Héraðsdómur Reykjaness Dómur 13. janúar 2021 Mál nr. S - 1696/2020 : Héraðssaksóknari ( Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari ) g egn X ( Guðmundur Birgir Ólafsson lögmaður ) Dómur: Mál þetta, sem dómtekið var 20. nóvember sl., höfðaði héraðssaksóknari með ákæru 23. júní 2020 á hendur ákærða, X , kt. [...] ; fyrir manndráp, með því að hafa laugardaginn 28. mars 2020, banað eiginkonu sinni, Y , kt. kt. [...] , á heimili þeirra að [ ...] í [...] , með því að þrengja að hálsi hennar með þeim afleiðingum að Y lést af völdum köfnunar. Telst þetta varða við 211. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Kröfur ákærða: Ákærði krefst þess aðallega að hann verði sýknaður af kröfum ákæruvalds. Til vara krefst ákærði þess að honum verði gerð sú vægasta refsing sem lög leyfa. Þá krefst skipaður verjandi ákærða þóknunar sér til handa. I Laugardaginn 28. mars 202 0, um kl. 18:40, barst lögreglunni á [...] tilkynning frá Fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra um mannslát að [...] í [...] . Tveir lögreglumenn fóru þegar á vettvang. Þar hittu þeir fyrir ákærða í máli þessu og dóttur hans, A . Hin látna reyndist vera eigi nkona ákærða, Y . Þegar lögregla kom á vettvang lá lík Y í sófa í stofu hússins og var búið að breiða teppi yfir það. Í frumskýrslu lögreglu er bókað að hin látna hafi verið köld viðkomu, skinn hennar fölt og hún engin lífsmörk sýnt. Í skýrslunni segir jaf nframt að ekkert á vettvangi hafi bent til þess að andlát Y hafi borið að með saknæmum hætti. 2 Á vettvangi ræddu lögreglumenn við ákærða. Í frumskýrslu lögreglu er eftir ákærða haft að eiginkona hans hafi vaknað um morguninn og hún þá ekki borið með sér að nokkuð væri að hrjá hana. Þau hafi síðan lagt sig í sófanum um hádegisbilið. Ákærði hafi vaknað nokkru síðar og þá séð eiginkonu sína liggja hreyfingarlausa í sófanum. Hún hafi reynst vera stíf og köld viðkomu og hann því ekki óskað eftir sjúkraliði á vett vang. Ákærði sagðist hafa misst allt tímaskyn og því hvorki geta sagt til um það hversu lengi hann hefði sofið né hversu langur tími hefði liðið þar til hann hringdi í börn sín. Skömmu eftir að fyrstu lögreglumennirnir komu að [...] kom þangað B rannsóknar lögreglumaður og tók við rannsókn málsins. Hann kallaði til lækni og skömmu síðar kom á vettvang C læknir frá [...] . Læknirinn skoðaði brotaþola og eftir skoðunina staðfesti hann andlát hennar kl. 19:24. Síðar um kvöldið framkvæmdi C nánari líkskoðun á [.. .] að viðstöddum fyrrnefndum rannsóknar lögreglu manni. Nánar er vikið að þeirri skoðun, vottorði sem C ritaði vegna aðkomu sinnar að málinu og framburði læknisins fyrir dómi í kafla IV.A hér á eftir. Með bréfi 29. mars 2020 fór lögreglustjórinn á [...] fr am á það við Rannsóknastofu Háskóla Íslands, að fenginni heimild frá aðstandendum Y , að framkvæmd yrði réttarkrufning á líki hennar. D réttarmeina fræðingur framkvæmdi krufninguna. Í bráðabirgðaskýrslu hans, dagsettri 2 . apríl 2020, kom fram að áverkar á l íkinu hefðu meðal annars verið marblettir og skrámur á hálsi, blæðing í hægri höfuðvendivöðvanum, blæðingar í vöðva barkakýlis, einkum næst skjaldbrjóski, blæðingar í kokþrengivöðva, brot á vinstra efra horni skjald brjósksins og blæðingar í djúplægu hálsv öðvunum. Í niðurlagi skýrslunnar sagði að rannsóknarniðurstöðurnar bentu til þess að dánarorsökin hefði verið þrýstingur um hálsinn með köfnun í kjölfarið (kyrking). Rannsóknarniðurstöðurnar bentu jafnframt til þess að dauðsfallið hafi verið afleiðing taks annars manns um hálsinn. Nánar verður vikið að efni bráðabirgðaskýrslunnar og framburði D fyrir dómi í kafla IV.B hér á eftir. Þegar bráðabirgðaniðurstöður réttarkrufningar lágu fyrir tók lögregla þá ákvörðun að handtaka ákærða vegna gruns um að hann hefði banað eiginkonu sinni. Var ákærði handtekinn á heimili sínu 1. apríl 2020, um kl. 12:47. Í fyrirliggjandi handtökuskýrslu segir að ákærði hafi við handtöku engar skýringar haft á nefndum bráðabirgða - niðurstöðum réttarkrufningar. Þá hafi hann vísað ti l skerts minnis vegna áfengisneyslu en þó tekið fram að hann minntist þess ekki að hafa beitt eiginkonu sína ofbeldi af neinu tagi. 3 Þennan sama dag, eða 1. apríl 2020, var við framkvæmd réttarkrufningar ákveðið að kveða til lögreglu og breyta rannsóknarfor minu í útvíkkaða réttarkrufningu. Krufningin var áfram framkvæmd af D en E réttarmeinafræðingur skoðaði öll gögn og allar niðurstöður krufningarinnar og tók þátt í túlkun þeirra. Í skýrslu sem D og E rituðu vegna hinnar útvíkkuðu réttarkrufningar, kom fram að rannsóknarniðurstöður þeirra bentu sterklega til þess að dánarorsök hinnar látnu hafi verið þrýstingur um hálsinn með köfnun í kjölfarið . Krufningin og smásjárskoðun hafi engar sjúkdómsbreytingar sýnt er skýrt gætu dauðsfallið á annan hátt eða verið sa mverkandi þáttur í dauðanum. Niðurstöðurnar bentu því sterklega til þess að dauðsfallið hafi verið afleiðing taks annars manns um hálsinn. Nánar verður vikið að efni skýrslunnar og framburði D og E fyrir dómi í kafla IV.B hér á eftir. Með úrskurði Héraðsdó ms Reykjaness 8. apríl 2020 var d r. F réttarmeinafræðingur dómkvaddur til að meta niðurstöður hinnar réttarmeinafræðilegu krufningar á líki Y . Í matsgerð d r. F , dagsettri 13. apríl 2020, segir um tilurð meiðslanna að sjáanlegu meiðslin á líkinu hafi litið þannig út að allt ben t (brute force). Meiðslin á hálsinum ásamt punktblæðingum í slímhúð augna og slímhúð í öðrum einsta klingi á efri hluta hálsins svo sem þrengingu/þrýstingi, hugsanlega einnig þrýstingsáverki víðar á líkama . Hvað dánarorsök varðar segir að rannsóknarniðurstöðurnar samrýmist því að dánarorsökin hafi verið köfnun/kyrking. Þá samrýmist rannsóknarniðurstöðurn ar því að brotaþoli hafi látist af völdum einhvers annars einstaklings. Nánar verður vikið að efni matsgerðarinnar og framburði F fyrir dómi í kafla IV.C hér á eftir. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum krafðist þess 2. apríl 2020 fyrir dómnum að ákærða yrði ge rt að sæta gæsluvarðhaldi og einangrun til 8. apríl 2020 á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Dómurinn féllst á þá kröfu lögreglustjóra. Með úrskurði dómsins 8. apríl 2020 var ákærða gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi og einangrun á sama grunni til 15. sama mán aðar. Þann dag var gæsluvarðhald ákærða framlengt til 22. apríl 2020. Með úrskurði dómsins 22. apríl 2020 var ákærða síðan gert að sæta gæsluvarðhaldi til 20. maí 2020 á grundvelli 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Ákærði sætti síðan gæ sluvarðhaldi á þeim grunni allt þar til Landsréttur felldi úrskurð héraðsdóms, uppkveðinn 6. október 2020, úr gildi með úrskurði 9. þess sama mánaðar. 4 Rannsókn lögreglu lauk í júní 2020 og 23. þess mánaðar gaf héraðssaksóknari út ákæru á hendur ákærða þar sem honum er gefið að sök að hafa banað eiginkonu sinni, svo sem að framan er rakið. II Ákærði bar fyrir dómi að þau hjónin hefðu byrjað að neyta áfengis um kvöldmatarleytið föstudaginn 27. mars 2020 og hefðu þau drukkið léttvín sem þau brugguðu sjálf. Alm ennt um drykkju þeirra hjóna bar ákærði að þau hefðu fengið sér í glas einu sinni til tvisvar í viku en stundum þó oftar. Ákærði kvað allan gang hafa verið á því hversu mikið þau drukku í hvert skipti. Stundum hefði það einungis verið lítilræði. Á föstuda gskvöldinu hefði sonur þeirra, G , litið við í stutta stund ásamt eiginkonu sinni. Eftir að þau fóru hefðu ákærði og kona hans horft á sjónvarpið og haldið áfram að drekka. Aðspurður minntist ákærði þess ekki að hafa tekið eftir áverkum á hálsi Y um kvöldið . Hún hefði hins vegar verið búin að vera hás og hóstað töluvert. Ákærði hefði lagt að henni að fara til læknis vegna hóstans en það hefði hún ekki viljað. Ákærði kvaðst hvorki vita hversu lengi frameftir þau hjónin sátu að drykkju né hversu mikið hann sjá lfur drakk. Ákærði hefði allt að einu drukkið of mikið og farið í eftir sér sitjandi í sófanum að horfa á sjónvarpið. Ákærði sagðist mögulega hafa rumskað um morguninn eða í hádeginu á laugardeginum en snúið sér á hina hliðina og haldið áfram að sofa. Hann hefði síðan vaknað síðla dags. Ákærði hefði farið inn á bað og pissað, tannburstað sig og fengið sér vatn að drekka. Því næst hefði ákærði kallað til eiginkonu sinnar en ekkert svar fengið. Hann hefði kallað aftur án þess að fá svar og þá farið og gætt að henni. Í kjölfarið hefði hann komið að eiginkonu sinni látinni í sófa í stofunni. Hún hefði verið köld viðkomu og ákærði engan hjartslátt fundið er hann lagði fingur á háls hennar. Ákærði kvaðst af þeim sökum ekki hafa verið í neinum vafa um að hún væri látin og hann verið ringlaður og í áfalli. Í kjölfar þess að ákærði áttaði sig á því að eiginkona hans væri látin sagðist hann hafa hringt í börn sín. Ákærði sagði dóttu r sína, A , hafa verið fyrsta á vettvang. Spurður um af hverju hann hringdi ekki í Neyðarlínuna svaraði ákærði því til að vissulega hefði það hvarflað að honum en vegna þess að konan var orðin köld hefði hann ekki verið í nokkrum vafa um að hún væri látin. Hann hefði því ákveðið að hringja frekar í börn sín. Ákærði kvaðst aðspurður ekki geta gert sér neina grein fyrir því hversu langur tími leið 5 frá því að hann áttaði sig á því að eiginkona hans var látin og þar til A , dóttir hans, kom á staðinn. Ákærði sagð ist hafa tekið glösin sem þau hjónin höfðu verið að drekka úr af borðinu, skolað þau og sett þau í uppþvottavélina. Þá hefði hann breitt teppi yfir hina látnu áður en börnin komu. Ákærði kvaðst hafa opnað fyrir þeim þar sem húsið hefði verið læst, eins og það hefði jafnan verið. Ákærði sagðist ekki vita annað en að húsið hefði verið læst aðfaranótt laugardagsins. Þá hefði hann ekki orðið var við ummerki um innbrot. Spurður um hverjir aðrir en þau hjónin hefðu verið með lykla a ð húsinu sagðist ákærði telja a ð einn lykill hefði verið hjá syni þeirra, G , og annar á heimili dóttur þeirra, A , í [...] . Á þeim tíma sem atvik máls gerðust sagði ákærði þau hjónin hafa verið með mæla frá X sem mælt hefðu sjónvarpsáhorf og útvarpshlustun. Ákærði kvaðst yfirleitt hafa h aft sinn mæli í vasanum eða í buxnastrengnum þegar hann var með hann á sér. Stundum hefði hann hins vegar lagt mælinn frá sér á stofuborðið. Þar taldi ákærði að mælar þeirra hjóna beggja hefðu legið þegar hann vaknaði á laugardeginum. Ákærði minntist þess aðspurður ekki að hafa farið á netið um nóttina og morguninn. Ákærði staðfesti hins vegar að hann skoðaði oft upplýsingasíður um veður og skipaferðir á netinu. Eftir andlát eiginkonu sinnar kvaðst ákærði hafa séð áfengisneyslu þeirra hjóna í nýju ljósi og hann áttað sig á því að hún hefði verið orðin of mikil. Hann sagðist nú hættur allri neyslu áfengis og hafa stundað AA - fundi í þá mánuði sem hann sætti gæsluvarðhaldi. Ákærði kvaðst hafa dvalið vestur í [...] hjá mági sínum, bróður Y , og konu hans eftir að hann losnaði úr gæsluvarðhaldi og aðstoðað við rúning. Ákærði sagðist áður hafa aðstoðað þau við bústörfin. Nefndi ákærði sérstaklega að hann og Y hefðu farið vestur skömmu áður en Y dó, mögulega um 10 dögum áður, og aðstoðað við að taka snoðið af fénu. Þ að hefði verið töluvert verk ... Fyrir dómi var ákærði spurður út í þá frásögn sína af atvikum á vettvangi að þau hjónin hefðu vaknað um morguninn og að allt hefði þá verið í lagi. Þau hefðu síðan lagt sig aftur um hádegið. Ákærði sagðist ekkert muna eftir þessu og áréttaði að hann myndi síðast eftir sér sitjandi í sófanum að horfa á sjónvarpið. Hann hefði síðan vaknað síðdegis á laugardeginum og í kjölfarið komið að konu sinni látinni í sófa í stofunni eins og áður var lýst. Frásögn sína á vettvangi skýrði ákærði svo að hann hefði verið ringlaður, enda mikið áfall að missa maka sinn til 37 ára. Þrátt fyrir óminnisástand sitt sagðist ákærði 6 geta útilokað að hann hefði veist að eiginkonu sinni og kyrkt hana. Vísaði ákærði til þess að þau hefðu alla tíð verið mjög samrýmd og náin. Þau hefðu ekki rifist og aldrei lagt hendur hvort á annað. III H rannsóknarlögreglumaður kvaðst hafa tekið við rannsókn málsins 2. apríl 2020. Daginn áður hefði ákærði verið handtekinn í kjölfar þess að lögreglu barst tilkynning frá réttarmeinafræðingi þess efnis að hann teldi dánarorsök brotaþola hafa verið kyrkingu af völdum annars einstaklings. Við rannsóknina kvað vitnið lögreglu hafa sett upp nokkrar tilgátur um hvað hefði mögulega gerst. Þær tilgátur hefðu verið rannsakaðar sam hliða og hafðar til hliðsjónar við töku ákvarðana undir rannsókn málsins. Málið hefði því verið skoðað með opnum huga. Niðurstaða réttarkrufningar hefði hins vegar verið nokkuð afdráttarlaus um að dánarorsökin væri kyrking. Vitnið sagði lögreglu hafa ranns akað hvort aðrir en ákærði hefðu haft aðgang að vettvangi á því tímabili sem hann hefði borið við minnisleysi. Engin ummerki hefðu fundist um innbrot eða neitt slíkt. Fram hefði komið hjá ákærða við skýrslutöku hjá lögreglu að hann hefði læst á eftir syni sínum og tengdadóttur á föstudagskvöldinu og jafnframt að hann hefði tekið úr lás á laugardeginum eftir að hann hringdi í börn sín. Þá hefðu fáir verið með lykla að húsinu og skýrslutökur af þeim og símagögn ekki gefið til kynna að þau hefðu getað verið í húsinu á umræddum tíma. Niðurstaða rannsóknar lögreglu hefði því verið sú að langlíklegast væri að ákærði og brotaþoli hefðu verið tvö í húsinu þegar brotaþoli lést og að hún hefði verið kyrkt. Vitnið sagði það mat sitt að sá framburður sem hafður væri eft ir ákærða á vettvangi, þess efnis að hann hefði vaknað um morguninn og verið að dunda sér eitthvað heima og síðan lagt sig um hádegisbilið, passaði við þau gögn um netnotkun og hreyfingu X - mæla ákærða og brotaþola sem aflað hefði verið undir rannsókn málsi ns. I lögreglumaður greindi svo frá fyrir dómi að hún hefði farið í útkall að [...] í [...] laugardaginn 28. mars 2020. Þegar lögregla hefði komið á vettvang hefðu þar verið fyrir aðstandendur hinnar látnu. Líkið hefði verið í sófa í stofu hússins og búið hefði verið að ettvangi. Alltaf þegar vitnið hefði ætlað að skoða líkið hefði hann nálgast hratt, svolítið eins og ið þá lögreglumenn 7 sem tóku við á vettvangi og einnig við aðalvarðstjóra þegar vitnið kom til baka á lögreglustöðina. Vitnið sagðist engin ummerki um áfengisneyslu hafa séð í húsinu. Þá hefði vitnið ekki getað merkt að ákærði væri undir áhrifum áfengis. Ák ærði hefði skýrt svo frá að hann hefði vaknað um morguninn og séð eiginkonu sína liggja hreyfingarlausa og kalda. Vitninu hefði fundist skrýtið að ákærði hefði ekki hringt strax í Neyðarlínuna eða lögreglu, en sjálfur hefði hann talað um 2 - 3 klukkustundir í því sambandi. Vitnið tók fram að það myndi frásögn ákærða ekki nákvæmlega í dag og vísaði til frumskýrslu sinnar um orð ákærða á vettvangi. J lögreglumaður sagðist hafa farið að [...] í [...] laugardaginn 28. mars 2020 í kjölfar tilkynningar sem borist hefði um andlát í heimahúsi. Á vettvangi hefðu ákærði og börn hans tekið á móti lögreglu. Lík brotaþola hefði legið á sófa inni í stofu og hefði verið búið að breiða yfir það teppi. Vitnið kvaðst hafa kannað lífsmörk, þ.m.t. púls, og fundið að brotaþoli va r köld viðkomu og byrjuð að stífna. Vitnið sagðist engin ummerki hafa séð um áfengisneyslu á vettvangi. Í fyrstu hefði ekkert á vettvangi vakið sérstaka athygli vitnisins. Þegar á leið hefði hefði allt að einu viðhaft venjubundin vinnubrögð vegna andláts sökum veikinda eða annarra slíkra þátta og kallað til lækni og rannsóknar lögreglumann. Vitnið tók fram að það hefði haft orð á því við rannsóknar lögreglumann á vettv angi að því þættu viðbrögð ákærða vera sérstök/óhefðbundin og jafnframt að mikill munur hefði verið á viðbrögðum ákærða annars vegar og viðbrögðum barna hans hins vegar. Nefndi vitnið í því sambandi að ákærði hefði verið talsvert á hreyfingu, hann gengið u m og sífellt verið að fá sér vatn að drekka. Vitnið kvaðst einnig hafa nefnt við rannsóknarlögreglumanninn að því hefði fundist eitthvað sérstakt vera við vettvanginn. Vitnið sagðist ekki hafa byggt það á neinu sérstöku heldur hefði þetta einungis verið ti lfinning þess. Fyrirliggjandi upplýsinga - skýrslu þar sem framangreind atriði væru rakin kvaðst vitnið hafa ritað 1. apríl 2020. Neitaði vitnið því aðspurt að efni skýrslunnar væri litað af þeirri staðreynd að þá hefði verið búið að handtaka ákærða. Skýrsla n hefði að geyma upplifun lögreglumanna á vettvangi. Vitnið kvaðst hafa rætt við ákærða á vettvangi um það hvað gerst hefði en ekki muna nákvæmlega svör hans nú. Rámaði vitnið þó í að ákærði hefði talað um að hann 8 og brotaþoli hefðu lagt sig um eða fyrir h ádegi, hvort í sinn sófann, og hann síðan vaknað seinni part dagsins og þá tekið eftir því að eiginkona hans var hreyfingarlaus. B rannsóknarlögreglumaður kvaðst hafa verið kallaður út um kvöldmatarleytið 28. mars 2020 vegna andláts að [...] í [...] . Þega r vitnið hefði komið á vettvang hefðu þar verið fyrir tveir lögreglumenn, ákærði og börn hans þrjú. Hin látna hefði legið á sófa í stofunni með teppi ofan á sér. Vitnið sagði snyrtilegt hafa verið um að lítast og engin ummerki um óreglu eða átök . Vitnið kv aðst í fyrstu hafa rætt við tvö barna ákærða, A og K . Vitnið hefði einnig kallað til lækni. Á meðan hefði ákærði ráfað um stofuna. Vitnið hefði síðan beðið ákærða um að setjast niður með sér og ræða við sig. Það hefði ákærði ekki viljað og hefði vitnið því rætt við hann í stofunni að hinum öllum viðstöddum. Ákærði hefði greint svo frá að þau hjónin hefðu sofnað yfir sjónvarpinu rétt fyrir hádegi. Hann hefði síðan vaknað seinni part dags og þá séð eiginkonu sína látna í sófanum. Augljóst hefði verið að hún v ar látin og því hefði ákærði ákveðið að hringja í dóttur sína og upplýsa hana um hvað gerst hefði, en ekki Neyðarlínuna. Vitnið sagðist hafa óskað eftir heimild til réttarkrufningar og ákærði í fyrstu svarað K hefði þá gengið á föður sinn og spurt hvort hann vildi virkilega lifa með því að vita ekki ástæðu þess að brotaþoli dó. Ákærði hefði þá heimilað krufninguna. Læknir hefði komið á vettvang skömmu síðar og skoðað líkið. Vitnið sagði kulda ha fa komið fram er andlitið var snert. Þá hefðu líkblettir verið byrjaðir að myndast á hálsi. Vitnið kvaðst hafa veitt því athygli að ákærði hefði viljað stjórna því hvernig komið var að líkinu og hver stóð því nærri. Hefði vitnið þurft að biðja hann um að f æra sig svo að hægt væri að taka ljósmyndir af líkinu. Þá hefði læknirinn lítinn frið fengið til athafna fyrir ákærða, sem verið hefði alveg ofan í honum, og hefði þurft að biðja ákærða um að færa sig svo að læknirinn gæti sinnt starfi sínu. Vitnið sagði eiginlega líkskoðun hafa farið fram á [...] . Hefði vitnið tekið ljósmyndir við skoðunina. Vitnið bar að engir sýnilegir áverkar hefðu verið á líkinu, utan einnar örlítillar rispu á hálsinum og annarrar á öðrum handleggnum. Við skoðunina hefði mátt greina að búkur líksins, magi og bak, var enn volgur. Hinn 1. apríl 2020 hefði vitnið fengið símtal frá D réttarmeinafræðingi þar sem fram hefði komið að andlát brotaþola hefði mjög líklega orðið af völdum annars manns. 9 Í kjölfarið hefði ákærði verið handtekinn. Það hefði fyrst verið þegar ákærði var handtekinn sem hann nefndi að minni hans af atvikum væri skert vegna áfengisneyslu. A , dóttir ákærða, bar fyrir dómi að 28. mars 2020 hefði henni borist símtal frá föður sínum. Vitnið hefði strax heyrt að eitthvað var að. Vitnið og eiginmaður þess, L , hefðu fengið vin sinn og frænda til að gæta að börnum þeirra og þau síðan ekið rakleiðis að heimili foreldra vitnisins í [...] . Þar hefðu þau hitt fyrir ákærða sem tjáð hefði þeim að móðir vitnisins væri dáin . Vitnið og L hefðu ekki viljað trúa honum og þau hlaupið inn í húsið og L kannað lífsmörk hjá brotaþola. Vitnið hefði í kjölfarið hringt í Neyðarlínuna. Vitnið sagði ekki hafa komið fram hjá ákærða hvernig andlát brotaþola bar að höndum. Hann hefði einung is sagt að hann hefði fundið hana látna í sófanum. Spurt um hvernig vitnið hefði komist inn í húsið kvaðst vitnið ekki muna það. Tók vitnið fram í því sambandi að húsið hefði yfirleitt verið læst. Auk heimilisfólksins hefðu vitnið og bróðir þess, G , verið með lykla að húsinu. Fram kom hjá vitninu að samskipti foreldra þess hefðu ávallt verið mjög góð og þau verið mjög samrýmd. Ekkert ofbeldi hefði verið í sambandinu. Ástandið á heimilinu hefði hins vegar í þónokkur ár verið mjög slæmt hvað varðaði drykkju f oreldra vitnisins. Þau hefðu bruggað eigið vín og þegar þau hefðu drukkið hefðu þau drukkið mikið. Stundum hefðu þau tekið túra. Vitnið sagðist síðast hafa hitt móður sína 26. mars 2020. Hún hefði þá verið mjög hress og þær spjallað saman. Vitnið kvaðst ek kert athugavert hafa séð í fari móður sinnar. Aðspurt staðfesti vitnið sem rétt þau ummæli sín í lögregluskýrslu að ákærði hefði nefnt, eftir að vitnið og eiginmaður þess komu á vettvang, að hann og brotaþoli hefðu fyrr um daginn verið að horfa á sjónvarpi ð og þau síðan hlustað á hádegisfréttirnar og sofnað yfir þeim. L , tengdasonur ákærða, kvaðst hafa verið hjá eiginkonu sinni, A , þegar ákærði hefði hringt í hana og óskað eftir því að þau kæmu heim til hans. Þau hefðu komið börnum sínum í pössun og síðan ekið að heimili ákærða í [...] . Ákærði hefði komið til dyra og sagt þeim að eiginkona hans væri látin. Vitnið sagðist hafa spurt ákærða að því hvað hefði komið fyrir og hann svarað því til að hann vissi það ekki. Vitnið hefði síðan farið inn í stofu, tekið teppi af tengdamóður sinni og athugað hvort það fyndi púls á hálsi hennar, en engan púls fundið. Vitnið hefði síðan tekið í aðra hönd brotaþola. Vitnið kvað augljóst hafa verið að konan var látin. 10 Vitnið sagði þau A hafa innt ákærða eftir því hvort hann v æri búinn að kalla til lögreglu og hann svarað því neitandi. Þau hefðu þá hringt í lögreglu og einnig kallað til prest. Vitnið kvaðst ekki hafa séð nein ummerki um drykkju í húsinu. Honum hefði hins vegar virst ákærði vera aðeins eftir sig, líkt og hann v æri þunnur. Ákærði hefði sagt vitninu og A að hann hefði vaknað fyrr um daginn, pissað og fengið sér smá snarl. Þegar hann hefði séð að brotaþoli lá í sófanum, sofandi að því er ákærði hefði talið, hefði hann ákveðið að leggja sig aftur. Aðspurt um áfengis neyslu tengdaforeldra sinna svaraði vitnið því til að þau hefðu ekki drukkið daglega eða um hverja helgi eða neitt slíkt. Vitnið sagðist vita til þess að þau hefðu stundum fengið sér léttvín yfir sjónvarpinu. Í einstöku tilvikum hefðu þau mögulega drukkið meira en góðu hófi gegndi. Sambandi tengdaforeldra sinna lýsti vitnið sem mjög góðu. Þau hefðu alla tíð verið eins og nýtrúlofuð og sýnt hvort öðru mikla ást og umhyggju. Aldrei hefði borið á ofbeldi eða neinu í þá veru í sambandinu. G , sonur ákærða, kvað st hafa heimsótt foreldra sína ásamt unnustu sinni að kvöldi föstudagsins 27. mars 2020. Ástand foreldra vitnisins hefði þá verið gott. Aðspurt minnti vitnið að þau hefðu verið að drekka en alls ekki verið ofurölvi eða neitt slíkt. Vitnið sagðist hafa yfir gefið heimili foreldra sinna í síðasta lagi um kl. 23:00 þetta kvöld. Mundi vitnið ekki annað en að ákærði og brotaþoli hefðu þá verið í góðu standi. Sérstaklega aðspurt kvaðst vitnið ekki minnast þess að hafa séð áverka á móður sinni þetta kvöld. Vitnið s agði samband foreldra sinna hafa verið gott. Þau hefðu verið búin að vera lengi saman, eða síðan þau voru 16 eða 17 ára gömul. Vitnið sagði ákærða og brotaþola hafa neytt áfengis en ekki í þeim mæli að það hefði getað talist vera vandamál. Kvaðst vitnið al drei hafa orðið vart við ofbeldi í sambandi þeirra. M , tengdadóttir ákærða, kvaðst hafa farið ásamt manni sínum, G , til tengdaforeldra en þó ekki mjög ölvuð. [ --- ] Vitnið sagðist hafa litið á drykkju tengdaforeldra sinna sem vandamál. Það hefðu öll börn þeirra einnig gert. Tengdaforeldra sína kvað vitnið hafa verið mjög samrýmda. Þau hefðu alltaf verið saman og gott á milli þeirra. Vitnið sagðist aldrei hafa orðið v art við ofbeldi í sambandi 11 þeirra. Sérstaklega aðspurt kvaðst vitnið ekki hafa veitt athygli áverkum á brotaþola umrætt föstudagskvöld. N sóknarprestur kvaðst hafa verið kölluð að [...] í [...] laugardaginn 28. mars 2020 af lögreglu. Vitnið sagðist ekki h afa orðið vart við neitt óeðlilegt eð a sérkennilegt í framkomu ákærða á vettvangi. Tók vitnið fram að viðbrögð fólks við andláti nákominna geti verið mjög margvísleg. O , tengdadóttir ákærða, gaf einnig skýrslu fyrir dómi en ekki þykir þörf á að rekja fram burð hennar sérstaklega hér. Þá kom enn fremur fyrir dóminn unnusti hennar, K , sonur ákærða, en hann skoraðist undan skýrslugjöf í málinu vegna nefndra tengsla við ákærða , sbr. b - lið 1. mgr. 117. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. IV A Í málinu liggur frammi vottorð C læknis, útgefið 29. mars 2020. Í því kemur fram að læknirinn hafi komið að [...] í [...] síðla dags 28. mars 2020. Þegar læknirinn kom inn á heimilið hafi Y legið á bakinu í sófa í stofunni með vinstri hönd á bringu. Hún ha fi verið farin að blána í andliti og líkblettir farnir að myndast. Læknirinn hafi hlustað yfir hjarta með hlustunarpípu og þreifað eftir púls. Enginn hjartsláttur hafi heyrst og enginn púls fundist. Sjáöldur augna hafi verið víkkuð og ekki brugðist við ljó si. Andlát Y hafi verið staðfest á vettvangi kl. 19:24. Í vottorðinu segir jafnframt að réttarfræðileg líkskoðun hafi farið fram á [...] að kvöldi 28. mars 2020, um kl. 21:15. Andlit og höfuð hinnar látnu hafi verið blá tt . Áverka hafi ekki verið að sjá á h öfði eða andliti. Augu hafi verið án punktblæðinga. Um það bil 1 cm rispa hafi verið á hálsi fyrir neðan hægra eyra og hafi storknað blóð verið í rispunni. Á hægri handlegg, rétt fyrir neðan olnbogabótina, hafi verið verið 2 cm rispa. Blóð hafi ekki verið að sjá í þeirri rispu. Gamalt dökkbrúnt mar hafi verið á hægri rist og annað nýtt dökkblátt mar og bólga rétt neðan við dálkshnyðju hliðlægt á ökklanum á hægri fæti . L íkbletti hafi mátt sjá á hnakka, baki og aftan á lærum og kálfum hinnar látnu. Dauðastirð nun hafi mátt greina í kjálka og öllum útlimum. Fingur og tær hafi einnig verið stífar. Aðra áverka hafi ekki verið að sjá eða greina. Í niðurlagi vottorðsins er dánarorsök sögð óljós. C læknir bar fyrir dómi að hún hefði komið að [...] í [...] rúmlega sj ö að kvöldi 28. mars 2020. Fyrir á vettvangi hefðu verið ákærði, tvö börn hans, tengdasonur og 12 rannsóknarlögreglumaður. Vitnið kvaðst hafa skoðað hina látnu, hlustað yfir hjartastað, skoðað sjáöldur augna og þreifað eftir púlsi , en engan fundið. Þegar vitn ið hefði þreifað hægri handlegginn hefði það fundið að stirðnun var komin fram. Vitnið hefði einnig merkt stirðnun í hálsi. Eftir skoðunina sagðist vitnið hafa staðfest andlát brotaþola. Klukkan hefði þá verið 19:24. Vitnið sagðist hafa rætt lítillega við ákærða á vettvangi. Hann hefði verið fámáll og rólegur. Fram hefði komið hjá ákærða að þau hjónin hefðu verið að horfa á sjónvarpið fyrr um daginn en þau síðan lagt sig. Hvort það hefði verið um kl. 15 um eftirmiðdaginn eða kl. 10 eða 11 um morguninn hefði vitnið ekki náð að meðtaka. Ákærði hefði borið að þegar hann hefði vaknað og ætlað að hnippa í konu sína hefði hann séð að hún var látin. Fram kom hjá vitninu að því hefði fundist skrýtið að þegar það hefði verið að reyna að skoða líkið og hlusta bringu þess hefði ákærði staðið við hlið vitnisins og ítrekað breitt teppið aftur yfir andlit hinnar látnu. Þetta hefði valdið vandkvæðum við skoðun vitnisins og hefði vitnið að minnsta kosti einu sinni þurft að segja við ákærða að það yrði að fá að taka teppið niður svo það gæti lokið verki sínu . Vitnið kvaðst hafa talað meira við dóttur ákærða en hann sjálfan. Hún hefði greint vitninu frá því að ákærði hefði hringt í hana og sagst hafa fundið móður hennar látna á sófanum. Dóttirin hefði í kjölfarið kallað til l ögreglu. Aðspurt kvaðst vitnið ekki hafa séð ummerki um átök eða áfengisneyslu í húsinu. Þá hefði vitnið ekki getað greint að ákærði væri undir áhrifum áfengis. Síðar um kvöldið, um kl. 21:00, kvaðst vitnið hafa framkvæmt frekari skoðun á líkinu í líkhúsi [...] . Þegar sú skoðun fór fram hefði mátt greina stjarfa í kjálka og öllum útlimum. Fingur og tær hefðu einnig verið stífar. Andlit og höf u ð hefð i verið bláleit t . Vitnið sagði kviðsvæðið ekki hafa verið ískalt. Í því hefði verið ylur, að minnsta kosti sam anborið við útlimi. Við skoðunina hefði vitnið fundið um það bil 1 cm langa rispu á hálsinum neðan við hægra eyrað og hefði svo virst sem storknað blóð væri í rispunni. Rétt neðan olnbogabótar á hægri handlegg hefði vitnið greint rispu í húðinni en ekkert blóð hefði verið sýnilegt í þeirri rispu. [ --- ] Þá hefðu tveir marblettir verið á hægri rist. Annar hefði virst vera gamall en hinn ferskur. Vitnið sagðist hafa opnað augu hinnar látnu með fingrunum og lýst á þau. Við þá skoðun hefði vitnið ekki greint pun ktblæðingar. Í því 13 sambandi kom fram hjá vitninu að það hefði ekki náð að opna augun nægjanlega vel til þess að meta hvort það væru punktblæðingar undir augnlokunum. B Svo sem getið er í kafla I fór lögreglustjórinn á Suðurnesjum fram á það við Rannsóknast ofu Háskóla Íslands með bréfi 29. mars 2020 að framkvæmd yrði réttarkrufning á líki Y . D réttarmeina fræðingur framkvæmdi krufninguna. Í bráðabirgðaskýrslu hans, dagsettri 1. apríl 2020, kom fram að áverkar á líkinu hafi verið marblettir og skrámur á hálsi , blæðing í hægri höfuðvendivöðvanum, blæðingar í vöðva barkakýlis, einkum næst skjaldbrjóski, blæðingar í kokþrengivöðva, brot á vinstra efra horni skjaldbrjósksins, blæðingar í djúplægu hálsvöðvunum, marblettir á hægri handlegg, marbletti efst á framanve rðu brjósti, beggja vegna, undirhúðarblæðingar og vöðvablæðingar á hægri hluta brjósthryggjar, mótsvarandi herðablaðinu, mar yfir hliðlægum hluta VIII rifbeinsins, hægra megin og bitfar og blæðing í fremsta hluta tungunnar . [ --- ] Þá hafi verið dreifðar pun ktblæðingar í símhúðum augna, fáeinar punktblæðingar í munnslímhúð og meðfædd vöntun á hægra efra horni skjaldbrjósks [ -- - ]. Um tilurð áverkanna á líkinu sagði svo í bráðabirgða skýrslu réttarmeina - öðvanum, umhverfis barkakýlið, á skjaldbrjóskinu og í djúplægu hálsvöðvunum, að tilliti teknu til punktblæðinganna í slímhúð augnanna og munnsins, bendir sterklega til þess að þeir hafi orðið við sljóan kraft í formi þrýstings gegnt framhluta hálsins, líkl ega af klemmandi toga. Útlit áverkanna er sem við tak annars manns um hálsinn sem haldið hefur verið í drjúga stund. Útlit áverkanna efst á framanverðu brjóstinu og á hægri hluta brjósthryggjarins bendir sterklega til þess að þeir hafi orðið fyrir sljóan k raft í formi þrýstings eða höggs gegnt efri hluta brjóstsins/axlarsvæðinu, í formi höggs eða þrýstings og getur bent til að áverkarnir hafi komið við það að henni hafi verið þrýst af öðrum manni, framan frá upp að hörðu yfirborði, til dæmis vegg eða gólfi. Útlit áverkanna á hægri handleggnum bendir sterklega til þess að þeir hafi orðið fyrir sljóan kraft í formi höggs eða þrýstings gegnt svæðinu. Útlit áverkanna getur bent til þess að þeir hafi orðið við tak eða þrýsting annars manns. Útlit marsins utan við hægra áttunda rifbeinið bendir sterklega til þess að það hafi 14 Hinn 1. apríl 2020 var við framkvæmd krufningarinnar tekin sú ákvörðun að kveða til lögreglu og breyta rannsóknarforminu í ú tvíkkaða réttarkrufningu. Krufningin var áfram framkvæmd af D en E réttarmeinafræðingur skoðaði öll gögn og allar niðurstöður krufningarinnar og tók þátt í túlkun þeirra. Niðurstaða hinnar útvíkkuðu réttarkrufningar, sbr. framlagða skýrslu D og E , dagsett a 8. júní 2020, var sú að á líkinu hefðu verið punktblæðingar í slímhúðum augna, mar og skrámur á framanverðum hálsi, blæðingar í hægri höfuðvendivöðvanum, vöðvum og mjúkhlutum barkakýlisins, hægri langa höfuðvöðvanum og vinstri langa hálsvöðvanum og brot á vinstra efra horni skjaldbrjósksins. Þá hefðu verið mjúkhlutablæðingar efst á hægri og vinstri hluta brjóstsins, hægri síðunni, í vöðva hægra herðablaðsins og við aftanverðan hægri mjaðmarspaðann. Þrýstifar hefði verið á tungubroddi og undirliggjandi blæ ðing í tunguvöðvanum og marblettir á hægri og vinstri handlegg. Útlit áverka á hálsi, að teknu tilliti til punktblæðinga í slímhúð augnanna, munnsins og á efra vinstra augnloki, er í skýrslunni sagt benda sterklega til þess að þeir hafi orðið fyrir sljóan kraft í formi þrýstings gegnt framhluta hálsins, líklega af klemmandi toga, og benti til þess að þeir hafi orðið við tak annars manns um hálsinn, sem haldið hafi verið í nokkra stund. Útlit áverka efst á framanverðu brjóstinu og aðliggjandi hægra herðablað inu benti sterklega til þess að þeir hafi orðið fyrir sljóan kraft í formi þrýstings eða höggs. Ef litið væri á þessa áverka saman gætu þeir skýrst af því að hinni látnu hafi verið þrýst, framan frá, upp að hörðu yfirborði, til dæmis gólfi eða vegg. Útlit áverka á handleggjum benti sterklega til þess að þeir hafi orðið fyrir sljóan kraft í formi þrýstings eða höggs gegnt yfirborði með takmarkaðan ákomuflöt. Útlit og staðsetning áverkanna gæti bent til þess að þeir hafi orðið við tak eða þrýsting veitt an af öðrum manni. Útlit áverka á tungunni benti sterklega til þess að hann væri tilkominn eftir sljóan kraft í formi ei gi n bits í tungubroddinn. Áverkinn gæti skýrst af mögulegu taki annars manns um hálsinn og meðfylgjandi þrýstingi á hálslíffærin uppávi ð og kjálkana saman, eða flogakrampa tengdum dánarferlinu. Hið síðarnefnda væri þekkt fyrirbæri við köfnun, en þó ekki sértækt fyrir það. Í niðurlagi skýrslunnar kemur fram að rannsóknarniðurstöðurnar bentu sterklega til þess að dánarorsök hinnar látnu haf i verið þrýstingur um hálsinn með köfnun í kjölfarið. Krufningin og smásjárskoðun hafi engar sjúkdómsbreytingar sýnt er skýrt gætu 15 dauðsfallið á annan hátt eða verið samverkandi þáttur í dauðanum. Niðurstöðurnar bentu því sterklega til þess að dauðsfallið hafi verið afleiðing taks annars manns um hálsinn. D kom fyrir dóm og staðfesti og skýrði tilvitnuð skjöl sem hann ritaði vegna réttarkrufningarinnar. Vitnið sagði niðurstöður bráðabirgða krufningarskýrslunnar og skýrslu hans og E vera hinar sömu. Það sem benti til þess að hin látna hefði verið kyrkt kvað vitnið hafa verið mýmargar punktblæðingar í slímhúð augnanna. Slíkar blæðingar hefði einnig verið að finna í munnslímhúðinni. Þær blæðingar sýndu að komið hefðu tímabil í atburðar ásinni þar sem bakflæði blóðs frá höfði hefði verið heft. Jafnframt hefðu verið ytri áverkar á hálsinum, fáein ir marblettir og smávegis skrámur. Þeir áverkar hefðu verið ferskir. Aðalatriðið væri hins vegar að við krufningu á hálsinum hefðu komið fram djúp ar blæðingar við skjaldbrjóskið og tungubeinið. Á þeim blæðingum hefði mátt sjá þann klemmandi kraft sem beitt hefði verið á barkakýlið. Þá hefði verið hið klassíska brot á skjaldbrjóskinu á öðru efra horni þess. Hornið hefði ekki brotnað fullkomlega heldu r opnast upp og brotið gapað út á við er sýnt hefði að kraftstefnan var inn á við, sem passi við klemmandi kraft á hálsinn. Þessir innri áverkar hefðu allir verið ferskir. Hárautt blóð hefði verið þeim tilheyrandi og þeir ekki byrjaðir að neinu marki í gró andaferli. Áverkana sagði vitnið hafa orðið rétt fyrir dánarstundina eða kannski í mesta lagi verið Hvað aldur brotsins á skjaldbrjóskinu varðaði tók vitnið fram að f íngerð hárauð blæðing hefði verið undir brjóskhimnuna í kringum brotið. Þá vísaði vitnið til smásjárskoðunar á hálsi, en sýni hefðu verið tekin frá kokþrengivöðvum, vinstra skjaldbrjóski og tungubeinavöðvum. Engin bólguviðbrögð hefðu komið fram í járnlitun og niðurstaða hennar verið neikvæð. Spurt um hvort áverkarnir gætu hafa verið þriggja daga gamlir svaraði vitnið því neitandi. Ef svo hefði verið hefðu verið komnar fram talsverðar litabreytingar, blóðið verið farið að missa hinn rauða lit sinn og gulur l itur mögulega verið farinn að sjást í marblettunum. Þessu til viðbótar hefðu verið marblettir efst á framanverðu brjóstinu og á baki, en slíkir áverkar sæjust stundum við kyrkingu þegar þrýst væri ofan á viðkomandi á meðan kyrking færi fram. Heildarmyndina sagði vitnið látna hefði sjálf valdið lýstum áverkum, er samkvæmt niðurstöðu vitnisins leiddu hana Almenn t spurt um líkstjarfa bar vitnið að hann væri ekki að merkja fyrstu fáeina tímana eftir andlátið. Stjarfinn komi síðan fram, fyrst í minni vöðvum og í kjálka, og nái 16 hámarki á um 12 klukkustundum. Þetta sé þó háð hitastigi. Stjarfinn haldist síðan í 10 - 12 klukkustundir en byrji þá að fjara út aftur og hverfi á um það bil 12 tímum. Þetta ferli taki því tæpa tvo sólarhringa. Aðspurt kvaðst vitnið telja útilokað að brotaþoli hafi látist af áfengiseitrun. Brotaþoli hefði verið lifandi þegar hún var kyrkt og kyr kingin fæli í sér köfnun. Niðurstaða vitnisins væri sú að vitnið hefði dáið af kyrkingu. Um það væri vitnið í engum vafa. Ef um eitrun hefði verið að ræða hefð i átt að sjást heilabjúgur, lungnabjúgur, ásvelging og þess háttar áverkar og ummerki. Hvað varða ði möguleg áhrif þess magns klór díasepoxíðs, sem greinst hefði í blóði hinnar látnu, innhaldsefnis lyfsins Librax, bar vitnið að það lyf væri í ætt við svokölluðu benzódiasepin - lyf og hefði slævandi áhrif, líkt og etanól. Efnið hefði hins vegar verið í mjö g lágum styrk þannig að áhrif þess hefðu í tilviki brotaþola ekki bætt miklu við áhrif etanólsins. Ef konan hafi verið vön áfengisneyslu og vön neyslu L ibrax hefði það dregið úr áhrifum þess styrk s klódíasepoxíðs og etanóls sem reyn st hefði vera í blóði he nnar . Vitnið staðfesti að það hefði komið að því að skoða ákærða eftir að hann var handtekinn. Vitnið bar að við þá skoðun hefðu engir áverkar fundist sem tengst hefðu getað sakarefni máls þessa. E gaf einnig skýrslu fyrir dómi og staðfesti og skýrði þær niðurstöður sem settar eru fram í skýrslu hennar og D , dagsettri 8. júní 2020. Vitnið kvaðst við vinnu sína hafa haft aðgang að skýrslu lögreglu og þeim myndum sem skýrslunni fylgdu. Vitnið hefði einnig haft bráðabirgðaniðurstöðu D og krufningarskýrslu han s, auk þeirra mynda sem hann og lögregla tók u við krufningu na . Jafnframt hefði vitnið fengið myndaskýrslu D sem fylgt hefði lokaskýrslunni. Auk þessa hefði vitnið fengið matsgerð Rannsóknastofu í lyfja - og eiturefn afræði og allar smásjársneiðarnar sem teknar voru í krufningunni . Vitnið sagði þau D hafa unnið saman að lokaskýrslunni og hefðu þau bæði skrifað undir hana. Vitnið kvaðst vera sammála öllum þeim niðurstöðum sem fram kæmu í skýrslunni, meðal annars þeirri að vafalaust væri að brotaþoli hafi ve rið kyrkt. Aðspurt sagðist vitnið ekki telja mögulegt að brotaþoli hafi látist úr áfengiseitrun. Heildarmyndin passaði ekki við þá niðurstöðu. Hin látna hefði bæði verið með mar og skrámur á hálsinum . H ægra megin á hálsi hefði hún verið með fimm staði með blæðingum í hálsvöðvum og fjóra slíka staði vinstra megin . Þá hefði brotaþoli verið með beinbrot á efra horni skjaldbrjósksins og auk þess blæðingu í miðlínu hálsins . Nefnt brot á efra horni skjaldbrjósk s ins hefði greinilega verið ferskt með blæðingu í kri ng. Lýstir 17 áverkar væru að áliti vitnisins mjög afgerandi fyrir sljóa áverka á hálsi og ben tu til þess að konan hefði verið gripin kverkataki sem valdið hefði dauða hennar. Þeirri niðurstöðu til stuðnings væri einnig að við skoðun á smásjársneið um frá háls vöðvanum hefði eng a hrörnun á rauðu blóðkornunum verið að sjá. E ngin járnuppsöfnun hefði komið fram sem ver ði ef einhver tími líð i frá áverka þar til andlát verður . Þá hefðu engar bólgufrumur verið í vefjunum en þær kom i fram innan fáeinna klukkutíma . Þess u til viðbótar hefði enginn bjúgur verið í vöðvanum en bjúgur eftir svo kröftuga áverka sem þessa m yndi byrja að koma fram á nokkrum mínútum þannig að ef einhver tími hefði liðið frá því að brotaþoli hlaut áverkana og þar til hún lést , meira en 20 - 30 mínútur, hefðu átt að sjást miklu meiri ummerki í smásjárskoðuninni. Taldi vitnið þannig yfir vafa hafið að þeir áverkar, sem fundist hefðu á hálsi brotaþola, hefðu leitt til dauða hennar. Þá bæri alvarleiki áverkanna, sem vitnið kvað hafa verið lífshættu lega, um að kverkatakið hefði verið mjög kröftugt og nægjanlega öflugt til þess að geta valdið þrýstingi á æðarnar og lokun á þeim. Mjög ólíklegt væri að einstaklingur sem fengi svo alvarlega áverka sem hér um ræddi lifði af. Aðspurt kvað vitnið algerlega útilokað að umræddir áverkar gætu hafa komið til vegna mikil s hósta eða þess að einstaklingur hefði kúgast. Þá sagði vitnið brotaþola ekki hafa borið áverka sem samræmdust því að klút hefði verið vafið um háls hennar og hert að. Hvað mögulega áfengiseitrun varðaði bar vitnið sérstaklega aðspurt að í slíkum tilvikum gúlp ist upp úr maga viðkomandi og hann and i magainnihaldinu inn í lungun. Slíku hefði ekki verið til að dreifa í tilviki brotaþola. Þá valdi áfengi heilabjúg og truflun á öndunarstöðvunum í heila sem aftur valdi miklu m lungnabjúg . Brotaþoli hefði hins vegar ekki verið með heilabjúg og einungis vægan lungnabjúg . Samkvæmt því og þar sem hin látna hefði verið með mjög ferska og kröftuga áverka á hálsi gæti ekki staðist að hún hefði látist af völdum á fengiseitrunar. Áfengisáhrifin hefðu hins vegar verið það mikil að brotaþoli hefði verið með slævð viðbrögð, hug s anlega sofandi, sem skýrt gæti að ekki hefðu fundist nein merki um að hún hefði sýnt mótspyrnu. Hvað varðar möguleg samverkandi áhrif áfengis o g klórdíasepoxíðs bar vitnið að hið síðarnefnda efni hefði verið í það litlu magni að það hefði að mati vitnisins ekki skipt máli í þessu tilviki. Aðspurt kvaðst vitnið ekki telja að brotaþoli hefði getað valdið framangreindum áverkum sjálf þannig að það l eiddi til dauða. Halda þyrfti fyrir eða þrýsta að æðunum í tvær til þrjár mínútur , eða að minnsta kosti eina og hálfa mínútu . Áður en að því kæmi 18 væri viðkomandi orðin n meðvitundarlaus af völdum súrefnisskorts og þá myndi losna um takið um hálsinn. Ekki væ ri hægt að fremja sjálfsvíg með þeim hætti að grípa um hálsinn á sjálfum sér í því skyni að kyrkja sig. C Eins og vikið var að í kafla I var d r. F réttarmeinafræðingur dómkvaddur af Héraðsdómi Reykjaness 8. apríl 2020 til að meta niðurstöður hinnar réttarmeinafræðilegu krufningar á líki Y . Til afnota við matið fékk hinn dómkvaddi matsmaður sendar allar þær ljósmyndir sem teknar voru við réttarkrufni nguna. Þá fékk hann senda bráðabirgðaskýrslu D í sænskri þýðingu. Samkvæmt matsgerð d r. F voru sjáanleg meiðsl á líkinu húðbeðsblæðingar og hugsanlegar skrámur á fremri efrihluta hálsins með undirliggjandi dreifðum blæðingum í mjúkvef ytri en aðallega dýpr i vöðvum hálsins og brotsprunga á efra vinstra horni skjaldbrjósksins. Einnig mjúkvefjablæðingar á efri hluta brjóstkassa og yfir mjúkvefjum á baki , að minnsta kosti við hægra herðablað. Blæðing í fremri hluta tunguvöðva og húðbeðsblæðingar á hægri hendi. [ --- ] Þá hafi mátt sjá vægar punktblæðingar í bandvefjarhimnum augna og slímhúð í munni. Um tilurð meiðslanna segir í matsgerðinni að sjáanlegu meiðslin hafi litið þannig út að allt ben ti iðslin á hálsinum ásamt punktblæðingum í bandvefjarhimnum augna og slímhúð munni einstaklingi á efri hluta hálsins svo sem þrengingu/þrýstingi. Meiðslin á brjóstkassanum og við h erðablaðið geti einnig verið afleiðing þrýstings á hart yfirborð eða undirlag. Húðbeðsblæðingarnar á hægri hendi geti hugsanlega stafað af því að einhver hafi gripið í hina látnu. Hvað dánarorsök varðar segir matsmaður rannsóknarniðurstöðurnar samrýmast þv í að dánarorsökin hafi verið köfnun/kyrking. Þá samrýmist rannsóknarniðurstöðurnar því að brotaþoli hafi látist af völdum einhvers annars einstaklings. Í niðurlagi matsgerðar d r. F er tekið fram að matsmaður hafi ekkert fengið í hendur um kringumstæður dau ðsfallsins, svo sem lögregluskýrslu eða yfirheyrslu. Matið sé því eingöngu byggt á myndum og bráðabirgðaáliti D . Út frá myndunum hafi matsmaður hvorki getað afráðið hvort skrámur væru á hálsi líksins né hvort einhverjar aðrar sjúklegar breytingar hafi veri ð til staðar. Til að skjóta styrkari stoðum undir 19 framangreinda afstöðu til dánarorsakar og dánarháttar væri mikilvægt að fá réttareiturefnafræðilegar niðurstöður og gera vefjameinafræðilega rannsókn á innyflum. Dr. F gaf skýrslu fyrir dómi við aðalmeðferð málsins og staðfesti og skýrði matsgerð sína. Vitnið sagði áverkana hafa litið mjög ferska út. Blæðingarnar á mjúku svæði á hluta brjóstkassans og framan á hálsi og mar í húð eða blæðingar undir og síðan hinar punktf ormuðu blæðingar í hóflegu magni í bandvef augnanna væru einkennandi fyrir skaða sem verði við kyrkingu á hálsi. Vitnið tók fram að í blóði hinnar látnu hefði mælst hátt gildi etanóls. Við mat á áhrifum þess yrði að horfa til þess hvort viðkomandi hefði ve rið vanur svo mikilli áfengisdrykkju. Krónískur alkóhólisti gæti athafnað sig þrátt fyrir að vera með svo mikið magn í blóði. Við mat á áhrifum þess magns klórdíasepoxíðs sem mældist í blóði brotaþola sagði vitnið skipta máli hversu vön brotaþoli hefði ver ið neyslu efnisins. Vitnið sagði mögulegt að punktblæðingar gætu komið fram við mjög öflugan hósta eða það að kúgast eða æla. Venjulega væru það hins vegar ekki punktblæðingar eins og hin látna hefði verið með, þ.e. undir augnlokunum. Fram kom hjá vitninu að ef beitt hefði verið mjúku efni, svo sem klút eða sjali eða einhverju slíku, þá hefði mátt sjá bandmótaðan skað a á hálsi brotaþola. Svo hefði ekki verið þannig að ekki liti út fyrir að brotaþoli hefði sjálf valdið sér áverkunum með því að bregða klút um háls sér og þrengja að. V Undir rekstri málsins voru réttarmeinafræðingarnir d r. P og Q dómkvaddir samkvæmt beiðni ákærða til þess að svara eftirtöldum sex mats spurningum: 1) Í niðurstöðu Rannsóknastofu í lyfja - og eiturefnafræði við Háskóla Íslands kemur fr mælst klórdíasepoxíð 440 ng/ml og umbrotsefni þess. Er útilokað að hin látna hafi látist vegna samverkandi áhrifa framangreinds áfengismagns og lyfja? 2) Til er sjúkdómsflokkur sem ber nafni ð Frumkom nar rafeðlisfræðilegar raskanir. Er útilokað að hin látna hafi látist vegna þessara orsaka? 3) Á myndum sést að áverkar hafa mismunandi lit. Hvað þýðir það? Getur það þýtt að þeir eru ekki tilkomnir á sama tíma? 4) Eru áverkar á hálsi bæði að framan - og aftanverðu? 5) Í krufningarskýrslu kemur fram að greindir hafi verið sveppir í maga. Getur andlát hafa orðið vegna eitrunar? 20 6) Hin látna tók inn lyfið Atenol Mylan 50 mg. Gæti inntak á meira magni en gefið er upp haft bein eða samverkandi áhrif á skyndidauða? Matsgerð d r. P og Q , dagsett 30. september 2020 , var lögð fram í málinu 6. október sl. Svör matsmanna við framangreindum matsspurningum voru þessi helst: Svör við spurningu nr. 1: Ekki væri hægt að svara spurningunni um alkóhóleitrun sem dánarorsök eingöngu á grundvelli áfengismagns í blóði. Horfa þyrfti til nokkurra þátta. Í fyrsta lagi áunnins áfengisþols . Í öðru lagi svonefnds flæðis alkóhóls út í blóðið, þ.e. aukningar alkóhólmagns í blóðinu vegna inntöku þess á tilteknum tíma. Á grundvelli þessa ra tveggja þátta b æri oft að líta á alkóhóleitrun sem útilokunargreiningu, þ.e. ef ekki væri unnt að greina neinar aðrar dánarorsakir mætti með vissu gera ráð fyrir banvænni alkóhóleitrun. Jafnvel þegar um væri að ræða einstakling sem væri í meðallagi vanu r alkóhóli gæti alkóhólmagn í blóði , sem næmi , kallað fram alvarleg eitrunareinkenni. Í því tilviki sem hér um ræddi væri almennt hugsanlegt að um hefði . Þegar um væri að ræða slíkt alkó hólmagn í blóði gæti komið til miðlægrar öndunarlömunar einungis af völdum alkóhólsins. Blóðgildi klórdíasepoxíðs (440 ng/ml), demoxepams (780 ng/ml) og dordíasepams (420 ng/ml) væru öll innan meðferðarmarka. Líta bæri hér á demoxepam og nordíazepam sem um brotsefni klórdíasepoxíðs. Gildin gæfu vísbendingu um reglulega inntöku klórdíasepoxíðs yfir lengri tíma. Samkvæmt því væri nærtækast að ganga út frá því að hin látna hefði notað lyfin um nokkurt skeið. Því hefði hún átt að vera að minnsta kosti að nokkru leyti vön verkan bensódíazepínanna. Öll framangreind efni tilheyrðu þeim flokki og virk uðu miðlægt róandi og öndunarbælandi. Efnin hefðu magnandi áhrif væru þau tekin inn saman. Þá hefðu þau öll samverkandi áhrif með alkóhóli. Að teknu tilliti til uppsafna ðs magns klórdíasepoxíðs og umbrotsefna þess í tengslum við mögulegt áfengismagn í blóði nálægt 4 prómillum mætti segja að samverkandi áhrif þessarar blöndunareitrunar á miðtaugakerfið g æ ti ein og sér leitt til andláts vegna eitrunar. Á heildina litið mætt i því svara spurningunni á þann veg að frá sjónarhóli réttarmeinafræðinnar væri mögulegt að brotaþoli haf i látist af völdum blöndunareitrunar af klórdíasepoxíði, umbrotsefna þess og áfengis. Rétt væri að taka fram í þessu sambandi að líta b æri á vísbendingarnar um kraftbeitingu gegn hálsi, er staðfestar hefðu verið við krufningu, sem aðra mögulega dánarorsök í formi kyrkingar. Þess bæri þó að geta að á 21 grundvelli þeirra gagna sem matsmönnum hefðu verið látin í té væri ekki unnt að staðfesta hvo rt þessi kraftbeiting hefði átt sér stað rétt fyrir andlátið . Svör við spurningu nr. 2: Á heildina litið væri ekki unnt að útiloka að fyrir hendi hefði verið a rfgeng hjartsláttartruflun en að mati matsmanna væri það þó heldur ólíklegt þar sem aðrar mögule gar dánarorsakir væru augljóslega fyrir hendi. Svör við spurningu nr. 3: Á ljósmyndum sem matsmönnum voru látnar í té væri ekki unnt að sjá með óyggjandi hætti að húðáverkarnir væru ólíkir að lit. Allir áverkarnir sem sæ j ust á ljósmyndunum virtust vera f erskir og tengjast einu atviki. Þetta þýddi þó ekki að áverkarnir hefðu nauðsynlega orðið til mjög nærri andlátinu í tíma. Rauður til rauðfjólublár litur á mari væri til marks um að það væri nýlegt en þessi litur breyttist vanalega eftir um það bil 3 - 5 dag a í grænan litartón. Gul - brúnn litartónn kæmi vanalega fram eftir um það bil 8 - 10 daga en rauðir og blá - fjólubláir þættir gætu verið greinanlegir í allt að þrjár vikur. Á hinn bóginn væru til rannsóknir sem sýndu að gulleitar litabreytingar á útlínum marbl etta gætu verið sjáanlegar strax á fyrsta degi. Því væri aldursákvörðun marbletta annmörkum háð. Við vefjafræðilega rannsókn á blæðingunum inn á hálssvæðið hafi samkvæmt krufningarskýrslu verið framkvæmd járnlitun. Vanalega komi fyrst eftir 72 klukkustundir fram svokallaðar Siderophagen (átfrumur sem hafi innlimað rauðar blóðfrumur) í blæðingum, svo a ðeins væri hægt að segja um áverkann að kraftbeitingin á hálsinn gæti einna helst hafa átt sér stað innan þriggja daga fyrir andlátið. Svör við spurningu nr. 4: Á ljósmyndunum hafi aðeins sést áverkar á framhlið hálsins. Á afturhliðinni hafi sést líkblett ir og á grundvelli fyrirliggjandi gagna og ljósmynda væri ekki unnt að afmarka þar neina áverka. Svör við spurningu nr. 5: Á heildina litið mætti fullyrða að frá sjónarhóli réttarmeinafræðinnar mæltu allar niðurstöðu r sem lei ddu af fyrirliggjandi upplýsin gum gegn banvænni sveppaeitrun. Til að geta með algjörri vissu útilokað þennan möguleika mætti framkvæma eiturefnafræðilega rannsókn á innihaldi magans, hafi hann verið varðveittur við krufninguna. Svör við spurningu nr. 6: Á grundvelli gagnanna væri ekki að finna neina vísbendingu um marktæka eitrun af völdum betablokkarans atenolol. Dr. P gaf skýrslu fyrir dómi við aðalmeðferð málsins og staðfesti og skýrði matsgerðina. Fram kom hjá matsmanni að samspil áhrifa áfengis og lyfja gæti leitt til mögnunaráhrifa þannig að heildaráhrifin gætu hæglega verið eitrun , jafnvel banvæn. Í 22 því sambandi yrði að hafa í huga að hvort tveggja áhrif alkóhól s og benz ó d í azap ína væru að nokkru leyti háð vana sem þýddi að fólk sem væri vant inntöku alkóhóls og ben zód íasepín lyfja gæti þolað mun hærri skammta af efn unum án þess að það hefði eitrunar - eða banvæn áhrif. Því væri ekki hægt að tilgreina föst mörk hvað möguleg banvæn eitrunaráhrif varðaði. En jafnvel þó tt gert væri ráð fyrir að í tilviki brotaþola hefði veri ð um misnotkun eða ofnotkun að ræða þá væri um slíkan styrk þessara efna að ræða að verkan þeirra gæti sanna n lega hafa verið banvæn. Eitrunaráhrifin væru í slíkum tilvikum það mikil á heilann að hann starf aði ekki lengur eðlilega og áhrifin á heila - og tau gakerfið leiddu síðan til þess að lungun hætt u að starfa eðlilega . Þá kom fram hjá matsmanni að b júgur eða vökvasöfnun í heila eða lungum gætu verið áhrif af mikilli inntöku áfengis. Hvað varðaði þann fyrirvara í matsgerðinni að líta bæri á vísbendingar um kraftbeitingu gegn hálsi , sem staðfest hefði verið við krufningu , sem aðra mögulega dánarorsök í formi kyrkingar , bar matsmaður að v ið krufninguna hefðu verið staðfestar blæðingar inni á hálsvef . B læðingar nar væru ummerki eftir sljóa kraftbeitingu gegn há lsi og hvorki vettvangslýsing né framburður vitna skýrðu hvernig þessir áverkar væru tilkomnir. Frá sjónarhóli réttarmeinafræðinnar væri rétt að ganga út frá því að um hefði verið að ræða þrýstingsáhrif gegn hálsi . Hins vegar væri ekki hægt að fullyrða hvo rt þessi kraftbeiting ge gn hálsinum hefði verið banvæn , en k raftbeiting gegn hálsi sem ekki væri banvæn skildi eftir sig sömu ummerki og banvæn kraftbeiting gegn hálsi. Í þessu tilviki væri því um að ræða tvær mögulegar dánarorsakir . Hér væri þ ví um pattst öðu að ræða hvað varð aði endanlega skýringu á dánarorsökinni. Matsmaður sagði að samkvæmt því hvernig komið hefði verið að hinni látnu og hvernig málinu hefði verið lýst gæti ekki verið um sjálfsáverka að ræða. En ef til dæmis einstaklingur lægi með hálsinn á einhverri hvass ri eða har ðri brún gæti það kallað fram blæðingar á hálsi . Hins vegar kæmi h vorki fram í gögnum málsins né í framburði vitna neitt sem ben t i til slíks . Varðandi aldur áverkanna bar vitnið að þeir væru innan við þriggja daga gamlir . Það eina sem segja mætti með vissu væri að áverkarnir hefðu allir orðið til á sama tíma. Kom fram hjá matsmanni að hann og Q hefðu við matsvinnu sína ekki séð þau smásjársýni sem tekin voru við krufninguna. Q kom einnig fyrir dóm og staðfesti og skýrði matsgerðina. Matsmaður sagði áfengiseitru n vera mjög háð a því hversu vanur viðkomandi einstaklingur væri 23 alkóhólneyslu . Við því mætti búast að eitrunaráhrif in yrðu banvæn handan markanna á meðan eitrun eða banvæn áhrif gætu komið fram hjá einstaklingi s em væri óvanur alkóhólneyslu við mun minna magn. Vegna þess a væri ekki hægt að staðfesta dánarorsök út frá alkóhólmagninu einu saman . Ef um væri að ræða aðrar mögulegar dánarorsakir væri horft til þeirra fyrst og í framhaldi nu væri síðan unnt að vega þessa þætti saman . Matsmaður sagði t vær mögulegar ástæður fyrir andlátinu vera til staðar . Nefndi hann fyrst alkóhólmagnið í blóðinu , sem verið hefði um , en einnig lægi fyrir að hin látna hefði neytt lyfja þannig að líklegt væri að um samverk a n þessara tveggja þátta hefði verið að ræða. Hins vegar lægi einnig fyrir að á þeim myndu m sem matsmenn hefðu fengið til skoðunar hefðu kom ið fram ótvíræð ummerki á hálsi um kraftbeitingu, sljóa kraftbeitingu gegn hálsinum , sem einnig gæti hafa verið dánar orsökin. Áverkarnir hefðu verið nýir sem þý ddi að þeir gætu sannanlega hafa verið orsök dauða brotaþola . Blæðingarnar hefðu virst vera ferskar eða nýjar en þó væri ekki hægt að útiloka að þær hefðu verið allt að þriggja til fjögurra daga gamlar . Spurður um hvora hinna tveggja mögulegu dánarorsaka hann teldi líkleg ri svaraði matsmaður því til að áfengiseitrun væri svokölluð útilokunargreining . Fyrir lægi að umtalsverðir áverkar hefðu verið á hálsi hinnar látnu. K yrking hefði því átt sér stað mjög n álægt dána rstundinni í tíma . Að því leyti mætti segja að kyrking eða kraftbeiting gegn hálsi væri líklegri dánarorsök en það væri samkeppni , ef svo mætti segja , á milli þessara tveggja mögulegu dánarorsaka . Matsmenn hefðu ekki getað svarað þessari spurning u með afgerandi hætti á grundvelli þeirra gagna sem þeir hefðu haft undir höndum. Matsmaður nefndi að á myndu m af hálsi hinnar látnu hefðu sést ummerki um kraftbeitingu, litabreytingar, en erfitt hefði verið að greina hversu umfangsmiklar þær hefðu verið á grundvelli ljósmyndanna einna . Því væri ekki hægt að fullyrða neitt nánar um þá áverka. Það væri heldur ekki óvenjulegt þegar um væri að ræða kraftbeitingu gegn hálsi eða kyrkingu að ekki væru sjáanlegir mjög greinileg ir áverkar á húðinni, utan frá . Við k rufningu í slíkum tilvikum kæmu hins vegar oft fram mun meiri áverkar í neðri vefjum og undir húðinni, neðri húðlögum og öðrum vefjum , og meiri blæðingar . Þetta væri ekki hægt að greina á grundvelli ytri skoðunar á ljósmyndum eingöngu. Vitnið sagði það mög ulegt að lifa það af að fá áverka sem þessa. K yrking taki ekki sekúndur heldur vanalega mínútur . Væri hún ekki samfelld heldur rofin eða stöðvuð þannig að sá sem fyrir henni yrði næði að anda inn á milli , eða takinu væri sleppt af æðum sem þrýst væri 24 að, þá gæti blóð komist til heilans og viðkomandi aftur náð að anda. Það hvort áverkar sem þessir væru banvænir væri því háð atburðarrásinni. Matsmaður sagði það mögulegt að einstaklingur gæti vei tt sér sjálfum áverka eins og brotaþoli var með . Að fyrirfar a sér beinlínis með kyrkingu með þessum hætti væri hins vegar með öllu ómögulegt. VI Hinn 8. apríl 2020 var R geðlæknir dómkvaddur til þess að gera geðmat á ákærða. Í geðmatinu fólst að meta greind og andlega heilsu ákærða á verknaðarstundu og einnig sakhæfi hans á því tímamarki, sbr. 15. og 16. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. [ --- ] Niðurstöður matsmanns eru þær að ákærði sé örugglega sakhæfur samkvæmt 15. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þá hindri þau einkenni ákærða sem í matinu sé lýst ekki að refsing beri árangur, verði ákærði sekur fundinn, sbr. 16. gr. almennra hegningarlaga. R kom fyrir dóm við aðalmeðferð málsins og staðfesti og skýrði matsgerð sína. Niðurstöður sínar varðandi sakhæfi ákærða og að refsing kæmi að notum , verði ákærði sakfelldur, sagði matsmaður vera vafalausar. Í viðtölum sínum við ákærða sagði matsmaður ítrekað hafa komið fr am hjá ákærða að hann hefði ekkert minni af því tímabili sem atvik máls gerðust. Óminnisástand hans væri algert. Ákærði hefði hins vegar aðspurður ekki sagst trúa því að hann hefði orðið valdur að dauða brotaþola. Samkvæmt framlögðu sálfræðimati, dagsettu 25. maí 2020 , fékk dómkvaddur matsmaður, R geðlæknir, S sálfræðing til þess að meta almenna þroskastöðu ákærða, lestrarhæfni hans og minni. [ --- ] S kom fyrir dóm og staðfesti og skýrði sálfræðimat sitt. VII Svo sem fram er komið er ákærð a gefið að sök í málinu að hafa orðið eiginkonu sinni, Y , að bana á heimili þeirra að [...] í [...] , laugardaginn 28. mars 2020, með því að þrengja að hálsi Y með þeim afleiðingum að hún lést af völdum köfnunar. Ákærði neitar sök . Hann hefur ekkert getað sagt til um það hvernig andlát eiginkonu hans bar að höndum. Upplýst er með framburði ákærða, G , sonar ákærða, og M , tengdadóttur hans , að þau tvö síðastnefndu litu inn hjá ákærða og brotaþola föstudagskvöldi ð 27. mars 2020 . Samkvæmt framburði G yfirgaf hann heimili forel dra sinna ásamt konu sinni í síðasta 25 lagi um kl. 23:00 um kvöldið. Ákærði bar fyrir dómi að eftir að sonur hans og tengdadóttir fóru hefði hann horft á sjónvarpið ásamt brotaþola og þau haldið áfram að drekka . Ákærði kvaðst hvorki vita hversu lengi frameft ir þau sátu að drykkju né hversu sagðist síðast muna eftir sér sitjandi í sófanum að horfa á sjónvarpið. Hann hefði mögulega rumskað um morguninn eða í hádeginu á laug ardeginum en snúið sér á hina hliðina og haldið áfram að sofa. Ákærði hefði síðan vaknað síðla dags. Hann hefði farið inn á bað og pissað, tannburstað sig og fengið sér vatn að drekka. Þegar hann hefði ítrekað kallað til eiginkonu sinnar , án þess að fá svar , hefði hann farið og gætt að henni . Í kjölfarið hefði hann komið að henni látinni í sófa í stofunni. Fyrir liggur að í kjölfar tilkynningar , sem barst lögreglunni á [...] um kl. 18:40 frá Fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra , um mannslát að [...] í [...] , fóru t veir lögreglumenn þegar á vettvang . Þ ar hittu þeir meðal annars fyrir ákærða og dóttur hans, A . Samkvæmt framburði lögreglu mannanna tveggja, I og J , lá lík Y í sófa í stofu hússins þegar lögregl u bar að og var búið að breiða teppi yfir líkið . Fram kom hjá þeim síðarnefnda að hann hafi kannað lífsmörk, þar með talinn púls, og fundið að brotaþoli var köld viðkomu og byrjuð að stífna. Upplýst er að s kömmu eftir að fyrstu lögreglumennirnir komu að [...] var kallaður til læknir. S kömmu síðar kom C læknir frá [...] á vettvang . S koðað i læknirinn brotaþola og staðfesti andlát hennar að skoðun lokinni kl. 19:24. Síðar um kvöldið framkvæmdi læknirinn nánari líkskoðun á [...] að viðstöddum B rannsóknar lögreglu manni. Samkvæmt vottorði l æknisins , útgefnu 29. mars 2020, sbr. kafla IV.A hér að framan, var um það bil 1 cm rispa á hálsi fyrir neðan hægra eyra og var storknað blóð í rispunni. Á hægri handlegg, rétt fyrir neðan olnbogabótina, var 2 cm rispa en b lóð var ekki að sjá í þeirri risp u. Sjá mátti l íkbletti á hnakka, baki og aftan á lærum og kálfum hinnar látnu. Dauðastirðnun mátt i greina í kjálka og öllum útlimum. Fingur og tær voru einnig stífar. Í niðurlagi vottorðsins var dánarorsök sögð óljós. Svo sem rakið er í kafla IV. B hér að f ram an fór lögreglustjórinn á [...] fram á það við Rannsóknastofu Háskóla Íslands með bréfi 29. mars 2020 að framkvæmd yrði réttarkrufning á líki brotaþola . D réttarmeina fræðingur framkvæmdi krufninguna. Í bráðabirgðaskýrslu hans, dagsettri 2 . apríl 2020, en efni skýrslunnar er reifað í kafla IV. B hér að framan, segir að áverkar á líkinu hafi meðal annars verið marblettir og skrámur á hálsi, blæðing í hægri höfuðvendivöðvanum, blæðingar í vöðva barkakýlis, einkum næst 26 skjaldbrjóski, blæðingar í kokþrengivöð va, brot á vinstra efra horni skjald brjósksins, auk blæðingar í djúplægu hálsvöðvunum. Í skýrslunn i voru rannsóknarniðurstöðurnar sagðar benda til þess að dánarorsökin hefði verið þrýstingur um hálsinn með kjölfarandi köfnun (kyrking) og að dauðsfallið ha fi verið afleiðing taks annars manns um hálsinn. Eftir að bráðabirgðaniðurstöður réttarkrufningar lágu fyrir var rannsóknarforminu breytt í útvíkkaða réttarkrufningu. Krufningin var áfram framkvæmd af D en E réttarmeinafræðingur skoðaði öll gögn og allar niðurstöður krufningarinnar og tók þátt í túlkun þeirra. Í skýrslu sem D og E rituðu vegna hinnar útvíkkuðu réttarkrufninga r og reifuð er í kafla IV. B kom fram að rannsóknarniðurstöður þeirra bentu sterklega til þess að dánarorsök hinnar látnu hafi verið þrýstingur um hálsinn með kjölfarandi köfnun. Krufningin og smásjárskoðun hafi engar sjúkdómsbreytingar sýnt er skýrt gætu dauðsfallið á annan hátt eða verið samverkandi þáttur í dauðanum. Niðurstöðurnar bentu því sterklega til þess að dauðsfallið hafi verið afleiðing taks annars manns um hálsinn. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness 8. apríl 2020 var d r. F réttarmeinafræðingur dómkvaddur til að meta niðurstöður hinnar réttarmeinafræðilegu krufningar. Í matsgerð hans , dagsettri 13. apríl 2020, sbr. kafl a IV.C hér að framan, segir um tilurð meiðslanna að sjáanlegu meiðslin á líkinu hafi litið þannig út að allt ben t i til þess að þau væru ðingum í , svo sem þrengingu/þrýstingi, hugsanlega einnig þrýstingsáverki víðar á líkama. Hvað dánarorsök varðar segir að rannsóknarniðurstöðurnar samrýmist því að dánarorsökin hafi verið köfnun/kyrking. Þá samrýmist rannsóknarniðurstöðurnar því að brotaþoli hafi látist af völdum einhvers annars einstaklings. Samkvæmt öllu framansögðu og því sem rakið er í köf lum IV. B og IV. C er það að mati dómsins afdráttarlaus niðurstaða réttarmeinafræðinganna D , E og d r. F að dánarorsök brotaþola hafi verið köfnun vegna kyrkingartaks annars manns. Eins og rakið er í V. kafla dómsins voru réttarmeinafræðingarnir d r. P og Q dómkvaddir eftir höfðun málsins til þess að svara sex matsspurningum að beiðni ákærða . Fyrsta matsspurningin var sú hvort útilokað væri að hin látna hefði látist vegna samverkandi áhrifa áfengismagns og lyfja, en samkvæmt niðurstöðu Rannsóknastofu Háskóla Íslands í lyfja - og eiturefnafræði mæl dist Þá mældist jafnframt klórdíasepoxíð 440 ng/ml og umbrotsefni þess. 27 Svar d r. P og Q kemur fram í matsgerð þeirra , dagsett ri 30. september 2020, og er svarið reifað í V. kafla dómsins. Samandregið er það niðurstaða matsmannanna að á heildina litið , út frá sjónarhóli réttarmeina fræðinnar , ef horft væri eingöngu til áfengismagnsins í blóði hinnar látnu, væri mögulegt að brotaþoli hafi látist af völ dum blöndunareitrunar af klórdíasepoxíði, umbrotsefna þess og áfengis. Sú dánarorsök væri þó útilokunargreining ef ekki grein du st aðrar skýringar á andláti. Í því sambandi er tekið fram í svarinu að líta bæri á vísbendingar um kraftbeitingu gegn hálsi, er staðfestar hefðu verið við krufningu, sem aðra mögulega dánarorsök í formi kyrkingar. Á grundvelli þeirra gagna sem matsmönnum hefðu verið látin í té væri hins vegar ekki unnt að staðfesta hvort þessi kraftbeiting hefði átt sér stað rétt fyrir andlátið . Á grundvelli þeirra sömu gagna væri eingöngu hægt að segja um áverkann að kraftbeitingin á hálsinn gæti einna helst hafa átt sér stað innan þriggja daga fyrir andlátið. Fyr i r dómi sagði d r. P að samspil áfengisáhrifanna og lyfjaáhrifanna gætu leitt til mögnu naráhrifa þannig að heildaráhrifin gætu hæglega verið eitrunaráhrif , jafnvel banvæn áhrif. Í því sambandi yrði að hafa í huga að hvort tveggja áhrif alkóhól s og benz ó d í az e p ína væru að nokkru leyti háð vana sem þýddi að fólk sem vant væri inntöku alkóhóls og ben zódíasepín lyfja gæti þolað mun st ærri skammta af efn unum án þess að það hefði eitrunar - eða banvæn áhrif. Því væri ekki hægt að tilgreina föst mörk hvað möguleg banvæn eitrunaráhrif varðaði. Vegna þessa væri ekki hægt að staðfesta dá narorsök út frá alkóhólmagninu einu saman . Ef um væri að ræða aðrar mögulegar dánarorsakir væri horft til þeirra fyrst og í framhaldi nu væri síðan unnt að vega þessa þætti saman . Hvað varðaði þann fyrirvara í matsgerðinni að líta bæri á vísbendingar um kra ftbeitingu gegn hálsi , sem staðfest hefði verið við krufningu , sem aðra mögulega dánarorsök í formi kyrkingar , bar d r. P fyrir dómi að v ið krufninguna hefðu verið staðfestar blæðingar inni á hálsvef . B læðingar nar væru ummerki eftir sljóa kraftbeitingu gegn hálsi og hvorki vettvangslýsing né framburður vitna svöruðu því hvernig þessir áverkar væru tilkomnir. Frá sjónarhóli réttarmeinafræðinnar væri rétt að ganga út frá því að um hefði verið að ræða þrýstingsáhrif gegn hálsi . Hins vegar væri ekki hægt að fullyrða hvort þessi kraftbeiting ge gn hálsinum hefði verið banvæn. Í þessu tilviki væri því um að ræða tvær mögulegar dánarorsakir og þ ví um pattstöðu að ræða hvað varð aði endanlega skýringu á dánarorsökinni. 28 Q bar fyrir dómi að t vær mögulegar ás tæður fyrir andlátinu væru til staðar. Nefndi hann fyrst alkóhólmagnið í blóðinu , sem verið hefði 3,12 , en einnig lægi fyrir að hin látna hefði neytt lyfja þannig að líklegt væri að um samverk a n þessara tveggja þátta hefði verið að ræða. Hins vegar lægi e innig fyrir að á þeim myndu m sem matsmenn hefðu fengið til skoðunar hefðu kom ið fram ótvíræð ummerki á hálsi um kraftbeitingu, sljóa kraftbeitingu gegn hálsinum , sem einnig gæti hafa verið dánarorsökin. Áverkarnir hefðu verið nýir sem þý ddi að þeir gætu sa nnanlega hafa verið orsök dauða brotaþola . Spurður um hvora hinna tveggja mögulegu dánarorsaka hann teldi líklegri svaraði matsmaður inn því til að áfengiseitrun væri svokölluð útilokunargreining . Fyrir lægi að umtalsverðir áverkar hefðu verið á hálsi hinnar látnu. K yrking hefði því átt sér stað mjög nálægt dána rstundinni í tíma . Að því leyti mætti segja að kyrking eða kraftbeiting gegn hálsi væri líklegri dánarorsök , en m atsmenn hefðu ekki getað svarað þessari spurningu með afgerandi hætti á grundvell i þeirra gagna sem þeir hefðu haft undir höndum. Samkvæmt öllu framansögðu liggur fyrir að við réttarkrufningu á líki brotaþola kom í ljós að hún var með alvarlega áverka á hálsi. Einnig er upplýst og vafalaust að þeir áverkar voru slíkir að þeir geta hafa leitt til dauða brotaþola. Svo sem fyrr var rakið var það afdráttarlaus niðurstaða réttarmeinafræðinganna D , E og d r. F að dánarorsök brotaþola hafi verið köfnun vegna kyrkingartaks annars manns. Hinir dómkvöddu matsmenn, d r. P og Q , hafa hins vegar báði r borið að önnur möguleg dánarorsök brotaþol a hafi verið eitrunaráhrif. Því hafa bæði D og E alfarið hafnað með rökum sem rakin eru í kafla IV.B . Við úrlausn málsins verður að mati dómsins ekki framhjá því litið að það var D sem framkvæmdi krufninguna á líki brotaþola . Þá fengu hann og E það verkefni að framkvæma fulla útvíkkaða réttarkrufningu en matsmennirnir dr. P og Q höfðu það takmarkaða hlutverk að svara áðurgreindum sex matsspurningum og var hvor ugur þeirra viðstaddur eða þátttakandi í krufningunni. Þá er til þess að líta að þótt þeir telji eitrunaráhrif mögulega dánarorsök verður skýrlega af niðurstöðum þeirra ráðið að brotaþoli hafi orðið fyrir þrýstingsáverkum á hálsi og að umræddir áverkar hafi getað leitt til dauða hen nar. Öllum fyrrgreindum fimm sérfræðingum ber þannig saman um að hin látna hafi orðið fyrir áverkum á hálsi sem einir og sér hafi getað leitt til dauða, þótt matsmennirnir dr. P og Q útiloki ekki eitrunaráhrif. Loks var það mat hinna síðastnefndu að banvæn eitrunaráhrif væru útilokunargreining ef ekki fyndust aðrar dánarorsakir. Við mat á dánarorsök brotaþola verður að horfa til þess að við krufninguna kom ekki fram heilabjúgur og einungis ó v e r ulegur lungnabjúgur . Þá var ekki að finna 29 magainnihald í lungum en þessi þrjú atriði sjást iðulega þegar andlát verður í kjölfar öndunarbælingar vegna lyfja eða áfengis samkvæmt framburði réttarmeinafræðinganna D og E . Varðandi möguleg áhrif þess klór díasepoxíðs sem grei ndist í blóði brotaþola er til þess að líta að ef nið var í mjög lágum styrk og þá liggur fyrir í sjúkraskrá b rotaþola í málsgögnum að hún hafði ne y tt lyfsins Librax, sem inniheldur klórdíasepoxíð , frá árinu 2011. Hvað möguleg eitrunaráhrif alkóhóls varðar verður ekki framhjá því horft að samkvæmt framburði ákærða, A og M hafði áfengisneysla brotaþola um hríð verið tals verð og jafnvel í þeim mæli að hún teldist vera vandamál . Dómurinn telur því að leggja verði til grundvallar að brotaþoli hafi verið búin að mynda þol, bæði gagnvart áfeng i og klórdíasepoxíði , en af framburði bæði D og E , auk matsmannanna dr. P og Q , verður samkvæmt framansögðu ráðið að einstaklingar vanir inntöku alkóhóls og ben zódíasepín lyfja geti þolað mun hærri skammta af efn unum án þess að það hafi eitrunar - eða banvæn áhrif . Því er það niðurstaða dómsins að ekkert bendi til þess að brotaþoli hafi látist vegna eituráhrifa áfengis og klórdíasepoxíðs. Fyrir liggur að hin látna var með mar og skrámur á hálsinum . Hún var einnig með punktblæðingar í slímhúðum aug nanna og í munnslímhúðinni. Þá var hún með djúpar blæðingar í hálsvöðvum, bæði hægra og vinstra megin á hálsi . Brotaþoli var jafnframt með brot á efra horni skjaldbrjósksins og blæðingu í miðlínu hálsins . E r dómurinn sammála þeirri niðurstöðu E og D að b ro t ið á efra horni skjaldbrjósk si ns hafi verið ferskt og með blæðingu í kring. E ru lýstir áverkar einkennandi fyrir sljóa áverka á hálsi og bend a til þess að hin látna hafi verið gripin kverkataki sem valdið hafi dauða hennar. Það styður enn fremur þá niðurstöðu að við skoðun á smásjársneið um frá hálsvöðvanum var eng a hrörnun að sjá á rauðu blóðkornunum og e ngin járnuppsöfnun kom fram. Þá voru e ngar bólgufrumur í vefjunum og enginn bjúgur í vöðvanum en það staðfestir að áverkinn varð við eða rétt fyrir andlátið. Dómurinn telur útilokað að brotaþoli hafi getað veitt sér þessa áverka sjálf eða að áverkarnir á hálsinum hafi orðið vegna falls eða annars slyss. Þá fá aðrar skýringar á andlátinu sem vísað er til í greinargerð ákærða ekki haldbæra stoð í gögnu m málsins, sbr. meðal annars svör hinna dómkvöddu matsmanna, d r. P og Q , við matsspurningum nr. 2, 5 og 6. Samkvæmt öllu framansögðu er það niðurstaða dómsins með vísan til hinnar útvíkkuðu réttarkrufningar réttarmeinafræðinganna D og E , matsgerðar d r. F réttarmeinafræðing s og framburðar þeirra allra þriggja fyrir dómi , að ákæruvaldinu hafa tekist að sanna, svo ekki verði vefengt með skynsamlegum rökum, sbr. 1. mgr. 109. gr. 30 laga nr. 88/2008 um meðferð sakamá la, að dánarorsök brotaþola hafi verið köfnun v egna kyrkingartaks annars manns. Kemur þá til skoðunar hvort sannað þyki að það hafi verið ákærði sem tók brotaþola kyrkingartaki því sem leiddi til dauða brotaþola. Í málinu liggur frammi vottorð C læknis frá 29. mars 2020. Í því kemur fram að læknirinn h afi komið að [...] í [...] síðla dags 28. mars 2020. Þegar læknirinn hafi komið að brotaþola hafi hún verið farin að blána í andliti og líkblettir farnir að myndast. Læknirinn hafi hlustað yfir hjarta með hlustunarpípu og þreifað eftir púls i . Enginn hjarts láttur hafi heyrst og enginn púls fundist. Sjáöldur augna hafi verið víkkuð og ekki brugðist við ljósi. Andlát Y hafi verið staðfest á vettvangi kl. 19:24. Fyrir dómi bar læknirinn að greinileg stirðnun hefði verið komin fram í hálsi og öllum liðum, greini lega í tám og fingrum, og þegar hann hefði þreifað hægri handlegg brotaþola á vettvangi hefði hann fundið að stirðnun var komin fram. Ylur hafi enn verið til staðar í líkinu við kviðinn. Að mati læknisins bentu þessi atriði til þess að brotaþoli hefði látist að minnsta kosti 2 - 4 tímum áður en hann staðfesti andlátið. Í þessu sambandi þykir jafnframt mega líta til þess að fyrir dómi bar D réttarmeinafræðingur að stirðnun komi fram innan fá rra klukkutíma frá andláti og nái hámarki á um 12 klukkustundum. Þegar framangreint er virt þykir mega slá því föstu að brotaþoli hafi andast sama dag og andlát hennar var staðfest , með vissu fyrir kl . 17. Svo sem fyrr var rakið neitar ákærð i sök. Samkvæmt framansögðu hefur hann borið fyrir sig algert minnisleysi varðandi það tímabil er atvik máls gerðust. Fyrir liggur samkvæmt framlögðum rannsóknarniðurstöðum Rannsóknastofu Háskóla Íslands í lyfja - og eiturefna fræði að brotaþoli var mjög ölvuð þegar hún l . Ákærði hefur borið að hann hafi einnig verið að drekka umrætt sinn og fær sú frásögn hans stuðning í framburði sonar hans og tengdadóttur sem s óttu hann og konu hans heim að kvöldi föstudagsins 27. mars 2020. Þeim framburði ákærða að hann muni ekki atvik máls þar til hann vaknaði seint á laugardeginum verður því ekki alfarið vísað á bug. Upplýst er að ákærð i og eiginkona hans bjuggu ein í húsinu að [...] . Fyrir dómi sagðist ákærði ekki vita annað en að húsið hefði verið læst umrætt sinn, líkt og það hefði jafnan verið. Á kærði kvaðst hafa opnað húsið fyrir börnum sínum eftir að hann hringdi í þau seint á laugardeginum . Taldi hann aðspurður að auk þeirra hjóna hefðu einungis börn þeirra, A og G , haft lyki l að húsinu. 31 H rannsóknarlögreglumaður bar fyrir dómi að lögregl a hefði rannsakað hvort aðrir en ákærði hefðu haft aðgang að vettvangi á því tímabili sem hann hefði borið við minnisleysi , en engin ummerki hefðu fundist um innbrot eða neitt slíkt. Fram hefð i komið hjá ákærða við skýrslutöku hjá lögreglu að hann hefði læst á eftir syni sínum og tengdadóttur á föstudagskvöldinu og jafnframt að hann hefði tekið úr lás á laugardeginum eftir að hann hringdi í börn sín. Þá hefðu fáir verið með lykla að húsinu og s kýrslutökur af þeim og símagögn ekki gefið til kynna að þeir aðilar hefðu getað verið í húsinu á umræddum tíma. Niðurstaða rannsóknar lögreglu hefði því verið sú að langlíklegast væri að ákærði og brotaþoli hefðu verið tvö í húsinu þegar brotaþoli lést . Að mati dómsins verður við úrlausn málsins að líta til þess að framburður ákærða á vettvangi um atvik var ekki fyllilega sá sami og framburður hans síðar hjá lögreglu og fyrir dómi. Þannig er eftir ákærða haft á vettvangi í frumskýrslu lögreglu að hann og ei ginkona hans hafi vaknað um morguninn og hún þá ekki borið með sér að nokkuð væri að hrjá hana. Þau hafi síðan lagt sig í sófanum um hádegisbilið. Ákærði hafi vaknað nokkru síðar og þá séð eiginkonu sína liggja hreyfingarlausa í sófanum. Gat ákærði þannig í upphafi máls greint nokkuð frá atvikum umræddan dag . D ómurinn fær ekki annað séð en tilvitnuð frásögn ákærða á vettvangi samrýmist betur þeim gögnum um netnotkun og hreyfingu X - mæla ákærða og brotaþola sem lögregla aflaði undir rannsókn málsins, sbr. fra mburð H rannsóknarlögreglumanns fyrir dómi, en síðari frásögn hans fyrir lögreglu og fyrir dómi . Þá þykir í þessu einnig mega líta til þess að C læknir og B rannsóknar lögreglumaður báru bæði fyrir dómi að hegðun ákærða á vettvangi hefði vakið athygli þeirra og var á þeim að skilja að þeim hefði virst ákærð i reyna að takmarka skoðun læknisins á hinni látnu. Samkvæmt framansögðu h efur ekkert fram komið í málinu sem bendir til þess að einhver þriðji aðili hafi komið á heimili ákærða og eiginkonu hans laugardaginn 28. mars 2020 allt þar til brotaþoli lést. Áður hafa verið færð fyrir því rök og því slegið föstu að dánarorsök brotaþola hafi verið köfnun vegna kyrkingartaks annars manns. Að mati dómsins verður samkvæmt öllu framansögðu að leggja til grundv allar við úrlausn málsins að einungis ákærði og eiginkona hans hafi verið í húsinu að [...] þegar henni var ráðinn bani með kyrkingartaki. Af því leiðir að ekki er öðrum til að dreifa sem geranda en ákærða . Samkvæmt því og öðru framangreindu telur d ómurinn sannað, svo ekki verði vefengt með skynsamlegum rökum, sbr. 1. mgr. 109. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamá la, að ákærð i hafi, á þeim stað og tíma sem í ákæru greinir, banað eiginkonu sinni 32 með því að þrengja að hálsi hennar með þeim afleiðingum að hú n lést af völdum köfnunar. Ljóst er að sú háttsemi að taka kröftuglega um háls annarrar manneskju og halda takinu í nokkurn tíma hefur almennt mikla hættu í för með sér. Atlagan var því stórhættuleg og hlaut ákærð a að vera ljóst að langlíklegast væri að hún myndi leiða til dauða. Samkvæmt öllu þessu verður ákærð i sakfelld ur fyrir brot gegn 211. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. VI I I Svo sem rakið er í V. kafla dómsins var R geðlæknir dómkvaddur undir rannsókn málsins til þess að gera geðmat á ákærða. Samkvæmt framlagðri skýrslu sem R ritaði vegna geðmatsins , dagsettri 11. júní 2020, komu engar vísbendingar fram við matið um einkenni geðrofs, ranghugmynda, rugls eða ofskynjana. Ákærði er í skýrslunni sagður skil j a reglur og lög samfélagsins og vit a muninn á réttu og röngu. Matsmaður segir ákærða örugglega sakhæf an samkvæmt 15. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þá hindri þau einkenni ákærða sem í matinu sé lýst ekki að refsing beri árangur, sbr. 16. gr. alme nnra hegningarlaga . Að framansögðu gættu er það niðurstaða dómsins að matsgerð R geðlæknis gefi ekki tilefni til að telja að ákvæði 15. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 eða 1. mgr. 16. gr. sömu laga geti átt við um hagi ákærða. Dómurinn telur ákærða því sakhæfan og verður honum gerð refsing. Samkvæmt vottorði sakaskrár ríkisins hefur ákærð a ekki áður verið gerð refsing. Þótt mikil áfengisneysla ákærð a kunni mögulega að hafa átt þátt í verknað i hans hefur það ekki áhrif á ákvörðun refsingar fyrir brot ið, sbr. 17. gr. og 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Brot gegn 211. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 varðar allt að ævilöngu fangelsi. Svo sem mál þetta liggur fyrir og með hliðsjón af dómaframkvæmd þykir refsing ákærð a réttilega á kveðin fangelsi í 14 ár. Til frádráttar refsingunni kemur gæsluvarðhald sem ákærði sætt i frá 2. apríl 2020 til 9. október 2020 , sbr. 76. gr. laga nr. 19/1940 . IX Með vísan til sakfellingar ákærða, sbr. 1. mgr. 2 35 . gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, verður honum gert að greiða allan sakarkostnað málsins. Ákærði dæmist því til að greiða samtals 1.544.884 krónur samkvæmt framlögðu m sakarkostnaðaryfirl itum héraðssaksóknara. Ákærði greiði jafnframt þóknun skipaðs verjanda síns, Guðmundar B. Ólafssonar lö gmanns, sem að virtu umfangi málsins og með hliðsjón af tímaskýrslu hans, 33 þykir hæfilega ákveðin svo sem í dómsorði greinir. Ákærði greiði einnig útlagðan kostnað verjanda , sem til sakarkostnaðar telst , 200.000 krónur . Þá greiði á kærði enn fremur þóknun ve rjanda síns á fyrri stigum málsins, Bjarna Haukssonar lögmanns, og útlagðan ferðakostnað hans , 24. 200 krónur , en þóknunin þykir með hliðsjón af tímaskýrslu lögmannsins hæfilega ákveðin svo sem í dómsorði greinir. Dóm þennan kveða upp Kristinn Halldórsson h éraðsdómari , sem dómsformaður, Halldóra Þorstein s dóttir héraðsdómari og Hjalti Már Björnsson sérfræðilæknir. Fyrir uppsögu dómsins var gætt 1. mgr. 184. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Dómso r ð: Ákærði, X , sæti fangelsi í 14 ár . Til frádráttar refsingunni kemur gæsluvarðhald sem ákærði sætti frá 2. apríl 2020 til 9. október 2020 að fullri dagatölu. Ákærði greiði þóknun skipaðs verjanda síns, Guðmundar B. Ólafssonar lögmanns , 5. 276 . 2 00 krónur að virðisaukaskatti meðtöldum , og útlagðan kostnað ver janda, 200.000 krónur. Ákærði greiði einnig þóknun verjanda síns á fyrri stigum málsins, Bjarna Haukssonar lögmanns, 1.720.500 krónur að virðisaukaskatti meðtöldum , og útlagðan ferðakostnað lögmannsins 24.200 krónur . Þá greiði á kærði 1.544.884 krónur í ann an sakarkostnað. Kristinn Halldórsson Halldóra Þorsteinsdóttir Hjalti Már Björnsson