Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 10. nóvember 2022 Mál nr. S - 4321/2022 : Héraðssaksóknari (Matthea Oddsdóttir aðstoðarsaksóknari) g egn Jón i Arnar i Pálmas yni (Ragnar Baldursson lögmaður) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 18. október sl., er höfðað með ákæru, útgefinni af Jóni Arnari Pálmasyni, kt. [...] , [...] , f yrir eftirtalin brot: f yrir meiri háttar brot gegn skattalögum í rekstri einkahlutafélagsins [...] ehf., kt. [...] , nú þrotabú , með því að hafa í starfi sínu sem daglegur stjórnandi með prókúru og skráður stjórnarformaður félagsins: 1. Eigi staðið ríkissjóði skil á virðisaukaskattsskýrslu [...] ehf. á lögmæltum tíma uppgjörstímabilið nóvember desember rekstrarárið 2020 og hafa eigi staðið ríkissjóði skil á virðisaukaskatti sem innheimta bar í rekstri einkahlutafélagsins uppgjörstímabil in maí júní, september október og nóvember desember rekstrarárið 2020, janúar febrúar og maí júní rekstrarárið 2021 til og með janúar febrúar rekstrarárið 2022, í samræmi við IX. kafla laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, samtals að fjárhæð kr . 46.528.074, sem sundurliðast sem hér greinir : Árið 2020 maí júní kr. 7.644.097 september október kr. 9.086.682 nóvember desember kr. 5.476.172 kr. 22.206.951 Árið 2021 janúar febrúar kr. 4.018.836 maí júní kr. 4.107.647 júlí ágúst kr. 2.503.882 2 september október kr. 4.799.982 nóvember desember kr. 5.332.957 kr. 20.763.304 Árið 2022 janúar febrúar kr. 3.557.819 Samtals kr. 46.528.074 2. Eigi staðið ríkissjóði skil á staðgreiðsluskilagreinum [...] ehf., vegna staðgreiðslu opinberra gjalda, á lögmæltum tíma greiðslutímabilin apríl rekstrarárið 2020 og janúar, febrúar, maí og ágúst rekstrarárið 2021 og hafa eigi staðið ríkissjóði skil á staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldið var eftir af launum sta rfsmanna einkahlutafélagsins, í samræmi við fyrirmæli III. kafla laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda, greiðslutímabilin apríl rekstrarárið 2020 og nóvember rekstrarárið 2020 til og með febrúar rekstrarárið 2022, samtals að fjárhæð kr. 26.602. 961, sem sundurliðast sem hér greinir: Árið 2020 apríl kr. 1.061.415 nóvember kr. 2.221.860 desember kr. 1.092.981 4.376.256 Árið 2021 janúar kr. 914.460 febrúar kr. 1.892.573 mars kr. 1.443.081 apríl kr. 1.709.525 maí kr. 1.555.540 júní kr. 1.433.089 júlí kr. 1.304.973 ágúst kr. 1.075.630 september kr. 1.000.002 október kr. 1.729.997 nóvember kr. 2.257.031 desember kr. 1.437.587 17.753.488 Árið 2022 3 janúar kr. 1.217.100 febrúar kr. 3.256.117 4.473.217 Samtals kr. 26.602.961 ----- Brot ákærða samkvæmt 1. tölul. ákæru eru talin varða við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt. Brot ákærða samkvæmt 2. tölul . ákæru eru talin varða við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 2. mgr. 30. gr. laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Verjandi á kærð a krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og hæfilegrar þóknunar sér til handa. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og verjanda ákærða hafð i verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Ákærði hefur skýlaust játað brot sín. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði er fæddur í [...] . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 19. september 2022 , á hann sakaferil að baki. Þann 27. janúar 2011 var ákærði dæmdur fyrir brot gegn 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt og 2. mgr. 30. gr. laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda. Var honum gert að sæta fangelsi í tvo mánuði, skilorðsbundið í tvö ár, og greiða 2.650.000 krónur í sekt en sæta ella 68 daga fangelsi. Á kærði var á ný fundinn sekur um brot gegn sömu lagaákvæðum með dómi 12. desember 2012. Með vísan til 60. gr. almennra hegningarlaga var skilorðshluti dómsins frá árinu 2011 tekinn upp og ákærða gerð 12 mánaða fangelsisrefsing fyrir bæði málin eftir reglum 78. gr. sömu laga, en fullnustu hennar frestað skilorðsbundið til tveggja ára. Þá var honum að auki gert að greiða sekt að fjárhæð 57.000.000 króna og var vararefsing hennar ákveðin fangelsi í níu 4 mánuði. Þá var ákærði á ný fundinn sekur um brot gegn sömu lagaákvæðum með dómi 21. desember 2015. Var skilorðsbundni hluti dómsins frá 2012 tekinn upp, sbr. 60. gr. almennra hegningarlaga , og ákærða gerð refsing fyrir bæði málin í einu lagi eftir reglum 77. gr. og 78. gr. laganna. Var ákærða gert að sæta fangelsi í 18 mánuði en fullnustu 15 mánaða af refsingunni var frestað í þrjú ár. Þá var ákærða gert að greiða 32.500.000 krónur í sekt og var vararefsing ákveðin fangelsi í níu mánuði. Við ákvörðun refsingar nú verður, til refsimildunar, litið til greiðlegrar já tningar ákærða. Til þyngingar horfir hins vegar að ákærði er nú í fjórða sinn sakfelldur fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum og eru brotin umfangsmikil. Með hliðsjón af framangreindu þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 24 mánuði en fresta skal fullnustu 21 mánaðar af refsingu nni og falli hún niður að liðnum þremur árum frá uppkvaðningu dóms þessa að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940 , sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955 . Þá ber jafnframt að dæma ákærða til fésektar. Ver ður sekt ákærða ákveðin 1 31 . 800.000 krón ur að teknu tilliti til lögbundins lágmarks hennar , en skilyrði eru til að víkja frá fésektarlágmarki vegna virðisaukaskattstímabilsins maí - júní 2021 . Ber ákærða að greiða sektina innan fjögurra vikna en sæta ella fa ngelsi í 360 daga. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Ragnars Baldurssonar lögmanns, 279.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti, en ekki leiddi annan kostnað af meðferð málsins. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Matthea Oddsdóttir aðstoðarsaksóknari. Barbara Björnsdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Jón Arnar Pálmason, sæti fangelsi í 24 mánuði en fresta skal fullnustu 21 mánaðar af refsingunni og falli hún niður að liðnum þremur árum frá uppkvaðningu dóms þessa að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði greiði 13 1.800.000 krón ur í sekt til ríkissjóð s innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dómsins að telja en sæti ella fangelsi í 360 daga. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Ragnars Baldurssonar lögmanns , 279.000 krónur .