Héraðsdómur Reykjaness Dómur 6 . janúar 2021. Mál nr. S - 1351/2020 : Ákæruvaldið (Dagmar Ösp Vésteinsdóttir aðstoðarsaksóknari) g egn X (Steinbergur Finnbogason lögmaður) (Jóhannes S. Ólafsson réttargæslumaður brotaþola) (Þórdís Bjarnadóttir réttargæslumaður brotaþola) Dómur: Mál þetta var þingfest 19. júní 2020 og dómtekið 9. desember . Málið höfðaði Héraðssaksóknari með ákæru útgefinni 22. maí 2020 á hendur ákærða, X , kt. 000000 - 0000 , , , fyrir eftirtalin kynferðisbrot í starfi sínu sem nuddari á nánar tilgreindum starfsstöðvum á árunum 2009 - 2015: 1. Nauðgun, með því að hafa í eitt skipti á árinu 2009 eða 2010, á meðferðarstofu sinni að í Reykjavík, haft önnur kyn ferðismök en samræði við A, kt. 000000 - 0000 , án hennar samþykkis , með því að nudda kynfæri hennar utanklæða og fara síðan með hönd sína inn fyrir nærbuxur hennar og nudda kynfæri hennar og setja fingur inn í leggöng hennar, henni að óvörum, þar sem hún lá léttklædd á nuddbekk, og beitti ákærði A ólögmætri nauðung með því að misnota sér það traust sem hún bar til hans. Telst þetta varða við 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 2. Nauðgun, með því að hafa í eitt skipti seinni hluta ársins 201 0 eða í byrjun árs 2011, á meðferðarstofu sinni að í , haft önnur kynferðismök en samræði við B , kt. 000000 - 0000 , án hennar samþykkis , með því að renna hönd sinni milli rasskinna hennar og setja fingur inn í leggöng hennar, henni að óvörum, þar sem hún lá á nuddbekk, og beitti ákærði B ólögmætri nauðung með því að misnota sér það traust sem hún bar til hans. Telst þetta varða við 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 2 3. Nauðgun, með því að hafa í eitt skipti á árinu 2011, á meðferðars tofu sinni að í , haft önnur kynferðismök en samræði við C , kt. 000000 - 0000 , án hennar samþykkis , með því að káfa á kynfærum hennar og setja fingur inn í leggöng hennar og endaþarm, henni að óvörum, þar sem hún lá léttklædd á nuddbekk, og beitti ákæ rði C ólögmætri nauðung með því að misnota sér það traust sem hún bar til hans. Telst þetta varða við 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 4. Nauðgun, með því að hafa í eitt skipti í mars eða apríl 2015 á meðferðarstofu sinni að í , haft önnur kynferðismök en samræði við D , kt. 000000 - 0000 , án hennar samþykkis , með því að káfa á kynfærum hennar og setja fingur inn í leggöng hennar, henni að óvörum, þar sem hún lá léttklædd á nuddbekk, og beitti ákærði D ólögmætri nauðung með því að m isnota sér það traust sem hún bar til hans. Telst þetta varða við 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Af hálfu ákæruvaldsins er þess krafist að ákærði verði d æmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Í ákæru eru teknar up p eftirfarandi einkaréttarkröfur: A. A krefst þess að ákærði verði dæmdur til greiðslu 2.500.000 króna miskab óta með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 1. janúar 2010 þar til mánuður er liðinn frá birtingu bótakröfunnar, en frá þeim degi með dráttarvöxtum s amkvæmt 1. mgr. 9. gr. sömu lag a til greiðsludags. Þá verði ákærði dæmdur til greiðslu réttargæsluþóknunar. B. B krefst þess að ákærði verði dæmdur til greiðslu 2.500.000 króna miskab óta með vöxtum samkvæmt 8. gr., sbr. 4. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá árinu 2010 til þess dags þegar mánuður er liðinn frá birtingu bótakröfunnar , en frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags. Þá verði ák ærði dæmdur til greiðslu réttargæsluþóknunar . C. C krefst þess að ákærði verði dæmdur til greiðslu 2.500.000 króna miskab óta með vöxtum samkvæmt 8. gr., sbr. 4. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá árinu 3 201 1 til þess dags þegar mánuður er l iðinn frá birtingu bótakröfunnar , en frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags. Þá verði ákærði dæmdur til greiðslu réttargæsluþóknunar . D. D krefst þess að ákærði verði dæmdur til greiðslu 2.500.000 k róna miskab óta með vöxtum samkvæmt 8. gr., sbr. 4. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 30. mars 2015 til þess dags þegar mánuður er liðinn frá birtingu bótakröfunnar , en frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sö mu laga til greiðsludags. Þá verði ákærði dæmdur til greiðslu réttargæsluþóknunar . Ákærði krefst aðallega sýknu af kröfum ákæruvaldsins og að framlögðum bótakröfum verði vísað frá dómi, en að því frágengnu verði hann dæmdur til vægustu refsingar sem lög leyfa og dæmdar bætur stórlega lækkaðar. Þá verði málsvarnarlaun verjanda greidd úr ríkissjóði. I. - Bakgrunnur ákærða . Ákærði lærði nudd við Naturmedicinske Kursuscenter í Kaupmannahöfn og á að baki 408 klukkustunda nám, sem hann segir hafa tekið um tvö ár. Hann kveðst hafa lært margvíslegar nuddaðferðir við meðhöndlun stoðkerfisvandamála, þar á meðal svokallaða He ller tækni, sem vakti athygli hans. Ákærði kveðst einnig hafa sótt verkleg námskeið á Spáni og meðal annars lært hnykkingar af naprapata. Í framhaldi byrjaði hann að þróa sínar eigin kenningar um hvernig best sé að meðhöndla stoðkerfisvandamál. Hann vann í og á fleiri stöðum 2002 - 2005 þá er hann hóf sjálfstæðan rekstur og hélt áfram að þróa sínar aðferðir. Árið 2009 flutti ákærði starfsemina að og leigði þar eitt herbergi hjá heilsu - og heilunarmiðstöðinni . Þaðan flutti hann að í kringum 201 3 og opnaði meðhöndlunarstofuna . Samkvæmt heimasíðu félagsins sérhæfir stofan sig í að leiðrétta líkamsstöðu viðskiptavina sinna og býður upp á meðferð sem felst í að styrkja líkamann með sérstökum teygjum og æfingum þar sem notast er við þyngdaraflið til að koma líkamanum aftur í náttúrulega stöðu sína, frjálsan frá sársauka. flutti til 2017. Að sögn ákærða hefur hann undanfarna tvo áratugi sérhæft sig í stoðkerfismeðhöndlun og segir að í því felist háhraðahnykkingar og nudd, leiðrétting á stoð kerfi og líkamsstöðu, losun á bandvef og örvef, meðhöndlun á orkuflæði líkamans og losun á líkamsspennu. Í sumum tilvikum felist meðferð í því að fara inn í grind 4 viðskiptavinarins, ýmist gegnum leggöng eða endaþarm og séu þá notaðir fingur, svo sem þegar lagfæra þarf bandvef í leggöngum eða rétta rófubein. Ákærði hafi byrjað að þróa þessa innri meðferð 2009 eftir að osteópati hjálpaði eiginkonu hans við þungunarvanda, en í kjölfarið hóf ákærði að vinna með tíðaverki kvenna og móðurlífið almennt, meðal anna rs að losa um eggjastokka, ýmist utanfrá eða gegnum leggöng. Hann kveðst í þessu sambandi hafa stúderað osteópatíu, horft á myndbönd og dregið mikinn bjóða konum upp á in nri meðferð og fljótlega spurst út að hann næði árangri. Fyrir dómi kvaðst ákærði ýmist hafa meðhöndlað um 50 konur eða hundruð kvenna með þessum hætti og sagði markmið meðferðar meðal annars að losa um örvef eða samgróninga í slímhúð, aðstoða konur með gr indargliðnun í tengslum við meðgöngu og fæðing u og að . Ákærði sagði innri meðferð einnig góða til að hjálpa konum sem eiga í erfiðleikum með að fá fullnægingu og taldi upp, sem fleiri ástæður fyrir slíkri meðferð, kvartanir kvenna um sársauka við samfarir, þráláta Ákærði kveðst einnig hafa veitt körlum innri meðferð, svo sem vegna vandamála frá blöðruhálskirtli og þvagb löðru og til að lagfæra skekkjur eða brot á rófubeini. Hann segir engar reglur gilda um þá meðferð sem hann veitir og kveðst ekki tilheyra neinni fagstétt eða fagfélagi á því sviði sem hann starfar. Ákærði kveðst sjaldan hafa skráð sjúkrasögu eða meðferðar áætlun viðskiptavina á blað, þó gert það stundum, en þau blöð bara safnast upp í bunka án þess að hann hefði not af þeim síðar. Fyrir dómi kvaðst ákærði aldrei hafa stan di ekki í bók þýði það ekki að þeir virki ekki. Aðalatriðið sé að fólki líði vel þegar aðrir geti ekki hjálpað og séu búnir að gefast upp á. Ákærði hefur hvorki lagt fyri r dóminn gögn um námslok eða prófgráðu frá danska náttúrulækningaskólanum né heldur um lyktir annarra námskeiða. I I. - Upphaf lögreglurannsóknar og dómkvaðning matsmanna. 1. Á tímabilinu 2. janúar til 11. desember 2018 lögðu 11 konur fram kærur á hendur ákærða fyrir kynferðisbrot, en konurnar áttu sammerkt að hafa leitað meðhöndlunar hjá ákærða. Málin fengu eftirgreind númer í málaskrá lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu: 5 21406, 2 6075, 26254, 71958, 71962, 73228, 73541, 74513, 74516, 79012 og 83624. Undir rannsókn máls voru N sérfræðingur í stoðkerfissjúkraþjálfun og O sérfræðingur í kvensjúkdóma - og fæðingarsjúkraþjálfun dómkvödd til að leggja sérfræðilegt mat á hvort og þá að hva ða marki starfsaðferðir ákærða samrýmast viðurkenndum aðferðum nuddfræðinnar, hvort ákærði hafi hagað meðferð hlutaðeigandi 11 kvenna í samræmi við viðurkenndar verklagsreglur og hvort sú meðferð sem hann bauð upp á krefðist ákveðinnar menntunar, þjálfunar eða leyfa. Matsbeiðninni fylgdu nánar tilgreindar spurningar. Að því er sérstaklega varðar kæru A er spurt hvort meðhöndlun eða nudd um leggöng í þeim tilgangi að losa um grindargliðnun sé viðurkennd aðferð í nuddfræðum. Að því er sérstaklega varðar kæru r D og C er spurt hvort meðhöndlun eða nudd um leggöng í þeim tilgangi að draga úr tíðaverkjum, samdráttarverkjum, bakverkjum, náraverkjum eða mjaðmaverkjum sé viðurkennd aðferð í nuddfræðum. Að því er aðeins varðar kæru C er og spurt hvort meðhöndlun eða nudd um leggöng í þeim tilgangi að losa festur í vöðvum og slímhúð í kringum lífbein og fyrir aftan lífbein sé viðurkennd aðferð í nuddfræðum. Í matsgerð sérfræðinganna 8. október 2019, sem þeir staðfestu fyrir dómi, segir að sérstaða málsins felist í því að ákærði tilheyri ekki neinni fagstétt eða fagfélagi og gildi því fáar reglur um starfsemi hans. Af samanburði á lögum og reglum um starfsstéttir sem nálgast þær aðferðir sem ákærði stundar megi helst finna samsömun við starfsemi hans í lögum nr. 34/2005 um græðara. Í matsgerðinni eru nefnd dæmi um vandamál í grindarbotni kvenna þar sem innri meðferð geti átt við, þar á meðal verkir í grindarbotni og grindarholi, verkir í leggöngum, samfarasársauki, verkir í rófubeini og vefjagigt. Ekkert tilgreindra vand amála hafi verið ástæða komu umræddra 11 brotaþola til ákærða að frátöldum verkjum í rófubeini. Að því er varðar nánar tilgreindar spurningar segja matsmenn að í sjúkraþjálfun tíðkist ekki að losa um grindargliðnun eða meðhöndla mjaðmagrindarverki gegnum l eggöng heldur fari slík meðferð fram utanfrá. Sama gildi almennt um meðhöndlun á lífbeini. Þá segir í matsgerð að í spöng kvenna séu hvorki liðbönd né vöðvafestur. Í sérhæfðri sjúkraþjálfun sé hins vegar viðurkennd aðferð til að meðhöndla örvef á spangarsv æði eftir fæðingar, en þá geti slíkur örvefur myndast þegar rof verður á slímhúð og mjúkvefjum í leggöngum. Örvefur geti ekki myndast bakvið lífbein. Þá sé losun lífbeins innanfrá hvorki þekkt né viðurkennd meðferð í sjúkraþjálfun. Að því er varðar tíðaver ki segja matsmenn að slík meðferð tíðkist ekki gegnum leggöng og bakverkir, náraverkir og mjaðmaverkir séu ávallt meðhöndlaðir utanfrá. Þeir segja 6 hugtakið samdráttarverki afar víðfeðmt og telja langsótt að slíkir verkir verði meðhöndlaðir gegnum leggöng. Sérhæfðir sjúkraþjálfarar meðhöndli þó skeiðarkrampa í grindarbotnsvöðum gegnum leggöng. Um meðhöndlun gegnum leggöng og gegnum endaþarm til að lagfæra rófubein segja matsmenn að slíkar meðferðir séu vandasamar og krefjist góðrar þekkingar á líffærafræði s ömu svæða. Við nudd á nárasvæði sé mikilvægt að gæta virðingar og fara ekki of nálægt kynfærasvæði. Matsmenn nefna að samkvæmt kæruskýrslum hafi D leitað til ákærða vegna verkja í öxl og mjöðm, A vegna verkja í hálsi og baki og C vegna verkja í mjóbaki og mjaðmagrind. Samkvæmt viðurkenndum meðferðum í sjúkraþjálfun gefi ekkert þessara vandamála ástæðu til að meðferð fari fram gegnum leggöng og/eða endaþarm. Matsmenn slá því föstu að nuddarar stundi ekki meðferð á kynfærasvæði eða innri meðferð gegnum legg öng og endaþarm. Til að stunda slíka meðferð þurfi sjúkraþjálfarar sérfræðikunnáttu og þjálfun og starfi yfirleitt undir leiðsögn sérfræðinga í kvensjúkdóma - og fæðingarsjúkraþjálfun. Þá segir í samantekt matsmanna að ákærði standist ekki menntunarkröfur h eilsunuddara. Markmið, gildissvið og skilgreining á starfsemi græðara nái hins vegar utan um starfssvið ákærða, en hann nái ekki að mæta menntunarkröfum græðara. Ákærði stundi háhraðahnykkingar og innri meðferð gegnum leggöng og endaþarm, sem hann segist s jálfmenntaður í. Tilgangur meðferðar sé óskýr og á vanti að skjólstæðingar hans séu upplýstir um hana. Þá liggi ekki fyrir skriflegt eða munnlegt samþykki skjólstæðinga og ákærði haldi ekki skráningu um skjólstæðinga sína. Að teknu tilliti til þeirra krafn a sem gerðar séu til þeirra er stunda sambærilegar aðferðir er það niðurstaða matsmanna að ákærði hafi ekki tilhlýðilega menntun til að stunda þá meðferð sem hann býður upp á. 2. Að lokinni lögreglurannsókn voru mál nr. 26075, 26254, 71962, 74513, 74516, 79012 og 83624 felld niður, en ákæra gefin út á hendur ákærða vegna kæru D (mál 21406), kæru B (mál 71958), kæru A (mál 73228) og kæru C (mál 73541). Ákærði tengir kærur kvennanna við áhrif Me too hreyfingarinnar, sem spratt upp í Bandaríkjunum í október 2017, en í kjölfarið steig fjöldi íslenskra kvenna fram á sjónarsviðið og greindi frá reynslu sinni af kynferðislegri áreitni og kynferðislegu ofbeldi, ýmist á samfélagsmiðlum eða í fjölmiðlum. Ákærði neitar sök í málum A, B , C og D og telur kærur þeirra o g annarra kvenna afsprengi þessarar hreyfingar. Þær séu byggðar á fölskum grunni og megi rekja beint eða óbeint til aðkomu og afskipta Ý 7 lögmanns, sem var réttargæslumaður kvennanna á rannsóknarstigi. Aðkomu Ý er lýst í VI. kafla hér á eftir. I II . - Lögre gluskýrslur af samstarfsmönnum ákærða . Í þágu rannsóknar á meintum kynferðisbrotum tók lögregla skýrslur af J þáverandi eiginkonu ákærða, L nuddara, K osteópata og M iðjuþjálfa og nuddara, sem áttu sammerkt að hafa unnið með ákærða á meðhöndlunarstofunni . J kvaðst hafa kynnst ákærða 2006 og byrjað að vinna með honum 2013. Frá þeim tíma vissi hún um nokkur tilvik þar sem ákærði hefði meðhöndlað viðskiptavini gegnum leggöng og endaþarm og hún verið viðstödd í nokkur skipti vegna réttingar á rófubeini. H ún kvað ákærða ekki gera þetta nema að fengnu samþykki viðskiptavinarins og frá 2014 hafi verið byrjað að hafa samþykkið skriflegt. L kvaðst hafa unnið hjá ákærða á í 2014 og 2015, notið þar leiðsagnar hans í nuddnámi og oft byrjað meðhöndlun viðskiptavina áður en ákærði tók við. L kvaðst ekki vita til þess að ákærði hafi meðhöndlað konur á kynfærasvæði eða gegnum leggöng, en vissi að slíkt væri viðurkennt og þá framkv æmt af læknum og osteópötum, ekki hefðbundnum nuddurum. L vissi hins vegar að ákærði hefði í einhver skipti meðhöndlað karla og konur gegnum endaþarm í þeim tilgangi að laga rófubein og hann verið viðstaddur slíka meðferð í eitt skipti. K kvað starfsheitið osteópatíu svipa til sjúkraþjálfara og kírópraktora og vinnan snúast um stoðkerfisvandamál, en með öðruvísi hugmyndafræði og nálgun á mannslíkamann. Hann kvaðst hafa byrjað að vinna hjá ákærða á í í júní 2017 og verið þar í 18 mánuði. K kvaðst þek kja til meðferða þar sem unnið væri gegnum leggöng kvenna og gegnum endaþarm og taldi að í einhverjum tilvikum gætu verið rök fyrir slíkri meðferð, en það væri ekki fyrsta val og myndi eiga sér aðdraganda. Hann kvaðst ekki hafa vitað að ákærði meðhöndlaði konur á kynfærasvæði eða gegnum leggöng fyrr en málefni ákærða bárust í fjölmiðla, en í kjölfar þess hafi ákærði opnað sig gagnvart honum og sagst hafa veitt viðskiptavinum meðferð gegnum leggöng og endaþarm. M kvaðst hafa unnið með ákærða á í 2016 og 2017. Hún kvaðst hafa vitað að ákærði meðhöndlaði einhverja viðskiptavini gegnum endaþarm og þá til að laga og rétta rófubein. Hins vegar hafi hún aldrei vitað að ákærði meðhöndlaði konur á kynfærasvæði eða gegnum leggöng og sagðist aldrei hafa heyrt a f slíkum meðferðum. 8 I V . - Dómsframburður samstarfsmanna ákærða . J var gift ákærða frá 2012 til janúar 2020. Hún kvaðst hafa byrjað að vinna með ákærða á meðhöndlunarstofunni 2012 - 2013 eftir að hún flutti að . J hafi síðan rekið frá stofnun og unn ið þar við móttöku og tímapantanir. Aðspurð um menntun ákærða og hvort hann hafi haft prófskírteini eða viðurkenningar á veggjum meðhöndlunarstofunnar sagði J Um annað viti hún ekki. Hún kvað þau hafa verið með þrjú herbergi í og jafn mörg eftir að stofan flutti til . Stofan hafi gengið vel, þau tekið á móti 3 - 5 viðskiptavinum á hverri klukkustund og allt að 20 - 30 á dag. Hún kvaðst ekki vita hvort viðskiptavinir hafi almennt vitað hvaða meðferðir væru í boði og ekki vita hvort aðrir starfsmenn en ákærði hafi veitt innri meðferð um leggöng og/eða endaþarm. Hún kvaðst hafa verið viðstödd í eitt skipti þegar ákærði veitti konu innri meðferð og minnti að það hafi verið á árinu 2013. Áður en til þess k om hafi konan fengið viðtal og verið kynnt hvað til stæði, J útbúið skjal og konan undirritað samþykki sitt fyrir meðferðinni. Konan hafi óskað eftir að J væri viðstödd og hún sest við hlið konunnar, nálægt höfði og haldið í hönd hennar meðan á meðferð stó ð. J kvaðst ekki vita hvaða mein ákærði var að laga eða hvort hann hafi veitt meðferð gegnum leggöng eða endaþarm, en konan hafi verið í buxum og nærbuxum, með lak yfir sér, legið á hliðinni og snúið að J . Ákærði hafi staðið fyrir aftan konuna, með hanska á höndum, dregið buxur hennar aðeins niður og veitt sína meðferð. L kvaðst halda að það hafi verið sem hann var að læra nudd í , þurfti að klára samning á stofu og komst að hjá ákærða. Þegar viðskiptavinur var að koma í fyrsta skipti hafi yfirleitt verið rætt hvað ætti að gera og stundum eitthvað verið skrifað á blað. L hafi svo byrjað að nudda viðskiptavin í einu hverbergi, ákærð i svo tekið við, L þá fært sig í næsta herbergi og nuddað þar áður en ákærði tók við. Hann kvaðst aldrei hafa verið viðstaddur innri meðferð gegnum leggöng og ekki hafa vitað að ákærði gerði slíkt. L hafi hins vegar í eitt skipti verið viðstaddur lagfæring u á rófubeini gegnum endaþarm. K kvaðst hafa lokið fjögurra ára osteópatanámi í Svíþjóð vorið komið heim og fengið vinnu á meðhöndlunarstofu ákærða í júní sama ár. Hann sagði fólk ekki hafa pantað tíma hjá öðrum þeirra sérstaklega, en yfirleitt hafi tveir viðskiptavinir mætt á sama tíma og K og ákærði unnið saman með þá flesta. Þegar svo háttaði til hafi ákærði stjórnað meðferð hvers og eins. K kvað ekki hafa tíðkast að gerð væri sérstök meðhöndlunaráætlun þegar fólk kom í fyrsta sinn. Hann kvaðst al drei hafa verið 9 viðstaddur þegar ákærði veitti innri meðferð og ekki hafa upplifað að fólk væri að koma til þeirra með nein þau vandamál sem kölluðu á slíka meðferð í þau tæp tvö ár sem hann vann hjá . K kvaðst aldrei í sínu námi hafa fengið kennslu í i nnri meðferð. Slíkt hafi sótt þá þekkingu annað. K bar að eftir að málefni ákærða bárust í fjölmiðla hafi ákærði sagt honum frá þessum meðferðum og hvað hann væri að gera. Fjölmiðlaumfjöllunin hafi reynst mikið högg fyrir og verið helsta ástæðan fyrir því að K flutti sig annað. - 6 ára nám að baki. Ákærði væri hins vegar búinn að þróa sínar eigin aðferðir út frá 15 ára reynslu. Á þeim tíma sem þeir unnu saman hafi ákærði ekki verið mikið í nuddi og Heller. M er iðjuþjálfi og bætti við sig nuddnámi . Áður en hún hóf það nám, líklega , kva ðst hún hafa fengið vinnu á meðhöndlunarstofu ákærða og vildi læra af honum. Hún hafi verið þar í um eitt ár og nuddað viðskiptavini áður en ákærði tók við. Þegar viðskiptavinir voru að koma í fyrsta sinn hafi verið rætt um hvað þyrfti að gera án þess að g erð væri formleg meðferðaráætlun. M sagði ákærða hafa farið sínar eigin leiðir, ekki i. Þannig kæmi fólk haltrandi til hans og gengi svo fullhraust út. M sagði ákærða oft hafa vandann, til dæmis vöðvafestu í læri, sem hann síðan losaði um. M sagði ákærða umdeildan í faginu, en væri engu að síður góður í sínu og þess vegna hafi hún viljað vinna hjá honum. V . - Dómsframburður matsmanna . N matsmaður og sérfræðingur í stoðkerfissjúkraþjálfun bar fyrir dómi að stoðkerfi líkamans væri fyrst og fremst beinagrin din, vöðvar og annað sem henni tengist og að líffærakerfi fólks, þar á meðal móðurlíf kvenna, væri gjörólíkt kerfi, sem félli utan almennrar stoðkerfismeðhöndlunar. Hann sagði matsmenn hafa hitt ákærða einu sinni meðan á matsferli stóð og innt hann eftir m enntun og aðferðafræði til að finna réttar forsendur fyrir matsgerð. Ákærði hafi sagst hafa lært nudd í Danmörku og í ljós komið að hann sótti námskeið hjá viðurkenndum skóla og var þar í 408 klukkustundir. Hann hafi hins vegar ekki sýnt fram á að hafa lok ið prófi frá þeim skóla og/eða hlotið 10 viðurkenningu þaðan sem fullnuma nuddari. Ákærði hafi einnig sagst hafa sótt námskeið í Heller tækni hjá sama skóla, en gat ekki sýnt fram á það með skjalfestum hætti. N kvaðst ekki vita til þess að tengsl væru á milli beitingar á Heller tækni og innri meðferðar gegnum leggöng og/eða endaþarm. Á fundinum með ákærða hafi komið í ljós að hann vildi starfa með óhefðbundnum hætti og utan fagfélaga. Hann hafi þó ekki útskýrt nákvæmlega í hverju meðhöndlun fælist og því erfit t að festa fingur á aðferðafræði hans. N kvað vel þekkt að farið væri inn í endaþarm til að rétta af rófubeinsbrot, en þetta væri mjög sérhæfð aðgerð, sem tengist ekki sérmenntun hans í stoðkerfissjúkraþjálfun. Hann kvaðst ekki geta ímyndað sér undir hvaða kringumstæðum grindargliðnun væri lagfærð gegnum leggöng, en hér væri á ferð ákveðin tegund af losi, oft tengt meðgöngu og fæðingu og fælist meðferð fyrst og fremst í því að kenna konum að byggja upp vöðva að nýju með æfingum. Þá sagði N að ef sjúklingur glímdi við vanda í setbeini og losa þyrfti um festur í því sambandi væri aldrei ástæða til að meðhöndlari færi með hendur inn á kynfærasvæði. Aðspurður um þá kvilla sem brotaþolar í þessu máli segja að hafi leitt þær á fund ákærða bar N að í engu tilvikann a hafi blasað við að meðhöndla konurnar gegnum leggöng eða endaþarm. O matsmaður og sérfræðingur í kvensjúkdóma - og fæðingarsjúkraþjálfun bar fyrir dómi að samkvæmt upplýsingum frá ákærða hafi hann sótt einhver námskeið í nuddfræðum í Danmörku, en væri a ð öðru leyti meira og minna sjálfmenntaður og lært mest af því að lesa bækur utan skóla og horfa á myndbönd. Hún sagði ákærða ekki hafa framvísað gögnum um að hann hafi lært háhraðahnykkingar eða innri meðferð gegnum leggöng og/eða endaþarm. Þegar rætt var við ákærða hafi hann sagt að hann vildi ekki skrá sjúkraskýrslur af neinu tagi þar sem hann vildi ekki vera eins og aðrir. Aðspurður um þá innri meðferð sem hann veitti hafi ákærði meðal annars sagst nota hana til að losa um spennu og streitu og losa um b andvef og örvef í leggöngum kvenna. O kvað þetta ekki samrýmast sinni sérþekkingu, en sjálf noti hún stundum innri meðferð til að skoða og kanna ástand í móðurlífi kvenna, en síðan tæki við meðferð, sem yfirleitt væri í formi æfinga. O tiltók sérstaklega a ð hún þekkti ekki til þess að streitulosun færi fram gegnum leggöng og sagði að í spöng væru hvorki liðbönd né vöðvafestur. Örvefur gæti myndast í leggöngum eftir fæðingu og þá væri stundum farið inn til að draga úr einkennum. Ef örvefur lægi djúpt væri hl utaðeigandi ávallt vísað til sérfræðilæknis, sem tæki ákvörðun um aðgerð, en örvef væri aldrei hægt að nema á brott. O kvað meðferð við grindargliðnun yfirleitt fara fram utanfrá og sagði tíðaverki og meðhöndlun þeirra ekki hafa nein tengsl 11 við innri skoðu n eða innri meðferð. Aðspurð um þá kvilla sem brotaþolar í málinu segja að hafi leitt þær á fund ákærða bar O að ekkert orsakasamband væri á milli vandamála kvennanna og þess sem ákærði gerði og að í öllum tilvikum hafi meðferð átt að fara fram utanfrá. VI . - Dómsframburður Ý réttargæslumanns . Ý lögmaður var réttargæslumaður A, B , C og D á rannsóknarstigi máls. Við þingfestingu málsins reis ágreiningur um hæfi Ý til að vera réttargæslumaður B , C og D fyrir dómi vegna fyrri aðkomu að málefnum þeirra. Boðaði verjandi að ákærði myndi leiða Ý sem vitni og því mætti hún ekki gæta hagsmuna brotaþola fyrir dómi. Með úrskurði Landsréttar 21. júlí 2020 var staðfest sú niðurstaða héraðsdóms að synja um skipun Ý sem réttargæslumanns. Ý bar fyrir dómi að hún hafi á árum áður sinnt réttargæslu í töluverðum mæli og einhver aukning orðið á konum sem leituðu til hennar í kjölfar Me too vakningarinnar 2017. Hún sagði 32 konur hafa haft samband, sem allar hafi lýst áþek kri reynslu af ákærða. Hún kvaðst ekki vita af hverju svo margar konur leituðu til hennar, en gat þess að hún hafi verið á lista lögreglu, Stígamóta, Kvennaathvarfsins og fleiri hagsmunaðila yfir lögmenn sem væru reiðubúnir að sinna réttargæslu. Þess utan hafi hún auglýst ókeypis ráðgjöf fyrir þolendur kynferðisofbeldis á Facebook síðu lögmannsstofunnar og veitt nokkur viðtöl í fjölmiðlum. Ý kvaðst haga vinnslu allra mála á sama veg með því að fylla út staðlað eyðublað frá lögreglu vegna væntanlegrar kæru, en þar eigi meðal annars að koma fram upplýsingar um meint brot. Til að afla slíkra grunnupplýsinga kalli Ý brotaþola á sinn fund og fær viðkomandi til að greina frá atvikum í stórum dráttum. Þegar hún hitti brotaþola leggi hún áherslu á að þeir rifji atv ik vel upp og séu undirbúnir fyrir næsta skref, sem sé að mæta með henni til skýrslugjafar hjá lögreglu. Borin voru undir Ý tiltekin ummæli hennar í viðtali við Morgunblaðið 2015, sem hún staðfesti, en sagði fráleitt fela í sér að hún væri að pikka í m inni brotaþola og hafa efnisleg áhrif á frásögn þeirra. Hún kvaðst í engu tilviki þrýsta á konur að leggja fram kærur. Nánar er vikið að vitnisburði Ý í X. kafla. VII . - Meint brot ákærða gegn A. 1. 12 A mætti á lögreglustöð 2. nóvember 2018 í fylgd Ý ré ttargæslumanns og lagði fram kæru á hendur ákærða fyrir kynferðisbrot. Hún kvaðst hafa kynnst ákærða gegnum sameiginlegt áhugamál, , sem væri líf hennar og yndi og væru foreldrar hennar einnig virkir þátttakendur í íþróttinni. Móðir hennar hafði leitað til ákærða og hún og fleiri sagt til ákærða í 5 - 10 skipti yfir alllangt tímabil og sagði þá meðhöndlun hafa verið eðlilega í alla staði. Hún kvaðst halda að hún hafi veri ð 15 ára þegar hún fór til hans í fyrsta skipti. Seinna, þegar A var orðin 17 ára og komin með bílpróf, hafi hún leitað aftur til ákærða vegna vandamála í baki eða hálsi og fengið hjá honum hálskraga. Ákærði hafi þá verið með meðhöndlunarstofu að og me ðferð A lotið að því að hnykkja hana og losa um hryggjarliði. Í eitt skipti hafi ákærði einnig ætlað að losa um eitthvað í mjöðmum hennar og A talið það lið í meðferðinni. Hún hafi þá legið á nuddbekknum í rauðum brjóstahaldara og nærbuxum einum klæða og k vaðst minna að hún hafi verið á bakinu þegar ákærði byrjaði að nudda nára hennar og því næst káfa á kynfærum hennar og nudda snípinn utanklæða. A kvaðst hafa orðið stjörf af hræðslu, ekki komið upp orði, en verið þess viss að ákærði héldi að hann væri að ö rva hana kynferðislega. Sú hafi ekki verið raunin, en hún fundið að ákærði örvaðist. Í framhaldi hafi hann farið inn fyrir nærbuxur hennar, rennt fingri eða fingrum inn í leggöng og byrjað að putta hana á fullu. Virtist A sem ákærði örvaðist enn meira við þetta og biði eftir viðbrögðum frá henni. Hún kvaðst á þessum tímapunkti hafa verið lömuð á bekknum og ekki hafa vitað hvað hún ætti að gera, en var þess fullviss að ákærði ætlaði að hafa við hana samræði gegn vilja hennar. Ákærði hafi svo fært sig frá bek knum til að læsa að þeim og A þá notað tækifærið, reist sig af bekknum, klætt sig í flýti og farið út með tárin í augunum. Hún sagði engin orðaskipti hafa átt sér stað frá því að ákærði hóf að nudda kynfæri hennar og þar til hún yfirgaf meðferðarherbergið. Eftir þetta atvik hafi ákærði ítrekað gengið á eftir því að hún skilaði hálskraganum og hún að lokum sent honum SMS skilaboð um að hann gæti gleymt þessum kraga og skyldi ekki voga sér að yrða á hana aftur, annars myndi hún segja frá því sem hann gerði. Ák ærði hafi svarað þeim skilaboðum, beðist afsökunar á framferði sínu, sagst hafa misst hausinn og villst af réttri braut í smá stund. A taldi að þá hafi verið liðið hálft til eitt ár frá atvikinu í . A kvaðst hafa sýnt móður sinni skilaboðin og greint he nni frá atvikum, en jafnframt sagt að hún vildi alls ekki kæra ákærða þar sem hún myndi ekki lifa það af ef þetta spyrðist inn í samfélagið, sem henni væri svo kært. 13 A sagði að í kjölfar atviksins hafi hún oft séð ákærða í og einatt upplifað niður lægingu, skömm, reiði og hatur. Hann hafi meira að segja gerst svo djarfur að bjóða foreldrum hennar í b r úðkaup sitt fyrir nokkrum árum síðan. Hún hafi þá verið búin að segja þeim báðum frá því sem gerðist í samskiptum hennar og ákærða og vildi hvorugt vit a meira af honum. A kvaðst vera búin að sjá mikið eftir því að hafa ekki lagt fram kæru á sínum tíma og hélt að mál hennar væri löngu fyrnt þegar umræða reis um að ákærði hefði brotið gegn öðrum konum. A hafi þá leitað til Ý , viljað styðja við frásögn anna rra kvenna um framferði ákærða, greint Ý frá reynslu sinni og Ý sagt að mál hennar væri ófyrnt. Í framhaldi hafi A tekið ákvörðun um að leggja fram sína kæru. 2. Ákærði greindi frá atvikum með ólíkum hætti við yfirheyrslu hjá lögreglu 22. nóvember 2018. Hann kvaðst hafa kynnst A gegnum íþróttina, hafa þekkt hana lengi, hún leitað til hans á meðhöndlunarstofunni í þegar hún var 16 - 17 ára, eða 17 - 18 og komið í nokkur skipti vegna stoðkerfisvandamála. Eftir það hafi þau hist á árshátíð 2010 og ne isti kviknað milli þeirra. Í kjölfarið hafi þau verið í SMS samskiptum og í ljós komið að þau vildu hvort annað kynferðislega. Þau hafi því mælt sér mót á stofunni í , að afloknum vinnudegi þegar aðrir voru farnir. Þar hafi ákærði byrjað að nudda hana o inn í leggöngin, en kvaðst svo ekki muna það. Hann hafi síðan ætlað að læsa að þeim, i hafi jánkað því, ákærði í framhaldi nuddað hana eitthvað smá, þau rætt saman á meðan og svo hafi allt verið búið. Ákærði kvaðst ekki hafa áttað sig á að eitthvað væ ri að í samskiptum þeirra fyrr en um ári seinna þegar hann rak á eftir A að skila hálskraga sem hann hafði lánað henni. Hún hafi brugðist ókvæða við og sagt honum að hætta að rukka hana um hálskragann, annars myndi hún segja konunni hans og öðrum að hann v æri að putta 18 ára stelpur. Ákærði hafi sagt henni að sér fyndist leitt að hún skyldi halda eitthvað svoleiðis. Eftir þetta hafi þau oft hist, djammað saman í og aldrei verið neitt vesen í samskiptum þeirra. Borin var undir ákærða sú frásögn A að hann hafi verið að nudda hana, því næst byrjað að nudda sníp hennar gegnum nærbuxur, í framhaldi farið inn fyrir buxurnar, stungið fingri inn í leggöng hennar og byrjað að putta hana. Ákærði kvaðst halda að þessi 14 lýsing A gæti verið nærri lagi, minnti þó að A hafi verið komin úr nærbuxunum og sagði kvaðst ætla að læsa að þeim. Þá stæðist heldur ekki frásögn A um hvað gerðist eftir að ákærði fór frá bekknum til að læsa. Ákærð i kannaðist við að þau hafi í kjölfarið átt í SMS samskiptum vegna hálskragans og kannaðist við að hafa sagst hafa misst höfuðið um stund og villst af réttri braut, en það hafi verið gagnvart konunni hans. 3. A mætti aftur til skýrslugjafar 4. desember 201 8. Nánar aðspurð um atvikið í kvaðst hún halda að hún hafi verið 17, 18 eða 19 ára þegar það gerðist. Borinn var undir A framburður ákærða um að þau hafi verið að skjóta sér saman á árshátíð og í framhaldi mælt sér mót á meðhöndlunarstofu ákærða ti l að geta verið saman. A kvað ekkert slíkt hafa gerst og sagði framburð ákærða kjaftæði. Hún hafi aldrei litið við ákærða, aðeins leitað til hans í meðferðarskyni og benti á að hann hafi verið vinur foreldra hennar og miklu eldri en hún. Í lok skýrslugjafa r lét A þessi orð falla um ákærða: 4. Í þágu rannsóknar málsins tók lögregla skýrslur af F og H foreldrum A, E kærasta hennar, G einkaþjálfara og J þáverandi eiginkonu ákærða. H bar að hún hafi séð SMS skilaboð frá ákærða til A með einhvers konar afsökunarbeiðni og ummælum um að hann hefði misst hausinn, en mundi að öðru leyti ekki hvers efnis textinn var. Í framhaldi hafi A sagt H að ákærði hefði brotið gegn henni, án þess að greina frá því í sm áatriðum og H samþykkt að þetta færi ekki lengra vegna hins litla og þétta hóps sem væri. F gat ekkert borið um meint atvik í , en sagði að þegar nafn ákærða bæri á góma fylltist A alltaf hryllingi og kallaði hann viðbjóð. Hann kvaðst muna eftir að hafa séð SMS skilaboð frá ákærða til A með einhvers konar afsökunarbeiðni, en mundi ekki nánar hvers efnis textinn var. E kvaðst hafa byrjað með A í ársbyrjun og um vorið hafi hún sagt honum frá atvikinu í , sem E greindi frá í endursögn með líkum hætti og A. Hann kvaðst svo hafa verið með A á í maí eða júní 2017, hún þá bent honum á ákærða og h an n g efið sig að A eins og ekkert hefði í skorist. G kvaðst hafa verið einkaþjálfari A í , trúlega 2014 og þau einhverju sinni verið að ræða um kíróp raktora og þess háttar. G hafi minnst á ákærða í því sambandi, A 15 G hafi síðar verið á , hitt þar A og hún brjálast yfir því að ákærði væri á staðnum. J kv aðst þekkja A gegnum íþróttina, en ekki hafa vitað að hún hafi verið í meðferð hjá ákærða. J kvaðst hafa séð að ákærði og A döðruðu við hvort annað með SMS skilaboðum 2010/2011 og hún fyrirgefið það. 5. Í málinu liggja fyrir skýrsla Í sálfræðings 4. apríl 2009 og bréf hennar 7. janúar 2020. Samkvæmt skýrslunni leitaði A til sálfræðingsins 2009 og var greind með mikla ofvirkni og einkenni um athyglisbrest (ADHD), auk kvíða og depurðar, sem sálfræðingurinn tengdi við ADHD. Mælt var með l yfjagjöf, enda A klár og flott stelpa sem gæti nýtt hæfileika sína betur ef hún næði tökum á ofvirkninni. Í bréfinu kemur fram að A hafi leitað aftur til sálfræðingsins í kjölfar fæðingar dóttur sinnar og þá liðið mun verr. Sambandið við barnsföður haf ði liðið undir lok og það ekki endað á góðum nótum. Í þessum gögnum er ekki minnst á samskipti A við ákærða. Þá liggur fyrir greinargerð I sálfræðings, sem veitti A 14 meðferðarviðtöl í janúar - febrúar 2019 og febrúar - júlí 2020 og skilaði áliti um meðferðin a 20. ágúst 2020. Samkvæmt greinargerðinni ræddi A meint kynferðisbrot ákærða í öllum viðtölum og áhrif þess á líðan hennar. Í samantekt sálfræðingsins kemur fram að A hafi greinst með alvarlega áfallastreituröskun, sem rekja megi til meints kynferðisofbel dis og síðari atburða því tengdu. Áfallameðferð hafi enn ekki skilað árangri, en forsenda fyrir því sé að viðkomandi upplifi þokkalegt öryggi í eigin lífi og einhver tími hafi liðið frá umræddu áfalli. Í tilviki A upplifi hún ekki að hættan sé liðin hjá og finnist sér ógnað bæði heima og að heiman. Telur sálfræðingurinn mikilvægt að meðferð verði fram haldið þegar málaferlunum lýkur og að þá verði sett í algeran forgang að styðja A í átt að betri líðan, heilsu og lífsgæðum. 6. Fyrir dómi greindi ákærði fr á því að hann hafi þekkt A gegnum íþróttina og hún leitað til hans í nokkur skipti, fyrst vegna slitins krossbands og síðar vegna verkja í hálsi eða öxl. Einu eða tveimur árum eftir að meðferð lauk hafi þau svo hist á djamminu, ekki kysst hvort annað e ða neitt svoleiðis, en skipst á símanúmerum, í framhaldi skipst á dögum síðar ákveðið að hittast seinni part dags á meðhöndlunarstofunni í í kynferðislegum tilgangi. Þar 16 hafi ákærði spurt síðan klætt sig úr öllu nema nærfötum, lagst á nuddbekkinn og ákærði byrjað að nudda líkama hennar með olíu. Um 5 - 10 mínútum síðar hafi A byrjað að skaka sér til og stynja á bekknum og ákæ rði þá nuddað rass hennar og kynfærasvæði í um tvær mínútur án þess að fara með fingur inn í leggöng. A hafi svo snúið sér á bakið, tekið fætur sína sundur til að opna leið að kynfærum sínum, ákærði þá fundið - ákærða og hann vikið sér frá bekknum til að athuga hvort dyrnar væru læstar. Að sögn - ættu að hætta og hún sagt já. Í framhaldi hafi hann gefið henni hefðbundið nudd í 10 - 15 mín útur, þau talað saman á meðan og svo hafi allt verið búið. Ákærða minnti að hann hafi lánað A hálskragann eftir stefnumótið í . Um hálfu til einu ári síðar hafi hann svo sent henni SMS og beðið hana um að skila kraganum en A neitað. Sagði ákærði þetta hafa endanlega gert út um álit hans á A, sem ekki var mikið fyrir. Ákærði þrætti ekki fyrir að hafa beðið A afsökunar með SMS skilaboði, þ.e. að hafa sagt henni að honum fyndist leitt hvernig hún upplifði stefnumót þeirra eftir á. Hann kvaðst fyrst hafa fu ndið óvild frá A árið 2017 þegar hann heyrði sjúkraþjálfara tala illa um hann og tengdu við frásögn A. 7. A bar fyrir dómi að hún hafi verið að glíma við brjósklos í baki og því leitað til ákærða, sem hún þekkti úr samfélaginu og hafði gott orðspor sem stoðkerfismeðhöndlari. A hafi komið til hans um miðjan dag, ákærði beðið hana að fara úr buxum og bol og hún lagst á bekkinn í rauðum brjóstahaldara og nærbuxum einum klæða. Tíminn hafi byrjað eðlilega, eins og hjá sjúkraþjálfara eða lækni, A fundist ákær ði faglegur og hún treyst honum í hvívetna, enda ákærði og vinur föður hennar. A kvaðst hafa legið á maganum þegar ákærði hafi farið að teygja á fótleggjum hennar, nudda læri og nárasvæði og verið með hendur sínar óþægilega nálægt kynfærasvæði. Hún hafi sa mt treyst honum. Ákærði hafi svo allt í einu káfað á klofi hennar, utanyfir nærbuxur, hún stífnað og hugsað hvað væri í gangi, en ekkert gert. Í kjölfarið hafi ákærði farið inn fyrir nærbuxur hennar, sett fingur inn í leggöng og byrjað að putta hana. A kva ðst hafa séð ákærða örvast kynferðislega við þetta, hún tekið augun af honum og legið frosin á bekknum. Ákærði hafi svo vikið sér frá, eins og hann ætlaði að læsa að þeim, A þá náð að reisa sig af bekknum og hraða sér út. 17 A kvaðst eiga erfitt með að muna nákvæmlega hvenær ákærði braut gegn henni, en sagðist hafa eignast dóttur snemma árs , eftir þungun á árinu og kvaðst hafa farið á stofuna til ákærða áður en hún varð ófrísk. Hún kvaðst ekki hafa áttað sig á því strax að ákærði hefði brotið gegn hen ni og iðrist þess enn í dag að hafa ekki öskrað frammi á gangi fyrir utan meðferðarherbergið og látið alla vita hvað ákærði gerði á hennar hlut. Einhverjum mánuðum síðar hafi ákærði byrjað að senda henni SMS skilaboð og biðja um skil á hálskraganum. Hún ha fi svarað honum að lokum og hótað að segja öllum frá og kæra hann ef hann bæði aftur um hálskragann. Í framhaldi hafi ákærði sent henni SMS, beðist afsökunar og sagst hafa villst af réttri braut og misst höfuðið. Eftir það hafi skil á hálskraganum aldrei k omið til tals. Með síðastgreind SMS skilaboð undir höndum taldi A að henni yrði trúað ef hún segði frá atvikinu í og gæti losnað undan ákærða í nærumhverfi sínu, en hann og J hans voru í vinfengi við foreldra hennar. Hún hafi því sýnt móður sinni skila boðin og sagt henni frá því sem gerðist. Mörgum árum seinna hafi A svo séð nafnlausa umfjöllun í fjölmiðlum um meðhöndlara, sem væri grunaður um að brjóta gegn konum. Nafn Ý lögmanns hafi tengst fréttinni og A því ákveðið að snúa sér til hennar. Hún hafi b yrjað á því að senda Ý tölvupóst og spyrja hvort ákærði væri hinn grunaði. Ý hafi staðfest það, sem og að mál A væri ófyrnt og boðist til að aðstoða hana í málinu. A sagði brot ákærða hafa valdið henni verulegri vanlíðan í mörg ár. Hún hafi séð til hans í , hann smjaðrað þar fyrir vinum hennar og öðrum og henni fundist hún lítilsvirt og niðurlægð. Á tímabili hafi rofað til þegar ákærði flutti af landi brott, en hann svo komið til baka og allt farið í sama horf. A kvaðst enn vera að vinna úr því áfalli s em ákærði olli henni og vera í sálfræðiviðtölum vegna þess. 8. E sambýlismaður A bar fyrir dómi með líkum hætti og frá greinir í kafla IV. - 4. Hann kvað A hafa liðið mjög illa vorið 2017 þegar hún sagði honum fyrst frá framferði ákærða og sagði líðan hennar hafa lítið breyst; hún verði oft heit og reið út í ákærða og br esti síðan í grát. Hún sé enn hrædd við ákærða, myrkfælin og finnist hún ekki örugg inni á eigin heimili. F faðir A bar að fjölskyldan hafi verið á leið suður í bifreið þegar A sagði honum og H móður sinni frá því að ákærði hafi sent henni SMS skilaboð og beðist afsökunar á einhverju. A hafi ekki rætt þetta nánar við F , en H sagt honum frá því að eitthvað hafi komið upp á. F kvaðst ekki muna hvers efnis SMS skilaboðin voru, en staðfesti þá 18 frásögn sína hjá lögreglu að hann hafi séð skilaboðin á sínum tíma. Hann kvað líf A vera H móðir A bar að A hafi sýnt henni SMS skilaboð frá ákærða með einhvers konar afsökunarbeiðni og ummælum um að hann hefði misst hausinn, en að öðru leyti mundi hún ekki hvers efnis textinn var. Um leið hafi A sagt að ákærði hefði brotið gegn henni, án þess að greina frá því í smáatriðum. H bar að áður en hún hlýddi fyrst á frásögn A hafi A verið mjög pirruð út í ákærða í kringum , en H ekki skilið af hverju fyrr en A greindi frá þessu. Eftir það hafi A verið mjög brotin, átt erfitt með að stunda og og ekki viljað kæra ákærða af ótta við að enginn myndi trúa henni. H bar að hún og J kona ákærða hafi verið sæmilegar vinkonur á þessum tíma, A ekki getað höndlað það og H því klippt á öll samskipti við J . G bar að hann hafi verið að þjálfa A í , hún verið slæm í skrokknum og hann minnst á ákærða. A hafi brugðist illa við, sagt ákærða hafa leitað á hana þegar hún fór til hans í meðferð og h aldið áfram að angra hana. J fyrrum eiginkona ákærða bar í þessum þætti málsins að eftir að málið kom upp hafi ákærði gengist við því að hafa haldið framhjá með A. J kvaðst einnig hafa séð SMS skilaboð þeirra í milli og sagði bæði vera jafn sek. Æ vinur á kærða bar fyrir dómi að hann hafi kynnst ákærða gegnum íþróttina og viti deili á A gegnum sömu íþrótt. Æ kvaðst minna að það hafi verið á árunum 2010 - 2012 - 2014 sem ákærði hafi greint honum frá því að hann væri að hitta A ótengt þeirri hefðbundnu læknisþjónustu sem hann veitti. Ákærði hafi ekki sagt frá þessu í smáatriðum, en sagt að þetta væri meira en meðhö ndlun og eitthvað samband á milli þeirra. Ákærði hafi einnig sýnt Æ SMS sendingar milli hans og A, sem Æ mundi ekki Æ bar að ákærði væri kve því ekki ástæða til að stórskaða mannorð hans og taka hann af lífi. Ö vinur ákærða bar fyrir dómi að hann hafi kynnst ákærða 2008 og þeir verið miklir vinir síðan. Hann kvaðst þekkja til A og foreldra hennar úr íþróttinni og vissi ekki betur en að öll samskipti ákærða og A hafi verið góð. Ö bar að hin síðustu ár hafi hann ítrekað fengið neikvæð skilaboð frá móður A fyrir að mæla með ákærða sem meðferðaraðila. 9. 19 Í sálfræðingur staðfesti fyrir dómi þau gögn sem frá henni sta fa og greint er frá í 5. tölulið að framan. Hún sagði A aldrei hafa minnst á meint brot ákærða gegn henni, en vissi að A hafi á árum áður sætt kynferðisofbeldi af hálfu og í framhaldi fengið meðferð í Barnahúsi vegna þess. Þegar A hafi leitað til Í haf i hún hins vegar verið barnsföður. I sálfræðingur staðfesti fyrir dómi greinargerð sína sem frá er greint í 5. tölulið. I bar að meðan á meðferð stóð hafi ekkert ann að komið fram sem gæti útskýrt hina miklu vanlíðan A og taldi víst að fyrra kynferðisofbeldi af hálfu gæti ekki verið meðverkandi orsök fyrir því að A greindist með og þjáðist af alvarlegum og allt að mjög alvarlegum einkennum áfallastreituröskunar. 10 . Samkvæmt 108. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála hvílir sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik sem telja má honum í óhag á ákæruvaldinu og verður hann því aðeins sakfelldur að nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum, teljist fr am komin um hvert það atriði er varðar sekt, sbr. 1. mgr. 109. gr. Metur dómari enn fremur, eftir því sem þörf krefur, hvert sönnunargildi þær staðhæfingar hafa sem varða ekki beinlínis það atriði sem sanna skal en ályktanir má leiða um það, sbr. 2. mgr. 1 09. gr. Samkvæmt 1. mgr. 111. gr. laganna gildir og sú grundvallarregla að dómur skuli reistur á sönnunargögnum sem færð eru fram við meðferð máls fyrir dómi. Samkvæmt framburði ákærða flutti hann meðhöndlunarstofu sína í einhvern tíma árs 2009. Ákærð a og A greinir ekki á um að þangað hafi hún farið í meðferðarskyni. Hjá lögreglu kvaðst A hafa leitað til ákærða vegna vandamála í baki eða hálsi og bar fyrir dómi að hún hafi glímt við brjósklos í baki og því leitað til hans. Ákærði er sammála því að A ha fi leitað til hans vegna stoðkerfisvandamála og sagði fyrir dómi að hún hafi komið vegna verkja í hálsi eða öxl. Hvað sem öðru líður liggur þannig ljóst fyrir í hvaða tilgangi A sótti meðferð hjá ákærða og hver mein hennar voru. Einnig er ljóst að það atvi k, sem þessi ákæruliður lýtur að, getur ekki hafa gerst fyrir árið 2009. A eignaðist barn í ársbyrjun og kveðst hafa leitað til ákærða áður en hún varð ófrísk. Af hálfu ákærða er því ekki haldið fram að A hafi komið á stofuna í á meðan hún bar barn sýnilega undir belti eða eftir að hún átti barnið. Þykir þannig mega við það miða að sakarefni máls lúti að einhverju því sem gerðist að á árinu 2009 eða 2010. 20 Ákærði og A eru ein til frásagnar um atvik máls . Þau greinir ekki á um að A hafi í eitt sk ipti lagst á nuddbekk ákærða og hann í framhaldi nuddað kynfæri hennar. Um aðdraganda þessa nudds ber hins vegar verulega á milli í frásögn ákærða og A . Ákærði heldur því fram að áðurgreindri meðferð hafi verið löngu lokið þegar neisti kviknaði milli hans og A. Hjá lögreglu sagði hann þetta hafa gerst á árshátíð 2010 og fyrir dómi að þau hafi hist á einhverju djammi. Hann segir þau ekki hafa kysst hvort annað eða neitt svoleiðis, en skipst á símanúmerum, í framhaldi sent hvort öðru SMS skilaboð um að þau l angaði í hvort annað kynferðislega og nokkrum dögum síðar ákveðið að hittast í því skyni á meðhöndlunarstofunni í . Ákærði hefur á engum tímapunkti lýst því að hann og A hafi kysst hvort annað á stofunni, látið þar með öðrum hætti vel hvort að öðru eða í það minnsta rætt um kynferðislegt samneyti áður en hún afklæddist, lagðist á nuddbekkinn og var nudduð á kynfærasvæði. Að þessu gættu telur dómurinn nokkurn ólíkindablæ yfir þeim framburði ákærða fyrir dómi að hann og A hafi fáeinum dögum áður skipst á á stríðufullum SMS skilaboðum og mælt sér mót á meðhöndlunarstofu hans í kynferðislegum tilgangi. A hefur borið fyrir dómi að hún hafi verið í meðferðartíma hjá ákærða, legið á nuddbekk í rauðum brjóstahaldara og nærbuxum einum klæða og ákærði verið að vinn a við mjaðmasvæði þegar hann byrjaði að nudda nára hennar, káfaði því næst á kynfærum hennar og nuddaði snípinn utanklæða. Ákærði hafi í framhaldi farið inn fyrir nærbuxur hennar, rennt fingri eða fingrum inn í leggöng og byrjað að putta hana. A kveðst haf a frosið og legið sem lömuð á bekknum, séð að ákærði var orðinn kynferðislega örvaður, hún ekki getað komið upp orði og ekki vitað hvað hún ætti að gera. Þegar ákærði hafi svo fært sig frá bekknum til að læsa að þeim hafi A náð að rísa af bekknum, klæða si g í skyndingu og fara út. Hún segir engin orðaskipti hafa átt sér stað frá því að ákærði byrjaði að nudda kynfæri hennar og þar til hún stóð upp og yfirgaf meðferðarherbergið. Ofangreindur framburður er í fullu samræmi við frásögn A hjá lögreglu að öðru l eyti en því að hjá lögreglu kvaðst A minna að hún hafi legið á bakinu þegar ákærði braut gegn henni, en fyrir dómi kvaðst hún hafa legið á maganum. A átti greinlega erfitt með að greina frá atvikum fyrir dómi. Framburður hennar var engu að síður skýr og st öðugur um sakarefni máls og hvernig umræddum meðferðartíma lauk. Er það mat dómsins að framburður A, virtur einn og sér, sé trúverðugur. Ákærði hefur greint frá því fyrir dómi að A hafi komið til fundar við hann í , hún klætt sig úr, lagst á nuddbekkinn og ákærði byrjað að nudda líkama hennar með olíu. 21 Um 5 - 10 mínútum síðar hafi A byrjað að skaka sér til og stynja á bekknum, ákærði þá nuddað rass hennar og kynfærasvæði, án þess að fara með fingur inn í leggöng, A svo snúið sér á bakið og tekið fætur sund ur, ákærði þá og við það hafi slokknað á kynferðislegum áhuga hans. Ákærði kveðst í framhaldi hafa vikið frá bekknum til að athuga hvort dyrnar væru læstar. Hann segir að við þetta hafi A misst kynferðislega löngun , en viljað hefðbundið nudd, ákærði síð an nuddað hana í 10 - 15 mínútur og þau spjallað saman á meðan. Áður hafði ákærði greint lögreglu frá því að þegar hann og A hittust á laun í hafi hann að hann hafi þó ekki far ið inn í leggöngin, en kvaðst svo ekki muna það. Hann kvaðst í góðu lagi, boði ð henni venjulegt nudd, sem hún þáði og þau spjallað saman á meðan. Þegar borin var undir ákærða frásögn A hjá lögreglu um hvar og hvernig hann nuddaði kynfæri hennar og að hann hafi stungið fingri inn í leggöng hennar og puttað hana, sagði ákærði þá lýsin gu nærri lagi, minnti þó að A hafi verið komin úr nærbuxunum, áréttaði ákærði sagðist ætla að læsa að þeim. Við mat á trúverðugleika framburðar ákærða fyrir dómi verður ekki horft framhjá því að hjá lögreglu gekkst hann við því að hafa strokið leggöng A, sett fingur inn í leggöngin og puttað hana. Þá sagði ákærði fyrst fyrir dómi að hann hafi borið olíu á líkama A og hún farið að skaka sér til og stynja meðan á nuddi stóð , sem og að sá kynferðislegi neisti, sem kviknað hefði á milli þeirra, hafi slokknað við það að ákærði A. Er þannig verulegt ósamræmi í frásögn ákærða hjá lögreglu og fyrir dómi um veigamikil atriði máls og dregur það óhjákvæmilega úr trúverðugleika fr amburðar hans fyrir dómi. Þykir framburður ákærða um olíunudd og stunur A bera þess merki að ákærði freisti þess að fegra sinn hlut með því að færa nuddið í erótískan búning. Þá þykir ærið mótsagnakenndur sá framburður ákærða að hann hafi hætt nuddi vegna A, en engu að síður ætlað að athuga hvort hurðin að meðferðarherberginu væri læst. Þegar framangreind atriði eru virt heildstætt er það mat dómsins að framburður ákærða um atvik í meðferðarherberginu sé afar ótrúverðugur. Af fyrirliggjandi gögnum er lj óst að A greindi engum frá því sem gerðist á meðhöndlunarstofu ákærða fyrr en um hálfu eða einu ári síðar, en þá sýndi hún H móður 22 sinni SMS skilaboð frá ákærða, sem innihéldu einhvers konar afsökunarbeiðni og greindi frá því að ákærði hefði brotið gegn he nni. Er ágreiningslaust af hálfu ákærða að hann hafi um þetta leyti sent A afsökunarbeiðni þótt skýring hans á þeim SMS skilaboðum sé önnur en A. H bar um þetta fyrir dómi og kvaðst hafa séð skilaboð frá ákærða með einhvers konar afsökunarbeiðni og ummælum um að hann hefði misst hausinn. A hafi við þetta tækifæri jafnframt greint H frá því að ákærði hefði brotið gegn henni, án þess að greina frá því í smáatriðum. Hefur H aldrei haldið því fram að hún hafi vitað nákvæmlega um samskipti ákærða og A á meðhöndl unarstofu hans fyrr en eftir að A lagði fram kæru síðla árs 2018. Framburður H fyrir dómi var skýr um þau atriði sem hún þekkti til, án stóryrða og í samræmi við frásögn hennar hjá lögreglu. Er það mat dómsins að framburðurinn sé trúverðugur, svo langt sem hann nær og styðji þá ályktun að eitthvað alvarlegt hafi gerst í samskiptum ákærða og A. Fyrir liggur að A greindi E þáverandi kærasta sínum og núverandi sambýlismanni frá atvikum vorið 2017 og þá með nákvæmari hætti en áður. E endursagði þá frásögn hjá lögreglu og fyrir dómi og samrýmist sú endursögn framburði A í öllum meginatriðum. Þykir það eitt þó ekki auka sérstaklega á trúverðugleika framburðar A, enda ekki við öðru að búast en að E þekki vel hennar hlið á málinu. Á hinn bóginn þykir framburður E fyrir dómi um að A verði oft heit og reið út í ákærða, óttist hann og búi við óöryggi vegna hans, styðja þá ályktun að ákærði hafi gert eitthvað alvarlegt á hennar hlut. Með hliðsjón af ofangreindum framburði móður og sambýlisman ns A og að virtum alvarleika þeirra sakargifta sem hún ber á ákærða er óhjákvæmilegt að taka til skoðunar af hverju A dró svo lengi að leggja fram kæru og hvort sá dráttur sé til þess fallinn að draga úr áreiðanleika og trúverðugleika frásagnar hennar. A hefur gefið þá skýringu að hún og ákærði hafi verið meðlimir í litlu samfélagi, sem henni var afar kært, að foreldrar hennar hafi tilheyrt sama félagsskap og þau verið í vinfengi við ákærða og J fyrrum eiginkonu hans. Sökum þessa hafi A um árabil ekki treyst sér til að leggja fram kæru, ekki getað hugsað sér hvaða afleiðingar það hefði ef framferði ákærða spyrðist inn í samfélagið og því tekið loforð af móður sinni að málið færi ekki lengra. Óháð því hvort þetta skýri með haldbærum hætti þann drátt er varð á kæru í málinu kom glöggt fram fyrir dómi að ákærði hefur um árabil verið áberandi persóna innan þessa samfélags og notið þar virðingar. A hefur einnig greint frá því að hún hafi lengi séð eftir því að hafa ekki lagt fram kæru og taldi að mál hennar væri fyrnt. Mörgum árum seinna hafi hún séð nafnlausa umfjöllun í fjölmiðlum um 23 meðhöndlara sem væri grunaður um að brjóta gegn konum og hafi nafn Ý tengst fréttinni. A hafi því ákveðið að leita til Ý , hún staðfest að mál A væri ófyrnt og boðist til að aðstoða hana í málinu. Ákærði heldur því fram að kæra A sé fölsk og að hún sé afsprengi Me to o hreyfingarinnar og hluti af hópsefjun sem reis í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum, með eða án aðkomu Ý . Dómurinn efast ekki um að Me to o hreyfingin hafi vakið margar íslenskar konur til umhugsunar um stöðu sína gagnvart karlmönnum og þær leitt hugann að því hvort þær hafi sætt kynferðislegri áreitni eða kynferðisofbeldi, sem látið hafi verið átölulaust. Er ekki ólíklegt að þessi hreyfing h afi orðið vitundarvakning fyrir þær fjölmörgu konur sem leituðu til Ý og lýstu samskiptum sínum við ákærða. Á hitt ber að líta að ekkert er fram komið í málinu sem bendir til tengsla A og Ý áður en A leitaði til Ý eða að Ý hafi með einhverjum hætti haft áh rif á að A lagði fram kæru og bar með þeim hætti sem hún gerði hjá lögreglu. Sú málsvörn ákærða að Ý hafi haft áhrif á frásögn A hjá lögreglu er því haldlaus. Þá liggur ekkert fyrir um að A hafi tengst öðrum brotaþolum. Verður frásögn hennar því ekki talin lituð af upplifun annarra kvenna er kvörtuðu undan framferði ákærða. Dómurinn telur þvert á móti nægjanlega sýnt að sú staðreynd að aðrar konur stigu fram fyrir skjöldu og greindu frá svipaðri reynslu af ákærða hafi gefið A þann styrk, sem hana áður vanta ði, til að leggja fram kæru á hendur honum. Að gættum þessum atriðum þykir ekki tortryggilegur sá dráttur er varð á kæru í málinu. A hefur frá upphafi verið sjálfri sér samkvæm í frásögn um atvik á meðhöndlunarstofu ákærða og þykir ekkert fram komið sem d regur úr trúverðugleika þeirrar frásagnar. Framburður A fær stuðning í dómsframburði móður hennar og sambýlismanns, sem og í dómsframburði I sálfræðings og greinargerð hennar, sem getið er í 5. tölulið. Er það álit I að ekkert annað hafi komið fram í prófu num á A og klínískri greiningu, sem geti útskýrt mikla vanlíðan A og verið meðverkandi orsök fyrir því að hún greindist með og þjáist af alvarlegum og allt að mjög alvarlegum einkennum áfallastreitu. Telur I að viðbrögð A við meintu broti felist meðal anna rs í því að bæla atvikið niður í stað þess að greina frá og vinna úr því, en það hafi A ekki treyst sér til að gera og óttast að henni yrði ekki trúað. Þót t gjalda beri varhuga við því að leggja of mikið upp úr sönnunargildi framburðar sálfræðingsins, móðu r A og sambýlismanns er það mat dómsins að vætti þeirra styðji með óbeinum hætti við dómsframburð A og auki á trúverðugleika hans. 24 Fyrir dómi lýsti ákærði A sem frekju og svindlara og sagði að honum hefði aldrei líkað vel við hana. Hvað sem líður ummælum af þessum toga hefur ákærði ekki boðið fram haldbæra skýringu á því af hverju A beri á hann þær sakir sem hún gerir í málinu og er ekkert fram komið um samskipti þeirra sem gæti gefið henni tilefni til að vilja klekkja á ákærða. Dómurinn hefur metið framb urð ákærða ótrúverðugan og fær þar engu breytt ósannfærandi vitnisburður J fyrrum eiginkonu hans og Æ vinar hans um ætlaðar SMS skeytasendingar milli ákærða og A. 11. Samkvæmt öllu því sem rakið er í 10. tölulið og með vísan til st öðugs og trúverðugs dóm s framburðar A verður lagt til grundvallar að ákæ rði hafi í eitt skipti á árinu 2009 eða 2010 , á meðferðarstofu sinni að , haft önnur kynferðismök en samræði við A með því að nudda kynfæri hennar utanklæða , fara síðan með hönd sína inn fyrir nærbuxur hennar og nudda kynfæri hennar og set ja fingur inn í leggöng hennar þar sem hún lá léttklædd á nuddbekk ákærða. Á þeim tíma e r atvik þetta gerð i st sagði í 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, svo sem henni var breytt með 3. gr. laga nr. 61/2007 , að hver sem hefði samræði eða önnur kynferðismök við mann með því að beita ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung gerðist sekur um nauðgun og skyldi sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Of angreind háttsemi ákærða fellur undir þá verknaðarlýsingu 1. mgr. 194. gr. að hafa önnur kynferðismök við A. Kemur þá til skoðunar hvort ákæruvaldinu hafi tekist að færa sönnur á að ákærði hafi af ásetningi náð fram kynferðismökunum með því að beita A ofbe ldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung, svo sem áskilið var í 1. mgr. sönnunarbyrði fyrir því . Samkvæmt 18. gr. almennra hegningarlaga þarf ásetningur að ná til allra efnisþátta brots eins og því var lýst í 1. mgr. 194. gr. Ber í því sambandi að líta til þess hvernig atvik horfðu við ákærða á verknaðarstundu og meta hvort hann hafi haft réttmæta á stæðu til að ætla að A væri samþykk kynferðismökunum. 12. Samkvæmt 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944 verður engum gert að sæta refsingu nema hann hafi gerst sekur um háttsemi sem var lýst refsiverð samkvæmt lögum á þeim tíma er hún átti sér st að. Í 1. mgr. 2. gr. almennra hegningarlaga segir hins 25 vegar að hafi refsilöggjöf breyst frá því að verknaður var framinn og þar til dómur gengur skuli dæma eftir nýrri lögunum, bæði um refsinæmi verknaðar og refsingu. Aldrei m egi þó dæma refsingu nema hei mild hafi verið til þess í lögum þegar verk naður var frami nn og ekki þyngri refsingu en orðið hefði eftir þeim lögum. Með hliðsjón af greindu stjórnarskrárákvæði ber að skýra 1. mgr. 2. gr. hegningarlaganna svo, að sé refsiákvæði breytt eftir að verknaður var framinn verði dæmt um háttsemina eftir hinu nýja ákvæði sé það sakborningi í hag, en annars verði aðeins á því byggt að því leyti sem inntak áður gildandi ákvæðis hafi verið hið sama. Vísast meðal annars um þetta til landsréttardóms nr. 7/2020. Með lög um nr. 16/2018 voru ákvæði 194. gr. almennra hegningarlaga færð í núverandi horf . Í 1. mgr. 194. gr., svo breyttri, segir að hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann , án samþykkis hans , gerist sekur um nauðgun og sk al sæta fangelsi ekki skemu r en 1 ár og allt að 16 árum. Telst samþykki liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja en ekki ef beitt er ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Af ákvæðinu er ljóst að skortur á samþykki fyrir kynferðismökum er nú settur í forgrunn við skilgreiningu á nauðgun í stað þess að áherslan hvíli á þeirri verknaðaraðferð að ná fram kynferðismökum með ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Virðist orðalag ákæru í þessum ákærulið taka mið af hinu breytta ákvæði og áhersla lögð á að k rumvarpi til laga nr. 61/2007 kemur þó fram að meginmarkmið þeirrar breytingar hafi verið að draga úr áherslu á verknaðaraðferðir geranda og leggja þess í stað áhers luna á að með broti samkvæmt 194. gr. séu höfð kynmök við þolanda án þess að samþykki hans sé fyrir hendi , þ.e. gegn vilja hans , og þannig brotið gegn sjálfsákvörðunarrétti og athafnafrelsi hans í kynlífi. A var um tvítugt þegar hún leitaði til ákærða veg na hefðbundinna stoðkerfiskvilla . Á þeim var 18 ára aldursmunur. A fór að fyrirmælum ákærða þegar hún afklæddist öllu nema nærbuxum og brjósthaldara og lagðist berskjölduð á nuddbekk í aflokuðu herbergi í trausti þess að ákærði myndi veita henni meðhöndlun í samræmi við kvilla hennar. Þetta gerði ákærði ekki þegar hann hóf að nudda kynfæri A utanklæða , fór því næst með hönd sína inn fyrir nærbuxur hennar og nudda ði kynfæri hennar og set ti í framhaldi fingur inn í leggöng hennar . Er ekkert fram komið í málinu sem gat gefið ákærða réttmæta ástæðu til að ætla að A hafi verið samþykk þessum kynferðismökum og breytir engu í því sambandi þótt A hafi ekki brugðist strax við verknaði hans með orðum 26 eða athöfnum, enda liggur fyrir staðfa stur og trúverðugur framburður A um að hún hafi frosið þegar þetta gerðist og legið sem lömuð á nuddbekknum. Samkvæmt öllu framansögðu og með vísan til 108. gr. og 1. mgr. 109. gr. laga um meðferð sakamála telur dómurinn að ákæruvaldinu hafi tekist að san na, svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa, að ákærði hafi framið þann verknað sem í ákæru greinir, gegn vilja A, hann misnotað það traust sem hún bar til hans sem nuddara þar sem hún lá léttklædd á nuddbekk hans og þannig beitt hana ólögmætri nau ðung til að ná fram kynferðismökum . Er ákærði því sannur að nauðgun í skilningi 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 1. mgr. 2. gr. sömu laga og ber að refsa honum samkvæmt því. VIII . - Meint brot ákærða gegn B . 1. B mætti á lögreglustöð 31. október 2018 í f ylgd Ý réttargæslumanns og lagði fram kæru á hendur ákærða fyrir nauðgun . B kvaðst hafa verið búin að greinast með sjúkdóminn þegar hún leitaði til ákærða og þá verið í jóga hjá , í sama húsi og meðhöndlunarstofa ákærða. Hún hafi verið slæm af vöðva bólgu og grindargliðnun og jógakennarinn mælt með ákærða. Hún hafi því farið til hans í 10 - 15 skipti og hann meðhöndlað vöðvabólguna og grindargliðnunina, aðallega með nuddi. B sagði það hafa verið seinni hluta 2010 eða í ársbyrjun 2011, sem ákærði síðan b raut gegn henni, en kvaðst ekki muna nákvæmlega hvenær. Umrætt sinn hafi hún mætt í nudd og með henni Ó eiginmaður hennar og dóttir þeirra. Ó hafi farið fyrst inn til ákærða og mæðgurnar beðið frammi á meðan. Ó hafi svo komið fram og gætt stelpunnar og B lagst á bekkinn hjá ákærða. Tíminn hafi byrjað eins og venjulega með því að ákærði nuddaði herðar hennar og ofanvert mjaðmasvæðið. Á meðan hafi B legið á maganum, íklædd nærbuxum og buxum, en dregið ytri buxurnar aðeins niður svo ákærði kæmist að efsta hl uta mjaðmabeinsins. Hún kvaðst hafa gætt þess að draga buxurnar ekki langt niður þar sem hún kæri sig ekki um að meðferðaraðilar sjái í rassskoruna. Ákærði hafi svo verið að nudda B á því svæði þegar hann renndi allt í einu annarri hendi inn fyrir buxur he nnar, án þess að segja orð, fór með höndina niður á milli rasskinna og renndi síðan fingri eða fingrum inn í leggöng hennar. B kvaðst hafa legið grafkyrr þegar þetta gerðist, ekki hafa getað komið upp orði og ekki vitað hvernig hún ætti að bregðast við, en þetta hefði verið mjög óþægilegt. Ákærði hafi svo örskömmu síðar dregið fingur út úr leggöngunum, hún þá risið af bekknum og dregið upp um sig 27 buxurnar. Hún kvaðst svo hafa verið á leið út þegar ákærði sagði að hann hefði þurft að meðhöndla hana á þennan hátt þar sem þetta væri eini staðurinn sem hann hefði til að losa um streitu hjá henni. B kvaðst hafa liðið afar illa þegar hún gekk út, verið með nagandi samviskubit yfir því að hafa ekki gert neitt og fundist sem hún hefði haldið framhjá eiginmanni sínu m. Hún treysti sér ekki til að segja honum strax frá þessu, hringdi þess í stað í vinkonur sínar Q og R , sem hvöttu hana til að segja manni sínum frá þessu. Q hafi einnig hvatt hana til að láta eigendur vita af framferði ákærða. B hafi því haft samband við , sem kvaðst ekkert vilja gera í málinu af því ákærði væri svo mikilvægur starfsmaður. B kvaðst einnig hafa sent ákærða SMS skilaboð um að hann hefði farið langt út yfir öll mörk og hann spurt til baka hvort hún ætlaði að kæra hann. Hún hafi sagst ekki vita það og ákærði þá sent henni þau skilaboð að ef hún kærði myndi hann fremja sjálfsmorð. 2. Ákærði greindi frá atvikum með ólíkum hætti við yfirheyrslu hjá lögreglu 22. nó v em b er 2018. Hann kvaðst þekkja vel til B , muna eftir að hafa verið með hana í meðhöndlun að árið 2010 eða 2011 og sagðist ekki hafa haft marga sjúklinga. Hún haf i leitað til hans vegna mjaðma - og bak verkj a, hefðbundin meðferð ekki skilað árangri eftir nokkur skipti og þau því Áður en til þess kom haf i þau leitað að spennum og í mjaðmahreyfingum og allt verið fast. B hafi lýst verkjum í grindinni og sagt að henni fyndust allar stíflur vera þar. Ákærði hafi á þessum tíma verið búinn að kynna sér ítarlega fræðin að baki , verið að fikra sig áfram í þessu B og verið að vinna þar í 4 - 5 mínútur við að losa um liðbönd og festur meðfram spönginni. Ákærð i sagði að þ essi aðferð væri mjög algeng og eigi sérstaklega vel við ef viðkomandi kona er búin að eignast eitt, tvö börn, en þá mynd i st örvefur í kringum ef hún rifnar eða þess háttar. Ákærði kvaðst ekki muna hvort B hafi legið á bakinu eða maganum þegar meðferðin fór fram, sagði að allur gangur væri á því, en almennt stæði hann eða sæti við hlið viðskiptavinarins, setti lak yfir maga og kynfærasvæði, legði svo aðra höndina ofan á maga viðskiptavinarins svo hann fyndi fyrir stuðningi og öryggi og notaði hi na til að fara inn í leggöng og losa um bandvef eða örvef. Ákærða minnti að hann hafi boðið B að hafa einhvern viðstaddan meðan á þessu stæði, en hún afþakkað það. Áður en tíminn hófst hafi þau verið búin að ræða um meðferðina, hún því vitað hvað til stæði og verið búin að 28 samþykkja þetta munnlega. Ákærði sagði að eftir meðferðina hafi hann hitt B og eiginmann hennar á heilsusamkomu að , þau átt tal saman og allt verið eðlilegt þeirra í milli. Borin var undir ákærða sú frásögn B að hún hafi verið í tíma hjá ákærða og hann verið að nudda mjóbak hennar og mjaðmir þegar hann fór skyndilega með aðra höndina niður á milli rasskinna B og sett i fingur inn í leggöng hennar . Ákærði sagði þetta alls ekki rétt og áréttaði fyrri framburð sin n . Hann kannaðist við að hafa fengið SMS skilaboð frá B eftir meðferðartímann, minntist þess ekki að hún hafi rætt um mögulega kæru á hendur honum, en kvaðst sjálfum hafa liðið mjög illa yfir þessu og upplifun B eftir á þar sem hann hafi aðeins verið að re yna að hjálpa henni. Framburður hennar um SMS samskiptin og annað væri beinlínis rangur. 3. Í þágu rannsóknar málsins tók lögregla skýrslur af Q og R vinkonum B , Ó eiginmanni hennar og hjá , sem kvaðst ekki minnast þess að B hafi rætt við hana um me int framferði ákærða á vinnustað. Q kvaðst minnast þess að B hafi greint henni frá því að ákærði hefði stungið fingri inn í leggöng hennar meðan á meðferð stóð og eigi ákærði að hafa útskýrt þetta eitthvað á þá leið að B væri með dauðan punkt þarna inni. B hafi liðið illa út af þessu, ekki vitað hvort framferði ákærða væri rétt eða rangt og hvernig hún ætti að bregðast við. Q hafi hvatt hana til að láta einhvern á meðhöndlunarstofunni vita af þessu, sem B muni hafa gert, en fengið þau skilaboð að ekkert yrð i aðhafst því ákærði væri svo mikilvægur starfsmaður. R kvaðst muna eftir símtali frá B fyrir 7 - 8 árum og hún greint frá því að hafa verið í meðferð hjá manni, sem stungið hafi fingri inn í leggöng hennar. Maðurinn hafi svo sagt B eftir á að umrædd meðferð hafi verið nauðsynleg. B hafi liði illa út af þessu og haft sektarkennd gagnvart manninum sínum. Ó kvaðst hafa farið með B til ákærða í lok árs 2010 eða ársbyrjun 2011. Þegar heim kom hafi B sagt honum að ákærði hefði sett fingur inn í leggöng hennar fyrirvaralaust og að henni hafi brugðið, hún frosið og liðið illa út af þessu. 4. Fyrir dómi greindi ákærði frá því að B hafi leitað til hans með ýmsa kvilla og nefndi í því sambandi mikið og þess háttar og virkilega mikla spennu og tog í innanverðum hægri nára sem leiddi til þess að hún átti virkilega erfitt með að hreyfa 29 hægri fótlegg. B hafi komið til hans í 6 - 8 skipti og hann notað rosalega margar aðferðir til að hjálpa henni. Nefndi ákæ rði í þessu sambandi að hann minnti að þau hafi verið að komast að því að B væri með og ákærði unnið mikið með Atlas hálslið hennar, enda grunaði hann að þar væri skekkja sem ylli því að taugakerfi hennar væri ekki alveg með function t einnig hafa unnið uppi í góm B , kjálkalið og þess háttar, síðan farið að vinna sig gegnum kviðarkerfið og losað vagus taugina, sem liggi niður með hálsi, hafi áhrif á líffærin og geti valdið alls kyns taugaskjálfta. Erfiðlega hafi gengið að laga náraverk inn og þau því tekið nokkur skipti í að meðhöndla sérstaklega allan þar sem ákærði fór alveg inn að beini til að losa festur og kvaðst hann muna vel eftir því hve glöð B var yfir því að allt virkaði. Ákærði sagði að þrátt fyrir að þau hafi verið komin í spöngina því ákærði þyrfti að athuga hvar þessi festa liggi. Að sögn ákærða samþ ykkti B að prófa þessa aðferð, en kvaðst ekki vilja fullyrða hvort þau hafi talað um að fara þessa leið sama dag og hún var farin eða hvort þetta hafi verið rætt í tímanum á undan. Þegar meðferðin fór fram hafi eiginmaður B komið með henni, sá fengið meðfe rð fyrst B hafi hins vegar ekki viljað hafa manninn sinn viðstaddan meðferðina. Tilgangur meðferðarinnar hafi verið að fara inn fyrir gr indina og B . Ákærði hafi í þessu skyni farið meðfram barminum og inn í gegnum lífbeinið og niður í setbeinið og næstum því að endaþarmi, en þar hafi hann fundið gríðarlega mikla spennu sem olli því að B kveinkaði sér svolítið. Ákærði hafi spurt B hvort hann ætti að hætta og hún sagt að þetta drægi fram svo mikinn annað o g ákærði heilsað upp á manninn hennar. Morguninn eftir hafi B bíða og sjá hvað gerist á næstu dögum. B 30 B hafa tekið á hann og eiginkonu hans, en hún hafi átt afmæli þenn an dag, , líklegast 2010. Nánar aðspurður um innri meðferðina sagði ákærði að B hafi lagst á bakið á nuddbekknum, með annan fótlegginn boginn og lak yfir mjaðmasvæði, enda þurfi ákærði ekki að sjá hvað hann er að gera þar sem fingur hans virki eins og f yrir blinda að lesa blindraletur. Hann hafi svo líklegast sest við hlið B , talað við hana og sagt að þau gætu ð losa úr líkamanum. Þegar B hreyfa fótlegginn og ýta og spenna á víxl og h afi ekkert í ferlinu tengst kynferðislegri örvun. Sú lýsing B að hún hafi legið á maganum og ákærði rennt hönd niður með rasskinnum og inn í leggöng sé því ekki rétt og geti aldrei talist hluti af þeirri meðferð sem hann býður upp á. Ákærði kvaðst hins veg ar áður hafa verið búinn að nudda rass B , enda stærsti vöðvi líkamans og þar hafi verið miklar festur hjá henni og því ekki um meðferðin fór fram kvað hann svo ekki hafa v að fara raunverulega inn í leg göng kvenna. Ákærði greindi frá því að eftir að meðferð B lauk hafi hann sumarið 2011 hitt hana og eiginmann hennar á þriggja daga heilsusamkomu að , þau tekið tal saman, rætt um heima og geima og enginn stirðleiki verið í þeim samskiptum. 5. B bar fyri r dómi með sama hætti og frá er greint í kafla VIII. - 1. að framan, án þess þó að nefna sérstaklega að hún hafi þjáðst af grindargliðnun. Hún kvaðst aðallega hafa verið þjökuð af vöðvabólgu og leitað til ákærða sem nuddara, verið hjá honum í tæpt ár, á bili nu 2010 - 2011, fengið nudd í að minnsta kosti 5 - 10 skipti og meðferðin verið eðlileg í öll skipti nema eitt. Hún hafi þá komið með manninum sínum, hann fengið nudd fyrst og hún því næst lagst á bekkinn hjá ákærða í hlýrabol, nærbuxum og buxum. Hún hafi svo legið á maganum, ákærði staðið við hlið hennar, hanskalaus og verið að nudda hana við spjaldhrygg og allt verið eins og venjulega þar til hann renndi hönd sinni niður með rasskinnum hennar og inn í leggöng. Hún hafi stífnað upp og í fyrstu ekki getað sagt 31 eða gert neitt, en náði svo að standa upp og fara út úr meðferðarherberginu. B kvað ákærða aldrei hafa rætt um það við hana að í meðferð hans gæti falist að fara með fingur inn í leggöng hennar og sagði hann aldrei hafa veitt henni nudd á rassi eða lærum. Hún kvaðst hafa hringt í vinkonur sínar Q og R samdægurs og sagt þeim frá því sem gerðist og um kvöldið sagt eiginmanni sínum frá þessu. Í framhaldi hafi hún svo tilkynnt atvikið til rekstraraðila . Hún hafi hins vegar ekki kært ákærða þrátt fyrir að ha fa strax upplifað framferði hans sem gróft brot gegn kynfrelsi hennar og friðhelgi. Hún kvaðst næst hafa séð ákærða á dögum að í júní 2011, en ekki rætt við hann eitt einasta orð. Hún hafi hins vegar látið skipuleggjanda hátíðarinnar vita um framfer ði ákærða, en sú kona ekkert gert í málinu. Það hafi svo verið á árinu 2018 sem hún las blaðagrein um einhvern meðhöndlara, fannst fréttin samsvara hennar tilviki og sá nafn Ý lögmanns tengt fréttinni. Hún hafi því sent Ý tölvupóst og síðan hringt í hana o g sagt henni frá sínu máli. B kvað meginástæðu þess að hún kærði ekki ákærða á sínum tíma vera þá að hún sé með og , en báðir sjúkdómar leiði til þess að hún verði að forðast álag og streitu, . B kvaðst ekki hafa leitað sálfræðiaðstoðar vegna þes s sem ákærði gerði á hennar hlut, en sagðist upp frá því vera spéhrædd og ekki lengur geta farið til karlkyns sjúkraþjálfara. 6. Ó eiginmaður B bar fyrir dómi að B hafi leitað meðferðar hjá ákærða vegna vöðvabólgu og var búin að vera hjá honum í smá tíma þegar Ó fór með henni í eitt skipti. Ákærði hafi byrjað á því að lagfæra snúning á baki Ó vegna hryggskekkju og síðan snúið sér að meðferð B . Þegar þau voru síðan komin heim hafi B greint frá því að ákærði hafi verið að nudda hana og hún legið á maganum þ egar ákærði renndi fingri eða fingrum inn í leggöng hennar. B hafi brugðið mjög við þetta og verið í sjokki þegar hún greindi frá þessu. Q vinkona B bar að B hafi komið heim til hennar og greint frá því að ákærði hefði fyrr um daginn stungið fingri inn í l eggöng hennar á meðan hann var að meðhöndla hana vegna einhverra vöðvavandamála. Að sögn B hafi hún ekki vitað að þetta stæði til. B hafi verið í miklu uppnámi út af þessu og ekki vitað hvernig hún ætti að bregðast við. Q kvaðst svo löngu síðar hafa lesið grein með lýsingu á framferði meðhöndlara, sem Q fannst samsvara lýsingu B og sendi því B sömu grein. R vinkona B bar að B hafi greint henni frá því að hafa sótt meðferð hjá ákærða, eiginmaður hennar beðið fyrir utan og ákærði farið með fingur inn í leggön g hennar. 32 Þegar B hafi svo verið á leið út af meðferðarstofunni hafi ákærði sagt henni að þetta hafi verið partur af meðferðinni. R kvað B hafa greint frá þessu í símtali og hún virst vera í miklu áfalli vegna þess sem gerðist. 7. Samkvæmt 108. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála hvílir sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik sem telja má honum í óhag á ákæruvaldinu og verður hann því aðeins sakfelldur að nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum, teljist fram komin um hvert það atr iði er varðar sekt, sbr. 1. mgr. 109. gr. Metur dómari enn fremur, eftir því sem þörf krefur, hvert sönnunargildi þær staðhæfingar hafa sem varða ekki beinlínis það atriði sem sanna skal en ályktanir má leiða um það, sbr. 2. mgr. 109. gr. Samkvæmt 1. mgr. 111. gr. laganna gildir og sú grundvallarregla að dómur skuli reistur á sönnunargögnum sem færð eru fram við meðferð máls fyrir dómi. Ákærða og B greinir ekki á um að hún hafi í allmörg skipti leitað til hans á meðhöndlunarstofuna að . Hjá lögreglu sag ði ákærði að meðhöndlun hafi farið fram á árinu 2010 eða 2011, en af framburði hans fyrir dómi má ætla að B hafi síðast komið til hans 16. febrúar 2010. B hefur aftur á móti verið stöðug í þeim framburði að meðhöndlun hafi farið fram á árunum 2010 - 2011 og ákærði brotið gegn henni seinni part árs 2010 eða í ársbyrjun 2011. Er sá framburður studdur vætti eiginmanns hennar hjá lögreglu. Að því gættu og í ljósi misvísandi framburðar ákærða þykir mega við það miða að sakarefni þessa ákæruliðar lúti að einhverju því sem gerðist að seinni hluta árs 2010 eða í byrjun árs 2011. Ákærða og B greinir ekki á um að hún hafi í eitt skipti legið á nuddbekk hans, ákærði þá komið við kynfærasvæði hennar og að eftir það hafi B ekki leitað til hans aftur. Þau er ein til frá sagnar um hvað gerðist á nuddbekknum og greinir þar verulega á milli. Fyrir dómi bar B að hún hafi verið búin að greinast með þegar hún leitaði til ákærða sem nuddara vegna vöðvabólgu og verkja í baki og mjöðmum. Í síðasta skiptið sem hún kom á stofun a hafi hún legið á maganum, í hlýrabol, nærbuxum og buxum, ákærði verið að nudda hana eins og venjulega og verið að vinna við spjaldhrygg þegar hann renndi allt í einu hendi inn fyrir buxur hennar, niður með rasskinnum og rak fingur í örstutta stund inn í leggöng hennar. B kvað ákærða aldrei hafa sagt orð um það að í meðferð hans gæti falist að fara með fingur inn í leggöng og sagði fyrri meðferðartíma á engum tímapunkti hafa falist í nuddi á rass - eða lærvöðvum. Hún kvaðst hafa stífnað á 33 bekknum þegar þett a gerðist og í fyrstu ekkert getað sagt eða gert, en síðan náð að reisa sig af bekknum og yfirgefa meðferðarherbergið. Ofangreindur framburður er í fullu samræmi við frásögn B hjá lögreglu, en þar nefndi B einnig orðið grindargliðnun sem hluta af sínum k villum. Þá bar B hjá lögreglu að þegar hún hafi verið á leiðinni út hafi ákærði gefið þá skýringu á framferði sínu að leggöng hennar væru eini staðurinn sem hann hefði til að losa um streitu hjá henni. Framburður B fyrir dómi var skýr og greinargóður um sa karefni máls og á sama tíma varfærinn, yfirvegaður og laus við ýkjur og stóryrði. Er það mat dómsins að framburður B , virtur einn og sér, sé trúverðugur. Dómari metur með hliðstæðum hætti sönnunargildi framburðar ákærða við úrlausn málsins, þar á meðal trú verðugleika hans, og skal í því sambandi meðal annars hugað að áreiðanleika og stöðugleika í frásögn. Við skýrslugjöf hjá lögreglu sagðist ákærði ekki hafa verið með marga sjúklinga, hann því muna vel eftir B og sagði hana hafa leitað til hans vegna mj aðma - og bakverkja. Ákærði kvað hefðbundna stoðkerfismeðferð ekki hafa dugað til að vinna á mjaðmaverkjum B . Hann hafi því rætt um möguleikann á innri meðferð, B verið því samþykk og hún vitað hvað til stæði, þ.e. að ákærði færi inn fyrir spöngina. Í framh aldi hafi ákærði farið með fingur inn í leggöng B og verið að vinna þar í 4 - 5 mínútur við að losa um liðbönd og festur meðfram spöng. Hann kvaðst ekki muna hvort B hafi legið á bakinu eða maganum og sagði að allur gangur væri á því. Þegar ákærða var kynntu r gagnstæður framburður B hjá lögreglu um hvað gerðist á nuddbekknum sagði hann þá lýsingu ranga og áréttaði ofangreindan framburð sinn. Fyrir dómi sagði ákærði B hafa leitað til hans með ýmsa kvilla, nefndi í því sambandi og kvaðst minna að þau hafi v erið að komast að því að B væri með . Í framhaldi lýsti ákærði meðhöndlun sinni og gat þess að erfiðlega hafi gengið að laga náraverk B og skerta hreyfigetu í mjöðm. H ann hafi því varið nokkrum tímum í að meðhöndla hægri lærlegg hennar, allan rassinn og alla mjaðmagrindina. Ákærði hafi þó B talað um þetta ákærði stungið upp á því að þau tækju einn tíma þar sem hann færi meðfram setbeini og inn í spöng B til kanna hvar festan liggi og hafi B verið því samþykk. Ákærði sagði tilgang meðferðarinnar hafa verið að fara inn fyrir grindina hjá B B hafi því lag st á bakið á nuddbekknum, með hægri fótlegginn 34 boginn og lak yfir mjaðmasvæði. Ákærði hafi í framhaldi farið meðfram barminum og inn í gegnum lífbein, niður í setbein, næstum að endaþarmi og þar fundið gríðarlega mikla spennu. Ákærði lýsti því einnig að þe togið og það er tog sem er að toga í festingu við lífbeinið og þar byrjaði ég að reyna að Þegar framburður ákærða fyrir dómi um sakarefni máls er borinn saman við framburð hans hjá lögreglu er ljóst að mati dómsins að um breyttan framburð er að ræða . Þannig bar ákærði með ótvíræðum hætti hjá lögreglu að hann hafi verið að meðhöndla mjaðmaverki hjá B , í því skyni farið með fingur inn í leggöng hennar og verið að vinna þar í 4 - 5 mínútur við að losa um liðbönd og festur meðfram spöng. Þykir dóminum, sem skipaður er sérfróðum meðdómsmanni, þessi meðferðarlýsing fráleit, en fyrir liggur samkvæmt matsgerð dómkvaddra sérfræðinga og framburði þeirra fyrir dómi að í spöng kvenna eru hvorki liðbönd né vöðvafestur. Fyrir dómi kvaðst ákærði hafa verið að lagfæra hreyfigetu í hægri mjaðmalið B og sagðist ekki hafa farið með fingur inn í leggöngin sjálf. Hafði ákærði þó skömmu áður sagt að B B , inn fyrir grind hennar, inn í gegnum lífbein hennar og lýsti togi sem hann fann þegar hann fór inn. Það er álit dómsins að meðferðarlýsing ákærða, hvort heldur hjá lögreglu eða fyrir dómi, sé þversagnakennd, órökræn og stangist á við grunnþekkingu á líffærafræði mjaðmagrindar og innri líffæra. Þannig einke nnist frásögn ákærða fyrir dómi af orðskrúði og frösum, sem hafa enga merkingu í því samhengi sem þau eru sett fram í og bera vott um skort á staðgóðri þekkingu í grunnlíffærafræði. Með hliðsjón af matsgerð dómkvaddra sérfræðinga og framburði þeirra fyrir dómi er það og álit dómsins að framburður ákærða um skerta hreyfigetu í mjaðmalið B geti undir engum kringumstæðum réttlætt eða útskýrt meðferð um leggöng eða við spöng. Ákærði kvaðst fyrst fyrir dómi hafa nuddað rass og læri Ö í meðferðarskyni og staðhæfði þá fyrst að B hafi legið á bakinu með boginn fótlegg þegar meðferð fór fram. Sú staðhæfing ákærða samrýmist vel ljósmyndum úr kennslubók í osteópatíu, sem 35 ákærði lagði fram í málinu, að öðru leyti en því að í bókinni sést að í engu tilviki fer meðhöndlari hanskalaus með fingur inn í leggöng kvenna. Þegar framangreind atriði eru virt heildstætt er það álit dómsins að framburður ákærða fyrir dómi sé í senn misvísandi og óstöðugur og beri þess merki að ákærði freisti þess að fegr a hlut sinn um atvik á nuddbekknum og fjarlægja sig frá sakarefni máls. Þá er verulegt ósamræmi í frásögn ákærða hjá lögreglu og fyrir dómi um veigamestu atriði málsins og dregur það óhjákvæmilega úr trúverðugleika framburðar hans fyrir dómi. Ákærði hefur ekki gefið skýringu á breyttum framburði og er það mat dómsins að framburður hans fyrir dómi um atvik í meðferðarherberginu sé í heild afar ótrúverðugur. Af dómsframburði Ó eiginmanns B og vinkvenna hennar Q og R virðist ljóst að B hafi greint þeim fá sinn i hlið mála sama dag og meint brot átti sér stað. Er ekkert fram komið í málinu sem gefur tilefni til þess að draga þann framburð í efa. Vitnin hafa öll borið fyrir dómi að þau hafi hlýtt á þá frásögn B að hún hafi verið í meðferð hjá ákærða þegar hann rak fingur óvænt inn í leggöng hennar. Er sá framburður vitnanna í samræmi við frásögn þeirra hjá lögreglu. Þá hafa vitnin öll lýst því fyrir dómi að B hafi greinilega liðið illa þegar hún greindi frá þessu og hún verið í miklu uppnámi. Er sá framburður vitna nna einnig í samræmi við frásögn þeirra hjá lögreglu. Þótt gjalda beri varhuga við því að leggja of mikið upp úr óbeinu sönnunargildi framburðar nefndra vitna, sem öll tengjast B nánum böndum, er það mat dómsins að vitnisburður þeirra sé trúverðugur, svo langt sem hann nær, styðji þá ályktun að eitthvað alvarlegt hafi gerst í samskiptum ákærða og B og auki þannig á trúverðugleika framburðar hennar fyrir dómi. Ákærði hefur á hinn bóginn ekki leitt fram vitni, sem leitað hafi til hans vegna stoðkerfisvandamá la og hlotið meðferð við slíkum kvillum gegnum leggöng. Þá hefur ákærði ekki lagt fram gögn um komur B á meðhöndlunarstofu hans, mat á einkennum og/eða meðferðarúrræðum og í því sambandi borið fyrir sig fáfræði, leti, tilgangsleysi og virðingu fyrir þeim k onum sem til hans leita. Eru þannig engar ytri upplýsingar fram komnar í málinu, sem stutt geta á einhvern hátt framburð ákærða um tilgang, nauðsyn og/eða samþykki B fyrir þeirri innri meðferð, sem ákærði kveðst hafa beitt umrætt sinn. Kemur þá til skoðuna r af hverju B dró svo lengi að leggja fram kæru og hvort sá dráttur sé til þess fallinn að draga úr áreiðanleika og trúverðugleika frásagnar hennar. B gaf þá skýringu fyrir dómi að hún sé ekki aðeins haldin , heldur og . B og bar að báðir sjúkdóm ar leiði til þess að hún verði að forðast álag og streitu, bar 36 og fyrir dómi að hún hafi á árinu 2018 lesið blaðagrein um meðhöndlara sem væri grunaður um að brjóta gegn konum, fundist fréttin samsvara hennar reynslu, séð að nafn Ý tengdist fréttinn i og því ákveðið að hafa samband við Ý og segja henni frá sínu máli. Ákærði heldur því fram að kæra B sé fölsk, að hún sé afsprengi Me to o hreyfingarinnar og tengist hópsefjun sem reis í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum, með eða án aðkomu Ý . Dómurinn efast e kki um að Me to o hreyfingin hafi vakið margar íslenskar konur til umhugsunar um stöðu sína gagnvart karlmönnum og þær leitt hugann að því hvort þær hafi sætt kynferðislegri áreitni eða kynferðisofbeldi, sem látið hafi verið átölulaust. Er ekki ólíklegt að þessi hreyfing hafi orðið vitundarvakning fyrir þær fjölmörgu konur sem leituðu til Ý og lýstu samskiptum sínum við ákærða. Á hitt ber að líta að ekkert er fram komið í málinu sem bendir til tengsla B og Ý áður en B leitaði til Ý eða að Ý hafi með einhverj um hætti haft áhrif á að B lagði fram sína kæru og bar með þeim hætti sem hún gerði hjá lögreglu. Sú málsvörn ákærða að Ý hafi haft áhrif á frásögn B hjá lögreglu er því haldlaus. Þá liggur ekkert fyrir um að B tengist öðrum brotaþolum. Verður frásögn henn ar því ekki talin lituð af upplifun annarra kvenna er kvörtuðu undan framferði ákærða. Dómurinn telur þvert á móti nægjanlega í ljós leitt að sú staðreynd að aðrar konur stigu fram fyrir skjöldu og greindu frá svipaðri reynslu af ákærða hafi gefið B þann s tyrk, sem hana áður vantaði, til að leggja fram kæru á hendur honum. Að gættum þessum atriðum þykir ekki tortryggilegur sá dráttur er varð á kæru í málinu. Ákærði hefur á engum tímapunkti boðið fram skýringu á því af hverju B beri á hann þær sakir sem hún gerir í málinu og er ekkert fram komið um samskipti þeirra sem gæti gefið henni tilefni til að vilja klekkja á ákærða. B hefur frá upphafi verið sjálfri sér samkvæm í þeirri frásögn að hún hafi leitað til ákærða vegna verkja í baki og mjöðmum og vænst þess eins að fá meðhöndlun hans sem nuddari. Er ekkert fram komið sem dregur úr trúverðugleika þeirrar frásagnar. Framburður B fær stuðning í dómsframburði eiginmanns hennar og tveggja vinkvenna. Ákærði hefur sjálfur lýst því fyrir dómi að hann hafi aldrei gefið sig út fyrir að vera annað en stoðkerfismeðhöndlari. Menntun ákærða, sem er óljós en tengist helst nuddfræðum, styður þá ályktun að hann hafi aðeins lágmarksþekkingu er lýtur að hefðbundinni stoðkerfismeðferð. Þá þykir sú meðferð sem ákærði kveðst hafa veitt B á innra líffærakerfi hennar og skýringar þar að baki engan veginn styðja, skýra eða réttlæta þá ákvörðun að fara með fingur inn í leggöng hennar og hefur slík meðferð að áliti dómsins enga tengingu við eðlilega stoðkerfismeðhöndlun. 37 8. Samkvæmt öllu því sem rakið er í 7. tölulið og með með vísan til staðfasts og trúverðugs dómsframburðar B verður lagt til grundval lar að ákærði hafi í eitt skipti , seinni hluta árs 2010 eða í byrjun árs 2011, á meðferðarstofu sinni að , haft önnur kynferðismök en samræði við B með því að renna hönd sinni milli rasskinna hennar og setja fingur inn í leggöng hennar þar sem hún lá á nuddbekk ákærða . Á þeim tíma e r atvik þetta gerð i st sagði í 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, svo sem henni var breytt með 3. gr. laga nr. 61/2007, að hver sem hefði samræði eða önnur kynferðismök við mann með því að beita ofbeldi, hótun um eða annars konar ólögmætri nauðung gerðist sekur um nauðgun og skyldi sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Ofangreind háttsemi ákærða fellur undir þá verknaðarlýsingu 1. mgr. 194. gr. að hafa önnur kynferðismök við B. Kemur þá til skoð unar hvort ákæruvaldinu hafi tekist að færa sönnur á að ákærði hafi af ásetningi náð fram kynferðismökunum með því að beita B ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung, svo sem áskilið var í 1. mgr. 194. gr. Af hálfu ákæruvaldsins er á því byggt að ákærði hafi beitt B sönnunarbyrði fyrir því. Samkvæmt 18. gr. almennra hegningarlaga þarf ásetningur að ná til allra efnisþátta brots eins og því var lýst í 1. mgr. 194. gr. Ber í því sambandi að líta til þess hvernig atvik horfðu við ákærða á verknaðarstundu og meta hvort hann hafi haft réttmæta ástæðu til að ætla að B væri samþykk kynferðismökunum. 9. Samkvæmt 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944 verður engum gert að sæta refsingu nema hann hafi gerst sekur um háttsemi sem var lýst refsiverð samkvæmt lögum á þeim tíma er hún átti sér stað. Í 1. mgr. 2. gr. almennra hegningarlaga segir hins vegar að hafi refsilöggjöf breyst frá því að verknaður var framinn og þa r til dómur gengur skuli dæma eftir nýrri lögunum, bæði um refsinæmi verknaðar og refsingu. Aldrei m egi þó dæma refsingu nema heimild hafi verið til þess í lögum þegar verk naður var frami nn og ekki þyngri refsingu en orðið hefði eftir þeim lögum. Með hliðs jón af greindu stjórnarskrárákvæði ber að skýra 1. mgr. 2. gr. hegningarlaganna svo, að sé refsiákvæði breytt eftir að verknaður var framinn verði dæmt um háttsemina eftir hinu nýja ákvæði sé það sakborningi í hag, en annars verði aðeins á því byggt að því leyti sem inntak áður 38 gildandi ákvæðis hafi verið hið sama. Vísast meðal annars um þetta til landsréttardóms nr. 7/2020. Með lögum nr. 16/2018 voru ákvæði 194. gr. almennra hegningarlaga færð í núverandi horf . Í 1. mgr. 194. gr., svo breyttri, segir að hv er sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann , án samþykkis hans , gerist sekur um nauðgun og sk al sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Telst samþykki liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja en ekki ef beitt er ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Af ákvæðinu er ljóst að skortur á samþykki fyrir kynferðismökum er nú settur í forgrunn við skilgreiningu á nauðgun í stað þess að áherslan hvíli á þeirri verknaðaraðferð að ná fram kynferðismökum með ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Virðist orðalag ákæru í þessum ákærulið taka mið af hinu breytta ákvæ B rumvarpi til laga nr. 61/2007 kemur þó fram að meginmarkmið þeirrar breytingar hafi verið að draga úr áherslu á verknaðaraðferðir geranda og leggja þess í stað áhersluna á að með broti samkvæmt 194. gr. séu höfð kynmök við þolanda án þess að samþykki hans sé fyrir hendi , þ.e. gegn vilja hans, og þannig brotið gegn sjálfsákvörðunarrétti og athafnafrelsi hans í kynlífi. Samkvæmt framburði B lei taði hún til ákærða vegna slæmrar vöðvabólgu og mjaðmaverkja og var um nokkurra mánaða skeið í meðhöndlun hjá honum vegna þeirra kvilla. Að sögn B fólst meðferðin fyrst og fremst í nuddi, en af ákærða fór gott orð sem nuddari og er ekki að efa að hann sé m jög fær á því sviði. Áður hafði B verið greind með . Ákærði átti engan þátt í greiningu þessa alvarlega sjúkdóms og hafði hvorki menntun né þekkingu til að meðhöndla hann. Er óljósum dómsframburði ákærða um annað því hafnað. Þegar það atvik gerðist, sem hér er til úrlausnar, lá B berskjölduð á nuddbekk ákærða í hlýrabol, nærbuxum og buxum og mátti treysta því að ákærði veitti henni höndlun í samræmi við kvilla hennar. Þetta gerði ákærði ekki þegar hann renndi allt í einu hendi niður með rasskinnum B og s etti fingur inn í leggöng hennar. Er ekkert fram komið í málinu sem gat gefið ákærða minnstu ástæðu til að ætla að B hafi verið samþykk slíkum kynferðismökum, sem stóðu í engu sambandi við þá meðferð sem hún vænti. Breytir engu í því sambandi þótt B hafi e kki brugðist strax við verknaði ákærða með orðum eða athöfnum, enda liggur fyrir staðfastur og trúverðugur framburður B um að hún hafi stífnað á nuddbekknum þegar þetta gerðist og ekkert getað sagt eða gert fyrr en verknaðurinn var afstaðinn. 39 Samkvæmt öll u framansögðu og með vísan til 108. gr. og 1. mgr. 109. gr. laga um meðferð sakamála telur dómurinn að ákæruvaldinu hafi tekist að sanna, svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa, að ákærði hafi framið þann verknað sem í ákæru greinir, gegn vilja B , hann misnot að það traust sem hún bar til hans sem nuddara þar sem hún lá léttklædd á nuddbekk hans og ákærði þannig beitt hana ólögmætri nauðung til að ná fram kynferðismökum . Er ákærði því sannur að nauðgun í skilningi 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 1 . mgr. 2. gr. sömu laga og ber að refsa honum samkvæmt því. IX . - Meint brot ákærða gegn C . 1. C mætti á lögreglustöð 1. nóvember 2018 í fylgd Ý réttargæslumanns og lagði fram kæru á hendur ákærða fyrir kynferðisbrot. C kvaðst hafa verið að glíma við erfið bakmeiðsli veturinn 2011 í kjölfar bílslyss og heimilisofbeldis. Hún hafi gert hvað hún gat til að koma sér aftur í stand, en stundum verið svo slæm að hún átti erfitt með gang og festist oft í mjóbaki og mjaðmagrind og fann fyrir taugaklemmu m frá vinstri rasskinn niður í fótlegg. Hún hafi því leitað meðhöndlunar hjá U kunningjakonu sinni og nuddara . U hafi sagt henni frá ákærða, sem væri mjög fær í sínu fagi og C eitt sinn farið með henni á stofu ákærða að eftir lok un. Þar hafi C greint ákærða frá því hvað komið hefði fyrir hana og hvaða líkamssvæði þyrfti að einblína á varðandi nuddmeðferð og hnykkingar. Í framhaldi hafi hún lagst á bekkinn hjá ákærða, íklædd nærbuxum og brjóstahaldara og U verið lengst af inni í he rberginu svo hún gæti lært af ákærða. U kvað ákærða hafa hnykkt hana og nuddað mjóbak hennar, rass og læri. Henni hafi ekki fundist þetta óeðlilegt, enda voru mein hennar og verkir á þessum stöðum og þar hafi þurft að losa um. Ákærði hafi svo fært sig nær kynfærum hennar og hún hugsað með sér að þar hlytu að vera einhverjir punktar sem ákærði þyrfti að taka á til að losa um spennu í C fundið fyrir kynferðisle gri stemmningu í herberginu , sem hún gat ekki lýst , en gerði hana órólega og óvissa um hvort meðferðin væri rétt og eðlileg. Henni hafi þó liðið mjög vel líkamlega eftir tímann, sagði ákærða hafa náð að losa um ýmislegt, hún því talið sér trú um að allt he fði verið í lagi , greitt honum 5.000 krónur og þegið hjá honum nýjan tíma stuttu seinna. C bar að eftir tímann hafi U U hefði einnig skynjað eitthvað kynferðislegt í loftinu. Þær hafi þó ekki rætt þe tta frekar. 40 Þegar C fór næst til ákærða hafi verið áliðið dags og meðferðarstofan lokuð. Hún hafi verið að koma úr og því verið vel tilhöfð. Ákærði hafi tekið á móti henni, sagt að hann og félagar hans væru búnir að sjá hana og einn þeirra, hn y kkja ri, sagt við C kvaðst hafa verið vön slíkum athugsemdum og á þessum tíma ekki kippt sér upp við þ ær . Hún hafi því bara hlegið að þessu og lagst á magann á nuddbekkinn í nærbuxum og brjóstahaldara einum klæða. Ákærði hafi hnykkt hana og síðan byrjað að nudda höfuð hennar, herðar og mjóbak. C hafi verið undir miklu álagi á þessum tíma, mjög þreytt eftir daginn og fundist nuddið mjög gott. Hún hafi því fallið í djúpa slökun, liðið afskaplega vel og það ekki breyst þegar ákærði byrjaði að nudda rass hennar og færði hendur sínar nær leggöngum. C kvað snertingar ákærða síðan hafa ágerst, hún fengið sömu tilfinningu og í fyrri tímanum, hugsað me ð sér að hún væri þarna ein með ákærða að kvöldlagi og enginn sem heyrði í henni ef þetta færi eitthvað lengra. Ákærði hafi talað og talað og spurt hvort henni fyndist þetta gott, eða hvort hann ætti að hætta og hún svarað þeim spurningum með já - i og nei - i . Í framhaldi hafi ákærði byrjað að nudda á henni snípinn, farið með tvo fingur inn í leggöng hennar og nuddað þar, eins og hann væri að reyna að örva g - blettinn. C kvaðst óhjákvæmilega hafa blotnað við þetta og ekki hafa getað annað líffræðilega séð. Ákær C þá frosið og fundist þetta afar óþægilegt, en ekki getað sagt ákærða að hætta fyrr en hann renndi fingri inn í endaþarm hennar, greinilega til að örva hana meira og þrýsti getnaðarlim sínum upp við andlit hennar, á sama tíma og hann var með aðra höndina í ákafri hreyfingu djúpt inni í leggöngum hennar. Á þeim tímapunkti hafi hún séð gegnum buxur ákærða að hann var kominn með standpínu, hún þá fengið mikla köfnunartilfinningu, náð að reisa sig af borgað ákærða 5.000 krónur fyrir tímann og drifið sig út. C kvaðst halda að háttsemi ákærða við kynfæri hennar og endaþarm hafi staðið yfir í u m tvær mínútur. Hún sagði hann aldrei h afa minnst orði á að hann þyrfti að fara nálægt kynfærum hennar eða endaþarmi í meðferðarskyni. Hann hafi og verið skömmustulegur þegar hún fór út, enda vissi hann alveg hvað hann var að gera. C kvaðst hafa gengið heim eftir tímann, full af skömm og fundis C bar að sama kvöld hafi ákærði sent henni SMS skilaboð um að hann væri skilinn við konuna sína, væri með herbergi á Kex H oste l og vildi hitta hana. C mundi ekki aka. Hún 41 kvaðst hafa sýnt T vinkonu sinni skilaboðin og annað hvort sýnt eða sagt Þ frænku sinni frá þeim . Daginn eftir atvikið hafi C svo farið á veitingastaðinn Boston og fengið sér bjór með T og S vinkonu T . Atvikið hafi hvílt þungt á C og hún viljað se gja frá, en þó sett þetta fram á léttum nótum og sagst hafa lent í nuddara, sem hefði káfað á henni og boðið þess þó að fara út í grófar lýsingar og lag ði þess í stað áhe rslu á hversu óþægilegt þetta hefði verið og hve hrædd hún hefði orðið. C kvaðst um svipað leyti hafa greint Þ frænku sinni frá atvikinu og Ú . C kvaðst ekki hafa búið yfir nægum styrk og sjálfstrausti til að stíga fram fyrir skjöldu og greina frá því sem á kærði gerði á hennar hlut. Hún tengdi þetta við fyrri áföll í lífinu, þar á meðal heimilisofbeldi af hálfu fyrrum sambýlismanns og kynferðisbrot sem hún sætti þegar hún var 7 og 13 ára , en þau mál hafi hún ekki kært til lögreglu. Þegar hún hins vegar frét ti nýlega að ákærði hefði brotið gegn fleiri konum hafi C brotnað niður og áttað sig á því að ákærði hefði beitt hana grófu kynferðis ofbeldi . Í framhaldi hafi hún leitað til Ý kunningjakonu sinnar og lögmanns. 2. Ákærði greindi frá atvikum með ólíkum hætti við yfirheyrslu hjá lögreglu 2 0 . nó v em b er 2018. Honum var í upphafi kynnt að C hafi lagt fram kæru á hendur honum fyrir að brjóta tvívegis gegn henni, fyrst með kynferðislegri áreitni og í seinna skiptið með nauðgun. Ákærði kvaðst kannast við C og sagði þ C hafi fyrst komið til hans á meðhöndlunarstofuna í með U vinkonu sinni, sem einnig var meðferðaraðili og hafi U beðið frammi. C hafi sagst vera með vandamál vegna tíðaverkja og bakverkja og beðið hann um aðstoð í því sambandi. Hann hafi gefið C Ákærði gat ekki lýst hvaða meðferð hann veitti C , kvaðst þó hafa meðhöndlað hana á kviðarholi og kringum kynfæri, sagði að hún hafi leitað til hans í þ rjú eða fjögur skipti með um hálfs mánaðar millibili og hann ekki gert neitt án hennar samþykkis. Nánar aðspurður um meðferðina kvaðst ákærði hafa farið með einn fingur inn í leggöng C , losað þar um eggjastokka og nuddað í kringum lífbein og setbein. Hann kvaðst minna að þegar hún kom til hans í annað sinn hafi hún beðið hann um að hjálpa henni með það að hún fengi ekki fullnægingar. Þau hafi rætt þetta vandamál og ákærði útskýrt fyrir C í hverju slík meðferð fælist; einkum nuddi í kringum kynfæri. Ákærði k vaðst ekki hafa fagþekkingu 42 áralanga reynslu af því hvernig losa eigi um spennu í líkamanum. Í tilviki C hafi fullnægingarvandamálið verið meginástæða þess að hún leitaði til hans. Þegar gengið var á ákærða hvort hann hafi farið með fingur inn í leggöng C kvaðst hann ekki muna þetta aðstoðaði konur við að fá fullnægingu með því að nudda þær í kringum kynfærasvæði. r inn í endaþarm C , en hafi svo verið myndi hann áður hafa rætt það við C og fengið samþykki hennar. Meðan á yfirheyrslunni stóð óskaði ákærði eftir hléi til að ræða við verjanda. Í framhaldi kvaðst ákærði muna atvik betur og sagðist ekki geta hjálpað kon um með C hafi þau rætt þetta þegar hún kiptið hafi hann svo fullnægingarvandamáli C . Ákærði sagði að í lok fjórða tímans hafi hann verið samferða C út og séð hvar kærasti hennar , , beið eftir henni í bifreið. Ákærði sagði innri meðferð taka allt að fimm mínútur og hafi hann frá árinu 2006 hjálpað 20 - 30 konum með slíkri meðferð. Hann sagði C hafa verið afar þakkláta fyrir meðferðina og knúsað ákærða að skilnaði. Hann kvaðst þess nokkuð viss að C hafi örvast ky nferðislega; hún hafi öll orðið flekkótt, hann sífellt spurt hvort hann ætti að halda áfram gur inn í endaþarm C , enda ekkert að rófubeini hennar. Síðar í yfirheyrslunni kvaðst ákærði svo ekki muna þetta atriði, enda langt um liðið og hann búinn að hjálpa svo mörgum í sínu starfi. Hann sagði að sú staða gæti komið upp að hann væri með einn fingur í leggöngum konu og annan í endaþarmi hennar. Þegar þetta gerðist væri ákærði að ýta lífbeini konunnar niður og toga spjaldhrygginn upp til að opna grindina. Ákærði kannaðist við að hafa sent C SMS skilaboð og staðfesti frásögn hennar um innihald skilaboð anna. Hann hafi þá verið á Kex Hostel og langað til að hitta C , fundist hún áhugaverð og viljað kynnast henni betur. Ákærði kvaðst ekki muna hvort hún hafi svarað skilaboðunum, en sagði hana hafa mætt í tíma hjá honum eftir þetta. 43 3. Í þágu rannsóknar mál sins tók lögregla skýrslur af U , T , S, Þ og Ú . U kvaðst þekkja ákærða og C , hafa komið henni í samband við ákærða vegna bakmeiðsla eftir bílslys og farið með C í fyrsta meðferðartímann. U hafi verið viðstödd í upphafi tímans, en svo farið fram á meðan ákærði var að nudda C . U kvaðst ekki eiga minningu um að C hafi kvartað undan ákærða í hennar eyru og vissi ekki hvort C hafi leitað til hans aftur eftir fyrsta tímann. T kvaðst hafa verið náin vinkona C 2011 þegar meint brot var framið og vissi að hún h afði leitað til nuddara vegna áverka eftir bílslys og heimilisofbeldi. T minnti að C hefði sagst hafa farið til þessa nuddara í 2 - 3 skipti og hann brotið gegn henni í síðasta skiptið með því að snerta kynfæri hennar og fara með fingur inn í leggöng í miðju sjúkranuddi. C hafi fundist þetta ótrúlega skrýtið og óraunverulegt, sagst hafa verið í sjokki eftir á, en vildi ekki aðhafast neitt í málinu á þeim tíma. S k vaðst hafa hitt C skömmu eftir meint brot ákærða, líklega á veitingastaðnum Boston og hlýtt á fr ásögn C um að hún hefði farið til nuddara, sem hefði veitt henni sérkennilegt nudd með því að snerta kynfæri hennar. C hafi sagst ekki vita hvernig hún ætti að taka þessu. Þ kvaðst hafa verið í nánu samneyti við C á þessum tíma og hún hlýtt á frásögn C nok krum dögum eftir meint brot. C hafi sagst hafa leitað til nuddara vegna bakmeiðsla og farið til hans tvisvar. Í fyrra skiptið hafi C upplifað að nuddarinn snerti hana kynferðislega og í seinna skiptið hafi hann beinlínis káfað á kynfærum hennar og farið in n í leggöng. C hafi verið í sjokki þegar hún greindi frá þessu, sagt að þetta væri ekki í lagi, hún fundið fyrir mikilli skömm, en ekki vitað hvernig hún ætti að bregðast við. Að sögn Þ hafi C sagt henni frá því að sami maður hefði haft samband við hana og viljað hitta hana, en C Ú kvaðst vita að C hefði leitað til ákærða vegna bakmeiðsla á grundvelli meðmæla U . C hafi svo, innan viku frá meintu broti, greint Ú frá því að hún hefði farið til ákærða í nudd og ákærði brotið gegn henni með því að stinga hönd sinni inn í kynfæri hennar. C hafi verið í sjokki þegar hún greindi frá þessu, liðið mjög illa, verið hrædd og upplifað mikið óöryggi. Að sögn Ú ræddu hún og C þetta atvik við U , sem hafi brugðist illa við, sagt að ákærði myndi aldrei gera slíkt og gert lítið úr málstað C . 4. 44 Fyrir dómi greindi ákærði frá því að C hafi fyrst komið til hans að kvöldlagi í fylgd U vinkonu sinnar og fengið alnudd, sem tekið hafi um eina klukkustund. Hann U hafi viljað kynna þau fyrir hvort öðru. U hafi verið örstutt inni í meðferðarherberginu, en síðan farið fram og beðið þar. Nuddtíminn hafi svo endað með svolítið miklu daðri af hálfu C , s em fólst í því að C skók sér til á bekknum og sagði nuddið hafa haft góð áhrif á hana þar sem hún bú inn að nudda rass hennar og nálægt kynfærasvæði og sagði að við það hafi kviknað smá kynferðislegur neisti milli þeirra. Honum hafi fundist hún örvast, hún staðfest það, sagst hafa blotnað og viljað að þau hittust aftur, bara tvö, ákærði tekið vel í það og þau ákveðið að hittast aftur. Ákærði sagði þennan fyrsta tíma ekki hafa verið hluta af neinni meðferð, bara byggt upp kynorku á milli hans og C Þegar C kom í annað sinn hafi hún sagt hvað fyrsta skiptið var geggjað og hún næstum því fengið fullnægingu, sem hún ætti yfirleitt erfitt með. Þau hafi rætt um þetta C farið með hanskalausa fingur vel inn í leggöng hennar, fundið þar g - blettinn, hún bara verið kynferðislegt á milli hans og C , hún komið ga hann ætti að hætta, en C ekki viljað það. Hún hafi svo mætt þriðja sinni, í sama tilgangi og allt farið á sama veg og í annað skiptið. Ákæ rði sagði bæði skiptin hafa verið eins og C einna bestu fullnægingu og fullnægingar sem hún hefur fengið. Ákærði kannaðist ekki við að hafa sett fingur inn í endaþarm C meðan á þessu stóð. Aðspurðu r hvort C hafi ekki leitað til hans vegna stoðkerfisverkja þegar hún kom í fyrsta skiptið játti ákærði það rétt, en sagði þau hafa tæklað það hratt og vel og svo hafi nuddið orðið kynferðislegra. Annað og þriðja skiptið hafi bara verið kynferðislegt á mill i þeirra og minnti ákærða að C hafi klætt sig úr nærbuxum áður en hún lagðist á nuddbekkinn í þau skipti. C hafi svo komið til hans í fjórða og síðasta sinn, þá beðið eingöngu um hefðbundið nudd vegna eymsla í baki og greitt fyrir þann tíma. Þegar þeim 45 tím a lauk hafi þau orðið samferða út úr húsi og ákærði séð að kærasti C , , beið eftir henni. Ákærði dró ekki dul á að honum hafi fundist C afar kynþokkafull og hann langað í hana. Sökum þessa hafi hann sent henni SMS skilaboð frá Kex Hostel og viljað bjóð a henni í drykk, án þess að í því fælist tilboð um gistingu á hostelinu. Hann kvaðst skömmu síðar hafa sagt vinum sínum, Æ og Ö , frá því að hann og C hafi hist án þess að um Ákærði gaf þá skýringu á misræmi milli framburðar hans hjá lögreglu og fyrir dómi að lögregla hafi komið illa fram við hann og verjanda áður en skýrslugjöf hófst, hófst og muni vart eftir þv í sem gerðist þann dag. 5. C bar fyrir dómi að hún hafi verið að glíma við erfið bakmeiðsli 2011 í kjölfar bílslyss og heimilisofbeldis, verið slæm af verkjum og stundum fest í mjóbaki og mjaðmagrind. Sökum þessa hafi hún verið hjá U nuddara, U talað vel u m ákærða sem nuddara og hnykkjara, litið á hann sem læriföður sinn og þær farið saman á meðhöndlunarstofu hans að , að loknum venjulegum vinnutíma. C kvaðst eingöngu hafa leitað til ákærða sem nuddara, hafði aldrei heyrt að hann stundaði innri meðferðir og treysti á að hann væri fagmaður. Er þangað kom hafi hún klætt sig úr öllu nema nærfötum og lagst undir teppi, ákærði byrjað að nudda hana, meðal annars í kringum mjaðmagrind, á rassi, lærum og á nárasvæði. Á meðan hafi ákærði talað mikið um eigin hæfni og getu, eins og hann væri að byggja upp traust og U fylgst með og lært af honum fyrri helming tímans, sem tekið hafi um eina klukkustund. C kvaðst ekki vita af hverju U fór fram, en eftir það hafi stemmningin breyst, nuddið orðið ákafara, nálgast kynfæra svæði C og ákærði haft á orði að hún væri með slappan grindarbotn. Í lok tímans hafi hún greitt 5.000 krónur fyrir nuddið. C bar að U C þá hugsað með sér hvort U hefði upplifað sömu stemmningu og hún. C bar með sama hætti og hjá lögreglu um komuna til ákærða í seinna skiptið og byrjað að nudda hana í samræmi við þau einkenni og verki sem hún hafði lýst í fyrri tímanum og allt verið eðlilegt þar til hann færði hendur sínar neðar og neðar á rass hennar og að kynfærasvæði. C hafi engu að síður náð slökun, fundist nuddið gott og treysti ákærða fullkomlega. Nuddið hafi svo ágerst, ákærði talað um að hún væri með slakan 46 grindar botn , nuddað mjóbak hennar og rasskinnar og farið nær og nær kynfærasvæði. Ákærði hafi sagt að hann þyrfti að gera þetta til að losa um, nuddið á rassi og í kringum kynfærasvæði gott. Ákærði hafi svo hætt að tala og spyrja, farið með hendur inn á kynfærasvæðið og allt í einu stungið berum fingri eða fingrum inn í leggöng hennar aftanfrá, byrjað að nuddað leggöngin ákaft að innan með þeim afleiðingum að C C kvaðst hafa frosið á bekknum þegar þetta gerðist og orðið mjög hrædd. Á sama tímapunkti hafi hún fundið að ákærði setti jafnframt fingur inn fyrir endaþarmsop og þrýsti um leið reistum limnum upp við andlit hennar. Við þetta hafi C fengið mikla köfnunartilfinningu, hörfað af bekknum og sagt ákærða að stoppa, hún því næst klætt sig, lagt 5.000 krónur á borðið og gengið út. C kvað ákærða aldrei hafa minnst orði á að hann þyrfti að fara með fingur inn í leggöng hennar eða endaþarm í meðferðarskyni. Nánar aðspurð hvað ákærði gerði við endaþarm hennar sagði C ákærða við bekkinn kvaðst C hafa legið á maganum, ákærði staðið þétt við andlit h ennar, teygt hendur sínar niður eftir baki hennar og inn á kynfærasvæðið, en hún væri aðeins 163 cm. á hæð. C var kynntur framburður ákærða um að hún hafi komið til hans í tvö skipti í þeim tilgangi að fá fullnægingar og sagði hún þetta fjarri sannleikanum . Hún kvaðst aldrei hafa rætt við ákærða um að hún þjáðist af tíðaverkjum eða ætti erfitt með að fá fullnægingu; það hafi fráleitt verið vandamál hjá henni og hún átt kærasta, , sem sinnti hennar þörfum. Ákærði hafi hins vegar klifað á þessu atriði og s agt slíka erfiðleika oft tengjast slöppum grindarbotni. Aðspurð kvaðst C minna að hún hafi farið í tvö skipti til ákærða, en skiptin gætu hugsanlega hafa verið þrjú. Hún kvað ákærða aðeins hafa brotið gegn henni í seinna eða síðasta skiptið. C sagði U hafa skutlað henni í fyrsta skiptið og minnti að hafi sótt hana eftir þann tíma; hann hafi að minnsta kosti sótt hana í eitt skipti. C taldi skiptin bara hafa verið tvö og kvaðst muna vel að kvöldið sem ákærði braut gegn henni hafi hún gengið heim. C grei ndi með líkum hætti og áður frá SMS skilaboðum ákærða og hvenær og hvernig hún greindi vinkonum sínum fyrst frá framferði hans. Hún kvað háttsemi ákærða hafa haft mikil áhrif á andlega líðan hennar og nú kvíði hún því alltaf að leita til 47 sérfræðinga á þess u sviði. Hún kvaðst svo hafa lesið nafnlausa grein um meðhöndlara, sem hafi misnotað stöðu sína, hugsað með sér hvort þetta gæti verið ákærði, séð svo aðra grein á árinu 2018 þar sem ákærði var nafngreindur og þá strax haft samband við Ý lögmann, sem C þek kti til frá fyrri tíð. Hún hafi pantað og fengið eitt viðtal hjá Ý og í kjölfar þess tekið ákvörðun um að leggja fram kæru. 6. U bar fyrir dómi að hún hafi þekkt C gegnum tíðina og þær verið vinkonur á árunum 2010 - 2011. Hún kvað U hafa lent í bílslysi og meiðst í baki. C hafi svo læst í bakinu í vinnunni og U þá farið með henni í eitt skipti til ákærða. U hafi verið viðstödd fyrri hluta tímans, enda forvitin um aðferðir ákærða og viljað fylgjast með og læra af honum. Þegar hún fór fram hafði öll meðferð verið með eðlilegum hætti. U kvaðst hafa sótt C heim til hennar fyrir tímann og skutlað henni heim að tíma loknum . Hún minntist þess ekki að C hafi sagt henni frá því að ákærði hefði brotið gegn henni. S vinkona C bar að þær hafi ver ið staddar heima hjá T þegar C greindi frá því að hún hafi farið í nudd og nuddarinn snert hana á mjög óhefðbundinn hátt og meðal annars kynfæri hennar. C hafi verið mjög hissa yfir þessu, enda leitað til nuddarans vegna vöðvabólgu. T vinkona C kvaðst f yrir dómi muna að C hafi sagst hafa verið í nuddi hjá sjúkraþjálfara og sá maður snert píku hennar. T kvað C hafa lýst þessu nánar á sínum tíma, en í dag myndi T lítið meir en þetta. Þegar C greindi frá þessu hafi hún verið í miklu sjokki og hissa og fundist þetta óraunverulegt. Borin var undir T sú frásögn hennar hjá lögreglu að C hafi sagt ákærða hafa sett fingur inn í leggöng hennar og sagði T þá frásögn örugglega sanna og rétta þótt hún m yndi ekki sérstaklega eftir sama atriði í dag. T bætti því við að hana minnti að C Ú vinkona C bar fyrir dómi að C ki eftir bílslys og heimilisofbeldi, farið til hans í eitt eða tvö skipti og ákærði veitt henni nudd. Ákærði hafi svo verið að nudda hana þegar hann, án nokkurs fyrirvara, stakk fingri inn í leggöng hennar. Að sögn C hafi henni fundist þetta ótrúlega óþægi legt. Ákærði hafi svo sett fingur inn í endaþarm C og á sama tíma verið með líkamann þétt upp við andlit hennar. Ú kvað C hafa verið í miklu sjokki þegar hún sagði frá þessu, liðið mjög illa og ekki vitað hvað hún ætti að gera. Ú hafi strax ráðlagt henni a ð kæra. Hún kvað þær hafa rætt þetta mál síðar, sérstaklega eftir að málefni ákærða komust í fjölmiðla og Ú hvatt C til að kæra ákærða 48 ef hún væri nógu sterk. Aðspurð staðfesti Ú að þær C hafi rætt við U á sínum tíma, U dregið úr C og gert lítið úr málstað hennar gagnvart ákærða. Þ vinkona C kvaðst muna lítið eftir málinu. Hún vissi að C hefði lent í bílslysi, verið slæm í baki á eftir, heyrt að ákærði væri mjög góður meðhöndlari og hún leitað til hans í tvö skipti. Að sögn Þ C færi aftur til ákærða eftir fyrra skiptið, en þá hafi eitthvað gerst, sem Þ gat ekki rifjað upp. Í seinna skiptið eigi ákærði að hafa káfað á C , farið með fingur inn í leggöng og veitt henni fullnægingu eða C hafi greint Þ frá þessu nokkrum dögum síðar og kvaðst Þ muna að C hafi verið rosalega hrædd við ákærða og fundist hann hafa brotið gegn henni. Þ sagði þessa upplifun C sitja best í minni, sem og hve niðurbrotin C var þegar hún sagði frá C væri lagið. J fyrrum eiginkona ákærða bar í þessum þætti málsins að hún hafi fyrst frétt af því eftir á að C hefði leitað til ákærða og hún komið í tvö eða þrjú skipti að hans sögn. J sagði ákærða hafa verið að gorta sig af því að C hefði komið til hans, sent myndir af henni til vinar síns og sagst ætla að hitta hana utan vinnunnar. J hafi þá verið nóg boðið og hent ákærða út af heimili þeirra. Að sögn J gerðist þetta í janúar 2012. Æ vinur ákærða bar fyrir dómi að hann hafi kynnst ákærða gegnum íþróttina. Hann kvaðst vita hver C væri og minnti að það hafi verið á árunum 2010 - 2012 - 2014 sem ákærði greindi Ólafi frá því að hann væri að hitta C og fleiri stúlkur utan meðferðarvinnu. Á kærði hafi ekki sagt frá samskiptum sínum við C í smáatriðum, en lýst samviskubiti gagnvart konu sinni að vera að hitta stúlkur utan viðskiptanna. Bar Æ að konur hafi nuddar Ö vinur ákærða bar fyrir dómi að hann hafi kynnst ákærða 2008 og þeir verið miklir vinir síðan. Hann kvað það hafa verið í kringum 2012, þegar ákærði var með stofu sína í , sem hann greindi Ö fá því að C hefði komið til hans á stofuna og hann kennt 7. Samkvæmt 108. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála hvílir sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik sem telja má honum í óhag á ákæruvaldinu og verður hann því aðeins sakfelldur að nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum, teljist fram komin um hvert það atriði er varðar sekt, sbr. 1. mgr. 109. gr. Metur dómari enn fremur, eftir því sem þörf krefur, hvert sönnunargildi þær staðhæfingar hafa s em 49 varða ekki beinlínis það atriði sem sanna skal en ályktanir má leiða um það, sbr. 2. mgr. 109. gr. Samkvæmt 1. mgr. 111. gr. laganna gildir og sú grundvallarregla að dómur skuli reistur á sönnunargögnum sem færð eru fram við meðferð máls fyrir dómi. Ák ærða og C greinir ekki á um að hún hafi leitað til hans á árinu 2011 þegar hann rak meðhöndlunarstofu að . Ákærði hélt ekki skrár um heimsóknir viðskiptavina og eru hann og C því ein til frásagnar um hve oft hún fór til hans. C hefur frá upphafi verið stöðug í þeim framburði að hún hafi farið tvisvar og að ákærði hafi brotið alvarlega gegn henni í seinna skiptið. Fyrir dómi vildi C þó ekki útiloka að skiptin hafi verið þrjú þótt framburður hennar lyti eingöngu að tveimur heimsóknum. Ákærði hefur að sama skapi verið stöðugur í þeim framburði að C hafi komið til hans fjórum sinnum og að aðeins í síðasta skiptið hafi verið um hefðbundna nuddmeðferð að ræða. Þau greinir einnig á um ástæður þess að C leitaði til ákærða, hvernig meðferð var háttað og hvað í ra un gerðist í meðferðarherbergi hans. Stendur þar orð gegn orði um veigamikil atriði máls. C hefur frá upphafi verið sjálfri sér samkvæm um að hún hafi leitað til ákærða, sem nuddara og hnykkjara, vegna þrálátra verkja í mjóbaki og mjaðmagrind. Í fyrri tíma num hafi ákærði hnykkt hana og nuddað mjóbak, rass, læri og nára og farið nálægt kynfærasvæði. C hafi liðið mjög vel eftir tímann, greitt 5.000 krónur fyrir og fengið annan tíma skömmu seinna. C lýsti þeim tíma þannig fyrir dómi að ákærði hafi líkt og í fy rri tímanum byrjað á því að hnykkja hana og nudda í samræmi við fyrirliggjandi kvilla. Hún hafi legið á maganum, í nærbuxum og brjóstahaldara, náð að slaka vel á, fundist nuddið gott og treyst ákærða fullkomlega þrátt fyrir að nuddið færðist neðar og neðar á rassi hennar og nær kynfærasvæði, enda hafi ákærði áður sagst þurfa að fara nálægt kynfærasvæði hennar til að losa um eitthvað. Á meðan hafi ákærði spurt reglulega hvort þetta væri í lagi hennar vegna og C svarað því játandi, enda fundist nuddið á rassi og í kringum kynfærasvæði gott. Ákærði hafi svo þagnað, farið með hendur sínar inn á kynfærasvæðið og án nokkurs fyrirvara stungið fingri eða fingrum inn í leggöng hennar, nuddað þau ákaft að innan þannig að C blotnaði og þá sagt ið þau orð hafi C frosið á bekknum og orðið mjög hrædd. Þegar hann setti svo fingur inn fyrir endaþarmsop og þrýsti sér upp að andliti hennar með standpínu hafi C fengið mikla köfnunartilfinningu, hörfað af bekknum og sagt ákærða að stoppa. Hún hafi því næ st klætt sig, lagt 5.000 krónur á borðið og drifið sig út. C staðhæfði að ákærði hafi aldrei minnst orði á það að hann þyrfti að fara með fingur inn í leggöng hennar eða endaþarm í meðferðarskyni. 50 Ofangreindur framburður C er samhljóða frásögn hennar hjá l ögreglu í öllum meginatriðum, þó þannig að fyrir dómi bar C með varfærnari hætti um hvort ákærði hafi stungið fingri inn í endaþarm hennar og bar nákvæmar á þá leið að hann hefði þrýst fingri við endaþarmsopið eins og hann væri að reyna að örva hana þar og ætlað að setja fingurinn inn. Telur dómurinn þetta atriði síst til þess fallið að draga úr áreiðanleika frásagnar C og þykir dómsf ramburður hennar í senn greinargóðu r og yfirvegaður og laus við ýkjur og stóryrði. Er það mat dómsins að framburður C um sakarefni máls, virtur einn og sér, sé trúverðugur. Dómari metur með hliðstæðum hætti sönnunargildi framburðar ákærða við úrlausn málsins, þar á meðal trúverðugleika hans, og skal í því sambandi meðal annars hugað að áreiðanleika og stöðugleika í frásö gn. Frásögn ákærða hjá lögreglu þykir um margt misvísandi og óljós. Þannig sagði hann í fyrstu að C hafi leitað til hans vegna tíðaverkja og bakverkja, en sagði síðar í yfirheyrslunni að hún hafi fyrst og fremst leitað til hans vegna fullnægingarvandamála. Þá er af frásögn ákærða óljóst hvað hann gerði í fyrsta tímanum, en hann kveðst hafa gefið henni þann tíma frítt og hún svo greitt fyrir alla aðra tíma. Varðandi næstu tvö skipti gekkst ákærði við því í fyrstu að hafa farið með fingur inn í leggöng C og l osað þar um eggjastokka og nuddað hana í kringum setbein og lífbein. Tengdi ákærði þessa meðferð við fullnægingarvandamál C . Seinna í yfirheyrslunni kvaðst ákærði svo ekki muna hvort hann hafi farið með fingur inn í leggöng C og aftók svo með öllu að hafa gert það. Að ósk ákærða var gert hlé á yfirheyrslunni á meðan ákærði ráðfærði sig við verjanda. Þegar yfirheyrsla hófst að nýju kvaðst ákærði ekki geta hjálpað konum í fullnægingarvanda nema með því að fara með fingur inn í leggöng þeirra og hafi svo einni g verið í tilviki C . Þau hafi rætt þetta áður og C samþykkt að ákærði færi þessa leið. C hafi svo komið til fara með fingur inn í leggöng. Fyrir dómi kvað við annan tón í framburði ákærða. Hann kvað C hafa leitað til hans vegna stoðkerfisverkja, sem hann hafi lagfært strax í fyrsta tíma áður en við tók kynferðislegra nudd, sem C sagðist hafa örvast mikið við og hún viljað fá annan tíma með honum einum. Ákærði sagði fyrsta tímann vart hafa tengst stoðkerfismeðferð og öðru fremur hafa byggt upp kynorku milli hans og C . Þegar C síðan kom til hans í annað og þriðja skipti hafi tilgangurinn einungis verið kynferðislegur þeirra á milli, hann veitt henni bestu fullnægingar ævinnar með því að fara djúpt inn í leggöng hennar og láta hana 51 C ekki greitt krónu fyrir. C hafi svo komið til hans í fjórða og síðasta sinn, þá beðið um hefðbundið nudd og greitt fyrir þann tíma. Við samanburð á framburði ákærða fyrir dómi um sak arefni máls og framburði hans hjá lögreglu er engum vafa undirorpið að frásögn hans hefur tekið verulegum breytingum. Ákærði hefur boðið fram þá skýringu á breyttum framburði að lögregla hafi komið illa fram við hann og verjanda áður en skýrslugjöf hófst, það tekið mjög á ákærða og hann verið í taugaáfalli þegar kom að skýrslugjöf. Dómurinn hefur gaumgæft upptöku af því tilviki sem ákærði vísar til, sem og upptöku af framburði hans hjá lögreglu og telur ekkert benda til þess að ákærði hafi verið í andlegu u ppnámi þegar hann greindi lögreglu frá atvikum máls. Þess utan fær dómurinn ekki séð að meint andlegt uppnám leiði til þess að ákærði hafi greint ranglega frá staðreyndum sem hann þekkti til. Þykir skýring ákærða á breyttum framburði fyrir dómi því ekki ha ldbær. Að því sögðu og að virtum mjög svo breyttum framburði ákærða, bæði innbyrðis meðan á skýrslugjöf hjá lögreglu stóð og í samanburði við frásögn hans fyrir dómi, er það mat dómsins að framburður ákærða fyrir dómi sé óáreiðanlegur og ótrúverðugur og þv í að engu hafandi við úrlausn málsins. Kemur þá til skoðunar hvort önnur sönnunargögn séu fram komin í málinu sem styðji nægjanlega við dómsframburð C þannig að leitt geti til sakfellingar á grundvelli 108, 109. og 111. gr. laga um meðferð sakmála. Af dóm sframburði T , S, Þ og Ú þykir ljóst að C hafi greint þeim fá sinni hlið mála á næstu dögum eftir að meint brot átti sér stað. Er ekkert fram komið í málinu sem gefur tilefni til þess að draga þann framburð vitnanna í efa. Vitnin hafa öll borið fyrir dómi a ð þau hafi hlýtt á frásögn C um að hún hafi verið í nuddmeðferð hjá ákærða þegar hann snerti kynfæri hennar á óviðurkvæmilegan hátt og öll vitnin, utan S , hafa greint frá því að ákærði eigi að hafa rekið fingur inn í leggöng C meðan á þeirri meðferð stóð. Að Ú frátalinni minntist ekkert vitnanna á að ákærði eigi við sama tækifæri að hafa rekið fingur inn í endaþarm C . Framburður vitnanna að þessu leyti er í samræmi við frásögn þeirra hjá lögreglu, þó þannig að Ú gat þess ekki hjá lögreglu að ákærði eigi að hafa sett fingur inn í endaþarm C . Vitnin hafa öll lýst viðbrögðum og ástandi C þegar hún greindi frá atvikum. S bar að C hafi verið mjög hissa yfir því sem gerðist þar sem hún hafi leitað til ákærða vegna vöðvabólgu. T kvað C hafa verið í miklu sjokki og hún verið hissa og fundist þetta óraunverulegt. Ú bar með líkum hætti um að C hafi verið í miklu sjokki, henni liðið mjög illa og ekki vitað hvað hún ætti að gera. Þ kvað sér vera minnisstæðast 52 hve hrædd og niðurbrotin C hafi verið þegar hún greindi frá at vikum. Fær þessi framburður vitnanna einnig stoð í frásögn þeirra hjá lögreglu. Þótt gjalda beri varhuga við því að leggja of mikið upp úr óbeinu sönnunargildi framburðar nefndra vitna, sem öll tengjast C nánum böndum, er það mat dómsins að vitnisburður þ eirra sé trúverðugur, svo langt sem hann nær, styðji þá ályktun að eitthvað alvarlegt hafi gerst í samskiptum ákærða og C og auki þannig á trúverðugleika framburðar hennar fyrir dómi. J fyrrum eiginkona ákærða og vinir hans Æ og Ö komu fyrir dóm. J bar að ákærði hafi gortað sig á því að hafa fengið C til sín sem viðskiptavin, sent myndir af henni til vinar síns og sagst ætla að hitta hana utan vinnunnar. J hafi ekki tekið þessu vel og hent ákærða út af heimilinu. Æ bar að ákærði væri kvensamur maður og hafi einhverju sinni greint honum frá því að hann væri að hitta C og fleiri stúlkur utan meðferðarvinnu. Æ sagði einnig að konur haf i streymt til ákærða og fengið ákveðna þjónustu umfram það sem hefðbundinn nuddari eð a kírópraktor veitir . Ö bar að ákærði hafi greint honum frá því í kringum 2012 að C hefði komið til hans á meðhöndlunarstofuna og ákærði kennt Framburður þessara vitna varpar ekki ljósi á sakarefni máls og breytir þar engu endursögn Ö C liggur fyrir samkvæmt framburði ákærða og C að hann rak fingur á kaf í leggöng hennar og framkallaði saflát. Verða því ekki dregnar haldbærar ályktanir af framburði þessara vitna um sekt eða sýknu ákærða í þessum þætti málsins. Kemur þá til skoðunar af hverju C dró svo lengi að leggja fram kæru og hvort sá dráttur sé til þess fallinn að rýra áreiðanleika og trúverðugleika frásagnar hennar. C gaf þá skýringu hjá lögreglu að sökum fyrr i áfalla í lífinu, meðal annars vegna kynferðisbrota, hafi hún ekki búið yfir nægum styrk og sjálfstrausti til að stíga fram fyrir skjöldu og greina frá því sem á kærði gerði á hennar hlut. Þegar hún síðan las frétti r um að ákærði hefði brotið gegn fleiri k onum hafi hún brotnað niður , áttað sig á því að hún hefði sjálf sætt grófu kynferðisofbeldi af hálfu ákærða og hún því leitað til Ý kunningjakonu sinnar og lögmanns. Fyrir dómi bar C að háttsemi ákærða haf i haft mikil áhrif á andlega líðan hennar. Löngu ef tir meint brot hafi hún svo lesið frétt um ónafngreindan meðhöndlara, sem væri grunaður um að hafa misnotað stöðu sína, hún þá hugleitt hvort þetta gæti verið ákærði, en ekkert gert í því. Þegar C síðan las aðra grein á árinu 2018 , þar sem ákærði var nafng reindur , hafi hún haft samband við Ý lögmann, sem 53 C þekkti til frá fyrri tíð , fengið hjá henni einn viðtalstíma og í kjölfar ið ákveðið að leggja fram kæru. Ákærði heldur því fram að kæra C sé fölsk, að hún sé afsprengi Me to o hreyfingarinnar og tengist hópsefjun sem reis í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum, með eða án aðkomu Ý . Dómurinn efast ekki um að Me to o hreyfingin hafi vakið margar íslenskar konur til umhugsunar um stöðu sína gagnvart karlmönnum og þær leitt hugann að því hvort þær hafi sætt kynferðislegri áreitni eða kynferðisofbeldi, sem látið hafi verið átölulaust. Er ekki ólíklegt að þessi hreyfing hafi orðið vitundarvakning fyrir þær fjölmörgu konur sem leituðu til Ý og lýstu samskiptum sínum við ákærða. Á hitt ber að líta að ekkert er fram komið í málinu sem bendir til beinna tengsla C og Ý áður en C leitaði til Ý eða að Ý hafi með einhverjum hætti haft áhrif á að C lagði fram sína kæru og bar með þeim hætti sem hún gerði hjá lögreglu. Sú málsvörn ákærða að Ý hafi haft áhrif á frásögn S hjá lögreglu er því haldlaus. Þá liggur ekkert fyrir um að C tengist öðrum brotaþolum. Verður frásögn hennar því ekki talin lituð af upplifun annarra kvenna er kvörtuðu undan framferði ákærða. Dómurinn telur þvert á móti nægjanlega í ljó s leitt að sú staðreynd að aðrar konur stigu fram fyrir skjöldu og greindu frá svipaðri reynslu af ákærða hafi gefið C þann styrk, sem hana áður vantaði, til að leggja fram kæru á hendur honum. Að gættum þessum atriðum þykir ekki tortryggilegur sá dráttur er varð á kæru í málinu. Ákærði hefur á engum tímapunkti boðið fram skýringu á því af hverju C beri á hann þær sakir sem hún gerir í málinu og er ekkert fram komið um samskipti þeirra sem gæti gefið henni tilefni til að vilja klekkja á ákærða. C hefur frá upphafi verið sjálfri sér samkvæm í þeirri frásögn að hún hafi leitað til ákærða vegna slæmra verkja í mjóbaki og mjaðmagrind í kjölfar umferðarslyss og heimilisofbeldis og vænst þess eins að fá meðhöndlun ákærða sem hnykkjari og nuddari. Er ekk ert fram komið í málinu sem dregur úr trúverðugleika þeirrar frásagnar. Framburður C fær stuðning í dómsframburði fjögurra vinkvenna hennar. Ákærði hefur aftur á móti ekki leitt fram vitni sem styðja frásögn hans um hvað gerðist í meðferðarherbergi hans. H ann hefur gert lítið úr því að C leitaði til hans vegna stoðkerfiskvilla og þess í stað dregið fram þá mynd af C að hún hafi leitað til hans í kynferðislegum tilgangi og gengið svo langt að líkja meðferðinni við erótísk stefnumót. 8. 54 Samkvæmt öllu því se m rakið er í 7. tölulið og með vísan til staðfasts og trúverðugs dómsframburðar C verður lagt til grundvallar að ákærði hafi í eitt skipti á árinu 2011, á meðferðarstofu sinni að , haft önnur kynferðismök en samræði við C , með því að káfa á kynfærum hennar og setja fingur inn í leggöng hen nar þar sem hún lá léttklædd á nuddbekk ákærða. Af framburði C fyrir dómi verður hins vegar ekki ráðið með neinni vissu að ákærði hafi við sama tækifæri sett fingur inn í endaþarm hennar og er ekkert fram komið í málinu sem styður nægjanlega þann framburð C hjá lögreglu. Að því virtu og gegn eindreginni neitun ákærða ber að sýkna hann af þessu sakaratriði. Á þeim tíma e r atvik þetta gerð i st sagði í 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, svo sem henni var breytt með 3. gr. laga nr. 61/2007, að hver sem hefði samræði eða önnur kynferðismök við mann með því að beita ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung gerðist sekur um nauðgun og skyldi sæta fangelsi ekki skemur e n 1 ár og allt að 16 árum. Ofangreind háttsemi ákærða að setja fingur inn í leggöng C fellur undir þá verknaðarlýsingu 1. mgr. 194. gr. að hafa önnur kynferðismök við hana. Kemur þá til skoðunar hvort ákæruvaldinu hafi tekist að færa sönnur á að ákærði ha fi af ásetningi náð fram kynferðismökunum með því að beita C ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung, svo sem áskilið var í 1. mgr. 194. gr. Af hálfu ákæruvaldsins er á því byggt að ákærði hafi beitt C fram kynferðismökunum og ber ákæruvaldið sönnunarbyrði fyrir því. Samkvæmt 18. gr. almennra hegningarlaga þarf ásetningur að ná til allra efnisþátta brots eins og því var lýst í 1. mgr. 194. gr. Ber í því sambandi að líta til þess hvernig atvik horfðu við ákærða á verknaðarstundu og meta hvort hann hafi haft réttmæta ástæðu til að ætla að C væri samþykk kynferðismökunum. 9. Samkvæmt 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944 verður engum gert að sæta refsingu nema hann hafi gerst sekur um háttsemi sem var lýst refsiverð samkvæmt lögum á þeim tíma er hún átti sér stað. Í 1. mgr. 2. gr. almennra hegningarlaga segir hins vegar að hafi refsilöggjöf breyst frá því að verknaður var framinn og þar til dómur gengur skuli dæma eftir nýrri lögunum, bæði um refsin æmi verknaðar og refsingu. Aldrei m egi þó dæma refsingu nema heimild hafi verið til þess í lögum þegar verk naður var frami nn og ekki þyngri refsingu en orðið hefði eftir þeim lögum. Með hliðsjón af greindu 55 stjórnarskrárákvæði ber að skýra 1. mgr. 2. gr. he gningarlaganna svo, að sé refsiákvæði breytt eftir að verknaður var framinn verði dæmt um háttsemina eftir hinu nýja ákvæði sé það sakborningi í hag, en annars verði aðeins á því byggt að því leyti sem inntak áður gildandi ákvæðis hafi verið hið sama. Vísa st meðal annars um þetta til landsréttardóms nr. 7/2020. Með lögum nr. 16/2018 voru ákvæði 194. gr. almennra hegningarlaga færð í núverandi horf . Í 1. mgr. 194. gr., svo breyttri, segir að hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann , án samþykki s hans , gerist sekur um nauðgun og sk al sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Telst samþykki liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja en ekki ef beitt er ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Af ákvæðinu er ljóst að skor tur á samþykki fyrir kynferðismökum er nú settur í forgrunn við skilgreiningu á nauðgun í stað þess að áherslan hvíli á þeirri verknaðaraðferð að ná fram kynferðismökum með ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Virðist orðalag ákæru í þessum ákærulið taka mið af hinu breytta C rumvarpi til laga nr. 61/2007 kemur þó fram að meginmarkmið þeirrar breytingar hafi verið að draga úr áherslu á verknaðaraðferðir geranda og leggja þess í stað áhersluna á að með broti samkvæmt 194. gr. séu höfð kynmök við þolanda án þess að samþykki hans sé fyrir hendi , þ.e. gegn vilja hans , og þannig brotið gegn sj álfsákvörðunarrétti og athafnafrelsi ha ns í kynlífi. Eins og áður greinir leitaði C til ákærða vegna slæmra verkja í mjóbaki og mjaðmagrind og fólst meðferð í hnykkingum og nuddi. Sú staðreynd að C hafi notið þess er ákærði nuddaði hana á rassi og í kringum kynfærasvæði gaf ákærða ekki rétt ti l að fara með hendur sínar inn á kynfærasvæði C , hvað þá að reka fingur inn í leggöng. Hefur C verið staðföst í þeim framburði að hún hafi verið því alls óviðbúin þegar ákærði gerði þetta við hana . Þegar það gerðist lá C berskjölduð á nuddbekk ákærða, í nærbuxum og brjóstahaldara einum klæða og mátti treysta því að ákærði veitti henni meðhöndlun í samræmi við kvilla hennar. Þetta gerði ákærði ekki þegar hann hóf að káfa á kynfærum C og setti fingur inn í leggöng hennar. E r ekkert fram komið í málinu sem gat gefið ákærða haldbæra ástæðu til að ætla að C hafi verið samþykk slíkum kynferðismökum, sem stóðu í engu sambandi við þá meðferð sem hún vænti. Breytir engu í því sambandi þótt C hafi ekki brugðist strax við verknaði ák ærða með orðum eða aðgerðum, enda 56 liggur fyrir trúverðugur framburður hennar um að hún hafi frosið á nuddbekknum þegar þetta gerðist. Samkvæmt öllu framansögðu og með vísan til 108. gr. og 1. mgr. 109. gr. laga um meðferð sakamála telur dómurinn að ákæruv aldinu hafi tekist að sanna, svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa, að ákærði hafi káfað á kynfærum C og sett fingur inn í leggöng hennar, í óþökk C og gegn vilja hennar, svo sem ákærða er gefið að sök í ákæru. Með því misnotaði ákærði það traust sem hún bar til hans sem nuddara þar sem hún lá léttklædd á nuddbekk hans og fólst í því ólögmæt nauðung til að ná fram kynferðismökum . Er ákærði þannig sannur að nauðgun í skilningi 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 1. mgr. 2. gr. sömu laga og ber að ref sa honum samkvæmt því. X . - Meint brot ákærða gegn D . 1. D mætti á lögreglustöð 6. apríl 2018 í fylgd Ý réttargæslumanns og lagði fram kæru á hendur ákærða fyrir kynferðisbrot. D kvaðst þremur árum áður hafa lent í ryskingum við lögreglumann og fengið hög g á öxl og mjöðm. Hún hafi leitað til margra aðila, ekki fengið bót meina sinna og á endanum leitað til ákærða á stofu hans í , en J eiginkona ákærða hafi eitt sinn verið besta vinkona D og D heyrt að ákærði væri mjög fær við réttingar á stoðkerfi. Hún kvaðst hafa farið til hans í þrjú skipti; fyrst 30. mars tíminn verið eðlilegur. D hafi fengið annan tíma skömmu síðar, þá verið ein í herbergi með ákærða og sem fyrr ík lædd sokkabuxum og topp þegar hún lagðist á bekkinn hjá honum. Ákærði hafi beðið hana að fara úr sokkabuxunum og sagst þurfa að meðhöndla hana á bera húðina. D hafi fundist þetta óþægilegt, enda í g - streng innanundir hvað ákærði gerði í þessum tíma, en líklega hafi hann tosað, jafnað og leiðrétt bol hennar og fætur. Þegar hún hafi svo verið að klæða sig hafi ákærði haft á orði að hún væri með rosalega sterka orku, horft á fyrir hann að vera í herbergi með henni eða hættulegt fyrir þau bæði að vera svona saman. D kvaðst hafa klárað að klæða sig undir þessum sjúklegu ummælum, farið fram og ætlað að borga fyrir tíman 57 Það hafi svo verið í þriðja tímanum, í apríl 2015, sem ákærði braut gegn D . Ákærði hafi þá beðið hana að fara úr fötum og sokkabuxum. Hún hafi svo lagst á magann á nuddbekkinn, í topp og nærbuxum, með lak yfir mjöðmum og ákærði byrjað að nudda hana á nárasvæði og ofanverðum lærum. Hún kvaðst ekki muna hvort ákærði hafi útskýrt þá meðferð sem væri framundan, en hann verið að vinna við að rétta mjöð hennar af, sagt henni að liggja með hendur upp með bekkn um og lyfta mjöðmunum upp og niður. Hún hafi hlýtt þessu eins og fífl, farið að hugsa hvar ákærði væri með hendur sínar, fundið að hann var að nudda lífbein hennar, við píku, skildi ekki tengsl þess við áverka hennar, hún svo áttað sig á því að önnur hönd hans var komin á hreyfingu í klofinu á h enni og síðan D greinilega fundið þegar hann dró fingur út úr píkunni. Hún kvaðst lítið muna hvað síðan gerðist, en greiddi 10.000 krónur fyrir tímann og fór aldrei aftur til ákærða. D kvaðst hafa greint W og É vinkonum sínum og fleira fólki frá atvikinu, þar á meðal Ý lögmanni og Y þáverandi manni hennar. Hún kvaðst fyrst hafa talað við Ý á árinu 2015 og hafi Ý og hennar þáverandi hvatt D reyna að veiða ákærða í gildru heldur finna fleiri og kanna hvort þannig mætti byg gja upp mál á hendur honum. D kvaðst ekki hafa látið verða af þessu. Hún hafi síðan fengið símtal frá vinkonu sinni fyrir nokkrum vikum síðan um að önnur stelpa væri búin að kæra ákærða. Ý lögmaður hafi í framhaldi haft samband við D , sagt að önnur stelpa hefði leitað til hennar vegna ákærða, Ý boðið henni í viðtal og D þegið það. Að sögn DD hafi það ert og ... ég borgaði 2. Ákærði greindi frá atvikum með ólíkum hætti við yfirheyrslu hjá lögreglu 5 . júlí 2018. Hann kvaðst hafa meðhöndlað D um þremur árum áður og sagði hana vera gamla vinkonu eiginkonu sinnar. Hann kvaðst undrandi á því að D skyldi kæra hann fyrir kynferðisbrot þar sem hann hafi bara verið að hjálpa henni, en D hafi leitað til hans vegna áverka á hálsi og mjöðm eftir átök við lögreglumann. Ákærði kvað meðferðina hafa falist í leiðréttingu á mjaðmagri nd með teygjum og togi, en sagðist ítrekað ekki muna nánar hvað hann gerði. Hann minnti að D hafi komið til hans í 3 - 4 skipti, sagði ávallt hafa verið 58 opið inn til þeirra og aðstoðarmaður labbað inn og út meðan á meðferð stóð. Ákærði kvað D hafa vanið komu r sínar á stofuna á þessum tíma, drukkið þar kaffi og spjallað við hann og eiginkonu hans, óháð því hvort hún ætti pantaðan tíma. Ákærði kvaðst strax í fyrsta eða annað skiptið sem D kom á stofuna hafa fundið fyrir miklu daðri frá henni og hafi ákærði haf t á orði við konu sína að hann þyrfti að passa sig á þessari. Hann kvaðst ekki geta borið ábyrgð á því ef D fannst hann hafa óþægilega nærveru í öðrum meðferðartíma og misskildi tal hans um að hún byggi yfir mikilli orku og sagði þetta vera hennar upplifun , sem ákærði réði engu um. Hann kvaðst sjálfur hafa fundið D , hann því passað sig sérstaklega við meðhöndlun áverka hennar og gert henni grein fyrir að hann gæti þurft að koma við setbein þegar hann væri að vinna við mjaðmasvæði. Sökum þessa aldrei kynfæri D . Hann kvaðst ekki muna hvernig hún var klædd, en vel geta passað að D hafi þurft að fara úr sokkabuxum á meðan hann var að vinna á mjaðma - og lærvöðvum með nuddi. Ákærði áréttaði að h ann mundi ekki í hverju meðferð D fólst, gerði í framhaldi ekki athugasemdir við meðferðarlýsingu D í þriðja tíma og taldi hana í stórum dráttum samrýmast hefðbundinni meðferð vegna áverka af þessum toga. Við þá meðhöndlun myndi D hafa legið á maganum, ákæ rði sett aðra hönd sína á spjaldhrygg og hina undir kvið, við nárasvæði og nálægt kynfærasvæði. Tilgangur slíkrar meðferðar kynfæri D , enda hafði hann ekkert þangað að gera í meðhöndlunarskyni. D gæti hins vegar hafa fundið fyrir hreyfingu inni í kviðarholi eða togi niður í leggöng án þess að hann færi með hendur þar inn. Ákærði sagði frásögn D um annað beinlínis ranga og kvaðst ekki skilja hvað henni gengi til með kærun ni á hendur honum. 3. Í þágu rannsóknar málsins tók lögregla skýrslur af W , V og É vinkonum D , Y sjúkraþjálfara og Z systur W . W kvað D hafa sagt henni frá málinu fyrir um þremur árum síðan og minnti að D hafi þá verið nýbúin að verða fyrir því að ákærði fór næstum því upp í píkuna á henni á meðan hann var að nudda hana. Ákærði hafi talað faglega um þetta og sagst þurfa að losa einhverjar taugar eða sinar. D hafi verið í sjokki og ráðvillt meðan á frásögn stóð og minnti W að D hafi sagt ákærða hafa farið inn í kynfæri hennar. V kvað D hafa sagt henni frá málinu fyrir tveimur eða tveimur og hálfu ári síðan og hafi D liðið illa, hún verið ráðvillt og þurft að tala um þetta til að fá viðbrögð annarra. 59 D hafi s agt ákærða hafa farið rosalega nálægt kynfærum hennar, næstum við skapabarma, á meðan hann var að hnykkja og nudda hana og farið á staði sem D bað ekki um að væru hnykktir. É kvað D og á svæði sem hann átti ekki að meðhöndla. Y kvaðst ekki þekkja D , en vita á henni deili og sagði þau bæði hafa sótt Kaffibarinn af og til. Í eitt skipti hafi D tekið hann tali, kvartað undan ákærða, sem D sagt ákærða hafa notað afar óhefðbundnar aðferðir við meðhöndlun á henni; nánar til tekið stungið fingri eða fingru m inn í leggöng hennar og nuddað kviðvegginn að innanverðu. Z kvaðst fyrst hafa frétt af málinu þegar D hringdi í hana fyrir um tveimur mánuðum, að fyrirlagi W systur Z , en Z hafði sjálf leitað til ákærða 2009 vegna þursabits og fundist hann nálgast hana á kynferðislegan hátt meðan á meðferð stóð. Í nefndu símtali hafi hún og D borið saman bækur sínar um starfshætti ákærða og D greint frá því að hún hafi leitað til hans þrisvar, ákærði gengið lengra og lengra og í síðasta tímanum farið með fingur inn í legg öng hennar. Fram kom í máli Z að hún hafi eftir símtalið við D rætt málið við Ý réttargæslumann, í þeim tilgangi að styðja kæru D og sagðist mætt hjá lögreglu í því skyni og til að lýsa eigin upplifun af samskiptum við ákærða. 4. Fyrir dómi greindi ákærði frá því að D væri gömul vinkona J fyrrum eiginkonu hans og hafi komið til hans í 3 - 4 skipti vegna meiðsla á öxl og mjöðm eftir ryskingar. D hafi verið með læsingu við framanverðan spjaldhrygg vegna skekkju á mjaðmaspjaldinu og það valdið skekkju og verkjum við lífbein og í nára. Hann kvaðst hafa veitt henni margvíslega meðferð, meðal annars nuddað axlir, bak, mjaðmir, rass og læri og minnti að á meðan hafi D verið í sokkabuxum og topp. Í næst síðasta tíma hafi hann svo gert D grein fyrir því að í tímanum á mjaðmagrind og nára, gæti þurft að fara mjög nálægt kynfærasvæði á meðan hann væri sagði að hann myndi stoppa hvenær sem hún vildi ef henni fyndi st þetta óþægilegt. Í þeim tíma hafi D lagst á bekkinn í sokkabuxum og topp, ákærði í framhaldi þrýst hæl handar á lífbein, látið hana spenna hnén saman á meðan og þetta hjálpað honum við að losa um pubic liðinn. Síðan hafi D legið á maganum og ákærði nuddað rass og mjaðmir hennar og þrýst meðfram og innan við setbein. D hafi liðið vel á eftir, sest fram og drukkið með þeim kaffi. Ákærði kvaðst aldrei hafa þurft að fara með fingur inn í leggöng D eða spöngina og í síðasta tíma num 60 ekki þrýst á skapabarma hennar heldur verið að vinna á svæðinu rétt fyrir neðan, á innanverðu setbeini. Ákærði útilokaði ekki að við þá vinnu gætu hendur hans hafa snert spöngina, en aldrei meira en það. Ákærða minnti að hann hafi gefið D þennan síðast a tíma af því hún átti ekki pening og var vinkona J . Ákærði kvaðst aldrei hafa treyst D á þetta við J D er hún settist hjá honum og J í Hörpunni og drakk með þeim einn bjór. Aðspurður hvort hann hafi hugmynd um af hverju D beri á hann rangar sakir nefndi ákærði að J hafi sagt við hann að þetta væri í annað skipti sem D reyndi að eyðileggja sambönd og væri D J 5. D bar fyrir dómi að hún hafi orðið fyrir líkamsárás fyrir um það bil sex árum, hlotið meiðsl í mjöðm og baki og leitað til ák ærða, sem hafði gott orð á sér sem nuddari en hafði áður verið hjá sjúkraþjálfara vegna sömu verkja, það ekki dugað til og hún því ákveðið að prófa eitthvað nýtt. Hún kv aðst hafa farið til ákærða í þrjú skipti, meðferðin falist í réttingu, togi, nuddi og hnykkingum og hún verið íklædd sokkabuxum og topp. Fyrsti tíminn hafi verið eðlilegur og ákærði notið aðstoðar annars manns. Ákærði hafi verið einn í öðrum tíma og beðið D að fara úr sokkabuxunum svo hann gæti meðhöndlað bera húðina. Ákærði hafi gefið henni þann tíma. Í síðasta tímanum hafi ákærði beðið D að fara úr sokkabuxum og hún lagst á magann í toppi og efnislitlum nærbuxum, með lak yfir mjöðmum og ákærði byrjað að n udda hana, hanskalaus, á rass - og nárasvæði. Hann hafi sagt henni að setja hendur upp fyrir höfuð og lyfta mjöðmunum upp frá bekknum þegar hann segði til. Á meðan hafi ákærði haldið báðum höndum um efsta hluta læris hennar. Hún kvaðst þarna hafa fundið að ákærði væri ekki að vinna á verkjasvæði hennar, áttaði sig í framhaldi á því að hann var kominn með höndina inn fyrir skapabarma og inn í leggöng og fann svo þegar hann dró höndina út úr píkunni. Ákærði hafi svo haft á orði að nú væri þetta í lagi. D kvaðs t muna óljóst hvað síðan gerðist, en mundi eftir að hafa greitt fyrir tímann og komið sér burt. D staðhæfði að ákærði hafi aldrei í ferlinu upplýst hana um að hann myndi fara með fingur inn í leggöng hennar í meðferðarskyni og hann ekki verið að lýsa neinn i meðferð þegar hann fór inn í leggöngin. D sagði það sem gerðist hafa verið svo óraunverulegt að 61 það hafi tekið hana nokkra daga að átta sig á því að ákærði hefði brotið gegn henni. Þegar hún áttaði sig hafi hún sagt vinkonum sínum frá þessu. Hún kvaðst s kammast sín fyrir að hafa ekki brugðist strax við, enn vera sjálfri sér reið og eftir þetta aldrei leitað aftur til karlkyns meðhöndlara. D kvaðst fyrir tilviljun hafa hitt Y sjúkraþjálfarann sinn og fyrrum sambýlismann Ý á Kaffibarnum, sagt honum frá því sem gerðist og hann ráðlagt henni að ræða þetta við Ý . Það hafi hún gert, en þó ekki í þeim tilgangi að kæra á þeim tíma. D kvað Ý hafa hvatt hana til að stofna Facebook síðu til að kanna hvort fleiri konur hefðu sömu reynslu af ákærða, en hún ekkert gert í því. Ý hafi þó grunað að hún væri ekki sú eina sem lent hefði í ákærða og setti því auglýsingu inn á Facebook grúppu, sem send var á stjórnendur síðunnar án nafngreiningar á D eða ákærða. Ý hafi aðstoðað hana við þetta og hugmyndin verið sú að þær sem s tjórnuðu síðunni myndu senda viðbrögð við auglýsingunni til Ý . Aðspurð af hverju hún hafi ekki kært fyrr kvaðst D hafa haldið að sönnun væri ómöguleg þar sem orð stæði gegn orði og hún ekki haft nægilegan styrk til að fara ein gegn ákærða. Þegar hún síðan frétti af öðrum konum í sömu stöðu hafi hún fengið hugrekki í krafti fjöldans til að kæra. D kvaðst á engum tímapunkti hafa sett sig í samband við aðra brotaþola í tengslum við kæru sína. 6. W vinkona D bar fyrir dómi að D hafi orðið fyrir hnjaski eftir ár ás og sagst hafa farið í meðferð hjá ákærða vegna vandamála í mjöðmum. Strax eftir einn tímann hafi D komið heim til W , verið miður sín og í sjokki, sagt ekki í lagi það sem ákærði gerði við hana og greint frá því að hann hafi farið með höndina inn í leggö ng hennar án þess að ræða það áður. D hafi síðan rætt þetta atvik aftur áður en hún kærði, spurt W álits og hún hvatt D til að leggja fram kæru. V vinkona D bar að D hafi haft samband, verið ráðvillt og liðið illa og þurft að ræða við einhvern. Að sögn D hafi hún nokkrum vikum áður verið í meðferð hjá ákærða og í þriðja tímanum orðið fyrir því að ákærði smeygði fingrum eða fingri inn í leggangaop hennar. V kvaðst ekki minnast þess að D hafi átt að vita fyrirfram að ákærði myndi gera þetta. Z vinkona D ba r fyrir dómi að hún myndi lítið eftir málinu, annað en það að D hafi verið niðurbrotin þegar hún lýsti vaxandi hegðun ákærða af kynferðislegum toga, sem ekki hafi verið í samræmi við þau mein sem hann átti að meðhöndla. Borin var undir Z sú frásögn hennar hjá lögreglu að ákærði hafi að sögn D gengið lengra og lengra og í 62 síðasta tímanum farið með fingur inn í leggöng hennar. Z kvaðst þarna hafa skýrt lögreglu satt og rétt frá. É kvað D vera eina af sínum bestu vinkonum og þær búið saman á árunum 2014 - 2015. Hún kvaðst vita að D hafi farið í nokkra tíma hjá ákærða og D greint frá því að í eitt skiptið hafi hún verið fáklæddari en áður og ákærði þá rennt fingrunum á milli skapabarma hennar. Að sögn D hafi þetta ekki átt sér neinna aðdraganda og ákærði ekkert s agt áður en hann fór með fingurna inn. Ákærði hafi hins vegar á einhverjum tímapunti É kvaðst hafa hlýtt á frásögn D skömmu eftir umrætt atvik. J fyrrum eiginkona ákærða bar í þessum þætti málsins að hún og D hafi verið vi nkonur á árum áður og minnti að D hafa leitað til ákærða í þrjú skipti. J kvaðst ekki vita í hverju meðferð fólst og ekki hafa verið viðstödd, en hún verið frammi í afgreiðslu í fyrstu tvö skiptin. J kvaðst ekki vita af hverju D kom ekki í fleiri tíma og s agðist næst hafa séð hana á uppistandi í Hörpunni, en þá hafi D komið til J og ákærða og sest hjá þeim. Y fyrrum sjúkraþjálfari D bar að hann hafi stundum hitt hana á Kaffibarnum. Eitt sinn hafi hann setið þar við borð með Ý þáverandi sambýliskonu sinni þe gar D kom til hans og kvartaði undan óviðeigandi framferði ákærða, sagði hann hafa meðhöndlaða hana gegnum grindarbotn og leggöng og hún væri ósátt hvernig að því var staðið. Y ha fi bent henni á að ræða þetta frekar við Ý , sem væri lögmaður, þær síðan teki ð tal saman og Y ekki skipt sér frekar af málinu. Ý bar í þessum þætti málsins að hún hafi í eitt skipti lesið yfir texta frá D , tengdum ákærða, sem birta átti á Facebook síðu, en aðeins í því skyni að hreinsa út allt efni sem gæti verið persónugreinanleg t. Hún kvaðst ekki minnast þess að hafa hvatt D til að stofna höfuðs ákærða. Þá kannaðist Ý ekki við að þær D hafi staðið saman að Facebook auglýsingu og að svör við h enni hafi átt að berast til Ý . Hún hafi hins vegar verið í samskiptum við stjórnanda umræddrar Facebook síðu, en viti ekkert um birtingu efnis á henni. Ý þvertók fyrir að D hafi aðstoðað hana við að finna umbjóðendur í tengslum við málefni ákærða. Þær hafi aðeins unnið saman að texta áðurnefndrar auglýsingar og Ý nafnahreinsað hann. Hún kvaðst vita til þess að D 7. 63 Samkvæmt 108. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála hvílir sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik sem telja má honum í óhag á ákæruvaldinu og verður hann því aðeins sakfelldur að nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum, teljist fram komin um hvert það atriði er varðar sekt, sbr. 1. mgr. 109. gr. Metur dómari enn fremur, eftir því sem þörf krefur, hvert sönnunargildi þær staðhæfingar hafa sem varða ekki beinlínis það atriði sem sanna skal en ályktanir má leiða um það, sbr. 2. mgr. 109. gr. Samkvæmt 1. mgr. 111 . gr. laganna gildir og sú grundvallarregla að dómur skuli reistur á sönnunargögnum sem færð eru fram við meðferð máls fyrir dómi. Í málinu liggur fyrir að D leitaði til ákærða á meðhöndlunarstofuna að á árinu 2015 vegna stoðkerfiskvilla í baki og mjöðm. D kveðst hafa farið til ákærða í þrjú skipti, síðast í apríl 2015 og hafi hann þá brotið gegn henni. Ákærði telur að D hafi komið til hans í 3 - 4 skipti, hann meðhöndlað áverka hennar á eðlilegan hátt og náð góðum árangri. Ákærði hreyfir ekki andmælum við tímasetningu D . Að því gættu þykir mega við það miða að sakarefni þessa ákæruliðar lúti að einhverju því sem gerðist að í apríl 2015. Eru ákærði og D þar ein til frásagnar og greinir verulega á milli í framburði þeirra. Fyrir dómi bar D að í síðasta skipti sem hún kom til ákærða hafi hann beðið hana að fara úr sokkabuxum og hún lagst á magann á nuddbekkinn í toppi og nærbuxum, með lak yfir mjöðmum og sett hendur upp fyrir höfuð. Ákærði hafi svo byrjað að nudda hana, hanskalaus, á rass - og nárasvæði og hún lyft mjöðmunum upp frá bekknum þegar hann sagði til. Meðan á þessu stóð hafi ákærði tekið báðum höndum um ofanvert læri D , henni þá fundist hann vera kominn út fyrir verkjasvæði hennar og í framhaldi áttað sig á því að ákærði var kominn með höndina inn fyrir skapabarma og inn í leggöng. Hann hafi svo dregið höndina út úr leggöngunum með þeim orðum að nú væri þetta í lagi. D staðhæfði að ákærði hafi aldrei upplýst hana um að hann myndi fara með fingur i nn í leggöng hennar í meðferðarskyni og hann ekki verið að lýsa neinni meðferð þegar hann fór þar inn. Ofangreindur framburður D er í fullu samræmi við frásögn hennar hjá lögreglu. Framburður hennar var skýr og greinargóður og á sama tíma yfirvegaður og la us við ýkjur og stóryrði. Er það mat dómsins að framburður D kom til hans og gat í engu útskýrt í hverju meðhöndlun fólst þann dag. Þegar síðan borin var undir ákærða meðferðarlýsing D , meðal annars um að hún hafi legið á maganum, í nærbuxum og topp einum klæða, með hendur upp fyrir höfuð og lyft mjöðmum upp og niður á nuddbekknum, staðfesti 64 ákærði þá lýsingu og taldi hana í stórum dráttum samrýmast hefðbundinni meðferð vegna stoðkerfiskvilla D . Í framhaldi fór ákærði almennum orðum um það sem hann gæti haf a gert í tilviki D . Fyrir dómi kvað við annan tón í framburði ákærða. Hann gaf ítarlega lýsingu á þeirri meðferð sem hann veitti D í síðasta tímanum og kvaðst í næsta tíma á undan hafa að losa um læsingar í mjaðmagrind og nára og að hann gæti þurft að fara mjög nálægt sá tími hófst hafi D lagst á bekkinn í sokkabuxum og topp, ákær ði í framhaldi þrýst á lífbein hennar til að lagfæra skekkjur og einnig fundið festur meðfram fremra setbeini sem hann hafi lagað. Meðan á þessu stóð hafi hann látið D spenna hnén saman og það hjálpað honum við að losa um pubic liðinn. Dómurinn telur með ólíkindum að ákærði hafi lítið sem ekkert munað eftir síðasta meðferðartímanum við skýrslugjöf hjá lögreglu, en greint með ítarlegum hætti frá sama meðhöndlunartíma hér fyrir dómi. Við mat á áreiðanleika þess framburðar verður að líta til þess að ekkert í gögnum málsins bendir til þess að ákærði hafi haldið skráningu um stoðkerfiskvilla D og þá meðhöndlun sem hann veitti henni. Bendir þetta eindregið til þess að ákærði freisti þess að laga framburð sinn að framburði D og setja sinn eigin framburð í meðferða rlegt samhengi til að ljá honum trúverðugleikablæ. Þá bendir meðferðarlýsing ákærða fyrir dómi til þess að D hafi legið á bakinu þegar meðhöndlun fór fram og klemmt hnén saman þegar hann þrýsti á lífbein hennar. Er þetta í andstöðu við stöðugan framburð D um legu hennar á nuddbekknum, sem ákærði hafði áður samsinnt við skýrslugjöf hjá lögreglu. Þegar framangreind atriði eru virt heildstætt er það álit dómsins að töluvert ósamræmi sé í frásögn ákærða hjá lögreglu og fyrir dómi um mikilvæg atriði máls og dregur það óhjákvæmilega úr trúverðugleika framburðar hans fyrir dómi. Sá framburður ber þess merki að ákærði freisti þess að fegra hlut sinn um atvik á nuddbekknum og fjarlægja sig frá sakarefni máls. Ákærði hefur ekki gefið skýringu á breyttum framburði og er það mat dómsins að framburður hans fyrir dómi sé ótrúverðugur. 8. Ákærði heldur því fram að kæra D sé fölsk, að hún sé afsprengi Me too hreyfingarinnar og tengist hópsefjun sem reis í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum með aðkomu Ý lögmanns, en hún og D séu kunningjakonur, hafi rætt saman vegna þessa máls 65 strax á árinu 2015, Ý í kjölfarið hvatt D til að stofna nafnlausa Facebook síðu til höfuðs ákærða og þær í framhaldi staðið saman að gerð auglýsingar sem fór inn á Facebook grúppu. Telur ákærði að þessi tengsl D og Ý , sem D hafi viðurkennt fyrir dómi, kasti svo mikilli rýrð á áreiðanleika og trúve rðugleika framburðar hennar að leiða eigi til sýknu ákærða gegn staðfastri neitun hans á sakarefni máls. Ákæruvaldið teflir því fram á móti að fyrir liggi nær samhljóða vitnisburður W , V og É hjá lögreglu og fyrir dómi um að D hafi fyrst greint þeim fá sinni hlið mála skömmu eftir að meint brot átti sér stað og sé ekkert fram komið í málinu sem gefi tilefni til þess að draga þann framburð vitnanna í efa. Þá hafi sömu vitni borið að þau hafi við þetta tækifæri hlýtt á frásögn D um að hún hafi verið í meðferðartíma hjá ákærða þegar hann fór fyrirvaralaust með hönd eða fingur inn í leggöng hennar, sem og að þegar D greindi fyrst frá atvikum hafi hún verið ráðvillt, miður sín og í sjokki. Að gættum þessum framburði vitnanna, sem sam rýmist í öllum meginatriðum vitnisburði Y sjúkraþjálfara, breyti engu varðandi sekt ákærða þótt D hafi síðar rætt við Ý um málið. Ólíkt málum A, B og C liggur fyrir í þessum þætti máls að D og Ý áttu í ítrekuðum samskiptum um meint framferði ákærða gagnvar t D og fleiri konum áður en D lagði fram kæru á hendur ákærða. Sú staðreynd, virt ein og sér, styður þá málsvörn ákærða að Ý gæti hafa haft áhrif á að D lagði fram sína kæru og bar með þeim hætti sem hún gerði hjá lögreglu og síðar fyrir dómi. D og Ý hafa þvertekið fyrir þetta og D jafnframt staðhæft að hún hafi ekki rætt við aðra brotaþola áður en til kærunnar kom. Það eitt að ákærði haldi því fram að D og Ý hafi staðið í makki gegn honum eykur ekki á trúverðugleika framburðar hans um sakarefni máls. Þarf fleira að koma til. Af gögnum málsins verður ekki annað ráðið en að áður en D og Ý tóku fyrst tal saman hafi D verið búin að segja þremur vinkonum sínum frá atvikum og hafa þær allar borið á sama veg um að D hafi greint frá því að hún hafi verið í meðferð artíma hjá ákærða og hann sett hönd eða fingur inn í leggöng hennar. Er ekkert fram komið í málinu sem gefur tilefni til að ætla að þessi framburður vinkvenna D , hvort heldur hjá lögreglu eða fyrir dómi, sé mótaður af síðari samskiptum D og Ý og að vinkonu rnar þrjár hafi þannig tekið þátt í að klekkja á ákærða og bera ljúgvitni gegn honum. Framburður vinkvennanna samrýmist og framburði Y hjá lögreglu og fyrir dómi um að D hafi leitað til hans um ráð og greint honum frá því að ákærði hefði meðhöndlað hana ge gnum leggöng. Dómsvætti Y styður og þá ályktun að D hafi fyrst rætt við Ý eftir samræður sínar við Y . 66 Samkvæmt framansögðu er það álit dómsins að samskipti D og Ý dragi ekki úr trúverðugleika framburðar D um sakarefni máls. Sá framburður nýtur stuðnings í endursögn fjögurra vitna, sem borið hafa á sama veg um sakarefnið í öllum meginatriðum. Þótt gjalda beri varhuga við því að leggja of mikið upp úr óbeinu sönnunargildi framburðar slíkra vitna, er það mat dómsins að vitnisburður þeirra sé trúverðugur, svo langt sem hann nær, styðji eindregið þá ályktun að eitthvað alvarlegt hafi gerst í samskiptum ákærða og D og auki þannig á trúverðugleika framburðar hennar fyrir dómi. Fyrir dómi gaf D þá skýringu á drætti á kæru sinni að hún hafi talið ómögulegt að sanna sitt mál þar sem orð hennar stæðu gegn orðum ákærða og hún ekki haft nægilegan styrk til að fara ein gegn honum. Þegar hún síðan frétti af öðrum konum í sömu stöðu hafi hún fengið hugrekki í krafti fjöldans til að kæra. Telur dómurinn ekki ástæðu til að d raga þessa skýringu í efa. Fyrir dómi bauð ákærði fram þá skýringu á kæru D að hún gæti hafa verið afbrýðisöm út í þáverandi eiginkonu ákærða, viljað eyðileggja samband þeirra og því borið á hann rangar sakir. Er ekkert fram komið sem styður slíkar vangave ltur. Þá kom fram í máli ákærða fyrir dómi að hann hafi aldrei treyst D , líkaði ekki vel við hana og hafi verið skíthræddur við hana. Eru ummæli þessi síst til þess fallin að auka á trúverðugleika framburðar ákærða. Af heildstæðu mati á framburði ákærða, D og annarra vitna fyrir dómi er það niðurstaða dómsins að ekkert sé fram komið í málinu um samskipti ákærða og D sem gæti hafa gefið henni tilefni til að vilja klekkja á ákærða með fölskum sakargiftum. D hefur frá upphafi verið sjálfri sér samkvæm í þeirri frásögn að hún hafi leitað til ákærða vegna verkja í baki og mjöðm og vænst þess eins að fá meðhöndlun ákærða sem nuddari og stoðkerfismeðhöndlari. Er ekkert fram komið í málinu sem dregur úr trúverðugleika þeirrar frásagnar. Framburður D um hvað síðan ge rðist í meðferðarherbergi ákærða fær ákveðinn stuðning í dómsframburði fjögurra vitna. Að þessu gættu og með hliðsjón af staðföstum og trúverðugum framburði D verður lagt til g rundvallar að ákærði hafi í eitt skipti , í apríl 2015, á meðferðarstofu sinni að , haft önnur kynferðismök en samræði við D , með því að setja fingur inn í leggöng hen nar þar sem hún lá léttklædd á nuddbekk ákærða. Af framburði D hjá lögreglu og fyrir dómi verður ekki ráðið með neinni vissu að ákærði hafi áður káfað á utanverðum kyn færum hennar, svo sem honum er einnig gefið að sök í ákæru. Ber þegar af þeirri ástæðu að sýkna ákærða af þeim sakargiftum. 67 9. Á þeim tíma e r atvik þetta gerð i st sagði í 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, svo sem henni var breytt með 3. g r. laga nr. 61/2007, að hver sem hefði samræði eða önnur kynferðismök við mann með því að beita ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung gerðist sekur um nauðgun og skyldi sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Ofangreind háttsem i ákærða að setja fingur inn í leggöng D fellur undir þá verknaðarlýsingu 1. mgr. 194. gr. að hafa önnur kynferðismök við hana. Kemur þá til skoðunar hvort ákæruvaldinu hafi tekist að færa sönnur á að ákærði hafi af ásetningi náð fram kynferðismökunum með því að beita D ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung, svo sem áskilið var í 1. mgr. 194. gr. Af hálfu ákæruvaldsins er á því byggt að ákærði hafi beitt D kynferðismökunum og ber ákæruvaldið sönn unarbyrði fyrir því. Samkvæmt 18. gr. almennra hegningarlaga þarf ásetningur að ná til allra efnisþátta brots eins og því var lýst í 1. mgr. 194. gr. Ber í því sambandi að líta til þess hvernig atvik horfðu við ákærða á verknaðarstundu og meta hvort hann h afi haft réttmæta ástæðu til að ætla að D væri samþykk kynferðismökunum. 10. Samkvæmt 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944 verður engum gert að sæta refsingu nema hann hafi gerst sekur um háttsemi sem var lýst refsiverð samkvæmt lögum á þeim tíma er hún átti sér stað. Í 1. mgr. 2. gr. almennra hegningarlaga segir hins vegar að hafi refsilöggjöf breyst frá því að verknaður var framinn og þar til dómur gengur skuli dæma eftir nýrri lögunum, bæði um refsinæmi verknaðar og refsingu. Aldrei m egi þó dæm a refsingu nema heimild hafi verið til þess í lögum þegar verk naður var frami nn og ekki þyngri refsingu en orðið hefði eftir þeim lögum. Með hliðsjón af greindu stjórnarskrárákvæði ber að skýra 1. mgr. 2. gr. hegningarlaganna svo, að sé refsiákvæði breytt eftir að verknaður var framinn verði dæmt um háttsemina eftir hinu nýja ákvæði sé það sakborningi í hag, en annars verði aðeins á því byggt að því leyti sem inntak áður gildandi ákvæðis hafi verið hið sama. Vísast meðal annars um þetta til landsréttardóms nr. 7/2020. Með lögum nr. 16/2018 voru ákvæði 194. gr. almennra hegningarlaga færð í núverandi horf . Í 1. mgr. 194. gr., svo breyttri, segir að hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann , án samþykkis hans , gerist sekur um nauðgun og sk al sæta 68 fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Telst samþykki liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja en ekki ef beitt er ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Af ákvæðinu er ljóst að skortur á samþykki fyrir kynferðismökum er nú settur í forgrunn við skilgreiningu á nauðgun í stað þess að áherslan hvíli á þeirri verknaðaraðferð að ná fram kynferðismökum með ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. V irðist orðalag ákæru í þessum ákærulið taka mið af hinu breytta D rumvarpi til laga nr. 61/2007 kemur þó fram að meginmarkmið þeirrar brey tingar hafi verið að draga úr áherslu á verknaðaraðferðir geranda og leggja þess í stað áhersluna á að með broti samkvæmt 194. gr. séu höfð kynmök við þolanda án þess að samþykki hans sé fyrir hendi , þ.e. gegn vilja hans, og þannig brotið gegn sjálfsákvörð unarrétti og athafnafrelsi hans í kynlífi. D leitaði til ákærða, sem nuddara og stoðkerfismeðhöndlara, vegna verkja í baki og mjöðm og fólst meðferð einkum í nuddi, togi og réttingu á stoðkerfi . Þegar það atvik gerðist, sem hér er til úrlausnar, lá D bers kjölduð á nuddbekk ákærða í bol og nærbuxum og mátti treysta því að ákærði veitti henni höndlun í samræmi við kvilla hennar. Þetta gerði ákærði ekki þegar hann setti allt í einu fingur inn í leggöng hennar. Er ekkert fram komið í málinu sem gat gefið ákærð a minnstu ástæðu til að ætla að D hafi verið samþykk slíkum kynferðismökum, sem stóðu í engu sambandi við þá meðferð sem hún vænti. Samkvæmt öllu framansögðu og með vísan til 108., 109. og 111. gr. laga um meðferð sakamála telur dómurinn að ákæruvaldinu h afi tekist að sanna, svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa, að ákærði hafi sett fingur inn í leggöng D , gegn vilja hennar, svo sem ákærða er gefið að sök í ákæru, hann við þetta misnotað sér það traust sem hún bar til hans sem nuddara þar sem hún lá léttklæd d á nuddbekk hans og ákærði þannig beitt hana ólögmætri nauðung til að ná fram kynferðismökum . Er ákærði þannig sannur að nauðgun í skilningi 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 1. mgr. 2. gr. sömu laga og ber að refsa honum samkvæmt því. XI . - Ákvörðun refsingar . Samkvæmt sakavottorði ákærða hefur hann ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi sem hér skiptir máli. Verður tekið tillit til þessa við ákvörðun refsingar, sem og þess hve langt er um liðið frá því brotin voru framin. Á hinn bóginn ber að líta til þess að ákærði er sakfelldur fyrir alvarleg kynferðisbrot gegn fjórum konum sem leituðu til 69 hans vegna stoðkerfisvandamála og væntu þess að fá meðhöndlun í samræmi við þá kvilla. Ákærði byggði upp meðferðartraust hjá konunum og voru þær gr andalausar er þær lögðust fáklæddar og varnarlausar á nuddbekk á meðhöndlunarstofu hans. Ákærði misnotaði þetta traust með freklegum hætti þegar hann rak fingur inn í leggöng kvennanna án nokkurrar tengingar við þá stoðkerfismeðhöndlun sem þær þurftu og ák ærði kunni skil á. Þykja brot ákærða gegn A og B sérlega ósvífin í ljósi ungs aldurs A og þess að B var haldin langvinnum sjúkdómi . Ákærði á sér engar málsbætur. Að öllu þessu gættu og með hliðsjón af 77. gr. almennra hegningarlaga þykir refsing hans h æfilega ákveðin fangelsi í fimm ár. XII . - Miskabótakröfur brotaþola . A. A krefst 2.500.000 króna miskabóta úr hendi ákærða og reisir kröfu sína á 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Ákærði hefur verið sakfelldur fyrir að hafa nauðgað A og ber því að taka afstöðu til bótakröfu hennar, sem ákærða var birt 8 . júní 2020. Er engum vafa undirorpið að hann er bótaskyldur á grundvelli b. liðar 1. mgr. 26. gr. nefndra laga. Við mat á fjárhæð miskabóta er til þess að líta að brot af þessu tagi eru ávallt til þess fallin að valda þeim er fyrir verður vanlíðan og sálrænu tjóni. Í máli A liggur fyrir trúverðug frásögn hennar, foreldra hennar og sambýlismanns um verulega vanlíðan A af völdum ákærða, sem einkennist af reiði, ótta, öryggisleysi, traustva ndamálum, kvíða og þunglyndi. Þá liggur fyrir ítarleg greinargerð I sálfræðings, sem staðfest var fyrir dómi, en samkvæmt henni glímir A enn við víðtæk og alvarleg einkenni áfallastreituröskunar, sem rekja megi eingöngu til kynferðisbrots ákærða og síðari atburða því tengdu. Áfallameðferð hafi enn ekki skilað árangri vegna þess að A upplifi ekki að hættan sé liðin hjá og finnst sér ógnað bæði heima og að heiman. Telur sérfræðingurinn mikilvægt að þeirri meðferð verði fram haldið þegar málaferlunum lýkur og þá sett í algeran forgang að styðja A í átt að betri líðan, heilsu og lífsgæðum. Af hálfu ákærða er því teflt fram að A hafi sætt kynferðisofbeldi af hálfu í æsku og sé það brot í það minnsta samverkandi orsök fyrir meintri vanlíðan A. Er þessu sjónarm iði hafnað í greinargerð og dómsvætti ofangreinds sálfræðings, sem telur ekkert orsakasamband þar á milli. Ekki er unnt að slá því föstu að A hafi náð að vinna sig að fullu út úr hinu eldra kynferðisbroti. Óháð því er líklegt að afleiðingar af broti ákærða séu sýnu alvarlegri en ella vegna hins eldra brots, en á því ber A ekki ábyrgð. Hún hefur 70 leitað sér aðstoðar vegna framferðis ákærða og reynt að vinna úr afleiðingum af broti hans . Það hefur enn ekki tekist og er óvíst hvernig A muni reiða af . Eftir sten dur að ákærði braut með alvarlegum hætti gegn kynfrelsi A og þykir dómendum ljóst að brot hans hafi haft víðtæk og langvarandi áhrif á hana. Er sök ákærða því mikil. Að því gættu þykja bætur til A hæfilega metnar 1.800.000 krónur með vöxtum eins og greinir í dómsorði. B. B krefst 2.500.000 króna miskabóta úr hendi ákærða og reisir kröfu sína á 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Ákærði hefur verið sakfelldur fyrir að hafa nauðgað B og ber því að taka afstöðu til bótakröfu hennar, sem ákærða var birt 8 . júní 2020. Er engum vafa undirorpið að hann er bótaskyldur á grundvelli b. liðar 1. mgr. 26. gr. nefndra laga. Við mat á fjárhæð miskabóta er til þess að líta að brot af þessu tagi eru ávallt til þess fallin að valda þeim er fyrir verður vanlíðan og sálrænu tjó ni. Í máli B liggja ekki fyrir skýrslur sérfræðinga um afleiðingar af háttsemi ákærða. Á hitt er að líta að B var haldin langvinnum sjúkdómi þegar hún leitaði til ákærða, þjökuð af vöðvabólgu og mjaðmaverkjum og lagði traust sitt á að hann myndi veita henni eðlilega meðferð við þeim kvillum. Ákærði misnotaði sér þetta traust og vakti með B vanlíðan og skömm sem hún hefur borið í fjölmörg ár. Sökum veikinda sinna mun B þurfa á sjúkraþjálfun og annarri heilbrigðismeðferð að halda það sem eftir lifir ævinn ar. Er ekki efast um þau orð hennar að sökum framferðis ákærða forðist hún eftirleiðis karlkyns meðhöndlunaraðila. Að gættum þessum atriðum og með vísan til allra atvika að broti ákærða gegn kynfrelsi B þykja miskabætur hæfilega ákveðnar 1.500.000 krónur m eð vöxtum eins og í dómsorði greinir. C. C krefst 2.500.000 króna miskabóta úr hendi ákærða og reisir kröfu sína á 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Ákærði hefur verið sakfelldur fyrir að hafa nauðgað C og ber því að taka afstöðu til bótakröfu hennar, sem ákærða var birt 8 . júní 2020. Er engum vafa undirorpið að hann er bótaskyldur á grundvelli b. liðar 1. mgr. 26. gr. nefndra laga. Við mat á fjárhæð miskabóta er til þess að líta að brot af þessu tagi eru ávallt til þess fallin að valda þeim er fyrir verður vanlíðan og sálrænu tjóni. Í máli C liggja ekki fyrir skýrslur sérfræðinga um afleiðingar af háttsemi ákærða. Á hitt er að líta að C leitaði til ákærða vegna erfiðra bakmeiðsla og lagði traust sitt á að hann myndi veita henni viðeigandi meðferð við þeim kvilla. Ákærði misnotaði sér þetta traust og vakti með C 71 vanlíðan og skömm sem hún hefur borið í fjölmörg ár. Er ekki efast um þau orð hennar að framferði ákærða hafi haft mikil áhrif á andlega líðan henn ar og valdið því að hún kvíði því enn að sækja heilbrigðisþjónustu hjá karlmönnum. Að gættum þessum atriðum og með vísan til allra atvika að broti ákærða gegn kynfrelsi C þykja miskabætur hæfilega ákveðnar 1.000.000 krónur með vöxtum eins og í dómsorði gre inir. D. D krefst 2.500.000 króna miskabóta úr hendi ákærða og reisir kröfu sína á 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Ákærði hefur verið sakfelldur fyrir að hafa nauðgað D og ber því að taka afstöðu til bótakröfu hennar, sem ákærða var birt 8 . júní 2020. E r engum vafa undirorpið að hann er bótaskyldur á grundvelli b. liðar 1. mgr. 26. gr. nefndra laga. Við mat á fjárhæð miskabóta er til þess að líta að brot af þessu tagi eru ávallt til þess fallin að valda þeim er fyrir verður vanlíðan og sálrænu tjóni. Í m áli D liggja ekki fyrir skýrslur sérfræðinga um afleiðingar af háttsemi ákærða. Á hitt er að líta að D leitaði til ákærða vegna áverka á öxl og mjöðm og lagði traust sitt á að hann myndi veita henni eðlilega meðferð við þeim kvillum. Ákærði misnotaði sér þ etta traust og vakti með D reiði og skömm sem hún hefur borið í mörg ár. Er ekki efast um þau orð hennar að framferði ákærða hafi haft mikil áhrif á andlega líðan hennar og valdið því að hún leiti ekki aftur til karlkyns meðhöndlara. Að gættum þessum atrið um og með vísan til allra atvika að broti ákærða gegn kynfrelsi D þykja bætur til hennar hæfilega ákveðnar 1.000.000 krónur með vöxtum eins og greinir í dómsorði . XIII . - Sakarkostnaður . Samkvæmt greindum málsúrslitum og með vísan til 1. mgr. 233. gr. og 1. mgr. 235. gr. laga um meðferð sakamála ber að dæma ákærða til greiðslu sakarkostnaðar. Við munnlegan flutning málsins kom fram í ræðum sækjanda og verjanda að þeir teldu úrslit máls ekki ráðast af faglegri starfsemi og lögmæti vinnubragða ákærða heldur því hvort hann hafi brotið gegn kynfrelsi brotaþolanna fjögurra. Þessu til samræmis studdi ákæruvaldið málatilbúnað sinn lítt við matsgerð dómkvaddra matsmanna og verjandi lýsti sömu matsgerð þýðingarlausa fyrir úrslit máls. Eins og rakið er í kafla II.1. að framan tekur umrædd matsgerð til 11 kærumála á hendur ákærða og nemur kostnaður af matsgerðinni 4.000.000 króna. Með hliðsjón af því að ákærði er sakfelldur fyrir brot gegn fjórum þessara kvenna þykir hæfilegt að hann greiði því til samræmis 1/3 hluta m atskostnaðar eða 1.333.333 krónur, en að öðru leyti greiðist matskostnaður úr 72 ríkissjóði. Samkvæmt sakarkostnaðaryfirliti ákæruvaldsins hefur hið opinbera að auki greitt 25.000 krónur vegna gagna frá Í og 228.000 krónur vegna greinargerðar I , sem báðar kom u að máli A. Verður ákærði dæmdur til að greiða þann kostnað, samtals 253.000 krónur. Undir rekstri málsins lét ákærði þýða hluta af spænskri kennslubók í osteópatíu og greiddi 260.400 krónur fyrir. Hvorki ákærði né verjandi vísuðu til þessa skjals fyrir dómi og telst þýðingarkostnaðurinn ekki til sakarkostnaðar í skilningi 233. gr. laga um meðferð sakamála. Dæma ber ákærða til að greiða þóknun Ý lögmanns vegna réttargæslu fyrir B , C og D á rannsóknarstigi máls. Með hliðsjón af eðli og umfangi máls og að teknu tilliti til tímaskýrslu lögmannsins þykir þóknun hennar hæfilega ákveðin í einu lagi 1.198.770 og hefur þá verið tekið tillit til greiðslu virðisaukaskatts. Ákærða ber einnig að gr eiða þóknun Þórdísar Bjarnadóttur réttargæslumanns A hér fyrir dómi og þóknun Jóhannesar S. Ólafssonar réttgæslumanns B , C og D fyrir dómi. Með hliðsjón af eðli og umfangi máls og að teknu tilliti til tímaskýrslu Þórdísar Bjarnadóttur þykir þóknun henni ti l handa hæfilega ákveðin 917.600 krónur og er þá með talinn virðisaukaskattur. Með sömu formerkjum þykir þóknun Jóhannesar S. Ólafssonar hæfilega ákveðin 1.462.425 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Loks ber að dæma ákærða til að greiða málsvarnarlaun Steinbergs Finnbogasonar verjanda síns við rannsókn og meðferð málsins. Með hliðsjón af eðli og umfangi máls og að teknu tilliti til tímaskýrslu verjandans þykja málsvarnarlaun hæfilega ákveðin 9.176.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Héraðsdómarar nir Jónas Jóhannsson og Kristinn Halldórsson og Kristín Briem prófessor í sjúkraþjálfun við læknadeild Háskóla Íslands kveð a upp dóm þennan. Dómso r ð: Ákærði, X , sæti fangelsi í fimm ár. Ákærði greiði A 1.800.000 krónur í miskabætur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 1. janúar 2011 til 8 . júlí 2020, en frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga til greiðslud ags. Ákærði greiði B 1.500.000 krónur í miskabætur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 1. febrúar 2011 til 8 . júlí 2020, en 73 frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga til g reiðsludags. Ákærði greiði C 1.000.000 krónur í miskabætur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 1. janúar 2012 til 8 . júlí 2020, en frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu lag a til greiðsludags. Ákærði greiði D 1.000.000 krónur í miskabætur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 1. maí 2016 til 8 . júlí 2020, en frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga til greiðsludags. Ákærði greiði 1.586.333 krónur í útlagðan sakarkostnað, sem og 1.198.770 króna réttargæsluþóknun Ý , 917.600 króna réttargæsluþóknun Þórdísar Bjarnadóttur, 1.462.425 króna réttargæsluþóknun Jóhannesar S. Ólafssonar og 9.176.000 kró na málsvarnarlaun Steinbergs Finnbogasonar verjanda síns. Jónas Jóhannsson Kristinn Halldórsson Kristín Briem