Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 30. maí 2022 Mál nr. E - 4921/2021 : Ingólfur Þórarinsson (Auður Björg Jónsdóttir lögmaður) g egn Sindr a Þór Sigríðars yni ( Sigrún Jóhannsdóttir lögmaður ) Dómur I. Málið er þingfest 21. október 2021 en tekið til dóms 2. maí 2022 að lokinni aðalmeðferð. Stefnandi er Ingólfur Þórarinsson, [...] í Reykjavík, en stefndi Sindri Þór Sigríðarson, [...] í Reykjavík. Stefnandi krefst þess að eftirfarandi ummæli í athugasemdum við aðsenda grein á vefmiðlinum Vísir.is, 7. júlí 2021 sem stefndi endurbirti á Twitter - svæði sínu , verði dæmd dauð og ómerk: 1. 2. st þér réttlætanlegt að fullorðinn maður nýti frægð sína og 3. - 13 ár að ríða börnum ... Þá gerir stefnandi kröfu um að eftirfarandi ummæli stefnda í athugasemdum við hlekk á frétt á Facebook - síðu Stundarinnar 5. júlí 2021 og stefndi endurbirti einnig á Twitter - svæði sínu verði dæmd dauð og ómerk : 2 4. Loks krefst stefnandi þes s að eftirfarandi ummæli um hann í færslu sem stefndi setti á Twitter 22. ágúst 2021 ásamt myndbandi af honum að skemmta á veitingastaðnum Kaffi Krús verði dæmd dauð og ómerk : 5. barnaríðin S tefnandi krefst þess jafnframt að stefnda verði gert að greiða honum 3.000.000 krónur í miskabætur, ásamt vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, sbr. 1. málsl. 4. gr. laganna, frá 22. ágúst 2021 til þess dags er málið er höfðað, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags, sbr. 4. mgr. 5. gr. laganna. Enn fremur krefst stefnandi þess að stefnda verði gert að birta forsendur og niðurstöðu dóms í málinu eigi síðar en 14 dögum eft ir dómsuppsögu á Twitter - og Facebook - svæði sínu, að viðlögðum 30.000 króna dagsektum fyrir hvern dag sem líður umfram áður greindan frest, án þess að birting fari fram. Til vara er þess krafist að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda hæfilega fjár hæð til þess að standa straum af kostnaði af birtingu dómsorða og - forsendna í Frétta - og Morgunblaðinu. Stefnandi krefst jafnframt þess að stefnda verði gert að gre iða honum kostnað af rekstri málsins. Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnenda. Til vara krefst stefndi þess að kröfur stefnanda á hendur honum verði lækkaðar verulega. Í báðum tilvikum er þess krafist að stefnandi greiði málskostnað. II. Stefnandi er tónlistarmaður að atvinnu og hefur starfað sem slíkur í tæpa tvo áratugi. Hann byrjaði að skemmta sem trúba d or 16 - 1 7 ára gamall á veitinga - og skemmtistöðum en varð þjóðþekktur þegar hann komst í 6. sæti í sjónvarpsþættinum Idol - stjörnuleit árið 2005, þá 19 ára gamall. Að morgni föstudagsins 2. júlí 2021 birti Tanja Ísfjörð Magnúsdó ttir , einn meðlima hópsins Öfgar , færslu á samfélagsmiðlinum Twitter sem var svohljóðandi: 3 . Ef einhver hefur staðfesta sögu af ákveðnum Veðurguð má hafa samband við mig. Þetta er komi fokking gott. Það eru komnar nokkrar í hús nú þegar. Þ Daginn eftir greindi A frá því á Twitter að fleiri sögur að berast ennþá en sumar treystu sér ekki til að birta söguna sína. Í færslunni kkur á myndbönd sem birt voru á reikningi hópsins Öfga á samfélagsmiðlunum Tiktok. Myndbönd in höfðu að geyma alls 20 frásagnir þar sem meðal annars er greint frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi . Sama dag var fjallað um frásagnirnar í þessum myndbönd í frétt DV sem birtist meinta ofbeldishegðun Ingó Veðurguðs Ingó neitar sök . Í fréttinni er greint frá því að s íðustu daga hafi stormur ge i sað um tónlistarmanninn Ingólf Þórarinsson, betur þekktan sem Ingó Veðurguð eftir að greint var frá því að hann ætti að stýra Brekkusöngnum á Þjóðhátíð í ágúst. Hópur rúmlega 130 kvenna hefði skrifað undir undirskriftalista sem sendur hafi verið þjóðhátíðarnefnd þar sem því hafi verið mótmælt að stefnandi yrði Í fréttinni er síðan fjallað að Öfg ar hafi birt myndbandaröð með tuttugu frásögnum á samfélagsmiðlinum TikTok en í ljósi aðdragandans að birtingunni fari ekki milli mála að þar sé átt við stefnanda. Í fréttinni er haft eftir stefnanda að ekkert sé hæft í þessum sögum sem hann upplifi sem ár ás en umfjöllunin sé farin að hafa áhrif á atvinnu hans. Í framhaldinu eru sögurnar birtar eins og þær birtust á samfélagsmiðlinum TikTok en þar segir meðal annars: Munum að það er ekki á hlut þolenda að verja mannorð gerenda. Geren dur skaða það sjálfir með gjörðum sínum. Tölfræðin er þolendum í hag, leyfum þeim að njóta vafans. Þetta eru sögur meintra þolenda sem ná yfir mörg ár. Meintir þolendur skulda engum að stíga fram með sögur sínar en kjósa að gera það nafnlaust núna til að sýna 1 4 er fædd 1992. Hún hitti hann einu sinni en ég man ekki hvað gerðist en hann var ágengur. Svo þegar við vorum á djamminu og hún vildi ekkert með hann hafa og var alveg búin að gera það ljóst en samt lét hann hana ekki vera. Ég steig inní og bað hann að hætta að áreita hana, hún væri undir lögaldri og hann mætti ekki grípa svona í hana (greip í hendina svo hún gat ekki labbað burt). Þetta var á skemmtistað og hann svoleiðis hellti sér yfir mig hvað ég væri helvítis 2 crowdinu og lætur mig fá númerið sitt á miða. Hann spyr hvort ég vilji hitta sig einhverjum dögum eftirá og hann kemur og pikkar mig upp. Við f ó rum heim til hans og hann sýnir mér svefnherbergið sitt. Hann reynir að toga mig úr buxunum. Þegar ég segi nei mig langar ekki, þá segir hann: jú þig langar. Ég segi aftur nei mig langar e kki og hann segir jú þig langar. Svona heldur þetta áfram þangað til hann nær að toga mig úr buxunum. Síðan treður hann honum bara inn og klárar. Ég man bara eftir að hafa legið þarna alveg stjörf og stíf og man þegar hann segir í eyrað á mér: slakaðu bara aðeins á. Þegar hann tekur hann út þá byrjar bara að blæða. Síðan skutlar hann mér heim og ég man hvernig ég fann blóðið bara leka [...] Hún vann með mé r. Var að vinna með mér daginn eftir og sagði mér frá þessu. Ég veit ekki hvort það var samþykki fyrir öllu eða hvað en ég veit að hann bauð henni til sín og vissi að hún var of ung. Það sem ég man var bara að þau voru að drekka og hann borgaði allt. Hún t alaði um þetta sem gaman og fannst hún voða töff. En auðvitað var þetta líka ólöglegt með drykkjuna og aldur stelpunnar. Veit ekki hvernig henni líður með þetta í dag svo sem. 7 é g og stjúpsystir mín vorum 17 ára árið 2007 þá vorum við á bæjarhátíð úti á landi og hann var að spila, hann fékk auga á systur mína og gjörsamlega elti hana út um allt og tók einhvern veginn ekki til greina að hún hafði engan áhuga á honum. Það endaði með að við hættum að skemmta okkur því hún bara fékk ekki frið frá honum. Þetta var mjög óþægilegt og skemmdi kvöldið alveg. 8 eða 2011 og bauð okkur eitthvað lyf sem við googluðum og á að gera konur kynferðislega stimulated. Man bara alls ekki nafnið. Við vorum a.m.k. annað hvort 5 9 (afmælisgestir) komu eftir giggið til þess að biðja um eiginhand aráritun þá spurði hann þær hvort þær ættu kærasta. Þær svöruðu neitandi. Þá spurði hann í framhaldinu hvort þær hefðu farið í threesome. Í sama afmæli þrýsti hann mjög á stelpu sem var að koma af klósettinu í klósetti. Aldrei hitt þá manneskju áður og hann hélt mjög fast um úlnliðinn á henni þar sem hún svaraði stöðugt neitandi, og endaði að þurfa að rífa sig lausa frá honum . 10 kringum 2012 eða fyrr, man það ekki og ég fékk svo mynd með honum og hann sögur. 11 klámvísur fyrir áhorfendur s em flestir voru krakkar á aldrinum 12 til 14 ára, þar á meðal ég. Þegar kom að dansi stóðum við í hring og hann dró okkur stelpurnar inn í hann gerði með öðrum en hann hjakk aði með klofið á mér, bar sig kynferðislega gagnvart mér, m.a. með mjaðmahreyfingum og þuklaði á mér eins og ekkert væri fyrir honum á hátt sem ekkert barn á að þurfa, hvað þá án samþykkis og í miðjum hring undir lófaklappi annarra. Svo setti hann suma strákana saman við stelpur og var einhvern veginn að fá þá til að gera hið sama við stelpurnar í hringnum. Allt rðu svo sem ekkert. Ég skammaðist mín í raun ekkert fyrr en eftir á. Þegar mér fór að líða illa yfir þessu og velti ég fyrir mér af hverju enginn hafði sagt eða gert neitt, þ.e. af fullorðna fólkinu sem var viðstatt og vitni að Ég hefði alveg þegið ráðleg gingar eða stuðning þarna sem ung kona andspænis frægum gaur. Ég reyndi að skila skömminni þegar ég hitti hann einu sinni en hann tók ekki við henni. [...] Var 17 ára þegar þekktur maður greip laumulega en fast um klofið á mér innan um margt folk. Þrýsti svo puttunum fastar. 14 Hann (sem hefur lengi verið þekktur fyrir að reyna við stelpur undir aldri) sendi mér oft skilaboð þegar ég var 16/17 ára og hann þrítugur. Fór að hringja í mig og senda mér sms, addaði mér á snapchat og bað mig um að skrópa í sk ólanum svo 6 Á þessum tíma fannst mér þetta fyndið en í dag finnst mér virkilega sjúkt hvað hann var meðvitaður um aldurs - og valdamuninn á okkur [...] 16 Ég var í 8. bekk þegar ég fór á grunnskólaball sem hann var að spila á. Eftir ballið fór af stað lygasaga að ég hefði sofið hjá honum. Ég neitaði því við alla. Nokkrum dögum eftir ballið fékk ég skilaboð frá honum þar sem hann spyr hvort ég sé að dreifa þessum sögum. Ég ne ita fyrir það og hann spyr þá hvort við eigum ekki að gera þessa lygasögu sanna. Mér fannst það mjög spennandi og hann kom heim til mín og sótti mig og við sváfum saman síðan skutlaði hann mér heim. 17 Vinkona mín var undir lögaldri og hann yfir tvítugt þegar þau sofa saman. Hann bláedrú (áður en drykkja varð vandamál fyrir hann) og hún í blackout og man lítið. Núna mörgum árum síðar finnst henni þetta mjög óþægileg tilhugsun, að muna ekki eftir atburðin um vegna ölvunar, meðan hann var ekki í sama ástandi. 18 Hann hefur klipið í rassinn á mér og öllum vinkonum á djamminu, ég var 17 ára veit ekki með hinar en þær hafa sennilega líka verið á svipuðum aldri. Kannski ekki mikið en sýnir hans innri mann og h ræðir mig að allar vinkonur mínar hafi sömu reynslu . [...] 20 atvikinu voru flestir með eigin sögu um reynslu þeirra eða annarra af honum, oft mjög ungar stelpur. Ég var að ganga út a f Ölstofunni með vinkonu þegar ég fatta að kveikjarinn var týndur. Ég spyr annars hugar næsta mann á eftir mér hvort hann ætti nokkuð eld. Við blasir blekaður *maðurinn sem um ræðir*, sem verður strax mjög óþægilegur og spyr hvert við værum eiginlega að f ara. Hann stöðvar okkur og veifar kveikjarann sínum fyrir framan okkur. Ég var komin með nóg af hegðun hans, en hann reynir að draga mig að sér þegar ég reyni að seilast á eftir eldinum. Hann byrjar að reyna að tala okkur vinkonurnar í að koma með sér hei m sem við tökum mjög illa í. Hann gengur svo á eftir okkur, svo við, eins og góðar stelpur, ljúgum að honum að við séum í sambandi með hvor annarri. Það virtist æsa hann meira upp og hann vék ekki frá fyrr en við fengum fylgd frá karlkyns vinum okkar heim. 7 Sama dag birtist frétt á vefmiðlinum V ísi þar sem rætt var við stefnanda um þær frásagnir sem birst hefðu um meint kynferðisofbeldi og áreitni af hans hálfu á samfélagsmiðlinum TikTok. Í viðtalinu vísaði stefnandi frásögnunum á bug og var haft eftir hon um að hann vissi hver hann væri og hvað hann hefði gert og að hann héldi að það sem væri satt ætti eftir að koma í ljós. Daginn eftir setti stefndi færslu á Twitter þar sem hann spurðist fyrir hvenær fólk sa sig á tilteknum ónefndum Fjöldi nafngreindra einstaklinga brást við þessari færslu. Þannig svaraði n otandinn [...] fyrirspurn stefnda undir not a ndanafninu [...] á eftirfarandi hátt: Árið 2010 (ca) var ég starfsmaður í félagsmiðstöð hjá ÍTR. Þá var á tímabilii hætt að bóka hann á böll og skemmtar því hann var að bjóðast til að skutla nemendum (stúlkum) heim. Notandinn A með notandanafnið [...] svaraði stefnda á eftirfarandi hátt : 2008, þegar 16 ára stelpa sem ég þekkti lítillega svaf hjá honum , 24 ára gömlum, eftir eitthvað busaball Notandinn [...] , undir notandanafninu [...] , svaraði: 2009 var hann að spila á balli í grunnskólanum mínum. Sá hann taka eina 15 ára með sér í bílinn eftir á. Notandinn [...] , undir notandanafninu [...] , svaraði : 2009 þegar ég var í 10unda bekk og hann að pikka skvísur upp af grunnskólaböllunum. Notandinn [...] með not a ndanaf nið [...] svaraði : Þegar ég var í 10 bekk (2009 eða 2010) og hann var að reyna við jafnaldra mína Notandinn [...] , undir not a ndanafninu [...] , svaraði: 8 Ca 2007 - 2008. Heyrði þá af því að hann hefði sofið hjá (brotið á mun réttara) 15 ára gömlu barni. Not an dinn [...] með not a ndanafnið [...] svaraði : Ég hef verið 12 - 13 ára (2010). Það var mikið talað um þetta þegar ég var í gaggó, hann svaf hjá stúlku sem ég kannaðist við sem var ennþá í 10 . bekk. Hann tók hana með heim eftir grunnskólaballið.. . h ann kom aldrei aftur að skemm t a fyrir okkur aftur thank god [...] , sem gengur undir not a ndanafninu [...] , svaraði : 2010 - þegar hann hætti ekki að senda á vinkonu mína og við þá 14 ára á MSN að sp y rja hvort hún vildi hitta sig og eitt kvöldið mætti hann á bíl fyrir framan húsið hennar og bað okkur um að koma út. Við gerðum það ekki og földum okkur inn í húsinu. Notandinn, [...] , með not a ndanafnið [...] , svaraði: Sirka 2008 - 9, þá í 9/10. bekk. Vorum varaðar við því hann stundaði grunnskólaböll að pikka upp ungar stelpur. [...] , með not a ndanafnið [...] , svaraði: Þegar ég var í 10unda bekk (2009) og hann var að rúnta með stelpum í 9 - 10 bekk eftir grunnskólaböll í Hafnarfirðinum. Svörin við færslu stefnda héldu áfram að berast daginn eftir, eða 5. júlí 2021. Þannig svaraði notandinn [...] , undir notandanafninu [...] , fyrirspurn stefnda með orðunum: 2014, þegar vinkona mín sagði mér frá athæfum hans á grunnskóla balli í Hveragerði. ein í hléinu og ein eftir ball Notandinn [...] , með not a ndanafnið [...], sagði: 2008 - ish. Þegar bandið var stofnað var nafn þess á Selfossi: Pedo og þið vitið hvað . Ég er eldri en hann svo ég vissi að ég væri safe en heyrði af ungum 9 stelpum sem voru að lenda í mjög ágengum atriðum. Áttaði mig ekki á því fyrr en nýlega hvað þetta var mikið og gekk langt. Daginn eftir héldu áfram að berast svör við fyrirspurn stefnda. Notandinn D , sem kallar sig [...] , undir notanda nafninu [...] , svaraði fyrirspurn stefnda daginn eftir , eða 6. júlí 2021, með athugasemd þar sem sagði: 2013 - ish. Menntaskólapartý. Hann var mættur að pikka upp ofurölvaða 16 ára vinkonu mína. Við vorum nokkur sem fórum út og rákum hann í burtu (Svaka góð ákvör ðun greinilega, vá), hef haft óbeit á þessum tónlistarmanni síðan. Oj Notandinn [...] , með not a ndanafnið, [...] , svaraði fyrirspurn stefnda 7. júlí 2021, með athugasemdinni: Þegar ég kenndi í unglingadeild í stórum grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu 2007 - 2009, stórt skólaball og allt sem unglingarnir spáðu að myndi gerast ... gerðist Notandinn B með not a ndanafnið [...] svaraði stefnda sama með athugasemdinni: ,,2007 varð ég vitni að því hvernig hann lét við 16 ára vinkonu mína. 2008 lenti ég sjálf í honum, 17 ára, og 2009 varð ég vitni af því þegar hann var mjög ágengur 7. júlí 2021 birtist á vefmiðlinum Vísir grein eftir H elg a Áss Grétarsson lögfræðing grein undir yfirskriftinni Ég er Ingó Veðurguð þar sem fram kom að ekki ætti að líðast að orðspor einstaklinga væri nítt niður á samfélagsmiðlum þar sem sami aðilinn kærði, rannsakaði og dæmdi. Var þar vísað til frétta af því tilkynnt hefði verið mánudaginn 4. júlí 2021 að stefnandi myndi ekki stýra Brekkusöng á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum ágúst í kjölfar opinberra yfirlýsinga sem beint var til Þjóðhátíðarnefnd ar um hvernig það væri réttlætanlegt að meir a virði væri að Greinarhöfundur taldi augljóst af yfirlýsingunni til hvers væri verið að vísa en í framhaldinu hefði talsmaður samtakanna Öfgar, Tanja Ísfjörð, greint frá því að verið væri að taka á móti sögum um hinn meinta kynferðisbrotamann. Síðan sagði í grein Helga Áss : 10 Enn einu sinni hafa þau öfl sigrað sem halda réttarhöld á samfélagsmiðlum og byggja sönnunarfærsluna á einhliða frásögnum sem eru svo gerð almenningi kunn með birtingu á sakana án þess nöfn séu birt. Viðkvæðið er Er það stórmannlegt að sitja hjá? Nú þekki ég ekki Ingó Veðurguð persónulega. Gefum okkur samt sem áður að hann hafi með athöfnum sínum brotið á réttindum annarra. Jafnvel þótt svo sé á það ekki að líðast að orðspor einstaklinga sé nítt niður á samfélagsmiðlum þar sem sami aðilinn kærir, rannsakar og dæmir. Óskýrleiki í kæru um hvenær eitthvað gerðist, hvar og hverjir komu að málinu ýtir undir að haldin séu réttarhöld þar sem engrar sanngirni sé gætt í þágu þess sem er sakaður um sitthvað misjafnt. Það er lítilmannlegt að sitja hjá aðgerðarlaus í svona málum, jafnvel þó tt viðkvæm séu. Réttarfar miðalda er ekki til eftirbreytni. Öfgar við að uppræta eitt samfélagsmein réttlætir ekki að annað og verra mein sé fest í sessi. Látum ekki ofstækislið pólitískrar rétthugsunar halda áfram að taka hvern einstaklinginn úr umferð me ð aðferðum útilokunarmenningarinnar. Stöndum fyrir gildi siðaðs samfélags þar sem réttlát málsmeðferð er höfð að leiðarljósi og segjum: Stefndi r itaði eftirfarandi athugasemd við grein in a en athugasemdin hefur að geyma ummæli nr. 1 og 2 sem krafist er ómerkingar á : Maður sem er svo þekktur fyrir að ríða börnum að það hefur verið óskrifuð og jafnvel skrifuð regla félagsmiðstöðva víðsvegar um landið í áratug að ráða hann ekki á skemmtanir, missir gigg í Eyjum og fólk líkir því við réttarfar miðalda!? Segðu mér endilega Helgi: Hvað finnst þér réttlætanlegt að fullorðinn maður nýti frægð sína og valdastöðu til að ríða mörgum börnum áður en það verður óásættanlegt að ráða hann sem skemmtikraft á útihátíð? Nokkrar umræður spunnust í f ramhaldinu í athugasemdum við greinina og lýsti notandi undir nafninu [...] því að hann vonaði aflífaður án dóms og laga . Rita ði stefndi þá eftirfarandi athugasemd sem hefur að geyma ummæli nr. 3 í dómkröfum. [...] vertu ekki með þetta væl maður. Skemmtikraftur sem hefur stundað það síðastliðin 12 13 ár að ríða börnum var afbókaður af einu giggi. Það er nú öll aflífunin. Getið þú og vinir þínir í nauðgaravinafélaginu ekki bara endurvakið Eldborgarhátíðina eða eitth vað ? Þá getið þið bókað alla flottustu gæjana. Ingó með brekkusöng, fær kannski Hallbjörn Hjartarson með sér. Sverrir Stormsker leikur fyrir dansi. Bill Cosby fer með gamanmál og Gunni í Laugársvídeo sér um hoppukastala fyrir börnin. Geggjað dæmi. 11 Á Fac ebook - síðu Stundarinnar birtist frétt 5. júlí 2021 um að stefnandi hefði verið afboðaður á Þjóðhátíð í kjölfar ásakananna. Undir fréttina ritar stefndi (og endurbirti á Twitter) eftirfarandi athugasemd sem hefur að geyma ummæli nr. 4. Já mikið djéskoti skítbeisikk kassagítarútgáfu af manni sem ríður börnum . Ég veit hreinlega ekki hvernig Vestmannaeyingar munu komast yfir þennan skell. Með bréfi, dagsettu 12. júlí 2021, skoraði lögmaður stefnandi á stefnda að ljúka málinu með því að biðja stefnanda afsökunar skriflega, birta afsökunarbeiðni á Twitter og fjarlægja ummælin auk þess að greiða honum miskabætur og lögmannskostnað. Stefndi var ð ekki við því en birti 17. júlí 2021 á Facebook - síðu sinni yfirlýsingu sem birt var á helstu vefmiðlum þar sem fram kom að hann stæði við orð sín og hygðist hvorki biðjast afsökunar né greiða stefnanda bætur. Í yfirlýsingu sinni sagði stefndi: Langaði að skrifa nokkur orð um fáránleika þessara kröfubréfa og hótana þeirra félaga. Á þessari mynd má sjá þau ummæli eða brot úr ummælum sem Ingólfur telur vega að æru sinni. Ummæli hvar Ingólfur telur mig saka hann um barnaníð. Skoðum aðeins málið: Á íslandi e r hver manneskja undir 18 ára aldri ,, barn í skilningi laga. Að sofa hjá, ríða jafnvel, barni sem fullorðin manneskja er ekki brot á almennum hegningarlögum nema í undantekningartilvikum, svo lengi sem barnið hefur náð 15 ára aldri. Sú sturlaða staðreynd er svo efni í annað Ted talk, en látum það vera í bili. Sveinn Andri barnaði 16 ára stúlku þegar hann var 47 ára og taldist vera í fullum rétti í skilningi laganna. Ég þori að hengja mig upp á að bæði Ingólfur og Vilhjálmur viti vel hvenær má ríða barni og hvenær ekki. Í stuttu máli sagt er sú fullyrðing að fullorðinn maður hafi riðið barni, jafnvel að hann hafi stundað það um árabil, engan veginn ótvíræð ásökun um refsivert athæfi. Og ég get vísað í dómafordæmi hæstaréttar þar sem segir að ásökun um hegðun sem ekki endilega er refsiverð geti ekki talist ærumeiðandi. Það er sem sagt ekki nokkur einasti fótur fyrir kæruhótunum Ingólfs, a.m.k. í mínu tilfelli. Ef hann les þessi ummæli mín og telur mig væna hann um barnaníð þá veit hann mögulega eitthvað upp á sig sem ég veit ekki. Máske svipað og þegar hann las setninguna: Það var þjóðþekktur tónlistarmaður sem nauðgaði mér þegar ég var 17 ára. og hugsaði Hér er átt við mig! En ég veit auðvitað ekkert um það og hef aldrei sakað hann um neitt slíkt, hvorki h ér né áður. Ástæðan fyrir því að ég segist hlakka til að mæta Ingólfi í dómssal er að ég er með 100 kommenta twitter þráð og inbox fullt af skilaboðum með vitnisburði um hans hegðun síðastliðin ár. Ég hef engar áhyggjur af því að honum eða Vilhjálmi takis t að sýna að ég hafi sakað Ingólf um refsiverðan verknað. Ég einfaldlega gerði það ekki. En ég iða af tilhlökkun að sjá hann reyna að sýna fram á að ég hafi sagt ósatt og gera þá í leiðinni allar þessar sögur að opinberum dómsskjölum, ævinlega tengdum nafn i hans. Þegar Ingólfi rennur heiftin mætti 12 22. ágúst 2021 birti stefndi á Twitter myndband af stefnanda að skemmta á skemmtistað og setti eftirfarandi texta, sem hefur að geyma ummæli nr. 5 í dómkröfum, þar undir: Fyrir mörgum árum var Kaffi Krús eitt fallegasta kaffihús landsins utan höfuðbrsv. Svo var það eyðilagt, breytt í þriðja flokks borgarasjoppu og túristagildru. Til að vinna örugglega unlikable keppnina þá splæsir eigandinn í bar naríðinginn . Djöfull er þetta minniháttar! Í aðilaskýrslu sinni fyrir dómi kvaðst stefnandi aldrei hafa haft samfarir við börn, og ekki einstaklinga á grunnskólaaldri. Hann kvaðst hafa átt kærustu í 9. og 10. bekk grunnskóla en hann hefði ekki átt kynferðislegt samneyti við stúlku r á grunnskólaaldri eftir að hann komst á fullorðinsaldur. Hann væri nú í sambúð og hann og unnusta hans ættu von á sínu fyrsta barni saman. Stefnandi kvaðst ekki vita nákvæmlega hvað honum hefði verið að gefið að sök í op inberri umræðu, þar sem frásagnir væru ekki undir nafni. Vegna þessa gæti hann ekki sannreynt frásagnirnar. Hann gæti hins vegar ekki setið undir því að hann væri sakaður um að eiga kynferðislegt samneyti við börn. Stefnandi kvaðst enn fremur ekki kannast við að hann hefði boðið stúlkum á grunnskólaaldri far eftir dansleiki. Aðspurður um hvernig frásagnir hafi komið til um að hann sækti í yngri stúlkur kvað stefnandi það mögulega mega rekja til þess að hann hafi mjög ungur byrjað á því að spila á böllum, eða 17 ára gamall . Hann hafi einnig átt kærustu í framhaldskóla sem hafi verið tveimur árum yngri en hann . Stefnandi kvaðst ekki kannast við að hann hafi persónulega fengið neinar athugasemdir um framgöngu sína á skemmtunum í félagsmiðstöðvum eða framhal ds - skólum. Aðspurður um frásagnir á samfélagsmiðlum af hálfu þeirra einstaklinga sem komu fyrir dóminn sem vitni sagðist stefnandi ekki þekkja vitnin og ekki minnast þeirra frásagna sem þar væru raktar. Stefnandi kvað þá umræðu sem átti sér stað síðastli ðið sumar um störf hans og framgöngu hafa haft mikil áhrif á störf hans og bókanir. Í því sambandi þá hefðu einstaklingar sem bókað hefðu stefnanda til að skemmta einnig sætt óvæginni umfjöllun á samfélagsmiðlum og það hefði einnig fælt fólk frá því að bók a stefnanda í verkefni. Hann hefði því leitað fyrir sér um önnur störf. 13 Stefndi kvaðst í aðilaskýrslu sinni ekki þekkja stefnanda persónulega en þeir væru hins vegar báðir Selfyssingar og hefðu sótt sama skóla. Stefndi kvaðst hins vegar oft hafa heyrt f rásagnir um að stefnandi ætti í kynferðislegum samskiptum við yngri stúlkur, þar af fyrst 2008. Frá því að hann hefði hafið störf í menningar - og skemmtanageiranum 2012 hefði hann hins vegar heyrt ótalmargar sögur um framgöngu stefnanda að þessu leyti . A ðspurður um sögurnar á Tiktok þá tók stefndi fram að hann væri ekki á Tiktok og hann hefði ekki rætt við stúlkur sem ættu sögur þar. Hann hefði hins vegar lesið um frásagnirnar í DV. Hann hefði ekki rætt sjálfur við þá einstaklinga sem greint höfðu frá rey nslu sinni á Tiktok en trúnaðarvinkona hans hefði gert það. Um ástæður þess að stefndi varpaði fram spurningu á Twitter um hvenær fólk hefði fyrst heyrt sögur af ákveðnum tónlistarmanni kvað stefndi að sér hefði einfaldlega leikið forvitni á að vita hversu útbreiddar frásagnir af stefnand a væru, m.a. um hvort þessar frásagnir væru einskorðaðar við tónlistarfólk og hugsanle ga óvildarmenn stefnanda. Kvað stefndi fjölda manna hafa svarað færslunni og fjöldi þeirra einstaklinga væri langt út fyrir tengslanet stefnda. Aðspurður um ummæli sín við grein Helga Áss Grétarssonar kvað stefndi ummælin sín minnst hafa gera með stefnan da sjálfan. Fremur hafi ummælum hans verið ætlað að vekja athygli því hvort ekki væri rétt, að einstaklingur sem væri sakaður um mjög ámælisverða háttsemi sem tengdist störfum hans, stigi til hliðar á meðan ásakanir á hendur honum væru leiddar til lykta með einhverjum hætti. Af því tilefni hafi stefnda blöskrað að einhver kæmi stefnanda svona harkalega til varnar. Þá kvað stefndi það vera meinsemd í íslenskum lögum að fullorðnir karlmenn geti sængað með 15 til 18 ára börnum sér að vítalausu. Vísaði stefndi í því samban di til máls [...] sem hefði getið 16 ára stúlku barn. Um hvort ummæli sín hefðu keyrt úr hófi sagði stefndi að ef hann hefði raunverulega ætlað sér að meiða æru stefnanda þá hefði hann vísað til verstu frásagnanna sem hefðu birst af honum, og lúta að kyn ferðislegu - og líkamleg u ofbeldi. Að því er varðar ummæli sín um nauðgaravinafélagið kvað stefndi ummælum sínum hafa verið beint að [...] í ljósi ummælasögu hans á netinu, sem væri vægast sagt ógeðfelld. Að því er varðar ástæður þess að stefndi hefði vís að til 12 til 13 ár a tímabils í ummælum sínum kvað stefndi hafa haft í huga þær upplýsingar sem fram hefðu komið í ummælum við Twitter - þráð hans og grínatriðis Steinda Jr. í sjónvarpi. 14 Hvað varðar ummæli sín að tralla í skítbeisikk kassagítarútgáfu af ma nni sem ríður börnum kvað stefndi að með þeim hefði hann leitast við að vekja athygli á því misræmi sem ríkti á milli alvarleika þeirra ásakana sem beindust að stefnanda og afleiðinga þess fyrir stefnanda. Þá á þann veg að hann hafi viljað setja umræðuna um stefnanda í samhengi við umdeilda framgöngu eiganda Kaffi Krúsar í stjórn KSÍ. Stefndi kvaðst hafa það eftir áreiðanlegum heimildum að stefnandi hafi verið kæ rður fyrir líkamsárás. Stefndi kvaðst ekki þekkja alla sem settu fram athugasemd við færsluna en í ljósi upplýsinga á samfélagsmiðlum um viðkomandi drægi hann þá ályktun að raunverulegar persónur væru að baki þeim Twitter - reikningum sem settu fram athugase mdir við færslu hans. Vitnið A staðfesti fyrir dóminum að hann hefði heyrt árið 2008 að 16 ára stúlka , fædd 1992, sem hann þekkti lítillega hefði sofið hjá stefnanda eftir eitthv ert busaball. Stúlkan hefði verið þáverandi vinkona systur vitnisins. Vitnið lýsti því að systir hans hefði lýst áhyggjum af vinkonu sinni sem þá væri á 16 ára aldursári og hefði sagt systur hans frá samneyti sínu við stefnanda með orðunum átt samtal við systur sína í kjölfarið greypt í minnið. Vitnið kvaðst aldrei hafa hitt s tefnda en hefði hitt stefnanda tvisvar í tengslum við störf sín, án þess þó að hann gæti sagst þekkja stefnanda Vitnið B kom fyrir dóminn og staðfesti ummæli sín við færslu stefnda frá 7. júlí 2021 á Twitter um að hún hefði sjálf lent í stefnanda og því að hann hefði gerst mjög ágengur við tvær 16 ára vinkonur sínar á árunum 2007 til 2009. Vitnið staðfesti að þetta væru hennar ummæli. Vitnið lýsti því fyrir dóminum að í fyrsta tilvikinu hefði stefnandi verið að spila á Humarhátíð 2007. Vinkona hennar sem þá var 16 ára hafi atast í stefnanda sem hafi skilið það sem einhverja viðreynslu og orðið mjög ágengur í kjölfarið. Í síðara tilvikinu hafði vinkona hennar verið að halda ball þá var eins og stefnandi hefði s ótt það fast að hún færi með honum heim. Síðasta tilvikið hefði verið á Þjóðhátíð þar sem stefnandi hefði verið að dansa við stelpu og fólk hefði sagt honum að slaka á þar sem hún væri bara 16 ára en stefnandi hefði verið mjög ágengur. Vitnið C lýsti að h ún hefði starfað í félagsmiðstöð í Grafarvogi og þar hafi verið tekið fyrir að stefnandi spilaði á skemmtunum fyrir unglinga. Ástæðan hafi verið sú að hann hafi verið þekktur fyrir að sitja fyrir stúlkum á heimleið og bjóða þeim far heim. Þá 15 hefðu starfsme nn félagsmiðstöðvarinnar vaktað bílaplanið fyrir utan félagsmiðstöðina til að koma í veg fyrir að stefnandi væri að taka stúlkur upp í bíl sinn þar. Vitnið D staðfesti fyrir dóminum að hann hefði sett ummæli við færslu stefnda 4. júlí 2021 , um að í kringu m 2013 að hefði stefnandi mætt í menntaskólapartý að pikka upp ofurölvi 16 ára stelpu. Fyrir dóminum leiðrétti vitnið þessa staðhæfingu og kvað atburðin n hafa gerst vorið 2014 og vinkona hans hefði verið 17 ára. Vitnið lýsti því fyrir dóminum að vinkona ha ns hefði lýst því að stefnandi væri á leiðinni að sækja hana og orðræðan verið á þá leið að vinkonan væri að fara að eiga í kynferðislegum samskiptum við hann. Stefnandi hefði komið og annar maður verið undir stýri í Smáranum í Kópavoginum og þar hefði vit nið og vinir hans meinað stefnanda inngöngu. Þá hafi komið fát á stefnanda og hann hefði þá haft sig á brott. Vitnið kvaðst ekki vita hvernig stúlkan þekkti stefnanda. Vitnið E staðfesti fyrir dóminum þau ummæli sín við færslu stefnda frá 6. júlí 2021 að hún hefði fyrst heyrt af framgöngu stefnanda fyrir 12 árum þegar hann var að áreita vinkonu hennar sem var þá um 16 ára. Hann hafi elt hana um bæinn, þótt hún sýndi honum engan áhuga. Auk þess hefði hann sent henni ógrynni af skilabo ðu m og ekki hætt fyrr en hún blokkaði hann. Lýsti vitnið því fyrir dóminum að ekki hafi farið á milli mála að stefnandi hefði sýnt vinkonu sinni mikinn kynferðislegan áhuga formi skilaboða sem stefnandi sen d i sem henni hefði þótt skrýtið þar sem hún hefði aldrei gefið st efnanda upp símanúmer sitt. Vinkona hennar sé smávaxin og líti l og aldur hennar hafi ekki farið á milli mála. III. Málsástæður stefnanda Stefnandi byggir á því að ummæli stefnda séu ærumeiðandi aðdróttanir sem varði við 235. gr. almennra hegningarlaga nr . 19/1940. Með vísan til 1. mgr. 241. gr. laganna krefst stefnandi þess að ummælin verði öll dæmd ómerk og að stefndi verði dæmdur til að greiða honum miskabætur á grundvelli b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Af hálfu stefnanda er byggt á því að stefndi hafi með ummælum sínum gefið honum að sök að hafa framið refsiverða og siðferðislega ámælisverða háttsemi, sem sé virðingu hans til hnekkis. Ummælin séu keimlík og snúa að því stefnandi hafi gerst sekur um að hafa samræði við börn. Telur st efnandi ljóst að öll ummælin séu þannig æru - meiðandi aðdróttun í skilningi 235. gr. h egningarlaga. 16 Stefnandi vísar í þessu sambandi til þess að það séu grundvallarmannréttindi í réttarríki að hver sá sem borinn er sökum um refsiverða háttsemi skuli talinn saklaus uns sekt hans er sönnuð að lögum. Um sé að ræða eina af grundvallarreglum stjórnskipunarinnar , sbr. 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og 2. mgr. 6. gr. Mannréttinda - sáttmála Evrópu. Það eru handhafar opinber valds, sem til þess eru bærir, sem annast rannsókn og saksókn í sakamálum. Það sé síðan hlutverk dómstóla að dæma um sekt eða sakleysi manna sem ákærðir hafa verið fyrir refsiverða háttsem i. Stefnandi tekur fram að hann sé með hreinan sakaferil, sbr. sakavottorð sem fyrir liggur í málin u og hafi hvorki fengið á sig kæru né sætt lögreglurannsókn. Þá hafi ekkert barn eða foreldri barns sakað hann um að hafa haft samræði við barn. Að því er þekktur fyrir að ríða börnum feli í sér ásökun um refsiverða og siðferðislega ámælisverða háttsemi sem varðar allt að 16 ára fangelsi samkvæmt 202. gr. hegningarlaga eða þriggja ára fangelsi samkvæmt 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Ekki aðeins sakar stefndi stefnanda um refsivert og siðferðislega ámælisvert brot heldur sakar hann um að hafa gert það margoft og það oft að hann sé þekktur fy rir það. Það sé ærumeiðandi aðdróttun í skilningi 235. gr. h egningarlaga. Stefnandi telur enn fremur að ummælin finnst þér réttlætanlegt að í lið 2 feli í sér sömu aðdróttun og ummæli nr. 1 en til viðbótar fullyrði stefndi að stefnandi hafi nýtt frægð sína og valdastöðu til að ríða mörgum börnum. Þá gildi hið sama um ummælin í - 13 ár að ríða börnum [...] Að mati s tefnanda verður að líta á u mmælin út frá athugasemd stefnda í heild sinni en hana skrifar hann sem svar við athugasemd [...] , sem var á móti því að aflífa mann án dóms og laga. Segir stefndi að umræddur [...] og vinir hans í Ummælin verði að skilja að stefnandi sé kynferðisbrotamaður líkt og þeir menn sem nefndir eru í sama hóp. Bill Cosby ha fi verið sakfelldur fyrir að byrla þremur konum ólyfjan og nauðga þeim og er af yfirvöldum í sínu heimalandi skilgreindur sem ofbeldishneigður kynferðisglæpamaður. Hallbjörn Hjartarson var í Hæstarétti dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar fyrir að misnot a með grófum hætti a.m.k. tvo drengi en 17 annar þeirra var barnabarnið hans. Þá liggur fyrir í gögnum málsins frétt úr Stundinni um að hópur kynferðisbrotamanna hafi verið viðloðandi Laugarásvideó. Sonur Gunnars hafi tilkynnt meint kynferðisofbeldi föður síns til lögreglu og barnaverndaryfirvöld fjarlæg t dóttur hans af heimlinu vegna gruns um brot gegn henni. Ung kona hafi lýst hræðilegri reynslu sem hún kveðst hafa orðið fyrir í bakherbergi leigunnar þegar hún var 6 ára gömul en þar hafi starfað tveir dæm dir kynferðisglæpamenn. Eldri synir Gunnars voru einnig tíðir gestir á leigunni en þeir haf i verið dæmdir oftar en einu sinni fyrir kynferðisbrot samkvæmt f réttinni. Ljóst má vera að stefnandi á ekkert skylt með þessum mönnum hvað varðar kynhneigð þeirra e ða brot gegn konum og börnum en allt að einu láti stefndi að því liggja. Stefnandi telur að sömu málsástæður og hér hafa verið raktar eigi við um 4 . og 5. lið þeirra ummæla sem vísað er til í stefnu. Ummælin séu augljóslega sett fram í þeim tilgangi að me þeim sem ræður stefnanda til vinnu því markmið stefnda og félaga í hópnum Öfgar sé að hegni ngarlaga hafi stefndi með þeirri færslu sem vísað er til í lið 5 í kröfugerð stefnanda gerst sekur um brot gegn friðhelgi einkalífs stefnanda og rétt i hans til eigin myndar með því að birta myndskeið af stefnanda, er hann var að skemmta á veitingastað umræ tt skipti, án heimildar hans. Stefnandi telur augljóst að ummælin varði öll við 235. gr. hegningarlaga, þannig að fallist beri á kröfu hans um að þau verði dæmd dauð og ómerk, með vísan til 1. mgr. 241. gr. hegningarlaga. Þá gerir stefnandi kröfu um miska bætur á grundvelli b - lið ar 1. mgr. 26 gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 sem hafi að geyma heimild til að dæma þann sem ber ábyrgð á ólögmætri meingerð sem beint er gegn frelsi, friði, æru eða persónu annars manns til að greiða honum miskabætur. Með vísan þess sem að framan er rakið telur stefnandi ljóst að stefndi hafi vegið með alvarlegum hætti að æru hans og friðhelgi, og að hann beri ábyrgð á ólögmætri meingerð gegn æru og persónu stefnanda, sem varin er af 71. gr. stjórnarskrár, 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu og XXV. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940. Miskabótakrafa stefnanda hljóðar upp á 3.000.000 kr. Telur stefnandi fjárhæðina sanngjarna með vísan til þess að ummæli stefnda voru sett fram á opinberum vettvangi fyrir augum margra . S tefndi hafi enga eftirsjá sýnt, ummæli hans séu sérlega gróf og óvægin auk þess sem þau hafa beinst og bitnað á atvinnu stefnanda, sem varin er af 75. 18 gr. stjórnarskrár, fyrir utan að þau hafa haft áhrif á andlega líðan hans og valdið honum hugarangri. Allt séu þetta atriði sem hafi haft áhrif til hækkunar miskabóta fyrir dómstólum. Að því er varðar kröfu um birtingu forsendna og niðurstöðu dóms bendir stefnandi á að s tefndi sé afar virkur á samfélagsmiðlum og fjölmiðlar hafi tekið upp og endurbirt texta sem hann ritar á Twitter - og Facebook - svæði sitt en hin umstefndu ummæli endurbirti hann öll þar nema ummæli n í lið, sem hann birti aðeins á Twitter að því er virðist. Telur stefnandi þannig ekki ástæðu til að gera að aðalkröf u að stefndi kosti birtingu forsendna dóms og niðurstöðu í fjölmiðlum heldur sé rétt að krefjast þess aðallega að stefndi birti forsendur og dómsniðurstöðu eigi síðar en 14 dögum eftir dómsuppkvaðningu á Twitter - og Facebook - svæði sínu, að viðlögðum 30.000 kr. dagsektum fyrir hvern dag sem líði umfram þann frest, fari birting ekki fram. Byggir krafan á 59. gr. fjölmiðlalaga, nr. 38/2011, eftir atvikum með lögjöfnun, en í ákvæðinu segir að sé þeim sem ber ábyrgð á efni samkvæmt lögunum dæmd refsing, ummæli ó merkt eða fébætur dæmdar, megi ákveða í dómi að viðlögðum dagsektum að forsendur og dómsorð skuli birt þegar um ritmiðil er að ræða eða grein gerð fyrir þeim í dagskrá þegar um hljóð - eða myndmiðil er að ræða. Telur stefnandi ljóst að stefndi beri ábyrgð á umstefndum ummælum sem hann birti, undir nafni, ýmist sem athugasemd á fréttamiðlum eða á Twitter, og að samfélagsmiðlar séu fjölmiðlar þó óhefðbundnir séu. Sé ekki fallist á það krefst stefnandi þess til vara að honum verði dæmd hæfileg fjár hæð til að s tanda straum af kostnaði af birtingu dómsniðurstöðu og - forsendna í Frétta - og Morgunblaðinu í samræmi við heimild 2. mgr. 241. gr. hegningarlaga. Málsástæður stefnda Stefndi kveður ásetning sinn aldrei hafa staðið til þess að fullyrða að stefnandi hafi gerst sekur um refsiverðan verknað. Þvert á móti hafi ummæli hans verið ádeila á þá staðreynd að það sé leyfilegt á Íslandi að ríða börnum. Vísar stefndi í því sambandi til þess þeir einstaklingar sem ekki hafi náð 18 ára aldri teljist börn í skilningi lag a , sbr. t.d. 3. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 og 1. gr. samnings sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins nr. 19/2013. Þrátt fyrir það sé í almennum hegningarlögum, sbr. lög nr. 19/1940 miðað við að óheimilt sé að eiga samræmi við barn frá 15 ára til ára aldurs, nema þær aðstæður sem lýst sé í ákvæði 3. mgr. 202. gr. laganna eigi við. Sé þar miðað við að hver 19 yngra en 18 ár a til samræðis eða annarra kynferðismaka skuli sæta fangelsi allt að 4 árum Stefndi vísar í þessu sambandi til þess að hann hafi séð hvert málið á fætur öðru fellt niður þar sem brotaþoli er barn á þessu aldursskeiði en meintur gerandi á fertugs - eða fimmtudagsaldri. Hafi það oftar en ekki verið niðurstaðan þrátt fyrir óyggjan di sönnunargögn fyrir samförunum, s.s. með fæðingu barns eða játningu gerenda . Hvernig sem því líður er hins vegar ljóst að ekkert í ummælunum gefur yfirhöfuð tilefni til þess að ætla að stefndi hafi fullyrt að stefnandi hafi gerst brotlegur á umræddu ákvæði. Enda ekki minnst á neina þá verknaðaraðferð sem fram kemur í ákvæðinu eða a ð skilyrðum þess sé almennt uppfyllt. Er því ljóst að stefndi sakaði stefnanda aldrei um refsiverðan verknað. Verði hins vegar talið að þrátt fyrir allt þetta hafi verið til staðar einhvers konar vafi á því, hvort stefndi hafi fullyrt að stefnandi hafi ge rst sekur um brot á umræddu lagaákvæði, þá hafi slíkum vafa a.m.k. verið fullkomlega eytt, þegar stefndi birti Stefndi byggir jafnframt á því að ummælin hafi verið sannleikanum samkvæm. Fyrir birtingu ummælanna hafði hann ekki aðeins lesið fjölda frásagna frá nafngreindu fólki um þessa hegðun stefnanda, heldur einnig sannreynt þær frásagnir með samtölum við konurna r sjálfar og önnur bein og óbein vitni. Þannig var hann að auki í góðri trú um sannleiksgildi þeirra. Að því er varðar þau ummæli sem annar liður dómkröfu stefnanda lýtur að ( u til að ríða mörgum börnum að stefnandi hafi gerst sekur um refsiverða háttsemi, auk þess sem ummæli hans voru sett fram í góðri trú um sannleiksgildi þeirra. Þá vísar stefndi til þess að flestar sögurnar beri þ að með sér að stefnandi hafi einmitt nýtt sér frægð sína og valdastöðu, t.d. með tónleikahald og aðrar skemmtanir, til þess að komast í tengsl við þær stúlkur sem hann síðar átti samfarir og önnur kynferðismök við. Stefndi telur að sömu sjónarmið eigi vi ð um þau ummæli sem þriðji ( - 13 ár að ríða börnum [...] , fjórði ómerkingarkröfu stefnanda lýtur að. 20 Að því er varðar þriðja liðinn vísar stefndi til þess að opinberar frásagnir af umræddri hegðun stefnanda ná i a.m.k. til ársins 2005 og allt til dagsins í dag. Að því er varðar þá málsást æðu í stefnu að ummæli stefnda í þeim lið verði að skoða í heild sinni en í þeim hafi stefndi kallað [...] a r a nafn stefnanda hafi verið sett fram í tengslum við nöfn manna sem hafi verið dæmdir fyrir refsiverða háttsemi í garð k venna og barna þá vísar stefndi til þess að ummælunum hafi verið beint til [...] og þeirra einstaklinga sem tala með sambærilegum hætti og hann. Ummælin hafi falið í sér gildisdóm um tjáningu [...] á intern etinu , en [...] hafi þar meðal annars gefið í skyn að kona sem kærði mann fyrir kynferðislega áreitni, og hann var dæmdur fyrir í héraði, hefði gert það í gróðaskyni . Þá hafi umræddur [...] ekkert hafa sagst hafa á [...] , auk annarra álíka smekklegra ummæla. Þar sem umræðan snerist um stefnanda henti hann honum með í kaldhæðnislega upptalningu á þeim sem [...] ætti að fá til að skemmta hjá sér. Það er því ljóst að stefndi var að beina ummælum sínum að umræddum [...] en ekki að staðhæfa að stefnandi hefði gerst sekur um refsiverða há ttsemi. Hér sé augljóslega um gildisdóm að ræða sem lítið hefur með stefnanda sjálfan að gera. Stefndi hafnar einnig þeirri fullyrðingu að hann hafi brotið á rétti stefnanda samkvæmt 2. mgr. 70. gr. s tjórnarskrár og 2. mgr. 6. gr. MSE, þ.e.a.s. reglunnar um að hver sem borinn er sökum um refsiverða háttsemi skuli teljast saklaus að lögum þar til sekt hans hefur verið sönnuð. Ítrekar stefndi í því sambandi að hann hafi einmitt ekki sakað stefnanda um re fsiverða háttsemi. Auk þess séu engin hinna umstefndu ummæla þess eðlis að stefndi hafi með þeim svipt stefnanda þessum rétti sínum. Verði stefnandi hins vegar einhvern tímann sakaður um refsiverða háttsemi, er engin ástæða til þess að ætla að hann muni ek ki njóta réttlátrar málsmeðferðar hjá yfirvöldum eða þessarar undirstöðureglu á sviði opinbers réttar. Þess fyrir utan er ljóst að hver sá sem fremur glæp er sekur um þá hegðun frá verknaðarstundu, hvernig sem framhaldinu vindur áfram. Að auki er skoðanafr elsi í landinu og borgararnir verða ekki neyddir, á grundvelli reglu sem sett var með samskipti borgara og hins opinbera í huga, til þess að trúa á og halda fram sakleysi einhvers allt þar til ákæruvaldið í landinu hefur tekist með framlagningu fullnægjand i sönnunargagna að sýna fram á sekt hans í sakamáli fyrir dómi. Hvað ættu foreldrar þá t.a.m að gera ef barn þeirra segði að það hefði verið misnotað af nafngreindum manni? Stefndi byggir sýknukröfu sína fyrst og fremst á því að hann hafi, í skjóli tjáning arfrelsis síns, mátt tjá sig á þann hátt sem hann gerði, sbr. 73. gr. 21 stjórnarskrárinnar, 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994, og 19. gr. alþjóðasamnings Sameinuðu þjóðanna um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, sbr. lög nr. 10/1979 . Hér ber að hafa í huga að verndin er að meginstefnu óháð innihaldi tjáningarinnar og getur þannig verið um að ræða tjáningu sem er særandi eða hneykslanleg fyrir aðra. Stefndi hafnar því einnig að hann hafi brotið gegn friðhelgi einkalífs stefnanda. Í þ essu samhengi vísar stefndi í fyrsta lagi til að sönn ummæli varði hvorki refsi - né bótaábyrgð þótt telja megi ummælin sem slík ærumeiðandi, og þau uppfylli að öðru leyti skilyrði ærumeiðinga . Af hálfu stefnda er byggt á að á þeim tíma sem ummælin voru lát in falla höfðu sögur gengið bæði opinberlega og manna á milli, þess efnis að stefnandi sækti í kynferðislegt samneyti við unglingsstúlkur. Rétt fyrir birtingu ummælanna höfðu yfir þrjátíu sögur birst þar sem konur fjölluðu um kynferðislega hegðun stefnanda í sinn garð, oftast þegar þær voru á umræddum aldri. Er hér vísað í gögn málsins og eftir vitnisburði fyrir dómi. Þessir vitnisburðir höfðu síður en svo farið framhjá stefnda en áður en hann fjallaði frekar um málið kannaði hann sérstaklega sannleiksgildi þeirra, m.a. með því að ræða við bein og óbein vitni. Þessu til viðbótar hafði hann sérstaklega fyrir því að varpa spurningunni fram opinberlega og fara svo yfir og meta viðbrögðin sérstaklega. Viðbrögðin voru þau að um hundrað einstaklingar svörðuð henni í eigin nafni og staðfestu frásagnirnar og/eða bættu við sínum eigin vitnisburði. Stefndi byggir sýknukröfu sína jafnframt á því að hér sé um að ræða gildisdóm. Gildisdómur sé ekki staðhæfing um staðreyndir heldur felst í honum huglægt mat á staðreyndum. Staðhæfingar um staðreyndir er almennt unnt að sanna, en gildisdóma ekki. Dómstólar hafa tilhneigingu til þess að skilgreina gildisdóma frekar rúmt telji þeir ummælin vera framlag til þjóðfélagsumræðu . Einnig er af hálfu stefnda byggt á því að í sumum tilvikum sé réttlætanlegt að beita rýmkuðu tjáningarfrelsi, svo sem þegar tjáningin er talin vera framlag til umræðu sem varðar almenning (t.d. hluti af þjóðfélagsumræðu) eða þegar um opinbera (þekkta) persónu er að ræða. Þessi atriði koma einnig til skoðu nar hvað sönnunarstöðu varðar, en þetta hefur eitt og sér þótt nægileg ástæða til að slaka á sönnunarkröfu staðhæfinga sem fela í sér meiðandi ummæli. Í þessu máli sé óumdeilt að stefnandi telst til opinberrar persónu, en hann hafi sjálfur lýst því í stefn u sinni. Stefnandi hefur allt frá upphafi þessa áratugar haft hag af fjölmiðlaumræðu um sig og af þeim sökum leitast við að koma fram 22 opinberlega, hvort sem það er með skemmtiatriðum eða í persónulegri tilgangi. Hvað einkalíf hans varðar hefur stefnandi sj álfur rætt það opinberlega og gengið mjög nærri sér í þeirri umfjöllun . Stefndi byggir á því að ummælin, og það samhengi sem þau voru sett fram í, sé umræða um almannahagsmuni og þjóðfélagsleg málefni og njóti þ.a.l. sérstakrar verndar. Stefndi byggir sýk nukröfu sína á því að ummælin hafi verið sett fram í góðri trú. Enginn ásetningur hafi staðið til þess að staðhæfa nokkuð um refsiverða háttsemi stefnanda, líkt og að framan greinir. Þá sé ekkert sem bendi til þess að hann hafi birt ummælin gegn betri vitu nd né vísvitandi í þeim tilgangi að skaða orðspor stefnanda. Þá sýndi stefndi að sér fulla varkárni fyrir og við birtingu ummælanna auk þess sem þau voru eins og áður segir liður í mikilvægri þjóðfélagsumræðu. Stefndi byggir sýknukröfu sína á því að hér ha fi verið um útbreiðslu ummæla að ræða. Stefndi endursagði það sem fjöldi vitna hafði áður birt opinberlega um kynferðislega hegðun stefnanda. Vísar hann til þess að útbreiðsla ummæla sé sérstaklega vernduð af m.a. 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu . Þó að sjálfsögðu séu gerðar kröfur um að sá sem viðhefur ummælin leitist eftir því að kanna sannleiksgildi þeirra og breiði þau ekki út gegn betri vitund. Eins og þegar hefur komið fram sýndi stefndi ýtrustu varkárni í þessum efnum og kannaði sannleiksgildi vel og ítarlega. Þá byggir stefndi sýknukröfu sína á ákvæði 239. gr. alm. hgl. og ólögfestum reglum skaðabótaréttar um orðhefnd. Í ákvæðinu segir að heimilt sé að láta refsingu fyrir móðgun eða aðdróttun falla niður, hafi tilefni ærumeiðingarinnar verið ótil hlýðilegt hátterni þess sem telur vegið að æru sinni eða goldið hefur verið líku líkt. Þess ber sérstaklega að geta að sú háttsemi sem orðið getur grundvöllur orðhefndar þarf ekki að vera ærumeiðing, sbr. orðalag ákvæðisins sjálfs. Í þessu máli vísar stefn di til þess að sú háttsemi sem stefnda hefur verið gefin að sök af hálfum tug ef ekki hundruð einstaklinga, sbr. t.d. sögurnar þrjátíu og svörin hundrað, sé í besta falli siðferðislega ámælisverð. Með því að hafa komið fram við konur/börn með a.m.k. mjög v anvirðandi hætti, í þetta langan tíma og að því er virðist þetta mörgum tilvikum, telur stefndi að stefnandi hafi opnað á rétt almennings til orðhefndar á grundvelli 239. gr. hgl. Stefndi hafnar því alfarið að forsendur séu til að dæma hann til greiðslu m iskabóta og því beri að sýkna hann af miskabótakröfu stefnanda. Stefndi mótmælir því í fyrsta lagi að skilyrði 26. gr. laga nr. 50/1993 um greiðslu miskabóta séu fyrir hendi. Stefndi telur sig ekki á nokkurn hátt hafa gerst sekan um ólögmæta meingerð gegn æru stefnanda 23 og vísast í því sambandi að mestu til málsástæðna og lagaraka hans varðandi ómerkingakröfur stefnanda. Stefndi byggir á því að þó að ummælin kunni að vera skaðandi fyrir stefnanda fylgi því engin bótaábyrgð fyrir stefnda vegna meginreglunnar um refsileysi og bótaábyrgðarleysi í tilviki sannra ummæla. Þá er einnig vísað til framangreindra málsástæðna stefnda, er fjallað hefur verið um hér að framan. IV. 1. Stefnandi telur að þau ummæli stefnda sem krafist er ómerkingar á feli í sér ærumeiðandi móðgun og aðdróttun í hans garð samkvæmt 235. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ummælin beri því að ómerkja með vísan til 1. mgr. 241. gr. sömu laga, enda séu þau ósönn og til þes s fallin að sverta mannorð hans. Þá byggir stefnandi á því að ummælin hafi skert rétt hans til friðhelgi einkalífs, sbr. 71. gr. stjórnarskrárinnar, og valdið honum ólögmætri meingerð í skilningi b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Ummælin e igi því að varða stefnda greiðslu miskabóta, auk þess sem hann eigi að greiða kostnað af birtingu dómsins. Þau u mmæli stefnda sem um ræðir voru í fyrsta lagi sett fram sem athugasemdir við grein Helga Áss Grétarssonar , til 3 í kröfugerð stefnanda, en einnig í tengslum við frétt um að stefnandi hefði verið afbókaður á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum (liður 4 í kröfugerð stefnanda) og birtingu myndbands þar sem stefnandi var að spila í afmælisveislu stjórnarmanns í Knattspyrnus ambandi Íslands (liður 5). Af þessu samhengi ummælanna , og þá einkum því að þau birtust í tengslum við greina - og fréttaskrif um málefni stefnanda og að hann hefði verið afbókaður á Þjóðhátíð , verður að telja ljóst að þeim var beint að stefnanda þótt stefn di hafi ekki nafngreint stefnanda sérstaklega. Í munnlegum málflutningi fyrir dómi byggði lögmaður stefnda á því að ummælin í lið 2 hefðu ekki falið í sér ærumeiðandi móðgun eða aðdróttun í garð stefnanda í skilningi 235. gr. almennra hegningarlaga þar se m þau hefðu verið sett fram í spurnarformi og með þeim hefði ekki verið fullyrt neitt um háttsemi stefnanda . Í greinargerð stefnda til dómsins er hins vegar byggt á því að með umræddum ummælum hafi stefndi bent á að flestar frásagnirnar um stefnanda hefðu borið með sér að hann hefði nýtt sér frægð sína og áhrif til að komast í tengsl við þær stúlkur sem hann hefði síðar haft samræði eða önnur kynferðismök við. Ljóst er því að sú málsvörn að þessi tilgreindu 24 ummæli feli í sér spurningu en ekki fullyrðingu fe lur í sér nýja málsástæðu sem kemst ekki að gegn mótmælum stefnanda, sbr. 5. mgr. 101. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. 2. Einsýnt er að þau ákvæði hegningarlaga sem málatilbúnaður stefnanda byggist á voru sett í því skyni að vernda mannorð og æru einstaklinga, sem njóta jafnframt vernd ar 71. gr. stjórnarskrárinnar og 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Það leiðir hins vegar af tjáningarfrelsisákvæði 73. gr. stjórnarskrárinnar og efnislega sambærilegu ákvæði 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu , sem hefur lagagildi hér á landi, sbr. lög nr. 62/1994, að ummæli af þessu tagi verða ekki dæmd ómerk og miskabætur ekki dæmdar á grundvelli sakar nema slík skerðing eigi sér viðhlítandi stoð í lögum og teljist nauðsyn leg til þess að vernda mannorð annar ra, auk þess að vera í samræmi við viðteknar lýðræðishefðir, sbr. 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar. Í ákvæðum 235. og 241. gr. almennra hegningarlaga, sem stefnandi vísar til, eru fólgnar heimildir til að setja tjáningarfrelsi skorður í þágu réttinda an narra, svo sem tilgreint er í 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar og 2. mgr. 10. gr. mannréttindasáttmálans. Í 235. gr. almennra hegningarlaga er því lýst sem refsiverðu athæfi að drótta að öðrum manni einhverju því sem verða myndi virðingu hans til hnekkis eða bera slíka aðdróttun út. Þá er eftir 1. mgr. 241. gr. laganna unnt að dæma í meiðyrðamáli óviðurkvæmileg ummæli ómerk að kröfu þess sem misgert er við. Ekki er skilyrði fyrir ómerkingu að sakfellt hafi verið fyrir brot samkvæmt öðrum ákvæðum XXV. kafl a laganna. Loks er í b - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga að finna heimild til þess að gera þeim sem ábyrgð ber á ólögmætri meingerð gegn frelsi, friði, æru eða persónu annars manns að greiða miskabætur til þess sem misgert er við. Eins og áður greinir lýt ur ágreiningur þessa máls að því hvort stefndi hafi með nánar tilgreindum ummælum sínum farið út fyrir mörk tjáningarfrelsis síns og brotið gegn einkalífsréttindum stefnanda . Í dómaframkvæmd Hæstaréttar og Mannréttindadómstóls Evrópu hafa mótast viðmið og reglur sem beita ber við úrlausn þessa ágreinings. Í þeim felst að meta þarf sjónarmið beggja aðila í ljósi þess að hvort tveggja, tjáningarfrelsi stefnda sem og æruvernd stef nanda , er meðal mannréttinda sem njóta verndar stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu og finna þarf jafnvægið milli þeirra. 25 Í þessu sambandi verður þó að hafa í huga að í sömu dómaframkvæmd hefur verið lagt til grundvallar að heimildir til að ta kmarka tjáningarfrelsið samkvæmt 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar og 2. mgr. 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu ber i að skýra þröngt og þær þurf i að helgast af nauðsyn í lýðræðisþjóðfélagi. Þá ber i að gæta meðalhófs þegar leyst er úr því hvort skorður á því frelsi teljist þjóðfélagsleg nauðsyn. Í samræmi við framangreint nýtur umræða um mikilvæg þjóðfélagsmál aukinnar verndar tjáningarfrelsis. Eru því almennt líkur til þess að efni ummæla um slík mál teljist framlag sem eigi erindi við almenning og hafa heimild ir til slíkrar umfjöllunar verið túlk a ð ar rúmt , sbr. dóm Hæstaréttar frá 9. febrúar sl. í máli nr. 38/2021, 17. mgr. , og þá dóma sem þar er vitnað til. Þá ber einnig að líta til þess hversu vel þekktur sá sé sem telur sig meiddan og frá hverju sé s agt, en einnig hver hafi verið fyrri háttsemi hans og hvert sannleiksgildi tjáningar sé. Þá hafa efni, form og afleiðingar birtingarinnar þýð ingu að þessu leyti sem og hversu þungum viðurlögum kemur til álita að beita. Í samræmi við þessi viðmið, önnur vi ðurkennd sjónarmið um túlkun 71. gr. og 73. gr. stjórnar skrárinnar og ábyrgðarleysisástæður samkvæmt íslenskum rétti getur tjáning talist lögmæt, m.a. ef um réttlætanlegan gildisdóm er að ræða, ummæli eru sönn eða þau réttlætast af góðri trú eða ef þau te ljast á annan h átt vera réttlætanlegt framlag til umræðu sem varðar almenning. 3. Þegar tekin er afstaða til þess hvort og þá að hvaða marki ummæli stefnda falla undir ákvæði hegningarlaga og reglna skaðabótaréttarins um æruvernd eða hvort sú tjáning se m í þeim fólst njóti verndar sem grundvallarréttur samkvæmt fyrrgreindum viðmið um stjórnarskrár og mannréttindasáttmála ns er því ekki nægilegt að horfa einungis til efnis ummælanna, heldur verður einnig að líta til samhengis þeirra og þess af hvaða tilefni þau voru sett fram. Af gögnum málsins er ljóst að þau ummæli stefnda sem mál þetta er sprottið af fólu í sér viðbrögð við orðræðu í þjóðfélaginu, meðal annars í grein Helga Áss Grétarssonar og í fréttum, um tildrög þessa að stefnandi var afbókaður á Þjóðhátíð og í kjölfar umræðu í fjölmiðlum um framferði hans gagnvart ungum stúlkum. Verður að játa stefnda rúmt frelsi til tjáningar um þetta tiltekna málefni og ekki er dregið í efa að ummæli hans, þótt óvægin séu, voru framlag til opinberrar umræðu um málefni sem getur varðað samfélagið miklu. 26 Við mat á ummælum stefnda verður einnig að hafa hliðsjón af því að það leiðir af hinu rýmkaða tjáningarfrelsi í opinberri umræðu að einstaklingar sem hafa haslað sér völl á því sviði og verið reglulega til umfjöllunar í fjölmiðlum kunna að verða að þola harðari ummæli um sig en aðrir borgarar að því leyti sem umræðan telst eiga erindi við almenning, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 10. desember 2015 í máli nr. 238/2015. Að þessu leyti liggur fyrir að stefnandi hefur starfað sem lands þekktur tónlistarmaður um árabil og reglulega komið fram í fjölmiðlum. Þegar leyst er úr því hvort ummæli stefnanda skuli sæta takmörkunum skiptir ekki síst máli hvort fremur ber að líta á þau sem gildisdóm en staðhæfingu um staðreynd. Gildisdómur felur venjulega í sér huglægt mat á staðreynd en ekki fullyrðingu um hana öndvert við staðhæfingar er vísa til beinna staðreynda án þess að um sé að ræða huglægt mat. Gildisdómar njóta eðli málsins samkvæmt ótvírætt almennt aukinn ar verndar umfram ósannaðar staðhæfingar um staðreyndir. Birtist sú vernd meðal annars í því að mönnum verður ekki gert að sanna gildisdóma eða refsað fyrir þá takist ekki slík sönnun, andstætt því sem jafnan gildir um staðhæfingar um staðreyndir. Þegar um er að ræða staðhæfingu um staðreynd, sem unnt á að vera að staðreyna, gilda einnig misríkar sönnunarkröfur eftir atvikum og eðli máls. Í tilvikum þar sem erfitt eða ómögulegt er að koma við sönnun er gjarnan litið til þess hvort viðkomandi hafi mátt vera í góðri trú um réttmæti ummæla sinna er hann lét þau falla, sbr. meðal annars dóm a Landsréttar frá 5. mars 2021 í máli nr. 34/2020 og frá 8. apríl 2022 í máli nr. 136/2021. Aðila greinir á um það hvernig líta ber á ummælin sem mál þetta lýtur að í þessu tilliti. Þannig hefur stefnandi byggt á því að með ummælunum hafi stefndi fullyrt að hann hefði í daglegu tali no tað um einstaklinga undir 15 ára aldri. Stefndi hefur hins vegar byggt á því að ummæli hans beri ekki að skilja með þeim hætti , heldur hafi ummæli n að meginstefnu falið í sér gagnrýni á að fullorðnir karlmenn gætu átt samræði við einstaklinga undir 18 ára aldri og án refsiábyrgðar. Við mat á því hvernig borið hafi að túlka ummæli stefnda að þessu leyti er að mati dómsins ekki unnt að horfa fram hjá því að ummælin í liðum kröfugerð ar stefnanda gefa öll til kynna að stefnandi hafi átt samræði staðhæfingu um ákveðnar staðreyndir og verður því að hafna þeim málsástæðum stefnda að þau geti talist til gildisdóma. 27 Að því er varða r þær varnir stefnda að ummæli hans hafi að meginstefnu falið í sér gagnrýni á þá staðreynd að fullorðnir karlmenn gætu átt samræði við einstaklinga undir 18 ára aldri án refsiábyrgðar þá verður að horfa til þess að þegar stefndi setti ummæli sín fram gerð i hann það með afdráttarlausum hætti og gerði enga fyrirvara við þau að þessu leyti. Hvorki er unnt að ráða af ummælunum sjálfum né því samhengi sem þau voru sett fram í að í þeim væri aðeins fólgin gagnrýni á gildandi löggjöf um refsivernd kynfrelsis eins taklinga undir 18 ára aldri eða að þar væri einungis vísað til þess að stefnandi ætti samræði við einstaklinga undir 18 ára aldri. Verður þá að horfa til Fullyrðingar stefnanda voru að þessu leyti til þess fallnar að vekja þ á hugmynd hjá lesendum að stefnandi hefði átt samræði við börn og þess að engu getið að með þeim væri einungis átt við kynferðislegt samneyti við einstaklinga eldri en 15 ára og yngri en 18 ára , en kynferðislegt samneyti við yngri en 15 ára varðar refsingu samkvæmt 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 . Í tengslum við ummælin í lið 1 til 3 verður sérstaklega að líta til samhengis þei rra við önnur ummæli stefnda sem hann beindi gegn Facebook - notanda undir nafninu [...] í kjölfar þess að sá síðarnefndi haf ð i lýst því í umræðu við grein Helga Áss Grétarssonar Beindi stefndi þar þ eirri nauðgaravinafélaginu ekki bara endurvakið Eldborgarhátíðina eða eitthvað og þá bókað alla flottustu gæjana stefnanda með brekkusöng, og þá einnig meðal annars Hallbjörn Hjartarson og Bill Cosby, en báðir hinir síðarnefndu hafa hlotið dóma fyrir kynferðisbrot. Að mati dómsins verður ekki ráðið annað af þessu samhengi ummæla n na og því með hversu afgerandi hætti stefndi setti þau fram en að stefndi hafi að minnsta kosti gefið sterklega til kyn na að stefnandi hefði haft í frammi háttsemi sem varðar við almenn hegningarlög. Þegar ummæli stefnda eru metin að þessu leyti verður þó jafnframt að horfa til þeirrar yfirlýsingar sem hann birti síðar á Facebook - síðu sinni 17. júlí. Þar útskýrði stefndi ummæli sín frekar á þann veg að með barni væri hann að vísa til einstaklinga undir 18 ára aldri en samkvæmt íslenskum lögum varðaði það fullorðinn karlmann ekki refsingu að eiga samræði við einstakling á aldrinum 15 til 18 ára, sbr. yfirlýsingu stefnda á F acebook - síðu sinni 17. júlí 2021, í kjölfar þess að honum barst kröfubréf frá stefnanda málsins vegna þeirra ummæla sem liður 1 til 4 í kröfugerð stefnanda lýtur að. Tók stefndi 28 þar jafnframt fram að hann hefði með orðum sínum ekki ásakað stefnanda um refs iverðan verknað. Í dómaframkvæmd Hæstaréttar hefur lengi verið litið svo á að leiðrétting rangra ummæla og afsökunarbeiðni þess sem þau viðhafði eigi að hafa réttaráhrif að því leyti að milda eða fella niður refsingu fyrir ummælin. Þá hefur slík eftirfara ndi háttsemi einnig verið talin eiga að hafa áhrif á bótaábyrgð þess sem ummælin viðhafði, sjá hér til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 24. janúar 2013 í máli nr. 383/2012 og þá dóma sem þar er vitnað til. Þótt stefndi hafi vissulega ekki beðist afsökunar á ummælum sínum sem vísað er til í liðum 1 til 4 í kröfugerð stefnanda verður engu að síður að líta til þessara síðari skýringa hans á ummælum sínum þegar tekin er afstaða til ummæla stefnda. Þá verður einnig að líta til þess að stefndi hafði skýrt frá því v ið hvað hann ætti í tengslum við umfjöllun sína um málefni stefnanda áður en ummælin í lið 5 voru sett fram. Eftir stendur þá hvort stefndi hafi leitt nægilegar líkur að því að hann hafi verið í góðri trú um réttmæti ummæla sinna er hann lét þau falla. Þa u vitni sem stefndi hefur leitt fyrir dóminn hafa ekki getað borið um að stefnandi hafi átt samræði við einstaklinga undir 15 ára aldri og stefndi hefur ekki lagt fram gögn fyrir dóminn sem með beinum hætti sýna fram á sannleiksgildi ummæla hans . Á hinn bó ginn liggur fyrir að eftir að stefndi spurðist fyrir í opinni færslu á Twitter - síðu sinni um hvaða vitneskju fólk hefði um að ungar stelpur þyrftu að passa sig á tilteknum þjóðþekktum tónlistarmanni í kjölfar umræðu um afbókun stefnanda á Þjóðhátíð barst h onum fjöldi frásagna frá nafngreindum einstaklingum þar sem lýst var opinberlega hvernig stefnandi hefði leitað eftir nánari kynnum við stúlkur á grunnskólaaldri , en frásagnirnar eru raktar í kafla II hér að framan. Kom þar meðal annars fram að hætt hefði verið við að bóka stefnanda á skemmtanir í félagsmiðstöðvum á vegum Íþrótta - og tómstundaráðs Reykjavíkur þar sem hann hefði verið að bjóðast til að skutla nemen dum heim en alþekkt er að slíkar miðstöðvar eru einkum sóttar af börnum á grunnskólaaldri. Þá var þar einnig að finna frásagnir undir nafni um að stefnandi hefði annaðhvort átt eða leitað eftir kynferðislegum samskiptum við stúlkur á aldrinum 14 til 15 ára . Frásagnir af sama toga var einnig að finna í frétt DV frá 3. júlí 2021 sem fjallað er um í kafla II hér að framan, þótt ekki væru þær undir nafni. Með vísan til þessara frásagna , sem allar voru birtar opinberlega og undir nafni , um að stefnandi hefði ít rekað leitað eftir nánari kynnum við stúlkur á aldrinum 14 til 15 ára verður að telja að stefndi hafi leitt nægilegar líkur að því að ummæli n sem kröfur stefnanda í liðum 1 til 5 lúta að hafi verið réttlætanleg og að hann hafi verið í góðri trú 29 um að þau v æru sönn . Þá verður að jafnframt að hafa í huga að ummæli n voru látin falla í skoðanaskiptum um brýnt samfélagslegt málefni, sem lýtur að því hvaða ábyrgð þjóðþekktir og frægir einstaklingar skuli bera á háttsemi eins og að nýta áhrif sín og samfélagsstöðu til að eiga kynferðislegt samneyti við unga og óharðnaða einstaklinga. Að því er varðar þá málsástæðu stefnanda að stefndi hafi brotið gegn friðhelgi einkalífs hans samkvæmt 71. gr. stjórnarskrárinnar og 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu verður ekki séð að birting myndar af honum að skemmta í samkvæmi geti falið í sér brot á réttindum hans samkvæmt umræddum ákvæðum. Verður þá að hafa í huga að stefnandi er , sem fyrr segir , þjóðþekktur, auk þess sem myndin var sett fram í tengslum við ummæli stefnda og gagnrýni hans á forystu Knattspyrnusambands Íslands vegna annars máls í þjóðfélagsumræðunni. Hvað sem því líður hefur stefnandi heldur ekki gert grein fyrir því í máli þessu h vernig umrædd myndbirting hafi sem slík og óháð þeim ummælum sem fylgdi myndinni haft í för með sér miska fyrir hann . Verður af þeim sökum að hafna þessari málsástæðu stefnanda. Í ljósi alls þess sem að framan er rakið verður stefndi sýknaður af öllum krö fum stefnanda í máli þessu. Eins og atvikum málsins er háttað þykir rétt að málskostnaður falli niður. Þar sem stefnandi í málinu nýtur gjafsóknar samkvæmt gjafsóknarleyfi sem dómsmálaráðuneytið gaf út 13. maí sl. greiðist gjafsóknarkostnaður hans úr ríkis sjóði, þar með talin er þóknun lögmanns hans , Auðar Bjargar Jónsdóttur, sem þykir hæfilega ákveðin 1.240.000 kr . Í samræmi við dómvenju er þóknun ákveðin án virðisaukaskatts. Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari kveður upp þennan dóm. Dómso r ð: Stefndi, Sindri Þór Sigríðarson, er sýknaður af öllum kröfum stefnanda, Ingólfs Þórarinssonar , í þessu máli. Málskostnaður fellur niður. Gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin er málflutningsþóknun lögmanns hans , Auðar Bjargar Jónsdótt u r, sem telst hæfilega ákveðin 1.240.000 kr ónur . Kjartan Bjarni Björgvinsson 30