Héraðsdómur Reykjaness Dómur 19. júní 2019 Mál nr. S - 181/2019 : Héraðssaksóknari ( Finnur Þór Vilhjálmsson saksóknari) g egn Ólaf i Helg a Þorgrímss yni (Davíð Guðmundsson lögmaður) Dómur Mál þetta , sem dómtekið var 22. 5., er höfðað með ákæru héraðssaksóknara, útgefinni 7. 3. 2019, á hendur Ólafi Helga Þorgrímssyni, kt. 000000 - 0000 , Forsölum 1, fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum, lögum um bókhald og lögum um ársreik ninga rekstrarárin 2010 til 2012 sem daglegur stjórnandi og prókúruhafi einkahlutafélagsins Ævintýrareisur (síðar Boðrás), kt. 000000 - 0000 , nú gjaldþrota og afskráð, með því að hafa: I Staðið skil á efnislega röngum skattframtölum einkahlutafélagsins gjal dárin 2011 og 2012 vegna rekstraráranna 2010 og 2011 og ekki staðið skil á skattframtali þess gjaldárið 2013 vegna rekstrarársins 2012 og með þeim hætti vanframtalið rekstrartekjur félagsins þessi rekstrarár, sem skattskyldar voru samkvæmt B - lið 7. gr. lag a nr. 90/2003, um tekjuskatt, um samtals 611.081.917 krónur og möguleg rekstrargjöld um samtals 359.469.131 [krónu] . Með þessu vanframtaldi ákærði tekjuskattsstofna félagsins sömu rekstrarár um samtals 251.612.786 krónur og kom félaginu undan greiðslu tekj uskatts að fjárhæð samtals 47.773.134 krónur. Fyrrgreindar fjárhæðir sundurliðast svo: Rekstrarárið 2010 Vanframtaldar rekstrartekjur kr. 67.471.130 Möguleg rekstrargjöld kr. 0 2 Vanframtaldar tekjur kr. 67.471.130 Vangreiddur tekjuskattur 18% kr. 12.144.803 Rekstrarárið 2011 Vanframtaldar rekstrartekjur kr. 168.908.393 Möguleg rekstrargjöld kr. - 144.796.607 Vanframtaldar tekjur kr. 24.111.786 Vangreiddur tekjuskattur 20% kr. 4.822.357 Rekstrarárið 2012 Vanframtaldar rekstrartekjur kr. 374.702.394 Möguleg rekstrargjöld kr. - 214.672.524 Vanframtaldar tekjur kr. 160.029.870 Tekjur skv. áætlunarblaði RSK 2013 kr. - 6.000.000 Vanframt. tekjur að frádr. áætl. tekjum kr. 154.029.870 Vangreiddur tekjuskattur 20% kr. 30.805.974 Samtals vanframtaldar tekjur kr. 251.612.786 Samtals vangreiddur tekjuskattur kr. 47.773.134 II Vantalið kerfisbundið tekjur félagsins við færslu bókhalds þess vegna rekstraráranna 2010 og 2011 og þannig gefið ranga mynd af viðskiptum þess. III Vanrækt að láta allar tekjur félagsins koma fram á rekstrarreikningi í ársreikningum þess vegna rekstraráranna 2010 og 2011. IV Brot ákærða samkvæmt ákærukafla I teljast varða við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. og 2. mgr. 109. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. Brot ákærða samkvæmt ákærukafla II telst varða við 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 3. tölulið 1. mgr. 37. gr., sbr. 36. gr., laga nr. 145/1994, um bókhald. 3 Brot ákærða samkvæmt ákærukafla III telst varða við 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 9. tölulið 1. mgr. 122. gr., sbr. 1. mgr. 124. gr., laga nr. 3/2006, um ársreikninga. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og gr eiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærði kom fyrir dóm og játaði sök samkvæmt ákæru. Með játningu sinni sem fær stoð í gögnum málsins telst ákærði sannur að sök og hefur unnið sér til refsingar en háttsemi hans er rétt færð til refsiheimilda í ákæru. Við ákvör ðun refsingar verður að horfa til þess að málið snýst um umtalsverðar fjárhæðir og persónulega auðgun ákærða sem, eins og í ákæru greinir, stóð skil á efnislega röngum skattframtölum umrædds einkahlutafélags og vantaldi kerfisbundið tekjur félagsins við fæ rslur bókhaldsins . Á hinn bóginn verður að horfa til þess, sem meðal annars kom fram af hálfu sækjanda fyrir dómi, að ákærði skýrði hreinskilnislega frá við rannsókn málsins og dró þar ekk i undan. Ákærði játaði sök fyrir dómi. Þá verður horft til þess langa tíma sem liðinn er frá því brotin voru framin en þau tóku til rekstraráranna 2010, 2011 og 2012 . Ákærði hefur samkvæmt sakavottorði ekki sakaferil. Af hálfu ákærða kom fram fyrir dómi að hann hefði snúið við blaðinu og væri rekstur hans í g óðu lagi nú og sinnti sérfróður aðili bókhaldi. Refsing ákærða ákveðst fangelsi í átján mánuði og fjársekt, en þegar á allt er horft þykir rétt að fresta fullnustu þeirrar átján mánaða fangelsisrefsingar sem ákærði er dæmdur til og falli hún niður að liðnu m þremur árum haldi ákærði almennt skilorð. Brot in voru stórfelld og þykir ekki unnt að takmarka sektarfjárhæð við lögbundið sektalágmark og verður ákærða gert að greiða 143.400.000 króna sekt í ríkissjóð en 360 daga fangelsi komi í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins. Ákærði verður dæmdur til greiðslu málsvarnarþóknunar skipaðs verjanda síns, Davíðs Guðmundssonar lögmanns, 1. 240 . 000 króna með virðisaukaskatti, en annar sakarkostnaður mun ekki hafa fallið til. Af hálfu ákæruvaldsins fór Finnur Þór Vilhjálmsson saksóknari með málið. Þorsteinn Davíðsson kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð 4 Ákærði, Ólafur Helgi Þorgrímsson, sæti fangelsi í átján mánuði. Fullnustu fangelsis refsingarinnar skal frestað og niður skal hún falla að liðnum þremur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940. Ákærði greiði 143.400.000 króna sekt í ríkissjóð en 360 daga fangelsi komi í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins. Ákærði greiði 1. 240 . 000 króna þóknun Davíðs Guðmundssonar lögmanns, skipaðs verjanda síns. Þorsteinn Davíðsson