Héraðsdómur Reykjaness Dómur 12. apríl 2021 Mál nr. S - 371/2021 : Héraðssaksóknari ( Dagmar Ösp Vésteinsdóttir , settur saksóknari ) g egn Jesus Ricardo Cabal Palomino ( Halldóra Aðalsteinsdóttir lögmaður ) og Sergio Andres Montano Lazala ( Úlfar Guðmundsson lögmaður ) Dómur : Mál þetta, sem dómtekið var 22 . mars 20 21 , höfðaði héraðssaksóknari með ákæru 1 6 . febrúar 20 21 á hendur ákærðu, Jesus Ricardo Cabal Palomino , fædd um [...] , og Sergio Andres Montano Lazala , fædd um [...] , báðum spænskum ríkisborgurum; fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa mánudaginn 23. nóvember 2020 , í félagi staðið að innflutningi á samtals 867,05 g af kókaíni, sem hafði 37 - 41% styrkleika, ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Fíkniefnin fluttu ákærðu til Íslands, sem farþegar með flugi FI - 205 frá Kaupmannahöfn í Danmörku til Keflavíkurflugvallar . Við leit fannst í fórum ákærða Jesus Ricardo, límt undir iljar og innvortis, samtals 427,21 g af kókaíni og í fórum ákærða Sergio Andres, límt undir iljar og í vestisvasa, samtals 439,84 g af kókaíni. Telst brot þetta varða við 173. gr. a almennra hegnin garlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er krafist upptöku á framangreindum fíkniefnum, samtals 867,05 g af kókaíni, samkvæmt heimild í 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14 . gr. reglugerðar nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. Ákærðu krefjast í málinu vægustu refsingar sem lög leyfa og að gæsluvarðhald sem þ ei r hafa sætt vegna málsins frá 24. nóvember 2020 verði dregið frá refsingunni að fullri dagatölu. Þá krefjast ákærðu þess að sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin hæfileg þóknun verjendum þeirra til handa. 2 I Mán udaginn 2 3 . nóvember 20 20 voru ákærðu stöðvað ir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli eftir komu til landsins með flugi FI - 20 5 frá Kaupmannahöfn í Danmörku . Við leit fannst í vörslum ákærða Jesus, límt undir iljar og innvortis, samtals 427,21 gramm af kókaíni, og þá reyndist ákærð i Sergio vera með í vörslum sínum, límt undir iljar og í vestisvasa, samtals 439,84 grömm af kókaíni , sbr. efnaskýrslur tæknideildar lögreglustjórans á höfuðborgar svæðinu, dagsettar 24. og 25. nóvember 20 20 . Styrkleiki k ókaín sins sem ákærð u voru með í vörslum sínum samkvæmt framansögðu var á bilinu 37 - 41 %, sbr. niðurstöður matsgerð a Rannsóknastofu í lyfja - og eiturefnafræði, sem dagsett ar er u 4 . desember 20 20 . Að rannsókn lögreglu lokinni var m álið sent héraðssaksóknara til meðferðar 1 2 . febrúar 2021 . Héraðssaksóknari höfðaði síðan mál þetta með útgáfu ákæru fjórum dögum síðar, eða hinn 16. febrúar sl. II A Við þingfestingu málsins viðurkenn di ákærði Jesus að hafa flutt til landsins 427,21 gramm af kókaíni en neitaði að öðru leyti sök. Við aðalmeðferð málsins sagði hann þ essa afstöðu sína óbreytta. Ákærði lýsti málsatvikum svo fyrir dómi að hann hefði fallist á að fara í umrædda ferð til Íslands vegna fjárhagsvandræða. Frumkvæðið að ferð hans hefði átt maður , F að nafni , sem búsettur væri í Barcelona á Spáni . Ákærði sagði kynni hafa tekist með þeim F þegar þeir unn u saman um tíma í byggingarvinnu í Barc elona. Spurður um hvort meðákærði Sergio þekkti F svaraði ákærði því til að meðákærði hefði séð F en þeir hins vegar aldrei rætt saman. Ákærði sagði F hafa látið hann hafa pakka til að fara með til Íslands. Þegar ákærði hefði séð hversu mikið var í pakkanu m hefði hann ákveðið að biðja meðákærða , sem beðið hefði eftir ákærða úti í bíl á meðan hann fékk pakkann afhentan, um að flytja hluta innihalds hans til Íslands . Meðákærði hefði tekið jákvætt í þá uppástungu ákærða og ákærði því skipt innihaldi nu á milli þeirra og afhent meðákærða hans hluta . Ákærði fullyrti að þeir hefðu hvor um sig tekið sjálfstæða ákvörðun um að flytja hluta innihalds pakkans hingað til lands . K vaðst hann ekki hafa beitt meðákærða neinum þrýstingi hvað það varðaði. Ákærði sagðist einn hafa ákveðið hvernig hann flutti sinn hluta innhalds pakkans hingað til lands . Þá hefði hann verið einn á heimili sínu þegar hann hefði komið 3 innihaldinu fyrir. Ákærði kvaðst enga aðkomu hafa haft að því hvernig meðákærði flutti sinn h luta innihald s pakkans til landsins og fullyrti að þeir hefðu ekkert rætt það sín á milli hvar eða hvernig þeir hygðust fela innihald ið á sér. Í aðdraganda ferðarinnar sagði ákærði þá hafa hist skammt frá heimili hans og þeir síðan tekið leigubíl saman út á flugvöll. Ákærði kvað F aldrei hafa sagt það hreint út að pakki nn sem hann afhenti ákærða innihéldi fíkniefni. Ákærði sagðist ekki hafa vitað fyrir víst að fíkniefni væru í pak kanum fyrr en eftir að hann var handtekinn við komuna til Íslands. Hv orki hann né meðákærði hefðu því vitað hversu mikið magnið var. Þó svo ákærði hefði ekki vitað að um fíkniefni væri að ræða sagðist hann hafa verið meðvitaður um að í pakkanum væri eitthvað sem ekki mætti sjást. Að sögn ákærða hreyfði hann ekkert við pakkningunum e ftir að F afhenti honum pakkann. Innihald pakkans kvaðst ákærði hafa átt að afhenda manni að nafni D hér á landi sem átt hefði að greiða ákærða 3.000 evrur fyrir innflutninginn. Sömu fjárhæð hefði meðákærði átt að fá frá D. Meðákærða og D sagði ákærði ekke rt þekkja st . Ákærði sagðist einungis hafa séð um að bóka far hingað til lands fyrir sig. Meðákærði hefði sjálfur séð um að bóka far fyrir sig og greiða fargjaldið. Ákærðu hefðu hins vegar skipulagt f erðina saman . Flugið hefðu þeir bókað sama dag og F afhenti ákærða pakkann samkvæmt framansögðu . Hótelherbergi fyrir ákærðu í Kaupmannahöfn kvaðst ákærði hafa greitt. Ákærði sagði hvorki sig né meðákærða hafa vitað hvar þeir myndu gista eftir komuna hingað til lands. B Við þingfestingu málsins viðurkenn di á kærði Sergio að hafa flutt til landsins 439,84 grömm af kókaíni en neitaði að öðru leyti sök. Við aðalmeðferð málsins sagði ákærði þá afstöðu sína óbreytta. Ákærði bar fyrir dómi að hann starfaði sem fasteignasali í Barcelona á Spáni . Covid - 19 faraldurinn hefði valdið miklum vandræðum í starfseminni og ákærði orðið skuldum vafinn. Þá hefði eiginkona hans misst vinnuna en saman ættu þau tvö börn. Ákærði hefði nefnt erfiða fjárhagsstöðu sína við meðákærða sem þá hefði sagt honum að hann gæt i fengið greiddar 3 .000 evrur fyrir að fara með pakka til Íslands . Vegna hinnar erfiðu fjárhagsstöðu kvaðst ákærði hafa samþykkt að taka verkefni ð að sér . Nefnt endurgjald sagðist ákærði hafa átt að fá afhent eftir komu hingað til lands frá móttakanda sendingarinnar. Hann kvaðst ekkert þekkja til þess aðila . Ákærði sagðist heldur ekkert 4 vita hvaðan, eða eftir atvikum frá hverjum, meðákærði hefði fengið pakkningarnar sem hann kom með til landsins. Ákærði kvað meðákærða hafa afhent honum pakkningarnar 21. nóvember 2020 . Ákærði sagðist ekkert hafa hreyft við pakkningunum og hefði hann ekki fengið vitneskju um innihald þeirra fyrr en eftir að hann var handtekinn hér á landi. Ákærði bar að hann hefði að morgni 22. nóvember 2020 komið pakkningunum fyrir þar sem þær fundust e ftir að hann var handtekinn á Keflavíkurflugvelli . Ákærði sagðist hafa verið einn í bíl sínum þegar hann kom pakkningunum fyrir . Hann kvaðst engar leiðbeiningar hafa fengið um það frá meðákærða hvernig hann skyldi standa að því en kannaðist þó við að þeir hefðu rætt mögulegar aðferðir við það . Límbandið sem ákærði notaði kvaðst hann hafa keypt sjálfur . Ákærð i bar að þeir meðákærði hefðu tekið saman leigubíl á flugvöllinn í Barcelona. Áður hefði meðákærði verið búinn að bóka fyrir þá flug. Flugið hefði ákær ði greitt fyrir með greiðslukorti sínu en áður hefði meðákærði verið búinn að láta hann fá peninga fyrir farinu. Frá Barcelona hefðu ákærðu flogið til Kaupmannahafnar þar sem þeir hefðu gist á hóteli sem meðákærði hefði bókað og greitt fyrir. Frá Kaupmanna höfn hefðu ákærðu síðan flogið til Íslands. Aðspurður sagðist ákærði hafa gert ráð fyrir að meðákærði væri einnig með nokkrar pakkningar meðferðis . M eðákærði hefði hins vegar aldrei sagt við hann berum orðum að svo væri og t ók ákærði fram í því sambandi að hann hefði aldrei séð þau efni sem meðákærði var með í vörslum sínum við komuna til Íslands. Aðspurður kvaðst á kærði ekk ert hafa vitað um hvar hann myndi gista hér á landi . III A , aðalvarðstjóri hjá Tollstjóra, sagði ákærðu hafa komið saman inn á grænt tollhlið . Ákærðu hefðu verið teknir til skoðunar , töskur þeirra verið opnaðar og fíkniefna próf tekið af þeim. Hefði prófið gefið jákvæða svörun á kókaín. Þegar sú niðurstaða hefði legið fyrir hefðu ákærðu verið færðir hvor í sinn leitarklefann þar sem nána ri skoðun hafi verið framkvæmd. Við þá leit hefðu fíkniefni fundist í vasa annars ákærðu. Við frekari leit á honum hefð u síðan fundist fíkniefni undir iljum hans . Vitnið hefði þá farið yfir í hinn leitarklefann og beðið hinn ákærða um að fara úr skóm og so kkum . Þ á hefði komið í ljós að hann var með sams konar pakkningar undir iljum og meðákærði . 5 B tollsérfræðingur kvaðst hafa veitt aðstoð við leit á ákærðu eftir að þeir höfðu verið stöðvaðir af tollvörðum við komu hingað til lands . Í vasa á vesti ákærða Sergio hefðu fundist fíkniefni. Fíkni efni hefðu einnig fundist undir iljum beggja ákærðu. C rannsóknarlögreglumaður kvaðst hafa verið kallaður út eftir að ákærðu voru stöðvaðir af tollvörðum. Vitnið sagði báða ákærðu hafa verið með fíkniefni límd undir ilj arnar og hefði vitnið fjarlægt efnin. V itnið kvað fíkniefnin hafa verið límd með sambærilegum hætti og sams konar límbandi á fætur ákærðu. E rannsóknarlögreglumaður bar fyrir dómi að hann hefði séð umræddar fíkniefna pakkningar á fótum ákærðu áður en þær vo ru fjarlægðar. Pakkningarnar sagði vitnið hafa verið kyrfilega festar með límbandi á fætur ákærðu og hefði umbúnaðurinn verið sams konar á fótum þeirra beggja . Vitnið kvaðst hafa tekið ljósmyndir af ákærðu áður en pakkningarnar voru fjarlægðar. Voru þær my ndir lagðar fram í málinu undir aðalmeðferð málsins. Vitnið staðfesti að ákærði Jesus hefði sýnt lögreglu samvinnu við rannsókn málsins. Þannig hefði hann gefið lögreglu upplýsingar um móttakanda fíkniefnanna hér á landi. Vitnið sagði framburð ákærða hafa verið ítarlegan og hefði rannsókn sem framkvæmd hefði verið á grundvelli framburðar ins leitt til handtöku fleiri aðila. G , sérfræðingur á tæknideild lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, staðfesti fyrir dómi gerð og efni framlagðra mynda - og efnaskýrslna tæknideildar innar frá 24. og 25 . nóvember 20 20 . Vitnið sagði frágang og útlit þeirra pakkninga sem ákærðu hefðu verið með hafa verið sambærilegan . Kúlurnar sem annars vegar hefðu fundust í vestisvasa ákærða Sergio og hins vegar í líkama ákærða Jesus hefðu jafnframt verið keimlíkar. Undir aðalmeðferð málsins g áfu einnig skýrslu r fyrir dómi rannsóknar - lögreglumennirnir H og I en ekki þykir þörf á að rekja framburð þeirra hér sérstaklega. IV Ákærðu hafa játað að hafa flutt hingað til lands frá Kaupmannahöfn í Danmörku það magn kókaíns sem þ eir voru hvor um sig með í vörslum sínum við komuna til landsins 2 3 . nóvember 20 20 . Upplýst er að ákærð i Jesus var með , l ím t undir iljar og innvortis, samtals 427,21 g r a mm af kókaíni , og þá var ákærði Sergio með , lím d undir iljar og í vestisvasa, samtals 439,84 g römm af kókaíni , sbr. efnaskýrslur tæknideildar lögreglustjórans á höfuðborgar svæðinu, dagsettar 24. og 25. nóvember 20 20 . Styrkleiki kókaínsins sem ákærðu voru með í vörslum sínum var á bilinu 37 - 41% , sbr. niðurstöður matsgerða Rannsóknastofu í lyfja - og eiturefnafræði, sem dagsettar eru 4. desember 6 2020. Ákærðu hafa aftur á móti neitað að hafa í félagi staðið að innflutningi á öllu því kókaíni sem þeir voru með í vörslum sínum samkvæmt framansögðu, s amtals 867,05 grömmum. Samverknaður hefur verið skilgreindur svo að tveir menn eða fleiri hafi samvinnu eða samtök um framkvæmd refsiverðs verknaðar og standi nokkurn veginn jafnt að vígi um ákvarðanir og framkvæmd. Af framburði ákærðu má skýrlega ráða að það var ákærð i Jesus sem hafði frumkvæðið að innflutningi þeirra á fíkniefnu num . Það var hann sem var í sambandi við skipuleggjanda innflutningsins og móttók fíkniefnin. Samkvæmt því útvegaði ákærð i Jesus og afhenti meðákærð a þau fíkniefni sem sá síðarnefnd i var með í vörslum sínum við komuna til landsins. Að þessu gættu telst sannað, svo ekki verði vefengt með skynsamlegum rökum, sbr. 1. mgr. 109. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála að ákærðu hafi í félagi staðið að innflutningi á þeim 439,84 grömmum af kókaíni sem ákærð i Sergio flutti til landsins. Að gættu magni kókaínsins og með vísan til framburðar ákærðu þykir mega slá því föstu að fíkniefnin hafi verið ætluð til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Hvað varðar það kókaín, 427,21 gram m , sem ákærð i Jesus flutti til landsins verður ekki framhjá því litið , sem áður var getið, að samkvæmt framburði beggja ákærðu var það ákærð i Jesus sem hafði frumkvæðið að aðkomu þeirra að innflutning num og þá var það h ann sem var í sambandi við þann aðila sem að innflutningnum stóð og móttók fíkniefnin. Að mati dómsins verður af framburði ákærðu og málsatvikum öllum ráðið að þ eir voru meðvitað i r um það við komuna til landsins að báð i r væru þ ei r með með fíkniefni í fórum sínum. Að mati dómsins liggur hins v egar ekkert haldbært fyrir um það að ákærðu hafi á einhvern hátt sammælst um að ákærð i Jesus flytti fyrrgreint magn kókaíns til landsins . Þá verður ekki séð að ákærði Sergio hafi aðhafst nokkuð það sem stuðlaði að eða gerði mögulegan innflutnin g meðákærða á umræddum fíkniefn um . Það að ákærðu höfðu að einhverju leyti samráð um flugbókanir og ferðatilhögun getur engu breytt um þá niðurstöðu. Samkvæmt þessu og með vísan til annars þess sem að framan er rakið telur dómurinn að ákæruvaldinu hafi ekki tekist að f æra á það sönnur, svo ekki verði vefengt með skynsamlegum rökum, sbr. 1. mgr. 109. gr. laga nr. 88/2008, að ákærð i Sergio hafi átt þátt í innflutningi meðákærð a á umrædd u 427,21 grammi af kókaíni. Ákærð i Sergio verður því sýknaður af þeim sakargiftum. Ákærð i Jesus hefur játað innflutning á greindu magni og samrýmist játning hans gögnum málsins. Verður h ann 7 því sakfelld ur fyrir þá háttsemi, en með vísan til röksemda dómsins hér að framan þykir mega slá því föstu að fíkniefnin hafi v erið ætl uð til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Sú háttsemi sem ákærð i Jesus er sakfelld ur fyrir í málinu er réttilega heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Í ljósi þess magns kókaíns sem ákærði Sergio er sakfelld ur fyrir að flytja til landsins í félag i við meðákærð a þykir háttsemi hans hins vegar ekki geta varðað við 173. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 heldur verður háttsemin heimfærð undir 2. gr., sbr. 5. og 6. gr., laga nr. 65/1974 um ávana - og fíkniefni með síðari breytingum. V Í málinu n ýtur engra gagna um að ákærðu hafi áður gerst sek ir um refsiverða háttsemi. Við mat á refsingu ákærða Jesus verður að horfa til þess magns fíkniefna er hann flutti til landsins, sjálfur og í félagi við meðákærða. Einnig verður að taka mið af því að styrku r fíkniefnanna var tiltölulega vægur . Þá horfir ákærða t il sérstakra málsbóta hversu samvinnuþýður hann hefur verið undir rannsókn málsins, sbr. framburð E rannsóknarlögreglumanns fyrir dómi. Samkvæmt öllu þessu og að atvikum máls að öðru leyti virtum þyki r refsing ákærða Jesus réttilega ákveðin 12 mánaða fangelsi. Refsing ákærð a Sergio þykir í ljósi játningar hans , þess magns fíkniefna sem hann flutti til landsins og tiltölulega vægs styrks efnanna hæfilega ákveðin fangelsi í níu mánuði. Til frádráttar refsingu beggja ákærðu kemur gæsluvarðhald sem þ eir hafa sætt vegna málsins frá 24 . nóvember 20 20 að fullri dagatölu, sbr. 76. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 . Með vísan til kröfugerðar ákæruvalds, gagna málsins og tilgreindra lagaákvæða í ákæru ver ða gerð upptæk þau samtals 867,05 grömm af kókaíni sem ákærðu voru með í vörslum sínum við komuna til landsins 2 3 . nóvember 2020 . Eftir úrslitum málsins, sbr. 1. mgr. 235. gr. og 1. og 2. mgr. 236. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, og að málsatvik um öllum virtum , verður ákærð u gert að greiða óskipt sakarkostnað samkvæmt framlögðu sakarkostnaðaryfirliti, dagsettu 16. febrúar 2021 , að því undanskildu að kostnaður við afritun síma ákærða Jesus telst ekki til sakarkostnaðar í málinu, enda var upplýst a f sækjanda við aðalmeðferð málsins að þau rannsóknargögn sem unnin voru á grundvelli afritunar innar tilheyri öðru sakamáli. 8 Ákærðu greiði því óskipt , með vísan til nefnds yfirlits , samtals 950.903 krónur . Ákærð i Jesus greiði jafnframt þóknun skipaðs verjan da síns, Halldóru Aðalsteinsdóttur lögmanns. Þar sem ákærði Sergio er sýknaður af hluta sakargifta í málinu þykir rétt að hann greiði helming þóknunar skipaðs verjanda síns, Úlfars Guðmundssonar lögmanns , en að þóknun lögmannsins greiðist að öðru leyti úr ríkissjóði . Þóknun verjenda ákærðu þykir hæfilega ákveðin að virtu umfangi málsins og með hliðsjón af tímaskýrslum þeirra með þeim hætti sem í dómsorði greinir. Ákærðu greiði enn fremur útlagðan ferðakostnað verjenda sinna með þeim hætti sem í dómsorði gre inir. Ú tlagður kostnaður verjanda ákærða Sergio vegna aðstoðar túlk a greiðist hins vegar úr ríkissjóði . Dóm þennan kveður upp Kristinn Halldórsson héraðsdómari. Dómso r ð: Ákærð i Jesus Ricardo Cabal Palomino sæti fangelsi í 1 2 mánuði. Ákærð i Sergio Andres Montano Lazala sæti fangelsi í 9 mánuði. Til frádráttar refsingu ákærðu kemur gæsluvarðhald sem þeir hafa sætt frá 24. nóvember 2020 að fullri dagatölu . Ákærð i Jesus greiði þóknun skipaðs verjanda síns, Halldóru Aðalsteinsdóttur lögmanns, 1.295.800 krónur að virðisaukaskatti meðtöldum, og ferðakostnað verjandans, 129.580 krónur. Ákærð i Sergio greiði helming þóknunar skipaðs verjanda síns, Úlfars Guðmundssonar lögmanns, 765.700 krónur, en þóknunin nemur í heild 1. 531.400 krónum að virðisaukaskatti meðtöldum . Þóknunin greiðist að öðru leyti úr ríkissjóði. Ákærði Sergio greiði ferðakostnað verjand a síns , 137.390 krónur. Þá greiði ákærð u óskipt 950.903 krónur í annan sakarkostnað. Útlagður kostnaður verjanda Sergio vegna túlka aðstoðar, samtals 377.596 krónur, greiðist úr ríkissjóði. Ákærðu sæti upptöku á samtals 867,05 grömmum af kókaíni. Kristinn Halldórsson