Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur mánudaginn 10. febrúar 2020 Mál nr. S - 5870/2019: Héraðssaksóknari (Anna Barbara Andradóttir aðstoðarsaksóknari) gegn Heinz Bernhard Sommer og (Þorgils Þorgilsson lögmaður) Victor i - Sorin Epifanov (Gísli M. Auðbergsson lögmaður) Dómur I. Ákæra og dómkröfur: Mál þetta var dómtekið 16. janúar 2020 en það var höfðað með ákæru héraðs - saksóknara, dags. 23. október 2019, á hendur Heinz Bernhard Sommer, þýskum ríkis - borgara, fædd um [...] , [...] , og Victor - Sorin Epifanov, rúm enskum ríkisborgara, fædd um [...] , [...] , fyrir stórfellt fíkni efna laga brot, með því að hafa fimmtudaginn 1. ágúst 2019 staðið saman að inn flutn ingi til Íslands á samtals 37.755,28 g af amfeta míni, sem hafði 69,8 % meðalstyrkleika í þurru sýni[,] og 4.965,28 g af kókaíni, sem hafði 81,5 % meðal - styrk leika, ætluðu til sölu dreif ingar í ágóða skyni. Fíkniefnin fluttu ákærðu frá Þýskalandi falin í innanverðri farangurs geymslu bifr eiðar af gerðinni Austin Mini Cooper með skrán ingar númerið [...] , til Danmerkur og þaðan með farþegaferjunni Norrænu til Seyðisfjarðar, þar sem fíkni efnin fundust við leit. Brot ákærðu telst varða við 173. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sb r. lög nr. 64/1974 og 32/2001. 2 Þess er krafist að [ákærðu] verði [dæmdir] til refsingar og greiðslu alls sakar kostn - aðar. Krafist er upptöku á samtals 37.755,28 g af amfetamíni og 4.965,28 g af kókaíni, með vísan til 6. mgr. 5. gr. laga um ávana - og fíkn iefni nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglu gerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglu - Með framhaldsákæru héraðssaksóknara, dags. 18. nóvember 2019, var gerð viðbót við framan greinda ákæru, [...] , sem notuð var til að flytja framangreind fíkniefni til landsins og lögregla lagði hald á verði gerð upp tæk samkvæmt 1. [tölulið] 1. mgr. 69. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sb Ákæruvaldið gerir sömu dómkröfur og greinir í ákæru og framhaldsákæru. Ákærði Heinz Bernhard krefst aðallega sýknu en til vara að honum verði dæmd vægasta refsing er lög leyfa. Þá krefst hann hæfilegra málsvarnarlauna sem grei ðist úr ríkissjóði. Ákærði Victor - Sorin gerir þær kröfur aðallega að hann verði sýknaður af öllum kröfum ákæru - valdsins, kröfu um upptöku á bifreið verði vísað frá dómi og dæmd verði hæfi leg máls - varnarlaun til skipaðs verjanda að mati réttarins sem greið ist úr ríkissjóði ásamt öðrum máls kostnaði. Til vara er krafist vægustu refsingar og að gæsluvarðhald drag ist frá refs - ingu, auk frávísunar á upptökukröfu vegna bifreiðar og málsvarnarlauna að mati réttarins sem greiðist úr ríkissjóði. Ákærði Victor - Sor in lætur hins vegar ekki til sín taka kröfu um upp töku á haldlögðum fíkniefnum. II. Málavextir: 1. Þann 1. ágúst 2019 komu ákærðu til Seyðisfjarðar sem farþegar með ferjunni Norrænu sem sigldi 30. júlí sama ár frá Hirtshals í Danmörku með viðkomu í Þórshöfn í Færeyjum. Í ferjunni höfðu þeir með sér Austin Mini Cooper - fólksbifreið með þýska skrán ingar númer inu [...] . Ákærðu voru stöðvaðir af tollgæslu við landgöngu þegar bif - reið inni var ekið um grænt toll hlið. Ákærði Heinz var ökumaður en ákærði Victor - Sorin 3 far þegi. Bifreiðin var tekin til skoðunar í nálægu leitar rými tollgæslu. Fíkni efna leitar - hundur fann lykt í aftur hluta bifreiðarinnar og við frekari leit í þeim hluta bif reiðarinnar fund ust fíkni efni í sérútbúnu hólfi . Lagt var hald á fíkni efnin, bifreiðina og önnur sakargögn, auk þess sem ákærðu voru handteknir og síðar úrskurðaðir í gæslu varðhald. Lögreglustjórinn á Austur landi fór með rannsókn máls ins. Ákærðu gáfu skýrslur með réttarstöðu sakbornings dagana 1., 15. og 28. ágúst 2019, auk þess sem haldlagðar ljós myndir voru bornar undir þá 19. sama mánaðar. Bar þeim saman um að þeir hefðu ekki vitað af fíkniefnunum í bifreiðinni og gerðu nánari grein fyrir tilgangi ferðalagsins eins og atvik horfðu við þeim, auk annarra atvika sem voru undir í lögreglu rannsókn inni. 2. Samkvæmt skýrslum lögreglu hafði framangreindum efnum verið komið fyrir í sér - út búnu og lokuðu hólfi undir farangursgeymslu aftan í bifreiðinni. Hólfið var læst með raf lokum sem voru tengdar við stýribúnað með þráðlausu aðgengi eða fjarstýringar - búnaði. Lög reglu var unnt að komast inn í hólfið með því að fjarlægja ytri afturstuðara og opna renni spjald sem búið var að koma fyrir á innri stuðara. Þessu til viðbótar reyndist stað set n ingar búnaður með hollensku sím korti vera falinn í mælaborði bifreiðarinnar. Samkvæmt upp lýsingum sem lögregla aflaði er bifreiðin skráð á ákærða Victor - Sorin í þýskri ökutækja skrá. Þá fengust upplýsingar um að bifreiðin hefði áður verið skráð á ákær ða Victor - Sorin í sömu ökutækjaskrá með önnur skráningarnúmer. Lög regla aflaði upplýsinga um ferðir ákærðu í Danmörku áður en þeir fóru í ferjuna í Hirtshals. Samkvæmt þeim upplýsingum höfðu þeir komið akandi á bifreiðinni til Dan merkur frá Þýska landi um landamæri á Suður - Jótlandi. Einnig rannsakaði lögregla gögn í sím - tækjum ákærðu, auk þess sem aflað var fjar skipta upplýsinga um notkun þeirra tækja. Þá var leitað að fingra förum á umbúðum haldlagðra fíkni efna og á öðrum sakar gögnum en sú leit skil aði ekki árangri. Þessu til viðbótar tók rann sóknin til annarra ferðalaga ákærðu, peningasendinga með Western union, hótel bókana og ann arra upp lýsinga af sama toga. Í rannsóknargögnum kemur meðal annars fram að ákærðu hafi áður ferðast saman til og fr á landinu með Norrænu á tímabilinu frá 2. til 9. ágúst 2018, auk þess sem þeir hafi í þeirri ferð haft með sér sömu bifreið en á öðrum skráningarmerkjum. Þeir hafi á því tímabili dvalið á gistiheimili í Reykjavík. Ákærðu hafi dagana 14. og 15. febrúar 2019 farið saman á umræddri bifreið til Basel í Sviss. Jafnframt hafi þeir 17. maí sama ár farið saman á bifreiðinni til Oslóar í Noregi. Þá verður ráðið af gögnum að lögregla 4 telji vísbendingar vera uppi um að ákærðu kunni að hafa skilið við bifreiðina en aðr ir menn tekið við og skilað henni til baka til þeirra eftir stuttan tíma. Bifreiðin hafi á tíma bili milli fyrr greindra ferða verið geymd í Hollandi. Einnig hafi rann sóknin leitt í ljós að ákærðu hafi ferðast saman dagana 5. 8. júlí 2019 til og frá Ma laga á Spáni með flugi um Düssel dorf í Þýskalandi. Þá hafi rannsókn leitt í ljós að ákærði Victor - Sorin hafi 11. júlí 2019 komið með farþegaflugi til Íslands frá Þýska landi og verið hér á landi til 17. sama mánaðar og haldið til á gistiheimilum í Reykjav ík. Ákærði Victor - Sorin hafi á því tímabili verið í fylgd með tveimur nafngreindum mönnum, erlendum, sem hafi komið til landsins með farþegaflugi frá Þýskalandi dag ana 12. og 13. sama mán aðar. Þeir þrír hafi síðan farið með sama farþegaflugi frá land inu til Amster dam í Hollandi, og þá hafi verið misræmi í fjölda ferðataska þeirra við komu og brottför frá landinu. Einnig hafi rannsókn leitt í ljós að ákærðu virð a st hafa sótt saman um rædda bifreið í Hollandi við upphaf seinni ferðarinnar til Íslands, en það varð síðar til þess að þeir voru handteknir hér á landi með fyrrgreind fíkniefni, eins og áður greinir. Þessu til viðbótar reyndi lögreglan á Austurlandi, með aðstoð lögreglu í Þýska landi, að hafa uppi á ætluðum samstarfsmanni ákærða Victors - Sorin í Þýskalandi, A , rúmensk - um ríkis borgara, búsettum í Þýsk a landi, sem talinn var tengjast inn flutn ingi fíkniefnanna með ólögmætum og saknæmum hætti. Það bar hins vegar ekki árangur og var maðurinn talinn hafa yfirgefið Þýskaland eftir að rann sókn málsi ns hófst. Þá reyndist lögreglu ekki unnt að hafa uppi á manni í Þýskalandi með nafnið B , sem ákærði Victor - Sorin bar um að stæði að baki ferðalagi sínu til Íslands. 3. Samkvæmt efnaskýrslu tæknideildar lögreglu reyndust hin haldlögðu fíkniefni sam - kvæmt forprófi og vigtun vera samtals 37.755,28 g af amfetamíni og 4.965,28 g af kóka - íni. Lögregla sendi sýni úr efnunum til frekari rann sóknar hjá rannsóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja - og eiturefnafræði. Með matsgerðum rannsóknarstofunnar, dags. 21. ágúst 2019 og 20. september sama ár, var staðfest að um var að ræða amfetamín og kókaín. Amfeta mín sýni, þrjátíu og sex talsins, reyndust vera rök og með styrkleika á bil inu 68 73%, að mestu í formi amfetamínsúlfats, og var meðalstyrkleikinn 69,8%. Þá reyndus t kókaín sýni, tvö talsins, vera með kókaínstyrkleika 80% og 83% og voru bæði sýnin þurr. Samanlögð heildarþyngd amfetamínsýnanna við komu á rann sóknar stofuna var 109,70 g en eftir þurrkun vógu þau samtals 36,73 g. Að því virtu var reiknuð lokaþyngd all s hins 5 haldlagða amfetamíns hjá lögreglu talin vera 12.641,31 g miðað við að efnin væru þurr. Á rannsóknarstofunni var einnig lagt mat á áætlað magn hinna hald lögðu efna miðað við lægri styrkleika ef efnin hefðu verið útþynnt til neyslu með óvirku íblö nd unarefni. Samkvæmt því var magn hins haldlagða amfetamíns talið sam svara 73,5 kg miðað við 12% styrk. Þá var magn hins haldlagða kókaíns talið sam svara 6,7 kg miðað við 60% styrk. 4. C efnaverkfræðingur var dómkvaddur sem matsmaður eftir máls höfðun til þess að gera mat samkvæmt beiðni ákærða Victors - Sorin. Samkvæmt mats beiðni var óskað eftir að matsmaður skoðaði og mæti ástand falins, sérútbúins, leyni legs hólfs innan við skráningarnúmer aftan á bifreiðinni. Aðallega var óskað mats á því hvað ráða mætti af ástandi hólfsins og bifreiðarinnar að öðru leyti um það hvenær hólfið hefði verið útbúið og hvenær breytingar á bifreiðinni sem því tengdust hefðu verið gerðar. Í því sam bandi var sérstaklega vísað til tæringar, ryð myndunar og ásta nds á suðum. Þessu til við bótar var óskað eftir að mats maður tæki allt annað fram sem hann teldi skipta máli til að upplýsa um sakarefni máls ins. Í niðurstöðu matsgerðar greinir meðal annars að mats maður telji að ómögulegt sé að segja nákvæmlega til u m hvenær umrætt geymslu hólf var útbúið. Til þess að matsmaður geti sagt til um eða leitt líkum að því hvenær breytingar voru gerðar á bifreiðinni, miðað við mat á ryðtæringu og ástand á suðum, þurfi að liggja fyrir nánari upplýsingar um almennan akstur bi freiðarinnar og veðurfar á þeim stöðum þar sem henni var ekið á síðasta einu eða tveimur árum, hvort hún hafi verið geymd innanhúss eða hvort hún hafi ávallt verið geymd utanhúss á milli þess sem ákærðu fóru í ferðir um Evrópu síðast liðið eitt ár. Mið að við sjáanlegar ryðskemmdir og fleira, sem nánar greinir í mats gerð, og þar sem ekki sjáist neinir ryðpyttir eða djúptæring í stálplötum í breytingum á afturenda bif - reiðarinnar, sem og að bifreiðin hafi verið í almennum akstri í Þýska landi og ná grenni, dragi matsmaður þá ályktun að umræddar breytingar hafi verið gerðar á tíma bilinu janúar til júlí 2018. III. 6 Skýrslutökur fyrir dómi: 1. Ákærði Heinz gaf skýrslu fyrir dómi. Í framburði hans kom meðal annars fram að hann væri þýskur ríkisborgari á ef tirlaunum. Hann væri fráskilinn og ætti einn son og væri fyrrverandi bankastarfsmaður. Þá væri ákærði talsvert skuldugur vegna skatta. Ákærði hefði dagsdaglega ekki haft mikið að gera og hann hefði kynnst meðákærða á árinu 2018. Sambandi þeirra lýsti ákærð i þannig að þeir þekktust vel en það væri þó ekki svo náið að þeir væru góðir vinir. Þeir hefðu talað saman á ensku og þýsku. Ákærði tali hins vegar ekki mikla ensku og meðákærði tali ekki mikla þýsku og sam skipti þeirra hefðu verið eftir því. Ákærði hefð i kynnst meðákærða í gegnum fyrr greindan A en hann væri Rúmeni og þau kynni hefðu tengst umræddri bifreið og byggingar fyrirtæki þess manns. A hefði fyrst haft samband við ákærða á árinu 2018 og beðið hann að sjá um bókhald fyrir byggingar fyrirtækið. Af því hefði hins vegar ekki orðið. Ein hverju síðar á því sama ári hefði A aftur haft sam band við ákærða og spurt hann hvort hann gæti farið með meðákærða til Íslands. Hefði hann verið beðinn að vera ökumaður og honum boðið að hann fengi ferðina að laun u m sem frí þar sem allt væri greitt fyrir hann. Hann hefði verið spurður hvort hann væri með gilt öku skírteini og hvort hann vildi fara í ferðina. Ákærði hefði samþykkt það en hann hefði ekki átt neitt val um það hvernig hann skyldi ferðast til landsins. A hefði í fram haldi kynnt hann fyrir meðákærða og þeir hist í fyrsta skipti. Þeir þrír hefðu svo farið á ferða skrifstofu og bókað ferð til Íslands og A greitt fyrir ferðina. Ákærða hefði verið fengin umrædd bifreið til ferðarinnar og enginn önnur bifreið hefði komið til greina í því sambandi. Ákærði hefði ekki vitað það fyrir fram hvaða bifreið ætti að nota. Hann hefði farið með meðákærða og þeir sótt bifreiðina í bíla kjall ara og tveir eða þrír vinnu félagar meðákærða þá verið með. Ákærði hefði ekki veri ð búinn að sjá menn ina áður og hann hefði ekki séð þá eftir þetta. Ákærði og meðákærði hefðu farið með bifreiðinni frá Þýskalandi til Danmerkur og þaðan með ferju til Íslands. Ferðin hefði verið farin í ágúst 2018 og það verið í fyrsta skipti sem ákærði kom til Íslands. Þá hefði þetta verið fyrsta ferð hans á bifreiðinni. Ákærði hefði verið í fríi og fengið allt frítt í ferðinni, mat og gistingu. Hann hefði ekki spurt neinna spurninga og ekki fundist neitt undarlegt eða grunsamlegt vera við þetta. Þá kvað st ákærði ekki vita hvers vegna þeir fóru á bifreið. Hann hefði lagt bifreiðinni við gisti heimili í Reykjavík og ekki hefði verið hreyft við henni fyrr en þeir fóru til baka til 7 Þýskalands. Á meðan þeir dvöldu í Reykjavík hefðu þeir drukkið bjór, skoða ð sig um og annað í þeim dúr. Meðákærði hefði verið með honum allan tím ann í ferðinni, auk þess sem meðákærði hefði hitt frænda sinn sem hefði verið staddur á landinu, en sá maður væri búsettur í Bandaríkjunum. Ákærði hefði ekki vitað af frændanum fyrr en eftir að þeir voru komnir til landsins. Þeir hefðu síðan farið sömu leið til baka með ferjunni og kannaðist ákærði ekki við að það væri rétt sem fram hefði komið hjá meðákærða við skýrslu töku hjá lögreglu að meðákærði hefði geymt umslag með peningum í tö sk unni hans á heim leið inni. Ákærði hefði farið fleiri ferðir á bifreiðinni eftir þetta á árinu 2019, annars vegar til Basel og hins vegar til Oslóar. Þessar tvær ferðir hefðu verið farnar í tengslum við vinnu með ákærða sem hefði verið með honum í bæð i skiptin. Í Basel hefðu þeir gist eina nótt á hóteli og bifreið inni verið lagt á einkabílastæði við hótelið. Ákærði kann aðist við að með ákærði hefði farið af hótelinu og hitt einhvern mann, arkitekt, og síðan komið til baka. Þá kvaðst ákærði hafa tekið eftir því morguninn eftir að búið var að færa bifreiðina til á bifreiða stæði hótels ins. Ákærði kvaðst hins vegar ekki kannast við þann framburð sinn hjá lögreglu, sem bor inn var undir hann fyrir dómi, að hann hefði tekið eftir því að bifreiðin væri hor fin. Þá kannaðist ákærði ekki við framburð sinn hjá lögreglu þess efnis að hann hefði rætt við meðákærða og furðað sig á því að bifreiðin hefði horfið eða að með ákærði hefði reynt að eyða því samtali. Ákærði kvaðst hins vegar kannast við það að hafa spurt með ákærða af hverju bif reiðin væri ekki í sama bifreiðastæði og meðákærði hefði svarað hon um einhverju sem hann myndi ekki lengur hvað hefði verið. Þá hefði ákærði ekki spurt frekar en honum hefði fundist þetta skrýtið. Ákærði kvaðst ekki vita hvort einhver annar hefði verið að nota bifreiðina á milli þeirra ferða sem hann fór á henni eða hver hefði verið með umráð hennar. Hann hefði ekki kannað kílómetrastöðu bifreiðarinnar á milli ferða en þá hefði hún verið geymd á sama stað. Honum hefði fyrst ver ið sagt að kona meðákærða ætti bifreiðina en síðar fengið að vita, eða honum orðið ljóst, að A ætti í raun bif reiðina. Þessu til viðbótar hefði ákærði farið ásamt meðákærða til Malaga á Spáni. Ferðin hefði verið frá föstudegi til mánudags og þeir farið saman með flugi. Varðandi síðari ferðina til Íslands, þá hefði ákærði vitað að hann ætti að fara á sömu bifreið og hann hefði gert áður. Meðákærði hefði látið hann vita um ferðina með skila - boðum á Facebook um þremur eða fjórum vikum áður en ferðin var farin. Hann hefði hins vegar ekki vitað nákvæmlega hvenær hann ætti að fara. Hann hefði ekki farið með 8 á ferðaskrifstofuna þegar ferðin var bókuð. A og með ákærði hefðu komið til hans sunnudaginn 28. júlí 2019 og spurt hvort hann væri búinn að pakka og þeir sagt hon um að hann ætti að leggja af stað sama dag. Ákærði hefði verið óvið búinn þessu og ekki verið búinn að pakka t il ferðarinnar. Hann hefði í fyrstu ekki viljað fara en látið undan þegar honum var sagt að hann þyrfti að fara þar sem búið væri að panta og greiða fyrir hann ferðina. Þeir hefðu lagt honum til ný föt og skó fyrir ferðina. Þá hefði honum verið sagt að fer ðin væri bókuð með gistingu í Reykja vík í fimm nætur. Hann hefði hins vegar ekki vitað á hvaða gististað hann ætti að vera. Honum hefði fundist að hann þyrfti að fara en aldrei séð neinar færslur eða reikninga um þessa ferð. Þá kvaðst ákærði ekki vita hve r hefði greitt fyrir ferðina. Hann hefði átt að fá borg að fyrir að fara, fengið 100 evrur frá A í upphafi ferðar og síðan hefði hann átt að fá 300 evrur frá meðákærða í lok ferðar. Þeir hefðu síðan átt að fara sömu leið til baka á bif reið inni og með fe rjunni. Ákærði hefði hins vegar ekki vitað að þeir ættu ekki bókaða ferð til baka. Ákærði og meðákærði hefðu sótt bifreiðina í Amsterdam. Það hefði verið rétt fyrir ferðina eða í upphafi hennar. A hefði sagt ákærða að bif reiðin færi alltaf í skoðun eða á verkstæði í Hollandi af því það væri ódýrara. Þetta hefði verið eina bifreiðin sem þeim var lögð til og því hefðu þeir farið á henni. Ákærði hefði ekki skoðað bifreiðina í upphafi ferðar. Hann hefði hins vegar ekki séð neitt athugavert við bifreiðina en tó k fram að hann væri ekki sérfróður um bifreiðir. Ákærði hefði ekki vitað um staðsetn ingar búnað í bifreið inni. Hið sama hefði verið um leynihólf sem reyndist vera í henni, og hann hefði ekki orðið var við fjarstýringu. Það eina sem hefði verið með fjar s týringu í bifreiðinni hefðu verið kveikju láslyklar til að læsa og aflæsa hurðum og skotti. Ákærða hefði ekki grunað að það væru fíkniefni í bifreiðinni og hann ekki haft hug mynd um það. Hann hefði staðið í þeirri meiningu að hann væri að fara í frí eins og hefði verið í fyrri ferð hans til Íslands með meðákærða árið á undan . Þá hefði hann ekkert vitað um að með - ákærði væri að fara að sækja peninga. Á leiðinni til Íslands hefðu ákærði og meðákærði rætt saman um hitt og þetta en með ákærði hefði aðallega v erið að segja honum til við akstur inn. Ákærði hefði ætlað að vera í fríi, fara í búðir og skoða sig um í Reykjavík, og hefðu hann og með ákærði rætt það sín á milli að þeir ætluðu að fara í Bláa lónið. Með ákærði hefði átt að borga fyrir allt í ferðinn i og ákærði tók fram að hann hefði ekki sam þykkt að fara nema að sá háttur væri hafður á. Samkomulagið hefði verið þannig að meðákærði greiddi fyrir allt. Ákærði hefði verið fenginn í ferðina sem bif reiðar stjóri og hann hefði átt að fá ferð ina með u ppihaldi 9 að launum sem frí. Ákærði hefði ekki talið ástæðu til að leita frekari skýringa á ferða - laginu. Hann hefði ekki verið í nein um símasamskiptum við A á leiðinni í ferjuna til Íslands. Það hefði verið meðákærði sem hefði verið með símana í bifrei ðinni og í sam - skipt um við A . Þeir hefðu rætt saman á rúm ensku og ákærði ekki skilið hvað þeim fór á milli. Ákærði hefði hins vegar hugsan lega verið í einhverjum símasamskiptum við A á brott farardeginum. Þá hefði verið hringt í ákærða og hann verið spurður að því hvort hann væri tilbúinn. Ákærði kvaðst hins vegar ekki muna eftir síma sam skiptum við A sam kvæmt yfir liti lögreglu um dagana 3., 17. og 19. júlí 2019. Hið sama væri um síma - samskipti milli hans og A á tímabili frá febrúar til júlí 20 19. Ákærði kvaðst hins vegar kannast við að hafa sent A myndir af skil ríkjum sínum á því ári. Þá kvaðst ákærði ekki kannast við það að hafa verið stressaður þegar toll verðir höfðu afskipti af honum við komuna til landsins 1. ágúst sama ár á Seyðis firði . Ákærði kvaðst ekki kannast við að hafa átt að fara til Íslands í júlí 2019 og fylgja mönnum á vegum A til að laga einhvern bar. Hins vegar kannaðist hann við að hafa leigt starfsmönnum A herbergi í íbúð sinni. Hann hefði ekki vitað um neina slíka ferð t il Íslands á þessum tíma og ekki orðið var við að starfsmenn A væru á leiðinni til Íslands. Hins vegar hefði einhvern tímann verið rætt við sig um að fara sem verktaki til Danmerkur. Ákærði kvaðst kannast við það að með ákærði hefði í júlí 2019 sent honum 1.650 evrur með Western Union. Hann hefði ekki vitað af því fyrir fram en A hefði hringt í hann og sagt honum að hann þyrfti að fara á pósthúsið til að sækja peninga. Pen ingarnir hefðu verið fyrir bygg ingar fyrirtækið en ákærði hefði ekki vitað neitt meira um það. Ákærði kvaðst aðspurður fyrir dómi ekki geta sagt til um það hver nákvæmlega hefði staðið fyrir innflutningi fíkniefnanna til landsins. Hann kvaðst halda að A hefði komið efnunum fyrir í bifreiðinni og meðákærði hefði ekki vitað af því. Ákærð i kvaðst aðspurður kannast við framburð sinn hjá lögreglu 15. ágúst 2019 þar sem hann hefði borið um að hafa verið blekktur af tveimur vinum, A og með ákærða, og að hinn fyrr - greindi bæri þar meginábyrgð. Hann kvaðst hins vegar telja, eftir að hafa gefið f yrr - greinda skýrslu, að meðákærði hefði ekki vitað af fíkni efnunum í bifreiðinni. Hann byggði það á upp lýsingum sem hann hefði fengið síðar, á gæslu varðhalds tímanum í fang - elsinu. Varðandi fyrrgreinda skýrslutöku hjá lögreglu þá hefði hann verið orðin n þreyttur þegar hún fór fram og sér hefði ekki verið kunnugt um reglur um tíma lengd skýrslutöku. 10 Hann hefði fengið hlé til að fara á salerni og reykja og hann hefði ekki kvartað. Tíma - setning og tímalengd skýrslutökunnar kynni að hafa haft áhrif á fram burð hans en hann hefði reynt að svara spurningum eftir bestu getu. Ákærði hefði aldrei haft neitt með fíkniefni að gera og aldrei neytt fíkniefna. Hann hefði hins vegar afplánað refsingu í tvö ár í fang elsi í Þýska landi vegna skattalagabrots. Ákæ rði hefði frétt af því, eftir að rannsókn málsins hófst á Íslandi, að lögregla í Þýska - landi hefði farið á heimili hans og skipt um lás á úti dyrahurðinni. Þá hefði lögreglan þar ytra látið son hans fá nýja lykla að íbúðinni og spurt hann spurninga um ákær ða. Ákærði kannaðist við framburð sinn hjá lögreglu um að A hefði sagt hon um að hann tilheyrði tilteknum samtökum. Það samtal hefði átt sér stað eftir fyrri ferðina til Íslands. Samt hefði ákærði ekki hugleitt það að hann væri að gera neitt ólög legt þeg ar hann hefði orðið við beiðni A um að fara í hina síðari ferð til Íslands. Hann hefði staðið í þeirri meiningu að hann væri að fara í frí. Ákærði kvaðst kannast við um rædd samtök úr fréttum í sjónvarpi og að þau kynnu að tengjast glæpa starf semi. H on um væri hins vegar ekki kunnugt um það hvort samtökin tengdust dreif ingu fíkni efna í Evrópu. Sonur ákærða tengdist ekki umræddum samtökum og hið sama ætti við um vin sonar hans. Í því sambandi kannaðist ákærði ekki við framburð sinn hjá lög reglu um að vinur sonar hans hefði kynnt ákærða fyrir A og að vinurinn og A þekkt ust í gegn um téð samtök. Ákærði kvaðst leggja áherslu á það að hann hefði verið að fara í frí og hann vissi ekkert um fíkniefni eða að slík efni hefðu verið í bifreiðinni. Hann he fði ekki komið nálægt neinu ólöglegu í ferðinni og hann hefði aldrei komið nálægt neinu slíku. Hann hefði farið ferðina sjálfviljugur, enginn hefði þrýst á hann eða hótað hon um neinu eða notfært sér stöðu hans, veikindi hans eða annað í þeim dúr. Hann hef ði ekki verið neyddur til þátttöku. Varðandi B , þá kom fram við skýrslugjöf ákærða við framhaldsaðalmeðferð að hann og meðákærði hefðu rætt saman í fangelsinu á Hólmsheiði eftir að þeir gáfu skýrslu við byrjun aðal meðferðar. Í því samtali hefði ský rst betur fyrir ákærða að hann hefði séð B en aldrei talað við hann. Hann hefði séð B tvisvar sinnum, í fyrra skiptið þegar hann hitti A í tengsl um við fyrri ferðina til Íslands. A hefði þá kynnt B fyrir honum og sagt hann vera frænda meðákærða og að hann myndi borga ferðina til Íslands. Ákærði hefði ekki viljað ræða við B . A hefði sagt að ferðin væri vegna afmælis með ákærða og að kona með ákærða ætti að koma með í ferðina. Síðara skiptið hefði verið þegar ákærði og meðákær ði komu til baka eftir fyrri Íslandsferðina. Ákærði hefði verið þreyttur og viljað 11 keyra beint heim til Mönchen gladbach en meðákærði fyrst viljað fara og hitta mann á veitingastað í Düsseldorf og það hefði reynst vera B . Ákærði hefði á þeim tíma ekki vi tað að maður inn væri B en meðákærði hefði nýlega útskýrt þetta fyrir honum í samtali þeirra í fang els inu eftir að hann gaf skýrslu við upphaf aðal meðferðar. 2. Ákærði Victor - Sorin gaf skýrslu fyrir dómi. Í framburði hans kom meðal annars fram að ha nn væri rúmenskur ríkisborgari en að hann hefði frá því í maí 2017 verið bú settur í Þýskalandi ásamt fjölskyldu sinni. Hann hefði unnið fyrir A sem verktaki í bygg ingar vinnu. Ákærði kvaðst hafa kynnst meðákærða á árinu 2018 og það hefði verið í gegn um A . Ákærði og meðákærði hefðu verið góðir kunningjar eftir það og hann meðal annars komið í afmæli eiginkonu ákærða á heimili hans. Um aðdraganda þess að þeir kynnt ust sagði ákærði að hann hefði eitt kvöld þetta ár verið staddur á bar í Mönchen - gladb ach þar sem Rúmenar hefðu vanið komur sínar. Ákærði hefði rætt við B á barnum og það leitt til þess að honum hefði verið boðið að fara til Íslands til þess að sækja pen inga fyrir B og koma með þá til Þýskalands. Þá hefði honum jafnframt verið boðið að tak a konuna sína með sér í ferðina og þau gætu verið í fríi og allt yrði greitt af B . Fyrst þegar þeir ræddu saman hefði ekki verið talað um að hann þyrfti að fara á bifreið en það hefði borið á góma síðar. Ákærði hefði sagt B að hann væri ekki með öku rétt i ndi og því þyrfti ökumann. B hefði verið hissa á því að ákærði væri ekki með ökuréttindi. A hefði frétt af þessu og verið for vitinn og farið að spyrja ákærða hvað hann væri að fara að gera fyrir B . A og B hefðu báðir verið með byggingar fyrirtæki en hi nn fyrr nefndi hefði verið hræddur um að B væri að ná frá hon um starfs mönnum. A hefði því spurt hann hvort hann væri að fara að vinna fyrir B . Af ein hverjum ástæðum sem ákærði gæti ekki skýrt hefðu B og A eftir þetta verið í samskiptum varðandi þessa f erð til Íslands á árinu 2018. Ákærði hefði eitt sinn verið að vinna í Düsseldorf þegar B hefði beðið hann að koma og hitta sig á bar. Þegar ákærði hefði komið á staðinn hefðu A og B verið á staðnum. Þeir hefðu virst þekkjast og talað þannig saman á barnum. Ákærði hefði þá verið spurður hvort hann vildi fara til Íslands en um leið hefði verið sagt að þá vantaði mann til að koma með sem öku maður. Ekki hefði komið til greina að fá annan mann til að fara ferðina en þess í stað hefði átt að finna ökumann. Ákær ði kvaðst halda að A hefði síðan rætt við meðákærða og fengið hann til að koma með í ferðina sem öku maður. Þegar ákærði og með ákærði hefðu hist hefði verið rætt um að meðákærði yrði öku maður og ákærði og eigin kona hans 12 yrðu í fríi. Konan hans hefði hin s vegar ekki komist með í ferðina þar sem þau hefðu ekki fengið pössun fyrir börnin. Nánar varðandi B þá bar ákærði um að hann væri rúmenskur, rúmlega þrítugur, sköll óttur og sterkbyggður. Hann væri búsettur í Düsseldorf og væri með byggingar - fyrirtæki. Ákærði hefði alls hitt B tvisvar eða þrisvar í Düsseldorf á mismunandi stöð um. Ákærði kvaðst ekki vita hvort hans rétta nafn væri B og þá hefði hann aldrei séð persónuskilríki hans. Þá kvaðst ákærði ekki vita hvort aðrir í kringum hann hefðu þekkt B en v innufélagar ákærða eða þeir sem hann hefði drukkið með hefðu hins vegar séð hann. Nánar varðandi ferðina til Íslands á árinu 2018 kvaðst ákærði ekki hafa vitað hversu mikla peninga hann hefði átt að sækja, hver væri til gangurinn með því að sækja peni ng - ana eða hvernig ætti að ráðstafa þeim. Eina út skýringin sem hann hefði fengið hefði verið sú að einhver ætti að afhenda honum pen inga því það væri svo dýrt að greiða Western Union þóknun fyrir að senda peninga á milli landa. Því hefði verið talið bet ra að fara og sækja peningana. Rætt hefði verið um að leyfilegt væri að ferðast á milli landa með 10.000 evrur í reiðufé á sér. Hann hefði því grun að að hann ætti að sækja meira en þá fjár hæð. Þá hefði hann gert sér grein fyrir því að það væri ólöglegt að flytja meira en 10.000 evrur með þessum hætti á milli landa en hon um hefði verið sagt að það versta sem gæti gerst væri að það þyrfti að greiða sekt og lagt yrði hald á peninga. Því hefði hann haldið að kannski þyrftu að vera tveir sem ferðuðust saman til að skipta upp hæðinni svo hún væri innan löglegra marka. B hefði ætlað að útvega bifreið og sér hefði staðið til boða að taka eiginkonu sína með og dvelja á Íslandi í eina viku. Ákærði hefði ekki fengið neinar skýringar á því hvers vegna þurfti að far a ferð ina á bifreið en hann hefði dregið þá ályktun að það væri dýrt að fara flugleiðina. B hefði lagt til peninga fyrir ferða kostnaði og A , ákærði og meðákærði farið og keypt farmiða á ferðaskrifstofu. B hefði lagt til bifreið fyrir ferðina og ák ærði og A sótt hana til hans. Bifreiðin hefði að nafninu til verið skráð á nafn ákærða vegna ferðarinnar. Það hefði verið B sem hefði ákveðið það og skýrt það þannig að það væri einfaldara, annars hefði hann þurft að gefa ákærða umboð svo hann gæti ferðast á bifreiðinni. A hefði aðstoðað við skráninguna á bif reið inni og annað sem tengdist ferðinni, svo sem að greiða fyrir tr yggingar, ferðir o.fl. B hefði lagt A til fé fyrir allt sem þurfti að gera varðandi undir bún inginn og þeir tveir hefðu talað sig saman um það allt. Þá kvaðst ákærði telja að A hefði tekið eitthvað af pen ing unum til sín sem þóknun fyrir vinnu við undir búninginn. A hefði skipt sér af þessu vegna þess að hann 13 hefði fengið greitt fyrir sína vinnu. Þá væri hann þannig gerður að hann væri alltaf að skipta sér af öllu og gera sig gild andi. Ákærði hefði ekki gert sér grein fyrir því þá, en hann teldi núna að B hefði fengið A til að koma að undirbúningnum til að eiga ekki á hættu að vera í upptöku á öryggis myndavélum. Hann hefði á þeim tíma þegar unnið var að undirbúningnum borið fyrir sig annir í vinnu og að hann væri staddur í Düsseldorf og fleira í þeim dú r. Þegar til Íslands var komið hefði hann tekið við pen ingum í umslagi og opnað það og haft sam band til Þýskalands og sagt hvað það væru miklir peningar. Ákærði kvaðst hafa farið fleiri ferðir á sömu bifreið eftir fyrrgreinda ferð til Íslands. Annars ve gar hefði verið um að ræða ferð til Basel og hins vegar til Oslóar. Báðar ferð - irnar hefðu verið farnar á árinu 2019 að beiðni A og meðákærði verið öku maður. Ferð - irnar hefðu verið í tengslum við byggingarstarfsemi A . Til gangur ferðarinnar til Basel h efði verið að hitta arkitekt til að fá hjá hon um teikningar sem hefðu tengst verkefni bygg inga rfyrirtækisins í Stuttgart. Ákærði kvaðst ekki kannast við að bifreiðin hefði verið færð til á bifreiðastæði í Basel eða farið hefði verið með hana í burtu. Ák ærðu og með ákærði hefðu komið á hótel, ákærði hefði farið út úr herberg inu og niður í móttöku og hitt arki tektinn. Þeir hefðu síðan fært sig yfir á bar og hann fengið hjá honum teikn - ingarnar. Hann hefði síðan gengið til baka en þá hefði með ákærði veri ð kominn niður og spurt hann hvert hann hefði farið. Ákærði hefði sagt honum það og þeir síðan farið og fengið sér að borða og drekka. Bif reiðin hefði allan tímann verið á sama stað á bifreiða - stæði við hótelið. Þá kvaðst ákærði ekki kannast við að það væ ri rétt sem meðákærði hefði borið um hjá lögreglu, að hann hefði spurt ákærða hvers vegna bifreiðinni væri lagt í annað bifreiðastæði og hvort einhver hefði farið á bifreiðinni eða að ákærði hefði reynt að eyða tali um þetta. Hvað varðaði ferðina til O slóar þá hefði hún upphaflega átt að vera til Dan merkur, en tilgangurinn með ferðinni hefði verið að hitta norskan arkitekt sem þar starf aði. Bifreiðin hefði verið sótt til Amsterdam en með ákærði og A sótt hann í Þýska landi í upphafi ferðar. Ákærði h efði ekki farið með að sækja bifreiðina til Amster dam. A hefði í fyrstu verið með þeim í ferðinni til Dan merkur. Um ræddur arki tekt hefði hins vegar ekki getað hitt þá í Danmörku og verið far inn til Noregs þegar þeir komu á staðinn. Ákærði og meðákærði hefðu haldið ferðinni áfram á bifreið inni til Noregs. A hefði hins vegar snúið til baka til Þýskalands, en hann hefði ekki mátt fara frá Þýska landi vegna refsidóms sem hann hafði áður hlotið í Rúm eníu. Þegar ákærði og með ákærði hefðu komið til Oslóar hefði þeim gengið illa að rata og finna áfangastað þar sem arkitektinn 14 beið þeirra. Far símar þeirra hefðu verið rafmagns lausir. Þeir hefðu farið inn á járn - brautar hefði hringt í A og hann hefði sagt þeim að arkitektinn væri að bíða eftir þeim. Erfitt hefði verið að fara um í Osló vegna þjóðhátíðarhalda og þeir spurst til vegar. Eldri hjón hefðu vísað þeim leiðina úr borg inni. Þegar þeir hefðu verið komnir á áfanga stað hefði arki tekt inn enn verið að bíða eftir þeim en þá hefði verið orðið mjög áliðið. Þeir hefðu því ákveðið að hittast daginn eftir og arki tektinn fengið lán aða hjá þeim bif reiðina svo hann gæti komist heim til sín. Ákærði og með ákærði hefðu hins vegar komið sér á hótel með lest. Arkitektinn hefði síðan komið morguninn eftir á bifreiðinni og með teikn - ingarnar sem þeir áttu að sækja. Um framangreindar ferðir til að hitta arkitekt vísaði ákærði til þess að ekki hefði nægt að fá teikningar sendar me ð pósti. Reglur í Þýskalandi um bygginga rframkvæmdir væru þannig að nauðsynlegt væri að byggingarverktaki hitti arkitekt áður en byrjað væri á framkvæmdum. Arkitekt þyrfti að fara yfir ákveðin atriði sem yrðu að vera uppfyllt, svo sem varðandi mælingar, b yggingarefni og fleira. Ákærði hefði þessu til viðbótar farið með meðákærða til Spánar í eina viku á árinu 2019 og þeir ferðast saman með flugi. Ákærði hefði einnig tekið að sér að fara til Íslands í júlí 2019 að beiðni A . Þetta hefði verið vegna viðgerð a á bar og hann hefði átt að koma og kanna vinnuaðstæður. Þá hefðu fleiri starfsmenn átt að koma síðar til landsins og klára verkefnið. Ákærði hefði komið til landsins með farþegaflugi og flugmiðinn verið keyptur með mánaðarfyrirvara. Ákærði hefði haft með sér eina tösku með persónulegum munum. Taskan hefði verið fengin að láni frá A . Ákærði hefði átt að vera hér á landi í einn mánuð. Daginn eftir hefði vinnufélagi hans komið til landsins frá Þýska landi en hann hefði líka verið að vinna fyrir A . Stuttu eft ir það hefði ákærði hitt tengilið á Íslandi sem hefði átt umræddan bar. Maðurinn hefði sagst ætla að koma með vinnu föt til þeirra. Ákærði hefði tekið allt dótið úr töskunni sinni og afhent hana manninum, sem hefði átt að skila henni til baka með vinnufat naði. Ákærði hefði ekki hug leitt það hvers vegna hann þyrfti að afhenda manninum töskuna en hann hefði gert það að beiðni A . Maðurinn sem tók við tösk unni hefði einnig átt að greiða fyrir gistingu fyrir hann og ferðafélaga hans en hann hefði aldrei ko mið eða haft samband aftur. Ákærði hefði ekkert séð hann meira. Ákærði hefði hringt í A og látið hann vita hvernig staðan væri og hann fengið þau svör að maðurinn væri hættur við verkefnið, honum væri ekki treystandi og þeir ættu að koma til baka. Hann 15 hef ði frétt að hætt hefði verið við verkið þar sem ekki hefði náðst samkomulag um verð fyrir það. A hefði látið B vita að ákærði væri á Íslandi og á leiðinni til baka til Þýska lands. B hefði síðan haft sam band við A og sagt honum að ákærði gæti sótt fyrir s ig peninga úr því að hann væri á landinu og þannig mætti nota ferð ina. Þá hefði hann verið spurður hvort hann vildi gera þetta fyrir hann og hann hefði samþykkt það. Ákærði hefði síðan hitt ungan mann sem hefði látið hann fá umslag með 21.000 evrum í reið ufé. Ákærði hefði geymt pen ingana í veskinu sínu en fengið að taka 2.000 evrur af peningunum til að senda til eigin konu A með Western Union. Það hefði verið gert til að kaupa flugmiða. Þá hefði ferðafélagi hans sent 2.000 evrur til A með því að skrá með ákærða sem móttakanda. Það að skipta þessu í tvennt hefði verið til að fara fram hjá reglum um hámarksfjárhæð sem hefði mátt senda á milli landa með þessum hætti. Þá hefði verið sam komulag við B um að taka af pen ingunum vegna uppihalds hér á landi. Á kærða hefði fundist skrýtið hvernig fór með ferð ina og af hverju þeir voru ekki með pen inga en honum verið sagt að fyrrgreindur maður hefði hætt við verkefnið og þeir því verið sendir til baka. Ákærði tók hins vegar fram að ef ekki hefði verið hætt við verkið hefðu komið til lands ins verkamenn sem bjuggu á heimili meðákærða og að meðákærði hefði þá átt að fylgja þeim til landsins. Aðdragandinn að seinni ferð ákærða og meðákærða til Íslands í lok júlí og byrjun ágúst 2019, sem leiddi til handtöku þe irra á Seyðisfirði, hefði verið sá að hann hefði um tveimur mánuðum áður verið staddur á bar í Þýskalandi. Hringt hefði verið í hann og hann beðinn að fara aftur til Íslands og sækja peninga eins og hann hefði gert áður. Ferðin hefði verið að beiðni B . Þá hefði A haft samband við með ákærða. Ferðin hefði verið mjög lík ferð inni árið á undan. Ákærði hefði ekki vitað hversu mikla peninga hann ætti að sækja eða hvar eða hvenær hann ætti að fá pen ingana afhenta. Hann hefði fengið upp - lýsingar um að hann ætti að vera í sjö daga hér á landi og gista á nánar tilgreindu gisti - heimili í Reykjavík. Þá hefði hann átt að fá símtal frá einhverjum eftir komuna til lands - ins. A hefði gengið frá bókun ferðar innar á ferða skrifstofu og ákærði hefði fylgt honum þangað. Viku áður en þeir áttu að leggja af stað hefði bifreiðin verið endurskráð og skipt hefði verið um skrán ingar númer á henni. Hon um hefði verið sagt að það væri vegna vangreiddra bif reiða gjalda. Það hefði verið það eina sem honum hefði fundist skrýtið við ferðina. Á þeim tíma hefði hins vegar verið búið að kaupa farmiðana í ferjuna og þeir verið auðkenndir með eldra skráningar númeri bif reiðar innar. Ákærða hefði verið lofað 1.000 evrum fyrir að fara ferðina. Þá hefði ákærði fengið 700 evrur í vasa peninga, fyrir bensíni og uppi haldi, en sá sem hefði átt að afhenda honum peningana hér á landi til 16 flutnings til baka hefði átt að láta hann fá pen inga fyrir gistingu. Ákærði hefði staðið í þeirri trú að hann ætti bók aða ferð til baka og fengið þær up plýsingar hjá afgreiðslu ferju - fyrirtækis í Dan mörku við upphaf sigl ingar innar. Bifreiðin hefði verið geymd í Amsterdam og þeir sótt hana þangað þar sem henni hefði verið lagt fyrir framan bifreiðaverkstæði. Þetta hefði verið í fyrsta og eina skiptið sem ákærði hefði komið til Amsterdam. Hann kvaðst hins vegar ekki vita um ástæður þess að bif reiðin var á verk stæði. Ákærði gat þess að bifreiðin hefði bilað þegar þeir voru að koma til baka úr ferð inni til Basel fyrr um árið. Hann ætti sjálfur ekki bi freið og hefði enga þekk ingu á bifreiðum. Hann hefði ekki skoðað bifreiðina áður en þeir lögðu af stað í ferðina og ekki vitað hvort hún væri búin vara dekki. Hann hefði ekki vitað af stað - setningarbúnaði í bifreiðinni, að hún væri búin leyni hólfi eða a ð fíkniefni væru falin í henni og hann hefði ekki orðið var við neina fjar stýr ingu. Honum hefði ekki fund ist neitt óvenjulegt við bifreiðina. Ákærði hefði vitað að hún hefði nýlega verið á verk stæði þar sem skipt hefði verið um olíu í henni o. fl. Hann hefði gert sér grein fyrir því að ferðalagið yrði langt en ekki verið að hugsa um kíló metra fjöldann. Það hefði verið meðákærði sem hefði meira verið að hugsa um það, auk þess sem ekki væri óvenju legt í Þýska landi að fara langar vega leng dir á bifreiðum. Þá hefði honum ekki fundist neitt gruggugt vera við ferðina eða sig grunað að tilgangurinn með henni væri flutningur á fíkniefnum milli landa. Sig hefði hins vegar grun að að peningarnir sem hann hefði sótt og komið með til Þýskalands væru ólöglegir. Ákærði kvaðst ekki vita hver hefði átt bifreiðina áður eða hver hefði verið að nota hana. Bifreiðin hefði fyrst verið skráð á ákærða í tengslum við ferðina til Íslands á árinu 2018. Eftir það hefði hún verið skráð á einhvern annan og síðan aftu r á ákærða. Við fyrstu skrán ingu hefði hann séð að kaupverð bifreiðarinnar var skráð 12.700 evrur. Upp lýsingar um skráðan seljanda bifreiðarinnar ætti að vera unnt að finna í opinberum skrám í Þýska - landi. Þá kvaðst hann ekki vita hvar bifreiðin hefði ve rið geymd á meðan hann var ekki að nota hana. B hefði átt tvær aðrar bifreiðir en ákærði hefði þurft að fara á þessari til - teknu bifreið þar sem hún hefði hentað til ferðalagsins og verið eini valkosturinn. Ákærði kannaðist við að hafa verið með tvo far síma í ferðinni. Annar hefði verið af gerðinni Apple iPhone 5 og hann hefði fengið hann í tengslum við fyrrgreinda flugferð í júlí 2019 vegna áforma um endurbætur á bar. Í millitíðinni hefði verið búið að skipta um símkort í tækinu. Ákærði hefði átt að fá símtal í þann síma eftir komuna til landsins og honum verið sagt að hann yrði að vera með símann með sér. Hann hefði ekki verið að 17 leyna þessum síma og ekki verið búinn að fá fyrrgreint símtal þegar síminn var hald - lagður. Þá kvaðst ákærði ekki vita hvort það hefði verið B eða einhver annar sem hefði átt að hafa sam band við hann. Í huga ákærða hefði ekkert skuggalegt verið við þennan aukasíma og hann hefði notað hann til net samskipta við fjölskyldu og vini. Það hefði hins vegar ekki verið hægt að hringja sím töl úr símanum þar sem ekki hefði verið inneign á símkorti. Á meðan ákærði var í ferjunni á leiðinni til Íslands hefði A hringt í símann. Ákærði hefði þá verið við Færeyjar. Þá kvaðst ákærði nánar aðspurður kannast við það sem fram kæmi í síma gögn um sem lögreglan aflaði, að það hefði aðeins verið hringt í símann úr einu síma númeri. Sagði ákærði að það hefði verið símanúmer A . Sím tölin hefðu átt sér stað á leiðinni til Íslands og fyrsta símtalið verið þegar hann hefði verið í Dan mörku. Þeir hefðu r ætt saman á almennum nótum um hvernig ferðin gengi og ann að í þeim dúr en ekkert hefði hins vegar verið rætt um til gang ferða lagsins. Þessu tengt og þrátt fyrir fyrrgreindan framburð um símasamskipti við A , þá kannaðist ákærði fyrir dómi við framburð s inn hjá lög reglu 15. ágúst 2019 þar sem fram kom að B hefði hringt í hann 29. og 30. júlí 2019. Fyrir dómi tók ákærði fram að það gæti verið að B hefði hringt í hann og verið að forvitnast um þá, en hann hefði ekki verið að fylgjast með þeim. Þá kannaðist ákærði ekki við að hafa hringt í far síma A úr far síma meðákærða. Varðandi komuna til Seyðisfjarðar 1. ágúst 2019 og samskipti við tollgæslu þá kann - aðist ákærði við að hann hefði í samtali við tollverði talað um að hann ætlaði að hitta konu hér á la ndi sem héti D . Ákærði sagði að hann hefði verið spurður margs, meðal annars um skráningarmerki, hvers vegna hann væri ekki með bókað far til baka og fleira í þeim dúr. Þá hefði hann verið spurður hvort hann þekkti einhvern á Íslandi og hann svarað því ját andi og nefnt nafn fyrr greindrar konu sem væri búsett hér á landi. Þessu tengt kvaðst ákærði ekki kannast við að hafa verið stressaður í samskiptum við tollverði. Ákærði kvaðst aldrei hafa rætt við meðákærða um tilgang ákærða með ferðinni, það er að sækja pen inga til Íslands. Meðákærði hefði ekkert vitað um það. Ástæðan hefði verið sú að ákærði hefði átt að fá meira borgað fyrir að fara ferðina en meðákærði. Ef með ákærði hefði vit að um til gang inn þá hefði hann viljað fá meira greitt fyrir að fa ra ferð ina. Ákærði hefði hins vegar hugsað sér að vísa á meðákærða varðandi peningana ef þeir yrðu stöðv aðir ef það myndi leysa málið varðandi fjárhæðarmörk á flutningi peninga milli landa. A hefði í öllum tilvikum haft samband við meðákærða og fengið ha nn til að vera ökumaður. Samskipti ákærða og meðákærða hefðu verið á blöndu af ensku og þýsku og þeir oft talað saman en jafnan um einfalda hluti. Fram burður með ákærða um að hann 18 væri öku maður og að hann hefði verið að fara í frí væri réttur. Ákærði hef ði fengið sömu skýringar í tengslum við ferðirnar og þeir rætt það saman sín á milli að þeir væru saman í fríi. Ákærði vissi ekki til þess að meðákærði hefði haft nokkra vit neskju um að eitt hvað ólöglegt væri í gangi. Ákærði kvaðst hins vegar ekki vi ta alveg hvert samband með - ákærða væri við A . Meðákærði væri gamall maður sem vissi ekki alltaf hvað hann væri að tala um. Þá væri minni með ákærða farið að hraka vegna aldurs og ákærði hefði stundum orðið var við að meðákærði væri eitthvað farinn að rugla st. Ákærði kannaðist ekki við að A hefði nokkurn tímann haft nokkur tengsl við þau samtök sem með ákærði hefði vísað til og það ætti ekki við rök að styðjast. Ákærði hefði fyrst frétt af því eftir að hafa kynnt sér skýrslur meðákærða hjá lög reglu. Hins ve gar væri hugsanlegt, að mati ákærða, að A hefði verið að sýna sig eða gera sig breiðan fyrir meðákærða með því að þykjast vera meðlimur í umræddum samtökum. Hið rétta væri að A væri venjulegur vinn - andi maður sem aldrei hefði haft nein tengsl við umrædd sa mtök. Þá hefði A ekki átt mótorhjól. Við skýrslugjöf við framhaldsaðalmeðferð tók ákærði fram að hann og meðákærði hefðu rætt saman í fangelsinu á Hólmsheiði eftir að þeir gáfu skýrslu við byrjun aðal - meðferðar. Í því samtali hefði skýrst betur fyrir meðák ærða að hann hefði í raun séð B tvisvar sinnum. Fyrra skiptið hefði verið þegar A hefði kynnt ákærða fyrir með ákærða þar sem þeir voru staddir á bar. B hefði þá verið á staðnum en A hefði við það tækifæri kynnt B fyrir meðákærða sem frænda ákærða. Samtali ð hefði farið fram á þýsku og ákærði hefði því ekki skilið það sem fram fór. Hann hefði því ekki áttað sig á því á þeim tíma að hann hefði verið kynntur sem frændi B . Ákærði tók fram að hann og B væru ekki frændur. Þá væri ekkert til í því sem fram hefði k omið hjá meðákærða, að ákærði hefði fengið ferð til Íslands í gjöf frá B frænda sínum. A hefði logið þessu að meðákærða. Í seinna skiptið hefði meðákærði séð B þegar hann og ákærði komu til baka eftir fyrri ferðina til Íslands. Þeir hefðu hins vegar ekki t alað saman þá. 3. Tollvörður nr. 0301 gaf skýrslu vitnis en í framburði vitnisins kom meðal annars fram að hann hefði verið við störf 1. ágúst 2019 á Seyðisfirði þegar ákærðu komu til lands ins. Margar bifreiðir hefðu fylgt farþegum í land úr ferjunni um klukkan níu um morg un inn. Ákærðu hefðu verið þar á meðal og þeir farið um grænt tollhlið. Tollverðir 19 hefðu orðið þess áskynja að skráningarmerki bifreiðarinnar samrýmdust ekki upp lýsing - um á bók unarlista ferjufyrirtækis. Þá hefðu ákærðu ekki ver ið með staðfesta bókun frá landinu og ekki verið búnir að skila inn útfylltu eyðublaði vegna innflutnings á bif reið - inni. Tollverðir hefðu því stöðvað för ákærðu og leitað eftir upplýsingum um fyrr greint mis ræmi í skrán ingu, upplýst þá um eyðublaðið og leið beint þeim um að unnt væri að nálgast það í starfs stöð ferju fyrirtækis þar skammt frá. Rætt hefði verið við ákærða Victor - Sorin á ensku en ákærði Heinz hefði talað litla ensku. Enginn tollvarðanna hefði verið þýsku mælandi. Það að ákærðu hefðu ekki átt bókað far til baka með ferjunni hefði ekki virst koma þeim á óvart. Þeir hefðu komið til baka um klukkan ellefu sama morgun með útfyllt eyðublað vegna bifreiðarinnar. Tollverðir hefðu á þess um tíma ákveðið að gera leit í bif reiðinni og hún verið fæ rð til í leitarrými. Ákærðu hefðu verið við staddir leit ina í fyrstu. Fíkni efna leitar hundur hefði þefað af bif reiðinni og sýnt aftur hluta hennar lok. Ákærðu hefðu þá strax verið skildir að og færðir í leitar - klefa, auk þess sem símar hefðu verið teknir af þeim. Tollverðir hefðu við frekari leit tekið af plasthlíf í far angurs rými og stungið skrúfjárni niður um göt. Við það hefðu efni komið á skrúfjárnsenda og þau svarað for prófi sem fíkniefni. Tollverðir hefðu því næst rætt við ákærðu þar sem þeir voru aðskildir í leitarklefa. Þeir hefðu ekki kannast við að fíkniefni væru í bifreiðinni. Lítið hefði verið hægt að ræða við ákærða Heinz vegna fyrrgreindra tungumálaerfiðleika. Ákærði Victor - Sorin hefði gefið þá skýringu á ferðalaginu að hann væri kom inn til landsins til þess að hitta vinkonu sína, D . Hann hefði hins vegar litla grein getað gert fyrir þeirri manneskju. Hann hefði ekki verið með Facebook - reikning hennar og ekki getað veitt upplýsingar um hvar hana væri að finna. Þá hefði hann sagst vera í för með vini sínum og þeir væru að vinna saman í byggingarvinnu. Lögregla hefði síðan tekið við málinu og handtekið ákærðu. Einnig kom fram hjá vitninu að ákærðu hefðu verið svolítið stressaðir í samskiptum við toll verð i, það hefði komið fram í upphafi afskiptanna. Almennt væri það hins vegar ein staklingsbundið hvort fólk yrði stressað við tolleftirlit og það ætti bæði við um þá sem hefðu eitthvað að fela og þá sem hefðu ekkert að fela. 4. Tollvörður nr. 0810 gaf sk ýrslu vitnis símleiðis. Í framburði vitnisins kom meðal ann ars fram að umrædd bifreið hefði verið tekin í leit í framhaldi af fyrrgreindu misræmi í skrán ingu og vöntun á eyðublaði. Vitnið hefði komið að leit í bifreiðinni á leitar svæði 20 toll gæslu eftir að fíkni efnaleitarhundur hefði fundið lykt í henni. Ákærðu hefðu í fyrstu verið viðstaddir leitina en þeir síðan verið færðir í sundur þegar grunur hefði vaknað um að eitthvað væri í bifreiðinni. Vitnið hefði lítil eða engin samskipti átt við ákærðu á meðan leit fór fram og ekki fylgst með hátterni þeirra eða hvernig þeir brugðust við á meðan leitin stóð yfir. Fíkniefnaleitar hluta bifreiðarinnar við skott eða afturstuðara. Tollverðir hefðu rifið plast hlíf frá við aftur stuð ara, auk þess sem límdur dúkur eða teppi í far angurs rými hefði verið tekið í burtu. Innan við dúkinn eða teppið hefði reynst vera plata og á jöðrum hennar hefði sést að búið var að festa hana niður með logsuðu punktum. Sá frá gangur hefði verið óeðl ilegur og greinilega breyttur frá því sem almennt gerðist hjá fram leið anda. Þá hefði sést í jaðarinn á plötunni undan dúknum án þess að hann væri rifinn frá. Tollverðir hefðu stungið skrúf járnum niður um sýnileg göt og við það hefðu efni komið á skrúf j árns enda. 5. Lögreglufulltrúi nr. 8825 gaf skýrslu vitnis símleiðis og gerði grein fyrir aðkomu sinni að rannsókn málsins og einstökum þáttum varðandi rannsóknina. Í framburði vitnis - ins kom meðal annars fram að ákærði Victor - Sorin hefði verið skráðu r eigandi um - ræddrar bif reiðar í Þýskalandi. Skráning hennar hefði vakið athygli rannsakenda þar sem hún hefði verið á nokkrum mismunandi skrán ingar númerum á tíma bili frá 7. febrúar 2018 til 23. júlí 2019. Ákærði Victor - Sorin hefði verið skráður fyrir bifreiðinni í öll þau skipti að því frátöldu að í eitt skipti hefði hún verið skráð á annan mann sem hefði leigt herbergi um tíma hjá ákærða Heinz. Við síma rannsókn hefði verið aflað upplýsinga um símtöl og símtalaskrár og reynt hefði verið að komast að því hverjir væru að nota símanúmer. Símasamskipti hefðu verið milli beggja ákærðu og A og þá hefði ákærði Victor - Sorin verið með tvo síma í sínum fórum og notað annan þeirra einungis í samskiptum við fyrrgreindan A . Þá hefði komið fram við skýrslutökur af ákærðu að sá maður skipti reglu lega um síma númer. Báðir ákærðu hefðu kannast við A og þeir borið um það að hann ræki byggingar fyrirtæki í Mönchengladbach. Engar frekari upplýsingar hefðu hins vegar fengist frá þeim um umrætt fyrirtæki Lögregla hefði reynt að hafa uppi á A vegna rannsóknar málsins og í því sam bandi hefði verið óskað eftir aðstoð lögreglu í Þýska landi. Ákærði Heinz hefði veitt upp lýsingar um hvar A byggi og sýnt það í kortagrunni Google. Þýska lög reglan hefði farið og 21 athugað með hú snæðið og stað fest að maðurinn væri raunverulega til. Eftir grennslan hefði leitt í ljós að hann væri talinn vera farinn frá Þýskalandi, en ekki væri vitað hvenær hann hefði farið. Þá hefði ekki verið unnt að afla upp lýs inga um hvert hann hefði farið og aldrei náðst samband við hann við rannsókn málsins. Ekki væri vitað hvort þýska lögreglan hefði ráðist í frekari aðgerðir gagnvart um ræddum manni en lögreglan á Austurlandi hefði ekki óskað eftir því að gerð yrði húsleit hjá honum . Lögreglu hefði hins vegar ekki reynst unnt að fá staðfestingu á því hvort maður með nafnið B væri til í raun og veru. Ákærði Victor - Sorin hefði einn borið um þann mann og ákærði Heinz ekki virst kannast við hann. Lögreglan í Mönchen gladbach hefði ekki kann ast við mann með því nafni og þá hefði rannsakendum virst, eftir því sem leið á rann sóknina, að ákærði Victor - Sorin talaði um A og B sem einn og sama mann inn. Rannsókn málsins hefði meðal annars tekið til þess að athuga hvort bifreiðin hefði verið notuð í öðrum ferðum með fíkniefni þar sem leynihólf hefði verið í henni. Reynt hefði verið að finna út hvert þeir fóru á bifreiðinni. Ákærðu hefðu við skýrslutökur viður - kennt að hafa komið með bifreiðina til Íslands um sumarið 2018. Einnig hefðu þeir á árinu 201 9 farið á bifreiðinni til Basel og Oslóar og sótt bifreiðina tvisvar til Hollands, í seinna skiptið í tengslum við síðari ferð þeirra til Íslands. A hefði ekið þeim í bæði skiptin til Hollands. Varðandi ferðir þeirra til Basel og Oslóar hefði komið fram vi ð skýrslutökur af ákærðu að þær ferðir hefðu verið farnar í tengslum við byggingar starfsemi A til að sækja teikningar eða vegna framkvæmda. Framburður þeirra um Oslóar ferðina hefði verið mjög ruglings legur en staðfesting hefði fengist frá lögreglu í Nor egi á því að bifreiðin hefði komið til landsins á þjóðhátíðardegi Norðmanna, 17. maí 2019. Þá hefði ákærðu ekki borið saman um atvik hjá hóteli í Basel, hvort einhver hefði komið og farið á bifreiðinni en skilað henni til baka ein hverju síðar. Við rannsók nina hefðu ákærðu einnig borið um það að hafa farið saman til Malaga á Spáni um sumarið 2019 og ákærði Victor - Sorin kannast við það að hafa tekið með sér tösku til baka til Þýska lands en borið því við að hún hefði verið undir fatnað keyptan í ferð inni. Einnig hefði komið fram við rannsóknina að ákærði Victor - Sorin kom til Íslands með flugi í júlí 2019 um Keflavíkurflugvöll. Tveir aðrir menn hefðu komið til landsins á svipuðum tíma og verið í samskiptum við ákærða Victor - Sorin. Við rann sóknina hefðu ko mið fram vísbendingar um að ferðatöskur sem mennirnir komu með til landsins hefðu ekki fylgt þeim með sama hætti til baka. Fram burður ákærða Victors - Sorin hefði verið nokkuð óstöðugur um þessa ferð en undir lokin hefði hann kann ast við að hafa afhent 22 ein hverjum tösku sem hann kom með til landsins til að koma fyrir í henni vinnu fötum sem keypt voru hér á landi. Hvað varðaði ferð ákærðu með bifreiðina til Íslands á árinu 2018 þá hefði ákærði Victor - Sorin borið um það að hann hefði verið að sækja og flytj a peninga úr landi. Ákærði Heinz hefði hins vegar aldrei borið um það að hann hefði komið til landsins í þeim tilgangi. Hann hefði sagst hafa verið fenginn til að fara ferðina sem öku maður gegn greiðslu og honum hefði verið boðið að fara í ókeypis frí. Hið sama hefði komið fram hjá þeim um síðari ferðina til Íslands sem leiddi til handtöku þeirra. Lögreglan á Austurlandi hefði fengið þýsku lögregluna til að koma að rannsókn máls ins og sumt af því sem beðið var um hefði verið unnt að fá gert, s vo sem að athuga með A og með skráningu umræddrar bifreiðar. Annað hefði hins vegar ekki gengið eftir, svo sem varðandi B , ferðir bifreiðarinnar, starfsemi byggingar fyrir tækisins o.fl. Eitthvað af þessu hefði ratað inn í málsgögn en annað ekki. Engar ský rslur hefðu borist frá þýsku lögreglunni og lögreglan hér á landi hefði ekki upp lýs ingar um það hvort önnur og sjálfstæð rannsókn hefði farið fram vegna málsins í Þýsk a landi á veg um þar lendra yfir - valda. Einnig hefði verið leitað til lögreglu í Holland i vegna holl ensks sím korts sem hefði fundist í leynilegum staðsetningarbúnaði í bifreiðinni. Engin svör hefðu hins vegar borist frá Hollandi. 6. Rannsóknarlögreglumaður nr. 0109 gaf skýrslu vitnis og gerði grein fyrir aðkomu sinni að rannsókn málsins og einstökum þáttum varðandi rannsóknina. Í framburði vitnis - ins kom meðal annars fram að hann hefði verið við störf á Seyðisfirði 1. ágúst 2019 þegar ákærðu komu til landsins með umrædda bifreið. Vitnið hefði komið að rannsókn málsins fljótlega eftir að staðnum þegar fíkni efnin fund ust við leit í bifreiðinni. Vitnið hefði lítið verið í sam skipt - um við ákærðu við upphaf máls ins, samskiptin hefðu að mestu verið hjá toll vörðum og þá h efði vitnið ekki verið þýsku mælandi. Ákærðu hefðu virst vera rólegir og vitninu hefði ekki fundist að þeir væru stress aðir. Lögregla hefði verið búin að yfirfara far þega - lista áður en ferjan kom til hafnar og hefði legið fyrir að ákærðu ættu ekki bókað far til baka. Því hefði verið búið að ákveða áður en þeir komu í land að spyrja þá nánar út í ferðina. Það hefði virst koma ákærðu á óvart að þeir ættu ekki bókað far til baka og þeir talið að hið gagn stæða ætti við. Einnig hefði legið fyrir að þeir hefð u komið til lands ins 23 árið áður. Þessu til við bótar hefði það vakið athygli að annað skrán ingar númer var á bifreið inni en fram kom í bókun hjá ferjufyrirtæki. Eðlileg skýring hefði hins vegar fengist á því síðar við rannsókn málsins. Rannsakendur he fðu reynt að afla gagna frá lög reglu í Mönchen gladbach og reynt hefði verið að rekja ferðir ákærðu aftur í tímann. Það hefði hins vegar gengið mis vel. Ágætt samband hefði verið við lögreglu í Þýskalandi en það hefði hins vegar gengið illa að fá gögn það an. Rannsakendur hefðu fengið fregnir af því að lögreglan í Mönchen - gladbach hefði gert húsleit á heimili ákærða Heinz, en það hefði ekki verið gert að beiðni lögreglu hér á landi og engin gögn um þá leit hefðu borist hingað til lands. Þá hefðu rann sakend ur hér á landi ekki beðið um skýrslutökur af fólki sem stóð ákærða Heinz næst í Þýskalandi. Þá væri ekki vitað hvort lögregla í Mönchen gladbach hefði að eigin frum - kvæði tekið skýrslu af syni hans. Rannsókn máls ins hefði ekki tekið til þess að upplýsa hvort byggingarfyrirtæki á vegum A væri í raun og veru til. Þá hefðu engin gögn borist um það hvort bankareikningar ákærðu hefðu verið skoðaðir af lög reglu í Mönchen - gladbach. Það hefði verið mat rannsakenda hér á landi að það skipti ekki máli hvort þa ð væri rétt, sem fram hefði komið við skýrslutöku af ákærða Heinz við rann sókn málsins, að A tengdist með einhverjum hætti samtökum sem hann hefði nafngreint. Að mati rann - sakenda væri enginn vafi á því að A væri í raun og veru til og að hann tengdist s akar efni málsins. Þá væri ekki efast um að hann gæti tengst alþjóð leg um glæpa samtök um. Um - ræddur maður væri rúm enskur ríkisborgari og hann væri tal inn halda til í Rúmeníu en upplýsingar þess efnis hefðu fengist frá lögreglu í Mönchen gladbach efti r að rannsókn málsins hófst hér á landi. Þá hefðu engar fregnir borist af hon um síðar. Upp lýsingar um ákærðu hefðu verið sendar til tengslafulltrúa hjá Euro pol, þar á meðal til fulltrúa frá Rúmeníu, en engin svör hefðu borist til baka. Þá væri almennt e rfitt að eiga sam skipti við lögregluyfirvöld í Rúmeníu varðandi réttaraðstoð milli landa við rannsókn sakamála. Við rannsókn málsins hefði ekki verið unnt að staðfesta hvort maður að nafni B væri í raun og veru til. Hann hefði aldrei fundist við rannsókn málsins og lögreglan í Mönchengladbach hefði ekki kannast við mann með því nafni. Ekki væri ljóst hvort um væri að ræða eiginnafn eða kenninafn. Ákærði Victor - Sorin hefði ekki veitt neinar ná - kvæmar upplýsingar um manninn eða hvar hann væri að finna. Þá hefðu engar upp lýs - ingar borist frá lögreglu í Þýskalandi um það hvort unnt hefði verið að afla gagna um B af upptökum í öryggismyndavélum, en ákærði Victor - Sorin hefði borið á þann veg við sk ýrslutöku. Eftir því sem leið á rannsóknina hefði margt bent til þess að umræddur B 24 væri í raun A . B væri tilbúin persóna hjá ákærða Victor - Sorin, hann hefði upp haflega borið um það að B hefði keypt umrædda bifreið en eftir því sem leið á rann sóknina hef ði framburður hans verið á þá leið að hann hefði farið ferðina fyrir A . Við rannsókn málsins hefði komið fram að báðir ákærðu hefðu verið í síma - samskiptum við A . Meðal símagagna væru meðal annars SMS - skeyti sem sýndu að ákærði Heinz sendi A í júlí 2019 myndir af skil ríkjum sínum. Þá hefði komið fram við skýrslutöku af honum að það hefði verið gert í tengsl um við undirbúning ferðar hans til landsins. Almennt séð hefði það hins vegar ekki verið tor tryggilegt. Nokkur fjöldi skráðra símtala hefðu farið á milli síma ákærðu og A en í gögnum lög reglu væru ekki upp lýsingar um lengd símtala eða hvort raun veru leg samtöl hefðu átt sér stað á milli símtækja. Ákærði Victor - Sorin hefði verið með tvö sím tæki undir hönd um, sem lagt hefði verið hald á, og annað þeirra, sem var skráð á nafn sonar hans, hefði ein göngu verið notað í símasamskiptum við A . Í málum af þessum toga væri þekkt að brota menn notuðu oft tiltekin sím tæki fyrir ætlaða sam - síma. Þau væru ætluð til sér s takra nota sem ættu að fara leynt en þau væru tæknilega ekki frábrugðin öðrum símtækjum. Ekki hefði hins vegar verið unnt að afla neinna símagagna sem sýndu fram á það að ákærðu eða A hefðu rætt sín á milli um innflutning fíkniefna og þá hefði ekkert SMS - s keyti verið efnislega á slíkum nótum eða á annan hátt verið tortryggilegt. Varðandi einstök atriði úr rannsókninni, þá hefðu rannsakendur reynt að fá yfirsýn yfir ferðir ákærðu fyrir komuna til landsins. Í því sambandi hefði verið reynt að styðjast v ið korta grunn Google Maps og litið til leiðbeininga eða gagna varðandi ákærða Heinz. Þá hefði í því sambandi verið unnið út frá upplýsingum í sím tækjum og öðrum símagögn - um sem hefði verið aflað. Rannsókn á staðsetningar búnaði í bifreiðinni hefði hins v egar reynst vera árangurslaus. Umrædd bifreið hefði virst vera mikið ekin en ekki væri vitað um nákvæman fjölda kílómetra. Upplýsingar um ferð til Noregs hefðu komið fram við skýrslutökur af ákærðu, auk þess sem upplýsingar um þá ferð hefðu borist frá lögr eglu í Noregi, sem staðfesti för umræddrar bifreiðar um landa mæri Noregs og Sví þjóðar. Einnig hefði verið aflað gagna frá lögreglu í Danmörku og það verið auð sótt. Hið gagn - stæða hefði reynst um öflun gagna frá lögreglu í Þýskalandi. Lögreglan í Þýska l andi hefði þó veitt upplýsingar um skráningarsögu bifreiðar innar sem hefðu borist rann - sakendum með tölvuskeyti. Rannsakendur hefðu við upphaf rannsóknar lagt hald á vegabréf sem fannst við leit í bifreiðinni. Vegabréfið hefði verið á nafni annars rúmensk s manns en ákærðu og eftir grennslan lögreglu um þann mann hefði ekki skilað árangri. 25 Hvað varðaði skýr ingar ákærða Victors - Sorin um konu hér á landi með nafnið D , sem hann hefði ætlað að hitta, þá væri ekkert vitað um hvort sú kona væri til. Ákærði Victo r - Sorin hefði verið með mikinn fjölda ljósmynda í öðrum sím anum sem hann var með, þar á meðal hefði verið ein ljósmynd af konu sem hefði verið tekin fyrir utan Hörpu í Reykjavík. Merkingar á fíkniefnum hefðu ekki sagt lögreglu neitt. Rann sakendur hér á landi hefðu fengið talsvert af upplýsingum óform lega frá erlendum lögreglu yfirvöld um með SIENA - skeytum en slík skeyti væru ekki ætluð til birtingar við dóms meðferð máls. Meðal slíkra skeyta hefðu verið upp lýsingar um fyrrgreinda ferð ákærðu til Nore gs. Þá hefði einnig í slíku skeyti borist upp lýsingar um að sams konar bif reið með leynihólfi hefði nokkru áður verið haldlögð í Pól landi. Það hefði ekki verið rann sakað frekar og ekki væri vitað meira um það. Hluti af þeim upplýsingum sem borist hefðu með SIENA - skeytum hefði verið færður yfir í lög regluskýrslur eða verið borinn undir ákærðu við skýrslu tökur. Við rannsókn málsins hefði meðal annars komið fram hjá ákærða Heinz að honum hefðu fundist umræddar ferðir hans og ákærða Victors - Sorin á milli landa vera sérkenni - legar og hann haft það á orði við skýrslutökur. Skýrslutökurnar hefðu verið í hljóði og mynd. Þá hefði túlkur við skýrslutökur í því sambandi þýtt það sem hann sagði með því - um máls ins sýndi hins vegar fram á það eða staðfesti með beinum hætti að ákærðu hefðu vitað um fíkniefnin í bifreiðinni. Að mati rann sakenda væri það hins vegar afar ósenni - legt, miðað við ferðir þeirra á bifreiðinni áður og einni g í ljósi þess að hún hefði verið skil in eftir og sótt af öðrum og fleira í þeim dúr, að þeir hefðu í raun ekkert vitað eða ekki haft grunsemdir um hvað væri í bif reið inni. Ef það væri hið rétta þá væri það að mati rannsakenda merki um mikla grunnhyggn i af hálfu ákærðu. 7. Lögreglumaður nr. 8826 gaf skýrslu vitnis og gerði grein fyrir aðkomu sinni að rann - sókn málsins. Vitnið gerði grein fyrir og svaraði spurningum um framkvæmd skýrslutaka af ákærðu 1. og 15. ágúst 2019, auk þess sem vitnið staðfest i gögn um þær skýrslutökur. 8. Lögreglufulltrúi nr. 0232 gaf skýrslu vitnis og staðfesti og gerði grein fyrir rannsókn tæknideildar. Í framburði vitnisins kom meðal annars fram að ekki hefði reynst unnt að 26 ná upp botni í farangursrými bifreiðarinnar þar s em hann hefði verið festur niður. Við fyrstu sýn hefði skottið virst vera slétt og fellt. Efsta lagið hefði verið með teppi límt á harða plötu sem hefði verið föst. Hólfið hefði verið undir plötunni og á stað þar sem gera hefði mátt ráð fyrir varadekki. Ek ki hefði verið um að ræða hefðbund inn frágang og því ólíklegt að hann eða hólfið mætti rekja til framleið anda bif reiðar innar. Ytri frá gangur á hólfinu hefði hins vegar ekki verið fyrir leikmann að átta sig á. Lög regla hefði fjarlægt fíkniefnin úr bif reiðinni með því að taka þau út um lúgu sem var innan við skráningar - merki að aftan. Stuðari að aftan hefði verið tekinn frá og þá hefði fylgt með lok sem var á bak við skráningarmerki. Með því að gera þetta með þessum hætti hefði verið auðvelt að ýta loku nni frá með handafli. Hólfið hefði þá verið opið. Ef stuð arinn hefði hins vegar ekki verið tekinn frá, eins og gert var, þá hefði þurft að taka skrán ingar merkið frá að aftan og opna hólfið með rafmagnsfjarstýringu sem stýrði renni lokum. Um rædd fjar - st ýring hefði hins vegar ekki verið í bifreiðinni. 9. Rannsóknarlögreglumaður nr. 9808 gaf skýrslu vitnis og gerði grein fyrir rannsókn raf eindadeildar lögreglu á þremur rafmagnsboxum sem fundust innan við klæðningu í farangursrými bifreiðarinnar. Í frambu rði vitnisins kom meðal ann ars fram að eitt þessara þriggja boxa hefði ekki verið hluti af upprunalegum búnaði bif reiðarinnar. Það box hefði verið upprunnið í Kína og reynst vera samlæsingarbúnaður tengdur við tjakka eða raf - stýrða renniloku sem opnaði l eynihólf. Búnaðurinn hefði verið útbúinn með þeim hætti að ef hann væri ræstur með fjarstýringu eða hnappi færð ist tjakkurinn fram eða til baka. Símkort hefði ekki verið tengt við búnaðinn og því hefði þurft að vera í færi við búnaðinn til að opna hann eð a loka. Unnt væri að fá búnað af þessum toga á helstu sölu síðum á internetinu. 10. E , verkefnastjóri hjá rannsóknarstofu í lyfja - og eiturefnafræði, gaf skýrslu vitnis. Vitnið gerði grein fyrir og staðfesti matsgerðir. Í framburði vitnisins kom meðal ann ars fram að styrkleiki tveggja sýnishorna úr því kókaíni sem lagt var hald á við rann sókn málsins, 80% og 83%, hefði verið hærri en almennt hefði borist rannsóknar stof unni á árunum 2015 2018. Meðalstyrkleiki þeirra sýna hefði verið 60%. Hið sama hefði verið með styrkleika sýnishorna úr hinu haldlagða amfetamíni, en þau hefðu verið með 27 meðalstyrkleikann 70%. Á árunum 2010 2018 hefði meðalstyrkleiki sýna sem bárust rannsóknarstofunni hins vegar verið 22%. Vitnið gerði grein fyrir útreikningum á áætluðu ma gni hinna haldlögðu fíkniefna mið að við þynningu efnis í neysluskömmtum. Vitnið kvaðst hafa stuðst við nýjasta við - miðið um styrkleika efnis, en samkvæmt danskri rannsókn frá árinu 2017 væri almennur styrk leiki neyslus kammta af amfetamíni 12% og kókaí ns 60% miðað við miðgildi. Vitnið tók fram að styrkleiki kókaíns hefði aukist á síðustu árum og væri í dag orð inn tölu vert mikill. Að þessu virtu hefði mátt útbúa 73,5 kg af amfetamíni með 12% styrk leika og 6,7 kg af kókaíni með 60% styrkleika. Hvað varðaði hið haldlagða amfetamín þá kom fram hjá vitninu að sýni úr því efni hefðu verið töluvert rök eða hálfleðjukennd eins og þau bárust rannsóknarstofunni. Styrk leikinn á röku efninu hefði verið um 23 24% að meðaltali. Styrk leiki efna væri hi ns vegar alltaf mældur í þurrum sýnum á rann sóknar stof unni þar sem það væri eina hald - bæra talan sem hægt væri að vigta og miða við í út reikn ingum. Alltaf væri jafnmikið magn af virka efninu, amfetamíni, hvort sem sýni væri blautt eða þurrt. St yrkleikinn ykist hins vegar hlutfallslega í þurru sýni. Þá væru efni með ýmsum hætti á svörtum markaði, ýmist blaut eða þurr, en oft væru þau geymd í frysti og þá héldist efnið rakt. Reiknuð raunþyngd hins haldlagða amfetamíns, heildar magnsins, eins og það lægi fyrir sem þurrt efni, væri 12,641 g en þá hefði verið mið að við að 60% raki hefði verið tekinn úr efnunum. Ekki væri unnt að draga ályktun um aldur efnanna eða hvenær þeim hefði verið pakkað út frá rakastigi þeirra. Uppgufun á efnunum hæfist um leið og pakki með þeim væri opn aður. Rakinn í efninu stafaði af leysisefni en ekki hefði verið rannsakað hvaða efni hefði verið leysiefni í umræddum sýnum. Leysiefnið gæti til dæmis hafa verið metanól, etanól eða asetón, en þau efni gufuðu fremur hratt upp þegar pakkning með efnum væri opnuð. Vatn kæmi ekki til greina í því sambandi vegna hraðans á uppgufun - inni. Ástæðan fyrir rakanum væri sú að þegar fella ætti amfetamínbasa yfir í amfetamín - súlfat væri það gert í leysiefni og með brennisteinssýru. Efn ið félli þá til botns og það væri síðan rakt þegar hellt væri ofan af því. Efninu væri síðan strax pakkað og þar með héldist það rakt í pakkningunni en hversu vel það héldist rakt eftir pökkun færi eftir pakkningunni. 11. 28 Dómkvaddur matsmaður, C , gaf ský rslu fyrir dómi og gerði grein fyrir matsgerð og staðfesti hana. Í framburði matsmanns kom meðal annars fram að sam kvæmt því sem kæmi fram í skýrslum ákærðu hjá lögreglu og öðrum gögnum máls ins þá lægi fyrir að um ræddri bifreið hefði verið ekið á m eginlandi Evrópu, auk þess sem hún hefði komið til Íslands á árunum 2018 og 2019. Við matið þyrfti að taka tillit til þess að götur á meginlandinu væru ekki jafnmikið salt aðar til hálkuvarna og gengur og gerist á Íslandi. Að því virtu og með hliðsjón af á standi á málmi bifreiðarinnar með tilliti til ryðmyndunar o.fl., sem nánar væri gerð grein fyrir í matsgerð, þá hefði það verið meginniðurstaða matsmanns að geymsluhólf bifreiðar innar hefði verið út búið á tímabili frá janúar 2018 til júlí sama ár. Í því sambandi þyrfti einnig að hafa í huga hvar bifreiðin hefði verið geymd á milli ferða, hvort það hefði verið innan - eða utanhúss, og hvort akstur hennar hefði verið eðlilegur. Ef bifreiðin hefði verið geymd í einhverjum mæli innan húss þá mætti gera ráð fyr ir að lengri tími væri lið inn frá því hólfið hefði verið út búið og ef svo væri þá væri ekki unnt að segja til um hvenær það hefði verið gert. Leyni hólfið hefði verið innanrýmishólf og útbúið sér stak lega í bifreiðinni eftir á. Mats maður hefði kynnt sér frágang sambærilegra bifreiða frá framleiðanda og ljóst væri að rými þar sem umræddu hólfi hefði verið komið fyrir hefði upprunalega verið ætlað fyrir varadekk. Rým inu hefði verið breytt og plata sett yfir það, auk þess sem botninum hefði verið breyt t að neðanverðu. IV. Niðurstöður: Í máli þessu er ákærðu gefinn að sök innflutningur á fíkniefnum sem greinir í ákæru og ákæruvaldið telur varða við 173. gr. a í almennum hegningarlögum. Ákærðu neita báðir sök. Gerð hefur verið grein fyrir framburði ákærðu fyrir dómi, auk vitna og dóm - kvadds mats manns, sbr. III. kafla. Þá hefur að nokkru verið gerð grein fyrir málsatvikum og rannsókn lög reglu, sbr. II. kafla. Í málinu er sannað og óumdeilt, og á sér auk þess stoð í framburði beggja ákærðu og öðrum g ögnum málsins, að ferðalagi þeirra hingað til lands er rétt lýst í ákæru. Ákærðu byggja vörn sín a fyrst og fremst á því til stuðnings sýknu kröfu að þeim hafi ekki verið kunnugt um að fíkni efni væru í bifreiðinni þegar þau 29 voru hald lögð 1. ágúst 2019 á Seyðisfirði og saknæmis skilyrði séu því ekki uppfyllt í málinu. Ákærði Heinz hefur skýrt komu sína til landsins með þeim hætti að hann hafi verið beð inn að taka að sér að vera ökumaður umræddrar bifreiðar og hafi að launum átt að fá frí á Íslandi með f ullu uppihaldi. Þá hafi hann fengið 100 evrur í vasa peninga og hon um verið lofað að hann fengi 300 evrur í laun í lok ferðar. Ákærði Heinz hafi staðið í þeirri trú að hann væri að fara í frí með meðákærða Victori - Sorin. Ákærði Heinz hafi ekki vitað um ti lgang ferðarinnar hjá meðákærða samkvæmt hans skýringum á ferðinni sem komu fyrst fram eftir að rannsókn málsins hófst 1. ágúst 2019. Ákærði Victor - Sorin hefur borið um að til gangur ferðarinnar, hvað hann varðaði, hafi verið að sækja peninga í reiðufé til Íslands og fara með þá til baka til Þýskalands. Hann hafi tekið það að sér gegn því að fá greiddar 1.000 evrur í þóknun, auk þess sem hann hafi fengið 700 evrur í vasa peninga fyrir sig og meðákærða Heinz. Meðákærða hafi hins vegar ekki verið kunnugt um h inn fyrir hugaða peningaflutning. Meðákærði hafi verið fenginn til ferðarinnar til þess að vera öku maður með fyrr greindum fríðindum. Nánar tiltekið verður ráðið af fram burði ákærða Victors - Sorin að hann hafi tekið að sér að flytja peninga úr landi yfir leyfi legum fjár - hæðar mörkum, sem eru 10.000 evrur, án þess að gera tollyfirvöldum grein fyrir fjár mun - um á brott fararstað. Hann hafi þannig með því að fara í ferðina í lok júlí 2019 haft uppi áform um þátttöku í ólöglegri háttsemi í samskiptum vi ð tollyfirvöld hér á landi, sbr. skyldu ferðamanna o.fl. samkvæmt 27. gr. a, sbr. 4. mgr. 172. gr., í tolla lög um nr. 88/2005, sbr. 2. og 8. gr. laga nr. 9/2019. Þá verður ráðið af fram burði hans að hon um hafi verið kunnugt um fyrrgreind fjárhæðarm örk en sams konar reglur um flutn ing á fjár - mun um um landamæri og fjárhæðarmörk gilda víðs vegar innan Evrópu, sbr. lög - skýringar gögn um fyrrgreind ákvæði tollalaga. Í málinu liggur fyrir að engin fingraför fundust á pakkningum þeirra fíkniefna sem lagt var hald á við leit í bifreiðinni. Efnunum var komið fyrir í tilbúnu og lokuðu hólfi undir skotti bifreiðar innar og var það útbúið þannig að á bak við skráningarmerki að aftan var læst lok en opnanlegt með fjarstýringu í nálægð við bifreiðina. Fjarstýrin gin hefur hins vegar ekki fundist í fórum ákærðu eða við leit í bifreiðinni. Um er að ræða breytta bifreið miðað við bifreiðir sömu gerðar frá framleiðanda. Engin sakargögn sem lagt var hald á við rannsókn málsins, þar með talið símagögn, hafa með bein um hætti rennt stoð - um undir það að ákærðu hafi komið fíkniefnunum fyrir eða að þeir hafi vitað af þeim í bif reið inni. 30 Af málsgögnum og málatilbúnaði ákæruvaldsins verður ráðið að ekki sé vitað um ætlaða mót takendur efnanna eða aðra meinta vitorðsmenn ákæ rðu hér á landi. Við rann - sókn lög reglu var sjón um hins vegar beint að meintum vitorðsmönnum ákærðu í Þýska - landi, fyrr greind um A og B . Meðal málsgagna eru lögreglu skýrslur og skýringar myndir útbúnar af lögreglu um síma samskipti í júlí 2019, sem á kærðu hafa að nokkru leyti kann - ast við og renna stoðum undir það að þeir hafi verið í síma samskiptum við A fyrir og á meðan ferðalag þeirra til Íslands stóð yfir í aðdraganda hand töku þeirra. Ákæruvaldið styður kröfu sína um sakfellingu þeim rökum að framburður ákærðu um ferðina til landsins sé ótrúverðugur. Þegar þessi staða er uppi ræðst niður staða máls - ins af mati á því hvort ákærðu hafi mátt vita eða talið líklegt að til gangur ferðar innar hefði verið sá að flytja ólögleg fíkniefni til landsins. Við sakarmat skiptir máli hversu trú verð ugar skýringar ákærðu eru á tilgangi ferðarinnar til landsins og hversu trú verðugt sé að þeir hafi ekkert vitað af fíkniefnunum, en dómurinn metur hvert sönn unar gildi þær stað hæfinga r hafa sem varða ekki beinlínis það atriði sem sanna skal en ályktanir má leiða um það, sbr. 2. mgr. 109. gr. laga nr. 88/2008. Ákærðu kannast ekki við það að hafa verið stressaðir í samskiptum við tollverði. Toll vörður nr. 0301 bar um það fyrir dómi að ákærðu hefðu verið stressaðir en að allur gangur væri yfirleitt á því hvort fólk væri stressað í samskiptum við toll gæslu, ætti það bæði við um þá sem hefðu eða hefðu ekkert að fela. Í framburði rann sóknar lögreglu - manns nr. 0109 fyrir dómi kom hins ve gar fram að ákærðu hefðu ekki virst vera stress aðir þegar höfð voru afskipti af þeim í upphafi. Að framan greindu virtu er það mat dóms ins að ekki sé unnt að slá því föstu að ákærðu hafi verið stress aðir í umrætt skipti auk þess sem óvarlegt sé að láta það hafa þýðingu við sakarmatið. Ákærði Heinz er þýskur ríkisborgari og ákærði Victor - Sorin er rúmenskur ríkis - borgari og þeir eiga það meðal annars sameiginlegt að hafa á sama tíma verið búsettir í Mönchen gladbach í Þýska landi. Ákærði Heinz er þrettán árum eldri en ákærði Victor - Sorin. Af framburði ákærðu fyrir dómi og hjá lögreglu verður ráðið að þeir þekkjast. Við meðferð máls ins hefur komið fram að þeir hafi talað saman á ensku og þýsku. Þá hefur komið fram að ákærði Heinz talar takmarkaða ensku o g ákærði Victor - Sorin talar tak - markaða þýsku og munu sam skipti þeirra hafa verið eftir því og þeir rætt saman um einföld atriði. Ekkert hefur komið fram í málinu um að þeir eigi sameiginleg áhugamál, bakgrunn, lífsviðhorf eða annað þess háttar sem almenn t á við um fólk sem ferðast saman í fríi. Meðal annars hefur komið fram við með ferð máls ins að ákærði Heinz er fyrr verandi 31 banka starfs maður, frá skilinn og hann eigi uppkominn son og nokkur barna börn. Þá hefur ákærði Heinz borið um að hann hafi setið í fangelsi í Þýskalandi vegna skatta lagabrota. Ákærði Victor - Sorin hefur borið um það að hafa verið búsettur í Þýska landi í rúm tvö ár ásamt eiginkonu og börnum. Þau hafi hins vegar verið að skilja. Hann hafi starfað við byggingar framkvæmdir í Þý ska landi. Engin gögn eru í málinu sem skýra betur fjöl - skyldu aðstæður eða pers ónu lega hagi ákærðu. Þá hefur ekki verið rætt við framan greinda aðstandendur í Þýska landi vegna rann sóknar málsins til að skýra betur ferðir ákærðu eða stöðu þeirra að öðru leyti. Ákærðu hafa báðir borið um að þeir hafi kynnst á árinu 2018 í gegnum fyrr greindan A og það hafi verið í aðdraganda fyrri ferðar þeirra til Íslands í ágúst það ár. Sam kvæmt gögn um málsins mun umræddur maður vera til í raun og veru og er han n rúm enskur ríkis borgari með skráð heimilisfang í Mönchen gladbach. Lög reglu hér á landi hefur hins vegar ekki reynst unnt með milligöngu lögreglu þar ytra að ná tali af honum í Þýska landi vegna rann sóknar máls ins. A er talinn hafa farið til Rúmeníu. Þá verður ráðið af því sem fram hefur komið að lögregla hafi ekki talið gerlegt að reyna að nálgast hann í Rúm eníu fyrir máls höfðun með aðstoð rúmenskra yfirvalda og því hafi ekki verið óskað eftir því. Liggur því ekki fyrir hans hlið varðandi m eint atvik og verður að taka tillit til þess við úrlausn málsins. Ákærðu ber saman um að A standi fyrir byggingarstarfsemi í Þýskalandi. Engin gögn liggja fyrir í málinu sem styðja það hvort það sé rétt. Að þessu virtu verður við úr lausn máls ins ekki útilokað að A starfræki einhvers konar byggingarstarfsemi í Þýska - landi. Þessu til viðbótar hefur ákærði Heinz borið um það hjá lögreglu og fyrir dómi að A hafi sagt sér eftir fyrri ferð ina til Íslands á árinu 2018 að hann tengdist til teknum s amtökum. Þá kannaðist ákærði Heinz jafnframt við það að sér hefði verið kunn ugt um það af fréttum í sjón varpi að umrædd samtök gætu tengst afbrota starf semi. Ákærði Victor - Sorin hefur fyrir dómi og hjá lögreglu vísað þessu á bug en hann hefur talið hu gsan legt að A hafi með fyrr greindum hætti verið að blekkja með ákærða í þeim tilgangi gera sig gild andi fyrir honum. Slíkt samrýmist persónuleika A og því gæti það hafa gerst. Ákærði Heinz dró nokkuð í land um fyrrgreind atriði þegar hann gaf skýrslu fy rir dómi og kannaðist ekki við framburð sinn hjá lögreglu 15. ágúst 2019 þess efnis að vinur sonar hans hefði kynnt ákærða fyrir A og að þeir þekktust í tengsl um við umrædd samtök. Framburður ákærða Heinz hjá lögreglu um þetta liggur hins vegar fyrir í hl jóð - og mynd - upptöku sem fylgir gögnum málsins. Ákærði Heinz hefur ekki að neinu leyti skýrt 32 breyttan framburð sinn um þetta fyrir dómi. Þá liggur fyrir í gögn um málsins, í hljóði og mynd, framburður ákærða Victors - Sorin um að hann hafi haft áhyggjur af ö ryggi eiginkonu sinnar í Þýskalandi eftir að rannsókn máls þessa hófst. Engin gögn liggja hins vegar fyrir sem skýra það hvort það sé rétt að A hafi í raun tengsl við umrædd samtök. Samkvæmt fram burði rannsóknar lögreglumanns nr. 0109 var ekki talin ástæð a til að kanna það frekar en vitnið tók hins vegar fram í því sambandi að lögregla hefði ekki dregið það í efa að A gæti tengst alþjóðlegum glæpasamtökum. Að framan greindu virtu, og þar sem ekki reyndist unnt að taka skýrslu af A við rann sókn málsins hjá lögreglu, auk þess sem ann arra gagna nýtur ekki við, þá er það mat dóms ins að óvar legt sé að slá neinu föstu um það að hann hafi í raun tengsl við samtök af þeim toga sem ákærði Heinz hefur borið um. Ákærði Victor - Sorin hefur borið um það að hann haf i starf að sem verk taki fyrir A vegna fyrrgreindrar bygginga rstarf semi. Þá hefur ákærði Heinz borið um það að A hafi fyrst leitað til hans með færslu bók halds vegna slíkrar starf semi. Af því hafi ekki orðið en ákærði Heinz hafi hins vegar leyft verk a mönn um á veg um A að búa í húsnæði sínu í Mönchen gladbach og verður ráðið að um hafi verið að ræða út leigu á húsnæði. Engar upp lýsingar liggja fyrir í gögn um máls ins sem varpa frekara ljósi á það hvort framangreind tengsl ákærðu við A k unni að einhverju leyti að vera rétt. Sam kvæmt fram - burði rannsóknarlögreglumanns nr. 0109 bárust engin gögn um fjár hags upplýsingar ákærðu frá lög reglu í Þýska landi. Að þessu virtu og þar sem annarra gagna nýtur ekki við verður við úr laus n máls ins ekki útilokað að ákærðu kunni að ein hverju leyti að tengjast A í gegn um einhvers konar byggingarstarfsemi á hans veg um í Þýskalandi . Það eitt og sér útilokar ekki meint brot ákærðu samkvæmt ákæru né heldur að A kunni að tengjast því meinta broti sem samverkamaður . Fyrir liggur að ákærðu komu fyrst saman til Íslands með umrædda bifreið 2. til 9. ágúst 2018. Ákærðu hafa skýrt þá ferð með sama hætti og ferðina 2019. Framburður ákærðu um þessa fyrri ferð og aðdra ganda hennar er í aðalatriðum svipaður, að því frá - töldu að ákærði Heinz hefur borið um að hafa sótt bifreiðina ásamt meðákærða og tveimur eða þremur mönnum, vinnufélögum meðákærða, í bílakjallara. Ekkert um þetta hefur hins vegar komið fram hjá ákærða Vic tor - Sorin. Þá hefur verið misræmi í fram - burði ákærðu um meinta aðkomu B að þessari ferð o.fl. sem nánar greinir síðar. Ákærðu ber saman um að þeir hafi farið saman í vinnuferðir á árinu 2019 á vegum bygg inga rstarf semi A , annars vegar 14. 15. febrúar t il Basel og hins vegar 17. maí til 33 Osló ar . Ákærði Heinz hafi farið sem ökumaður og ákærði Victor - Sorin sem erindreki á vegum A . Í bæði skiptin hafi verið farið á um ræddri bifreið. Lögregla hefur aflað upp - lýsinga úr haldlögð um símtækjum ákærðu sem renna stoð um undir það að þessar ferðir hafi verið farnar í raun og veru. Hið sama á við um upplýsingar sem aflað var frá lög reglu í Noregi varðandi för fyrr greindrar bifreiðar um landamæri Nor egs á um ræddum tíma. Framburður ákærðu um framan greindar fe rðir er hins vegar óskýr, að nokkru leyti mis - vísandi, og þá hafa þeir ekki að öllu leyti verið stöð ugir í framburði sínum. Hvað varðar Baselferðina þá ber ákærðu ekki saman um það hvort bifreiðin hafi verið færð til á bifreiðastæði við hótelið og hvort það hafi tengst því að ákærði Victor - Sorin hafi hitt mann við hótelið. Ákærði Heinz hefur borið um það fyrir dómi og hjá lög reglu að bifreiðin hafi verið færð til. Ákærði Victor - Sorin hefur hins vegar vísað þessu á bug. Þá hefur fram burður ákærða Heinz ekki verið stöðugur um það hvort bifreiðin var fjarlægð eða hvort hún var færð til. Af framburði hans hjá lögreglu verður ráðið að bif - reiðin hafi verið fjar lægð en af fram burði hans fyrir dómi verður ráðið að hún hafi verið færð til. Að mati dóms ins e r ekki hægt að slá neinu föstu um það hvort bifreiðin hafi í raun verið færð til eða hvort hún hafi verið fjar lægð og síðan skilað til baka. Stendur orð gegn orði um það. Engu að síður liggur fyrir framan greindur óskýr leiki og misræmi í fram burði ákær ðu um þetta atriði. Hvað varðar Oslóar ferðina þá er mjög óskýrt hjá ákærðu hvert var farið, hvenær, hvar og hvern þeir hittu. Við meðferð málsins fyrir dómi kom fram hjá ákærða Victor - Sorin að A hefði framan af fylgt þeim í þeirri ferð en snúið til baka þ egar þeir voru staddir í Danmörku og ljóst var að arkitekt sem þeir ætluðu að hitta væri farinn til Noregs. Ekkert kom fram hjá ákærða Heinz fyrir dómi um að A hefði verið með þeim í fyrrgreindri för. Hið sama var um framburð hans hjá lög reglu. Þá var það fyrst fyrir dómi sem ákærði Victor - Sorin bar um það að þeir hefðu lánað fyrr - greindum arkitekt bifreiðina í Noregi svo hann kæmist heim til sín seint um kvöld. Ekkert um þetta kom fram í framburði ákærða Heinz fyrir dómi né heldur hjá lög reglu. Þá eru skýringar ákærða Victors - Sorin um að nauðsynlegt hafi verið að hitta arki tekt í Osló og Basel til að fá teikningar og fleira í þeim dúr afar sér kennilegar og með nokkrum ólíkinda blæ. Framburður ákærðu um nokkurra daga ferð þeirra í júlí 20 19 með flugi til og frá Mal aga er mjög óskýr og takmark aður. Þeir hafa borið um að hafa verið saman í fríi og hafa verið uppi grunsemdir við rannsókn málsins um misræmi í töskufjölda til og frá 34 staðn um. Rannsókn málsins er mjög takmörkuð um þennan hlut a málsins og í raun allt á huldu um þessa ferð og hvers vegna þeir tveir voru að ferðast saman í fríi. Hið sama á að mörgu leyti við um ferð ákærða Victors - Sorin síðar í sama mánuði flugleiðis til og frá Íslandi, en sú ferð var í raun farin samkvæmt gögnu m málsins. Ákærði Victor - Sorin hefur borið um það fyrir dómi að ferðin hafi teng st bygginga rstarf semi A . Framburður hans þess efnis að hann hafi komið hingað til lands á vegum A til að hitta mann sem hann viti ekki deili á í tengsl um við byggingarverke fni á ótil greind um bar í Reykjavík og afhent honum ferða tösku í tengslum við öflun á vinnu fatnaði er hins vegar mjög sérkennilegur og með miklum ólík indablæ. Hið sama á við um fram burð hans um annan erlendan mann, einn eða tvo, sem kom til landsi ns á svip uðum tíma og hann kannast við að hafa verið í sam skiptum við, og hann hefur borið um að hafi verið á vegum A og komið af sama til efni. Í þessum hluta málsins hafa einnig verið uppi grunsemdir hjá lögreglu um mis ræmi í tösku fjölda ákærða Victo rs - Sorin og samferða manna. Þá hefur ákærði Victor - Sorin borið um það fyrir dómi að með ákærði hafi átt að fylgja verkamönnum á vegum A til landsins vegna fyrrgreinds bygg inga rverkefnis. Ákærði Heinz hefur hins vegar ekkert kannast við það við skýrslu g jöf fyrir dómi. Sam kvæmt gögnum sem lögregla afl aði frá West ern Union á Íslandi liggur hins vegar fyrir að ákærði Heinz virðist tengjast þess ari ferð með þeim hætti að hann var á þess um tíma skráður viðtakandi á peninga færslu frá Íslandi að fjárhæð 1 .680 evrur. Færslan var send 16. júlí 2019 á póst hús inu í Síðumúla í Reykjavík frá ferðafélaga ákærða Victors - Sorin í um - ræddri ferð. Ákærði Victor - Sorin hefur borið um það fyrir dómi að pening arnir hafi verið sendir fyrir milli göngu A en beiðni frá B hafi verið þar að baki. Hið sama hafi átt við um send ingu á 1.679 evrum sama dag með sama hætti í póst húsinu á Haga torgi í Reykjavík. Sú færsla var skráð á ákærða Victor - Sorin sem send anda og nafn rúmenskrar konu sem móttak anda. Ákærði Victor - Sori n hefur borið um það fyrir dómi að sú kona sé eigin kona A . Ákærði Heinz hefur fyrir dómi kannast við að hafa farið sama dag á pósthús í Þýskalandi og veitt fyrrgreindri pen inga fjárhæð viðtöku og það hafi verið að beiðni A . Fjármunirnir hafi verið vegna bygg ingar starfseminnar. Í þessu sam hengi verður ekki litið fram hjá því að í gögnum máls ins kemur fram að um líkt leyti sama dag var sent SMS - skeyti úr símanúmeri ákærða Heinz í símanúmer A með ljós mynd af pers ónu skilríkjum hins fyrrnefnda. Af þ essu verður ráðið að ákærði Heinz hafi haft stærra hlut verki að gegna en því að vera aðeins öku maður og að leigja út hús næði til byggingar verkamanna á vegum A . 35 Ákærðu ber að nokkru leyti saman um að það hafi verið að tilhlutan A sem þeir fóru til Í slands í lok júlí 2019 á umræddri bifreið í aðdraganda þess að þeir voru hand teknir 1. ágúst sama ár. Hið sama á við um fyrri ferð þeirra til Íslands með bifreiðina árið á undan. Af fram burði ákærðu verður ráðið að þeir telji að A kunni að standa á bak við flutning fíkniefn anna sem voru haldlögð 1. ágúst 2019. Varðandi seinni ferðina þá ber ákærðu ekki saman um hvort ákærði Victor - Sorin hafi leitað til ákærða Heinz um að fara ferðina. Ákærði Heinz hefur borið um það fyrir dómi að ákærði Victor - Sorin ha fi nokkrum vikum áður en ferðin var farin leitað til hans eða upplýst hann um að hann væri að fara. Þau samskipti hafi verið á Facebook. Ákærði Victor - Sorin hefur hins vegar borið um það að A hafi leitað til ákærða Heinz varðandi ferðina. Það sem helst hef ur skilið á milli í framburði þeirra um ferðirnar til Íslands er hvort B hafi staðið á bak við þær. Það er fyrst og fremst ákærði Victor - Sorin sem hefur borið um meinta aðkomu B að málinu. Lítið sem ekkert er vitað um B eða hvort hann er í raun og veru ti l. Samkvæmt framburði lögreglufulltrúa nr. 8825 og rannsóknarlögreglu manns nr. 0109 var ekki unnt að fá staðfest hjá lögreglu í Þýskalandi að maður með því nafni væri þar til. Þá hefur komið fram í framburði fyrr greinds rannsóknarlögreglumanns að lögregl a hér á landi hafi uppi verulegar efasemdir um að maður inn sé í raun og veru til og að vísbend ingar séu uppi um að B sé í raun A . Að mati dóms ins bendir margt til þess að framan greindar efasemdir um tilvist B eigi við rök að styðjast. Þegar farið er yfir fram burð Victors - Sorin hjá lögreglu 15. og 28. ágúst 2019, sem er í hljóði og mynd, í tengsl um við síma gögn þá verður ekki annað ráðið en að ákærði hafi þá verið að bera um A þrátt fyrir að hann hafi áður verið búinn að bera um B varðandi þau sömu sam skipti. Þá verður framburður ákærða Victors - Sorin fyrir dómi um símasamskipti sín á leið til lands ins í lok júlí 2019 ekki skilinn með öðrum hætti en að þau samskipti hafi í raun verið við A en ekki B . Fyrr greindar peninga sendingar 16. júlí 2019 frá Íslandi með Western Union virðast hafa verið að beiðni A og ekkert í þeim gögnum eða framburði ákærða Heinz fyrir dómi styður það að B hafi haft einhver tengsl við þann hluta máls ins. Ákærði Victor - Sorin hefur hins vegar borið um hið gagnstæða hvað þetta varðar eins og áður greinir. Fyrir liggur að við rann sókn málsins hjá lögreglu kannaðist ákærði Heinz ekkert við mann með nafninu B eða að maður með það nafn hefði tengst ferðum hans til Íslands. Fram burður ha ns um þetta var hinn sami framan af við með ferð málsins fyrir dómi. Við fram hald aðal - meðferðar breytti ákærði Heinz hins vegar fram burði sínum um B og kvaðst kannast við að hafa hitt B í aðdraganda fyrri ferð ar innar til Íslands á árinu 2018 og A hefð i á þeim 36 tíma sagt honum að maðurinn væri frændi ákærða Victors - Sorin. Þá kvaðst ákærði Heinz hafa séð B þegar hann kom til baka eftir fyrri Íslands ferðina. Ákærði skýrði framan - greinda breytingu á fram burði sínum þannig að ákærði Victor - Sorin hefði í fr am haldi af skýrslugjöf fyrir dómi við aðalmeðferð komið að máli við sig í fangelsinu á Hólmsheiði og útskýrt fyrir sér að hann hefði í raun hitt B í tvígang og ákærði Heinz þá áttað sig á því að það væri rétt. Ákærði Victor - Sorin bar um það við fram hald aðal meðferðar að hann hefði átt fyrrgreind sam skipti við með ákærða í fang elsinu nokkrum dögum áður. Að mati dómsins er var hugavert að byggja á skýr ingum af þessum toga á breyttum framburði fyrir dómi. Að framan greindu virtu liggur fyrir að fram bu rðir ákærðu hafa verið óstöðugir og ósann fær andi um B . Umrædd bifreið, sem var haldlögð, er í þýskri bifreiðaskrá skráð á ákærða Victor - Sorin. Fyrir liggur að bif reiðin hefur nokkrum sinnum í þeirri skrá verið skráð á nafn hans frá árinu 2018. Ákærði Victor - Sorin hefur gefið skýringar á þeirri skráningu en sam kvæmt því sem fram kemur í gögnum málsins og skýrslu rannsóknarlögreglumanns nr. 0109 fyrir dómi geta verið eðlilegar skýringar á því. Óvarlegt er því að láta þetta atriði hafa sérstaka þýðingu við sakarmatið. Við úrlausn máls ins og mat á fram burði ákærðu verður hins vegar ekki litið fram hjá því að umrædd bifreið var með sérútbúnu leynihólfi, eins og áður greinir. Þá liggur fyrir að umrædd bifreið er sam nefnari í sam skipt um ákærðu og samei ginlegum ferðum þeirra til Íslands, auk ferða þeirra til Basel og Oslóar. Fram hefur komið í fram burð i þeirra beggja að aðeins kom til greina að nota um rædda bifreið í fyrr greindum ferð um. Þessu til viðbótar liggur fyrir matsgerð dóm kvadds mats - ma nns, auk skýrslu hans fyrir dómi, um að líkur standi til þess að bifreiðin hafi verið búin fyrr greindu leynihólfi allan þann tíma sem hún var í notkun hjá ákærðu. Þegar allt þetta er sett í sam hengi við komu ákærðu til Seyðisfjarðar 1. ágúst 2019 með umr ædd fíkniefni falin í bifreiðinni, þá er það mat dómsins að þær skýringar ákærðu fái vart staðist að þeir hafi ekki vitað af efnunum í leynihólfi bifreiðarinnar. Um er að ræða hólf undir farangurs rými bifreiðar á stað þar sem varadekki var ætlað að vera s am kvæmt uppruna - legri gerð bif reiðar frá framleiðanda, sbr. framburð matsmanns fyrir dómi. Í framburði toll varðar nr. 0810 fyrir dómi kom meðal annars fram að sést hefði í jaðar á plötu undan dúk í skotti bifreiðarinnar án þess að hann væri rifinn frá. Það að ákærðu hafi keyrt langar vega lengdir á bifreiðinni á milli staða í nokkur skipti á fyrr greindum tíma án þess að gera sér grein fyrir því að ekkert hólf fyrir varadekk væri í bif reiðinni er ekki sann færandi. 37 Hið sama á við um að þeir hafi ekki or ðið varir við neinar breytingar á skotti bif reiðar - innar. Samkvæmt öllu framangreindu er ljóst að framburður ákærðu hefur verið nokkuð á reiki, ósamrýmanlegur og ósannfærandi á köflum. Þá ber að líta til þess að ákærði Heinz hefur borið um það að hafa ve rið með upplýsingar um að A tengdist tilteknum sam tökum og að honum hafi jafnframt verið kunnugt um að þau samtök gætu tengst afbrota - starfsemi. Í ljósi allra atvika og þess sem að framan er rakið verður að telja að fram burður þeirra sé í meginatriðum ó trúverðugur um það að þeim hafi verið alls ókunnugt um raun - veru legan tilgang farar innar og að þeir hafi ekki vitað um fíkniefnin falin í leynihólfi bif reiðar innar þegar þeir komu til landsins 1. ágúst 2019. Að mati dómsins verður að telja, í ljósi a lls þess sem að framan er rakið, að ákærðu hafi að minnsta kosti látið sér í léttu rúmi liggja að í bifreiðinni væru falin fíkni efni sem þeir höfðu með sér til landsins. Ljóst er af magni og styrkleika fíkniefnanna að þau voru ætluð til sölu og dreifingar hér á landi í ágóða skyni. Með vísan til alls framan greinds og heildstæðs mats á fram burði ákærðu er það mat dómsins að hafið sé yfir skyn sam legan vafa að ákærðu hafi staðið að þeim inn flutningi fíkniefna sem þeim er gef inn að sök í ákæru og að sa knæmis skilyrði séu nægjan lega uppfyllt. Verða þeir því báðir sak felldir fyrir þá háttsemi sem lýst er í ákæru og þar er réttilega heimfærð til refsi ákvæða. Ákærðu hafa samkvæmt sakavottorði ekki áður gerst brotlegir við lög hér á landi. Þeir hafa verið fundnir sekir um innflutning á miklu magni af amfetamíni og kókaíni sem lagt var hald á og voru efnin ætluð til sölu og dreifingar í ágóðaskyni. Fíkniefnin voru með miklum efnastyrkleika og því talsverð hætta af verknaðinum. Horfir það til refsi - þyng ingar, sbr. 3. tölul. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga og dóma Hæsta réttar í málum nr. 149/2007 og 150/2009. Þyngd amfetamíns, sem tekin er upp í verknaðar - lýsingu ákæru, miðast við samtölu á haldlögðu amfetamíni eins og það var vegið hjá tækni deild lög reglu við upphaf rannsóknar málsins. Hið sama á við um kókaínið. Fyrir liggur að amfeta mínið var rakt en kókaínið var þurrt á þessum tíma. Reiknuð þyngd hins haldlagða amfeta míns er hins vegar 12.641 g miðað við þurrt efni, sbr. matsgerð rann - sóknar stofu í lyfja - og eitur efnafræði og framburð vitnis ins E fyrir dómi . Við ákvörðun refs ingar ber fyrst og fremst að leggja til grund vallar þyngd og rakastig efnanna eins og þau voru við hald lagn ingu við upphaf rannsóknar, eins og jafna n er gert í málum af þessum toga. Hins vegar þykir rétt að taka tillit til þess við refsiákvörðun, ákærðu til hagsbóta, að amfeta mínið var rakt þegar það var vegið og það því þyngra en þurrt efni, 38 sbr. dóm Hæsta réttar í máli nr. 667/2006. Þessu til viðbótar ber við refsiákvörðun til máls bóta að líta til fyrr greinds lágs ásetn ings stigs ákærðu, sbr. 6. tölul. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningar laga . Að þessu virtu þykir refs ing ákærðu , hvors um sig, hæfilega ákvörðuð fangelsi í sjö ár. Með vísan til 76. gr. almennra hegn ingar laga skal draga frá refsingunni óslitið gæslu varðhald sem ákærðu hafa sætt frá 3. ágúst 2019 til dagsins í dag að telja. Með vísan til 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, sbr. reg lugerð nr. 848/2002, verður fallist á kröfu ákæruvaldsins um upptöku á 37.755,28 g af amfetamíni og 4.965,28 g af kókaíni. Fíkniefnin sem flutt voru til landsins og lagt var hald á voru falin í bifreiðinni MG VI 814 af gerðinni Austin Mini Cooper en ákærð i Victor - Sorin er skráður eigandi hennar samkvæmt þýskri ökutækjaskrá. Ákærði Victor - Sorin krefst þess að kröfu um upptöku á bif reiðinni verði vísað frá dómi þar sem skilyrði fyrir útgáfu framhaldsákæru hafi ekki verið upp fyllt. Fyrir liggur að bif reiði n var haldlögð við rannsókn málsins á þeim grund - velli að grunur var uppi um að hún hefði verið notuð til að flytja inn fíkniefni. Frá upphafi lá þannig fyrir að líkur væru á því að gerð yrði krafa um upptöku á bifreiðinni eins og jafnan er gert í málum af þessum toga. Augljós mistök áttu sér því stað hjá ákæru valdinu að til greina ekki upptökukröfu á bifreið í ákæru þegar málið var höfðað. Með fram halds - ákæru var því gerð leiðrétting á augljósri villu í ákæru og var framhalds ákæran gefin út áður en tvæ r vikur voru í aðalmeðferð. Skilyrði 1. mgr. 153. gr. laga nr. 88/2008 voru því nægjanlega upp fyllt. Að þessu virtu verður ekki fallist á framangreinda frávísunar - kröfu. Fyrir liggur að umrædd bifreið var notuð við framningu stórfellds fíkniefna laga - brot s ákærðu. Að því virtu og með vísan til 1. tölul. 1. mgr. 69. gr. a í almennum hegn - ingar lög um verður fallist á kröfu ákæru valdsins um upptöku bifreiðarinnar til ríkis sjóðs. Með vísan til 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 verður ákærðu gert að gre iða allan sakar kostnað málsins. Undir hann fellur sakarkostnaður samkvæmt yfirliti ákæruvaldsins og öðrum framlögðum skjölum um útlagðan kostnað, samtals 6.020.822 krónur, og verður hon um skipt jafnt á ákærðu að öðru leyti en því að útlagður kostnaður ákæruvalds - ins vegna þókn unar Hilmars Gunnlaugssonar lögmanns, 856.792 krónur, verður felldur á ákærða Heinz þar sem lögmaðurinn var skipaður verjandi hans á fyrri stigum málsins. Þá verður út lagður kostnaður ákæruvaldsins vegna matsgerðar dómkvadds mat smanns, 1.197.623 krónur, felldur á ákærða Victor - Sorin þar sem hann var matsbeiðandi. Einnig 39 verður ákærða Heinz gert að greiða skipuðum verjanda sínum, Þorgils Þorgilssyni lög - manni, máls varnarlaun, sem verða látin ráðast af tímaskýrslu, 4.539.154 krónu r með virðis auka skatti, og aksturskostnað verjanda, 83.250 krónur, sbr. auglýsingu nr. 1/2019 um aksturs gjald ríkis starfsmanna, auk útlagðs kostnaðar verjanda, 67.515 krónur, sam - tals 4.689.919 krónur. Þessu til viðbótar verður ákærða Victori - Sorin ger t að greiða skip - uðum verjanda sínum, Gísla M. Auðbergssyni lögmanni, málsvarnarlaun, sem verða látin ráðast af tímaskýrslu, 6.469.101 krónu með virðisaukaskatti, 288.378 krónur í aksturs - kostnað verjanda, og 937.252 krónur í dagpeninga og útlagðan kostnað verjanda, samtals 7.694.731 krónu. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Anna Barbara Andradóttir aðstoðarsaksóknari. Daði Kristjánsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D ó m s o r ð: Ákærði, Heinz Bernhard Sommer, sæti fangelsi í sjö ár. Ákærði, Victor - Sorin Epifanov, sæti fangelsi í sjö ár. Til frádráttar refsingu ákærðu kemur gæsluvarðhald sem þeir hafa sætt hvor um sig óslitið frá 3. ágúst 2019 til dagsins í dag. Upptæk eru gerð 37.755,28 g af amfetamíni og 4.965,28 g af kókaíni. Bifreið af gerðinni Austin Mini Cooper með þýska skráningar númer inu [...] er gerð upptæk til ríkissjóðs. Ákærði Heinz greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Þorgils Þorgilssonar lög - manns, 4.539.154 krónur, 83.250 krónur í aksturskostnað verjanda og 67.51 5 krónur vegna útlagðs kostnaðar verjanda, auk 2.839.995 króna í annan sakarkostnað. Ákærði Victor - Sorin greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Gísla M. Auð - bergs sonar lögmanns, 6.469.101 krónu, og 288.378 krónur í aksturskostnað verjanda og 937.2 52 krónur vegna dagpeninga og útlagðs kostnaðar verjanda, auk 3.180.826 króna í annan sakarkostnað. Daði Kristjánsson