Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 11. nóvember 2022 Mál nr. S - 903/2022 : Héraðssaksóknari ( Kristín Ingileifsdóttir saksóknari ) g egn Sverri Halldór i Ólafss yni ( Ágúst Karl Karlsson lögmaður) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag , er höfðað með ákæru, útgefinni af héraðssaksóknara 17. febrúar 2022, á hendur Sverri Halldóri Ólafssyni, kt. [...] A fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum og fyrir peningaþvætti í rekstri einkahlutafélagsins K7077, kt. 540317 - 1270, nú afskráð, með því að hafa í starfi sínu sem framkvæmdastjóri og stjórnarmaður félagsins: 1. Eigi staðið ríkissjóði skil á virðisaukaskatti, sem innheimtur var í rekstri K7077 ehf. uppgjörstímabilin júlí ágúst til og með nóvember desember rekstrarárið 2019, í samræmi við IX. kafla laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt, samtals að fjárhæð kr. 15.219.756 , sem sundurliðast sem hér greinir: júlí ágúst kr. 3.711.542 september október kr. 6.128.295 nóvember desember kr. 5.379.919 kr. 15.219.756 2. Fyrir peningaþvætti með því að hafa aflað K7077 ehf. ávinnings af brotum samkvæmt 1. tölul. A kafla ákæru, samtals að fjárhæð kr. 15.219.756, og nýtt ávinninginn í þágu rekstrar félagsins. 2 B Fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum og peningaþvætti í rekstri einkahlutafélagsins S7077, kt. 610319 - 0410, nú afskráð, með því að hafa í starfi sínu sem framkvæmdastjóri og stjórnarmaður félagsins: 1. Eigi staðið ríkissjóði skil á virðisaukaskattsskýrslu S7077 ehf. á lögmæltum tíma uppgjörstímabilið júlí ágúst rekstrarárið 2019 og hafa eigi staðið ríkissjóði skil á virðisaukaskatti sem innheimtur var í rekstri einkahlutafélagsins uppgjörstímabilin mars apríl til og með september október rekstrarárið 2019, í samræmi við IX. kafla laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, samtals að fjárhæð kr. 37.681.966, sem sundurliðast sem hér greinir: mars apríl kr. 4.403.791 maí júní kr. 12.328.143 júlí ágúst kr. 11.413.028 september október kr. 9.537.004 kr. 37.681.966 2. Eigi staðið ríkissjóði skil á staðgreiðsluskilagreinum S7077 ehf., vegna staðgreiðslu opinberra gjalda, á lögmæltum tíma greiðslutímabilin júlí, ágúst og september rekstrarárið 2019 og hafa eigi staðið ríkissjóði skil á staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldið var eftir af launum starfsmanna einkahlutafélagsins, í samræmi við fyrirmæli III. kafla laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda, greiðslutímabilin maí til og með september rekstra rárið 2019, samtals að fjárhæð kr. 18.717.408, sem sundurliðast sem hér greinir: maí kr. 2.172.021 júní kr. 3.714.694 júlí kr. 4.631.243 ágúst kr. 4.746.007 september kr. 3.453.443 kr. 18.717.408 3 3. Fyrir peningaþvætti með því að hafa aflað S7077 ehf. ávinnings af brotum samkvæmt 1. og 2. tölul. B kafla ákæru, samtals að fjárhæð kr. 56.399.374, og nýtt ávinninginn í þágu rekstrar félagsins. C F yrir meiri háttar brot gegn skattalögum og peningaþv ætti í rekstri einkahlutafélagsins Skjöldu , kt. 661016 - 1320, nú afskráð, með því að hafa í starfi sínu sem framkvæmd a stjóri og stjórnarmaður félag s ins: 1. Eigi staðið ríkissjóði skil á virðisaukaskatti sem innheimtu r var í rekstri Skjöldu ehf. uppgjörstím abilin maí júní til og með september október rekstrarárið 2019, í samræmi við I X . kafla laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt, samtals að fjárhæð kr. 15.406.291, sem sundurliðast sem hér greinir: maí júní kr. 4.834.269 júlí ágúst kr. 7.079.766 september október kr. 3.492.256 kr. 15.406.291 2. Eigi staðið ríkissjóði skil á staðgreiðsluskilagreinum Skjöldu ehf., vegna stað - greiðslu opinberra gjalda , á lögmæltum tíma greiðslutímabilin ágúst og september rekstrarárið 2019 og hafa eigi staðið ríkissjóði skil á staðgreiðslu opinberra gjalda, í samræmi við fyrirmæli III. kafla laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda, sem haldið var eftir af laun um starfsmanna einkahlutafélagsins, greiðslutímabilin maí til og með september rekstrarárið 2019, samtals að fjárhæð kr. 9.733.689, sem sundur - liðast sem hér greinir: maí kr. 1.463.038 júní kr. 1.990.505 júlí kr. 2.163.823 ágúst kr. 2.277.269 september kr. 1.839.054 kr. 9. 733 .689 4 3. Fyrir peningaþvætti með því að hafa aflað Skjöldu ehf. ávinnings af brotum samkvæmt 1. og 2. tölul. C kafla ákæru, samtals að fjárhæð kr. 25.139.980, og nýtt ávinninginn í þágu rekstrar félagsins . D Fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum og peningaþvætti í rekstri einkahlutafélagsins ztrong balkan ehf. , kt. 690319 - 1520, nú afskráð, með því að hafa í starfi sínu sem framkvæmdastjóri og stjórnarmaður félagsins: 1. Eigi staðið ríkissjóði skil á virðisaukask atti sem innheimtur var í rekstri ztrong balkan ehf. uppgjörstímabilin júlí ágúst til og með nóvember desember rekstrarárið 2019, í samræmi við IX. kafla laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt, samtals að fjárhæð kr. 43.067.435, sem sundurliðast sem hér greinir: júlí ágúst kr. 11.017.669 september - október kr. 15.314.671 nóvember desember kr. 16.735.095 kr. 43.067.435 2. Eigi staðið ríkissjóði skil á staðgreiðsluskilagreinum ztrong balkan ehf. vegna staðgreiðslu opinberra gjalda á lögmæltum tíma greiðslutímabilin ágúst, október og desember rekstrarárið 2019 og hafa eigi staðið ríkissjóði skil á staðgreiðslu opinberra gjalda, í samræmi við fyrirmæli III. kafla laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda, sem haldið var eftir af launum starfsmanna einkahlutafélagsins, greiðslu - tímabilin júlí til og með desember rekstrarárið 2019, samtals að fjárhæð kr. 21.842.663, sem sundurliðast sem hér greinir: júlí kr. 1.909.136 ágúst kr. 2.108.471 september kr. 2.413.163 október kr. 5.086.247 nóvember kr. 6.294.127 desember kr. 4.031.519 kr. 21.842.663 5 3. Fyrir peningaþvætti með því að hafa aflað ztrong balkan ehf. ávinnings af brotum samkvæmt 1. og 2. tölul. D kafla ákæru, samtals að fjárhæð kr. 64.910.098 , og nýtt ávinninginn í þágu rekstrar félagsins. ____________________________________________ Brot ákærða samkvæmt 1. tölul. A, B, C og D kafla ákæru eru talin varða við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. einnig 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt. Brot ákærða samkvæmt 2. tölul. B, C og D kafla ákæru eru talin varða við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 2. mgr. 30. gr. laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda. Brot ákærð a samkvæmt 2. t ölul. A kafla ákæru og 3. tölul . B , C og D kafla ákæru eru talin varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 . Þess er krafist að ákærð i verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Í þinghaldi 21. mars sl. féll sækjandi frá ákæruköflum A/2, B/3, C/3 og D/3 að því er varðar meint peningaþvætti , sbr. dóm Hæstaréttar Íslands í máli nr. 46/2021. Ákærði krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og hæfilegra málsvarnarlauna sér til handa. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Ákærði hefur skýlaust játað brot sín að teknu tilliti til þeirra breytinga á ákæru sem að framan greinir . Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði 6 er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Samkvæmt fyrirliggjandi sakavottorði hefur ákærði ekki áður gerst sekur um refsiverðan verknað. Til þess er litið við ákvörðun refsingar svo og til skýlausrar játningar hans hér fyrir dómi. Með vísan til dómaframkvæmdar í sambærilegum málum þar s em verulegar fjárhæðir eru undan dregnar í nokkrum félögum þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í tuttugu mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt sk ilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 . Samkvæmt 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt , og 2. mgr. 30. gr. laga nr. 45/1987 , um staðgreiðslu opinberra gjalda, verður ákærð i jafnframt dæmdur til greiðslu sektar að fjárhæð 240.800.000 krónur til ríkissjóðs, að teknu tilliti til lögbundins lágmarks hennar, tapaðra viðskiptakrafna þar sem það á við samkvæmt fyrirliggjandi gögnum og álags sem ákærði hefur þegar greitt, sbr. 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988 . Ákærði sæti fangelsi í 360 daga verði sektin ekki greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Ágústs Karls Karlssonar lögmanns , eins og nánar greinir í dómsorði. Tekið er tillit til efnis og umfangs málsins og höfð hliðsjón af tímaskýrslu verjanda . Þá er litið til reglna d ómstólasýslunnar nr. 1/2022. Si gríður Hjaltested héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Sverrir Halldór Ólafsson, sæti fangelsi í tuttugu mánuði en fullnustu refsingarinnar er frestað og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940 . Þá greiði ákærði 240.800.000 króna sekt til ríkissjóðs og komi 360 daga fangelsi í stað sektar innar verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipað s verjanda síns, Ágúst s Karl s Karlssonar lögmanns, 837.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti . Sigríður Hjaltested