Héraðsdómur Vesturlands Dómur 14. janúar 2020 Mál nr. S - 118/2019 : Héraðssaksóknari ( Kristín Ingileifsdóttir aðstoðarsaksóknari ) g egn Engilbert i Runólf s syni ( Guðbjarni Eggertsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 18 . desember síðastliðinn, var höfðað með ákæru héraðssaksóknara, útgefinni 7 . júní síðastliðinn , á hendur Engilberti Runólfssyni , kt. ... , Álmskógum 6 , Akranesi , fyrir eftirtalin brot: fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum og bókhaldslögum í sjálfstæðri atvinnustarfssemi og fyrir peningaþvætti, með því að hafa: 1.Staðið skil á efnislega rangri virðisaukaskattsskýrslu vegna sjálfstæðrar atvinnustarfssemi sinnar uppgjörstímabilið nóvember desember rekstrará rið 2017 og eigi staðið skil á virðisaukaskattsskýrslu fyrir uppgjörstímabilið mars apríl rekstrarárið 2017 á lögboðnum eindaga, og fyrir að hafa eigi staðið ríkissjóði skil á virðisaukaskatti sem innheimtur var, eða innheimta bar, í starfseminni uppgjör stímabilin mars apríl og nóvember desember rekstrarárið 2017 og janúar febrúar rekstrarárið 2018, í samræmi við IX. kafla laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, samtals að fjárhæð kr. 23.729.033, sem sundurliðast sem hér greinir: Árið 2017 mars apríl kr. 7.258.065 nóvember desember kr. 14.400.000 21.658.065 Árið 2018 janúar febrúar kr. 2.070.968 Samtals kr. 23.729.033 2 2. Látið undir höfuð leggjast að færa lögboðið bókhald vegna sjálfstæðrar atvinnustarfssemi sinnar í samræmi við kröfur laga nr. 145/1994 um bókhald, á tímabilinu janúar rekstrarárið 2017 til og með mars rekstrarárið 2018. 3. Fyrir að hafa nýtt ávinning af brotum skv. 1. tölulið, samtals kr. 23.729.033, í þágu atvinnurekstrarins og eftir atvikum í eigin þágu. Framangreind brot samkvæmt 1. tölulið ákæru teljast varða við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50 /1988, um virðisaukaskatt. Framangreind brot ákærða samkvæmt 2. tölulið ákæru teljast varða við 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. einnig 1. tölulið 1. mgr. 37. gr., sbr. 36. gr. laga nr. 145/1994, um bókhald. Framangreind brot samkv æmt 3. tölulið ákæru teljast varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Í þinghaldi þann 18. desember sl., lagði ákæruvaldið fram svohljóðandi bókun : Í kjölfar þess að verjandi lagði fram reikning frá Stakfell - Stóreign ehf. nr. 97 - 17 á hendur ákærða, Engilbert Runólfssyni, með eindaga 14. apríl 2017, hefur ákæruvaldið tekið ákvörðun um að lækka fjárhæð tímabilsins mars - apríl 2017 í ákæru sem nemur virðisaukaskatti reikningsins, um kr. 756.000. Tímabilið mars apríl 2017 var kr. 7.258.068 en verður kr. 6.502.065. Ákærði hefur fyrir dómi skýlaust játað að hafa framið brot þau sem honum eru gefin að sök í ákærunni og er játning ha ns studd sakargögnum. Það eru því efni til að leggja dóm á málið samkvæmt 1. mgr. 164. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Samkvæmt þessu verður ákærði sakfelldur fyrir brotin sem eru réttilega færð til refsiákvæða í ákærunni. Ákærði er fæddur í s eptember 1964. Samkvæmt vottorði s akaskrár ríkisins hefur ákærði ekki sætt refsingum er áhrif hafa við ákvörðun refsingar . Við ákvörðun refsingar ber að meta ákærða til málsbóta að hann játaði brot sín fyrir dómi. Að framangreindu virtu þykir refsing ákær ða hæfilega ákveðin fangelsi í 10 mánuði. Þykir eftir atvikum mega binda refsinguna skilorði, eins og nánar segir í dómsorði. Samkvæmt 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, verður ákærða jafnframt gerð sektarrefsing. Brot gegn ákvæ ðinu varða sektum, sem skulu aldrei vera lægri en nemur tvöfaldri fjárhæð vanskilanna og ekki hærri en tíf aldri fjárhæðin ni . 3 Verður við ákvörðun refsingar ákærða miðað við þrefalda fjárhæð vanskila hans vegna ársins 2017 að frádregnu álagi , en tvöfalda fjárhæð vanskila vegna ársins 2018 . Verður ákærða því gert að greiða 58.800.000 króna sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa en sæta ella fangelsi í 12 mánuði . Ákærði greiði sakarkostnað samkvæmt sakarkostnaðaryfir liti og þóknun og ferðakostnað verjanda síns, á rannsóknarstigi og fyrir dómi, að meðtöldum virðisaukaskatti, svo sem í dómsorði greinir. Guðfinnur Stefánsson, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Ákærði, Engilbert Runólfsson, sæti fangelsi í 10 mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum þremur árum frá uppkvaðningu dómsins að telja haldi ákærði almennt skilorð skv. 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði greiði 58.000.000 króna sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dómsins en sæti ella fangelsi í 12 mánuði. Ákærði greiði útlagðan sakarkostnað að fjárhæð 98.580 krónur. Ákærði greiði og 587.636 króna þóknun og 33.000 króna ferðakostnað skipaðs verjanda síns, Guðbjarna Eggertssonar lögmanns. Guðfinnur Stefánsson