Héraðsdómur Reykjaness Dómur 8. júlí 2021 Mál nr. S - 755/2021: Héraðssaksóknari (Katrín Hilmarsdóttir aðstoðarsaksóknari) gegn Joshua Ikechukwu Mogbolu (Ómar R. Valdimarsson lögmaður) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 10. júní 2021 er höfðað af héraðssaksóknara með ákæru 30. mars 2021 á hendur Joshua Ikechukwu Mogbolu, kt. [...], með lögheimili að [...], [...], en dvalarstað að [...] í [...], fyrir eftirgreind kynferðisbrot framin á árinu 2020: I. andi dvalarstað sínum í herbergi í kjallara að [...] í [...] , með ofbeldi og ólögmætri nauðung, haft samræði við A, kt. [...] án hennar samþykkis, en ákærði skeytti þv í í engu þó A gréti og bæði hann endurtekið um að hætta, og eftir að A náði að komast undan ákærða og flýja upp á næstu hæð hússins, elti ákærði hana og dró hana niður tröppur og aftur inn í herbergið þar sem hann hafði samræði við hana að nýju, en af þess u hlaut A marblett á innanverðan vinstri upphandlegg, marblett við olnboga og þrjár rispur á hægri framhandlegg og sprungu og roða utan við meyjarhaft og roða í leggöngum. Mál nr. [...] II. Nauðgun, með því að hafa að kvöldi laugardagsins 25. júlí í íbúð að [...] á [...], með ofbeldi og ólögmætri nauðung, haft samræði við B, kt. [...], án hennar samþykkis, en ákærði tók í hönd B og leiddi hana inn á salerni íbúðarinnar þar sem hann læsti hurðinni og girti niður um hana buxurnar og eftir að B tók buxurnar upp um sig aftur snéri ákærði henni við, girti niður um hana að nýju og hafði við hana samræði og skeytti því í engu þó hún hafi endurtekið beðið hann um að hætta, en af þessu hlaut B rifsár við leggangaop og mikinn roða og bólgu í leggöngum. 2 Mál nr. [...] Teljast brot þessi varða við 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Í málinu eru einnig hafðar uppi eftirfarandi einkaréttarkröfur: ...], er þess krafist að ákærða verði gert að greiða henni miskabætur að fjárhæð 2.500.000 kr. auk vaxta skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 1. mars 2020 þar til mánuður er liðinn frá birtingu skaðabótakröfu þessarar en með dráttarvö xtum skv. 1. mgr. 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist þóknunar vegna réttargæslu að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi, að viðbættum virðisaukaskatti á réttargæsluþóknun. Af hálfu B, kt. [...], er þ ess krafist að ákærða verði gert að greiða henni bætur að fjárhæð 2.000.000 kr. auk vaxta skv. 8. gr., sbr. 4. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 25. júlí 2020 til þess dags er mánuður er liðinn frá því að bótakrafa þessi er kynnt ákærða, e n með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist þóknunar vegna starfa réttargæslumanns úr ríkissjóði samkvæmt mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi, að viðbættum virði Ákærði neitar sakargiftum og krefst aðallega sýknu, en til vara vægustu refsingar sem lög leyfa. Hann hafnar bótakröfum og krefst þess aðallega að þeim verði vísað frá dómi, til vara að hann verði sýknaður af þeim, en til þrautavara krefst ha nn verulegrar lækkunar á fjárhæð krafnanna. Loks krefst hann þess að allur skarkostnaður verði greiddur úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun verjanda samkvæmt framlagðri tímaskráningu. Málsatvik I. ákæruliður Samkvæmt skýrslu lögreglunnar á höfuðb orgarsvæðinu var óskað eftir aðstoð lögreglu aðfaranótt 1. mars 2020 að [...] í [...], en þar hafði ung kona knúið dyra og óskað aðstoðar heimilisfólks vegna árásar sem hún sagðist hafa orðið fyrir skömmu áður. Á vettvangi tjáði tilkynnandi og húsráðandi á staðnum lögreglunni að hún hefði vaknað við að bankað var ítrekað á útidyrnar. Þegar hún opnaði hafi ung stúlka staðið þar og óskað eftir lögreglu þar sem henni hefði verið nauðgað í húsnæði þar rétt hjá, og taldi stúlkan að gerandinn væri á eftir henni. Fram kemur í skýrslunni að brotaþoli, A, hafi sjáanlega verið ölvuð, grátbólgin og í miklu uppnámi, en frásögn hennar greinargóð. 3 Brotaþoli var fluttur til skoðunar á Neyðarmóttöku LSH vegna kynferðisofbeldis, og fylgir máli þessu skýrsla læknis og hjúkru narfræðings um réttarlæknisfræðilega skoðun á brotaþola. Þangað kom einnig rannsóknarlögreglumaður sem tók frumskýrslu af brotaþola. Sagðist henni svo frá að hún hefði fyrr um nóttina hitt þeldökkan karlmann inni á skemmtistaðnum [...] bar. Hafi þau farið heim til hans með leigubíl, en ekki kvaðst hún muna mikið eftir ferðinni sökum ölvunar. Þó kvaðst hún minnast þess að þau hafi farið niður tröppur og inn í lítið herbergi í kjallara á húsi. Þar hafi maðurinn klætt hana úr fötunum með því að hneppa buxunum niður á meðan þau hafi staðið og verið að kyssast. Hafi hann svo ýtt henni niður í rúmið, klætt hana úr bolnum og strax byrjað að hafa við hana samfarir í leggöng. Hafi henni þótt það mjög vont, og svo verra og verra, uns hún byrjaði að gráta. Hafi hún ítr ekað beðið hann á ensku um að hætta, en hann ekki orðið við því. Skyndilega hætti hann þó og hafi hún sloppið frá honum og skriðið upp tröppur sem lágu frá kjallaranum upp á næstu hæð. Þar hafi hún barið á læstar dyr og öskrað á hjálp, en án árangurs. Þess í stað hefði maðurinn komið á eftir henni og dregið hana niður stigann með valdi og aftur inn í herbergið, þar sem hann setti hana í rúmið og hélt áfram að hafa við hana samræði. Kvaðst hún hafa haldið að hún myndi deyja og hafi verið orðin máttlaus og hr ædd, en vonaðist eftir að hann fengi sáðlát sem fyrst svo að þessu lyki. Skyndilega hafi hann hætt og hún þá staðið upp og klætt sig í buxurnar og annan sokkinn og hlaupið út úr herberginu og út úr húsinu. Þegar út var komið kvaðst hún hafa bankað á dyr í nokkrum húsum til þess að óska eftir aðstoð áður en opnað var fyrir henni að [...]. Aðspurð sagðist brotaþoli hvorki vita nafnið á geranda né frá hvaða landi hann væri, en sagði að samskipti þeirra hefðu farið fram á ensku. Brotaþoli gaf lögreglunni upp n afn vinkonu sinnar, sem var að skemmta sér með henni fyrr um kvöldið. Náði lögreglan símasambandi við hana og lýsti hún útliti meints geranda, sem hún sagði þá vera í miðbænum. Nokkru síðar fann lögreglan meintan geranda, ákærða í máli þessu, utan við skem mtistaðinn [...] bar. Tekið er fram í frumskýrslu að þegar hann var færður í lögreglubifreiðina hafi hann spurt hvort þetta væri út af stelpunni sem hann hefði farið með. Er þar haft eftir honum að hann hafi hitt stelpu á [...] bar og eftir stutta stund ha fi þau farið heim til hans að [...] og stundað kynmök með samþykki hennar. Þegar samförum lauk hafi stelpan orðið flóttaleg og viljað komast heim til sín. Því hefði hann klætt sig og ætlað að fylgja henni út, en hún þá hlaupið út. Ekki kvaðst hann hafa séð að stúlkan væri í uppnámi, en tók þó sérstaklega 4 fram að hún hefði hlaupið út. Eftir þetta sagðist hann aftur hafa farið niður í miðbæ og á [...] bar, en verið á heimleið þegar lögreglan tók hann tali. Ákærði var yfirheyrður af lögreglu 1. mars 2020 og a ftur 18. maí 2020. Haft er þar eftir honum að hann hafi hitt brotaþola á [...] bar aðfaranótt 1. mars. Hafi þau spjallað saman, drukkið, dansað, kysst og snert hvort annað í u.þ.b. hálftíma. Brotaþoli hafi spurt hvar hann byggi og sagt að hún vildi koma me ð honum heim til hans. Hafi þau tekið leigubíl að heimili hans, [...]. Í bílnum hafi brotaþoli sagt að hún ætlaði að stunda kynlíf með honum. Þegar inn var komið hafi þau haldið áfram að kyssast og klætt sig úr fötum. Brotaþoli hafi legið á bakinu í rúminu og hafi þau haft samfarir í um 10 mínútur, eða þar til ákærði fékk sáðlát í leggöng brotaþola. Hafi brotaþoli tekið fullan þátt í samförunum. Sérstaklega aðspurður neitaði ákærði því að brotaþoli hefði kvartað undan samförunum eða grátið. Eftir þetta hefð u þau hvílst um stund og síðan aftur byrjað að kyssast og hafa samfarir, sem ákærði taldi að hafi staðið í u.þ.b. 25 mínútur. Brotaþoli hafi þá sagt honum að hætta og kvaðst vilja fara á snyrtinguna. Hafi hann þá hætt og brotaþoli farið nakin að neðan út ú r herberginu. Í stað þess að fara á snyrtinguna hafi brotaþoli hlaupið upp stiga að annarri hæð hússins. Þar hafi hann sótt hana grátandi og öskrandi og sagt henni að hún gæti ekki farið svona út. Hafi hann þurft að beita hana afli og borið hana aftur inn í herbergið þar sem hann hafi hjálpað henni að klæða sig. Eftir það hafi hún hlaupið út úr húsinu. Sjálfur hafi hann einnig klætt sig og ætlað að fylgja henni út, en ekki verið nægilega fljótur. Hafi brotaþoli verið á bak og burt þegar hann kom út. Ákvað h ann því að fara aftur í bæinn og inn á [...] bar til að kanna hvort brotaþoli hefði farið þangað. Ákærði neitaði því að brotaþoli hafi einhvern tíma gefið til kynna að hún væri mótfallin samförunum og tók fram að hún hafi sjálf átt frumkvæði að þeim. Hins vegar sagði hann að í seinni samförunum hafi hún sagt að hún vildi ekki meira og hafi hann þá hætt. Þá neitaði hann því að hafa klætt hana úr og ýtt henni í rúmið þegar þau komu inn í herbergið. Jafnframt neitaði hann því að brotaþoli hefði fljótlega beði ð hann um að hætta þar sem henni þætti þetta vont. Þvert á móti hafi hún stunið og kysst hann á meðan á samförum stóð. Loks sagði hann það alger ósannindi að hann hefði haft samræði við brotaþola eftir að hún hafði farið nakin út úr herberginu og upp tröpp urnar að annarri hæð hússins, og hann borið hana niður í herbergið. Brotaþoli var yfirheyrð öðru sinni af lögreglu 4. mars 2020. Framburður ákærða og vitna fyrir dómi 5 Ákærði kvaðst hafa komið hingað til lands árið 2016, sem [ ...] frá [...] . Sagðist hann hafa farið á [...] bar aðfaranótt 1. mars 2020 ásamt vini sínum, C. Þeir félagar hafi pantað sér drykk á barnum og staðið þar þegar brotaþoli hafi komið og talað við hann og spurt ýmissa spurninga, en ekki kvaðst hann fyrr hafa hitt brotaþol a. Eftir að hafa lokið við drykkina hafi þau farið á dansgólfið og dansað, en einnig hafi þau kysst og snert hvort annað. Að liðnum um 20 mínútum hafi hún spurt hvar hann ætti heima, og þegar hann svaraði því hafi hún beðið hann um að taka sig heim til han s. Hafi þau gengið út af skemmtistaðnum og leitað að leigubíl. Brotaþoli hafi þá sagt honum að hún vildi stunda kynlíf með honum þegar heim væri komið. Í leigubílnum hafi þau einnig verið að kyssast og snerta hvort annað. Brotaþoli hafi borgað leigubílinn, en síðan hafi þau farið saman inn í húsið og herbergi hans. Þar hafi þau haldið áfram að kyssast og klætt hvort annað úr fötunum í flýti. Hún hafi legið á bakinu í rúminu og hann fyrst sleikt sköp hennar og sett fingur í leggöng áður en hann setti liminn í leggöngin og hóf samfarir. Sagði hann að bæði hafi þau notið samfaranna og hafi hann fengið sáðlát í leggöng hennar eftir u.þ.b. 20 til 30 mínútur. Eftir það sagði hann að þau hafi tekið sér smá hlé og kúrað, um þrjár mínútur að hann taldi, áður en þau b yrjuðu aftur að hafa samfarir á sama hátt og áður. baðherbergið, og hafi hann þá hætt um leið. Hafi hann opnað herbergisdyrnar og sest niður á rúmið. Í stað þess að f ara á baðherbergið sagðist ákærði hafa séð brotaþola hlaupa nakin upp stiga sem liggur að næstu hæð. Aðspurður neitaði hann því að hún hafi verið grátandi þegar hún fór út úr herberginu. Þar sem hann taldi að hún hefði villst sagðist hann hafa hlaupið á ef tir henni og sagt að hún yrði að klæða sig. Hafi hann komið að henni í stiganum þar sem hún hafi þá verið grátandi og öskrandi og reynt að opna þar dyr. Ekki sagðist hann vita af hverju hún hafi hlaupið upp stigann og reynt að opna dyrnar, en taldi að hún hafi þá verið þreytt á kynlífinu og viljað flýja hann, eða að hún hafi skyndilega áttað sig á því hvar hún væri og henni hafi liðið illa í herberginu. Til að fá hana niður úr stiganum og róa hana sagðist ákærði hafa þurft að halda henni fastri í fanginu og koma henni þannig aftur niður í herbergið. Hafi hún grátið og öskrað og sagst vilja fara. Þegar þangað var komið sagðist ákærði ekki hafa viljað stunda kynlíf lengur og neitaði því að hafa haft samfarir þá við brotaþola. Þess í stað hafi hann hjálpað henn i að klæða sig, en beðið hana um að bíða þar til hann væri klæddur, þar sem hann bjóst við að hún ætlaði aftur á [...] bar eða heim til sín. Hún hafi hins vegar hlaupið út og í burtu, en hann farið á [...] bar. 6 Ekki sagðist ákærði hafa verið ölvaður í umr ætt sinn. Ekki kvaðst hann heldur hafa veitt því athygli að brotaþoli væri ölvuð þegar þau hittust á barnum. Hins vegar hafi hann tekið eftir því að hún var ölvuð þegar þau komu í herbergi hans. Ekki kvaðst hann hafa spurt brotaþola hvort hún vildi hafa ky nmök og sagði það ekkert hafa verið rætt þegar þau komu inn í herbergið. Hins vegar sagði hann að brotaþoli hafi sýnt meiri áhuga en hann á kynlífi, enda hafi hún sagt, bæði þegar þau voru að leita að leigubíl og í leigubílnum sjálfum, að hún vildi að hann hefði við hana samfarir. Sagði hann að brotaþoli hafi notið mjög fyrri samfaranna og virst mjög ánægð, hún hafi sjálf ráðið stellingunni, stunið, kysst hann og haldið utan um hann og tekið fullan þátt í samförunum, en neitaði því að hún hafi kvartað eða g rátið meðan á þeim stóð, eða beðið hann um að hætta. Í síðara skiptið, þegar þau höfðu hvílst um stund eftir fyrri samfarir þeirra, sagðist ákærði hafa spurt brotaþola hvort hún vildi aftur stunda kynlíf og hafi hún ekki svarað því berum orðum, en þó ekki verið því fráhverf. Sérstaklega aðspurður neitaði ákærði því að brotaþoli hafi grátið þegar hún bað hann í síðara skiptið um að hætta samförunum, og bætti því við að hún hafi aldrei grátið meðan á samförum stóð. Loks var borinn undir ákærða framburður brot aþola í lögregluskýrslu, þess efnis að í fyrri samförum þeirra hafi hún ýtt á ákærða til þess að fá hann til að hætta, en hann þá snúið henni við og haft við hana samræði þegar hún lá á maganum, og sagði ákærði það ekki rétt. Sagðist hann ekki sjálfur hafa snúið henni á magann, þvert á móti hafi hún sjálf snúið sér á magann og hafi hann þannig haft við hana kynmök. Þetta hafi hins vegar verið í síðara skiptið sem þau höfðu samfarir. Brotaþoli lýsti fyrst komu sinni á [...] bar, þar sem hún kvaðst hafa séð ákærða. Hafi henni fundist hann sætur og hafi þau farið að dansa og kyssast og káfa hvort á öðru. Hún hafi verið búin að drekka nokkra bjóra og hvítvín áður en hún kom á barinn, en sagðist muna atvik vel. Síðan hafi þau ákveðið að fara heim til ákærða til að stunda kynlíf, og sagði brotaþoli aðspurð að hún hafi sjálf stungið upp á því. Þangað hafi þau tekið leigubíl, sem hún borgaði. Í leigubílnum hafi þau haldið áfram að kyssast og káfa hvort á öðru. Þegar komið var heim til ákærða hafi þau farið saman inn í kjallaraherbergi, hún klætt sig úr buxunum, en ekki úr að ofan, og hann klætt sig úr sínum buxum og þau byrjað að stunda kynlíf í leggöng. Hún hafi legið á bakinu en hann ofan á henni við rúmstokkinn, en ekki minntist hún þess að hann hefði áður veitt h enni munnmök. Til að byrja með kvaðst hún hafa verið samþykk kynmökunum og hafi henni í fyrstu þótt þau í lagi, en fljótlega hafi henni þótt þau harkaleg og vond, og svo mjög sársaukafull að hún 7 fa honum til kynna að hann þyrfti að slaka á og reyndi um leið að setjast upp og ýta honum af sér. Einnig kvaðst hún hefði snúið henni við þegar hún reyndi að setjast up p, og þannig haft samræði við hana aftan frá í leggöng. Taldi hún víst að ákærði hafi skilið að hún vildi ekki frekara kynlíf, og þá sérstaklega þegar hún fór að gráta. Hann hafi þó ekki hætt, en sjálfri hafi henni fundist hann hlæja að sér þegar hún fór a ð gráta. Skyndilega hafi ákærði þó hætt og hafi hún þá hlaupið grátandi út úr herberginu, nakin að neðan, og upp tröppur þar sem hún bankaði á dyr, öskraði og hrópaði á hjálp. Hafi hún orðið mjög hrædd þegar hún vissi að ákærði kom á eftir henni. Virtist h enni hann glotta þegar hann kom og tók hana í fangið, hélt á henni grátandi niður stigann og bar hana aftur inn í herbergið. Síðan lagði hann hana í rúmið, fyrst á magann og hafði við hana samræði, en sneri henni svo á bakið og hélt áfram. Kvaðst hún hafa grátið á meðan og fundið til í kynfærunum og í hálsinum, þar sem hann hefði sett aðra höndina fast á háls hennar þegar hann hafði við hana samræði. Að lokum hafi hann hætt og hún þá klætt sig í buxurnar, annan sokkinn og skó og hlaupið út úr húsinu eftir a ð ákærði opnaði fyrir henni útidyrnar. Virtist henni ákærði þá ógnandi. Aðspurð neitaði brotaþoli því að ákærði hafi leitað samþykkis hennar fyrir kynmökum, hvorki áður en þau hófu kynlíf í fyrra skiptið, né í síðara skiptið, þegar hann hafði borið hana ú r stiganum inn í herbergið. Hins vegar hafi hún í fyrstu ekki verið mótfallin fyrri kynmökunum. Einnig neitaði hún því að hafa sagt ákærða að hún þyrfti að fara á baðherbergið þegar hún fór út úr herberginu eftir fyrri samfarirnar. Hún hafi þá aðeins verið að hugsa um að komast í burtu frá honum. Þá sagðist hún ekki muna hvað hún hefði sagt við hjúkrunarfræðing á Neyðarmóttökunni þegar henni var ekið þangað, enda hafi hún þá verið í sjokki. Þannig mundi hún ekki eftir því að hafa sagt að ákærði hefði veitt henni munnmök og stungið fingri í leggöng hennar, né að hún hefði haft munnmök við hann. Loks var brotaþoli að því spurð hvort hún myndi eftir því að hafa sagt við húsráðanda að [...] að henni hafi verið haldið fanginni í tvo sólarhringa, og játaði hún því , en bætti við að á þeim tíma hafi henni liðið þannig. Undir brotaþola voru jafnframt bornar ljósmyndir af munum sem lögreglan fann á vettvangi að [...] , annars vegar af armbandi sem fannst slitið í tröppum sem liggja frá kjallara hússins að dyrum að næstu hæð fyrir ofan, en hins vegar af svörtum stuttsokki sem fannst í rúmi ákærða, og sagðist brotaþoli eiga hvort tveggja. 8 Vitnið D , tvíburasystir brotaþola, kvaðst hafa verið með systur sinni á [...] bar umrætt kvöld, en systir hennar hafi þar einnig verið með vinum sínum. Hafi þau öll verið nokkuð ölvuð, en hress. Þar hafi systir hennar hitt mann sem vitnið kvaðst ekki hafa séð áður. Minntist vitnið þess að hún hafi þá spurt systur sína hvað hún væri að spá, og hafi brotaþoli svarað því til að hún væri að fara heim með þessum manni. Sagðist hún hafa tekið loforð af systur sinni um að hún færi ekki út af staðnum án þess að láta hana vita. Nokkru síðar hafi systir hennar og þessi maður þó farið af barnum, en ekki kvaðst hún hafa vitað hvert þau ætluðu og hafi brotaþoli ekki kvatt hana. Síðar um nóttina hafi brotaþoli hringt í hana og sagt henni að hún væri á Neyðarmóttökunni, auk þess sem hún hafi greint henni frá því sem gerst hafði. Aðspurð um líðan brotaþola eftir atvikið sagði vitnið að hún væri önnur mann eskja en hún var. Nú væri hún hrædd og félagsfælin og hafi þurft að fara í ótal samtalsmeðferðir. Vitnið E , vinkona brotaþola, kvaðst hafa komið á [...] bar þetta kvöld, ásamt brotaþola, tvíburasystur hennar og F og hafi þær allar verið mjög mikið í glasi , líklega á skalanum 6,5 - 7. Hafi hún séð brotaþola og ákærða dansa, en ekki sagðist hún hafa séð andlit ákærða. Ekki sagðist hún heldur hafa séð brotaþola og ákærða yfirgefa staðinn. Spurð um líðan brotaþola eftir þetta kvöld sagði vitnið að mjög þungt ha fi verið yfir henni á tímabili og hafi brotaþoli greint henni frá því sem gerðist. Vitnið F , einnig vinkona brotaþola, sagðist hafa farið að skemmta sér með vinkonum sínum á áðurnefndum bar. Ekki sagðist hún vita um ölvunarástand brotaþola. Hins vegar kva ðst hún hafa séð brotaþola og ákærða saman á barnum, en ekki þegar þau fóru út. Vitnið G greindi frá því að hún hafi vaknað aðfaranótt 1. mars 2020 við það að bankað var á útidyrnar og dyrabjöllu hringt á heimili hennar að [...] í [...] . Fyrir utan hafi staðið ung kona í mjög miklu uppnámi og beðið um að henni yrði hleypt inn. Hafi hún auðsjáanlega verið hrædd, öll titrað og sagt að einhver væri að elta hana. Einnig hafi hún greinilega verið að gráta, þar sem farðinn á andliti hennar hafi verið úti um all t. Þegar inn var komið hafi hún sagt að henni hafi verið haldið og nauðgað í einhverju húsi í nágrenninu, og sagðist vitnið aðspurt minnast þess að brotaþoli hafi nefnt að það hafi staðið í tvo sólarhringa. Kvaðst vitnið hafa beðið son sinn, sem einnig bjó á heimilinu, um að hringja í lögregluna. Sonurinn, H , gaf einnig skýrslu fyrir dóminum, og sagðist muna atvik. Umrædda nótt kvaðst hann hafa heyrt mjög fast bankað á útidyrnar. Hafi 9 móðir hans farið til dyra og hleypt inn ungri konu sem virtist mjög fegin að opnað hafi verið fyrir henni. Sagðist hún áður hafa bankað á margar dyr, án árangurs. Hafi henni augljóslega liðið mjög illa og verið grátandi og hafi sagt að henni hafi verið nauðgað af erlendum manni og haldið nauðugri í tvo sólarhringa. Taldi hann s ig muna að hún hafi verið ölvuð og rámaði í að hafa fundið áfengislykt af henni. Vitnið I læknir sagðist hafa skoðað brotaþola er hún kom á Neyðarmóttöku LSH vegna kynferðisofbeldis aðfaranótt 1. mars 2020, og ritað um það skýrslu sem liggur fyrir í máli nu. Með skýrslunni fylgi aðdragandasaga vegna komu sjúklingsins, sem hann hafi ritað eftir samantekt hjúkrunarfræðings og frásögn brotaþola, svo og mat hans tilfinningalegu ástandi brotaþola. Kvaðst hann hafa lýst því þannig að hún væri í losti, óttaslegin og í hnipri, en frásögn hennar væri skýr um það sem hún muni. Þá gerði vitnið grein fyrir sjáanlegum áverkum á brotaþola, annars vegar marblettum á handleggjum sem hann telur vera eftir fingur, en hins vegar 8 mm rispu með roða í kring sem hann greindi vi ð skoðun á kynfærum hennar, nánar tiltekið ofanvert og innan á hymen - kanti, þ.e. efsta hluta leggangaops, innan skapabarma . Taldi vitnið aðspurt að roðinn gæti stafað af núningi, annað hvort vegna fingurs eða beinna samfara. Þá taldi hann vafalaust að sú rispa sem hann greindi ylli konu sviða og sársauka við samfarir, og bætti því við að sér þætti ólíklegt að kona með þannig áverka vildi sjálfviljug hafa samfarir. Vitnið J hjúkrunarfræðingur gaf skýrslu í gegnum fjarfundarbúnað, en hún annaðist móttöku á brotaþola við komu á neyðarmóttökuna, ritaði frásögn hennar af atvikum og mat andlegt og líkamlegt ástand hennar. Er skýrs la vitnisins meðal gagna málsins og staðfesti vitnið skýrsluna. Vitnið K sálfræðingur greindi frá því að hún hefði alls 14 sinnum átt viðtöl við brotaþola frá mars 2020 til þessa dags. Í fyrsta viðtali hafi brotaþoli lýst mikilli vanlíðan, svefnerfiðleik um, skertri matarlyst og sjálfsvígshugsunum, auk þess sem minningar um atburðinn hafi sótt á hana og hún hafi verið vör um sig. Síðar hafi hún greinst með áfallastreituröskun og nefndi vitnið í því sambandi miklar endurminningar tengdar atburðinum, martrað ir, mikil forðunareinkenni, breytingar í hugsun og tilfinningum, sviðsskömm, sjálfsásökun, neikvætt viðhorf gagnvart karlmönnum, svefnerfiðleika og árveknisviðbrögð. Sagði vitnið að brotaþoli hafi í viðtölum ávallt verið trúverðug og samkvæm sjálfri sér í frásögn og lýsti því hvaða þætti væri stuðst við í slíku mati. Jafnframt sagði vitnið að brotaþoli væri nú í ágætum bata, en vera kynni að einhvern tíma 10 síðar kynnu atvik að vekja upp óþægilegar minningar hjá henni. Í lok yfirheyrslunnar staðfesti vitnið v ottorð sitt, en það er meðal framlagðra gagna, dagsett 19. apríl 2021. Vitnið C sagðist vera vinur ákærða og hafi þeir farið saman á [...] bar umrætt kvöld. Hafi þeir staðið við barinn þegar stúlka, brotaþoli, vék sér að vini hans, ákærða, og fór að kyssa hann og vildi fá hann á dansgólfið. Vinkona brotaþola, F , hafi þá einnig viljað fá vitnið á dansgólfið og þar hafi hún kysst og dansað við hann. Seinna hafi ákærði komið til hans og sagt að brotaþoli ætlaði að koma heim með honum. Eftir það hefði ákærði og brotaþoli farið af barnum, en vitnið orðið þar eftir, ásamt F . Sagði vitnið að F hafi viljað koma heim með honum, en hann sagt henni að hann ætti ekki heimili í borginni og þyrfti þá að bíða þar til ákærði kæmi aftur á barinn og lánaði honum lykil að íbúð sinni, enda hefði ákærði sagt honum áður en hann fór að hann kæmi aftur á barinn. Ákærði hafi síðar komið aftur, afhent honum lykilinn og sagt að stúlkan sem hann hefði farið með heim hefði hlaupið í burtu. Sagði vitnið að báðir hafi þeir orðið hissa á þe irri hegðun brotaþola. Loks gaf skýrslu fyrir dóminum lögreglumaður sem fyrstur kom á vettvang að [...] og ritaði frumskýrslu í málinu, svo og rannsóknarlögreglumaður sem tók framburðarskýrslu af brotaþola á Neyðarmóttökunni. Í máli þeirra beggja kom fram að brotaþoli hafi sjáanlega verið ölvuð, grátið mikið og í miklu uppnámi, en gefið greinargóða lýsingu á því sem gerst hefði. Báðir staðfestu lögreglumennirnir skýrslur sínar. Einnig gaf skýrslu lögreglumaður sem handtók ákærða aðfaranótt 1. mars 2020 og s kráði framburð hans í dagbók lögreglukerfisins, LÖKE. Var skráningin borin undir vitnið og staðfesti hann það sem þar er ritað. Forsendur, sönnunarmat og niðurstaða Samkvæmt þessum ákærulið er ákærði sakaður um nauðgun aðfaranótt 1. mars 2020 á þáver andi dvalarstað sínum í [...] , með því að hafa með ofbeldi og ólögmætri nauðung haft samræði við brotaþola, án hennar samþykkis, og með þeim hætti sem nánar er lýst í verknaðarlýsingu ákæruliðarins. Ákærði neitar sök og krefst aðallega sýknu. Hér að framan hefur verið gerð grein fyrir málsatvikum eins og þau liggja fyrir samkvæmt lögregluskýrslum, en einnig rakinn framburður ákærða, brotaþola og annarra vitna sem komu fyrir dóminn til skýrslugjafar. Í málinu liggur einnig fyrir skýrsla læknis um réttarlækni sfræðilega skoðun á brotaþola við komu hennar á Neyðarmóttöku, sem og móttökuskýrsla hjúkrunarfræðings sem ritaði frásögn brotaþola af atvikum og annaðist mat á andlegu og líkamlegu ástandi hennar. Bæði gáfu þau skýrslu fyrir dóminum, 11 svöruðu spurningum sa kflytjenda og staðfestu skýrslur sínar. Í móttökuskýrslu hjúkrunarfræðingsins kemur fram að brotaþoli hafi komið á neyðarmóttöku kl. 03:50 1. mars 2020. Síðan skráir hjúkrunarfræðingurinn frásögn brotaþola af meintu broti orðrétt þannig: sér með systir sinni og hitti aðrar tvær vinkonur í gærkveldi. Fengu sér í glas. Fóru fyrst á [...] og eftir það á [...] b ar um kl. 01. Hittir geranda þar, man ekki hvernig, man að hún var að drekka einn drykk meðan þau töluðu saman. Keypti þann drykk sjá lf. Byrjuðu eitthvað smá að kela. Eftir það er hún ekki viss, en samkvæmt heimabanka 02:22 og er bíllinn þá staddur við [...] . Fóru í herbergi í kjallara sem hann virtist leigja, ca 10 fm. Hann lyftir henni strax á rúmið og byrjar að klæða hana úr buxunum. Henni fannst þetta strax vont, hún vildi ekki snertinguna frá honum. Hún hljóðaði vegna sársauka, hann jók frekar á við hana, fór niður og sleikti kynfæri sem var líka sárt. Hún hélt áfram að hljóða, þetta var allt sárt, hún sagði ái, fór að gráta, bað ha nn að stoppa en hann hélt áfram. Öll atlot voru harkaleg, hún réði ekki við að losa sig eða spyrna á móti. Stóð yfir í talsverðan tíma að henni fannst, fannst þetta líða mjög hægt. Allt í einu stoppaði hann, þannig hún rauk á stað í nærbuxur og hljóp af st að útúr herberginu og inn á stigaganginn og kallaði á hjálp en engin svaraði. Telur að það hafi verið 2 hurðar en engin svaraði. Þá kemur hann á eftir henni og dregur hana aftur inn í herbergið. Hann dregur hana inn í herbergið, hendir henni á rúmið, dregu r af henni fötin að neðan og neyðir á hana samfarir á ný. Aftur mjög sárt, hún biður hann að stoppa, er orðin mjög hrædd og grætur mikið. Bíður svo eftir að hann vonandi klári sig. Það virðist ekki gerast. Allt í einu hættir hann, hún er hágrátandi, klæðir sig í einn sokk, skó og Í skýrslu sinni tekur hjúkrunarfræðingurinn fram að brotaþoli þekki ekki geranda og muni ekki nafn hans, en hann sé dökkur, meðalhár, grann ur og sterkbyggður. Loks segir þar að brotaþoli hafi virst allsgáð og gefið skýra og góða sögu, en verið grátgjörn, með hroll, vöðvaspennu, of hraða öndun, öran hjartslátt og þreytt. Í þágu rannsóknar málsins voru tekin blóð - og þvagsýni úr brotaþola og á kærða til alkóhólákvörðunar. Samkvæmt niðurstöðu Rannsóknastofu í lyfja - og eiturefnafræði og Ákærði og brotaþoli þekktust ekki áður en þau hittust á [...] bar aðfaranótt 1. mars 2020 og ákváðu að fara heim til ákærða í því skyni að stunda kynlíf. Ekki er um það deilt 12 að brot aþoli átti frumkvæði að þeirri hugmynd. Tóku þau leigubíl saman, og má sjá af skjáskoti af síma brotaþola, sem greiddi fyrir leigubílinn, að þau komu að heimili ákærða að [...] kl. 02:22. Í skýrslu rannsóknarlögreglumanns sem tók frumskýrslu af brotaþola á Neyðarmóttöku LSH er tekið fram að hann hafi verið kallaður út kl. 03:30 þessa nótt, og má af því ráða að brotaþoli hafi dvalið á heimili ákærða í innan við klukkustund, en eins og fram er komið hljóp brotaþoli út af heimili hans um nóttina og bankaði á útidyr nokkurra húsa í nágrenninu, allt þar til opnað var fyrir henni að [...] . Sýnt þykir og að brotaþoli hafi verið talsvert mikið ölvuð þegar atvik gerðust, en eins og fram er komið mældi Rannsóknastofa í lyfja - og eiturefnafræði magn alkóhóls í blóðsýn i brotaþola og vinkonu hennar, sem báðar voru með brotaþola á barnum og báru um ölvunarástand hennar á þeim tíma, auk þess sem brotaþoli greindi sjálf frá því í skýrslu sinni hjá lögreglu að hún hafi verið frekar ölvuð þegar hún yfirgaf [...] bar og giskaði á töluna 8,5 á mælikvarðanum 1 - 10. Því mundi hún hvorki þegar hún og ákærði gengu saman út af barnum, né ferðinni í leigubílnum að heimili hans. Fyrir dómi kvaðst ákæ rði hins vegar ekki hafa veitt því athygli að brotaþoli væri ölvuð þegar þau hittust á barnum, en sagðist hins vegar hafa tekið eftir því þegar þau komu inn í herbergi hans. Aðspurður kvaðst hann sjálfur ekki hafa verið ölvaður. Ákærði og brotaþoli eru ein til frásagnar um það sem gerðist í herberginu umrædda nótt og er framburður þeirra um fjölmargt ósamrýmanlegur, bæði í skýrslu þeirra hjá lögreglu, en einnig hér fyrir dómi. Fyrir vikið ræðst niðurstaða málsins af mati á trúverðugleika framburðar hvors þe irra um sig og hvort sá framburður samrýmist öðrum gögnum málsins. Byggir ákæruvaldið á því að frásögn brotaþola af atvikum sé trúverðug, skýr og staðföst og í fullu samræmi við rannsóknargögn og vætti þeirra vitna sem komu fyrir dóminn. Því beri að leggja framburð hennar til grundvallar sem sönnun fyrir þeirri háttsemi sem ákærða er gefin að sök. Sýknukrafa ákærða byggist hins vegar á því ákæruvaldinu hafi ekki tekist að færa fram óyggjandi sönnur fyrir sekt hans, og vísar þá sérstaklega til þess að brotaþ oli hafi verið svo ölvuð umrætt sinn að jafna megi - dómgreindarleysi. Fyrir vikið sé lítt mark takandi á framburði hennar og frásögn af atvikum, auk þess sem lýsing hennar á því se m hún telur að gerst hafi sé sumpart óljós og í innbyrðis ósamræmi. Í því sambandi nefnir ákærði lýsingu brotaþola á ölvunarástandi hennar, upphafi samfaranna, hvernig og hvenær hún hafi gefið ákærða til 13 kynna að hann ætti að hætta samræðinu, hvernig hún h afi verið klædd þegar hún hljóp út úr herberginu og upp stigann að næstu hæð hússins, svo og fyrstu frásögn hennar af atvikum við húsráðanda að [...] . Jafnframt er á því byggt að rannsókn málsins sé ábótavant þar sem ekki hafi verið rannsökuð ætluð flóttal eið brotaþola frá heimili ákærða að [...] . Þrátt fyrir töluverða og óumdeilda ölvun brotaþola umrætt sinn kvaðst hún fyrir dómi muna atvik vel og lýsti atburðarásinni ítarlega eftir að komið var í herbergi ákærða. Var lýsing hennar í öllum aðalatriðum sam hljóða frásögn hennar hjá lögreglu og á Neyðarmóttöku, en allir sem ræddu við hana skömmu eftir atvikið og rituðu um það skýrslu báru um það að saga hennar hafi verið skýr og hún gefið greinargóða lýsingu á því sem gerst hafði. Ekkert kemur þar fram sem bent getur til þess að brotaþoli hafi á þeim tíma sem atvik gerðust ve rið í því óminnisástandi sem ákærði heldur fram, né að hún hafi sagt ósatt í því skyni að fegra hlut sinn. Þá samrýmist málsvörn ákærða um slíkt ölvunarástand brotaþola ekki áðurgreindum ummælum hans sjálfs fyrir dómi, þar sem hann kvaðst ekki hafa veitt þ ví athygli að brotaþoli væri ölvuð þegar þau hittust á barnum, en sagðist hins vegar hafa tekið eftir því þegar þau komu inn í herbergi hans. Hafi ölvunarástand brotaþola engu að síður verið með þeim hætti sem hann heldur nú fram firrir það eitt ákærða ekk i refsiábyrgð, en vekur þvert á móti upp áleitnar spurningar um hvers vegna hann hafi fallist á að hafa við hana samræði í slíku ástandi þar sem verulegur vafi hlaut þá að leika á um samþykki hennar fyrir þátttöku í kynmökum. Og jafnvel þótt benda megi á n okkur atriði í frásögn brotaþola þar sem misræmis eða ónákvæmni gætir telur dómurinn þau engu skipta þegar lagt er mat á hvort nægileg sönnun sé fram komin um þá háttsemi sem ákærði er hér sakaður um. Hinu sama gegnir um lýsingu brotaþola þegar hún í miklu uppnámi og grátbólgin tjáði húsráðanda að [...] að henni hafi verið nauðgað og haldið nauðugri í tvo sólarhringa í einhverju húsi þar í nágrenninu. Er hér minnt á að brotaþoli viðurkenndi fyrir dómi að sú lýsing hafi ekki átt við rök að styðjast, en bætt i við að henni hafi hins vegar liðið þannig á þeirri stundu. Með vísan til ofanritaðs ber að hafna fullyrðingu ákærða um að brotaþoli hafi á þeim tíma sem hér um ræðir verið svo ölvuð að jafna megi til óminnisástands og frásögn hennar þar af leiðandi ótrúv erðug og að engu hafandi. Þá getur dómurinn ekki fallist á þau rök ákærða að rannsókninni hafi verið ábótavant af þeirri ástæðu að flóttaleið brotaþola hafi ekki verið rannsökuð sérstaklega, enda verður með engu móti séð að slík rannsókn hefði þýðingu við úrlausn málsins. 14 Fyrir dómi neitaði brotaþoli því aðspurð að ákærði hafi leitað samþykkis hennar fyrir kynmökum, hvorki áður en þau hófu kynlíf í fyrra skiptið, né í síðara skiptið, þegar hann hafði borið hana úr stiganum inn í herbergið. Í upphafi kva ðst hún þó hafa verið samþykk kynmökum og þótt þau í lagi fyrst um sinn, en fljótlega hafi henni þótt þau harkaleg og vond, og svo mjög sársaukafull að hún hafi farið að gráta. Hafi hún ítrekað beðið ákærða um að hætta og reynt að setjast upp og ýta ákærða af sér, en hann þá snúið henni á magann og haldið áfram að hafa við hana samræði. Þá lýsti hún því þegar hún hljóp grátandi út úr herberginu, nakin að neðan, og upp tröppur þar sem hún bankaði á dyr, öskraði og hrópaði á hjálp. Hafi hún orðið mjög hrædd þ egar hún vissi að ákærði kom á eftir henni og bar hana grátandi aftur niður í herbergið og hafði við hana samræði á ný. Á meðan kvaðst hún hafa grátið og fundið til í kynfærunum og hálsinum. Að lokum hafi ákærði þó hætt og hún þá klætt sig í buxurnar, anna n sokkinn og skó og hlaupið út úr húsinu. Ákærði kvaðst ekki hafa spurt brotaþola hvort hún vildi hafa kynmök þegar þau komu fyrst inn í herbergi hans, og sagði það ekkert hafa verið rætt, enda hafi hún sagt, bæði þegar þau voru að leita að leigubíl og í leigubílnum sjálfum, að hún vildi að hann hefði við hana samfarir. Hins vegar kvaðst ákærði hafa spurt brotaþola eftir fyrri samfarir þeirra hvort hún vildi aftur stunda kynlíf og hafi hún ekki svarað því berum orðum, en þó ekki verið því fráhverf. Lýsti h ann upphafi kynmakanna þannig að fyrst hafi hann sleikt sköp brotaþola og sett fingur í leggöng hennar, áður en hann setti liminn í leggöng og hóf samræði. Hafi þau bæði notið kynlífsins, hún stunið og haldið utan um hann og hann fengið sáðlát eftir u.þ.b. 20 til 30 mínútur. Eftir það hafi þau tekið sér smá hlé og og sagðist vilja fara á baðherbergið og hafi hann þá hætt. Í stað þess að fara á baðherbergið hafi brota þoli hins vegar hlaupið nakin upp stiga sem liggur að næstu hæð og hafi hann náð í hana þangað þar sem hún var grátandi og öskrandi og reyndi að opna dyr sem þar voru. Kvaðst hann hafa borið hana niður í herbergið og hjálpað henni að klæða sig, en eftir þa ð hafi hún hlaupið út úr húsinu og horfið sjónum hans. Eins og áður greinir annaðist læknir réttarlæknisfræðilega skoðun á brotaþola við komu hennar á Neyðarmóttöku aðfaranótt 1. mars 2020, og liggur skýrsla hans frammi í málinu. Fyrir dómi kvaðst lækniri nn hafa ritað aðdragandasögu brotaþola eftir samantekt hjúkrunarfræðings og er því lýsing hans á meintu broti í meginatriðum samhljóða þeirri samantekt. Tekið er þar fram að brotaþoli sé búin að gráta mikið, sé rauð í framan og hafi 15 skolfið af kulda þegar læknirinn kom. Mat læknisins á tilfinningalegu ástandi brotaþola við skoðun er að hún sé í losti, óttaslegin og í hnipri, en frásögn hennar sé skýr um það sem hún muni. Læknirinn lýsir þar einnig áverkum á brotaþola, annars vegar marblettum á handleggjum, sem hann telur vera eftir fingur, en hins vegar 8 mm rispu með roða í kring sem hann greindi við skoðun á kynfærum hennar, nánar tiltekið ofanvert og innan á hymen - kanti . Aðspurður fyrir dómi taldi læknirinn að roðinn gæti stafað af núningi, annaðhvort veg na fingurs eða beinna samfara, en taldi fullvíst að sú rispa sem hann greindi ylli konu sársauka við samfarir. Bætti hann því við að sér þætti ólíklegt að kona með þannig áverka vildi sjálfviljug hafa samfarir. Ofangreind lýsing læknisins á áverkum á kynfærum brotaþola styður fyllilega þá frásögn brotaþola að henni hafi fljótlega þótt samfarirnar sársaukafullar, hún grátið af sársauka, beðið ákærða um að hætta þeim og reynt að setjast upp og ýta honum af sér. Fyr ir vikið þykir framburður ákærða þess efnis að brotaþoli hafi notið samfaranna, hún stunið og haldið utan um hann sérlega ótrúverðugur, svo og að þau hafi tekið sér smá hlé og kúrað eftir sáðlát hans, en síðan haldið samförum áfram þar sem brotaþoli var þv í ekki fráhverf. Hinu sama gegnir um skýringar hans á háttalagi brotaþola þegar hún hljóp fáklædd upp stigann að næstu hæð hússins og ákærði sótti hana grátandi og öskrandi og að reyna að opna þar dyr, en eins og fram er komið kvaðst ákærði ekki kunna á þv í aðrar skýringar en þær að brotaþoli hafi þá verið þreytt á kynlífinu og viljað flýja hann, eða að hún hafi skyndilega áttað sig á því hvar hún væri og henni hafi liðið illa í herberginu. Í ljósi fyrri ummæla ákærða um að brotaþoli hafi notið kynlífsins þ ykir dóminum þessi skýring hans fjarstæðukennd. Nærtækara er hins vegar að álykta að brotaþoli hafi viljað flýja ákærða, eins og hann þó nefndi. Með lögum nr. 16/2018, sem tóku gildi 12. apríl 2018, var eldra ákvæði 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 um nauðgun breytt, og hljóðar ákvæðið nú gerist sekur um nauðgun og skal sá sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Samþykki telst liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja. Samþykki telst ekki liggja fyrir frumvarpi til laganna er tekið fram að með breytingunni verði samþykki sett í forgrunn skilgreiningar á nauð gun og því horfið frá megináherslu á verknaðaraðferð við nauðgun. þátttöku í samræði eða öðrum kynferðismökum verður að tjá með orðum eða annarri 16 ótvíræðri tjáningu. Það þýðir að gefa þarf samþykki til kynna eða að virk þátttaka í tiltekinni athöfn verði túlkuð sem samþykki af hálfu annars eða annarra þátttakenda. Ekki verður gerð krafa um að þátttakandi mótmæli eða sýni mótstöðu gagnvart þátttöku í kynferðislegri athöfn. Þá getur algert athafnaleysi ekki verið túlkað sem vilji til þátttöku. Samþykki fyrir þátttöku í samræði eða öðrum kynferðismökum afmarkast við það tiltekna tilvik og við þær kynferðislegu athafnir sem samþykkið nær til. Af kynfrelsi leiðir að eðlilegt er að þátttakandi í kynferðislegri athöfn geti hvenær sem er skipt um skoðun um þátttöku sína. Slík skoðanaskipti verður að tjá með orðum eða annarri Samkvæmt því sem áður er ritað er það ál it dómsins að ekkert sé fram komið sem varpað geti rýrð á frásögn brotaþola af því sem gerðist í herbergi ákærða umrætt sinn. Er frásögn hennar greinargóð, einlæg, skýr og trúverðug, jafnframt því sem hún á sér stoð í framburði vitna, framlögðum rannsóknar gögnum og ítarlegu vottorði sálfræðings sem annaðist fjölda samtalsmeðferða við brotaþola eftir atvikið. Að sama skapi þykir framburður ákærða ótrúverðugur og misvísandi um mikilsverð atriði, svo sem rakið er hér að framan. Verður framburður brotaþola því lagður til grundvallar við úrlausn málsins. Að því sögðu telst sannað og hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi tvívegis aðfaranótt 1. mars 2020 haft samræði við brotaþola án samþykkis hennar, í fyrra skiptið þegar hann hélt áfram að hafa við hana sam ræði þrátt fyrir að hún hafi ítrekað og ótvírætt gefið til kynna, bæði með orðum og líkamstjáningu, að hún væri mótfallin frekari kynmökum vegna sársauka, og í síðara skiptið þegar hann bar hana grátandi og öskrandi úr stiga hússins, lagði hana á rúmið í h erbergi sínu og hélt áfram að hafa við hana samræði gegn vilja hennar. Varðar háttsemi ákærða við 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. gr. laga nr. 16/2018, og verður hann sakfelldur fyrir þá háttsemi. II. ákæruliður Samkvæmt ský rslu lögreglunnar á Norðurlandi eystra barst henni tilkynning frá Sjúkrahúsinu á Akureyri kl. 23:34 að kvöldi 25. júlí 2020 um að þangað væri kominn aðili vegna meints kynferðisbrots. Að lokinni skoðun á bráðamóttöku sjúkrahússins tók lögreglan skýrslu af þeim aðila, B, brotaþola í máli þessu. Kvaðst hún hafa kynnst strák sem heiti Joshua, ákærða í málinu, í gegnum samskiptaforritið Tinder í júní 2020, en síðan hafi þau öðru hvoru rætt saman á Snapchat. Á milli klukkan 13 og 14 fyrr um daginn hafi hann sent henni skilaboð og spurt hvort hún vildi hitta hann þar sem hann 17 væri staddur á [...] , og hafi hún fallist á það. Hafi hún sótt hann á bíl sínum um klukkan 19 nálægt [...] og þau rúntað um bæinn og spjallað saman. Aldrei hafi kynlíf borið á góma í samtali þeirra. Þegar þau höfðu ekið um bæinn hefði ákærði beðið hana um að keyra sig til vinar síns sem byggi í [...] og hafi hún fallist á það. Þegar þau komu að húsi vinarins, [...] , hafi ákærði boðið henni inn og hafi hún farið inn með honum. Þar hafi verið tv eir menn, dökkir á hörund. Öll hafi þau setið í stofunni og spjallað saman á ensku, þar sem enginn þeirra skildi íslensku, þegar ákærði tók allt í einu um höfuð hennar og kyssti hana á munninn. Hafi það komið henni á óvart, en þau þó kysst í smá stund. Stu ttu síðar hafi ákærði tekið í hönd hennar og leitt hana inn á baðherbergið og læst hurðinni. Þar hafi hann tekið niður um hana buxurnar og káfað á henni, en hún sagt honum að hún haldið áfram að káfa á henni, þótt hún segði að hún vildi þetta ekki og beðið hann ítrekað um að hætta. Ákærði hefði þá snúið henni við að baðherbergisveggnum, tekið niður um hana buxurnar og haft við hana samræði í leggöng aftan frá, þar til hann fékk sá ðlát. Sagðist brotaþoli á þessum tíma hafa frosið og ekkert gert til að sporna við háttsemi ákærða. Þegar ákærði hafði lokið sér af hafi hann tekið upp um sig buxurnar og farið aftur fram í stofuna til vina sinna. Brotaþoli kvaðst þá einnig hafa tekið upp um sig buxurnar, gengið framhjá ákærða og vinum hans í stofunni og sagt að hún þyrfti að drífa sig til systur sinnar. Í kjölfarið sagði hún systur sinni frá því sem gerst hafði, en einnig fyrrverandi kærasta, og hefði sá ekið henni á sjúkrahúsið. Í málinu liggur fyrir skýrsla læknis og hjúkrunarfræðings um réttarlæknisfræðilega skoðun á brotaþola aðfaranótt 26. júlí 2020. Ákærði var handtekinn kl. 16:20 daginn eftir, 26. júlí 2020, og strax færður í fangageymslu, en síðar um kvöldið yfirheyrður af lögreglu. Hann sagði að þegar hann hitti brotaþola á [...] deginum áður hafi það verið í fyrsta sinn sem hann hitti hana. Jafnframt sagðist hann hafa átt frumkvæði að því að kyssa brotaþola á munninn í stofunni hjá vinum sínum, og hafi brotaþoli kysst hann til baka . Þá sagðist hann hafa stungið upp á því við hana að þau færu inn í eldhúsið til að kyssast. Hafi þau yfirgefið stofuna, haldið utan um hvort annað, og haldið þar áfram að kyssast. Síðan hafi hann stungið upp á því að þau færu saman inn á baðherbergið og h afi brotaþoli samþykkt það. Héldu þau áfram að kyssast þar og sagðist ákærði þá hafa farið með hendur sínar inn fyrir fötin hennar, á brjóst hennar og kynfæri. Hafi brotaþoli ekkert haft á móti því og kysst hann og haldið utan um hann á meðan. Síðan hafi h ún snúið sér við og hann tekið niður buxur hennar og síðan buxur sínar og haft við hana samræði. Þegar hann hafði lokið sér af sagði hann að 18 þau hefðu bæði farið fram og sest niður í stofuna með félögum hans í skamma stund, uns hann bað brotaþola aftur að koma með sér inn á baðherbergið og hafi hún fallist á það. Brotaþoli hafi þá sest á klósettsetuna, lyft fótunum og hann haft samræði við hana. Að því loknu hafi þau bæði farið aftur fram í stofu. Hafi brotaþoli talað um að hún væri fullkomlega eyðilögð og sagðist ákærði hafa skilið það þannig að henni hafi fundist kynlífið svo gott. Hún hafi síðan kysst hann og sagt honum að hún þyrfti að fara heim. Aðspurður neitaði ákærði því að brotaþoli hefði einhvern tíma beðið hann um að hætta eða kvartað yfir því að hann væri að snerta hana eða hafa við hana samræði. Þvert á móti sagði hann að brotaþoli hefði ekkert haft á móti því og áréttaði að hún hefði sjálfviljug í tvígang farið með honum á baðherbergið til að stunda kynmök. Ákærði var yfirheyrður af lögreglu öðr u sinni 27. júlí 2020, en brotaþoli 29. september sama ár. Framburður ákærða og vitna fyrir dómi Ákærði lýsti í upphafi kynnum sínum af brotaþola, aðdraganda að ferð hans til [...] 25. júlí 2020 og fyrstu samskiptum þeirra er hann kom þangað. Var frásögn hans í meginatriðum samhljóða frásögn hans og brotaþola í skýrslu þeirra hjá lögreglu, allt þar til þau atvik gerðust sem ákært er fyrir í þessum lið ákærunnar. Ákærði sagði að brotaþoli hefði sent honum skilaboð þess efnis að hún vildi hitta hann á [...] skömmu eftir að hann kom þangað. Hafi hún sótt hann á bíl sínum, ekið um bæinn og síðan að [...] , þar sem ákærði ætlaði að hitta vini sína, L og M . Brotaþoli hafi komið með honum inn til félaga sinna og sest með þeim í herbergi þar sem hlustað var á tónli st og spjallað saman. Kvaðst ákærði hafa boðið henni bjór, en hún neitað og sagt að hún væri á bíl. Hins vegar hafi hún drukkið orkudrykk sem hún hafði meðferðis. Eftir nokkra stund sagðist ákærði hafa beðið félaga sína um að yfirgefa herbergið þar sem han n vildi vera einn með brotaþola. M hafi neitað því og sagt ákærða að hann mætti ekki stunda kynlíf með stúlkunni í íbúð hans. L hafi þá reynt að telja M á að leyfa ákærða að vera einum með stúlkunni, en án árangurs. L hafi þá farið út til að reykja, en M , ákærði og brotaþoli verið eftir í herberginu. Kvaðst ákærði þá hafa kysst brotaþola og kysstust þau um stund þar til hann bað hana um að koma með sér í eldhúsið. Brotaþoli hafi komið þangað og þau haldið áfram að kyssast. Sagðist ákærði þar einnig hafa sne rt brjóst hennar, en hún haldið utan um hann. Þar sem hún hafi hvorki beðið hann um að hætta eða kvartað yfir kossum hans eða snertingum kvaðst hann hafa beðið hana um að koma með sér á baðherbergið og hafi hún samþykkt það. Þar hafi þau haldið áfram að ky ssast 19 og snerta hvort annað. Hann hafi farið með hendur sínar inn fyrir buxur hennar og hún gert það sama við hann, uns hún tók buxur sínar niður að hnjám, sneri sér við og hallaði sér að baðherbergisveggnum. Þannig hafi þau haft samfarir í um 10 til 30 mí nútur, allt þar til hann hafði sáðlát í leggöng hennar. Hafi hún stunið og greinilega notið samfaranna. Meðan á þessu stóð hefði M bankað fast á baðherbergisdyrnar. Eftir þetta klæddu þau sig, fóru aftur í herbergið og hittu M og L . Kvaðst ákærði þá hafa s purt L hvers vegna M hafi bankað á baðherbergisdyrnar og truflað þau, og hafi hann svarað því til að M væri klikkaður og ætti hann ekki að taka mark á honum og láta hann trufla það sem hann væri að gera. Kvaðst ákærði þá hafa beðið brotaþola um að koma aft ur á baðherbergið og hafi hún samþykkt það. Þar hafi hún sest á salernissetuna og lyft fótunum og hann haft samræði við hana þannig og aftur haft sáðlát inn í hana. Að því loknu hafi þau bæði farið inn í herbergið, sest hjá M og L nokkurri stund liðinni hafi brotaþoli sagt að hún þyrfti að fara og hafi hún kysst hann í kveðjuskyni, en komi ð svo aftur að vörmu spori og sótt orkudrykkinn sem hún var að drekka. Hafi hún virst mjög glöð og ánægð þegar hún fór. Ekki sagðist ákærði hafa hitt brotaþola aftur, enda hafi hann þá ætlað að hitta N , aðra vinkonu sína á [...] . Aðspurður sagði ákærði að ekki hafi verið rætt um kynlíf þegar brotaþoli ók með honum um bæinn, né nokkurn tíma áður. Hins vegar hafi brotaþoli vitað að það stæði til þegar þau kysstust fyrst í herberginu hjá M og síðar í eldhúsinu, og hafi hún greinilega ekkert haft á móti því. Ha nn sagðist þó ekki hafa spurt hana berum orðum hvort hún vildi hafa samfarir, en taldi að brotaþoli hefði fallist á það þegar hann bað hana um að koma með sér á baðherbergið, enda hafi samskipti þeirra verið svo innileg og náin. Þegar inn á baðherbergið va hann og tekið upp um sig buxurnar inni á baðherberginu, svo og að hann hafi sjálfur snúið hen ni í átt að baðherbergisveggnum áður en hann hóf samfarir. Ekki kvaðst hann heldur minnast þeirra orða sinna, sem höfð eru eftir brotaþola í lögregluskýrslu, að hann einnig a ð því spurður hvort hann gæti skýrt það að brotaþoli hafi kært hann fyrir nauðgun ef hún var jafn ánægð með samfarir þeirra og hann hafði lýst, og kvaðst hann ekki geta skýrt það, en hélt í fyrstu að hún hefði kannski séð hann kyssa N , vinkonu hans, á tónl eikum síðar sama kvöld. Þá kvaðst hann engar skýringar hafa á því að brotaþoli hafi 20 ekki greint frá seinni samförum þeirra á baðherberginu í kæruskýrslu hennar hjá lögreglu. Loks var ákærði að því spurður hvort hann hafi nauðgað brotaþola í umrætt sinn og neitaði hann því. Brotaþoli kvaðst hafa kynnst ákærða í gegnum samskiptaforritið Tinder og hafi þau síðan spjallað saman á Snapchat. Aldrei hafi kynlíf þar borið á góma. Þegar ákærði kom norður á [...] hafi hann sent henni skilaboð og beðið hana um að hit ta sig. Kvaðst hún hafa verið á bíl og tekið hann upp í bílinn einhvers staðar í miðbænum. Hafi þau rúntað um bæinn, en síðan farið að [...] , þar sem hún samþykkti að fara inn í húsið með ákærða. Tók hún fram að aldrei hafi verið ætlun hennar að gera eitth vað með ákærða. Þegar inn var komið hafi tveir vinir ákærða verið þar í stofu og hafi þau öll spjallað saman, uns ákærði kyssti hana á munninn. Hafi henni fundist það þá í lagi, en þegar hann fór að káfa á henni hafi hún endurtekið sagt honum á ensku að hú n vildi þetta ekki, en ákærði hafi þá leitt hana inn í opið eldhús. Þar hafi þau staðið og ákærði reynt að fara inn fyrir fötin hennar, en hún sagt honum aftur að hún vildi þetta ekki og væri ekki tilbúin núna. Engu að síður hafi hann haldið áfram og hafi hún þá ekki vitað hvað hún ætti að gera. Síðan hafi hann leitt hana inn á baðherbergið, læst baðherbergishurðinni, tekið niður íþróttabuxur sem hún klæddist, snúið henni við að baðherbergisveggnum, haldið um mjaðmir hennar, sett lim sinn í leggöng og haft við hana samræði uns hann fékk sáðlát. Sagði brotaþoli að á meðan á þessu stóð hafi hún verið hrædd, en ekkert gert, enda hafi hún hvorki vitað hvað hún ætti að gera, né hafi hún þorað að gera neitt. Ekki kvaðst hún muna hvort þau hafi kysst á baðherbergin u né hvort ákærði hafi spurt hana hvort hún vildi kynmök áður en hann hóf samræði við hana. Hins vegar kvaðst hún ítrekað og skýrt hafa sagt nei við hann á ensku og taldi að honum hefði ekki getað dulist að hún væri mótfallin kynmökum. Hafi hún bæði gefið það til kynna með því að toga buxur sínar upp þegar ákærði hafði tekið þær niður á baðherberginu, áður en hann hóf samræði við hana, svo og þegar hún hafi ítrekað tekið hendur hans í burtu þegar hann reyndi að komast inn fyrir föt hennar. Hún hafi einnig f undið til sársauka í kynfærunum þegar hann hafði samræði við hana, en kvaðst ekki muna hvort hún hafi gefið frá sér önnur hljóð en sársaukahljóð. Þá kvaðst hún ekki vita hve lengi þau hafi verið á baðherberginu og ekki mundi hún hvort þeirra hafi fyrr fari ð þaðan út. Hún mundi þó eftir því að einhver bankaði á baðherbergisdyrnar meðan á þessu stóð. Þegar brotaþoli hafði farið út af baðherberginu kvaðst hún stuttlega hafa rætt við ákærða og látið eins og hún væri í lagi, en síðan sagt að hún þyrfti að fara. Sérstaklega aðspurð hvort hún hafi kysst ákærða í 21 kveðjuskyni játaði hún því. Brotaþoli var einnig að því spurð hvort hún og ákærði hefðu farið aftur inn á baðherbergið til að stunda kynmök, og hún þá sitjandi á salernissetunni, eins og ákærði fullyrti bæð i í skýrslu sinni hjá lögreglu og hér fyrir dómi, og neitaði hún því. Enn fremur neitaði hún því afdráttarlaust að hafa spurt ákærða hvort þau ættu að gera það hér þegar þau komu fyrst inn á baðherbergið. Hins vegar minntist hún þess ekki nú að ákærði hefð vildi hvorki káf hans né kynmök. Undir brotaþola voru jafnframt borin samskipti ákærða og hennar á Snapchat, en skjáskot af þeim er meðal gagna málsins, og kvaðst brotaþoli muna eftir þe im. Taldi hún að þau hafi verið send stuttu eftir umrætt atvik, en áður en hún fór í seinni skýrslutöku hjá lögreglunni, enda hafi hún þá sýnt lögreglumanninum skilaboðin og hann tekið ljósmynd af þeim. Brotaþoli var loks spurð um líðan sína eftir umrætt atvik og nefndi hún það sérstaklega að hún ætti erfitt með að treysta fólki og hún skammaðist sín og ásakaði sjálfan sig fyrir að hafa komið sér í þessar aðstæður. Vitnið O , systir brotaþola, sagði að brotaþoli hafi komið á heimili hennar um kvöldið þenna n dag og hafi hún verið miður sín. Hafi hún grátið, titrað og verið hrædd og sagt að strákur sem hún hefði hitt hefði fengið hana með sér á baðherbergi í húsi og haft við hana samræði gegn vilja hennar. Kvaðst vitnið hafa sagt brotaþola að hringja í P , fyr rverandi kærasta brotaþola, og hefði hún gert það og hann komið skömmu síðar. Spurð um líðan brotaþola eftir atvikið sagðist vitnið sjá mikinn mun á systur sinni, hún sé mjög brotin og grátgjörn og vilji ekki ræða um það sem gerðist. Vitnið P sagði að hann og brotaþoli hafi verið vinir þegar þau atvik áttu sér stað sem um er fjallað. Sagði hann að brotaþoli hafi haft samband við hann á Facebook og beðið hann um að tala við sig. Sagðist hún vera hjá systur sinni og kvaðst hann hafa skynjað að eitthvað væri a ð. Hafi hann farið þangað og hitt brotaþola sem var hágrátandi, og hafi það tekið hana nokkurn tíma að segja frá því sem gerst hafði. Hafi hún lýst atvikum þannig að hún hafi farið með manni í hús þar sem hann hafi reynt að þukla á henni og síðan nauðgað h enni á baðherbergi með því að taka niður um hana buxurnar, þrátt fyrir að hún hafi ítrekað sagt nei og reynt að taka buxurnar upp aftur og ýta honum frá sér. Að lokum hafi hún frosið og ekkert gert, en beðið eftir því að hann lyki sér af. Að því loknu hafi hún strunsað út úr húsinu og farið til systur sinnar. Eftir þessa lýsingu kvaðst vitnið hafa hringt í Neyðarlínuna og lögregluna og leitað ráða um hvernig ætti að 22 snúa sér í tilvikum sem þessum. Síðan hafi hann ekið brotaþola og systur hennar á sjúkrahúsi ð. Sérstaklega aðspurt sagði vitnið að hann og brotaþoli hefðu hætt saman sem kærustupar u.þ.b. fjórum mánuðum áður en umrætt atvik gerðist, en ennþá hafi þau þó verið góðir vinir og stundum haft samfarir, þ. á m. fyrir um viku fyrir þetta atvik, að hann minnti. Vitnið var loks spurt um líðan brotaþola nú og sagði hann að hún búi enn að þessari minningu og líði illa ef eitthvað minni hana á atvikið. Vitnið L kvaðst vera vinur ákærða og líta á hann sem yngri bróður sinn. Sagðist hann hafa verið á [...] á þessum tíma og hafa farið þangað til að heimsækja vinafólk. Þennan dag hafi hann hitt vin sinn, M , og hjálpað honum að þrífa íbúð hans. Þar sem ákærði hefði áður sagt honum að hann hefði fundið stelpu á [...] , sem hann langaði að hitta og vera með þegar ha nn kæmi þangað, kvaðst vitnið hafa beðið ákærða að hringja í hana svo að hann gæti einnig séð hana. Þegar ákærði tók símann hafi hann þó séð að þessi stelpa, brotaþoli, hafi þegar sent honum skilaboð um að hún vildi hitta hann á [...] . Hafi vitnið leiðbein t henni í hvaða húsi þeir héldu til, hann, M og ákærði. Öll hafi þau síðan farið inn í húsið og spjallað saman í stofunni, m.a. um tónlist. Að nokkurri stund liðinni kvaðst vitnið hafa farið út til að reykja, en þegar hann kom aftur inn í stofu hafi hann e kki séð ákærða og brotaþola. Því hafi hann spurt M hvar þau væru og hafi hann sagt að þau hafi farið á baðherbergið. Hann og M hafi þá fengið sér drykk, en M hefði þá kvartað yfir því að hann hefði boðið vitninu í íbúð sína og vitnið boðið ákærða þangað se m síðan stundaði kynlíf með kærustu sinni inni á sínu baðherbergi. Kvaðst vitnið hafa sagt M að hafa ekki áhyggjur af þessu, þeir væru allir menn og það sem vitnið myndi gera fyrir hans vin gæti hann gert fyrir vin hans. Eftir nokkra stund hafi ákærði og b rotaþoli komið út af baðherberginu og þau öll haldið áfram að spjalla saman. Kvaðst vitnið hafa gert grín að ákærða þar sem hann hafi þá haft mikinn farða í andlitinu. Hafi brotaþoli þá snúið sér að ákærða og þurrkað farðann af andliti hans. Eftir það sagð i vitnið að þau hafi öll spjallað saman og hlustað á tónlist, uns ákærði hefði beðið brotaþola um að koma aftur á baðherbergið, sem hún gerði. M hafi þá farið að banka á vitninu og M . Kvaðst vitnið þá hafa boðið brotaþola bjór, en hún hafi afþakkað og sagst vera á bíl og þyrfti að fara til frænku sinnar. Hafi hún og ákærði síðan talað saman um 23 stund uns hún kvaddi vitnið og kyssti ákærða og yfirgaf húsið. Skömmu síðar hafi hún komið aftur og náð í orkudrykk sem hún gleymdi. Aðspurt sagðist vitnið ekki hafa spurt ákærða hvað gerst hefði á baðherberginu, en kvaðst þó vita að þau hafi stu ndað þar kynlíf, þar sem hann hafi heyrt brotaþola gefa frá sér ánægjuhljóð og stunur. Hafi hann þá setið í stofunni, en heimili M sé lítið, aðeins stofa, eldhús og bað og örstutt sé frá stofunni að baðherberginu. Þá sagðist hann þess fullviss að ákærði og brotaþoli hafi tvívegis farið inn á baðherbergið. Í fyrra skiptið hafi hann þó ekki verið í stofunni, en í síðara skiptið hafi hann verið viðstaddur. Í bæði skiptin hafi þau virst náin og ánægð þegar þau komu þaðan og hafi þau haldist í hendur í stofunni. Vitninu var bent á að framburður hans fyrir dómi væri verulega frábrugðinn þeim framburði sem hann gaf í skýrslu sinni hjá lögreglu er hann mætti á lögreglustöðina á [...] að eigin frumkvæði 26. júlí 2020. Því var hann spurður hvort hann segði nú satt eð a hvort hann hefði sagt lögreglunni ósatt. Sagðist hann bæði vera að segja sannleikann nú og hafi einnig sagt lögreglunni satt. Borinn var undir hann framburður hans hjá lögreglu þar sem hann sagðist hafa lamið á baðherbergisdyrnar þegar ákærði og brotaþol i voru þar inni, og beðið ákærða um að hætta þessu, og kvaðst hann ekki hafa sagt það í yfirheyrslu hjá lögreglunni. Þá var hann spurður út í orð hans við yfirheyrslu hjá lögreglu þar sem hann sagði að þegar baðherbergisdyrnar voru opnaðar hafi brotaþoli g engið fram hjá honum og út úr íbúðinni, án þess að líta á hann, og kvaðst hann heldur ekki hafa sagt það hjá lögreglunni. Vitnið Q , læknir á neyðarmóttöku SHA vegna kynferðisofbeldis, gaf skýrslu í gegnum fjarfundarbúnað. Sagðist hún hafa hitt brotaþola ef tir miðnætti aðfaranótt 26. júlí 2020. Hafi brotaþoli verið í sjokki og andlegu ójafnvægi, en greint henni frá því sem gerst hafði. Hafi vitnið annast réttarlæknisfræðilega skoðun á brotaþola, auk mats á tilfinningalegu ástandi hennar. Við skoðun á ytri ky nfærum brotaþola kvaðst vitnið hafa séð um 2 cm nýtt rifsár, sem vitnið taldi geta verið klórfar eða eitthvað því um líkt. Einnig hafi roði og bólga verið við leggangaop, sem var þurrt. Taldi vitnið áverkana svara til þess að einhverju hafi verið þröngvað inn í leggöng brotaþola, t.d. fingur eða eitthvert skarpt áhald, en ekki taldi vitnið líklegt að getnaðarlimur gæti valdið sárinu sem var á ytri kynfærum. Sagði vitnið að kona með slíka áverka fyndi klárlega fyrir sársauka við kynlíf ef leggöngin væru ekki rök, en svo hafi alls ekki verið í tilviki brotaþola við skoðun. Vitnið staðfesti loks skýrslu sína, sem liggur frammi í málinu. 24 Vitnið R hjúkrunarfræðingur gaf skýrslu í gegnum síma. Hún kvaðst hafa tekið á móti brotaþola við komu á neyðarmóttökuna á Ak ureyri, ritað skýrslu um komu hennar þangað og tekið niður frásögn hennar af atvikum. Er skýrsla hennar meðal gagna málsins og staðfesti vitnið skýrslu sína. Loks gaf skýrslu í gegnum síma lögreglumaðurinn [...] , sem annaðist rannsókn þessa máls í kjölfar meints brots, svo og yfirheyrslu yfir ákærða og síðari yfirheyrslu yfir brotaþola, 29. september 2020. Í síðari yfirheyrslunni kvaðst lögreglumaðurinn hafa tekið skjáskot af síma brotaþola, þar sem lesa má samskipti ákærða og brotaþola nokkru eftir umrætt atvik, og er ljósmynd af skjáskoti þessu meðal gagna málsins. Staðfesti lögreglumaðurinn skýrslur sínar. Forsendur, sönnunarmat og niðurstaða Ákærði er einnig sakaður um nauðgun samkvæmt þessum ákærulið, nú að kvöldi 25. júlí 2020, í íbúð að [...] , [...] , með því að hafa með ofbeldi og ólögmætri nauðung haft samræði við brotaþola, án hennar samþykkis, og með þeim hætti sem nánar er lýst í verknaðarlýsingu ákæruliðarins. Ákærði neitar sök og krefst aðallega sýknu. Óumdeilt er að brotaþoli þáði boð ákærða um að fara með honum inn í íbúð að [...] , [...] , og hitta þar félaga ákærða, eftir að hafa ekið honum um bæinn og þau spjallað saman síðdegis 25. júlí 2020. Fyrir liggur einnig að ekkert var rætt um kynlíf í samtölu m þeirra í bílnum, og ekki hafði kynlíf heldur borið á góma í fyrri samskiptum þeirra á Tinder eða Snapchat. Þá er ekki ágreiningur um það að ákærði og brotaþoli settust niður í stofu íbúðarinnar, hlustuðu á tónlist og spjölluðu saman á ensku við félaga ák ærða, L og M , en upplýst er að M var húsráðandi á staðnum. Loks er ágreiningslaust að ákærði og brotaþoli kysstust þar um stund, og sagðist ákærði hafa átt frumkvæði að því að kyssa hana á munninn. Ákærði hefur bæði hjá lögreglu og hér fyrir dómi fullyrt að hann hafi tvívegis haft samræði við brotaþola á baðherbergi íbúðarinnar. Í hvorugt skiptið sagðist hann hafa spurt brotaþola berum orðum hvort hún vildi hafa kynmök, en sagði að brotaþoli hafi þó vitað að það stæði til þegar þau fyrst kysstust í stofunn i og síðar í eldhúsinu, svo og þegar hún í bæði skiptin féllst á að fara með honum á baðherbergið. Þar kvaðst hann í bæði skiptin hafa fengið sáðlát í leggögn brotaþola. Bætti hann því við að hún hafi ekkert haft á móti kynmökunum, enda hafi samskipti þeir ra verið svo innileg og náin. Þá neitaði hann því að brotaþoli hafi ítrekað beðið hann um að hætta og reynt að taka hendur hans í burtu þegar þau kysstust og hann snerti hana innan klæða. Jafnframt neitaði hann því 25 að hún hafi ítrekað sagt nei við hann og tekið upp um sig buxurnar inni á baðherberginu, og að hann hefði snúið henni að veggnum áður en hann hóf samræði við hana. Í frásögn brotaþola af atvikum kemur hvergi fram, hvorki hér fyrir dómi, í skýrslu hennar hjá lögreglu, né í lýsingu hennar á atviku m á Neyðarmóttöku Sjúkrahússins á Akureyri, að ákærði hafi tvívegis gegn vilja hennar haft við hana samræði á baðherberginu. Ekki nefndi brotaþoli það heldur við systur sína og fyrrverandi kærasta þegar hún kom heim til systur sinnar eftir að hafa yfirgefi ð ákærða og félaga hans skömmu áður, og vísast hér um til skýrslna þeirra hjá lögreglu og fyrir dómi. Hefur brotaþoli staðfastlega neitað frásögn ákærða um síðari ferð þeirra á baðherbergið, en eins og áður er fram komið sagði ákærði að þá hefði hún sest á salernissetuna og lyft fótum svo að hann gæti þannig haft við hana samræði. Þá sagði hún að aldrei hafi verið ætlun hennar að stunda kynlíf með ákærða þegar hún féllst á að koma með honum inn í íbúðina og hafi hún ítrekað sagt honum að hún væri ekki tilbú in og reynt um leið að taka hendur hans í burtu þegar ákærði reyndi að káfa á henni innan klæða, fyrst í eldhúsinu og síðar á baðherberginu. Jafnframt kvaðst hún ítrekað og skýrt hafa sagt nei við ákærða á ensku þegar hann tók niður buxur hennar á baðherbe rginu. Hafi hún togað þær upp aftur, en ákærði tekið þær niður á ný, snúið henni að veggnum og haft við hana samræði. Sagðist hún hafa verið hrædd á meðan á þessu stóð og fundið til sársauka í kynfærunum, en ekkert gert, enda hafi hún hvorki vitað hvað hún ætti að gera, né hafi hún þorað að gera neitt. Ekki vissi brotaþoli hve lengi hún og ákærði dvöldu á baðherberginu, en mundi þó að einhver bankaði á baðherbergisdyrnar. Þegar hún kom út af baðherberginu kvaðst hún stuttlega hafa rætt við ákærða og vini ha ns og látið eins og hún væri í lagi, og sagt þeim síðan að hún þyrfti að fara. Hafi hún kysst ákærða í kveðjuskyni. Samkvæmt ofangreindu er ljóst að framburður ákærða og brotaþola um málsatvik stangast á í veigamiklum atriðum. Ekki er aðeins ágreiningur u m það hvort brotaþoli hafi með orðum eða annarri tjáningu veitt samþykki við snertingum ákærða og samræði við hana, heldur einnig hvort þau hafi tvívegis farið á baðherbergið til að stunda kynmök. Þar sem ákærði og brotaþoli eru ein til frásagnar um það se m gerðist umrætt sinn verður því við mat á sök fyrst og fremst að meta trúverðugleika framburðar þeirra hvors um sig, auk þess sem líta ber til framburðar vitna og annarra gagna sem stutt geta þann framburð. Byggir ákæruvaldið á því að leggja beri frásögn brotaþola til grundvallar sakfellingu ákærða, enda sé hún trúverðug, einlæg og í fullu samræmi við annað sem fram hefur komið í málinu. Sýknukrafa ákærða byggist hins vegar á því að hann hafi verið staðfastur 26 í framburði sínum og fái framburður hans stuðni ng í framburði vitna, sérstaklega framburði L , fyrir dómi. Þá telur ákærði að rannsókn málsins sé verulega gölluð þar sem lögregla yfirheyrði ekki vitnið M um málsatvik og gerði ekki reka að því að fá hann í yfirheyrslu á ný þegar fyrir lá að ákærði reyndi st sakborningur í máli þessu. Ekki er um það deilt að brotaþoli ók til systur sinnar eftir að hafa yfirgefið ákærða og félaga hans að [...] . Greindi hún henni frá því sem gerst hafði og hafði auk þess samband við fyrrverandi kærasta sinn, sem ók henni á Ne yðarmóttöku sjúkrahússins. Þar tóku á móti henni hjúkrunarfræðingur og síðar læknir, og er skráð koma brotaþola á sjúkrahúsið kl. 22:40. Bæði læknir og hjúkrunarfræðingur skráðu niður frásögn brotþola af atvikum og eru lýsingar þeirra í öllum aðalatriðum s amhljóða. Samkvæmt skýrslu læknisins, sem annaðist réttarlæknisfræðilega skoðun á brotaþola, er eftirfarandi haft voru nýkomin inn byrjaði hann að kyssa hana og leið ir hana inn á klósett, fer að þreifa á henni allri og hún segir við hann að hún sé ekki tilbúin í þetta hann heldur áfram og hún tekur endurtekið hendurnar á honum af sér, bæði utan og innan klæða. Hann hlustar ekki og hún verður hrædd og verður stjörf og hreyfir ekki legg né lið. Hann heldur henni fast á hæ mjöðm og báðum öxlum. Þröngvar sér svo með limnum inn í hennar leggöng, hefur sáðlát og hysjar upp um sig og fer fram og hún í humátt á eftir og yfirgefur íbúðina. Læknirinn skráði einnig ástand og áverka brotaþola við skoðun. Um tilfinningalegt ástand merkir læknirinn við að brotaþoli sé fjarræn, framsetning samhengislaus, eirðarlaus/óróleg, óttaslegin og í hnipri. Um kreppuviðbrögð brotaþola hakar læknirinn við vö ðvaspennu, of hraða öndun og hjartslátt. Við grindarbotnsskoðun greindi læknirinn rifsár, ca 2 cm, á ytri kynfærum, sem hún taldi að gæti verið eftir neglur, en við leggangaop og leggöng var roði og bólga sem læknirinn taldi að gæti stafað af þröngvandi ky nlífi. Fyrir dómi sagði læknirinn að kona með slíka áverka fyndi klárlega fyrir sársauka við kynlíf ef leggöng væru ekki rök, en svo hafi alls ekki verið í tilviki brotaþola við skoðun. Eins og fram er komið voru tveir menn inni í íbúðinni þegar ákærði og brotaþoli komu þangað umrætt sinn, M , sem var húsráðandi, og L , vinur ákærða. Báðir voru þeir yfirheyrðir af lögreglu 26. júlí 2020. Á upptöku af skýrslu lögreglunnar má sjá að yfirheyrsla yfir M hófst kl. 14:49 og var hann þá yfirheyrður sem sakborningur þar sem lögreglan hafði þá ekki náð til ákærða. Fyrir vikið var hann ekkert spurður um samskipti ákærða og brotaþola í íbúð hans, hvorki þá né síðar. Má því taka undir það með verjanda 27 ákærða að rannsókn málsins hafi ekki verið sem skyldi að þessu leyti, þótt það skipti ekki sköpum fyrir úrslit málsins. M þessi kom heldur ekki fyrir dóminn til skýrslugjafar þar sem upplýst var að þrátt fyrir ítarlega leit og fyrirspurnir, bæði af hálfu ákæruvaldsins og verjanda ákærða, hafi hann hvergi fundist. Hins vegar gaf áðurnefndur L skýrslu sem vitni, bæði fyrir dómi og hjá lögreglu, og hefur framburður hans fyrir dómi verið rakinn hér að framan. Þar var vakin athygli hans á því að framburður hans fyrir dómi væri verulega frábrugðinn framburði hans í skýrslutöku hjá lögreglu daginn eftir umrætt atvik. Þar sem vitnið fullyrti að hann hefði í báðum tilvikum sagt satt og rétt frá er nauðsynlegt að rekja stuttlega framburð hans hjá lögreglu, og styðst dómari þá við upptöku af skýrslu vitnisins hjá lögreglu. Í upphafi sk ýrði vitnið þar frá komu sinni til [...] , svo og þegar hann heimsótti vin sinn, M , þangað sem ákærði og brotaþoli komu einnig. Sátu þau öll í stofunni, töluðu saman og hlustuðu á tónlist. Að nokkurri stund liðinni hafi hann farið út að reykja og hafi M ein nig komið þangað í stutta stund. Þegar vitnið kom aftur inn í stofuna sagðist hann hvorki hafa séð ákærða né brotaþola, aðeins síma þeirra, og því spurt M hvar þau væru. Hafi M sagt að þau hafi bæði farið inn á baðherbergið. Þegar hann heyrði það kvaðst ha nn hafa orðið reiður þar sem M hafi þá verið að kvarta yfir því að vitnið hefði tekið félaga sinn með sér og hann væri að nota baðherbergið sitt án þess að segja neitt við M . Frá baðherberginu kvaðst hann hafa heyrt hljóð sem líktist stunum frá konu. Hafi hann ekki verið ánægður með það og farið að baðherbergisdyrunum, bankað ítrekað á dyrnar og kallað til ákærða að þeir þyrftu fljótlega að komast á tónleika í bænum. M hafi einnig bankað á dyrnar með honum og kallað til ákærða að ef hann stoppaði ekki strax myndi hann kalla á lögregluna. Að lokum hafi dyrnar verið opnaðar og brotaþoli komið þaðan út en ekki litið á hann og virst feimin, aðeins tekið síma sinn og gengið út. Hún hafi þó komið aftur að vörmu spori og sótt orkudrykk sem hún hafði verið að drekka . Þegar þeir voru einir eftir í íbúðinni sagði vitnið að hann, ákærði og M hefðu rifist um stund þar sem M hefði verið mjög ósáttur við að ákærði væri að stunda kynlíf á baðherberginu í hans íbúð, og hafi vitnið sjálfur sagt við ákærða að það væri ekki í l agi. Ákærði hafi þá beðið M afsökunar. Aðspurður sagðist hann ekki hafa séð ákærða og brotaþola kyssast eða snertast í stofunni áður en þau hurfu inn á baðherbergið. Hins vegar sagðist hann þá hafa séð farða í andliti ákærða og hafi ákærði hlegið að því og þrifið farðann af sér. Fyrir dómi sagðist vitnið L þess fullviss að ákærði og brotaþoli hefðu tvívegis farið inn á baðherbergið til þess að stunda kynlíf. Hins vegar kannaðist hann ekki við að 28 hafa sagt hjá lögreglu að hann hefði ítrekað bankað á baðherb ergisdyrnar, og ekki nefndi hann það heldur að hafa atyrt ákærða fyrir það að stunda kynlíf á baðherberginu. Eru lýsingar hans fyrir dómi af viðbrögðum hans og M , þegar ákærði og brotaþoli voru á baðherberginu, í hróplegu ósamræmi við lýsingar hans hjá lög reglu. Enn fremur eru lýsingar hans á viðmóti brotaþola þegar hún kom út af baðherberginu fjarri því sem hann sagði hjá lögreglu. Er í því sambandi minnt á að fyrir dómi sagði vitnið að brotaþoli hefði sest með þeim félögum, þau spjallað saman og hlustað á tónlist, uns ákærði hafi beðið hana um að koma aftur á baðherbergið. Hjá lögreglu sagði hann hins vegar að brotaþoli hefði ekki litið á hann og virst feimin þegar hún kom út af baðherberginu, aðeins tekið síma sinn og gengið út. Ljóst er af ofanrituðu a ð mikið ber á milli í framburði vitnisins L fyrir dómi og hjá lögreglu. Þrátt fyrir fyrirmæli 1. mgr. 111. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála þess efnis að dómur skuli reistur á sönnunargögnum sem færð eru fram við meðferð máls fyrir dómi, verður við mat á sönnunargildi framburðar hans að líta til þess hvort og að hve miklu leyti sá framburður eigi samhljóm í framburði hans hjá lögreglu, sem og framburði annarra sem komu fyrir dóminn til skýrslugjafar. Í sama skyni þarf að gæta að tengslum hans og ákæ rða, en vitnið sagði fyrir dómi að hann og ákærði væru vinir og liti hann á ákærða sem yngri bróður sinn. Loks ber að horfa til þess að fyrir liggur að skýrslutaka af vitninu hófst hjá lögreglu kl. 16:47 þann 26. júlí 2020, en ákærði hafði þá skömmu áður, kl. 16: 2 0, verið handtekinn, grunaður um það brot sem hér um ræðir. Má því ætla að atvik hafi vitninu verið í fersku minni þegar hann sjálfviljugur gaf skýrslu hjá lögreglu daginn eftir. Í ljósi alls þessa þykir lítt mark takandi á framburði þessa vitnis f yrir dómi og hefur hann því ekkert vægi við mat á trúverðugleika framburðar ákærða. Meðal gagna málsins er skjáskot af síma brotaþola þar sem lesa má samskipti ákærða og brotaþola á samskiptaforritinu Snapchat, en brotaþoli sagðist hafa fengið skilaboði n send skömmu eftir umrætt atvik. Mundi hún þó ekki nákvæmlega hvenær, en hún sýndi þau lögreglumanni í síðari skýrslutöku hennar 29. september 2020, og tók lögreglumaðurinn skjáskot af samskiptunum. Af efni þeirra má ráða að þau voru send eftir að ákærði hafði verið yfirheyrður af lögreglunni og kannaðist hann við efni þeirra fyrir dómi. Eru þau rituð á ensku, en auðskilin þótt þau hafi ekki verið þýdd á íslensku. know I di dn´t what´s make you say that did I hurt you in anyway before you met me 29 eftirfarandi orðu force you to do it was I using force on you and you when did you move my hand away from your body. I didn´t belive this is coming from you you want me to suffer for what we both enjoyed why didn´t you complain why didn´t you tell me no that you can´t have brotaþoli er hér að saka ákærða um nauðgun þar sem hún segir að ákærði hafi heyrt hana segja nei og hún vildi það ekki og hafi reynt að taka hendi hans í burtu. Ákærði spyr brotaþola á móti hvort henni sé alvara með því að hún hafi sagt nei við þessu, hvort hann hafi einhvern tíma beitt hana ofbeldi og hvenær hún hafi tekið hendi hans í burtu. Einnig spyr hann af hverju hún hafi ekki kvartað, hvers vegna hún hafi ekki neitað honum og sagt að hún gæti ekki strax stundað kynlíf og hvers vegna hún hafi þá ekki farið. Athygli vekur hins vegar að ákærði getur þess í engu að þau hafi tvisvar stundað kynlíf þ etta kvöld, þótt hann telji að bæði hafi þau notið kynlífsins. Fyrir dómi kvaðst brotaþoli ekki hafa átt frekari samskipti við ákærða og eyddi nafni hans af samskiptasíðu sinni. Í umfjöllun dómsins um ákærulið I hér að framan er greint frá inntaki 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sem fjallar um nauðgun, eins og því var breytt með lögum nr. 16/2018. Jafnframt er þar fjallað um skilgreiningu á hugtakinu samþykki, sem nú er sett í forgrunn skilgreiningar á nauðgun í stað verknaðaraðferðar s amkvæmt eldra ákvæði. Vegna ofangreindra ummæla ákærða í svari hans við skilaboðum brotaþola þykir nauðsynlegt að endurtaka hér nokkur atriði sem lúta að skilgreiningu hugtaksins öðrum kynferðismökum verður að tjá með orðum eða annarri ótvíræðri tjáningu. Það þýðir að gefa þarf samþykki til kynna eða að virk þátttaka í tiltekinni athöfn verði túlkuð sem samþykki af hálfu annars eða annarra þátttakenda. Ekki verður gerð krafa um að Ákærði hefur viðurkennt að hafa ekki berum orðum leitað samþykkis brotaþola fyrir kynlífi, en sagði fyrir dómi að brotaþoli hafi vitað að það stæði til þegar þau fyrst kyss tust í stofunni og síðar í eldhúsinu í íbúð M , svo og þegar hún féllst á að koma með honum tvisvar á baðherbergið. Jafnframt sagði hann að brotaþoli hafi ekkert haft á móti kynmökunum og neitaði því að hún hafi kvartað, beðið hann um að hætta, tekið hendur hans í burtu þegar hann snerti hana innan og utan klæða, svo og að hún hafi tekið upp buxur sínar á baðherberginu. Brotaþoli bar á hinn bóginn að það hafi aldrei verið ætlun 30 hennar að gera eitthvað með ákærða þegar hún féllst á að koma með honum inn í íbú ð M , og hafi hún ítrekað sagt ákærða að hún væri ekki tilbúin og reynt um leið að taka hendur hans í burtu þegar hann reyndi að káfa á henni innan klæða. Jafnframt hafi hún ítrekað sagt skýrt nei þegar ákærði tók niður buxur hennar á baðherberginu og hún t ogaði þær upp aftur. Frásögn brotaþola af atvikum, eins og hún hefur lýst þeim hér fyrir dómi, er í öllum aðalatriðum samhljóða framburði hennar hjá lögreglu, svo og þeim lýsingum sem læknir og hjúkrunarfræðingur skráðu eftir henni á neyðarmóttöku. Systir brotaþola og fyrrverandi kærasti hennar, sem bæði komu fyrir dóminn, staðfestu og frásögn hennar, en eins og fram er komið greindi brotaþoli þeim frá því sem gerst hafði skömmu eftir að hún yfirgaf ákærða og félaga hans umrætt kvöld. Er það mat dómsins að frásögn hennar sé bæði stöðug og trúverðug, en auk þess studd framlögðum sönnunargögnum. Er í því efni vísað til fyrrgreindra skýrslna hjúkrunarfræðings og læknis um ástand og líðan brotaþola við komu hennar á neyðarmóttöku, svo og þeirra áverka sem læknir greindi við skoðun á kynfærum hennar, og nánar er lýst hér að framan, en einnig til þeirra skilaboða sem fóru á milli ákærða og brotaþola, og gerð er grein fyrir hér að framan. Framburður ákærða ber þess hins vegar merki að hann hafi sjálfur ákveðið að ha fa samræði við brotaþola, án tillits til vilja hennar til þátttöku, og metið viðbrögð hennar, andmæli og mótstöðu við snertingum hans á sínum eigin forsendum og óháð brotaþola. Er augljóst að slík háttsemi verður ekki metin sem samþykki brotaþola fyrir sam ræði, sbr. áðurnefnda umfjöllun um 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga. Þá þykir ótrúverðugur framburður hans um að þau hafi tvívegis haft kynmök á baðherberginu þar sem brotaþoli hafi fallist á að fara aftur með honum þangað og notið kynmakanna. Ekki er hér einasta minnt á að brotaþoli hefur ævinlega neitað þessu afdráttarlaust, heldur samrýmist framburður ákærða illa þeim ummælum brotaþola að hún hafi fundið til sársauka í kynfærunum þegar brotaþoli hafði við hana samræði, og enn síður því áliti lækni s að kona með slíka áverka á kynfærum, sem áður er lýst, fyndi klárlega fyrir sársauka við kynlíf ef leggöng væru ekki rök, en svo hafi alls ekki verið í tilviki brotaþola við skoðun. Við slíkar aðstæður telur dómurinn harla ólíklegt að brotaþoli hafi fall ist á að fara öðru sinni inn á baðherbergið til að stunda kynlíf með ákærða. Loks ber hér að nefna að í áðurnefndum skilaboðum ákærða til brotaþola getur ákærði þess ekki að þau hafi tvisvar farið á baðherbergið til að stunda kynlíf. Þvert á móti má skilja svar ákærða þannig að hann hafi aðeins einu sinni haft samræði við brotaþola, og er þá vísað til þeirra 31 orða hans þar sem hann spyr brotaþola hvers vegna hún hafi ekki sagt að hún gæti ekki strax stundað kynlíf og hvers vegna hún hafi þá ekki farið. Að öllu framanrituðu virtu verður framburður brotaþola lagður til grundvallar sem lögfull sönnun þess að ákærði hafi að kvöldi 25. júlí 2020 haft samræði við brotaþola án hennar samþykkis, og engu skeytt um ítrekuð andmæli hennar og mótstöðu, bæði fyrir samræ ðið og meðan á því stóð. Er háttsemi hans og afleiðingum brotsins rétt lýst í ákærulið II, sem og heimfærslu þess til refsiákvæðis. Verður ákærði sakfelldur fyrir háttsemi þessa. Ákvörðun viðurlaga, einkaréttarkröfur og sakarkostnaður Samkvæmt framanrituðu er ákærði í máli þessu tvívegis fundinn sekur um nauðgun, í fyrra skiptið í [...] aðfaranótt 1. mars 2020, en í en í síðara skiptið á [...] að kvöldi 25. júlí sama ár. Með þeim brotum hefur hann unnið sér til refsingar. Ákærði er fæd dur í júní árið [...] og hefur samkvæmt framlögðu sakavottorði ekki áður gerst sekur um refsiverðan verknað hér á landi. Verður tekið tillit til þess við ákvörðun refsingar. Á hinn bóginn ber að horfa til þess að brot ákærða voru mjög alvarleg og talin með al alvarlegustu brota almennra hegningarlaga. Í báðum tilvikum beindust þau að ungum konum og braut ákærði gróflega gegn kynfrelsi þeirra beggja. Höfðu brotin miklar og alvarlegar afleiðingar í för með sér og þykir ekki óvarlegt að ætla að í báðum tilvikum marki þau djúp og varanleg spor í líf þeirra. Með vísan til þessa, svo og að gættum ákvæðum 1., 2., 6. og 7. tl. 1. mgr. 70. gr. og 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, ákveðst hæfileg refsing ákærða fangelsi í fjögur ár og sex mánuði. Báðir brota þolar krefjast miskabóta úr hendi ákærða og eru kröfur þeirra teknar upp í ákæru. Af hálfu A , sbr. ákærulið I, er krafist 2.500.000 króna, auk vaxta og dráttarvaxta, svo og þóknunar vegna starfa réttargæslumanns, en af hálfu B, sbr. ákærulið II, er krafist 2.000.000 króna, auk vaxta, dráttarvaxta og þóknunar vegna starfa réttargæslumanns. Þar sem dómurinn hefur slegið því föstu að ákærði hafi brotið gegn báðum brotaþolum með þeim hætti sem lýst er að framan verður hann dæmdur til að greiða þeim miskabætur, sbr. b - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Skulu þær ákvarðaðar eftir því sem sanngjarnt þykir, en við mat á fjárhæð þeirra ber einkum að líta til alvarleika brotsins, sakarstigs brotamanns, huglægrar upplifunar brotaþola og loks umfangs tjónsin s. Í dómaframkvæmd hefur jafnan verið gengið út frá því að brot af því tagi sem 32 hér um ræðir séu almennt til þess fallin að valda brotaþola andlegri vanlíðan og sálrænum erfiðleikum. Við mat á fjárhæð bóta til A þykir mega líta til vottorðs K sálfræðings, sem einnig gaf skýrslu fyrir dómi, þar sem fram kom að hún hefði á þeim tíma alls 14 sinnum átt viðtöl við brotaþola frá mars 2020. Í vottorðinu lýsir sálfræðingurinn ítarlega viðtölum sínum við brotaþola og greiningu á sálrænum einkennum hennar, sem hún t elur samsvara þekktum einkennum hjá fólki sem hefur upplifað alvarleg áföll eins og líkasmárás, nauðgun, stórslys eða hamfarir, og nefnir í því samhengi erfiðar endurminningar tengdar atburðinum, martraðir, mikil forðunareinkenni, breytingar í hugsun og ti lfinningum, sviðsskömm, sjálfsásökun, neikvætt viðhorf gagnvart karlmönnum, svefnvanda og árveknisviðbrögð. Síðar hafi brotaþoli greinst með áfallastreituröskun. Af þessu má ráða að brotaþoli hefur glímt við margháttuð sálræn einkenni sem afleiðingu af þei rri erfiðu lífsreynslu sem hún varð fyrir. Í því ljósi verða miskabætur hennar ákveðnar 2.000.000 króna, auk vaxta eins og í dómsorði greinir. Engin gögn liggja fyrir dóminum til stuðnings miskabótakröfu B, en bæði hún, systir hennar og fyrrverandi kærasti sögðu fyrir dómi að hún hefði ekki viljað þiggja aðstoð fagfólks til þess að vinna úr áfallinu. Bæði systir hennar og fyrrverandi kærasti sögðust hins vegar sjá mikinn mun á brotaþola eftir atvikið, hún væri brotin og grátgjörn, vildi ekki ræða það sem ge rst hefði, auk þess sem ýmislegt vekti með henni óþægilegar minningar um það. Sjálf sagði brotaþoli fyrir dómi að hún ætti erfitt með að treysta fólki eftir þessa reynslu, auk þess sem hún skammaðist sín og ásakaði sjálfan sig fyrir að hafa komið sér í þær aðstæður sem voru þess valdandi að ákærði braut gegn henni. Að áliti dómsins þykir enginn vafi leika á um að B hafi beðið sálrænt og tilfinningalegt tjón af ólögmætri meingerð ákærða, þótt ekki sé fyrir að fara skriflegum sönnunargögnum til stuðnings krö fu hennar. Verða bætur hennar því ákvarðaðar að álitum 1. 3 00.000 krónur, auk vaxta eins og í dómsorði greinir. Í samræmi við úrslit málsins, sbr. og 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, verður ákærði dæmdur til greiðslu alls sakarkostnað ar málsins. Þar er um að ræða sakarkostnað við rannsókn lögreglu samkvæmt yfirlitum héraðssaksóknara, samtals 508.722 krónur, málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Ómars R. Valdimarssonar lögmanns, 3.011.960 krónur, þóknun tilnefndra verjenda ákærða á ra nnsóknarstigi málanna, Unnsteins Arnar Elvarssonar lögmanns, 323.950 krónur, og Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns, 141.360 krónur, auk þóknunar skipaðra réttargæslumanna 33 brotaþola, Gunnhildar Pétursdóttur lögmanns, 765.700 krónur, og Berglindar Jónasardó ttur lögmanns, 494.760 krónur. Við ákvörðun málsvarnarlauna og þóknunar til lögmanna hefur verið tekið tillit til greiðslu virðisaukaskatts. Ingimundur Einarsson héraðsdómari kvað upp dóm þennan. Dómso r ð: Ákærði, Joshua Ikechukwu Mogbolu, sæti fangelsi í fjögur ár og sex mánuði. Ákærði greiði A 2.000.000 króna, auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 1. mars 2020 til 12. maí 2021, en dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði B 1. 3 00.000 krónur, auk vaxta samkvæmt 8. gr., sbr. 4. gr., laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 25. júlí 2020 til 12. maí 2021, en dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr., sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði alls 5.246.452 krónur í sakarkostnað, þar af 3.011.960 krónur í málsvarnarlaun til skipaðs verjanda síns, Ómars R. Valdimarssonar lögmanns, 323.950 krónur til Unnsteins Arnar Elvarssonar lögmanns og 141.360 krónur til Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns, v egna starfa þeirra sem tilnefndra verjenda ákærða á rannsóknarstigi málanna, 765.700 krónur til Gunnhildar Pétursdóttur lögmanns og 494.760 krónur til Berglindar Jónasardóttur lögmanns, vegna starfa þeirra sem skipaðra réttargæslumanna brotaþola, auk 508.7 22 króna vegna sakarkostnaðar lögreglu. Ingimundur Einarsson