Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 30. október 2019 Mál nr. E - 137/2019: A Einar Þór Sverrisson lögmaður gegn Leikfélagi Reykjavíkur ses. og B Sigurður Örn Hilmarsson lögmaður Dómur Mál þetta var höfðað 2. janúar 2019 og dómtekið 26. september 2019. Stefnandi er A , til heimilis að [ --- ] , en stefndu eru Leikfélag Reykjavíkur ses., [ --- ] og B , til heimilis að [ --- ] . Dómkröfur stefnanda eru þær að stefndu verði sameiginlega gert að greiða stefnanda 10.000.000 króna í skaðabætur og 3.000.000 króna í miskabætur, með dráttarvöxtum frá 16. desember 2017 til greiðsludags. Þá krefst stefnandi greiðslu málskostnaðar. Stefndu krefjast sýknu af öllum kröfum stefnanda, auk greiðslu málskostnaðar. I. 1. Málsatvik eru að mestu leyti óumdeild. Stefnandi er lærður leikari frá Leiklistarskóla Íslands og útskrifaðist þaðan 1997. Frá því að hann útskrifaðist hefur hann leikið í fjölm örgum sýningum og verið fastráðinn við Þjóðleikhúsið frá árinu 2000. Hann hefur leikið í kvikmyndum og sjónvarpsmyndum, talsett auglýsingar og barnaefni og verið rödd fyrirtækja í auglýsingum, einkum rödd verslanakeðjunnar Krónunnar frá árinu 2004. Á árin u 2017 var stefnanda boðið að starfa leikárið 2017 2018 sem leikari hjá stefnda, Leikfélagi Reykjavíkur (Leikfélagið/LR). Undirrituðu stefnandi og Leikfélagið af því tilefni ráðningarsamning, dags. 16. mars 2017, þar sem stefnandi er ráðinn til starfa hjá stefnda frá 18. ágúst 2017 til 17. ágúst 2018. Undir samninginn ritaði stefnda, B , sem framkvæmdastjóri leikhússins. Samkvæmt samningnum skyldi stefnandi starfa við leikverkin Kartöfluæturnar og Rocky Horror leikárið 2017 2018. Einnig var gert ráð 2 fyrir að stefnandi tæki þátt í einu öðru leikverki í samráði við leikhússtjóra, sem á endanum átti að vera jólasýning Leikfélagsins, Medea, og til stóð að frumsýna 29. desember 2017. Tók stefnandi þátt í leikverkinu Kartöfluætunum, sem frumsýnt var 21. september 2 017, en áður en til frumsýningar á leikverkinu Medea kom var stefnanda sagt upp störfum. 2. Hinn 16. desember 2017 var stefnandi boðaður á fund, stefndu, B , leikhússtjóra Borgarleikhússins. Á fundinum var stefnanda afhent uppsagnarbréf, undirritað af ste fndu, B , á ráðningarsamningi hans við Leikfélagið þar sem fram kom að uppsögnin tæki gildi frá og með 1. janúar 2018. Í bréfinu var tekið fram að uppsagnafrestur væri þrír mánuðir og að ekki væri óskað eftir vinnuframlagi stefnanda á uppsagnartímanum. Ekki var gerð grein fyrir ástæðu uppsagnarinnar í bréfinu, en stefnda, B , lýsti því munnlega fyrir stefnanda að komið hefðu fram nokkrar ásakanir á hendur honum um í stað úr starfi sínu við leikhúsið. Stefnandi var ekki upplýstur um það frá hverjum hinar meintu ásakanir stöfuðu, frá hvaða tíma og hvers eðlis þær væru. Í kjölfar þessa var skipt um leikara í hlutverki stefnanda í Medeu og ekki var um frekari störf stefnanda fyri r Leikfélagið að ræða. Stefnanda voru greidd laun í þrjá mánuði. Stefnandi tók síðan aftur við starfi sínu í Þjóðleikhúsinu í ágúst 2018. Eins og áður segir voru stefnanda ekki veittar upplýsingar um það frá hverjum hinar meintu ásakanir stöfuðu á fundi h ans með leikhússtjóra hinn 16. desember 2017. Hann hefur hvorki þá né síðar fengið upplýsingar um það hvaðan þær ásakanir komu sem leikhússtjórinn lagði til grundvallar uppsögninni. 3. Með bréfi lögmanns stefnanda, dags. 1. febrúar 2018, til formanns st jórnar Leikfélagsins voru gerðar ýmsar athugasemdir við meðferð málsins hjá LR og var í því sambandi óskað eftir upplýsingum um það hvernig staðið hefði verið að uppsögn stefnanda. Í bréfi lögmannsins var m.a. óskað eftir upplýsingum um hvaða einstaklingar það væru sem bæru stefnanda sökum um kynferðislega áreitni, hvers eðlis meint atvik væru, frá hvaða tíma þau væru og hvenær og hvernig Leikfélagi Reykjavíkur hefðu borist upplýsingar um meint atvik. Spurt var hver hefði móttekið upplýsingarnar hjá Leikfél aginu, hvaða ferli hefði farið í gang innan Leikfélagsins eftir að upplýsingarnar komu fram, hvaða sérfræðingar hefðu verið kallaðir til ráðgjafar í málinu, hvaða starfsmenn Leikfélagsins hefðu verið upplýstir um málið fyrir 19. desember 2017, en þá hefðu fyrstu fréttir birst um málið, hvernig það hefði komið til að frá 17. 18. desember 2017 hefðu bæst við nýjar sögur um hina meintu áreitni og hvort þær sögur hefðu tengst störfum stefnanda hjá Leikfélaginu. Þá var spurt hvers vegna honum hefði ekki verið 3 ge finn kostur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri áður en ákvörðun um uppsögn var tekin og hvort málið hefði verið skoðað eða rannsakað út frá þeim möguleika að um væri að ræða eineltistilburði á hendur stefnanda af hálfu starfsmanna leikhússins eða upplo gnar ásakanir starfsmanns Leikfélagsins eða frá utanaðkomandi þriðja aðila. Til viðbótar var óskað eftir afriti af greiningum Leikfélagsins á áhættuþáttum eineltis, kynferðislegrar áreitni, kynbundinnar áreitni og ofbeldis innan veggja Leikfélagsins og afr iti af áætlun Leikfélagsins um að koma í veg fyrir einelti, kynferðislega áreitni og ofbeldi á vinnustað. Einnig var óskað eftir verklagsreglum Leikfélagsins um viðbrögð í slíkum tilvikum. Bréfi þessu var svarað með bréfi lögmanns stefndu, dags. 15. febr úar 2018. Í bréfinu er ítrekuð sú afstaða Leikfélagsins að það muni virða trúnað við þá einstaklinga sem hafi borið fram greindar ásakanir um kynferðislega áreitni. Af þeim sökum muni Leikfélagið ekki greina nákvæmlega frá því í hverju þessari ásakanir um kynferðislega að gerður hafi verið tímabundinn starfssamningur um ársráðningu sem hafi verið faglegu mati á öllum þáttum málsins með aðkomu ýmissa sérfræðinga, þ.m.t. sérfræðinga í mannauðsstjórnun, sálfræðinga og lögfræðinga, var það mat leikhússtjór a að rétt væri fram að þegar slík mál kæmu upp væri málið rýnt, þ.m.t. með aðkomu framangreindra sérfræðinga, og með vísan til heildarmats á gögnum, upplýsingum og aðstæð um öllum væri ákveðið hvaða aðgerðir væru viðeigandi og nauðsynlegar í hvert sinn. Þá segir í bréfinu að stjórn Leikfélags Reykjavíkur hafi verið upplýst um málið bæði með upplýsingum til einstakra stjórnarmanna en að auki hafi málið verið rætt á stjórnarf undi 18. desember 2017. Þeirri spurningu lögmanns stefnanda hvort málið hefði verið skoðað í garð stefnanda og enginn grunur um slíka háttsemi í hans garð. Hins ve gar, svo sem umbjóðanda þínum er kunnugt um, hefur LR borist ásakanir um kynferðislega áreitni af mars 2018, og var því svarað með bréfi lögmanns stefndu, dags. 28. mar s 2018. 4. Í málsgögnum kemur fram að fjallað var um brottrekstur stefnanda í fréttum A rekinn viku fyrir frumsýningu: og 14. janúar 2019. 4 Þá liggja fyrir í gögnum málsins skjáskot af færslum stefndu, B , á Fésbókarsíðu í nóvember og desember 2017, í tengsl um við metoo - viðburð í Borgarleikhúsinu, þ. á m. eru hvatningarorð til samverkakvenna um að hægt sé að leita til hennar þar sem hún gegni ábyrgðarstöðu og að hún standi með þeim sem þess þurfi. Í málsgögnum liggur fyrir yfirlýsing C f.h. [ --- ] , dags. 27. desember 2018, þar sem hún staðfestir að samningi [ --- ] við stefnanda um lestur á auglýsingum [ --- ] hafi verið sagt upp vegna frétta sem borist höfðu af brottrekstri hans frá LR í desember 2017 í tengslum við ásakanir um kynferðislega áreitni af hans hálfu . Tekjur stefnanda frá [ --- ] á þriggja ára tímabili námu 150.000 krónum á mánuði. Einnig liggja fyrir upplýsingar [ --- ] bókhalds ehf. í málsgögnum um eftirfarandi heildartekjur [ --- slf. ] tekjuárin 2012 2018: 4.041.450 krónur árið 2012, 3.119.281 króna ár ið 2013, 4.399.271 króna árið 2014, 5.466.693 krónur árið 2015, 8.776.321 króna árið 2016, 4.374.901 króna árið 2017, 2.836.166 krónur árið 2018 og 557.872 krónur á tímabilinu 1. janúar 2019 til 25. september 2019. [ --- slf. ] er í eigu stefnanda. Með fram sali kröfuréttinda, dags. 23. desember 2018, framselja [ --- slf. ] til stefnanda allar fjárkröfur sínar vegna þess að verslanakeðjan [ --- ] sagði upp verktakasamningi um auglýsingalestur í tengslum við uppsögn stefnanda. 5. Á þeim tíma sem stefnanda var sa gt upp störfum voru ákvæði um meðferð eineltismála og kynferðislegrar áreitni á vinnustað í Handbók starfsfólks Borgarleikhússins. Á bls. 45 46 í handbókinni segir m.a. að starfsmanni leikhússins sem telji sig hafa orðið fyrir einelti eða kynferðislegri ár eitni beri þegar í stað að tilkynna slíkt til yfirmanns, framkvæmdastjóra eða leikhússtjóra. Þá segir að Borgarleikhúsið geri aðgerðaáætlun um forvarnir gegn einelti á vinnustað, sem gildi til tveggja ára hverju sinni. Stefnt er að því að fyrsta aðgerðaráæ tlun sé tilbúin í janúar 2014 og komist þá í framkvæmd. Þá segir svo í handbókinni: Ef upp kemur grunur um einelti og eða kynferðislega áreitni í Borgarleikhúsinu er mál kannað með aðstoð sérfræðinga sem hafa hlotið staðfestingu til þeirra starfa hjá Vinn ueftirlitinu og unnið að úrlausn þess af hálfu framkvæmdastjóra og leikhússtjóra sem eru ábyrgðaraðilar meðferðar eineltismála hjá Borgarleikhúsinu. Rætt er við aðila sem veitt geta upplýsingar um málsatvik og við aðila málsins, farið yfir atvik og að því loknu leggur sérfræðingur mat á málið. Í slíku mati felst rökstutt álit um það hvort um einelti sé að ræða eða annars konar samskiptavanda og gerð áætlun um úrlausn máls af hálfu Borgarleikhússins sem unnið er eftir. Með bréfi, dags. 2. mars 2018, sendi stefnandi kvörtun til Vinnueftirlitsins vegna málsins. Í niðurstöðum úttektar eftirlitsins, dags. 24. maí 2018, segir að áætlun 5 leikhússins um öryggi og heilbrigði sem taki á sálfélagslegum þáttum miðist við reglugerð sem felld hafi verið úr gildi með reg lugerð nr. 1009/2015 um aðgerðir gegn einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Segir í athugasemdum eftirlitsins að mikilvægt sé að hafa forvarnar - og viðbragðsáætlun gegn einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustaðnum í samræmi við gildandi lög og reglur. B einir Vinnueftirlitið þeim fyrirmælum til stefnda, LR, að endurskoða og uppfæra áætlun um öryggi og heilbrigði vegna sálfélagslegra þátta, þ.m.t. viðbragðsáætlun, til samræmis við fyrrgreinda reglugerð nr. 1009/2015. 6. Eftirtaldir gáfu skýrslu fyrir dóm inum: stefnandi, A , og stefnda, B , D , [ --- ] , E , [ - -- ] , C og F [ --- ] . Stefnandi lýsti aðdraganda uppsagnarinnar og þeim áhrifum sem málið allt hefði haft á hann og fjölskyldu hans og störf hans við leiklist. Á fundi sem hann átti með leikhússtjóra 16. desember 2017 hefði honum verið tjáð að sl. tvær vikur hefðu borist kvarta nir um áreiti af hans hálfu. Á þessum tíma hafi hann ekki vitað um neinar kvartanir á hendur sér og hann hafi ekki verið upplýstur um hin meintu atvik. Honum hafi því verið ókleift að verja hendur sínar. Hann hafi lýst því að þetta myndi valda honum og fjö lskyldu hans gríðarlegu tjóni og reynt að komast að því hvað hefði gerst, en ekki fengið skýringar. Hann hafi bent á að með þessu væri verið að svipta hann ærunni og myndi málið elta hann uppi alla ævi og hann hefði verið sakaður um eitthvað sem hann vissi ekki um. Hann sagðist hafa komið til vinnu í Þjóðleikhúsinu í janúar 2019. Það hafi reynst honum erfitt og hafi hann þurft að vinna í sjálfstrausti sínu, m.a. til að geta horft nn hafi ávallt haft mikið að gera og leikhúsferill hans hafi staðið með miklum blóma þar til þetta gerðist. Stefnda, B , gerði grein fyrir aðdraganda uppsagnar stefnanda. Hún tók m.a. fram að á tímabilinu frá 1. 15. desember 2017 hefðu henni borist sjö til kynningar um sex atvik sem vörðuðu kynferðislegt áreiti og kynferðisofbeldi frá ólíkum og ótengdum aðilum. Þetta hafi leitt til þess að ákveðið var að segja stefnanda upp störfum. Sumir þessara einstaklinga hafi komið upplýsingum áleiðis í gegnum trúnaðarm ann Leikfélags Reykjavíkur, en hún hafi einnig farið sjálf yfir málið með viðkomandi aðilum, sem hafi lýst tilvikunum fyrir henni. Fjórir einstaklingar sem störfuðu í leikhúsinu á þessum tíma hafi lýst því fyrir henni að þeir upplifðu mikinn ótta og vanlíð an við að mæta til vinnu vegna nærveru stefnanda á vinnustaðnum. Tók stefnda fram að sumar tilkynninganna hefðu verið vegna atvika sem áttu sér stað á vinnutíma í leikhúsinu og önnur atvik utan hússins. Stefnda kvaðst hafa leitað sér ráðgjafar á þessum tím a hjá ólíkum fagaðilum. Hún hafi leitað ráðgjafar hjá lögfræðingi [ --- ] sem sérhæfi sig í vinnurétti, hjá mannauðsráðgjafa, hjá sálfræðingi hjá [ --- ] og hjá [ --- ] . Heildarhagsmunirnir hafi verið 6 skoðaðir, þ.e. leikhússins og starfsfólksins. Hún hafi einnig verið í sambandi við [ --- ] við meðferð málsins. Hún tók fram að allir viðkomandi einstaklingar hefðu beðið um trúnað. Þeir hafi margir sagt við hana að þeir óttuðust að verða fyrir reiði í samfélaginu og óttuðust um starfsframa sinn. Henni hafi borið skyl da til að virða þennan trúnað og gefa ekki upplýsingar um nöfn þeirra. Um fundinn með stefnanda þar sem farið var yfir málið tók stefnda fram að stefnanda hefði verið sagt frá tilkynningum um kynferðislegt áreiti og ofbeldi af hans hálfu og að í ljósi fjöl da og umfangs þeirra þá þyrfti að segja honum upp störfum hjá Leikfélaginu. Þetta hafi komið honum mjög á óvart. Stefnandi hafi mótmælt því að hafa nokkru sinni áreitt manneskju kynferðislega. Stefnda hafi upplýst stjórn og stjórnarformann leikhússins um m álið. H ún hafi verið í sambandi við aðra stjórnarmenn og hafi upplýst þá um málið. Málið hafi síðan verið rætt á stjórnarfundi, tveimur dögum eftir að uppsögnin átti sér stað. Rætt hafi verið hvort unnt væri að fara í vægari úrræði. Ekki hafi verið stætt á því þar sem fleiri tilkynningar hefðu borist. Um frestun á leiksýningunni Medeu tók stefnda fram að tvær vikur hefðu verið í frumsýningu leikverksins þegar stefnanda var sagt upp störfum. Ef ákveðið hefði verið að stefnandi héldi áfram í starfi og tæki þ átt í leiksýningunni sem sýnd yrði í töluverðan tíma hefði það þýtt að hann hefði verið áfram í vinnu hjá Leikfélaginu í tvo til þrjá mánuði í viðbót og ef eitthvað hefði gerst á þeim tíma þá hefði Leikfélagið borið ábyrgð á því vegna þeirra tilkynninga se m voru komnar. Stefnda tók fram að hún hefði tekið ákvörðunina um að segja stefnanda upp störfum og að þá ákvörðun hefði hún borið undir stjórnarformann Leikfélagsins sem hefði rætt málið við aðra stjórnarmenn. Reynt hafi verið að veita stefnanda eins mik lar upplýsingar um málið og unnt var. Um mat á því hvaða upplýsingar hefðu verið veittar sagði hún að hún væri bundin trúnaði og hún hefði ekki getað nafngreint viðkomandi einstaklinga eða sagt frá tilvikunum á þann hátt að það upplýstist hverjir það væru sem hefðu borið fram kvörtun. Hún hafi þurft að horfa á heildarhagsmunina í því ljósi og tryggja öruggt starfsumhverfi. Stefnda sagðist ekki hafa þekkt reglugerð nr. 1009/2015 í þaula. D , [ --- ] , kvaðst hafa verið upplýstur um atvik sem komið hefðu upp og fyrirætlanir leikhússins um að segja stefnanda upp störfum. Hann hafi haft samband við stjórnarmenn leikhússins símleiðis og þau hafi öll stutt þessa framkvæmd, þó að þetta hefði verið ákvörðun leikhússtjóra sem yfirmanns starfsmanna. Eftir að stefnanda var sagt upp hafi verið haldinn stjórnarfundur, þar sem farið hefði verið yfir málið með leikhússtjóra. Hann gat þess að hann hefði ekki fengið upplýsingar um nöfn, en upplýst hefði verið um fjöld a tilvika með almennum lýsingum. Hann tók fram að ákvörðunin hefði verið tekin af leikhússtjóra. Hann hafi ekki gert sjálfstæða könnun á því hvort réttum leikreglum hefði verið fylgt, en farið yfir málið með leikhússtjóra og framkvæmdastjóra. Hann kvaðst h afa kynnt sér að einhverju leyti reglugerðir sem við 7 áttu, en hafa aðallega stuðst við ráðgjöf þeirra aðila sem kallaðir voru til af leikhússtjóra og hafa fengið upplýsingar um álit þeirra frá leikhússtjóra. E , [ --- ] , sagði að tvær konur hefðu borið fram kvörtun um kynferðislega áreitni og að hún hefði komið þeim áleiðis til leikhússtjóra og afskiptum hennar af málinu með því lokið. G , [ --- ] , sagði að gert hefði verið munnlegt samkomulag við Leikfélagið um að starfsmenn gætu leitað til stofunnar. Vitnið k vað einhverja starfsmenn hafa nýtt sér þjónustu sálfræðistofunnar. H bókari staðfesti að hún hefði fært bókhald fyrir [ --- ] , félag stefnanda. C , framkvæmdastjóri [ --- ] , staðfesti að stefnanda hefði verið sagt upp störfum hjá [ --- ] vegna umræðunnar um han n. F [ --- ] staðfesti skýrslu sína. II. 1. Helstu málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi byggir á því að með uppsögn á ráðningarsamningnum frá 16. mars 2017 hafi stefndu með saknæmum og ólögmætum hætti brotið gegn réttindum stefnanda og ekki fylgt þeim reglum, sem þeim bar, sbr. einkum ákvæði reglugerðar nr. 1009/2015. Með því hafi s tefndu valdið stefnanda tjóni og bakað sér bótaskyldu gagnvart honum. Tjón stefnanda sé annars vegar fjártjón, m.a. vegna þess að rekstraraðili verslanakeðjunnar [ --- ] sagði upp samningi við stefnanda út af málinu, og hins vegar miski. Skilyrði skaðabóta o g miskabóta séu því uppfyllt, eins og nánar verði gerð grein fyrir hér á eftir. Um aðild stefndu, B , tekur stefnandi fram að hún hafi tekið ákvörðun um að víkja stefnanda úr starfi en hafi einnig upplýst stjórn LR um málið. Tjáning stefndu, B , á samfélagsm iðlum, sem átti sér stað í tengslum við Me T oo - umræðuna, sé með þeim hætti að ályktað verði að hún hafi talið sig þurfa að láta til sín taka með eftirtektarverðum hætti í tengslum við þá umræðu og því hafi verið haldið á málinu með þeim hætti sem raunin va rð. Því séu öll skilyrði uppfyllt til að stefna henni persónulega sem leikhússtjóra LR, ásamt LR, sem beri ábyrgð á gjörðum hennar, í samræmi við almennar reglur vinnu - og skaðabótaréttar um húsbóndaábyrgð. Stefnandi byggir einkum á því að meðferð málsins hjá stefndu hafi farið í bága við ákvæði 2. og 3. gr. reglugerðar nr. 1009/2015 um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum, sbr. 2. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Því til staðfestingar liggi álit Vinnueftirlitsins á því að stefndu hafi ekki sinnt þeirri skyldu sinni að hafa reglur LR í samræmi við ákvæði reglugerðarinnar. 8 Tekur stefnandi sérstaklega fram að í 3. gr. reglugerðarinnar sé að finna orðskýringar, sem f eli m.a. í sér að skilgreina þurfi það áreiti sem um sé að ræða hlutlægt. Í því felist að ekki sé hægt að byggja eða taka ákvarðanir á grundvelli einhliða frásagnar af einstaklingsbundinni upplifun. Augljóst sé að stefndu hafi brotið gegn þeirri mikilvægu reglu við meðferð málsins. Að mati stefnanda sé skýringu þess að finna í þeirri staðreynd að stefnda, B , hafi verið virk innan hóps, sem hafi beitt sér innan sviðslista í þeirri umræðu sem kennd er við Me Too og óumdeilanlega hafi verið einhvers konar aflv aki uppsagnar stefnanda. Í færslu á Fésbókarsíðu hópsins 1. desember 2017 segi stefnda, B safe zone , þar sem boðið verði upp á viðtal við fagaðila utan hússins. LR muni ekki vita nöfn þeirra sem stíga fram og það verði trúnaðarmenn sem hafi milligöngu. Í yfirlýsingu leikhússtjórans í sama Fésbókarhóp 29. nóvember 2017 hafi komið fram að þar sem hún væri í ábyrgðarstöðu leita ti l hennar Stefnandi telur að stefnda, B , hafi ekki gætt að 1 . mgr. 7. gr. reglugerðar nr. 1009/2015 við meðferð málsins, þar sem mælt sé fyrir um að berist ábending um kynferðislega áreitni skuli aðst æður metnar í samræmi við vinnuverndarfulltrúa vinnustaðarins og eftir atvikum utanaðkomandi aðila. Atvinnurekandi skuli tryggja að við matið sé hlutaðeigandi starfsmönnum gefinn kostur á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Þá vísar stefnandi til 2. mgr. sömu greinar þar sem fram komi að leiði mat á aðstæðum, sbr. 1. mgr., í ljós rökstuddan grun um að kynferðisleg áreitni eða kynbundin áreitni eigi sér stað eða hafi átt sér stað á vinnustaðnum skuli gripið til aðgerða í samræmi við skriflega áætlun um öry ggi og heilbrigði á vinnustað, sbr. II. kafla, í því skyni að stöðva hegðunina, sé hún enn til staðar, sem og í því skyni að koma í veg fyrir að hegðunin endurtaki sig á vinnustaðnum. Þá beri s amkvæmt 3. mgr. greinarinnar að skoða málavexti eins og lýst sé í 1. og 2. mgr. áður en lagt sé mat á það hvort kynferðisleg áreitni eða kynbundin áreitni hafi átt sér. Reynist svo vera skuli grípa til aðgerða í samræmi við skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað, sbr. II. kafla, í því skyni að uppræta þæ r aðstæður sem kvartað sé yfir eða koma í veg fyrir að aðstæðurnar komi aftur upp á vinnustaðnum. Þar sem stefndu hafi ekki að neinu leyti fylgt þessum reglum hafi verið brotið gegn réttindum stefnanda með saknæmum og ólögmætum hætti. Stefnandi hafi ekki fengið upplýsingar um málið, eins og hann hafi átt rétt til samkvæmt 4. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar. Stefnandi byggir á því að hefði verið gætt réttra reglna af hálfu stefndu hefði sú skoðun leitt í ljós að ásakanir á hendur stefnanda væru rangar, þar se m hann hafi ekki brotið gegn neinum aðila. 9 Stefndi telur að ekki hafi verið farið að reglugerðinni og LR undir stjórn stefndu B hafi ekki heldur uppfyllt þá kröfu að koma upp slíkum reglum, sbr. niðurstöðu Vinnueftirlitsins. Þeim fátæklegu reglum sem þó v oru til innan LR og voru sendar með bréfi lögmanns LR frá 15. febrúar 2018 hafi ekki einu sinni verið fylgt, en í þeim komi skýrt fram að rætt skuli við aðila málsins um kvörtun sem komi fram. Vinnuveitanda beri að gæta að réttindum beggja aðila í málum sem þessum, þ.e. þess sem kvartar og þess sem kvörtun beinist að. Það hafi ekki verið gert í þessu máli. Engin yfirvofandi hætta hafi stafað af stefnanda auk þess sem önnur og vægari úrræði en slit ráðningarsamnings hefðu dugað til þess að tryggja öryggi þ eirra sem stjórnendur LR kunni að hafa haft í huga. Kröfu sína um greiðslu skaðabóta reisir stefnandi á almennu skaðabótareglunni. Frá því að uppsögnin átti sér stað hafi stefnandi, fyrir utan fastráðningu sína hjá Þjóðleikhúsinu, ekki fengið eitt verkefn i sem leikari. Áður hafi hann valið úr verkefnum. Enginn vafi sé á því að ástæða þessa sé háttsemi stefndu og framkoma þeirra gagnvart stefnanda. Tjón hans sé því umtalsvert Geri hann kröfu um skaðabætur að álitum að fjárhæð 10.000.000 króna. Að mati stefn anda sé krafa hans hófleg enda megi gera ráð fyrir því að hann verði lengi að koma tekjuöflun sinni í samt lag, takist það yfirhöfuð einhvern tíma, því málið sé greypt í huga almennings. Enginn vafi sé á því að tekjuöflunarhæfi leikara eins og stefnanda sé algjörlega háð ímynd og orðspori, sem í hans tilviki hafi beðið alvarlegan hnekki. Það hafi haft bein áhrif á þau verkefni sem hann sinnti á þeirri stundu sem honum var sagt upp störfum og gert það að verkum að tekjuöflunarhæfi hans sé verulega skert. Ást æða þess að stefnandi missti starf sitt við lestur auglýsinga fyrir [ --- ] hafi verið þetta mál. Verktakagreiðslur til samlagsfélagsins [ --- ] slf., kt. 000000 - 0000 , sem er í eigu stefnanda, hafi því rýrnað um 150.000 krónur á mánuði vegna háttsemi stefndu. Sú fjárhæð margfölduð með tveimur eða þremur árum sé á bilinu 3.600.000 til 5.400.000 krónur. Eðlilegt sé að miða bætur vegna slíks tekjumissis sem verði vegna bótaskyldrar háttsemi þriðja manns við tvö til þrjú ár. Stefnandi byggir á því að þar sem unnt sé að taka fjármuni úr samlagsfélagi, sem séu til hverju sinni, sé tjón félagsins jafnframt tjón stefnanda. Ex tuto hafi þó [ --- ] slf. framselt stefnanda sjálfum fjárkröfu sína. Brottrekstur stefnanda hafi verið til þ ess fallinn að skaða stöðu hans, ímynd hans sem leikara og þar með tekjuhæfi. Stefndu verði að bera bótaábyrgð á tjóni sem af því hafi hlotist. Eins og málið liggi fyrir verði að mati stefnanda að meta tjón hans að álitum, þar sem þó sé tekið fullt tillit til þess að stefnandi hafi misst starf sitt við auglýsingalestur fyrir [ --- ] og hafi sannað fjárhæð hvað þann þátt varðar. Til grundvallar miskabótakröfu sinni tekur stefnandi fram að með ákvörðun stefndu um að segja stefnanda upp störfum hafi stefndu, B , mátt vera ljóst að hún væri til þess fallin að vera meiðandi fyrir stefnanda, sem hafi verið óréttlætanlegt, þar sem á 10 þeim tíma hafði engin rannsókn farið fram á sannleiksgildi þeirra ásakana sem hafi legið uppsögninni til grundvallar og falið í sér aðd róttanir um refsiverða eða a.m.k. siðferðilega ámælisverða háttsemi. Með ákvörðuninni hafi því verið vegið að æru stefnanda og persónu. Háttsemi stefndu, B , hafi falið í sér að stefnanda hafi verið sýnd lítilsvirðing, hann niðurlægður á opinberum vettvangi og vegið að æru hans. Í því hafi falist meingerð gegn æru stefnanda og persónu, sbr. b - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Stefnandi tekur fram að þótt stefndu hafi ekki í tengslum við málið látið einhver sérstök orð falla til að vega að persón u eða æru stefnanda verði ekki fram hjá því litið að stefndu hafi ekki getað dulist að brottvikning stefnanda með vísan til slíkra ásakana, sem þó hefðu ekki verið rannsakaðar að neinu leyti eða réttum reglum fylgt, gætu að ófyrirsynju bitnað á orðspori st efnanda og orðið honum þannig að meini, sem þekktum listamanni hér á landi. Hafi brottvikningin valdið neikvæðri fjölmiðlaumfjöllun og gert stefnanda að holdgervingi fyrir þá aðila sem Metoo - byltingunni var beint gegn. Ákvörðun stefndu um brottvikningu ste fnanda án neinnar lögmætrar skoðunar á málinu í samræmi við gildandi reglur hafi verið bæði óþörf og ólögmæt og falið í sér brot gegn æru stefnanda. Háttsemin hafi valdið stefnanda miklum álitshnekki og andlegri vanlíðan. Þrátt fyrir það hafi stefndu gengi ð fram með þessum hætti, án þess að skeyta nokkuð um þessa augljósu hættu eða hagsmuni stefnanda, og þrátt fyrir aðfinnslur og ábendingar stefnanda og lögmanns hans, sem hafi gert hvað þeir gátu til þess að fá málið í eðlilegan farveg. Stefndu eigi sér því engar málsbætur. Þegar þetta sé virt verði að líta svo á að fullnægt sé skilyrðum b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga til að dæma stefnanda miskabætur sameiginlega úr hendi stefndu. Ljóst sé að ákvörðunin hafi haft mikil áhrif á stefnanda og hans nánust u. Hann hafi t.a.m. ekki fengið eitt einasta hlutverk eða vinnu sem leikari utan Þjóðleikhússins frá því að fréttir birtust um málið rétt fyrir jólin 2017. Fyrir þann tíma hafi hann haft næg verkefni. Ekki þurfi að fjölyrða um það hvaða áhrif þetta hafi á mann sem hafi leiklist að ævistarfi. Að mati stefnanda sé krafa hans um miskabætur að fjárhæð 3.000.000 króna hófleg á alla mælikvarða og í samræmi við dómafordæmi í sambærilegum málum. 2. Helstu málsástæður og lagarök stefndu. Stefnda, B , mótmælir því að skilyrði séu uppfyllt til að stefna henni persónulega. Málið varði uppsögn á ráðningarsamningi milli Leikfélags Reykjavíkur og stefnanda. Samkvæmt samþykktum Leikfélags Reykjavíkur fari leikhússtjóri með yfirstjórn rekstrar leikhússins, en undir það fa lli m.a. starfsmannamál leikfélagsins. Stefnda hafi þannig ekki komið fram persónulega heldur fyrir hönd Leikfélags Reykjavíkur. Réttur gagnaðili vegna þeirra samskipta sé stefndi, LR, enda hafi stefnda, B , ekki getað tekið slíka ákvörðun persónulega heldu r eingöngu í umboði og fyrir hönd LR, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Auk þess myndi aðild B í öllu falli skoðast í 11 samhengi við grundvallarreglu skaðabótaréttar um vinnuveitendaábyrgð. Ekki sé á því byggt af hálfu stefnanda að stefnda B hafi farið út fyrir valdsvið sitt í málinu enda hafi hún eingöngu verið að framfylgja starfsskyldum sínum í samráði við stjórn þegar hún kom fram fyrir hönd LR við uppsögn samnings við stefnanda. Af þessum sökum og með hliðsjón af atvikum að öðru leyti sé útilokað að leikhússtjóri geti borið persónulega skaðabótaábyrgð vegna ákvarðana sem teknar hafi verið um starfsmannamál leikhússins. Um þetta vísist einnig til 2. mgr. 23. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Stefndu taka fram að málið lúti að uppsögn á ráðningarsamningi á almennum markaði sem sé tvíhliða samningur, uppsegjanlegur með þriggja mánaða fyrirvara. Uppsögnin hafi í engu brotið gegn neinum meintum réttindum stefnanda eða meitt æru hans. Stefndu hafi borist samtals sjö tilkynningar frá sex ó tengdum aðilum um kynferðislega áreitni, kynferðislegt ofbeldi og aðra ámælisverða kynferðislega háttsemi stefnanda. Þrír þessara einstaklinga hafi verið starfsmenn stefndu. Afstaða stefnanda hafi legið fyrir frá upphafi. Hann hafi staðhæft við stefndu að hafa aldrei kynferðislega áreitt eða með öðrum hætti brotið kynferðislega gegn nokkurri konu. Stefnda hafi staðið frammi fyrir tveimur valkostum: 1) að leyfa stefnanda að starfa áfram á vinnustaðnum, en ljóst hafi verið að áframhaldandi nærvera hans í leik húsinu myndi valda þeim starfsmönnum Borgarleikhússins sem kvartað höfðu mikilli vanlíðan og óöryggi, eða 2) segja stefnanda upp störfum í samræmi við ráðningar - og kjarasamninga sem giltu um ráðningarsambandið. Í ljósi þeirra réttarheimilda sem gildi um k ynferðislega áreitni á vinnustöðum, og að fenginni ráðgjöf sérfræðinga á sviði mannauðsstjórnunar, sálfræði og lögfræði, hafi Leikfélagið talið að bregðast þyrfti við tilkynningunum með skjótum hætti til að tryggja viðunandi starfsumhverfi fyrir starfsmenn leikhússins. Þannig hafi Borgarleikhúsið afþakkað frekara starfsframlag stefnanda og sagt honum upp störfum. Í því hafi ekki falist afstaða til sektar eða sakleysis stefnanda. Borgarleikhúsið hafi einfaldlega neytt réttar síns samkvæmt gagnkvæmum ákvæðum í ráðningarsamningi við stefnanda og greitt honum laun á uppsagnarfresti. Stefndu vísi til þágildandi starfsmannahandbókar Borgarleikhússins hvað þetta varði, skyldu stefndu til að gæta þess að vinnuumhverfi starfsmanna þeirra sé í samræmi við kröfur laga um öruggt vinnuumhverfi, skv. a - lið 1. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, og skyldu til að grípa til aðgerða, skv. 1. mgr. 7. gr. reglugerðar nr. 1009/2015 um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Auk þess hafi Persónuvernd þegar komist að þeirri niðurstöðu að móttaka kvartana í trausti trúnaðar og nafnleyndar, meðferð þessara upplýsinga hjá Borgarleikhúsinu og synjun þess að upplýsa stefnanda um nöfn kvartendanna h afi samrýmst lögum um persónuvernd. Stefndu hafi þannig verið óheimilt að upplýsa stefnanda um það hvaða einstaklingar hefðu stigið fram í trúnaði. 12 Stefndu mótmæla því að hafa í bréfum til stefnanda reynt að gera eins lítið úr stefnanda og hans málstað og hægt var. Þá sé því mótmælt að við meðferð uppsagnarmáls stefnanda hafi ekki verið farið eftir ákvæðum reglugerðar nr. 1009/2015 og þannig brotið gegn réttindum stefnanda með saknæmum og ólögmætum hætti. Þá bendi stefndu á að verndarandlag framangreindra reglna er meintir þolendur eineltis, kynferðislegrar áreitni, kynbundinnar áreitni og ofbeldis á vinnustöðum. Sé þannig vandséð hvaða aukinn rétt stefndi geti byggt á reglunum. Þá hafi uppsögnin verið byggð á faglegu mati sérfræðinga, sem meðal annars hafi grundvallast á frásögnum sjö aðila um sex ólík tilvik en ekki einhverjum meintum dómi um að stefnandi hafi gerst sekur um tiltekna refsiverða háttsemi. Þá sé mótmælt ályktunum stefnanda af stuðningi stefndu, B , við #MeToo - hreyfinguna. Stefndu árétti að fj öldi stjórnenda innan þessa sviðslistageira hafi stigið fram með sams konar yfirlýsingar. Varðandi 1. mgr. 7. gr. reglugerðar nr. 1009/2015 sé á það bent að einmitt hafi verið farið yfir aðstæður með trúnaðarmanni á vinnustaðnum og utanaðkomandi sérfræði ngum. Þá sé á það bent að stefnanda hafi verið gert kleift að koma sjónarmiðum sínum á framfæri, t.d. á tveimur fundum og með bréflegum samskiptum í tilfelli stefnanda. Stefndu telja að gætt hafi verið að 3. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar, að því marki sem h ún geti komið til skoðunar, auk þess sem Persónuvernd hafi úrskurðað um að stefnandi hafi fengið þær upplýsingar sem hann átti rétt til, sbr. 4. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar. Vegna umfjöllunar um verklagsreglur sé því mótmælt að slíkar reglur hafi ekki ve rið fyrir hendi. Þá er því mótmælt að viðkomandi reglum hafi ekki verið fylgt, þar sem brotið hafi verið gegn skyldu til að ræða við aðila málsins um kvörtun á grundvelli reglna sem fram komi í Handbók Borgarleikhússins. Strax frá upphafi hafi verið ljóst að stefnandi neitaði því að hafa áreitt eða brotið kynferðislega gegn nokkurri konu. Þá hafi stefndu verið ljóst að konurnar sem kvörtuðu leituðu til stefndu í trausti trúnaðar og nafnleyndar. Þá sé því mótmælt að réttur vinnuveitanda til að stjórna starf smannamálum takmarkist af atriðum eins og upplýsingarétti reglugerðar nr. 1009/2015, sem Persónuvernd hafi reyndar þegar staðfest að hafi verið virtur af hálfu stefndu. Stefnandi eigi ekki rétt á því að brotið sé gegn persónufriðhelgi annarra, í þessu tilv iki kvenna sem telja sig vera fórnarlömb kynferðisbrota af hans hálfu. Réttur hans takmarkist í þessu tilviki af réttindum þeirra, eins og Persónuvernd hafi staðfest. Þá er því mótmælt að einhver meðalhófsskylda hafi hvílt á stefndu til að leita vægari úr ræða en gert var. Leikfélag Reykjavíkur sé ekki stjórnvald og engar slíkar reglur gildi um uppsagnir á almennum vinnumarkaði. Allt að einu telji stefndu að tiltekins 13 meðalhófs hafi verið gætt, umfram skyldu, gagnvart stefnanda, t.d. með því að segja honum upp samningi í stað þess að rifta honum. Að lokum er því mótmælt að ekki hafi verið gætt að málsmeðferðarreglum við uppsögn stefnanda þannig að hann hafi ekki fengið tækifæri til að bera hönd fyrir höfuð sér. Er vísað til lýsinga á málsmeðferð hér að frama n hvað þetta varðar. Stefndu mótmæla því að hafa valdið stefnanda tjóni og telja slíkt ósannað. Stefnda, B , hafi haft fulla heimild til að segja stefnanda upp störfum í samræmi við þær reglur er hafi gilt um ráðningarsambandið. Auk þess sé ekkert tjón af uppsögninni enda hafi stefnandi fengið greidd laun á uppsagnarfresti og ætlaðri skaðabótakröfu hans sé því alfarið mótmælt. Stefndu byggja á því að heimilt hafi verið að rifta ráðningarsamningi stefnanda en ákveðið að segja samningi aðila upp og greiða hon um uppsagnarfrest. Bætur vegna ólögmætrar uppsagnar miðist almennt við laun til loka uppsagnarfrests og þannig sé það ljóst að hvernig sem á sé litið hafi stefnandi ekki orðið fyrir tjóni vegna uppsagnar tvíhliða ráðningarsamnings á almennum vinnumarkaði. Krafa stefnanda virðist byggjast á því að hann hafi orðið fyrir tjóni vegna fréttaflutnings af uppsögninni, en eina gagnið sem hann leggi fram um orsök ætlaðs tjóns í þessu samhengi sé staðfesting frá [ --- ] þar sem segir að samningi við stefnanda hafi veri aðilum enda séu stefndu ekki fjölmiðlar og geti ekki borið ábyrgð á fréttaflutningi. Þá hafi stefndu ekki átt frumkvæði að því að málið komst í opinbera umræðu, heldur hafi þau þvert á móti neitað að tjá sig um málsatvik þar til stefnandi hafði stigið fram undir nafni og tjáð sig um uppsögnina. Hafi sú tjáning stefndu þá aðeins snúið að leiðr éttingu þess efnis að ekki hefði verið um nafnlausar ásakanir að ræða. Stefndu hafi þannig ekki sýnt af sér skaðabótaskylda háttsemi sem leiði til tjóns í skilningi skaðabótaréttar, heldur hafi stefnandi sjálfur valdið sér tjóni með háttsemi sinni, með sam skiptum við samstarfskonur sínar og fjölmiðla. Málið sé að rekja til sjö kvartana vegna sex ótengdra tilvika og þar af hafi ein kona stigið fram eftir að hafa lesið um sams konar háttsemi stefnanda á Fésbókar síðu #metoo - hreyfingarinnar. Í því sambandi sé b ent á að stefnandi hafi hringt á annað hundrað símtöl strax í kjölfar málsins og hafi þessi símtöl m.a. leitt til þess að fleiri tilkynningar bárust stefndu og málið komst í almenna umfjöllun. Stefnanda hafi þannig á engan hátt tekist að sanna orsakasamban d milli ætlaðrar skaðabótaskyldrar háttsemi stefndu og ætlaðs tjóns af völdum fjölmiðlaumfjöllunar sem stefndu hafi enga aðkomu haft að nema til leiðréttingar á rangfærslum stefnanda. Þá telja stefndu að hafa eigi hliðsjón af því að stefnandi viðhaldi umf jöllun um málið, nú rúmu ári síðar, sbr. m.a. þá staðreynd að Vísir.is hafði aðgang að stefnu máls þessa og dómskjölum, sem voru birt að hluta, degi fyrir þingfestingu málsins. Á þeim tímapunkti hafi stefndu og dómstólar ekki haft aðgang að dómskjölunum og geti birtingin 14 því ekki stafað frá öðrum en stefnanda. Skuli höfð hliðsjón af þessu með vísan til reglna skaðabótaréttarins um meðábyrgð, og almennt hvað kröfur stefnanda varði. Þá sé ætlað tjón órökstutt. Engan samanburð sé að finna í stefnu eða dómskjöl um, sem lögð voru fram við þingfestingu, á tekjum stefnanda fyrir og eftir uppsögn hans hjá stefnda LR, heldur eingöngu fullyrðingar stefnanda sjálfs um skert tekjuöflunarhæfi, sem séu ótrúverðugar. Á þessu stigi séu slíkar málsástæður og gögn of seint fra m komin enda sé þetta grundvöllur málatilbúnaðar stefnanda og sé því útilokað að fallast á málatilbúnað stefnanda um tekjumissi. Stefndu benda á að stefnandi starfar í fullu starfi hjá Þjóðleikhúsinu. Því sé ekki hægt að fallast á að tekjuöflunarhæfi stef nanda sé verulega skert. Þrátt fyrir þetta leggi hann fram skaðabótakröfu að fjárhæð 10.000.000 kr., sem sé fullkomlega órökstudd. Í stefnu sé sú krafa sundurliðuð þannig að tjón stefnanda skuli teljast vera 150.000 kr. á miðað sé við tvö eða þrjú ár, hvað þá hvernig þessar fjárhæð ir rými við kröfugerð stefnanda , sem er miklu hærri. Mörk milli þessarar kröfu og miskabótakröfu séu þannig afar óljós. Hvað sennilega afleiðingu varðar byggja stefndu á því að missir aukastarfs vegna lögmætrar uppsagnar uppfylli ekki það skilyrði. Vísa stefndu til þess að fræðiskrif og dómaframkvæmd sýni að sérstakl ega ströng skilyrði séu fyrir bættum tekjumissi vegna aukastarfs. Þau skilyrði séu óuppfyllt í máli þessu. Hvað það varðar sé sérstaklega bent á að ekkert er lagt fram um gildistíma samningsins við [ --- ] , uppsagnarfrest samningsins eða heimildir til uppsag nar. Þá mótmæla stefndu því að umfjöllun stefnanda um að tjón félagsins [ --- ] slf. jafngildi tjóni stefnanda sé fullnægjandi í skilningi skaðabótaréttar og að framsal frá [ --- ] slf. bæti úr því. Verði af einhverjum ástæðum og þrátt fyrir framangreint fallist á kröfu stefnanda beri í öllu falli að lækka fjárhæðina verulega, meðal annars með vísan til þess að kröfufjárhæðin sé of há og ekki í samræmi við dómafordæmi. Hafnað er greiðslu miskabóta. Telja stefndu að skilyrðum almennra reglna skaðabótaréttar ins og b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 sé ekki fullnægt og að ströng skilyrði ákvæðisins, þ.m.t. ströng saknæmisskilyrði og skilyrði um orsakatengsl, séu ekki uppfyllt í málinu og stefnandi hafi ekki sýnt fram á annað. Þáttur stefndu haf i einkum falist í heimilli uppsögn og lágmarkstjáningu um hana. Stefndu telji sig hafa gætt hófs í aðgerðum sínum og umfjöllun sinni. Hafi stefnandi orðið fyrir miskatjóni sé kröfunni ekki réttilega beint að stefndu. 15 Er því sérstaklega mótmælt að stefndu hafi vegið að æru stefnanda og persónu og að stefnda, B , hafi sýnt stefnanda lítilsvirðingu og niðurlægt hann á opinberum vettvangi, en sú málsástæða sé fullkomlega órökstudd. Þá er fullyrðingu stefnanda um að hann hafi ekki fengið eitt einasta hlutverk e ða vinnu sem leikari utan Þjóðleikhússins frá því að fréttir birtust um málið rétt fyrir jólin 2017 mótmælt sem ósannaðri. Fjárhæð miskabótakröfu stefnanda er sérstaklega mótmælt enda sé hún of há og ekki í samræmi við dómafordæmi. Þá sé umfjöllun stefnand a um álitshnekki og andlega vanlíðan ekki rökstudd nánar og skoðist kröfufjárhæð hans í því ljósi, sbr. dómaframkvæmd. Dráttarvaxtakröfu stefnanda er sérstaklega mótmælt, en hún uppfylli ekki skilyrði d - liðar 1. mgr. 80. gr. eml. Er vísað til þess að hvor ki er hundraðshluti vaxta tilgreindur né viðkomandi lagaákvæði, sbr. 11. gr. vaxtalaga nr. 38/2001. Varði slíkt frávísun vaxtakröfu. Þá sé stefnanda ekki kleift að krefjast dráttarvaxta frá uppsagnardegi. IV. 1. Með ráðningarsamningi, dags. 16. mars 20 16, var stefnandi ráðinn tímabundið til starfa hjá Leikfélagi Reykjavíkur leikárið 2017 2018. Hinn 16. desember 2017 var stefnandi boðaður á fund, leikhússtjóra, stefndu, B . Á fundinum var stefnanda afhent bréf með uppsögn á ráðningarsamningi hans við stef nda, Leikfélag Reykjavíkur, þar sem fram kom að honum væri sagt upp störfum frá og með 1. janúar 2018 með þriggja mánaða uppsagnarfresti. Var ekki óskað eftir vinnuframlagi hans á uppsagnartíma. Var bréfið undirritað af stefndu, B , sem tók ákvörðunina um a ð segja stefnanda upp störfum og þá ákvörðun hafði hún borið undir stjórnarmenn Leikfélagsins. Óumdeilt er að ástæða uppsagnarinnar var ásakanir sem leikhússtjóra höfðu borist á hendur stefnanda um meinta kynferðislega áreitni. Á fundinum var stefnandi upp lýstur um fjölda ásakana um hin meintu brot, en ekki frá hverjum, frá hvaða tíma eða hvers eðlis þær væru. Í greinargerð stefndu kemur fram að þrjú hinna meintu tilvika hafi varðað starfsmenn stefndu, en að öðru leyti er ekki gerð nánari grein fyrir þeim. Í skýrslu stefndu, B , fyrir dóminum lýsti hún meðferð málsins hjá Leikfélaginu, en tók fram að hún hefði ekki þekkt reglugerð nr. 1009/2015 í þaula. D , [ --- ] , tók það fram um meðferð málsins hjá stefnda að farið hefði verið yfir málið með leikhússtjóra, og að hún hefði tekið ákvörðunina um uppsögn. Tók stjórnarformaðurinn fram að hann hefði ekki gert sjálfstæða könnun á því hvort réttum leikreglum hefði verið fylgt, en hefði aðallega stuðst við ráðgjöf sérfræðinga sem leitað hefði verið til af hálfu leikhús stjóra. 16 2. Stefnandi byggir á því að með uppsögn á ráðningarsamningi aðila hafi stefndu með saknæmum og ólögmætum hætti brotið gegn réttindum stefnanda. Stefndu hafi ekki fylgt þeim reglum sem þeim hafi borið að hlíta við meðferð málsins, einkum ákvæðum 2., 3. og 7. gr. reglugerðar nr. 1009/2015, um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum, sbr. 2. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Með því hafi stefndu valdið stefnand a tjóni og bakað sér skaðabótaskyldu gagnvart honum. Stefndu mótmæla málatilbúnaði stefnanda. Stefnda, B , mótmælir því sérstaklega að skilyrði séu til að stefna henni persónulega, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991, þar sem hún komi fram fyrir hönd ste fnda, Leikfélags Reykjavíkur, en ekki í eigin persónu. Auk þess verði að skoða aðild hennar í tengslum við vinnuveitendaábyrgð. Stefndu telja að farið hafi verið eftir ákvæðum reglugerðar nr. 1009/2015 við meðferð málsins. Uppsögn stefnanda hafi verið bygg ð á faglegu mati sérfræðinga. Farið hafi verið yfir aðstæður með trúnaðarmanni á vinnustaðnum og utanaðkomandi sérfræðingum, og stefnanda hafi verið gert kleift að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Þá telja stefndu að gætt hafi verið meðalhófs, auk þess s em slík skylda hvíli ekki á stefndu þar sem Leikfélag Reykjavíkur sé ekki stjórnvald. Stefndu telja að bregðast hafi þurft við tilkynningunum með skjótum hætti og að stefndi, Leikfélag Reykjavíkur, hafi einfaldlega neytt réttar samkvæmt ráðningarsamningi a ðila. Hafi stefndu því verið heimilt að segja stefnanda upp með þriggja mánaða fyrirvara. Þá telja stefndu að óheimilt hafi verið að upplýsa hvaða einstaklingar hefðu stigið fram, vegna trúnaðar. Þá er því mótmælt að stefnandi hafi orðið fyrir tjóni og því hafnað greiðslu skaða - og miskabóta. 3. Lög nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, með síðari breytingum, gilda um alla starfsemi þar sem einn eða fleiri menn vinna, hvort sem um er að ræða eigendur fyrirtækja eða starfsmenn, sbr. 2. gr. Samkvæmt 1. mgr. 37. gr. laganna skal haga og framkvæma vinnu þannig að gætt sé fyllsta öryggis og góðs aðbúnaðar og hollustuhátta. Þá mælir 2. mgr. lagagreinarinnar fyrir um að einnig skuli fylgja viðurkenndum stöðlum, ákvæðum laga og regluger ða, svo og fyrirmælum Vinnueftirlits ríkisins, að því er varðar aðbúnað, hollustuhætti og öryggi. Samkvæmt 66. gr. laganna ber atvinnurekandi ábyrgð á að gerð sé skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað. Skal slík áætlun meðal annars fela í sér mat á áhættu, sbr. 65. gr. a, og áætlun um heilsuvernd, sbr. 66. gr. Í 2. gr. reglugerðar nr. 1009/2015, sem sett er með stoð í lögum nr. 46/1980, er mælt fyrir um markmið. Þar segir m.a. að þau séu að koma í veg fyrir einelti, kynferðislega áreitni, kynb undna áreitni og ofbeldi á vinnustöðum og að gripið verði til aðgerða í 17 samræmi við skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað, komi fram kvörtun, ábending eða rökstuddur grunur um einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni eða ofbeldi á v innustað. Í II. kafla reglugerðarinnar er mælt fyrir um skyldur atvinnurekanda við meðferð máls. Í 4. mgr. 6. gr. segir að við meðferð máls skuli atvinnurekandi sýna varfærni og nærgætni í aðgerðum sínum með virðingu og einkahagi hlutaðeigandi starfsmann a í huga, meðal annars með því að veita ekki óviðkomandi aðilum upplýsingar um mál og tryggja að utanaðkomandi aðilar sem kunni að koma að meðferð máls geri slíkt hið sama. Í 7. gr. reglugerðarinnar segir m.a. að atvinnurekandi skuli bregðast við eins flj ótt og kostur er þegar honum berst kvörtun eða ábending um kynferðislega áreitni. Segir að atvinnurekandi skuli meta aðstæður í samvinnu við vinnuverndarfulltrúa vinnustaðarins, eftir því sem við á, og utanaðkomandi aðila ef með þarf. Skal atvinnurekandi j afnframt tryggja að við matið sé hlutaðeigandi starfsmönnum gefinn kostur á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og að alla jafna sé rætt við einn aðila máls í senn. Þá segir m.a. í 2. mgr. 7. gr. að leiði mat á aðstæðum í ljós rökstuddan grun um að kynfer ðisleg áreitni eigi sér stað á vinnustaðnum skuli atvinnurekandi grípa til aðgerða í samræmi við skriflega áætlun og heilbrigði á vinnustað í því skyni að stöðva hegðunina sé hún enn til staðar, sem og í því skyni að koma í veg fyrir að hegðunin endurtaki sig á vinnustaðnum. Í 4. mgr. er mælt fyrir um að atvinnurekandi skuli skrá niður allt sem tengist meðferð máls og halda hlutaðeigandi starfsmönnum sem og vinnuverndarfulltrúa vinnustaðarins upplýstum meðan á meðferðinni stendur, meðal annars með því að ve ita þeim aðgang að öllum upplýsingum og gögnum í málinu, að teknu tilliti til laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Samkvæmt 5. mgr. sömu lagagreinar skal atvinnurekandi upplýsa hlutaðeigandi starfsmenn sem og vinnuverndarfulltrúa vinnustaðari ns þegar hann lítur svo á að máli sé lokið af hans hálfu. Í IV. kafla reglugerðarinnar er mælt fyrir um skyldur starfsmanna. Í 9. gr. um tilkynningarskyldu starfsmanna segir m.a. að starfsmaður sem telji sig hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða hafi rökstuddan grun eða vitneskju um slíka hegðun á vinnustað skuli upplýsa atvinnurekanda eða vinnuverndarfulltrúa vinnustaðarins um það. Þá er mælt fyrir um að starfsmaðurinn skuli jafnframt vera reiðubúinn að skýra mál sitt nánar. Eins og hér hefur verið rakið var stefnanda sagt upp störfum 16. desember 2017, vegna kvartana eða ábendinga sem leikhússtjóra höfðu borist frá einstaklingum um meinta kynferðislega áreitni af hálfu stefnanda. Í skýrslu stefndu, B , fyrir dóminum og í greinargerð stefndu hefur kom ið fram að um hafi verið að ræða einstaklinga sem ýmist störfuðu innan leikhússins eða utan þess. Þegar kvartanirnar eða ábendingarnar bárust stefndu hafði Leikfélagið ekki gert skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað í samræmi við reglugerð nr. 1009/2015. Í handbók starfsfólks voru á hinn bóginn almenn ákvæði um meðferð slíkra 18 mála. Í þeim kom meðal annars fram að skoða bæri slík mál sem upp kæmu með aðstoð sérfræðinga, ræða bæri við aðila málsins, farið væri yfir atvik og að því loknu legði sérfræðingur mat á málið og að Borgarleikhúsinu bæri að gera áætlun um úrlausn máls sem unnið væri eftir. Þessar leiðbeiningar koma ekki í stað reglugerðarinnar og fullnægja ekki þeim kröfum sem þar koma fram. Reglugerð nr. 1009/2015 hefur að geyma ítarle g ákvæði sem miða að því að vandlega sé staðið að meðferð mála sem upp koma á vinnustöðum vegna eineltis, kynferðislegrar áreitni, kynbundinnar áreitni og ofbeldis á vinnustöðum. Ákvæðin miða m.a. að því að vernda hvort tveggja þá aðila sem bera fram kvört un og þá sem kvörtun beinist að, með einkahagi hlutaðeigandi starfsmanna í huga, sbr. 4. mgr. 6. gr. Röksemdir stefndu um að reglugerð nr. 1009/2015 sé einkum ætlað að vernda hagsmuni þolenda hafa ekki stoð í reglugerðinni og eiga því ekki við rök að styðj ast. Kvörtun eða ábending um einelti, kynferðislega áreitni eða annað ofbeldi á vinnustöðum er alvarlegs eðlis. Þess vegna hafa verið settar ítarlegar reglur um skyldur atvinnurekenda við meðferð slíkra mála. Samkvæmt reglunum bar stefndu við meðferð málsi ns án tvímæla að gæta að hagsmunum hlutaðeigandi starfsmanna og þar með talið að gefa stefnanda kost á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Að því búnu bar að gera ráðstafanir til að stöðva hegðunina, ef hún átti við rök að styðjast, sem og að koma í veg fyrir að hún endurtæki sig. Til þess að koma sjónarmiðum sínum á framfæri bar stefndu að upplýsa stefnanda um það hvers eðlis þær ásakanir væru sem borist höfðu, og enn fremur gefa honum kost á að breyta hegðun ef um slíkt væri að ræða. Þetta var ekki gert af hálfu stefndu. Trúnaður gagnvart viðkomandi einstaklingum getur ekki leitt til þess að réttarstaða stefnanda verði á neinn hátt lakari en hér hefur verið lýst. Ekki var farið eftir reglunum og engin gögn liggja fyrir í málinu um það hvenær atvik áttu s ér stað eða hvers eðlis umræddar ásakanir voru. Stefnanda var sagt upp störfum og frumsýningu leiksýningar, sem fyrirhuguð var tveimur vikum síðar, frestað. Mátti stefndu vera ljóst að beiting svo alvarlegra úrræða undir þessum kringumstæðum og á ófullnæg jandi grundvelli væri til þess fallin að valda stefnanda tjóni. Verður ekki talið að stefndu hafi við meðferð málsins sýnt þá háttsemi sem ætlast verður til af atvinnurekendum þegar upp koma mál af slíkum toga og mælt er fyrir um í reglugerð nr. 1009/2015. Er það því niðurstaða dómsins að ekki hafi verið farið að lögum þegar stefnanda var sagt upp störfum hinn 16. desember 2017. Slík háttsemi leiðir til bótaskyldu. Eins og rakið hefur verið ákvað stefnda, B , að segja stefnanda upp störfum með þeim hætti se m gert var og fór hún ekki eftir þeim reglum sem henni bar að fylgja við meðferð málsins. Mátti henni vera ljóst að aðgerðir hennar myndu hafa mikil áhrif á orðspor, starfsheiður og umtal um stefnanda og valda honum tjóni. Verður að virða stefndu þetta 19 til sakar með þeim hætti að hún beri sameiginlega ábyrgð ásamt stefnda, Leikfélagi Reykjavíkur, á tjóni stefnanda. Í málinu krefst stefnandi annars vegar greiðslu skaðabóta vegna fjárhagslegs tjóns sem ákvörðun stefndu um að segja honum upp störfum hafi val dið honum og hins vegar greiðslu á miskabótum. Með ákvörðun sinni um að víkja stefnanda frá störfum og fresta frumsýningu leikverks með tilkynningu í fjölmiðlum mátti stefndu vera ljóst að ákvörðun þeirra var til þess fallin að vera meiðandi fyrir stefnan da, sem var þekkt persóna og hafði fram til þessa átt farsælan starfsferil sem leikari. Telur dómurinn að með þessu hafi stefndu vegið að æru hans og persónu. Af þeim sökum er fullnægt skilyrðum b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 til að dæma stefnanda miskabætur úr hendi stefndu. Ljóst er að ákvörðunin hefur haft mikil áhrif á stefnanda og kann að hafa áhrif á líf hans og störf til lengri tíma litið. Að þessu virtu eru miskabætur ákveðnar 1.500.000 krónur. Vegna hinnar ólögmætu ákvörðunar á stefnandi rétt á bótum úr hendi stefndu, umfram þau laun til þriggja mánaða sem hann átti samningsbundinn rétt til. Í samræmi við dómaframkvæmd verða bætur vegna fjárhagstjóns ákveðnar að álitum, að teknu tilliti til upplýsinga sem liggja fyrir í gögnum má lsins um aukatekjur stefnanda á árunum 2016 2019 og ekki hefur verið mótmælt í einstökum atriðum. Í yfirliti sem staðfest var fyrir dóminum af [ --- ] bókhaldi ehf. kemur fram að stefnandi hafði tekjur af ýmsum verkefnum í gegnum samlagsfélagið [ --- ] , þar með töldum verkefnum hjá verslanakeðjunni [ --- ] . Þykja bætur hans hæfilega ákveðnar 4.000.000 króna. Í stefnu er krafist greiðslu dráttarvaxta frá 16. desember 2017. Að öðru leyti er krafa stefnanda um greiðslu dráttarvaxta ekki afmörkuð. Samkvæmt d - lið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991, eins og það ákvæði hefur verið skýrt í dómaframkvæmd, ber meðal annars að tilgreina svo glöggt sem verða má hundraðshluta þeirra vaxta sem krafist er. Í 11. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu er heimilað fr ávik frá þessu á þann veg að sé mál höfðað til heimtu peningakröfu og krafist vaxta með tilvísun til 4. eða 8. gr. laganna eða dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. þeirra megi dæma slíka vexti, enda þótt hundraðshluti þeirra sé ekki tilgreindur í stefnu. Þ ar sem dráttarvaxtakrafa stefnanda er hvorki mörkuð með því að tilgreina ákveðinn vaxtafót né með vísun til 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 verður ekki hjá því komist að vísa kröfu stefnanda um greiðslu dráttarvaxta frá dómi. Eftir úrslitum málsins og með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 ber stefndu að greiða stefnanda 1.000.000 króna í málskostnað. Einar Þór Sverrisson lögmaður flutti málið af hálfu stefnanda. Sigurður Örn Hilmarsson lögmaður flutti málið af hálfu stefndu. Ragnheiður Snorradót tir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. 20 Dómsorð: Stefndu, Leikfélagi Reykjavíkur ses. og B , ber sameiginlega að greiða stefnanda, A , 5.500.000 krónur. Kröfu stefnanda um greiðslu d ráttarvaxta er vísað frá dómi. Stefndu ber sameiginlega að greiða stefnanda 1.000.000 króna í málskostnað. Ragnheiður Snorradóttir