og X fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa föstudaginn 9. september 2016, í iðnaðar húsnæði við [...] í [...] , haft í vörslum sínum, í sölu - og dreifingarskyni, samtals 522 kannabisplöntur, 9.391,20 g af maríhúana og 2 17.274,90 g af kannabislaufum, og að hafa um nokkurt skeið fram til þess dags ræktað greindar plöntur. II. 1. Á hendur Þ fyrir peningaþvætti um nokkurt skeið fram til 16. desember 2015, nánar tiltekið með því að hafa tekið við og aflað sér ávinnings af refsiverðri hátt semi að fjárhæð að lágmarki samtals 27.024.400 krónur, sem hún síðan ráðstafaði að mestu til kaupa á faste ign merkt [...] að [...] , [...] , fastanúmer [...] , samkvæmt kaupsamningi dagsettum 4. desember 2014. Kaupverðið, 27.000.0000 k r ónur, greiddi ákærða með ávinningi af refsiverðum brotum með fjórum millifærslum út af bankareikningum hennar nr. [...] og [...] . Greiðslurnar voru fram kvæmdar 2. desember 2014, 1. júní 2015, 31. ágúst 2015 og 30. nóvember 2015. Í að draganda greiðslnanna lagði ákærða Þ samtals 5.914.000 krónur í reiðufé inn á bankareikninga sína nr. [...] og [...] . Á sama tímabili mót tók ákærða á ofangreinda bankareikninga sína ávinning af refsiverðum brotum samtals 21.110.400 krónur frá meðákærðu, þar af samtals 9.597.500 krónur með [reiðufjár innlögn um] frá meðákærða, Æ , samtals 5.263.000 krónur með [reiðufjár innlögn um] og millifærslum f rá meðákærða Y og samtals 6.249.900 krónur með [reiðufjárinnlögnum] og millifærslum frá meðákærða Ö eins og nánar sundur liðast í töflu hér að neðan: Dags. Greiðandi Inn á reikning Fjárhæð Athugasemd 1.6.2015 Y [...] 1.398.000 Millifært af reikningi 28.8.2015 Y [...] 1.000.000 Innlagt reiðufé 28.8.2015 Y [...] 1.000.000 Innlagt reiðufé 31.8.2015 Y [...] 500.000 Millifært af reikningi 28.11.2014 Y [...] 1.365.000 Innlagt reiðufé 5.263.000 29.5.2015 Þ [...] 1.000.000 Innlagt reiðufé 26.11.2015 Þ [...] 1.401.000 Innlagt reiðufé 30.11.2015 Þ [...] 800.000 Innlagt reiðufé 27.11.2014 Þ [...] 1.365.000 Innlagt reiðufé 1.12.2014 Þ [...] 1.348.000 Innlagt reiðufé 5.914.000 28.5.2015 Æ [...] 1.400.000 Innlagt reiðufé 29.5.2015 Æ [...] 1.000.000 Innlagt reiðufé 26.8.2015 Æ [...] 2.197.500 Innlagt reiðufé 26.11.2015 Æ [...] 3.000.000 Innlagt reiðufé 26.11.2015 Æ [...] 2.000.000 Innlagt reiðufé 3 9.597.500 1.12.2014 Ö [...] 1.350.000 Millifært af reikningi 29.5.2015 Ö [...] 1.199.900 Millifært af reikningi 1.6.2015 Ö [...] 1.200.000 Millifært af reikningi 28.8.2015 Ö [...] 2.500.000 Innlagt reiðufé 6.249.900 Alls 27.024.400 Þann 16. desember 2015 var gengið frá afsali vegna kaupa ákærðu Þ á ofan greindri fasteign og sama dag afsalaði ákærða fasteigninni yfir til [...] ., án þess að endurgjald kæmi fyrir, en félagið var í eigu meðákærðu Æ eigin manns hennar og Y sonar hennar. Eignastaða ákærðu Þ samkvæmt skattframtölum hennar gjaldár in 2013 til og með 2016 var neikvæð og framtaldar tekjur hennar á þeim árum voru á bilinu 2.455.952 krónur til 3.215.608 krónur. 2. Á hendur ákærða Æ fyrir peningaþvætti um nokkurt skeið fram til 8. nóvember 2016, með því að hafa tekið við, geymt, aflað sér og ráðstafað ávinningi af refsi verðum brotum að fjárhæð að lágmarki 19.908.826 krónum, nánar tiltekið: a) Með því að leggja samtals 9.597.500 krónur í reiðufé inn á bankareikninga með ákærðu Þ nr. [...] og [...] , vegna kaupa á fasteign merktri [... ] að [...] , [...] , eins og lýst er í 1. tl. II. kafla ákæru. b) Með því að veitta viðtöku á 8.000.000 króna í reiðufé á bankareikningi sínum nr. [...] frá meðákærða Ö , og með því að móttaka 2.050.000 krónur í reiðufé inn á bankareikning nr. [...] , en fjárm unina samtals 10.050.000 krónur millifærði ákærði Æ í kjölfarið inn á banka reikn ing [...] . nr. [...] , þaðan sem þeim var ráð stafað til kaupa á fasteign merktri [...] að [...] , [...] , fasta númer [...] , í samræmi við kaupsamning frá 20. nóvember 2015. Dags. Greiðandi Inn á reikning Fjárhæð Athugasemd 4.11.2015 Ö [...] 7.000.000 Innlagt reiðufé 4.11.2015 Ö [...] 1.000.000 Innlagt reiðufé 17.11.2015 Æ [...] - 8.000.000 Millifært til [...] . 22.12.2015 Æ [...] 2.050.000 Millifært í kjölfar reiðufjárinnlagnar 10.050.000 4 c) Með því að geyma hluta þeirra fjármuna sem taldir eru vera ávinningur af brot um samkvæmt I. kafla ákæru, eða eftir atvikum öðrum refsiverðum brot - um, samtals 172.000 krónur og 590 EUR (m.v. gengi 14.9.2021 89.326 ISK) sem lagt var hald á hjá ákærða við handtöku í 9. september 2016. Eignastaða ákærða Æ samkvæmt skattframtölum hans gjaldárin 2013 til og með 2016 var neikvæð en framtaldar tekjur hans á þeim árum voru á bilinu 1.262.803 krónur til 3.957.520 krónur. 3. Á hendur ákærða Y fyrir peningaþvætti um nokkurt skeið fram til 8. nóv ember 2016, með því að hafa tekið við, geymt, aflað sér og ráðstafað ávinningi af refsi verð um brotum að fjárhæð að lágmarki 17.394.000 krónum, nánar tiltekið: a) Með því að leggja samtals 5.263.000 krónur inn á bankareikninga meðákærðu Þ nr. [...] og [...] , vegna kaupa á fast eign merktri [...] að [...] , [...] , eins og lýst er í 1. tl. II. kafla ákæru. b) Með því að millifæra 10.000.000 krónur inn á bankareikning [...] , nr. [...] , vegna kaupa á fasteign merktri [...] að [...] , [...] . Að baki framangreindum millifærslum ákærða Y lágu reiðufjárinnlagnir inn á bankareikning hans nr. [...] , eins og nánar sundur liðast í töflu hér að neðan: Dags. Greiðandi Inn á reikning Fjárhæð Athugasemd 17.11.2015 Y [...] 4.000.000 Millifært í kjölfar reiðufjárinnlagnar 16.12.2015 Y [...] 2.000.000 Millifært í kjölfar reiðufjárinnlagnar 23.12.2015 Y [...] 4.000.000 Millifært í kjölfar reiðufjárinnlagnar 10.000.000 c) Með því að geyma hluta þeirra fjármuna sem taldir eru vera ávinningur af brotum samkvæmt I. kafla ákæru, eða eftir atvikum öðrum refsiverðum brot - um, samtals 2.131.000 krónur í reiðfé, en lagt var hald á annars vegar 1.126.000 krónur þann 9. september 2016 við húsleit á heimili ákærða að [...] , [...] , og í bifreið hans nr. [...] og hins vegar 1.005.000 krónur í bankahólfi nr. [...] hjá [...] þann 16. september 2016. 5 Eignastaða ákærða Y samkvæmt skattframtölum gjaldárin 2013 til og með 2016 var neikvæð en framtaldar tekjur hans á þeim árum voru á bilinu 2.686.744 krónur til 8.164.265 krónur. 4. Á hendur ákærða Ö fyrir peningaþvætti um nokku rt skeið fram til 8. nóvember 2016 með því að hafa tekið við, geymt, aflað sér og ráðstafað ávinningi af refsiverðum brot um að fjárhæð að lágmarki 18.020.900 krónum, nánar tiltekið: a) Með því að leggja samtals 6.249.900 krónur í reiðufé og með millifærslu m inn á bankareikninga meðákærðu Þ nr. [...] og [...] , vegna kaupa á fasteign merktri [...] að [...] , [...] , eins og lýst er í 1. tl. II. kafla ákæru. b) Með því að leggja samtals 8.000.000 króna í reiðufé inn á bankareikning með - ákærða Æ nr. [...] , sbr. [b - lið] 2. tl. II. kafla ákæru. c) Með því að geyma hluta þeirra fjármuna sem taldir eru vera ávinningur af brotum samkvæmt I. kafla ákæru, eða eftir atvikum öðrum refsiverðum brot - um, samtals samtals 3.771.000 krónur í reiðfé, en við rannsókn málsin s var lagt var hald á 61.000 krónur við húsleit á heimili ákærða að [...] , [...] , þann 10. september 2016 og alls 3.710.000 krónur í bankahólfi nr. [...] í [...] þann 15. september 2016. Eignastaða ákærða Ö samkvæmt skattframtölum gjaldárin 2013 til og me ð 2015 var neikvæð og framtaldar tekjur hans á þeim árum voru á bilinu 792.766 krónur til 2.310.805 krónur. Ákærði skilaði ekki inn skattframtali gjaldárið 2016. III. 1. Á hendur ákærða X fyrir peningaþvætti með því að hafa um nokkurt skeið fram til 9. s eptember 2016, tekið við og aflað sér ávinnings af refsiverðum brotum að lág marki að fjárhæð 2.641.000 krónur í formi reiðufjár og í kjölfarið ráðstafað samtals 2.450.000 krónum inn á bankareikning [...] ., nr. [...] . Með hátt seminni aflaði ákærði sér ávinnings að lágmarki að fjárhæð 191.000 krónur. Ráð stöfun ákærða á fjármunum til [...] . sundurliðast sem og hér greinir: Dagsetning Greiðandi Inn á reikning Fjárhæð Athugasemd 06.09.2016 X [...] 350.000 Millifært í kjölfar reiðufjárinnlagnar 12.08.2016 X [...] 350.000 11.07.2016 X [...] 350.000 Millifært í kjölfar reiðufjárinnlagnar 6 30.05.2016 X [...] 350.000 Millifært í kjölfar reiðufjárinnlagnar 29.04.2016 X [...] 350.000 01.04.2016 X [...] 350.000 Millifært í kjölfar reiðufjárinnlagnar 01.03.2016 X [...] 350.000 2.450.000 2. Á hendur ákærða Z fyrir peningaþvætti með því að hafa um nokkurt skeið fram til 9. september 2016, tekið við og aflað sér ávinnings af refsiverðum brotum að lágmarki að fjárhæð 9.381.000 krónur í formi reiðufjár og í kjölfarið ráðstafað samtals 3.150.000 krónum inn á banka reikning [...] ., nr. [...] . Með hátt seminni aflaði ákærði sér ávinnings að lágmarki að fjárhæð 6.231.000 krónur. Ráð stöfun ákærða á fjármunum til [...] . sundurliðast sem og hér greinir: Dagsetning Greiðandi Inn á reikning Fjárhæð Athugasemd 2.9.2016 Z [...] 350.000 Millifært í kjölfar reiðufjárinnlagnar 4.8.2016 Z [...] 350.000 Millifært í kjölfar reiðufjárinnlagnar 11.7.2016 Z [...] 350.000 Millifært í kjölfar reiðufjárinnlagnar 30.5.2016 Z [...] 350.000 Millifært í kjölfar reiðufjárinnlagnar 28.4.2016 Z [...] 350.000 Reiðufé lagt beint inn á félagið 31.3.2016 Z [...] 350.000 Millifært í kjölfar reiðufjárinnlagnar 1.3.2016 Z [...] 350.000 Millifært í kjölfar reiðufjárinnlagnar 25.1.2016 Z [...] 350.000 Reiðufé lagt beint inn á félagið 5.1.2016 Z [...] 350.000 Reiðufé lagt beint inn á félagið 3.150.000 IV. Á hendur Æ og Y , fyrrum fyrirsvarsmönnum og eigendum [...] fyrir peningaþvætti með því að hafa veitt móttöku á ávinningi af refsi verð um brotum á bankareikningi félagsins nr. [...] , samtals að fjárhæð 25.650.000 krónur á tímabilinu 17. nóvember 2015 til og með 6. sept ember 2016, líkt og lýst er í b lið 2. og 3. tl. II. kafla ákæru og 1. og 2. tl. III. kafla ákærunnar. Í kjölfarið var fjármununum ráðstafað í þágu félagsins til kaupa á iðnaðarbili [...] að [...] , fastanúmer [...] . V. Framangreint brot samkvæmt I. kafla ákæru telst varða við 173. gr. a. almennra hegn - ingarlaga nr. 19/1940. 7 Framangreind brot samkvæmt II. til IV. kafla ákæru teljast varða við 1. og 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærðu verði dæmd til refsing ar, upptöku og til greiðslu alls sakarkostn - aðar. VI. Að auki er krafist upptöku á haldlögðum verðmætum, líkt og hér greinir: Krafist er upptöku á 522 kannabisplöntum, 9.391,20 g af maríhúana og 17.274,90 g af kanna bis laufum, með vísan til 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. [14. gr.] reglu - gerðar nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. Þá er krafist upptöku á 110 gróðurhúsa - lömp um, 31 viftu, 110 straumbreytum, 66 svörtum plastbökkum, 13 þurrknetsgrindum, 12 loft síum, 7 loftblásurum, 2 tím arofum, úðabrúsa, framlengingarsnúru, 3 rafmagns - töflum, 3 grind erum, 2 vogum, 7 vatnsdælum, 2 ljósaperum, netarúllu og barka (munir [...] , [...] , [...] , [...] , [...] og [...] , muna skrá [...] ), 8 pokum af bambusstöngum (munur [...] , munaskrá [...] ), 5 hita mælum, einum skynjara (munur [...] og [...] , munaskrá [...] ) og kerru af gerðinni Stema SH 02 - 2 með skráningarnúmerinu [...] (munur [...] , muna skrá [...] ), með vísan til 7. mgr. 5. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglug erðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018 og 1. og 3. tl. 1. mgr. 69. gr. a. almennra hegn ingar laga nr. 19/1940, sbr. 2. gr. laga nr. 149/2009. Þá er krafist upptöku á eftirtöldum fjármunum með vísan til VII. kafla A. almennra hegn - ingarlaga nr. 19/1940, einkum 69., og 69. b. - f. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, eins og hér segir: 1. Að ákærða Æ verði gert að sæta upptöku á innistæðu að fjárhæð 10.000.000 króna af reikningi nr. [...] sem Lögreglustjórinn á höfuðborgar svæð inu stofnaði til að varðveita haldlagða fjármuni. Ofangreindir fjármunir voru hald lagðir við húsleit á heimili ákærða að [...] , [...] , þann 4. nóvember 2016. Þá verði ákærða Æ gert að sæta upptöku á innistæðu að fjárhæð 510.000 krónur af reikningi nr. [...] , en fjármunir voru haldlagðir 8. nóvember 2016 af bankareikningi ákærða nr. [...] . Loks verði ákærða Æ gert að sæta upptöku á innistæðu að fjárhæð 172.000 krónur af reikni ngi nr. [...] og hins vegar innistæðu að fjárhæð 590 EUR af bankareikningi nr. [...] 8 sem stofnaður var af Lögreglustjóranum á höfuð borgar svæðinu til að varðveita haldlagðan gjaldeyri, en fjármunirnir voru haldlagðir hjá ákærða 9. september 2016. 2. Að ákærða Ö verði gert að sæta upptöku á innistæðu að fjárhæð 600.000 krónur af reikningi nr. [...] , en fjármunirnir voru haldlagðir 4. nóvember 2016 við hús leit á heimili ákærða að [...] , [...] . Þá verði ákærða Ö gert að sæta upptöku á innistæðu að fjárhæ ð 3.710.000 krónur af reikn ingi nr. [...] , en fjármunirnir voru haldlagðir 15. september 2016 í banka hólfi nr. [...] hjá [...] í [...] . Loks verði ákærða Ö gert að sæta upptöku á innistæðu að fjárhæð 61.000 krónur af reikningi nr. [...] , en fjármu nirnir voru haldlagðir 10. september 2016 við hús leit á heimili ákærða að [...] , [...] . 3. Að ákærða Y verði gert að sæta upptöku á innistæðu að fjárhæð 1.126.000 krónur af reikningi nr. [...] , en fjármunirnir voru haldlagðir þann 9. sept ember 2016 við húsleit á heimili ákærða að [...] , [...] , og í bifreiðinni [...] . Þá verði ákærða Y gert að sæta upptöku á innistæðu að fjárhæð 1.005.000 krónur af reikningi nr. [...] , sem haldlagðir 16. september 2016 í bankahólfi nr. [...] hjá [...] á [ ...] . 4. Að ákærða Z verði gert að sæta upptöku á innistæðu að fjárhæð 2.500.000 krónur af reikningi nr. [...] , en fjármunirnir voru haldlagðir hjá ákærða 9. september 2016. 5. Að ákærða X verði gert að sæta upptöku á innistæðu að fjárhæð 191.000 krónu r af reikningi nr. [...] , en fjármunirnir voru haldlagðir hjá ákærða 9. sept ember 2016. 6. [...]. 7. Að ákærðu XX verði gert að sæta upptöku á fjármunum að fjárhæð 2.331.000 krónur af reikningi nr. [...] , en fjármunirnir voru haldlagðir 15. september 2016 í bankahólfi nr. [...] hjá [...] í [...] . 8. [...]. Ofangreindar u pptökukröfur taka einnig til áfallinna vaxta og verðbóta af hinum hald - 9 Mál ið var upphaflega einnig höfðað á hendur tveimur þrotabúum til upptöku fjármuna en ákæru vegna þess hluta málsins var endanlega vísað frá dómi með úrskurði Lands - réttar frá [...] 2021, í máli nr. [...] . Við framhaldsaðalmeðferð 22. júní sl. komu fram krö fur ákærðu um frá vísun á ákæru - köflum II - IV og VI frá dómi, sbr. samantekt hér síðar á dómkröfum ákærðu, auk þess sem dómurinn vék að hinu sama af sjálfsdáðum. Fór fram í einu lagi munnlegur mál - flutningur um form - og efnishlið máls. Ákæruvaldið gerir s ömu dómkröfur og greinir í ákæru, auk þess sem það gerir kröfu um að frávísunarkröfum verði hafnað, sem og að málinu verði ekki vísað frá dómi af sjálfs - dáðum og það fái að öllu leyti efnismeðferð. Ákærði X neitar sök samkvæmt ákæruköflum I og III/1. Han n krefst aðallega frá vísunar á ákærukafla III/1 en að öðru leyti krefst hann sýknu af þeim ákærukafla sem og af ákærukafla I. Ef ekki verður fallist á fyrrgreindar dómkröfur gerir hann kröfu um að ákvörðun refsingar verði frestað skilorðsbundið en að því frátöldu að honum verði dæmd vægasta refsing sem lög leyfa. Ákærði Y neitar sök og krefst þess aðallega að ákæruköflum II/3 og IV verði vísað frá dómi, sem og upptökukröfu samkvæmt ákærukafla VI/3. Verði ekki fallist á frá vísunar - kröfur þá gerir ákærð i kröfu um sýknu af ákæruköflum II/3 og IV og jafnframt að ákærði verði sýknaður af ákærukafla I. Að þessu frátöldu krefst ákærði vægustu refs ingar sem lög leyfa og hún verði skilorðsbundin að öllu leyti. Að auki er þess krafist að upp töku - kröfu samkvæ mt ákærukafla VI/3 verði hafnað en til vara að hún taki til lægri fjár hæðar. Ákærði Z neitar sök samkvæmt ákæruköflum I og III/2 og krefst aðallega sýknu af öllum kröfum ákæruvaldsins, til vara að ákvörðun refsingar verði frestað og til þrauta vara að h ann verði dæmdur til vægustu refsingar sem lög leyfa og að hún verði skilorðs bundin að öllu leyti. Ákærði heldur ekki uppi vörnum varðandi upptökukröfu sam kvæmt ákæru - kafla VI/4. Þessu til viðbótar beinir ákærði því að dómnum að taka til athugunar hvort vísa eigi ákæruköflum I og III/2 frá dómi af sjálfsdáðum. Ákærða Þ neitar sök og krefst þess aðallega að ákærukafla II/1 verði vísað frá dómi. Til vara krefst hún sýknu af öllum kröfum ákæruvaldsins og til þrautavara að hún verði dæmd til vægustu refsing ar sem lög leyfa. 10 Ákærði Æ neitar sök og krefst þess aðallega að ákæruköflum II/2 og IV verði vísað frá dómi en til vara að hann verði sýknaður af þeim köflum ákærunnar. Einnig er krafist sýknu af ákærukafla I. Að því frátöldu krefst hann vægustu refsing ar sem lög leyfa og jafn framt að upptökukröfum verði hafnað. Ákærði Ö játar sök samkvæmt ákærukafla I með þeirri athugasemd að hann hafi ein ungis komið að ræktun þeirra plantna sem greinir í þeim ákærukafla. Ákærði neitar sök sam - kvæmt ákærukafla II/4 og hafnar upptökukröfu samkvæmt ákærukafla VI/2. Ákærði krefst vægustu refsingar sem lög leyfa varðandi ákærukafla I. Þá krefst hann aðallega frá vísunar á ákærukafla II/4, til vara sýknu og til þrautavara vægustu refsingar. Ákærði krefst þess að fyrrgrei ndri upptökukröfu verði aðallega hafnað en til vara að hún taki til lægri fjárhæðar. Ákærða XX fellst ekki á upptökukröfu samkvæmt ákærukafla VI/7 og krefst þess að henni verði hafnað. Af hálfu allra ákærðu er þess krafist að sakarkostnaður verði að öllu leyti greiddur úr ríkis sjóði, þar með talin hæfileg málsvarnarlaun skipaðra verjanda, sbr. tímaskýrslur. Af hálfu allra ákærðu er vörnum ekki haldið uppi varðandi kröfu um upptöku á haldlögðum fíkni efnum og munum vegna kannabis ræktunar. B. Málsa tvik: 1. Samkvæmt frumskýrslu bárust miðlægri rannsóknardeild lögreglustjórans á höfuð - borgar svæðinu upplýsingar á ár inu 2016 um meinta framleiðslu fíkniefna í atvinnu hús - næði á þeim stað sem greinir í ákæru. Var í framhaldi hlutast til um könnun á því hvort fram komnar upplýsingar ættu við rök að styðjast, meðal annars með eftirliti hjá hús - næðinu. Þann 5. september fyrrgreint ár urðu lögreglumenn varir við bifreiðir og manna - ferðir hjá húsnæðinu og beindist grunur lögreglu að eigendum t éðra bifreiða, sem og eig end um eða stjórnarmönnum [...] ., skráðum eiganda húsnæðisins eða öðrum grunuðum, þ.e. ákærðu Æ , Y , Ö , X og Z . Þann 9. september sama ár urðu lögreglumenn varir við ákærða Æ koma á bif reið að hús næðinu. Gáfu téðir lögreglu m enn sig á tal við Æ og leituðu skýringa á ferðum hans. Kvaðst hann vera með umráð ná lægs geymsluhúsnæðis og vera kom inn til að sækja 11 tiltekna muni. Að sögn lögreglu virtist Æ vera stressaður þegar spurt var nánar út í hvaða starfsemi færi fram í öðrum hl uta húsnæðisins. Að sögn lög reglu vísaði hann á félag á vegum sonar síns sem færi með umráð og starf semi og gaf mis vísandi svör. Heimilaði hann lögreglumönnum að fylgja sér inn í geymslu húsnæðið. Þegar komið var inn í húsnæðið urðu lögreglumenn vari r við hljóð frá viftu, auk þess sem kannabis lykt lagði fyrir vit þeirra og munir tengdir ræktun voru sjáanlegir. Að sögn lögreglu virtist þetta gefa til kynna að grunur hennar væri á rökum reistur um að ræktun kannabis plantna færi fram í húsnæðinu eða að liggjandi lokuðum rýmum. Óskuðu lög - reglu menn eftir því að ákærði Æ opnaði fyrir þeim nálægar dyr sem voru læstar. Að sögn lögreglu var hann tregur til að verða við þeirri beiðni og gaf misvísandi svör. Leiddi þetta til þess að hann var handtekinn, grunað ur um aðild að fíkniefna broti. Í fram haldi voru dyrnar opnaðar með lykli úr fórum hins handtekna og farið inn í aðliggjandi rými. Þar inni og í öðrum nálægum rým um, samtengdum, reynd ist vera í gangi um fangs mikil kannabisræktun með fjölda plantna og margvíslegum ræktunar búnaði. Að auki reyndust ákærðu X og Z vera staddir þar inni og virtust þeir vera að vinna í ræktun inni þegar lögreglu bar að. Leiddi þetta til þess að þeir voru hand teknir í þágu rannsóknar máls ins, grunaðir um aðild að fíknief nabroti. Í framhaldi voru fleiri lögreglumenn kallaðir til starfa á vettvangi og var viðbúnaður lög - reglu með meira móti. Við vettvangsrannsókn kom í ljós að hús næðið hafði verið útbúið með fremur vönduðum og ítarlegum hætti til ræktunar kannabisplantna. Var um að ræða húsnæði með marg vís legri hólfaskiptingu og búnaði, þar með talið ljósa - , vökvunar - og loftræsti bún aði. Lögregla lagði hald á téða muni, auk annarra sakargagna, þar með talið kannabis plöntur og önnur fíkni efni. Meðal málsgagna eru ítar legar skýrslur tæknideildar með ljósmyndum sem sýna umrætt húsnæði, kannabisplöntur og önnur fíkniefni, útbúnað til ræktunar og önnur sakargögn. Þá var samkvæmt rannsókn tækni deildar fingrafar sem greindist á haldlögðum mun úr hús næðinu af ákærða X . Sama dag var ákærði Y handtekinn á þáverandi heimili sínu. Hið sama var um ákærða Ö , sem gaf sig fram við lögreglu næsta dag, en hans hafði verið leitað út af rann sókninni. Þeir eru hálfbræður, samfeðra, synir ákærða Æ . Ákærði Y er sonur ákærðu Þ og ákærði Ö er stjúpsonur hennar. Þá voru ákærðu Ö og XX hjón á þessum tíma. Leiddi þetta til þess að rannsókninni var einnig beint að ákærðu Þ með réttarstöðu sakbornings en að ákærðu XX með réttarstöðu vitnis. Þá var ákærðu Æ , Y og Ö gert að sæta nokkur ra daga gæslu varðhaldi vegna rannsóknar hagsmuna á fyrstu dögum rannsóknarinnar. Við rann - sókn máls ins í upp hafi og næstu daga á eftir voru gerðar leitir í hús næði og bifreiðum á vegum sak borninga og lagt hald á margvísleg sakar gögn, þar með talið r eiðufé. Að auki 12 voru gerðar leitir í banka hólfum og lagt hald á skjöl og reiðufé. Meðal máls gagna er fjöldi skýrslna um öflun og úrvinnslu téðra gagna, auk fylgiskjala. Á síðari stig um rannsóknar innar reyndi á lögmæti fyrrgreindrar haldlagningar að hl uta, sbr. dóma Hæsta - réttar Íslands í málum nr. [...] og [...] . 2. Samkvæmt skýrslum og ljósmyndum tæknideildar lögreglu reyndust samtals 522 kannabis plöntur vera í ræktun í pottum í húsnæðinu umræddan dag. Voru þær á mis mun - andi vaxtarstigi, á bi linu 40 141 cm, flestar fremur mikið laufgaðar og reisulegar. Þá var heildar þyngd plantnanna 200.323,37 g. Að auki var lagt hald á tilbúin efni pökk uð í plast umbúðir, samtals 9.391,30 g af maríjúana, og samtals 17.274,90 g af kanna bis - laufum. Hlut i téðra plantna, 52 talsins, var sendur í frekari rannsókn til Rann sókna stofu Háskóla Íslands í lyfja - og eiturefnafræði. Samkvæmt matsgerð rann sóknar stof unnar reynd ist magn tetra hýdró kannabínóls í þurrum sýnum vera á bil inu 6,0 mg/g til 65 mg/g . Þá var reiknað magn sama efnis í sýnunum á bilinu 1,8 mg/g til 17 mg/g. Samkvæmt matsgerð sérfræðings við Landbúnaðarháskóla Íslands, sem lögregla aflaði við rannsókn málsins, var umrædd kannabisræktun útbúin af mikilli fagmennsku. Fjöldi haldlagðra g róðurlampa, 110 talsins, var talinn gefa frá sér nægjanlega orku til að há - marka kannabisframleiðslu í umræddri ræktunaraðstöðu. Hinar haldlögðu plöntur, 522 tals ins, voru taldar geta gefið af 30 60 kg af tilbúnu maríjúana miðað við að þær hefðu verið ful lþroska og í góðri ræktun. Einnig var talið að vel heppnuð ræktun hefði í hvert skipti getað gefið af sér um 100 kg af til búnu maríjúana miðað við 90% nýtingu á ræktunar rými. Þá var talið að á einu ári hefði verið unnt að ná þremur upp sker um. Að því v irtu hefði heildaruppskera á hverju ári getað verið um 300 kg, og allt að 400 kg mið að við aðfengna og vel stálpaða græðlinga. Þessu til viðbótar var talið að nýta hefði mátt blöð og stöngla af plöntunum til að búa til hassolíu. Meðal málsgagna eru gö gn um símanotkun, símasamskipti og skeytasendingar milli sakborninga, ákærðu Y , Æ , Ö , X og Z . Þá liggur fyrir ítarleg lögreglu skýrsla með fylgi - skjölum sem lýtur að greiningu á téðum gögnum á sex mán aða tímabili, frá 13. mars 2016 til 9. september sama ár. Laut greiningin í fyrsta lagi að því hvernig síma notkun fyrrgreindra sakborninga dreifð ist á fjarskiptasenda og hversu stór hluti hennar var á sendum sem þjóna [...] og nágrenni. Í annan stað laut greiningin að því hvernig síma - notkun þeirra dreifð ist á sendana eftir mánaðar - og vikudög um. Í þriðja lagi laut greining að því að taka til athugunar hvort sami sími hefði komið oftar en einu sinni sama dag inn fram á sendi við [...] og hvort símar fleiri en eins sakbornings hefðu komið þar fram. Að auki hvernig símanotkun á svæðinu sam rýmd ist öðrum gögnum í málinu eins og til 13 dæmis SMS - samskiptum og skráningum í daga töl sím tækja sak borninga. Í fjórða lagi skyldi kanna hvort símagögn bentu til þess að sakborn ingar hefðu verið að sinna téðri ræ ktun. Þessu til viðbótar er meðal gagna málsins lögreglu skýrsla, auk ítarlegs fylgiskjals, svo - kölluð tíma lína, með upplýsingum um ætluð samskipti sakborninga, fjármálafærslur og aðrar færslur í tíma röð. Eru gögn þessi ætluð til skýringar á innbyrðis ætluðum tengslum og atvikum og meintri aðkomu sakborninga að þeim. 3. Frekari rannsókn málsins laut að meintu peningaþvætti á ætluðum ávinn ingi meintra refsi verðra brota og hverfðist sú rannsókn fyrst og fremst um fjármögnun, kaup og sölu á fyrr greindri fasteign að [...] . Í fyrsta lagi samkvæmt kaupsamningi 4. des ember 2014 (iðnaðarbil [...] ) þar sem ákærða Þ var skráður kaupandi. Í annan stað sam kvæmt kaupsamningi 20. nóv ember 2015 (iðnaðarbil [...] ) þar sem félagið [...] . var skráður kaup - an di. Í þriðja lagi þar sem fyrra iðnaðarbilið ( [...] ) var með afsali 16. desember 2015 fært af nafni ákærðu Þ yfir á fyrrgreint einka hluta félag án þess að greiðsla kæmi á móti. Í fjórða lagi með sölu félagsins á öllu fyrr greindu húsnæði 2. nóvember 2016 til ótengds aðila. Meðal málsgagna eru ítar legar rann sóknar skýrslur með fylgi skjöl um sem lúta meðal annars að fjármálagreiningu héraðssaksóknara á ætlaðri söfnun fjármuna, reiðufjárinnlögnum og millifærslum í tengslum við kaup samnings greiðslur, a uk annarrar meðferðar á fjármunum, að því er varðar ákærðu Þ , Æ , Y , Ö , X og Z , allt eins og nánar er rakið í II. - IV. kafla ákæru, sbr. undirkafla. Að sögn lögreglu, byggt á téðri fjármálagreiningu, virtust ákærðu mót taka, geyma, afla og ráðstafa nánar til greindum fjár munum, ætluðum ávinn ingi af refsi verðri hátt semi, aðallega í tengslum við umrædd fasteignakaup. Í mál inu er hins vegar ágrein ingur um hvort uppruna fjármunanna megi rekja til refsi verðrar háttsemi og/eða hvort ákærðu hafi verið kunnugt um að svo væri. Um téða fjár mála rannsókn vísast að öðru leyti til vættis lögreglu fulltrúa nr. [...] fyrir dómi, sbr. lið nr. C/14. Að auki var lagt hald á fjár muni hjá ákærðu Æ , Ö , Y , Z og X , auk fjár muna sem fundust í bankahólfi ákærðu XX , þ áverandi eiginkonu ákærða Ö , allt eins og nánar greinir í VI. kafla ákæru. Fyrrgreint einkahlutafélag og dóttur félag sama félags, [...] ., en hið síðarnefnda tók við hluta af söluandvirði téðrar fasteignar, voru síðar tekin til gjald - þrotaskipta. Lauk skip tum þrotabúanna fyrir máls höfðun og voru þau afskráð í fyrirtækjaskrá á þeim tíma. Ákæru í máli þessu var upp haf lega beint að þrota búum téðra félaga með upptökukröfum á fjár munum en þeim hluta máls ins lauk með frávísun ákæru eins og áður greinir. 14 Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu fór framan af með fyrrgreinda rannsókn en hún færðist á síðari stigum til héraðssaksóknara, að því er varðar meint peningaþvætti. Við rann sóknina var á tímabili leitast við að afla gagna frá fjármálafyrirtækjum erlendis. Skýrslu tökur af ákærðu fóru fram á tíma bili frá sept ember til nóvember 2016, auk þess sem viðbótarskýrslutökur af ákærðu vegna meints peninga þvættis fóru fram í maí 2021 hjá embætti héraðs saksóknara. 4. Í aðalatriðum var framburður ákærðu X og Z við rannsókn málsins hinn sami og þeir báru um fyrir dómi. Þeir gengust við nánar tilgreindri þátttöku í meintu fíkni efnabroti, greindu frá ætlaðri aðkomu ákærðu Æ , Y og Ö að þeim meintu brotum, og einnig könn - uðust þeir við tilteknar tilfærsl ur á fjármunum, sbr. nánar reif anir á framburði þeirra fyrir dómi í liðum C/4 - 5. 5. Í aðalatriðum var framburður ákærða Æ hjá lögreglu varðandi aðkomu að meintri fíkniefna ræktun með svipuðum hætti og síðar fyrir dómi. Hann neit aði því að tengjast slíkri starf semi og kvaðst hafa verið að sækja muni í húsnæðið daginn sem hann var hand tekinn. Þá væri hann fyrir svars maður félags sem ætti húsnæðið og leigði það til með ákærðu X og Z . Ákærði neitaði endurtekið að uppruni fjármuna tengd ist meintri refsi verðri háttsemi og kannaðist hann ekki við meint peningaþvætti. Ákærði neitaði endur tekið að svara spurningum á grund velli þagnar rétts sak born ings og vegna fjöl - skyldu tengsla við aðra sakborninga. Að öðru leyti kom fram við f yrstu skýrslutöku af ákærða Æ hjá lögreglu, 10. sept ember 2016, að hann og með ákærði Y hefðu keypt umrædda fasteign að [...] (iðnaðarbil [...] ) og hvor um sig lagt tólf og hálfa milljón króna til kaup anna. Við fjórðu skýrslutöku af ákærða Æ hjá lögreglu 13. október 2016 kom meðal annars fram að hann og meðákærðu Y og Ö hefðu keypt umrædda fasteign. Kaupin hefðu verið fjár mögnuð með sér eign meðákærðu Þ , peningum sem þau hefðu lagt til hliðar þegar þau ráku [...] . Þau hefðu lagt 25 30 milljónir króna til hliðar í kringum árið 2005. Þau hefðu selt húsnæði og aðrar eignir með miklum hagnaði og ákærði í fram haldi verið með fjár festingu í [...] . Hvað varðaði fjármögnun á kaup um fast eign ar innar á [...] kvaðst ákærði hafa lagt um tíu milljónir króna til kaup anna og síðan hefði hann lánað meðákærða Y einhverja fjármuni. Fjármun irnir hefðu verið sér eign með ákærðu Þ og geymdir í bankahólfi í [...] . Þá kvaðst ákærði ekki muna hvort hann eða meðákærða Þ hefði sótt peningana í banka hólfið í 15 tengsl um við fyrr greind fasteignakaup. Ákærði og meðákærðu Y og Ö hefðu lagt fjármuni inn á bankareikning meðákærðu Þ fyrir greiðslunum og pen ing arnir hefðu komið frá þeim þremur. Þá hefði hluti fasteignarinnar verið færður yfir á [...] þegar réttaráhrif gjaldþrots hans höfðu fallið niður og búið var að stofna félagið. Varðandi fjár - mögnun á seinni fasteigninni (iðnaðarbil [...] ) þá kvaðst ákærði ekki muna hvernig þeim greiðslum var háttað. Hann sjálfur og meðákærðu Y og Ö hefðu lagt fjár muni til kaupanna, auk þess sem hann hefði lánað Y að hluta fyrir þeim kaupum. Þessu til viðbótar kom meðal annars fram við fimmtu skýrslutöku af ákærða Æ hjá lögreglu, þ.e. 27. maí 2021, að hann hefði orðið gjaldþrota á árunum 2009 2010. Ákærði hefði að nokkru marki haft framf ærslu af peningum sem hann hefði lagt til hliðar nokkrum árum áður og hann hefði ekki gert grein fyrir þeim við skipti þrotabúsins. Þá fjár muni mætti rekja til hárra peningaúttekta úr rekstri [...] sem hann var með á árum áður. Hann hefði á árunum 2000 2006 tekið 50 100 milljónir í peningum úr þeim rekstri og geymt á ýmsum stöðum, meðal annars í bankahólfi hjá tengdaforeldrum. Þá var framburður hans í aðalatriðum í samræmi við það sem hann bar um við meðferð máls ins fyrir dómi og um það vísast ti l reifunar á skýrslu hans fyrir dómi, sbr. lið C/1. 6. Í aðalatriðum var framburður ákærða Ö hjá lögreglu um aðild að meintu fíkniefna broti með þeim hætti að hann hefði komið að því að útvega græðl inga og afhenda þá leigutökum húsnæðisins, meðákærðu X o g Z . Einnig hefði ákærði hjálpað til við að klippa niður plöntur en ræktunin hefði verið í eigu leigu takanna. Hann hefði fengið tvö hundruð þúsund krónur fyrir hvert skipti sem hann klippti niður plöntur. Þá hefði hann fengið fimm hundruð krónur fyrir hve rja plöntu sem hann sótti og kom með á staðinn en þær hefðu verið tvö til þrjú hundruð í hvert skipti. Þá kann aðist ákærði við að tengjast [...] og að hann hefði verið á fundi ásamt leigutökunum í húsnæðinu fjórum dögum fyrir téða húsleit þar sem eit thvað hefði verið rætt um ræktun ina og aðkomu leigutakanna að félaginu. Ákærði kvaðst að öðru leyti vegna fjöl skyldu tengsla ekki vilja tjá sig um meinta aðkomu föður síns og hálf bróður að ræktun inni, þar með talið hvort þeir hefðu verið á téðum fun di. Þá greindi ákærði Ö meðal annars frá því við skýrslutöku hjá lögreglu 14. september 2016, sem var sú önnur í röðinni, að hann vissi ekki um hagnað sinn af meintu fíkni efna - broti. Greindi hann frá því að eiginkona hans á þeim tíma, meðákærða XX , hefð i verið með bankahólf og þar væru tvær milljónir króna geymdar sem hún hefði fengið frá föður sínum. Einnig greindi hann frá því að hafa verið með aðgang að banka hólfi móður sinnar og þar væru peningar í hans eigu frá svartri atvinnu starfsemi. 16 Við þ riðju skýrslutöku hjá lögreglu, 16. september 2019, greindi ákærði Ö meðal annars frá því að hafa verið með tekjur á þeim tíma sem um ræðir en hann hefði borgað sér lágmarks laun og unnið svarta vinnu. Þá hefði hann tekið háar fjárhæðir frá nánar tilgreind u einkahlutafélagi á sínum vegum og þar hefði verið um að ræða upphæðir sem hann hefði sjálfur áður verið bú inn að leggja inn á félagið. Þá hefði hann einnig notið góðs af arfi sem féll til hans. Kvaðst hann telja að um tvær milljónir króna væru eftir af arfinum og þeir fjár munir væru geymdir í banka hólfi meðákærðu XX . Það hefði verið til að halda þeim pen ing um utan við gjald þrotaskipti. Þá hefði hann verið með um 3,7 milljónir króna í öðru banka hólfi og þar væri um að ræða peninga af svartri vinnu og vegna endur greiðslu láns frá tilteknum manni. Við fjórðu skýrslutöku hjá lögreglu, 13. október 2016, greindi ákærði Ö meðal annars frá því að kaup meðákærðu Þ á fyrrgreindri fasteign (iðnaðarbili [...] ) hefðu verið fjárfest - ing sem ákærði hefði komið að. Hann hefði lagt um eina og hálfa milljón króna inn á banka reikning Þ og það verið lán. Þá kvaðst hann telja að umrædd fast eignakaup hefðu að öðru leyti verið fjármögnuð af peningum sem hún hefði fengið frá [...] . Frekar spurður um innlagnir á banka reikning meðákærðu Þ kvaðst hann ekki muna vel eftir því. Um hefði verið að ræða lán en hann ekki haft væntingar um að fá það greitt til baka. Þá hefði einnig verið verið lagt upp með að hann yrði hluthafi í [...] og þar með í fasteignunum. Frekar spurður um uppruna fjármuna sem hann hafði á milli handanna greindi ákærði frá því að um hefði verið að ræða sparnað og óuppgefna peninga. Einnig hefði honum áskotnast arfur og hluti hans verið nýttur til að endurgreiða tengdaföður hans lán. Þá hefði einhverju ver ið blandað saman við sparnað eiginkonu hans sem var í bankahólfi og eitthvað hefði verið nýtt til kaupa á bifreið. Jafn framt kvaðst hann hafa lánað meðákærða Æ um þrjár og hálfa milljón króna í reiðu fé og tekið það af arfinum. Þessu til viðbótar greindi ákærði frá því að það hefði staðið til að hann kæmi að rekstri [...]. Við síðustu skýrslutöku af ákærða hjá lögreglu, 27. maí 2021, greindi ákærði meðal ann - ars frá því að hann hefði orðið gjaldþrota á árinu 2014. Hann hefði í talsverðum mæli verið með svartar atvinnutekjur. Þá hefði meðákærði Æ látið hann fá reiðufé. Ákærði kvaðst ekki geta skýrt uppruna þess reiðufjár og vísaði í þeim efnum á meðákærða Æ . Greindi hann frá því að meðákærði Æ hefði um margra ára skeið verið með rekstur [...] þar sem tíðk aðist í miklum mæli að vera með reiðufé á milli handanna. Frekar spurður út í fjármögnun á kaupum umræddrar fasteignar (iðnaðarbils [...] ) kvaðst ákærði ekki muna vel eftir þeim atvikum. Vísaði hann til þess sem áður greinir um svartar atvinnutekjur, téðan arf og reiðufé sem hann hefði fengið frá með ákærða Æ . Frekar spurður út í [...] kvaðst ákærði ekki vera skráður eig andi félagsins en vís aði að öðru leyti 17 á meðákærða Æ . Þá kvaðst hann lítið muna eftir kaupum félags ins á umræddri fasteign (iðnaðarbili [...] ). Spurður heilt á litið út í ætlaðar óútskýrðar greiðslur vegna umræddra fasteignakaupa (iðnaðarbil [...] og [...] ) vísaði ákærði til þess sem áður greinir um svartar atvinnutek j ur og arf. Þá neitaði ákærði að tjá sig um reiðufjárinnlagnir sínar inn á eigin bankareikning sem notaðar voru til gjaldeyriskaupa. 7. Í aðalatriðum var framburður ákærða Y við fyrstu tvær skýrslutökur hjá lögreglu, 10. og 15. september 2016, með þeim hætti að hann hefði vitað af kannabisræktuninni og tekið þátt í henni með nánar tilgreindum hætti. Í framburði hans kom meðal annars fram að hann hefði aðstoðað við að klippa niður plöntur og það hefði einkum verið eftir að faðir hans veiktist. Hann hefði einnig komið að því að útbúa húsnæðið ásamt föður sín um. Hann hefði í rau n ekki viljað koma að ræktuninni en verið tilneyddur til þess vegna aðstæðna sem voru uppi. Gerði hann nánari grein fyrir plöntufjölda, tíðni uppskeru og því hvernig var staðið að ræktuninni. Þá hefði hann fengið greitt fyrir að sinna ræktun inni án þess að hann gæti lýst því nánar. Ákærði kannaðist við fyrr greindan fund með meðákærðu X og Z o.fl. og að málefni ræktunarinnar og fyrr greinds félags hefðu verið rædd á þeim fundi. X og Z hefðu í meiri mæli komið að dag legum verkum við ræktun ina og þeir verið leigjendur húsnæðisins sam kvæmt leigu samn ingum. Ákærði kvaðst hins vegar vegna fjöl skyldu tengsla ekki vilja tjá sig annars um meinta aðkomu föður síns og hálf bróður að ræktun inni. Þá kom meðal annars fram hjá ákærða að hann skildi ekki hva ð átt væri við með fjár þvætti og að föður hans væri ekki heimilt að nota peninga sem hann ætti og gætu verið af ólögmætum uppruna. Frekar spurður um peninga í bankahólfi í [...] greindi ákærði frá því að þeir væru hans eign og eitthvað af þeim hefði hann fengið úr fyrrgreindri starfsemi. Frekar spurður út í peninga sem hann lagði til [...] til kaupa á umræddu húsnæði kvaðst ákærði hafa sett einhverjar milljónir króna í það, reiðufé og aðra fjármuni frá föður sín um. Þá greindi ákærði frá því að fjárhagur h ans væri ekkert sérstaklega góður, fjárráð hans væru takmörkuð, auk þess sem hann skuldaði talsvert fé vegna eigin húsnæðis. Við þriðju skýrslutöku hjá lögreglu, 16. september 2016, greindi ákærði Y meðal annars frá því að foreldrar hans hefðu keypt fyrr i fasteignina á [...] (iðnaðar bil [...] ). Hann hefði í tengslum við það fengið talsverða upphæð í reiðufé og verið sagt að leggja peningana inn á bankareikning. Ákærði kvaðst sjálfur ekki eiga peninga á banka reikningum eða standa vel fjárhagslega vegna n ýlegs gjaldþrots. Kannaðist ákærði við að hafa verið með peninga í bankahólfi sem hann hefði nýlega tekið á leigu. Kvaðst ákærði vegna skyldleika við aðra sakborninga ekki vilja greina frá því hvaðan pening arnir væru en hann gerði ráð fyrir að þeir væru t ilkomnir vegna ólög legrar starfsemi. Eitt hvað af 18 peningunum hefði hann átt sjálfur og mest af þeim mætti örugglega rekja til kannabisframleiðslunnar. Kvaðst hann ekki vita hvað hann hefði fengið mikið greitt vegna ræktunarinnar en það hefði verið nokkrum sinnum í seðla búntum. Við fjórðu skýrslutöku hjá lögreglu, 13. október 2016, var framburður ákærða nokkuð breyttur. Greindi hann frá því að hafa lagt sparifé til kaupanna á fyrri fasteigninni á [...] (iðnaðarbili [...] ). Hann hefði geymt peningana hj á sér og safnað nokkr um milljónum króna í gegnum tíðina. Hann hefði alltaf átt mikið reiðufé og safnað pen ingum frá unga aldri. Þá hefði hann alltaf reynt að eiga varasjóð, tvær til fjórar milljónir. Ákærði kvaðst ekki muna hversu mikla peninga hann hefð i fengið frá föður sínum en eitthvað af fénu sem notað var til fasteignakaupanna hefði verið frá honum. Vísaði hann til fyrri skýrslu sinnar um peninga sem hann hefði fengið frá föður sínum og að faðir hans hefði alltaf átt peninga. Kvaðst ákærði lítið vit a um félagið [...] og ekki hafa komið að greiðslum eða bankafærslum í tengslum við það. Frekar spurður um kaup félags ins á seinni fasteigninni (iðnaðarbili [...] ) kvaðst ákærði lítið hafa komið að félag inu. Þá kvaðst hann ekki muna hvort hann hefði lagt til einhverja peninga vegna seinni fast eignakaupanna en mest af þeim hefði verið frá föður hans. Við fimmtu skýrslutöku hjá lögreglu, 6. maí 2021, kvaðst ákærði lítið muna eftir fjár - mögnun fasteignakaupanna og öðrum tengdum atvikum. Greindi hann að ö ðru leyti í megin atriðum frá því sama og áður, þar með talið að hann hefði alltaf átt mikið af pening - um og unnið fyrir þeim frá unga aldri. Var framburður hans með svipuðum hætti og hann greindi síðar frá við meðferð málsins fyrir dómi. Um það vísast að öðru leyti til reifunar á skýrslu hans fyrir dómi, sbr. lið C/3. 8. Í aðalatriðum var framburður ákærðu Þ á rannsóknarstigi með þeim hætti að við fyrstu skýrslutöku af henni 10. september 2016 greindi hún frá því að vera öryrki. Hún hefði verið skráð tímabundið sem eigandi húsnæðis að [...] þar sem með ákærðu Æ , Y og Ö hefðu verið gjaldþrota. Hún hefði ekki v itað hvernig kaupin voru fjármögnuð. Þá hefði hún fengið peninga til að greiða rafmagn og fasteigna gjöld. Hún hefði sjálf aldrei haft fjárhagslega burði til að standa undir fyrr greindum kaup um og útgjöldum. Fjárhagsstaða hennar og meðákærða Æ hefði ekki verið neitt sérstök. Hún hefði fengið arf og það væru peningar sem hún hefði til um ráða. Þá hefði með ákærði Æ stundum haft mikið fé á milli handanna og stund um ekkert en hún væri ekkert inni í hans fjárhagslegu málum. Við skýrslutöku 16. sama mánaða r kom meðal annars fram að hún ætti íbúð í [...] . Íbúðin væri hennar sér eign en yfirveðsett. Þá hefði móðir hennar lánað henni fyrir kaup unum. 19 Meðákærði Æ hefði tapað miklum fjármunum við gjaldþrot [...] , þau hefðu tapað öllum fjár munum sínum og örorkubætur væru einu tekjur hennar. Við skýrslutöku 13. októ ber sama ár greindi hún nánar frá kaupum á fyrrgreindu hús - næði. Kom meðal annars fram hjá henni að hún og meðákærði Æ hefðu verið með sam - eiginlegan fjárhag. Umrædd um pening um hefði verið safnað saman og þeir verið að mestu leyti frá meðákærða Æ en einnig að einhverju marki frá meðákærðu Y og Ö . Ákærða og með ákærði Æ hefðu verið búin að safna saman peningum á tímabili fyrir efnahagshrunið 2008. Það hefðu verið um tíu milljón ir króna og meira í hennar vörslum, sem varasjóður. Að öðru leyti hefðu þau greitt niður skuldir og fjárfest í [...] . Þá kvaðst hún hafa fengið peninga að láni til að kaupa fyrrgreinda íbúð í [...] þar sem þau hefðu ekki ætlað að hrófla við varasjóðnum en nota þá fjármuni síðar til fjárfestingar. Þessu til viðbótar var tekin skýrsla af ákærðu Þ 7. maí 2021 og var framburður hennar á þeim tíma í aðalatriðum með svipuðum hætti og hann var síðar fyrir dómi, að því marki sem hún mundi eftir atvikum. Um það ví sast til reifunar á skýrslu hennar fyrir dómi, sbr. lið C/6. 9. Framburður ákærðu XX hjá lögreglu var með svipuðum hætti og fyrir dómi, sbr. reifun í lið C/7, en hjá lögreglu hafði hún réttarstöðu vitnis. 10. Um málsatvik og rannsóknargögn að öðru leyt i vísast til reifunar á skýrslutökum fyrir dómi og til niðurstöðu kafla um einstök atriði úr skýrslum, rannsókn og öðrum sakar - gögn um, eftir því sem við á. C. Skýrslur fyrir dómi: 1. Ákærði Æ vildi ekki tjá sig um sakarefnið eða svara spurnin gum um meint brot samkvæmt I. ákærukafla. Þá skoraðist hann undan því að tjá sig um aðkomu með ákærðu sem tengdust honum fjölskyldu bönd um að meintu broti. Þannig neit aði ákærð i meðal annars að tjá sig eða svara spurningum um þátt annarra meðákærðu, hvo rt hann hefði verið í umræddu húsnæði 5. september 2016 og hvað hann hefði verið að gera þar, ætlaðan fund í hús næðinu, um að gengi sitt og lyklavöld að húsnæðinu, ætluð kaup á 20 að föngum í ræktun, síma gögn og merkingu þeirra og haldlögð skjöl. Þá vil di hann ekki svara því hvort hann hefði fengið með ákærðu Z og X til að koma að ræktun inni, hvort hann hefði veitt þeim leið beiningar og hvort hann hefði látið þá fá peninga til að greiða leigu. Frekar spurður kann aðist ákærði við að hinir tveir síða stnefndu hefðu verið raunverulegir leigjendur hús næðis ins en hann kvaðst ekki muna leigufjárhæðina eða hvenær þeir byrjuðu að leigja hús næðið. Skrif legur leigusamningur hefði verið gerður um leiguna. Þá kvaðst ákærði ekki vilja tjá sig um hver borgaði fyrir rafmagn og hita og hvort hann hefði fylgst með raf magnsreikn ing um. Um atvik 9. september 2016, dag inn sem ákærði var handtekinn, kvaðst hann hafa verið að sækja persónulega muni í húsnæðið. Ákærði greindi frá því að hann hefði dvalið á heil su stofnun vikurnar áður en hann var handtekinn og verið að jafna sig eftir veikindi. Þá hefði hann mestan hluta ársins 2016, frá því í byrjun janúar og fram í ágúst, dvalið í leiguhúsnæði á [...] og myndi ekki hversu oft hann kom hingað til lands á því tímabili. Þá hefði hann á þessu tímabili slasast, auk þess að veikjast alvarlega [...] 2016 og liggja á sjúkrahúsi í tíu til fjórtán daga þar ytra. Þá hefði hann eftir það dvalið nokkrar vikur áfram í fyrrgreindu húsnæði á sama stað en í framhaldi komið hi ngað til lands, sbr. það sem áður greinir um dvöl á heilsu stofnun. Ákærði gerði grein fyrir fjárhag sínum. Í framburði hans kom meðal annars fram að hann hefði verið á lífeyri á árinu 2016 og ekki verið með launa tekjur á þeim tíma. Á árum áður hefði hann verið með háar tekjur og rekið [...] . Ákærði hefði ávallt átt mikið reiðu fé, þar með talið frá þeim tíma þegar hann rak [...] . Hann hefði tekið sér reiðufé úr þeim rekstri á margra ára tímabili og geymt hjá sér í varasjóði. Hann hefði selt [...] árið 2005, þ.e. húsnæðið, á tæplega hundrað milljónir króna, að teknu tilliti til frádráttar vegna leigu fyrir tímabundin afnot hans af húsnæðinu eftir söluna. Þá hefði hann selt [...] og búnað fyrir tuttugu og fimm til þrjátíu milljónir og síðan félagið sjálft með engum eign um. Það hefði verið skuldlaust. Í fram haldi hefði hann fjár fest í hluta bréfum, hér á landi og erlendis, og notið arðgreiðslna þar með talið af hlut sín um í fyrirtæki erlendis á sviði gasvinnslu. Ákærði hefði orðið gjald þrota árið 2012 í kjöl far efna hags hruns ins en hann hefði meðal annars átt hlut í fjármálafyrirtækinu [...] og verið með kúlulán sem marg - föld uðust með neikvæðum hætti fyrir hann sem skuld ara. Hann hefði hins vegar í raun ek ki tapað miklum fjármun um miðað við það sem hann lagði upphaflega í fjárfest inguna. Ákærði hefði átt um sjötíu milljónir í reiðufé á ár unum 2012 2015 og það verið hans varasjóður. Peningana hefði hann geymt heima hjá sér, hjá tengdaforeldrum sínum, í ba nka hólfi og á fleiri stöð um. Ákærði hefði ekki upp lýst um vara sjóðinn og gaslindirnar í tengsl um við gjald þrota skiptin eða ekki hefði verið áhugi á því af hálfu kröfuhafa eða 21 skipta stjóra. Við skiptin hefði verið gengið að veðsett um eignum hans , íbúðarhúsnæði og sumar bústað. Ákærði greindi frá aðkomu sinni að kaupum á umræddri fasteign að [...] . Í framburði hans kom meðal annars fram að um hefði verið að ræða fjárfestingu og ákærði talið hana á þeim tíma vera nauðsynlega eða tímabæra og að ré tt væri að ráðstafa fé fyrir henni úr vara sjóðnum. Þau hefðu á þessum tíma átt yfirveðsett íbúðarhúsnæði í [...] sem var í útleigu en ákærði ekki litið á það sem fjárfestingu. Þau hefðu keypt húsnæðið með aðstoð tengdaforeldra hans en í raun ekki þurft á þeirri fjárhagsaðstoð að halda. Leigu tekjur af því húsnæði hefðu komið á móti leigugreiðslum sem þau þurftu sjálf að greiða fyrir afnot af öðru húsnæði á sama tíma. Ákærði greindi nánar frá kaupum á fyrra iðnaðarbilinu ( [...] ). Í framburði hans kom meða l annars fram að hann kannaðist við fjórar kaupsamnings greiðslur og fjármögnun þeirra með innborgunum og millifærslum á bankareikning með ákærðu Þ , sam tals að fjárhæð tuttugu og sjö milljónir króna. Meðákærða Þ hefði verið skráð fyrir kaupunum þar sem hú n hefði ekki verið gjaldþrota á þeim tíma. Ákærði hefði innt fyrstu kaup - samnings greiðsluna af hendi samkvæmt umboði en hinar þrjár hefðu verið greiddar af með ákærðu Þ . Frekar spurður út í umrædd kaup út frá fjármálagrein ingu kann aðist ákærði í öllum a ðal atriðum við allar millifærslur og reiðufjárinnlagnir hans sjálfs og með ákærðu Y , Ö og Þ inn á reikning hinnar síðast nefndu í tengsl um við kaup samn ings - greiðslurnar. Að mestu leyti hefði verið um að ræða reiðufé frá ákærða úr téðum vara - sjóði og þa ð hefði verið lagt inn á eða milli fært á banka reikning meðákærðu Þ , allt eins og kæmi fram í gögnum. Þá hefðu meðákærðu Y og Ö einnig lagt til ein hverja fjármuni í þessu skyni, reiðufé, sem þeir hefðu átt sjálfir. Mest af reiðufénu hefði hins vegar veri ð frá ákærða, eins og áður greinir. Ákærði hefði með þessu og þeim fjárhæðum sem um ræðir viljað koma sér hjá eftirliti viðkom andi fjármálastofnunar vegna meðferðar hans á reiðufé. Um vitneskju meðákærðu Ö og Y um fyrrgreind fasteignakaup greindi ákærði meðal annars frá því að þeim hefði verið kunnugt um að um væri að ræða söfnun fjár muna til kaupsamnings greiðslnanna. Þá hefði ákærði litið svo á að í framtíðinni yrði þetta hans eign og sona hans, hver með sinn þriðjungshlut, án þess að það væri skrifle gt. Þeir hefðu samkvæmt áætlun ákærða átt að eiga eignina saman í nokkur ár þar til þeir væru lausir undan réttaráhrifum gjaldþrotsins. Þá hefði verið meiningin að selja eign ina síðar. Með - ákærðu Ö og Y hefðu enga ástæðu haft til að efast um lög mæti uppr una reiðu fjárins frá ákærða. Þeir hefðu vitað um reiðufjár eign hans í tengslum við það sem áður greinir um [...] o.fl. 22 Ákærði gerði meðal annars grein fyrir því að hann og meðákærða Þ hefðu verið með sameiginlegan fjárhag í hjúskap sínum. Ákærði hefði í hjúskapartíð þeirra séð um öll helstu fjár mál þeirra hjóna og með ákærða Þ ekki verið með innsýn í þau mál. Hún hefði að einhverju leyti vitað um fyrrgreinda reiðufjáreign en ekki hversu mikið það var eða hvar það var geymt. Hún hefði litla eða enga rau nverulega vitneskju haft um fast - eignakaupin eða um fyrrgreinda fjár mögnun og það ekki verið rætt þeirra á milli en ákærði afhent henni reiðuféð og sagt henni hvað þyrfti að gera. Ákærði greindi frá stofnun félagsins [...] . Í framburði hans kom meðal an nars fram að hann hefði haft frumkvæði að stofnun félagsins. Tilgangurinn með félag inu hefði verið fasteignakaup. Ákærði hefði átt það, verið stjórnarmaður og farið með prókúru þess. Óljóst hefði verið með formlega stöðu meðákærða Y í félag inu sam kvæmt stofngögnum en hann verið í varastjórn. Þá hefði meðákærði Ö átt að hafa formlega aðkomu að félaginu síðar, þegar réttaráhrif gjaldþrotsins væru afstaðin. Með ákærða Þ hefði afsalað fyrrgreindri fasteign til félagsins í desember 2015 án endur gjalds. Hún hefði í raun ekki átt neitt í félaginu og ekki lagt neitt til þess nema eignina sem hún var að skila til baka til raunverulegra eigenda. Ákærði var spurður nánar út í kaup á síðara iðnaðarbilinu ( [...] ) í gegnum umrætt félag, sam tals að fjá rhæð þrjátíu og sjö milljónir króna. Í framburði hans kom meðal annars fram að fjármögnun hefði verið með sama eða svipuðum hætti og áður greinir varðandi fyrri kaupin en með þeirri breytingu að fyrrgreint félag var að kaupa eignina. Ákærði, meðákærðu Y og Ö hefðu séð um söfnun fjárm una með reiðu fé, allt eins og fram kæmi í greiningu héraðssaksóknara og með sama hætti og þegar fyrra iðnaðarbilið var keypt. Ákærði hefði lagt mest til kaupanna, í reiðufé úr fyrrgreind um vara sjóði, en með ákærðu Y og Ö lag t til afganginn. Þá hefði þeim með sama hætti og áður verið ljós uppruni reiðufjárins frá ákærða, allt eins og áður greinir. Féð hefði verið lagt inn á banka reikning félagsins og notað til greiðslu á fyrstu þremur kaup samn ings greiðslunum, samtals um tutt ugu milljónir króna. Tvær hinar síðustu kaup samn ings greiðslur, samtals sautján milljónir króna, hefðu verið fjár magn aðar með banka láni en tæp lega átta milljónum til við bótar, sem teknar voru að láni, hefðu þeir þrír skipt á milli sín með re iðu fjárúttektum í nánar tilgreindum hlutföllum. Það fé hefði átt að vera vara sjóður til að standa straum af afborgunum af láninu ef á þyrfti að halda. Ákærði kvaðst telja að fjármálagreining héraðssaksóknara gæfi ekki rétta mynd af fjárhag hans, svo sem í tengslum við kaup fyrrgreinds húsnæðis og innlagnir á reiðufé að öðru leyti inn á bankareikning hans. Greiningin tæki til of skamms tímabils og ekki væri 23 tekið nægjan legt tillit til fyrri fjárhags hans og þess sem áður greinir um sterka fjárhags - st öðu eftir sölu [...] . Reiðufé sem hann hefði verið með á sér við handtöku, 172.000 krónur, hefði verið húsaleiga vegna útleigu húsnæðis þeirra hjóna í [...] . Þá hefðu 590 evrur verið afgangur af peningum eftir dvölina á [...] . Ákærði kvaðst hafa ákveðið að félagið seldi umrætt húsnæði, bæði bilin, strax í kjölfar þess að lögregla aflétti haldlagningu eða lokun þess. Lögregla hefði ekki hlutast til um kyrr setningu og honum verið það heimilt. Þá hefði kaupandi verið að eigninni á þeim tíma. Ákærði hefði ót tast kyrrsetningu og/eða mögulega upptöku fjármuna. Að því virtu hefði húsnæðið verið selt með hraði og kaupverðið verið í kringum fimmtíu milljónir króna, þar með talið með yfirtöku áhvílandi lána. Ekki hefði verið um að ræða raun veru - legan söluhagnað mi ðað við kaupverð þess á sínum tíma. Söluandvirðið hefðu ákærði og meðákærði Y tekið til sín í reiðufé og lögregla síðar lagt hald á hluta þess. Ekki eru efni til frekari reifunar á framburði ákærða. 2. Ákærði Ö vísaði við skýrslugjöf fyrir dómi í aðalat riðum til afstöðu sinnar til ákæru málsins eins og henni væri lýst í greinargerð hans fyrir dómi, að því er varðaði meint brot samkvæmt I. ákærukafla. Nánar tiltekið að hann hefði farið með vörslur fíkniefna í sölu - og dreifingarskyni og að hann hefði ásam t öðrum staðið að ræktun 522 kannabisplantna sem lagt var hald á. Ákærði kvaðst að öðru leyti ekki vilja tjá sig um sakarefnið og vísaði endur tekið til lögregluskýrslna, þar með talið varð andi umrætt húsnæði, kaup á því og afnot þess og meintan fund í því, sem og varðandi þátt annarra meðákærðu í meintu broti, kaup á aðföngum, haldlögð skjöl og skilaboða send ingar. Til skýringar vísaði ákærði til langs tíma sem liðinn væri frá meintu broti, auk fjöl skyldutengsla við aðra meðákærðu. Ákærði kvaðst ekki geta eða vilja tjá sig um ætlaðan ágóða af kannabisræktuninni. Ákærði hefði um margra ára skeið búið í skuldlausu húsnæði með meðákærðu XX , eiginkonu sinni í mörg ár. Hún hefði haft góðar tekjur og verið með sterkt fjár hags legt bak land vegna auðs í fjölskyldu hennar. Ákærði hefði notið góðs af því um margra ára skeið og verið með óveru leg dagleg útgjöld. Hann hefði hins vegar vegna erfiðrar skulda - stöðu í kjöl far efna hags hrunsins verið úrskurðaður gjald þrota í nóvember 2013. Þá hefði ákærði f yrir og eftir gjaldþrotið verið með talsvert af svörtum tekjum fyrir störf sín sem málari. Hann hefði því alltaf verið með mikið reiðufé í sínum fór um. Þeim fjár mun um hefði verið haldið fyrir utan skipti þrotabúsins og ákærði á þeim tíma í meiri mæli ve rið að afla tekna í reiðufé. Þá hefði hann fengið tæplega nítján milljóna króna arf á ár inu 2014 sem meðákærða XX hefði móttekið í hans umboði. Arf inum hefði verið haldið fyrir utan skipti þrotabúsins og að miklu leyti verið ráð stafað til að greiða upp skuld ákærða 24 við tengdaföður sinn, auk bifreiða kaupa og annarra fjár fest inga. Ákærði kvaðst stað festa að uppgefnar tekjur hans sam kvæmt skatt framtölum vegna áranna 2012 2015 væru réttar. Þær gæfu hins vegar ekki rétta mynd af raunverulegum ráð stöfun ar tekjum hans vegna þeirra atriða sem áður greinir. Hann hefði því haft góð tök á því afla tekna og leggja fyrir í sparnað. Ákærði kvaðst ekki, eða mjög takmarkað, vilja tjá sig um aðkomu sína að kaupum á iðn aðar húsnæði að [...] . Hann hefði í raun ekki, eða aðeins takmarkað, tekið þátt í þeim kaupum. Ákærði vísaði til fjölskyldutengsla og kvaðst vilja skorast undan að greina frá þátttöku annarra meðákærðu í þeim kaupum, þar á meðal ástæðum þess að með ákærða Þ var skráð fyrir kaupum á fyrra ið naðarbilinu ( [...] ). Frekar spurður um innlagnir á bankareikning meðákærðu Þ greindi ákærði meðal annars frá því að hún hefði ekki þekkt fjárhag hans og þá væri óvíst hvort hún hefði vitað af þessum inn lögnum á bankareikning hennar. Ákærða hefði verið kunnugt um að með ákærðu Æ og Y voru gjaldþrota þegar kaupin fóru fram. Frekar spurður um umrædd fast eignakaup út frá fjármálagreiningu kann aðist ákærði við milli færslur og innlagnir á reiðufé af hans hálfu inn á bankareikning með ákærðu Þ í aðdrag anda kaup samningsgreiðslna vegna fyrra iðnaðarbilsins, allt eins og greinir í fjár mála greiningu héraðssaksóknara . Hið sama var um inn lagnir hans á reiðufé inn á banka reikn ing meðákærða Æ sem síðar rann til [...] vegna kaupa félagsins á síðara iðnaðar bilinu ( [...] ). Í aðalatriðum greindi ákærði frá því að umræddir fjármunir hefðu annars vegar borist hon um í reiðufé frá með ákærða Æ og hins vegar hefði verið um að ræða reiðu fé úr sparn aði ákærða. Meðákærði Æ hefði alla tíð haft mikið reiðufé í sín um fórum, bæði áður en og eftir að hann varð gjaldþrota. Hann hefði efnast mjög á því að selja [...] og á ýmsum fjárfestingum og arðgreiðslum eftir það. Þá hefði hluti fjár ins frá ákærða til fast eignakaupanna verið hugsaður sem lán. Ekki hefði hins vegar verið þörf á því að gera um það skriflegan lánssamning vegna téðra fjöl skyldu tengsla. Með - ákærði Æ hefði verið driffjöðurin í fjárfestingunni með kaup um á hús næðinu og átt frumkvæði að þeim kaupum. Frekar spurður um fyrrgreint félag kvaðst ákærði ekki hafa tengst því með formlegum hætti samkvæmt opin berri skráningu. Þá hefði hann ekki komið að stofnun þess. Hann kvaðst ekki vilja tjá sig um það hvort hann hefði haft óformleg tengsl við félagið eða hvort félagið hefði verið notað til téðra fasteign akaupa. Þá kvaðst hann ekki vita hverjir höfðu prókúru að bankareikningum félagsins. Frekar spurður um fjárhagsleg umsvif og aðgang að reiðufé að öðru leyti kvaðst ákærði ekki vilja tjá sig um eða vita nákvæmlega um uppruna reiðufjár að fjárhæð 3.270.000 krónur sem hann lagði inn á bankareikning sinn á tímabili frá 1. júlí 2015 til 27. júlí 2016. 25 Þá kvaðst hann kannast við að hafa á sama tímabili keypt samtals 1.215.000 krónur í gjald eyri og það verið vegna utanlandsferða. Þessu til viðbótar bar ákærði um að hald lagt reiðufé á heimili hans, 61.000 krónur, hefði verið skírnargjöf í eigu sonar hans. Þá hefði annað haldlagt reiðufé á heimilinu, 600.000 krónur, auk haldlagðs reiðufjár í bankahólfi móður hans, 3.710.000 krónur, verið hluti af sparnaði ákærða . Að auki greindi ákærði frá því að fjármunir sem haldlagðir voru í bankahólfi meðákærðu XX , 2.331.000 krónur, hefðu verið eign ákærða og eftirstöðvar fyrrgreinds arfs. Þá hefði með ákærða XX enga vitneskju haft um meint brot ákærða sem hann væri ákærður f yrir. 3. Ákærði Y kvaðst ekki vilja tjá sig fyrir dómi um meint brot samkvæmt I. ákæru kafla, þar með talið varðandi ætluð tengsl við umrætt húsnæð i , stækkun á ræktunar aðstöðu, meintan fund í húsnæðinu 5. september 2016 og SMS - skeytasendingar. Vísaði á kærði um þetta til þess tíma sem væri liðinn. Þá kvaðst hann að öðru leyti vísa til fyrri fram - burðar síns hjá lögreglu. Hið sama gilti um aðrar spurningar sem beint var að honum varðandi meinta aðkomu hans og annarra að kannabisræktuninni. Hann kvaðst ek ki kann ast við skjöl sem lagt var hald á við leit í umræddu húsnæði, minnisblöð og stunda - skrá. Þá kvaðst hann ekki kannast við efni þeirra skjala eða einstaka orðanotkun. Frekar spurður um meint brot meðákærða Æ greindi ákærði frá því að Æ hefði dvalið langdvölum á [...] á þeim tíma sem um ræðir en komið seint um sumarið til landsins af heilsufarsástæðum. Ákærði kvaðst ekki ætla að tjá sig um meintan ávinning af ræktuninni en vísaði að öðru leyti til lögreglu skýrslu um þau atriði. Hann hefði verið með mjög góð laun á árunum 2014 2016 fyrir störf hjá [...] . Ákærði kvaðst ekki muna eða geta gert grein fyrir eignastöðu sinni á þeim tíma, hvort hann hefði átt húsnæði eða verið með fé inni á bankareikningum. Hann hefði alla tíð haft góðar tekjur og unnið mi kið allt frá barns aldri. Ákærði kvaðst kannast við að hafa verið úrskurð aður gjald þrota í desember 2012. Það hefði tengst skuldastöðu hans á þeim tíma í kjöl far banka hrunsins. Frekar spurður út í fjármálagreiningu vegna tímabilsins 2012 2016 kvaðst ákærði telja að hún kynni að gefa rétta mynd af tekjum hans og eignum á þeim tíma en hann myndi það ekki. Ákærði hefði hins vegar alltaf átt sparnað í varasjóði sem hefði verið í reiðufé. Hann hefði frá barnsaldri safnað peningum og geymt heima hjá sér og stundum geymt ein hverja peninga í bankahólfi. Fjárhæðirnar hefðu verið mis miklar í gegnum árin en stund um hefðu þær numið milljónum króna. Ákærði hefði átt takmarkaða aðkomu að kaupum á iðnaðarhúsnæði að [...] . Hann kvaðst ekki muna vel eftir þ essum atvikum vegna þess tíma sem væri liðinn. Kaup á húsnæði 26 hefðu verið fjárfesting föður hans, meðákærða Æ . Hann hefði í raun átt húsnæðið og skipulagt kaupin. Að mestu leyti hefði verið greitt með reiðufé frá með ákærða Æ , en hann hefði alltaf verið ve l stæður fjárhagslega og átt nóg af pening um, áður en og eftir að hann varð gjaldþrota. Meðákærðu Æ og Þ hefðu átt [...] sem var selt fyrir háa fjárhæð og eftir það hefðu þau átt í fyrirtækjum og hluta bréfum, bæði hér á landi og erlendis. Ákærði hefði en gar efasemdir haft um lögmæti uppruna fjárins sem notað var til fasteignakaupanna. Ákærði hefði einnig lagt fjár muni til kaup anna og þeir komið úr fyrr - greind um varasjóði hans. Meðákærða Þ hefði mjög lítið vitað um kaupin og með ákærði Æ yfirleitt sé ð um öll þeirra fjármál. Þá hefði ákærði ekki verið í neinum sam skipt um við meðákærðu Þ varðandi inn lagnir á banka reikning hennar í tengslum við kaupin. Frekar spurður út í kaup fyrra iðnaðarbilsins ( [...] ), út frá fjármála greiningu héraðs - saksókn ara , kvaðst ákærði ekki vilja eða geta tjáð sig að neinu marki um þær greiðslur vegna þess tíma sem væri liðinn. Ákærði gerði ekki athugasemdir við greiningu héraðs - saksóknara um téðar reiðu fjárinnlagnir eða millifærslur frá honum inn á bankareikning móður hans, með ákærðu Þ , í tengslum við kaupsamningsgreiðslur vegna hús - næðiskaupanna. Féð sem fór frá honum inn á bankareikning móður hans hefði að mestu verið frá föður hans. Að öðru leyti hefði verið um að ræða sparifé ákærða, eins og áður greinir. Fé lagið [...] hefði verið stofnað til að halda utan um mál efni fast eignar innar og með ákærði Æ farið með starf semi félagsins. Ákærði hefði aldrei haft neina raun veru lega aðkomu að félaginu, þrátt fyrir að opinber skráning segði annað, og hann ekki ko mið að rekstri þess. Aldrei hefði staðið til að ákærði ætti fast eignina, né heldur með ákærði Ö . Þá kvaðst ákærði ekki hafa vitað um afsal með ákærðu Þ á um ræddri fasteign til fyrrgreinds félags. Frekar spurður út í kaup síðara iðnaðarbilsins ( [...] ), ú t frá sömu gögnum, kvaðst ákærði lítið vita eða muna eftir umræddum atvikum eða aðkomu sinni að þeim. Ákærði gerði ekki athugasemdir við gögn um færslur og fjárhæðir en kvaðst telja að féð hefði komið frá meðákærða Æ með sama hætti og áður greinir. Ákærði hefði ekki verið að reyna að haga greiðslum þannig að þær vektu ekki athygli hjá eftirlits aðilum. Ákærði hefði ekkert komið að lán töku vegna téðs húsnæðis og hann myndi ekki eftir að hafa móttekið fé frá félaginu í fram haldi af lántökunni né heldur að h ann hefði fært hluta þeirra fjár muna til meðákærða Ö . Þá hefði skipting fjárins ekki endurspeglað eignarhluti þeirra feðga í félaginu. Ákærði kvaðst ekki vilja tjá sig um aðrar reiðufjárinnlagnir inn á bankareikninga hans og gjaldeyriskaup, á tímabili f rá 27. nóvember 2014 til 13. september 2016, um fram það sem tengdist fjár mögnun fyrrgreinds húsnæðis, samtals að fjárhæð 10.881.788 krónur. 27 Ákærði kvaðst ekki muna hvaðan peningarnir komu, annaðhvort hefði verið um að ræða sparifé hans eða peninga frá me ðákærða Æ . Þá hefðu peningar sem voru haldlagðir á heimili hans, í bifreið og í bankahólfi, samtals 2.131.000 krónur, verið sparifé í hans eigu. Þessu til viðbótar greindi ákærði frá því að langur málsmeðferðartími og dráttur á rann - sókn lögreglu hefði h aft neikvæð áhrif á líf hans og heilsu og hann þurft að leita sér að stoðar af þeim ástæðum. 4. Ákærði X bar meðal annars um að hafa komið að umræddri kannabisræktun sem starfs - maður á plani . Ákærði kvaðst telja að aðkoma meðákærða Z að ræktun inni hefði verið með áþekk um hætti. Aðdragandinn hefði verið sá að með ákærði Y hefði komið að máli við hann. Ákærði hefði sinnt ræktuninni frá febrúar eða mars 2016 og hún verið byrjuð á þeim tíma. Hann hefði því ekki tekið þátt í að setja upp ræktunar aðstöð una og ekki átt neitt frumkvæði að ræktuninni. Þá hefði hann ekki lagt neitt fé til ræktunarinnar. Ákærði hefði átt að sjá um að nóg vatn væri á tönkum og hann hefði átt að fylla á tvisvar í viku. Einnig hefði ákærði unnið við að klippa og grisja plönturna r. Ekki hefði sér staklega verið samið um hvernig vinnu framlagi hans skyldi háttað. Það hefði hins vegar reynst meira en upphaflega var lagt upp með og ákærði verið ósáttur við það. Ákærði hefði ekki komið að sölu fíkniefna, útvegað græðlinga eða lagt til nein að föng vegna ræktunarinnar. Allur búnaður hefði verið á staðn um og ef eitthvað vantaði þá hefði því verið komið á staðinn. Ákærði hefði verið skuldsettur og í miklum fjárhagserfiðleikum á þessum tíma og það verið ástæðan fyrir því að hann fó r að vinna að ræktuninni. Hann hefði líklega fengið greiddar eina til tvær milljónir króna í reiðufé meðan hann kom að ræktun inni. Þær greiðslur hefðu ýmist borist frá meðákærða Æ eða Ö . Ákærði hefði einnig á sama tíma aflað tekna með því að [...] . Þá hef ði hann verið ný byrjaður í launaðri vinnu þegar hann byrjaði í ræktuninni. Meðákærði Æ hefði leið beint ákærða um vinnuna við ræktunina. Þá hefðu með ákærðu Æ , Y og Ö einnig komið að ræktuninni með því að klippa niður plöntur. Ákærði kvaðst hins vegar ek ki vita hvort þeir hefðu sinnt öðrum slíkum verkum. Hann kvaðst ekki vita hver hefði séð um sölu fíkn i efna úr ræktuninni. Þá kvaðst ákærði telja að meðákærði Æ hefði átt ræktunina, án þess að hann vissi það fyrir víst. Ákærði kvaðst kannast við að hafa ver ið á fundi í umræddu húsnæði 5. september 2016 ásamt meðákærðu Æ , Y , Ö og Z . Meðákærði Æ hefði viljað ræða um tilhögun vinnunnar og verið ósáttur með hvernig gekk við ræktunina. Ákærði hefði á fundinum lýst yfir vilja sínum til að hætta og að þeir þyrftu a ð finna annan mann í hans stað. Ákærði hefði verið við störf í húsnæðinu síðar í 28 sömu viku þegar lögreglan kom á stað inn en meðákærði Æ hefði á þeim tíma verið að leiðbeina honum við ræktun ina. Við miðið hefði verið að vera með eina uppskeru í mánuði og mögulega hefðu tvær upp skerur verið búnar áður en lögregla kom á staðinn. Ákærði kvaðst ekki vita hvort eitthvað hefði verið selt af efnum úr ræktuninni áður. Þá kvaðst hann ekki vita hvort eða hverjir aðrir komu að því að selja og þurrka efnin eða annað sem þurfti að gera í sambandi við ræktun ina, né heldur vita hver sá um að greiða fyrir rafmagn og hita. Ákærði kvaðst kannast við málsgögn um reiðufjárinnlagnir á bankareikning hans, sam - tals 1.803.000 krónur. Einhver hluti þess fjár hefði verið vegna [...] og ein hver hluti fyrir þátttöku í ræktuninni. Þá kvaðst ákærði frekar telja að reiðufé í fórum hans, 191.000 krónur, sem lagt var hald á við rannsókn málsins tengdist sölu spila kassa. Hann kvaðst hins vegar ekki rengja framburð sinn hjá lögreglu u m að það fé hefði komið frá meðákærða Æ . Ákærði hefði þurft að greiða með ákærða Æ fyrir að fá að vinna við ræktunina. Það hefði verið með þeim hætti að með ákærði Æ hefði endurtekið afhent honum reiðufé, 350.000 krónur, sem ákærði átti að leggja inn á ban kareikning [...] . Samtals hefði verið um að ræða 2.450.000 krónur, eins og kæmi fram í gögnum málsins. Þetta hefði verið látið heita leigugreiðslur og leigu samningur verið gerður um það. Ákærði hefði hins vegar í raun ekki verið leigutaki hús næðisins. Hann hefði í algjöru dómgreindarleysi skrifað undir samninginn og ekki fengið neitt greitt fyrir það, aðeins loforð um greiðslur. Ákærði hefði litið svo á að þetta væri hluti af samkomulaginu svo hann fengi að vinna við ræktunina. Hann hefði ekki vitað um upp runa fjárins en fengið greiðsluleiðbeiningar frá með ákærða Æ þegar hann lagði féð inn á bankareikning fyrrgreinds félags. Að auki kom fram hjá ákærða að langur tími sem rannsókn málsins hefði tekið hefði haft nei kvæð áhrif á líðan hans, meðal annar s með truflunum á svefni, áhyggjum og fleira. Þá hefði ákærði haldið sig frá afbrotum eftir að rannsókn málsins hófst hjá lögreglu. 5. Ákærði Z kvaðst hafa komið að umræddri kannabisræktun. Ræktunin hefði verið byrjuð þegar ákærði kom að henni og það v erið í kringum áramótin 2015 2016. Það hefði atvikast með þeim hætti að frændur hans, meðákærðu Y , Æ og Ö , leituðu til hans og fengu hann til verksins. Ákærði hefði verið í óreglu með áfengi á þeim tíma og fjárvana og hann því ákveðið að taka þátt. Félagslegar ástæður hefðu einnig legið þessu til grund - vallar og vin skapur verið milli hans og meðákærða Y . Meðákærði X hefði komið að ræktuninni nokkru síðar, líklega í janúar eða febrúar sama ár. Ákærði hefði átt að sjá um að það væri nóg vatn á tönkum, vökva, snyrta og klippa niður plöntur. Þá hefði hann 29 eitthvað unnið að þurrkun. Hann hefði sinnt ræktuninni einu sinni til tvisvar í viku en ekkert ákvörðunar vald haft um framleiðsluna. Ákærði hefði ekki komið að því að útvega græðl inga eða önnur aðföng né heldur að selja eða taka við afurð um úr ræktuninni og kvaðst ákærði ekki vita hver hefði séð um það. Ákærði kvaðst ekki muna hvað leið langur tími á milli uppskera en það gæti hafa verið á mánaðarfresti. Þá kvaðst hann ekki vita um magn fíkniefna sem búið var að framleiða áður en lögregla kom á staðinn. Aðkoma ákærða hefði verið með svipuðum hætti og með ákærða X , þeir hefðu verið starfs menn á plani og séð um daglega vinnu við ræktunina. Ákærði hefði veitt aðstoð við að stækka ræktunar aðstöðuna flj ótlega eftir að hann kom þar til starfa en ekki haft frum kvæði að þeirri stækkun. Meðákærðu Æ , Y og Ö hefðu komið að þeim framkvæmdum en ákærði kvaðst ekki vita hver bar kostnað inn af þeim. Ákærði hefði ekki átt ræktunina og enga peninga lagt í hana. Han n hefði litið svo á að meðákærði Æ væri aðalmaðurinn í ræktuninni og að hann ætti hana. Hann hefði stjórnað og veitt ákærða leiðbeiningar um um hirðu plantnanna. Ákærði hefði ekki haft þekkingu á því. Með ákærðu Ö og Y hefðu einnig sinnt ræktun inni og tek ið þátt í því að klippa niður plöntur. Ákærði kvaðst kannast við að hafa verið á fundi 5. september 2016 í umræddu húsnæði með meðákærðu X , Æ , Ö og Y . Ákærði kvaðst ekki muna vel eftir fund inum að öðru leyti en því að óánægja hefði verið með hvernig ge ngi með ræktunina, hún gengi ekki sem skyldi eða skilaði því af sér sem til var ætlast. Ákærði kvaðst ekki kannast við haldlögð skjöl, minnismiða, dagatöl og fleira, en hann kvaðst hins vegar kann ast efnislega við einstök atriði téðra skjala, þar með tali ð varðandi greiðslu á leigu og heiti á einstaka verkþáttum í ræktuninni. Ákærði kvaðst kannast við efni SMS - skilaboða sem borin voru undir hann, þar með talið um að gamli væri að koma. Þar væri átt við meðákærða Æ . Meðákærði Æ hefði á tímabili frá janúar til september 2016 endurtekið verið að koma í ræktunina, gefa fyrir mæli og leiðbeiningar og láta ákærða fá reiðufé. Annars hefði hann verið fjar verandi og dvalið á [...] . Ákærði hefði fengið greitt fyrir vinnu sína að ræktuninni og viðmiðið verið ein til tvær milljónir króna á mánuði. Það hefði að einhverju leyti gengið eftir en hann kvaðst ekki vita nákvæmlega um fjárhæðir í því samhengi. Hann hefði samið við með ákærða Æ um þetta og fengið frá honum greiðslur í reiðufé. Að auki hefði meðákærði Ö láti ð hann fá greiðslur í reiðufé. Ákærði hefði á sama tíma verið í launaðri vinnu, auk þess að vinna svart við bifreiðaþrif. Hann hefði engar eignir eða sparnað átt á þessum tíma. Með ákærði 30 Æ hefði verið með bifreið ákærða til umráða og látið honum í té reið ufé til að borga af bifreiðinni. Ákærði kvaðst kannast við innborganir á reiðufé inn á banka reikning sinn, 3.731.000 krónur, á þeim tíma sem um ræðir. Kvaðst ákærði telja að hluti þeirra fjármuna hefði verið fyrir vinnu hans við ræktunina en hluti af því skýrðist af fyrr greindum bifreiðaþrifum og greiðsl unum fyrir bifreiðina. Kvaðst ákærði með þess um athugasemdum kannast við grein ingu héraðssaksóknara á fjármunum sem runnu inn á banka reikning hans. Ákærði hefði skrifað undir samning um að greiða leigu til [...] . Með ákærði Æ hefði komið því til leiðar og gefið nánari fyrirmæli. Ákærði hefði litið svo á að það væri skilyrði svo hann mætti starfa við ræktunina. Ekki hefði verið um að ræða raunverulegar leigugreiðslur. Þá hefði samkomulag verið um að hann tæki á sig ræktun ina ef lögreglan hefði afskipti af henni. Ákærði kvaðst kannast við yfirlit um greiðslur til fyrrgreinds félags, þar með talið að hann hefði lagt samtals 3.150.000 krónur inn á félagið . Fjármunina hefði hann fengið í reiðufé frá meðákærðu Æ og/eða Ö og lagt ýmist beint inn á félagið eða með því að leggja fyrst inn á sinn banka reikn ing og millifæra síðan yfir á félagið. Ákærði kvaðst ekki hafna upptökukröfu ákæruvalds ins á hald lögðum peningum, 2.500.000 krónum, sem hann afhenti lögreglu við leit á heimili hans. Um væri að ræða fjármuni sem hann hefði fengið frá meðákærðu Æ og Ö og voru ætlaðir sem greiðsla fyrir vinnu hans við ræktunina og til að greiða til baka með fyrr greind um lei gugreiðslum . Að auki kom fram hjá ákærða að hann hefði haldið sig alveg frá afbrotum eftir að rann - sókn málsins hófst. Hann hefði farið í vímuefnameðferð og fylgt því eftir með AA - fund - um og breyttum lífsstíl. Þá hefði langur tími sem rannsókn málsins he fði tekið haft nei - kvæð áhrif á líðan hans, meðal annars með lang vinnum svefntruflunum og þunglyndi, og hann þurft að leita sér aðstoðar með það. 6. Ákærða Þ kvaðst ekki muna vel eftir þeim atvikum sem um ræðir og aðdraganda þeirra. Til skýringar vísaði hún til þess tíma sem væri liðinn og veikinda sem hún hefði átt við að stríða. Í framburði hennar kom meðal annars fram að hún hefði á árunum 2014 2016 fengið lífeyrisgreiðslur og ekki verið á vinnumarkaði. Hún kvaðst ekki muna vel hvernig fjárhags - eða e ignastöðu hennar og meðákærða Æ var háttað á téðu tíma bili eða hvernig framfærslu þeirra var háttað. Hún kvaðst ekki vefengja það sem kæmi fram á skattframtölum þeirra 2012 2015. Þá kvaðst hún ekki vita hvort uppgefin staða á bankareikn ingi með ákærða Æ á sama tímabili gæfi rétta mynd af fjármunum sem þau höfðu þá til ráðstöfunar. Hún kvaðst kannast við það sem haft væri eftir henni í 31 lögregluskýrslu um að þau hefðu átt full veðsetta íbúð sem hefði meðal annars verið keypt með fyrirframgreidd um arfi frá móður hennar en að öðru leyti með yfirtöku áhvílandi lána og greiðslu á mis mun. Íbúðin hefði verið í útleigu og þau haft leigutekjur af henni. Ákærða greindi frá varasjóði og geymslu reiðufjár. Í framburði hennar kom meðal annars fram að þau hefðu átt sparnað í varasjóði. Meðákærði Æ hefði geymt peningana og séð um varasjóðinn án aðkomu ákærðu. Í varasjóðnum hefði verið reiðufé sem meðal annars hefði verið geymt í bankahólfi og á heimili þeirra og á fleiri stöðum. Meðákærði Æ hefði tekið reiðuféð úr ba nka. Ákærða hefði ekki haft aðgang að varasjóðnum og lítið fylgst með honum. Upp runa sjóðsins hefði mátt rekja til [...] sem þau áttu en var seld fyrir um 100 milljónir króna. Meðákærði Æ hefði tekið við þeim fjármunum og ráð stafað þeim. Fjárhagsstaða þ eirra hefði í framhaldi verið mjög góð þar til með ákærði Æ var tekinn til gjaldþrotaskipta á árinu 2012. Aðdrag anda gjaldþrotsins hefði mátt rekja til falls [...] í efnahagshruninu. Þau hefðu tapað íbúð og sumarbústað vegna gjald þrots ins. Ákærða kvaðst ekki muna vel atvik á þessu tímabili en varasjóður inn hefði alltaf verið til reiðu, með mis háum fjárhæðum. Ákærða greindi frá aðkomu sinni að kaupum á fasteigninni að [...] . Í fram burði hennar kom meðal annars fram að meðákærðu Æ , Y og Ö hefðu beðið hana að vera skráð fyrir kaupunum og hún samþykkt það. Meðákærði Æ hefði átt hug myndina og ákveðið kaupin. Það hefði verið vegna þess að þeir feðgar voru gjald þrota á þeim tíma. Ákærða hefði ekki vitað hvernig kaupin voru fjár mögnuð en þeir hefðu lagt fé inn á bankareikning hennar. Hún hefði ekki vitað um upp runa þess og ekkert hugsað um það. Peningarnir hefðu komið inn á banka reikn inginn og henni ekki fundist neitt athuga vert við það. Sig hefði grunað að þeir kæmu úr vara sjóðn um. Þá h efði hún ekki þekkt til fjármála með - ákærðu Y og Ö á þessum tíma. Ákærða hefði ekki verið að skoða innlagnir á banka - reikninginn og ekki vitað hvort um var að ræða reiðufjár innlagnir eða millifærslur. Hún hefði vitað að meðákærði Ö fékk arf en ekki hvað v arð um þá fjár muni. Þá hefði meðákærði Y alltaf unnið mjög mikið og verið með góðar tekjur. Hún hefði enga ástæðu haft til að ætla annað en að um væri að ræða löglega peninga. Húsið hefði verið keypt sem fjárfesting og það síðan verið leigt út sam kvæmt leigu samn ingi. Ákærða hefði ekkert komið að þeim málum og hún hefði veitt með ákærða Æ skriflegt umboð til að sjá um þau. Meðákærði Æ hefði á grundvelli um boðs ins séð um að milli færa fyrstu kaupsamningsgreiðsluna en ákærða kvaðst ekki muna hvernig því var háttað með síðari kaupsamningsgreiðslur. Frekar spurð um téðar fjórar kaupsamningsgreiðslur kannaðist ákærða í aðalatriðum við þær greiðslur og innborganir inn á bankareiknin g hennar í aðdraganda þeirra eða að hún 32 gerði ekki athugasemdir við fjármálagreiningu héraðssaksóknara um þau atriði. Kvaðst hún ýmist ekki muna eftir innborgununum sem slíkum eða hún hefði ekki spurt út í upp - runa fjárins eða vitað um hann eða velt honum fyrir sér. Hún hefði gert ráð fyrir eða talið víst að reiðuféð væri frá meðákærða Æ úr varasjóðnum. Þá hefði hún talið á þessum tíma að meðákærðu Y og Ö hefðu fengið einhverja peninga frá meðákærða Æ út af þessum kaupum. Hún hefði ekki spurt neinna spurni nga enda um að ræða fjölskyldu hennar. Ákærða hefði ekki átt reiðuféð sem hún lagði til við fasteignakaupin og hún hefði ekki átt eignina. Hún hefði aðeins verið að lána nafnið sitt, eins og áður greinir. Með ákærðu Ö og Y hefði verið kunnugt um kaup faste ignar innar og þeir ekki verið að lána ákærðu fé til kaupanna. Ákærða kvaðst kannast við félagið [...] . Hún kvaðst staðfesta að hafa afsalað eigninni til félags ins á sínum tíma en ekki muna eða vita hvers vegna það var gert og hún hefði ekki fengið neina peninga við afsalið. Aldrei hefði staðið til að ákærða myndi eiga fasteignina. Ákærða hefði ekki vitað um uppruna annarra fjármuna sem lagðir voru inn á banka reikn - ing hennar umfram það sem laut að fyrrgreindum fasteignakaupum. Hún kvaðst halda að þei r væru úr varasjóði meðákærða Æ . Ákærða kvaðst ekki kannast við eða stað festa neitt af því sem haft var eftir henni í samskiptum við lögreglu við upphaf rannsóknar máls ins. Hún hefði verið í losti á þeim tíma. Sér hefði ekki verið kunnugt um að kannabi s ræktun færi fram í umræddu húsnæði og hún hefði ekki keypt neinn varning til slíkrar rækt unar. Hún og meðákærði Æ hefðu dvalið lang dvöl um á [...] á árinu 2016. Ákærða og meðákærði Æ hefðu komið til landsins í maí það ár eftir nokkurra mánaða d völ erlendis. Heimkoman hefði verið vegna andláts náins ættingja. Meðákærði Æ hefði strax í framhaldi farið til baka til [...] en ákærða orðið eftir. Meðákærði Æ hefði eftir það dvalið í talsverðan tíma á [...] en komið aftur til landsins síðar sama ár af heilsufarsástæðum. Þessu til viðbótar greindi ákærða frá því að langur máls meðferðar tími hefði lagst þungt á hana. 7. Ákærða XX greindi meðal annars frá því að hún hefði ekki vitað af meintum brotum meðákærða Ö og litlar upplýsingar fengið frá honu m um lögreglurannsóknina eftir að hún hófst. Þau hefðu verið í óvígðri sambúð og síðar hjúskap, samtals í fimmtán ár. Sambandi þeirra hefði lokið með lögskilnaði á árinu 2021. Meðákærði Ö hefði á þeim tíma sem þau voru saman unnið mikla svarta vinnu og áva llt verið með mikið reiðu fé á milli handanna. Ákærða hefði verið með góðar tekjur og gott fjárhagslegt bakland hjá föður sínum. Hún hefði því átt mest af eignum í búinu og greitt mest af því sem féll til við rekstur heimilisins. Meðákærði Ö hefði að einhv erju marki séð um önnur útgjöld og haft góð tök á því að spila sjálfur með reiðufé sem hann aflaði sér með fyrrgreindum 33 hætti. Ákærða hefði á sambúðartímanum veitt viðtöku átján milljóna króna arfi sem ætlaður var meðákærða Ö inn á banka reikning sinn og þ að verið gert á grundvelli skrif - legs umboðs. Þeir fjármunir hefðu síðar verið færðir í reiðufé í banka hólf sem skráð var á ákærðu en meðákærði Ö hefði átt fjár munina. Ö hefði á þeim tíma verið mjög skuld - settur og viðtaka á arfinum með þessum hætti hefð i verið til að halda fénu frá lánardrottnum. Einnig hefði eitthvað af reiðufé vegna svartrar vinnu meðákærða Ö verið geymt í bankahólfinu. Fyrrgreindum arfi hefði að stórum hluta verið verið ráð stafað í tengslum við fast eigna - og bifreiða kaup en það se m eftir stóð, um 2.300.000 krónur í reiðufé, hefði verið geymt í banka hólfinu uns peningarnir voru haldlagðir við rann sókn málsins. 8. Vitni, lögreglufulltrúi nr. A , staðfesti og gerði nánar grein fyrir lögregluskýrslum. Í vætti hans kom meðal annars fram að rannsókn málsins hefði hafist vegna upplýsinga sem bárust um meinta kannabisframleiðslu í umræddu húsnæði. Lögregla hefði fylgt þeim upplýsingum eftir. Á tímabili frá 5. til 9. september 2016 hefði verið fylgst með hús - næðinu og sést hefði ti l ákærðu Æ , Y , Ö , X og Z koma og fara úr húsnæðinu. Þá hefði komið fram við skýrslutökur á síðari stigum rann sóknarinnar að þeir fimm hefðu 5. þess mánaðar hist á fundi í húsnæðinu. Um hefði verið að ræða vel skipulagða kannabisræktunaraðstöðu, verksmiðju , og faglega verið gengið frá allri upp setningu og frágangi búnaðar. Um upphaf rannsóknar að öðru leyti, fyrstu sam skipti við sakborninga, handtökur, húsleit, haldlagningu og fleira greindi vitnið frá því sama og áður greinir í málavaxtalýsingu. Að auki greindi vitnið meðal annars frá því að rannsókn hefði leitt í ljós að ákærði Ö hefði keypt ræktunarvörur í lok desember 2014, þar með talið stóra ræktunarlampa, auk annars ræktunarvarnings í mars 2015. Við leit í téðu húsnæði að [...] hefðu fundist sk jöl um uppsetningu í hús næðinu, minnis blað með ráðagerðum um leigu á hús næðinu og greiðslu á rafmagni, auk stunda skrár með upplýsingum um skipulag og verkþætti við ræktun kannabisplantna. Vitnið gerði grein fyrir upplýsingaskýrslu um ætlað sölu verð f íkniefnanna og sagði að leiða mætti líkum að því að ræktunin sem lagt var hald á hefði verið til þess fallin að skila miklum fjárhags leg um hagnaði. Vitnið kvaðst ekki geta staðfest hvort ákærði Æ hefði verið með [...] símanúmer á meðan hann dvaldi á [.. .] en vísbendingar væru um það í öðrum gögn um málsins. Þá hefði rannsókn málsins, um fram það sem kæmi fram í síma gögn um, ekki verið beint sérstaklega að því að upplýsa hvort eða hversu lengi Æ dvaldi erlendis á þeim tíma sem um ræðir. 9. Vitni, lög reglufulltrúi nr. B , staðfesti og gerði nánar grein fyrir lögregluskýrslum um kaup sakborninga á varningi til notkunar við kannabisræktun, skilaboða sendingum 34 skrán i ngum í minnisbók í símum sakborninga, auk haldlagðra minnismiða. Í vætti hans kom meðal annars fram að ákærði Æ hefði 9. september 2016 keypt varning í versl un um sem talinn var ætlaður til kannabisræktunarinnar. Í síma ákærða Ö hefðu verið nánar tilgreindar skráningar í dagatal sem samrýmdust ræktun kannabisplantna. Sams konar skráni ngar hefðu verið í síma ákærða Æ . Minnismiðar hefðu verið hald lagðir á heimili og í bifreið ákærða Ö með upplýsingum um ætlaða kannabis ræktun. Skila boð hefðu verið send milli ákærðu Y og Æ sem virtust efnislega vera um hið sama. Skilaboðasendingar af sama toga hefðu verið á milli ákærðu Æ og Z . Þá hefði ákærði Ö sent skilaboð til ákærða Z um að gamli væri að koma og þar hefði verið átt við ákærða Æ og þau skilaboð verið send stuttu fyrir handtökur umræddan dag, 9. september 2016. Þá kvaðst vitnið kanna st við að ákærðu Æ og Þ hefðu verið með íbúðarhúsnæði í útleigu á þeim tíma þegar rannsókn málsins hófst. 10. Vitni, sérfræðingur nr. C , staðfesti og gerði nánar grein fyrir rannsóknargögnum upplýsinga - og áætlunardeildar lögreglu um staðsetningu símtækj a ákærðu. Í vætti hans kom meðal annars fram að staðsetningargögnin hefðu hverfst um síma notkun ákærðu Y , Æ , Ö , X og Z á tímabili frá 13. mars 2016 til 9. sept ember sama ár. Unnið hefði verið upp úr upplýsingum um símanúmer sem skráð voru á ákærðu og staðsetningar símtækja hefðu miðast við fjarskiptamöstur þegar tækin voru í notkun. Almennt væri unnt að ganga út frá því að staðsetning fjar skiptamasturs væri í loft línu næst þeim stað þar sem símtæki væri í notkun. Ekki væri um að ræða nákvæmar stað setningar. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar hefðu verið á þá leið að hátt hlutfall síma notkunar ákærðu Y , Æ , Ö , X og Z á um ræddu tíma bili hefði verið á svæði í nágrenni við [...] . Að því virtu væru líkur á því að þeir hefðu þá verið staddir í því hú snæði eða nágrenni þess á þeim tíma sem símanotkunin átti sér stað. Símanotkun ákærða Æ á þessu tímabili á um ræddu svæði hefði hins vegar verið talsvert minni og lengri hlé á milli þar sem sím tæki hans kom ekki inn á sendana. Vitnið staðfesti einnig yfir lits skýrslu, svokallaða tímalínu, og kom einnig fram í vætti hans að fjár mála - og símagögn hefðu einkum legið þeirri rann - sókn til grundvallar, sem og kaup samn ingar. Um vætti vitnis ins vísast að öðru leyti til málavaxtalýsingar um fyrr greind rann sók nargögn. 11. Vitni, lögreglufulltrúi nr. D , staðfesti og gerði nánar grein fyrir rannsóknargögnum tækni deildar um haldlagðar kannabisplöntur. Í vætti hans kom meðal annars fram að um hefði verið að ræða mjög umfangsmikla kannabisræk t un. Um vætti ha ns að öðru leyti vísast til þess sem áður greinir í málavaxtalýsingu um rannsóknina. 35 12. Vitnið E , verkefnastjóri, staðfesti og gerði nánar grein fyrir fyrrgreindri mats gerð rannsóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja - og eiturefnafræði út frá rannsókn á ha ld lögð um kannabisplöntum. Um vætti hans vísast til þess sem áður greinir í mála vaxta lýsingu um matsgerðina. 13. Vitnið F , sérfræðingur við Landbúnaðarháskóla Íslands, staðfesti og gerði nánar grein fyrir framangreindri matsgerð varðandi ræktun kannabisplantna. Í vætti hans kom meðal annars fram að faglega hefði verið staðið að ræktuninni. Um vætti hans að öðru leyti vísast til þess sem greinir í málavaxta lýsingu um mats gerðina. 14. Vitni, lögreglufulltrúi nr. G , staðfesti og gerði nánar grei n fyrir fjármálagreiningum héraðssaksóknara . Í vætti hennar kom meðal annars fram að tilgangur með fjármála - greiningu væri almennt að kanna hvort fjármunir hjá þeim sem sætti slíkri greiningu væru óútskýrðir. Með óútskýrð um fjármunum væri átt við órekjanl ega fjármuni sem kæmu inn í fjárhagsgögn. Við greiningu væri farið yfir skattframtöl nokkur ár aftur í tímann og bankareikn inga og rýnt í upp gefnar raunverulegar tekjur og eignastöðu. Þá væri kannað hvort ein hvern annan fjár hagslegan ávinning væri að finna, svo sem arf eða happdrættis - vinn ing. Þá væri farið yfir bankareikninga og gerð greining á öllum inn - og útborg un um. Einnig væru skoðuð ýmis önnur bankagögn, svo sem bankahólf, gjaldeyriskaup og verð - bréfa eignir. Vitnið greindi me ðal annars frá því að fjármálagreining í máli þessu hefði hverfst um fjármögnun á kaup um á iðnarhúsnæði að [...] og tímabilið í kringum þau atvik, þar með talið hvort fjármunir væru óútskýrðir í tengslum við það. Rannsóknin hefði beinst að fjárhag ákær ðu Y , Þ , Æ og Ö , samspili inn - og útborgana, og því hvernig fjár munir runnu á síðari stigum til [...] . Ákærðu Y , Æ og Ö hefðu á árinu 2012 og 2013 verið teknir til gjaldþrota skipta og þar hefði verið ákveðinn núll punktur á fjárhag þeirra miðað við for sendur sem lagt var upp með við rannsóknina. Fyrr greind húsnæðisfjármögnun hefði verið hinn upp haf legi útgangspunktur en á síðari stigum hefðu komið fram við greiningu frekari óútskýrðar reiðufjárinnlagnir, auk þess sem komið hefðu fram reiðu fjárinnlag nir og/eða millifærslur frá ákærðu X og Z inn á fyrrgreint félag sem sagðar voru vegna húsaleigu. Um hefði verið að ræða heildstæða skoðun sem laut að framangreindum þátt - um, sér greind um, og fram setn ing í skýrslugerð héraðssaksóknara um téða grein ing u hefði miðast við það. Ekki hefði verið talin þörf á fjár mála grein ingu á almennum fjárhag viðkomandi ein staklinga. 36 Vitnið staðfesti og gerði grein fyrir fjármálagreiningu varðandi fjármögnun á húsnæði að [...] . Varðandi kaup á fyrra iðnaðarbilinu ( [...] ) þar í desember 2014 bar vitnið meðal annars um að athugunin hefði hverfst um greiðslur samkvæmt kaup samn ingi og það hvernig greiðsluflæði var háttað í kringum þær. Um hefði verið að ræða fjórar kaupsamningsgreiðslur, þ.e. 2. desember 2014, 1. júní 2015, 31. ágúst sama ár og 30. nóv ember sama ár. Í ljós hefði komið greinileg söfnun fjár á banka reikn inga ákærðu Þ í tengsl um við téðar kaupsamningsgreiðslur og þær hefðu síðan verið inntar af hendi. Staðan á banka reikningum hennar hefði yfirleitt v erið með þeim hætti að þar hefðu komið inn lífeyrisgreiðslur og fé sem fór út af reikningnum hefði sam rýmst almennri neyslu. Umrædd söfnun hefði verið umfram það sem yfirleitt gerðist og það hefði gerst á svip uð um tíma og kaupsamningsgreiðslurnar átt u sér stað. Þetta hefði ekki gefið tilefni til að ætla að um væri að ræða raunverulega pen inga . Um hefði verið að ræða toppa, ýmist vegna reiðufjár sem ákærða Þ lagði beint inn á reikn inginn eða með inn lögn um eða millifærslum frá ákærðu Ö , Y og Æ , eins og nánar væri rakið í skýrslu um fjár - málagreiningu. Varðandi kaup á síðara iðnaðarbilinu ( [...] ) í téðri fasteign í nóvember 2015 greindi vitnið meðal annars frá því að söfnun með svipuðum hætti og áður greinir hefði átt sér stað, en með innlögnum á banka reikning [...] . Um hefði verið að ræða innlagnir sem stóðu í samhengi við fimm kaupsamnings greiðslur, þ.e. 20. nóvember 2015, 1. og 28. desember sama ár, 1. apríl 2016 og 1. júlí sama ár. Samhliða hefði fyrra iðnaðar bilið ( [...] ) verið fært af á kærðu Þ yfir á umrætt félag með afsali dag settu 16. desember 2015, án þess að greiðsla kæmi á móti. Ákærðu Ö , Æ og Y hefðu fært fé inn á bankareikning félagsins, eins og nánar væri rakið í skýrslu um fjár mála greiningu. Þá hefðu síðustu tvær kaupsamnings greiðslurnar, samtals 17 milljónir króna, verið fjármagnaðar með bankaláni til félagsins en því sem eftir stóð af lán inu, að frádregnum kostnaði, 7.603.311 krónum, hefði verið ráðstafað inn á banka reikn ing félags ins. Í framhaldi hefði sú fjárhæð að me stu verið tekin út af þeim banka reikningi í tvennu lagi, 3.800.000 krónur, þar sem annars vegar var lagt inn á banka reikn ing ákærða Æ og hins vegar inn á banka reikning ákærða Y . Þá hefði helm ingur inn af fjárhæðinni sem fór til hins síðarnefnda, 1.900 .000 krónur, þessu næst verið milli færð inn á bankareikning ákærða Ö . Frekar spurð út í fyrrgreinda húsnæðisfjármögnun greindi vitnið meðal annars frá því að laun og eignastaða ákærðu hefði ekki skýrt umræddar greiðslur. Þá hefðu ákærðu Æ og Y verið gja ldþrota frá árinu 2012 og ákærði Ö frá árinu 2013. Engin opinber gögn hefðu skýrt það að þeir hefðu haft burði til þess að velta fyrrgreindum fjármunum inn á bankareikningana með reiðufé. Skýringar ákærða Æ um ætlaðan varasjóð í reiðufé vegna 37 reiðufjárútte kta á árunum 2000 2006 hefðu ekki sam rýmst nægjanlega banka gögnum sem hann lagði fram því til stuðnings. Vitnið gerði nánari grein fyrir efni lög regluskýrslu um rannsókn á þeim skýringum. Í aðalatriðum kom fram hjá vitninu að um hefði verið að ræða göm ul bankagögn frá ákærða Æ og ekki hefði verið unnt að afla undirgagna frá fjármálastofnunum til að skýra þau frekar, þar með talið hvort um hefði verið að ræða reiðufjárúttektir eða millifærslur eða greiðslur reikn inga. Í langflest um tilvikum hefði verið um að ræða óreglulegar úttektir í tíma og með ósléttum töl um. Fjárhæðirnar hefðu því að langmestu leyti samrýmst því að um væri að ræða úttektir í tengslum við greiðslu reikninga en ekki reiðufjár úttektir. Þá hefði staða banka reikn inganna á sama tíma að langmestu leyti verið í skuld með tilheyrandi vaxtakostnaði vegna yfirdráttar. Að því virtu hefðu skýr ingar hans um téðar reiðufjárúttektir og geymslu reiðufjár á öðrum óskilgreindum stöðum verið sérkennilegar. Mjög lítil hreyf ing hefði verið á öðrum bankareikningum sem ákærði Æ vísaði til eða úttektir af þeim reikn ingum verið með ósléttum tölum. Þá hefði ákærði Æ vísað til tveggja banka reikninga sem voru upphaflega stofnaðir á árinu 2005 en voru á nafni og kennitölu [...] sem hann hefði áður reki ð. Þar hefði verið um að ræða úttektir fjár með ósléttum tölum og hefði það ekki gefið tilefni til að ætla að um væri að ræða reiðu fjár úttektir. Þá hefði fyrrgreint gjaldþrot Æ verið ákveðinn núllpunktur hjá honum með skuldauppgjöri við kröfuhafa og rannsókn ekki beinst sérstaklega að því hvort hann hefði verið að safna reiðufé fyrir árið 2012 eða hvort átt hefði sér stað undanskot fjár muna utan við skipti þrotabúsins. Hvað var ðaði ákærða Y þá hefði hann verið með hærri uppgefin laun en aðrir sakborningar en ekkert í fjár - mála gögn um bent til þess að hann hefði ráðstafað þeim launatekjum til téðra fast eigna - kaupa. Vitnið gerði grein fyrir fjármálagreiningu varðandi l eigugreiðslur og í vætti hennar kom meðal annars fram að ákærðu X og Z hefðu borið um að hafa tekið á móti reiðufé frá meðákærðu Æ , Y og Ö . Um hefði verið að ræða tilfærslu á fjár munum sem sögð var vegna greiðslu á leigu fyrir umrætt húsnæði. Samkvæmt gögn um hefði ákærði Z ýmist lagt reiðuféð inn á bankareikning sinn og millifært það í framhaldi yfir á bankareikning fyrrgreinds einka hluta félags eða lagt reiðu féð beint inn á félagið. Ákærði X hefði ráðstafað launatekjum frá vinnu veitanda með því a ð leggja inn á téð einkahlutafélag en ráðstafað reiðufénu á móti til eigin fram færslu. Niður staða rannsóknar héraðssaksóknara hefði verið á þá leið að um væri að ræða mála mynda gjörning, þ.e. ekki raunverulega greiðslu á húsaleigu. Ekkert hefði komið fram við rann sókn um að ákærðu X og Z hefðu tekið þátt í fyrrgreindri söfnun til fjár mögnunar fast eignakaupanna. Þeirra afskipti af flutningi fjár muna hefðu hverfst um fyrr greindar peningatilfærslur sem ætlaðar tilbúnar leigu greiðslur. 38 Vitnið gerð i einnig grein fyrir fjármálagreiningu varðandi reiðufé inn á bankareikninga fyrr greinds einkahlutafélags og ákærðu Æ , Þ , Y og Ö . Í aðal atrið um kom fram í vætti vitnisins að um hefði verið að ræða reiðufjárinnlagnir sem fóru inn á bankareikningana um fram fyrrgreinda söfnun sem þurfti til að kaupa fast eignina. Ekki hefðu fengist skýringar á þeim fjármunum aðrar en að þeir gætu tengst meint um fíkni efnabrotum á svipuðum tíma. D. Um formhlið máls: Í málinu er ágreiningur um formhlið máls að því er varðar meint peningaþvætti og upp - tökukröfur, sbr. ákæru kafla II - IV og VI, auk þess sem dómurinn fjallar um hið sama af sjálfsdáðum. Ákærðu X , Y , Þ , Æ og Ö krefjast á einn eða annan hátt frávísunar ákæru hvað þennan hluta máls ins varðar, allt eins og áður greinir. Þá hefur ákærði Z tekið undir fyrrgreindar frávísunarkröfur og beint því til dóms ins að taka hið sama til athugunar af sjálfsdáðum. Í aðalatriðum byggir ákæruvaldið á því að ákæran og málatilbúnaður þess að öðru leyti uppfylli kröfur l aga um formhlið máls og ekki séu efni til að vísa frá dómi ákæru köflum II - IV og VI. Meintir ágallar á ákærunni séu ekki af þeim toga að þeir skerði mögu leika ákærðu til að taka til varna í málinu. Málatilbúnaðurinn gangi því ekki gegn grundvallar - reglum sam kvæmt 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994, né heldur 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, sbr. 8. gr. laga nr. 97/1995. Ljóst sé af ákærunni hvaða háttsemi ákærðu eru sökuð um og hvaða refsi lög hafi verið brotin. Að því virtu geti ákærðu tekið afstöðu til sakar gifta og tekið til varna í málinu. Einnig sé málatilbúnaður ákæruvaldsins að þessu leyti í samræmi við það sem lagt hafi verið upp með í dómum Hæsta réttar Íslands í málum nr. 703/2012 og 28/2021. Hið sama eigi við um dóma Lands réttar í mál um nr. 353/2018 og 39/2020. Nægjanlegt sé að til greina í ákæru að ávinningur stafi af refsiverðu broti og hvorki þurfi að tilgreina sér stak lega hvaða frumbrot sé um að ræða né heldur brotategund f rumbrots. Þá þurfi að greina og afmarka í ákæru hvaða verðmætum ávinn ingur lúti að. Einnig hvíli á ákæru - valdinu að sanna undir rekstri málsins að ávinningurinn stafi af refsi verðu broti og í þeim efnum sé nægjanlegt að sýna fram á að útilokað sé að ávi nn ingurinn sé tilkominn með lög mætum hætti. Þá komi fram í fyrrgreindri æðri dómaframkvæmd að áskilin hafi verið af mörkun meintra brota í tíma og í því samhengi nægi að tilgreina að meint brot hafi staðið yfir um nokkurt skeið og fram til ákveðins dags . 39 Ákæruvaldið byggir á því að ákæran í máli þessu samrýmist framangreindum megin - viðmið unum. Þá vísar ákæruvaldið til sakarefnisins samkvæmt I. ákærukafla en slíkt brot sé til þess fallið að hafa í för með sér verulegan ávinning. Rannsóknargögn málsins og sönn unar færsla sem hafi farið fram fyrir dómi renni stoðum undir málatilbúnað ákæru - valds ins um að ákærðu hafi haft ávinning af meint um brotum og að hin meinta fíkniefna - fram leiðsla hafi staðið yfir um nokkurt skeið. Ákæruvaldið byggir á því að frumbrotið sé fyrst og fremst meint fíkniefnaframleiðsla. Til viðbótar vísar ákæruvaldið til þess, miðað við það sem kom fram um efnishlið málsins, að líta megi til þess hvort hið meinta frum - brot geti að einhverju marki skýrst af ætluðum skilasvikum eða m eintu skatta lagabroti. Verknaðarlýsing I. ákæru kafla sé ekki af þeim toga að útilokað sé að ákærðu hafi haft ávinning af ræktuninni. Þá hafi ekki þýðingu í því samhengi þótt verkn aðar lýsing ákær - unnar, samkvæmt orðanna hljóðan, taki aðeins til framleið slu þeirra plantna og efna sem voru á staðnum á haldlagningardegi. Einnig vísar ákæruvaldið til nánar til greindra rann - sóknargagna og framburðar við með ferð málsins á rann sóknar stigi og fyrir dómi um einstök atriði varðandi fram leiðslu og meðferð fíkn iefna og fjármuni og ráðstöfun þeirra, og samspil þessara þátta, sem styðji mála tilbúnað ákæru valds ins. Þessu til viðbótar vísar ákæruvaldið til þess að úrskurður Lands réttar í máli nr. 499/2020 hafi ekki fordæmisgildi í því máli sem hér er til meðfer ðar. Sakarefni og atvik í því máli séu ólík því máli sem hér er til með ferðar, auk þess sem röksemdir og niðurstaða úrskurð arins samrýmist ekki að öllu leyti því sem áður greinir um fyrrgreindan dóm Hæsta réttar í máli nr. 28/2021. Ákæruvaldið ví sar til þess að heimfærsla á meintum brotum samkvæmt ákæru til 1. og 2. mgr. 264 gr. almennra hegningarlaga sé eðlileg miðað við það sem liggi fyrir um meint brot ákærðu og aðkomu og skýringar þeirra í málinu. Efnislega sé refsinæmi samkvæmt 1. og 2. mgr. lagaákvæðisins náskylt. Þá eigi hin síðarnefnda málsgrein aðeins við ef sá sem framið hefur frumbrot fremur jafnframt peningaþvættisbrot samkvæmt 1. mgr. laga - ákvæðisins, þ.e. svo kallað sjálfþvætti. Að því virtu komi það til úrlausnar dómsins undir efnish lið máls ins, að undangenginni sönnunarfærslu og sönnunarmati, að taka afstöðu til þess hvort háttsemi ákærðu hafi falið í sér sjálfþvætti eða almennt peningaþvætti, sbr. dóm Landsréttar í máli nr. 353/2018. Þessu til viðbótar vísar ákæru valdið til þess a ð skýr ingar ákærðu séu misvísandi og varnir þeirra ólíkar en það hafi ekkert með skýrleika ákærunnar að gera enda hafi ákærðu forræði á því hvernig þau hagi vörnum sínum. Í aðalatriðum hverfast kröfur ákærðu um frávísun um það að fyrr greindir kaflar ákær - unnar séu óskýrir og ekki í nægjanlegu samræmi við áskilnað samkvæmt c - og d - liðum 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Engin lýsing sé á frumbroti í ákæru og/eða ekki sé nægjan leg skír skotun á milli frumbrots og meints pe ningaþvættis 40 eða ætlaðs ávinn ings af refsiverðum brotum sam kvæmt ákæru. Óvíst sé hvort fram setn - ing ákæru að þessu leyti samrýmist nægjanlega því sem lagt er upp með varðandi skýr - leika ákæru sam kvæmt úrskurði Lands réttar frá 20. maí sl., í máli nr. 499/2020. Þá sé óvíst hvort dómur Hæstaréttar Íslands í máli nr. 28/2021 eigi fyllilega við í þessu sam - hengi þar sem ákæra og mála tilbún aður ákæru valds ins hafi verið með öðrum hætti í því máli. Hið sama verði ráðið af þróun æðri dóma fram kvæmdar að öðru leyti á liðnum árum á því réttar sviði sem hér eigi við. Ákæran sé einnig óskýr varðandi heimfærslu til refsi - ákvæða en ákærðu virðist ýmist gefið að sök meint pen ingaþvætti samkvæmt 1. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga eða ætlað sjálf þvætti í merkingu 1. mgr., sbr. 2. mgr., sömu lagagreinar. Þá sé ákæran einnig óskýr þegar undirkaflar hennar eru virtir saman, þar með talið varðandi lýs ingu á ætluðu refsiverðu frumbroti. Að auki taki verknaðar - lýsingar að verulegu leyti til háttsemi sem ekki sé refsiverð sam kvæmt orðalagi þeirra refsiákvæða sem ákært sé fyrir. Sundur liðanir á fjárhæðum séu óskýrar og hið sama eigi við um skilgreiningar á einstök um verkn aðar þáttum. Einnig sé ákæran óskýr varðandi af mörkun á tíma hinna meintu pen inga þv ættis brota vegna vöntunar á upp hafstíma. Að auki geti dagsetn ingar á ein stökum færslum ekki samrýmst nægjan lega þeim tímaramma sem lagt sé upp með í ákæru kafla I. Enn fremur sé óskýrt hvers vegna vísað sé til sér - greinds frumbrots í undirköflum II/2 /c, II/3/c og II/4/d ákæru, sbr. ákæru kafla I, en að öðru leyti sé ekki vísað til þess háttar sérgreinds frumbrots í undir köflum II/2/a - b, II/3/a - b og II/4/a - b. Þessu til viðbótar sé verknaðar lýsing IV. kafla ákæru um form lega stöðu ákærða Y í tengslu m við nánar tilgreint einka hlutafélag í ósam ræmi við opin ber gögn um þann lögaðila. Þá sé meintu peningaþvættisbroti samkvæmt sama ákærukafla ofaukið þar sem því sé þegar lýst í öðrum köflum ákær unnar. Með því sé farið gegn grund vallar - reglum um bann við tvöfaldri refsingu. Ekki eru efni til frekari reif unar á máls ástæðum ákærðu varðandi formhlið málsins. Niðurstöður: Við úrlausn dómsins á framangreindum atriðum verður að taka mið af því sem lagt er upp með samkvæmt c - lið 1. mgr. 152. gr. í lögum nr. 88/2008 um skýr leika ákæru. Í henni skal greina svo glöggt sem verða má hver sú háttsemi er sem ákært er út af, hvar og hvenær brotið er framið, heiti þess að lögum og aðra skilgreiningu og loks heimfærslu þess til laga og stjórnvalds fyrirmæla ef þv í er að skipta. Þessu til við bótar er unnt að koma að frekari skýringum við verknaðarlýsingu með röksemdum sem málsókn er reist á, sbr. d - lið 1. mgr. sömu laga greinar. Í æðri dómaframkvæmd hafa þessi fyrirmæli verið skýrð þannig að lýsing á þeirri háttse mi sem ákærða er gefin að sök í ákæru verði að vera svo greinar góð og skýr að hann geti ráðið af henni einni hvaða hátt semi hann er sakaður um og við hvaða ákvæði refsilaga hann er tal inn hafa gerst brot legur. Þá veltur það nánar 41 á atvikum máls og eðl i meintra brota hversu ríkar kröfur eru gerðar um skýrleika verkn - aðar lýsingar. Jafnframt verður að gæta að því að lýsing á ætlaðri refsiverðri háttsemi ákærða samsvari verknaðar lýsingu í því refsiákvæði eða þeim refsiákvæðum sem honum er gefið að sök að hafa brotið gegn. Þá getur það ráðist af brotategund og eðli brots hversu miklar kröfur verði gerðar til nákvæmni í lýsingu á eintökum þáttum verknaðar, svo sem að hverju ákæran lýtur og á hvaða tíma eða tímabili brot hafi verið framin. Mega ekki vera slí k tví mæli um hverjar sakar giftir eru að ákærða verði torvelt að taka afstöðu til þeirra og halda uppi vörnum. Að þessu leyti verður ákæra að vera svo skýr að d ómar a sé kleift af henni einni að gera sér grein fyrir því hvað ákærði er sakaður um og hverni g sú hátt semi verði talin refsiverð. Samkvæmt þessu verður ákæra að leggja við hlít andi grund völl að sak sókn svo að dómur verði lagður á mál í sam ræmi við ákæru, enda verður ákærði ekki sak felldur fyrir aðra hegðun en þar greinir, sbr. 1. mgr. 18 0. gr. laga nr. 88/2008. Um allt framan greint vísast meðal annars til dóms Hæsta réttar Íslands í máli nr. 28/2021. Þær sakir sem bornar eru á ákærðu samkvæmt ákæruköflum II IV eru taldar varða við 1. og 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga. Í 1. mgr . lagagreinarinnar er meðal annars tilgreint að refsi vert sé að nýta eða afla sér eða öðrum ávinnings af broti á lögunum eða af refsiverðu broti á öðrum lögum. Þá er í 2. mgr. lagagreinarinnar kveðið á um að svo - kallað sjálf þvætti sé jafn framt refsivert en það felst nánar tiltekið í því að sami aðili fremji frumbrot og þvætti síðar ávinning þess með þeim hætti sem tilgreint er í 1. mgr. Um skýr leika ákæru sem lýtur að peningaþvætti verður að líta til eðlis slíkra brota og fyrr - greinds orða lags laganna um skilgreiningu á refsinæmi. Þá er tekið fram í athuga semd um með frum varpi sem varð að lögum nr. 10/1997, og bættu ákvæði um peninga þvætti í almenn hegn ingarlög, að líta beri á pen inga þvætti sem sjálfstætt brot sem refsað verði fyrir þótt ekki sé samhliða ákært fyrir til tekið frumbrot. Að auki liggur fyrir að gildissvið 264. gr. almennra hegningarlaga, sbr. lög nr. 149/2009, tekur nú til ávinn ings af öllum refsi verðum brotum. Við mat á því hvort ákæra í máli þessu telst nægilega skýr verð ur einnig að líta til athuga - semda í frumvarpi sem varð að lögum nr. 149/2009, að því er varðar pen inga þvætti. Verður í því samhengi að taka tillit til meginmarkmiðs þeirrar laga setn ingar sem laut meðal annars að því að uppræta aðalhvata afbrota, þ.e. ávinning sem af þeim kann að leiða. Samkvæmt því er rétt að líta svo á að það markmið að sporna við við töku, nýtingu og öflun ávinnings af refsiverðum brotum sé þungamiðja ákvæðisins. Þá hlýtur lýsing meints peningaþvættisbrots í ákæru að taka mið af því . Þessu til viðbótar verður að taka tillit til þess að í æðri dómaframkvæmd hefur að mestu leyti verið lagt til grundvallar í 42 peningaþvættismálum að það nægi að það komi fram í verknaðarlýsingu ákæru að ávinn - ingur sem ákært er út af stafi af refsiverðu br oti, án nákvæmrar tilgreiningar á því hvert sé frumbrotið, tegund þess eða hvaða brotaflokki það tilheyri. Hins vegar þarf í ákæru að greina frá og afmarka verðmæti sem ávinningurinn lýtur að. Þá þarf ákæruvaldið að sanna að ávinningurinn stafi af refsiver ðu broti og í þeim efnum nægir að sýna fram á að með óyggjandi hætti sé útilokað að ávinningurinn sé kominn til með lögmætum hætti. Samkvæmt ákæruköflum II IV er ákærðu X , Y , Z , Þ , Æ og Ö gefið að sök meint peningaþvætti, eins og nánar greinir í undirköf lum ákær unnar. Verknaðarlýsingar téðra ákærukafla eru ítarlegar, margþættar og tengjast að mestu leyti inn byrðis. Þá er þar að nokkru leyti tekið mið af orðalagi 264. gr. almennra hegn ingar laga, auk frek ari skilgreiningar á öðrum ráðstöfunum ákærðu. Verknaðarlýsingar téðra ákæru kafla, eins og áður er lýst, standa að mestu leyti sjálf stæðar gagn vart ákæru kafla I og vísa til meintra óskilgreindra refsiverðra frum brota, ef frá eru taldir undir kaflar II/2/c, II/3/c og II/4c sem að nok kru marki vísa til meintra refsiverðra brota samkvæmt ákæru kafla I. Þessu til viðbótar fylgja verknaðar lýsing unni rök semdir þar sem að nokkru marki er gerð nánari grein fyrir sakarefni og mál sókn ákæru valdsins. Þær rök semdir eða skýr ingar hverfast að nokkru marki um fjár muna færslur sem greinir í ákæru köflum II IV og upptökukröfur á haldlögðum fjár mun um sem greinir í ákæru kafla VI. Nánar tiltekið er samkvæmt ákæruköflum II IV í aðalatriðum verið að lýsa með ferð á fjár munum, meint um ó lögmætum ávinningi af refsiverðri háttsemi, í tengslum við nánar til greind fast eigna við skipti. Er verið að lýsa því hvernig ávinningurinn í milljónum króna talið á að hafa verið færður á milli ákærðu með endurteknum reiðufjár inn lögn um og/eða milli færslum inn og út af bankareikningum og að lokum sem greiðslur fyrir tvær sam - liggjandi fasteignir, þær sömu og hýstu framleiðslu fíkni efna, sbr. I. ákæru kafla. Að auki er í VI. ákærukafla, sbr. rök semdir með ákæru, lýst haldlagningu fjármuna, andlags meints peningaþvættis, sem meðal annars voru taldir vera vegna s ölu fyrrgreinds hús - næðis. Heilt á litið er verknaðarlýsing ákærunnar, sbr. röksemdir, fremur flókin og að nokkru marki óskýr. Eru meðal annars teknar upp lýsingar á ýmsum ráðstöfunum sem falla ekki að orða lagi þeirra refsiákvæða sem ákært er fyrir, samhliða tilgreiningu á ýmsum auka - atriðum, og er þessu í nokkrum mæli blandað saman á einn eða annan hátt. Allar tíma - setningar í téðum ákæruköflum eru fremur óljósar varðandi upp hafstíma m eintra brota. Sú fram setning er engu að síður í sam ræmi við almenna framkvæmd í málum af þessum toga og hefur almennt ekki leitt til frávísunar ákæru. Tilvísun til refsilaga í ákærunni er sett fram með ónákvæmum hætti og ekki í samræmi við almenna ákæruf ramkvæmd í 43 málum af þessum toga. Þá hafa ekki fengist haldbærar skýringar frá ákæruvaldinu á þeirri framsetningu. Af mála tilbún aði ákæru valds ins verður hins vegar ráðið að dómnum sé ætlað, að undangengninni sönn unar færslu og sönn unar mati, að ske ra úr um það hvort háttsemin, í heild eða að hluta, að því marki sem hún teljist vera sönnuð, verði felld undir 1. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga og/eða 1. mgr., sbr. 2. mgr., sömu lagagreinar . Með þessu sé veitt svigrúm til endanlegrar heim færslu t il refsi ákvæða út frá því sem fram kemur við dómsmeðferðina. Þessu til viðbótar liggur fyrir að verknaðarlýsingin er að mestu leyti óskil greind hvað varðar meint refsivert frumbrot þar sem hvorki er lýst sér - greindu frum broti né heldur brota flokki fr umbrots að öðru leyti en því sem áður greinir um þrjá af undir köflum ákær unnar. Í því samhengi verður hins vegar að taka tillit til þess að æðri dóma framkvæmd hefur að mestu leyti heimilað framsetningu af þeim toga, sbr. meðal annars dóm Hæsta réttar í máli nr. 28/2021. Enn er hins vegar óvíst með for dæmis - gildi úrskurðar Landsréttar í máli nr. 499/2020 sem að nokkru leyti virðist hafa vikið frá því sem lagt var upp með í fyrrgreind um Hæstaréttardómi varðandi skýrleika ákæru. Er því óvarlegt að líta t il úrskurð ar ins við úrlausn á þeim ágreiningi sem hér er til meðferðar svo ráði úrslitum, eins og hér stendur á. Einnig verður ráðið af mála tilbúnaði ákæruvalds - ins að aðallega sé byggt á því, en þó ekki að öllu leyti, að meint frumbrot tengist ætlaðri fram leiðslu, sölu og dreif ingu ávana - og fíkni efna, sem á einn eða annan hátt, beint eða óbeint, tengist eða eigi sér skírskotun til meints fíkni efnabrots samkvæmt I. kafla ákær - unnar. Þá hefur málið í aðalatriðum verið sótt og varið á þeim grundvelli . Samkvæmt öllu framangreindu liggur afmörkun á sakarefninu í meginatriðum fyrir í mál - inu þótt ákæran sé ekki að öllu leyti greinargóð og skýr. Að því virtu er dómnum unnt að leggja efnis legan dóm á málið í öllum aðalatriðum eins og ákæran liggur fyrir . Þá hefur ákærðu í öllum aðalatriðum verið fært að taka afstöðu til sakargifta og halda uppi vörnum við meðferð málsins fyrir dómi. Með ákærunni er því lagður fullnægjandi grundvöllur að málinu. Er því ekki nægjan legt tilefni til að vísa ákæruköflum II I V, auk undirkafla, frá dómi á þeim grunni að ákæra uppfylli ekki kröfur c - liðar 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008. Hið sama á í öllum aðalatriðum við um upptökukröfur sam kvæmt ákærukafla VI. Þá lúta fyrr greindar röksemdir og athugasemdir ákærðu og áður greindur óskýrleiki ákærunnar öðrum þræði að efnisúrlausn málsins, þar með talið hvort verknaðarlýsing nái nægjan lega vel utan um háttsemina og þann málatilbúnað sem ákæruvaldið leggur upp með. Jafn framt hvort gögn styðji ákæru nægjan lega við vel og hvo rt ákæru sé ofaukið í einstök um köfl um svo reyni á reglur um tvöfalt refsinæmi eða sakar tæmingu. Verður því litið til framangreinds við úrlausn á efnishlið málsins, eftir því sem við á, og nánar greinir í þeim hluta dómsins. Að öllu framangreindu virtu, og með hliðsjón af dómi Hæsta réttar Íslands í máli nr. 28/2021, verður ekki fallist á frávís unar kröfur ákærðu. Af þessu leiðir jafnframt að ekki eru efni til að vísa téðum ákæru köflum frá dómi af sjálfs dáðum. 44 E. Niðurstöður um efnishlið máls: 1. Um meint stórfellt fíkniefnabrot: Samkvæmt I. ákærukafla er ákærðu Æ , Ö , Y , Z og X gefið að sök stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa 9. september 2016 haft í vörslum sín um, í sölu - og dreif ingar skyni, nánar tilgreindan fjölda kannabisplantna o g önnur fíkni efni, og að hafa um nokk urt skeið fram til þess dags ræktað greindar plöntur, allt eins og nánar greinir í ákæru. Verknaðarlýsing ákæru og málatilbúnaður ákæruvaldsins verður að öðru leyti ekki skilinn á annan hátt en þann að með málsókninn i sé lagt upp með að hinir fyrr - greindu ákærðu hafi komið að framningu meints brots í félagi, sem samverka menn, þótt það komi ekki skýrt fram í ákærunni sam kvæmt orð anna hljóðanna. Þá er ekki hægt að skilja verknaðarlýsingu ákærunnar með öðrum hætti en þeim að hún hverfist um vörslur þeirra kannabisplantna sem lagt var hald á umræddan dag og um ræktun þeirra um nokkurt skeið, auk varslna á öðrum fíkniefnum á sama tíma á sama stað. Möguleg ræktun annarra kannabisplantna í sama húsnæði á öðrum tíma er ekki hluti af verknaðar lýsing - unni og getur því ekki orðið hluti af efnisúrlausn í þessum hluta málsins, sbr. 1. mgr. 180. gr. laga nr. 88/2008. Ákæruvaldið hefur ekki fært fram haldbær rök fyrir hinu gagn stæða. Þá verður ákæruvaldið jafnframt að bera halla nn af ákærunni, eins og hún liggur fyrir og eftir því sem við á. Samkvæmt 1. mgr. 111. gr. laga nr. 88/2008 gildir sú grundvallarregla almennt að dómur skuli reistur á sönnunargögnum sem færð eru fram við meðferð máls fyrir dómi. Sam - kvæmt 108. gr. sö mu laga hvílir sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik sem telja má hon um í óhag á ákæruvaldinu og verður hann því aðeins sakfelldur að nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum, teljist fram komin um hvert það atriði er varðar sekt, sbr . 1. mgr. 109. gr. sömu laga. Þá metur dómurinn hvert sönnunar - gildi þær staðhæfingar hafa sem varða ekki beinlínis það atriði sem sanna skal en álykt - anir má leiða af um það, sbr. 2. mgr. sömu lagagreinar Ákærðu Æ , Y , Z og X neita sök út frá þeirri verkn aðarlýsingu sem liggur fyrir samkvæmt ákæru. Ákærði Ö játar hins vegar sök að því er varðar vörslur fíkniefna í sölu - og dreifingarskyni og að hann hafi ásamt öðrum með nánar til greindum hætti komið að ræktun téðra kannabisplantna. Varnir ákærða Æ hverf a st í aðalatriðum um að sönnun hafi ekki tekist fyrir því að hann hafi komið að hinu meinta fíkni efnabroti, hvorki 45 vörslum né fram leiðslu efnanna. Hann hafi verið fjarver andi og erlendis á um rædd um tíma. Þá verður ráðið af vörnum hans að hann legg i upp með að starfsemi sem var í húsnæðinu hafi fyrst og fremst verið á ábyrgð meintra leigu taka þess, þ.e. ákærðu Z og X . Ákærðu Ö , Y , Z og X hafa kann ast við að hafa komið að ræktun inni á einn eða annan hátt með klippingu eða annarri umsjón með plönt um, haft að gang að húsnæðinu og huglæga vitneskju um starf semina, auk þess sem ákærði Y hefur kannast við að hafa komið með afleggjara á staðinn. Varnir þeirra hverf ast í aðal atrið um um að að koma þeirra að hinu meinta fíkni efna broti, eins og því er lýst í ákæru, hafi ekki verið með þeim hætti sem þar greinir og/eða hún hafi verið minni háttar og ekki eigi að virða þátttöku þeirra, hvers um sig, sem aðalmanna í hinu meintu broti. Fjöldi kannabisplantna og magn og tegund haldlagðra fíkniefna, ein s og greinir í ákæru, er ágrein ingslaus. Hið sama á við um stað - og tímasetningu þegar lagt var hald á fyrr - greindar plöntur og efni þann 9. sept ember 2016. Samrýmist framangreint einnig gögnum máls ins og telst sá hluti verkn aðar lýsingar innar því v era sannaður. Þegar litið er til fjölda kannabisplantna og magns annarra fíkniefna á staðnum, auk búnaðar, uppsetningar og tilhögunar á ræktun í téðu húsnæði leikur enginn vafi á því að ræktunin og efnin voru ætluð til sölu og dreif ingar. Telst það því ei nnig sannað í málinu. Þá er ljóst af gögnum tækni deildar lögreglu og vætti lögreglufulltrúa nr. D , sem og matsgerð og vætti F sér - fræð ings, að um ræddar plöntur höfðu verið í ræktun um nokk urt skeið og telst því sá hluti verknaðarlýsingarinnar jafnfr amt sannaður í málinu. Ákærði Æ hefur borið fyrir sig að hafa á árinu 2016 dvalið langdvölum á [...] , þar með talið á sjúkrahúsi vegna slyss og síðar vegna veikinda. Þá hafi hann í aðdraganda hand - tökunnar 9. september 2016 dvalið á heilsu stofnun hér á landi. Hið sama hefur komið fram í framburði meðákærðu Þ , Y og Ö . Þá verður ráðið af fram burði ákærðu Z og X að ákærði Æ hafi ekki alltaf verið á staðn um á þeim tíma sem þeir komu að ræktuninni, auk þess sem ákærði Z kann aðist við dvöl ákær ða Æ á hluta tímabilsins erlendis. Samrýmist það að nokkru leyti afriti af samn ingi um langtímaleigu ákærða Æ á húsnæði á [...] sem er meðal málsgagna og verður ráðið af samningnum að hann hafi gilt til eins árs frá 1. apríl 2016 að telja. Þá samrýmist þa ð einnig símagögnum, sbr. síðari umfjöllun. Að framan greindu virtu verður lagt til grundvallar við úrlausn málsins að ákærði Æ hafi á árinu 2016 að nokkru marki dvalið um langan tíma á [...] . Þá eru ekki efni til að draga í efa það sem fram hefur komið, a ð hann hafi á hluta þess tímabils slasast og jafnframt leitað sér lækn inga út af öðrum heilsubresti. Ágreiningslaust er að ákærði Æ var handtekinn á leið inn í umrætt húsnæði sama dag og lagt var hald á plönturnar og önnur fíkniefni. Samrýmist það einnig málsgögnum og vætti 46 lögreglufulltrúa nr. A . Þessu til viðbótar liggur fyrir samkvæmt málsgögnum og vætti téðs lögreglufulltrúa að sama dag og ákærði Æ var hand tekinn keypti hann bambusstangir, málningar galla, latex hanska og plöntuvír í verslu n um, auk þess sem lagt var hald á stangirnar í bif reið hans sama dag. Þá liggur fyrir sam kvæmt máls gögn um og framburði ákærða Æ að hann var eigandi og stjórnarmaður [...] sem jafn framt átti húsnæðið á þeim tíma sem um ræðir. Sam kvæmt fram burði á kærða Æ og vætti fyrrgreinds lög reglu fulltrúa var ákærði með lykla sem gengu að hús næð inu, þar með talið að þeim hlutum þess þar sem plönturnar voru í ræktun og önnur fíkni efni voru geymd. Í frumskýrslu og vætti fyrrgreinds lögreglu fulltrúa kom meðal annars fram að ákærða Æ hefði verið nokkuð brugðið við af skipti lög reglu í greint skipti og hann verið stress aður og gefið óskýr svör um ferðir sínar. Sam kvæmt vætti sama lögreglufulltrúa sást til ferða ákærða Æ við húsnæðið fjórum dögum áður. Sam kvæmt framburði ákærðu X og Z , sem einnig voru handteknir í hús næð inu umræddan dag, litu þeir svo á að ákærði Æ væri eigandi téðra fíkni efn a og kannabisplantna og þeirrar starfsemi sem fram fór í hús næð inu. Þá báru þeir báðir um endur tekin samskipti við ákærða Æ á meðan þeir komu að ræktun - inni, þar með talið að hann hefði veitt þeim leiðbeiningar um hvernig þeir ættu að fara með plönt urnar. Að auki báru þeir um að hann hefði verið á fyrrgreindum fundi 5. sept - ember 2016 þar sem mál efni rækt unar i nnar voru að einhverju leyti rædd. Að öllu framan - greindu virtu bendir því allt til þess að ákærði Æ , sem var fyrirsvars maður félags sem átti umrætt hús næði, hafi haft huglæga vitneskju um meint brot, eins og því er lýst í ákæru, auk þess sem hann hafi tekið þátt í því, beint og óbeint, á milli þess eða á sama tíma og hann var fjar verandi erlendis og/eða undir læknishendi. Samkvæmt símagögnum var SMS - skeyti sent 9. mars 2016 frá ákærða Æ til ákærða Z : Stubbar frestast fram á mánudagskvöld en byrjun að taka undan á mánu dags morgun klukkan 8:00 stundvíslega . Þá var annað SMS - skeyti sent sama dag frá ákærða Z til Æ með svarinu: ja flott er . Samkvæmt orðanna hljóðan leikur enginn vafi á því að framangreind SMS - samskipti lutu efnislega að kannabisræktun . Samkvæmt símagögnum gengu SMS - skeyti endurtekið á milli ákærðu Æ og Y 5. apríl 2016 þar sem var verið að skiptast á upplýsingum um hvernig gengi og bera skeytin efnislega með sér, heilt á litið og í samhengi við önnur gögn um samskipti á svip uðum tíma, að þar hafi verið átt við kannabisræktun. Meðal þeirra skeyta var til dæmis eitt frá ákærða Æ , Var þetta nothæf , og svar frá ákærða Y , jaja innri var þett en smatt. Þessu til viðbótar voru önnur SMS - skeyti sem gengu á milli ákærðu Æ og Z 23. og 27. apríl 2016 þar sem þeir voru að mæla sér mót. Einnig liggur fyrir að í haldlögðu dagatali í síma ákærða Æ vegna daganna 4., 9., 16., 17., 23. og 25. maí 2016 voru skrán ingar sem hafa efnislega skírskotun til kannabis rækt unar eða annarrar meðferðar f íkniefna, þ.e. Vigta upp, Stubbar, Toppa, Klippa, Klára að klippa . Hið sama á við um sams konar skráningar 47 dagana 9., 10., 11., 17., 22., 26. og 27. júní sama ár þar sem sömu eða sams konar orð voru notuð. Þá liggur fyrir að skráningar af sama toga voru en durtekið í dagatali í síma ákærða Ö 19. október 2015, Nyju bornin , og 10. og 24. mars 2016, Taka inn og Klipping , auk sams konar skráninga síðar sama ár, 13. og 27. apríl og 25. maí. Fyrrgreind gögn samrýmast einnig skjali sem lagt var hald á í umræddu ræk tunarhúsnæði þar sem sömu eða svipuð efnis atriði voru skráð. Þessu til viðbótar voru tvö Snapchat - skilaboð í síma ákærða Z sem bár ust frá ákærða Ö , annars vegar 25. júlí 2016, sæll ætlum að hittast á kringlukránni á morgun kl. 11:30 og fara yfir nokkra h luti verðum allir þarna gamli lika :) , og hins vegar 9. september sama ár, gamli er að koma til ykkar . Heilt á litið bera framangreindar skráningar og skeyti með sér, út frá efni sínu, að varða ætlaða kannabis ræktun og vörslur slíkra fíkniefna, auk þes s að draga fram skipulagningu og innbyrðis sam skipti og ætlaða aðkomu ákærðu Æ , Y , Ö , X og Z að þeirri starf semi, allt með þeim hætti sem greinir í ákæru. Þessu til viðbótar ber að líta til þess að fram kom í vætti og skýrslu sérfræðings lög reglu nr. C að sími ákærða Æ var að minnsta kosti í fjórtán aðgreind skipti á tímabili frá 22. maí 2016 til 9. september sama ár, að teknu tilliti til langra hléa inni á milli, tengdur fjarskipta send um í nágrenni við umrætt rækt unar hús - næði. Hið sama á við um þa ð sem kom fram í vætti og skýrslu sama sérfræðings, að símar ákærðu X , Y , Z og Ö voru í talsvert meiri mæli á sama ári tengdir sömu fjarskiptasendum á tímabili frá 14. mars til 9. sept ember. Þegar allt framangreint er virt saman er ljóst að framburður ákærða Æ samrýmist ekki nægjanlega fyrrgreindum sakargögnum og framburði ákærðu Z og X , sem og vætti fyrrgreindra vitna. Þá er ljóst að ákærði Æ var með aðgang að hús næðinu í langan tíma og átti leið um það þegar hann var handtekinn. Framburður Æ er því ótrúverðugur og verður ekki lagður til grundvallar við úrlausn málsins. Gegn neitun ákærða Æ telst því lögfull sönnun hafa tekist um að hann hafi umræddan dag farið með vörslur um ræddra fíkniefna og kannabis plantna og jafnframt að hann hafi um nokk ur t skeið ræktað téðar plöntur, allt eins og honum er gefið að sök samkvæmt ákæru. Hvað varðar ákærðu Y , Ö , Z og X , þá hafa þeir allir borið um hafa komið að ræktuninni á einn eða annan hátt, með klippingu og/eða annarri umhirðu eða plöntu umsjón, og samrými st það framangreindum sakargögnum. Allt eru þetta verknaðar þættir sem hafa verulega þýðingu við framningu hins meinta brots. Þeir fjórir höfðu því aðgang að húsnæðinu, auk þess að hafa huglæga vitneskju og taka þátt í ræktuninni með þeim hætti sem að fram an greinir. Þessu til viðbótar liggur fyrir að ákærðu Z og X voru handteknir í húsnæðinu umræddan dag þar sem þeir voru að vinna við ræktun ina. Að öllu þessu virtu telst sannað að þeir fjórir fóru um ræddan dag einnig með vörslur umræddra fíkniefna og pla ntna, auk þess sem það telst sannað að þeir komu að ræktun inni um nokkurt skeið, allt eins og þeim er gefið að sök 48 sam kvæmt ákæru. Miðað við allt framangreint, og eins og verknaðar lýsingu ákæru er háttað, eru ekki efni til að gera inn byrðis greinarmun á aðild ákærðu Æ , Y , Ö , Z og X að brotinu. Að því virtu verður vörnum hinna fjög urra síðastnefndu um hið gagnstæða hafnað. Á þetta einnig við um varnir hinna tveggja síðastnefndu um að verkn aðar lýsing ákæru sé óskýr um meinta aðild þeirra að málinu. Ver knaðarlýsing ákærunnar, eins og hún liggur fyrir, er skýr og í samræmi við almenna ákæruframkvæmd í málum af þessum toga sem er marg dæmd hjá dómstólum. Ljóst er af magni og umfangi framleiðslunnar að ákærðu gat ekki dulist að efnin voru ætluð til sölu og dreifingar og eru saknæmisskilyrði 18. gr. almennra hegningarlaga uppfyllt. Ákærðu hafa ekki fært fram haldbær rök fyrir hinu gagnstæða. Þá hafa ákærðu X , Y , Z og Æ að öðru leyti ekki fært fram haldbær rök fyrir sýknu kröfum varðandi þennan hluta málsins . Samkvæmt öllu framangreindu verða allir fimm ákærðu taldir vera aðal menn í brot inu, eins og því er lýst í ákæru. Vegna fjölda kannabis plantna og magns annarra fíkniefna, sem lagt var hald á 9. september 2016, og að teknu tilliti til þess að plönturnar og efnin voru ætluð til sölu og dreifingar, telst brotið vera stórfellt í merkingu 173. gr. a í almenn - um hegn ingarlögum. Samkvæmt öllu framan greindu verða ákærðu Æ , Y , Ö , Z og X sakfelldir samkvæmt I. kafla ákæru og er brotið rétt heim fært til refsi ákvæðis. 2. Um meint peningaþvætti: 2.1. Samkvæmt II. ákærukafla, sbr. undirkafla, eru ákærðu Þ , Ö , Æ og Y gefið að sök meint peningaþvætti, auk þess sem hinum tveimur síðastnefndu er gefið að sök meint peningaþvætti samkvæmt IV. ákærukafla, allt eins og nánar greinir í ákæru. Þá er ákærðu X og Z gefið að sök meint peningaþvætti samkvæmt III. ákæru ka fla, sbr. undirkafla, eins og nánar greinir í ákæru. Fyrir liggur að ákærðu neita sök en varnir þeirra eru ekki að öllu leyti þær sömu. Ljóst er af verknaðarlýsingum fyrr greindra ákærukafla, sbr. undirkafla, að sakar efnin tengjast inn byrðis og verður að taka mið af því við efnislega úr lausn máls ins, eftir því sem við á. 2.2. Í málinu er ágreiningur um það hvort um hafi verið að ræða ávinning af refsiverðri háttsemi eða refsiverðum brot um í tengslum við meint brot ákærðu Þ , Æ , Y og Ö sem greinir í á kæruköflum II/1 4 og IV. Sam hliða hverfast efnisvarnir þeirra fjög urra um það sama og áður greinir um form hlið málsins, þar með talið skort á lýsingu á frum broti og/eða ávinningi af frum broti, sem og að upp runi téðra fjár muna hafi engin tengsl v ið 49 sakar efni sam kvæmt I. kafla ákær unnar. Verður að leysa úr fyrrgreind um vörn um þeirra fjögurra í einu lagi, eftir því sem við á, áður en vikið verður að einstök um undirköflum ákærunnar. Samkvæmt því sem áður greinir um fjármálagreiningu héra ðssaksóknara og vætti lögreglufulltrúa nr. G liggur fyrir að ákærðu Þ , Æ , Y og Ö höfðu undir höndum fjár muni sem námu mun hærri fjárhæðum en samrýmdust uppgefnum tekjum og eignum þeirra samkvæmt opinberum gögnum á þeim tíma sem greinir í II. og IV. kafla ákær unnar. Um ræddir fjármunir voru í formi reiðufjár sem gekk á milli þeirra. Þá liggur fyrir og er óumdeilt að ákærðu Æ , Y og Ö voru gjaldþrota þegar fyrri fast eignin var keypt (iðnaðarbil [...] ). Að því virtu áttu þeir á þeim tíma ekki að geta átt þá fjármuni sem notaðir voru til kaupanna ef miðað er við almennan mælikvarða á réttaráhrif gjald þrots. Ákærðu Æ , Y , Ö og Þ hafa á einn eða annan hátt við meðferð málsins fyrir dómi gefið þær skýringar að umræddir fjármunir hafi að mestu leyti komið úr vara sjóði sem hafi að miklu leyti verið á vegum ákærða Æ . Þá hafa þau borið um að rekja megi uppruna varasjóðsins til fjármálaumsvifa hans áður en hann varð gjaldþrota, allt eins og áður hefur verið rakið varðandi framburð þeirra fyrir dómi. Einnig hefur komið fram í framburði þeirra að hluti þeirra fjár muna sem notaðir voru hafi á einn eða annan hátt jafnframt komið frá ákærðu Ö og Y . Ákærði Ö hafi á um ræddum tíma haft umtalsverðar svartar atvinnutekjur og hann hafi haft sterka fjárhags lega stöðu vegn a fjölskylduauðs hjá maka, þ.e. meðákærðu XX . Að auki hafi ákærði Ö verið með umtalsverða fjármuni milli handanna vegna arfs sem rann til hans á árinu 2014. Þá hefur ákærði Y borið um að hafa alltaf verið vinnusamur og átt mikið af peningum sem hann hafi s afnað um margra ára skeið, allt frá barnsaldri. Allt eru þetta skýringar sem samrýmast ekki nægjanlega fyrrgreindri fjár mála greiningu héraðssaksóknara , auk þess sem þær komu að mestu leyti fram hjá ákærðu á síðari stigum rann sóknar innar og fyrir dómi . Þeir fjármunir sem um ræðir og runnu á milli ákærðu á téðu tímabili eru langt umfram upp gefnar tekjur og eignastöðu þeirra að öðru leyti samkvæmt opinberum gögnum. Þá liggur heilt á litið greinilega fyrir að framburður þeirra er mis vísandi og ekki nægj anlega stöðugur , allt eins og áður hefur verið rakið . Ljóst er að fram burður þeirra um uppruna umræddra fjármuna fór að breytast í þá veru sem áður greinir eftir að ákærðu Æ , Y og Ö voru látnir lausir úr gæslu varðhaldi. Fyrir það tímamark voru skýringar sem fengust á fjármunum frekar í þá veru að þeir tilheyrðu með ákærðu Þ og/eða lítið eða ekki minnst á aðkomu ákærða Æ að ætluðum varasjóði og/eða meint fjármálaumsvif hans frá fyrri tíð. Skal í þessu sambandi meðal annars litið til þess að ákærði Y bar m eðal annars um það fyrir fyrrgreint tímamark að fjármunir sem 50 hann var með hefðu komið frá umræddri fíkniefnaræktun. Að auki hafa fjármála gögn sem ákærði Æ afhenti lögreglu á árinu 2021, sem eiga að skýra að hann hafi verið með mikið reiðufé á milli handa nna, ekki verið með þeim hætti að þau styðji nægjan lega við fram burð hans. Ljóst er af þeim gögnum að þar var um að ræða óreglu legar úttektir í tíma og með óslétt um tölum í krónum talið. Bendir allt til þess að þau gögn sýni greiðslur hans á reikn ing um en ekki reiðu fjárúttektir. Þá verður einnig í þessu samhengi að taka tillit til þess að á sama tíma voru umræddir banka reikningar í skuld með yfirdráttar - vöxtum. Er því afar ósennilegt í almennu tilliti að pen ingar hafi verið teknir út af bankareikn ingi og geymdir í reiðufé á sama tíma og vaxta kostn aður hlóðst upp. Einnig er afar ósennilegur framburður ákærða Æ , sem að nokkru kom einnig fram hjá ákærðu Þ , Y og Ö , beint eða óbeint, að hinn fyrst nefndi, þ.e. ákærði Æ , hafi ávallt verið með verulegt reiðufé í sínum fórum , í milljónum eða milljónatugum talið, geymt hér og þar, hjá ættingjum eða í banka hólfum. Þessu til við bótar verður að líta til máls atvika að öðru leyti varðandi meðferð á umræddum fjár mun um. Fyrir liggur að um var að ræða meðfer ð reiðufjár sem var farið með á milli mis mun andi fjármála stofnana og lagt inn á eða fært á milli banka reikn inga á einn eða annan hátt í lágum fjárhæðum til að koma sér undan peninga þvættiseftirliti. Kom þetta beinlínis fram í framburði ákærða Æ við skýrslugjöf hans fyrir dómi. Öll meðferð fjár mun anna, eins og þau atvik birtast í gögnum máls ins, bera þess skýr einkenni að þar var verið að leyna uppruna þess fjár sem fært á milli og leitast við að gera það með þeim hætti að ekki vekti athygli þeirra aðila sem að lögum eiga að gæta að vörn um og aðgerðum gegn peningaþvætti. Að öllu framangreindu virtu er það mat dómsins að framburður ákærðu Æ , Þ , Y og Ö fyrir dómi um uppruna umræddra fjármuna, sem notaðir voru í téð um fasteignakaupum, stangist á við gögn málsins, þar með talið fjármála rannsókn lög reglu, auk þess sem framburður þeirra hefur verið óstöðugur og órökréttur á köflum. Bendir allt til þess að um sé að ræða eftiráskýringar. Er það því mat dómsins að fram burður þeirra sé í öllum aðal atriðum ótrú verðugur og er ekki unnt að byggja á honum við úrlausn máls ins. Samkvæmt framangreindu hefur ekkert komið fram sem rennir stoðum undir það að upp - runi fjármunanna sé lögmætur. Með vísan til dóms Hæstaréttar Íslands í máli nr. 200/2001, og þe gar litið er til eðlis og tilgangs 264. gr. almennra hegningarlaga, sbr. lög nr. 149/2009, verður ekki gerð sú krafa að fyrir liggi hvaða brot sé nákvæmlega um að ræða. Verður að meta það í ljósi atvika hverju sinni hvort sýnt sé nægilega fram á að ávinn ingur stafi af refsi verðri háttsemi. Sama nálgun birtist í dómi Hæstaréttar Íslands í máli nr. 29/2020 og einnig í dómi Landsréttar í máli nr. 241/2021. 51 Ákæru valdið byggir í aðalatriðum á því að frumbrotið að baki hinum ólög mæt a ávinningi sé m eint fíkni efna framleiðsla og sala og dreifing á afrakstri hennar. Jafnframt er ljóst af mála tilbún aði ákæruvaldsins að þar er fyrst og fremst litið til stórfellds fíkni efna brots sam kvæmt I. kafla ákærunnar og að það brot, eða undanfari þess, á einn eða annan hátt, beint eða óbeint, tengist þeim ávinningi sem hér er til um fjöllunar. Var um að ræða brota - starfsemi sem í eðli sínu er hagnaðardrifin. Ljóst er af málsgögn um að fíkni efna brot sam - kvæmt I. ákærukafla átti sér aðdraganda með útvegun hús n æðis og uppsetningu búnaðar. Jafn framt er ljóst af matsgerð og vætti F að ræktun kanna bis planta og vinnsla afurða úr slíkri ræktun er margþætt framleiðsluferli sem krefst undir búnings og tekur tals verðan tíma. Enn fremur er ljóst af sömu gögnum að ræk tunin var heilt á litið til þess fallin að skila af sér verulegum ávinn ingi. Bendir því allt til þess að umrædd fram leiðsla hafi átt sér stað um nokkurt skeið áður en lögregla gerði húsleit 9. september 2016. Þá er jafnframt ljóst að henni var ætlað að halda áfram ef lög regla hefði ekki stöðvað starf - semina. Að framangreindu virtu, og með hliðsjón af rúmri túlkun sem á við um frumbrot, eins og það birtist í hinum fyrr greindu æðri dómum, verður að leggja hér til grund vallar að atvik máls þessa séu m eð þeim hætti að þau styðji nægjanlega málatilbúnað ákæru valds ins um að uppruna fjár munanna megi með óyggjandi hætti rekja til stór fellds fíkniefnabrots og er útilokað að hann sé lögmætur. Jafnframt er með hinu sama ljóst að ekki hefur sérstaka þýð in gu fyrir efnislega úrlausn máls ins, eins og hér stendur á, þótt verkn aðarlýsingar í ákæruköflum II og IV, sbr. undir kafla, tilgreini ekki sérstaklega stór fellt fíkniefna brot með almennum eða sértækum hætti. Af þessu leiðir jafnframt að ekki hefur sér staka þýðingu, eins og hér stendur á, þótt fyrir liggi að verkn aðar lýsing sam kvæmt I. ákæru - kafla hverfist eftir orðanna hljóðan aðeins um kannabis plöntur og fíkni efni sem lágu fyrir á haldlagningartíma. Samkvæmt öllu framan greindu verður lagt til grund vallar við úr - lausn málsins að frumbrotið hafi á einn eða annan hátt verið stór fellt fíkniefna lagabrot með fram leiðslu og vörslu slíkra efna í sölu - og dreifingar skyni og það hafi út frá atvikum málsins tengsl við brot samkvæmt I. ákærukafla e ða brotastarfsemi af þeim toga . Af þessu leiðir, og með hliðsjón af því sem áður greinir um óskýrleika ákærunnar, að dómur - inn getur ekki fallist á með ákæru valdinu að við mat á frum broti eigi jafn framt að líta til meints skatta laga brots, meintra sk ila svika eða annarra ætlaðra refsiverðra brota ákærðu, að því marki sem ekki þyki sýnt fram á tengsl meints peningaþvættis við stórfellt fíkni - efna lagabrot. 2.3. Í ákærukaf l a II/1, sem beinist að ákærðu Þ , er ekki tölulegur ágreiningur um fjár hæðir né heldur alla helstu verkn aðar þætti varðandi greiðslur, innlagnir, millifærslur, við töku og 52 aðrar ráðstaf anir, allt eins og lýst er í ákærukaflanum, sem hverfast um flutn ing fjármuna sem notaðir voru til að greiða fyrir umrædda fasteign (iðnaðarbil [ ...] ). Samrýmist þetta einnig gögnum málsins og telst allt framangreint vera sannað í málinu. Að auki, og út frá því sem áður greinir í lið 2.2., telst sannað að umræddir fjár munir voru ávinningur af refsiverðri háttsemi af þeim toga sem áður greinir og er útilokað með óyggjandi hætti að ávinningurinn sé löglega til kominn. Að framangreindu virtu, gegn neitun ákærðu, telst því lögfull sönnun hafa tekist fyrir því að hún hafi tekið við og aflað sér ávinn ings af refsiverðri háttsemi að fjárhæð 27.024.400 krónur og ráðstafað honum með þeim hætti sem greinir í ákærukaflanum. Til fleiri þátta þarf hins vegar að líta. Af gögnum málsins virðist allt benda til þess að nafn ákærðu Þ hafi verið notað til málamynda í umræddum fasteignakaupum þar sem hún var ekki gjaldþrota á þeim tíma gagnstætt því sem átti við um meðákærðu Æ , Y og Ö . Samrýmist það framburði hinna þriggja síðastnefndu en þeir hafa allir borið á þann veg að ákærða Þ hafi í raun ekki verið eigandi húsnæðisins eða haft vitneskju um hvað bjó að baki f asteignakaupunum. Ákærða Þ er ekki ákærð fyrir þátttöku í broti samkvæmt I. ákærukafla. Þá verður ekki með skýrum hætti ráðið af rannsóknargögnum málsins að hún hafi átt aðild að þeirri brotastarfsemi og er til að mynda hvergi á hana minnst í símagögnum. E innig er heilt á litið ljóst af framburði ákærðu Þ hjá lögreglu og fyrir dómi að hún virðist í aðalatriðum hafa leitast við að samræma framburð sinn eftir á við framburð meðákærðu Æ , Y og Ö . Í því samhengi verður að taka tillit til þess að þau tengjast öll nánum fjölskylduböndum. Þá er að mati dómsins ýmislegt í málinu sem bendir til þess að ákærða Þ hafi í raun verið nokkuð upp á ákærða Æ komin í fjárhagslegu tilliti og hún standi höllum fæ ti, þar með talið varðandi ákvarðanatöku um fjárhagsleg málefni. Sam rýmist það til að mynda því hvernig svör hennar og framganga að öðru leyti var við skýrslutöku fyrir dómi. Að framangreindu virtu er því ósannað að hún hafi í raun haft skýra vitneskju um að ávinn ingurinn stafaði frá fyrrgreindu frumbroti og að hún hafi haft ásetning til verks ins. Er því allt sem bendir til þess að hún hafi sýnt af sér óvarkárni þegar hún samþykkti að vera skráð fyrir fasteignakaupunum og léði að öðru leyti atbeina sinn til þeirra verkn aðar þátta sem greinir í ákærukaflanum og teljast vera sannaðir. Samkvæmt öllu framan greindu verður lagt til grundvallar að hún hafi tekið þátt í brotinu með því að sýna af sér gáleysi. Samkvæmt 4. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga varðar brot gegn 1. mgr. sömu laga - greinar, sem framið er af gáleysi, sektum eða fangelsi allt að sex mánuðum. Sam kvæmt 1. tl. 1. mgr. 81. gr. sömu laga fyrnist sök á tveimur árum þegar ekki liggur þyngri refsing við broti en eins árs fangelsi. Brot ákær ðu var í síðasta lagi fullframið 16. des ember 2015, þegar gefið var út afsal vegna umræddrar fasteignar. Að þessu virtu telst fyrn ingar frestur 53 brotsins í síðasta lagi frá þeirri dagsetningu, sbr. 1. málsl. 1. mgr. 82. gr. almennra hegn - ingarlaga. Í 4. m gr. 82. gr. laganna er kveðið á um að fyrn ingar frestur rofni þegar rann - sókn sakamáls hefst fyrir rannsóknara gegn manni sem sakborn ingi. Sam kvæmt 2. málsl. 5. mgr. sömu lagagreinar rýfur rannsókn sam kvæmt 4. mgr. ekki fyrn ingarfrest ef ra nn - sóknari hættir henni eða hún stöðvast um óákveðinn tíma. Í máli þessu háttar svo til að ákærða gaf fyrst skýrslu með réttarstöðu sakbornings 10. september 2016 og síðan í kjölfarið með sömu réttarstöðu 16. sama mánaðar og 13. októ - ber sama ár. Þá gaf ákærða skýrslu með sömu réttarstöðu 7. maí 2021. Engar hald bærar skýringar liggja fyrir hjá ákæruvaldinu á því hvers vegna svo langur tími leið á milli skýrslutakanna. Sam kvæmt málsgögnum er ekki að sjá að rann sókn hjá lögreglu hafi í raun verið virk ef tir að ákærða gaf skýrslu 13. október 2016 uns henni var haldið áfram með fyrrgreindri skýrslutöku 7. maí 2021. Liðu þannig um fjögur ár og sjö mánuðir á milli skýrslutakanna. Verður helst ráðið af gögn um að réttarbeiðni hafi verið beint til dómsmálayfirv alda í Lúxemborg undir lok árs 2016. Þá hafi lögregla unnið að fjármála - greiningu sakborninga, sbr. ódagsetta greinargerð lög reglu , sem var ekki meðal mál - sóknar gagna ákæruvaldsins til dómsins en ákærði Z lagði fram við aðal meðferð . Er ekki að sjá af þessum gögnum að þau hafi að lokum haft raunverulega þýðingu fyrir rannsóknina eða ákvörðun um saksókn. Að framan greindu virtu er allt sem bendir til þess að rannsókn máls ins hafi í raun legið niðri um langan tíma með fyrr greind um réttaráhrifum. Að þessu virtu verður að leggja til grund vallar að þótt fyrr greindar skýrslu - tökur af ákærðu á árinu 2016 hefðu á sínum tíma getað rofið fyrningu sakar, þá leiddi eftir farandi að gerða leysi lög reglu og/eða ákæru valds, sem ákærðu verður ekki kennt um , til þess að fyrning sakar var ekki rofin við fyrr greind tíma mörk skýrslu takanna. Af þessu leiðir að sök ákærðu var fyrnd þegar hún gaf skýrslu 7. maí 2021 og einnig þegar mál þetta var höfðað með útgáfu ákæru 23. sept ember sama ár. Verður ákærðu því ekki refsað fyrir hátt sem ina, sbr. 6. mgr. 82. gr. almennra hegn ingarlaga. Þegar að þessu virtu ber að sýkna hana af refsi kröfu ákæru valds ins. 2.4. Í ákæruköflum II/2/a b, sem beinast að ákærða Æ , er ekki tölulegur ágreiningur um fjár - hæðir né heldur alla helstu verkn aðar þætti varðandi viðtöku, geymslu, öflun og ráð stöfun á þeim fjármunum sem greinir í þeim köflum ákærunnar og hverfast um umrædd fast - eignakaup (iðnaðarbil [...] og [...] ). Samrýmist þetta einnig gögnum málsins og telst allt fr amangreint vera sannað í málinu. Að auki, og út frá því sem áður greinir í lið 2.2., telst sannað að umræddir fjár munir voru ávinningur af refsiverðri hátt semi og er úti lokað með óyggjandi hætti að ávinningurinn sé löglega til kominn. Ákærði hefur ekki fært fram haldbær rök fyrir sýknukröfu sinni hvað þennan hluta málsins varðar. Að framangreindu 54 virtu, gegn neitun ákærða, telst því lögfull sönnun hafa tekist fyrir því að hann hafi tekið við, geymt, aflað sér og ráðstafað ávinn ingi af refsi verðum bro t um að fjár hæð 19.647.500 krónur, eins og greinir í fyrrgreindum köflum ákærunnar. Vegna verknaðarlýsinga fyrrgreindra ákærukafla er hins vegar ekki unnt að leggja til grund vallar að um hafi verið að ræða sjálfþvætti. Verður ákærði sakfelldur fyrir þá hátt semi sem greinir í téðum ákæru köflum og teljast brotin varða við 1. mgr. 264. gr. almennra hegn ingarlaga. Hvað varðar ákærukafla II/2/c, sem beinist einnig að ákærða Æ , liggur fyrir og er ágreiningslaust í málinu að hann var með reiðufé á sér v ið handtöku, 172.000 krónur og 590 evrur. Ákærði hefur til skýringar vísað til þess að hann hafi verið með hinar fyrr - greindu krónur á sér og hann hafi aflað sér þeirra með út leigu á íbúðarhúsnæði. Þá hafi evrurnar verið afgangspeningar sem hann var með á sér eftir að hafa dvalið á [...] . Fram - burður hans um fyrrgreinda húsaleigu samrýmist fram burði ákærðu Þ um hið sama. Einnig verður ráðið af vætti lögreglufulltrúa nr. B að þau hjónin hafi verið að leigja út íbúðarhúsnæði á sínum vegum á sama tíma. Þá liggur fyrir sam kvæmt gögn um málsins að ákærði Æ dvaldi langdvölum á [...] og skýringar hans á hinum erlenda gjaldeyri eru því sennilegar. Gögn málsins eru óskýr um útleigu á téðu íbúðar húsnæði og utanlandsferðir ákærða Æ . Ákæru valdið verður að bera h all ann af því. Að framangreindu virtu er ósannað að fyrr greindir peningar sem hann var með á sér hafi verið ávinningur af brotum samkvæmt I. kafla ákæru eða öðrum refsi verð um brotum, eins og greinir í þessum kafla ákærunnar. Þegar að þessu virtu verður ákærði Æ sýkn aður af ákærukafla II/2/c. 2.5. Í ákæruköflum II/3/a b, sem beinast að ákærða Y , er ekki tölulegur ágreiningur um fjár - hæðir né heldur alla helstu verkn aðar þætti varðandi viðtöku, geymslu, öflun og ráð stöfun á þeim fjármunum sem greini r í þeim köflum ákærunnar og hverfast um umrædd fast - eignakaup (iðnaðarbil [...] og [...] ). Samrýmist þetta einnig gögnum málsins og telst allt framangreint vera sannað í málinu. Að auki, og út frá því sem áður greinir í lið 2.2., telst sannað að umræddir fjár munir voru ávinningur af refsiverðri hátt semi og er útilokað með óyggjandi hætti að ávinningurinn sé löglega til kominn. Ákærði hefur ekki fært fram haldbær rök fyrir sýknukröfu sinni hvað þennan hluta málsins varðar. Að framangreindu virtu, gegn nei tun ákærða, telst því lögfull sönnun hafa tekist fyrir því að hann hafi tekið við, geymt, aflað sér og ráðstafað ávinn ingi af refsi verðum brot um að fjárhæð 15.263.000 krónur, eins og greinir í fyrrgreindum köflum ákærunnar. Vegna verknaðarlýsinga fyrrg reindra ákærukafla er hins vegar ekki unnt að leggja til grund vallar að um hafi verið að ræða sjálfþvætti. Verður ákærði sakfelldur fyrir þá hátt semi sem greinir í téðum ákæru köflum og teljast brotin varða við 1. mgr. 264. gr. almennra hegn ingarlaga. 55 Hvað varðar ákærukafla II/3/c, sem beinist einnig að ákærða Y , liggur fyrir og er ágreiningslaust í málinu að hann var með reiðufé í fórum sínum á þegar hann var hand - tekinn, eins og lýst er í fyrrgreindum ákærukafla, samtals 2.131.000 krónur. Ákærði he fur til skýringar vísað til þess að um hafi verið að ræða sjálfsaflafé sem hann hafi aflað sér með lög mætum hætti. Ljóst er af skattframtali ákærða vegna ársins 2016 að hann var í launaðri vinnu með umtalsverðar uppgefnar tekjur og geta um ræddar fjár hæð ir því rúmast innan þess fjárhagslega ramma. Að þessu virtu og með hliðsjón af þeim tíma sem liðinn var frá því að téðar greiðslur samkvæmt ákæruköflum II/3/a b fóru fram verður ekki úti lokað að þessir fjármunir geti skýrst af launatekjum hans samkvæmt sk att - framtali. Að framan greindu virtu er ósannað að fyrr greindir fjármunir hafi verið ávinn - ingur af brotum samkvæmt I. kafla ákæru eða öðrum refsi verð um brotum, eins og greinir í þessum kafla ákærunnar. Þegar að þessu virtu verður ákærði Y sýkn aður af ákæru kafla II/3/c. 2.6. Í ákæruköflum II/4/a b, sem beinast að ákærða Ö , er ekki tölulegur ágreiningur um fjár - hæðir né heldur alla helstu verkn aðar þætti varðandi viðtöku, geymslu, öflun og ráð stöfun á þeim fjármunum sem greinir í þeim köflum ákærun nar og hverfast um umrædd fast - eignakaup (iðnaðarbil [...] og [...] ). Samrýmist þetta einnig gögnum málsins og telst allt framangreint vera sannað í málinu. Að auki, og út frá því sem áður greinir í lið 2.2., telst sannað að umræddir fjár munir voru ávinni ngur af refsiverðri hátt semi og er útilokað með óyggjandi hætti að ávinningurinn sé löglega til kominn. Ákærði hefur ekki fært fram haldbær rök fyrir sýknukröfu sinni hvað þennan hluta málsins varðar. Að framangreindu virtu, gegn neitun ákærða, telst því lögfull sönnun hafa tekist fyrir því að hann hafi tekið við, geymt, aflað sér og ráðstafað ávinn ingi af refsi verðum brot um að fjárhæð 14.249.900 krónur, eins og greinir í fyrrgreindum köflum ákærunnar. Vegna verknaðarlýsinga fyrrgreindra ákærukafla er hins vegar ekki unnt að leggja til grund vallar að um hafi verið að ræða sjálfþvætti. Verður ákærði sakfelldur fyrir þá hátt semi sem greinir í téðum ákæru köflum og teljast brotin varða við 1. mgr. 264. gr. almennra hegn ingarlaga. Hvað varðar ákær ukafla II/4/c, sem beinist einnig að ákærða Ö , liggur fyrir og er ágreiningslaust í málinu að hann var með reiðufé í fórum sínum þegar hann var hand - tekinn, eins og lýst er í fyrrgreindum ákærukafla, samtals 3.771.000 krónur. Ákærði hefur til skýringar vís að til þess að 61.000 krónur, sem fundust á heimili hans, hafi verið ferm - ingar gjöf sonar hans. Þá verður ráðið af framburði hans að 3.710.000 krónur, sem fundust í bankahólfi, hafi að líkum verið sparnaður hans og þeirra fjármuna hafi hann aflað sér 56 með svartri vinnu eða þeir hafi að öðru leyti verið ótengdir fíkniefnabroti. Af mála tilbún - aði ákæruvaldsins fyrir dómi verður ráðið að skýringar ákærða um fyrr greinda ferm - ingarpeninga séu ekki dregnar í efa. Þá verður ekki séð af rannsóknar gögn um lög reg lu að það hafi verið kannað sérstaklega hvort reiðufé sem fannst á þeim tíma á heimilinu gæti hafa til heyrt öðrum í fjölskyldunni. Er ekki um að ræða slíka fjárhæð að útilokað sé að skýr ingar ákærða geti átt rétt á sér. Hvað varðar peningana í banka hólf inu þá hefur ákærði stað hæft að hann hafi jafnan unnið fyrir sér með húsamálun með svartri vinnu, þ.e. án þess að gefa hana upp til skatts. Hið sama kom fram í framburði með ákærðu XX . Skýringar ákærða um framangreint geta einnig samrýmst í almennu tilliti og einnig þegar litið er til þess að hann var um tíma gjaldþrota. Að þessu virtu og með hlið sjón af þeim tíma sem liðinn var frá því að téðar greiðslur samkvæmt ákæru köflum II/4/a - b fóru fram verður ekki úti lokað að framangreindir fjármunir get i skýrst af því að vera fermingargjöf sonar ákærða og tekjur ákærða af svartri vinnu. Með hliðsjón af því sem áður greinir um afmörkum ákærunnar hvað varðar frumbrot kemur ekki til greina að leggja meint skatta - lagabrot ákærða hér til grundvallar í því sam hengi. Að öllu framan greindu virtu er ósannað að fyrr greindir fjár munir hafi verið ávinningur af brotum sam kvæmt I. kafla ákæru eða öðrum refsi verð um brotum, eins og greinir í þessum kafla ákærunnar. Þegar að þessu virtu verður ákærði Ö sýkn aður af ákærukafla II/4/c. 2.7. Í ákærukafla III/1, sem beinist að ákærða X , er ákærða gefið að sök peningaþvætti með því að hafa tekið við og aflað sér ávinnings af refsiverðum brotum, að lágmarki 2.641.000 krónur, eins og greinir í ákæru. Verknaðarlýsing ákæru nnar er óskýr og verður ákæruvaldið að bera hallann af því. Ákærði kannast við að hafa lagt inn á bankareikning 1.803.000 krónur í reiðufé, einhver hluti þeirra hafi verið vegna svartra atvinnutekna með sölu spilakassa og einhver hluti vegna þátttöku í u mræddri ræktun, sbr. I. ákærukafla. Þá kvaðst hann telja að haldlagt reiðu fé, 191.000 krónur, hefði verið vegna sölu spila kassa en hann kvaðst þó ekki rengja þann framburð sinn hjá lögreglu að þeir fjármunir hefðu verið tilkomnir vegna kannabis - ræktun ar innar. Ákærði kannast við að hafa lagt sjö greiðslur inn á bankareikning [...] , 350.000 krónur í hvert skipti, samtals 2.450.000 krónur. Um hafi verið að ræða leigugreiðslur til málamynda og peningarnir hafi komið frá ákærða Æ . Með ákærði Æ kannast ekki v ið að hafa látið ákærða fá neina peninga og er ákærði einn til frásagnar um að svo hafi verið. Bankagögn bera hins vegar að hluta með sér að téðar greiðslur sem runnu til einka hluta félagsins voru skýrðar sem leigu greiðslur. Að mati dómsins er allt fremu r óljóst með meintan leigu samning og hvort hann hafi verið gerður til málamynda. Verður að líta fram hjá hinu síðast nefnda atriði sem ósönn uðu við úrlausn málsins. 57 Í þessum hluta málsins liggur ekki fyrir jafn ítarleg fjármálagreining og áður hefur verið rakið um fyrr greind brot samkvæmt II. kafla ákærunnar, sbr. og greinargerð og vætti lög reglu fulltrúa nr. G . Í þeirri fjármálagreiningu héraðssaksóknara sem liggur fyrir kemur meðal annars fram að hluti af þeim fjármunum sem greiddir voru fyrrgrein du einka hlutafélagi, samtals 1.050.000 krónur, hafi verið vegna launatekna frá vinnu veit - anda og hluti vegna innborg ana frá unnustu. Fjármálagreining að baki fyrr greind um tölulegum for send um er öll fremur óskýr og þá verður ekki séð að nægjan leg t tillit hafi verið tekið til þess að hann hafði verið á vinnumarkaði um langan tíma, sem og þess sem áður greinir um fyrr greindar tekjur af sölu spilakassa. Samkvæmt framangreindu og með hliðsjón af framburði ákærða X , sem að nokkru er studdur gögnum , liggur að minnsta kosti fyrir að 1.400.000 króna hafi verið aflað með stórfelldu fíkniefnabroti, sbr. I. ákæru kafla og runnið áfram til [...] . Er skilyrði um refsi - vert frumbrot því uppfyllt í málinu. Er því sannað með óyggjandi hætti að ávinn ingur i nn hafi stafað af refsiverðu broti og er útilokað að hann sé kominn til með lög mæt um hætti. Hvað aðra fjármuni varðar, 1.050.000 krónur, þá er að mati dóms ins út frá því sem áður greinir um uppruna þeirrar fjárhæðar, sem og með hliðsjón af verknaðar lý singu ákærunnar, ekki unnt að tengja hana við stórfellt fíkniefnabrot ákærða. Ákærði verður að njóta vafans í því sam hengi. Þá verður, með vísan til sömu rök semda og áður greinir um samspil meints pen inga þvættis við stórfellt fíkniefna brot, sbr. fyr ri umfjöllun í lið 2.2, að breyttu breytanda, að líta fram hjá því sem áður greinir um ætlaðar svartar atvinnutekjur ákærða, meint skattalagabrot, sem ætlað frum brot, við úrlausn á þessum hluta málsins. Að framan greindu virtu, og þar sem annarra gagna n ýtur ekki við, verður að sýkna hann af þeim hluta ákærunnar sem lýtur að 1.050.000 krónum. Ákærði hefur að öðru leyti ekki fært fram haldbær rök fyrir sýknu kröfu sinni hvað þennan hluta málsins varðar. Að öllu framangreindu virtu, gegn neitun ákærða, telst sannað að hann hafi tekið við og aflað sér ávinnings af refsiverðu broti af þeim toga sem áður greinir að lágmarki 1.400.000 krónur í formi reiðufjár og í kjölfarið ráðstafað þeirri fjárhæð til [...] . Vegna verknaðarlýsingar þess ákærukafla sem hér e r til umfjöllunar er hins vegar ekki unnt að leggja til grund vallar að um hafi verið að ræða sjálfþvætti. Verður ákærði sakfelldur fyrir fyrrgreinda hátt semi sem áður greinir og telst vera sönnuð í téðum ákæru kafla og varðar brotið við 1. mgr. 264. gr. almennra hegn ingarlaga. 2.8. 58 Í ákærukafla III/2, sem beinist að ákærða Z , er ákærða gefið að sök peninga þvætti með því að hafa tekið við og aflað sér ávinnings af refsiverðum brotum, að lág marki 9.381.000 krónur, eins og greinir í ákæru. Verknaðarlý sing ákærunnar er óskýr og verður ákæruvaldið að bera hallann af því. Ákærði kann ast við að hafa lagt samtals 3.150.000 krónur inn á banka reikn ing [...] og um hafi verið að ræða leigugreiðslur til málamynda fyrir það hús næði sem notað var við framning u brots samkvæmt I. ákærukafla. Þá hafi hann áður tekið við þeim fjár mun um í reiðufé frá meðákærðu Æ og Ö . Þá kannast ákærði við reiðufé sem hann framvísað við leit á heimili hans, 2.500.000 krónur, og þar hafi verið um að ræða pen inga sem voru að hlut a greiðsla fyrir þátttöku hans í broti samkvæmt I. ákærukafla og að hluta ætlaðir til að greiða [...] í formi leigu greiðslna, en þar hafi verið um að ræða málamyndagjörning. Þá byggir ákærði á því að hluti af fjármunum sem hann lagði inn á bankareikning s inn, 3.731.000 krónur, hafi verið vegna vinnu við kannabisræktun en hluti vegna svartrar vinnu og bifreiða við skipta við með ákærða Æ . Ákærðu Æ og Ö kannast hins vegar ekki við að hafa látið ákærða Z fá reiðu fé. Þeir kann ast hins vegar báðir við að ákær ði Z hafi verið leigutaki hús næðisins. Þá verður ráðið af framburði meðákærða Æ að hann kannist við að hafa haft afnot af bifreið ákærða Z á þeim tíma sem um ræðir. Í þessum hluta málsins liggur ekki fyrir jafn ítarleg fjármálagreining og áður hefur ve rið rakið um fyrr greind brot samkvæmt II. kafla ákærunnar, sbr. og greinargerð og vætti lögreglu fulltrúa nr. G . Jafnframt liggur fyrir önnur fjármálagreining, sem lögregla aflaði á fyrri stigum rannsóknarinnar, þar sem virðist gert ráð fyrir að ákærði ha fi verið með uppgefnar launatekjur í meiri mæli á árunum 2014 og 2015. Þá er ekkert í gögnum málsins um fyrrgreind bifreiðaviðskipti og skriflegur leigusamningur vegna téðs hús - næðis er ekki meðal gagna málsins. Bankagögn bera hins vegar að hluta með sér a ð téðar greiðslur sem runnu til fyrrgreinds einkahlutafélags voru skýrðar sem leigu greiðslur. Að mati dómsins er allt fremur óljóst með meintan leigusamning og hvort hann hafi verið gerður til málamynda. Verður að líta fram hjá hinu síðastnefnda atriði se m ósönnuðu við úrlausn málsins. Samkvæmt framangreindu og með hliðsjón af framburði ákærða Z , sem studdur er gögnum, liggur að minnsta kosti fyrir að 5.650.000 króna hafi verið aflað með stórfelldu fíkniefnabroti, sbr. I. ákæru kafla, þar af runnu 3.150 .000 krónur áfram til [...] og 2.500.000 krónur runnu að lokum til ákærða. Þá er ljóst að um var að ræða ávinning af stórfelldu fíkniefnabroti. Er skilyrði um refsi vert frumbrot því upp fyllt í málinu. Er því sannað með óyggjandi hætti að ávinn ingur in n hafi stafað af refsi verðu broti af þeim toga sem áður greinir og er útilokað að hann sé kominn til með lög mæt um hætti. Hvað aðra 59 fjármuni varðar, 3.731.000 krónur, þá er að mati dóms ins óljóst hversu stór hluti fjár - hæðar innar var vegna svartrar vi nnu, hversu stór hluti var vegna bif reiðaviðskipta og hversu stór hluti var að öðru leyti tengdur stórfelldu fíkniefnabroti. Ákærði verður að njóta vafans í því sam hengi. Að því virtu og þar sem annarra gagna nýtur ekki við verður að sýkna hann af þeim hluta ákærunnar sem lýtur að fyrrgreindum 3.731.000 krónum. Þá verður með vísan til sömu röksemda og áður greinir um samspil meints pen inga þvættis við stórfellt fíkniefnabrot, sbr. fyrri umfjöllun í lið 2.2, að breyttu breytanda, að líta fram hjá því s em áður greinir um ætlaðar svartar atvinnutekjur ákærða, meint skattalagabrot, sem ætlað frum brot, við úrlausn á þessum hluta málsins. Ákærði hefur að öðru leyti ekki fært fram hald bær rök fyrir sýknukröfu sinni hvað þennan hluta málsins varðar. Að öllu framangreindu virtu, gegn neitun ákærða, telst sannað að hann hafi tekið við og aflað sér ávinnings af refsiverðu broti af þeim toga sem áður greinir, að lágmarki 5.650.000 krónur í formi reiðufjár, og í kjölfarið ráðstafað samtals 3.150.000 krónum af þei rri fjárhæð til [...] . Þá hafi hann með þessu endanlega aflað sér ávinnings að fjárhæð 2.500.000 krónur. Vegna verknaðarlýsingar þess ákærukafla sem hér er til umfjöllunar er hins vegar ekki unnt að leggja til grund vallar að um hafi verið að ræða sjálfþvæ tti. Verður ákærði sakfelldur fyrir fyrrgreinda hátt semi sem telst vera sönnuð í téðum ákæru - kafla og varðar brotið við 1. mgr. 264. gr. almennra hegn ingarlaga. 2.9. Í ákærukafla IV, sem beinist sameiginlega að ákærðu Æ og Y , er þeim sem fyrir - svarsmönnum og eigendum [...] , gefið að sök meint peninga þvætti með móttöku á ávinningi, eins og nánar greinir í þessum kafla ákærunnar. Sam kvæmt gögnum málsins, þ.e. upplýsingum úr fyrirtækjaskrá Skattsins og Creditinfo Láns trausts, liggur fyrir að ákærði Y var hvorki fyrirsvarsmaður né eigandi um rædds einkahlutafélags. Þegar að því virtu verður ákærði Y sýknaður af þessum kafla ákærunnar. Hvað varðar ákærða Æ þá liggur fyrir að verknaðarlýsing þessa ákæru kafla er ágrein - ingslaus hvað ha nn varðar og lýtur að móttöku þeirra fjármuna sem þar greinir. Þá hefur hún í raun skírskotun til þess sem áður telst vera sannað varðandi brot samkvæmt ákæru - köflum II/2/b og II/3/b, þar með talið varð andi uppruna ávinnings og tengsl við frum brot. Er þv í ljóst að ákærði hafði ásetning til peningaþvættis með því að veita þeim fjármunum móttöku. Hvað varðar ávinning af refsiverðum brotum sem ákærði veitti móttöku frá meðákærðu X og Z vísast til þess sem áður greinir um hvað telst sannað í ákæru köflum III/ 1 2 en þar verður að miða við 1.400.000 krónur í tilviki meðákærða X sem var 60 ávinningur af refsiverðu broti. Vegna tengsla ákærða Æ við ákærðu X og Z og sameiginlegrar þátttöku þeirra þriggja í stór felldu fíkniefnalagabroti, sbr. I. ákærukafla, gat ákærða Æ ekki dulist að þeir fjár munir sem runnu með þessum hætti til félagsins voru ávinningur af umræddu fíkni efna broti og hlaut ásetningur hans að taka til þess. Virða verður hvert og eitt peninga þvættis brot með aðgreindum hætti en ljóst er að háttsemin rennur ekki að öllu leyti saman í eitt. Að því virtu geta reglur um tvöfalt refsinæmi og sakartæmingu ekki átt við, eins og hér stendur á. Þessu til viðbótar bendir allt til þess, út frá gögnum máls ins, að framan greind um fjármunum hafi verið ráðstafað í þágu félagsins, sem var tekjulaust að öðru leyti, til að kaupa umrædda fasteign (iðnaðarbil [...] ). Ákærði hefur ekki fært fram haldbær rök fyrir sýknukröfu sinni hvað þennan hluta málsins varðar. Að öllu framan greindu virtu, gegn neitun ákærða Æ , telst lögfull sönnun hafa tekist fyrir þeirri hátt semi sem ákærða er gefin að sök samkvæmt IV. kafla ákærunnar en þó með þeirri athugasemd að fjárhæðin verður ekki virt hærri en 24.600.000 krónur. Vegna verknaðarlýsingar þess ákærukafla sem hér er til umfjöllu nar er hins vegar ekki unnt að leggja til grund vallar að um hafi verið að ræða sjálfþvætti. Verður ákærði því sak felldur fyrir þá háttsemi sem greinir í téðum ákæru kafla og telst brotið varða við 1. mgr. 264. gr. almennra hegn ingarlaga. 3 . Um refsingu: Ákærðu X , Y , Z , Æ og Ö hafa verið fundnir sekir um stórfellt fíkniefnalagabrot samkvæmt I. ákærukafla með vörslum og framleiðslu fíkni efna og voru efnin ætluð til sölu og dreif ingar í ágóðaskyni. Þá hafa þeir fimm einnig verið sakfelldir fyrir peningavætti eins og áður greinir um ákæru kafla II/2/a b, II/3/a b, II/4/a b og III/1 2. Þessu til viðbótar hefur ákærði Æ verið sakfelldur fyrir peningaþvætti sam kvæmt IV. ákærukafla. Um ákvörðun refsingar fer samkvæmt 1. mgr. 77. gr. í almenn um hegn ingar - lögum. Samkvæmt sakavottorðum hafa ákærðu ekki áður gerst brotlegir við refsilög og horfir það til málsbóta. Til refsiþyngingar verður litið til þess að brotin fólu í sér röskun á mikil - vægum samfélagslegum hagsmunum. Hvað fíkniefnabrotið varðar lig gur fyrir að um var að ræða talsverðan fjölda kannabisplantna og mikið magn annarra ávana - og fíkni efna sem var ætlað til sölu og dreifingar. Samkvæmt mats gerð og vætti F sérfræð ings, sem áður er rakið, er jafnframt ljóst að tals verð hætta var af verk naðinum þar sem mikið magn ávana - og fíkniefna hefði með áframhaldandi framleiðslu getað farið í sölu og dreifingu til ótiltekins fjölda manna hér á landi, þar með talið ungmenna. Að gerðir lögreglu komu 61 hins vegar í veg fyrir það. Horfir þetta til refsiþy ngingar. Hvað peninga þvættið varðar þá horfir til refsiþyngingar að um var að ræða verulegar fjárhæðir, auk þess sem fyrir liggur að þetta var ávinningur af stórfelldu fíkniefnalagabroti. Þessu til viðbótar eiga refsi - sjónarmið um samverknað bæði við um f íkniefnabrotið og peninga þvættisbrotin og horfir það til refsiþyngingar. Ákærða Æ til sérstakrar refsi þyng ingar verður jafnframt litið til þess að eftir að rannsókn máls ins hófst bendir allt til þess að hann hafi haft forgöngu um að koma háum fjármunum undan rannsókn lög reglu með sölu fyrrgreinds iðn aðar húsnæðis, sbr. og síðari umfjöllun um upp töku kröfur. Brota vilji hans var því ein - beittur. Fyrir liggur að veru legar og að mestu leyti óútskýrðar tafir urðu á meðferð máls - ins fyrir útgáfu ákæru , s br. það sem áður greinir um sakarfyrningu . Með þessu var í miklum mæli farið gegn máls hraðareglu saka mála réttarfars og í andstöðu við 70. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 8. gr. laga nr. 97/1995 . Er þessi dráttur óhæfilegur. Þá bendir margt til þess að aðs tæður ákærðu hafi breyst til hins betra á þeim langa tíma sem liðinn er frá því að brotin voru framin. Verður að taka tillit til þessa við ákvörðun refs ingar . Um fyrr greind refsisjónar mið vísast að öðru leyti til 1., 3., 5., 6. og 8. tl. 1. mgr. og 2. m gr. 70. gr. og 3. mgr. 264. gr. almennra hegningar laga. Að öllu framangreindu virtu þykir refsing ákærða Æ hæfilega ákveðin fangelsi í þrjú ár og skal hún bundin skilorði, eins og nánar greinir í dómsorði. Þá þykir refsing ákærðu Y og Ö , hvors um sig, h æfilega ákveðin fang elsi í tvö ár og sex mánuði og skal hún bundin skilorði, eins og nánar greinir í dómsorði. Fyrrgreind refsi sjónarmið eiga að nokkru einnig við um ákærðu X og Z en þeim til málsbóta að öðru leyti verður jafn framt litið til þess að fjá rhæðir peningaþvættis voru lægri og um fang þvættis ins minna hvað þá varðar, auk þess sem rétt er að líta til játningar þeirra og samvinnu við lögreglu á rann sóknarstigi, sbr. 9. tl. 1. mgr. 70. gr. sömu laga. Að öllu þessu virtu þykir refsing þeirra, hv ors um sig, hæfilega ákveðin fangelsi í eitt ár og sex mánuði og skal hún bundin skilorði, eins og nánar greinir í dóms orði. Eins og áður greinir sættu ákærðu Æ , Y og Ö gæsluvarðhaldi vegna rann sóknar málsins. Skilyrði frádráttar samkvæmt 76. gr. alme nnra hegningarlaga er atriði sem dómur inn gætir að án kröfu. Með vísan til fyrrgreinds lagaákvæðis skal draga frá refs ingu ákærðu Æ , Y og Ö gæsluvarðhaldstíma, eins og nánar greinir í dómsorði. 4 . Um upptöku ávana - og fíkniefna og tækja og búnaðar til slíkrar framleiðslu: Af hálfu ákærðu X , Y , Z , Æ og Ö er ekki haldið uppi vörn um varðandi haldlögð fíkniefni og búnað sem notaður var til framleiðslu efnanna. Þá er sá hluti málsins ótengdur ákærðu Þ . Með vísan til 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 er fallist á kröfu ákæruvaldsins um 62 upptöku á 522 kannabisplöntum, 9.391,20 g af maríjúana og 17.274,90 g af kanna bis - lauf um, eins og nánar greinir í dómsorði. Þá er með vísan til 7. mgr. sömu lagagreinar fallist á kröfu ákæru valdsins um upp töku á 110 gróðurhúsalömpum, 31 viftu, 110 straum - breyt um, 66 svörtum plast bökkum, 13 þurrk nets grindum, 12 loft síum, 7 loftblásurum, 2 tíma rofum, úðabrúsa, fram lengingar snúru, 3 rafmagnstöflum, 3 grind erum, 2 vogum, 7 vatnsdælum, 2 ljósa per um, netarúllu og barka (munir [...] , [...] , [...] , [...] , [...] og [...] , muna skrá [...] ), 8 pokum af bambus stöngum (munur [...] , muna skrá [...] ), 5 hita mælum, einum skynjara (munur [...] og [...] , munaskrá [...] ) og kerru af gerðinni Stema SH 02 - 2 með skrán ingar númerinu [...] (munur [...] , munaskrá [...] ), allt eins og nánar greinir í dómsorði. 5 . Um upptökukröfukröfur á hendur ákærða Æ : Fyrir liggur að ákærði Æ hefur verið sakfelldur fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot sam - kvæmt ákærukafla I og peningaþvætti samkvæmt ákæruköflum II/2/a b og IV, sbr. það sem áður greinir um þá hluta málsins. Við rannsókn lögreglu var lagt hald á sam tals 10.682.000 krónur og 590 e vrur, þar af 172.000 krónur og fyrrgreindar evrur í reiðufé sem ákærði var með á sér við handtöku 9. september 2016, 10.000.000 krónur í reiðufé sem fannst 4. nóvember sama ár við leit á heimili hans, og 510.000 krónur sem lagt var hald á 8. sama mánaðar á bankareikningi hans. Ákæruvaldið krefst upp töku á fyrr greind - um fjár mun um með áföllnum vöxtum og verðbótum frá þeim tíma þegar haldlagningar áttu sér stað. Ákærði hafnar upp töku kröfunum og byggir á því að um sé að ræða fjármuni sem hann hafi aflað s ér með lögmætum hætti. Varnir hans eru í aðalatriðum þær sömu og áður greinir um peningaþvætti. Varðandi fyrrgreint reiðufé, 172.000 krónur og 590 evrur, sem lagt var hald á 9. sept - ember 2015, þá er þar um að ræða sömu fjármuni og tilgreindir eru í ákær u kafla II/2/c. Ákærði hefur verið sýknaður af þeim ákærukafla, sbr. það sem áður greinir um þann hluta málsins. Í röksemdum fyrir sýknu var meðal annars tekið fram að ekki væri sýnt nægjanlega fram á að téðir fjármunir væru ávinningur af refsi verðu bro ti samkvæmt I. ákærukafla eða öðru refsiverðu broti. Lagt var til grund vallar að fyrrgreindar 172.000 krónur væru að líkum húsaleigutekjur af íbúðarhúsnæði á vegum ákærða og með ákærðu Þ . Þá var lagt til grundvallar að fyrrgreindar evrur væru að líkum pen ingar sem tengdust dvöl hans erlendis fyrr á árinu. Að framan greindu virtu þykir ákærði hafa sýnt nægjanlega fram á að fjármunirnir tengist ekki þeim brotum sem hann hefur verið sak - felldur fyrir. Þá eru skilyrði upptöku samkvæmt 69. gr. og 69. gr. b í a lmennum hegn - ingar lögum að öðru leyti ekki nægjanlega uppfyllt, eins og hér stendur á. Hið sama á við um önnur lagaákvæði sem vísað er til til stuðnings upptökukröfunum. Að þessu virtu 63 verður að hafna upptöku kröfu ákæru valds ins á fyrrgreindum fjármun u m, eins og nánar greinir í dóms orði. Hvað varðar fyrrgreint reiðufé, 10.000.000 krónur, sem lagt var hald á 4. nóvember 2016, og bankainnstæðu að fjárhæð 510.000 krónur, sem lagt var hald á 8. sama mánaðar, þá liggur fyrir að fjármögnun á kaupum umræddra r fasteignar að [...] á árinu 2014 og 2015 var með ágóða af refsiverðum brotum, allt eins og áður hefur verið rakið í umfjöllun í niðurstöðum dómsins varðandi ákærukafla II IV, sbr. undirkafla. Þá liggur fyrir að sama fasteign var seld 2. nóvember 2016 til ótengds aðila og var söluverðmætinu að hluta komið undan rannsókn lögreglu. Ljóst er að stuttur tími var liðinn frá söludegi þar til peningarnir fundust á heimili ákærða og banka reikn ingi hans. Eru því miklar líkur á því að umræddir peningar tengist á e inn eða annan hátt þeim brotum sem ákærði hefur verið sakfelldur fyrir samkvæmt ákæruköflum I, II/2/a b og IV. Þau brot voru til þess fallin að hafa í för með sér verulegan ávinning. Þá er refsirammi fyrrgreindra brota að lögum sex og tólf ára fangelsi. Að framangreindu virtu hefur ákærði ekki með full nægjandi hætti sýnt fram á að hann hafi aflað fjármunanna með lögmætum hætti. Að þessu virtu, og með vísan til 1. og 5. mgr. 69. gr. b í almennum hegningar lög um, verður fallist á upptöku kröfu ákæru valds i ns, eins og nánar greinir í dóms orði. 6 . Um upptökukröfur á hendur ákærða Ö : Fyrir liggur að ákærði Ö hefur verið sakfelldur fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot sam kvæmt ákærukafla I og peningaþvætti samkvæmt ákæruköflum II/4/a b, sbr. það sem áður greinir um þá hluta málsins. Við rannsókn lögreglu var lagt hald á samtals 4.371.000 krónur í reiðufé, þar af 61.000 krónur sem fundust við leit á heimili hans 10. september 2016, 3.710.000 krónur sem fundust við leit í bankahólfi 15. sama mánaðar, og 600. 000 krónur sem fundust við leit á heimili hans 4. nóvember sama ár. Ákæruvaldið krefst upp - töku á þeim fjár mun um með áföllnum vöxtum og verðbótum frá þeim tíma þegar hald - lagningar áttu sér stað. Ákærði hafnar upp töku kröfunum og byggir á því að um sé a ð ræða fjármuni sem hann hafi aflað sér með lögmætum hætti. Varnir hans eru í aðal atrið - um þær sömu og áður greinir um peningaþvætti. Varðandi fyrrgreint reiðufé, 3.710.000 krónur og 61.000 krónur, sem lagt var hald á 10. og 15. september 2015, er þar u m að ræða sömu fjármuni og tilgreindir eru í ákæru kafla II/4/c. Ákærði hefur verið sýknaður af þeim ákærukafla, sbr. það sem áður greinir um þann hluta málsins. Í röksemdum fyrir sýknu var meðal annars tekið fram að ekki væri sýnt nægjanlega fram á að t éðir fjármunir væru ávinningur af refsi verðu broti samkvæmt I. ákærukafla eða öðru refsiverðu broti. Lagt var til grund vallar að fyrrgreindar 61.000 64 krónur væru að líkum fermingargjöf sonar ákærða. Þá var lagt til grundvallar að ekki þætti sýnt nægjan le ga fram á að fyrrgreindar 3.710.000 krónur væru ávinningur af refsi - verðu broti, eins og ákæran væri úr garði gerð. Að framan greindu virtu þykir ákærði hafa sýnt nægjanlega fram á að fjármunirnir tengist ekki þeim brotum sem hann hefur verið sak felldur f yrir. Þá eru skilyrði upptöku samkvæmt 69. gr. og 69. gr. b í almennum hegn - ingar lögum að öðru leyti ekki uppfyllt, eins og hér stendur á. Hið sama á við um önnur lagaákvæði sem vísað er til til stuðnings upptökukröfunum. Að þessu virtu verður að hafna up ptöku kröfu ákæru valds ins á fyrrgreindum fjármun um, eins og nánar greinir í dóms orði. Hvað varðar fyrrgreint reiðufé, 600.000 krónur, sem lagt var hald á 4. nóvember 2016, þá liggur fyrir að fjármögnun á kaupum umræddrar fasteignar að [...] á árinu 20 14 og 2015 var með ágóða af refsiverðum brotum, allt eins og áður hefur verið rakið í niðurstöðum dómsins varðandi ákærukafla II IV, sbr. undirkafla. Þá liggur fyrir að sama fasteign var seld 2. nóvember 2016 til ótengds aðila og var söluverðmætinu að hlut a komið undan rannsókn lögreglu. Ljóst er að stuttur tími var liðinn frá sölu degi þar til pen ingarnir fundust á heimili ákærða. Eru því miklar líkur á því að um ræddir peningar tengist á einn eða annan hátt þeim brotum sem ákærði hefur verið sak felldur fyrir sam - kvæmt ákæruköflum I og II/4/a b. Þau brot voru til þess fallin að hafa í för með sér veru legan ávinning. Þá er refsirammi fyrrgreindra brota að lögum sex og tólf ára fangelsi. Að framangreindu virtu hefur ákærði ekki með fullnægjandi hætti sýnt fram á að hann hafi aflað fjármunanna með lögmætum hætti. Að þessu virtu, og með vísan til 1. og 5. mgr. 69. gr. b í almennum hegningarlögum, verður fallist á upptöku kröfu ákæru valds ins, eins og nánar greinir í dómsorði. 7 . Um upptökukröfur á hendur á kærða Y : Fyrir liggur að ákærði Y hefur verið sakfelldur fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot sam kvæmt ákærukafla I og peningaþvætti samkvæmt ákæruköflum II/3/a b, sbr. það sem áður greinir um þá hluta málsins. Við rannsókn lögreglu var lagt hald á samtals 2 .131.000 krónur í reiðufé, þar af 1.126.000 krónur sem fundust við leit á heimili hans 9. september 2016 og 1.005.000 krónur sem fundust við leit í bankahólfi 16. sama mánaðar. Ákæru - valdið krefst upptöku á þeim fjármunum með áföllnum vöxtum og verðbótum f rá þeim tíma þegar haldlagningar áttu sér stað. Ákærði hafnar upptökukröfunum og byggir á því að um sé að ræða fjár muni sem hann hafi aflað sér með lögmætum hætti. Varnir hans eru í aðalatriðum þær sömu og áður greinir um peningaþvætti. Um er að ræða söm u fjármuni og tilgreindir eru í ákæru kafla II/3/c en ákærði hefur verið sýknaður af þeim ákærukafla, sbr. það sem áður greinir um þann hluta málsins. Í röksemdum fyrir sýknu var meðal 65 annars tekið fram að ekki væri sýnt nægjanlega fram á að téðir fjármuni r væru ávinningur af refsi verðu broti. Jafnframt var tekið fram að þeir gætu skýrst af uppgefnum launa - tekjum ákærða sam kvæmt skatt framtali. Að framangreindu virtu þykir ákærði hafa sýnt nægjanlega fram á að fjármunirnir tengist ekki þeim brotum sem han n hefur verið sak - felldur fyrir. Þá eru skil yrði upptöku sam kvæmt 69. gr. og 69. gr. b í almennum hegn - ingar lögum að öðru leyti ekki uppfyllt, eins og hér stendur á. Hið sama á við um önnur laga ákvæði sem vísað er til til stuðnings upptökukröfunum. Að þessu virtu verður að hafna upptöku kröfu ákæru valds ins, eins og nánar greinir í dómsorði. 8 . Um upptökukröfu á hendur ákærða Z : Fyrir liggur að ákærði Z hefur verið sakfelldur fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot samkvæmt ákærukafla I og peningaþvætti samkvæmt ákærukafla III/2, sbr. það sem áður greinir um þá hluta málsins. Við rannsókn málsins var lagt hald á 2.500.000 krónur í reiðu fé sem fundust við leit á heimili ákærða þegar hann var handtekinn. Ákæru valdið krefst upptöku á þeim fjármunum með áföllnum vöxtum og verðbótum frá haldlagningar degi. Ákærði heldur ekki uppi vörnum um þennan hluta málsins. Í skýrslu ákærða fyrir dómi kom meðal annars fram að umræddir fjármunir hefðu verið greiddir honum fyrir þátttöku í fyrrgreindum brotum sem ákærði hefur verið sak felldur fyrir. Þá geta skýringar hans á fjármununum samrýmst gögn um máls ins. Að þessu virtu, og með vísan til 1. mgr. 69. gr. b í almennum hegni ngarlögum, verður fallist á upptökukröfu ákæru valdsins, eins og nánar greinir í dómsorði. 9 . Um upptökukröfu á hendur ákærða X : Fyrir liggur að ákærði X hefur verið sakfelldur fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot sam kvæmt ákærukafla I og peninga þvætti samkvæmt ákærukafla III/1, sbr. það sem áður greinir um þá hluta málsins. Við rannsókn lögreglu var lagt hald á 191.000 krónur í reiðu fé sem fannst við leit á heimili ákærða þegar hann var handtekinn. Ákæru valdið krefst upp töku á þeim fjármunum m eð áföllnum vöxtum og verðbótum frá hald lagningar degi. Ákærði hafnar upptökukröfunni. Varnir hans eru í aðalatriðum þær sömu og áður greinir um peningaþvætti. Með vísan til þess sem áður greinir liggur fyrir að ákærði hefur verið sakfelldur fyrir fyrrgr eind brot samkvæmt ákærukafla I og III/1. Brotin voru til þess fallin að hafa í för með sér verulegan ávinning. Þá er refsirammi fyrr greindra brota að lögum sex og tólf ára fangelsi. Ákærði hefur ekki með fullnægjandi hætti sýnt fram á að hann hafi aflað fjármunanna með lögmætum hætti. Að þessu virtu, og með vísan til 1. mgr. 69. gr. b í almennum hegningarlögum, verður fallist á upptöku kröfu ákæruvaldsins, eins og nánar greinir í dómsorði. 66 10 . Um upptökukröfu á hendur ákærðu XX : Í þessum hluta málsins k refst ákæruvaldið upptöku á 2.331.000 krónum í reiðufé sem fannst við leit 15. september 2016 í bankahólfi í [...] og lagt var hald á, sbr. ákæru kafla VI/7. Umrætt bankahólf var á nafni ákærðu XX . Verknaðarlýsing ákær unnar og heimfærsla til laga, að því er varðar umrædda upptökukröfu, er að mati dómsins óskýr og ónákvæm í ljósi þess að ákærða XX er að öðru leyti hvergi tilgreind í verkn - aðarlýsingu ákærunnar, né heldur hvað liggur til grundvallar upptökukröfunni. Upptöku - krafan og málatilbúnaður ákæruvald sins að öðru leyti vegna kröfunnar var hins vegar talinn vera nægjanlega skýr til efnis meðferðar sam kvæmt úrskurði Landsréttar í máli nr. [...] . Af málatilbúnaði ákæru valdsins verður ráðið að upptökukrafan sé einkum reist á 2. mgr. 69. gr. b í almennum hegningarlögum. Við meðferð málsins fyrir dómi lagði ákærða XX fram skattframtal 2015 vegna með - ákærða Ö . Þar greinir meðal annars að hann hafi á árinu 2014 fengið greiddan tæp lega nítján milljóna króna arf. Þá hefur komið fram í framburði þeirra beggja fyrir dómi og hjá lögreglu að hluti af umræddum arfi hafi verið færður í umrætt bankahólf að því marki sem honum var ekki ráðstafað í annað. Geymsla peninganna í bankahólfinu hef ði verið til þess að halda þeim utan skipta vegna gjaldþrots ákærða Ö . Þá ber þeim saman um að ákærði Ö eigi peningana. Af málatilbúnaði ákæruvaldsins verður ráðið að ekki sé sérstakur ágreiningur um þessar skýringar þrátt fyrir að upptöku kröfunni sé hald ið til streitu. Að framangreindu virtu þykir nægjanlega sýnt fram á að fyrrgreindra verðmæta hafi verið aflað með lögmætum hætti. Þá hefur ekkert komið fram um að ákærða XX hafi notið góðs af ávinningi af brotum meðákærða Ö . Fram hefur komið að fjárhagur þ eirra var í raun aðgreindur að miklu leyti. Að öllu þessu virtu eru skil yrði upptöku samkvæmt 2. mgr. 69. gr. b, 1. og 4. mgr. 69. gr. d og 1. mgr. 69. gr. f í sömu lögum ekki nægjanlega uppfyllt, eins og hér stendur á. Verður því að hafna upp töku kröfu nni, eins og nánar greinir í dómsorði. 11 . Um sakarkostnað og fleira: Til sakarkostnaðar sem varðar ákærða X teljast málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans, Ingu Lillýjar Brynjólfsdóttur lög manns, vegna vinnu á rann sóknar stigi og fyrir dómi, sem ráðast af tíma skýrslu, 2.308.725 krónur, með virðisauka skatti. Einnig fellur hér undir fimmtungur af öðrum útgjöldum ákæruvaldsins samkvæmt yfirliti, 126.946 krónur. Vegna úrslita málsins, sbr. 235. og 236. gr. laga nr. 88/2008, verður ákærða gert að gre iða 67 þrjá fjórðu hluta alls framangreinds sakarkostnaðar til ríkissjóðs, 1.826.753 krónur, en einn fjórði hluti kostnaðarins greiðist úr ríkis sjóði. Til sakarkostnaðar sem varðar ákærða Y teljast málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans, Vilhjálms Hans Vilhjálmssonar lög manns, vegna vinnu fyrir dómi, sem ráðast af tíma - skýrslu, 6.696.000 krónur, með virðisaukaskatti, og þóknun áður skipaðs verjanda hans á rannsóknarstigi, Ingólfs Vignis Guðm undssonar lögmanns, sem ræðst af tíma skýrslu, 795.150 krónur, með virðisaukaskatti, og aksturskostnaður sama lögmanns, 39.294 krónur. Einnig fellur hér undir fimmtungur af öðrum útgjöldum ákæruvaldsins samkvæmt yfirliti, 126.946 krónur. Vegna úrslita máls ins, sbr. 235. og 236. gr. laga nr. 88/2008, verður ákærða gert að greiða tvo þriðju hluta alls framangreinds sakarkostnaðar, 5.130.451 krónu, en einn þriðji hluti kostnaðarins greiðist úr ríkissjóði. Til sakarkostnaðar sem felldur verður á ákærða Z telj ast málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans, Arnars Heimis Lárussonar lögmanns, vegna vinnu fyrir dómi, sem ráðast af tímaskýrslu, 4.240.800 krónur, með virðisaukaskatti, og málsvarnarlaun áður skipaðs verjanda hans, Páls Rúnars Mikaels Kristjánssonar lögmann s, vegna vinnu á rann sóknar - stigi og fyrir dómi, sem ráðast af tímaskýrslu, 2.218.050 krónur. Einnig fellur hér undir fimmtungur af öðrum útgjöldum ákæruvaldsins samkvæmt yfirliti, 126.946 krónur. Vegna úrslita málsins, sbr. 235. og 236. gr. laga nr. 88/2 008, verður ákærða gert að greiða þrjá fjórðu hluta alls framangreinds sakarkostnaðar til ríkissjóðs, 4.939.347 krónur, en einn fjórði hluti kostnaðarins greiðist úr ríkis sjóði. Til sakarkostnaðar sem varðar ákærða Æ teljast málsvarnarlaun skipaðs verj anda hans, Ómar s Arnar Bjarnþórssonar lögmanns, vegna vinnu á rannsóknarstigi og fyrir dómi, sem ráðast af tímaskýrslu, 6.988.950 krónur, með virðisaukaskatti, og aksturs kostn aður sama lögmanns, 36.300 krónur. Einnig fellur hér undir fimmtungur af öðrum útgjöldum ákæruvaldsins samkvæmt yfirliti, 126.946 krónur. Vegna úrslita málsins, sbr. 235. og 236. gr. laga nr. 88/2008, verður ákærða gert að greiða þrjá fjórðu hluta framan greinds sakarkostnaðar til ríkissjóðs, 5.364.147 krónur, en einn fjórði hluti ko stn aðar ins greiðist úr ríkis sjóði. Til sakarkostnaðar sem varðar ákærða Ö teljast málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans, Sveins Andra Sveinssonar lögmanns, vegna vinnu á rannsóknarstigi og fyrir dómi, sem ráðast af tímaskýrslu, 7.016.850 krónur, með v irðisaukaskatti, og aksturs kostn aður sama lögmanns, 36.000 krónur. Einnig fellur hér undir fimmtungur af öðrum útgjöldum ákæru - valdsins samkvæmt yfirliti, 126.946 krónur. Vegna úrslita málsins, sbr. 235. og 236. gr. 68 laga nr. 88/2008, verður ákærða gert a ð greiða þrjá fjórðu hluta alls framan greinds sakar - kostnaðar, 5.384.847 krónur, en einn fjórði hluti kostnaðarins greiðist úr ríkis sjóði. Sakarkostnaður sem felldur verður að öllu leyti á ríkissjóð er máls varnar laun skipaðs verjanda ákærðu Þ , Arnar s Kormáks Friðrikssonar lögmanns, vegna vinnu á rann sóknar - stigi og fyrir dómi, sem ráðast af tímaskýrslu, 5.301.000 krónur, með virðis auka skatti. Sakarkostnaður sem verður að öllu leyti felldur á ríkissjóð er málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærðu XX , Þyríar Höllu Stein gríms dóttur lögmanns, vegna vinnu fyrir dómi, sem ráðast af tímaskýrslu, 1.116.000 krónur, með virðisaukaskatti. Hið sama á við um máls varnar laun áður skipaðs verjanda ákærðu XX , Jóhanns Karls Hermanns sonar lög - manns, vegna vinn u fyrir dómi, sem ræðst af tíma skýrslu, 1.715.850 krónur, með virðis - aukaskatti. Þóknun að fjárhæð 500.000 krónur, að með töldum virðisauka skatti, sem greidd var fyrrgreindum verjanda úr ríkissjóði í fram haldi af frávísunar úrskurði Héraðs - dóms Reykjav íkur 13. desember 2021, er innifalin í framan greindri þóknun verjandans og ber að draga þá greiðslu frá við loka uppgjör ríkissjóðs við hann, eins og nánar greinir í dómsorði. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Kristín Ingileifsdóttir saksóknari. Dað i Kristjánsson héraðsd ómar i kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Hafnað er frávísunarkröfum ákærðu X , Y , Þ , Æ og Ö . Ákæruköflum II - IV og VI er ekki vísað frá dómi af sjálfsdáðum. Ákærði, X , sæti fangelsi í eitt ár og sex mánuði en fresta skal fullnustu refs ingar innar og falli hún niður að liðnu einu ári frá uppsögu dómsins að telja haldi ákærði almennt skilorð 3. mgr. 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði, Y , sæti fangelsi í tvö ár og sex mánuði en fresta s kal fullnustu refs ingar innar og falli hún niður að liðnu einu ári frá uppsögu dómsins að telja haldi ákærði almennt skilorð 3. mgr. 57. gr. almennra hegningarlaga. Komi til fullnustu refs ingar innar skal draga frá gæsluvarðhald með fullri dagatölu sem ákærði sætti frá 12. til 16. sept ember 2016. 69 Ákærði, Z , sæti fangelsi í eitt ár og sex mánuði en fresta skal fullnustu refs ingar innar og falli hún niður að liðnu einu ári frá uppsögu dómsins að telja haldi ákærði almennt skilorð 3. mgr. 57. gr. almen nra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærða, Þ , er sýkn af öllum kröfum ákæruvaldsins. Ákærði, Æ , sæti fangelsi í þrjú ár en fresta skal fullnustu refs ingarinnar og falli hún niður að liðnu einu ári frá uppsögu dómsins að telja haldi ákærði almennt skilorð 3. mgr. 57. gr. almennra hegningarlaga. Komi til fullnustu refs ingar innar skal draga frá gæsluvarðhald með fullri dagatölu sem ákærði sætti frá 10. til 16. sept ember 2016. Ákærði, Ö , sæti fangelsi í tvö ár og sex mánuði en fresta skal fullnustu refsingar innar og falli hún niður að liðnu einu ári frá uppsögu dómsins að telja haldi ákærði almennt skilorð 3. mgr. 57. gr. almennra hegningarlaga. Komi til fullnustu refs ingar innar skal draga frá gæsluvarðhald með fullri dagatö lu sem ákærði sætti frá 13. til 16. sept ember 2016. Upptækar til eyðingar skulu vera 522 kannabisplöntur, 9.391,20 g af maríjúana, 17.274,90 g af kanna bis laufum og 110 gróðurhúsalampar, 31 vifta, 110 straumbreytar, 66 svartir plast bakkar, 13 þurrk n ets grindur, 12 loft síur, 7 loftblásarar, 2 tímarofar, úða - brúsi, fram leng ingar snúra, 3 rafmagnstöflur, 3 grind erar, 2 vogir, 7 vatnsdælur, 2 ljósa - perur, netarúlla og barki (munir [...] , [...] , [...] , [...] , [...] og [...] , muna skrá [...] ), 8 pokar af bambus stöngum (munur [...] , muna skrá [...] ), 5 hita mælar, skynjari (munur [...] og [...] , munaskrá [...] ) og kerra af gerðinni Stema SH 02 - 2 með skrán ingar númerinu [...] (munur [...] , munaskrá [...] ). Hafnað er kröfu ákæruvaldsins um að ákæ rði Æ sæti upptöku á innstæðu að fjárhæð 172.000 krónur af reikningi nr. [...] og innstæðu að fjárhæð 590 evrur af bankareikningi nr. [...] , hvort tveggja með áföllnum vöxtum og verðbótum frá 9. september 2016 til úttektardags. Ákærði Æ sæti upptöku á inns tæðu að fjárhæð 10.000.000 króna af reikningi nr. [...] með áföllnum vöxtum og verðbótum frá 4. nóvember 2016 til úttektardags. Ákærði Æ sæti einnig upptöku á innstæðu að fjárhæð 510.000 krónur af sama bankareikningi með áföllnum vöxtum og verðbótum frá 8. nóvember 2016 til úttektardags. Hafnað er kröfu ákæruvaldsins um að ákærði Ö sæti upptöku á inn stæðu að fjárhæð 61.000 krónur af reikningi nr. [...] með áföllnum vöxt um og verðbótum frá 10. september 2016 til úttektardags. Einnig er hafnað kröfu ákær u valds ins um að ákærði Ö sæti upptöku á innstæðu að fjárhæð [...] krónur af fyrrgreind um bankareikningi með áföllnum vöxtum 70 og verðbótum frá 15. september 2016 til úttektar dags. Ákærði Ö sæti upptöku á innstæðu að fjárhæð 600.000 krónur af fyrr greindu m bankareikningi með áföllnum vöxtum og verðbótum frá 4. nóvember 2016 til úttektardags. Hafnað er kröfu ákæruvaldsins um að ákærði Y sæti upptöku á inn stæðu að fjárhæð 1.126.000 krónur af reikningi nr. [...] með áföllnum vöxtum og verðbótum frá 9. september 2016 til úttektardags. Einnig er hafnað kröfu ákæru valdsins um að ákærði Y sæti upptöku á innstæðu að fjárhæð 1.005.000 krónur af fyrrgreindum bankareikningi með áföllnum vöxtum og verðbótum frá 16. sept ember 2016 til úttektardags. Ákærði, Z , sæti upptöku á innstæðu að fjárhæð 2.500.000 krónur af reikningi nr. [...] með áföllnum vöxtum og verðbótum frá 9. september 2016 til úttektardags. Ákærði, X , sæti upptöku á innstæðu að fjárhæð 191.000 krónur af reikningi nr. [...] með áföllnum vöxtum og verðbótum frá 9. september 2016 til úttektardags. Hafnað er kröfu ákæruvaldsins um að ákærða XX sæti upptöku á innstæðu að fjárhæð 2.331.000 krónur á reikningi nr. [...] með áföllnum vöxtum og verðbótum frá 15. september 2016 til úttektardags. Ákærði X greiði samtals 1.826.753 krónur í sakarkostnað til ríkis sjóðs og eru þar inni - faldir þrír fjórðu hlutar málsvarnarlauna skipaðs verjanda hans, Ingu Lillýjar Brynjólfs - dóttur lögmanns, sem í heild nema 2.308.725 krónum, og þrír fjórðu hlutar af ö ðrum útgjöldum ákæru valdsins, sem í heild nema 126.946 krónum. Að öðru leyti greiðist sakarkostnaður vegna ákærða úr ríkis sjóði. Ákærði Y greiði samtals 5.130.451 krónu í sakarkostnað til ríkis sjóðs og eru þar innifaldir tveir þriðju hlutar málsvarn arlauna skipaðs verjanda hans, Vilhjálms Hans Vilhjálms sonar lögmanns, sem í heild nemur 6.696.000 krónum, tveir þriðju hlutar þókn - unar áður skipaðs verjanda ákærða, Ingólfs Vignis Guðmundssonar lögmanns, sem í heild nemur 795.150 krónum, tveir þriðju hl utar aksturskostnaðar sama lögmanns, sem í heild nemur 39.294 krónum, og tveir þriðju hlutar af öðrum útgjöldum ákæruvaldsins, sem í heild nema 126.946 krónum. Að öðru leyti greiðist sakar kostnaður vegna ákærða úr ríkissjóði. Ákærði Z greiði samtals 4.9 39.347 krónur í sakarkostnað til ríkissjóðs og eru þar innifaldir þrír fjórðu hlutar málsvarnarlauna skipaðs verjanda hans, Arnars Heimis Lárus - sonar lög manns, sem í heild nema 4.240.800 krónum, þrír fjórðu hlutar málsvarnarlauna 71 áður skipaðs verjanda ákæ rða, Páls Rúnars Mikaels Kristjánssonar lögmanns, sem í heild nema 2.218.050 krónum, og þrír fjórðu hlutar af öðrum út gjöld um ákæruvaldsins, sem í heild nema 126.946 krónum. Að öðru leyti greið ist sakarkostnaður vegna ákærða úr ríkissjóði. Ákærði Æ g reiði samtals 5.364.147 krónur í sakarkostnað til ríkissjóðs og eru þar innifaldir þrír fjórðu hlutar málsvarnarlauna skipaðs verjanda hans, Ómar s Arnar Bjarn - þórs sonar lögmanns, sem í heild nema 6.988.950 krónum, þrír fjórðu hlutar aksturs - kostnaðar sam a lög manns, sem í heild nemur 36.300 krónum, og þrír fjórðu hlutar af öðrum útgjöld um ákæru valds ins, sem í heild nema 126.946 krónum. Að öðru leyti greiðist sakar kostnaður vegna ákærða úr ríkis sjóði. Ákærði Ö greiði samtals 5.384.847 krónur í sak arkostnað til ríkissjóðs og eru þar inni - faldir þrír fjórðu hlutar málsvarnarlauna skipaðs verjanda hans, Sveins Andra Sveins - sonar lögmanns, sem í heild nema 7.016.850 krónum, þrír fjórðu hlutar aksturs kostnaðar sama lög manns, sem í heild nemur 36.000 k rónum, og þrír fjórðu hlutar af öðrum útgjöldum ákæru valds ins, sem í heild nema 126.946 krónum. Að öðru leyti greiðist sakar kostnaður vegna ákærða úr ríkis sjóði. Allur sakarkostnaður vegna ákærðu Þ skal greiðast úr ríkis sjóði, þar með talin málsvarn arlaun skipaðs verjanda hennar, Arnars Kormáks Friðriks sonar lögmanns, 5.301.000 krónur. Allur sakarkostnaður vegna ákærðu XX skal greiðast úr ríkis sjóði, þar með talin máls - varnarlaun skipaðs verjanda hennar, Þyríar Höllu Steingríms dóttur lögmanns, 1 .116.000 krónur, og málsvarnarlaun áður skipaðs verjanda hennar, Jóhanns Karls Hermannssonar lög manns, 1.715.850 krónur. Við lokauppgjör ríkissjóðs við hinn síðarnefnda verjanda, Jóhann Karl, ber að draga frá greiðslu fyrir þóknun að fjár hæð 500.000 krón ur sem er inni falin í framangreindum málsvarnarlaunum verjandans og greidd var honum úr ríkissjóði í framhaldi af úrskurði Héraðsdóms Reykja víkur 13. desember 2021. Daði Kristjánsson