1 Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 6. apríl 2020 Mál nr. E - 7026 /2019: Helena Stefánsdóttir (Ómar R. Valdimarsson lögmaður) gegn Flugfélagi Íslands e hf. ( Erlendur Gíslason lögmaður) Mál þetta, sem var dómtekið 25 . mars 2020, var höfðað 17. október 201 9 af Helenu Stefánsdóttur, gegn Flugfélagi Íslands ehf., Akureyrarflugvelli á Akureyri. Endanlegar dómkröfur stefnanda eru aðallega að stefnda verði gert að gr e iða henni 34.923 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verð tryggingu frá 5. september til 5. október 2019, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádreginni innborgun stefnda 22. október 2019 sem nam 35.000 krónum. Til vara er þess krafist að stefnda verði g ert að greiða stefnanda 250 evrur að frádreginni innborgun stefnda 22. október 2019 sem nam 35.000 krónum. Til þrau t avara er þess krafist að stefnda verði gert að greiða stefnanda bætur að álitum með vöxtum samkvæmt 9. gr. laga nr. 38/2001. Þá er krafist m álskostnaðar úr hendi stefnda og að hann verði ákveðinn með álagi . Endanlegur dómkröfur stefnda eru að hann verið s ýknaður af kröfum stefnanda og honum dæmdur málskostnaðar úr hendi hennar . Áður en mál þetta var tekið til aðalmeðferðar var ítrekað kann að af hálfu dómsins hvort aðilar gætu náð sátt, en það reyndist ekki unnt. I Helstu málsatvik Stefnandi átti bókað flugfar frá Egilsstöðum til Reykjavíkur á vegum stefnda 5. september 2019. Flugið var fellt niður. Með bréfi sem lögmaður stefnanda sendi stefnda samdægurs var gerð krafa um greiðslu á 250 evrum í skaðabætur vegna þessa, en því til stuðnings var vísað til 7. gr. EB - reglugerðar nr. 261/2004 og reglugerð nr. 1048/2012. Jafnframt var krafist greiðslu vaxta samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001. Tekið var fram Iceland Connect gera ráð fyrir því a ð félaginu verði stefnt fyrir dómstóla án frekari í för með sér verulega aukinn kostnað. Það liggur fyrir að lögmaður stefnanda og starfsmaður stefnda áttu í tölvupóstsamskiptum vegna kröfunnar áður en mál þetta var hö fðað. Með tölvubréfi 11. 2 október 2019 tók lögmaður stefnanda fram að til stæði að hefja vinnu við gerð stefnu vegna málsins og spurði hvort stefndi vildi greiða kröfuna þann sama dag án kostnaðar. Því var svarað til að stefndi gæti greitt kröfuna í dag bei nt til viðkomandi farþega í samræmi við skilmála félagsins , en að öðrum kosti gæti starfsmaðurinn tekið við stefnu. Með öðru tölvubréfi lögmanns stefnanda sem sent var samdægurs var kröfubréfið frá 5. september meðal annars endursent og þess óskað að krafa n yrði greidd fyrir kl. 16:00 í samræmi við greiðsluupplýsingar . Tekið var fram að ella yrði málinu stefnt inn strax eftir helgi. Aðilar áttu í frekari tölvupóst samskiptum þennan dag og virðist þeim hafa lokið með því að deildarstjóri stefnda sendi lögmann i stefnanda tölvubréf þar sem fram kom að lögmaður stefnda gæti bent umbjóðanda sínum á að hún gæti óskað eftir vefsíðu og yrðu skaðabætur þá greiddar i samræmi við grein 12.6 í skilmálum félagsins Hinn 14. október 2019 sendi lögmaður stefnanda tölvubréf til stefnda þar sem bókunarnúmers . Vakin er sérstök athygli á því að flugfélagið hefur 15 daga til þess að greiða kröfuna. Verði krafan ekki greidd innan þess tíma, kann félaginu að vera stefnt fyrir héraðsdóm án frekari fyrirvara. Það kann að leiða til verulega aukins kostnaðar finu fylgdi sem viðhengi fyrrgreint kröfubréf frá 5. september 2019 þar sem veittur hafði verið 15 daga greiðslufrestur . Ekki verður séð að þessu tölvubréfi hafi verið svarað af hálfu stefnda. Mál þetta var höfðað með birtingu stefnu 17. október 2019 og þ ingfest 22. sama mánaðar. Það liggur fyrir að stefndi greiddi stefnanda 35.000 krónur með millifærslu peninga sama dag og málið var þingfest. II Helstu m álsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi byggir á því að hún hafi átt bókað flugfar með stefnda 5. september 2019 . Flugið hafi verið fellt niður og hafi hún samdægurs sent kröfubréf til stefnda og krafist greiðslu 250 evra í skaðabætur með vísan til 7. gr. EB - reglugerðar nr. 261/2004, sbr. reglugerð nr. 1048/2012, sem sett hafi verið með heimild í 4. mg r. 106. gr. og 3. mgr. 126. gr., sbr. 145. gr. , laga nr. 60/1998 um loftferðir. Stefnda hafi verið veittur 15 daga frestur til að greiða bætur en ella yrði mál höfðað fyrir dómstólum án frekari viðvörunar. Með vísan til greiðslu stefnda 22. október 2019 , sem nam 35.000 krónum , sé ljóst að hann telji greiðsluskyldu hafa verið fyrir hendi enda hafi hann greitt hluta kröfunnar. Það sé í samræmi vi ð þá meginreglu 7. gr. EB - reglugerðarinnar að farþegar eigi rétt á skaðabótum sé flugi aflýst eða seinki brottfar artíma flugs verulega, enda eigi undanþágur 3. mgr. 5. gr. ekki við. Stefndi hafi þó ekki innt greiðsluna af hendi á réttum greiðslustað, heldur greitt stefnanda beint þó að óskað hafi verið eftir greiðslu á nánar tilgreindan fjárvörslureikning lögmanns st efnanda . Málið hafi verið höfðað með 3 birtingu stefnu fimm dögum áður en greiðslan hafi verið innt af hendi . M álshöfðunin hafi verið nauðsynleg vegna aðgerðaleysis stefnda, enda hafi verið löngu liðinn 15 daga greiðslufrestur samkvæmt kröfubréfi stefnanda 5 . september 2019 . Því er sérstaklega mótmælt að greiðslufrestur hafi verið framlengdur með tölvubréfi stefnanda 14. október 2019 en þá hafi fyrra kröfubréf verið endursent og það sem þar kom fram verið áréttað . Þá geti stefndi ekki komið sér undan innheimt ukostnaði og greiðslu vaxta með því að greiða höfuðstól kröfunnar. Um sé að ræða skaðabótakröfu sem beri vexti, en það verði meðal annars ráðið af heiti og gildissviði reglugerðar nr. 1048/2012 . Krafa stefnanda um álag á málskostnað er studd við 2. mgr. 13 1. gr. laga nr. 91/1991. III Helstu málsástæður og lagarök stefnda Stefndi byggir á því að krafan hafi verið að fullu greidd innan 15 daga frests samkvæmt tölvupósti stefnanda 14. október 2019. Krafan hafi verið greidd beint til stefnanda sem hafi verið réttur viðtakandi og réttarsambandi aðila því verið ráðið til lykta í samræmi við meginreglur kröfuréttar. Því er mótmælt að krafa stefnanda beri vexti samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001. Um sé að ræða fasta fjárhæð sem farþegi eigi rétt á að fá gre idda úr hendi flugrekanda að nánar tilteknum skilyrðum uppfylltum. Tilgangurinn sé ekki að mæta fjárhagslegu tjóni heldur sé greidd föst fjárhæð vegna tímataps og óhagræðis. Skaðabótum sé aftur á móti ætlað að gera tjónþola eins settan fjárhagslega og fyri r tjónsatvik. Kröfu um dráttarvexti samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 3 8/2001 er einnig mótmælt. Bréf stefnanda frá 5. september og 14. október 2019 hafi ekki falið í sér innheimtuvið vörun sem falli undir gildissvið innheimtulaga nr. 95/2008 , en þar hafi ek ki verið að finna sundurliðun á viðbótarkröfum stefnanda eins og áskilið sé í c - lið 2. mgr. 7. gr. laganna . Þá hafi krafan verið greidd innan 15 daga frests sem hafi verið veittur 14. október 2019 . E kki hafi verið hægt að skilja tölvubréfið öðruvísi en svo að miða bæri frestinn við dagsetningu þess. Því er sérstaklega mótmælt að stefnandi eigi rétt á málskostnaði, enda hafi hún ekki gætt að 6. og 7. gr. innheimtulaga og ákvæðum reglugerðar nr. 37/2009 um hámark innheimtukostnaðar o.fl. Innheimtuviðvörun hafi ekki uppfyllt skilyrði c - liðar 2. mgr. 7. gr., en samkvæmt ákvæðinu skuli sundurliða höfuðstól, viðbótarkröfur og innheimtu þóknun. Engin innheimtuþóknun hafi verið tilgreind, en hún nemi 950 krónum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. reglugerðar nr. 37/2009. Málið hafi verið þingfest 22. október 2019 þrátt fyrir að krafan hafi þá verið að fullu greidd. Þetta ferli fari í bága við 6. gr. i nnheimtu laga og góða innheimtuhætti. Tekið er fram að málskostnaður sé skaðabætur til annars aðilans úr hendi hins til að gera hann skaðlausan af málarekstri. Lögmaður stefnanda hafi lýst því yfir opinberlega að farþegum hjá stefnda bjóðist ókeypis innheim ta bóta frá lögmanninum við seinkun eða aflýsingu flugs. Virðist 4 stefnandi því ekki hafa haft neinn kostnað af rekstri málsins og beri að hafna málskostnaðarkröfu sé þetta raunin. Lögð er áhersla á að málshöfðunin hafi verið þarflaus og án tilefnis. Verði því að telja stefnanda eiga rétt á greiðslu málskostnaðar á grundvelli 131. gr. laga nr. 91/1991. IV Niðurstaða Það er óumdeilt að stefnandi á rétt til greiðslu andvirðis 250 evra úr hendi stefnda þar sem flugi hennar á vegum félag sins hinn 5. septem be r 2019 var aflýst , sem og að stefndi greiddi henni 35.000 krónur 22. október sama ár , sama dag og mál þetta var þingfest. Að sama skapi er ágreiningslaust að krafan á sér stoð í reglugerð nr. 1048/2012 um skaðabætur og aðstoð til ha n da farþegum í flugi sem neitað er um far og þegar flugi er aflýst, seinkað eða vegna tapaðs fa r angurs , sbr. reglugerð EB nr. 261/2004 um sameiginlegar reglur um skaðabætur og aðstoð handa farþegum sem er neitað um far þegar flugi er aflýst eða mikil seinkun verður , sem var uppha flega innleidd hér á landi með reglugerð nr. 574/2005 . Aðila greinir aftur á móti á um þ að hvort greiða beri vexti og dráttarvexti af kröfunni, sbr. ákvæði laga nr. 38/2001, auk þess sem þeir krefjast báðir málskostnaðar. Stefndi heldur því fram að ekki sé um að ræða kröfu um skaðabætur sem geti borið vexti samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001, enda s é um að ræða fyrir fram ákveðna fjárhæð vegna óhagræðis sem samsvari ekki raunverulegu fjárhagslegu tjóni. Samkvæmt 1. mgr. 106. gr. laga nr. 60/1998 um loftferðir er meginreglan sú að flytjandi ber ábyrgð á tjóni sem verður af völdum tafa í flutningi á farþegum, farangri eða farmi eða vegna þess að flutningi hefur verið flýtt. Fram kemur í 4. mgr. ákvæðisins að ráðherra sé heimilt með reglugerð að kveða n ánar á um bætur vegna atvika sem greint er frá í 1. mgr., svo sem hvað varðar fyrirkomulag bótagreiðslna og upphæð bóta. Með stoð í 4. mgr. 106. gr. og 3. mgr. 126. gr., sbr. 145. gr. , laga nr. 60/1998 v ar fyrrgreind reglugerð nr. 1048/2012 sett og er þar meðal annars að finna reglur um skaðabætur til handa farþegum þegar flugi er aflýst. Fjallað er um gildissvið reglugerðarinnar í 2. gr. um far og þegar flugi er aflýst, se inkað eða flýtt . Þ ær bætur sem skylt er að greiða flug farþegum við nánar tilteknar aðstæður eru fyrir fram ákveðnar og miðast við vegalengd flugferðar, sbr. 7. gr. EB - reglugerðarinnar sem var innleidd með reglugerð nr. 1048/2012 . Bæturnar taka því ekki mið af raunverulegu fjárhagslegu tjóni flugfarþega heldur á farþegi rétt á fastri bóta fjárhæð komi til vanefnda á skyldum flugrekanda, svo sem þegar flugi er aflýst. Líta v erður svo á að um sé að ræða rétt farþega til skaðabóta innan samninga vegna tjóns s em stafar af vanefnd flugrekanda á samningsskyldum sínum. Að mati dómsins g etur það ekki breytt eðli bótanna þó að raunverulegt tjón hvers og eins flugfarþega sé ekki metið í hverju 5 tilfelli fyrir sig, en í því sambandi má jafnframt líta til þess að 4. mgr . 106. gr. laga nr. 60/1998 gerir ráð fyrir því að kveða megi nánar á um upphæð bóta vegna aflýsingar og tafa á flugi í reglugerð . Að þessu virtu verður að leggja til grundvallar að þær bætur sem hér um ræðir teljist til skaðabóta í skilningi 1. mgr. 8. gr . laga nr. 38/2001 , en samkvæmt ákvæðinu get ur krafa um skaðabætur innan samninga borið vexti frá þeim degi sem hið bótaskylda atvik átti sér stað. Það er óumdeilt að bótaskylda stefnda stofnaðist 5. september 2019 þegar fyrrgreint flug , sem stefnandi hafði keypt af stefnda , var fellt niður . Verður því lagt til grundvallar að krafa stefnanda hafi borið vexti samkvæmt fyrrgreindu ákvæði frá þeim degi . Þann sama dag sendi stefnandi kröfubréf til stefnda þar sem gerð var grein fyrir höfuðstó l kröfunnar , kröfu um vexti, lagagrundvelli kröfunnar og greiðslustað , auk þess sem varað var við málshöfðun yrðu bætur ekki greiddar innan 15 daga . Af hálfu stefnda hefur verið lögð áhersla á að hann hafi mátt skilja tölvubréf stefnanda frá 14. október 20 19, sem áður hefur verið gerð grein fyrir, með þeim hætti að þá hafi greiðslufrestur verið framlengdur eða á ný verið veittur 15 daga frestur til að inna greiðslu af hendi . Að mati dómsins er ekki unnt að fallast á þetta, enda var kröfubréfið frá 5. septem ber 2019 skýrt og ágreiningslaust að stefndi greiddi kröfuna ekki innan þess frests sem þar grein d i . Ekki verður séð að stefndi hafi átt í samskiptum við stefnanda vegna greiðslunnar fyrr en 11. október sama ár og var greiðsluf resturinn þá liðinn , en tilef ni þess var tölvupóstur frá lögmanni stefnanda þar sem greint var frá því að vinna við stefnu væri að hefjast og spurt var hvort stefndi vildi fremur greiða kröfuna þann sama dag. T ölvupóstsamskipti aðila bera hvorki með sér að ætlun stefnanda hafi verið a ð framlengja greiðslufrestinn né að stefnd a hafi verið rétt að leggja þann skilning í stöðu málsins án þess að afla nánari upplýsinga . Að þessu virtu verður fallist á kröfu stefnanda um að krafan beri dráttarvexti samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, frá og með 5. október 2019 , en þá var liðinn mánuður frá því að fyrrgreint kröfubréf var sent og kröfuhafi lagði sannanlega fram þær upplýsingar sem þörf var á til að meta tjónsatvik og fjárhæð bóta , sbr. 9. gr. laga nna. Tekið skal fram að ákvæði innheimtulaga nr. 95/2008 , sem stefndi hefur vísað til , hafa eins og hér er ástatt ekki þýðingu við mat á upphafstím a dráttarvaxta. Samkvæmt framangreindu verður fallist á aðal kröfu stefnanda með þeim hætti sem hún var endanlega sett fram að virtri greiðslu stefnda 22. október 2019. Það liggur fyrir að krafa stefnanda hafði ekki verið greidd þegar málið var höfðað og verður , eins og áður grein ir, lagt til grundvallar að greiðslufrestur hafi þá verið liðinn. Verður því ekki fallist á að stefnandi hafi höfðað málið að þarflaus u og að henni beri því að greiða stefnda málskostnað, sbr. a - lið 1. mgr. 131. gr. laga nr. 91/1991. Að virtum úrslitum mál sins og 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 verður stefnda gert að greiða stefn an da málskostnað , en e kkert styður röksemd stefnda um að stefnandi virðist ekki hafa haft 6 kostnað af rekstri málsins og geta ákvæði innheimtulaga ekki heldur stutt mótmæli stefnda sem varða málskostnað. Í ljósi umfangs málsins og meðferðar þess fyrir dómi þykir málskostnaður hæfilega ákveðinn 350.000 krónur . Að mati dómsins eru ekki uppfyllt skilyrði til þess að ákveða álag á málskostnað samkvæmt 2. mgr. 131. gr. laga nr. 91/1991 þar sem ekki verður séð að uppi séu þau atvik sem greinir í 1. mgr. ákvæðisins. Ásgerður Ragnarsdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Stefndi, Flugfélag Íslands ehf., greiði stefnanda, Helenu Stefánsdóttur, 34.923 krónur með vöxtu m samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 5. september til 5. október 2019, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádreginni innborgun stefnda 22. október 2019 sem nam 35.000 krónum . Stefndi greiði stefnanda 3 5 0.000 krónur í málskostnað. Ásgerður Ragnarsdóttir (sign.)