Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 23. júlí 2020 Mál nr. E - 1270/2020: Baldur Þórir Baldursson (Ólafur Örn Svansson lögmaður) gegn Sjóvá - Almennum tryggingum hf. (Olgeir Þór Marinósson lögmaður) Mál þetta var höfðað 12. febrúar 2020 og þingfest 20. febrúar. Stefnandi er Baldur Þórir Baldursson, Ísleifsgötu 34, 113 Reykjavík. Stefndi er Sjóvá - Almennar tryggingar hf., Kringlunni 5, 103 Reykjavík. Málið var dómtekið eftir aðalmeðferð 3. júní 2020. Stefnandi gerir þá kröfu aðallega að stefndi greiði stefnanda 22.772.089 kr. með 4,5% vöxtum frá 1. júní 2017 til 21. janúar 2019, en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þeim degi til greiðsludag s, allt að frádreginni innborgun stefnda þann 8. janúar 2019 að fjárhæð 14.870.939 kr. Til vara krefst stefnandi þess að stefndi greiði stefnanda 18.289.862 kr. með 4,5% vöxtum frá 1. júní 2017 til 21. janúar 2019, en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr . laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádreginni innborgun stefnda þann 8. janúar 2019 að fjárhæð 14.870.939 kr. Þá krefst stefnandi málskostnaðar að skaðlausu úr hendi stefnda. Stefndi krefst sýknu og máls kostnaðar. I. Málsatvik 2 Stefnandi lýsir málsatvikum í stefnu málsins sem ekki eru gerðar athugasemdir við af hálfu stefnda , a.m.k. ekki sjáanlega. Krafa stefnanda mun þannig eiga rætur að rekja til umferðarslyss sem hann varð fyrir 1. mars 2017. Stefnandi var þá með hópi sleðamanna í Hengli og var ökumaður vélsleða umrætt sinn. Slysið varð nánar tiltekið með þeim hætti að stefnandi fór af stað í svokallaða skál þar sem hann ætlaði að fara hring í skálinni. Í framhaldinu missti stefnandi vald á vélsleðanum s em hann ók, með þeim afleiðingum að hann kastaðist af sleðanum, niður brekku. Sleðinn valt yfir stefnanda og festist hann undir honum . Á sama tíma festist bensíngjöf sleðans í botni og reif belti og hlífðarfatnað stefnanda. Stefnandi tognaði á mjóbaki og h álshrygg og hlaut langan skurð á hægri síðu, sár á mjóbak i og mikið mar á hægri fæti. Slysið var tilkynnt til stefnda en enginn ágreiningur mun vera um bótaskyldu félagsins vegna slyssins. Líkamstjón stefnanda vegna slyssins var metið af Sveinbirni Brand ssyni lækni og Sigurði B. Halldórssyni hrl. með matsgerð og var niðurstaðan sú að varanlegur miski stefnanda væri 15 stig en varanleg örorka 17% Á grundvelli matsgerðarinnar gerði stefnandi kröfu á hendur stefnda með bréfi, 21. desember 2018, en í bréfinu var rökstutt af hálfu stefnanda að leggja bæri 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 til grundvallar við útreikning bóta vegna varanlegrar örorku, þar sem síðustu þrjú almanaksár fyrir slysdag gæfu ekki raunhæfa mynd af framtíðartekjum stefnanda. Nánar tiltekið bæri að taka tillit til þess að námslok hefðu verið fyrirséð á viðmiðunarárunum ásamt því að stefnandi hefði stofnað eigið fyrirtæki á þeim tíma. Stefndi sendi bótatilboð með tölvuskeyti 8. janúar 2019. Miðaði félagið við útreikning bóta vegna varanlegrar örorku við tekjur stefnanda síðustu þrjú ár fyrir slys, sbr. meginreglu 1. mgr. 7. gr. skaðabótalaga , og var kröfu stefnanda þ.a.l. hafnað . Í tölvuskeyti frá félaginu sagði m.a.: ur Baldurs síðustu þrjú ár fyrir slys, sbr. meginreglu 1. mgr. 7. gr. skaðabótalaga. Ekki hefur verið sýnt 3 Stefnandi felldi sig ekki við framangreint tekjuviðmið stefnda og var því uppgjörstillaga stefnda und II. Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi kveðst með engu móti geta fallist á að beita beri 1. mgr. 7. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 við útreikning bóta vegna varanlegrar örorku eins og hið stefnda félag hafi lagt til grundvallar í uppgjöri sínu. Stefnandi krefst þess að við ákvörðun bót a fyrir varanlega örorku verði tekið mið af 2. mgr. 7. gr. laganna, en í ákvæðinu segi orðrétt: Samkvæmt textaskýringu ákvæðisins megi vera ljóst að leggja beri annan mælikvarða til grundvallar við útreikning bóta vegna varanlegrar örorku þegar skilyrði ákvæðisins, um óvenjulegar aðstæður og annan og réttari mælikvarða á framtíðartekjur, séu fyrir hendi. Þá sé um beitingu 2. mgr. 7. gr. í sérstökum athugasemdum með 6. gr. í frumvarpi því er varð að lögum nr. 37/1999 útskýrt hvenær óvenjulegar aðstæður geti verið fyrir hendi sem réttlæti það að vikið sé frá meginreglunni, um að stuðst sé við launatek jur síðustu þriggja almanaksára. Segi þar orðrétt: orðið á högum tjónþola skömmu áður en slys varð eða þegar fullyrða má að slíkar breytingar standi fyrir dyrum. Má nefna sem dæmi að tjónþoli hafi skipt um starf þannig að breyting hafi orðið á tekjum eða látið af starfi og hafið töku lífeyris. Í slíkum tilvikum er eðlilegra að ákveða viðmiðunarlaunin miðað við nýjar aðstæður. Á sama hátt yrði tekjuviðmiðun námsmanns, sem væ ri að ljúka starfsréttindanámi, eðlilegust 4 Af frumvarpinu megi ráða að breytingar á högum tjónþola skömmu áður en líkamstjón sér stað teljist óvenjulegar aðstæður í skilningi 2. mgr. 7. gr. Stefnandi byggir á því að þær aðstæður séu fyrir hendi í máli þessu enda hafi námslok verið fyrirsjáanleg á slysdegi og enn fremur hafi stefnandi verið að stofna eigin rekstur á viðmiðunarárunum. Stefnandi telur ekki nokkurn vafa leika á því að skilyrði greinarinnar séu f yrir hendi og að vandséð sé hvernig markmiði um fullar bætur fyrir framtíðartekj u missi verði náð með því að styðjast við þann útreikning sem stefndi leggi til grundvallar. ------- Stefnandi hafi lokið sveinsprófi í bifvélavirkjun á árinu 2015. Eftir hau stönn 2016 hafi stefnandi verið búinn með 15 einingar af 38 einingum til meistararéttinda. Þann 1. febrúar 2017 hafi stefnandi hafið nám að nýju og lokið ¾ hlutum námsins. Á slysdegi hafi stefnandi verið búinn með 112 einingar af 135, eða 83% af námi til meistararéttinda, og því einsýnt að námslok hafi verið fyrirséð á slysdegi. Stefnandi hafi svo lokið meistaranámi sínu í lok árs 2017. Námslok hafi því verið fyrirséð á slysdegi en einnig hafi aðstæður síðustu þrjú almanaksárin fyrir slysið verið óvenjuleg ar í ljósi þess að stefnandi hafi stof n að eigin atvinnurekstur á viðmiðunarárunum. Tekjur hans á þeim tíma geti þ.a.l. ekki talist réttur mælikvarði á framtíðartekjur hans. Stefnandi hafi ávallt starfað sem launamaður og starfað m.a. á árunum 2013 og 2014 hjá Kletti sölu og þjónustu ehf. Undir lok árs 2014 hafi stefnandi stofnað fyrirtækið Technik þjónust u og s ölu ehf., kt. 710714 - 0290. Félagið hafi upphaflega verið stofnað utan um aukavinnu og hliðarverkefni. Um mitt árið 2015 kveðst stefnandi hafa ákveð ið að hefja sjálfstæðan rekstur og fara í fullt starf hjá Technik þjónustu og sölu ehf. og hafi hann þar einungis greitt sér lágmarkslaun. Byggi stefnandi á því að greiða hafi þurft lágmarkslaun við stofnun atvinnurekstrarins og að tekjur hans hefðu raunve rulega hækkað. Í ljósi afleiðinga slyssins hafi stefnandi ekki séð sér fært um að halda áfram eigin rekstri og hafi svo farið að hann seldi rekstur sinn í lok árs 2017 sökum líkamlegs og andlegs ástands. Eftir söluna hafi stefnandi aftur gerst launamaður o g í ársbyrjun 2019 aftur hafið störf hjá Kletti sölu og þjónustu ehf. og starfi þar enn. 5 Með hliðsjón af framangreindu telji stefnandi það tekjuviðmið sem félagið leggi til grundvallar í uppgjöri sínu vera í senn rangt og ósanngjarnt. Þá telji stefnand i það tekjuviðmið sem lagt sé til grundvallar kröfugerð hans í máli þessu vera rétt og raunhæft tekjuviðmið. Þá séu tekjur stefnanda eftir slysið í öllu falli sambærilegar því tekjuviðmiði sem lagt sé til grundvallar í kröfu hans hér fyrir dómi og þar af l eiðandi mun hærri en það viðmið sem stefndi hafi lagt til grundvallar í uppgjöri. Þá verði að telja það bersýnilega ósanngjarnt að ætla að taka mið af tekjum stefnanda á árunum 2015 og 2016. Skilyrðum 2. mgr. 7. gr. laga nr. 50/1993 sé jafnframt með öllu f ullnægt , sbr. framangreint. ------- Stefnandi krefst þess aðallega að stuðst verði við tekjur hans í starfi hjá Kletti sölu og þjónustu ehf. vegna varanlegrar örorku, sbr. 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Stefnandi hafi um árabil starfað á b ifreiðaverkstæði. Þá hafi hann farið í raunfærnimat í bifvélavirkjun 2014 og lokið sveinsprófi í faginu 2015. Á árinu 2014 hafi hann verið í fullu starfi sem bifvélavirki hjá Kletti. Auk þess hafi hann stundað nám í bifvélavirkjun á því ári og hafi námslok verið bersýnilega fyrirséð á slysdegi. Í því samhengi telur stefnandi rétt að benda á að framtíðartekjur hans væru að minnsta kosti þær sem hann hafi haft á árinu 2014. Sé krafa stefnanda því í senn sanngjörn og hófleg enda með því verið að miða við raunv erulegar tekjur stefnanda og á einu af þremur viðmiðunarárunum samkvæmt meginreglu 1. mgr. 7. gr. skbl. Útreikningur bóta vegna varanlegrar örorku sé því eftirfarandi: 2014: (8.141.044 x 1,115) x (623,8/483,5) = 11.711.266 11.711.266 x 11,438 x 17% = 22. 772.089 kr. Útreikningur bóta taki mið af matsgerð Sveinbjörns Brandssonar læknis og Sigurðar B. Halldórssonar hrl. frá 17. nóvember 2018. Samkvæmt henni hafi stöðugleikatímapunktur stefnanda verið talinn 1. júní 2017. Þá hafi varanleg örorka stefnanda verið metin 17%. Stefnandi hafi verið 35 ára og 265 daga gamall á stöðugleikatímapunkti og stuðull hans því 11,438 samkvæmt 6. gr. laga nr. 50/1993. 6 Við ákvörðun árslauna skv. 2. mgr. 7. gr. sé stuðst við tekjur á árinu 2014. Þá sé tekið tillit til 11,5% framlags vinnuveitanda til lífeyrissjóðs á grundvelli 2. mgr. 7. gr. laga nr. 50/1993 þar sem vitað sé að það verði mótframlagið til framtíðar. Árslaunin séu svo uppreiknuð miðað við launavísitölu fram til stöðugleikapunkts, sbr. 15. gr. laganna. Launavísi tala ársins 2014 hafi verið 483,5 og launavísitala á stöðugleikapunkti 623,8. Krafist sé 4,5% vaxta skv. 16. gr. laganna vegna varanlegrar örorku frá 1. júní 2017, þ.e. stöðugleikatímapunkti, til 21. janúar 2019 sem sé mánuði eftir dagsetningu kröfubréfs , en dráttarvaxta skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þeim degi til greiðsludags. Til frádráttar bótakröfu stefnanda skuli koma greiðsla, sem innt hafi verið af hendi þann 8. janúar 2019, að fjárhæð 14.870.939 kr. ------- E f ekki verður fallist á aðalkröfu stefnanda er til vara krafist að miðað verði við meðaltekjur bifvélavirkja á slysárinu samkvæmt launatöflum Hagstofunnar. Fyrir liggi að stefnandi hafði lokið sveinsprófi á árinu 2015 og fyrr sé lýst framvindu náms hans . Verði ekki fallist á aðalkröfu stefnanda verði að telja sanngjarnt og eðlilegt að miða við meðaltekjur bifvélavirkja, eins og fordæmi séu fyrir. Enda sé ljóst að starfsferill eða starfsréttindi megi teljast fyrirsjáanleg í skilningi ákvæðisins. Útreikni ngur bóta vegna varanlegrar örorku sé því eftirfarandi: 2017: (8.436.000 x 1,115) x 11,438 x 17% = 18.289.863 kr. Vísar stefnandi eftir atvikum til umfjöllunar um aðalkröfu til stuðnings því að varakrafa stefnanda skuli ná fram að ganga og til stuðnings forsendum fyrir útreikningi kröfunnar. 7 ------- Kröfur stefnanda eru studdar við skaðabótalög nr. 50/1993, með síðari breytingum, einkum 2. mgr. 7. gr. Um vaxtakröfuna vísar stefnandi sérstaklega til 16. gr. laganna og um dráttarvaxtakröfuna til 1. mgr . 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Um málskostnað er vísað til XXI. kafla laga um meðferð einkamála nr. 91/1991, einkum 1. mgr. 130. gr. þeirra. Stefnandi er ekki virðisaukaskatts s kyldur aðili skv. lögum nr. 50/1988 og beri honum því nauðsyn til að tekið verði tillit til skattsins við ákvörðun málskostnaðar. III. Málsástæður og lagarök stefnda Stefndi áréttar að samkvæmt meginreglu 1. mgr. 7. gr. skaðabótalaga nr. 50/2003 skulu árslaun til útreiknings bóta vegna varanlegrar örorku vera meðallaun tjónþola síðustu þrjú ár fyrir slys, uppreiknuð til stöðugleikapunkts samkvæmt launavísitölu og að vi ðbættu framlagi vinnuveitanda í lífeyrissjóð. Árslaunin skuli þó ekki vera lægri en samkvæmt lágmarksviðmiði 3. mgr. 7. gr. og ekki hærri en samkvæmt hámarksviðmiði 4. mgr. 7. gr. skaðabótalaga. Í 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga sé heimild til að meta ársla un sérstaklega þegar óvenjulegar aðstæður séu fyrir hendi og ætla megi að annar mælikvarði sé réttari á líklegar framtíðartekjur tjónþola. Árslaunaviðmið sem notað hafi verið við útreikning bóta vegna varanlegrar örorku stefnanda af völdum slyssins hafi v erið tekjur stefnanda síðustu þrjú ár fyrir slysið samkvæmt meginreglu 1. mgr. 7. gr. skaðabótalaga. Stefndi telur ósannað að skilyrði 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga séu uppfyllt og því verði ekki notað annað árslaunaviðmið en það sem 1. mgr. 7. gr. tilgrein ir . Stefnandi beri sönnunarbyrði þar um og þeirri sönnunarbyrði hafi hann ekki mætt. 8 Tvö skilyrði séu fyrir beitingu 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga og þurfi bæði að vera uppfyllt til þess að beiting ákvæðisins sé heimil. Annars vegar þurfi að hafa verið fy rir hendi óvenjulegar aðstæður varðandi atvinnuþátt t öku tjónþola á viðmiðunarárunum og hins vegar þurfi annað árslaunaviðmið að hafa á slysdegi verið réttara um líklegar framtíðartekjur. Stefnandi hafi ekki sýnt fram á að framangreind skilyrði séu uppfyllt að mati stefnda. Stefnandi hafi ekki lagt fram nein gögn sem sýni fram á að atvinnuþátttaka hans á viðmiðunarárunum hafi verið það óvenjuleg að réttlæti beitingu 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga. Ekki verði annað séð en að hann hafi haft fulla atvinnu á við miðunarárunum og rúmlega það. Á árinu 2014 hafi stefnandi verið í fullri vinnu hjá Kletti sölu og þjónustu ehf. Undir lok árs 2014 hafi hann hafið sjálfstæðan atvinnurekstur og stofnað fyri r tækið Technik þjónustu og s ölu ehf. og verið í fullu starfi hjá þ ví á árunum 2015 og 2016. Samkvæmt framangreindu hafi því engar óvenjulegar aðstæður verið fyrir hendi varðandi atvinnuþátttöku stefnanda á viðmiðunarárum heldur hafi hann verið í fullri vinnu og haft tekjur öll þrjú árin. Stefnandi hafi lengi unnið sem b ifvélavirki og hafi lokið miklum meirihluta bóklegs náms bifvélavirkjunar á árunum 1997 og 1998 eins og sjá megi af framlagðri námsferilsáætlun frá Tækniskólanum. Hann hafi farið í raunhæfnimat á árinu 2014 og tekið stöðupróf í bifvélavirkjun á árinu 2015. Stefnandi hafi ekki sýnt fram á að hann hafi eitthvað verið frá vinnu vegna þessa og staðgreiðsluyfirlit áranna 2014 og 2015 beri ekki með sér annað en að stefnandi hafi verið í fullri vinnu á þessum árum. Aðalkrafa stefnanda um bætur úr ökutækjatryggingu byggi st á tekjum stefnanda á árinu 2014 og það hljóti að skjóta skökku við að vilja miða við tekjur þess árs og á sama tíma halda því fram að óvenjulegrar aðstæður hafi verið uppi á því tekjuári. Á árinu 2016 hafi stefnandi verið í fullu starfi hjá sínu eigin fyrirtæki , sbr. upplýsingar úr staðgreiðsluskrá , og stundað nám í Tækniskólanum til öflunar meistararéttinda. Það nám sé þannig uppbyggt að nemendur geti sinnt fullu starfi með því , sbr. yfirlit yfir 9 meistaranám frá Tækniskólanum. Stefnandi hafi held ur ekki sýnt fram á að hann hafi verið nokkuð frá vinnu á árinu 2016. Sú staðreynd að stefnandi hafi greitt sér lægri tekjur úr eigin atvinnurekstri en hann var með sem launþegi hafi ekki verið talin til óvenjulegra aðstæðna í skilningi 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga skv. dómaframkvæmd Hæstaréttar. Því telur stefndi að stefnandi hafi ekki sýnt fram á að óvenjulegar aðstæður hafi verið uppi í sambandi við tekjuöflun hans á viðmiðunarárum. Beiting 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga við útreikning bóta vegna vara nlegrar örorku komi því ekki til greina. Stefndi hafi þegar greitt fullar bætur til stefnanda vegna slyssins 1. mars 2017 þar sem bætur vegna varanlegrar örorku hafi verið reiknaðar út skv. meginreglu 1. mgr. 7. gr. skaðabótalaga. Beri því að sýkna stefnda af kröfum stefnanda. Stefndi mótmælir útreikningum á aðal - og varakröfu stefnanda í stefnu sem röngum. Í aðalkröfu sé miðað við tekjur stefnanda á árinu 2014, færðar upp að stöðugleikapunkti með launavísitölu og að viðbættu 11,5% framlagi vinnuveitanda í lífeyrissjóð. Framlag vinnuveitanda í lífeyrissjóð á árinu 2014 var 8% en ekki 11,5% og beri því að miða við það, sbr. orðalag 1. mgr. 7. gr. skaðabótalaga en þar segi: a að meðtöldu framlagi vinnuveitanda til lífeyrissjóðs þrjú síðustu almanaksárin fyrir þann dag er tjón varð . framlag vinnuveitanda í lífeyrissjóð á því tekjuári sem sé til viðmiðunar en ekki eins og það verði í framtíðinni , eins og haldið sé fram í stefnu. Í varakröfu sé miðað við meðaltekjur iðnaðarmanna á slysárinu 2017 að viðbættu 11,5% framlagi vinnuveitanda í lífeyrissjóð. Sá útreikningur sé einnig rangur þar sem framlag vinnuveitanda í lífeyri ssjóð á árinu 2017 hafi verið 8,5% til 1. júlí 2017 og 10% frá þeim degi og til loka ársins. Beri því að miða við það framlag skv. framangreindu . Um lagarök vísar stefndi einkum til skaðabótalaga nr. 50/1993, sérstaklega 5. til 7. gr. 10 Um málskostnað er v ísað til XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. IV. Niðurstaða Stefnandi lenti í umferðarslysi þann 1 . mars 2017 . Bótaskylda er óumdeild en aðila greinir á um viðmiðunarlaun við útreikning bóta fyrir varanlega örorku. Stefnandi byggir á því að við útreikning bóta skuli beita 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 og kref st þess aðallega að stuðst verði við tekjur hans í starfi hjá Kletti sölu og þjónustu ehf. vegna varanlegrar örorku, sbr. 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Þar vill stef nandi miða við laun hans á árinu 2014 , sbr. framangreind rök hans. Ella verði miðað við meðaltekjur bifvélavirkja á slysárinu samkvæmt launatöflum Hagstofunnar. Samkvæmt 1. mgr. 7. gr. skaðabótalaga skulu á rslaun til ákvörðunar bóta fyrir varanlega örorku teljast vera meðalatvinnutekjur tjónþola að meðtöldu framlagi vinnuveitanda til lífeyrissjóðs þrjú síðustu almanaksárin fyrir þann dag er tjón varð, leiðrétt samkvæmt launavísitölu til þess tíma sem upphaf varanlegrar örorku miðast við. Sa mkvæmt 2. mgr. skulu árslaun þó metin sérstaklega þegar óvenjulegar aðstæður eru fyrir hendi og ætla má að annar mælikvarði sé réttari á líklegar framtíðartekjur tjónþola. Þá segir í 3. mgr. að þrátt fyrir ákvæði 1 . 2. mgr. skuli ekki miða við lægri árslau n en þar eru tilgreind. Það eru þannig tvö skilyrði fyrir því að ákvarða megi árslaun sérstaklega á grundvelli 2. mgr. 7. gr. Annars vegar þarf að vera um að ræða óvenjulegar aðstæður hjá tjónþola og hins vegar þarf að vera fyrir hendi annar r éttari mælikvarði á líklegar framtíðartekjur hans en laun síðustu þriggja almanaksára. Þessu hefur Hæstiréttur slegið föstu. Af atvinnuþátttöku tjónþola og tekjusögu , eins og upplýsingar liggja fyrir um í málin u , verður ráðið að laun hans síðustu þrjú alm anaksár fyrir slysið gefi ekki rétta mynd af líklegum framtíðartekjum hans. Þannig hafði stefnandi mun hærri laun á árunum fyrir viðmiðunarárin og reyndar einnig fyrsta viðmiðunarárið en hin tvö síðari. Ekki verður betur séð en að skýringin sé annars vegar sú að stefnandi freistaði þess á 11 viðmiðunarárunum að koma af stað eigin atvinnurekstri en ekki verður heldur talið óvarlegt að ganga út frá því að vinna hans við að ljúka meistaranámi í bifvélavirkjum á þessum tíma hafi að einhverju leyti dregið úr möguleikum hans til tekjuöflunar , þótt í grunninn hafi verið , að því er virðist , um að ræða nám samhliða vinnu. Varðandi það skilyrði að aðstæður stefnanda hafi verið óvenjulegar í skilningi 2. mgr. 7. gr. sk aðabótalaga verður að líta til þess að þ ví undantekningarákvæði verður ekki beitt einvörðungu á þ eim grundvelli að tjónþoli h afi lækkað í tekjum á viðmiðunarárum og líklegt megi telja að hann hafi möguleika á að afla sér hærri tekna í framtíðinni , heldur v erður að rýna í það hvers vegna sú hafi orðið raunin. Ekki verður annað ráðið en að stefnandi hafi haft góðar tekjur fyrir slysið og hafi í raun haft alla möguleika á því að halda slíkum tekjum á árunum 2015 og 2016 ef hann hefði ekki kosið að breyta um kúrs 2015, þ.e. að ljúka meistaranámi í bifvélavirkjun , sem hann og gerði 2017 , og fara út í atvinnurekstur í félagi sem , eins og segir í stefnu málsins , var Líta verður til þess að stefnandi stofnaði umrætt félag á viðmiðunartímabilinu og ekki er hægt að gera þá kröfu að tekjur hans af þeim rekstri hefðu frá fyrsta dagi verið sambærilegar við það sem hann áður hafði, enda varð raunin sú að svo varð ekki. Þeg ar horft er heildstætt til atvinnuþátttöku stefnanda , sem og náms hans , en ágreiningslaust er að hann hafði á slysdegi lokið 83% af náminu , lítur dómurinn svo á að aðstæður viðmiðunarárin hafi verið óvenjulegar, þ.e. bæði í samanburði við árin fyrir viðmið unarárin og árin eftir slysið. Þótt stefnandi hafi haft hærri tekjur eftir slysið en á viðmiðunarárunum 2015 og 2016 verður það ekki látið skipta sköpum hér, enda engin leið til að fullyrða um hvert framhald mála verður í þeim efnum. Þar hefði stefnandi væ ntanlega enda búið að því að hafa þá lokið meistaraprófi í sinni iðn. Dómurinn telur því að tekjur stefnanda viðmiðunarárin gefi ekki raunhæfa mynd af tekjuöflunarhæfni stefnanda á slysdegi og verður því einnig slegið föstu að aðstæður stefnanda hafi verið óvenjulegar . Að virtum þeim launum sem stefnandi hafði 2013 og 2014, sem og eftir slysið, verður ekki séð að ósanngjarnt sé að miða árslaun stefnanda við laun á árinu 2014 eins og 12 krafist er. Verður þannig fallist á að sú sé nærtækasta viðmiðunin og endu rspegli þá möguleika sem stefnandi hefði haft til framtíðar ef hann hefði ekki orðið fyrir slysinu. Því verður fallist á aðalkröfu stefnanda en ekki er sjáanlegur ágreiningur um viðmiðunarstuðul eða tölulegur ágreiningur um útreikning hennar nema hvað varðar fram lag vinnuveitanda í lífeyrissjóð sem stefndi kveður eiga að vera 8% álag í aðalkröfu í stað 11,5% álags eins og stefnandi gerir kröfu um. Dómurinn fellst ekki á að miða beri við 11,5% eins og stefnandi fer fram á og verður um það vísað til skýrs orðalags 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga. Við ákvörðun á tekjuviðmiði verður þannig að miða hvað breytu sem þess a varðar við umhverfið eins og það var viðmiðunarárin en ekki eins og það er við útreikning kröfu. Höfuðstólsfjárhæð kröfu stefnanda verður því ák vörðuð 21.915.623 kr. Miðað er við að laun stefnanda hafi verið 8.088.764 kr. árið 2014 , sbr. bæði framlagt skattframtal og yfirlit sem lögmaður stefnanda lagði fram við aðalmeðferð málsins. Að öðru leyti er miðað við sömu forsendur við útreikning kröfunna r og lýst er í stefnu málsins. Að virtum málsatvikum og lagaatriðum verður málskostnaður stefnanda felldur á stefnda með vísan til 1 . mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 , eins og nánar greinir í dómsorði . Af hálfu stefnanda flutti málið Ólafur Örn Svansson lögmaður og af hálfu stefnda flutti málið Olgeir Þór Marinósson lögmaður. Lárentsínus Kristjánsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan , að gættu ákvæði 1. m gr. 115. g r. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. D Ó M S O R Ð Stefndi, Sjóvá - Almennar trygg ingar hf., greiði stefnanda, Bald ri Þór Baldurss yni , 2 1.915.623 kr ónur með 4,5% vöxtum frá 1. júní 2017 til 21. janúar 2019, en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádreginni innborgun stefnda þann 8. janúar 2019 að fjárhæð 14.870.939 kr ónur . Stefndi greiði stefnanda 850.000 kr ónur í m álskostnað. 13 Lárentsínus Kristjánsson