Héraðsdómur Reykjaness Dómur 30. nóvember 2020. Mál nr. S - 2463/2020: Ákæruvaldið (Anna Barbara Andradóttir aðstoðarsaksóknari) gegn X (Einar Oddur Sigurðsson lögmaður) (Ásta Björk Eiríksdóttir réttargæslumaður) Dómur: Mál þetta var þingfest 22. október 2020 og dómtekið 19. nóvember. Málið höfðaði Héraðssaksóknari með ákæru 10. september 2020 á hendur ákærða, X , kt. 000000 - 0000 , fyrir kynferðisbrot gegn Y , fæddri , með því að hafa á árunum 2012 til 2018, þegar stúlkan var 5 til 11 ára, á heimili sínu að , áreitt hana kynferðislega í nokkur skipti með því að strjúka henni utanklæða um maga og kynfæri og í eitt skipti snert kynfæri hennar innanklæða. Er háttsemin ta lin varða við 2. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og þess krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Í ákæru er tekin upp einkaréttarkrafa Y , hér eftir brotaþola, en fyrir hennar hönd krefst faðir henn ar A , kt. 000000 - 0000 , þess að ákærði verði dæmdur til greiðslu 1.000.000 króna miskabóta með vöxtum samkvæmt 8. gr., sbr. 4. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 1. janúar 2019 til þess dags er liðinn er mánuður frá birtingu bótakröfunnar, e n frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga til greiðsludags. Þá verði ákærði dæmdur til greiðslu réttargæsluþóknunar. Ákærði krefst sýknu af kröfum ákæruvaldsins og að framlagðri bótakröfu verði vísað frá dómi. Til vara krefst ákærði þess að honum verði ekki gerð refsing með hliðsjón af 16. gr. almennra hegningarlaga og þess í stað eftir atvikum gert að sæta ráðstöfunum samkvæmt 62. gr. lag anna. T il þrautavara krefst ákærði vægustu refsingar sem lög leyfa. 2 Í báðum tilvikum verði bætur lækkaðar frá því sem krafist er. Loks verði málsvarnarlaun verjanda greidd úr ríkissjóði. I. - Forsaga máls og tengsl ákærða og brotaþola. Ákærði ólst upp í f oreldrahúsum að , en þar býr einnig B systir hans, sem nú er tæpra ára. C móðir þeirra og D móðir brotaþola eru systur. Brotaþoli og B voru miklar vinkonur á árum áður og var brotaþoli því tíður gestur á heimili ákærða, gisti þar oft um helgar og lé k við frænku sína. Þá var brotaþoli afar hænd að C og sótti einnig í félagsskap ákærða. Síðla árs 2018 vaknaði grunur um að ákærði hefði framið kynferðisbrot gegn B þegar hún var á aldrinum 9 - 11 ára. Að sögn stúlkunnar voru brotin framin á heimili þeirra o g fólust annars vegar í því að ákærði kitlaði hana á daginn og káfaði í framhaldi á brjóstum hennar og hins vegar í því að ákærði færi inn til hennar að næturlagi, tæki niður nærbuxur hennar og káfaði á kynfærum hennar. Málið sætti lögreglurannsókn og gekk st ákærði við því að hafa í nokkur skipti káfað á kynfærum systur sinnar. Í framhaldi ákvað Héraðssaksóknari 20. ágúst 2019 að fresta útgáfu ákæru skilorðsbundið í þrjú ár, en brot ákærða voru meðal annars talin varða við 2. mgr. 202. gr. almennra hegninga rlaga. II. - Upphaf lögreglurannsóknar. Þann 14. nóvember 2019 barst lögreglu tilkynning frá E félagsráðgjafa hjá barnavernd um að grunur léki á að ákærði hafi framið kynferðisbrot gegn brotaþola. Í tilkynningunni segir að E hafi rætt við brotaþola, h ún sagst eiga vont leyndarmál og ekki þora að segja neinum frá því. Stúlkan hafi svo opnað sig og staðhæft að ákærði hefði komið við píkuna hennar. Hún sagði þetta hafa gerst á heimili ákærða og byrjað þegar hún var 5 - 6 ára. Hann hefði oft brotið gegn henn i og yfirleitt byrjað með því að kitla hana, fært svo hönd sína neðar og neðar og á endanum snert píku hennar, bæði innan og utan klæða. Að sögn brotaþola gerðist þetta síðast árið 2018. E ræddi einnig við foreldra brotaþola. Þau kváðust aldrei hafa orðið vör við vanlíðan brotaþola, sögðu hana vel stadda félagslega og standa sig vel í skóla. III. - Framburður brotaþola fyrir dómi. Brotaþoli gaf skýrslu fyrir dómi í Barnahúsi 26. nóvember 2019, þá tæpra ára. Hún sagði ákærða hafa snert einkastaði hennar eins og píkuna. Hún kvaðst ekki muna 3 nákvæmlega hvenær þetta gerðist fyrst, en minnti að hún hafi verið í 1. eða 2. bekk grunnskóla. Þetta hafi svo hætt árið 2018. Þegar ákærði braut gegn henni hafi þau verið tvö saman í herbergi hans, fullklædd uppi í rú mi og undir sæng og að horfa á bíómyndir eða þætti, sem hún mátti velja. Ákærði hafi einatt byrjað að kitla hana á maganum, en svo farið neðar og neðar og að píkunni. Til að koma í veg fyrir að hann færi með hendur inn fyrir buxur hafi hún ýmist komið sér undan sænginni eða hoppað fram úr rúminu. Hann hafi stundum náð að draga buxur hennar niður meðan á þessu stóð, en hún tosað þær strax aftur upp um sig. Aðspurð hversu oft þetta hafi gerst sagði brotaþoli ákærða hafa gert þetta í nærri hvert einasta skipti sem hún sótti fjölskyldu ákærða heim. Hún sinn hafa náð að losa um buxur hennar, tosað niður nærbuxur hennar, hún tosað á móti, en ákærði haldið áfram að snerta hana og komið en hún náði að hysja upp um sig, stö kkva fram úr rúminu og komast út úr herbergi hans. Á leiðinni út hafi hún lent í vandræðum með að aflæsa hurðinni og sagði hurðina nær alltaf hafa verið læsta þegar þau voru tvö saman í herberginu. Aðspurð hvort hún hafi einhvern tíma meitt sig meðan á þes su stóð kinkaði brotaþoli kolli og sagði svo ákærða í fundið til. Henni kvaðst aldrei hafa liðið vel þegar ákærði kom svona fram við hana og verið hrædd, reið og leið. H ún kvaðst gera sér grein fyrir því að þetta væri ekki í lagi, en ekki sagt neinum frá af ótta við að ákærði færi í fangelsi og það vildi hún ekki. Brotaþoli kvaðst vita að ákærði hefði einnig brotið gegn systur sinni og sagði B hafa sagt henni frá því um l eið og B spurði brotaþola hvort ákærði hefði gert henni eitthvað. Hún sagði langt um liðið síðan frænkurnar skiptust á þessum upplýsingum og taldi sig vita að ákærði og fjölskylda hans væru búin að fara í dóm vegna máls B . Brotaþoli sagði ákærða aldrei haf a beðið hana að halda því leyndu sem gerðist í rúminu. Hún hafi sjálf bara ekki treyst sér til að segja neinum frá þessu fyrr en B spurði hana út í þetta. Brotaþoli kvaðst enn vera smá hrædd við ákærða og líði ekki vel í návist hans. IV. - Framburður anna rra vitna á rannsóknarstigi máls. B gaf skýrslu fyrir dómi í Barnahúsi 3. desember 2019. Hún greindi frá því að brotaþoli hafi verið viðstödd sýningu í skóla B vorið 2019 og gist hjá henni að . B 4 kvaðst sjálf hafa lent í ákærða og vissi af eigin raun að hann og brotaþoli höfðu gegnum árin oft verið ein í herbergi hans, ýmist að spila tölvuleiki og hann þá í stól með brotaþola í fanginu, eða legið undir sæng í rúminu hans að horfa á myndir. Hún hafi því greint sinn ákveðið að spyrja brotaþola hvort ákærði hafi snert hana á einhvern hátt. Brotaþoli hafi að segja snert brjóst hennar og píku. Að sögn brotaþola hafi hún ekki kært sig um þetta, en hvorki þorað að segja neit Lögregla tók skýrslur af D móður brotaþola og C móðu r ákærða. D kvaðst hafa verið einstæð móðir á þessum tíma, faðir brotaþola búið erlendis og hún því farið og gist hjá C aðra hverja helgi í staði nn fyrir pabbahelgar. Þetta hafi breyst þegar faðir brotaþola flutti aftur til Íslands, er hún var 9 - 10 ára, en þá hafi dregið úr heimsóknum til C . D kvað brotaþola ekki hafa sagt henni í smáatriðum hvað ákærði gerði, en þó greint frá því að hann hafi stro kið brjóst hennar og farið inn undir buxnastreng. C kvað brotaþola hafa verið tíðan gest á heimili hennar, oft gist um helgar og leikið sér við B , enda stutt á milli þeirra í aldri. Brotaþoli hafi einnig sóst eftir félagsskap ákærða, þau oft farið inn í herbergi hans að horfa á myndir og þá setið saman á rúminu. Hún kvað stundum hafa verið lokað inn til þeirra en aldrei læst, enda ekki hægt að læsa hurðinni að innanverðu. C kvað hafa dregið úr heimsóknum brotaþola í kringum 10 ára aldur, en þá hafi hún aðallega verið farin að vera með ákærða og það gert B afbrýðisama. C kvaðst hafa rætt þetta á sínum tíma við D systur sína og fundist skrýtið að ákær ði og brotaþoli væru alltaf að horfa saman á myndir, en þó hafi aldrei hvarflað að henni að eitthvað misjafnt gæti verið í gangi. V. - Framburður ákærða hjá lögreglu. Ákærði var yfirheyrður vegna málsins 20. desember 2019. Hann kvað samskipti sín við brotaþola vera fín og hann hvorki hafa káfað á brjóstum né snert kynfæri hennar. ekki í tölvustól og með hana í kjöltunni. Þá hafi þau oft verið saman að horfa á sjónvarpið og þá ýmist setið í tölvustólnum eða verið uppi í rúmi; hann þá undir sæng og hún ofa n á sænginni við hlið hans. Ákærði gat ekki útskýrt af hverju þau hafi horft á myndir saman, sagði að stundum hafi verið lokað inn til þeirra, en ekki oft. Hann kvaðst geta læst hurðinni að herbergi sínu, en aldrei hafa gert það þegar brotaþoli var hjá hon um. Þegar 5 borinn var undir ákærða sá framburður brotaþola að hann hefði snert píkuna hennar sagði a að þetta hafi yfirleitt byrjað með kitli, hann svo fært hönd sína neðar og neðar og endað með því að snerta ögn brotaþola og sagði að sér fyndist erfitt og mjög óþægilegt að tala um þetta. Hann kvaðst ekkert muna eftir þessu og bar því við að hann hefði slæmt minni. Þá var borin undir ákærða sú frásögn brotaþola að þetta hafi byrjað þegar hún var 6 - 7 ára, gerst í nærri hvert einasta skipti sem hún kom um venjulegu stöðum sem maður kitlar fólk, undir VI. - Framburður ákærða og vitna við aðalmeðferð máls. Ákærði neitaði sök fyrir dómi. Hann kvaðst muna eftir heimsóknum brotaþola , ekki muna hve oft hún kom og minnti að þau hafi ekki verið oft saman inni í herbergi hans. Þegar svo háttaði til hafi þau ýmist verið að spila tölvuleiki og hún þá setið í kjöltu hans eða þau verið að horfa á myndir uppi í rúmi. Ákærði kvaðst í þau skipt i yfirleitt hafa legið út af, en mundi ekki hvar brotaþoli var í rúminu. Hann kvaðst ekki muna hvort hann og/eða hún hafi einhvern tíma verið undir sæng, mundi ekki hvort einhvern tíma hafi verið lokað inn til þeirra og sagði að hurðin hefði aldrei átt að vera læst. Hann kvaðst muna eftir að hafa kitlað brotaþola í rúminu, kallaði það kitluleik og gat ekki útskýrt í hverju leikurinn fólst. Hann kvaðst muna eftir að hafa kitlað brotaþola undir höndunum, en ekki á maganum. Ákærði kvað samskipti þeirra ávallt hafa verið fín. Þau væru þó engin í dag, en hann hafi síðast séð brotaþola í kringum afmælisdaginn hennar og þá ekkert rætt við hana. Ákærða var sýnd hljóð - og myndupptaka af framburði brotaþola í Barnahúsi og sagði frásögn hennar ekki breyta framburði han s. Hann kannaðist hvorki við að hafa tosað buxur hennar niður né heldur að dyrnar að herbergi hans hafi oftast verið lokaðar þegar þau voru þar inni. Hann kvað minni sitt ekki gott og eiga erfitt með að muna ýmislegt í daglegu lífi. Ákærði kvaðst vera flut tur aftur heim til foreldra sinna, vera atvinnulaus og dvelja flestum stundum heima. Hann kvaðst ekki hafa sótt þjónustu 6 sálfræðinga eða geðlækna síðastliðið ár, en fyrir þann tíma verið hjá sálfræðingi, það hjálpað honum mikið og hann gjarnan vilja komast aftur í sálfræðimeðferð. B systir ákærða kvaðst fyrst hafa heyrt af málinu á árinu 2019 þegar hún spurði brotaþola hvort ákærði hefði gert henni eitthvað og brotaþoli svaraði því játandi. Í framhaldi hafi brotaþoli greint frá tilviki þegar ákærði snerti h ana. Hún hafi ekki sagt hvar og B ekki viljað spyrja hana nánar. Fram kom í máli B að brotaþoli hafi á sínum tíma verið að heimsækja hana og stundum gist, en oft farið inn í herbergi með ákærða og þau farið að spila tölvuleiki eða horfa á sjónvarp. Að sögn B hafi henni þótt þetta skrýtið, bæði að sjá brotaþola í kjöltunni á ákærða fyrir framan tölvuna og eins liggjandi saman upp í rúmi undir sæng. Hún sagði yfirleitt hafa verið lokað inn til ákærða þegar hann var þar með brotaþola, en ekki læst. Þegar borin var undir B sú frásögn hennar í Barnahúsi að ákærði hefði að sögn brotaþola snert brjóst hennar og píku kvaðst B muna eftir þeirri skýrslugjöf, en ekki hvað hún sagði. C móðir ákærða staðfesti fyrir dómi að brotaþoli hafi verið tíður gestur á heimili he nnar og oft gist þar, sérstaklega frá fimm og upp í átta eða níu ára aldur, en þá hafi dregið aðeins úr komum hennar. Brotaþoli hafi verið mikið með ákærða og stundum ein með honum í herbergi hans, í tölvu eða að horfa á sjónvarp. C kvaðst á þeim tíma ekke rt hafa spáð í hvort lokað væri inn til þeirra, en það hafi örugglega komið fyrir. Hún hafi hins vegar aldrei orðið vör við að læst væri að þeim. Hún bar að B hafi stundum orðið fúl yfir því að brotaþoli væri með ákærða og viljað fá hana til að leika. D móðir brotaþola bar fyrir dómi með líkum hætti og hjá lögreglu. Hún kvaðst fyrst hafa hlýtt á frásögn brotaþola á fundinum með E félagsráðgjafa og brotaþoli greint frá snertingum ákærða, aðallega utan klæða. Þó hafi hann í eitt skipti reynt að draga hana ú r buxum og farið niður á kynfæri hennar, en hún þá náð að hysja upp um sig og komast út úr herberginu. D bar að eftir að málið kom upp hafi brotaþoli verið lokaðri en áður, ekki viljað ræða þetta frekar og sagt nóg að hún ræði þetta við sálfræðinginn sinn. Hún sagði brotaþola heldur ekki jafn lífsglaða og áður, en það gæti að hluta tengst því að hún væri að verða unglingur. Henni gengi jafn vel í skóla og áður, enda klár og vel gerð stelpa. E félagsráðgjafi staðfesti aðkomu sína að málinu, sem frá er greint í II. kafla að framan og bar með líkum hætti um fyrstu frásögn brotaþola. F sálfræðingur í Barnahúsi kom fyrir dóm og staðfesti meðferðarskýrslu sína frá 6. nóvember 2020. Hún kvað brotaþola vera búna að sækja 21 meðferðarviðtal frá því í 7 janúar á þessu á ri og færi meðferð senn að ljúka. Í fyrstu hafi gengið erfiðlega að ná góðu meðferðarsambandi, brotaþola liðið illa og átt erfitt með að takast á við það sem þjakaði hana. Lögð hafi verið fyrir hana próf og sjálfsmatslistar, sem sýndu sterk þunglyndiseinke nni og gáfu svörun við kvíða, lágu sjálfsmati og áfallastreituröskun. Í framhaldi hafi brotaþoli verið greind með alvarlegt þunglyndi og veruleg einkenni áfallastreituröskunar. Þegar leið á meðferðina hafi brotaþola farið að líða betur, hún upplifi sig nú öruggari, verulega hafi dregið úr sjálfsásökunum yfir því sem gerðist og áfallastreitueinkenni farið í fyrsta skipti undir greiningarmörk fyrir um mánuði síðan. Eftir standi alvarlegt þunglyndi, kvíði og lágt sjálfsmat. F kvað erfitt að fullyrða hver rótin væri að þunglyndi brotaþola, en sagði þetta vel þekkta afleiðingu kynferðisbrota og benti á að samkvæmt frásögn brotaþola nái meint brot mörg ár aftur í tímann. Stúlkan hafi verið sett á þunglyndislyf, en ákveðið að hætta töku þeirra í júní og væri nú kom in með meðferðarleiða. F kvað þær ekki hafa rætt mikið um meint kynferðisbrot og sagði það bíða að mestu þar til í lok meðferðar. Brotaþoli hafi þó greint frá því að ákærði hefði káfað á brjóstum hennar og kynfærum og í eitt skipti farið með hönd sína inn fyrir nærbuxur og snert ber kynfæri hennar. F bar að ekki væri vitað um önnur áföll í lífi brotaþola. VII. - Geðrannsókn G og vitnisburður fyrir dómi. G lauk geðrannsókn á ákærða 25. febrúar 2019 í tengslum við meint kynferðisbrot gegn B . Í skýrslu G kem ur fram að ákærði hafi verið lagður inn á geðdeild að kvöldi 10. janúar 2019 eftir sjálfsvígstilraun og að fyrr um daginn hafi lögregla yfirheyrt hann vegna meintra kynferðisbrota. Í viðtölum við G í febrúar kvaðst ákærði hafa búið við lífsleiðahugsanir um árabil. Þær væru ekki horfnar og kæmu yfir hann að minnsta kosti einu sinni á dag. Þegar talið barst að brotum ákærða gegn systur sinni varð hann þögull, vildi lítið um þau tala, játti þó rétt að hann hefði leitað á hana í nokkur skipti, en svaraði flestu þetta við B eða foreldra sína og ítrekaði að hann ætti mjög erfitt með að tala um þessa hluti. Hann kvaðst hafa náð fullkominni stjórn á sér og ekki vera hræddur um að þetta gerist aftur. G lýsir ákærða sem fremur þöglum manni með lítinn augnkontakt og lága mónóton r ödd. Hann sé mjög dapur, með slæma samvisku, lágt sjálfsmat og eigi langa sögu um þráhyggju - og sjálfsvígshugsanir. Ákærði mældist með greind í meðallagi og alvarlegt þunglyndi. Í niðurstöðum geðrannsóknar segir að ákærði sé með greinilegt 8 samviskubit og s ektarkennd gagnvart því sem hann gerði systur sinni. Ekkert bendi þó til þess að ákærði sé haldinn barnagirnd og virðist hann hafa náð fullri stjórn á hvötum sínum gagnvart stúlkunni. Ákærði uppfylli engin þau skilmerki 15. gr. almennra hegningarlaga sem g ert hafi hann óhæfan til að stjórna gjörðum sínum gagnvart B , en með hliðsjón af 16. gr. hegningarlaganna telur G mjög vafasamt að gera ákærða sérstaka refsingu. Mun nær væri að vinna með erfiðleika hans, alvarlegt þunglyndi og þráhyggju og afar mikilvægt að lyfjameðferð og sérhæfð sálfræðimeðferð haldi áfram. Fyrir dómi staðfesti G ofangreindar niðurstöður geðrannsóknar og taldi nýjar upplýsingar um meint brot ákærða gegn brotaþola ekki breyta áliti sínu um beitingu 15. og 16. gr. almennra hegningarlaga. G kvaðst á sínum tíma ekki hafa merkt nein geðrofseinkenni hjá ákærða, en hann væri á hinn bóginn alvarlega þuglyndur og gæti verið me ð einhverfurófsröskun. Ákærði væri mjög sérstakur maður, sem fúnkeri ekki vel í samfélaginu og reynist hann með einhverfu s é erfitt að meðhöndla slíkt . Fangelsisvist henti því illa og væri mun nær að veita ákærða sérhæfða aðstoð sálfræðinga og annarra fagaðila. G bar að nýjar upplýsingar um meint kynferðisbrot ákærða gegn brotaþola bendi til þess að ákærði geti verið haldinn b arnagirnd. VIII. - Málatilbúnaður ákæruvaldsins og ákærða. Ákæruvaldið byggir á því að dómsframburður brotaþola sé í senn greinargóður, ýkjulaus og trúverðugur um það sem gerðist í herbergi ákærða. Sá framburður fái stoð í vætti E félagsráðgjafa og B sy stur ákærða, sem hlýddu á frásögn brotaþola og samrýmist vel skýrslu og dómsvætti F sálfræðings um að brotaþoli hafi orðið fyrir alvarlegu áfalli og þeirri staðreynd að ekkert annað í lífi brotaþola gæti hafa valdið þeim afleiðingum sem sálfræðingurinn lýs ir. Framburður ákærða sé á hinn bóginn óljós og óstöðugur og einkennist af því að hann beri fyrir sig slæmt minni. Framburður hans sé því ótrúverðugur og beri að hafna honum. Að gættum þessum atriðum sé fram komin lögfull sönnun um sekt ákærða samkvæmt ákæ ru. Leggja beri til grundvallar álit G geðlæknis um að ákærði sé sakhæfur í skilningi 15. gr. almennra hegningarlaga. Sami læknir telji hins vegar áhöld um hvort refsing geti borið árangur í skilningi 16. gr. og sé lagt í mat dómsins að kveða endanlega upp úr um það. Að öðrum kosti þyki hæfileg refsing 9 mánaða fangelsi, eftir atvikum skilorðsbundin að hluta eða öllu leyti. Ákærði neitar sök og telur ósannað að hann hafi áreitt brotaþola kynferðislega, en ásetningur verði að ná til allra efnisþátta brot s. Ákærði gengst við því að hafa stundum 9 kitlað brotaþola þegar hún var gestkomandi á heimili hans, en þær snertingar hafi ekki verið af kynferðislegum toga og ákærði aldrei strokið henni um maga eða kynfæri. Ákærði útiloki ekki að brotaþoli hafi misskilið kitlur hans, en það eitt nægi ekki til sakfellingar fyrir kynferðislega áreitni. Orð standi gegn orði um hvað gerðist í herbergi ákærða og beri því að sýkna hann, enda engin ytri sönnunargögn sem styðji frásögn brotaþola og ekki verði byggt á óljósri endu rsögn annarra vitna um hvað eigi að hafa gerst í herberginu . Komi á hinn bóginn til sakfellingar beri að beita úrræðum 16. og/eða 62. gr. almennra hegningarlaga í samræmi við álit G geðlæknis. IX. - Niðurstaða. Samkvæmt 108. gr. laga nr. 88/2008 um meðfer ð sakamála hvílir sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik sem telja má honum í óhag á ákæruvaldinu og verður hann því aðeins sakfelldur að nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum, teljist fram komin um hvert það atriði er varðar sekt, s br. 1. mgr. 109. gr. Metur dómari enn fremur, ef þörf krefur, hvert sönnunargildi þær staðhæfingar hafa sem varða ekki beinlínis það atriði sem sanna skal en ályktanir má leið af um það, sbr. 2. mgr. 109. gr. Samkvæmt 1. mgr. 111. gr. laganna gildir og sú grundvallarregla að dómur skuli reistur á sönnunargögnum sem færð eru fram við meðferð máls fyrir dómi. Af framburði brotaþola, D móður hennar og C móður ákærða er ljóst að brotaþoli var tíður gestur á heimili ákærða á árunum 2012 - 2018. Þar lék hún sér við B frænku sína og systur ákærða, sem er tveimur árum eldri og gisti oft um helgar, sérstaklega frá því er hún var um 5 ára og þar til í kringum 10 ára aldur. Þá er ljóst af framburði brotaþola, C og B að brotaþoli sótti mikið í félagsskap ákærða og var oft ein með honum í herbergi hans. Samkvæmt framburði brotaþola var nær alltaf læst inn til þeirra og samkvæmt vætti B voru dyrnar yfirleitt lokaðar. Af ástæðum sem raktar eru í I. kafla að framan ákvað B vorið 2019 að spyrja brotaþola hvort ákærði hefði ei nhvern tíma snert hana. B greindi frá þessu samtali frænknanna fyrir dómi í desember sama ár, bar að brotaþoli hafi svarað spurningu hennar játandi og sagt ákærða hafa snert brjóst hennar og píku. Við skýrslugjöf fyrir dómi nú í nóvember bar B með líkum hæ tti um að hafa spurt brotaþola hvort ákærði hafi gert henni eitthvað, brotaþoli svarað því játandi og greint frá tilviki þegar ákærði snerti hana. Hún hafi þó ekki sagt hvar og B ekki viljað spyrja hana. Í ljósi þessa framburðar var borin 10 undir B fyrri frásögn fyrir dómi um að ákærði hafi að sögn brotaþola snert brjóst hennar og píku kvaðst B muna eftir þeirri skýrslugjöf, en ekki hvað hún sagði. Svo sem rakið er í II. kafla greindi brotaþoli næst frá framferði ákærða í viðtali við E félagsráðgjafa í nóvember 2019. Stúlkan kvaðst eiga vont leyndarmál, var treg til að segja frá, en trúði svo E fyrir því að ákærði hefði oft brotið gegn henni og yfirleitt byrjað með því að kitla hana, fært svo hönd sína neðar og neðar og á endanum snert píku hennar, bæði innan og utan klæða. Hún sagði þetta hafa gerst á heimili ákærða, byrjað þegar hún var 5 - 6 ára og síðast gerst á árinu 2018. Brotaþoli hefur sjálf lýst því fyrir dómi að hún og ákærði hafi oft legið saman undir sæng í rúmi hans og verið a ð horf a á bíómyndir eða þætti, sem ákærði leyfði henni að velja. Við þessar kringumstæður hafi ákærði byrjað að kitla hana á maganum, en svo farið neðar og neðar og að píku hennar. Ákærði hafi stundum náð að draga buxur hennar niður, en hún þá tosað þær up p og ýmist komið sér undan sænginni eða stokkið fram úr rúminu til að þessu lyki. Hún greindi sérstaklega frá einu tilviki, sem hún sagði hafa verið verst, en þá hafi ákærði náð að losa um buxur hennar, tosað niður nærbuxur hennar og komið við bera píku he en hún náði að hysja upp um sig, stökkva fram úr rúminu og yfirgefa herbergið. Þá harkalega eða eit ákærði hafi verið að snerta hana þegar hún fann til. Að sögn brotaþola bað ákærði hana aldrei um að halda því leyndu sem gerðist í rúminu og sagðist bara ekki hafa treyst sér til að segja til ákærða fyrr en B spurði hana hvort ákærði hefði gert eitthvað á hennar hlut. Henni hafi þó liðið illa yfir þessu og verið hrædd, reið og leið, en ekki sagt neinum frá af ótta við að ákærði færi í fangelsi og það vildi hún ekki. Dómari þessa máls stýrði yfirheyrslu brotaþola í Barnahúsi. Framburður hennar var að áliti dómsins skýr og greinargóður um helstu sakaratriði máls og á sama tíma varfærinn, yfirvegaður og með öllu laus við ýkjur eða stóryrði. Er það mat dómsins að framburður hennar sé trúverðugur . Við skýrslugjöf hjá lögreglu sagði ákærði að hann og brotaþoli hafi oft verið saman uppi í rúmi að horfa á myndir og þætti og hann þá legið undir sæng og hún ofan á sænginni við hlið hans. Stundum hafi verið lokað inn til þeirra, en ekki oft. Fyrir dómi sagði ákærði að hann og brotaþoli hafi ekki oft horft saman á myndir eða þætti uppi í rúmi, en í þau skipti hafi hann yfirleitt legið í rúminu og kvaðst ákærði ekki muna hvar 11 eða hvernig brotaþoli kom sér fyrir í rúminu. Þá kvaðst hann ekki muna hvort hann og/eða hún hafi einhvern tíma verið undir sæng og mundi ekki hvort einhvern tíma hafi verið lokað inn til þeirra. Ákærði þrætti fyrir það, bæði hjá lögreglu og fyrir dómi, að hafa káfað á líkama brotaþola eða snert kynfæri hennar, en mundi eftir að hafa s tundum kitlað hana. Hjá lögreglu sagðist hann hafa kitlað hana undir höndum, á maganum, undir hnésbót og á tánum, en fyrir dómi kvaðst hann einungis hafa kitlað hana undir höndum. Ákærði hefur aldrei viljað eða getað lýst með sjálfstæðum hætti hver voru sa mskipti hans og brotaþola inni í herberginu. Þegar honum hefur verið kynntur framburður brotaþola, meðal annars um að hann hafi snert píku hennar, kveðst hann ýmist ekki eiga minningu um slíkt eða ekki vita hvað hann eigi að segja um framburð hennar og ber því við að hann hafi slæmt minni. Hann hefur aldrei staðhæft að frásögn brotaþola sé röng og ekki boðið fram neinar skýringar á framburði hennar. Með hliðsjón af því sem nú hefur verið rakið og að gættri heildstæðri lýsingu á framburði ákærða í V. og VI. kafla að framan er það álit dómsins að framburður ákærða sé ótrúverðugur og að engu hafandi við úrlausn málsins. Að þessu sögðu telur dómurinn að leggja beri til grundvallar trúverðugan framburð brotaþola, sem fær stoð í vitnisburði B systur ákærða og E f élagsráðgjafa, enda ekkert fram komið í málinu sem gæti hafa gefið brotaþola tilefni til að bera rangar sakir á náfrænda sinn, sem henni þykir enn vænt um. Er þannig sannað, svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa, að ákærði hafi áreitt brotaþola kynferðislega í nokkur skipti, á heimili sínu, með því að strjúka henni utanklæða um maga og kynfæri og í eitt skipti snert kynfæri hennar innanklæða, svo sem honum er gefið að sök í ákæru og þykir háttsemin þar rétt færð til refsiákvæða. Ákærði varð í september 2 012 og brotaþoli í desember sama ár. Fyrir dómi kvaðst brotaþoli halda að hún hafi verið í 1. eða 2. bekk grunnskóla þegar ákærði byrjaði að brjóta gegn henni. Samkvæmt 108. gr. og 1. mgr. 111. gr. laga um meðferð sakamála ber við þann framburð að miða . Að því gættu telst ákærði sannur að því að hafa brotið gegn stúlkunni með greindum hætti á tímabilinu frá ágúst , þá er hún hóf nám í 2. bekk, til og með ársins 2018. Í málinu liggur fyrir sú niðurstaða G geðlæknis að ákærði þekki muninn á réttu og r öngu og hafi verið fær um að stjórna hegðun sinni þegar hann áreitti brotaþola kynferðislega. Er fallist á þá niðurstöðu sérfræðingsins. Að því gættu og með vísan til 15. gr. almennra hegningarlaga er ákærði sakhæfur og verður hann því sakfelldur fyrir þá háttsemi sem lýst er í ákæru. 12 Eins og áður er rakið var útgáfu ákæru á hendur ákærða fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni frestað skilorðsbundið í þrjú ár frá og með 20. ágúst 2019. Brot þau sem ákærði er nú sakfelldur fyrir hrófla í engu við nefndri ákær ufrestun. Samkvæmt framansögðu var ákærði um 17 ára gamall þegar hann byrjaði að brjóta gegn náfrænku sinni, sem sótti í félagsskap hans og naut þess að horfa með honum á myndir og þætti, sem ákærði leyfði henni að velja. Ákærði rauf það traust sem átti að ríkja milli þeirra og misnotaði sér aðstöðu sína og yfirburði í aldri til að brjóta gegn stúlkunni. Með hliðsjón af skýrslu F sálfræðings hjá Barnahúsi og dómsvætti hennar telur dómurinn vafalaust að brotaþoli hafi orðið fyrir alvarlegu sálrænu áfalli af völdum ákærða og það reynst henni þungbært að birgja inni um árabil það sem ákærði gerði á hlut hennar. Þrátt fyrir að teljast sannur að sök um keimlík brot gagnvart systur sinni hefur ákærði aldrei gengist við því að hafa brotið gegn brotaþola. Komi til r efsingar fyrir háttsemina ber samkvæmt ofansögðu að líta til ákvæða 1., 2., 4., 8. og 9. töluliða 1. mgr. 70. gr. og 3. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga, en ákærði á sér engar málsbætur. Í málinu liggur fyrir það álit G geðlæknis að ákærði glími við al varlegt þunglyndi, eigi sér langa sögu um þráhyggju - og sjálfsvígshugsanir og að afar mikilvægt sé að hann fái lyfjameðferð og sérhæfða sálfræðimeðferð til að vinna bug á þeim vanda. Í ljósi þessa og með hliðsjón af 16. gr. almennra hegningarlaga taldi G mjög vafasamt að refsing geti borið árangur. Fyrir dómi áréttaði geðlæknirinn þetta álit og rökstuddi ennfremur með því að ákærði væri mjög sérstakur maður, sem fóti sig illa í samfélaginu , gæti verið m eð einhverfurófsröskun og reynist svo yrði erfitt að meðhöndla slíkt . Fangelsisvist henti því illa og væri mun nær að veita ákærða sérhæfða aðstoð sálfræðinga og annarra fagaðila utan fangelsismúra. Af skýrslu G og framburði fyrir dómi verður ekki ráðið að virk hætta stafi af ákærða. Í 1. mgr. 16. gr. almenn ra hegningarlaga segir að sé maður sá, sem verkið vann, andlega miður sín, svo sem vegna vanþroska, hrörnunar, kynferðislegs misþroska eða annarrar truflunar, án þess að ástandið sé á eins háu stigi og um getur í 15. gr., þá skuli refsa honum fyrir brotið, ef ætla má eftir atvikum og eftir að læknisumsagnar hefur verið leitað, að refsing geti borið árangur. Með hliðsjón af efnislýsingu 1. mgr. 16. gr., áliti G geðlæknis og dómsvætti hans, sem og dómi Hæstaréttar í máli nr. 82/2015, telur dómurinn ákvæði 1. mgr. 16. gr. ekki standa því í vegi að ákærða verði dæmd refsing í málinu. Þykir sú refsing hæfilega ákveðin fangelsi í níu mánuði. Þar sem ákærði var ungur að árum þegar hann braut gegn 13 brotaþola og glím ir við andleg veikindi og ef til vill einhverfurófs röskun þykir eftir atvikum mega ákveða að fresta fullnustu refsingarinnar þannig að hún falli niður að liðnum þremur árum frá dómsbirtingu haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði býr nú í foreldrahúsum, er atvinnulaus og hefur einangrað sig mikið frá samfélaginu. Er á skilorðstímanum brýnt að þar til bærir aðilar stuðli að því að ákærði fái sérhæfða sálfræðimeðferð og að metin verði lyfjaþörf hans. Á sama tíma má ákærði ekki brjóta af sér og telur dómurinn að skilorðsbinding dóm s í málinu geti veitt honum nauðsynlegt aðhald í því sambandi. Rjúfi ákærði skilorð er til þess að líta að samkvæmt 29. gr. laga nr. 15/2016 um fullnustu refsinga skulu fangar njóta sambærilegrar heilbrigðisþjónustu og almennt gildir, sbr. lög um heilbrigð isþjónustu, auk þess sem Fangelsismálastofnun getur samkvæmt 1. mgr. 22. gr. heimilað að fangi sé vistaður um stundarsakir eða allan refsitímann á heilbrigðis - eða meðferðarstofnun. Samkvæmt greindum málsúrslitum ber að taka afstöðu til framlagðrar bótakrö fu í málinu, en hún var birt ákærða 8. október 2020. Hann hefur verið fundinn sekur um kynferðisbrot og á brotaþoli án efa rétt til miskabóta á grundvelli b. liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Við mat á fjárhæð miskabóta er til þess að líta að brot af þessu tagi eru ávallt til þess fallin að valda þeim er fyrir verður vanlíðan og sálrænu tjóni, ekki síst þegar gerandi er nákominn þolanda. Af skýrslu F sálfræðings í Barnahúsi og vætti hennar fyrir dómi verður ekki annað ráðið en að framferði á kærða hafi valdið brotaþola verulegri vanlíðan og að hún kenni sjálfri sér um hvernig fór. Stúlkan glímir við alvarlegt þunglyndi og ber enn sterk merki áfallastreituröskunar, sem verða vart rakin til annars en framferðis ákærða, enda ekki vitað um önnur á föll í lífi brotaþola. Að þessu gættu og með vísan til allra atvika að brotum ákærða þykja miskabætur hæfilega ákveðnar 800.000 krónur. Ber sú fjárhæð vexti samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 1. janúar 2019 til 8. nóvember 2020, en frá þeim degi dráttarvexti samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga til greiðsludags. Samkvæmt 1. mgr. 235. gr. laga um meðferð sakamála skal dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar. Til hans telst 45.000 króna útlagður kostnaður ákæruvalds, þóknun Ástu Bjarkar Eiríksdóttur réttargæslumanns brotaþola hjá lögreglu og fyrir dómi og málsvarnarlaun Einars Odds Sigurðssonar verjanda ákærða við rannsókn og meðferð málsins. Með hliðsjón af eðli og umfangi máls þykir þóknun réttargæslumanns hæfilega 14 ákveðin 458.800 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Með sömu formerkjum og að teknu tilliti til tímaskýrslu verjanda þykja málsvarnarlaun hæfilega ákveðin 1.078.180 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti . Jónas Jóhannsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærði, X , sæti fangelsi í níu mánuði, en fresta skal fullnustu refsingar og hún niður falla að liðnum þremur árum frá dómsbirtingu haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði greiði Y 800.000 króna miskabætur með vöxtu m samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 1. janúar 2019 til 8. nóvember 2020 og með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talda 4 58.800 króna þóknun Ástu Bjarkar Eiríksdóttur réttargæslumanns Y og 1.078.180 króna málsvarnarlaun Einars Odds Sigurðssonar verjanda síns. Jónas Jóhannsson