Héraðsdómur Reykjaness Dómur 24. september 2021 Mál nr. S - 2640/2020 : Lögreglustjórinn á höfuðborgars væðinu ( Kári Ólafsson aðstoðarsaksóknari ) g egn Daniel Ryfa ( Þorgils Þorgilsson lögmaður) og Stefan Pawel Koryczan ( Jónas Örn Jónasson lögmaður ) Dómur: Mál þetta, sem tekið var til dóms 6. september 2021, var höfðað með ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu 2 9 . september 2020 á hendur ákærð u , Daniel Ryfa, kt. [...] , til heimilis í Póllandi, og Stefan Pawel Koryczan, kt. [...] , [...] , Reykjavík ; fyrir fíkniefnalagabrot með því að hafa í félagi , þann 13. febrúar 2018, að [...] í [...] , útbúið tvær kannabisræktanir í sitthvoru rými fasteignarinnar og þannig haft í vör slum sínum afrakstur ræktunarinnar í sölu - og dreifingarskyni, það er 388 kannabisplöntur [...] Lögreglan lagði hald á framangreindar plöntur [...] , sem og ræktunarbúnað við leit í húsnæðinu. Telst brot þetta varða við 2. gr., sbr. 4., 5. og 6. g r. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlit sskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. Þess er krafist að báðir ákærðu verði dæmdir til refsingar og til greiðsl u alls sakarkostnaðar . Þá er krafist upptöku á 388 kannabisplöntum, 361,04 grömmum af kannabisefnum og 5.997 grömmum af þurrkuðum kannabisefnum í loftþéttum umbúðum (29 smellulásapokar), 55 gróðurhúsalömpum, 6 loftsíum, 2 gróðurtjöldum, 52 straumbreytum, 1 1 loftblásara, 1 tímarofa og 2 vatnsdælum er lögregla lagði hald á við leit í framangreindu húsnæði ákærðu skv. 6. og 7. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001 , sbr. reglugerð nr. 808/2018 . 2 Kröfur ákærðu eru þær að þeim v erði gerð sú vægasta refsing sem lög leyfa . Þá gera skipaðir verjendur ákærðu kröfu um þóknun sér til handa. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu er sækjanda og v erj endum ákær ðu hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði máls og ákvörðun viðurlaga. Forsendur og niðurstaða: Við fyrirtöku máls ins 6. september sl. féll ákæruvaldið frá hluta sakargifta í ákæru . Ákærðu höfðu áður játað að hafa haft í vörslum sínum og ræktað í sölu og dreifingarskyni 388 kannabisplöntur . S ú játning þeirra tekur að öllu leyti til sakargifta eins og þær standa eftir nefndar breytingar ákæruvalds. Að þessu gættu þykir sannað að ákærð u hafi gerst sekir um þá háttsemi sem þeim er ge fin að sök í málinu. Er háttsemi ákærðu réttilega heimfærð til refsiákvæða í ákæru . Samkvæmt öllu þessu verður dómur lagður á málið á grundvelli 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Samkvæmt vottorði sakaskrár ríkisins gekkst ákærði Daniel undir sektargerð lögreglustjóra á árinu 2011 vegna umferðarlagabrots. Með dómi Héraðsdóms Reykjaness 9. mars 2017 var ákærði dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár, fyrir fíkniefna - og vopnalagabrot. Þá gekkst ákærði 4. júní 2018 undir sektarg erð lögreglustjóra þess efnis að hann greiddi 90.000 króna sekt og sætti sviptingu ökuréttar í þrjá mánuði vegna hraðaksturs. Með broti sínu nú rauf ákærði skilorð dómsins frá 9. mars 2017. Samkvæmt því og með vísan til 60. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 ber að taka dóminn upp og ákveða ákærða refsingu í einu lagi fyrir bæði málin samkvæmt fyrirmælum 77. gr. almennra hegningarlaga. Þá verður refsing ákærða jafnframt ák veðin sem hegningar auki við sektargerðina frá 4. júní 2018 , sbr. ákvæði 78. gr. nefndra laga , en brot ákærða nú var framið áður en hann gekkst undir sektargerðina . V ið ákvörðun refsingar ákærða Daniel verður enn fremur að líta til þess að ræktun ákærð u var skipulögð og nokkuð umfangsmikil. Ákærða Daniel til málsbóta horfir játning hans. Samkvæmt öllu því sem hér hefur verið rakið og að gættu m fjölda þeirra kannabisplantna sem ákærðu voru með í ræktun þykir refsing ákærða Daniel réttilega ákveðin fangelsi í 12 mánuði. Í ljósi þess dráttar sem varð á meðf erð málsins hjá ákæruvaldinu þykir rétt að fresta fullnustu refsin gar ákærða að öllu leyti og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa að telja, haldi hann almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. 3 Samkvæmt vottorði sa kaskrár ríkisins gekkst ákærði Stefan undir tvær sektargerðir lögreglustjóra á árunum 2011 og 213 vegna eignaspjalla og fíkniefna - og vopnalagabrota. Þá gekkst hann 16. ágúst 2018 undir sektargerð lögreglustjóra þess efnis að hann greiddi 150.000 króna sek t og sætti sviptingu ökuréttar í þrjá mánuði vegna hraðaksturs. Brot ákærða Stefan var framið áður en hann gekkst undir síðastnefnda sektargerð lögreglustjóra. Refsingu hans ber því að ákvarða samkvæmt fyrirmælum 7 8 . gr. almennra hegningarlaga. V ið ákvörðu n refsingar innar verður að líta til þess að ræktun ákærð u var skipulögð og nokkuð umfangsmikil. Ákærða Stefan til málsbóta horfir játning hans. Samkvæmt þessu og að gættu m fjölda þeirra kannabisplantna sem ákærðu voru með í ræktun þykir refsing ákærða Stefan réttilega ákveðin fangelsi í níu mánuði. Í ljósi þess dráttar sem varð á meðferð málsins hjá ákæruvaldinu þykir rétt að fresta fullnustu refsingar ákærða og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa að telja, haldi hann almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Með vísan til kröfugerðar ákæruvalds, gagna málsins og þeirra lagaákvæða sem vísað er til í ákæru verða ger ðar upptæk ar þær plöntur , fíkniefni og munir sem lögregla haldlagði við leit 13. febrúar 2018 að Dalvegi 24 í Kópavogi , eins og nánar greinir í dómsorði . Á grundvelli sakfellingar ákær ðu , sbr. 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, verður þeim gert að greiða allan sakarkostnað málsin s. Ákærðu dæmast því til að greiða þóknun verjenda sinna, Þorgils Þorgilssonar og Jónasar Arnar Jónassonar , en þ óknun lögmannanna þykir með hliðsjón af tímaskýrslum þeirra og að virtu umfangi málsins hæfilega ákveðin svo sem í dómsorði greinir. Þá verður á kærð u gert að greiða óskipt annan sakarkostnað samkvæmt framlögðu sakarkostnaðaryfirliti lögreglustjóra, dagsettu 29. september 2020, samtals 375.068 krónur. Dóm þennan kveður upp Kristinn Halldórsson héraðsdómari. Dómsorð: Ákærði, Daniel Ryfa , sæti fangelsi í 12 mánuði en fresta skal fullnustu refsing arinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði, Stefan Pawel Koryczan , sæti fangelsi í níu mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 4 Ákærð u sæti upptöku á 388 kannabis plöntum , 55 gróðurhúsalömpum, sex loftsíum, tveimur gróðurtjöldum, 52 straumbreytum, 11 loftblás urum , einum tímarofa og tveimur vatnsdælum. Einnig eru gerð upptæk 361,04 grömm af kannabisefnum og 5.997 grömm af þurrkuðum kannabisefnum . Ákærði Daniel greiði þóknun skipaðs verjanda síns, Þorgils Þorgilssonar lögmanns, 612.560 krónur að virðisaukaskatti meðtöldum. Ákærði Stefan greiði þóknun skipaðs verjanda síns, Jónasar Arnar Jónassonar lögmanns, 683.240 krónur að virðisaukaskatti meðtöldum . Á kærð u greið i óskipt 375.068 krónur í annan sakarkostnað . Kristinn Halldórsson