Héraðsdómur Reykjaness Dómur 1. desember 2022 Mál nr. S - 1723/2022 : Ákæruvaldið ( Karl Ingi Vilbergsson saksóknari ) g egn X ( Sveinn Guðmundsson lögmaður ) Dómur : I Mál þetta, sem dómtekið var 14. nóvember 2022 , að lokinni aðalmeðferð, er höfðað af héraðssaksóknara með ákæru útgefinni 15. september 2 02 2 á hendur ákærðu X , kt. 000000 - 0000 , . Málið er höfðað á hendur ákærð a fyrir tilraun til manndráps, með því að hafa að morgni miðvikudagsins 22. júní 2022, á svölum íbúðar sinnar á 3. hæð, að , miðað 22 kalibera riffli, af gerðinni , á bifreiðina , sem lagt var í bifreiðastæði, um 33 metrum frá, við leikskólann , en í bifreiðinni voru feðgarnir A , k ennitala 000000 - 0000 og B , kennitala 000000 - 0000 , og hleypt af tveimur skotum. Fór fyrra skotið í gegnum afturhlera bifreiðarinnar og stöðvaðist í baki farþegasætisins, hægra megin, þar sem drengurinn B stóð, en seinna skotið fór ofarlega í vinstri afturh urð bifreiðarinnar, á samskeytum hurðar og rúðu, og stöðvaðist þar í hurðarfalsinu, með þeim afleiðingum að rúðan brotnaði og rigndi glerbrotum yfir A sem sat í skotstefnu kúlunnar í ökumannssæti bifreiðarinnar. Telst þetta varða við 211. gr., sbr. 20. gr . almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er aðallega krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og að ofangreindur riffill verði gerður upptækur samkvæmt 1. tl. 1. mgr. 69. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, e n til vara að ákærða verði gert að sæta öryggisvistun skv. 62. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, til greiðslu alls 2 sakarkostnaðar og að ofangreindur riffill verði gerður upptækur samkvæmt 1. tl. 1. mgr. 69. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Einkaréttarkrafa : Af hálfu A , kennitala 000000 - 0000 og B , kennitala 000000 - 0000 , er gerð krafa um að ákærði verði dæmdur til að greiða þeim miskabætur, hvorum um sig, kr. 4.000.000, - með vöxtum skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 2 2. júní 2022 og dráttarvöxtum skv. 9. gr. sömu laga frá birtingu kröfunnar til greiðsludags. Þá er þess krafist að ákærða verði gert að greiða A skaðabætur að fjárhæð kr. 426.339, - vegna sjúkrakostnaðar og annars fjártjóns, sbr. 1. mgr. 1. gr. skaðabótala ga nr. 50/1993 og að sú fjárhæð beri dráttarvexti skv. 9. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá birtingu kröfunnar til greiðsludags. Jafnframt er krafist að viðurkennt verði með dómi skaðabótaskylda ákærða vegna líkamstjóns brotaþola vegna árá sarinnar. Að endingu er gerð sú krafa að ákærða verði gert að greiða brotaþola kostnað vegna réttargæslu, þ.m.t. við gerð bótakröfu og að halda kröfu sinni fram skv. framlögðum reikningi eða að mati dómsins að viðbættum virðisaukaskatti á málflutningsþókn un. Við aðalmeðferð málsins féll ákæruvaldið frá þeim þætti aðalkröfunnar að ákærða yrði gert að sæta refsingu. II Málavextir: Lögreglu barst tilkynning kl. 07:24 miðvikudaginn 22. júní 2022 um að skotið hafi verið á bifreið utan við leikskóla við . Tilkynnandi var í bifreiðinni ásamt syni sínum. Símtal barst síðan til fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra kl. 07:37 frá manni sem sagðist heita X , ákærði í máli þessu, og sagðist hann hafa skotið á mann sem hafi verið á bifreið fyrir utan hús ákærð a. Áhafnir á tveimur lögreglubifreiðum vopnuðust og sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út. Sjúkrabifreið var einnig send í nágrenni vettvangs. Þegar lögreglumenn komu á vettvang stóð maður við bifreiðina og var það tilkynnandi og brotaþoli A . Hann tjáði lögreglu að það hafi verið skotið á bifreið hans þar sem hún hafi verið kyrrstæð á bifreiðastæði við leikskólann og hann hafi ásamt syni sínum verið í bifreiðinni. A kvaðst hafa hringt á lögreglu en farið svo með son sinn á leikskólann. A kvaðst haf a séð fullorðinn mann standa á svölum íbúðar að og hann 3 hafi verið með byssu með löngu hlaupi. Sérsveit þ.m.t. samningamaður hennar kom síðan á vettvang og fór inn í húsið og fylgdist með íbúð ákærða nr. . Umsátursástand myndaðist í nokkra klukkutím a meðan samningamenn reyndu að sannfæra ákærða um leggja niður vopn og gefa sig fram við lögreglu. Hann kom síðan út úr íbúð sinni kl. 12:19 með hendur á lofti og var hann handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Húsleit var gerð í íbúð ákærða og lagt hal d á skotvopn og skotfæri. Skotvopnið er 22 kalíbera riffill af gerðinni CZ513 með boltalás. Skothylki fimm skota fundust á svölum íbúðarinnar en skotgeymir fannst ekki. Skotið hafði verið á bifreiðina og fundust tvö göt á henni, annað á loki farangursr ýmis (skottloki) og hitt á afturhurð ökumanns megin. Skot hafði farið í gegnum skottlok og endað í aftursæti hægra megin. Þá sást að skot hafði farið ofarlega í bifreiðina á samskeytum afturrúðu og afturhurðar fyrir aftan ökumannssæti. Rúðan var brotin og efst í falsi hennar fannst hluti af skoti. Við rannsókn á bifreiðinni , sem stóð fyrir framan bifreiðina , fundust ummerki um þrjú skot. Tvö höfðu lent á framrúðu og endað í ökumannssæti og í burðarbita ökumanns megin og eitt hafði lent á framljósi. Reynt var að taka skýrslu af ákærða daginn sem hann var handtekinn en hann reyndist ekki í andlegu ástandi til að gefa skýrslu. Hann meðtók ekki það sem sagt var við hann og tókst ekki að segja nafn sitt, kennitölu eða heimili og byrjaði stundum að tala sa mhengislaust. Ákærði gaf skýrslu hjá lögreglu 26. júlí 2022. Hann sagði að það hefði mikið gengið á í lífi hans síðustu dagana áður en atvik urðu. Hann hafi misst marga aðstandendur og verið undir miklu álagi. Fólk, sem ekki hafi viljað honum gott, hafi verið að koma að húsinu þar sem hann bjó með ljós og lýsa í átt að íbúð hans og m.a. hafi það gerst að nóttu til eins og hjá Helga Seljan. Ákærði viðurkenndi að hafa skotið en það hafi enginn átt að skaðast. Ákærði hafi tekið riffil og skotið á tvær bifre iðar á bifreiðastæði við fjölbýlishúsið. Hann hafi vitað að það hafi verið maður í annarri bifreiðinni og ákærði hafi skotið í mælaborðið til að stöðva manninn. Skilningur ákærða hafi verið sá að maðurinn væri glæpamaður og ákærði þyrfti að stöðva hann þar til lögregla kæmi á vettvang. Ákærði hafi ekki tekið eftir barni í bifreiðinni og hann hafi líklega skotið á hina bifreiðina í einhverri reiði þegar hann hafi misst stjórn á sér. Ákærði kvaðst hafa fengið 4 skotvopnaleyfi árið 2005 og í framhaldi af því key pt riffilinn sem hann hafi skotið af. Hann hafi keypt riffilinn til að skjóta í mark og alltaf farið að reglum við meðferð hans. Ákærði hefur með úrskurðum dómsins sætt vistun á viðeigandi stofnun frá 23. júní 2022. III Matsgerð: Lögreglustjórinn á höf uðborgarsvæðinu fór fram á það að ákærða yrði gert að sæta geðrannsókn og dómkvaddur yrði geðlæknir til að framkvæma hana. M atsmaður skyldi leggja mat á það hvort ákærði hafi verið sakhæfur í skilningi 15. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 á verknaðar stundu 22. júní 2022 og einnig hvort ástand ákærða hafi verið með þeim hætti að 16. gr. laganna ætti við og hvort refsing geti borið árangur. Þá var þess óskað að lagt yrði mat á geðrænt heilbrigði ákærða og hvort refsing geti borið árangur samkvæmt 16. g r . hegningarlaganna. Loks var þess óskað að lagt yrði mat á það, ef talið yrði að 15. e ða 16. g r. hegningarlaganna ætti við um ákærða hvort nauðsynlegt þætti vegna réttaröryggis að gerðar skyldu ráðstafanir til að varna því að háski yrði af honum með því að hann sæti öruggri gæslu eða hvort beita skuli vægari ráðstöfunum eða vistun á hæli, sbr. 62. og 63. gr. hegningarlaganna. Með ákvörðun dómsins 23. júní 2022 var C geðlæknir dómkvödd til að framkvæma hið umbeðna mat. Matsgerð hennar er dags. 4. september 2022. Í matsgerð er rakin heilsufarssaga ákærða og samkvæmt því hefur líkamleg heilsa hans verið ágæt í gegnum tíðina. Samkvæmt matsgerðinni tók matsmaður fimm viðtöl við ákærða og þau tvö fyrstu 22. júní 2022 eða sama dag og atvikið, sem mál þetta snýst um, varð. Í báðum viðtölunum kom fram hjá ákærða að hann hafi talið sig stafa ógn af bifreiðum. Í fyrra viðtalinu sagði hann að bifreiðar væru í gangi á nóttunni til að ógna honum og það hafi orðið sérstaklega slæmt þegar mafían hafi farið að lýsa bílljósum inn til hans. Þá sagði ákærði að bifreiðar hafi haldið fyrir honum vöku að undanförnu. Þá taldi ákærði einnig að mynda vélar væru að fylgjast með honum vegna þess hver afi hans væri. Í seinna viðtalinu kvaðst ákærði ekki hafa átt annan kost en að skjóta úr rifflinum vegna þeirrar ógnar sem honum hafi 5 stafað af bifreiðum. Hann sagði það réttlætanlegt að skjóta að fólki í ák veðnum aðstæðum og taldi sig hafa verið í fullum rétti að gera það þar sem lífi hans og ættingja hans hafi verið ógnað. Um fyrrgreind viðtöl segir í matsgerðinni að áttun ákærða hafi verið sveiflukennd en þó betri í seinna viðtalinu. Geðbrigði hafi einnig verið sveiflukennd og geðslag hlutlaust en ákærði hafi verið með stuttan þráð. Hann hafi lýst aðsóknar - og tilvísunarranghugmyndum en hann hafi ekki verið með mikilmennskuhugmyndir eða ofskynjanir. Ákærði var metinn hugsanatruflaður, hann talaði samhengisl aust og erfitt var að fylgja honum eftir. Innsæi var metið bágborið og ákærði gerði sér ekki grein fyrir stöðu sinni og afleiðingum. Hann var metinn með geðrofseinkenni og miðað við ástand hans var hann metinn hættulegur sjálfum sér og öðrum væri hann frjá ls ferða sinna. Matsmaður ræddi næst við ákærða á bráðageðdeild að kvöldi 1. júlí 2022. Þar lýsti hann því einnig að honum stæði mikil ógn af bifreiðum sem væru í gangi á nóttunni og með ljósin tendruð. Steininn hafi tekið úr þegar þessar bifreiðar væru einnig farnar að hanga í kringum húsnæði dóttur ákærða. Í viðtalinu fór ákærði reglulega með bænir og trúarlegt tal og kvaðst vera prestur. Hann kvaðst hafa miðað á búk mannsins í bifreiðinni og skotið en gert það í sjálfsvörn og hann sjái ekki eftir því. Matsmaður segir um viðtalið að ákærði hafi rokið reglulega upp en náð sér fljótt niður aftur. Hann hafi staðið upp, dansað og sungið. Geðbrigði hafi verið hækkað en geðslag hlutlaust. Ákærði hafi verið með geðrofseinkenni og aðsóknar - , tilvísunar - , mikilme nnsku - og trúarlegar ranghugmyndir. Hann hafi verið hugsanatruflaður en þó minna en í fyrri viðtölum og innsæi verulega skert. Næsta viðtal að kvöldi 5. júlí 2022 fór einnig fram á bráðageðdeild. Ákærði kvaðst hafa skotið á bifreiðina en það hafi enginn dáið. Það hafi verið algert brjálæði að hann hafi skotið á bifreiðina en það væri skiljanlegt þar sem hann hafi verið undir miklu álagi. Hann hafi miðað á mælaborð bifreiðarinnar þar sem hann hafi ætlað að hræða þá sem væru á eftir honum og farnir að ógna fjölskyldu hans. Matsmaður komst lítið áleiðis í viðtalinu þar sem ákærði endurtók í sífellu sömu setningarnar og erfitt hafi verið fyrir matsmann að leiða viðtalið. Um viðtalið í heild segir matsmaður að þegar liðið hafi á það hafi ákærði farið um víðan v öll og ítrekað farið að ræða um skotárásina og ástæður hennar. Geðbrigði voru metin sveiflukennd en þó minna en í fyrri viðtölum og geðslag 6 hlutlaust. Fram hafi komið klárar aðsóknar - og tilvísunarhugmyndir en ekki trúarlegar - eða mikilmennskuranghugmyndir . Ákærði hafi verið hugsanatruflaður en samt betri en í fyrri viðtölum. Innsæi hafi verið skert en þó að aukast frá fyrri viðtölum. Hann var ekki metinn hættulegur sjálfum sér eða öðrum í þáverandi aðstæðum. Fimmta og síðasta viðtal matsmanns við ákærða fór fram á herbergi hans á móttökugeðdeild 5. ágúst 2022. Hann kvaðst hafa misst stjórn á sér í örskotsstund þegar hann hafi skotið vegna þess að menn hafi ögrað honum með því að beina bílljósum inn í íbúð hans á öllum tímum sólarhrings. Það hafi átt að se nda fimm menn til að ráða hann af dögum. Ákærði sýndi ekki iðrun fyrir það að hafa skotið að bifreiðunum þar sem honum hafi verið ógnað. Um viðtalið segir síðan í matsgerðinni að ákærði hafi gefið betri sögu en í fyrri viðtölum. Geðbrigði og geðslag metið hlutlaust en fram komu aðsóknar - og tilvísunarhugmyndir en ekki önnur geðrofseinkenni. Ákærði var ekki metinn hugsanatruflaður en innsæi var metið skert eins og fyrir mánuði síðan. Hann var ekki metinn hættulegur sjálfum sér eða öðrum í núverandi aðstæðum. Í samantekt og niðurstöðu matsgerðarinnar segir að ákærði eigi langa sögu um geðrænan vanda eða frá unglingsaldri sem leitt hafi til margra innlagna á geðsvið á árum áður. Hann hafi verið greindur og verið ráðlagt að þiggja lyfjameðferð vegna þess. Hann hafi ekki verið undir eftirliti geðlæknis frá 2011 en fengið lyf endurnýjuð hjá heimilislækni þar til í ágúst 2021. Ákærði eigi sögu um að Matsmaður segir að það sé hafið yfir allan vafa að ákærði hafi verið alvarlega veikur í viðtölum 22. júní 20 22 eða sama dag og hann skaut á bifreiðarnar. Hann hafi verið ör, hugsanatruflaður og með geðrofseinkenni. Það sé þekkt að einstaklingar í örlyndi geti m.a. verið hátt stemmdir, nái ekki að hemja sig, telji sig rétthærri en aðra og lög og reglur nái ekki y fir þá. Þá átti þeir sig ekki á afleiðingum gjörða sinna. Ákærði sé með langvinnan og alvarlegan geðsjúkdóm sem þarfnist viðeigandi meðhöndlunar. Sjúkdómurinn lýsi sér með . Matsmaður telur að ástand ákærða á verknaðarstundu hafi verið örlyndi með g eðrofseinkennum. Afar líklegt sé að hann hafi ekki verið að taka lyf eða lyfjaskammtar hafi verið undir meðferðarmörkum. Líklega hafi álag, streita og svefnleysi komið ákærða í fyrrgreint ástand og hann hafi ekki haft vörn af lyfjum. Í síðasta viðtali mats manns við ákærða hafi staðið eftir geðrofseinkenni og hann sé innsæislaus hvað þau einkenni 7 varðar. Matsmaður telur ákærða ekki hættulegan sjálfum sér eða öðrum fái hann viðeigandi langtímaeftirfylgd og lyfjameðferð. Niðurstaða matsmanns er sú að ákærði hafi á verknaðarstundu verið allsendis ófær um að bera ábyrgð á gjörðum sínum vegna andlegra veikinda samkvæmt 15. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og því ætti honum ekki að vera refsað verði hann fundinn sekur. Því telur matsmaður að 16. gr. almennr a hegningarlaga eigi ekki við um ákærða þar sem hann hafi verið metinn ófær til að bera ábyrgð á gjörðum sínum og því ætti ekki að refsa honum verði hann fundinn sekur. Þá er það álit matsmanns að afar ólíklegt sé að það stafi hætta af ákærða þegar hann sé undir viðeigandi eftirliti og þiggi ráðlagða meðferð vegna veikinda sinna. Ef sök sannast telur matsmaður læknisfræðilega rökrétt að ákærði verði sviptur sjálfræði í fimm ár og hann sæti meðferð og eftirfylgd hjá geðlækni, sbr. 62. gr. hegningarlaganna. I V Framburður ákærða og vitn a fyrir dómi: Ákærði, X , sagði að aðfararnótt 17. júní 2022 hafi komið fimm menn, fjórir arabar og einn íslendingur , að heimili hans og ætlað að ráða hann af dögum. Þeir hafi síðan ætlað að koma líki ákærða þannig fyrir að það finndist ekki og hann fengi ekki útför. Tómas sem hafi verið á vakt hjá lögreglunni viti þetta en ákærði hafi hringt í hann og tilkynnt um þetta . Ákærði kvaðst síðan hafa verið í skrýtnu ástandi 22. júní sl. þegar atvikið varð m.a. vegna þess að fósturfaðir hans hafi verið nýlega látinn. Þá hafi menn, sem hafi verið að ofsækja ákærða, komið að íbúð hans og hann þá tekið riffil og skotið nokkrum sk otum en það hafi verið rangt af honum að gera það. Ákærði kvaðst hafa miðað á hliðarrúðu maðurinn hafi verið saklaus. Ákærði kvaðst hafa talið að skotið myndi lenda á mælaborði bifreiðarinnar. Ákærði kvaðst ekki hafa séð barn í bifreiðinni sem hann skaut á og hann kvaðst ekki hafa gert sér grein fyrir hvaða afleiðingar háttsemi hans gæti haft en hann hafi reyndar ekki hugsað út í það. Ákærði kvaðst einnig hafa skotið á mannlausa bifreið. Vitnið, A , kvaðst hafa verið í bifreiðinni, sem ákærði hafi skotið á, ásamt syni sínum en þeir hafi verið á leið í leikskóla hans að morgni til. Vitnið hafi bakkað bifreiðinni í bifreiðastæði fyrir utan leikskólann þar sem nokkrar mí nútur hafi verið í að skólinn myndi opna. Vitnið hafi setið í ökumannssæti bifreiðarinnar en drengurinn, sem hafði 8 setið í hægra aftursæti, hafi farið úr bílbelti og staðið á milli framsæta bifreiðarinnar og þeir verið að horfa saman á farsíma vitnisins. V itnið hafi síðan heyrt eitthvað hljóð og haldið að það hafi eitthvað sprungið í bifreiðinni en vitnið hafi síðan heyrt annað hljóð aftarlega í bifreiðinni. Loks hafi vitnið heyrt þriðja hvellinn og þá hafi hliðarrúða í afturhurð bifreiðarinnar brotnað. Vit nið hafi talið að einhver hefði kastað grjóti í rúðuna. Vitnið kvaðst þá hafa farið út úr bifreiðinni og litið í kringum sig. Vitnið hafi þá séð mann upp á svölum í nágrenninu og hafi hann miðað byssu á vitnið en þá hafi vitnið fyrst áttað sig á hvað væri að gerast. Vitnið kvaðst hafa öskrað á manninn og spurt hvers vegna hann væri að þessu og sagt að það væri barn í bifreiðinni. Drengurinn hafi þá komið út úr bifreiðinni en vitnið hafi sett hann aftur inn í bifreiðina. Vitnið hafi haldið áfram að ræða við manninn og hann hafi sagt að vitnið væri glæpamaður en farið síðan inn í íbúðina. Vitnið sagði að það hafi liðið nokkrar sekúndur, ef til vill allt að 30, á milli skotanna. Vitnið sagði að það hafi munað litlu að skot hafi lent í höfði vitnisins og ef skot vopnið hefði verið öflugra hefði skot getað lent í syni vitnisins. Vitnið kvaðst enn þá vera með andleg einkenni eftir atvikið svo sem einbeitningaskort og það fengi kvíðaköst. Þetta hafi einnig haft áhrif á samskipti vitnisins við aðra t.d. konu vitnisins til hins verra þar sem vitnið sé t.d. uppstökkur og hvatvís. Þá sé vitnið óttasleginn og hræddur við að fara út á meðal fólks. Vitnið kvaðst vera í meðferð hjá sálfræðingi vegna afleiðinga atviksins. Vitnið sagði að atvikið hefði örugglega haft áhrif á son hans. Það komi m.a. fram í því að þegar hann sjái rauða bifreið bendi hann á hana en þeir feðgar hafi verið á rauðri bifreið þegar atvikið varð. Þá hafi drengurinn alltaf verið að benda öðrum börnum á bifreiðina og reyna að segja þeim frá hvað gerðist. Vitnið kvaðst því hafa selt bifreiðina. Erfitt sé að meta áhrifin sem þetta hafi haft á drenginn þar sem hann sé á einhverfurói. Vitnið, C geðlæknir, kvað lögreglu hafa haft samband við sig daginn sem atvikið varð og beðið vitnið að ræða við ákærða. Vitn ið sagði að ákærði hafi þá verið mjög hugsanatruflaður, talað samhengislaust, illa áttaður og með geðrofseinkenni. Þá hafi hann verið með ofsóknarhugmyndir og sagst hafa skotið til að bjarga sér. Ákærði hafi því verið alvarlega veikur og ekki hafi verið hæ gt að ræða við hann. Vitnið sagði að á þeim tíma sem viðtöl þess við ákærða hafi staðið yfir hafi hann verið með örlyndis - og geðrofseinkenni en þau hafi minnkað. Vitnið sagði að ákærði hafi á sínum tíma verið 9 greindur með geðhvörf og hann væri enn þá með geðrofseinkenni og ekki svarað meðferð að fullu. Hann þurfi líklega bæði töflur og forðalyf og þurfi líklega að vistast á geðdeild langt fram á næsta ár. Það mat vitnisins sé byggt á samtali við meðferðarlækni ákærða en mat læknisins sé að ákærði þurfi áfr amhaldandi vistun á öryggisgeðdeild. Vitnið fullyrti að ákærði hafi verið algjörlega ófær um að bera ábyrgð á gjörðum sínum þegar atvikið varð og sú ályktun vitnisins sé byggð á viðtölum við ákærða. Vitnið fullyrti að hefði ákærði komið á geðdeild í því ás tandi sem hann var í á verknaðarstundu hefði hann verið nauðungarvistaður. Vitnið staðfesti matsgerð sína. Vitnið, lögreglumaður nr. D , sagði að lögreglu hafi verið tilkynnt um skothvell og að skotið hafi verið á bifreið sem feðgar hafi verið í. Skömmu s íðar hafi ákærði hringt í Neyðarlínuna og í kjölfarið hafi myndast umsátursástand við heimili hans og staðið fram að hádegi. Á heimili ákærða hafi riffill verið haldlagður og fimm skothylki hafi fundist á svölum íbúðar hans. Bifreið brotaþola hafi reynst m eð göt á loki farangursrýmis og afturhurð. Annað skotið hafi endað í aftursæti en hitt í afturhurð bifreiðarinnar. Þrjú skot hafi lent á annarri bifreið. Vitnið sagði að skotgeymir riffilsins hafi ekki fundist en hægt væri að skjóta af honum þó geymirinn v æri ekki til staðar en þá þyrfti að hlaða að nýju eftir hvert skot. Reynst hafi erfitt að taka skýrslu af ákærða daginn sem atvikið varða en hann hafi sagt að hann hafi verið að verja sig. Vitnið staðfesti skýrslu sem það gerði vegna málsins. Vitnið, lög reglumaður nr. E , kvaðst hafa skoðað bifreiðina eftir atvikið og það hafi verið gat eftir skot á skottloki og það skot hafi endað í áklæði á aftursæti og brot úr byssukúlu hafi verið þar. Annað skot hafi lent í aftari hliðarrúðu og þar hafi verið skemm d efst í falsi á hurðarkarmi og þar verið brot úr skoti. Skotstefnan hafi verið í hnakkapúða á ökumannssæti. Vitnið sagði að það hafi verið teknar ljósmyndir af bifreiðinni þegar hún hafi verið skoðuð en þær hafi glatast. Vitnið staðfesti skýrslu sem það g erði vegna málsins. V Kröfur og sjónarmið ákærða: Verjandi ákærða skilaði greinargerð. Aðallega er gerð sú krafa að ákærði verði sýknaður af refsikröfu ákæruvaldsins, til vara að honum verði ekki gerð refsing og til þrautavara 10 að honum verði gerð sú vægasta refsing sem lög frekast heimila. Þá er því hafnað að ákærða verði gert að sæta öryggisráðstöfunum. Þá er þess krafist að gæsluvarðhald og vistun á stofnun verði dregin frá refsingu komi til þess að hún verði dæmd. Þess er kra fist aðallega að skaðabótakröfum verði vísað frá dómi, til vara að ákærði verði sýknaður af þeim og til þrautavara að þær verði lækkaðar verulega. Loks er þess krafist að allur sakarkostnaður verði greiddur úr ríkissjóði þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verja nda ákærða samkvæmt mati dómsins eða málskostnaðarreikningi. Verjandinn segir að skilyrði þess að ákærði verði sakfelldur fyrir brot gegn 211. gr. unnið af ásetningi og það hafi verið ótvírætt sýnt í verki. Vegna andlegs ástands ákærða hafi hann ekki gert sér í hugarlund mögulegar afleiðingar af háttsemi sinni. Þannig hafi ákærði ekki haft ásetning til manndráps og honum hafi ekki verið ljóst að mannsbani gæti hlotist af háttsemi hans. Því séu skilyrði til sakfellingar fyrir tilraun til manndráps ekki fyrir hendi. Það sé ljóst að ákærði hafi ekki haft ásetning til að bana brotaþolum á verknaðarstundu og ekki gert sér grein fyrir hugsanlegum afleiðingum af háttsemi sinn i. Háttsemi ákærða geti aldrei talist annað en hættubrot samkvæmt 4. mgr. 220. gr. almennra hegningarlaga en ekki sé ákært fyrir slíkt brot og því beri að sýkna ákærða af kröfum ákæruvaldsins að öllu leyti. VI Niðurstaða: Ákærða er gefið að sök tilraun t il manndráps með því að hafa skotið tveimur skotum með 22 kalíbera riffli af svölum íbúðar sinnar að á bifreið, sem lagt var við leikskóla í um 33 metra fjarlægð en í bifreiðinni voru feðgar. Fyrra skotið hafi farið í gegnum afturhlera bifreiðarinnar o g stöðvast í baki farþegasætis hægra megin þar sem drengur fæddur 2016 hafi staðið en seinna skotið hafi farið ofarlega í vinstri afturhurð bifreiðarinnar, á samskeytum hurðar og rúðu, og stöðvast í hurðarfalsinum, með þeim afleiðingum að rúðan hafi brotna ð og glerbrotum hafi rignt yfir föður drengsins sem hafi setið í skotstefnu kúlunnar í ökumannssæti bifreiðarinnar. Samkvæmt skýrslu tæknideildar lögreglu er íbúð ákærða á þriðju hæð hússins og á bifreiðastæði fyrir framan húsið voru bifreiðarnar og [ . Á bifreiðinni voru tvö göt eftir skot. Annað skotið hafði farið í gegnum lokið á farangursrými bifreiðarinnar, 11 í gegnum poka sem þar var með gosflöskum og inn í aftursæti farþegamegin og þar fannst hluti af skotinu. Í sætinu var barnabílstóll. Hitt skotið lenti ofarlega í afturhurð ökumannsmegin á samskeytum rúðu og hurðar. Rúðan var brotin og efst við falsið sem rúðan situr í þegar hún er lokuð fannst hluti af skoti. Fimm skot höfðu farið í báðar bifreiðarnar og neðan við glugga í íbúð ákærða, þaða n sem hann skaut, fundust fimm skothylki og fimm göt eftir skot fundust á bifreiðunum og því þótti víst að skotin hafi ekki verið fleiri. Ákærði hefur bæði í skýrslutöku hjá lögreglu og fyrir dómi játað að hafa skotið af riffli í umrætt sinn á bifreiðar á bifreiðastæði við heimili sitt. Hann hafnar því hins vegar að hann hafi ætlað að skaða fólk en hann hafi gert þetta vegna þess að hann hafi sætt ofsóknum og verið að verja sig. Ofsóknirnar hafi m.a. falist í því að menn hafi komið að heimili hans og lýst inn í íbúð hans m.a. með bílljósum og það hafi jafnvel gerst að næturlagi. Ákærði kvaðst hafa séð að það hafi verið maður í bifreiðinni sem hann skaut á en hann hafi ekki séð barn í bifreiðinni. Vitni og annar brotaþola, sem var í bifreiðinni sem ákærði skaut á, hefur lýst því að vitnið hafi heyrt þrjá hvelli og hliðarrúða í afturhurð bifreiðarinnar ökumannsmegin hafi brotnað. Þegar vitnið hafi farið út úr bifreiðinni hafi það séð mann upp á svölum með skotvopn. Játning ákærða er í samræmi við ranns óknargögn málsins og framburð ofangreinds vitnis sem var í bifreiðinni sem ákærði skaut á. Þykir því ekki ástæða til að draga það í efa að játningin sé sannleikanum samkvæm. Með vísan til þessa þykir sannað svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa að ákærði haf i skotið tveimur skotum á bifreiðina en í henni voru faðir og ungur sonur hans. Ákærði var í mjög slæmu ástandi andlega daginn sem atvikið varð eins og fram er komið. Framburður hans hjá lögreglu var mjög ruglingslegur og hann talaði mikið um að það hafi átt að ráða hann af dögum og hann virtist haldinn ranghugmyndum. Lögregla hætti því við að taka skýrslu af honum á þeim degi. Matsmaður tók tvö viðtöl við ákærða daginn sem atvikið varð og samkvæmt matsgerð var hann hugsanatruflaður, talaði samhengisl aust og erfitt var að fylgja honum eftir. Innsæi hans var bágborið og hann 12 gerðir sér ekki grein fyrir stöðu sinni né afleiðingum af háttsemi hans. Ákærði var metinn með geðrofseinkenni og hættulegur sjálfum sér og öðrum. Í viðtölunum kom fram hjá ákærða a ð bifreiðar væru í gangi á nóttunni og héldu fyrir honum vöku. Það hafi orðið sérstaklega slæmt þegar mafían hafi farið að láta bílljós lýsa inn til hans og þá hafi bifreiðar haldið fyrir honum vöku að undanförnu. Matsmaður, sem hitti ákærða tvívegis dagin n sem atvikið varð, hefur staðfest framangreint fyrir dómi og hans mat er að ákærði hafi verið ófær um að stjórna gjörðum sínum á þeim tímapunkti. Ákærði kvaðst hafa miðað á mælaborð bifreiðarinnar sem feðgarnir voru í. Þrátt fyrir það fór annað skotið s em hann skaut á bifreiðina í gegnum lok á farangursrými hennar og endaði í baki á aftursætinu farþegamegin en í sætinu var barnabílstóll. Hitt skotið lenti ofarlega í afturhurð ökumannsmegin á samskeytum rúðu og hurðarkarms. Ákærði kvaðst hafa séð mann í b ifreiðinni en ekki barn. Þrátt fyrir það að ákærði sá manninn skaut hann á bifreiðina og virðist hafa látið sér það í léttu rúmi liggja að hann væri í bifreiðinni og hugsanlega fleira fólk. Þegar höfð er hliðsjón af því hvar skotin, sem ákærði skaut á bifreiðina , lentu virðist það hafa verið tilviljun ein að þau hafi ekki lent á þeim sem voru í bifreiðinni. Hvað þetta varðar verður ekki heldur litið framhjá því sem rakið hefur verið um andlegt ástand ákærða þegar hann skaut af riffli sínum í umrætt sinn. Þykir það hafið yfir vafa að ástand hans hafi verið með þeim hætti að hann hafi alls ekki verið fær um að meðhöndla skotvopn hvað þá að skjóta af því með öruggum hætti. Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 hefur hver sá, sem t ekið hefur ákvörðun um að vinna verk, sem refsing er lögð við í lögunum, og ótvírætt sýnt þann ásetning í verki, sem miðar eða er ætlað að miða að framkvæmd brotsins, þegar brotið er ekki fullkomnað, gerst sekur um tilraun til þess. Ákærði hefur viðurken nt að hann hafi séð mann í bifreiðinni en þrátt fyrir það ákvað ákærði að skjóta tveimur skotum á hana. Ákærði kvaðst hins vegar ekki hafa séð barn í bifreiðinni og því ljóst að hann vissi ekki hvort aðrir en maðurinn sem hann sá hafi verið í bifreiðinni. Ákærði hefur m.a. lýst því að hann hafi ætlað að skjóta á mælaborð bifreiðarinnar en þar lenti ekki skot. Því má fullyrða að það hafi verði hending ein hvar 13 skotin höfnuðu og í raun tilviljun að þau hafi ekki lent á þeim sem voru í bifreiðinni. Ákærði, sem var með skotvopnaleyfi og átti skotvopnið sem hann notaði, mátti gera sér grein fyrir að lentu skotin á fólki gæti mannsbani hlotist af og gat ákærða ekki dulist það. Með vísan til þessa og þess sem fram er komið um háttsemi ákærða þykir hafið yfir skynsa mlegan vafa og þar með sannað að ákærði hafi gerst sekur um tilraun til manndráps. Samkvæmt sakavottorði ákærða hefur hann ekki áður sætt refsingu en hann hefur í máli þessu verið fundinn sekur um tilraun til alvarlegs brots sem gat haft mjög alvarlegar afleiðingar. Hér að framan hefur verið gerð grein fyrir geðrannsókn dómkvadds matsmanns á ákærða. Í matsgerð kemur fram að Eins og komið hefur fram gat lögregla ekki tekið skýrslu af ákærða daginn sem atvik urðu vegna andlegs ástands hans. Í matsgerð kemur fram að þá hafi hann verið með aðsóknar - og tilvísunarhugmyndir og hann var metinn með geðrofseinkenni og talinn hættulegur sjálfum sér og öðrum yrði hann frjáls ferða sinna. Niðurstaða matsmanns er síðan sú að ákærði hafi verið allsendis ófær um st jórna gjörðum sínum á þeim tíma sem atvik gerðust vegna andlegra veikinda og því eigi 15. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 við um hann. Við aðalmeðferð málsins féll ákæruvaldið frá þeirri kröfu sem fram kemur í ákæru að ákærði verði dæmdur til ref singar og var um rök fyrir því vísað til framburðar matsmannsins fyrir dóminum. Eftir stendur þá varakrafa ákæruvaldsins um að ákærða verði gert að sæta öryggisvistun samkvæmt 62. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með hliðsjón af framanrituðu um andlegt ástand ákærða þegar atvik urðu og afstöðu ákæruvaldsins telur dómurinn engum vafa undirorpið að ástand ákærða hafi á þeim tíma sem um ræðir verið þannig að hann hafi verið alls ófær um að stjórna gerðum sínum, sbr. 15. gr. almennra hegningarlag a nr. 19/1940. Samkvæmt því verður ákærði sýknaður af refsikröfu ákæruvaldsins. Ákæruvaldið krefst þess að ákærða verði gert að sæta öryggisvistun samkvæmt 62. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Samkvæmt tilvitnuðu ákvæði má, ef 15. eða 16. gr. 14 alme nnra hegningarlaga eiga við um hagi ákærða, ákveða í dómi, ef nauðsynlegt þykir vegna réttaröryggis, að gerðar skuli ráðstafanir til að varna því að háski verði af manninum. Ef ætla má að vægari ráðstafanir, svo sem trygging, bann við dvöl á ákveðnum stöðu m eða svipting lögræðis, komi ekki að notum má ákveða að honum sé komið á viðeigandi hæli. Í niðurstöðum matsmanns í matsgerð segir að einstaklingar með geðhvarfaklofa þurfi í flestum tilfellum eftirfylgd og lyfjameðferð en þurfi alla jafna ekki á langva randi dvöl á spítala að halda nema á meðan á bráðaveikindum stendur. Það sé þá geðlækna að meta hvenær útskrift af sjúkrastofnun sé tímabær. Þá er það skoðun matsmanns að þegar litið sé á sögu ákærða að afar ólíklegt sé að hætta stafi af honum þegar hann s é undir viðeigandi eftirliti og þiggi ráðlagða meðferð vegna veikinda sinna. Þá telur matsmaður, að ef sök sannist, læknisfræðilega rökrétt að ákærði verði sjálfræðissviptur í fimm ár og að hann sæti meðferð og eftirfylgd hjá geðlækni. En mikilvægt sé að h ægt verði að grípa inn í ef geðrænt ástand ákærða versnar með breyttri lyfjameðferð eða innlögn á spítala. Þá kom það fram í skýrslu matsmanns fyrir dómi að meðferðarlæknir ákærða teldi að hann þyrfti að vera inn á sjúkrahúsi til meðferðar langt fram á næs ta ár þar sem hann hefði enn sem komið er ekki svarað meðferð eins og æskilegt væri. Ákærði gerðist sekur um tilraun til alvarlegs brots og í raun var hending ein að afleiðingar þess urðu ekki mjög alvarlegar. Hann hefur verið greindur með og oftar en einu sinni með þegar hann hefur verið lagður inn á geðdeild þ.m.t. eftir það atvik sem mál þetta er sprottið af. Þá hefur ákærði nokkrum sinnum verið lagður inn á geðdeild í kjölfar þess að hann hefur hætt að taka lyf eða ekki tekið þau í ráðlögum skömmtum. Þá hefur komið fram að hann . Í dag þykir því ekki hægt að fullyrða með vissu hvernig andlegri heilsu ákærða verði háttað til framtíðar. Það liggur því fyrir að nauðsynlegt er að fylgjast með geðrænu ástandi ákærða, meta einkenni hans og þróun þeirra, stilla endanlega af lyfjameðferð og gera áhættumat. Telur dómurinn því nauðsynlegt vegna réttaröryggis að ákærði sæti öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Þá þykir rétt að á þeim tíma gangist ákærði undir viðeigandi meðferð vegna veikinda s inna. Skal meðferðin vera undir eftirliti yfirlæknis öryggis - og réttargeðdeildar og er ákærða skylt að hlíta viðeigandi meðferð, hvort sem hún er í formi viðtala að lyfjagjafar, allt eftir nánari ákvörðun yfirlæknis hverju sinni. 15 Ákærði skal sæta upptöku til ríkissjóðs á 22 kalíbera riffli af gerðinni CZ513, sbr. 1. tölulið 1. mgr. 69. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Brotaþolar, A og B gera hvor um sig kröfu um að ákærða verði gert að greiða þeim miskabætur að höfuðstól 4.000.000 króna auk v axta og dráttarvaxta. Þá krefst A þess að ákærða verði auk þess gert að greiða honum 426.339 krónur í skaðabætur vegna sjúkrakostnaðar og annars fjártjóns auk vaxta. Þá er þess krafist að viðurkennt verði með dómi skaðabótaskylda ákærða vegna líkamstjóns b rotaþola vegna árásarinnar. Loks er þess krafist að ákærða verði gert að greiða brotaþolum kostnað vegna réttargæslu þ.m.t. við gerð bótakröfu og að halda kröfunni fram. Brotaþolar eiga rétt á miskabótum úr hendi ákærða á grundvelli 8. Kapítula Mannhelg isbálks Jónsbókar um óðs manns víg. Brotaþolinn A lýsti því fyrir dómi að hann væri í viðtölum hjá sálfræðingi vegna afleiðinga af háttsemi ákærða. Hann fengi m.a. kvíðaköst, væri með einbeitningaskort, uppstökkur, hvatvís og væri hræddur við að fara út á meðal fólks. Engin gögn liggja fyrir um andlegt ástand brotaþola eftir atvikið en ekki er dregið í efa að brot ákærða hafi haft áhrif á andlega heilsu brotaþola og þar hafi ekki síst haft áhrif að ungur sonur hans var á vettvangi. Velferð þeirra beggja var því í hættu. Brotaþolinn B var rúmlega sex ára þegar atvikið varð og því er líklegt að hann hafi ekki áttað sig að fullu á þeirri hættu sem skapaðist á vettvangi en hann hefur væntanlega orðið hræddur og þá helst þegar rúðan í bifreiðinni brotnaði. Er þes s því að vænta að atvikið hafi ekki haft alvarleg áhrif á andlega heilsu hans en þrátt fyrir það þykir hann einnig eiga rétt á miskabótum úr hendi ákærða. Með vísan til þessa verður ákærði dæmdur til að greiða brotaþolanum A miskabætur að höfuðstól 1.200.0 00 krónur og brotaþolanum B 500.000 krónur. A hefur einnig krafist þess að ákærði greiði skaðabætur vegna tjóns á bifreiðinni og sjúkrakostnaðar. Samkvæmt fylgiskjölum með kröfugerð lögmanns brotaþola byggja fjárhæðir um tjón á bifreiðinni á mati og því li ggur ekki fyrir hver hafi verið raunverulegur viðgerðarkostnaður. Verður því ekki komist hjá því að hafna þeim lið kröfunnar. Hins vegar skal ákærði greiða brotaþolanum A 25.867 krónur vegna lyfja - og sjúkrakostnaðar og því samtals 1.225.867 krónur. Dæmdar bætur skulu bera vexti samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 22. júní til 8. september 2021 en dráttarvexti samkvæmt 9. gr. laganna frá þeim degi til 16 greiðsludags. Þá gera brotaþolar kröfu til þess að viðurkennd verði bóta skylda ákærða vegna líkamstjóns brotaþola í kjölfar skotárásarinnar. Ekki er ljóst að hvaða tjóni viðurkenningarkrafa brotaþola lýtur og er hún því vanreifuð og verður af þeim sökum vísað frá dómi. Loks gera brotaþolar kröfu til þess að ákærði greiði þeim kostnað við gerð bótakröfu og fyrir að halda henni fram. Samkvæmt 3. mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála skal ekki dæma brotaþolum málskostnað hafi þeir fengið sér skipaðan réttargæslumann en þannig er ástatt í máli þessu. Réttargæslumanni b rotaþola verður því ákvörðuð þóknun sem telst til sakarkostnaðar, sbr. a. - lið 1. mgr. 233. gr. laga nr. 88/2008. Með vísan til 2. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála greiðist allur sakarkostnaður úr ríkissjóði, þ.m.t. málsvarnarlaun sk ipaðs verjanda ákærða, Sveins Guðmundssonar lögmanns, sem þykja hæfilega ákveðin með hliðsjón af tímaskýrslu lögmannsins og umfangi málsins 2.650.500 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti, þóknun verjanda á rannsóknarstigi málsins, Einars Huga Bjarnasonar l ögmanns, 1.116.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti, og þóknun réttargæslumanns brotaþola, Ólafs Páls Vignissonar lögmanns, 1.534.500 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Karl Ingi Vilbergsson saksóknari. Ingi T ryggvason héraðsdómari kveður upp dóm þennan . D ó m s o r ð: Ák ærði, X , er sýknaður af refsikröfu ákæruvaldsins. Ákærði skal sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Ákærði skal sæta upptöku til ríkissjóðs á 22 kalíbera riffli af gerðinni CZ513. Ákærði greiði A 1.225.867 krónur og B 500.000 krónur auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 22. júní 2022 til 8. september 2022 en auk dráttarvaxta samkvæmt 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Kröfu brotaþola um viðurkenningu á bótaskyldu vegna líkamstjóns er vísað frá dómi. Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Sveins Guðmundssonar lögmanns, 2.650.500 krónur, þóknun verjanda ákærða 17 á rannsóknarstigi málsins, Einars Huga Bj arnasonar lögmanns, 1.116.000 krónur, og þóknun réttargæslumanns brotaþola, Ólafs Páls Vignissonar lögmanns, 1.534.500 krónur. Ingi Tryggvason